Efri-Ás Hjaltadal

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Efri-Ás Hjaltadal

Equivalent terms

Efri-Ás Hjaltadal

Associated terms

Efri-Ás Hjaltadal

10 Authority record results for Efri-Ás Hjaltadal

10 results directly related Exclude narrower terms

Ásgrímur Stefánsson (1873-1926)

  • S00722
  • Person
  • 11.08.1873-28.04.1926

Sonur Stefáns Ásgrímssonar og Helgu Jónsdóttur í Efra-Ási í Hjaltadal. Ásgrímur ólst upp með foreldrum sínum og sótti námskeið í búnaðarfræðslu við Hólaskóla. Hann dvaldist með foreldrum sínum þar til hann hóf sjálfur búskap að Efra Ási, bóndi þar á árunum 1905-1926 en sum árin á hluta jarðarinnar á móti föður sínum. Kvæntist Sigmundu Skúladóttur frá Ysta-Mói í Flókadal, þau eignuðust þrjár dætur.

Guðrún Ásgrímsdóttir (1917-1998)

  • S01733
  • Person
  • 14. ágúst 1917 - 10. júní 1998

Foreldrar: Ásgrímur Stefánsson b. í Efra-Ási og k.h. Sigmunda Skúladóttir. Eftir fráfall föður hennar 1926, þegar Guðrún var aðeins tæpra níu ára gömul, flutti hún með móður sinni til Siglufjarðar og gekk þar í barna- og unglingaskóla. Eftir fermingu fór hún að vinna fyrir sér, fyrst í Hjaltdal, m.a. á Hofi. Veturinn 1934-1935 stundaði hún nám við Héraðsskólann á Laugarvatni. Hún vann bæði í Reykjavík og á Akranesi og lærði fatasaum hjá Þórunni og Áslaugu á Akri. Síðar var hún nokkur ár á Hólum og þaðan fór hún að tilhlutan Sigrúnar Ingólfsdóttur skólastjórafrúar á Hólum á húsmæðraskólann á Laugalandi veturinn 1942-1943. Sumarið 1943 kvæntist hún Ferdínandi Rósmundssyni frá Kjarvalsstöðum í Hjaltadal. Þau hófu sambúð sína í húsmennsku á Neðra Ási en 1944 hófu þau búskap í Ási sem var nýbýli úr landi Efra-Áss, þar sem þau bjuggu til 1964 en það sama ár fluttu þau að Lóni í Viðvíkursveit þar sem þau áttu eftir að búa í rúm 30 ár. Guðrún sinnti búverkum og skepnuhirðingu og mörg haust vann hún á sláturhúsinu á Sauðárkróki. Guðrún var síðast búsett á Sauðárkróki og vann fáein ár á saumastofu Erlendar Hansen. Guðrún og Ferdínand eignuðust tvö börn.

Guðrún Stefánsdóttir (1878-1917)

  • S00723
  • Person
  • 11.04.1878-18.08.1917

Dóttir Stefáns Ásgrímssonar og Helgu Jónsdóttur í Efra-Ási. Kvæntist Sigurði Ásgrímssyni (1876-1939), þau bjuggu fyrst að Efra-Ási, svo að Unastöðum í Kolbeinsdal, í Ólafsfirði, í Ketu í Hegranesi og síðast á Ási í Hegranesi. Guðrún og Sigurður eignuðust tvö börn.

Helga Jónsdóttir (1845-1923)

  • S00721
  • Person
  • 25.09.1845-02.02.1923

Foreldrar: Jón Guðmundsson b. á Ysta-Hóli, Hofi, Hvammkoti og víðar og k.h. Guðrún Jónsdóttir. Helga kvæntist Stefáni Ásgrímssyni frá Gautastöðum í Stíflu, þau bjuggu lengst af í Efra-Ási í Hjaltadal. Þau eignuðust fjögur börn sem upp komust.

Kristmundur Frímann Þorbergsson (1829-1906)

  • S01713
  • Person
  • 16. ágúst 1829 - 16. feb. 1906

Kristmundur er fæddur á Sæunnarstöðum í Hallárdal. Faðir: Þorbergur Þorbergsson (1801-1868) - dæmdur faðir hans. Móðir: Valgerður Pálsdóttir (1790-1870).
Kristmundur ólst upp hjá móður sinni og frændum en fór svo í vist hjá vandalausum. Hann var bóndi á Veðramóti 1853-56, Efra-Ási í Hjaltadal 1856-57, Sviðningi í Kolbeinsdal 1857-59, Sæunnarstöðum 1859-60 og Vakursstöðum í Hallárdal 1860 til æviloka. Eiginkona: Elín Pétursdóttir (f. 1824). Saman áttu þau sjö börn.

Pétur Marinó Runólfsson (1906-1962)

  • S01221
  • Person
  • 13.01.1906 - 02.02.1962

Pétur Marinó Runólfsson fæddist 13. janúar 1906 í Böðvarsdal í Vopnafirði. Hann var bóndi í Efra-Ási í Hjaltadal 1933-1962. Eftir uppvaxtarárin í Böðvarsdal hóf Pétur nám í Bændaskólanum á Hólum árið 1928 og útskrifaðist sem búfræðingur vorið 1930. Hann var búsettur í Hólahreppi eftir það. Þremur árum seinna hóf hann búskap á hálfri jörðinni Efra-Ási. Þar bjó hann öll sín búskaparár, lengst af í fjórbýli. Pétur sat í hreppsnefnd Hólahrepps 1942-1954 og í skólanefnd 1942-1946. Hann var í stjórn og formaður Búnaðarfélags Hólahrepps 1949-1962. Hann var einnig í stjórn nautgriparæktarfélagsins Auðhumlu í Hólahreppi og Sauðfjárræktarfélagi Hólahrepps um tíma. Pétur hafði yndi af tónlist og söng í Kirkjukór Hólakirkju. Kona hans var Helga Ástríður Ásgrímsdóttir (1909-1991), þau eignuðust þrjú börn saman og tóku einn fósturson.

Stefán Ásgrímsson (1848-1930)

  • S00720
  • Person
  • 20.07.1848-09.03.1930

Foreldrar: Ásgrímur Steinsson og Guðrún Kjartansdóttir á Gautastöðum í Stíflu. Stefán ólst upp hjá foreldrum sínum. Bóndi í Tungu 1870-1975, Stóru Brekku 1875-1883 og í Efra Ási 1883-1930. Hann gróðursetti trjálund við bæ sinn og ræktaði garðjurtir í stórum stíl, sem var afar sjaldgæft á þeim tíma. Kvæntist Helgu Jónsdóttur (1845-1923), þau eignuðust fjögur börn sem upp komust.

Steinn Stefánsson (1882-1954)

  • S00724
  • Person
  • 30.11.1882-19.05.1954

Sonur Stefáns Ásgrímssonar og Helgu Jónsdóttur í Efra-Ási. Var í námi á Möðruvöllum 1900 og lauk búfræðiprófi frá Hólum 1905. Næstu árin var hann við kennslu á vetrum í austanverðum Skagafirði. En á sumrin ýmist í kaupavinnu ellegar heima í Efra Ási. Hóf búskap í Neðra-Ási 1911-1913, bjó að Stóra-Holti í Fljótum 1913-1915 og flutti svo aftur að Neðra-Ási og var bóndi þar til 1942, fluttist til Sauðárkróks 1952. Mörg haust sá hann um bólusetningu lamba gegn bráðapest í Hólahreppi og víðar. Eftir að Steinn hóf búskap, hætti hann að mestu kennslu. Þó tók hann löngum börn er á einhvern hátt áttu í örðugleikum með námið og leiðbeindi þeim, þótti hann laginn kennari á þeim vettvangi. Félagsmálastörfum gegndi Steinn talsvert, var í hreppsnefnd í 12 ár, þar af oddviti í 6 ár. Þá var hann í sóknarnefnd, skattanefnd og fjallskilastjóri til fjölda ára. Kvæntist Soffíu Jónsdóttur frá Neðra-Ási, þau eignuðust sjö börn.

Svanhildur Guðrún Loftsdóttir (1844-1930)

  • S00726
  • Person
  • 23.04.1844-02.11.1930

Frá Sauðanesi á Upsaströnd. Var mjög vel að sér í hannyrðum og kenndi mörgum konum að koma sér upp íslenska skautbúningnum. Kvæntist Daníel Ólafssyni (1837-1894) söðlasmiði, þau bjuggu m.a. á Hofsósi, í Viðvík, í Efra-Ási, í Reykjavík, á Oddeyri við Eyjafjörð, í Hofstaðaseli og á Framnesi. Svanhildur og Daníel eignuðust fjögur börn sem upp komust.

Tómas Ísleiksson (1854-1941)

  • S01143
  • Person
  • 25. júlí 1854 - 17. júlí 1941

Frá Núpakoti undir Eyjafjöllum. Kom sem vinnumaður að Brúarlandi í Deildardal árið 1877 og fluttist tveimur árum síðar að Efra-Ási í Hjaltadal, lærði um þær mundir söðlasmíði. Var á Hólum 1889 og kvæntist það ár Guðrúnu Jóelsdóttur ljósmóður frá Sauðanesi í Svarfaðardal. Þau bjuggu að Miklabæ í Óslandshlíð 1890 og í Kolkuósi 1891-1903 er þau fluttu til Vesturheims og settust að í Winnipeg. Þau tóku fimm af börnum sínum með sér, þrjú yngstu barna þeirra sem fædd voru þá voru skilin eftir á Íslandi. Í Winnipeg lagði Tómas fyrir sig trésmíði, einkum húsabyggingar. Á efri árum var hann búsettur í Gimli. Tómas og Guðrún eignuðust alls tólf börn, fyrir hjónaband hafði Tómas eignast eina dóttur. Eftir að þau komu til Winnipeg tóku þau upp eftirnafnið Thorsteinson.