Skjalasafnið inniheldur bókhaldsgögn, bréf, gögn varðandi félagsheimili, fundagögn, gögn varðandi málaferli v. Eyjafjörð, skólamál skýrslur, útgefin blöð og gögn um sjúkrasamlag, elli- og örorkubætur.
Um er að ræða vitnisburð um landamerki Reykja í Tungusveit sem gefin var af Arngrími Jónssyni árið 1651 og vottaður af Magnúsi Jónssyni og Þórólfi Jónssyni 1657. Um þetta bréf hefur dr. Einar G. Pétursson ritað grein í ritinu Brageyra léð Kristjáni Eiríkssyni sextugum sem kom út árið 2005. Greinin heitir "Skagfirskt bréf frá 17. öld".
Gögn er varðar Barnaskólann á Sauðárkróki frá 1914 til 1951, flest með hendi Jóns Þ. Björnssonar skólastjóra. Einnig gögn er varðar "Ungmennaskóla Sauðárkróks".
33 eintök af prófskírteinum sem gefin voru út af Bifreiðaeftirliti ríkisins á árunum 1982-1986. Allir prófhafar voru búsettir í Skagafirði. Eitt prófskírteinið er frumrit en önnur einungis afrit.
7 albúm, nokkur umslög, leikfélagsmyndir frá Kára Jónssyni, Bréf frá Stefáni Jónssyni arkitekt, uppdráttur af húsaskipan bændaskólans á Hólum. 80 ljósmyndir og 104 filmur úr dánarbúi bakarahjónanna Guðjóns og Ólínu.
Gögn er varða líflambakaup Skagfirðinga árið 1993 sem Búnaðarsamband Skagfirðinga hefur haft milligöngu um. Líklega hefur verkefnið verið á könnu Egils Bjarnasonar, starfsmanns sambandsins.
A. Skjöl frá tímabilinu 1880-2012. Hér kennir ýmsa grasa, bæði gögn frá starfi hans sem framkvæmdastjóri prjónastofunnar Vöku, frá þátttöku hans í bæjarpólitík á Sauðárkróki, kveðskapur og tónlist. Þá sankaði hann að sér ýmsum fróðleik um ýmsa söguþætti, svo sem um Miklabæjar-Skottu og loðdýrarækt á Íslandi. B. Ljósmyndir frá tímabilinu 1850-2012. Elstu myndirnar koma líklega frá ættingjum Erlendar en ekki er unnt að greina hvað kemur frá t.d. foreldrum hans og hvað kemur frá Erlendi. Fyrir vikið var allt ljósmyndasafnið fært í hans skjalasafn.
Lýsing á "Hestinum í Mælifellshnjúknum" Ljósmynd, texti og mynd til útskýringar fylgir þar sem lýst er viðmiðum gamalla manna í Skagafirði um hvenær væri óhætt að leggja af stað yfir öræfin á sumrin. En það fundu þeir út, út frá snjóalögum í Mælifellshnjúk.
Gögn úr búi Garðars Víðis Guðjónssonar. Annars vegar gögn frá föður hans, Guðjóni Jónssyni Tunguhálsi. Hins vegar gögn sem höfðu borist konu Garðars, Sigurlaugu G. Gunnarsdóttur.
Ljóðabálkur eftir Gunnar Einarsson í Bergskála um stórbrunann mikla á Hellulandi árið 1928. Þrjár vélritaðar síður og ein handskrifuð nafnaskrá, óvíst um upprunann og hvenær það barst safninu en greinilega er skjalið búið til eftir daga Gunnar.
Skjöl úr fórum Gunnars Oddssonar í Flatatungu á Kjálka. Gamlar bækur, tímarit ungmennafélagsins Framfarar og gögn Veiðifélags Skagfirðingar Héraðsvatnadeildar. Gögnin voru afhent úr dánarbúi Gunnars.
Raddir heiðursfélaga Kvenfélags Sauðárkróks, upptaka gerð 2. febrúar að Ásvallagötu 9, Rvk. af Hannesi Péturssyni. Heiðursfélagar kvenfélagsins eru: Elínborg Jónsdóttir, Jórunn Hannesdóttir og Sigríður Sigtryggsdóttir
Frumrit bréfa frá fjölskyldinni Ljótsstöðum í Skagafirði til hjónanna Guttorms Vigfússonar og Sigríðar Guðbjörgar Önnu Sigmundsdóttur (1862-1922) er bjuggu á Geitagerði í Fljótsdal. Bréfin eru frá tímabilinu 1887-1918.