Showing 3773 results

Authority record
Person

Skúli Vilhelm Guðjónsson (1895-1955)

  • S02456
  • Person
  • 26. nóv. 1895 - 25. jan. 1955

Foreldrar: Guðjón Gunnlaugsson b. í Vatnskoti (nú Svanavatn og Hegrabjarg) í Hegranesi og k.h. Guðrún Arngrímsdóttir. Prófessor í Kaupmannahöfn og ráðunautur danskra stjórnvalda um heilsufræðileg efni. K: Inge Melite, þau eignuðust þrjár dætur.

Skúli Þórðarson Thorlacius (1741–1815)

  • S02406
  • Person
  • 10. apríl 1741 - 30. mars 1815

Skúli Þórðarson Thorlacius (1741–1815), fornfræðingur, heimspekingur og rektor. Fæddur að Teigi í Fljótshlíð 10. apríl 1741 sonur Þórðar Thorlacius og Kristínar Sigurðardóttur. Varð stúdent 1758 eftir nám í Skalholti. Hélt til Kaupmannahafnar sama ár, lauk lárviðarprófi í heimspeki 1761 og guðfræðiprófi 1765, hlaut meistaranafnbót í heimspeki 1768. Varð rektor latínuskólans í Kolding 1769 og rektor frúarskóla í Kaupmannahöfn, helsta latínuskóla Danmerkur, 1777. Kvæntist prestdótturinni Agatha Riisbrigh (d. 1825) árið 1770. Lést í Kaupmannahöfn 1815.

Skúli S. Thoroddsen (1890-1917)

  • S002962
  • Person
  • 24. mars 1890 - 23. júlí 1917

Fæddur á Ísafirði. Foreldrar: Skúli Thoroddsen, alþingismaður og skáld og Theodora Guðmundsdóttir Thoroddsen (1863-1954) húsmóðir og skáld. Unnusta: Guðrún Skúladóttir (1896-1950), þau eignuðust eina dóttur. Skúli tók stúdentspróf frá MR 1908 og lögfræðipróf frá HÍ 1914. Varð yfirréttamálaflutningsmaður 1915. Málaflutningsmaður á Ísafirði 1914-1915. Rak þar einnig smábátaútgerð. Yfirdómslögmaður í Reykjavík 1915-1917. Alþingismaður Norður-Ísfirðinga 1916-1917, utan flokka.

Skúli Magnússon (1711-1794)

  • S01413
  • Person
  • 12.12.1711 – 09. 11.1794

Skúli fæddist að Keldunesi í Norður-Þingeyjarsýslu 12. desember árið 1711. Faðir: Magnús Einarsson prestur á Húsavík frá 1715. Móðir: Oddný Jónsdóttir. Skúli var við verslunarstörf á unglingsárum en hóf skólanám hjá Þorleifi Skaftasyni prófasti í Múla í Aðaldal haustið 1727. Magnús faðir hans drukknaði í ársbyrjun 1728, þegar hann var að sækja rekavið, en tveimur árum síðar giftist móðir Skúla séra Þorleifi, sem útskrifaði hann svo með stúdentspróf 1731. Hann stundaði svo nám við háskólann í Kaupmannahöfn 1732-34 án þess þó að ljúka prófi.
Skúli sneri aftur til Íslands árið 1734 og varð sýslumaður í Austur-Skaftafellssýslu. Það sumar vann hann sem landsskrifari fyrir Odd Magnússon. Árið eftir var hann einnig settur yfir Vestur-Skaftafellssýslu. Skúli var svo skipaður sýslumaður í Skagafjarðarsýslu 1737. Þar bjó hann fyrst í Gröf á Höfðaströnd en lengst af á Stóru-Ökrum í Blönduhlíð. Skúli hafði forsjá Hólastóls eftir að Steinn Jónsson biskup dó árið 1739 og þar til Halldór Brynjólfsson tók við embætti 1746. Skúli var skipaður landfógeti árið 1749, fyrstur Íslendinga.
Hann fluttist suður sumarið 1750 og settist fyrst að á Bessastöðum.

"Hann hóf þegar að berjast fyrir ýmsum framfaramálum og helst fyrir stofnun framfarafélags sem skyldi standa að ýmsum umbótum í landbúnaðarmálum og iðnaði. Hann vildi líka að Íslendingar eignuðust þilskip svo þeir gætu sótt á djúpmið. Félagið Innréttingarnar var stofnað af Skúla ásamt íslenskum embættismönnum á Þingvöllum 17. júlí 1751 til að vinna að viðreisn íslenskra landshaga. Innréttingunum var valinn staður í Reykjavík og meðal annars þess vegna hefur Skúli oft verið kallaður faðir Reykjavíkur. Þótt gengi Innréttinganna væri misjafnt eins og margra aðra framfaramála sem Skúli lét til sín taka var hann óþrjótandi baráttumaður fyrir framförum og var einn helsti boðberi upplýsingastefnunnar á Íslandi."

Viðeyjarstofa var reist sem embættisbústaður Skúla fógeta og hann lét seinna reisa Viðeyjarkirkju við hlið hennar. Skúli fékk Viðey til ábúðar þegar hann varð landfógeti og bjó þar síðan. Viðeyjarstofa var reist sem embættisbústaður á árunum 1753-55. Hann lét af embætti fyrir aldurs sakir árið 1793 og lést ári síðar úti í Viðey. Hann er grafinn í Viðey.

Kona Skúla var Steinunn Björnsdóttir prests í Görðum á Álftanesi. Á meðal barna þeirra voru Jón Skúlason aðstoðarlandfógeti og Rannveig, kona Bjarna Pálssonar landlæknis.

Skúli Helgason (1916-2002)

  • S02433
  • Person
  • 6. jan. 1916 - 25. maí 2002

Skúli fæddist 6. janúar 2002 á Svínavatni í Grímsnesi. Foreldrar hans voru Helga Jónsdóttir á Svínavatni og Helgi Guðmundsson bóndi á Apavatni. Skúli var þjóðhagi og fræðimaður. Mörg merk verk liggja eftir hann m.a. á sviði smíða og má þar nefna Árbæjarkirkju í Reykjavík. Skúli skráði einnig stór ritverk á fræðasviði. Hann var höfundur að Byggðasafni Árnessýslu. Skúli var ókvæntur og barnlaus.

Skuli G Skulason (1879-1945)

  • S02024
  • Person
  • 1879-1945

Skuli G. Skulason, f. í Íslendingabyggðum á Vesturströnd Winnipegvatns í Manitoba árið 1879. Ári síðar flutti fjölskyldan á Íslendingaslóðir nálægt Pembina í Norður-Dakota. Skúli gekk i Háskólann í Norður-Dakota og lauk þar laganámi.
Maki: Edith Johnson, þau giftu sig 1903 og eignuðust þrjár dætur.
Fjölskyldan flutti til vestur Montana þar sem Skúli vann sem lögmaður í Thompson Falls and Missoula. Eftir lát eiginkonunnar fluttist hann til Poplar í Montana. Hann lést 1945.

Skúli Brynjólfur Steinþórsson (1934-

  • S02394
  • Person
  • 9. ágúst 1934-

Skúli Brynjólfur Steinþórsson, f. 09.08.1934 á Sléttu í Fljótum. Foreldrar: Steinþór Helgason og Guðríður Brynjólfsdóttir. Stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1954. Stundaði flugnám hjá Svifflugfélagi Akureyrar 1949-1954 og í Flugskóla Viktors Aðalsteinssonar á Akureyri og Flugskólanum Þyt hf. í Reykjavík. Ýmis trúnaðarstörf fyrir FÍA og störf við flug og flugumsjón. Maki: Ólöf Sigurðardóttir. Þau eiga 3 börn.

Skarphéðinn Jóhannesson (1942-

  • S02890
  • Person
  • 12. mars 1942-

Skarphéðinn Jóhannesson f. 12.03.1942 á Merkigili. Foreldrar: Jóhannes Bjarnason (1896-1944) og Monika Sigurlaug Helgadóttir (1901-1988) bændur á Merkigili í Austurdal. Búsettur í Hveragerði, starfaði hjá Landsvirkjun.
Maki 1: Sigríður Hrólfsdóttir frá Kolgörf á Efribyggð. Þau skildu.
Maki 2: Guðríður Fjóla Ólafsdóttir frá Kleif á Skaga, f. 1941.

Skafti Stefánsson (1894-1979)

  • S03161
  • Person
  • 06.03.1894-27.07.1979

Skafti Stefánsson f.í Málmey á Skagafirði 06.03.1894 , d. Í Reykjavík 27.07.1979. Foreldrar: Dýrleif Einarsdóttir og Stefán Pétursson. Hann var elstur fimm systkina. Árið 1897 fluttist fjölskyldan frá Málmey að Litlu-Brekku á Höfðaströnd og bjó þar nokkur ár. Þar veiktist Stefán og gat ekki stundað búskap og fluttist fjölskyldan þá aftur í Amálmey þar sem hann stundaði sjóróðra. Ungur fór Skafti að aðstoða föður sinn, m.a. við beituskurð. Á seinni búskaparárunum í Málmey veiktist faðir hans alvarlega og varð óvinnufær en lifði þó 26 ár eftir það og við það varð Stefán fyrirvinna heimilisins ásamt móður sinni. Fjölskyldan fluttist þá aftur til lands og hóf búskap á litlu býli við Hofsós sem kallað var Nöf. Árið 1920 flutti Skafti til Siglufjarðar og gerði útgerð og fiskkaup að atvinnu sinni. Skafti var einn af stofnendum Kaupfélags Siglfirðinga og sat lengi í stjórn þess. Hann átti sæti í bæjarstjórn um tíma og einnig hafnanefnd og fleiri nefndum.
Maki: Helga Jónsdóttir frá Akureyri. Þau giftu sig 06.03.1924. Þau eignuðust fjögur börn.

Skafti Óskarsson (1912-1994)

  • S02712
  • Person
  • 12. sept. 1912 - 7. ágúst 1994

Foreldrar: Óskar Á. Þorsteinsson og Sigríður Hallgrímsdóttir, búsett í Hamarsgerði og síðar Kjartansstaðakoti. Nemandi á Hólum í Hjaltadal 1930. Bóndi á Kjartansstöðum á Langholti. Síðast búsettur á Sauðárkróki. Maki: Ingibjörg Hallgrímsdóttir, f. 08.02.1915. Þau eignuðust fjórar dætur.

Skafti Magnússon (1902-1982)

  • S03058
  • Person
  • 17. ágúst 1902 - 14. okt. 1982

Foreldrar: Magnús Jónsson b. í Gilhaga og Guðbjörg Guðmundsdóttir, þau voru ekki kvænt. Skafti ólst upp hjá föður sínum og k.h. Helgu Indriðadóttur í Gilhaga.
Leigjandi á Ytri-Mælifellsá 1930. Stundaði síðar eigin atvinnurekstur, hellusteypu, á Sauðárkróki. Seinna bókari í Kópavogi.
Kvæntist Önnu S. Sveinsdóttur frá Mælifellsá, þau eignuðust fjögur börn. Anna lést árið 1953. Sambýliskona Skafta eftir það var Indíana Albertsdóttir frá Neðstabæ í Húnavatnssýslu.

Símon Jóhannsson (1892-1960)

  • S01031
  • Person
  • 26.05.1892-17.03.1960

Foreldrar: Jóhann Eyjólfsson og Ingibjörg Guðjónsdóttir. Bóndi á Herjólfsstöðum í Laxárdal 1915-1916, Þverá í Hallárdal, A-Hún 1919-1920, í húsmennsku á Starrastöðum 1921-1925, bóndi í Teigakoti í Tungusveit 1925-1933, á Keldulandi á Kjálka 1933-1935, í Goðdölum 1935-1949, í Teigakoti aftur 1949-1951, síðast búsettur í Goðdölum hjá sonum sínum. Símon stundaði töluverða hrossaverslun á tímabili, keypti þá afsláttarhross í framanverðum Skagafirði og seldi til Ólafsfjarðar, Siglufjarðar og Fljóta. Hann var einnig við mæðiveikivörslu við Blöndu og Kúlukvísl í einhver sumur. Vorið 1941 réði Símon sig í flokk vegagerðarmanna undir stjórn Lúðvíks Kemp við lagningu Siglufjarðarbrautar þar sem hann sá um hrossagæslu, annaðist aðföng og hafði umsjón með mötuneyti ásamt fleiri viðskiptum fyrir vegagerðarmenn. Símon kvæntist Moniku Sveinsdóttur frá Bjarnastaðahlíð, þau eignuðust þrjá syni.

Símon Ingi Gestsson (1944-2018)

  • S03591
  • Person
  • 23.12.1944-05.06.2018

Símon Ingi Gestsson, f. 23.12.1944 í Saltnesi í Hrísey, d. 05.06.2018 í Reykjavík. Foreldrar: Friðfinna Símonarsdóttir (1927-1995) og Gestur Árelíus Frímannsson (1924-2007). Símon ólst upp hjá foreldrum sínum á Siglufirði en dvaldist einnig langdvölum hjá föðurforeldrum sínum, Frímanni Viktori Guðbrandssyni og Jósefínu Jósefsdóttur á Austara-Hóli. Hann gekk í barnaskóla á Siglufirði og útskrifaðist frá Bændaskólanum á Hólum árið 1961. Auk hefðbundinna sveitastarfa vann Símon m.a. við gerð Strákaganga og keyrði leigubíl í Keflavík um tíma. Árið 1970 tóku Símon og Heiðrún jörðina Barð í Fljótum á leigu. Auk búskapar vann Símon m.a. við akstur mjólkurbíls og skólabíls. Hann var útibússtjóri KS á Ketilási frá 1981-1991 og vann við póstafgreiðslu á Ketilási og póstdreifingu. Á Barði bjuggu Heiðrún og Símon til 2008, er þau fluttu á Bæ á Höfðaströnd. Þar hafði Símon starfað um skeið sem ráðsmaður og gengdi því starfi til haustsins 2016 en þá lét hann af störfum og flutti í Hofsós. Símon gengdi ýmsum trúnaðarstörfum, var m.a. formaður Hestamannafélagsins Svaða og formaður sóknarnefndar Barðskirkju.
Maki: Heiðrún Guðbjörg Alfreðsdóttir (1946-2016). Þau eignuðust fjögur börn.

Símon Gunnlaugsson (1874-1915)

  • S00665
  • Person
  • 29. október 1874 - 25. janúar 1915

Fæddur og uppalinn í Saurbæ í Kolbeinsdal, sonur Gunnlaugs Pálmasonar b. í Brimnesi og Margrétar Guðmundsdóttur frá Tungu í Stíflu. Bóndi á Læk í Viðvíkursveit 1903-1908, í Langhúsum í Viðvíkursveit 1908-1912 og aftur á Læk 1912-1915. Kvæntist Guðrúnu Sigríði Þorsteinsdóttur frá Lóni í Ólafsfirði, þau eignuðust einn son.

Símon Björnsson (1844-1916)

  • S02011
  • Person
  • 2. apríl 1844 - 9. mars 1916

Símon Dalaskáld (2. júlí 1844 – 9. mars 1916) var íslenskt skáld og förumaður á 19. og 20. öld. Hann var Bjarnarson / Björnsson en tók sér snemma kenningarnafnið Dalaskáld og kenndi sig við Skagafjarðardali (Vesturdal og Austurdal) þar sem hann átti lengst af heimili þótt hann væri mikið á flakki, en margir halda raunar vegna kenninafnsins að hann hafi verið upprunninn í Dalasýslu. Hann var fæddur á Höskuldsstöðum í Blönduhlíð í Skagafirði og var elstur af 13 systkinum. Hann fór að heiman fljótlega eftir fermingu og var í vinnumennsku í Skagafjarðardölum, giftist og átti börn sem öll dóu ung nema eitt, var um tíma við búhokur en var þó mest í ferðalögum, fór um allt land og seldi ritverk sín og fleira. Hann var þó ekki umrenningur eða betlari, miklu fremur skemmtikraftur sem ferðaðist um og stytti fólki stundir. Símon var talinn það sem kallað er talandi skáld og orti oft jafnhratt og aðrir mæla óbundið mál. Talið er að fáir Íslendingar hafi samið jafn margar vísur og Símon, því utan þær rímur sem hann samdi, orti hann vísur um þúsundir manna um land allt. Þótt Símon væri farinn að gefa út kver með rímum sínum og öðrum kveðskap fyrir þrítugt lærði hann ekki að skrifa fyrr en á fimmtugsaldri og varð aldrei vel skrifandi. Þó gaf hann út fjölmarga rímnaflokka, tvær ævisögur - Bólu-Hjálmars sögu og Sögu Eiríks Magnússonar (Mera-Eiríks), og löngu eftir dauða hans kom út skáldsaga sem hann hafði skrifað, Árni á Arnarfelli og dætur hans.

Símon Baldur Skarðhéðinsson (1950-

  • S02889
  • Person
  • 12. ágúst 1950-

Foreldrar: Þórleif Elísabet Stefánsdóttir og Skarphéðinn Pálsson á Gili. Verktaki á Sauðárkróki. Kvæntur Brynju Ingimundardóttur, þau eiga þrjú börn.

Sigvaldína Áslaug Egilsdóttir (1891-1950)

  • S01510
  • Person
  • 31. mars 1891 - 17. nóv. 1950

Dóttir Egils Sigvaldasonar síðast b. á Syðra-Ósi á Höfðaströnd og k.h. Ingibjargar Kristinsdóttur. Maki: Jón Ingvar Guðmundsson bílstjóra. Þau voru búsett á Sauðárkróki.

Sigvaldi Kaldalóns (1881-1946)

  • S02437
  • Person
  • 13. jan. 1881 - 23. júlí 1946

Sigvaldi Kaldalóns fæddist í Vaktarabænum í Grjótaþorpinu í Reykjavík 13. janúar 1881, sonur Stefáns Egilssonar múrara og k.h., Sesselju Sigvaldadóttur ljósmóður Reykjavíkur um árabil. ,, Sigvaldi lauk stúdentsprófum frá Lærða skólanum 1902, embættisprófi í læknisfræði frá Læknaskólanum í Reykjavík 1908 og hélt að því loknu í framhaldsnám til Kaupmannahafnar. Þar kynnti hann sér danska og erlenda tónlist. Í Kaupmannahöfn kynntist hann einnig verðandi eiginkonu sinni, Karen Margrethe Mengel Thomsen. Þegar heim kom starfaði hann vetrarlangt sem læknir á Hólmavík en fékk síðan veitingu fyrir læknishéraði við Inn-Djúpið og bústað á Ármúla í Nauteyrarhreppi nálægt Kaldalóni vorið 1911. Hann hreifst mjög af náttúrunni þar í kring og tók síðar upp ættarnafnið Kaldalóns árið 1916. Frostaveturinn mikla 1917-18 veiktist Sigvaldi af taugaveiki og náði sér aldrei fyllilega eftir það. Hann fluttist frá Ármúla 1921. Hann dvaldist á Vífilstaðahæli og fór síðan utan til Kaupmannahafnar á heilsuhæli. Þegar honum hafði batnað sótti hann um Flateyjarhérað árið 1926 og var veitt það. Þar samdi hann lagið við ljóð Eggerts Ólafssonar, Ísland ögrum skorið og þar söng Eggert Stefánsson óperusöngvari, bróðir hans það fyrst opinberlega. Í Flatey var hann þar til hann fluttist í Keflavíkurhéraðið. Sigvaldi var læknir við héraðslæknisembættið í Keflavík árin 1929-45, búsettur í Grindavík. Dvöl hans þar hefur verið líkt við "menningarlega vígslu" í héraðinu. Þar dvöldu löngum hjá honum eða í návist hans þjóðkunnir listamenn eins og Gunnlaugur Scheving, Halldór Laxness, Ríkharður Jónsson, Steinn Steinarr o.fl." Sigvaldi Kaldalóns var yfirleitt mjög hógvær í garð laga sinna en um Ísland ögrum skorið, sem er eitt þekktasta lag hans, sagði hann þó að það ætti e.t.v. eftir að verða þjóðsöngur Íslands. Meðal þekktustu laga hans má nefna: Ave maria, Erla góða Erla, Draumur hjarðsveinsins, Þú eina hjartans yndið mitt, Ég lít í anda liðna tíð, Fjallið eina, Hamraborgin, Kirkjan ómar öll, Nóttin var sú ágæt ein, Á Sprengisandi, Suðurnesjamenn, Svanasöngur á heiði."

Sigvaldi Jónsson (1919-1993)

  • S00122
  • Person
  • 25. jan. 1919 - 8. júlí 1993

Fæddur í Mósgerði í Flókadal, Skag. 25. janúar 1919
Látinn í Reykjavík 8. júlí 1993
Var á Sauðárkróki 1930. Vinnumaður víða.
Sjómaður á Dalvík og síðar í Reykjavík. Síðast bús. í Reykjavík.

Sigvaldi Guðmundsson (1883-1911)

  • S03007
  • Person
  • 13. nóv. 1883 - 11. sept. 1911

Fæddur í Efstadal í Ögursókn í Ísafjarðarsýslu. Skráður í Hegningarhúsinu við Skólavörðurstíg í manntalinu 1910. Drukknaði ári síðar í ofviðri á Borgarfirði eystri.

Sigurþór Hjörleifsson (1927-)

  • S01979
  • Person
  • 15. júní 1927-

Sonur Hjörleifs Sturlaugssonar b. á Kimbastöðum og k.h. Áslaugar Jónsdóttur. Sigurþór byggði nýbýlið Messuholt úr landi Kimbastaða og er búsettur þar. Lengi ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Skagfirðinga, rekur vélaverkstæði í Messuholti. Kvæntist Guðbjörgu Árnadóttur Hafstað frá Vík, þau eignuðust þrjár dætur, Guðbjörg lést 1966. Seinni kona Sigurþórs var Fjóla B. Bárðdal frá Sauðárkróki.

Sigurmon Hartmannsson (1905-1991)

  • S01968
  • Person
  • 17. nóv. 1905 - 1. feb. 1991

Foreldrar: Hartmann Ásgrímsson b. og kaupmaður í Kolkuósi og k.h. Kristín Símonardóttir frá Brimnesi. Sigurmon ólst upp hjá foreldrum sínum á Kolkuósi. Fermingarhaustið fór hann í unglingadeild Hólaskóla og var þar til vors. Vorið 1923 útskrifaðist hann frá gagnfræðaskóla Akureyrar. Vorið 1929 fór hann utan og vann á dönskum búgarði. Fór þaðan til Edinborgar í janúar 1930 og dvaldi þar fram á sumar. Við heimkomuna réði hann sig hjá Bifreiðastöð Steindórs þar sem hann var til haustsins, að hann fór heim í Kolkuós. Kauptíð Kolkuósverslunar mun hafa lokið um 1930. Var þá ekki annað til ráða til öflunar lífsviðurværis en að snúa sér alfarið að hefðbundnum bústörfum. Faðir hans mátti heita auðugur á þeirra tíma mælikvarða og átti nokkrar jarðir, þrjár þeirra, Unastaðir, Langhús og Kolkuós, komu í hlut Sigurmons við erfðaskipti og Saurbær í Kolbeinsdal fylgdi Haflínu konu hans. Miklahól keypti hann af Ásgrími bróður sínum á sjöunda áratugnum og árið 1935 keypti hann 300 hektara lands af Gunnlaugi Björnssyni í Brimnesi. Má því segja að nægt hafi verið landið til stórbúskapar og kom það sér vissulega vel þegar hrossum fjölgaði svo gríðarlega sem raun bar vitni. Sigurmon bjó við blandaðan búskap, kindur, kýr og hross framundir 1950 en hafði fremur fáar kýr og lagði ekki inn mjólk nema yfir sumartímann. Á veturnar var unnið úr mjólkinni heima og smjör selt í nokkrum mæli og hélst svo fram á sjöunda áratuginn. Árið 1949 þurfti hann að skera niður vegna garnaveikinnar og fékk ekki kindur aftur fyrr en tveimur árum seinna. Laust eftir 1940 hafði hann líka þurft að skera niður vegna sömu veiki. Fjárpestirnar urðu til þess að Sigurmon sneri sér í stórauknum mæli að því að fjölga hrossum en þó skipulega með kynbótum. Mun svo hafa verið komið fljótlega uppúr 1960 að hann var orðinn einhver stærsti hrossabóndi landsins með hátt í annað hundrað hrossa. Eingöngu seldi hann lífhross og þá oft í stórum hópum. Hross sín seldi hann fremur ódýrt, setti fast verð á hvern árgang og bauð mönnum svo að velja úr hópnum. Gefur því auga leið að margir högnuðust á þeim viðskiptum, enda varð Sigurmon fljótt landsþekktur og hross hans ekki síður. Mörg reyndust gæðingar og sum jafnvel afburða reiðhross. Samhliða búskapnum reri Sigurmon til fiskjar fyrir heimilið og stundum aflaðist svo mikið að hann varð aflögufær með fiskmeti til annarra. Á síldaráruunum óð síldin oft á tíðum upp á landsteina í Kolkuós og var þá veidd í net með fyrirdrætti, söltuð í tunnur og nytjuð til skepnufóðurs. Tryllubát eignaðist hann upp úr 1950 og notaði hann einnig til heimilisþarfa eingöngu. Félagsmál voru Sigurmoni lengstum hugleikin og starfaði hann mikið að hreppsmálum og fyrir önnur félög sveitar sinnar. Hann var oddviti 1942-1958 og í hreppsnefnd óslitið 1934-1974. Hann var formaður búnaðarfélagins 1935-1947 og formaður í ýmsum öðrum félögum. Sigurmon kvæntist árið 1932 Haflínu Björnsdóttur frá Saurbæ í Kolbeinsdal, þau eignuðust þrjár dætur.

Sigurlína Stefánsdóttir (1901-1989)

  • S00170
  • Person
  • 01.10.1901-11.04.1989

Sigurlína var fædd á Refsstöðum á Laxárdal fremri, foreldrar hennar voru Stefán Guðmundsson og Sesselja Guðmundsdóttir. Fyrstu árin ólst hún upp með foreldrum sínum en eftir að hún missti móður sína átta ára gömul fór hún í fóstur til Kristjáns Halldórssonar og Sigríðar Ingibjargar Sigurðardóttur á Blönduósi. Árið 1921 giftist hún Gunnari Guðmundssyni (1898-1976) og eignuðust þau einn son saman. Þau skildu árið 1923. Árið 1928 giftist hún Sigurði Þorkelssyni sjómanni á Sauðárkróki, þau áttu saman tvö börn og einn fósturson. Eftir að Sigurlína tók saman við Sigurð vann hún við fiskvinnslu og önnur störf sem til féllu. Jafnframt söng hún með Kirkjukór Sauðárkróks um áratugaskeið.

Sigurlína Sigurbjörg Jónasdóttir (1890-1959)

  • S01251
  • Person
  • 11. feb. 1890 - 27. nóv. 1959

Dóttir Jónasar Jónassonar ferjumanns á Tjörn í Borgarsveit og Önnu Elínar Kristjánsdóttur. Móðir hennar fór til Vesturheims 1902 ásamt þremur börnum sínum. Samkvæmt Vesturfaraskrá fór Sigurlína til Vesturheims frá Sjávarborg 1903, þá skráð sem tökubarn þar. Húsfreyja í N-Dakota.

Sigurlína Kristín Kristinsdóttir (1958-)

  • S00486
  • Person
  • 13.01.1958-

Foreldrar hennar voru Guðrún Ólöf Guðmundsdóttir og Kristinn Jónasson. Foreldrar Sigurlínu bjuggu bæði í Tungu og á Knappstöðum í Stíflu. Sigurlína kvæntist Hauki Ástvaldssyni (1950-2011), þau hófu búskap á Deplum í Stíflu 1974, þau eignuðust þrjár dætur. Sigurlína er nú búsett á Sauðárkróki.

Sigurlína Jónína Jónsdóttir (1922-1994)

  • S01472
  • Person
  • 31.01.1922 - 01.02.1994

Sigurlína Jónína Jónsdóttir fæddist 31. janúar 1922 á Deplum í Stíflu. Dóttir hjónanna Sigríðar Guðmundsdóttur frá Bakka í Austur-Fljótum og Jóns Sigmundssonar frá Vestara-Hóli, en þau hjón bjuggu lengst af á Molastöðum, síðar að Hraunum og síðast að Lambanes-Reykjum. Kvæntist Björgvini Márussyni (1916-1993) frá Fyrirbarði og hófu þau búskap þar 1946. Bjuggu þar samfleytt til ársins 1990 er þau fluttu til Sauðárkróks, þau eignuðust níu börn, átta þeirra komust á legg.

Sigurlína Björnsdóttir (1898-1986)

  • S01884
  • Person
  • 22.05.1898-11.10.1986

Foreldrar: Björn Bjarnason b. í Brekku hjá Víðimýri og s.k.h. Stefanía Ólafsdóttir. ,,Sigurlína ólst upp hjá foreldrum sínum og fylgdi þeim að Reykjarhóli 1909 og síðan Krossanesi 1915. Veturnar 1915-1916 og 1916-1917 stundaði hún ná við Kvennaskólann á Blönduósi. Eftir það var hún tvo vetur við barnakennslu á ýmsum stöðum. Að Eyhildarholti fór hún1920 og giftist ári síðar Jóni Jónssyni frá Nautabúi. Húsmóðurstörfin á Hofi voru umfangsmikil, gestakomur tíðar, því jörðin var kirkjustaður í þjóðbraut og félagsmálastörf bóndans orsökuðu bæði mikinn gestagang og ekki síður langar fjarvistir hans frá heimilinu. Þá kom á herðar Sigurlínu að annast forsjá búsins og heimilisins. Árið 1971 fluttist Sigurlína frá Hofi til Reykjavíkur ásamt móður sinni." Sigurlína og Jón eignuðust þrjú börn, tvö þeirra komust á legg, einnig tóku þau þrjá fóstursyni.

Sigurlína Ágústína Gísladóttir (1880-1967)

  • S01112
  • Person
  • 1. ágúst 1880 - 19. júlí 1967

Foreldrar: Gísli Sigurðsson b. í Neðra-Ási og k.h. Kristín Björnsdóttir. Kvæntist Kristni Erlendssyni b. og kennara á Ingveldarstöðum á Reykjaströnd. Sigurlína tók mikinn þátt í öllu félagslífi með manni sínum, starfaði mikið að leikstarfsemi á yngri árum og að kvenfélagsmálum. Sigurlína og Kristinn eignuðust tíu börn, Kristinn eignaðist einnig dóttur utan hjónabands með Sigurlaugu Jósafatsdóttur frá Krossanesi.

Sigurlaug Traustadóttir (1907-1945)

  • S00704
  • Person
  • 21. okt. 1907 - 20. mars 1945

Dóttir Trausta Friðrikssonar og Ásu Nýbjargar Ásgrímsdóttur. Flutti til Vesturheims með foreldrum sínum árið 1922. Húsfreyja í Winnipeg.

Sigurlaug Þorkelsdóttir (1913-2005)

  • S03418
  • Person
  • 05.05.1913-18.05.2005

Sigurlaug Þorkelsdóttir, f. á Daðastöðum á Reykjaströnd 05.05.1913, d. 18.05.2005. Foreldrar: Anna Sigríður Sigurðardóttir og Þorkell Jónsson á Ingveldarstöðum á Reykjaströnd. Sigurlaug ólst upp á Daðastöðum á Reykjaströnd. Sigurlaug var lengst af búsett á Bárustíg á Sauðárkróki og starfaði hjá Skildi. Síðustu árin bjó hún á dvalarheimilinu á Sauðárkróki.
Maki: Friðrik Friðriksson. Þau eignuðust fjögur börn, en fyrir átti Sigurlaug eina dóttur.

Sigurlaug Sveinsdóttir (1934-

  • S01762
  • Person
  • 3. mars 1934-

Dóttir Margrétar S. Kristinsdóttur og Sveins Sölvasonar á Sauðárkróki. Gagnfræðingur frá Gagnfræðaskóla Sauðárkróks. Við afgreiðslu í Sauðárkróksapóteki 1952-1955. Starfaði einnig við fiskvinnslu, við plastgerð í Plastgerðinni Dúða og síðast hjá Loðskinni. Kvænt Braga Þ. Sigurðssyni vélsmiði úr Loðmundarfirði.

Sigurlaug Sveinsdóttir (1929-2008)

  • S03016
  • Person
  • 27.12.1929-27.12.2007

Sigurlaug Sveinsdóttir, f. á Akureyri 27.12.1929, d. 27.12.2007. Foreldrar: Sveinn Árnason Bjarman og Guðbjörg Björnsdóttir Bjarman. Hún ólst upp í foreldrahúsum á Akureyri og lauk gagnfræðaprófi þar 17 ára gömul.
Maki: Snorri Sigurðsson skógfræðingur (1929-2009). Þau eignuðustu sex börn. Tvær dætur þeirra létust ungar.
Snorri nam skógfræði í Noregi og bjuggu þau 4 ár í Kóngsbergi og Ási. Heim komin bjuggu þau fyrst á Akureyri en síðan í Kópavogi, síðast hjá dóttur sinni og tengdasyni. Hún starfaði við umönnunarstörf og sinnti líknarmálum.

Sigurlaug Stefánsdóttir (1917-2002)

  • S02607
  • Person
  • 1. okt. 1917 - 23. maí 2002

Sigurlaug Helga Stefánsdóttir fæddist á Akureyri 1. október 1917. ,,Foreldrar hennar voru Stefán Stefánsson, járnsmíðameistari á Akureyri, f. í Litlu- Hlíð í Lýtingsstaðahreppi og kona hans, Steinunn Guðrún Eiríksdóttir, húsfreyja á Akureyri, f. í Fremri-Svartárdal í Lýtingsstaðahreppi. Sigurlaug bjó á Akureyri alla ævi. Hún lauk námi frá Gagnfræðaskóla Akureyrar og einnig frá Húsmæðraskólanum að Laugalandi í Eyjafirði. Hún vann á heimili foreldra sinna og síðan hjá Höldi um árabil við rekstur söluskála. Sigurlaug giftist Braga Svanlaugssyni, verkstjóra á BSA. Bragi var ekkjumaður og átti tvö börn fyrir, þau eignuðust ekki börn saman."

Sigurlaug Sigurgeirsdóttir (1876-1929)

  • S01310
  • Person
  • 7. maí 1876 - 6. apríl 1929

Með foreldrum og í vistum í Fnjóskadal og á Svalbarðsströnd til 1893, flutti þá til Akureyrar.

Sigurlaug Sigurðardóttir (1878-1974)

  • S03525
  • Person
  • 05.01.1878-15.10.1974

Sigurlaug Sigurðardóttir f. á Stóra-Vatnsskarði 05.01.1878, d. 15.10.1974 á Sauðárkróki. Foreldrar: Sigurður Bjarnason bóndi á Stóra-Vatnsskarði og seinni kona hans, Salbjörg Sölvadóttir. Sigurlaug missti föður sinn þegar hún var tólf ára. Móðir hennar lét þá af búskap og fór Sigurlaug í vist til frænku sinnar Soffíu Þorkelsdóttur og eiginmanns hennar. Meðna hún dvaldi þar lærði hún margt nytsamlegt, svo sem fatasaum.
Maki: Benedikt Sigurðsson. Þau bjuggu á Fjalli í Sæmundarhlíð. Þau eignuðust þrjú börn og tóoku nokkur til viðbótar í fóstur.

Sigurlaug Sigurðardóttir (1877-1961)

  • S03114
  • Person
  • 17. mars 1877 - 23. nóv. 1961

Fædd á Fossi á Skaga. Dóttir Sigurðar Gunnarssonar b. og hreppstjóra á Fossi og k.h. Sigríðar Gísladóttur. Kvæntist Ásgeiri Halldórssyni, þau bjuggu á Fossi frá 1903 en höfðu jafnframt einn þriðja hluta af Gauksstöðum til ábúðar til 1922. Árið 1951 fluttu þau til Sauðárkróks og þaðan til Reykjavíkur. Sigurlaug og Ásgeir eignuðust eina dóttur.

Sigurlaug Pálsdóttir (1934-2020)

  • S00406
  • Person
  • 10.06.1934-22.11.2020

Sigurlaug Pálsdóttir frá Laufskálum/Brekkukoti í Hjaltadal, foreldrar hennar voru Páll Jónsson og Guðrún Gunnlaugsdóttir. Maður hennar var Sighvatur Fanndal Torfason (1936-2004), þau eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Hvítadal og á Neðri Brekku í Saurbæ í Dalasýslu til ársins 1966 er þau fluttust til Sauðárkróks.

Sigurlaug Ólafsdóttir (1865-1922)

  • S02727
  • Person
  • 9. sept. 1865 - 31. jan. 1922

Foreldrar: Ólafur Rafnsson og Sigríður Gunnarsdóttir á Tyrfingsstöðum. Maki: Sölvi Guðmundsson bóndi á Skíðastöðum í Laxárdal og víðar. Þau eignuðust átta börn, eitt dó á fyrsta ári.

Sigurlaug Oddsdóttir (1932-2010)

  • S00527
  • Person
  • 27.09.1932 - 29.01.2010

Sigurlaug fæddist að Flatatungu í Akrahreppi 27. september 1932. Dóttir Odds Einarssonar og Sigríðar Gunnarsdóttur. Sigurlaug var nemi í Barnaskóla Akrahrepps og síðar Húsmæðraskólanum á Löngumýri, en þar var hún árið 1950. Hún lærði til ljósmóður 1957-58 og starfaði í kjölfarið sem ljósmóðir í framsveitum Skagafjarðar, fyrst haustið 1958. Ári seinna fór hún til Danmerkur og vann þar á Hótel D’Angleterre. Í kjölfarið fór hún yfir til Svíþjóðar og vann á Karolinska sjúkrahúsinu í Gautaborg og Södrasjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Þar kynnti hún sér fyrirburafæðingar og meðferð fyrirbura. Haustið 1960 kom hún heim og vann um tíma á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki við ljósmóður- og hjúkrunarfræðingsstörf. Á árunum 1962-1963 vann hún á sjúkrahúsinu á Akranesi. Frá hausti 1963 til 1984 var hún starfandi ljósmóðir á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, en þangað hafði hún flutt með einkadóttur sína, Sigríði Aðalheiði Pálmadóttur. Hún bjó seinustu árin í Kópavogi.

Sigurlaug Margrét Jónasdóttir (1898-1985)

  • S02502
  • Person
  • 1898-1985

Sigurlaug fæddist í Háagerði í Vindhælishreppi í Austur-Húnavatnssýslu. Foreldrar hennar voru hjónin Jónas Sveinsson og Björg Björnsdóttir. Eiginmaður Sigurlaugar var Jónas Þorbergsson fyrrum útvarpsstjóri. Þau eignuðust tvö börn, Björgu og Jónas.

Sigurlaug Magnúsdóttir (1886-1960)

  • S01195
  • Person
  • 11. okt. 1886 - 14. jan. 1960

Dóttir Helgu Indriðadóttur ljósmóður og Magnúsar Jónssonar frá Gilhaga. Sigurlaug ólst upp hjá foreldrum sínum í Gilhaga. Kvæntist Steingrími Guðmundssyni árið 1912 þau bjuggu á Írafelli í Svartárdal, Þverá í Hallárdal A-Hún, í Gilhaga í Fremribyggð, í Þorsteinsstaðakoti í Tungusveit, á Akureyri og síðast í Breiðargerði (1947-1960). Lærði karlmannafatasaum og starfaði við sauma þau ár sem hún bjó á Akureyri. Sigurlaug og Steingrímur eignuðust tvö börn og áttu einn fósturson.

Sigurlaug Magnúsdóttir (1865-1938)

  • S01196
  • Person
  • 21.07.1865-26.06.1938

Sigurlaug var fædd og uppalin að Utanverðunesi í Hegranesi, dóttir Magnúsar Árnasonar og Sigurbjargar Guðmundsdóttur. Kvæntist Gunnari Ólafssyni frá Ögmundarstöðum, þau bjuggu í Keflavík í Hegranesi, þau eignuðust 14 börn, Gunnar átti einn son fyrir hjónaband.

Sigurlaug Jósafatsdóttir (1891-1965)

  • S01756
  • Person
  • 7. des. 1891 - 27. okt. 1965

Dóttir Jósafats Guðmundssonar b. í Krossanesi og k.h. Guðrúnar Ólafsdóttur. Sigurlaug kvæntist ekki en eignaðist dóttur.

Sigurlaug Jónsdóttir (1929-2008)

  • S01690
  • Person
  • 10. jan. 1929 - 1. sept. 2008

Sigurlaug Jónsdóttir fæddist á Sauðárkróki 10. janúar 1929. Foreldrar hennar voru Anna Friðriksdóttir og Jón Sigvaldi Nikódemusson. ,,Veturinn 1948-1949 stundaði Sigurlaug nám við Húsmæðraskóla Reykjavíkur. Hún starfaði m.a. hjá Mjólkursamlagi Kaupfélag Skagfirðinga, Bæjarskrifstofu Sauðárkróks, Skrifstofu Kaupfélags Skagfirðinga og Sláturhúsi Kaupfélags Skagfirðinga." 17. júní 1956 giftist Sigurlaug Gunnari G. Helgasyni, þau eignuðust sex börn, fyrir átti Sigurlaug son með Júlíusi Gestssyni.

Sigurlaug Jónsdóttir (1904-1979)

  • S01965
  • Person
  • 10.02.1904-25.05.1979

Foreldrar: Jón G. Erlendsson b. á Marbæli í Óslandshlíð og k.h. Anna Rögnvaldsdóttir. Ráðskona á Eiðum, Eiðasókn, S-Múl. 1930. Húsfreyja í Dalhúsum í Eiðaþinghá og Eiðum, S-Múl. Síðast bús. á Egilstöðum. Kvæntist Jóni Sigfússyni símstöðvarstjóra á Eiðum.

Sigurlaug Jónsdóttir (1870-1968)

  • S01036
  • Person
  • 19. jan. 1870 - 12. maí 1968

Foreldrar: Jónas Jónsson í Hróarsdal og 2. k. h. Elísabet Gísladóttir frá Lóni í Viðvíkursveit. Sigurlaug ólst upp hjá foreldrum sínum fram undir tvítugt, en þá réðst hún norður að Þönglabakka í Fjörðum þar sem hún kynntist manni sínum Theódóri Friðrikssyni frá Flatey á Skjálfanda. Fyrstu árin bjuggu þau í tvíbýli að Gili í Fjörðum á móti foreldrum Theódórs. Næstu þrjú árin voru þau hér og þar í húsmennsku, síðast að Bárðartjörn í Höfðahverfi. Árið 1902 fluttu þau vestur í Skagafjörð og voru fyrst um sinn í húsmennsku á kotum í grennd við Sauðárkrók en bjuggu svo í níu ár á Sauðárkróki þar til þau fluttu til Húsavíkur 1916 þar sem þau bjuggu saman til 1936 er þau skildu. Eftir lok seinni heimstyrjaldar flutti Sigurlaug aftur til Sauðárkróks og bjó þar í Blöndalshúsi fram á tíræðisaldur. Síðustu æviárin dvaldi hún í Reykjavík hjá syni sínum. Sigurlaug og Theódór eignuðust sex börn.

Sigurlaug Jónasdóttir (1892-1982)

  • S001107
  • Person
  • 08.07.1892-13.10.1982

Foreldrar: Jónas Egilsson og Anna Kristín Jónsdóttir á Völlum. Sigurlaug ólst upp á Völlum hjá foreldrum sínum. Árið 1908 fór hún í Kvennaskólann á Blönduósi, þaðan sem hún útskrifaðist tveimur árum seinna. Námsárangur hennar varð með þeim ágætum, að forstöðukonan, Rósa Arasen, vildi fá hana sér til aðstoðar við kennsluna. Nokkrum árum síðar var Sigurlaug einn vetur í Reykjavík. Þar stundaði hún vinnu á saumastofu fyrri hluta dags, en seinni partinn var hún vinnukona hjá Sigurði Thoroddsen og Maríu Kristínu Claessen. Árið 1921 kvæntist hún Bjarna Halldórssyni og það sama ár hófu þau búskap á Völlum þar sem þau bjuggu til 1925 er þau keyptu Uppsali í Blönduhlíð þar sem þau bjuggu til 1973. Sigurlaug og Bjarni eignuðust átta börn.

Sigurlaug Jóhannsdóttir (1918-1975)

  • S02762
  • Person
  • 3. júní 1918 - 4. júlí 1975

Sigurlaug Jóhannsdóttir, f. 03.06.1918 í Brekkukoti (nú Laufskálum) í Hjaltadal. Foreldrar: Jóhann Guðmundsson bóndi í Brekkukoti, f. 1876 og kona hans Birgitta Guðmundsdóttir, f. 1881. Sigurlaug lærði kjólasaum í Reykjavík. Maki: Aðalsteinn Sveinbjörn Óskarsson, f. 1916. Þau bjuggu á Kóngsstöðum í Skíðadal 1939-1941 og Ytri-Másstöðum 1941-1950 en fluttu þá til Dalvíkur sökum heilsubrests Sigurlaugar. Þau eignuðust þrjár dætur. Sigurlaug fékkst við ljóðagerð og var hefti með ljóðum hennar prentað fyrir fjölskyldu og vini í tilefni af 90. ártíð hennar 2008.

Sigurlaug Hallsdóttir (1906-1989)

  • S02596
  • Person
  • 21. jan. 1906 - 10. ágúst 1989

Fluttist til Hofsóss á öðru aldursári með foreldrum sínum, Halli Einarssyni sjómanni og Friðriku Jóhannsdóttur, frá Hóli á Skaga. Vann m.a. við síldarsöltun á Siglufirði. Síðast búsett á Sauðárkróki. Ógift og barnlaus.

Sigurlaug Hallgrímsdóttir (1893-1922)

  • S03368
  • Person
  • 22.09.1893-24.06.1922

Sigurlaug Hallgrímsdóttir, f. á Akureyri 22.09.1893, d. 24.06.1922. Foreldrar: Hallgrímur Hannes Sigurðsson stýrimaður á Akureyri og kona hans Guðrún Sigurðardóttir.
Sigurlaug lést af barnsförum. Hún og Brynleifur bjuggu á Akureyri.
Maki: Brynleifur Tobíasson. Þau eignuðust einn son.

Sigurlaug Gunnarsdóttir (1888-1966)

  • S01242
  • Person
  • 24. júlí 1888 - 28. júlí 1966

Dóttir Gunnars Ólafssonar og Guðnýjar Jónsdóttur sem bjuggu m.a. í Keldudal og Ási í Hegranesi. Lausakona í Hlíð, Snóksdalssókn, Dal. 1930. Síðast bús. í Reykjavík.

Sigurlaug Guðrún Sigurðardóttir (1903-1971)

  • S03064
  • Person
  • 6. maí 1903 - 23. feb. 1971

Foreldrar: Sigurður Jónsson og Guðrún Símonardóttir á Hvalnesi á Skaga. 16 ára gömul fór hún til Margrétar móðursystur sinnar að Brimnesi í Viðvíkursveit en þar hafði hún oft dvalið tímabundið frá barnsaldri. Veturinn 1920-1921 var hún við nám í Kvennaskóla í Reykjavík. Vorið 1921 flutti hún í Svaðastaði og kvæntist Jóni Pálmasyni. Næstu árin voru þau í húsmennsku á Svaðastöðum. Árið 1923 yfirgaf Jón konu sína og tvær ungar dætur og fór til Ameríku. Þau skildu að lögum stuttu seinna og dvaldist Sigurlaug áfram á Svaðastöðum fyrst um sinn en fór þaðan alfarin til Reykjavíkur árið 1925 þar sem hún gekk að eiga Gunnlaug Björnsson frá Narfastöðum í Viðvíkursveit. Vorið 1929 fluttu Sigurlaug og Gunnlaugur í Brimnes og hófu þar búskap og bjuggu þar síðan. Sigurlaug og Gunnlaugur eignuðust saman einn son en fyrir hafði Sigurlaug eignast tvær dætur með fyrri manni sínum.

Sigurlaug Guðrún Gunnarsdóttir (1933-2014)

  • S00556
  • Person
  • 9. október 1933 - 8. júlí 2014

Sigurlaug Guðrún Gunnarsdóttir, Silla Gunna, fæddist 9.10. 1933 að Víðivöllum í Blönduhlíð. Foreldrar hennar voru Amalía Sigurðardóttir og s.m.h.Gunnar Jóhann Valdimarsson. Þann 31.12.1953 giftist Silla Gunna, Sigtryggi Bergþóri Pálssyni, þau eignuðust þrjú börn. ,,Silla Gunna var alin upp á kirkjustaðnum Víðimýri og á Víðimel í Skagafirði. Að lokinni hefðbundinni barnaskólagöngu fór hún til náms á Húsmæðraskólann á Löngumýri. Hún starfaði hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, sjúkrahúsinu á Sauðárkróki og á saumastofu. Árið 1979 hóf hún störf hjá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, fyrst sem aðstoðarkona í mötuneyti og síðar sem matráðskona allt til ársins 2001 þegar hún fór á eftirlaun. Hún sinnti ýmsum félagsstörfum þ.á m. var hún ein af stofnendum Lionessuklúbbsins Bjarkar, starfaði í kvenfélagi Seyluhrepps og var félagi í kór eldri borgara. Silla Gunna tók virkan þátt í kirkjustarfi, var um árabil í sóknarnefnd Sauðárkrókskirkju og vann ötult starf meðal safnaðarkvenna."

Sigurlaug Guðnadóttir (1910-1974)

  • S01059
  • Person
  • 05.08.1910-09.10.1974

Dóttir Guðna H. Jónssonar og Stefaníu Guðrúnar Sigmundsdóttur á Heiði í Sléttuhlíð. Húsfreyja á Vesturvegi 26, Vestmannaeyjum 1930. Síðast bús. í Reykjavík. Kvæntist Þorsteini Steinssyni vélsmið.

Sigurlaug Guðmundsdóttir (1911-2003)

  • S01512
  • Person
  • 02.06.1911 - 31.07.2003

Sigurlaug Guðmundsdóttir fæddist að Ytrafelli á Fellsströnd í Dalasýslu 2. júní 1911. Foreldrar hennar voru Sigríður Helga Gísladóttir og Guðmundur Ari Gíslason. Sigurlaug ólst upp hjá foreldrum sínum en þau bjuggu á einum sex bæjum í Snæfellsnes- og Dalasýslum. Hún flutti með þeim til Skagafjarðar 11 ára gömul. Um tvítugt fór hún til Reykjavíkur og starfaði þar á ýmsum stöðum. Hún sótti námskeið í fatasaumi, orgelleik, útsaumi og listmálun. Hún og maður hennar, Sigurður Stefánsson frá Brennigerði, hófu búskap á Brenniborg 1936. Þau hættu honum árið 1942 og fluttu til Reykjavíkur. Þau dvöldu þar í fimm ár en fluttu síðan aftur í Skagafjörðinn, að Brúnastöðum. Síðustu starfsárin vann hún í eldhúsi á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki og síðasta áratuginn dvaldi hún að mestu á dvalarheimilinu þar. Sigurlaug og Sigurður eignuðust tvo syni.

Sigurlaug Gísladóttir (1873-1959)

  • S00893
  • Person
  • 16.06.1873-3.10.1959

Fædd að Hvammi í Laxárdal. Kvæntist Ólafi Guðmundssyni sjómanni á Sauðárkróki, þau eignuðust eina dóttur.

Sigurlaug Einarsdóttir (1901-1985)

  • S03467
  • Person
  • 09.07.1901-23.06.1985

Sigurlaug Einarsdóttir, f. 09.07.1901, d. 23.06.1985. Foreldrar: Einar Jónsson bóndi í Brimnesi og koma hans, Margrét Símonardóttir. Sigurlaug ólst upp með foreldrum sínum í Brimnesi. Árið 1921 tók móðir hennar sig upp og sigldi með þær systur til Danmerkur til að afla þeim frekari menntunar. Þar voru þær í nokkur ár, gengu í menntaskóla og lýðháskóla. Árið 1924 hófu þær systur hannyrðakennslu í Reykjavík og stundaði Sigurlaug hana þar til hún giftist. Sigurlaug var húsfreyja í Læknishúsinu á Flatey 1930. Síðast búsett í Hafnarfirði.
Maki: Ólafur Einarsson læknir. Þau einguðust sex börn.

Sigurlaug Brynjólfsdóttir (1870-1966)

  • S03231
  • Person
  • 03.07.1870-13.04.1966

Sigurlaug Brynjólfsdóttir, f. í Ölduhrygg 03.07.1870, d. 13.04.1966 á Sauðárkróki. Foreldrar: Brynjólfur Oddsson og kona hans Valgerður Rafnsdóttir. Um sex ára aldur fór hún í fóstur að Sveinsstöðum til Björn Þorkelssonar og Guðlaugar Gunnlaugsdóttur og átti þar heimili til 1904. Þar kynntist hún Jóni manni sínum, sem var vinnumaður þar. Þau bjuggu á hluta Sveinsstaða 1901-1904 og fluttu þá að Brandsstöðum í Blöndudal er þau fluttu ða Grófargili 1905. Eftir lát mannsins síns árið 1924 bjó Sigurlaug áfram á Grófargili með aðstoð dætra sínna næstu fjögur árin. Hún andaðist hjá dóttur sinni í Sauðárkróki 96 ára gömul.
Maki: Jón Benediktsson (03.07.1872-17.05.1924). Þau eignuðust 5 börn en eitt þeirra dó í bernsku.

Sigurlaug Björnsdóttir (1895-1966)

  • S00522
  • Person
  • 21.01.1895 - 03.03.1966

Sigurlaug Björnsdóttir fæddist á Borgarey í Lýtingsstaðahreppi 21. janúar 1895.
Hún var verkakona og vann við prjónaskap, búsett á Siglufirði.
Ógift og barnslaus.
Sigurlaug lést 3. mars 1966.

Sigurlaug Björg Árnadóttir Knudsen (1863-1949)

  • S03013
  • Person
  • 05.11.1863-24.04.1949

Sigurlaug Björg Árnadóttir Knudsen, f. á Höfnum á Skaga 05.11.1863, d. 24.04.1949. Prestfrú á Breiðabólsstaði í Vesturhópi. Foreldrar hennar voru Arni Sigurðsson óðalsbóndi í Höfnum og kona hans Margrjet Guðmundsdóttir.

Sigurlaug Bjarnadóttir (1926-

  • S02511
  • Person
  • 4. júlí 1926-

Sigurlaug fæddist í Vigur í Ísafjarðardjúpi. Foreldrar hennar voru Bjarni Sigurðsson bóndi og Björg Björnsdóttir húsfreyja. Maki Sigurlaugar var Þorsteinn Óskarsson Thorarensen, þau eignuðust þrjú börn. Sigurlaug er fyrrum menntaskólakennari, borgarfulltrúi og alþingismaður.

Sigurlaug Árnadóttir (1910-2002)

  • S02497
  • Person
  • 6. feb. 1910 - 26. júní 2002

Sigurlaug var fædd á Sauðárkróki, foreldrar hennar voru hjónin sr. Árni Björnsson prestur á Sauðárkróki 1887-1913 og k.h. Líney Sigurjónsdóttir. ,,Eftir að Sigurlaug lauk námi frá Kvennaskólanum í Reykjavík hóf hún nám við Hjúkrunarskóla Íslands og útskrifaðist árið 1933. Fór síðan í frekara nám í Belgíu og Englandi í eitt ár. Sigurlaug vann á Hvítabandinu og Röntgendeild Landsspítala 1934 -1937. Sigurlaug giftist 8.8. 1937 Skafta Benediktssyni frá Hlíð í Lóni, þau keyptu jörðina Hraunkot í Lóni og bjuggu þar frá hausti 1937. Hún var organisti í Stafafellskirkju í hartnær 60 ár. Sigurlaug starfaði mikið að félags - og menningarmálum. Hún sat lengi í hreppsnefnd Bæjarhrepps og var með fyrstu konum á Íslandi til að gegna því starfi. Hún sat lengi í formannaráði Kvenfélagasambands Íslands og sat landsþing þess. Hún sat einnig fulltrúaráðsfundi og landsfundi Kvenréttindafélags Íslands, og á vettvangi þess bar hún árið 1952 upp tillögu um að í hverri sveitarstjórn, nefnd og ráði á Íslandi skyldi sitja að minnsta kosti ein kona. Sigurlaug átti lengi sæti í hreppsnefnd Bæjarhrepps og var ein fyrsta kona á Íslandi til að gegna því starfi. Hún sat í Byggðasafnsnefnd og Þjóðhátíðarnefnd Austur-Skaftafellssýslu 1975. Sigurlaug sá um útgáfu á bókum Guðlaugar mágkonu sinnar og las sögur hennar upp í útvarpi ásamt frumsömdum erindum sínum. Hún þýddi einnig allmargar bækur og sá um útgáfu þeirra. Fyrir störf sín að félags- og menningarmálum fékk hún riddarakross Fálkaorðunnar árið 1975. Sigurlaug var frumkvöðull í garðrækt. Þau Skafti komu upp skrúðgarði þar sem hún kom upp af fræjum ýmsum skrautjurtum frá fjarlægum heimshlutum. Hún fékk fyrir þau störf viðurkenningar víða að, þar á meðal frá Garðyrkjufélagi Íslands árið 1985. Auk allra annarra starfa gegndi Sigurlaug mikilvægu uppeldisstarfi. Hún fóstraði mikinn fjölda sumarbarna." Sigurlaug og Skafti áttu einn fósturson.

Sigurlaug Anna Rögnvaldsdóttir (1877-1956)

  • S00680
  • Person
  • 15. mars 1877 - 20. mars 1956

Foreldrar: Rögnvaldur Þorleifsson og Guðrún Jónsdóttir. Sigurlaug ólst upp á Lambanes-Reykjum og hóf svo búskap þar með manni sínum Jóni Gísla Gunnlaugi Halldórssyni frá Teigum í Flókadal. Þau bjuggu síðan á Berghyl, á Molastöðum og í Stóru-Brekku í Fljótum þar til þau fluttu suður, fyrst í Hafnarfjörð en síðan til Reykjavíkur. Sigurlaug og Jón eignuðust 14 börn, 10 þeirra komust til fullorðinsára.

Sigurjóna Karlotta Jóhannsdóttir (1909-2004)

  • S00351
  • Person
  • 24.12.1909 - 07.05.2004

Sigurjóna Karlotta Jóhannsdóttir fæddist í Gröf á Höfðaströnd þann 24. desember 1909. Hún ólst upp í Brekkukoti í Hjaltadal í Skagafirði. Var á Krossum, Stærra-Árskógssókn í Eyjafirði. 1930. Heimili: Brekkukot, Hólahreppur. Nam vefnað og aðra handavinnu í Danmörku 1936-1937. Gerðist í framhaldinu af því húsmæðraskólakennari á Blönduósi og var þar frá 1937-1950. Var á Hólum í Hjaltadal, kenndi einnig í Húsmæðraskólanum á Löngumýri í Skagafirð 1958-1961i. Flutti til Akureyrar 1955, húsfreyja og saumakona þar. Síðast búsett þar. Kjörsonur: Pálmi Pétursson, f. 5.3.1940. Maður hennar var Sigurður Hall Karlsson (1906-1992).

Sigurjóna Bjarnadóttir (1892-1963)

  • S01754
  • Person
  • 8. júní 1892 - 4. jan. 1963

Foreldrar: Bjarni Jóhannsson b. í Þúfum í Óslandshlíð og k.h. Jónína Dóróthea Jónsdóttir. Sigurjóna ólst upp hjá foreldrum sínum og var hjá þeim allt þar til hún kvæntist Antoni Gunnlaugssyni frá Stafshóli, utan einn vetur, sem hún vann í eldhúsi á Akureyrarspítala. Þau bjuggu á Fjalli í Kolbeinsdal 1917-1922, á Molastöðum í Fljótum 1923-1924, á Sviðningi í Kolbeinsdal 1924-1926, í Ásgeirsbrekku í Viðvíkursveit 1926-1928, á Ingveldarstöðum í Hjaltadal 1931-1932, í Enni í Viðvíkursveit 1932-1935, á Litlahóli 1936-1948. Síðast búsett á Sauðárkróki. Sigurjóna og Anton eignuðust tólf börn.

Sigurjón Þorvaldur Árnason (1897-1979)

  • S03139
  • Person
  • 3. mars 1897 - 10. apríl 1979

Foreldrar: Sr. Árni Björnsson prófastur á Sauðárkróki og k.h. Líney Sigurjónsdóttir. Aðstoðarprestur í Görðum í Álftanesi 1922-1924, prestur í Vestmannaeyjum 1924-1944 og í Reykjavík frá 1945. Kvæntist Þórunni E. Kolbeins.

Sigurjón Þorsteinsson (1928-1983)

  • S01985
  • Person
  • 31. júlí 1928 - 12. nóv. 1983

Var á Reykjum, Staðasókn, V-Hún. Bílstjóri síðast búsettur í Reykjavík.

Sigurjón Sveinsson (1908-2006)

  • S02111
  • Person
  • 13. júní 1908 - 21. apríl 2006

Sonur Sveins Sigurðssonar b. á Giljum og í Bakkakoti í Vesturdal o.v. og k.h. Guðrún Jónsdóttir frá Bakkakoti. Bóndi á Giljum og Bakkakoti, síðar í Byrgisskarði í Vesturdal, síðar búsettur á Sauðárkróki. Kvæntist Steinvöru Júníusdóttur frá Íbishóli.

Sigurjón Sveinsson (1854-1939)

  • S02096
  • Person
  • 20.11.1854-15.05.1939

Var í Syðrafjalli, Múlasókn, S-Þing. 1860. Fór til Vesturheims 1873 frá Garði, Helgastaðahreppi, S-Þing. Kaupmaður í Wynyard, Saskatchevan, Kanada. Barn vestra: Páll, f. 14.8.1886 á Mountain, N-Dakota, d. 4.3.1926.

Results 511 to 595 of 3773