Sýnir 3772 niðurstöður

Nafnspjöld
Person

Geir Tómasson Zoëga (1857-1928)

  • S03022
  • Person
  • 28. mars 1857 - 15. apríl 1928

Fæddur á Bræðraparti á Akranesi. Foreldrar: Tómas Jóhannesson Zoëga og kona hans Sigríður Kaprasíusdóttir. Geir missti föður sinn 1862 og tók þá föðurbróðir hans, Geir Zoëga kaupmaður, hann til fósturs og kostaði síðar til náms. Hann útskrifaðist úr Lærða skólanum í Reykjavík 1878, tók næsta ár heimspekipróf við Hafnarháskóla og embættispróf í málfræði og sögu 1883. Varð stundakennari við Lærða skólann á námi loknu, settur kennari 1884 og yfirkennari 1905. Rektor skólans frá 1914.
Maki: Bryndís Sigurðardóttir frá Flatey, þau eignuðust sex börn.

Hallfríður Gísladóttir (1910-1982)

  • S00449
  • Person
  • 31. jan. 1910 - 2. ágúst 1982

Fædd 31. janúar 1910 á Egg í Hegranesi og ólst upp á Bessastöðum í Sæmundarhlíð. Kvæntist Hákoni Pálssyni frá Miðhvammi í Aðaldal árið 1934. Þau bjuggu fyrst um sinn á Húsavík en fluttu til Sauðárkróks árið 1949. Þau áttu einn kjörson.

María Magnúsdóttir (1909-2005)

  • S00502
  • Person
  • 22. nóv. 1909 - 10. feb. 2005

María Karólína Magnúsdóttir fæddist á Njálsstöðum í Vindhælishreppi 22. nóvember 1909. Foreldrar hennar voru Magnús Steingrímsson, frá Njálsstöðum í Vindhælishreppi og Guðrún Einarsdóttir, frá Hafurstaðakoti í Vindhælishreppi. María ólst upp hjá foreldrum sínum sem lengst af bjuggu á Bergstöðum, Þverá og Sæunnarstöðum í Hallárdal á Skagaströnd. ,,María stundaði nám í unglingaskólanum á Hólum í Hjaltadal 1930 og Kvennaskólanum Blönduósi 1933-1934. Hún lauk ljósmæðranámi frá Ljósmæðraskóla Íslands 1931. Hún var ljósmóðir í Engihlíðarumdæmi 1931-1936, í Bólstaðarhlíðarumdæmi 1933-1935, í Sauðárkróks- og Skarðshreppsumdæmi og á Sjúkrahúsi Skagfirðinga á Sauðárkróki 1936-1979. Þá vann María við mæðra- og ungbarnaeftirlit á Sauðárkróki. En 1939 fór hún í sex mánaða náms- og starfsdvöl til Danmerkur til að kynna sér meðferð ungbarna. María var stofnfélagi Rauðakrossdeildar Sauðárkróks og var í fyrstu stjórn hennar. Hún sat í barnaverndarnefnd um árabil og var virk í Kvenfélagi Sauðárkróks og var þar heiðursfélagi. Árið 1979 flutti María til Hafnarfjarðar og starfaði við heimilishjálp þar yfir veturinn til 1989. En á sumrin á sama tíma starfaði hún á Löngumýri í Skagafirði sem þá var rekið sem sumarorlofsstaður aldraðra á vegum þjóðkirkjunnar." María giftist 10.5. 1942 Pétri Jónassyni frá Syðri-Brekkum, síðar hreppstjóra á Sauðárkróki, þau eignuðust eina dóttur.

Pálmi Símonarson (1868-1938)

  • S00617
  • Person
  • 5. júní 1868 - 8. sept. 1938

Fæddur og uppalinn á Brimnesi í Viðvíkursveit, sonur Símonar Pálmasonar og Sigurlaugar Þorkelsdóttur. Pálmi kvæntist Önnu Friðriksdóttur 1896 og hófu þau búskap að Skálá í Sléttuhlíð þar sem Pálmi var oddviti Fellshrepps 1897-1899, fluttust í Ytri-Hofdali 1899 og svo að Svaðastöðum 1900 þar sem þau bjuggu til æviloka. Pálmi hafði snemma efnast vel og var búhöldur góður og búið á Svaðastöðum var bæði stórt og gagnsamt. Pálmi og Anna eignuðust tvo syni sem upp komust.

Arna Björg Bjarnadóttir (1976-)

  • S03574
  • Person
  • 25.04.1976

Arna Björn Bjarnadóttir, f. 24.04.1976.
Foreldrar: Bjarni Maronsson og Jórunn Guðrún Árnadóttir.
Búsett á Akureyri

Gunnar Oddsson (1934-2019)

  • S01610
  • Person
  • 11. mars 1934 - 10. mars 2019

Gunnar Oddsson, f. í Flatatungu á Kjálka 11.03.1934, d. 10.03.2019 á Sauðárkróki. Foreldrar: Oddur Einarsson (1904-1979) frá Flatatungu og Sigríður Gunnarsdóttir (1899-1989) frá Keflavík í Hegranesi. Maki: Helga Árnadóttir. Þau eignuðust fjögur börn.
Gunnar ólst upp hjá foreldrum sínum í Flatatungu. Hann tók landspróf árið 1950 og varð búfræðingur frá Hólaskóla árið 1954 og lauk búfræðikandídatsprófi frá Hvanneyri 1957. Starfaði sem ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Skagfirðinga 1957-1959. Það ár tók hann við búi í Flatatungu en brá búi 1998 og Einar sonur hans tók við.
Gunnar tók virkan þátt í félagsmálum og gegndi trúnaðarstörfum ýmis konar. Var m.a. stjórnarformaður Kaupfélags Skagfirðinga (1981-1988), sat á búnaðarþingi og í hreppsnefnd Akrahrepps.

Skuli G Skulason (1879-1945)

  • S02024
  • Person
  • 1879-1945

Skuli G. Skulason, f. í Íslendingabyggðum á Vesturströnd Winnipegvatns í Manitoba árið 1879. Ári síðar flutti fjölskyldan á Íslendingaslóðir nálægt Pembina í Norður-Dakota. Skúli gekk i Háskólann í Norður-Dakota og lauk þar laganámi.
Maki: Edith Johnson, þau giftu sig 1903 og eignuðust þrjár dætur.
Fjölskyldan flutti til vestur Montana þar sem Skúli vann sem lögmaður í Thompson Falls and Missoula. Eftir lát eiginkonunnar fluttist hann til Poplar í Montana. Hann lést 1945.

Jóhann Jónsson (1835-1903)

  • S02335
  • Person
  • 18.12.1835-13.03.1903

Foreldrar: Margrét Bjarnadóttir, ógift vinnukona á Hofi og Jón Guðmundsson, ókvæntur vinnumaður, þá í Krókárgerði í Norðurárdal. Margrét kom að Hofi frá Melrakkadal í Víðidal vorið 1832, þá 21 árs. Hún giftist síðar Sveini Guðmundssyni frá Hrafnhóli. Jón, faðir Jóhanns, varð úti þegar Jóhann var tveggja ára gamall. Jóhann var fóstraður upp á Jóni hreppstjóra Gíslasyni á Hofi og konu hans, Kristínu Kjartansdóttur. Þaðan fermdist hann vorið 1850. Skömmu síðar gerðist hann vinnumaður en fór vorið 1857 að Setbergi í Mýlasýslu. Þar veiktist hann og lá lengi. Eftir það var hann nánast örkumla ævilangt. Fór hann um tíma suður í Rangárvallarsýslu en kom aftur til Skagafjarðar og stundaði m.a. hrossasöluferðir austur í Múlasýslur. Var í húsmennsku en gerðist bóndi í Framnesi 1878-1879, húsmaður þar 1879-1885, bóndi í Vaglagerði 1885-1896. Var þá í húsmennsku, en byggði jörðina og var bóndi aftur í Vaglagerði 1897-1903. Fékk slag síðla vetrar 1903 og var þá fluttur að Þorleifsstöðum, þar sem hann lést.
Jóhann var ókvæntur og barnlaus. Hann arfleiddi sýsluna að eignum sínum, til sjúkrahúsbyggingar á Sauðárkróki.

Helga Steinsdóttir (1852-1931)

  • S03041
  • Person
  • 4. nóv. 1852 - 1. jan. 1931

Fædd að Stóru-Gröf. Foreldrar: Steinn Vigfússon bóndi í Stóru-Gröf (1814-1887) og kona hans Helga Pétursdóttir (f. 1820-1892). Helga ólst upp hjá foreldrum sínum og naut þeirrar menntunar, sem veitt var "betri bænda dætrum." Hún tók oft fósturbörn um lengri eða skemmri tíma. Þegar hún settist að á Sauðárkróki keypti hún leyfi til veitingasölu og gistihússreksturs og stundaði það um 30 ár í eigin íbúð. Rak einnig búskap í nokkur ár og leigði sér lönd til heyskapar. kMaki: Jónas Halldórsson. Þau giftu sig um 1875. Bjuggu að Stóru-Seylu á Langholti til 1888 en fóru þá búferlum að Keldudal í Hegranesi og bjuggu þar til 1901. Þá brugðu þau búi og fluttu til Sauðárkróks og fór Jónas síðar til dætra sinna í Ameríku en Helga varð eftir. Þau eignuðust 4 börn og fóru þrjú þeirra til Ameríku.

Haflína Björnsdóttir (1905-2004)

  • S02905
  • Person
  • 24. nóv. 1905 - 10. júní 2004

Foreldrar: Björn Hafliðason b. í Saurbæ í Kolbeinsdal og k.h. Ragnheiður Sigríður Þorláksdóttir. Haflína var í barnaskóla hjá Sigurveigu á Kálfsstöðum í Hjaltadal og í unglingadeild Hólaskóla veturinn 1929-1930 en veturinn 1931-1932 var hún í Kvennaskólanum á Blönduósi. Árið 1932 kvæntist hún Sigurmoni Hartmannssyni frá Kolkuósi og hófu þau búskap þar. Þar bjuggu þau til 1985 er þau fluttu til Sauðárkróks, þau eignuðust þrjár dætur.

Jón Þorbergur Jónsson (1883-1922)

  • S03045
  • Person
  • 06.07.1883-14.05.1922

Fæddur á Siglunesi við Siglufjörð, drukknaði með þilskipinu Maríönnu í maí 1922. Foreldrar: Jón Jónsson bóndi á Siglunesi og kona hans Þuríður Sumarliðadóttir. Jón ólst upp hjá móður sinni, en faðir hans drukknaði er hann var á fyrsta ári. Fóru þau mæðginin frá Siglunesi 1884, fyrst að Leyningi á Siglufirði og voru þar eitt ár. Árið 1885 fór hann til hjónanna Márusar Márussonar og Bjargar Lilju Guðmundsdóttur að Dæli í Fljótum og var þar til 1898. Hann fermdist frá þeim 1899 og fór það ár með Márusi að Fyrirbarði. Þar vann hann að búi þeirra til 1901 og fór síðan með þeim að Karlsstöðum og var þar til Márus andaðist árið 1905. Árið 1905 kvæntist Jón og reistu þau hjónin bú á Karlsstöðum. Fluttust síðar á 1905-1090, á Minni-Þverá 1910-1912, á Minna-Grindli 1912-1921, á Skeiði í Fljótum 1921- til dánardags. Í uppvextinum vann Jón öll sveitarstörf og var einnig við sjóróðra með Márusi og fleirum og fór síðar á þilskip. Maki: Þórunn Sigríður Jóhannesdóttir (1888-1982) frá Hring í Stíflu. Þau eignuðust alls átta börn. Hið elsta dó á fyrsta ári og tvö í apríl 1921 úr barnaveiki.

Sigurjón Markússon (1868-1919)

  • S02444
  • Person
  • 04.02.1868-12.01.1919

Foreldrar: Markús Arason (1836-1935), síðast bóndi að Ríp í Hegranesi og fyrri kona hans Steinunn Jónsdóttir (1837-1888). Sigurjón ólst upp með foreldrum og naut fræðslu í heimahúsum og hjá sóknarpesti. Hann hóf búskap að Stóru-Gröf á Langholti í Staðarhreppi og bjó þar 1888-1896. Flutti þá að Eyhildarholti í Hegranesi 1896 bjó þar til 1910 er hann brá búi og flutti til Sauðárkróks. Dvaldi þar í eitt ár en fluttu þá aftur að Eyhildarholti og bjó þar í eitt ár. Flutti þá að Sjávarborg í Sauðárhreppi og bjó þar 1912-1915 er hann fór að Íbishóli í Seyluhreppi og bjó þar til æviloka. Bjó stóru búi framan af ævi og átti um tíma 1000 fjár í félagi við föður sinn. Hafði einnig mikið kúabú og var einn af brautryðjendum rjómabúsins Framtíðin á Gljúfuráreyrum í Viðvíkursveit.
Maki: Guðrún Magnúsdóttir frá Lýtingsstöðum, f. um 1864, d. 26.06.1896. Þau eignuðust þrjár dætur.
Bústýra Sigurjóns eftir andlát konu hans var Sigurlaug Vigfúsdóttir, f. 11.05.1870, d. 28.08.1951. Þau eignuðust 5 börn. og komust 4 þeirra upp.

Björg Steinunn Jónasdóttir (1901-1920)

  • S03051
  • Person
  • 20. jan. 1901 - 20. júní 1920

Foreldrar: Jónas Jónsson b. og smáskammtalæknir í Hróarsdal í Hegranesi og 3.k.h. Lilja Jónsdóttir. Lést ógift og barnlaus.

Stefán Stefánsson (1885-1964)

  • S02501
  • Person
  • 5. nóv. 1885 - 1. júní 1964

Foreldrar: Stefán Guðmundsson b. á Giljum í Vesturdal o.v. og k.h. Sigurlaug Ólafsdóttir. Stefán lærði járnsmíði á Akureyri stuttu eftir fermingu og stundaði þá iðn allar götur síðan. Kvæntist Steinunni Eiríksdóttur frá Írafelli, þau eignuðust tvö börn.

Björn Þórðarson (1801-1890)

  • S03052
  • Person
  • í feb. 1801 - 6. ágúst 1890

Björn Þórðarson, bóndi, hreppstjóri og dannebrogsmaður, á Ysta-Hóli og Skálá í Sléttuhlíð. Fæddist í febrúar 1801 á Illugastöðum í Flókadal. Faðir: Þórður Pétursson (1764-1810), bóndi á Ysta-Hóli. Móðir: Hallfríður Björnsdóttir (1769-1851), húsfreyja á Ysta-Hóli. Björn ólst upp með foreldrum sínum á meðan föður hans naut við en síðan með móður sinni og stjúpföður, Guðmundi Jónssyni bónda á Ysta-Hóli. Stundaði veiðiskap með búrekstrinum og átti hluta í hákarlaskipum með Fljótamönnum. Þá stundaði hann einnig fuglaveiðar við Drangey. Var hluthafi í versluninni í Grafarósi. Bóndi á Ysta-Hóli 1826-1848, Skálá 1848-1885. Fluttist að Þverá í Hrollleifsdal og bjó þar 1885-1887 og á Klóni 1887-1888 en brá þá búi vegna heilsubrests og flutti til dóttur sinnar og tengdasonar á Skálá. Bjó þar til æviloka.
Kvæntist árið 1830, Önnu Jónsdóttur (1798-1881). Þau áttu ekki börn saman.
Barnsmóðir: Anna Bjarnadóttir (1835-1915), áttu eina dóttur saman, Hallfríði fædda 1858.
Barnsmóðir: María Skúladóttir (1834-1903), áttu eina dóttur saman, Guðbjörgu fædda 1866.
Björn er talinn vera fyrirmynd Trausta hreppstjóra á Skálá í sögu Davíðs Stefánsson, Sólon Islandus.

Jón Gunnlaugsson (1849-1934)

  • S03054
  • Person
  • 1. sept. 1849 - 30. júní 1934

Foreldrar: Gunnlaugur Magnússon b. í Garði í Ólafsfirði og k.h. Guðrún Jónsdóttir. Jón ólst upp með foreldrum sínum í Garði. Mun síðan hafa átt heima um skeið á Auðnum í Ólafsfirði. Hann hóf búskap að Garði um 1875 og bjó þar, uns hann fluttist að Tungu í Stíflu 1888. Bjó þar til 1898 og á Mjóafelli 1898-1917. Brá þá búi en var kyrr á sama stað. Jón var nokkur ár í hreppsnefnd og réttarstjóri til fjölda ára. Árið 1870 kvæntist hann Guðrúnu Jónsdóttur, þau eignuðust sjö börn.

Helga Júlíana Guðmundsdóttir (1892-1988)

  • S03034
  • Person
  • 28. jan. 1892 - 1. júní 1988

Foreldrar: Guðmundur Gíslason verkamaður á Sauðárkróki, áður bóndi á Hryggjum í Gönguskörðum og k.h. Ólöf Jónsdóttir frá Steinavöllum í Flókadal. Árið 1901 fluttist Helga með foreldrum sínum til Sauðárkróks og fór ung að stunda fiskvinnu og fleiri tilfallandi störf. Um fjórtán ára aldur fór hún til Hartmanns og Kristínar í Kolkuósi og dvaldi þar í tíu ár. Eftir veruna í Kolkuósi var hún eitt ár vinnukona á Hólum, síðar verkakona með búsetu á Sauðárkróki, var í síld á Siglufirði í nokkur sumur en starfaði á saumaverkstæði á Sauðárkróki að vetrinum. Eftir að hún kvæntist vann hún m.a. við síldarsöltun og saumaskap samhliða húsmóðurstörfum. Maki: Stefán Jóhannesson bifreiðastjóri og verkstjóri á Sauðárkróki, þau eignuðust tvær dætur og ólu auk þess upp tvo fóstursyni.

Jón F. Hjartar (1916-1996)

  • S03077
  • Person
  • 15. ágúst 1916 - 31. maí 1996

Jón F. Hjartar var fæddur 15. ágúst 1916 á Suðureyri við Súgandafjörð. Foreldrar hans voru hjónin Friðrik Hjartar skólastjóri og Þóra Jónsdóttir Hjartar. Hinn 3. júlí 1947 kvæntist Jón Rögnu Hjartardóttur frá Flateyri, þau eignuðust þrjá syni. ,, Jón lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Siglufjarðar, íþróttakennaraprófi frá Laugarvatni 1937 og framhaldsnámi í íþróttum frá Idræts højskolen Gerlev í Danmörku 1939. Hann sótti síðan íþróttanámskeið í Svíþjóð. Jón var íþróttakennari við barna- og gagnfræðaskólana á Siglufirði, Flateyri og víðar. Hann vann við skrifstofustörf og almenna kennslu á Flateyri ásamt ýmsum öðrum störfum. Hann var fulltrúi sveitarstjóra í Borgarnesi og seinna deildarstjóri á bæjarskrifstofu Kópavogs. Jón starfaði innan íþróttahreyfingarinnar í fjölda ára og var sæmdur margvíslegum heiðursmerkjum fyrir störf sín og árangur. Hann tók þátt í starfi Góðtemplarareglunnar frá unga aldri og var heiðursfélagi þar. Hann var félagi í Rotary og einnig í Oddfellow-reglunni. Jón var virkur í kór og safnaðarstarfi bæði í Borgarnesi og við Áskirkju í Reykjavík."

Bjarni G. Bachmann (1919-2010)

  • S03079
  • Person
  • 27. apríl 1919 - 13. jan. 2010

Fæddur og uppalinn í Borgarnesi. Eiginkona Bjarna var Anna Þórðardóttir hárgreiðslukona frá Ísafirði, þau eignuðust fjögur börn. ,,Eftir að skólagöngu lauk þar fór hann í Héraðsskólann í Reykholti 1935-1937, síðan í Íþróttaskóla Sigurðar Greipssonar í Haukadal og fyrir hans tilstuðlan fór hann í Íþróttakennaraskóla Björns Jakobssonar á Laugarvatni. Hann sótti einnig íþróttanámskeið í Svíþjóð. Bjarni kenndi á vegum UMFÍ og ÍSÍ á Vestfjörðum og hjá Héraðssambandi Skarphéðins. Frá 1947 til 1961 kenndi hann við Gagnfræðaskóla Ísafjarðar, bæði íþróttir og bóklegar greinar. Frá 1961 til 1979 kenndi hann einnig íþróttir og bóklegar greinar við barna- og miðskóla Borgarness. Þegar Bjarni starfaði á Ísafirði þjálfaði hann í mörgum greinum íþrótta, m.a. þjálfaði hann fimleikaflokk sem ferðaðist víða um land með sýningar. Í Borgarnesi þjálfaði hann meðal annars unglingalið Skallagríms í körfubolta og gerði annan og þriðja flokk karla að Íslandsmeisturum. Á sumrin vann hann ýmsa sumarvinnu eins og t.d. vegavinnu og byggingarvinnu. Bjarni var formaður sóknarnefndar Borgarneskirkju um árabil. Árið 1969 var hann ráðinn forstöðumaður í Safnahúsi Borgarfjarðar. Þar vann hann til 1994 er hann lét af starfi vegna aldurs. Bjarni hafði mikinn áhuga á ættfræði og sögu Borgarness, og skráði mikið á því sviði. Eftir að hann lét af störfum hóf hann skráningu húsa sem reist höfðu verið í Borgarnesi frá upphafi byggðar til ársins 1930 og hverjir höfðu verið ábúendur þar, hann myndaði einnig húsin sem enn voru til á þeim tíma sem hann vann að þessu hugðarefni sínu. Bjarni var félagi í Oddfellowstúkunni Gesti á Ísafirði og síðar Agli á Akranesi. Þá var hann félagi í Rotaryklúbbi Borgarness."

Gunnar Árnason (1901-1985)

  • S03086
  • Person
  • 13. júní 1901 - 31. júlí 1985

Fæddist á Skútustöðum við Mývatn sonur Árna Jónssonar prófasts og alþingsmanns á Skútustöðum og k.h. Auðar Gísladóttur. Nam guðfræði við Háskóla Íslands. Sóknarprestur í Bergstaðaprestakalli frá 1925 og bjó á Æsustöðum í Langadal. Veitt Bústaðaprestakall í Reykjavík 1952, sóknarprestur í Bústaðaprestakalli frá því ári og tók við þjónustu Kópavogsprestakalls er því var skipt úr Bústaðaprestakalli 1964, jafnan með búsetu í Kópavogi. Hann lét af prestsþjónustu 1971. Gunnar var afkastamikill rithöfundur, samdi þónokkur útvarps- leikrit, tók saman sagnfræði og þjóðfræðiþætti, samdi bókakafla í ýmis rit og var afkastamikill þýðandi.
Maki: Sigríður Stefánsdóttir (1903-1970) frá Auðkúlu, þau eignuðust fimm börn.

Benedikt Waage (1889-1966)

  • S03087
  • Person
  • 14. júní 1889 - 8. nóv. 1966

Fæddur og uppalinn í Reykjavík. Benedikt lauk prófi frá Verzlunarskóla Íslands. Stórkaupmaður og forseti ÍSÍ. Benedikt var mikill íþróttamaður og var m.a. fyrstur manna til þess að synda frá Viðey til lands á innan við tveimur tímum. Maki: Elísabet Einarsdóttir, þau eignuðust þrjú börn saman, fyrir átti Benedikt einn son. Þau skildu árið 1932.

Hrefna Jóhannsdóttir (1905-1993)

  • S03091
  • Person
  • 17. des. 1905 - 3. jan. 1993

,,Hún var fædd á Kjartansstöðum í Staðarhreppi 17. desember 1905. Foreldrar hennar voru þau Ingibjörg Jónsdóttir, ljósmóðir frá Botnastöðum í Svartárdal, og Jóhann Sigurðsson, bóndi frá Sæunnarstöðum í Hallárdal. Hrefna kvæntist Jóni Friðbjörnssyni frá Rauðuskriðu í Aðaldal, árið 1933. Þau settust að á Sauðárkróki og bjuggu lengst af á Freyjugötu 23, í húsi sem þau reistu og kölluðu Víkingvatn, þau eignuðust tvo syni."

Þorkell V. Þorsteinsson (1956-

  • S03098
  • Person
  • 12. nóv. 1956-

Alinn upp í Keflavík. Kennari á Sauðárkróki. Kvæntur Lydíu Jósafatsdóttur, þau eiga þrjú börn.

Þorsteinn Einarsson (1911-2001)

  • S03105
  • Person
  • 23. nóv. 1911 - 5. jan. 2001

Fæddist í Reykjavík og ólst þar upp á Skólavörðuholtinu. ,,Þorsteinn lauk stúdentsprófi frá MR 1932, stundaði kennslu og íþróttakennslu við Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja 1934-41 og kenndi þar og þjálfaði glímu, leikfimi og frjálsar íþróttir hjá Tý og Þór. Hann var íþróttafulltrúi ríkisins 1941-81 og framkvæmdastjóri félagsheimilasjóðs og formaður skólanefndar Íþróttakennaraskóla Íslands 1943-81. Þorsteinn keppti í glímu með Glímufélaginu Ármanni um árabil, varð glímusnillingur Íslands 1932 og sýndi glímu í Þýskalandi 1929 og í Svíþjóð 1932. Hann iðkaði frjálsar íþróttir og var methafi í kúluvarpi, í hástökki án tilhlaups 1931, tvisvar meistari í hástökki með tilhlaupi sem og í kringlukasti, keppti með meistaraliði á fjögurra manna bátum, æfði og keppti í handbolta í skólaliði MR, var þjálfari kvennaliðs Ármanns um skeið og sýndi leikfimi í sýningaflokki og keppnisliði Jóns Þorsteinssonar. Hann var félagsforingi skátafélagsins Faxa í Vestmannaeyjum, sat í stjórn Bandalags skáta og var varaskátahöfðingi. Þorsteinn var upphafsmaður Íslenskra getrauna, sat í stjórn Dýraverndunarfélags Íslands og Dýraverndunarsambandsins í rúm 20 ár, sat í Dýraverndunarnefnd ríkisins og Fuglaverndunarnefnd Íslands og gegndi ýmsum öðrum trúnaðarstörfum." Eiginkona Þorsteins var Ásdís Guðbjörg Jesdóttir, þau eignuðust tíu börn.

Sigurður Sigurðsson (1890-1965)

  • S03112
  • Person
  • 4. sept. 1890 - 30. ágúst 1965

Fæddur á Fossi á Skaga, sonur Sigurður Gunnarssonar b. og hreppstjóra á Fossi og k.h. Sigríðar Gísladóttur. Verkamaður í Reykjavík. Kvæntist Sigríði Jóhannesdóttur.

Árni Björn Árnason (1902-1979)

  • S03140
  • Person
  • 18. okt. 1902 - 15. ágúst 1979

Foreldrar: Sr. Árni Björnsson prófastur á Sauðárkróki og k.h. Líney Sigurjónsdóttir. Nam lækningar hér heima og í Danmörku. Héraðslæknir á Grenivík frá 1937. Stundaði einnig búskap á gömlu Grenivíkurjörðinni um tíma. Kvæntist Kristínu Loftsdóttur.

Páll Kristinn Árnason (1899-1970)

  • S03138
  • Person
  • 19. júlí 1899 - 7. mars 1970

Foreldrar: Sr. Árni Björnsson prófastur á Sauðárkróki og k.h. Líney Sigurjónsdóttir. Verslunarfulltrúi í Reykjavík. Kvæntist Elínu Halldórsdóttur.

Guðrún Sigfúsdóttir (1907-1986)

  • S03145
  • Person
  • 2. sept. 1907 - 13. ágúst 1986

Foreldrar: Sigfús Hansson b. á Syðri-Brekkum í Blönduhlíð og víðar og k.h. Jónína Jósafatsdóttir. Guðrún kvæntist Garðari Skagfjörð Jónssyni skólastjóra á Hofsósi, þau eignuðust eina dóttur saman, fyrir átti Guðrún dóttur.

Jón Jónsson (1883-1946)

  • S03149
  • Person
  • 11.09.1883-20.02.1946

Jón Jónsson, f. á Þverá í Blönduhlíð 11.09.1883, d. 20.02.1946 á Sauðárkróki. (Samkvæmt kirkjubókum var Jón fæddur 18.09.1883). Foreldrar: Jón Stefánsson bóndi á Hamri í Hegranesi og kona hans Guðrún Pétursdóttir. Jón ólst upp hjá foreldrum sínum, fyrst á Þverá í Blönduhlíð til tíu ára aldurs en þá fluttist fjölskyldan að Hamri í Hegranesi. Árið 1912 kom Tryggvina Sigríður Sigurðardóttir að Hamri sem lausakona. Árið eftir fóru þau Jón og Tryggvina, sem ráðskona hans, að Ketu í Hegranesi og voru þar húsfólk til vorsins 1915. Þá fluttu þau að Þverá í Hrollleifsdal og hófu þar búskap. Þau brugðu búi vorið 1920 og fóru þá að Hamri í Hegranesi og voru þar eitt ár í húsmennsku en fluttust til Sauðárkróks vorið 1921. Þar stundaði Jón verkamannavinnu. Árið 1930 bjó fjölskyldan í húsinu Sæströnd en mörg seinustu árin í svokölluðu Þverhúsi.
Maki 1: Tryggvina Sigríður Sigurðardóttir, f. 22.02.1886, d. 21.11.1967. Fædd á Syðri-Sælu í Skíðadal sem var húsmannsbýli úr Sælulandi. Foreldrar: Sigurður Björnsson frá Atlastöðum í Svarfaðardal og Kristín Anna Jónsdóttir frá Sælu í Skíðadal. (Kristín Anna var ranglega skráð Jónsdóttir, var Sigurðardóttir). Þau eignuðust sjö börn.
Jón eignaðist dóttur með Rannveigu Elínu Eggertsdóttur (06.05.1874-25.08.1930) sem þá var vinnukona í Lónkoti í Sléttuhlíð. Hét hún Eggertína Svanhvít (06.06.1919-29.03.2007). Hún ólst upp hjá Stefáni föðurbróður sínum, fyrst að Hamri en síðan að Gauksstöðum á Skaga.

Sölvína Baldvina Konráðsdóttir (1898-1974)

  • S03150
  • Person
  • 18.04.1898-07.08.1974

Sölvína Baldvina Konráðsdottir, f. á Ystahóli í Sléttuhlíð 18.04.1898, d. 07.08.1974 á Borgarspítalanum í Reykjavík. Sölvína ólst upp hjá foreldrum sínum á Ystahóli og síðr á Mýrum. Þau bjuggu við góðan efnahag en misstu tvö barna sinna, soninn á barnsaldri og yngstu dótturina af fjórum 13 ára gamla, er hún varð úti í hríðarbyl á leið úr skóla. Sölvína var yngst systranna sem eftir lifðu og þegar eldri systurnar fóru að heima varð hún stoð foreldra sinna. Hún var talin fyrir jörð og búi síðustu árin áður en hún giftist eiginmanni sínum, Pétri. Eftir fimm ára búskap fór Sölvína til ljósmóðurnáms í Reykjavík og útskrifaðist sem ljósmóðir haustið 1933. Starfaði hún síðan sem ljósmóðir í Fellshreppi fram um 1950, en árið 1951 fluttist fjölskyldan alfarin til Reykjavíkur. Einnig þjónaði Sölvína sem ljósmóðir í Haganes- og Holtshreppum 1946-1947. Fyrstu árin eftir komuna til Reykjavíkur hafði hún kostgangara en gerðist síðan vökukona á elliheimilinu Grund meðan hún hafði heilsu til. Einnig starfaði hún mikið fyrir Mæðrastyrksnefnd.
Maki: Pétur Björgvin Björnsson (21.03.1904-16.03.1975). Pétur hóf búskap á Mýrum, föðurleifð konu sinnar, árið 1928. Þar byggðu þau hjónin timburhús á steyptum kjallara. Eftir 15 ára búskap á Mýrum keyptu þau hjón Keldur, næstu jörð við Mýrar og bjuggu þar til ársins 1951. Þar byggði pétur einnig íbúðarhús úr steinsteypu, einnig byggði hann upp hluta útihúsanna og sléttaði og stækkaði túnin. Eftir að sauðfél var allt skorið niður árið 1949 komst los á þau og veturinn sem fjárlaust var unnu þau við húsvörslu og rekstur Breiðfirðingabúðar í Eeykjavík en ráku hótel í Haganesvík á sumrin. Vorið 1951 fluttust þau svo alfarin til Reykjavíkur með fjölskyldu sína. Pétur og Sölvína eignuðust tvo syni og ólu einnig upp fjögur fósturbörn.

Ólafur Sveinsson (1870-1954)

  • S03164
  • Person
  • 09.11.1870-25.02.1954

Ólafur Sveinsson, f. í Fremri-Svartárdal 09.11.1870, d. 25.02.1954 á Starrastöðum.
Foreldrar: Sveinn Guðmundsson, þá bóndi í Svartárdal og seinna í Bjarnastaðahlíð og kona hans Þorbjörg Ólafsdóttir. Ólafur ólst upp með foreldrum sínum. Ólafur hóf búskap á Breið 1899 og bjó þar í tvö ár. Árið 1901 keypti hann Starrastaði , sem hafði verið kirkjujörð frá Mælifelli, og var skráður fyrir búi þar til 1943. Hann hlaut verðlaun úr styrktarsjóði Kristjáns konungs hins IX. fyrir búnaðarframkvæmdir.
Þegar kirkjan á Mælifelli brann, aðfararnótt 21. september 1921, sýndi Ólafur það snarræði og hugrekki að fara inn í brennandi kirkjuna og bjarga embættisbókum kallsins og fleiru af verðmætum munum. Loguðu bækurnar í höndum hans, er hann bar þær út. Brann hvert blað að miðju niður og varð mikið tjón, en fyrir snarræði Ólafs eyðilagðist ekki allt.
Maki 1: Gíslíana Bjarnveig Bjarnadóttir (05.011878-25.02.1902) frá Króki á Skagaströnd. Þau eignuðust son sem dó á fyrsta ári.
Maki 2: Margrét Eyjólfsdóttir (27.06.1867-26.08.1923). Eyjólfur Hansson, síðast bóndi í Stafni í Svartárdal var kjörfaðir hennar en raunverulegir foreldrar voru Björn Fr. Schram og Herdís Eiríksdóttir, sem síðar varð kona Eyjólfs. Margrét og Ólafur eignuðust þrjú börn.

Árni Þorgrímsson (1882-1924)

  • S03172
  • Person
  • 13.10.1882-14.02.1924

Árni Þorgrímsson, f. 13.10.1882, d. 14.02.1924. Foreldrar: Þorgrímur Ásgrímsson (1847-1900), bóndi í Hofstaðaseli í Viðvíkurhreppi og kona hans María Gísladóttir (1852-1929). Árni ólst upp í Hofstaðaseli. Eftir ða faðir hans lést árið 1900 brá móðir hans búi. Hann var skráður vinnumaður í Hofstaðaseli árið 1910 og skráðru í Ásgeirsbrekkur árið 1920.
Maki: Sólveig Ólafsdóttir frá Skottastöðum.

Hafliði Eiríksson (1895-1979)

  • S03177
  • Person
  • 07.07.1895-30.01.1979

Hafliði Eiríksson, f. að Nesi í Flókadal 07.07.1895 (6.7. skv. kirkjubók), d. 30.01.1979 í Reykjavík. Foreldrar: Eiríkur Ásmundsson, bóndi á Reykjarhóli á Bökkum og sambýliskona hans, Guðrún Magnúsdóttir. Hafliði ólst upp hjá foreldrum sínum er lengst af bjuggu á Reykjarhóli á Bökkum. Fjórtán ára fór hann til sjós á hákarlaskip og var hálfan annan áratug á hákarlaskipum. Hafliði var ýmist til sjós eða vann að búi foreldra sinna þar til hann hóf sjálfur búskap. Hann var bóndi á Austara-Hóli 1924-1927, Minni-Reykjum 1928-1929, í Neskoti 1927-1928 og aftur 1929-1953. Þegar hann brá búi flutti hann til Akraness og vann þar aðallega við fiskvinnslu. Árið 1960 fluttist hann til Reykjavíkur og bjó við Bergþórugötu 25 til dánardags. Starfaði hann þar nokkuð við smíðar.
Maki: Ólöf Anna Björnsdóttir (1895-1989) frá Sigríðarstöðum í Flókadal. Þa eignuðust eina dóttur og ólu upp Hafliða Frímannssonar frá Austara-Hóli í Flókadal og dótturson sinn Hafliða Kristjánsson.

Guðrún Þorbjörg Sigurjónsdóttir (1893-1974)

  • S03181
  • Person
  • 14.08.1893 - 30.09.1974

Guðrún Þorgbjörg var fædd í Eyhildarholti í Hegranesi, Skag. Dóttir hjónanna Sigurjóns Marteinssonar bónda í og Guðrúnar Magnúsdóttur, húsfreyju. Guðrún var vinnukona á Sauðárkróki 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík. Nefnd Þorbjörg Guðrún skv. Skagfirðingabók.

Björg Sveinsdóttir (1890-1959)

  • S03191
  • Person
  • 06.02.1890-24.05.1959

Björg Sveinsdóttir, f. í Háagerði á Höfðaströnd 06.02.1890, d. 24.05.1959 í flugslysi.
Foreldrar: Sveinn Stefánsson bóndi í Háagerði og kona hans Anna Símonardóttir. Björg fór ung í fóstur til móðursystur sinnar Guðrúnar Símonardóttur og eiginmanns hennar Guðbjóns Vigfússonar, að Grundaraldni í Unadal. Þar ólst hún upp og dvaldi til 25 ára aldurs, er hún giftist Jóni. Tók hún við búsforráðum á Heiði vorið eftir.
Maki: Jón Guðnason (11.12.1888-24.05.1959). Þau eignuðust sjö börn.

Christian Hansen (1856-1930)

  • S03201
  • Person
  • 09.03.1856-11.04.1930

Christian Hansen, f. á Amager við Kaupmannahöfn 09.03.1856, d. 11.04.1930. Foreldrar: Hans Christian Hansen (f. 1818) og kona hans Trine (f. um 1830).
Christian nam ungur að árum beykisiðn og fékk sveinbréf árið 1876. Fékk hann atvinnutilboð frá Noregi, Grænlandi og Íslandi í kjölfarið og valdi að koma til Íslands. Til Sauðárkróks kom hann í júní 1876. Réðst hann til Christan Popps kaupmanns. Fór svo til Danmerkur um haustið en kom vorið eftir, alkominn til Íslands. Var bóndi á Sauðá 1882 til dánardags og rak einnig Hótel Tindastól um tveggja ára skeið.
Maki (g. 13.10.1879): Björg hansen (29.11.1861-08.02.1940) frá Garði í Hegranesi. Þau eignuðust átta börn.

Þórður Hjálmarsson (1879-1978)

  • S03205
  • Person
  • 03.08.1879-02.01.1978

Þórður Hjálmarsson, f. á Stafni í Deildardal 03.08.1879, d. 02.01.1978 á Sauðárkróki. Foreldrar: Hjálmar Þórðarson bóndi í Stafni og sambýliskona hans Ragnheiður Gunnarsdóttir. Þórður ólst upp hjá foreldrum sínum í Stafni við almenn sveitastörf. Eftir að faðir hans féll frá árið 1893 var hann fyrst í Stafni með móður sinni eitt eða tvö ár en fluttist síðan að Kambi til Þorgilsar föðurbróður síns. Var hann þar þar til hann giftist frænku sinni, Þórönnu, eftir áramótin 1903. Um veturinn voru þau hjónin enn á Kambi en hófu búskap á Háleggsstöðum um vorið og bjuggu þar eitt ár. Vorið 1916 fluttu þau aftur að Háleggsstöðum og bjuggu þar óslitið til 1952, er synir þeirra tóku við búinu. Voru þau áfram þar í húsmennsku. Þórður lifði konu sína í 15 ár. Hann dvladi hjá sonum sínum á Háleggsstöðum en þegar þeir brugðu búi og fluttust suður var Þórður um kyrrt hjá Þórönnu fósturdóttur sinni og Hafsteini manni hennar. Dvaldi hann þar fram undir það síðasta og gekk að ýmsum verkum kominn á tíræðisaldur.
Maki (gift 19.02.1903): Þóranna Kristín Þorgilsdóttir (02.05.1879-11.09.1963).

Sigurjón Ósland Jónsson (1869-1937)

  • S03210
  • Person
  • 17.09.1869-05.01.1937

Sigurjón Jónsson, f. á Syðstu-Grund í Blönduhlíð 17.09.1869, d. 05.01.1937 á Akureyri. Foreldrar: Jón Jónsson bóndi á Syðstu-Grund og kona hans Björg Jónsdóttir. Þau fóru til Vesturheims og létust bæði þar. Sigurjón ólst upp með foreldrum sínum á Syðstu-Grund. Fór að vinna fyrir sér, er hann hafði aldur til og reri meðal annars á Suðurnesjum. Bóndi á Þorleifsstöðum 1893-1894, Keldum í Sléttuhlíð 1894-1899, Skálá í Sléttuhlíð 1899-1901. Keypti Ósland og bjó þar 1901-1918. Seldi þá jörðina og brá búi að mestu. Var í Torfhól 1918-1920. Fór til Vesturheims og dvaldi þar 1920-1922. Setti á stofn og rak kjötbúð á Siglufirði 1922-1923. Bóndi á Hvalnesi í Skaga 1923-1931 og 1933-1934. Bjó á Borgarlæk 1928-1930 og 1932-1934. Brá þá búi og flutti fyrst til Skagastrandar til barna sinna. Sigurjón var einn af stofnendum Búnaðarfélags Óslandshlíðar og formaður þess um skeið.
Maki (gift 1892): Sigurjóna Magnúsdóttir, f. 16.03.1861, d. 23.06. 1929. Þau eignuðust sjö börn. Áður átti Sigurjóna eitt barn með heitmanni sínum, Jóni Jónssyni, bróður Sigurjóns.

Sveinbjörn Sveinsson (1886-1933)

  • S03212
  • Person
  • 10.07.1886-15.05.1933

Sveinbjörn Sveinsson, f. í Syðra-Vallholti 10.07.1886, d. 15.05.1933 á Bakka í Vallhólmi. Foreldrar: Sveinn Gunnarsson bóndi á Mælifellsá og kona hans Margrét Þórunn Árnadóttir. Hann var sjöundi í aldursröð fimmtán barna þeirra. Bóndi á Mælifellsá á Efribyggð 1909-1914, á Ánastöðum í Svartárdal 1914-1916, á Skíðastöðum í Laxárdal ytri 1916-1920, í Breiðargerði 1921-1927, í Selhaga á Skörðum A-Hún 1929-1930, í Efra-Lýtingsstaðakoti í Tungusveit 1930-1931, í Breiðargerði 1931-1933.
Maki (gift 13.06.1912): Stefanía Ragnhildur Jónsdóttir (09.04.1887-16.11.1944). Þau eignuðust fjögur börn og dó eitt þeirra í frumbernsku. Síðar eignaðist Ragnhildur tvö börn með Birni Björnssyni, síðar bónda í Borgargerði í Norðurárdal.

Jóna Kristinsdóttir (1895-1975)

  • S03219
  • Person
  • 21.12.1895-27.10.1975

Jóna Kristinsdóttir, f. í Steinkoti á Árskógsströnd 21.12.1895, d. 27.10.1975 í Reykjavík. Foreldrar: Kristinn Anton Ásgrímsson (1866-1942) og Helga Baldvinsdóttir. Jóna ólst upp með foreldrum sínum, fyrstu árin við vestanverðan Eyjafjörð en árið 1918 flutti fjölskyldan að Hamri í Fljótum. Hún var ljósmóðir í Vestmannaeyjum. Jóna lauk ljósmæðraprófi í Ljósmæðraskóla Íslands 1919. Hún var ljósmóðir í Haganeshreppsumdæmi 1919-1921, í Vestmannaeyjum 1921-1949 og tók síðast óa móti barni í Reykjavík árið 1953. Sinnti hjúkrun í heimahúsum samhliða ljósmóðurstörfum.
Maki: Hjálmar Eiríksson (1900-1940) verslunarstjóri í Vestmannaeyjum. Þau eignuðust sex börn.

Hallgrímur Þorbergsson (1880-1961)

  • S03223
  • Person
  • 08.01.1880-12.02.1961

Hallgrímur Þorbergsson, f. á Helgastöðum í Reykjadal 08.01.1880, d. 12.02.1961. Foreldrar: Þorbergur Hallgrímssonar og Þóra Hálfdánardóttir.
Hann stundaði nám við Búnaðarskólann á Eiðum og útskrifaðist þaðan 1908. Síðar dvaldi hann um skeið í Noregi og Bretlandi og kynnti sér sauðfjárrækt þar. Heimkominn ferðaðist hann víða um land með styrk frá Búnaðarfélagi Íslands og kynnti sér sauðfjárræktina í landinu. Beitti hann sér fyrir margs konar umbótum á því sviði og kenndi bændum t.d. að búa til og nota ker til böðunar og nýjar baðlyfjategundir. Hallgrímur var einn af stofendum Búnaðarsambands Suður-Þingeyjarsýslu. Halldór var bóndi á Halldórsstöðum í Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu frá 1915 til dánardags. Rak tóvinnuvélar á Halldórsstöðum eftir tengdaföður sinn. Eftir að þær brunnu 1922 kom hann upp slíkri verksmiðju hjá Kaupfélagi Þingeyinga.
Maki: Bergþóra Magnúsdóttir. Þau eignuðust eina dóttur.

Þorsteinn Björnsson (1889-1980)

  • S03228
  • Person
  • 24.03.1889-15.08.1980

Þorsteinn Björnsson, f. á Bergsstöðum í Svartárdal 24.03.1889, d. 15.08.1980 á Hrafnistu í Reykjavík. Foreldrar: Björn Jónsson prófastur í Miklabæ og kona hans, Guðfinna Jensdóttir.
Þorsteinn ólst upp með foreldrum sínum til fullorðins ára, í stórum systkinahópi. Um tíu ára aldur fékk hann fótarmein og var fluttur á kviktrjám til Akureyrar þar sem hann dvaldist sumarlangt og náði nokkrum bata en fóturinn varð styttri og langt fram á fullorðinsár var hann sárþjáður í fætinum. Þorsteinn bjó yfir þrjátíu ár á Hrólfsstöðum. Hann var hagmæltur en fór dult með. Hér í safninu eru varðveittar dagbækur hans, endurminningar, frásöguþættir og fleiri skrif.
Vegna fötlunar sinnar hætti Þorsteinn að mestu búskap árið 1944 en fékk brúarvörslu við Austurós Héraðsvatna. Fyrstu árin átti hann einhvern bústofn með því starfi en hætti því fljótlega og dvaldi oft vetrarlangt syðra hjá dætrum sínum. Brúarvörslunni hættu þau hjónin árið 1969 og þá fluttu þau alfarin suður og fluttust á Hrafnistu í Reykjavík árið eftir.
Maki: Margrét Rögnvaldsdóttir (08.10.1889-22.09.1993) frá Réttarholti. Þau eignuðust þrjár dætur.

Ari Jónsson Arnalds (1872-1957)

  • S03420
  • Person
  • 07.06.1872-14.04.1957

Ari Jónssson Arnalds, f. á Hjöllum við Þorskafjörð 07.06.1872, d. 14.04.1957. Foreldrar: Sigríður Jónsdóttir (1831-1914) og Jón Finnsson sem þar bjuggu. Ari ólst upp á Hjöllum. Hann lauk stúdentsprófi 1898 og lögfræðiprófi við Kaupmannahafnarháskóla 1905. Var um skeið blaðamaður við Verdens Gang í Osló. Ritstjóri Dagfara á Eskifirði og meðritstjóri Ingólfs í Reykjavík. Sýslumaður um skeið í Húnavatnssýslu og Norður-Múlasýslu og bæjarfógeti á Seyðisfirði. Þá var hann um árabil starfsmaður í fjármálaráðuneytinu. Árin 1909-1911 var hann þingmaður Strandasýslu. Á eftri árum vann hann að ritstörfum og ritaði fjölda greina í blöð og útvarp.
Maki: Matthildur Einarsdóttir, Þau eignuðust þrjá syni. Þau skildu.

Jón Guðnason (1888-1959)

  • S03234
  • Person
  • 11.12.1888-24.05.1959

Jón Guðnason, f. 11.12.1888 á Þrastarstöðum á Höfðaströnd, d. 24.05.1959 í flugslysi á leið til Reykjavíkur. Foreldrar: Guðni Hallgrímur Jónsson bóndi á Heiði og seinni kona hans, Stefanía Guðrún Sigmundsdóttir.
Jón ólst upp með foreldrum sínum, fyrst á Þrastarstöðum en fluttist með þeim að Heiði ellefu ára gamall og átti þar heima ellefu ára gamall. Hann hóf búskap á Heiði 1914 og foreldrar hans dvöldu hjá honum 10-20 ár eftir að faðir hans missti aleiguna er hann hafði gengið í ábyrgð fyrir mann og eigur hans voru boðnar upp 1912.
Jón gegndi fjölda trúnaðarstarfa í sveitinni. Hann var um 40 ár í hreppsnefnd, í stjórn Kaupfélags Austur-Skagfirðinga á Hofsósi í rúm 30 ár, í sóknarnefnd, stjórn búnaðarfélagsins, skólanefnd og fleira.
Þegar Jón var um sjötugt og kona hans 69 ára var fengin sjúkraflugvél til að flytja hana suður. Vélin rakst á fjall á Snæfellsnesfjallgarði á leið suður og þau hjón fórust bæði, sem og flugmaðurinn.
Maki: Björg Sveinsdóttir (06.02.1890-24.05.1959). Þau hjón eignuðust sjö börn en fyrir átt Jón soninn Martein með Vigdísi Marsibil Pétursdóttur sem þá var vinnukona á Heiði.

Stefán Guðlaugur Sveinsson (1895-1972)

  • S03236
  • Person
  • 28.08.1895-02.05.1972

Stefán Guðlaugur Sveinsson, f. 28.08.1895, d. 02.05.1972.
Foreldrar: Anna Soffía Magnúsdóttir (1856-1934) og Sveinn Stefánsson bóndi á Fjalli í Sléttuhlíð, en hann var seinni maður Önnu.
Stefán bjó á Róðhóli í Sléttuhlíð 1921-1932 ásamt konu sinni, Ólöfu Soffíu Sigfúsdóttur (1907-1973). Fóru þaðan að Bræðrá og voru eitt ár en brugðu þá búi og fóru í Hofsós.
Sonur þeirra er Sigfús Valgarður Stefánsson, f. 1929.

Arthur Charles Gook (1883-1959)

  • S003627
  • Person
  • 11.06.1883-18.06.1959

Arthur Charles Gook, f. í Lundúnum 11.06.1883, d. 18.06.1959.
Arthur var Breti en kom ungur til íslands, settist að á Akureyri sem trúboði og gaf út fjölda ritlinga trúarlegs eðlis. Hann gaf einnig út blaðið Norðurljósið um margra ára skeið.
Fluttist fáeinum árum fyrir andlát sitt til Bretlands.

Anton Grímur Jónsson (1882-1931)

  • S03248
  • Person
  • 11.12.1882-26.04.1931

Anton Grímur Jónsson, f. að Garði í Ólafsfirði 11.12.1882, d. 26.04.1931 á Siglufirði. Foreldrar: Jón Gunnlaugsson bóndi að Garði, síðast að Mjóafelli í Stíflu og kona hans Guðrún Jónsdóttir. Anton ólst upp hjá foreldrum sínum og vandist snemma algengri sveitavinnu. Stóð hugur hans snemma að smíðum og varð hann lagtækur smiður. Anton var bóndi að Deplum 1907-1920 er hann fluttist að Reykjum í Ólafsfirði og var þar til 1924. Flyst þá að Nefsstaðakoti (nú Nefstöðum) og bjó þar til dauðadags, fyrst sem leiguliði en keypti síðar jörðina. Stefanía kona hans hélt áfram búskap eftir lát hans til 1934 er Jónas sonur hennar tók við búsforráðum.
Maki: Jónína Stefanía (15.05.1881-24.04.1954). Foreldrar: Jónas Jósafatsson síðast bóndi á Knappstöðum og fyrri kona hans Guðlaug Hólmfríður Jónsdóttir frá Móskógum. Þau eignuðust sex börn en misstu eitt þeirra ungt. Einnig eignuðust þau fósturbarnið Stefaníu Guðnadóttur.

Árni Hólm Gottskálksson (1898-1932)

  • S03616
  • Person
  • 10.03.1898-14.02.1932

Árni Hólm Gottskálksson, f. á Bakka í Vallhólmi 10.03.1898, d. 14.02.1932 í Húsey í Vallhólmi. Foreldrar: Gottskálk Egilsson bóndi á Bakka og kona hans Guðlaug Árnadóttir húsmnóðir. Árni ólst upp hjá foreldrum sínum á Bakka til fullorðins ára. Hann naut ekki skólagöngu og vann ekki utan heimilis að ráði. Hann hóf sjálfstæðan búskap á Bakka 1926 og var Helga systir hans bústýra hjá honum. Tóku þau í fóstur bróðurdóttur sína, Guðlaugu Egilsdóttur. Árni kvæntist ekki.
Eftir fjögurra ára búskap á Bakka keypti Árni nágrannajörðina Húsey, en bjó þar aðeins rúm tvö ár, því hann andaðist úr lugnabólgu aðeins 34 ára að aldri.

Gunnlaugur Jónsson (1904-1985)

  • S03254
  • Person
  • 15.12.1904-17.04.1985

Gunnlaugur Jónsson, f. 15.12.1904, d. 17.04.1985. Foreldrar: Jón Guðvarðsson (02.03.1864-02.03.1941) og Aðalbjörg Jónsdóttir (20.10.1975-21.05.1951).
Gunnlaugur var með foreldrum sínum á Melbreið í Stíflu í Fljótum en þau bjuggur þar frá 1919. Hann fluttist að Atlastöðum í Svarfaðardal árið 1936 ásamt konu sinni ug elstu dóttur.
Maki: Jónína Gunnlaug Magnúsdóttir frá Stafni í Deildardal (13.10.1905-07.11.2000). Þau eignuðust fjögur börn. Fyrir átti Gunnlaug eina dóttur.

Þorlákur Magnús Stefánson (1894-1971)

  • S03256
  • Person
  • 01.01.1894-04.11.1971

Þorlákur Magnús Stefánsson, f. á Molastöðum í Fljótum 01.01.1894, d. 04.11.1971 á Siglufirði. Foreldrar: Stefán Sigurðsson bóndi á Syðsta-Mói og kona hans Magnea Margrét Ólavía Grímsdóttir. Þorlákur ólst upp hjá foreldrum sínum og vann hjá þeim þar til hann stofnaði sjálfur heimili. Hann var bóndi á Gautastöðum 1914-1945 og á Gautalandi í Vestur-Fljótum 1945-1971. Hann var mikil tónlistarmaður og lærði á orgel hjá foreldrum sínum sem var góður hljómlistarmaður og söngmaður. Einnig var hann einn vetur við nám í orgelleik á Akureyri og hjá Benedikt á Fjalli í Sæmundarhlíð. Síðar sótti hann námskeið hjá söngmálastjóra Þjóðkirkjunnar. Hann var organleikari í Barðs- og Knappsstaðakirkjum í nær fimm áratugi og þjálfaði fólk í söng í báðum þessum kirkjusóknum.
Maki: Jóna Sigríður Ólafsdóttir (27.06.1893-16.12.1976). Þau eignuðust ellefu börn en þrjú þeirra dóu í frumbernsku.

Jónas Jósafatsson (1856-1932)

  • S03264
  • Person
  • 27.08.1856-15.07.1932

Jónas Jósafatsson, f. að Hvarfi í Víðidal 27.08.1856, d. 15.07.1932 að Knappsstöðum. Foreldrar: Jósafat Helgason bóndi í Reykjum í Miðfirði og Jóhanna Davíðsdóttir frá Hvarfi. Ungur missti Jónas móður sína og ólst upp í skjóli móður sinnar og móðurafa. Móðir hans giftist aftur, Bendikt Jónassyni á Mið-Grund og víðar. Jónas fór snemma að vinna fyrir sér í vinnumennsku á ýmsum stöðum, aðallega í Skagafirði. Hann hóf búskap með fyrri konu sinni á Móskógum og bjó þar 1881-1884. Brá þá búi um eins árs skeið. Var bóndi á Bakka á Bökkum 1885-1896, brá aftur búi og fór að Felli í Sléttuhlíð og síðan með sinni konu sinni að Laugalandi. Bjó aftur á Bakka 1900-1911, á Þverá í Hrollleifsdal 1911-1914. Brugðu þá búi um skeið og voru í húsmennsku á ýmsum stöðum 1914-1918. En árið 1918 hófu þau búskap á Hreppsendaá í Ólafsfirði og voru þar í þrjú ár, þá á Móafelli í Stíflu 1921-1924 og á Knappsstöðum 1924-1929. Var Jónas síðan í skjóli Kristrúnar dóttur sinnar þar til hann lést.
Maki 1: Guðlaug Hólmfríður Jónsdóttir (1856-1895). Þau eignuðust fjögur börn en misstu tvö þeirra í bernsku.
Maki 2: Lilja Kristín Stefánsdóttir (26.12.1879-01.12.1945). Þau eignuðust níu börn.

Bjarni Hólm Þorleifsson (1895-1937)

  • S03271
  • Person
  • 25.11.1893-10.07.1937

Bjarni Hólm Þorleifsson, f. 25.11.1895 (1893 skv. Sk.æv.), d. 10.07.1937. Foreldrar: Þorleifur Bjarnason (1859-1910) bóndi í Sólheimum og kona hans Ingibjörg Árnadóttir (1867-1954). "Bústjóri hjá móður sinni, mikill efnismaður." Ógiftur og barnlaus.

Metúsalem Magnússon (1832-1905)

  • S03279
  • Person
  • 05.12.1832-06.03.1905

Metúsalem Magnússon var fæddur á Halldórsstöðum í Laxárdal 5. mars 1832. Faðir: Magnús Ásmundsson, hreppstjóri og bóndi á Halldórsstöðum í Laxárdal, Suður-Þingeyjarsýslu. Móðir: Sigríður Þórarinsdóttir, húsfreyja á Halldórsstöðum. Þegar Metúsalem var níu ára missti hann föður sinn. Ólst hann upp hjá móður sinni sem þá tók við búrekstrinum. Um tvítugt nemur hann jarðyrkjustörf, af manni sem hafði numið slíkt í Danmörku. Fékkst Metúsalem við þau störf vor og haust en átti heimili hjá móður sinni. Á veturnar kenndi hann unglingum skrift og reikning.
Þegar Metúsalem er 25 ára flytur hann norður á Langanesstrandir. Hann kvæntist Þorbjörgu Þórsteinsdóttur á Bakka í Skeggjastaðasókn í Norður-Múlasýslu og bjuggu þau þar. Fimm árum eftir að þau giftust deyr Þorbjörg. Þau eignuðust tvö börn; Magnús sem dó í bernsku og Sigríði Björg Metúsalemsdóttur (09.04.1863-15.08.1939).
Árið 1869 kvæntist Metúsalem Karólínu Soffíu Helgadóttur (10.07.1848-19.03.1920) frá Helluvaði við Mývatn. Fyrst um sinn bjuggu þau á Bakka en árið 1870 fluttu þau frá Bakka og að Helluvaði þar sem þau tóku við búi. 1879 fluttu þau að Einarsstöðum í Reykjadal. Síðustu æviárin bjó Metúsalem á Arnarvatni við Mývatn.
Metúsalem og Karólínu eignuðust tvö börn; Benedikt og Halldóru.
Metúsalem dó 6. mars 1905.

Árni Gísli Gíslason (1833-1908)

  • S03281
  • Person
  • 08.10.1833-08.09.1908

Árni Gísli Gíslason fæddist 8. október 1833. Faðir: Gísli Árnason (1794-?) bóndi á Ketu og Rein í Rípurhreppi og Hjaltastaðakoti í Akrahreppi. Móðir: Málfríður Guðmundsdóttir (1796-5.8.1859), húsfreyja á sömu stöðum. Ólst upp hjá foreldrum sínum ásamt tveimur systkinum. Árið 1856 flytja þau frá Ketu að Rein. Gísli, faðir Árna, deyr 3. ágúst 1855 og tók þá Málfríður við bústjórn en synir hennar tveir, Árni og Gísli eru ráðsmenn hjá henni. Árið 1859 flytja þau frá Rein að Hjaltastaðakoti í Akrahreppi en Málfríður deyr það sama ár þann 5. ágúst. Upp úr 1860 flytur Árni frá Hjaltastaðakoti (nú Grænumýri) til Suðurnesja. Árið 1870 býr Árni á Hvalnesi í Hvalsnessókn í Gullbringusýslu ásamt konu sinni, Málfríði Jónsdóttur (24.1.1841-3.4.1891),stundum ritað Málmfríður, og tveimur börnum; Halldóru og Magnúsi. Árni er titlaður „hreppstjóri“ og virðist lifa af fiskveiðum. Árið 1880 býr Árni og fjölskylda á Lönd í Hvalsnessókn í Gullbringusýslu. Bæðst hefur í barnahópinn sem nú eru orðin sex. Árni og Málfríður búa þar enn árið 1890 ásamt börnunum sex. Ári síðar, eða 3. apríl 1891 deyr Málfríður. Árið 1901 er Árni skráður til heimilis hjá syni sínum, Magnúsi sem nú býr í Guðfinnuhúsi í Sauðárkrókssókn ásamt konu sinni, Kristínu Sigurðardóttur og syni þeirra Árna Georg. Halldóra dóttir Árna flyst einnig í Skagafjörðinn en hún var gift Friðriki Árnasyni, sjómanni á Sauðárkróki, syni Árna Árnasonar verts á Sauðárkróki.
Árni Gíslason deyr 8. September 1908.

Jón Stefánsson (1836-1906)

  • S03284
  • Person
  • 03.02.1836-26.02.1906

Jón Stefánsson (1836-1901) bóndi á Skinþúfu.
Jón fæddist í Tumabrekku 2. febrúar 1836. Foreldrar: Stefán Jónsson (1809-1866) sem var lengst af bóndi á Garðshorni á Höfðabrekku og fyrstu konu hans, Guðríðar Sveinsdóttur (1795-1843). Jón ólst upp hjá foreldrum sínum í Garðshorni en missti móður sína unga að árum. Jón er bóndi á Ingveldarstöðum í Hjaltadal 1865-66, Borgarseli 1866-67, Holtsmúla 1867-76, Völlum 1876-91 og Skinþúfu 1891-1900. Brá búi og flutti til Kanada ásamt nokkru af sínu fólki, þá orðinn ekkjumaður. Er skráður sem bóndi í Gimli, Selkirk, Manitoba árið 1901 og á Fiskilæk í Arborg, Manitoba.
Eiginkona: Kristín Sölvadóttir (1829-1886). Foreldrar hennar voru Sölvi Þorláksson (1797-) bóndi á Þverá í Hrolleifsdal og Halldóra Þórðardóttir. Þau áttu fjögur börn saman sem öll komust á legg.
Jón átti þrjú börn með Ragnheiði Þorfinnsdóttur (1842-1927).
Jón lést í Kanada 26. febrúar 1906.

Einar Oddsson (1931-2005)

  • S03300
  • Person
  • 20.04.1931-17.11.2005

Einar Oddsson, f. í Flatatungu 20.04.1931, d. á Vík í Mýrdal 17.11.2005. Foreldrar: Sigríður Gunnarsdóttir (1899-1989) og Oddur Einarsson (1904-1979)
Maki. Halla Þorbjörnsdóttir barnageðlæknir (1929-). Þau eignuðust tvo syni.
Einar ólst upp í föðurhúsum og naut heimakennslu, utan nokkrar vikur sem hann gekk í barnaskóla á Stóru-Ökrum. Við framhaldsnám nau hann kennslu Eiríks Kristinssonar heima í Flatatungu. Síðasta veturinn gekk hann í Menntaskólann á Akureyri og lauk stúdentsprófi þaðan 1953. Haustið eftir fór hann í lagadeild Háskóla Íslands og lauk þaðan embættisprófi vorið 1959 og fékk hdl réttindi 1962. Eftir embættispróf var Einar fulltrúi hjá Útflutningssjóði, síðar fulltrúi hjá Sýslumanninum á Ísafirði, þá fulltrúi hjá Borgardómara í Reykjavík þar til hann var skipaður sýslumaður í Skaftafellssýslum í feb. 1963 með aðsetur í Vík í Mýrdal. Þegar AusturSkaftafellssýsla var gerð að sérstöku lögsagnarumdæmi 1977 var Einar áfram sýslumaður vestursýslunnar. Auk þessa stofnaði hann fyrst fjárbú í Norður-Vík og síðar hrossabú sem hann sinnti með sýslumannsstarfinu. Heilsa hans bilaði á miðjum aldri en hann sinnti þó starfi sínu til ársins 1992. Eftir það fluttust þau hjónin til Reykjavíkur.

Hannes Davíðsson (1880-1963)

  • S02549
  • Person
  • 4. nóv. 1880 - 16. apríl 1963

Hann ólst upp á Hofi í Hörgárdal. Foreldrar hans voru Davíð Guðmundsson og Sigríður Ólafsdóttir Briem. Hannes tók við búskap á Hofi eftir foreldra sína. Hannes var ókvæntur og barnlaus.

Hjörtur Hjálmarsson (1905-1993)

  • S02534
  • Person
  • 28. júní 1905 - 17. nóv. 1993

Hjörtur fæddist á Þorljótsstöðum í Skagafirði. Foreldrar hans voru Hjálmar Stefán Þorláksson bóndi og Guðleif Kristín Þorsteinsdóttir. Hjörtur var kennari og skólastjóri á Flateyri, einnig sparisjóðsstjóri, hreppstjóri og sýslunefnadarmaður. Hann var gerður að heiðursborgara Flateyrarhrepps árið 1975. Hjörtur þótti ágætur hagyrðingur. Hann var kvæntur Aðalheiði Rögnu Sveinsdóttur, þau eignuðust tvo syni.

Halldór Þórðarson (1933-2017)

  • S02536
  • Person
  • 19. nóv. 1933 - 6. júlí 2017

Bjó á Litla-Fljóti í Biskupsungum. Sonur Þorbjargar Halldórsdóttur og Þórðar Kárasonar. Halldór kvæntist Júlíönu Tyrfingsdóttur - þau skildu, þau eignuðust fjögur börn. Síðast búsettur í Hveragerði.

Hermóður Guðmundsson (1915-1977)

  • S02545
  • Person
  • 3. maí 1915 - 8. mars 1977

Hermóður var fæddur á Sandi í Aðaldal. Foreldrar hans voru Guðmundur Friðjónsson skáld og Guðrún Lilja Oddsdóttir húsfreyja. Hermóður stundaði nám á Laugum og á Hólum í Hjaltadal. Hann var kvæntur Jóhönnu Álfheiði Steingrímsdóttur. Bóndi í Árnesi í Aðaldal og bjó þar stórbúi ásamt konu sinni. Þau eignuðust fjögur börn. Hermóður var formaður Búnaðarfélags Aðaldælinga og Búnaðarsambands Suður - Þingeyinga um árabil. Hann var mikill athafnamaður.

Haraldur Bessason (1931-2009)

  • S02546
  • Person
  • 14. apríl 1931 - 8. apríl 2009

Haraldur var fæddur í Kýrholti í Viðvíkursveit í Skagafirði. Foreldrar hans voru Elínborg Björnsdóttir kennari og Bessi Gíslason b. og hreppsstjóri í Kýrholti. ,,Haraldur varð stúdent frá MA 1951 og cand. mag. frá HÍ 1956. Hann var prófessor og deildarformaður íslenskudeildar Manitobaháskóla 1956-1987, forstöðumaður og síðan fyrsti rektor Háskólans á Akureyri 1988-1994; fluttist 2003 til Toronto og stundaði kennslu og ritstörf uns yfir lauk. Haraldur gegndi ótal trúnaðarstörfum í þágu Vestur-Íslendinga, kom að ritstjórn fjölda tímarita (The Icelandic Canadian Magazine 1958-1976; Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi 1959-1969; Scandinavian Studies 1967-1981; Mosaic 1971-1974; Lögberg-Heimskringla 1979-1981) og var upphafsmaður að The University of Manitoba Icelandic Studies Series árið 1972, þar sem birtust m.a. þýðingar á Grágás og Landnámu og greinasafn um eddukvæði. Hann gegndi formennsku í félögum málfræðinga vestra og hélt fjölda fyrirlestra á fræðasviði sínu. Haraldur vann að og stóð fyrir grunnrannsóknum á máli og menningu Vestur-Íslendinga, skrifaði greinar og bókarkafla, m.a. um verk Halldórs Laxness í European Writers. The Twentieth Century (1990), þýddi A History of the Old Icelandic Commonwealth (1974) eftir Jón Jóhannesson, og ritstýrði (ásamt Baldri Hafstað) geinasöfnunum Heiðin minni (1999), og Úr manna minnum (2002). Sagnalist Haralds birtist í Bréfum til Brands (1999), og Dagstund á Fort Garry (2007). Væntanlegt er safn greina eftir Harald sem félagar við HA standa fyrir. Haraldur Bessason hlaut riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu og varð heiðursfélagi Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi 1972; heiðursfélagi Íslendingadagsnefndar í Manitoba og heiðursborgari Winnipeg 1987; heiðursdoktor við Manitobaháskóla 1990 og við HA 1999." Fyrri kona Haralds var Ásgerður, þau skildu, þau eignuðust þrjár dætur. Seinni kona Haralds er Margrét Björgvinsdóttir kennari, þau eignuðust eina dóttur.

Hjördís Björg Tryggvadóttir Kvaran (1920-1991)

  • S02548
  • Person
  • 27. ágúst 1920 - 6. mars 1991

Hjördís fæddist að Mælifelli í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði. Foreldrar hennar voru Anna Grímsdóttir Thorarensen húsfreyja og sr. Tryggvi Guttormur Hjörleifsson Kvaran. Hjördís stundaði nám við Samvinnuskólann og einnig við Kvennaskólann. Eiginmaður hennar var Finnur Kristjánsson. Þau hófu búskap sinn að Halldórsstöðum í Kinn 1939 en fluttu síðar að Svalbarðseyri þar sem Finnur var kaupfélagsstjóri í 14 ár. Finnur tók við starfi kaupfélagsstjóra Kaupfélags Þingeyinga 1953 og þá flutti fjölskyldan til Húsavíkur. Hjördís starfaði síðast sem safnvörður í Safnahúsinu á Húsavík. Hjördís og Finnur eignuðust þrjú börn.

Helga Gunnarsdóttir

  • S02601
  • Person
  • Ekki vitað

Bréf frá 1955. skrifað á Akureyri. Annað ekki vitað.

Hjalti Gíslason (1930-2011)

  • S02551
  • Person
  • 26. jan. 1930 - 8. ágúst 2011

Hjalti var fæddur á Hofsósi og bjó þar alla tíð. Foreldrar hans voru Anna Sigríður Pálsdóttir og Gísli Benjamínsson. Hjalti fékk vélstjóraréttindi 1959, en hann var sjómaður lengst af, eða gegndi störfum sem tengdust sjómennsku. Eiginkona hans var Marín Sveinbjörnsdóttir; þau áttu eina dóttur. Hjalti var vel lesinn og hafði gott vald á íslensku máli og var vel hagmæltur.

Hjálmar Rögnvaldur Bárðarson (1918-2009)

  • S02552
  • Person
  • 8. júní 1918 - 7. apríl 2009

Hjálmar var fæddur á Ísafirði 8. júní 1918. Foreldrar hans voru Filippía Hjálmarsdóttir húsfreyja og Bárður G. Tómasson skipaverkfræðingur. Hjálmar varð stúdent frá MR 1939 og lauk prófi í skipaverkfræði 1947 frá DtH í Kaupmannahöfn. Hann starfaði hjá skipasmíðastöðvum í Danmörku og Englandi eftir námslok, en síðan hjá Stálsmiðjunni í Reykjavík. Hann hannaði og stóð fyrir smíði á fyrsta íslenska stálskipinu, Magna. Einnig hannaði hann fjölda fiskiskipa. Árið 1954 var Hjálmar skipaður skipaskoðunarstjóri og síðar siglingamálastjóri, en því embætti gengdi hann til starfsloka 1985. Hann var forseti Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMO) 1969-1971. Hjálmar var áhugaljósmyndari af lífi og sál og gaf út 12 ljósmyndabækur um Ísland og íslenska náttúru. Einnig gaf hann út tvær bækur um íslensk fiskiskip. Bárður kvæntist Else Sörensen frá Danmörku árið 1946. Þau voru barnlaus.

Haraldur Þórðarson (1943-2019)

  • S02564
  • Person
  • 13. maí 1943 - 21. nóv. 2019

Haraldur var vinnumaður á Sjávarborg í Skagafirði nokkur sumur, síðast 1958. Hann starfaði lengi í lögreglunni í Reykjavík. Síðar tækjafræðingur við Háskóla Íslands. Haraldur kvæntist Málfríði Haraldsdóttur. Þau eignuðust tvo syni.

Helga Brynjólfsdóttir (1937-2019)

  • S02625
  • Person
  • 30. jan. 1937 - 22. júlí 2019

Fædd á Akureyri. Dóttir Brynjólfs Sveinssonar menntaskólakennara og Þórdísar Haraldsóttur. Helga lauk stúd­ents­prófi frá MA vorið 1957 og mest­all­an hluta starfsæv­inn­ar vann hún við banka­störf.

Hængur Þorsteinsson (1938-

  • S02555
  • Person
  • 3. feb. 1938-

Tannlæknir. Var á Fornastöðum í Austur - Húnavatnssýslu, síðar í Reykjavík.

Tryggvi Finnsson (1942-

  • S02571
  • Person
  • 1. jan. 1942-

Tryggvi er fæddur á Húsavík. Sonur Finns Kristjánssonar og Hjördísar Tryggvadóttur Kvaran. Hann kvæntist Áslaugu Þorgeirsdóttur.

Kristján Árnason (1934-2018)

  • S02624
  • Person
  • 26. sept. 1934 - 28. júlí 2018

,,Kristján var skáld, þýðandi og dósent í bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Kristján er einna þekktastur fyrir þýðingar sínar, og þýddi m.a. Ummyndanir eftir Óvidíus, Ilminn eftir Patrick Süskind, Raunir Werthers unga eftir Goethe, Hinsta heim eftir Christoph Ransmayr og Felix Krull; játningar glæframanns eftir Thomas Mann. For­eldr­ar Kristjáns voru Árni Kristjánsson píanóleikari og tónlistarstjóri Ríkisútvarpsins og Anna Guðrún Steingrímsdóttir. Kristján lauk stúd­ents­prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1953. Hann lauk BA-próf í grísku og lat­ínu frá Háskóla Íslands árið 1962 og nam heim­speki, bók­mennt­ir og forn­mál­ við há­skóla í Þýskalandi og Sviss á ár­un­um 1953-1958 og 1963-1965. Hann starfaði m.a. sem kenn­ari við Mennta­skól­ann á Ak­ur­eyri og Kenn­ara­skóla Íslands á sjö­unda ára­tugn­um og Mennta­skól­an­um að Laug­ar­vatni frá 1967-1990. Frá 1973 var hann kennari við Háskóla Íslands. Fyrri eiginkona Kristjáns var Kristín Anna Þórarinsdóttir leikkona en hún lést árið 1988. Þau eignuðust þrjú börn. Seinni kona Kristjáns var Inga Huld Hákonardóttir sagnfræðingur. Árið 2010 hlaut Kristján Íslensku þýðingaverðlaunin fyrir þýðingu sína á Ummyndunum eftir Óvid."

Margrit Árnason (1928-2014)

  • S02580
  • Person
  • 12. júní 1928 - 24. júlí 2014

Margrit/Margrét var fædd í Sviss 12. júní 1928. ,,Í heimaborg sinni Zürich lauk Margrit verslunarprófi og sinnti ritarastörfum. Hún flutti með manni sínum til Íslands í desember 1950 og settust þau að á Sjávarborg í Skagafirði. Þar hafa þau búið síðan, að undanskildum 10 árum sem þau bjuggu á Hólum í Hjaltadal, þegar Haraldur var þar skólastjóri. Margrit sinnti alla tíð heimilisstörfum en vann að auki utan heimilis til fjöldamargra ára. Hún vann m.a. við skrifstofustörf, rak verslun ásamt Haraldi á árunum 1966-1971 og var í hlutverki bússtýru við bændaskólann á Hólum árin 1971-1981. Eftir að Margrit og Haraldur fluttu til baka á Sjávarborg vann hún sem deildarstjóri hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, fyrst í Gránu og síðar í Skagfirðingabúð. Þar starfaði Margrit uns hún lét af störfum árið 1991. Helstu áhugamál hennar voru ferðalög, blóma- og matjurtarækt og klassísk tónlist." Margrit kvæntist Haraldi Árnasyni frá Sjávarborg, þau eignuðust fjórar dætur.

Erling Edwald (1921-2011)

  • S02576
  • Person
  • 16. jan. 1921 - 13. maí 2011

Erling fæddist á Ísafirði. Foreldrar hans voru Jón St. Samúelsson Edwald, kaupmaður og vararæðismaður og kona hans Sigrún Edwald. Erling kvæntist Jóhönnu Hjálmfríði Jónsdóttur húsfreyju. Þau eignuðust fjögur börn. Eftir stúdentspróf frá MA hóf Erling nám í lyfjafæði í Lyfjafræðingaskóla Íslands árið 1940. Hann var aðstoðarlyfjafræðingur í Reykjavíkurapóteki 1943 -1944 og í Lyfjaverslun ríkisins 1944 -1945. Erling hélt til Danmerkur að loknu seinna stríði og hóf þar nám við Danmarks farmaceutiske Höjskole í Kaupmannahöfn og lauk þaðan prófi í cand. Pharm. 1947. Að því laoknu starfaði hann sem lyjafræðingur í Lyfjaverslun ríkisins 1947 til 1967, en varð þá lyfsölustjóri ríkisins og gegndi því starfi til 1986. Erling var fyrsti lyfjafræðingur lyfjabúrs Landspítalans; var þar í hlutastarfi árabilið 1954 til 1958. Hann var prófdómari í lyfjafræði lyfsala við Háskóla Íslands 1957 til 1970. Hann sat einnig í lyfjaverðlagsnefnd og í eiturefnanefnd um árabil og gegndi stjórnarstörfum í Lyfjafræðingafélagi Íslands frá 1991. Árið 1987 tók hann próf frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík með 30 rúmlestaréttindi.

Hallgrímur Marinósson (1944-2012)

  • S02574
  • Person
  • 16. júlí 1944 - 25. sept. 2012

Hallgrímur var fæddur í Reykjavík og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Katrín Kristín Hallgrímsdóttir húsfreyja og Marinó Kristinn Jónsson bifreiðastjóri. Hallgrímur kvæntist Arndísi Kristínu Sigurbjörnsdóttur hannyrðakonu og leiðbeinanda. Þau eignuðust fjögur börn.

F.E. Sillanpää

  • S02578
  • Person
  • óvíst

Vinur Kristmundar Bjarnasonar 1947 sem hann hjálpaði eftir stríðsárin.

Finnur Karl Björnsson (1952-

  • S02585
  • Person
  • 6. jan. 1952-

Finnur Karl Björnsson, fæddur 06.01.1952. Bóndi á Köldukinn í Torfalækjarhreppi. Giftur Jóhönnu Lilju Pálmarsdóttur og eiga þau fjögur börn.

Pálmi Erlendur Vilhelmsson (1925-2006)

  • S02599
  • Person
  • 27. júlí 1925 - 23. des. 2006

Fæddur á Hofsósi. Foreldrar hans voru Vilhelm Magnús Erlendsson, póst- og símstöðvarstjóri á Blönduósi, áður Hofsósi og k.h. Hallfríður Pálmadóttir. Stúdent frá MR 1946. Las læknisfræði í nokkur ár við HÍ. Kennari við gagnfræðaskólann í Vestmannaeyjum 1956-1957, við barna- og unglingaskóla í Vík Mýrdal 1957-1958, við barna- og unglingaskóla í Ólafsvík 1958-1962, við Gagnfræðaskóla Keflavíkur 1962-1963 og Réttarholtsskóla í Reykjavík 1963-1964. Stundaði almenna vinnu og sjómennsku að sumrinu. Skrifstofustjóri hjá Vegagerð ríkisins frá 1964.

Hrefna Magnúsdóttir (1920-2008)

  • S02606
  • Person
  • 1920-2008

Hrefna Magnúsdóttir f. í Litla-Dal í Saurbæjarhreppi 03.03.1920. Foreldrar: Snæbjörg Sigríður Aðalmundardóttir og Magnús Jón Árnason. Maki: Sr. Bjartmar Kristjánsson frá Ytri-Tjörnum í Öngulstaðahreppi, f. 14.04.1915, d. 20.09.1990. Þau áttu fimm börn. Hrefna gekk í húsmæðraskóla á Laugalandi í Eyjafirði. Hún kenndi við Steinsstaðaskóla og síðar á Laugalandi. Bjó lengst af á Mælifelli í Skagafirði. Var símstöðvarstjóri og húsfreyja þar. Einnig virk í kvenfélagi Lýtingsstaðahrepps. Fluttu síðar að Syðra-Laugalandi í Eyjafirði. D. 25.03.2008.

Sigtryggur Einarsson (1886-1955)

  • S02613
  • Person
  • 11. mars 1886 - 4. okt. 1955

Sigtryggur Einarsson f. 11.3.1886 í Héraðsdal. Foreldrar: Einar Jónsson og Dagbjört Björnsdóttir í Héraðsdal. Bjó á móti föður sínum í Héraðsdal og síðar bóndi þar 1920-1927. Fluttist síðar til Sauðárkróks. Starfaði hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Maki: Ágústa Jónasdóttir, f. 1.8.1904 á Merkigili í Austurdal. Þau áttu sex börn.

Helgi Árnason (1852-1928)

  • S02614
  • Person
  • 17. jan. 1852-1928

Foreldar: Árni Einarsson og Guðrún Jóhannesdóttir á ÚIfá í Eyjafirði. Bóndi á Gilsbakka 1879-1881, Breiðargerði 1882-1885, Skatastöðum 1885-1887, Hellu 1888-1901, Brekkukoti í Efribyggð 1901-1903 og Sólheimagerði 1908-1920 og aftur 1924-1926. Maki: Ingibjörg Andrésdóttir frá Syðri Bægisá. Áttu eitt barn sem dó kornungt en ólu upp fósturbörn.

Ingibjörg Andrésdóttir (1847-1919)

  • S02615
  • Person
  • 18. júní 1847 - 6. maí 1919

Foreldrar: Andrés Tómasson og Ingibjörg Þórðardóttir bændur á Syðri Bægisá. Bjó á Gilsbakka, Breiðargerði, Skatastöðum, Hellu, Brekkukoti í Efribyggð og Sólheimagerði. Maki: Helgi Árnason frá Úlfá í Eyjafirði. Þau áttu eitt barn, sem dó kornungt en ólu upp fósturbörn.

Niðurstöður 596 to 680 of 3772