Showing 659 results

Authority record
Ísland

Magnús Jónatansson (1899-1980)

  • S01313
  • Person
  • 10.07.1899-08.02.1980

Sonur Jónatans Stefánssonar b. á Ölduhrygg í Svartárdal og k.h. Guðríðar Ólafsdóttur. Verkamaður á Sauðárkróki.

Magnús Halldórsson Magnússon (1932-2015)

  • S01637
  • Person
  • 6. nóv. 1932 - 4. jan. 2015

Magnús H. Magnússon fæddist á Sauðárkróki 6. nóvember 1932. Foreldrar hans voru Hólmfríður Elín Helgadóttir og Magnús Halldórsson. ,,Magnús lærði bifvélavirkjun við Iðnskóla Sauðárkróks, fékk síðar meistararéttindi í bifvélavirkjun 14. október 1959. Hann vann fyrst um sinn hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Flutti suður 1958, hóf störf hjá Vélsmiðju Hafnarfjarðar. Stofnaði síðan eigin rekstur 1969 til 1982. Þaðan fór hann til Ofnasmiðjunnar og endaði síðan starfsferil sinn hjá Olíudreifingu. Magnús var virkur þátttakandi í karlakórnum Þröstum frá árinu 1959." Hinn 14. janúar 1961 gekk Magnús að eiga Sigríði Bjarnadóttur úr Hafnarfirði, þau eignuðust fjögur börn.

Magnús Gunnlaugur Jóhannesson (1968-)

  • S03455
  • Person
  • 11.04.1968-

Magnús Gunnlaugur Jóhannesson, f. 11.04.1968. Foreldrar: Jóhannes Sigmundsson bóndi í Brekkukoti og kona hans Halldóra Kristín Guðrun Magnúsdóttir.
Bifvélavirki á Sauðárkróki.

Magnús Einar Jóhannsson (1874-1923)

  • S01565
  • Person
  • 27. júlí 1874 - 23. des. 1923

Magnús ólst upp í Arabæ hjá foreldrum sínum. Hann gekk í Latínuskólann í Rvík og lauk þaðan stúdentsprófi þaðan vorið 1898 og frá Læknaskólanum í Rvík í júní 1898. Sumarið 1897 var hann aðstoðarmaður hjá Fr. Zeuten héraðslækni á Eskifirði. Haustið 1898 var hann settur héraðslæknir í Sauðárkrókshérði til næsta vors og sat á S.króki. Árið 1899-1900 var hann skipaður héraðslæknir í Hofsóshéraði, sem þá var ný stofnað og gegndi því embætti til æviloka. Allt frá æskuárum hafði hann mikinn áhuga á leiklist, tók sjálfur þátt í leiksýningum skólapilta öll sín skólaár, og stjórnaði leiksýningum á S.króki veturinn, sem hann dvaldist þar. Lét hann sér einnig mjög annt um Lestrarfélag Hofshrepps, var í stjórn þess og annaðist bókakaup þess og bókavörslu á heimili sínu um langt árabil. Einnig annaðist hann um tíma útgáfu á handskrifuðu sveitarblaði, Höfðstrendingi, á vegum Málfundafélags staðarins og skrifaði það að miklu leyti einn. Kom hann þar á framfæri ýmsum áhugamálum sínum, sem vörðuðu hag byggðarlagsins. Árið 1916 festi hann kaup á jörðinni Hugljótsstöðum á Höfðaströnd sem hann nytjaði síðan. Magnús kvæntist Rannveigu Tómasdóttur frá Völlum í Svarfaðardal, þau eignuðust sjö börn.

Magnea Baldvinsdóttir (1897-1950)

  • S001108
  • Person
  • 1897-1950

Foreldrar: Baldvin Ólafur Friðriksson og Margrét Magnúsdóttir í Héraðsdal. Saumakona á Sauðárkróki, ógift og barnlaus.

Maggý Ingibjörg Flóventsdóttir (1910-2000)

  • S01603
  • Person
  • 1. sept. 1910 - 28. ágúst 2000

Maggý Ingibjörg Flóventsdóttir, fæddist á Sauðárkróki, dóttir hjónanna Margrétar Jósefsdóttur og Flóvents Jóhannssonar. Hinn 2. júní 1935 giftist Maggý Sigurði Tómassyni fyrrv. kaupfélagsstjóra á Siglufirði og forstjóra í Reykjavík, þau eignuðust tvö börn. Auk heimilisstarfa vann Maggý alla tíð við fyrirtæki Sigurðar í Reykjavík.

Lucinda Sigríður Möller (1921-1965)

  • S03119
  • Person
  • 12. ágúst 1921 - 22. nóv. 1965

Foreldrar: Þorbjörg Pálmadóttir Möller og Jóhann Georg Möller, kaupmaður á Hvammstanga, síðar verslunarstjóri á Sauðárkróki. Lucinda ólst upp hjá Sigrúnu Pálmadóttur móðursystur sinni og Jóni Sigurðssyni á Reynistað. Maki: Eiríkur Sigurbergsson framkvæmdastjóri og kennari í Reykjavík, þau eignuðust tvö börn.

Lovísa Möller (1914-1966)

  • S03121
  • Person
  • 19. ágúst 1914 - 14. mars 1966

Foreldrar hennar voru hjónin Þorbjörg Pálmadóttir Möller og Jóhann Georg Jóhannsson Möller, kaupmaður á Hvammstanga, síðar verslunarstjóri á Sauðárkróki. Lucinda ólst upp hjá Sigrúnu Pálmadóttur móðursystur sinni og Jóni Sigurðssyni á Reynistað. Maki: Sigurður Samúelsson prófessor, þau eignuðust þrjú börn. Síðast búsett í Reykjavík.

Lovísa Dagbjört Gísladóttir (1911-1996)

  • S01868
  • Person
  • 14. des. 1911 - 22. apríl 1996

Foreldrar: Gísli Þórarinsson b. í Jaðri á Langholti o.v. og k.h. Ingiríður Hannesdóttir. Síðar umsjónarkona þvottahúss Sjúkrahússins á Sauðárkróki. Kvæntist ekki.

Loðskinn hf (1969-)

  • S02837
  • Person
  • 1969-

Félagið fékk úthlutað lóð á Sauðárkróki 20. maí 1969 og byggingaframkvæmdir hófust það ár. Fyrsti framkvæmdastjóri var Þráinn Þorvaldsson. Sútunarverksmiðja á Sauðárkróki.

Líney Sigurjónsdóttir (1873-1953)

  • S02626
  • Person
  • 6. okt. 1873 - 8. okt. 1953

Fædd og uppalin á Laxamýri í Aðaldal. Kvæntist árið 1894 sr. Árna Björnssyni. Þau bjuggu á Sauðárkróki 1894-1913 er þau fluttu á Álftanes. Síðar búsett í Hafnarfirði. Þau eignuðust tólf börn.

Lilja Jónsdóttir (1924-2007)

  • S01819
  • Person
  • 3. apríl 1924 - 1. júlí 2007

Lilja Jónsdóttir fæddist á Syðri Húsabakka 3. apríl 1924. Foreldrar hennar voru Emilía Kristín Sigurðardóttir, f. á Marbæli á Langholti og Jón Kristinn Jónsson, f. í Vallanesi í Vallhólmi. ,,Lilja ólst upp í foreldrahúsum á Syðri Húsabakka við almenn sveitastörf. Hross voru hennar líf og yndi og átti hún góða hesta. Lilja fór í Kvennaskólann á Löngumýri veturinn 1945-1946, og kom þá vel í ljós hve listfeng hún var. Hannyrðir og fatasaumur léku í höndunum á henni og fékk Húsabakkaheimilið að njóta góðs af því. Lilja stefndi að því að verða handavinnukennari, en sökum vanheilsu móður sinnar varð hún kyrr heima og annaðist foreldra sína þar til yfir lauk. Árið 1982 flutti hún ásamt Sigurði bróður sínum til Sauðárkróks og voru búsett þar síðan. Störfuðu bæði lengst af í sútunarverksmiðjunni Loðskinn. Lilja var ókvænt og barnlaus.

Lilja Haraldsdóttir (1882-1944)

  • S02295
  • Person
  • 8. nóv. 1882 - 3. des. 1954

Foreldrar: Haraldur Sigurðsson b. á Bjarnastöðum í Blönduhlíð og síðar steinsmiður á Sauðárkróki og k.h. Sigríður Markúsdóttir.
Maki: Ólafur Helgi Jensson, kaupmaður á Hofsósi. Þau eignuðust 5 börn en eitt þeirra dó skömmu eftir fæðingu.
Árið 1920 fluttist fjölskyldan frá Hofsósi á Siglufjörð og þaðan til Vestmannaeyja árið 1927. Á Siglufirði hafði Lilja m.a. matsölu í stórum stíl.

Lárus Kristinn Runólfsson (1903-1981)

  • S01388
  • Person
  • 22. júní 1903 - 3. okt. 1981

Foreldrar: Runólfur Jónsson sjómaður og "predikari" á Sauðárkróki og k.h. Soffía Ólafsdóttir. Lárus ólst upp hjá foreldum sínum á Sauðárkróki og hóf ungur sjómennsku, fyrst hjá föður sínum á árabátum en síðan margar vertíðir suður með sjó. Hann hafði svo sjómennsku að aðalstarfi mestan hluta ævinnar og var einn af fyrstu vélbátaeigendum á Sauðárkróki. Vann í tvö ár á dýpkunarskipinu Gretti og um nokkurt skeið var hann háseti á Goðafossi 1 og síðan á Goðafossi 2. Lárus var um langt árabil hafnsögumaður á Sauðárkróki. Þá sinnti hann ferskfiskeftirliti á Sauðárkróki um nokkra ára skeið. Kvæntist Þuríði Ellen Guðlaugsdóttur, þau eignuðust fimm börn og ólu einnig upp dótturdóttur sína.

Kristrún Skúladóttir (1902-1979)

  • S02427
  • Person
  • 19. júlí 1902 - 5. ágúst 1979

Foreldrar: Skúli Sveinsson b. á Ytra-Mallandi og k.h. Jónína Rafnsdóttir. Kristrún stóð fyrir búi ásamt föður sínum á Ytra-Mallandi og síðar á hluta Selár í sömu sveit til ársins 1935 er hún flutti með dóttur sína að Meyjarlandi þar sem dóttir hennar var alin upp. Um nokkurra ára skeið var hún húskona á Meyjarlandi og Innstalandi. Dvaldist síðan allnokkur ár í Kálfárdal í Gönguskörðum og flutti svo til Sauðárkróks um miðjan sjöunda áratuginn. Kristrún kvæntist ekki en eignaðist dóttur með Steingrími Jóhannessyni b. á Selá á Skaga.

Kristján Skarphéðinsson (1922-1988)

  • S01900
  • Person
  • 1. júlí 1922 - 7. apríl 1988

Fósturbarn á Síðumúlaveggjum í Stafholtstungum í Borgarfirði árið 1930. ,,Kristján lærði ungur bifvélavirkjun og fluttist til Sauðárkróks, þar sem hann starfaði síðan, fyrst sem bifvélavirki og verkstæðisformaður, en gerðist síðar verslunarstjóri og kaupmaður í Matvörubúðinni, og þar starfaði hann síðan í mörg ár. Kristján var mikill félagsmálamaður. Lengi starfaði hann í Leikfélagi Sauðárkróks, og um langt skeið var hann helsti forvígismaður leiklistar á staðnum, og lék iðulega helstu hlutverk í ýmsum meiri háttar leikverkum við mikla hrifningu áhorfenda.Hann rak samkomuhúsið Bifröst um árabil og var þátttakandi í ýmsum klúbbum og félögum á staðnum."
Kristján var tvíkvæntur: Fyrir konu sína, Margréti, missti hann eftir fárra ára sambúð, þau áttu einn kjörson. Seinni kona hans var Erna Jónsdóttir, þau eignuðust einn son.

Kristján Ragnar Gíslason (1887-1958)

  • S02699
  • Person
  • 27. apríl 1887 - 14. mars 1958

Foreldrar: Gísli Gíslason, f. og Kristín Jónsdóttir í Grundarkoti í Blönduhlíð. Ólst upp hjá foreldrum sínum fram um fermingu en 1901 fór hann að Stóru-Ökrum og var þar til hann hóf sjálfstæðan búskap. Var bóndi á Minni-Ökrum 1914-1927. Maki: Aðalbjörg Vagnsdóttir frá Miðhúsum. Brá búi 1927 og þau hjónin fóru í húsmennsku að Bjarnastöðum í Blönduhlíð, Bakka í Vallhólmi og Hjaltastöðum í Blönduhlíð. Fluttu til Sauðárkróks 1930. Stundaði þar ýmsa vinnu, m.a. vegavinnu hjá Kota-Valda. Einn vetur fjármaður á Reynistað og gæslumaður við mæðiveikivarnir eftir að hann hætti í vegavinnu. Var einnig við símalagnir í Skagafirði. Þau hjónin fluttu til Reykjavíkur 1945 og bjuggu hjá Vagni syni sínum á Langholtsvegi 5. Kristján og Aðalbjörg eignuðust sex börn

Kristján Linnet (1881-1958)

  • S00266
  • Person
  • 1. feb. 1881 - 11. sept. 1958

Kristján var fæddur 1. febrúar 1881. Foreldrar hans voru Hans Dithlev Linnet bókhaldari í Hafnarfirði og Gróa Jónsdóttir frá Vallarhúsi í Grindavík. Kristján varð stúdent í Reykjavík árið 1899 og cand. juris frá Kaupmannahafnarháskóla 1907. Hann var settur lögreglustjóri á Siglufirði sumrin 1909 og 1910 og síðar settur sýslumaður í Dalasýslu 1915 og seinna meir í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu frá 1917 til ársins 1918. Kristján var skipaður sýslumaður í Skagafjarðarsýslu 1918. Var síðan settur bæjarfógeti í Vestmannaeyjum 1924. Kona hans var Jóhanna Eyjólfa Ólafía Seymour Júlíusdóttir og áttu þau sex börn.

Kristján Jónasson (1914-1947)

  • S03010
  • Person
  • 12. maí 1914 - 27. júlí 1947

Foreldrar: Jónas Kristjánsson læknir og k.h. Hansína Benediktsdóttir. Námsmaður á Akureyri 1930. Seinna læknir í Reykjavík.

Kristján Ingólfur Sigtryggsson (1906-1982)

  • S03632
  • Person
  • 27.10.1906-11.01.1982

Kristján Ingólfur Sigtryggsson, f. á Giljum í Vesturárdal í Skagafirði 27.10.1906, d. 11.01.1982 í Reykjavík. Foreldrar: Sigtryggur Friðfinnsson bóndi á Giljum og kona hans Ingibjörg Pálsdóttir húsfreyja. Kristján ólst upp í foreldrahúsum og vann ýmis störf, greip m.a. í bókband með föður sínum. Hann nam húsgagnasmíði hjá Steindóri Jónssyni á Sauðárkróki og setti þar upp verkstæði að námi loknu. Kristján bjó lengst af á Siglufirði. Þar starfaði hann að félagsmállum. Gekk í Siglufjarðardeil Kommúnistaflokksins, átti sæti í stjórn og fulltrúaráði Sósóalistafélags Siglufarðar og starfaði einnig nokkur í Alþýðubandalaginu. Þá starfaði hann nokkuð að tónlistarmálum og var í stjórnum Iðnaðarmannafélagsins og Trésmíðafélagsins.
Maki: Aðalbjörg Pálsdóttir. frá Siglufirði. Þau eignuðust fimm börn.
Móðir: Ingibjörg Pálsdóttir (1868-1930).

Kristján Hansen (1921-2009)

  • S01862
  • Person
  • 26. júní 1921 - 6. júlí 2009

Kristján Hansen var fæddur á Sauðárkróki 26. júní 1921. Foreldrar Kristjáns voru Friðrik Hansen, skáld og kennari á Sauðárkróki og f.k.h. Jósefína Erlendsdóttir. ,,Kristján ólst upp á Sauðárkróki og gekk í barnaskólann þar en fór síðan í Héraðsskólann á Laugarvatni 1938-1939. Fór í vélstjóraskóla Íslands og tók minna mótorvélstjórapróf á Akureyri 1941. Sat í hitaveitunefnd frá 1966 og var varamaður í bæjarstjórn Sauðárkróks 1966-1970. Hóf akstur vöruflutningabifreiða á milli Sauðárkróks og Reykjavíkur í félagi við bróður sinn Jóhannes Hansen, voru með þann rekstur í áratugi eða þar til þeir hættu starfsemi árið 1986. Var einn af stofnendum Vöruflutningamiðstöðvarinnar h/f og sat þar í stjórn. Var einn af stofnendum Útgerðarfélags Skagfirðinga 1968 og sat í stjórn þess. Síðustu starfsárin vann Kristján sem vaktmaður í togurum Útgerðarfélags Skagfirðinga." Kristján kvæntist Maríu Björnsdóttur 29.6. 1946 frá Refsstöðum í Laxárdal A-Hún, þau áttu einn kjörson og ólu auk þess upp systurson Maríu. Þá átti Kristján tvö börn með Rögnu Láru Ragnarsdóttur.

Kristján Gíslason (1863-1954)

  • S00735
  • Person
  • 15.06.1863-03.04.1954

Kristján ólst upp á Eyvindarstöðum í Blöndudal og bjó þar til 25 ára aldurs. Eyvindarstaðasystkinin voru alls 23, og komust 11 til fullorðinsaldurs. Frá Eyvindarstöðum fluttist Kristján með föður sínum að Sjávarborg í Skagafirði árið 1888. Þar dvaldist hann í tvö ár, en fór þaðan til Sauðárkróks 1890 og keypti sér borgarabréf. Hann náði verslunarsambandi við útlönd og hófst nú verslun hans, þótt í smáum stíl væri, í húsi Bjarna Jónassonar, svokölluðu "Græna húsi". Kaupsýsluhæfileikar Kristjáns komu fljótt í ljós, enda byggði hann nú stórt og miðlungs íveru- og verslunarhús á Sauðárkróki ásamt vörugeymslu og síðar mjög myndarlegu sláturhúsi. Verslun hans jókst jafnt og þétt, svo að á fyrri stríðsárunum 1914-1918 var hann orðinn með stærstu kaupmönnum á Sauðárkróki. Útibú rak hann frá aðalverslun sinni, er hann nefndi Bræðrabúð og mun þar aðallega hafa verið um staðgreiðsluverslun að ræða. Fyrir þessari búð stóð í mörg ár dóttir hans, Þórunn. Samhliða verslunarrekstrinum fór Kristján að yrkja jörðina. Hann mun manna fyrstur hafa byrjað ræktun á svokölluðum "móum" fyrir ofan kauptúnið. Síðar keypti hann Áshildarholt og hófst handa við stórfellda ræktun þar, byggði myndarlegt steinhús og pengingshús og girti af alla jörðina. Þegar Eimskipafélag Íslands var stofnað gerðist Kristján afgreiðslumaður þess á Sauðárkróki og var það til ársins 1942. Árið 1952 seldi Kristján eigur sínar á Sauðárkróki og fluttist alfarinn til R.víkur ásamt dóttur sinni Sigríði, er veitt hafði heimili hans forstöðu síðustu ár hans á Sauðárkróki. Hann hafði mikið yndi af söng og hljóðfæraslætti og var fyrsti organisti í Sauðárkrókskirkju um 1892, er hún var reist. Kristján kvæntist Björgu Eiríksdóttur frá Blöndudalshólum, þau eignuðust fimm börn.

Kristján Blöndal (1864-1931)

  • S00205
  • Person
  • 18. júlí 1864 - 21. okt. 1931

Fæddist að Grafarósi í Skagafirði. Sonur Jósefs Gottfreð Blöndal verslunarstjóra Grafarósi og Önnu Margrétar Þuríðar Kristjánsdóttur Möller. Hóf síðar verslunarstörf hjá Valgard Classen kaupmanni og stjúpa sínum. Starfaði sem bóksali og umboðsmaður bóksalafélags Íslands á Sauðárkróki. Kvæntist Álfheiði Guðjónsdóttur og eignuðust þau tvö börn, aðeins annað þeirra komst upp.

Kristinn Pálsson Briem (1887-1970)

  • S02561
  • Person
  • 8. okt. 1887 - 18. júní 1970

Kristinn var fæddur 1887. Hann var sonur hjónanna Páls Jakobs Eggerts Briem og fyrri konu hans Kristínar Guðmundsdóttur. Kristinn missti móður sína tveggja vikna gamall og var skírður við kistu hennar. Móðurforeldrar hans á Auðnum tóku hann í fóstur og var hann hjá þeim til sex ára aldurs, svo ýmist hjá þeim eða föður sínum. Árið 1895 flutti Kristinn með föður sínum og seinni konu hans, Álfheiði Briem, til Akureyrar. Eftir að hann lauk gagnfræðaprófi flutti hann með föður sínum til Reykjavíkur, þar sem hann hélt áfram námi, einkum í ensku og dönsku. Kristinn sneri sér að verslunarstörfum og vann við verslunina Edinborg í þrjú ár. Síðan hélt hann til Edinborgar í Skotlandi og vann þar hjá eigendum Edinborgarverslunar á Íslandi í þrjú ár og fluttist þá heim til Íslands. Hann kvæntist Kristínu Björnsdóttur frá Hofstöðum í Skagafirði. Þau fluttu til Sauðárkróks árið 1912, en þar stofnaði hann verslun.

Kristinn Pálmi Michelsen (1926-2008)

  • S00095
  • Person
  • 5. mars 1926 - 29. maí 2008

Sonur Frank Michelsen úrsmíðameistara á Sauðárkróki og Guðrúnar Pálsdóttur. Skrifvélavirki og verslunarstjóri á Seltjarnarnesi.

Kristinn Gunnlaugsson (1897-1984)

  • S03600
  • Person
  • 27.05.1897-22.02.1984

Kristinn Gunnlaugsson, f. á Gröf á Höfðaströnd 27.05.21897, d. í Kópavogi 22.02.1984. Foreldrar: Gunnlaugur Guðmundsson bóndi á Stafshóli í Deildardal og kona hans Sigurlaug Margrét Hólmfríður Jónsdóttir. Kristinn ólst upp hjá foreldrum sínum og naut þeirrar skólagöngu sem þá tíðkaðist. Fjórtán ára fór hann í vinnumennsku að Kolkuósi og var þar næstu tvö árin. Þar slasaðist hann og náði sér aldrei til fulls eftir það. Hann var eitt ár í Saurbæ í Kolbeinsdal, síðan á Ysta-Mói og loks á Hraunum í Fljótum. Þaðan fór hann til Siglufjarðar vorið 1919 og hóf þar trésmíðanám en lauk því ekki fyrr en löngu síðar. Kristinn hóf búskap vorið 1921 og næsta ár voru þau í húsmennsku í Saurbæ en síðan eitt ár í Brimnesi. Vorið 1924 byrjuðu þau aftur búskap í Saurbæ og voru þá tvö ár. Árið 1926-1927 voru þau í húsmennsku á Skúfstöðum. Næsta ár vann hann við byggingar á hólum og árið eftir á Skagaheiði. Haustið 1928 flutti hann á Sauðárkrók. Veturinn 1929 fór Kristinn í Sandgerði til vinnu. Hann byggði sér íbúðarhús á Króknum upp úr 1930 og frá 1938 var hann eingöngu við vinnu þar. Hann stofnaði Trésmiðjuna Björk ásam Jósep Stefánssyni. Seinna var hann verkstjóri, t.d. í frystihúsi í 5 ár, við síldarssöltun og fleira. Var einnig framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins um tíma, sá um fasteignaviðskipti og fleira. Hann sinnti mikið félagsmálum og var lengi í Alþýðuflokknum. Einnig í hreppsnefnd Sauðárkróks og fyrstu bæjarstjórn. Árið 1954 flutti hann suður og stundaði þar smíðar og verkstjórn.
Maki 1: Gunnhildur Stefanía Sigurðardóttir (1898-1929). Þau eignuðust þrjú börn.
Maki 2: Guðný Jóhannsdóttir (1885-1981). Ekki börn en Guðný átti þrjú börn fyrir.

Kristinn Erlendsson (1873-1951)

  • S01117
  • Person
  • 28. desember 1873 - 17. nóvember 1951

Foreldrar: Erlendur Jónsson hreppstjóri í Gröf á Höfðaströnd og k.h. Ingibjörg Jónsdóttir. Kristinn ólst upp hjá Konráði Jónssyni og Ingibjörgu Gunnlaugsdóttur í Miðhúsum í Óslandshlíð og Bæ á Höfðaströnd. Gagnfræðingur frá Möðruvöllum 1895. Kennari í Skarðshreppi 1909-1910 og 1912-1913, í Hofshreppi 1913-1914 og 1920-1925. Bóndi á Ingveldarstöðum á Reykjaströnd 1903-1907, bús. á Sauðárkróki 1907-1913 og á Hofsósi 1913-1948 er hann fluttist til Reykjavíkur. Samhliða kennslustörfum starfaði Kristinn töluvert við smíðar. Hann var formaður sóknarnefndar og meðhjálpari í Hofskirkju í mörg ár. Starfaði einnig mikið að ýmsum félagsmálum. Kristinn kvæntist Sigurlínu Ágústínu Gísladóttur frá Neðra-Ási, þau eignuðust tíu börn saman, einnig eignaðist Kristinn dóttur utan hjónabands með Sigurlaugu Jósafatsdóttur frá Krossanesi.

Kristín Helgadóttir (1927-

  • S02461
  • Person
  • 23. ágúst 1927-

Foreldrar: Kristín J. Guðmundsdóttir og Helgi Magnússon bændur í Tungu í Gönguskörðum. Eiginmaður hennar var Magnús Jónsson smiður. Þau eignuðust fimm börn. Þau bjuggu í Perth í Ástralíu frá 1968-1987 er þau fluttu til Sauðárkróks.

Kristín Eggertsdóttir Briem (1849-1881)

  • S00788
  • Person
  • 14. okt. 1849 - 10. des. 1881

Dóttir Eggerts Briem eldri, sýslumanns á Reynistað og Ingibjargar Eiríksdóttur. Kristín var vel menntuð og vann mikið að ýmsum félags-og framfaramálum. Var einn af stofnendum kvennaskólans í Ási í Hegranesi. Hún unni mjög tónlist og fyrir hennar forgöngu var fyrsta kirkjuorgelið í Skagafirði keypt í Reynistaðarkirkju. Kristín kvæntist Jean Valgard Claessen kaupmanni á Sauðárkróki, þau eignuðust fjögur börn, Kristín lést aðeins viku eftir fæðingu yngsta barnsins.

Kristín Björnsdóttir Briem (1889-1961)

  • S02556
  • Person
  • 17. des. 1889 - 8. apríl 1961

Foreldrar: Björn Pétursson b. og hreppstjóri á Hofsstöðum og s.k.h. Una Jóhannesdóttir. Um tvítugt hélt Kristín til Reykjavíkur í hússtjórnarnám sem hún stundaði í tvo vetur. Auk þess mun hún hafa sótt nám utanskóla. Kristín kvæntist árið 1911 Kristni P. Briem og settust þau að á Hofsstöðum. Ári síðar fluttu þau til Sauðárkróks og settu þar á stofn verslun sem þau starfræktu til ársins 1961. Kristín og Kristinn eignuðust átta börn, fjögur þeirra komust á legg. Einnig tóku þau þrjú fósturbörn.

Kristín Björg Svavarsdóttir (1933-2017)

  • S01326
  • Person
  • 1. júlí 1933 - 24. júní 2017

Dóttir Svavars Sigpéturs Guðmundssonar gjaldkera á Sauðárkróki og k.h. Sigurbjargar Ögmundsdóttur. Kristín var alin upp á Reykjarhóli á Bökkum frá sjö til fjórtán ára aldurs. Vann við fiskvinnslu og við ýmis störf á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki. Kvæntist Hjalta Jósafat Guðmundssyni húsasmíðameistara.

Kristín Albertsdóttir (1930-2009)

  • S01418
  • Person
  • 5. ágúst 1930 - 31. maí 2009

Kristín Albertsdóttir fæddist á Sauðárkróki 5. ágúst 1930. Foreldrar hennar voru hjónin Karólína Guðmann og Albert Sölvason. Kristín fluttist á Akureyri 1940 og bjó lengst af á Eiðsvallagötu 28. Hún starfaði lengi sem tannsmiður, en síðustu starfsárin við verksmiðjustörf. Sonur Kristínar og Karls Hólm Helgasonar var Albert Sölvi Karlsson.

Kristbjörg Guðbrandsdóttir (1934-2009)

  • S03504
  • Person
  • 15.06.1934-03.12.2009

Kristbjörg Guðbrandsdóttir, f. í Ólafsvík 15.06.1934, d. 03.12.2009 á Sauðárkróki. Foreldrar: Guðbrandur Guðbjartsson og Kristjana Sigþórsdóttir. Kristbjörg giftist Magnúsi H. Sigurjónssyni árið 1954. Á Sauðárkróki vann hú ýmis störf. M.a. í Landssímastöðinni, kenndi handavinnu við barnaskóla Sauðárkróks, leiðbeindi í skólagörðum bæjarins og starfaði um árabil við verslun hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Hún var mikil hannyrðakona. Stofnaði kvenfata- og snyrtivöruverslunina Ísafold árið 1988 og rak í tæp tuttugu ár. Kristbjörg var félagi í Soroptimistaklúbbi Skagafjarðar.

Maki. Magnús Heiðar Sigurjónsson, f.v. verslunarstjóri Kaupfélags Skagfirðinga.

Konráð Þorsteinsson (1914-1973)

  • S02590
  • Person
  • 26.03.1914 - 8.10.1973

Konráð Þorsteinsson, f. 26.03.1914, d. 08.10.1973. Alinn upp með foreldrum sínum á Árskógsströnd. Flutti til Sauðárkróks og þaðan til Vestmannaeyja 1939, til Hafnarfjarðar 1942. Missti hús sitt í bruna og fyrri konu sína skömmu síðar (1943). Bjó með seinni konu sinni á Sauðárkróki, Ísafirði og síðustu tíu árin í Reykjavík. Var vélstjóramenntaður og lauk einnig kennaraprófi nær sextugur. Skólastjóri í Seljavallaskóla V-Eyjafjöllum. Var virkur í hvítasunnusöfnuðinum og tók þátt í bæjarstjórnarmálum á Sauðárkróki.

Fyrri kona: Kristín María Sigurðardóttir frá Sumarliðabæ og Hvammi í Holtum (1915-1943), þau eignuðust fimm börn saman, það yngsta varð kjörbarn Skúla Guðmundssonar alþingismanns og ráðherra.

Síðari kona: Sigríður Helga Skúladóttir (1911-1996), þau eignuðust sex börn saman, fyrir átti Sigríður Helga eitt barn, þau ólu einnig upp dótturson.

Kolbeinn Kristinsson (1895-1983)

  • S01737
  • Person
  • 7. júlí 1895 - 15. ágúst 1983

Kolbeinn Kristinsson, f. á Þúfum í Óslandshlíð en fluttist ásamt foreldrum sínum að Skriðulandi í Kolbeinsdal 1897. Foreldrar: Kristinn Sigurðsson (1863-1943) og Hallfríður Jónsdóttir (1858-1951). Kolbeinn tók fyrst við parti af búinu á Skriðulandi en svo allri jörðinni þegar faðir hans lést 1943. Kolbein bjó í 3 ár á Hofi en fluttist aftur að Skriðulandi. Hann fór þaðan alfarinn árið 1955. Þá flutti hann til Akureyrar og vann á fjórðungssjúkrahúsinu við skrifstofustörf og sem gjaldkeri. Frá Akureyri flutti hann til Sauðárkróks og bjó í tvö ár þar og vann við skipaafgreiðslu hjá Kaupfélaginu. Loks flutti hann til Reykjavíkur þar sem hann fékk ígripavinnu hjá Finni Sigmundssyni á Þjóðskjalasafninu.
Maki: Kristín Guðmundsdóttir (1898-1981). Þau eignuðust tvær dætur.

Kjartan Haraldsson (1928-1975)

  • S01986
  • Person
  • 18. sept. 1928 - 22. okt. 1975

Sonur Haraldar Jóhannessonar síðast b. á Bakka í Viðvíkursveit og k.h. Önnu Bergsdóttur. Kjartan fæddist á Frostastöðum í Blönduhlíð, þegar hann var 15 ára fluttu foreldrar hans að Unastöðum í Kolbeinsdal. Kvæntist Maríu Hermannsdóttur frá Lóni í Viðvíkursveit, þau bjuggu bæði í Gröf á Höfðaströnd og á Miklabæ í Óslandshlíð en síðast á Sauðárkróki þar sem Kjartan starfaði sem bifreiðastjóri. Kjartan og María eignuðust einn son.

Kjartan Erlendsson (1949-

  • S01905
  • Person
  • 09.09.1949

Frá Bólstaðarhlíð í Au-Hún. Kvæntur Stefaníu Ósk Stefánsdóttur. Búsettur á Sauðárkróki.

Kaupmannafélag Sauðárkróks

  • S03754
  • Association
  • 1966-172

Ár 1966, föstudag 29.julí var stofnfundur Kaupmannafélags Sauðárkróks haldinn í samkomuhúsinu Bifröst, Sauðárkróki. Mættir til fundar voru 12 stofnendur og að auki frá Kaupmannasamtökunum Íslands þeir, Sigurður Magnússson, formaður K.Í. Knútur Briem, framkvæmdastjóri K.Í. og Jón I. Bjarnason. Sigurður Magnússon setti fundinn og stjórnaði honum og skipaði fundarritarar Jón I. Bjarnason. Tillaga að lögum var lögð fram en þar segir m.a. Tilgangur félagsins er að efla samstarf kaupmanna á staðnum, vinna að menningu, hag og sóma stéttarinnar , stuðla að heilbrigðum verslunnarháttum og bættri þjónustu. Félagið skal eftir megni leita samstarfs við öllum kaupmannafélög og kaupmenn landsins til hagsbóta fyrir stéttina í heild m.a. með þáttöku í Kaupmannasamtökum Íslands.
Í safni þessu liggur bréf frá Kaupmannasamtökum Íslands, þar segir: Hafi mér ekki borist skilagrein fyrir 20.04.1970, leyfi ég mér að líta þannig á að þið óskið ekki eftir áframhaldandi aðild að Kaupmannasamtökum og í framhaldi af því mundi Kaupmannafélag Sauðárkróks og meðlimir þess verða teknir hér út af félagaskrá, svo sem lög samtakanna gera ráð fyrir. Undirritun. Sigurður Magnússon.
í safni þessu liggur Gjafabréf þar segir að stjórn Kaupmannafélags Sauðárkróks samþykkir hér með að fundargjörða og bréfabækur svo og önnur skjöl Verslunnarmannafélags Skagfirðinga og Húnvetninga skuli afhent til varðveislu í Héraðsskjalasafni á Sauðárkróki, einnig samþykkir stjórnin að sjóðir félagsins ( styrktatsjóður og framkvæmdasjóður) samtals að upphæð 14.558, 20, verði afhentir Hérðasskjalasafninu að gjöf. Sauðárkróki, 27. okt. 1971. Undirritun. Haraldur Árnasson, Árni Blöndal.
Þakkarbréf liggur í safni frá Héraðsskjalasafni Sauðárkróki, 12. janúar. 1972. Undirritun Kári Jónsson.

Karlakór Sauðárkróks (1963-2012)

  • S01237
  • Organization
  • 1963 - 2012

Karlakór Sauðárkróks var upprunalega stofnaður 20. nóvember 1935 og starfaði til ársloka 1942. Í janúar 1943 var stofnaður annar kór er hlaut nafnið Ásbirningar. Hann starfaði fram á mitt ár 1944. Karlakór Sauðárkróks var svo endurstofnaður 25. október 1963 og starfaði fram til ársins 1982. Hann var formlega lagður niður árið 2012.
Tilgangur félagsins er fyrst og fremst sá að halda uppi og efla karlakórsöng og sönglífi á Sauðárkróki og í Skagafjarðarsýslu.

Karlakór Sauðárkróks ( 1935 - 1965 )

  • S03753
  • Association
  • 1935 - 1965

Karlakór Sauðárkróks var upprunalega stofnaður 20. nóvember 1935 og starfaði til ársloka 1942. Í janúar 1943 var stofnaður annar kór er hlaut nafnið Ásbirningar. Hann starfaði fram á mitt ár 1944. Karlakór Sauðárkróks var svo endurstofnaður 25. október 1963 og starfaði fram til ársins 1982. Hann var formlega lagður niður árið 2012.
Tilgangur félagsins er fyrst og fremst sá að halda uppi og efla karlakórsöng og sönglífi á Sauðárkróki og í Skagafjarðarsýslu.

Karl Bjarnason (1916-2012)

  • S03044
  • Person
  • 31. ágúst 1916 - 6. mars 2012

Foreldrar hans voru Margrét Guðfinna Bjarnadóttir og Bjarni Gíslason á Siglufirði. ,,Faðir Kalla drukknaði þegar mótorbáturinn Samson fórst í hákarlalegu og var Kalla skömmu síðar komið í fóstur að Brúnastöðum í Fljótum til hjónanna Guðrúnar Jónsdóttur og Sveins Arngrímssonar. Hann fluttist með fósturforeldrum sínum að Ásgeirsbrekku í Viðvíkursveit árið 1928. Hann átti síðan heima á allmörgum bæjum þar í nágrenninu, lengst í Hofstaðaseli en einnig á Dýrfinnustöðum og Lóni, síðast búsettur á Sauðárkróki." Hann vann margvísleg sveitastörf alla sína starfsævi. Kalli var ókvæntur og barnlaus.

Kári Kort Jónsson (1949-2018)

  • S02903
  • Family
  • 6. ágúst 1949 - 10. feb. 2018

Foreldrar: Þuríður Guðlaug Márusdóttir, f. 1926 og Jón Kort Ólafsson, f. 1921, d. 2000. Kári ólst upp í Efra-Haganesi í Fjótum. Hann lærði bifvélavirkjun á bílaverkstæði Áka á Sauðárkróki þar sem hann starfaði þar til hann flutti til Reykjavíkur árið 1972. Árið 1973 stofnaði Kári eigið fyrirtæki og var sjálfstæður atvinnurekandi upp frá því. Síðustu starfsárin vann hann m.a. við fasteigna- og bílasölu. Tók virkan þátt í félagsstarfi, m.a. JC hreyfingunni og var um tíma í hverfisráði Sjálfstæðisflokksins í Breiðholti. Hann var einnig í skagfirsku söngsveitinni.
Maki 1: Sigurlaug Vilborg, f. 1949. Þau slitu samvistum árið 1985. Þau eignuðust þrjú börn. Þau hófu búskap á Sauðárkróki en fluttu til Reykjavíkur.
Maki 2: Kristín Alfreðsdóttir, f. 1959. Þau eignuðust tvö börn. Þau slitu samvistum 2012. Þau bjuggu í Reykjavík.

Kári Jónsson (1933-1991)

  • S01393
  • Person
  • 27.10.1933-19.03.1991

Kári Jónsson fæddist á Sauðárkróki 27. október 1933. ,,Hann var sonur Jóns Björnssonar verslunarmanns, sem lengi stýrði Ytribúð Kaupfélags Skagfirðinga (Gránu), og konu hans, Unnar Magnúsdóttur. ,,Kári lauk gagnfræðaprófi á Sauðárkróki vorið 1950 og gerðist síðan afgreiðslumaður í verzlun Haraldar Júlíussonar. Árið 1954 fór Kári ásamt vini sínum til Kanada og vann þar meðal annars við ríkisjárnbrautirnar. Eftir heimkomuna hóf hann aftur störf hjá Haraldi og vann þar til ársins 1959 en réðst þá til Verzlunarfélags Skagfirðinga. Í maímánuði 1966 hóf hann störf hjá Pósti og síma á Sauðárkróki og starfaði þar meðan kraftar entust. Hann varð fulltrúi stöðvarstjóra 1974 og skipaður stöðvarstjóri 1983." Kári kvæntist Evu Snæbjörnsdóttur, þau eignuðust tvo syni.

Karen Edith Michelsen (1910-1965)

  • S00077
  • Person
  • 2. ágúst 1910 - 20. feb. 1965

Dóttir Frank Michelsen úrsmíðameistara á Sauðárkróki og Guðrúnar Pálsdóttur. Starfaði sem prjónakona á Sauðárkróki, bjó síðar í Reykjavík.

Júlíus Jóhann Pálsson (1896-1974)

  • S01759
  • Person
  • 16. maí 1896 - 13. nóv. 1974

Sonur Páls Pálssonar b. á Syðstahóli í Sléttuhlíð og k.h. Ástu Jóhönnu Gunnlaugsdóttur. Kvæntist Brynhildi Jónsdóttur, þau eignuðust þrjú börn og ólu upp dótturson sinn. Verkamaður á Sauðárkróki.

Jósefína Erlendsdóttir (1894-1937)

  • S00911
  • Person
  • 2. nóv. 1894 - 19. nóv. 1937

Dóttir Erlendar Eysteinssonar og Ástríðar Helgu Sigurðardóttur á Beinkeldu í Reykjabraut. Jósefína ólst upp með foreldrum sínum, fyrst á Beinkeldu og síðar á Stóru-Giljá. Jósefína fór ung til Reykjavíkur þar sem hún lærði m.a. að sauma karlmannsföt. Síðar stundaði hún nám í Kvennaskólanum á Blönduósi. Hún giftist árið 1913, þá 19 ára gömul, Guðmundi Frímannssyni kennara frá Hvammi í Laxárdal, þau eignuðust eina dóttur, þau slitu samvistum. Árið 1919 kvæntist hún Friðriki Hansen frá Sauðá í Borgarsveit, þau eignuðust átta börn saman.

Jósef Sigfússon (1921-2012)

  • S02618
  • Person
  • 28. nóv. 1921 - 21. des. 2012

Faðir: Sigfús Ferdínand Eyjólfsson (1878-1956) bóndi á Blöndudalshólum og Eiríksstöðum. Móðir: Kristvina Kristvinsdóttir (1883-1959) húsfreyja. Bóndi á Torfustöðum í Svartárdal. Síðast búsettur á Sauðárkróki. Kvæntist Fjólu Kristjánsdóttur frá Krithóli, þau eignuðust tvö börn.

Jónas Þór Pálsson (1930-2016)

  • S01976
  • Person
  • 15. apríl 1930 - 28. nóv. 2016

Jónas Þór Pálsson málarameistari fæddist í Syðri-Hofdölum í Skagafirði 15. apríl 1930. Foreldrar hans voru Þórdís Jónasdóttir skáld og Páll Þorkelsson verkamaður. Jónas Þór ólst upp hjá móðurforeldrum sínum, Jónasi Jónassyni frá Hofdölum (Hofdala-Jónasi) og Önnu Ingibjörgu Jónsdóttur. ,,Jónas Þór hleypti heimdraganum ungur og fór í siglingu til Evrópu og skoðaði sig um í nokkrum löndum. Þegar heim kom settist hann á skólabekk í Iðnskólanum í Reykjavík og nam málariðn og síðar fór hann í meistaranám í sömu grein. Hann stofnaði eigið fyrirtæki á Sauðárkróki, sem hét Fyllir, ásamt félaga sínum Hauki Stefánssyni. Þeir áttu farsælt samstarf í tugi ára og sáu um allt viðhald húsa á Króknum. Listagyðjan átti ætíð stóran sess í hjarta Jónasar Þórs. Hann vann í fjölda ára með Leikfélagi Sauðárkróks og Leikfélagi Akureyrar sem leiktjaldahönnuður og smiður, einnig sem sminka. Hann var tónelskur og starfaði í mörgum hljómsveitum, má þar m.a. nefna HG kvartett, Flamingó og hljómsveit Hauks Þorsteinssonar. Hin síðari ár sneri Jónas Þór sér meira að málaralistinni en hann málaði myndir fyrir vini og fjölskyldu og hélt nokkrar málverkasýningar." Jónas Þór kvæntist Erlu Gígju Þorvaldsdóttur frá Sauðárkróki, þau eignuðust tvær dætur, fyrir átti Jónas son.

Jónas Sveinsson (1873-1954)

  • S01630
  • Person
  • 4. des. 1873 - 29. mars 1954

Foreldrar: Sveinn Kristjánsson b. í Litladal og k.h. Hallgerður Magnúsdóttir. Jónas ólst upp í Litladal með foreldrum sínum fram til tólf ára aldurs en þá voru þau bæði látin. Var í vist að Eyjólfsstöðum í Vatnsdal, á Grenjaðarstað, að Öndólfsstöðum í Reykjadal og Múla í Aðaldal. Lauk námi frá Möðruvallaskóla árið 1893. Veturinn 1894-1895 var hann í Höfnum á Skaga og kynntist þar konuefni sínu. Ári síðar kvæntist hann fyrri konu sinni, Björg Björnsdóttir frá Harrastaðakoti á Skagaströnd, fyrsta hjúskaparár sitt bjuggu þau þar. 1897-1898 bjuggu þau í Háagerði á Skagaströnd. Sumarið 1898 fluttu þau til Sauðárkróks þar sem þau bjuggu til 1911. Þegar þau bjuggu á Sauðárkróki sat Jónas í hreppsnefnd Sauðárhrepps frá 1904-1911, þar af oddviti 1904-1907. Jónas var einnig deildarstjóri í Sauðárkróksdeild kaupfélagsins og fékk umsjón með uppskipun og útskipun á vörum kaupfélagsins. Árið 1911 fluttu þau vestur í Þverárdal í Laxárdal þar sem þau bjuggu í eitt ár. Árið 1912 fluttu þau að Uppsölum í Blönduhlíð þar sem þau bjuggu til 1919 er þau fluttu til Akureyrar. Á Akureyri stundaði Jónas ýmsa vinnu, starfaði hjá klæðaverksmiðjunni Gefjunni, seldi bækur og fór í hrossasöluferðir. 1920-1925 var hann bókavörður við Amtbókasafnið á Akureyri. Jónas og Björg Björnsdóttir fyrri kona hans eignuðust eina dóttur og tóku tvö fósturbörn. Björg lést árið 1934. Seinni kona Jónasar var Ingibjörg Valgerður Hallgrímsdóttir frá Úlfsstaðakoti, þau eignuðust fjögur börn saman.

Jónas Skagfjörð Svavarsson (1948-

  • S02902
  • Person
  • 17. feb. 1948-

Jónas Skagfjörð Svavarsson. Foreldrar: Jón Svavar Ellertsson (1911-1992) og Helga Sigríður Sigurðardóttir (1909-1987).
Fv. verslunarmaður á Sauðárkróki.
Maki: Jóhanna Petra Haraldsdóttir. Þau eiga þrjár dætur og eru búsett á Sauðárkróki.

Jónas Sigurjónsson (1944-

  • S02317
  • Person
  • 30. okt. 1944-

Sonur Sigurjóns Jónassonar og Sigrúnar Júlíusdóttur á Skörðugili. Kvæntur Valgerði Kristjánsdóttur frá Syðri-Hofdölum, þau búa í Einholti á Hofstaðabyggð.

Jónas Kristjánsson (1870-1960)

  • S00532
  • Person
  • 20. sept. 1870 - 3. apríl 1960

Jónas Kristjánsson fæddist að Snæringsstöðum í Svínadal 20. september 1870. Jónas var stúdent frá Lærða skólanum í júní 1896. Cand. med. frá Læknaskólanum 11. febrúar 1901. Á árunum 1908-1938 fór hann utan í námsferðir og á seinni árum til að kynna sér matarræði og náttúrulækningar. Hann starfaði á sjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn 1901, var héraðslæknir í Fljótdalshéraði 1901-1911. Hann þjónaði einnig á Hróarstunguhéraði 1905-1906 og 1908-1910. Hann sat á Arnheiðarstöðum 1901-1902 og síðan á Brekku í Fljótsdal.
Jónas var héraðslæknir í Sauðárkrókshéraði 1911-1938 og þjónaði jafnframt í Hofsóshéraði frá 1924, að hluta á móti héraðslækninum í Siglufjarðarhéraði. Er hann fékk lausn frá embætti árið 1938, fluttist hann til Reykjavíkur og var starfandi læknir þar, uns hann gerðist læknir við heilsuhæli Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði frá stofnun þess 1955 og til ársins 1958. Jónas sat á Alþingi 1927-1930. Hann átti frumkvæði að stofnun skátafélags á Sauðárkróki, var forseti Framfarafélags Skagfirðinga 1914-1938 og formaður Tóbaksbindindisfélags Sauðárkróks. Sat í stjórn Náttúrulækningafélagsins á Sauðárkróki 1937-1938 og Náttúrulækningafélags Íslands í Reykjavík frá stofnun þess 1939 til æviloka.
Kona hans var Hansína Benediktsdóttir (1874-1948) frá Grenjaðarstað.

Jónas Hálfdánarson (1919-2011)

  • S02583
  • Person
  • 8. feb. 1919 - 3. mars 2011

Jónas var fæddur á Giljum í Vesturdal í Skagafirði þann 8. febrúar 1919. Foreldrar hans voru Hálfdán Helgi Jónasson og Guðrún Jónatansdóttir. Þegar faðir Jónasar lést fluttist hann með móður sinni og ömmu á Sauðárkrók, þá um átta ára gamall. Á sumrin dvaldi hann mikið á Vindheimum í Skagafirði. Jónas hóf störf hjá Kaupfélagi Skagirðinga við akstur og síðar hjá Haraldi Júlíussyni kaupmanni. Jónas kynntist tilvonandi eiginkonu sinni, Konkordíu Sigmundsdóttur, um þrítugt og fluttu þau til Hofsóss, þar sem hann vann hin ýmsu störf, en starfaði svo hjá Stuðlabergi æ síðan, eða þar til um sjötugt. Þau áttu einn uppeldisson. Jónas var mikið í félagsmálum, var til að mynda formaður í verkalýðsfélaginu og starfaði einnig með leikfélaginu. Hann var mikill unnandi tónlistar og lærði um skeið söng og orgelleik hjá Eyþóri Stefánssyni. Jónas spilaði og söng með kirkjukór Hofsóskirkju og var stjórnandi hans um skeið.

Jónas Guðvarðarson (1932-1997)

  • S03477
  • Person
  • 17.10.1932-29.11.1997

Jónas Guðvarðarson, f. á Sauðárkróki 17.10.1932, d. 29.11.1997. Foreldrar: Guðvarður Steinsson bílstjóri, vélstjóri og ´siðar bóndi á Selá og Kleif á Skaga og kona hans Bentína Þorkelsdóttir.
Maki. Halldóra Guðmundsdóttir fararstjóri og húsmóðir. Þau eignuðust þrjú börn.
Jónas varð gagnfræðingur árið 1949 frá Flensborg. Hann lauk meiraprófi bílstjóra 1957, var við myndlistarnám í myndlistarskóla Reykjavíkur 1963-1968 og Escuela massana í Barcelona 1968-1969. Hann var skrifstofustjóri hjá Sölunefnd Varnaliðsins 1961968, fararstjóri á Mallorca árið 1969-1971 og fararstjóri hjá Úrval 1971-1977. Jafnframt var hann fararstjóri hjá Flugfélagi Íslands og síðan Flugleiðum til 1978.

Jóna Sigurbjörg Rögnvaldsdóttir (1886-1972)

  • S01219
  • Person
  • 18. mars 1886 - 6. feb. 1972

Dóttir Rögnvaldar Jónssonar og Steinunnar Helgu Jónsdóttur sem lengst af bjuggu í Miðhúsum í Óslandshlíð. Kvæntist Kristjáni Möller verslunarmanni á Sauðárkróki. Þau fluttust til Siglufjarðar og voru síðast búsett þar.

Jóna Kristín Jacobsen (1911-2012)

  • S02329
  • Person
  • 23. des. 1912 - 3. ágúst 1991

Faðir Jonnu var Baldvin Jónsson verslunarstjóri Gránuverslunarinnar á Sauðárkróki. Síðast búsett í Hafnarfirði.

Jóna Kristín Guðmundsdóttir (1899-2003)

  • S01507
  • Person
  • 29. des. 1899 - 19. des. 2003

Jóna Kristín Guðmundsdóttir fæddist í Minni-Brekku í Fljótum, dóttir Guðmundar Stefánssonar b. og skálds í Minni-Brekku og k.h. Ólafar Pétursdóttur. Hún ólst upp hjá foreldrum sínum á Minni-Brekku og vann á búi þeirra til fullorðinsára. Hún lærði fatasaum á Sauðárkróki. Maður hennar var Guðmundur Benediktsson (1893-1970) bóndi og sjómaður, þau bjuggu lengst af á Berghyl í Fljótum (frá 1927). Hún var hagleikskona, saumaði í dúka og vann ýmsa handavinnu. Hún var hagorð og hafði yndi af skáldskap. Er Guðmundur lést árið 1970, bjó Jóna áfram á Berghyl með nokkrar kindur. Árið 1979 fluttist hún Akureyrar til Guðrúnar dóttur sinnar. Hún var hjá henni á veturna en á Berghyl á sumrin. Árið 1990 flutti hún á öldrunarheimilið á Sauðárkróki og bjó þar til æviloka. Jóna náði 104 ára aldri. Jóna og Guðmundur eignuðust þrjú börn og tóku einn fósturson.

Jón Stefánsson (1923-2009)

  • S02088
  • Person
  • 28. apríl 1923 - 15. júní 2009

Sonur Stefáns Vagnssonar b. og skálds á Hjaltastöðum og k.h. Helgu Jónsdóttur frá Flugumýri. ,,Jón fór ungur til Reykjavíkur þar sem hann stundaði leigubifreiðaakstur á Bifreiðastöðinni Hreyfli, um tíma annaðist hann vöruflutninga fyrir Kaupfélag Skagfirðinga, en var síðan verkstæðisformaður á Bifreiðaverkstæði KS á Sauðárkróki í 40 ár." Hinn 23.12. 1951 kvæntist Jón Petru Gísladóttur, þau eignuðust þrjú börn.

Jón Stefánsson (1897-1994)

  • S01931
  • Person
  • 18. mars 1897 - 28. jan. 1994

Sonur Stefáns Bjarnasonar b. á Halldórsstöðum og k.h. Aðalbjargar Magnúsdóttur. Bóndi í Glæsibæ 1930. Síðar bóndi í Geldingaholti. Síðast búsettur á Sauðárkróki. Kvæntist Margréti Jóhannsdóttur.

Jón Sigurður Eiríksson (1929-

  • S01859
  • Person
  • 08.01.1929-

Jón er fæddur á Grófargili á Langholti í Skagafirði 8. janúar 1929. Foreldrar hans voru Eiríkur Sigmundsson og kona hans, Birna Jónsdóttir. Þau bjuggu fyrst á Grófargili og síðar á Reykjaströnd, fyrst á Reykjum og síðan í Hólakoti og á Fagranesi. Jón var bóndi á Fagranesi frá 1949 og stundaði jafnframt fuglveiðar við Drangey og var sigmaður þar í rúm 40 ár. Þá hefur hann einnig lengi siglt með ferðamenn til Drangeyjar frá Reykjum. Búsettur á Sauðárkróki.
Maki 1: Sigríður Viggósdóttir, þau eignuðust fimm börn. Jón og Sigríður slitu samvistir.
Maki 2: Hólmfríður Heiðbjört Agnarsdóttir, f. 6. september 1944, d. 13. október 1997, þau eignuðust fimm börn.

Jón Sigfússon (1892-1957)

  • S00693
  • Person
  • 15.11.1892-28.08.1957

Foreldrar: Sigfús Jónsson prestur á Mælifelli og k.h. Petrea Þorsteinsdóttir. Jón ólst upp hjá foreldrum sínum og fluttist með þeim að Mælifelli aldamótaárið 1900. Eftir fermingu fór hann til Akureyrar í Gagnfræðaskólann og stundaði þar nám í tvo vetur. Aðra tvo vetur var hann í Hólaskóla og lauk þaðan búfræðiprófi árið 1912. Að því loknu starfaði hann hjá Einari Helgasyni garðyrkjumanni í Reykjavík og kynnti sér uppeldi trjáplantna. Vann hann á búi foreldra sinna næstu tvö ár. Hann kvæntist árið Jórunni Hannesdóttur og fluttist þá aftur heim að Mælifelli og og hóf þar búskap í félagi við foreldra sína. Vorið 1915 fluttust þau hjón að Glaumbæ og bjuggu þar í tvö ár, en fluttust þá aftur heim að Mælifelli og bjuggu þar í tvö ár, en þá brugðu þau búi og fluttust til Sauðárkróks, þar sem heimili þeirra stóð upp frá því, meðan bæði lifðu. Jón hóf störf hjá Kaupfélagi Skagfirðinga og er deildaskipting var tekin upp, varð hann deildarstjóri í vefnaðarvörudeild og sinnti því starfi til lokadags. Var hann mikill samvinnumaður og um langt árabil fulltrúi á aðalfundum KS. Er ævi hans lauk, átti hann að baki lengstan starfsaldur þeirra sem hjá félaginu höfðu unnið allt frá stofnun þess árið 1889. Jón var sönghneigður, söng lengi í Karlakór Sauðárkróks og lék um skeið með Lúðrasveit Sauðárkróks, enda einn af stofnendum hennar.

Jón Pálmi Jónsson (1888-1962)

  • S00011
  • Person
  • 27.01.1888-06.08.1962

Jón Pálmi Jónsson er fæddur í Sauðanesi, Torfalækjarhreppi, A.-Hún. árið 1888. Faðir hans var Jón Hróbjartsson (1849-1928), bóndi á Gunnfríðarstöðum, A.-Hún. Móðir hans var Anna Einarsdóttir (1850-1910), húsfreyja á Gunnfríðarstöðum, frá Hring í Blönduhlíð. Jón Pálmi stundaði nám við Gagnfræðiskólann á Akureyri 1906-1907. Lærði ljósmyndun hjá Hallgrími Einarssyni á Akureyri 1909-1911. Var íþróttakennari á Blönduósi 1907-1908 og barnakennari í Svínavatnshreppi 1907-1909. Mun hafa unnið hjá Þórarni Stefánssyni ljósmyndara á Húsavík á tímabilinu 1910-1912. Rak ljósmyndastofu á Sauðárkróki 1912 til vors 1915, seldi Pétri Hannessyni stofuna í desember 1914. Bendlaður við peningafölsunarmál og flúði land. Var starfsmaður á ljósmyndastofu í Noregi 1915-1916. Fluttist til Bandaríkjanna 1916 og rak þar ljósmyndastofu með hléum frá 1919 til 1962.

Jón Ormur Halldórsson (1954-

  • S01768
  • Person
  • 5. mars 1954-

Sonur Halldórs Þormars Jónssonar sýslumanns á Sauðárkróki og k.h. Aðalheiðar Ormsdóttur. Doktor í stjórnmálafræði.

Jón Oddsson (1876-1966)

  • S01784
  • Person
  • 18. júlí 1876 - 18. des. 1966

Foreldrar: Oddur Jónsson frá Bakka í Landeyjum og k.h. Steinunn Sigurðardóttir frá Pétursey í Mýrdal. Jón ólst upp með foreldrum sínum að Landamóti í Sandgerði. Árið 1895 réðst hann kaupamaður að Hofi í Vesturdal. Þar kynntist hann konuefni sínu Jórunni Guðmundsdóttur. Þau fluttu til Sauðárkróks árið 1902 þar sem Jón hóf smíðanám hjá Ólafi Briem. Árið 1908 réðst hann fastur starfsmaður til Pálma Péturssonar kaupfélagsstjóra og vann að verslunarstörfum hjá honum í 13 ár. Árið 1922 fluttu þau til Hafnarfjarðar og vann þar að smíðum í þrjú ár en sneru þá aftur til Sauðárkróks þar sem þau bjuggu til 1940, á þessum tíma vann Jón aðallega að smíðum. Árið 1940 fluttu þau fyrst að Álfgeirsvöllum og þaðan að Vík í Staðarhreppi. Síðast búsett í Varmahlíð. Þegar Jón bjó á Sauðárkróki starfaði hann nokkuð með Leikfélagi Sauðárkróks. Jón og Jórunn eignuðust ekki börn en ólu upp tvær fósturdætur.

Jón Kristjánsson (1942-

  • S01932
  • Person
  • 11. júní 1942-

Fæddur í Stóragerði í Óslandshlíð í Skagafirði 11. júní 1942. Foreldrar: Kristján Jónsson bóndi þar og síðar á Óslandi og kona hans Ingibjörg Jónsdóttir. Maki (25. desember 1964): Margrét Hulda Einarsdóttir bankastarfsmaður. Jón lauk samvinnuskólaprófi 1963. ,,Stundaði verslunarstörf hjá Kaupfélagi Skagfirðinga 1959–1963. Verslunarstjóri hjá Kaupfélagi Héraðsbúa á Egilsstöðum 1963–1978. Félagsmálafulltrúi Kaupfélags Héraðsbúa 1978–1984. Skipaður 14. apríl 2001 heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, lausn 23. maí 2003. Skipaður 23. maí 2003 heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, lausn 7. mars 2006. Skipaður 7. mars 2006 félagsmálaráðherra, lausn 15. júní 2006. Ritstjóri Austra á Egilsstöðum síðan 1974. Í sýslunefnd Suður-Múlasýslu 1974–1987. Formaður stjórnar Héraðsskjalasafns Austfirðinga 1975–1988. Þingkjörinn endurskoðandi Framkvæmdastofnunar ríkisins 1974–1983. Stjórnarformaður Kaupfélags Héraðsbúa 1987–1995. Í miðstjórn Framsóknarflokksins frá 1985. Í Norðurlandaráði 1990–1991. Fulltrúi Íslands í Þingmannasamtökum Norður-Atlantshafsríkjanna 1985–1987. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1989 og afvopnunarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna 1988. Varaformaður Ferðamálaráðs síðan 1999. Í stjórnarskrárnefnd frá 2005, formaður. Alþingismaður Austurlans 1984–2003, alþingismaður Norðausturkjördæmis 2003–2007 (Framsóknarflokkur). Varaþingmaður Austurlands apríl 1979, apríl 1981, febrúar–mars og nóvember 1982, október–nóvember 1983, apríl, maí, nóvember og desember 1984. Forseti neðri deildar 1987–1988. 2. varaforseti Alþingis 2006–2007." Sat einnig í fjöldamörgum öðrum nefndum og ráðum.

Jón Kristján Andrésson (1897-1967)

  • S03116
  • Person
  • 1. sept. 1897 - 26. jan. 1967

Frá Öldubakka á Skaga. Sonur Andrésar Péturssonar b. á Öldubakka o.v. og k.h. Kristjönu Jónsdóttur. Sjómaður á Sauðárkróki, seinna búsettur á Akureyri. Kvæntist Guðlaugu Konráðsdóttur frá Brekkukoti í Blönduhlíð, þau eignuðust fjögur börn.

Jón Kristbergur Ingólfsson (1925-2018)

  • S01320
  • Person
  • 1. okt. 1925 - 2. jan. 2018

Sonur Ingólfs Daníelssonar og Jónínu Einarsdóttur. Vélamaður og járnsmiður, lengst búsettur á Sauðárkróki. Kvæntist Regínu Margréti Magnúsdóttur.

Jón Kristberg Árnason (1942-)

  • S01933
  • Person
  • 25. nóv. 1942-

Sonur Hallfríðar Báru Jónsdóttur frá Hóli í Sæmundarhlíð og Árni Jónsson frá Vatni á Höfðaströnd. Jón er alinn upp á Víðimel við Varmahlíð. Bifreiðastjóri á Sauðárkróki. Kvæntist Sólbrúnu Friðriksdóttur, þau eignuðust þrjú börn.

Jón Jónsson (1875-1950)

  • S02789
  • Person
  • 25. feb. 1875 - 29. apríl 1950

Foreldrar: Jón Sigurðsson bóndi, síðast á Miðlandi í Öxnadal og seinni kona hans Guðrún Karítas Jónsdóttir. Jón ólst upp hjá foreldrum sínum og vann búi þeirra fram yfir fermingu en fór þá í vinnumennsku. Hann fór í yngri deild Möðruvallaskóla veturinn 1896-1897 en var næsta vetur í vinnumennsku hjá Sigurði bróður sínum í Sörlatungu í Hörgárdal. Flutti með honum að Sólheimum í Blönduhlíð árið 1898. Hann stundaði barnakennslu og landbúnaðarstörf í Blönduhlíð 1898-1900, 1902-1904 og 1906-1907. Árið 1900 fluttist hann út á Sauðárkrók og sinnti þar verslunarstörfum hjá Kristjáni Gíslasyni kaupmanni og kenndi jafnframt börnum hans. Vorið 1906 kom hann aftur í Blönduhlíðina að vinnumennsku á Hellu þar sem hann var síðan húsmaður 1907-1909. Þá keypti hann jörðina og hóf þar búskap. Dvaldi þar til vors 1918, en þó ekki alltaf bóndi enda seldi hann jörðina 1916. Árið 1918 fluttist hann alfarinn úr Skagafirði til Akureyrar og síðar til Siglufjarðar þar sem hann dvaldi til æviloka. Var þó kennari í Blönduhlíð veturna 1921-1922 og 1927-1928.
Maki: Sigurlaug Ingibjörg Jósefsdóttir frá Starrastöðum í Lýtingsstaðahreppi. Þau skildu eftir að þau fluttu til Akureyrar. Þau eignuðust einn son.

Jón Hjaltdal Jóhannsson (1911-1999)

  • S02766
  • Person
  • 24. júní 1911 - 18. mars 1999

Jón Hjaltdal Jónsson, f. 24.06.1911 á Hofi í Hjaltadal. Foreldrar: Jóhann Guðmundsson, d. 1876 og Birgitta Guðmundsdóttir, f. 1881 bændur í Brekkukoti (nú Laufskálum). Jón fluttist með foreldrum sínum í Brekkukot í Hjaltadal tveggja ára gamall. Hann lauk búfræðinámi frá Hólaskóla árið 1932. Árið 1934 flutti hann úr föðurhúsum og stundaði að mestu sjálfstæðan atvinnurekstur sem bifreiðarstjóri eftir það. Jón var umboðsmaður Tryggingar hf á Sauðárkróki í 35 ár. Sat í sóknarnefnd Sauðárkrókskirkju og var safnaðarfulltrúi um tíma og meðhjálpari frá 1977-1992. Maki: Sigríður Árnadóttir frá Atlastöðum í Svarfaðardal. Þau eignuðust fjögur börn.

Jón Hallgrímur Stefánsson (1881-1962)

  • S01344
  • Person
  • 22.02.1881-19.11.1962

Jón Stefánsson var fæddur og uppalinn á Sauðárkróki, sonur Stefáns Jónssonar kaupmanns þar og f.k.h. Ólafar Hallgrímsdóttur. Jón lauk stúdentsprófi í Reykjavík 1900, hóf verkfræðinám við Háskólann í Kaupmannahöfn, lauk cand.phil. prófi þar 1901 og las verkfræði í þrjú ár en sneri þá við blaðinu og gerði listmálun að ævistarfi sínu. Hann stundaði myndlistarnám við Teknisk Selskabs Skole 1903-1905, við einkaskóla Kristians Zahrtmann til 1908 og fór síðan til Parísar þar sem hann stundaði nám við einkaskóla Henri Matisse 1908-1910. Jón var tvíkvæntur en átti börn með hvorugri konu sinni en eignaðist dóttur með Sigríði Zoëga. Jón var lengi búsettur erlendis, lengst af í Kaupmannahöfn, en flutti alkominn heim 1946. Meginviðfangsefni Jóns var íslenskt landslag en hann málaði auk þess portrettmyndir og uppstillingar. Hann var undir sterkum áhrifum frá Cézanne og Matisse en stíll hans einkennist af strangri, rökrænni formfestu og samræmdri, hófsamri litameðferð. Jón var í hópi brautryðjenda íslenskrar myndlistar á 20. öld og helsti frumkvöðull módernismans í myndlist hér á landi.

Jón Guðmundsson (1900-1988)

  • S02642
  • Person
  • 03.09.1900-30.10.1988

Jón Guðmundsson f. 03.09.1900 í Efra-Haganesi í Fljótum. Foreldrar: (Filippus) Guðmundur Halldórsson b. í Neðra-Haganesi og kona hans Anna Pétursdóttir. Gekk í barnaskóla í Haganesvík og lærði bókfærslu hjá Hermanni á Ysta-Mói. Fór til sjós hjá Stefáni Benediktssyni í Neðra-Haganesi um fermingu. Var eftir það á árabátum, síldarbátum og hákarlabátum. Hóf störf hjá Samvinnufélagi Fljótamanna 1923, fyrst sem sláturhússtjóri. Fluttist frá Dælí í Fljótum 1929 að Móskógum í sömu sveit. Stundaði sjóróðra, ásamt búskap og tilfallandi störfum hjá Samvinnufélaginu. Fluttist í Molastaði 1940 og byggði upp húsakost þar. Í hreppsnefnd Haganeshrepps, fyrst 1925, Hreppstjóri Holtshrepps 1944-1956. Lengi endurskoðandi hjá Samvinnufélagi Fljótamann, í kjörstjórn og skattanefnd. Formaður sóknarnefndar Barðskirkju í fjögur ár. Fluttist í Kópavog árið 1960. Vann við bókhald og í byggingarvöruverslun Byko hjá Guðmundi syni sínum. Fluttist á Sauðárkróki 1981. Kona: Helga Guðrún Jósefsdóttir frá Stóru-Reykjum í Fljótum, þau eignuðust 13 börn.

Jón Guðmundsson (1843-1938)

  • S01556
  • Person
  • 7. ágúst 1843 - 2. feb. 1938

Foreldrar: Guðmundur Jónsson síðast b. í Brennigerði og k.h. Guðrún Pétursdóttir. Jón ólst upp með foreldrum sínum og var fyrirvinna á búi móður sinnar eftir að faðir hans lést. Bóndi í Brennigerði 1867-1870 og 1879-1897 er hann flutti til Sauðárkróks. Á árunum 1864-1867 og 1870-1879 var Jón þar húsmaður og leigði jörðina. Meðfram búskapnum sótti Jón sjóinn, fór á vetrarvertíðir á Suðurlandi og vorvertíðir við Drangey. Hann tók einnig allmikinn þátt í verslunarmálum, fyrst með Pétri Sigurðssyni á Sjávarborg og síðar við Pöntunar- og Kaupfélag Skagfirðinga og var einn af stofnendum þess. Jón sat lengi í hreppsnefnd og var sýslunefndarmaður Sauðárhrepps hins forna frá 1887-1904 og hreppstjóri Sauðárkróks frá 1907-1920. Jón var nokkrum sinnum settur sýslumaður, hann var sæmdur fálkaorðunni árið 1938.
Kona 1: Valgerður Guðmundsdóttir frá Naustum á Höfðaströnd, þau eignuðust tvö börn. Valgerður lést árið 1876.
Kona 2: Guðný Eggertsdóttir frá Skefilsstöðum, þau eignuðust tvö börn saman.
Jón eignaðist dóttur utan hjónabands með Guðbjörgu Sölvadóttur frá Skarði.

Jón Friðbjörnsson (1897-1975)

  • S01470
  • Person
  • 27. júlí 1897 - 1. okt. 1975

Bóndi á Sandhólum, Húsavíkursókn, S-Þing. 1930. Með foreldrum í Rauðuskriðu, á Kaðalsstöðum, í Eyjafirði og víðar. Í vinnumennsku í Kelduhverfi um 1920. Bóndi á Sandhólum á Tjörnesi um nokkur ár frá 1924. Síðast bús. á Sauðárkróki. Kvæntist Hrefnu Jóhannsdóttur.

Jón Friðberg Hjartarson (1947-)

  • S01554
  • Person
  • 29. júlí 1947-

Jón var fæddur og uppalinn í Reykjavík. Hann var einn af stofnendum Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og fyrsti skólameistari skólans, en skólinn var stofnaður árið 1979. Jón gegndi því starfi fram til ársins 2010. Þá var hann einn af stofnendum fréttablaðsins Feykis á Sauðárkróki og lengi í ritstjórn þess.
Kona hans: Elísabet Kemp (1945-).

Jón Eðvald Friðriksson (1954-

  • S01904
  • Person
  • 23.10.1954-

Sonur Friðriks Jóns Jónssonar (Fía) og Þóru Friðjónsdóttir. Fyrrum framkvæmdarstjóri Fiskiðjunnar á Sauðárkróki. Kvæntur Lindu Haraldsdóttur.

Jón Björnsson (1891-1983)

  • S00956
  • Person
  • 17. júlí 1891 - 27. júlí 1983

Sonur Björns Sveinssonar og Guðbjargar Jónsdóttur. Ólst upp með foreldrum sínum í Húnaþingi til 11 ára aldurs. Árið 1915 keypti Jón jörðina Þverárdal í Laxárdal fremri ásamt föður sínum. Sumarið 1919 kvæntist hann Finneyju Reginbaldsdóttur frá Látrum í Aðalvík. Árið 1921 keyptu ungu hjónin og faðir hans jörðina Sjávarborg í Borgarsveit og bjuggu þar til 1926 er Jón keypti Heiði í Gönguskörðum þar sem þau bjuggu í tíu ár. Árið 1936 fluttu þau til Sauðárkróks og keyptu fljótlega Hótel Tindastól þar sem þau ráku veitinga- og gistiþjónustu fram á árið 1941 er breska setuliðið krafðist afnota af húsinu. Í Skarðshreppi gegndi Jón ýmsum trúnaðarstörfum, sat í hreppsnefnd og sýslunefnd, var formaður búnaðarfélags og virðingarmaður fasteigna. Á Sauðárkróki starfaði Jón sem sláturhússtjóri hjá Sláturfélagi Skagfirðinga í 11 ár, sá um gæðamat og vigtun á ull og gærum hjá K.S., var stöðvarstjóri hjá Vörubílastöð Skagafjarðar í 18 ár, umboðsmaður fyrir Ölgerð Egils Skallagrímssonar í 34 ár og Líftryggingafélagið Andvöku í allmörg ár. Jón var einn af stofnendum Byggingarsamvinnufélags Sauðárkróks og Stangveiðifélags Sauðárkróks og formaður beggja félaga um tíma.
Jón og Finney eignuðust tvær dætur.

Jón Björnsson (1891-1982)

  • S01011
  • Person
  • 17. nóvember 1891 - 17. september 1982

Foreldrar: Björn Björnsson og Guðbjörg Guðjónsdóttir. Jón ólst upp með foreldrum sínum, sem komu úr Svarfaðardal til Skagafjarðar árið 1903 og settust að á Hrappstöðum (nú Hlíð) í Hjaltadal. Árið 1908 fluttu þau búferlum að Unastöðum í Kolbeinsdal og bjuggu þar til 1915. Vorið 1910 réðst Jón til vinnu á Hólum við fjós- og hlöðubyggingu og komst um haustið í skólann, þar sem hann lauk búfræðiprófi vorið 1912. Sumarið milli námsvetranna vann hann í gróðrastöðinni á Hólum. Árið 1915 hóf Jón störf hjá Kristni Briem kaupmanni á Sauðárkróki og starfaði þar í 23 ár eða til 1938. Eftir það tók hann að sér deildarstjórastöðu í Ytribúðinni / Gránu þar sem hann starfaði samfleytt í 32 ár eða til ársins 1970.
Jón kvæntist Unni Magnúsdóttur, þau eignuðust fimm börn.

Jón Árnason Egilsson (1865-1931)

  • S01801
  • Person
  • 7. sept. 1865 - 16. júlí 1931

Var verslunarmaður á Sauðárkróki, Blönduósi og loks í Reykjavík.

Jóhannes Gunnarsson (1943-2008)

  • S01926
  • Person
  • 16. feb. 1943 - 8. feb. 2008

Jóhannes Gunnarsson fæddist á Sauðárkróki 16. febrúar 1943. Foreldrar hans voru Rannveig Ingibjörg Þorvaldsdóttir tryggingafulltrúi og Gunnar Stefánsson skipstjóri. ,,Jóhannes ólst upp og kláraði skólagöngu sína á Sauðárkróki, fór í Samvinnuskólann á Bifröst og útskrifaðist þaðan 1962. Hann vann við verslunarstörf fyrstu árin á Sauðárkróki, Skagaströnd og á Blönduósi. Jóhannes var skrifstofumaður í Reykjavík hjá Járni og gleri, stofnaði Heildverslunina Hraðberg, var fjármálastjóri hjá S. Óskarssyni og síðar framkvæmdastjóri hjá Sverri Þóroddssyni. Frá árinu 1990 vann hann sem tollendurskoðandi hjá Tollstjóranum í Reykjavík. Jóhannes var félagi í Kiwanisklúbbnum Kötlu frá 1978-1981 og frá árinu 2001." Jóhannes kvæntist Guðrúnu Jónu Kristjánsdóttur, þau eignuðust tvo syni.

Jóhannes Eric Konráðsson (1937-)

  • S01460
  • Person
  • 13. nóv. 1937

Sonur Konráðs Þorsteinssonar kaupmanns á Sauðárkróki og í R.vík og f.k.h. Kristínar Maríu Sigurðardóttur. Stjúpmóðir Jóhannesar var Sigríður Helga Skúladóttir.

Jóhanna Pétursdóttir (1872-1964)

  • S02350
  • Person
  • 31. okt. 1872 - 6. mars 1964

Foreldrar: Pétur Sigurðsson b. á Sjávarborg í Borgarsveit og Bjargar Bjarnadóttur frá Engihlíð í Langadal. Var á Sjávarborg. Bjó áður í Borgargerði í Skarðshreppi. Síðast á Sauðárkróki. Ógift og barnlaus.

Results 256 to 340 of 659