Showing 657 results

Authority record
Sauðárkrókur

Guðbjörg Sigmundsdóttir (1879-1968)

  • S02160
  • Person
  • 5. apríl 1879 - 28. júlí 1968

Foreldrar: Sigmundur Símonarson b. á Bjarnastöðum í Unadal og k.h. Rósa Stefánsdóttir. Kvæntist Sigurði Sveinssyni frá Þrastarstaðagerði, þau eignuðust níu börn sem komust á legg. Þau bjuggu á Nýlendi 1902-1903, í Þrastarstaðargerði 1903-1905 og á Mannskaðahóli 1905-1910. Síðan í húsmennsku í Hofsgerði 1910-1921 og nokkur ár eftir það á Á í Unadal. Bjuggu á Hólakoti á Reykjaströnd 1931-1937 er þau fluttu til Sauðárkróks.

Hörður Pálsson (1933-2015)

  • S02158
  • Person
  • 27. mars 1933 - 15. sept. 2015

Hörður Húnfjörð Pálsson fæddist á Skagaströnd 27. mars 1933. Foreldrar Harðar voru Páll Sveinbjörnsson bifreiðastjóri á Sauðárkróki, og Sigrún Ásbjörg Fannland skáldkona. ,,Hörður ólst upp á Sauðárkróki. Hann starfaði hjá Guðjóni í Sauðárkróksbakaríi til 1958, tók þá við rekstri Alþýðubrauðgerðarinnar á Akranesi og rak hana 1958-63. Hann keypti þá bakaríið, breytti nafni þess í Harðarbakarí og starfrækti það til 1998. Hörður var einn af stofnendum Íþróttafélagsins Drangeyjar á Sauðárkróki, en það sameinaðist ungmennafélaginu Tindastóli 1948. Hann æfði og keppti í frjálsum íþróttum, sat síðar í knattspyrnuráði Akraness og var formaður þess 1988-89. Hörður gekk ungur í stúku, var æðsti templar stúkunnar Gleymmér-ei á Sauðárkróki, starfaði í stúkunni Akurblóminu á Akranesi og sat lengi í stjórn Stórstúku Íslands. Hörður söng í kirkjukór Sauðárkróks og síðan í kirkjukór Akraness. Hann stofnaði, ásamt þremur öðrum Skagakvartettinn 1967 og starfaði í Oddfellow-reglunni frá 1960. Hörður var bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Akranesi 1974-86, sat í skólanefnd Fjölbrautaskóla Vesturlands, í stjórn Dvalarheimilisins Höfða og var stjórnarformaður Skipasmíðastöðvarinnar Þorgeir og Ellert á Akranesi 1994-2008. Hann var sæmdur riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu 2003." Hörður kvæntist Ingu Þóreyju Sigurðardóttur, þau eignuðust fjögur börn.

Sigmundur Þorkelsson (1912-1975)

  • S02157
  • Person
  • 18. feb. 1912 - 24. ágúst 1975

Foreldrar: Þorkell Jónsson b. á Syðri-Ingveldarstöðum á Reykjaströnd og k.h. Anna Sigríður Sigurðardóttir. Sigmundur ólst upp á heimili foreldra sinna að Daðastöðum og Ingveldarstöðum, þar sem hann tók við búi að nokkru ásamt móður sinni og systkinum að föður þeirra látnum. Jafnframt sótti hann vinnu utan heimilis, þegar tök voru á. Stundaði hann sjó frá Ingveldarstöðum ásamt föður sínum að bræðrum, bæði til fiskjar og fulgaveiða við Drangey og einnig við eggjatöku þar nokkur vor í sigflokki með Maroni Sigurðssyni frá Hólakoti. Þá átti hann fast skipsrím á síldveiðibát frá Akranesi á tímum Norðurlandssíldarinnar. Bóndi á Syðri Ingveldarstöðum 1933-1944 er hann fluttist til Sauðárkróks. Stundaði þar daglaunavinnu samhliða sjómennsku og var um skeið formaður á opnum vélbáti. Sigmundur starfaði um árabil hjá Þórði P. Sighvats rafvirkjameistara við rafmagn og símalagnir og mörg haust skotmaður við sláturhús K.S. á Sauðárkróki. Sigmundur var ókvæntur og barnlaus.

Páll Sigurjónsson (1917-2004)

  • S02156
  • Person
  • 16. feb. 1917 - 10. maí 2004

Páll Sigurjónsson fæddist á Nautabúi í Hjaltadal 16. febrúar 1917. Foreldrar hans voru Sigurjón Benjamínsson (1878-1956), bóndi á Nautabúi, og kona hans Elínborg Pálsdóttir (1887-1966) húsfreyja á Nautabúi. Páll ólst upp á Nautabúi í Hjaltadal. Haustið 1935 fór Páll í Bændaskólann á Hólum og varð búfræðingur þaðan vorið 1937. Hann var kaupamaður á Hólum sumarið 1937, og var þar viðloðandi til vors 1941, síðast fjármaður frá ársbyrjun 1940. Á þessum árum fékkst Páll við ýmislegt annað, húsbyggingar o.fl. Á árunum 1940–47 var Páll í vegavinnu hjá Kristjáni Hansen vor og haust, en fékkst við bústörf sumar og vetur. Haustið 1945 fluttist hann með foreldrum sínum að Ingveldarstöðum í Hjaltadal og bjó þar til 1964, að hann fluttist til Sauðárkróks. Vann fyrst hjá Vegagerð ríkisins 1963–1971, en síðan hjá byggingavörudeild Kaupfélags Skagfirðinga, þar til hann komst á eftirlaun um 1984.
Páll var ókvæntur og barnlaus.

Hrafnhildur Stefánsdóttir (1937-1998)

  • S02155
  • Person
  • 11. júní 1937 - 15. júlí 1998

Hrafnhildur Stefánsdóttir fæddist á Hjaltastöðum í Blönduhlíð í Skagafirði. Foreldrar hennar voru Stefán Vagnsson og Helga Jónsdóttir. Fjölskyldan bjó á Hjaltastöðum fram til ársins 1942, er þau fluttust til Sauðárkróks. Hrafnhildur stundaði nám við Barna- og gagnfræðaskóla Sauðárkróks. Hinn 16. febrúar 1957 giftist Hrafnhildur Stefáni Guðmundssyni, þau eignuðust þrjú börn. Hrafnhildur rak um skeið eigin verslun, en lengst af starfaði hún í Bókabúð Brynjars á Sauðárkróki.

Málfríður Laufey Eyjólfsdóttir (1918-2009)

  • S02154
  • Person
  • 10. maí 1918 - 9. júní 2009

Fædd og uppalinn í Reykjavík. Málfríður giftist 12. okt. 1946 Eðvaldi Gunnlaugssyni frá Gröf á Höfðaströnd. ,,Eðvald og Málfríður bjuggu um tíma í Kópavoginum, en fluttu árið 1954 til Sauðárkróks. Fyrstu búskaparárin á Sauðárkróki var Málfríður virkur meðlimur í leikfélaginu og tók m.a. þátt í mörgum uppákomum og leiksýningum á hinni árlegu Sæluviku Skagfirðinga. Árið 1963 stofnaði Málfríður tískuverslunina Skemmuna, sem hún rak ásamt Eðvaldi í nær 20 ár. Á Sauðárkróki gengu þau undir nöfnunum Fríða og Eddi Gull og Málfríður var aldrei kölluð annað en Fríða Edda Gull. Árið 1982 hættu þau hjónin verslunarrekstinum og fluttust aftur til Reykjavíkur." Málfríður og Eðvald eignuðust eina dóttur.

Ólöf Svandís Árnadóttir (1960-

  • S02245
  • Person
  • 24.01.1960-

Dóttir Árna Guðmundssonar frá Þorbjargarstöðum í Laxárdal og k.h. Svanfríðar Guðrúnar Þóroddsdóttur. Búsett á Sauðárkróki. Kvænt Stefáni Jónssyni frá Gauksstöðum, þau eiga fjórar dætur.

Árni Guðmundsson (1927-1999)

  • S02153
  • Person
  • 8. júlí 1927 - 11. sept. 1999

Foreldrar: Guðmundur Magnús Árnason b. á Þorbjargarstöðum í Laxárdal og k.h. Kristín Árnadóttir. Árni lauk námi í rennismíði frá vélsmiðjunni Héðni árið 1951. Fluttist þá aftur til Sauðárkróks og stofnaði ásamt Ingólfi bróður sínum verkstæðið Áka við þriðja mann. Árni var síðan einn af stofnendum Skjaldar hf. á sjöunda áratugnum sem rak hraðfrystihús á Eyrinni. Kom einnig mjög að stofnun og uppbyggingu Steinullarverksmiðjunnar á Sauðárkróki og sat í stjórn hennar. Starfaði um áratugaskeið í Sjálfstæðisflokknum og gegndi þar margvíslegum trúnaðarstörfum, sat jafnframt í bæjarstjórn Sauðárkróksbæjar ýmist sem aðal- eða varamaður um 16 ára skeið.
Kvæntist Svanfríði Guðrúnu Þóroddsdóttur frá Hofsósi, þau bjuggu alla tíð á Sauðárkróki og eignuðust fjögur börn.

Björn Björnsson (1943-)

  • S02148
  • Person
  • 25. feb. 1943-

Var skólastjóri bæði á Sauðárkróki og Hofsósi. Kvæntur Birnu Sigurbjörgu Guðjónsdóttur.

Jón Pálmi Jónsson (1888-1962)

  • S00011
  • Person
  • 27.01.1888-06.08.1962

Jón Pálmi Jónsson er fæddur í Sauðanesi, Torfalækjarhreppi, A.-Hún. árið 1888. Faðir hans var Jón Hróbjartsson (1849-1928), bóndi á Gunnfríðarstöðum, A.-Hún. Móðir hans var Anna Einarsdóttir (1850-1910), húsfreyja á Gunnfríðarstöðum, frá Hring í Blönduhlíð. Jón Pálmi stundaði nám við Gagnfræðiskólann á Akureyri 1906-1907. Lærði ljósmyndun hjá Hallgrími Einarssyni á Akureyri 1909-1911. Var íþróttakennari á Blönduósi 1907-1908 og barnakennari í Svínavatnshreppi 1907-1909. Mun hafa unnið hjá Þórarni Stefánssyni ljósmyndara á Húsavík á tímabilinu 1910-1912. Rak ljósmyndastofu á Sauðárkróki 1912 til vors 1915, seldi Pétri Hannessyni stofuna í desember 1914. Bendlaður við peningafölsunarmál og flúði land. Var starfsmaður á ljósmyndastofu í Noregi 1915-1916. Fluttist til Bandaríkjanna 1916 og rak þar ljósmyndastofu með hléum frá 1919 til 1962.

Steinunn Ingimundardóttir (1938-

  • S02093
  • Person
  • 11. ágúst 1938-

Dóttir Ingimundar Bjarnasonar járnsmiðs á Sauðárkróki og k.h. Sveinsínu Bergsdóttur. Starfaði sem forstöðumaður félags- og þjónustumiðstöðvar aldraðra í Reykjavík. Kvæntist Jóni Guðmundssyni rafvirkjameistara frá Eiríksstöðum í Svartárdal, búsett í Kópavogi.

Árni Gunnarsson (1936-

  • S02090
  • Person
  • 9. sept. 1936-

Sonur Ingibjargar Guðrúnar Árnadóttur frá Stóra-Hrauni í Kolbeinsstaðahreppi og Gunnars Guðmundssonar b. og rafvirkja á Reykjum á Reykjaströnd. Árni ólst upp hjá foreldrum sínum á Reykjum. Bóndi á Reykjum og síðar verkamaður og fiskmatsmaður á Sauðárkróki, síðar rithöfundur í Reykjavík. Kvæntist Elísabetu Beck Svavarsdóttur.

Bjarni Gíslason (1933-2012)

  • S02089
  • Person
  • 8. ágúst 1933 - 18. jan. 2012

Bjarni Gíslason fæddist í Eyhildarholti í Skagafirði hinn 8. ágúst 1933. Foreldrar hans voru Gísli Magnússon bóndi í Eyhildarholti, og kona hans, Stefanía Guðrún Sveinsdóttir. ,,Bjarni bjó fyrstu ár ævi sinnar hjá foreldrum sínum í Eyhildarholti, en fór til náms í Héraðsskólann á Laugarvatni og síðar Bændaskólann á Hólum í Hjaltadal. Bjarni var farkennari í Viðvíkursveit á árunum 1956 til 1966 og kennari við Steinsstaðaskóla í Lýtingsstaðahreppi í þrjá vetur. Að því loknu var hann skólastjóri við Grunnskóla Rípurhrepps allt til starfsloka árið 1998. Bjarni var einnig bóndi í Eyhildarholti þar til hann fluttist til Sauðárkróks í ágúst 2000, þar sem hann bjó til æviloka." Bjarni kvæntist 8. ágúst 1966 Salbjörgu Márusdóttur, þau eignuðust fimm börn.

Jón Stefánsson (1923-2009)

  • S02088
  • Person
  • 28. apríl 1923 - 15. júní 2009

Sonur Stefáns Vagnssonar b. og skálds á Hjaltastöðum og k.h. Helgu Jónsdóttur frá Flugumýri. ,,Jón fór ungur til Reykjavíkur þar sem hann stundaði leigubifreiðaakstur á Bifreiðastöðinni Hreyfli, um tíma annaðist hann vöruflutninga fyrir Kaupfélag Skagfirðinga, en var síðan verkstæðisformaður á Bifreiðaverkstæði KS á Sauðárkróki í 40 ár." Hinn 23.12. 1951 kvæntist Jón Petru Gísladóttur, þau eignuðust þrjú börn.

Valgarð Björnsson (1918-2000)

  • S02087
  • Person
  • 30. nóv. 1918 - 15. okt. 2000

Fæddur á Hellulandi í Hegranesi, sonur Björns Skúlasonar veghefilsstjóri og Ingibjörg Jósafatsdóttir. Valgarð stundaði akstur bæði á eigin vegum og hjá öðrum á árunum 1942-1957. Árið 1956 hóf hann störf hjá Kaupfélagi Skagfirðinga og þar var hann þar til hann lét af störfum vegna aldurs 1989. Vann einnig um nokkurt skeið hjá Tengli.
Maki: Jakobína Ragnhildur Valdimarsdóttir, f. 02.08.1921. Þau hjónin bjuggu lengt af á Skagfirðingabraut 4. Þau eignuðust fimm börn.

Sigurður Gunnar Björnsson (1907-1967)

  • S02084
  • Person
  • 11. jan. 1907 - 26. feb. 1967

Frá Litlu-Giljá. Bílstjóri á Sauðárkróki árið 1930, síðast búsettur þar. Kvæntist Pálu Sveinsdóttur, þau eignuðust tvær dætur.

Sigmundur Sigurðsson (1905-1980)

  • S02083
  • Person
  • 26. júní 1905 - 30. nóv. 1980

Foreldrar: Sigurður Sveinsson b. á Mannskaðahóli o.v., síðast í Hólakoti og k.h. Guðbjörg Þuríður Sigmundsdóttir. Á unglingsárum stundaði Sigmundur nokkuð Drangeyjarútgerð ásamt föður sínum og bræðrum. Bóndi í Hólakoti á Reykjaströnd 1937-1939 er hann flutti til Sauðárkróks. Á Sauðárkróki vann hann m.a. við húsamálun hjá Guðmundi Jónatanssyni málara og setti svo upp dívanaverkstæði, þar sem hann vann um skeið. Síðast búsettur í Reykjavík. Ókvæntur og barnlaus.

Runólfur Jónsson (1864-1943)

  • S02082
  • Person
  • 23. júlí 1864 - 4. júní 1943

Runólfur ólst upp hjá foreldrum sínum, en hóf sjósókn ungur að aldri og reri í ýmsum verstöðvum. Kom frá Akureyri til Sauðárkróks 1903 og dvaldist þar síðan til æviloka. Fyrstu árin á Sauðárkróki átti hann dálítinn bústofn og stundaði garðyrkju með góðum árangri jafnframt sjósókninni. Árið 1915 eignaðist hann einn eigin bát, fjögurra manna far, og sótti þá sjóinn fast, var oftast einn á bátnum og aflaði vel. Árið 1918 taldi hann sig hafa aflað 950 stórþorska, 2000 þyrsklinga og 7050 ýsur af ýmslum stærðum. Veiddi einnig hafsíld í net með góðum árangri. Oft herti hann mikið að afla sínum og seldi bændum fyrir landbúnaðarafurðir eða peningagreiðslur. Gaf einnig oft nágrönnum sínum sínum á staðnum og kunningjum af afla sínum. Varð fyrir trúaráhrifum frá Lárusi farandpredikara Jóhannessyni og tók eftir það að predika úti á götum Sauðárkróksbæjar og kenndi þá í anda hinnar gömlu bókstafstrúar á Biblíuna. Kvæntist Soffíu Ólafsdóttur, þau eignuðust þrjú börn.

Margrét Gísladóttir (1896-1978)

  • S02081
  • Person
  • 22. júlí 1896 - 19. jan. 1978

Foreldrar: Gísli Ólafsson b. á Sigríðarstöðum í Flókadal og k.h. Hugljúf Jóhannsdóttir. Heimilið leystist upp þegar Margrét var fimm ára og fór hún þá í fóstur að Mósskógum, þar sem hún var fram að fermingu. Eftir fermingu dvaldi hún á ýmsum bæjum í Vestur-Fljótum. Árið 1916 kvæntist hún Valdimari Guðmundssyni, þau bjuggu fyrst í Ási í Hegranesi, þar sem Valdimar hafði verið upp alinn. Síðan á Miðmói í Flókadal 1919-1921, í Garði 1921-1925 og eftir það á Sauðárkróki. Margrét og Valdimar eignuðust tvo syni, aðeins annar þeirra komst á legg.

Óskar Bjarni Stefánsson (1901-1989)

  • S02080
  • Person
  • 1. maí 1901 - 12. júlí 1989

Sonur Stefáns Jónssonar frá Sauðárkróki og konu hans Guðrúnar Guðmundsdóttur frá Mið-Grund. Óskar var aðeins 3ja ára þegar foreldrar hans lögðu í Kanada siglingu árið 1904. Óskar varð eftir í Bjarnarbæ á Sauðárkróki hjá Bjarna Jónssyni föðurbróður sínum og Guðrúnu Ósk konu hans og ólst upp hjá þeim. Kvæntist Guðrúnu Pálsdóttur, þau eignuðust þrjú börn. ,,Óskar starfaði fyrir Síldarútvegsnefnd sem síldarmatsmaður í mörg ár víða um land en eftir það á Sauðárkróki við húsamálningar. Hann tók virkan þátt í bæjarlífinu á Króknum, var einn af stofnendum Iðnaðarmannafélagsins og Ungmennafélagsins og heiðursfélagi þess, og starfaði mikið með Leikfélagi Sauðárkróks."

Helga Jóhannesdóttir (1898-1979)

  • S02079
  • Person
  • 26. júlí 1898 - 13. nóv. 1979

Foreldrar: Jóhannes Randversson og Ólína Ragnheiður Jónsdóttir. Árið 1905 missti Helga móður sína og fór þá í fóstur til móðursystur sinnar að Skáldsstöðum í Eyjafirði. Hún dvaldi þar í tvö ár, en fór þá til vandalausra hjóna að Kolgrímastöðum í Eyjafirði og var þar í tvö ár, en hvarf af þeim liðnum 1909 til Skagafjarðar til Jóhannesar bróður síns og Sæunnar Steinsdóttur konu hans að Glæsibæ í Staðarhreppi. Hjá þeim hjónum var Helga til ársins 1915, er hún fluttist til Sauðárkróks til Geirlaugar systur sinnar og Jóns Þ. Björnssonar, manns hennar. Þar stundaði hún nám í Unglingaskóla Sauðárkróks 1915 og 1916. Árið 1919 kvæntist hún Þorvaldi Þorvaldssyni frá Þorbjargarstöðum í Laxárdal. Þorvaldur lést árið 1930 og vann Helga þá öll þau störf sem til féllu til þess að ala önn fyrir börnum sínum. Sá hún fyrstu árin um mötuneyti sjómanna á Siglufirði síðla vetrar, stundaði síldarsöltun á sumrin og vann í sláturhúsi á Sauðárkróki á haustin. Þegar síldarsöltun minnkaði á Siglufirði gerðist Helga ráðskona hjá vega- og brúargerðamönnum á sumrin og einnig ráðskona á vertíðum við mötuneyti sjómanna á Suðurnesjum. Síðustu áratugina vann hún við fiskverkun á Sauðárkróki. Helga starfaði í Verkakvennafélaginu Öldunni á Sauðárkróki, sat nokkur ár í stjórn félagsins og var formaður í tvö ár. Félagar hennar í Öldunni sýndu henni margvíslegan sóma á ýmsum tímamótum í lífi hennar, og var hún kjörin heiðursfélagi Öldunnar árið 1976. Helga og Þorvaldur eignuðust sjö börn.

Svavar Einar Einarsson (1920-2008)

  • S02076
  • Person
  • 29. júlí 1920 - 16. maí 2008

Svavar Einar Einarsson fæddist í Syðri-Hofdölum í Skagafirði 29. júlí 1920. Foreldrar hans voru Valgerður Jósafatsdóttir og Einar Guðmundsson b. í Ási í Hegranesi. ,,Svavar ólst upp í Ási í Hegranesi við öll almenn sveitastörf. Hann fór snemma að heiman og var bifreiðarstjóri á mjólkurbílum og langferðabifreiðum hjá Siglufjarðarleið og Norðurleið um margra ára skeið. Eftir það starfaði hann hjá Mjólkursamlagi Skagfirðinga í 25 ár. Svavar var einn af stofnendum Kiwanisklúbbsins Drangeyjar á Sauðárkróki og starfaði með honum meðan heilsa leyfði. Einnig var hann virkur í félagsstarfi eldri borgara." Svavar kvæntist 2. maí 1948 Margréti Selmu Magnúsdóttur frá Héraðsdal, þau stofnuðu heimili á Sauðárkróki þar sem þau bjuggu alla tíð síðan, þau eignuðust fjögur börn.

Magnús Þórir Jónasson (1921-2002)

  • S02075
  • Person
  • 11. maí 1921 - 21. maí 2002

Magnús Þórir Jónasson fæddist á Hellu í Akrahreppi. Foreldrar hans voru Jónas Kristjánsson, f. á Þverbrekku í Öxnadal, og Stefanía Sigurðardóttir, f. í Flugumýrarhvammi í Blönduhlíð. ,,Magnús flutti fimm ára með foreldrum sínum til Sauðárkróks og gekk í skóla þar. Hann vann mörg ár við vitabyggingar víðsvegar um landið og síðar hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, m.a. við trésmíðar. Magnús kvæntist árið 1960, Þóreyju Guðmundsdóttur frá Ytri-Ánastöðum á Vatnsnesi, þau eignuðust eina dóttur."

Valdimar Konráðsson (1900-1986)

  • S02074
  • Person
  • 15. sept. 1900 - 4. feb. 1986

Foreldrar: Konráð Bjarnason b. í Brekkukoti fremra í Blönduhlíð og k.h. Rósa Magnúsdóttir. Skráður bóndi í Brekku við Víðimýri árið 1921-1922. 1922 er hann talinn fara með foreldrum sínum frá Bakka í Hólmi til Sauðárkróks. Þar áttu þau heimili upp frá því að undanskyldum fardagaárinu 1927-1928 sem þau voru á Sjávarborg, Valdimar þá talinn vinnumaður þar. Á Sauðárkróki rak Valdimar lengi nokkurn búskap líkt og margir aðrir en sinnti jafnframt allri þeirri vinnu sem bauðst. Hann stundaði nokkuð sjó og átti um tíma trillubát í félagi með öðrum og var formaður. Lengst vann hann í Mjólkursamlagi Skagfirðinga og lauk þar starfsævi sinni. Eftir lát konu sinnar bjó hann á heimilum dætra sinn og undi sér síðustu árin við hestamennsku. Kvæntist Ingibjörgu Jóhannsdóttir frá Stóru-Gröf á Langholti, þau eignuðust fimm börn.

Ásta Hálfdánardóttir (1939-

  • S02045
  • Person
  • 22.07.1939-

Dóttir Hálfdáns Helga Sveinssonar bílstjóra og verslunarmanns á Sauðárkróki og k.h. Pálu Sigurrósar Ástvaldsdóttur.

Ásta Eygló Pálsdóttir (1938-

  • S02043
  • Person
  • 02.02.1938-

Ásta Pálsdóttir fæddist á Sauðárkróki 2. febrúar 1938 en flutti til Keflavíkur 1954 og hefur búið þar síðan. Ásta hefur stundað myndlistarnám víða.

Rósa Stefánsdóttir (1895-1993)

  • S02042
  • Person
  • 10. okt. 1895 - 14. júlí 1993

Rósa fæddist 10. október á Króksstöðum í Kaupvangssveit í Eyjafirði. ,,Sem unglingur var Rósa í vist hjá hinum nafntogaða presti og fræðimanni, sr. Jónasi á Hrafnagili sem þá var kennari við Gagnfræðaskólann á Akureyri. Árið 1930 var hún ráðin aðstoðarkona á Sjúkrahúsi Akureyrar, en skömmu síðar ráðskona við Menntaskólann á Akureyri. Hélt síðan til frekara náms í Danmörku og lauk prófi frá merktum hússtjórnarskóla, Ankerhus í Sorø. Næstu árin stundaði hún kennslu í sinni grein við Kvennaskólann á Laugalandi í Eyjafirði og síðar Kvennaskólann og Miðbæjarskólann í Reykjavík. Árið 1940 giftist hún Jóni Þ. Björnssyni skólastjóra á Sauðárkróki sem þá hafði verið ekkjumaður í átta ár, hann hafði átt tíu börn með fyrri konu sinni. Hún sá um þungt heimili þeirra af skörungsskap, en kenndi jafnframt við Barna- og unglingaskóla Sauðárkróks 1942­1952. Auk færni sinnar í öllum húsmóðurstörfum var Rósa mikill matreiðslusnillingur. Í meira en áratug stóð hún fyrir hótelrekstri á Hólum í Hjaltadal á sumrin eða þar til þau hjónin fluttust til Reykjavíkur 1962. Eftir það var Rósa lengi matráðskona við Hagaskólann í Reykjavík."

Hjálmar Sigurður Helgason (1909-2005)

  • S02036
  • Person
  • 29.08.1909-21.04.2005

Hjálmar Sigurður Helgason fv. bifreiðarstjóri, Holtagerði 84 í Kópavogi fæddist á Ánastöðum í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði 29. ágúst 1909. Foreldrar hans voru Margrét Sigurðardóttir frá Ásmúla í Holtum og Helgi Björnsson bóndi. Hjálmar kvæntist 6. maí 1943 konu sinni Kristbjörgu Pétursdóttur kennara frá Hranastöðum í Eyjafirði, f. 25. júlí 1916. Þau bjuggu fyrst eitt ár á Sauðárkróki, síðan á Akureyri frá 1944 - 1967. Þá fluttust þau til Kópavogs og bjuggu þar upp frá því.

Hólmfríður Elín Helgadóttir (1900-2000)

  • S02032
  • Person
  • 14.01.1900-22.06.2000

Hólmfríður Elín Helgadóttir fæddist á Ánastöðum í Svartárdal hinn 14. janúar 1900. Foreldrar hennar voru þau Margrét Sigurðardóttir og Helgi Björnsson á Ánastöðum. Hólmfríður glímdi við fötlun á fæti sem talin hafa verið vegna útvortis berkla. Eftir fermingu var hún send til Jónasar læknis á Sauðárkróki og dvaldi þar í níu ár, Jónas reyndi hvað hann gat að bjarga fætinum og gerði margar aðgerðir. Fóturinn hætti að lengjast og var allt að 14 cm. styttri en hinn. Veturinn 1923-1924 dvaldi hún í Reykjavík við nám í saumaskap. Hólmfríður kvæntist árið 1924 Magnúsi Halldórssyni b. og verkamanni á Sauðárkróki, þau eignuðust sex börn. Hólmfríður missti mann sinn árið 1932 og kvæntist ekki aftur, var búsett á Sauðárkróki.

Sigríður Kristjánsdóttir (1903-1990)

  • S02025
  • Person
  • 4. júní 1903 - 24. des. 1990

Dóttir Kristjáns Gíslasonar kaupmanns á Sauðárkróki og k.h. Bjargar Sigríðar Önnu Eiríksdóttur. Bjó í Reykjavík.

Aðalbjörg Vagnsdóttir (1893-1951)

  • S02015
  • Person
  • 14. feb. 1893 - 16. ágúst 1951

Foreldrar: Vagn Eiríksson b. í Miðhúsum í Blönduhlíð og k.h. Þrúður Jónsdóttir. Faðir hennar lést þegar hún var aðeins fimm ára gömul, móðir hennar bjó áfram í Miðhúsum með börnin í tvö ár en var eftir það í húsmennsku. Kvæntist Kristjáni R. Gíslasyni frá Grundarkoti í Blönduhlíð, þau bjuggu á Minni-Ökrum frá 1914-1927 er þau fóru í húsmennsku að Bjarnastöðum í Blönduhlíð. Voru svo í húsmennsku á Bakka í Vallhólmi og á Hjaltastöðum. Fluttu til Sauðárkróks árið 1930. Eftir að þau hættu búskap á Minni-Ökrum var Aðalbjörg ráðskona í vegavinnu hjá Rögnvaldi Jónssyni frá Kotum. Árið 1945 fluttu þau til Reykjavíkur, þau eignuðust sex börn.

Benedikt Jónsson (1863-1938)

  • S02014
  • Person
  • 1. mars 1863 - 4. ágúst 1938

Foreldrar Benedikts voru Jón Benediktsson bóndi á Hólum og Sigríður Halldórsdóttir prófasts á Sauðanesi í Þingeyjarþingi, Björnssonar. Benedikt ólst upp hjá foreldrum sínum og naut þeirrar menntunar er þá gerðist og veitt var "betri manna börnum". Hafði Benedikt prófastur afi hans, gefið sonarsyni sínum Hóla með Hofi eftir sinn dag, en hann andaðist 28. apríl 1868. Um 1880 var fjárhagur Jóns, föður Benedikts þröngur og var það samkomulag þeirra að bjóða Hólaeignina til sölu. Í þann tíma var áhugi fyrir að stofna búnaðarskóla á Norðurlandi. Varð það úr að Skagafjarðarsýsla keypti Hóla með Hofi á 13. þúsund krónur. Hugðist Benedikt nú leita sér frekara náms en hann hafði áður notið. Varð hann lærlingur hjá sr. Árna Þorsteinssyni presti á Ríp árið 1882 til að nema tungumál. Þótti hann fremur laus í ráði og hafði hann meiri áhuga á konuefni sínu, Þorbjörgu Árnadóttur frá Stokkhólma. Voru þau í húsmennsku á Syðri Brekkum 1883, en töldust þó hafa jarðarhluta á móti Sigtryggi bónda Jónatanssyni. Fluttust svo að Hofi í Hjaltadal og voru þar í sambýli við föður Benedikts 1884-1886. Brugðu þá búi og fluttust til Sauðárkróks. Var fjárhagur þá þröngur og Benedikt lítt vanur kaupstaðavinnu. Lauk verunni þar með hjónaskilnaði. Fór hann með eldri dóttur þeirra 1887 til Vesturheims, en hún réðst í vistir með yngri dótturina. Benedikt var síðar allvíða í Kanada og Norður Dakota og hafði litla staðfestu til langdvalar á sama stað en dvaldist síðast í Riverton, hann drukknaði þar í Íslendingafljóti. Benedikt og Þorbjörg eignuðust tvær dætur.
Seinni kona Benedikts, kvænt í Vesturheimi, var Kristín Baldvinsdóttir frá Skeggjastöðum í N-Múlasýslu, þau eignuðust fjögur börn.

Salóme Pálmadóttir (1884-1957)

  • S02013
  • Person
  • 7. nóv. 1884 - 21. apríl 1957

Foreldrar: Pálmi Jónsson b. á Ytri-Löngumýri og Ingibjörg Eggertsdóttir frá Skefilsstöðum á Skaga. Salóme ólst upp hjá foreldrum sínum á Ytri-Löngumýri, stundaði nám við Kvennaskólann í Reykjavík um tíma. Hún var afar trúuð og starfaði um tíma með Hvítasunnusöfnuðinum á Sauðárkróki. Kvæntist Þorvaldi Guðmundssyni, þau bjuggu fyrst að Ytri-Löngumýri, síðan að Þverárdal í Laxárdal fremri og í Mörk í sömu sveit. Árin 1915-1920 bjuggu þau á Sauðárkróki en í Brennigerði í Borgarsveit 1920-1930, er þau fluttu aftur til Sauðárkróks og bjuggu þar síðan, þau eignuðust fjögur börn.

Sigrún Ásbjörg Fannland (1908-2000)

  • S02012
  • Person
  • 29. maí 1908 - 14. mars 2000

Sigrún Ásbjörg Fannland fæddist á Ingveldarstöðum á Reykjaströnd í Skagafirði 29. maí 1908. Móðir hennar var Anna Guðrún Sveinsdóttir og faðir hennar Hálfdán Kristjánsson. Fósturforeldrar hennar voru Ingibjörg Björnsdóttir og Guðmundur Sigurðsson á Innstalandi á Reykjaströnd. Sigrún giftist Páli Sveinbjörnssyni frá Kjalarlandi í Austur-Húnavatnssýslu 14. apríl 1931. Þau skildu. Þau áttu sex börn. Sigrún flutti til Keflavíkur árið 1961. Hún vann bæði við fiskvinnslu og afgreiðslustörf hjá Kaupfélagi Suðurnesja. Hún gaf út ljóðabókina "Við arininn" árið 1979. Síðustu tvö árin dvaldi hún á Hlévangi, dvalarheimili aldraðra í Keflavík.

Sigfús Jónsson (1866-1937)

  • S02000
  • Person
  • 24. ágúst 1866 - 8. júní 1937

Foreldrar: Jón Árnason b. á Víðimýri og k.h. Ástríður Sigurðardóttir. Sigfús lauk prófi frá prestaskólanum árið 1888 og var næsta vetur við barnakennslu á Sauðákróki. Prestur að Hvammi í Laxárdal 1889-1900 og að Mælifelli 1900-1919, þjónaði jafnframt Goðdalaprestakalli 1904-1919 en það var sameinað Mælifellsprestakalli 1907. Er hann lét af embætti, fluttist hann til Sauðárkórks og varð framkvæmdastjóri Kaupfélags Skagfirðinga og gegndi því starfi til æviloka með miklum myndarbrag. En áður hafði hann verið formaður Pöntunarfélagsins, sem kaupfélagið er risið upp af, um sex ár samhliða preststarfinu og enn fyrr í stjórn þess í 6 ár. Sr. Sigfús rak stórt og myndarlegt bú á Mælifelli. Á opinberum vettvangi gegndi hann ýmsum störfum. Hann var sýslunefndarmaður 1894-1900, hreppsnefndaroddviti 1890-1900 og átti sæti í hreppsnefnd 1904-1916. Alþingismaður Skagfirðinga var hann 1934-1937. Formaður fræðslunefndar um nokkur ár. Endurskoðandi sparisjóðs Sauðárkróks frá 1908. Í stjórn SÍS var hann og í nokkur ár. Kvæntist Petreu Þorsteinsdóttur, þau eignuðust sex börn.

Ingimundur Árnason (1923-2017)

  • S02006
  • Person
  • 9. ágúst 1923 - 27. jan. 2017

Ingimundur Árnason fæddist í Ketu í Hegranesi 9. ágúst 1923. Ingimundur giftist árið 1950 Baldvinu Ásgrímsdóttur frá Syðra-Mallandi á Skaga. Ingimundur og Baldvina hófu búskap í Ketu í Hegranesi árið 1950, þau eignuðust tvö börn. Baldvina lést árið 1960 en Ingimundur bjó áfram í Ketu ásamt börnum sínum til ársins 1974 er hann fluttist til Sauðárkróks. Þar starfaði hann fyrst sem olíubílstjóri hjá Kaupfélagi Skagfirðinga og við ýmis önnur störf. Vorið 1982 keypti hann jörðina Laufskála í Hjaltadal og flutti þangað með sambýliskonu sinni, Maríu Hermannsdóttur frá Lóni í Viðvíkursveit. María lést árið 1985, þá flutti Ingimundur aftur á Sauðárkrók og bjó þar síðan, starfaði lengst af sem vörubílstjóri.

María Hermannsdóttir (1936-1985)

  • S00512
  • Person
  • 01.06.1936-31.05.1985

Foreldrar hennar voru Hermann Sigurjónsson og Rósa Júlíusdóttir. Fyrri maður Maríu var Kjartan Haraldsson frá Unastöðum í Kolbeinsdal, þau bjuggu bæði í Gröf á Höfðaströnd og á Miklabæ í Óslandshlíð en síðast á Sauðárkróki, þau eignuðust einn son. Seinni maður Maríu var Ingimundur Árnason frá Ketu í Hegranesi, þau bjuggu lengst af á Sauðárkróki en keyptu árið 1982 jörðina Laufskála í Hjaltadal. Ingimundur átti tvö börn af fyrra hjónabandi.

Kjartan Haraldsson (1928-1975)

  • S01986
  • Person
  • 18. sept. 1928 - 22. okt. 1975

Sonur Haraldar Jóhannessonar síðast b. á Bakka í Viðvíkursveit og k.h. Önnu Bergsdóttur. Kjartan fæddist á Frostastöðum í Blönduhlíð, þegar hann var 15 ára fluttu foreldrar hans að Unastöðum í Kolbeinsdal. Kvæntist Maríu Hermannsdóttur frá Lóni í Viðvíkursveit, þau bjuggu bæði í Gröf á Höfðaströnd og á Miklabæ í Óslandshlíð en síðast á Sauðárkróki þar sem Kjartan starfaði sem bifreiðastjóri. Kjartan og María eignuðust einn son.

Jónas Þór Pálsson (1930-2016)

  • S01976
  • Person
  • 15. apríl 1930 - 28. nóv. 2016

Jónas Þór Pálsson málarameistari fæddist í Syðri-Hofdölum í Skagafirði 15. apríl 1930. Foreldrar hans voru Þórdís Jónasdóttir skáld og Páll Þorkelsson verkamaður. Jónas Þór ólst upp hjá móðurforeldrum sínum, Jónasi Jónassyni frá Hofdölum (Hofdala-Jónasi) og Önnu Ingibjörgu Jónsdóttur. ,,Jónas Þór hleypti heimdraganum ungur og fór í siglingu til Evrópu og skoðaði sig um í nokkrum löndum. Þegar heim kom settist hann á skólabekk í Iðnskólanum í Reykjavík og nam málariðn og síðar fór hann í meistaranám í sömu grein. Hann stofnaði eigið fyrirtæki á Sauðárkróki, sem hét Fyllir, ásamt félaga sínum Hauki Stefánssyni. Þeir áttu farsælt samstarf í tugi ára og sáu um allt viðhald húsa á Króknum. Listagyðjan átti ætíð stóran sess í hjarta Jónasar Þórs. Hann vann í fjölda ára með Leikfélagi Sauðárkróks og Leikfélagi Akureyrar sem leiktjaldahönnuður og smiður, einnig sem sminka. Hann var tónelskur og starfaði í mörgum hljómsveitum, má þar m.a. nefna HG kvartett, Flamingó og hljómsveit Hauks Þorsteinssonar. Hin síðari ár sneri Jónas Þór sér meira að málaralistinni en hann málaði myndir fyrir vini og fjölskyldu og hélt nokkrar málverkasýningar." Jónas Þór kvæntist Erlu Gígju Þorvaldsdóttur frá Sauðárkróki, þau eignuðust tvær dætur, fyrir átti Jónas son.

Hörður Guðmundsson (1928-1987)

  • S01975
  • Person
  • 23. mars 1928 - 22. ágúst 1987

Sonur Hólmfríðar Jónasdóttur, verkakonu og skáldkonu frá Hofdölum, og Guðmundar Jósafatssonar, verkamanns frá Krossanesi. Uppvaxtarár sín dvaldi Hörður að mestu í foreldrahúsum á Sauðárkróki. Sjómaður og vélgæslumaður á Sauðárkróki. Þá vann hann einnig við hin ýmsu störf í landi lengi hjá Kaupfélagi Skagfirðinga sem afgreiðslumaður og síðustu árin sem afgreiðslumaður hjá ÁTVR á Sauðárkróki. Einnig hljóðfæraleikari. Kvæntist Sólborgu Valdimarsdóttur, þau eignuðust tvær dætur.

Haraldur Hermannsson (1923-2014)

  • S01972
  • Person
  • 22. apríl 1923 - 3. apríl 2014

Haraldur fæddist á Ysta-Mói í Fljótum og ólst þar upp. Faðir: Hermann Jónsson, bóndi og hreppstjóri á Ysta-Mói (1891-1974). Móðir: Elín Lárusdóttir (1890-1980) húsfreyja á Ysta-Mói. Eftir barna- og unglingaskóla í Fljótum hélt Haraldur til náms við Héraðsskólann í Reykholti í Borgarfirði og var þar einn vetur. Haraldur hóf búskap á Ysta-Mói ásamt konu sinni árið 1947 og bjó þar í félagi við foreldra sína. Þau hættu búskap 1973 þegar elsti sonur hans tók við búinu. Haraldur flutti þá í Haganesvík þar sem hann tók við starfi kaupfélagsstjóra Samvinnufélags Fljótamanna ásamt því að sjá um póstafgreiðslu fyrir sveitina. Hann var kaupfélagsstjóri til ársins 1977 en þá var Samvinnufélag Fljótamanna sameinað Kaupfélagi Skagfirðinga og starfsemin flutt að Ketilási. Haraldur vann svo hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, fyrst að Ketilsási og síðan hjá byggingarvörudeild Kaupfélagsins á Sauðárkróki en þangað flutti hann 1979. Haraldur gegndi ýmsum trúnaðarstörfum, var m.a. hreppstjóri Haganeshrepps 1970-82, hreppsnefndarmaður, sýslunefndarmaður, í stjórn Búnaðarsambands Skagafjarðar og formaður jarðanefndar Skagafjarðarsýslu, ásamt ýmsum öðrum trúnaðarstörfum. Haraldur sinnti auk þess ýmsum félags- og íþróttamálum, t.d. formennsku í Skíðafélagi Fljótamanna um árabil, formennsku fyrir Veiðifélag Flókadalsár, ásamt ýmsum öðrum félagsstörfum. Hann var mikill áhugamaður um skák. Haraldur kvæntist 29.12. 1946 Guðmundu Pálínu Hermannsdóttur, þau eignuðust níu börn.

Karl Bjarnason (1916-2012)

  • S03044
  • Person
  • 31. ágúst 1916 - 6. mars 2012

Foreldrar hans voru Margrét Guðfinna Bjarnadóttir og Bjarni Gíslason á Siglufirði. ,,Faðir Kalla drukknaði þegar mótorbáturinn Samson fórst í hákarlalegu og var Kalla skömmu síðar komið í fóstur að Brúnastöðum í Fljótum til hjónanna Guðrúnar Jónsdóttur og Sveins Arngrímssonar. Hann fluttist með fósturforeldrum sínum að Ásgeirsbrekku í Viðvíkursveit árið 1928. Hann átti síðan heima á allmörgum bæjum þar í nágrenninu, lengst í Hofstaðaseli en einnig á Dýrfinnustöðum og Lóni, síðast búsettur á Sauðárkróki." Hann vann margvísleg sveitastörf alla sína starfsævi. Kalli var ókvæntur og barnlaus.

Ásta Jónsdóttir (1909-1975)

  • S01966
  • Person
  • 10. okt. 1909 - 30. júní 1975

Foreldrar: Jón G. Erlendsson b. á Marbæli og k.h. Anna Rögnvaldsdóttir. Ásta ólst upp hjá foreldrum sínum á Marbæli. Hún var vetrartíma á unglinganámskeiði á Hólum og tvo vetrarparta við hússtörf í Reykjavík hjá Guðrúnu Lárusdóttur. Samkvæmt Íslendingabók var Ásta námsmey á Akureyri árið 1930. Árið 1939 kvæntist hún Ólafi Jónssyni ráðunaut frá Nautabúi á Neðribyggð. Þau bjuggu á Felli í Sléttuhlíð 1938-1941 og í Stóragerði 1945-1949 er Ólafur lést. Þá flutti Ásta til Sauðárkróks með börn þeirra. Árið 1956 fluttist hún til Reykjavíkur til að skapa börnum sínum meiri möguleika til menntunar. Sonurinn Jón hafði fengið heilahimnubólgu barn að aldri, sem varð þess valdandi að hann varð heyrnarlaus. Þar sem ekki voru þá skilyrði fyrir hann til framhaldsnáms eftir Heyrnleysingjaskólann á Íslandi kom hún honum í iðnnám í Noregi, og þar settist hann að. Ásta starfaði sem matráðskona hjá Landsíma Íslands í Reykjavík. Þau Ólafur eignuðust fjögur börn.

Trausti Jóel Helgason (1958-

  • S01948
  • Person
  • 21.10.1958-

Sonur Ingu Valdísar Tómasdóttur og Helga Rafns Traustasonar. Búsettur á Sauðárkróki.

Rannveig Lilja Helgadóttir (1960-

  • S01947
  • Person
  • 06.03.1960-

Dóttir Ingu Valdísar Tómasdóttur og Helga Rafns Traustasonar. Kvænt Viggó Jónssyni. Nuddari og verslunareigandi á Sauðárkróki.

Jón Kristberg Árnason (1942-)

  • S01933
  • Person
  • 25. nóv. 1942-

Sonur Hallfríðar Báru Jónsdóttur frá Hóli í Sæmundarhlíð og Árni Jónsson frá Vatni á Höfðaströnd. Jón er alinn upp á Víðimel við Varmahlíð. Bifreiðastjóri á Sauðárkróki. Kvæntist Sólbrúnu Friðriksdóttur, þau eignuðust þrjú börn.

Jón Kristjánsson (1942-

  • S01932
  • Person
  • 11. júní 1942-

Fæddur í Stóragerði í Óslandshlíð í Skagafirði 11. júní 1942. Foreldrar: Kristján Jónsson bóndi þar og síðar á Óslandi og kona hans Ingibjörg Jónsdóttir. Maki (25. desember 1964): Margrét Hulda Einarsdóttir bankastarfsmaður. Jón lauk samvinnuskólaprófi 1963. ,,Stundaði verslunarstörf hjá Kaupfélagi Skagfirðinga 1959–1963. Verslunarstjóri hjá Kaupfélagi Héraðsbúa á Egilsstöðum 1963–1978. Félagsmálafulltrúi Kaupfélags Héraðsbúa 1978–1984. Skipaður 14. apríl 2001 heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, lausn 23. maí 2003. Skipaður 23. maí 2003 heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, lausn 7. mars 2006. Skipaður 7. mars 2006 félagsmálaráðherra, lausn 15. júní 2006. Ritstjóri Austra á Egilsstöðum síðan 1974. Í sýslunefnd Suður-Múlasýslu 1974–1987. Formaður stjórnar Héraðsskjalasafns Austfirðinga 1975–1988. Þingkjörinn endurskoðandi Framkvæmdastofnunar ríkisins 1974–1983. Stjórnarformaður Kaupfélags Héraðsbúa 1987–1995. Í miðstjórn Framsóknarflokksins frá 1985. Í Norðurlandaráði 1990–1991. Fulltrúi Íslands í Þingmannasamtökum Norður-Atlantshafsríkjanna 1985–1987. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1989 og afvopnunarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna 1988. Varaformaður Ferðamálaráðs síðan 1999. Í stjórnarskrárnefnd frá 2005, formaður. Alþingismaður Austurlans 1984–2003, alþingismaður Norðausturkjördæmis 2003–2007 (Framsóknarflokkur). Varaþingmaður Austurlands apríl 1979, apríl 1981, febrúar–mars og nóvember 1982, október–nóvember 1983, apríl, maí, nóvember og desember 1984. Forseti neðri deildar 1987–1988. 2. varaforseti Alþingis 2006–2007." Sat einnig í fjöldamörgum öðrum nefndum og ráðum.

Sigrún Halldórsdóttir (1942-2015)

  • S01930
  • Person
  • 30. maí 1942 - 13. maí 2015

Sigrún Gísla Halldórsdóttir fæddist 30. maí 1942 á Halldórsstöðum í Seyluhreppi. Foreldrar hennar voru hjónin á Halldórsstöðum, Halldór Gíslason og Guðrún Sigurðardóttir. ,,Sigrún ólst upp í foreldrahúsum á Halldórsstöðum við öll almenn sveitastörf. Sem unglingur var hún í barnapössun innan sveitarinnar. Þá vann hún tímabundið við mötuneyti á ýmsum stöðum, svo sem í Skógaskóla og Vestmannaeyjum. Hún vann við símstöðina í Varmahlíð og fleiri störf hjá Lindermann, sem rak þar hótel, bensínsölu ásamt fleiru. Þá vann hún á nokkrum stöðum á Sauðárkróki svo sem í eldhúsinu á sjúkrahúsinu, við afgreiðslustörf í verslun Haraldar Júlíussonar, Matvörubúðinni og í vefnaðarvörudeild Kaupfélags Skagfirðinga. Hún var í nokkur ár verkstjóri í unglingavinnunni á vegum sveitarfélagsins. Þá var hún í allmörg ár starfsmaður Sauðárkrókskirkju sem aðstoðarmaður við athafnir og umsjón á þrifum á kirkju og safnaðarheimili, en hafði svo yfirumsjón með kirkjugarðinum allt til starfsloka í september 2011. Þá hafði hún til margra ára ásamt eiginmanni sínum umsjón með föndri eldri borgara á Sauðárkróki. Sigrún hafði gaman af söng og starfaði með Kirkjukór Glaumbæjarsóknar í mörg ár. Hún var virkur félagi í Sálarrannsóknarfélagi Skagafjarðar. Þá var hún alla sína ævi frístundabóndi og átti bæði kindur og hesta." Þann 17. júní 1967 giftist Sigrún Sverri Sigurðssyni Svavarssyni, frá Sauðárkróki, þau eignuðust tvö börn saman, fyrir átti Sverrir þrjá syni.

Rögnvaldur Ólafsson (1919-2007)

  • S01929
  • Person
  • 10. des. 1919 - 25. mars 2007

Rögnvaldur Þorsteinn Guðlaugur Ólafsson, eða Valdi rakari eins og hann var yfirleitt kallaður, fæddist á Siglufirði 10. desember 1919. ,,Rögnvaldur lærði hárskeraiðn á Siglufirði hjá Jónasi rakara. Hann flutti til Sauðárkróks 1946 og þar kynntist hann konu sinni Dóru Ingibjörgu Magnúsdóttur, þau eignuðust fimm börn saman, fyrir átti Rögnvaldur son. Rögnvaldur vann lengst af við rakaraiðn en einnig hjá trésmiðjunni Borg, Kaupfélagi Skagfirðinga og við önnur ýmis störf.

Jófríður Tobíasdóttir (1939-

  • S01928
  • Person
  • 4. sept. 1939-

Dóttir Tóbíasar Sigurjónssonar og Kristínar Gunnlaugsdóttur bænda í Geldingaholti. Kvæntist Björgvini Jónssyni frá Ási í Hegranesi, þau eignuðust tvo syni. Búsett á Sauðárkróki.

Ragnhildur Guðrún Lúðvíksdóttir (1938-

  • S01927
  • Person
  • 18. feb. 1938-

Foreldrar hennar voru Lúðvík Hjálmarsson bankastarfsm. á Sauðárkróki og Hulda Björnsdóttir. Ragnhildur kvæntist Ásgrími Helgasyni, þau eignuðust þrjú börn.

Jóhannes Gunnarsson (1943-2008)

  • S01926
  • Person
  • 16. feb. 1943 - 8. feb. 2008

Jóhannes Gunnarsson fæddist á Sauðárkróki 16. febrúar 1943. Foreldrar hans voru Rannveig Ingibjörg Þorvaldsdóttir tryggingafulltrúi og Gunnar Stefánsson skipstjóri. ,,Jóhannes ólst upp og kláraði skólagöngu sína á Sauðárkróki, fór í Samvinnuskólann á Bifröst og útskrifaðist þaðan 1962. Hann vann við verslunarstörf fyrstu árin á Sauðárkróki, Skagaströnd og á Blönduósi. Jóhannes var skrifstofumaður í Reykjavík hjá Járni og gleri, stofnaði Heildverslunina Hraðberg, var fjármálastjóri hjá S. Óskarssyni og síðar framkvæmdastjóri hjá Sverri Þóroddssyni. Frá árinu 1990 vann hann sem tollendurskoðandi hjá Tollstjóranum í Reykjavík. Jóhannes var félagi í Kiwanisklúbbnum Kötlu frá 1978-1981 og frá árinu 2001." Jóhannes kvæntist Guðrúnu Jónu Kristjánsdóttur, þau eignuðust tvo syni.

Guðmann Tóbíasson (1935-2012)

  • S01923
  • Person
  • 29.04.1935-04.06.2012

Guðmann Tobíasson fæddist í Geldingaholti í Seyluhreppi 29. apríl 1935. Foreldrar hans voru Tobías Sigurjónsson bóndi í Geldingaholti og Kristín Gunnlaugsdóttir frá Ytri-Kotum í Norðurárdal. Árið 1958 giftist Guðmann Marsibil Þórðardóttur, þau eignuðust tvær dætur. ,,Guðmann stundaði nám í búfræðum við Hólaskóla árin 1953-1954. Hann kynntist eiginkonu sinni á Löngumýrarskóla, þar sem hún stundaði nám veturinn 1956-1957. Guðmann og Marsibil hófu búskap á Sauðárkróki 1959, Árið 1958 hóf hann störf hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, þar vann hann hin ýmsu störf, þar á meðal í fóðurdeild, mjólkursamlagi og byggingavörudeild. Árið 1968 fluttust þau í Varmahlíð og hóf hann störf sem útibússtjóri í Kaupfélaginu og starfaði hann þar til 1994 þegar þau fluttust á Sauðárkrók þar sem hann vann áfram hjá Byggingavörudeild Kaupfélagsins á Eyrinni til sjötugs. Guðmann var virkur í öllum félagsmálum, sem dæmi var hann í Hreppsnefnd Seyluhrepps frá 1978 til 1994, Lionsklúbbi Sauðárkróks, Framsóknarfélagi Skagafjarðar og Karlakórnum Heimi frá 1970 til 2010."

Marsibil Þórðardóttir (1937-

  • S01924
  • Person
  • 15. ágúst 1937 - 29. ágúst 2013

Marsibil Þórðardóttir fæddist á Akranesi 15. ágúst 1937. ,,Marsibil ólst upp á Akranesi, að loknum grunnskóla fór hún að vinna á Sjúkrahúsinu á Akranesi, um haustið 1956 fór hún í Húsmæðraskólann á Löngumýri og var þar til loka árs 1957. Þar kynntist hún eiginmanni sínum Guðmanni Tobíassyni frá Geldingarholti og fluttu þau suður á Akranes að loknum húsmæðraskólanum, ekki var dvölin þar löng og fluttu þau aftur norður í byrjun árs 1959 og nú á Sauðárkrók, þar vann hún í Efnalaug Sauðárkróks. Árið 1968 fluttust þau í Varmahlíð þar sem hún fór að vinna hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Árið 1994 fluttust þau hjónin til Sauðárkróks þar sem hún vann áfram hjá Kaupfélaginu, en nú í Skagfirðingabúð, þar sem hún vann til 67 ára aldurs. Marsibil var einn af stofnendum Lionsklúbbsins Bjarkar og starfaði þar til æviloka. Þá var hún virkur félagi í Kvenfélagi Seyluhrepps til fjölda ára og starfaði með Leikfélagi Skagfirðinga og kirkjukór Víðimýrarsóknar um árabil." Guðmann og Marsibil eignuðust tvær dætur.

Oddrún Guðmundsdóttir (1936-2001)

  • S01925
  • Person
  • 10. feb. 1936 - 8. ágúst 2001

Oddrún Sigurlaug Guðmundsdóttir fæddist á Giljum í Vesturdal í Skagafirði hinn 10. febrúar 1936. Foreldrar hennar voru hjónin Guðmundur Jónsson og Ingibjörg Jónsdóttir. Guðmundur og Ingibjörg bjuggu síðar á Hofi í Vesturdal, í Hvammi í Svartárdal og í Stapa í Lýtingsstaðahreppi. Oddrún giftist 8. ágúst 1964 Sigurbergi Hraunari Daníelssyni deildarstjóra, þau eignuðust fjögur börn. ,,Oddrún lauk prófi frá Gagnfræðaskólanum á Sauðárkróki og Íþróttakennaraskólanum á Laugarvatni 1962. Hún vann við verslunarstörf á Sauðárkróki og kenndi síðan um árabil sund í Sundlaug Kópavogs."

Sigurberg Hraunar Daníelsson (1942-

  • S01922
  • Person
  • 15.10.1942

Sonur Laufeyjar Magnúsdóttur í Enni í Viðvíkursveit og Daníels Einarssonar. Laufey kvæntist síðar Kristjáni Einarssyni b. í Enni. Verslunarmaður á Sauðárkróki síðar Kópavogi. Kvæntist Oddrúnu Guðmundsdóttur, þau eignuðust fjögur börn.

Stefán Þór Bjarnason (1957-2018)

  • S01921
  • Person
  • 9. ágúst 1957 - 31. des. 2018

Foreldrar: Bjarni Ingibergur Sigfússon frá Syðri-Brekkum og Gunnlaug Margrét Stefánsdóttir frá Gautastöðum í Fljótum. Stefán Þór var bóndi á Neðra-Hóli, Staðarsveit, k.h. Álfheiður Arnardóttir, þau eignuðust þrjú börn.

Ævar Sigurþór Ingólfsson (1939-2019)

  • S01919
  • Person
  • 27. nóv. 1939 - 21. maí 2019

Sonur Guðrúnar Sigurðardóttur frá Sauðárkróki og Ingólfs Lárussonar frá Hnitbjörgum í Jökulsárhlíð. Guðrún og Ingólfur voru ekki kvænt. Guðrún kvæntist síðar Þórhalli Traustasyni b. á Hofi í Hjaltadal. Árið 1944 missti hún heilsuna og lést svo 1948. Ævar ólst upp á Sauðárkróki frá fimm ára aldri hjá móðurforeldrum sínum Sigurði Jósafatssyni og Þórönnu Magnúsdóttur. Vélvirki, síðast búsettur í Kópavogi.

Sigfús Jón Árnason (1938-

  • S01918
  • Person
  • 20.04.1938-

Sigfús fæddist á Sauðárkróki. Sonur hjónanna Árna Gíslasonar og Ástrúnar Sigfúsdóttur. Sigfús lærði til prests og vígðist til Miklabæjar í Skagafirði 1965. Hann þjónaði síðan að Hofi í Hofsárdal í Vopnafirði í aldarfjórðung. Nú búsettur í Grafarvogi í Reykjavík.

Haukur Skagfjörð Jósefsson (1937-1999)

  • S01915
  • Person
  • 6. jan. 1937 - 21. okt. 1999

Haukur Skagfjörð Jósefsson fæddist á Sauðárkróki 6. janúar 1937. Foreldrar hans voru Elín Aðalbjörg Jóhannesdóttir og Jósef Stefánsson. ,,Haukur lærði húsgagnasmíði hjá Helga Einarssyni í Reykjavík og húsasmíði hjá föður sínum sem rak Trésmiðjuna Björk á Sauðárkróki." Árið 1959 kvæntist Haukur Guðrúnu Stefánsdóttur Hjaltalín, þau eignuðust fjögur börn.

Sigurður Pálsson (1937-

  • S01912
  • Person
  • 26.04.1937-

Sonur Páls Sigurðssonar og Önnu Gunnlaugsdóttur á Hofi í Hjaltadal. Seinna lögreglumaður í Reykjavík. Búsettur á Sauðárkróki.

Þorsteinn Lárus Vigfússon (1927-1995)

  • S01907
  • Person
  • 31. júlí 1927 - 24. júní 1995

Þorsteinn Lárus Vigfússon fæddist á Sunnuhvoli í Vopnafirði 31. júlí 1927. ,,Þorsteinn byrjaði snemma til sjós og var alla tíð sjómaður, hann stundaði sjómennsku frá Vopnafirði framan af. Einnig fór hann á vertíðir eins og allmargir gerðu á þeim árum. Var hann meðal annars á sjó á Hornafirði og í Vestmannaeyjum. Þorsteinn keypti síðan bát með bróður sínum og stundaði sjó á þeim bát þar til hann fluttist á Sauðárkrók. Þar stundaði hann ýmsa vinnu í landi s.s. á Verkstæði KS og í Fiskiðjunni." Hann kvæntist Guðrúnu Svavarsdóttur, þau eignuðust fimm börn.

Anna Ingibjörg Jónsdóttir (1872-1960)

  • S01944
  • Person
  • 6. júlí 1872 - 19. des. 1960

Foreldrar: Jón Gíslason síðast b. á Þorleifsstöðum í Blönduhlíð og s.k.h. Hólmfríður Skúladóttir frá Krossi í Óslandshlíð. Anna lærði karlafatasaum á yngri árum hjá Ingibjörgu Pétursdóttur klæðskera á Sauðárkróki og var eftirsótt til þess starfs fram á efri ár. Einnig var hún vetrartíma hjá frú Sigríði Jónsdóttur á Reynistað við nám. Árið 1902 kvæntist Anna Jónasi Jónassyni (Hofdala-Jónasi), þau bjuggu í Grundarkoti 1903-1907, á Uppsölum 1907-1912, á Vöglum 1912-1918, á Óslandi 1918-1923, að Syðri-Hofdölum 1923-1936 er þau fluttu til Sauðárkróks. Anna og Jónas eignuðust þrjár dætur.

Elsa Jónsdóttir (1942-

  • S01906
  • Person
  • 26.03.1942-

Dóttir Jóns Eðvalds Guðmundssonar og 2.k.h. Guðbjargar Magnúsdóttur. Starfaði sem bæjarritari á Sauðárkróki.

Kjartan Erlendsson (1949-

  • S01905
  • Person
  • 09.09.1949

Frá Bólstaðarhlíð í Au-Hún. Kvæntur Stefaníu Ósk Stefánsdóttur. Búsettur á Sauðárkróki.

Jón Eðvald Friðriksson (1954-

  • S01904
  • Person
  • 23.10.1954-

Sonur Friðriks Jóns Jónssonar (Fía) og Þóru Friðjónsdóttir. Fyrrum framkvæmdarstjóri Fiskiðjunnar á Sauðárkróki. Kvæntur Lindu Haraldsdóttur.

Bragi Skagfjörð Haraldsson (1942-

  • S01902
  • Person
  • 27.04.1942

Sonur Haraldar Bjarna Stefánssonar og k.h. Jóhönnu Gunnarsdóttur í Brautarholti. Trésmiður og húsvörður á Sauðárkróki.

Arnfríður Arnardóttir (1958-

  • S01901
  • Person
  • 15.04.1958-

Dóttir Arnar Friðhólm Sigurðssonar og G. Erlu Ásgrímsdóttur. Búsett í Lækjarholti fyrir utan Sauðárkrók.

Kristján Skarphéðinsson (1922-1988)

  • S01900
  • Person
  • 1. júlí 1922 - 7. apríl 1988

Fósturbarn á Síðumúlaveggjum í Stafholtstungum í Borgarfirði árið 1930. ,,Kristján lærði ungur bifvélavirkjun og fluttist til Sauðárkróks, þar sem hann starfaði síðan, fyrst sem bifvélavirki og verkstæðisformaður, en gerðist síðar verslunarstjóri og kaupmaður í Matvörubúðinni, og þar starfaði hann síðan í mörg ár. Kristján var mikill félagsmálamaður. Lengi starfaði hann í Leikfélagi Sauðárkróks, og um langt skeið var hann helsti forvígismaður leiklistar á staðnum, og lék iðulega helstu hlutverk í ýmsum meiri háttar leikverkum við mikla hrifningu áhorfenda.Hann rak samkomuhúsið Bifröst um árabil og var þátttakandi í ýmsum klúbbum og félögum á staðnum."
Kristján var tvíkvæntur: Fyrir konu sína, Margréti, missti hann eftir fárra ára sambúð, þau áttu einn kjörson. Seinni kona hans var Erna Jónsdóttir, þau eignuðust einn son.

Ólafur Sigmar Pálsson (1938-

  • S01899
  • Person
  • 25.05.1938-

Frá Starrastöðum, sonur Guðrúnar Kristjánsdóttur og Páls Gísla Ólafssonar. Kvæntist Hjörtínu Dóru Vagnsdóttur, þau eignuðust tvö börn. Búsettur á Sauðárkróki.

Halldóra Helgadóttir (1945-

  • S01898
  • Person
  • 25.11.1945-

Foreldrar: Sigríður Björg Ögmundsdóttir og Helgi Einarsson. Halldóra er kvænt Ingimari Pálssyni, þau eiga þrjú börn. Búsett á Sauðárkróki.

Ingólfur Arnarson (1959-

  • S01897
  • Person
  • 15.12.1959

Foreldrar: Örn Friðhólm Sigurðsson og Erla Ásgrímsdóttir. Kvæntur Kristínu Jónsdóttir frá Hellulandi.

Anton Ingimarsson (1958-2011)

  • S01896
  • Person
  • 11.08.1959-31.08.2011

Anton Ingimarsson fæddist á Sauðárkróki 11. ágúst 1959. Foreldrar hans eru Ingimar Antonsson og Gíslína Kristín Helgadóttir. ,,Anton ólst upp hjá foreldrum sínum og systkinum á Sauðárkróki. Hann nam vélvirkjun og starfaði í því fagi framan af. Lengst af starfsævinni vann hann hjá ÁTVR, fyrst á Sauðárkróki, þá í Reykjavík sem verslunarstjóri í Austurstræti og Kringlunni og loks sem verslunarstjóri á Akureyri og svæðisstjóri vínbúða á Norðurlandi."
Sambýliskona 1: Ólöf Ása Þorbergsdóttir, þau eignuðust eina dóttur, þau slitu samvistum.
Maki 2: Ólöf Pálína Úlfarsdóttir, þau eignuðust einn son, þau skildu.

Sigríður Guðvarðsdóttir (1921-1997)

  • S01891
  • Person
  • 1. júlí 1921 - 26. mars 1997

Sigríður Guðvarðsdóttir fæddist í Reykjavík 1. júlí 1921. Hún var dóttir hjónanna Guðvarðs Jakobssonar bifreiðastjóra í Reykjavík og Oddrúnar Sigþrúðar Guðmundsdóttur. ,,Árið 1946 lauk Sigríður prófi í hjúkrun frá Hjúkrunarskóla Íslands. Í kjölfarið stundaði hún hjúkrun á Landspítalanum og um tíma í Stokkhólmi, en vann lengst af við sjúkrahús Skagfirðinga á Sauðárkróki eftir að hún fluttist þangað 1956, ýmist sem hjúkrunarforstjóri eða deildarhjúkrunarfræðingur og einnig við heilsuvernd. Félagsmál voru Sigríði hugleikin. Hún sat um árabil í barnaverndarnefnd og í stjórn sjúkrasamlagsins, starfaði í ýmsum félögum öðrum, einnig var hún fyrsti varaþingmaður Norðurlands vestra af D-lista 1974 og sat á þingi um tíma. Hinn 1. júní 1950 giftist Sigríður Friðriki J. Friðrikssyni fyrrum héraðslækni á Sauðárkróki, þau áttu eina fósturdóttur.

Þórdís Helga Jóhannsdóttir (1895-1926)

  • S01882
  • Person
  • 13. júní 1895 - 13. júní 1926

Þórdís var frá Lágubúð á Bækarklettum, síðar búsett á Sauðárkróki og var m.a. í fimleikahóp Jóns Þ. Björnssonar. Flutti í Steingrímsfjörð og svo á Hólmavík. Kvæntist Steingrími Magnússyni, símstjóra á Hólmavík.

Gísli Ólafsson (1946-

  • S01878
  • Person
  • 24.07.1946-

Fæddur á Akureyri en alinn upp á Sauðárkróki frá tveggja ára aldri. Sonur Guðrúnar Ingibjargar Svanbergsdóttur og Ólafs Gíslasonar bifreiðastjóra. Kvæntist Ingibjörgu Jónasdóttur, þau eiga þrjú börn.

Magnús Rögnvaldsson (1952-

  • S01876
  • Person
  • 19.08.1952-

Sonur Dóru Ingibjargar Magnúsdóttur og Rögnvaldar Ólafssonar hárskera á Sauðárkróki. Kvæntist Sigríði Valgarðsdóttur, f. 3. mars 1954, þau eiga þrjú börn.

Bogi Ingimarson (1948-

  • S01874
  • Person
  • 23.07.1948-

Sonur Engilráðar Sigurðardóttur og Ingimars Þorleifs Bogasonar. Fæddur og uppalinn á Sauðárkróki. Lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1969, stúdentsprófi frá sama skóla 1970. Lærði líffræði við HÍ og lauk BS gráðu 1973 og BSc gráðu 1974. Starfaði á þessum árum m.a. á Hafrannsóknarstofnun og við líffræðikennslu í Lindargötuskóla og síðar við Fjölbrautarskólann við Ármúla sem deildarstjóri, kennslustjóri og um fimm ára skeið sem aðstoðarskólameistari. Kvæntist Birnu Sumarrós Helgadóttur (1950-2017) sjúkraliða.

Gísli Felixson (1930-2015)

  • S01873
  • Person
  • 12.06.1930-30.09.2015

Gísli Felixson fæddist á Halldórsstöðum í Skagafirði 12. júní 1930. Foreldrar hans voru Felix Jósafatsson og Efemía Gísladóttir. ,,Gísli ólst upp í Húsey í Vallhólmi, Skagafirði. Hann stundaði nám við Héraðsskólann á Laugarvatni og síðan við Kennaraskólann í Reykjavík og útskrifaðist með kennarapróf 1952. Gísli kvæntist Erlu Einarsdóttur frá Vík í Mýrdal. Erla og Gísli bjuggu tvö fyrstu hjúskaparárin á Dalvík og fluttu þaðan til Sauðárkróks árið 1954 þar sem þau áttu heima til æviloka. Gísli kenndi fyrstu árin á Króknum við Barnaskólann á Sauðárkróki auk þess sem hann vann sumarvinnu sem flokksstjóri í vegavinnu frá 1956 til 1959. Árið 1960 fór hann í fullt starf hjá Vegagerðinni fyrst sem yfirverkstjóri og síðan rekstrarstjóri frá 1963 þar til hann hætti störfum vegna aldurs 1998." Erla og Gísli eignuðust þrjú börn.

Lovísa Dagbjört Gísladóttir (1911-1996)

  • S01868
  • Person
  • 14. des. 1911 - 22. apríl 1996

Foreldrar: Gísli Þórarinsson b. í Jaðri á Langholti o.v. og k.h. Ingiríður Hannesdóttir. Síðar umsjónarkona þvottahúss Sjúkrahússins á Sauðárkróki. Kvæntist ekki.

Mínerva Gísladóttir (1915-1998)

  • S01636
  • Person
  • 14. sept. 1915 - 9. feb. 1998

Foreldrar: Gísli Konráðsson b. á Bessastöðum og k.h. Sigríður Sveinsdóttir frá Hóli. Mínerva missti móður sína þegar hún var sjö ára gömul og ólst upp eftir það með föður sínum. Árið 1937 kvæntist Mínerva Sæmundi Jónssyni. Þau bjuggu í Glaumbæ 1937-1938, á Bessastöðum í Sæmundarhlíð 1938-1986, síðast búsett á Sauðárkróki. Mínerva og Sæmundur eignuðust átta börn saman, fyrir hafði Mínerva eignast dóttur með Sigurjóni Kristinssyni.

Kristján Hansen (1921-2009)

  • S01862
  • Person
  • 26. júní 1921 - 6. júlí 2009

Kristján Hansen var fæddur á Sauðárkróki 26. júní 1921. Foreldrar Kristjáns voru Friðrik Hansen, skáld og kennari á Sauðárkróki og f.k.h. Jósefína Erlendsdóttir. ,,Kristján ólst upp á Sauðárkróki og gekk í barnaskólann þar en fór síðan í Héraðsskólann á Laugarvatni 1938-1939. Fór í vélstjóraskóla Íslands og tók minna mótorvélstjórapróf á Akureyri 1941. Sat í hitaveitunefnd frá 1966 og var varamaður í bæjarstjórn Sauðárkróks 1966-1970. Hóf akstur vöruflutningabifreiða á milli Sauðárkróks og Reykjavíkur í félagi við bróður sinn Jóhannes Hansen, voru með þann rekstur í áratugi eða þar til þeir hættu starfsemi árið 1986. Var einn af stofnendum Vöruflutningamiðstöðvarinnar h/f og sat þar í stjórn. Var einn af stofnendum Útgerðarfélags Skagfirðinga 1968 og sat í stjórn þess. Síðustu starfsárin vann Kristján sem vaktmaður í togurum Útgerðarfélags Skagfirðinga." Kristján kvæntist Maríu Björnsdóttur 29.6. 1946 frá Refsstöðum í Laxárdal A-Hún, þau áttu einn kjörson og ólu auk þess upp systurson Maríu. Þá átti Kristján tvö börn með Rögnu Láru Ragnarsdóttur.

Friðrik Hansen (1891-1952)

  • S00284
  • Person
  • 17. jan. 1891 - 27. mars 1952

Friðrik Hansen var fæddur að Sauðá í Skagafirði 17.jan. 1891. Foreldrar hans voru Christian Hansen (danskur) og Björg Jóhannesdóttir frá Garði í Hegranesi. Friðrik ólst upp með foreldrum sínum á Sauðá. Haustið 1911 hélt hann austur í Fljótsdalshérað þar sem hann gerðist heimiliskennari á Sleðbrjót í Jökulsárhlíð og fleiri bæjum þar eystra. Friðrik lauk kennaraprófi 1915. Haustið 1916 gerðist hann kennari í Torfalækjarhreppi og starfaði þar í eitt ár, var kennari í Staðarhreppi 1917-1920 og síðan á Sauðárkróki til dauðadags. Bóndi í Garði í Hegranesi 1920-1921. Ungur hóf Friðrik störf við vegagerð, árið 1928 varð hann vegaverkstjóri í Vestur-Húnavatnssýslum og gegndi því starfi til æviloka, hann var mjög vinsæll verkstjóri. Friðrik tók virkan þátt í félagsmálum á Sauðárkróki, sat lengi í stjórn UMFT, tók virkan þátt í starfsemi verkamannafélagsins Fram og var oddviti hreppsnefndar Sauðárkróks um 12 ára skeið. Þó að störf Friðriks Hansens við kennslu, verkstjórn og bæjarstjórnarmál væru umfangsmikil varð hann þó hvað þekktastur fyrir ljóðagerð sína. Tvisvar hafa ljóð hans verið gefin út, Ljómar heimur árið 1957 og Ætti ég hörpu árið 1982.
Friðrik Hansen var tvíkvæntur, fyrri kona hans var Jósefína Erlendsdóttir, þau eignuðust átta börn saman, fyrir hefði Jósefína eignast dóttur með fyrri manni sínum. Jósefína lést árið 1937. Seinni kona Friðriks var Sigríður Eiríksdóttir frá Djúpadal, þau eignuðust fjögur börn. Friðrik eignaðist einnig dóttur með Sigurlaugu Björnsdóttur frá Veðramóti.

Jósefína Erlendsdóttir (1894-1937)

  • S00911
  • Person
  • 2. nóv. 1894 - 19. nóv. 1937

Dóttir Erlendar Eysteinssonar og Ástríðar Helgu Sigurðardóttur á Beinkeldu í Reykjabraut. Jósefína ólst upp með foreldrum sínum, fyrst á Beinkeldu og síðar á Stóru-Giljá. Jósefína fór ung til Reykjavíkur þar sem hún lærði m.a. að sauma karlmannsföt. Síðar stundaði hún nám í Kvennaskólanum á Blönduósi. Hún giftist árið 1913, þá 19 ára gömul, Guðmundi Frímannssyni kennara frá Hvammi í Laxárdal, þau eignuðust eina dóttur, þau slitu samvistum. Árið 1919 kvæntist hún Friðriki Hansen frá Sauðá í Borgarsveit, þau eignuðust átta börn saman.

Results 341 to 425 of 657