association

Taxonomy

Code

Scope note(s)

    Source note(s)

      Display note(s)

        Hierarchical terms

        association

          Equivalent terms

          association

          • UF Félag

          Associated terms

          association

            10 Authority record results for association

            10 results directly related Exclude narrower terms
            S03639 · Association · 1964-2001

            Fyrsti fundur áhugamanna um tónlistarlíf á Sauðárkróki var haldinn þann 5. Apríl 1963. Frumkvæði að fundinum áttu þeir Jóhann Salberg Guðmundsson, sýslumaður á Sauðárkróki og Björn Jónsson, hreppstjóri. Ákveðið var að stofna tónlistarfélag og meðal þeirra sem kosnir voru í framkvæmdastjórn voru Eyþór Stefánsson, tónskáld og Jón Björnsson, tónskáld. Helsta markmið félagsins var að efla tónlistarlíf í Skagafirði og að stofna tónlistarskóla. Tónlistarfélagið var síðan formlega stofnað þann 4. janúar 1964. Félagið lagði áherslu á að koma á fót tónlistarskóla á svæðinu. Félagið fékk nafnið Tónlistarfélag Skagfirðinga og var fyrst og fremst starfrækt á Sauðárkróki.
            Annað félag, Tónlistarfélag Skagafjarðarsýslu, var starfrækt utan Sauðárkróks en lög þess voru samþykkt á framhaldsstofnfundi 21. apríl 1976.
            Árið 2001 var boðað til fundar þar sem lagt var til að stofnað yrði eitt tónlistarfélag í Skagafirði og leggja hin félögin niður. Nýja félagið, Tónlistarfélag Skagafjarðar, er skráð hjá ríkisskattstjóra 16.01.2001 en afskráð 09.06.2023. Tónlistarfélag Skagafjarðarsýslu var þó ekki afskráð hjá skattinum fyrr en 2020.

            S03638 · Association · 1976-2020

            Fyrsti fundur áhugamanna um tónlistarlíf á Sauðárkróki var haldinn þann 5. Apríl 1963. Frumkvæði að fundinum áttu þeir Jóhann Salberg Guðmundsson, sýslumaður á Sauðárkróki og Björn Jónsson, hreppstjóri. Ákveðið var að stofna tónlistarfélag og meðal þeirra sem kosnir voru í framkvæmdastjórn voru Eyþór Stefánsson, tónskáld og Jón Björnsson, tónskáld. Helsta markmið félagsins var að efla tónlistarlíf í Skagafirði og að stofna tónlistarskóla. Tónlistarfélagið var síðan formlega stofnað þann 4. janúar 1964. Félagið lagði áherslu á að koma á fót tónlistarskóla á svæðinu. Félagið fékk nafnið Tónlistarfélag Skagfirðinga og var fyrst og fremst starfrækt á Sauðárkróki.
            Annað félag, Tónlistarfélag Skagafjarðarsýslu, var starfrækt utan Sauðárkróks en lög þess voru samþykkt á framhaldsstofnfundi 21. apríl 1976.
            Árið 2001 var boðað til fundar þar sem lagt var til að stofnað yrði eitt tónlistarfélag í Skagafirði og leggja hin félögin niður. Nýja félagið, Tónlistarfélag Skagafjarðar, er skráð hjá ríkisskattstjóra 16.01.2001 en afskráð 09.06.2023. Tónlistarfélag Skagafjarðarsýslu var þó ekki afskráð hjá skattinum fyrr en 2020.

            S03637 · Association · 2001-2023

            Fyrsti fundur áhugamanna um tónlistarlíf á Sauðárkróki var haldinn þann 5. Apríl 1963. Frumkvæði að fundinum áttu þeir Jóhann Salberg Guðmundsson, sýslumaður á Sauðárkróki og Björn Jónsson, hreppstjóri. Ákveðið var að stofna tónlistarfélag og meðal þeirra sem kosnir voru í framkvæmdastjórn voru Eyþór Stefánsson, tónskáld og Jón Björnsson, tónskáld. Helsta markmið félagsins var að efla tónlistarlíf í Skagafirði og að stofna tónlistarskóla. Tónlistarfélagið var síðan formlega stofnað þann 4. janúar 1964. Félagið lagði áherslu á að koma á fót tónlistarskóla á svæðinu. Félagið fékk nafnið Tónlistarfélag Skagfirðinga og var fyrst og fremst starfrækt á Sauðárkróki.
            Annað félag, Tónlistarfélag Skagafjarðarsýslu, var starfrækt utan Sauðárkróks en lög þess voru samþykkt á framhaldsstofnfundi 21. apríl 1976.
            Árið 2001 var boðað til fundar þar sem lagt var til að stofnað yrði eitt tónlistarfélag í Skagafirði og leggja hin félögin niður. Nýja félagið, Tónlistarfélag Skagafjarðar, er skráð hjá ríkisskattstjóra 16.01.2001 en afskráð 09.06.2023. Tónlistarfélag Skagafjarðarsýslu var þó ekki afskráð hjá skattinum fyrr en 2020.

            S03678 · Organization · 1928 - 1945

            Á hreppaskilum að Lýtingsstöðum 20. júní 1928, var samkvæmt lögum frá síðasta Alþingi kosin nautgripa- kynbótanefnd fyrir Lýtingsstaðahrepp. í nefndinni voru tilnefndir: Sveinn Stefánsson, bóndi á Tunguháls, Hannes Kristjánsson, bóndi á Hvammkoti, formaður Magnús Sigmundsson, bóndi á Vindheimum, ritari. Á Lýtingsstöðum 3. júlí hittust nefnadarmenn og ræddu um nautahald fyrir hreppinn og kom saman um að minnst væri hægt að komast af með þrjú naut fyrir hreppinn, tvö fullorðin og eitt ungt. Þurfti svo að komast að niðurstöðu um hvaða naut yrðu notuð. Á hreppaskilum að Lýtingsstöðum 15. oktober 1929, hreifði Hannes Kristjánsson í Hvammkoti við því hvort bændur vildu ekki stofna nautgripræktarfélag fyrir hreppinn. Samþykkt var með öllum greiddu atkvæðum að stofna félagið.

            S03712 · Organization · 1974 - 1985

            Þriðjudaginn 30 júní 1974 var stofnfundur Mjólkurflutningafélags Fljóta og Fellshrepps haldin að Sólgörðum. Fundarboðandi var Trausti Sveinsson og nefndi hann til fundarstjóra Hermann Jónsson og fundarritara Sigurbjörn Þorleifsson. Samþykkt var á fundinum gjaldskrá í 5 liðum og fór svo fram stjórnarkjör, fyrir Holtshrepp, Trausti Sveinsson og Hermann Jónsson, fyrir Haganeshrepp Sigurbjörn Þorleifsson og Sigmundur Jónsson, fyrir Fellshrepp Stefán Gestsson. Tilgangur félagsins er að flytja mjólk af félagssvæðinu til Mjólkursamlags Sakagfirðinga, farþega og vörur með bifreið er félagið á og rekur á eigin ábyrgð. Félagssvæðið er Hóltshreppur, Haganeshreppur og Fellshreppur. Allir bændur á félagssvæðinu sem framleiða mjólk skulu ganga í félagið og flytja mjólk sína með því. Enginn getur gengið úr félaginu nema hann hætti mjólkurframleiðslu eða flytji burtu. Fram kom að þjónustu K.S. Sauðárkróki væri ábótavant í sambandi við afgreiðslu á vörum fyrir bændur. Fundurinn ákvað að beina því til stjórnar K.S. að bætt verði afgreiðsla á fóðurvörum og á vörupöntunum sem sendar eru með mjólkurbílstjóra.
            Á fundi 11.03.1977 kom fram að breitt fyrirkomulag á mjólkurflutingum hér í héraði tæki gldi 1. maí með tilkomu tankbíla til flutninga og þá um leið allir mjólkurflutningar í umsjá Mjókursamlags Skagfirðinga og væri því ekki þörf fyrir flutningafélagið að reka né eiga bíla. Og 1.maí hætti félagið að flytja mjólk til Sauðarkróks og flutningum til bænda frá Sauðárkrók og tók Kaupfélag Skagfirðinga við þeim, og keypti annan bílinn en hinn bíllinn var seldur Bjarna Haraldssyni. Óráðstafaður afgangur 138.970 kr, var ákveðið að ráðstafa til Kvenfélaga í Fljótum og Sléttuhlíð. Kvenfélagið í Fljótum fær 100.000 kr, en Kvenfélagið í Fellshreppi það sem eftir er. Samþykkt var að slíta félaginu þegar endalegir reikninga þess liggja fyrir. ( Upplýsingar koma frá fundagerðabók félagsins ).

            S03642 · Association · 1918-1945

            Málfundarfélagið Von í Stíflu var stofnað 25. apríl 1918 á Knappstöðum. Árið 1928 er málfundarfélaginu breytt í ungmennafélag og hét þá eftirleiðis Ungmennafélagið Von í Stíflu, skammstafað U.m.f.V. Síðasta fundagjörð U.m.f.V. er frá 15.4.1945 en ekki kemur þar fram að félagið sé formlega lagt niður. Erfitt hefur þó verið að halda félagsskapnum gangandi því í fundargjörð frá 29.3.1945 kemur fram að félagsmenn ræddu hvort leggja ætti félagið niður, ekki síst þar sem "... svo fáir félagsmenn eru á félagssvæðinu og út lit fyrir að þeim muni fækka en þá meira af völdum Fljótarvyrkjunar, þar sem félagssvæðið Stíflan legðist að mestu undir vatn." Í sömu fundargjörðabók tekur við lög Ungmennafélags Holtshrepps og félagaskrá frá 1949 til 1958. Allt bendir því til þess að félagið hafi runnið inn í þann félagsskap.

            Hólafélagið (1964-
            S03232 · Organization · 1964

            Hólafélagið var stofnað að Hólum í Hjaltadal, þann 16. ágúst 1964. Höfðu áhugamenn um endurreisn Hólastaðar áður komið saman og undirbúið stofnun félagsins. Í grein Húnavöku segir um félagið: "Allt frá upphafi hefir megináhersla verið lögð á, að félagið næði til allra landsmanna. I 2. gr. að lögum félagsins, er komist svo að orði: „Hlutverk félagsins er, að beita sér fyrir samtökum meðal þjóðarinnar um eflingu Hólastaðar á sem víðtækustu sviði. Skal höfuðáhersla lögð á endurreisn biskupsstólsins á Hólum og eflingu Hóla, sem skólaseturs og vill félagið vinna."
            að því að við hlið bændaskólans rísi upp nýjar menntastofnanir, sem hæfa þessu forna menningarsetri. Að því skal stefnt, að Hólar verði í framtíðinni andleg aflstöð og kirkjuleg miðstöð í Hólastifti."

            S03709 · Organization · 1974 - 1988

            Samkvæmt fundargjörðabók segir að þann 2.10.1974 hafi Gísli Kristjánssson, oddviti Hofsóshrepps boðað hrossaeigendur í Hofsóshreppi til fundar í félagsheimilinu Höfðaborg. Mættir voru 8 hrossaeigendur og skýrði oddviti frá því vandamáli sem skapast hefur í þorpinu vegna hrossa sem þar ganga laus og sagði úrbætur mjög nauðsynlegar og þar sem engin félagasamtök væru til væri mjög æskilegt að stofna hestamannafélag þá yrðu þessi mál leyst og skipulögð á félagslegum grundvelli. Sýndur var á fundinum uppdráttur af fyrirhuguðu gripahúsahverfi í landi hreppsins hjá Hofsgerði. Máli þessu skildi hraðað sem hægt væri. Mætt voru auk oddvita. Jóhannes Pálsson, Sveinn Einarsson, Snorri Jónssson. Friðbjörn Þórhallsson, Pétur Olafsson, Gunnar Baldvinsson, Sigursteinn Guðlaugsson og Margrét Kristjánsdóttir.
            Hlé kemur í ritun bókar frá 1976 til 1984.
            Í fundagerð 14.02.1984 sem er framhaldsfundur frá 13.02 þá eru kynnt drög af lögum félasins og þar kom fram að breyta ætti nafni félagsins vegna væntanlegrar inngöngu í L.H og gerði tillögu að félagið heiti Svaði. ( skráð úr fundagjörðabók 28.12.2023 LVJ )

            S02863 · Organization · 1991

            Félagið var stofnað árið 1991. Tilgangur þess var m.a. að starfa að ýmsum hagsmunamálum félagsmanna og gefa fólki tækifæri til að miðla reynslu og upplýsingum. Ekki liggur fyrir hvort félagið var lagt niður með formlegum hætti og þá hvenær.

            S03567 · Organization · 12.03.1916-

            "Alþýðusamband Íslands (ASÍ) er heildarsamtök íslenskra stéttarfélaga, stofnað 12. mars 1916. Í dag eru meðlimir þess um það bil 108.000 u.þ.b. helmingur starfandi vinnuafls. Félagsmenn eru hvort tveggja starfandi á almennum vinnumarkaði og hjá hinu opinbera. Á heimasíðu ASÍ segir að „verkalýðshreyfingin hafi að verulegu leyti byggt upp það velferðarkerfi sem við njótum góðs af í dag, samstaðan og fjöldinn gerir henni kleift að hafa pólitísk áhrif og móta þjóðfélagið að þörfum fólksins. ASÍ gerir kröfu um úrbætur, völd og áhrif fyrir hönd félaga sinna, en úrslitavaldið þegar mest á reynir, til dæmis við gerð kjarasamninga eða verkfallsboðun, er ætíð í höndum fólksins í stéttarfélögunum.“"