Samband skagfirskra kvenna: Skjalasafn
- IS HSk N00030
- Safn
- 1947-2008
Árskýrslur, rit, ljósmyndir og ýmis gögn Sambands skagfirskra kvenna 1947-2015.
Samband Skagfirskra kvenna (1943 -)
Samband skagfirskra kvenna: Skjalasafn
Árskýrslur, rit, ljósmyndir og ýmis gögn Sambands skagfirskra kvenna 1947-2015.
Samband Skagfirskra kvenna (1943 -)
Kvenfélag Rípurhrepps: Skjalasafn
Bréf, fundagerðir, ársskýrslur o.fl. gögn. Allnokkrar öskjur.
Kvenfélag Rípurhrepps (1951-)
Samband skagfirskra kvenna: Skjalasafn
Skjalasafnið inniheldur óútfyllt heiðursskjöl, bækur, fána, fjölrit, ljósmyndir, bankabækur, ávísanahefti og ýmis bókhaldsgögn úr fórum Sambands skagfirskra kvenna frá árunum 1980-2013.
Samband Skagfirskra kvenna (1943 -)
Kvenfélag Seyluhrepps: skjalasafn
Safnið inniheldur skýrslur, fundagerðir, fundaboð og -dagskrár, félagatal, ársreikninga, ágrip úr sögu kvenfélagsins, bréf og erindi, fréttabréf, ræður formanna, uppskriftir, heillaóskir vegna 70 ára afmælis kvenfélagsins, kveðskap, kjörseðla og eyðublöð. Um mikið og fjölbreytt safn er um að ræða.
Kvenfélag Seyluhrepps
Samband Skagfirskra kvenna: skjalasafn
Nokkrar afhendingar sem skráðar voru undir einu númeri. Um er að ræða, innbundnar bækur, skjöl og skýrslur frá Sambandi Skagfirskra kvenna (S.S.K.) starfstímabilið 1967-2008. Gögnin voru varðveitt í nokkrum öskjum, um er að ræða nokkrar afhendingar sem voru í öskjum nr.461, 515, 516, 517, 580 og 581. Ekki er vitað með vissu hverjir skjalamyndarar voru.
Í öskju 461 var 1 fundagerðarbók (1989-2003).
Samkvæmt lista sem fylgdi er líklega um sömu afhendinguna að ræða í öskjum 515, 516 og 517, sbr.lista yfir innihaldi afhendingarinnar sem fylgdi með. Gögnin voru afhent árið 2011, ekki er vitað hver skjalamyndari -/ar voru.
í öskju nr. 515, voru ársskýrslur SSK (1975-1996).
Í öskju nr. 516: ársskýrslur (1997-2007).
Í öskju nr. 517 fundagerðarbók (1982-2008), gestabók og orlofsfréttir.
Askja 580 fundagerðabók (1976-1984, fundagerðir aðalfunda 1982-1985 og 1987, listi yfir formenn kvenfélaga, ræða (ódags.) fundagerðir Sambands Norðlenskra kvenna (1984 og 1985).
Askja nr. 581 innihélt ársreikninga S.S.K. (1967-1979) og ársskýrslur K.Í 1991 - afhending frá Helgu Bjarnadóttur. Handskrifað blað þess efnis hvaða gögn hún afhenti fylgdi með.
Í öskju nr. 640 var ritið "Samtök Skagfirzkra kvenna 100 ára".
Samband Skagfirskra kvenna (1943 -)
Tvær fundargerðarbækur, innbundnar og handskrifaðar og hafa varðveist mjög vel, sú elsta er síðan 1908. Tölvuútprentað söguágrip í þremur heftum í A4 stærð, gert 2008.
Kvenfélag Staðarhrepps (1908-)
Kristbjörg Bjarnadóttir: Skjalasafn
Kvenfélagið Hvöt: Fundagerðir, bréf o.fl. úr starfi félagsins.
Kristbjörg Sigurjóna Bjarnadóttir (1935-2015)
Fundagerðabækur og handskrifað blað félagsins.
Kvenfélagið Framtíðin (1939-)
Um er að ræða mikið safn af handskrifuðum, vélrituðum, ljósritum, forprentuðum og tölvuútprentuðum skjölum. Auk þess formleg, óformleg erindi og bréf, skýrslur, bæklingar, þingsályktanir og fleira tengt málefnum sem S.S.K. lét sig varða um.
Félagatöl, lög S.S.K og Sambands Norðlenskra Kvenna (S.N.K.) og Kvenfélagssambands Íslands, einnig ársreikningar, jólakort, símskeyti tilefni 40 og 50 ára afmælis S.S.K. Samband Skagfirskra Kvenna stóð fyrir hugmyndasamkeppni um minjagrip árið 1987 og er verðlaunateikningin geymd í safninu. Einnig er prótótýpa af merki S.S.K. sem hannað var fyrir 40 ára afmæli S.S.K. 1983. Á meðal skjala voru innbundnar fundagerðir frá 1974-1983 og 2003, nokkrar voru til í tveimur eintökum og var ákveðið að grisja úr safninu og halda eftir einni fyrir hvert ár.
Í safninu er talsvert af úrkliptum auglýsingum, blaðagreinum og viðtölum úr héraðsfréttablöðunum Degi og Feyki, einnig Morgunblaðinu, frá árinu 1983-1997 sem tengdust starfi S.S.K og áhugasviða þeirra sem voru í forsvari fyrir sambandið. Blaða og úrklippusafnið var allt fjarlægt þar sem blöðin eru aðgengileg á www.timarit.is og engin þörf talin á að geyma þau né auglýsingarnar.
Í fyrstu var allt gróflega flokkað, síðan var ákveðið að flokka skjölin eftir ártölum. Pappírsgögn frá 1968-1979 voru sett saman við skjöl frá 1980 þar sem þau voru svo fá.
Í safninu eru nokkrar veifur, allir aukahlutir sem voru í veifunum voru teknir úr (skrúfur, plaststangir o.þ.h.). Öll gögn sem voru í plast- og pappamöpppum voru tekin úr og möppurnar fjarlægðar úr safninu einnig smellurammi. Einnig auðar blaðsíður og hefti voru fjarlægð að mestu þó þau væru ekki farin að skemma út frá sér. Nokkuð ljósmyndasafn fylgdi skjölunum, það var sett í sýrufría plastvasa. Búið var að skanna myndirnar inn og þær tengdar við safnið. Í safninu voru einnig vísur, stökur og kvæði eftir konur sem tengdust kvenfélögunum í Skagafirði og S.S.K. að einhverju leyti.
Allt safnið var í góðu ástandi og greinilega vel varðveitt.
Samband Skagfirskra kvenna (1943 -)
Sigurgeir Angantýsson: Skjalasafn
Úrklippubókin er samanteknar upplýsingar um Danslagakeppni Kvenfélags Sauðárkróks. Ýmis efni á hljóðböndunum, m.a. upptökur af útvarpsefni ruv og æfing hjá kirkjukór.
Félagsheimilið Melsgil:skjalasafn
Gögn er varða Félagsheimilið Melsgil, Staðarhreppi frá 1961-2000. Ekki er vitað hver skjalamyndari var. Í safninu er afsöl og lóðarleigusamningur frá óðalsbændum á Reynistað um lóðina undir félagsheimilið. Einnig eru skuldabréf og veðbandslausnir fyrir umrædda lóð. Ýmis skjöl, bréf, teikningar og erindi er varða rekstur og eignarhluta í félagsheimilinu auk fylgigögnum bókhalds og skoðanakönnun á meðal hreppsbúa um viðbyggingu við húsið.
Félagsheimilið Melsgil
Kvenfélag Sauðárkróks: Skjalasafn
Stílabækur, bók, video-spóla, möppur, fylgiskjöl.
Kvenfélag Sauðárkróks (1950-)
Kvenfélagið Ósk Óslandshlíð: skjalasafn
Safn fundagerðabóka og pappírsgagna sem voru í vörslu Sigurbjargar Halldórsdóttur í Brekkukoti og síðar hjá Halldóru Magnúsdóttur dóttur Sigurbjargar sem var ritari kvenfélagsins. Í safninu eru 2 innbundnar og handskrifaðar fundagerðabækur og pappírsgögn sem samanstendur af handskrifuðum bréfum, fundargerðir frá K.Í, Sambandi Norðlenskra kvenna, rit sem fjalla um ýmis konar handavinnu og fræðsluefni um félagsmál og fundastjórn, kveðskap og handskrifaðar frásagnir. Í safninu eru einnig nokkur handskrifuð bréf frá Rannveigu Líndal til Sigurbjargar sem þá var formaður Kvenfélagsins Óskar og bréf til Magnúsar Hartmannssonar í Brekkukoti vegna milligöngu hans um kaup á spunavél fyrir kvenfélagið. Magnús var í samskiptum við Stefán Jónsson á Núpi við Djúpavog sem framleiddi spunavélar sem kvenfélagið keypti.
Safnið var óflokkað og mikið af bréfunum varðveitt í umslögum. Bréfin voru flokkuð ítarlega, umslögin voru flest orðin snjáð og búið var að fjarlægja frímerkin af þeim voru grisjuð úr. Heilleg umslög fengu að vera áfram í safninu. Ein blaðsíða úr Morgunblaðinu, laugardaginn 26. júlí 1969 var grisjuð úr safninu á henni var umfjöllun um 100 ára afmæli kvenfélags Rípurhrepps - sjá slóðina hér fyrir neðan.
Kvenfélagið Ósk í Óslandshlíð
Ása Sigríður Helgadóttir: Skjalasafn
Fréttabréfið Orlofsfréttir úr Skagafirði.
Ása Sigríður Helgadóttir (1930-2015)
Kvenfélag Lýtingsstaðahrepps: Skjalasafn
Fimm fundargerðarbækur Kvenfélags Lýtingsstaðahrepps í Skagafirði frá árunum 1939-1992
Kvenfélag Lýtingsstaðahrepps
Kvenfélagið Freyja: Skjalasafn
1 handskrifuð fundagerðabók og 1 handskrifuð reikningabók. Einnig lausir reikningar. Með er fundargerð 27. aðalfundar Sambands skagfirskra kvenna 1969.
Kvenfélagið Freyja (1943-
Harðspjalda handskrifuð bók með grænni kápu og er í lélegu ástandi. Mikið los á blaðsíðum og þær rifnar en læsilegar. Kápa laus frá bók að nánast öllu leiti en hangir rétt saman á þræði.
Kvenfélag Hólahrepps
Kvenfélag Sauðárkróks: Skjalasafn
11 ljósmyndir úr sýningunni Deleríum Búbónis.
Kvenfélag Sauðárkróks (1950-)
Kvenfélag Sauðárkróks: Skjalasafn
Ljósmyndir úr sýningunni Deleríum búbónis, sem Kvenfélag Sauðárkróks setti upp árið 1967.
Kvenfélag Sauðárkróks (1950-)
Gunnlaug Sigurbjörg Sigurðardóttir
Raddir heiðursfélaga Kvenfélags Sauðárkróks, upptaka gerð 2. febrúar að Ásvallagötu 9, Rvk. af Hannesi Péturssyni. Heiðursfélagar kvenfélagsins eru: Elínborg Jónsdóttir, Jórunn Hannesdóttir og Sigríður Sigtryggsdóttir
Hannes Pétursson (1931-)
Kvenfélagasamband Íslands: Skjalasafn
Hefti með lögum sambandsins.
Kvenfélagasamband Íslands (1930-)
Sjö harðspjalda handskrifaðar fundabækur í misgóðu ástandi en allar nema ein eru með límmiða á kili. Stofnun félagsins og starfsemi er rituð hér og gaman að lesa.
Hið skagfirska kvenfélag (1895 - 1953 )
Ólína Ingibjörg Björnsdóttir (1903-1980) (Afh. 2018:019)
Tilgáta: Hið skagfirska kvenfélag á tímabilinu 1940-1950.
Ólína Ingibjörg Björnsdóttir (1903-1980)
Hið skagfirska kvenfélag: Skjalasafn
Hið skagfirska kvenfélag: Fundargerðabók 1908-1911.
Félagið var stofnað árið 1895 og er enn starfandi undir nafni Kvenfélags Sauðárkróks.
Hið skagfirska kvenfélag (1895-1950)