Sýnir 3637 niðurstöður

Nafnspjöld
Héraðsskjalasafn Skagfirðinga (1947-)**

Sigurður Bjarnason (1915-2012)

  • S02949
  • Person
  • 18. des. 1915 - 5. jan. 2012

Sigurður Bjarnason, f. í Vigur í Ísafjarðardjúpi. Foreldrar: Bjarni Sigurðsson (1889-1974) hreppstjóri í Vigur og Björg Björnsdóttir (1889-1977) húsfreyja. Sigurður ólst upp hjá foreldrum sínum í Vigur. Maki: Ólöf Pálsdóttir myndhöggvari. Þau eignuðust tvö börn. ,,Sigurður lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1936, lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1941 og lauk framhaldsnámi í lögfræði í Cambridge á Englandi 1945. Hann var ritstjóri Vesturlands 1942-59, ritstjóri Stefnis 1950-53, blaðamaður við Morgunblaðið frá 1941, stjórnmálaritstjóri Morgunblaðsins frá 1947 og aðalritstjóri blaðsins 1956-70. Hann var alþm. Norður-Ísafjarðarsýslu fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1942-59, varaþm. 1959-63 og alþm. Vestfjarðakjördæmis fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1963-70. Hann var forseti neðri deildar Alþingis 1949-56 og 1963-70. Sigurður var skipaður sendiherra Íslands í Danmörku 1970-76 og jafnframt á Írlandi, í Tyrklandi og fyrsti sendiherra Íslands í Kína, var sendiherra í Bretlandi 1976-82 og jafnframt Írlandi, Hollandi og Nígeríu. Hann starfaði í utanríkisráðuneytinu í Reykjavík 1982-85, var sendiherra á Kýpur frá 1983 og á Indlandi, Kýpur og í Túnis 1983-85. Sigurður vann mikið að heimkomu handritanna til Íslands sem sendiherra Íslands í Danmörku. Sigurður var formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands 1938-39, var formaður Stúdentafélags Reykjavíkur 1941- 42, forseti bæjarstjórnar Ísafjarðar 1946-50, formaður Blaðamannafélags Íslands 1957-58, og formaður Norræna blaðamannasambandsins 1957-58, var stjórnarformaður menningarsjóðs blaðamanna 1946-62, sat í Útvarpsráði 1947-70 og var formaður þess 1959, formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs 1953-59 og 1963-70, og var einn af forsetum ráðsins 1953-56, 1958- 59 og 1963-70, sat í Þingvallanefnd 1957-70 og var formaður Norræna félagsins 1965-70. Sigurður var formaður utanríkismálanefndar Alþingis um skeið, var skipaður í undirbúningsnefnd löggjafar um þjóðleikhús 1947, sat í endurskoðunarnefnd laga um skipun prestakalla og endurskoðunarnefnd íþróttalaga 1951, var kosinn í milliliðagróðanefnd 1951, í úthlutunarnefnd atvinnuaukningarfjár 1959-60, sat í úthlutunarnefnd listamannalauna 1961-66 og í stjórn Atvinnubótasjóðs, síðar Atvinnujöfnunarsjóðs 1962-70, skipaður í nefnd til að gera tillögur um framtíðarskipan ferðamála á Íslandi 1962 og í endurskoðunarnefnd hafnalaga 1966, í endurskoðunarnefnd laga um þingsköp Alþingis 1966 og skipaður í endurskoðunarnefnd laga um utanríkisráðuneyti Íslands og fulltrúa þess erlendis 1968. Hann sat á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1960-62. Sigurður skrifaði fjölda tímarits- og blaðagreina ásamt útvarpserindum um þjóðleg og söguleg efni. Hann var sæmdur fjölda orða og heiðursmerkja og sýndur annar sómi í viðurkenningarskyni fyrir margháttuð opinber störf sín."

Sigurður Björnsson (1865-1939)

  • S03187
  • Person
  • 04.02.1865-29.11.1939

Sigurður Björnsson, f. á Hofsstöðum 04.02.1865, d. 29.11.1939 í Hofsstaðaseli. Foreldrar: Björn Pétursson, bóndi og hreppsstjóri á Hofsstöðum og fyrri kona hans, Sigríður Pálsdóttir. Sigurður óst upp hjá foreldrum sínum og vann svo að búi föður síns og stjúpu, þar til hann reisti sjálfur bú. Bóndi á Syðri-Brekkum 1899-1903, Hofstaðaseli hálfu 1903-1939.
Maki: Konkordía Stefánsdóttir (13.06.1875-25.01.1961). Þau eignuðust eina dóttur.

Sigurður Björnsson (1917-2008)

  • S02623
  • Person
  • 24. apríl 1917 - 10. apríl 2008

Sigurður Björnsson fæddist á Kvískerjum í Öræfum hinn 24. apríl 1917 og bjó þar alla tíð síðan. ,,Þó að Sigurður ætti heima á Kvískerjum tók hann að sér verkefni á ýmsum stöðum um landið framan af ævi, vann m.a. töluvert við jarðvinnslu. Sigurður var póstur í allmörg ár, einnig sinnti hann ýmsum félagsstörfum fyrir sveitina í áratugi. Hann var varamaður í sýslunefnd frá 1964-1965 og aðalmaður frá 1966-1988. Hann hafði alla tíð mikinn áhuga fyrir bóklestri og ritstörfum og skrifaði í tímarit og bækur, einkum í Skaftfelling. Öræfasveitin og Austur-Skaftafellssýsla voru honum hugleikin í skrifum sínum, einnig hafði hann mikinn áhuga á sagnfræði og fornleifum."

Sigurður Eggertsson Briem (1860-1952)

  • S01073
  • Person
  • 12. september 1860 - 19. maí 1952

Foreldrar: Eggert Ólafur Gunnlaugsson Briem og Ingibjargar Eiríksdóttur. Póstmálastjóri í Reykjavík. Kvæntist Guðrúnu Ísleifsdóttur.

Sigurður Egilsson (1911-1975)

  • S00579
  • Person
  • 2.11.1911-19.08.1975

Var á Sauðárkróki 1930. Heimili: Sveinsst., Lýtingsstaðahr.

Sigurður Einarsson (1890-1963)

  • S00008
  • Person
  • 04.09.1890-16.04.1963

Sigurður Einarsson var fæddur í Ásgeirsbrekku í Viðvíkursveit, Skagafirði þann 4. september 1890. Hann lést á Sauðárkróki 16. apríl 1963. Sigurður var bóndi í Stokkhólma í Seyluhreppi og á Hjaltastöðum í Akrahreppi. Kona hans var Margrét Þorsteinsdóttir fædd á Ytri-Hofdölum í Hofstaðabyggð, Skagafirði þann 8. janúar 1889. Hún lést á Sauðárkróki 10. nóvember 1989.

Sigurður Einarsson (1898-1967)

  • S02711
  • Person
  • 29. okt. 1898 - 23. feb. 1967

Sigurður Einarsson f. 29.10.1898 að Arngeirsstöðum í Fljótshlíð. Foreldrar: Einar Sigurðsson og María Jónsdóttir. Stúdent frá Menntaskóla Reykjavíkur 1922 og kandídatsprófi í guðfræði frá Háskóla Íslands 1926. Vígðist til Flateyjar á Breiðafirði sama ár og settur prestur þar. Skipaður sóknarprestur þar árið eftir en fékk lausn frá prestsskap 1928 og dvaldist þá erlendis áralangt. Skipaður eftirlitsmaður með kennslu í æðri skólum og síðan kennari við kennaraháskólann og dóesent í guðfærði við HÍ. Fékk lausn frá því embætti og var um tveggja ára skeið skrifstofustjóri fræðslumálaskrifstofunnar. Árið 1946 var hann skipaður sóknarprestur í Holtsprestakalli í Rangárvallasýslu og þjónaði þar til dánardags. Maki: Guðný Jónsdóttir, þau eignuðust þrjú börn. Maki 2: Jóhanna Karlsdóttir, þau eignuðust einn son.

Sigurður Eiríksson (1899-1974)

  • S00603
  • Person
  • 12.08.1905-25.01.1974

Sonur Eiríks Jóns Guðnasonar b. í Villinganesi og f.k.h. Guðrúnar Þorláksdóttur. Sigurður missti móður sína aðeins sex ára gamall, og stjúpmóður sína 13 ára gamall. Hann var bóndi í Villinganesi 1933-1936, í Gilhaga 1936-1937, í Teigakoti 1937-1949, í Stapa 1949-1952 og að lokum í Borgarfelli 1952-1974. Sambýliskona Sigurðar var Helga Sveinbjörnsdóttir, þau eignuðust þrjú börn.

Sigurður Eiríksson (1922-2010)

  • S00927
  • Person
  • 14.12.1922-01.02.2010

Sigurður Haukur Eiríksson fæddist á Sauðárkróki 14. desember 1922. Foreldrar hans voru hjónin Eiríkur Kristjánsson, kaupmaður á Akureyri og María Þorvarðardóttir. Sigurður kvæntist 15. júní 1950 Auði Ingvarsdóttur tannsmíðameistara, f. 1922 á Norðfirði, þau eignuðust tvö börn. ,,Sigurður ólst upp á Akureyri. Hann fór í Menntaskólann á Akureyri og síðan í verslunarskóla í Kaupmannahöfn. Að námi loknu starfaði hann fyrst í Bandaríkjunum, en eftir heimkomuna starfaði hann sem skrifstofustjóri hjá IBM og aðalbókari hjá Loftleiðum og síðar hjá Flugleiðum. Sigurður var íþróttamaður og lagði einkum stund á sund. Hann tók þátt í starfi og uppbyggingu KA og var formaður þess árið 1945."

Sigurður Erlendsson (1887-1981)

  • S00375
  • Person
  • 28. apríl 1887 - 28. september 1981

Bóndi á Stóru-Giljá, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Var á Stóru-Giljá í Torfalækjahr., A-Hún. 1957. Bóndi þar. Síðast bús. í Torfalækjarhreppi. Ókvæntur og barnlaus.

Sigurður Guðbjartur Helgason (1893-1975)

  • S03482
  • Person
  • 09.11.1893-18.01.1975

Sigurður Guðbjartur Helgason, f. í Garðshorni á Höfðaströnd 09.11.1893, d. 18.01.1975. Foreldrar: Helgi Pétursson bóndi á Kappastöðum í Sléttuhlíð og kona hans Margrét Sigurðardóttir. Sigurður var í fyrstu hjá afa sínum og ömmu á Kappastöðum en fór með foreldrum sínum að Geirmundarhóli í Hrollleifsdal 1902 og var þar í átta ár. Haustið 1911 fór hann vetrarmaður að Framnesi í Blönduhlíð og var þar síðan vinnumaður næsta ár. Um sumarið var hann sendur í vegavinnu á Sauðárkrók þar sem byrjað var að leggja Skagfirðingabrautina. Síðan tók við skepnuhirðing um veturinn og síldarvinna í Siglufirði sumarið 1912. Hann fór þá heimtil foreldra sinna um haustið og var um veturinn 1912-1913 við hirðingu hjá Sveini Árnasyni í Felli. Þar var hann síðan samfleytt til ársins 1919 að hann fór í vinnumennsku að Ási í Hegranesi til eins árs. Þaðan fór hann að Ríp og var þar til 1924, að hann fluttist um tíma að Hellulandi sem lausamaður og tók að sér umsjón með dragferjunni á Vesturósnum fyrir Hróbjart Jónasson mág sinn. Síðan fór hann aftur að Ríp og var þar til 1929 að hann fór að Hamri til Vilhelmínu systur sinnar og var þar til 1935. Þar ko hann sér upp nokkrum bústofni sem hann færði með sér um Utanverðunes þar sem hann var í húsmennsku til 1947 en þáflutti hann með skepnur sínar til Sauðárkróks og átti þar heimili til dauðadags. Bjó hann þá hjá Ármanni bróður sínum og Sigurbjörgu Pétursdóttur konu hans að Ránarstíg 2. Þar rak hann talsverðan fjárbúskap og fékk land á erfðafestu úr Sauðárkrjörð, túnbletti norðan í Sauðárhæðinni og út í Sauðárgilið. Byggði hann fjárhús og hlöðu.
Sigurður var ókvæntur og barnlaus.

Sigurður Guðjónsson (1960-

  • S03095
  • Person
  • 14. okt. 1960-

Sonur Guðjóns Ingimundarsonar íþróttakennara á Sauðárkróki og k.h. Ingibjargar Kristjánsdóttur. Verkfræðingur í Reykjavík, m. Steinunn Sigurþórsdóttir frá Kimbastöðum, þau eignuðust tvo syni.

Sigurður Guðmundsson (1833-1874)

  • S02635
  • Person
  • 9. mars 1833 - 7. sept. 1874

Sigurður Guðmundsson (oftast nefndur Sigurður málari) var íslenskur listmálari frá Hellulandi í Skagafirði, sonur Guðmundar Ólafssonar b. á Hellulandi og Steinunnar Pétursdóttur. Hann lærði teikningu og listmálun í Kaupmannahöfn. Sigurður starfaði mikið að leikhúsmálun, hannaði búninga og gerði sviðsmyndir. Hann hafði sterk áhrif á mótun Íslenskrar þjóðarímyndar með hvatningu sinni og störfum að þjoðbúningagerð, forngripasöfnun og leiklist, þar sem áhersla var lögð á innlendar ímyndir frá sögu- og miðöldum. Hann átti drjúgan þátt í stofnun Fornminjasafnsins og vann ósleitilega að fegrun hins íslenska kvenbúnings. Sigurður var forystumaður um stofnun Forngripasafnsins árið 1863, en safnið varð síðar að Þjóðminjasafni Íslands. Sumarið 1874 vann Sigurður við hönnun skreytinga fyrir þjóðhátíð á Þingvöllum. Síðasta veturinn sem Sigurður lifði málaði hann leiktjöld fyrir leikritið Hellismenn eftir Indriða Einarsson. Við vinnuna ofkældist hann og náði aldrei fullri heilsu. Sigurður var ógiftur og barnlaus.

Sigurður Guðmundsson (1855-1951)

  • S01005
  • Person
  • 18. ágúst 1855 - 7. apríl 1951

Foreldrar: Guðmundur Ólafsson og k.h. Sigríður Símonardóttir. Sigurður ólst upp hjá foreldrum sínum fyrstu árin og fór með þeim frá Hvammkoti á Höfðaströnd að Bæ í sömu sveit 1863, ári seinna missti hann föður sinn og var eftir því í vinnumennsku víða í Sléttuhlíð, b. í Ártúni á Höfðaströnd 1888-1890 og vinnumaður á Bæ á Höfðaströnd 1893-1898. Fluttist það sama ár til Sauðárkróks og var tómthúsmaður þar til 1916 er hann fluttist til Reykjavíkur þar sem hann bjó til æviloka. Sigurður var allajafna nefndur Siggi „bæjar“ af Sauðárkróksbúum enda kenndur við Bæ á Höfðströnd. „Hann var fjörmaður mikill... glaðlyndur og greiðugur og með afbrigðum barngóður“. Kvæntist Jónínu Magnúsdóttur frá Hamri í Fljótum, þau eignuðust eina dóttur.

Sigurður Guðmundsson (1878-1949)

  • S02857
  • Person
  • 3. sept. 1878 - 10. nóv. 1949

Sigurður Guðmundsson, f. 03.09.1878 á Æsustöðum í Langadal. Foreldrar hans voru Guðmundur, hreppstjóri á Æsustöðum og í Mjóadal, og k.h. Ingibjörg Guðrún Sigurðardóttir húsfreyja. Maki: Halldóra Ólafsdóttir, frá Kálfholti. Þau eignuðust sex börn. Sigurður tók stúdentspróf í Reykjavík 1902 og meistarapróf í norrænum fræðum við háskólann í
Kaupmannahöfn 1910. Hann var stundakennari við MR 1911-20, kenndi við Kennaraskólann 1912-21, gerðist þá skólameistari Gagnfræðaskóla Akureyrar sem síðar varð Menntaskóli Akureyrar, 1930. Sigurður var því fyrsti skólameistari MA og gegndi því starfi til 1947. Rit eftir Sigurð eru Ágrip af forníslenskri bókmenntasögu, 1915; Heiðnar hugvekjur og mannaminni, 1946 og Á sal, 1948.

Sigurður Guðmundsson (1885-1958)

  • S03132
  • Person
  • 4. maí 1885 - 21. des. 1958

Foreldrar: Guðmundur Pétursson b. á Syðri-Hofdölum og k.h. Ingibjörg Sigurðardóttir. Sigurður var húsasmíðameistari í Reykjavík. Teiknaði meðal annars Austurbæjarskólann og Þjóðminjasafnið. Maki: Svanhildur Ólafsdóttir.

Sigurður Guðmundsson (1900-1986)

  • S04457
  • Person
  • 14.08.1900-24.12.1986

Sigurður Guðmundsson, f. í Reykjavík 14.08.1900, d. 24.12.1986 í Reykjavík. Foreldrar: Guðmundur Sigurðsson klæðskerameistari í Reyjavík (1876-1956) og Svanlaug Benediktsdóttir húsfreyja (1880-1918).
Sigurður lærði ljósmyndun hjá Carli Ólafssyni í Reykjavík 1915-1917. Tók einnig tveggja ára framhaldsnám í Danmörku. Var um skeið ljósmyndari á ljósmyndastofu Jóns Kaldals 1925-1926. Stofnaði ljósmyndastofu í Reykjavík 1927 og rak hana til um 1978.
Maki 1: Ingibjörg Guðbjarnadóttir (1903-1982) húsfreyja. Þau eignuðust eina dóttur. Þau skildu.
Maki 2: Elínborg Ása Guðbjarnadóttir (1908-1984) ljósmyndari og húsfreyja. Þau eignuðust tvær dætur.

Sigurður Guðmundsson (1947-

  • S01387
  • Person
  • 02.05.1947-

Sonur Guðmundar Sigmundssonar og Fjólu Gunnlaugsdóttur í Víðinesi í Hjaltadal. Bóndi í Víðinesi. Kvæntist Helgu Svandísi Kristinsdóttur (1947-1999) frá Hofströnd á Borgarfirði eystra, þau eignuðust tvö börn.

Sigurður Gunnar Björnsson (1907-1967)

  • S02084
  • Person
  • 11. jan. 1907 - 26. feb. 1967

Frá Litlu-Giljá. Bílstjóri á Sauðárkróki árið 1930, síðast búsettur þar. Kvæntist Pálu Sveinsdóttur, þau eignuðust tvær dætur.

Sigurður Gunnar Jósafatsson (1893-1969)

  • S03309
  • Person
  • 15.04.1893-05.08.1969

Sigurður Gunnar Jósafatsson, f. í Krossanesi í Vallhólmi 15.04.1893, d. 05.08.1969 á Sauðárkróki. Foreldrar: Jósafat Guðmundsson bóndi í Krossanesi og kona hans Guðrún Ólafsdóttir. Sigurður ólst upp hjá foreldrum sínum en missti móður sína átta ára gamall og tók systir hennar, Margrét Ólafsdóttir þá við hússtjórn á bænum. Hann fór í Hólaskóla og lauk prófi þaðan 1912. Hann fluttist með föður sínum og fjölskyldu að Syðri-Hofdölum 1914 og vann að búi hans uns hann gifti sig. Fyrstu þrjú ár hjúskaparins voru hann og kona hans í húsmennsku á Syðri-Hofdölum við lítil efni en vorið 1919 tóku þau sig upp og hófu búskap á Hvalnesi á Skaga. Bjuggu þar til 1923 en síðan á Selá á Skaga 1923-1924. Þá misstu þau nær öll lömb sín úr fjöruskjögri og heimilið leystist upp og Sigurður gerðist farandverkamaður. Kona hans varð vinnukona á Hvammi í Laxárdal.Árið 1926 settust þau að á Sauðárkróki og áttu þar heimili síðan.
Maki: Guðrún Þóranna Magnúsdóttir, f. 19.08.1895, d. 30.07.1968. Þau eignuðust átta börn og ólu auk þess upp frá fimm ára aldri dótturson sinn, Ævar Sigurþór.

Sigurður Gunnarsson (1833-1909)

  • S03113
  • Person
  • 4. mars 1833 - 7. feb. 1909

Fæddur á Skíðastöðum í Laxárdal. Foreldrar: Gunnar Gunnarsson hreppstjóri á Skíðastöðum og k.h. Ingibjörg Björnsdóttir. Sigurður ólst upp hjá foreldrum sínum á Skíðastöðum. Bóndi á Hafragili 1863-1865. Kvæntist árið 1867 Sigríði Gísladóttur, þau eignuðust tólf börn og bjuggu á Fossi á Skaga frá 1865. Sigurður var hreppstjóri Skefilsstaðahrepps 1872-1875.
Sigurður lést árið 1909 úr taugaveiki, sama ár létust einnig tvær dætur hans úr sama sjúkdómi.

Sigurður Gunnarsson (1912-1996)

  • S02496
  • Person
  • 10. okt. 1912 - 23. apríl 1996

Sigurður fæddist á Skógum í Öxarfirði. Foreldrar hans voru Kristveig Björnsdóttir húsfreyja og Gunnar Árnason bóndi. Eftir að Sigurður lauk námi við Kennaraskóla Íslands kenndi hann í Borgarnesi og Seyðisfirði 1936-1938. Hann var skólastjóri barnaskólans á Húsavík 1940 til 1960. Var æfingakennari við Kennaraskólann 1960-1978. Sigurður skrifaði fjölda greina í blöð og tímarit, en einnig kennslubækur ofl. Hann var afkastamikill þýðandi úr dönsku, norsku og ensku. Sigurður kvæntist Guðrúnu Karlsdóttur, þau eignuðust þrjá syni.

Sigurður Gunnlaugsson (1833-1900)

  • S02281
  • Person
  • 22. mars 1833 - 9. maí 1900

Foreldrar: Gunnlaugur Gunnlaugsson b. á Skriðulandi og k.h. Kristín Sigurðardóttir. Sigurður reisti bú í Flögu í Hörgárdal 1862, fluttist að Skúfsstöðum 1866, keypti Skriðuland og fluttist þangað 1872, bjó þar til æviloka. Kvæntist Guðrúnu Jónsdóttur frá Spáná í Unadal, þau eignuðust fjögur börn. Sigurður var um skeið hreppstjóri í Hólahreppi og síðar oddviti.

Sigurður Haraldsson (1919-1998)

  • S02629
  • Person
  • 20. apríl 1919 - 28. jan. 1998

Sigurður Haraldsson, b. í Kirkjubæ, Rangárvallahreppi, Rangárvallasýslu, fæddist 20. apríl 1919 á Tjörnum í Vestur-Eyjafjallahreppi, Rangárvallasýslu. Sigurður var þríkvæntur og eignaðist alls níu börn og þrjú stjúpbörn. ,,Sigurður ólst upp undir Eyjafjöllum. Hann var við nám í Búnaðarskólanum á Hólum í Hjaltadal 1937-1939, útskrifaður búfræðingur. Í iðnskólanum í Hafnarfirði 1943-1947. Byggingarmeistari 1950 og hefur auk þess sótt nokkur kennaranámskeið. Sigurður var kennari í Barnaskóla Vestur-Eyjafjalla 1939-1940, Bændaskólanum á Hólum í Hjaltadal 1962- 1967, skólastjóri á Strönd á Rangárvöllum 1967-1972 og kennari við Gagnfræðaskólann á Hellu 1973-1986. Hann var byggingarmeistari í Reykjavík og í Rangárvallasýslu 1950- 1962, bústjóri á Hólum í Hjaltadal 1962-1967 og til skamms tíma bóndi í Kirkjubæ á Rangárvöllum. Sigurður var formaður nemendafélags Hólaskóla 1938-1939, Ungmennafélagsins Trausta undir Vestur-Eyja-fjöllum 1939-1941, Hestamannafélagsins Geysis á Rangárvöllum 1957-1962, Hrossaræktarsambands Norðurlands 1964-1966, Hagsmunafélags hrossabænda frá stofnun 1975- 1978. Hann var ritari Landssambands hestamanna 1979- 1985, hreppsnefndarmaður í Rangárvallahreppi 1970-1978, forseti Rotary-klúbbs Rangæinga 1978-1979 og formaður útgáfustjórnar Eiðfaxa 1977- 1980. Sigurður hlaut gullmerki Landssambands hestamannafélaga árið 1989 og Félags tamningamanna árið 1990. Hann var sæmdur riddarkrossi Hinnar íslenzku fálkaorðu árið 1991. "

Sigurður Heimsberg Jónasson (1928-2006)

  • S03597
  • Person
  • 20.08.1928-19.11.2006

Sigurður Heimsberg Jónasson, f. 20.08.1928, d. 19.11.2006. Kenndur við Salinn á Sauðárkróki og kallaður Beggi í Salnum.
Síðast til heimilis að Birkiteig 22 í Keflavík.

Sigurður Helgi Guðmundsson (1941-2019)

  • S02526
  • Person
  • 27. apríl 1941 - 20. feb. 2019

Sig­urður fædd­ist á Hofi í Vest­ur­dal í Skagaf­irði 27. apríl 1941, son­ur hjón­anna Guðmund­ar Jóns­son­ar bónda og Ingi­bjarg­ar Jóns­dótt­ur. ,,Sig­urður lauk prófi frá Sam­vinnu­skól­an­um á Bifröst 1957 og stúd­ents­prófi frá MA 1965. Hann lauk kandí­dats­prófi í guðfræði frá Há­skóla Íslands 1970 og fram­halds­námi í kenni­mann­legri guðfræði og sál­gæslu við
Kaup­manna­hafnar­há­skóla 1976. Sigurður var sókn­ar­prest­ur í Reyk­hóla­prestakalli 1970-1972 og Eskifjarðarprestakalli 1972 til 1977. Jafn­framt var Sig­urður skóla­stjóri Barna- og gagn­fræðaskól­ans á Eskif­irði og skóla­stjóri Tón­list­ar­skóla Eskifjarðar og Reyðarfjarðar á ár­un­um 1975-1977. Sig­urður var skipaður sókn­ar­prest­ur í Víðistaðaprestakalli í Hafnar­f­irði 1977 og starfaði þar uns hann fékk lausn frá embætti árið 2001. Sig­urður var for­stjóri á Umönn­un­ar- og hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli í Reykja­vík frá 1987 til 2011 og á Hjúkr­un­ar­heim­il­inu Eir í Reykja­vík frá 1993 til 2011. Sig­urður gegndi ýms­um trúnaðar­störf­um, var formaður Presta­fé­lags Aust­ur­lands 1972-1974, sat í stjórn Rauða kross Íslands 1977-1982, full­trúi Íslands í stjórn Elli­mála­sam­bands Norður­landa 1977-1993 og for­seti sam­tak­anna 1991-1993, formaður Öldrun­ar­ráðs Íslands 1981-1991 og sat í stjórn Fram­kvæmda­sjóðs aldraðra 1983-1989. Sig­urður var sæmd­ur heiðurs­merki hinn­ar ís­lensku fálka­orðu árið 1988 og stór­ridd­ara­krossi 1997 fyr­ir störf að fé­lags- og öldrun­ar­mál­um. Sigurður kvæntist Brynhildi Ósk Sigurðardóttur hjúkr­un­ar­fræðingi og djákna, þau eignuðust þrjú börn."

Sigurður Hólm Jóelsson (1923-2015)

  • S01861
  • Person
  • 21. maí 1923 - 4. júní 2015

Sigurður Hólm Jóelsson fæddist á Stóru-Ökrum Blönduhlíð í Skagafirði 21. maí 1923. Foreldrar Sigurðar voru Jóel Guðmundur Jónsson bóndi á Stóru-Ökrum og k.h. Ingibjörg Sigurðardóttir. ,,Árið 1945 útskrifaðist Sigurður sem búfræðingur frá Bændaskólanum á Hólum í Hjaltadal. Sigurður starfaði lengst af við landbúnað og sinnti sínum eigin búskap á Stóru-Ökrum frá árinu 1949. Hann var mikill áhugamaður um jarðrækt og gerði miklar jarðabætur á jörð sinni. Sigurður vann einnig mikið við múrverk á yngri árum. Hann var um tíma virkur félagi í Karlakórnum Feyki." Hinn 21. maí 1949 kvæntist Sigurður Önnu Jónsdóttur kennara, þau eignuðust sjö börn.

Sigurður Jakobsson (1878-1924)

  • S01306
  • Person
  • 8. apríl 1878 - 6. janúar 1924

Sonur Jakobs Frímanns Brynjólfssonar steinsmiðs í Tungu í Gönguskörðum og k.h. Steinunnar Daníelsdóttur frá Tómasarhúsum í Aðaldal. Bóndi á Hryggjum á Staðarfjöllum 1906-1912, brá þá búi og flutti til Sauðárkróks og síðar til Siglufjarðar. Þar fékkst hann við verslun og hafði þar söluturn. Kvæntist Ólöfu Baldvinsdóttur frá Teigi í Óslandshlíð, þrjú af börnum þeirra komust upp.

Sigurður Jóhann Gíslason (1893-1983)

  • S01867
  • Person
  • 6. júlí 1893 - 28. mars 1983

Sigurður Jóhann Gíslason var fæddur á Skarðsá í Sæmundarhlíð 6. júlí 1893. Foreldrar hans voru Gísli bóndi á Bessastöðum þar í sveit og Guðbjörg Guðmundsdóttir frá Krossi í Óslandshlíð. Sigurður var gagnfræðingur frá Akureyri 1915; en stundaði síðan nám í lýðskólunum á Jaðri og Voss í Noregi; því næst í Askov. Einnig sótti hann íslenskutíma hjá Sigurði Guðmundssyni skólameistara í M.A. Hann var kennari í Hofs- og Rípurskólahverfi 1919-1920 og Hofsskólahverfi 1933-1934. Kenndi og við unglingaskóla í Óslandshlíð og Hofsósi nokkra vetur. Kenndi við Iðnskólann í Siglufirði 1938-1944 og við gagnfræðaskólann þar 1940-1944. Hann kenndi börnum og unglingum í einkatímum á Siglufirði og Akureyri, í Reykjavík o.v.
Eftir að hann hætti kennslu, gerðist hann skrifstofumaður á Akureyri. Hann var vel hagmæltur. Sigurður stundaði vísnasöfnun í nær 70 ár og er eflaust leitun að jafn stóru einkasafni lausavísna og safni Sigurðar J. Gíslasonar. Árið 1978 var gengið frá gjafabréfi stórgjafar Sigurðar J. Gíslasonar til Héraðsskjalasafnsins. Um var að ræða allt bókasafn hans, sem hafði að geyma fágætar bækur, ljósmyndir, handrit og önnur gögn. Mest og stærst var þó vísnasafn hans, sem talið er geyma allt að 100.000 vísur.

Sigurður Jóhann Guðmundsson (1906-1989)

  • S01390
  • Person
  • 10.01.1906-31.07.1989

Sonur Guðmundar Sigurðssonar sjómanns á Sauðárkróki og k.h. Sigríðar Ásmundsdóttur. Sigurður ólst upp við mikla fátækt, vistarvera fjölskyldunnar var reykingasalur af gufuskipinu Víkingi, sem strandaði við Sauðárkrók um aldamót. Stóð þetta húsnæði í Skógargötunni og var í daglegu tali nefnt Salurinn og voru fjölskyldumeðlimir gjarnan kenndir við "Salinn". Sigurður hóf ungur að árum útgerð á vélbáti ásamt Helga bróður sínum og varð strax formaður. Þetta varð að mestu ævistarf hans þaðan af og þeir voru ekki margir, sem settu meiri svip á vélbátaútgerð Sauðárkróks en Siggi í Salnum. Einnig vann hann mörg haust á sláturhúsi K.S. við fláningu. Sigurður bjó með foreldrum sínum og systkinum á Sauðárkróki þar til foreldrar hans og bróðir létust með stuttu millibili uppúr 1960. Eftir það bjó Siggi hjá Sigurði frænda sínum og fóstursyni og flutti svo með honum og fjölskyldu hans til Keflavíkur árið 1970 þar sem hann starfaði bæði á Keflavíkurflugvelli og við línubeitingu. Sigurður var ókvæntur og barnlaus en gekk systursyni sínum Sigurði Jónassyni, í föðurstað.

Sigurður Jóhann Sveinsson Fanndal

  • S02587
  • Person
  • 06.04.1876-14.10.1939

Sigurður Jóhann Sveinsson Fanndal, f. 06.04.1876, d. 14.10.1939. Foreldrar: Sigríður Jónsdóttir og Sveinn Jóhannsson, bændur á Gunnfríðarstöðum í Húnavatnssýlu. Sigurður ólst þar upp til tvítugsaldurs en fór um það leyti í Möðruvallaskóla. Að námi loknu fluttist hann til Akureyrar, lærði bakaraiðrn og stofnaði verslun skömmu síðar. Árið 1909 varð hann verslunarstjóri Gránufélagsverslunarinnar í Haganesvík. Þaðan fluttist hann aftur til Akureyrar og stofnaði ráðningarskrifstofu. Árið 1921 fluttist hann til siglufjarðar og setti á stofn verslun sem hann starfrækti til dánardags.
Sigurður átti þát í bæjarstjórn og tók virkan þátt í verkalýðshreyfingunni á Siglufirði.
Maki: Soffía Bjarnadóttir. Þau eignuðust fjögur börn.

Sigurður Jóhannesson (1916-1947)

  • S00488
  • Person
  • 03.08.1916-03.03.1947

Sigurður ólst upp í Dalasýslu. Foreldrar hans voru Jóhannes Jónsson b. á Giljalandi í Haukadal og k.h. Sigurbjörg Sigurðardóttir. Sigurður stundaði nám við Héraðsskólann að Reykjum í Hrútafirði 1935-1937, gagnfræðaskólann í Reykjavík 1937-1938 og Samvinnuskólann í Reykjavík 1938-1939. Hann var barnakennari í Dalasýslu og Strandasýslu 1939-1941. Einnig vann hann við fjárgæslu, vegavinnu og sjómennsku. Var fulltrúi verðlagsnefndar í Reykjavík 1941-1942 og kaupfélagsstjóri í Haganesvík 1942-1945. Var við nám í Stokkhólmi veturinn 1945-1946 þar sem hann kynnti sér m.a. starfsemi samvinnufélaga og markaðsmál sjávarafurða. Þegar heim kom tók hann ásamt öðrum við rekstri síldarsöltunarstöðvar á Siglufirði eitt sumar. Skrifstofumaður hjá Kaupfélagi Stykkishólms 1946-1947. Sigurður kom einnig talsvert að félagsmálum og ýmsum framkvæmdum. Árið 1944 kvæntist hann Jóneyju Björgu Sæmundsdóttur frá Austara-Hóli í Fljótum, þau eignuðust eina dóttur.

Sigurður Jóhannesson Norland (1885-1971)

  • S01934
  • Person
  • 16. mars 1885 - 27. maí 1971

Var í Hindisvík í Kirkjuhvammssókn, Hún. 1901. Aðstoðarprestur á Hofi í Vopnafirði, Múl. 1911-1912. Prestur á Tjörn á Vatnsnesi, Hún. 1912-1919 og aftur eftir 1922. Prestur í Krossþingum, Rang. 1919-1922. Prestur á Hindisvík í Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1930. Var í Hindisvík 1957. Síðast bús. í Reykjavík

Sigurður Jóhannsson Möller (1915-1970)

  • S03127
  • Person
  • 10. des. 1915 - 11. okt. 1970

Foreldrar: Þorbjörg Pálmadóttir Möller og Jóhann Georg Jóhannsson Möller, kaupmaður á Hvammstanga, síðar verslunarstjóri á Sauðárkróki. Sigurður var vélstjóri og vélfræðingur í Reykjavík. Maki: Guðrún J. Möller, þau eignuðust tvö börn. Árið 1958 flutti fjölskyldan að Sogsvirkjunum, þar sem þau bjuggu fram til ársins 1968, er þau fluttu aftur til Reykjavíkur.

Sigurður Jón Halldórsson (1947-1997)

  • S02907
  • Person
  • 27. sept. 1947 - 4. nóv. 1997

Foreldrar: Halldór Ingimar Gíslason (1909-1998) og Guðrún Sigurðardóttir (1914-1986) á Halldórsstöðum á Langholti. Sigurður bjó með foreldrum sínum á Halldórsstöðum og stundaði bústörf frá unga aldri. Hann bjó sjálfstæðu búi síðustu árin þar til þeir feðgar fluttu á Sauðárkrók árið 1988. Jafnframt var hann starfsmaður Vegagerðarinnar í áratugi. Hann söng með Karlakórnum Heimi, Rökkurkórnum, Kirkjukór Glaumbæjarsóknar og Kirkjukór Sauðárkróks Maki: Kristín Friðfinna Jóhannsdóttir frá Tyrfingsstöðum á Kjálka. Þau eignuðust ekki börn saman en Kristín átti tvö börn fyrir.

Sigurður Jón Ólafsson (1916-1993)

  • S01445
  • Person
  • 4. des. 1916 - 13. júlí 1993

,,Sigurður J. Ólafsson fæddist í Reykjavík 4. desember 1916, sonur Ólafs Jónatanssonar frá Kolbeinsstöðum, verkamanns í Reykjavík, og Þuríðar Jónsdóttur frá Elliða í Staðarsveit. Eiginkona Sigurðar var Inga Valfríður Einarsdóttir, sjúkraliði frá Miðdal. Sigurður stundaði bifreiðaakstur á yngri árum, var rannsóknarmaður á Rannsóknarstofu HÍ og á Keldum, gærumatsmaður hjá SÍS, kjötmatsmaður á vegum yfirdýralæknis og sá um talningu búfjár í borgarlandinu á vegum Reykjavíkurborgar. Sigurður sótti ungur söngtíma hjá Sigurði Birkis og Guðmundi Jónssyni, söng með Karlakór Reykjavíkur frá 23 ára aldri og síðar með eldri félögum kórsins. Einnig söng hann í nokkrum óperum. Þá var Sigurður einn þekktasti hestamaður sinnar kynslóðar hér á landi. Hann stundaði hestamennsku frá fermingaraldri og átti fjölda hrossa sem mörg gerðu garðinn frægan, en þekktasta skeiðhross hans var Gletta sem átti Íslandsmet í skeiði í samtals 28 ár."

Sigurður Jón Þorvaldsson (1953-)

  • S00364
  • Person
  • 04.03.1953

Sigurður Jón Þorvaldsson fæddist 4. mars 1953.
Hann er búsettur á Sauðárkróki.
Kona hans er Hallfríður Friðriksdóttir (1950-).

Sigurður Jónasson (1913-1989)

  • S03141
  • Person
  • 25. júlí 1913 - 6. des. 1989

Foreldrar: Jónas Jónsson b. og smáskammtalæknir í Hróarsdal í Hegranesi og 3. k. h. Lilja Jónsdóttir. Sigurður starfaði sem smiður. Kvæntist Lilju Sigurðardóttur kennara frá Sleitustöðum árið 1955, þau eignuðust þrjú börn. Þau hófu búskap í Hróarsdal árið 1957 og bjuggu þar til ársins 1969 er þau fluttu til Akureyrar en dvöldu þó flest sumur í Hróarsdal.

Sigurður Jónasson (1923-1978)

  • S02117
  • Person
  • 31. okt. 1923 - 25. jan. 1978

Foreldrar hans voru Jónas Jón Gunnarsson bóndi í Hátúni og k.h. Steinunn Sigurjónsdóttir. Trésmiður og byggingamaður í Reykjavík, rak einnig svína- og hænsnabú að Hátúni við Rauðavatn á árunum 1964-1978 í félagi við Ólaf bróður sinn. Kvæntist Guðrúnu Ragnarsdóttur frá Snæfellsnesi.

Sigurður Jónsson (1853-1940)

  • S03039
  • Person
  • 3. sept. 1853 - 30. nóv. 1940

Fæddur á Litla-Vatnsskarði í Laxárdal. Foreldrar: Jón Arnórsson (1810-1878), bóndi á Bessastöðum í Sæmundarhlíð og kona hans, Guðrún Jónsdóttir (f. 1821-1879) frá Hóli í Sæmundarhlíð. Sigurður ólst upp með foreldrum sínum, en fór að vinna fyrir sér strax og hann hafði aldur til. Var vinnumaður og síðar lausamaður. Árið 1883 hafði hann ákveðið að fara til Vesturheims og var kominn á Sauðárkrók með fólk sitt og farangur og beið þar langt fram á sumar en aldrei kom skipið. Var bóndi á Syðra-Skörðugili 1878-1879, Stóru-Seylu 1879-1883. Þá brugðu þau búi. Bóndi í Brautarholti (þá Litlu-Seylu) 1885-1888, Skarðsá 1888-1890, aftur í Brautarholti 1890-1940. Hann var oddviti Seyluhrepps 1892-1899 og frá 1901-1919. Maki: Jóhanna Steinsdóttir (1854-1942) frá Stóru-Gröf. Þau eignuðust fjögur börn en eitt dó í æsku.
Áður átti Sigurður son með Guðbjörgu Björnsdóttur frá Glæsibæ.

Sigurður Jónsson (1863-1952)

  • S02955
  • Person
  • 19. ágúst 1863 - 16. maí 1952

Sigurður Jónsson, f. í Tungu í Stíflu. Foreldrar: Jóns Steinsson og Guðrún Nikulásdóttir. Sigurður ólst upp hjá foreldrum sínum fyrstu árin en árið 1871 drukknaði faðir hans. Fór þá Sigurður til föðurbróður síns, Bessa Steinssonar, að Kýrholti í Viðvíkursveit og ólst upp hjá honum og konu hans, Guðrúnu Pálmadóttur. Var hann skráður þar til heimilis til 1892. Þá er hann eitt ár vinnumaður að Bakka í Viðvíkursveit. Árin 1893-1895 er hann skráður vinnumaður að Hvalnesi á Skaga. Eftir það flutti hann með konuefni sínu að Bakka í Viðvíkursveit og var þar 1895-1897. Þaðan á Sauðárkrók þar sem þau voru eitt ár og aftur að Bakka 1898-1903. Þá réðust þau til hjónanna að Hvalnesi og taka þar við búi og búa þar 1903-1919, nema hvað þau leigðu jörðina árið 1908-1909 og voru sjálf í húsmennsku. Árið 1919 fóru þau á Sauðárkrók þar sem Sigurður rak verslun næstu þrjú árin. Árið 1922-1923 bjuggu þau að Hringveri í Hjaltadal, þar sem Guðrún lést. Vorið 1929 fluttist Sigurður til Sigurlaugar dóttur sinnar í Brimnesi og var þar til dánardags. Sigurður sat um skeið í sveitarstjórn og gegndi fleiri trúnaðarstörfum fyrir sveit sína. Lengi hafði hann og verslun í Hvalnesi. Maki: Guðrún Símonardóttir (1871-1924), frá Brimnesi. Þau eignuðust tvö börn, en sonur þeirra lést ungur úr mislingum.

Sigurður Jónsson (1882-1965)

  • S02222
  • Person
  • 4. nóv. 1882 - 7. apríl 1965

Sigurður var sonur Jóns Sigurðssonar oddvita og bónda á Skúfsstöðum og konu hans Guðrúnar Önnu Ásgrímsdóttur. Fór til náms á Búnaðarskólann á Hólum og var þar 1904 sem óreglulegur nemandi og lauk þar ekki prófi en kvæntist þá um haustið Önnu Margréti Sigurðardóttur frá Bakka í Viðvíkursveit. Þau hófu búskap á móti foreldrum Sigurðar árið 1906 á hluta Skúfstaða. Keyptu síðan jörðina árið 1915 og bjuggu þar til æviloka. Leigðu ábúendum jarðarhluta 1916-1924, en bjuggu eftir það ein á allri jörðinni. Sigurður tók þátt í ýmsum félagsstörfum í sveit sinni. Sigurður og Anna eignuðust fimm börn.

Sigurður Jónsson (1916-1994)

  • S02860
  • Person
  • 11. ágúst 1916 - 28. okt. 1994

Sigurður Jónsson, f. á Hóli í Sæmundarhlíð 11. 08.1916. Foreldrar: Jón Sveinsson, bóndi í Hóli í Sæmundarhlíð, f. 1887 og kona hans Margrét Sigurðardóttir, f. 1895. Hún lést þegar Sigurður var 7 ára gamall og giftist faðir hans síðar Petreu Óskarsdóttur. Sigurður varð stúdent úr stærðfræðideild MR árið 1939 en hóf nám í lyfjafræði í Laugavegsapóteki það haust. Að loknu námi í fyrri hluta lyfjafræðinngar hélt hann til Ameríku og lauk námi við Philadelphia College of Pharmacy í júní 1945. Eftir að hafa starfað í Laugavegsapóteki um árabil, svo og hjá Heildverzlun Stefáns Thorarensen og Efnagerð Reykjavíkur (1945-1963) gerðist hann apótekari í Húsavíkur apóteki í ágúst 1963 og gegndi því starfi unz hann fluttist með fjölskyldu sinni og tók við stöðu apótekara í Sauðárkróksapóteki í maí 1970. Sigurður og Margrét kona hans fluttu svo til Reykjavíkur er hann lét af störfum sem apótekari á Sauðárkróki.
Maki: Margrét Magnúsdóttir, f. 1918, d. 2006.

Sigurður Jónsson (1917-2004)

  • S01674
  • Person
  • 04.09.1917-08.10.2004

Sigurður Jónsson fæddist á Reynistað í Skagafirði. Foreldrar Sigurðar voru Jón Sigurðsson, bóndi og alþingismaður á Reynistað í Skagafirði og kona hans Sigrún Pálmadóttir húsfreyja. ,,Sigurður ólst upp á Reynistað og var bóndi þar allan sinn starfsaldur. Hann tók gagnfræðapróf frá unglingaskólanum á Sauðárkróki, lauk búfræðiprófi frá Hólum 1937, var við nám og störf í landbúnaði í Noregi 1938-39 og við nám í lýðháskólanum á Voss 1939-40. Sigurður sat í hreppsnefnd Staðarhrepps 1958-86, var sýslunefndarmaður frá 1970 og þar til nefndin var lögð niður 1988. Hann var hreppstjóri 1964-88, einnig var hann fjallskilastjóri um árabil. Hann var fulltrúi á fundum Stéttarsambands bænda 1973-76 og sat í stjórn þess 1975-77. Þá sat Sigurður í stjórn Ungmennasambands Skagafjarðar um skeið. Hann sinnti margvíslegum félags- og trúnaðarstörfum á ýmsum vettvangi." Sigurður kvæntist 18.9. 1947 Guðrúnu Steinsdóttur frá Hrauni á Skaga, þau eignuðust fjóra syni.

Sigurður Jónsson (1919-2014)

  • S02430
  • Person
  • 24. des. 1919 - 28. des. 2014

Sigurður var fæddur á Meiðavöllum í Kelduhverfi árið 1919. Foreldrar hans voru Jón Sigurgeirsson og Halldóra Jónsdóttir. Sigurður fór til náms á Hvanneyri og lauk þaðan prófi í búfræði 1944. Hann kvæntist Jóhönnu Ólafsdóttur frá Fjöllum í Kelduhverfi og eignuðust þau fimm börn. Sigurður var og bóndi og veðurathugunarmaður í Garði í Kelduhverfi. Sigurður sinnti ýmsum öðrum störfum meðfram búskap, m.a. var hann jarðvinnslumaður, ásetningarmaður, bókavörður og gjaldkeri Búnaðarfélags Keldhverfinga í 18 ár og formaður í 9 ár. Hann var trúnaðarmaður Dýraverndurnarfélags Íslands í þrjá áratugi. Sigurður var fræðimaður að eðlisfari og eftir hann liggja þó nokkur rit um þjóðleg efni og greinar í Árbók Þingeyinga og fleira. Árið 2000 fluttust þau hjón til Húsavíkur.

Sigurður Jónsson Thoroddsen (1863-1955)

  • S00815
  • Person
  • 16. júlí 1863 - 29. september 1955

Landsverkfræðingur og yfirkennari við Menntaskólann í Reykjavík. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Kvæntist Maríu Kristínu Claessen.

Sigurður Jósafatsson (1893-1969)

  • S01466
  • Person
  • 15.04.1893-05.08.1969

Sigurður var fæddur og uppalinn í Krossanesi í Vallhólma, sonur Jósafats Guðmundssonar og Guðrúnar Ólafsdóttur. Sigurður fór í Hólaskóla og lauk prófi þaðan 1912. Hann fluttist með föður sínum og skylduliði að Syðri-Hofdölum 1914 og vann búi hans þar uns hann kvæntist Þórönnu Magnúsdóttur frá Ytri-Hofdölum. Fyrstu þrjú ár hjúskapar síns voru þau í húsmennsku á Syðri Hofdölum við lítil efni, en vorið 1919 tóku þau sig upp og hófu búskap á Hvalnesi á Skaga þar sem þau bjuggu til 1923. 1923-1924 bjuggu þau á Selá á Skaga. Bústofninn hafði verið keyptur meðan verðlag og afurðir stóðu í háu verði, en síðan kom verðhrunið eftir 1920. Afurðir féllu stórkostlega og við bættist að vorið 1920 missti Sigurður nær öll lömb sín úr fjöruskjögri. Þessi áföll urðu til þess að þau hættu búskap búskap 1924, stórskuldug. Heimilið leystist upp, börnunum var komið fyrir og við tók staða farandsverkamannsins. Árið 1926 settust þau að á Sauðárkróki og áttu þar heimilisfesti uppfrá því. Sigurður gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Verkalýðsfélagið Fram og var alla tíð ötull og áhugasamur félagi. Þá sat hann mörg ár aðalfundi KS sem fulltrúi Sauðárkróksdeildar. Sigurður og Þóranna eignuðust níu börn, átta þeirra komust á legg, einnig ólu þau upp dótturson sinn.

Sigurður Konráðsson (1902-1986)

  • S03373
  • Person
  • 02.02.1902-25.09.1986

Sigurður Konráðsson, f. á Dæli í Sæmundarhlíð 02.02.1902, d. 25.09.1986. Foreldrar Konráð Konráðsson bóndi á Skarðsá og barnsmóðir hans Halldóra Sigvaldadóttir. Halldóra móðir Konráðs og móðuramma hans Ingibjörg voru í húsmennsku þegar hann fæddist og fylgi hann þeim á milli bæja næstu árin. Sigurður var í kaupavinnu og vinnkumennsku strax og aldur leyfði og mun lengst hafa verið á Fjalli. Árið 1930 reisti hann bú á þriðjungi jarðarinnar Dúks en vorið 1932 fékk hann hálfa Geirmundarstaði til ábúðar. Árið 1935 fluttist hann að Varmalandi þar sem hann bjó síðan, fyrst sem leiguliði en keypti jörðina árið 1948. Árið 1958 hófu dóttir Sigurðar og Önnu og tengdasonur þeirra sambýli með þeim að Varmalandi en þau bjuggu þar áfram meðan heilsa leyfði.
Maki: Anna Guðrún Stefanía Sveinsdóttir, (1904-1977).
Þau eignuðust þrjú börn.

Sigurður Kortsson (1825-1902)

  • S03382
  • Person
  • 10.12.1825-14.12.1902

Sigurður Kortsson, f. 10.12.1825, d. 14.12.1902. Móðir: Guðrún Ólafsdóttir (1794-1873). Sjómaður á Litla-Hólmi í Leiru. Var á Fossá, Reynivallarsókn, Kjós. 1845. Var í Móakoti, Útskálasókn, Gullbringusýslu 1901.

Sigurður Kristófersson (1902-1979)

  • S00593
  • Person
  • 29.06.1902-20.08.1979

Fæddur á Steinsstöðum í Tungusveit, skrifaður sonur Kristófers Tómassonar en almennt álitinn sonur Jóns Kristbergs á Víðivöllum, móðir Sigurðar var Sigurbjörg Sveinsdóttir. Sigurður dvaldist fyrstu tvö ár ævi sinnar í fóstri hjá hjónunum Sigurbjörgu Bjarnadóttur og Jósefi Jónssyni í Litladalskoti (nú Laugardal), eftir það var hann með móður sinni. Bóndi á Lýtingsstöðum í Tungusveit 1930-1931, í Sölvanesi 1931-1934, í Brekkukoti 1934-1935. Sigurður var gæddur ríkri tónlistargáfu, lék á orgel og söng með Karlakórnum Heimi um áratuga skeið. Sigurður var ókvæntur og barnlaus.

Sigurður Lárusson (1880-1929)

  • S02848
  • Person
  • 6. mars 1880 - 2. mars 1929

Sigurður Lárusson, f. í Vatnshlíð á Skörðum 06.03.1880. Foreldrar: Lárus Jón Stefánsson bóndi á Skarði í Gönguskörðum og fyrri kona hans Guðrún Sigurðardóttir. Sigurður missti móður sína á sjötta ári. Hann ólst upp hjá föður sínum og stjúpu í Vatnshlíð til 1888 og í Skarði 1888-1894 og fermdist frá þeim eftir það. Eftir fermingu vann hann að búi þeirra í Skarði 1894-1902, var í vinnumennsku á Reykjum á Reykjaströnd 1902-1905 og á Syðri-Ingveldarstöðum á Reykjaströnd 1905-1907. Hann var síðan tómthúsmaður á Sauðárkróki frá 1907 til æviloka. Sigurður sótti sjó á vinnumannsárum sínum á Reykjaströnd og eftir að hann fluttist til Sauðárkróks stundaði hann sjóinn einvörðungu, fyrst sem háseti hjá öðrum en varð síðar formaður. Síðast var hann með bátinn Hvíting. Maki: Ingibjörg Sigríður Sigurðardóttir, f. 06.12.1886 á Reynistað í Staðarhreppi. Þau eignuðust níu börn.

Sigurður Lárusson (1918-2011)

  • S02491
  • Person
  • 11. apríl 1918 - 12. jan. 2011

Sigurður fæddist í Neskaupstað, sonur hjónanna Lárusar Ásmundssonar og Dagbjartar Sigurðardóttur. Hann ólst upp við sjómennsku og varð síðar skipstjóri hjá bróður sínum Óskari. Sjálfur gerði Sigurður út skipið Hrönn frá Fáskrúðsfirði og Sigurfara hinn fyrri og síðar hinn seinni. Síðast vann Sigurður hjá fiskiðju kaupfélagsins á Höfn. Hann var kvæntur Katrínu Ásgeirsdóttur, þau eignuðust átta börn.

Sigurður Líndal (1931-

  • S02420
  • Person
  • 2. júlí 1931-

Varð forseti Hins íslenska bókmenntafélags 1967. Prófessor við Háskóla Íslands 1972 - 2001 og Háskólann á Bifröst til 2007. Sigurður hefur skrifað um kenningar í lögfræði og ritstýrt fjölda verka um lögfræði, sögu ofl.

Sigurður Nataníel Brynjólfsson

  • S03578
  • Person
  • 20.02.1912-15.06.1993

Sigurður N. Brynjólfsson f. á Syðri-Vatnahjáleigu í Austur-Landeyjum 20.02.1912, d. 15.06.1993.
Foreldrar: Margrét Guðmundsdóttir og Brynjólfur Jónsson. Tveggja ára fór Sigurður í fóstur til Guðlaugs Sigurðssonar og Ingveldar Guðmundsdóttur á Lækjahvammi í sömu sveit. Þar ólst hann upp ásamt Ágústi syni þeirra. Hann ólst upp við hefðbundin sveitastörf og lauk skyldunámi, auk þess að vera einn vetur í Íþróttaskóla Sigurðar Greipssonar í Haukadal.
Sigurður stundaði sjómennsku og daglaunavinnu í Reykjavík og síðan lögreglustörf á Sauðárkróki. Einnig var hann lögregluþjónní Keflavík. Eftir að hann lét af störfum í lögreglunni stundaði hann oftast almenna verkamannavinnu. Síðustu árin var hann húsvörður við íþróttahús barnaskólans í Keflavík. Hann var einn af stofnendum Alþýðubandalags Keflavíkur og formaður þess um tíma. Einnig var hann virkuur félagi í Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og var um árabil í stjórn Kaupfélags Suðurnesja. Þá tók hann virkan þátt í íþrótta- og ungmennafélagsstarfi og var formaður Héraðssambands Skagafjarðar meðan hann var á Sauðárkróki. Sigurður var mikil íþróttamður, einkum glímumaður. Hann stundaði glímkennslu víða.
Maki: Pálína Ragnhildur Rögnvaldsdóttir (1918-1992). Þau eignuðust sjö börn, eitt þeirra dó samdægurs.

Sigurður Nordal (1886-1974)

  • S02517
  • Person
  • 14. sept. 1886 - 21. sept. 1974

Sigurður var fæddur á Eyjólfsstöðum í Vatnsdal. Foreldrar hans voru Björg Sigurðardóttir húsfreyja og Jóhannes Nordal íshússtjóri. Sigurður ólst upp hjá föðurbróður sínum Jónasi Guðmundssyni og Steinunni Steinsdóttur konu hans. Hann varð stúdent frá MR árið 1906 og lauk meistaraprófi frá Hafnarháskóla í norrænum fræðum 1912 og Dr. phil.-prófi 1914 frá sama skóla. Einnig stundaði hann heimspekinám í Berlín og Oxford 1917 - 1918. Sigurður var prófessor í íslenskum fræðum og íslenskum skáldskap og menningarsögu. Hann var sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn frá 1951 til 1957. Eftir Sigurð liggur fjöldi merkra ritverka, einnig greinar, ljóð og leikrit.
,,Sigurður Nordal var útgáfustjóri Íslenskra fornrita 1933-1951, ritstjóri Studia Islandica 1937-1953 og Monumenta typographica 1-5, en meðritstjóri Nelson's Icelandic Texts og meðútgefandi tímaritsins Vöku 1927-1929. Hann var þjóðernishyggjumaður og lagði rækt við íslenskt mál og íslenska hugsun. Þótt íslensk fræði hafi verið stunduð hér á landi á undan Sigurði Nordal af mönnum eins og Sveinbirni Egilssyni og Birni M. Ólsen var það fyrst með honum að verulega fór að kveða að rannsóknum í íslenskum fræðum við æðri menntastofnanir og áhrifa þeirra að gæta út fyrir landsteinana. Ritskýringar hans og lýsing á þróun íslenskra bókmennta voru um eitt skeið viðteknar þar sem þessi fræði eru stunduð.
Sigurður aðhylltist svokallaða bókfestukenningu um uppruna Íslendinga sagna. Sigurður setti saman Íslenska lestrarbók 1400 - 1900 árið 1924. Þar birti hann ritgerð sína um samhengið í íslenskum bókmenntum sem er stórsaga íslenskra bókmennta um aldir. Þetta bókmenntasöguyfirlit hafði mikil áhrif og ekki síður val hans á bókmenntaverkum til lestrar því bókin var notuð í skólum í áratugi." Fyrri kona Sigurðar var Nanna Henriksson. Seinni konan hans var Ólöf Nordal, þau eignuðust tvo syni.

Sigurður Ólafsson (1892-1976)

  • S00987
  • Person
  • 29.10.1892-27.12.1976

Sigurður Ólafsson, f. 29.10.1892 í Hróarsdal í Hegranesi. Foreldrar: Ólafur Ágúst Guðmundsson, f. 1865 og Sigurbjörg Anna Jónasdóttir f. 1869. Foreldrar Sigurðar voru í húsmennsku í Hróarsdal 1892-1894, bóndi á hluta af Ríp 1894-1897 og á hálfri Ytri-Vík í Staðarhreppi 1897-1898 en fékk Kárastaði til ábúðar 1898. Eftir andlát föður síns 1921 bjuggu Sigurður og bræður hans ásamt móður sinni á Kárastöðum. Sigurður lést ógiftur og barnlaus. Hann var mikill hagyrðingur og fræðimaður.

Sigurður Óskarsson (1905-1995)

  • S03379
  • Person
  • 06.07.1905-10.08.1995

Sigurður Óskarsson, f. í Hamarsgerði á Fremribyggð 06.07.1905, d. 10.08.1995. Foreldrar: Óskar Þorsteinsson bóndi í Kjartansstaðakoti og kona hans Sigríður Hallgrímsdóttir. Óskar ólst upp hjá foreldrum sínum í Hamarsgerði fram að fermingu. Fór hann síðan í vinnumennsku að Vindheimum og var þar í fimm ár. Þar fór hann á fást við tamningar og hélt þeim áfram fram í háa elli. Þegar hann fór frá Vindheimum fór hann í vinnumennsku og síðar jarðabóktavinnu. Sigurður kvæntist árið 1934 og hóf búskap í Krossanesi en stundaði áfram jarðabótavinnu á sumrum. Sigurður tók virkan þátt í félagsmálum og var einn af stofnendum hestamannafélagsins Stíganda. Hann var formaður félagsins frá stofnun og næstu 20 árin. Einnig var hann einn af stofnendum veiðifélags Húseyjarkvíslar og í stjórn þess í mörg ár.
Kona: Ólöf Ragnheiður Jóhannsdóttir (1908-1991) frá Löngumýri. Þau eignuðust þrjár dætur.

Sigurður Pálsson (1869-1910)

  • S00800
  • Person
  • 24.06.1869-10.10.1910

Héraðslæknir á Sauðárkróki, f. á Miðdal í Laugardal, Árness., drukknaði 1910 í Laxá milli Refasveitar og Skagastrandar. Sigurður varð stúdent árið 1890 útskrifaður úr Læknaskólanum 1894 með 1. einkunn. Var á spítölum í Khöfn 1894-1895. Settur Héraðslæknir í Skagafirði 1896. Byggði sér íbúðarhús á Sauðárkróki er hann bjó í til æviloka. Þegar hann kom til S.króks var þar ekkert sjúkraskýli. Hann varð því að koma þeim sjúklingum fyrir í íbúðarhúsum í kauptúninu. Gekk það misjafnlega eins og eðlilegt var. Sigurður beitti sér fyrir því ásamt fleiri áhugamönnum að byggt væri allstórt og myndarlegt sjúkrahús á Króknum. Var byggingin fullgerð 1906. Kvæntist Þóru Gísladóttur frá Reykjavík, þau eignuðust tvö börn.

Sigurður Pálsson (1901-1987)

  • S01188
  • Person
  • 08.07.1901-13.07.1987

Sigurður Pálsson var fæddur að Haukatungu í Kolbeinsstaðahreppi í Snæfells- og Hnappadalssýslu 8. júlí 1901. Foreldrar hans voru Jóhanna Guðríður Björnsdóttir (1868-1936) og síðari maður hennar Páll bóndi Sigurðsson (1864-1934). Tvíburasystir Sigurðar var Valgerður (1901-1959). Sigurði var komið í fóstur hjá afa sínum Sigurði Brandssyni (1832-1911) hreppstjóra í Tröð. Þar var hann til tíu ára aldurs eða þar til afi hans féll frá. Þá flutti Sigurður aftur til foreldra sinna.
Sigurður lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1928 og embættisprófi í guðfræði 1933.
Hann hlaut vígslu 28. maí 1933 og tók við Hraungerðisprestakalli.
Sigurður kvæntist Stefaníu Gissurardóttur 9. janúar 1934. Þau eignuðust sjö börn.
Þau fluttu til Selfoss á sjötta áratugnum. 4. september 1966 var Sigurður vígður til vígslubiskups í Skálholtsbiskupsdæmi. Sjötugur lét hann af prestembætti á Selfossi og tók við prestembætti í Reykhólaprestakalli. Sr. Sigurður var sæmdur heiðursdoktorsnafnbót í guðfræði af guðfræðideild Háskóla íslands árið 1976.

Sigurður Pálsson (1937-

  • S01912
  • Person
  • 26.04.1937-

Sonur Páls Sigurðssonar og Önnu Gunnlaugsdóttur á Hofi í Hjaltadal. Seinna lögreglumaður í Reykjavík. Búsettur á Sauðárkróki.

Sigurður Pálsson Jónsson (1910-1972)

  • S00439
  • Person
  • 20.10.1910-15.09.1972

Alinn upp hjá Sigurgeiri Daníelssyni kaupmanni á Sauðárkróki og k.h. Jóhönnu M. Jónsdóttur. Sigurður, eða Siggi P. eins og hann var kallaður var kaupmaður á Sauðárkróki. Einnig var hann meðlimur í Lúðrasveit Sauðárkróks og Kirkjukór Sauðárkróks. Hann kvæntist Ingibjörgu Eiríksdóttur frá Djúpadal.

Sigurður Pétur Björnsson (1917-2007)

  • S02139
  • Person
  • 1. nóv. 1917 - 13. nóv. 2007

Sigurður Pétur Björnsson fæddist í Ási við Kópasker í N-Þingeyjarsýslu 1. nóvember 1917. Foreldrar hans voru hjónin Björn Jósefsson, læknir á Húsavík, f. á Hólum í Hjaltadal og Sigríður Lovísa Sigurðardóttir, f. á Hofsstöðum í Viðvíkursveit. ,,Silli lauk prófi frá Verslunarskóla Íslands 1940, var í framhaldsnámi í London 1948. Hann var starfsmaður Landssíma Íslands á Húsavík og sýsluskrifari áður en hann gerðist starfsmaður Sparisjóðs Húsavíkur frá 1.11. 1941, sparisjóðsstjóri frá 1.11. 1943 til ársloka 1962 er hann varð útibússtjóri Landsbankans á Húsavík, sem hann gegndi til 1987. Spítalaráðsmaður var Silli 1.2. 1943 til ársloka 1958 og trúnaðarmaður verðlagsstjóra. Fréttaritari Morgunblaðsins frá 1937 til æviloka, umboðsmaður Morgunblaðsins á Húsavík í fjölda ára. Hann tók urmul af myndun allt frá 1930, meðal annars myndir af því þegar strandferðaskipið Súðin kom til Húsavíkur eftir árás Þjóðverja. Silli var félagi í Rótarýklúbbi Húsavíkur frá 7.3. 1944 til æviloka. Formaður Íþróttafélagsins Völsungs var hann í átta ár og safnaðarfulltrúi í þrjá áratugi. Þegar hann var að komast á eftirlaun 1987 byrjaði hann að huga að skráningu á kirkjugarðinum á Húsavík, og hefur síðan unnið að því að skrá alla kirkjugarða og heimagrafreiti í Þingeyjarsýslum auk kirkjugarðana á Hofsstöðum í Viðvíkursveit, Reynistað í Staðarhreppi og á Hólum í Hjaltadal."

Sigurður Pétursson (1890-1958)

  • S03592
  • Person
  • 17.02.1890-03.02.1958

Sigurður Pétursson, f. 17.02.1890, d. 03.02.1958. Foreldrar: Pétur Jónsson bóndi í Áshildarholti og barnsmóðir hans, Jóhanna Jónsdóttir. Sigurður ólst upp í Áshildarholti til fermingaraldurs. Eftir það fór hann að vinna fyrir sér, m.a. við sjóróðra. Árið 1935 hóf Sigurður störf hjá Vitamálastjórn, fyrst sem verkstjóri við byggingu hafnarmannvirkja en síðan sem verkstjóri við vitabyggingar. Við þar starfaði hann rúmlega tveggja áratuga skeið. Sumarið 1957 veiktist hann skyndilega og varð að hætta störfum.
Maki 1: Elísabet Gísladóttir (1874-1949). Þau eignuðust ekki börn saman en fyrir átti Elísabet eina dóttur.
Maki 2: Margrét Björnsdóttir (1899-1983). Þau eignuðust fjögur börn.

Sigurður Ragnarsson (1931-1984)

  • S01366
  • Person
  • 22. júní 1931 - 9. febrúar 1984

Foreldrar: Gísli Ragnar Magnússon b. á Bergstöðum í Borgarsveit og k.h. Sigurlína Jóhanna Sigurðardóttir. Sigurður var tvíburi. Húsgagnabólstrari, búsettur á Sauðárkróki. Kvæntist Sigríði Brynjólfsdóttir frá Reykjavík, þau skildu.

Sigurður Rúnar Gíslason (1948-

  • S02904
  • Person
  • 7. ágúst 1948-

Foreldrar: Gísli Sigurðsson sérleyfishafi í Sigtúnum í Kolbeinsdal og kona hans Helga Margrét Magnúsdóttir starfsmaður á Landakotsspítala og sjúkrahúsinu á Sauðárkróki. Maki: Heiða Sigurðardóttir frá Fitlum, f. 1947. Búsettur á Sauðárkróki. Bifvélavirki og rak lengi útgerð fólksflutningabíla þar.

Sigurður Sigfússon (1947-)

  • S03538
  • Person
  • 02.11.1947-

Sigurður Sigfússon, f. 02.11.1947. Bóndi í Vík, nú búsettur á Sauðárkróki.

Sigurður Sigurðsson (1871-1940)

  • S03197
  • Person
  • 05.08.1871-02.07.1940

Sigurður Sigurðsson, f. að Þúfu á Flateyjardalsheiði 05.08.1871, d. 02.07.1940. Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson bóndi þar og Helga Sigurðardóttir. Þau fluttu að Draflastöðum árið 1882 og ólst hann þar upp síðan. Um 25 ára gamall fór Sigurður að Möðruvöllum í Hörgárdal. Hann fóru þó aldrei í skólann þar en nam grasafræði af Stefáni Stefánssyni. Síðar fór hann á Búnaðarskólann í Stend í Noregi og kom þaðan 1898. Eftir það var hann tvö ár heima, gerði rannsóknir á skógunum í Fnjóskadal og ferðaðist um Austurland vegna kláðaskoðunar. Árið 1899 stofnaði hann á vegum Amtmannssjóðs skógræktarstöð sunnan við kirkjuna á Akureyri. Síðan fór hann á búnaðarskólann í Höfn og lauk þaðan námi á tveimur árum og ferðaðist svo um norðanverða Skandinavíu með kennara sínum, sem varð honum nokkurs konar framhaldsnám. Heim kominn árið 1902 tók Sigurður við skólastjórn á Hólum og gegndi því starfi í 16 ár. Þar stóð hann m.a. fyrir bændanámskeiðum. Á sama tíma var hann einn af stofnendum Ræktunarfélags Norðurlands og starfaði með því um árabil. Árið 1919 varð hann búnaðarmálastjóri. Árið 1935 lét hann af því starfi. Hafði hann þá komið sér upp nýbýlinu Fagrahvammi í Hveragerði og dvaldi þar jafnan síðustu æviárin.
Maki: Þóra Sigurðardóttir, ættuð úr Fnjóskaldal (d. 1937). Þau eignuðust fimm börn og ólu auk þess upp fósturdótturina Rögnu Helgu Rögnvaldsdóttur frá tveggja ára aldri.

  1. ágúst 1871 - 2. júlí 1940

Sigurður Sigurðsson (1879-1939)

  • S03292
  • Person
  • 15.09.1879-04.08.1939

Sigurður Sigurðsson, f. í Kaupmannahöfn 15.09.1879, d. 04.08.1939. Faðir hans var við nám í Danmörku en móðir hans var dönsk. Sigurður fór til Íslands á vegum föður síns sem drukknaði þegar hann var fimm ára gamall. Eftir það ólst Sigurður upp hjá Birni M. Ólsen rektor Lærða skólans. Þar lærði Sigurður en hætti námi í 6. bekk. Sigurður lagði síðar stund á lyfjafræði bæði á Íslandi og erlendis. Sigurður var lyfsali í Vestmannaeyjum frá 1913-1931 en fluttist þá til Reykjavíkur og bjó þar til dauðadags. Hann var fyrsti lyfsali í Vestmannaeyjum og bjó hann að Arnarholti við Vestmannabraut. Hann nefndi húsið Arnarholt en áður hét það Stakkahlíð. Sigurður var einn af helstu hvatamönnum þess að Björgunarfélag Vestmannaeyja var stofnað árið 1918. Sigurður var einn af máttarstólpum Björgunarfélagsins fyrstu ár þess og tók virkan þátt í starfi þess frá byrjun. Það var hann sem fór og keypti björgunarskip fyrir hönd félagsins og var skipið Þór fyrsta björgunar- og varðskip Íslendinga. Ljóð sín gaf Sigurður fyrst út í bók sem hét Tvístirnið. Eftir það hafa komið út fjórar útgáfur af ljóðum hans. Sigurður hafði einnig viðurnefnið slembir og skáld.
Maki: Anna Guðrún Pálsdóttir (1882-1959). Þau eignuðust eina dóttur.

Sigurður Sigurðsson (1887-1963)

  • S00160
  • Person
  • 19.09.1887-20.06.1963

Sigurður Sigurðsson, f. í Vigur, Ögurhreppi í Ísafjarðardjúpi 19.09.1887, d. í Hafnarfirði 20.06.1963. Foreldrar: Sigurður Stefánsson prestur og alþingismaður í Vigur og kona hans Þórunn Bjarnadóttir húsfreyja í Vigur. Sigurður ólst upp hjá foreldrum sínum í Vigur. Hann varð stúdent frá MR 1908. Cand. juris frá HÍ 1914. Yfirdómslögmaður á Ísafirði frá 1914-1921, jafnframt gjaldkeri í útibúi Íslandsbanka á Ísafirði og síðar gæslustjóri Landsbanka Íslands þar á meðan hann bjó á Ísafirði. Skipaður fulltrúi í fjármáladeild Stjórnarráðs Íslands 1921 og settur bæjarfógeti í Vestmannaeyjum frá 26. febrúar til 4. ágúst 1924. Skipaður sýslumaður Skagfirðinga 1. desember 1924 og gegndi því embætti til ársloka 1957. Frá 24.05.1947 var Sigurður jafnframt bæjarfógeti á Sauðárkróki. Sigurður gegndi ýmsum trúnaðarstörfum, var m.a. bæjarfulltrúi á Ísafirði 1917-1920. Gekkst fyrir stofnun Búnaðarsambands Skagfirðinga í árslok 1930 og sat í stjórn þess frá upphafi. Gekkst einnig fyrir stofnun Sögufélags Skagfirðinga 6. febrúar 1937 og sat í stjórn þess frá upphafi og var forseti félagsins 1937-1948. Maki: Guðríður Stefanía Arnórsdóttir (jafnan kölluð Stefanía). Þau eignuðust níu börn.

Sigurður Sigurðsson (1890-1965)

  • S03112
  • Person
  • 4. sept. 1890 - 30. ágúst 1965

Fæddur á Fossi á Skaga, sonur Sigurður Gunnarssonar b. og hreppstjóra á Fossi og k.h. Sigríðar Gísladóttur. Verkamaður í Reykjavík. Kvæntist Sigríði Jóhannesdóttur.

Sigurður Sigurðsson (1916-1996)

  • S02056
  • Person
  • 29.10.1916-01.12.1996

Sigurður Sigurðsson fæddist á Ísafirði 29. október 1916. Foreldrar hans voru Sigurður Sigurðsson (1887-1963) sýslumaður Skagfirðinga og bæjarfógeti á Sauðárkróki, og eiginkona hans Stefanía Arnórsdóttir (1889-1948). Systkini Sigurðar voru átta talsins. Sigurður kvæntist Önnu Kristínu Jónsdóttur frá Hörgsdal á Síðu 24.7. 1943, eignuðust þau eina stjúpdóttur, Stellu Henryettu Kluck. ,,Sigurður ólst upp á Ísafirði og síðar á Sauðárkróki. Hann var stúdent frá MA 1937 og lauk cand. phil. prófi frá Háskóla íslands 1938. Sigurður stundaði nám við Konunglega Listaháskólann í Kaupmannahöfn 1939-1945. Eftir að hann kom heim frá námi hóf hann kennslu við Myndlista- og handíðaskóla íslands 1948 og starfaði þar samfleytt til ársins 1980. Hann var yfirkennari skólans um árabil. Sigurður hélt margar einkasýningar og tók þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis. Hann sýndi verk sín m.a. í Danmörku, Noregi, Finnlandi, Ítalíu, Þýskalandi, Póllandi og Rússlandi. Sigurður hélt alla tíð tryggð við sigilda landslagshefð í verkum sínum og var einn merkasti portrettmálari hérlendis. Hann var formaður Félags íslenskra myndlistarmanna í áratug og var gerður að heiðursfélaga sama félags. Sigurður sat í stjórn Lista- og menningarsjóðs Kópavogs frá stofnun hans 1965 til ársins 1981. Hann sat í stjórn og byggingamefnd Listasafns Kópavogs 1978- 1981."

Sigurður Sigurðsson (1926-1984)

  • S00569
  • Person
  • 28.12.1926-05.07.1984

Sigurður Sigurðsson fæddist 28. desember 1926, að Leifsstöðum í Svartárdal. Foreldrar hans voru Sigurður Benediktsson bóndi á Leifsstöðum og kona hans Ingibjörg Sigurðardóttir. Sigurður var fjórði í röð átta barna þeirra hjóna. Sigurður dvaldist ávalll á Leifsstöðum. Á árunum 1917-1948 keyptu þeir bræður, Guðmundur og Sigurður, jörðina af foreldrum
sínum. Búskapurinn gekk vel hjá þeim bræðrum því búpeningurinn gaf góðan arð. Sigurður unni heiðinni og átti þangað fjölmargar ferðir, fór m.a. um margra ára skeið í undanreið.
Sigurður var í áratugi félagi í Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps. Eiginkona Sigurðar var María Steingrímsdóttir frá Brandsstöðum í Blöndudal.

Sigurður Sigurðsson (1950-

  • S02908
  • Person
  • 24.04.1950-

Foreldrar: Sigurður Anton Einarsson bóndi á Fitjum á Neðribyggð (1906-1968) og kona hans Helga Steindórsdóttir (1918-1994). Fyrrum bóndi og bifreiðastjóri í Héraðsdal I í Dalsplássi.
Maki: Auður Sveinsdóttir, f. 1954. Þau eiga þrjú börn.

Sigurður Sigurðsson Skagfield (1895-1956)

  • S01571
  • Person
  • 29. júní 1895 - 21. sept. 1956

Foreldrar: Jóhanna Steinsdóttir og Sigurður Jónsson oddviti í Brautarholti (þá Litlu-Seylu). ,,Sigurður Skagfield tenór fæddist að Litlu-Seylu í Skagafjarðarsýslu 29. júní 1895. Sigurður stundaði söngnám í Kaupmannahöfn og einnig í Dresden og víðar í Þýskalandi. Hann fór söngför um Norðurlönd og var um skeið söngvari við óperuhúsið í Oldenburg. Sigurður dvaldist nokkur ár í Bandaríkjunum og hélt þar söngskemmtanir við góðan orðstír. " Sigurður kvæntist Lovísu Albertsdóttur frá Páfastöðum, þau eignuðust tvö börn saman. Þau skildu.

Sigurður Skúlason (1893-1933)

  • S00949
  • Person
  • 27. des. 1893 - 13. feb. 1933

Sonur Hólmfríðar Guðrúnar Benediktsdóttur og Skúla Jónssonar. Sigurður mun að nokkru leyti hafa alist upp hjá Sr. Jóni Ó. Magnússyni, eða þeirri fjölskyldu, og varð síðar kaupmaður í Reykjavík. Kvæntist Helgu Einarsdóttur Markan.

Sigurður Stefánsson (1854-1924)

  • S02951
  • Person
  • 30. ágúst 1854 - 21. apríl 1924

Sigurður Stefánsson, f. á Ríp í Hegranesi. Foreldrar: Stefán Stefánsson (1828-1910) síðar bóndi á Heiði í Gönguskörðum og kona hans Guðrún Sigurðardóttir (1831-1903) húsmóðir. Maki (6. júní 1884): Þórunn Bjarnadóttir (f.15.06.1855, d. 22.05.1936), þau eignuðust fjögur börn. Sigurður tók stúdentspróf frá Lærða skólanum 1879 og guðfræðipróf frá Prestaskólanum 1881. Var prestur í Ögurþingum frá 1881 til æviloka. Kosinn dómkirkjuprestur í Reykjavík 1889, en baðst undan því. Bjó í Vigur. Sýslunefndarmaður í Norður-Ísafjarðarsýslu 1884–1919. Formaður Búnaðarsambands Vestfjarða 1907–1919. Alþingismaður Ísfirðinga 1886–1900 og 1902, alþingismaður Ísafjarðar 1904–1915, alþingismaður Norður-Ísfirðinga 1917–1923. 2. varaforseti efri deildar 1909, varaforseti sameinaðs þings 1913, 1. varaforseti neðri deildar 1921.

Sigurður Stefánsson (1895-1988)

  • S01459
  • Person
  • 15. des. 1895 - 22. apríl 1988

Foreldrar: Stefán Sigurðsson b. á Þverá í Blönduhlíð og barnsmóðir hans Sigurlaug Sigurbjörg Baldvinsdóttir. Sigurður ólst upp hjá föður sínum og stjúpmóður, Hjörtínu Hannesdóttur, sem reistu bú á Þverá er Sigurður var á öðru aldursári. Dvaldist Sigurður á heimili þeirra fram á fullorðinsár. Að Þverá vistaðist síðan konuefni Sigurðar, Anna Einarsdóttir, og reistu þau bú árið 1916 á Rein í Hegranesi. Þar bjuggu þau í þrjú ár en fluttust þá að Syðri Hofdölum í húsmennsku þar sem þau voru í þrjú ár en fluttust þá að Hjaltastaðakoti (nú Grænumýri) í eitt ár en síðan í húsmennsku í Merkigarði í Tungusveit 1922-1923, Torfmýri í Blönduhlíð 1923-1924 og Ytri Húsabakka í Seyluhreppi 1924-1926. Þaðan fluttust þau til Sauðárkróks og þar stóð heimili þeirra æ síðan. Þau keyptu jörðina Sauðá árið 1958 og varð síðasti eigandi hennar allt til þess að Sauðárkróksbær yfirtók hana. Sigurður stundaði lengst af verkamannavinnu, eftir að hann fluttist úr sveitinni, og vann um árabil á vegum Kaupfélags Skagfirðinga og var fastur starfsmaður við sláturhúsið. Hann starfaði talsvert með Verkamannafélaginu Fram á fyrstu árum þess og vann ötullega að eflingu þess, sat í stjórn um skeið, var fylgismaður jafnaðarhreyfingarinnar og starfaði um árabil með Alþýðuflokksfélaginu á Sauðárkróki. Kvæntist Önnu Sigríði Einarsdóttur (1891-1973), þau eignuðust fjögur börn.

Sigurður Sveinsson (1889-1973)

  • S00342
  • Person
  • 10. janúar 1889 - 13. mars 1973

Líklega sá sem var á Hóli í Reynistaðasókn, Skag. 1901. Verslunarmaður í Bergstaðastræti 14, Reykjavík 1930. Kaupmaður í Reykjavík 1945.

Sigurður Þórðarson (1879-1978)

  • S00538
  • Person
  • 10. október 1879 - 12. janúar 1978

Fæddur og uppalinn að Hnjúki í Skíðadal, sonur Þórðar Jónssonar og Halldóru Jónsdóttur. Sigurður lauk búfræðiprófi frá Bændaskólanum á Hólum 1901. Næstu árin stundaði hann jarðabótavinnu að sumrinu, en barnakennslu í fjóra vetur til 1905 í Svarfaðardal, í Hegranesi og í Málmey. Sigurður kvæntist Pálínu Jónsdóttur frá Ási í Hegranesi 1905. Hófu þau búskap á Hafsteinsstöðum en fluttu svo að Egg í Hegranesi en Sigurður bjó þar samfleytt í tæp 60 ár. Sigurður var stórbóndi á þess tíma mælikvarða og mikill framkvæmdamaður. Hann tók jafnframt mikinn þátt í opinberum málum sveitar sinnar og sýslu, var í mörg ár í hreppsnefnd, í stjórn búnaðarfélagsins, formaður skólanefndar og sýslunefndarmaður eitt kjörtímabil. Sigurður og Pálína eignuðust sjö börn.

Sigurður Þórðarson (1888-1967)

  • S01292
  • Person
  • 19.07.1888-13.08.1967

Sigurður var fæddur á Fjalli í Sæmundarhlíð, foreldar hans voru Þórður Ingvarsson frá Litla-Búrfelli í Svínavatnshreppi og Ingibjörg Sigurðardóttir frá Stóra-Vatnsskarði. Sigurður ólst upp hjá móður sinni og bróður hennar, Benedikt, á Fjalli og lærði jafnfram söðlasmíði hjá Benedikt. ,,Faðir Sigurðar fluttist til Húsavíkur og hafði Sigurður lítið sem ekkert af honum að segja. Haustið 1905 fór Sigurður til náms í Hólaskóla og útskrifaðist þaðan sem búfræðingur vorið 1907 með góðum vitnisburði, var þar í fremstu röð nemenda. Árið 1910 kvæntist hann Ingibjörgu Sigfúsdóttur frá Mælifelli. Þau voru á Mælifelli til vors 1912. Þá keyptu þau jörðina Nautabú á Neðribyggð og hófu þar búskap. Búnaðist þeim vel og árið 1933 hlutu þau verðlaun úr Styrktarsjóði Kristjáns IX fyrir umbætur á jörð sinni. Á Sigurð hlóðust mörg trúnaðarstörf; hreppstjóri Lýtingsstaðahrepps 1922-1938, formaður fasteignamatsnefndar yfirmats í Skagafjarðarsýslu 1932, formaður héraðsnefndar Kreppulánasjóðs, í stjórn KS 1928-1938, í hreppsnefnd Lýtingsstaðahrepps 1933-1938, í stjórn Búnaðarsamabds Skagfirðinga 1931-1947. Árið 1938 hætti Sigurður búskap á Nautabúi og fluttist til Sauðárkróks þar sem hann tók við starfi framkvæmdastjóra K.S. Starfi kaupfélagsstjóra gengdi hann til vors 1946 og það sama ár fluttust þau Ingibjörg til Reykjavíkur. 1942 var Sigurður kjörinn á þing fyrir Framsóknarflokkinn sem fyrsti þingmaður Skagfirðinga og sat á Alþingi til vors 1946. Þá hafði hann verið skipaður í nýbyggingarráð og var þar meðan það starfaði, síðan í arftaka þess, fjárhagsráði 1947-1953. Eftir að fjárhagsráð hætti störfum vann hann á Innflutningsskrifstofunni 1953-1960." Sigurður og Ingibjörg eignuðust, þrjú börn og tóku tvö fósturbörn.

Sigurður Þorkell Tómasson (1910-2000)

  • S03488
  • Person
  • 16.07.1910-26.04.2002

Sigurður Þorkell Tómasson, f. að Miðhóli í Sléttuhlíð 16.07.1910, d. 26.04.2002.
Foreldrar: Tómas Jónasson kaupfélagsstjóri Kaupfélags Fellshrepps og kona hans, Ólöf Þorkelsdóttir húsfreyja.
Sigurður ólst upp á Miðhóli. Hann var afgreiðslumaður á unglingsárum hjá Kaupfélagi Fellshrepps og reri til Drangeyjar til fuglaveiða á flekum þrjár vorvertíðir. Hann lauk Samvinnuskólaprófi 1930 og var í bóklegu og verklegu námi á vegum Kooperativa Förbundet í Stokkhólmi 1931-1932. Hann var forstjóri Kjörbúðar Siglufjarðar 1932-1936, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Siglfirðinga 1937-1945, vann við aðalbókhald SÍS í Reykjarvík 1945-1948, og var skrifstofumaður hjá Skeljungi 1949-1951.
Siguður stofnaði síðan Efnagerð Laugarness en seldi hana eftir rúmlega tuttugu ára rekstur. Þá stofnaði hann fyrirtækið S.Þ.Tómasson hf.
Sigurður starfaði mikið í Kiwanishreyfingunni og gegndi trúnaðarstörfum á vegum hennar.
Maki: Maggý Ingibjörg Flóventsdóttir (1910-2000). Þau eignuðust eina dóttur.

Sigurður Þorsteinsson (1864-1928)

  • S00678
  • Person
  • 22.08.1864-09.03.1928

Fæddur á Daufá, sonur Þorsteins Jónssonar b. á Daufá og Elínborgar Sigurðardóttur. Sigurður var á barnsaldri er faðir hans lést. Móðir hans var við búskap, nokkur næstu ár, á ýmsum stöðum í Lýtingsstaðahreppi og var Sigurður á hennar vegum flest þau ár. Ungur fór hann að fást við smíðar og náði nokkurri leikni í þeirri iðn og náði nokkuri leikni í þeirri iðn. Hann hóf búskap ókvæntur á hluta af Þorsteinsstöðum í Tungusveit 1894 og bjó þar eitt ár. Gerðist lausamaður og vann að smíðum. Átti heima á Uppsölum í Blönduhlíð og Keldulandi á KJálk, en flutti þaðan vorið 1897 með Sigfúsi Dagssyni, er síðar varð tengdafaðir hans að Lóni í Viðvíkursveit 1900-1903, Bakka 1903-1907, Ásgeirsbrekku 1907-1912, Bjarnastöðum í Blönduhlíð 1912-1928. Sigurður kvæntist Dagnýju Sigfúsdóttur, þau eignuðust einn son.

Niðurstöður 2891 to 2975 of 3637