Showing 551 results

Authority record
Reykjavík

Sigurður Stefánsson (1854-1924)

  • S02951
  • Person
  • 30. ágúst 1854 - 21. apríl 1924

Sigurður Stefánsson, f. á Ríp í Hegranesi. Foreldrar: Stefán Stefánsson (1828-1910) síðar bóndi á Heiði í Gönguskörðum og kona hans Guðrún Sigurðardóttir (1831-1903) húsmóðir. Maki (6. júní 1884): Þórunn Bjarnadóttir (f.15.06.1855, d. 22.05.1936), þau eignuðust fjögur börn. Sigurður tók stúdentspróf frá Lærða skólanum 1879 og guðfræðipróf frá Prestaskólanum 1881. Var prestur í Ögurþingum frá 1881 til æviloka. Kosinn dómkirkjuprestur í Reykjavík 1889, en baðst undan því. Bjó í Vigur. Sýslunefndarmaður í Norður-Ísafjarðarsýslu 1884–1919. Formaður Búnaðarsambands Vestfjarða 1907–1919. Alþingismaður Ísfirðinga 1886–1900 og 1902, alþingismaður Ísafjarðar 1904–1915, alþingismaður Norður-Ísfirðinga 1917–1923. 2. varaforseti efri deildar 1909, varaforseti sameinaðs þings 1913, 1. varaforseti neðri deildar 1921.

Sigurður Sigurðsson (1890-1965)

  • S03112
  • Person
  • 4. sept. 1890 - 30. ágúst 1965

Fæddur á Fossi á Skaga, sonur Sigurður Gunnarssonar b. og hreppstjóra á Fossi og k.h. Sigríðar Gísladóttur. Verkamaður í Reykjavík. Kvæntist Sigríði Jóhannesdóttur.

Sigurður Sigurðsson (1871-1940)

  • S03197
  • Person
  • 05.08.1871-02.07.1940

Sigurður Sigurðsson, f. að Þúfu á Flateyjardalsheiði 05.08.1871, d. 02.07.1940. Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson bóndi þar og Helga Sigurðardóttir. Þau fluttu að Draflastöðum árið 1882 og ólst hann þar upp síðan. Um 25 ára gamall fór Sigurður að Möðruvöllum í Hörgárdal. Hann fóru þó aldrei í skólann þar en nam grasafræði af Stefáni Stefánssyni. Síðar fór hann á Búnaðarskólann í Stend í Noregi og kom þaðan 1898. Eftir það var hann tvö ár heima, gerði rannsóknir á skógunum í Fnjóskadal og ferðaðist um Austurland vegna kláðaskoðunar. Árið 1899 stofnaði hann á vegum Amtmannssjóðs skógræktarstöð sunnan við kirkjuna á Akureyri. Síðan fór hann á búnaðarskólann í Höfn og lauk þaðan námi á tveimur árum og ferðaðist svo um norðanverða Skandinavíu með kennara sínum, sem varð honum nokkurs konar framhaldsnám. Heim kominn árið 1902 tók Sigurður við skólastjórn á Hólum og gegndi því starfi í 16 ár. Þar stóð hann m.a. fyrir bændanámskeiðum. Á sama tíma var hann einn af stofnendum Ræktunarfélags Norðurlands og starfaði með því um árabil. Árið 1919 varð hann búnaðarmálastjóri. Árið 1935 lét hann af því starfi. Hafði hann þá komið sér upp nýbýlinu Fagrahvammi í Hveragerði og dvaldi þar jafnan síðustu æviárin.
Maki: Þóra Sigurðardóttir, ættuð úr Fnjóskaldal (d. 1937). Þau eignuðust fimm börn og ólu auk þess upp fósturdótturina Rögnu Helgu Rögnvaldsdóttur frá tveggja ára aldri.

  1. ágúst 1871 - 2. júlí 1940

Sigurður Pálsson (1937-

  • S01912
  • Person
  • 26.04.1937-

Sonur Páls Sigurðssonar og Önnu Gunnlaugsdóttur á Hofi í Hjaltadal. Seinna lögreglumaður í Reykjavík. Búsettur á Sauðárkróki.

Sigurður Líndal (1931-

  • S02420
  • Person
  • 2. júlí 1931-

Varð forseti Hins íslenska bókmenntafélags 1967. Prófessor við Háskóla Íslands 1972 - 2001 og Háskólann á Bifröst til 2007. Sigurður hefur skrifað um kenningar í lögfræði og ritstýrt fjölda verka um lögfræði, sögu ofl.

Sigurður Jónsson (1916-1994)

  • S02860
  • Person
  • 11. ágúst 1916 - 28. okt. 1994

Sigurður Jónsson, f. á Hóli í Sæmundarhlíð 11. 08.1916. Foreldrar: Jón Sveinsson, bóndi í Hóli í Sæmundarhlíð, f. 1887 og kona hans Margrét Sigurðardóttir, f. 1895. Hún lést þegar Sigurður var 7 ára gamall og giftist faðir hans síðar Petreu Óskarsdóttur. Sigurður varð stúdent úr stærðfræðideild MR árið 1939 en hóf nám í lyfjafræði í Laugavegsapóteki það haust. Að loknu námi í fyrri hluta lyfjafræðinngar hélt hann til Ameríku og lauk námi við Philadelphia College of Pharmacy í júní 1945. Eftir að hafa starfað í Laugavegsapóteki um árabil, svo og hjá Heildverzlun Stefáns Thorarensen og Efnagerð Reykjavíkur (1945-1963) gerðist hann apótekari í Húsavíkur apóteki í ágúst 1963 og gegndi því starfi unz hann fluttist með fjölskyldu sinni og tók við stöðu apótekara í Sauðárkróksapóteki í maí 1970. Sigurður og Margrét kona hans fluttu svo til Reykjavíkur er hann lét af störfum sem apótekari á Sauðárkróki.
Maki: Margrét Magnúsdóttir, f. 1918, d. 2006.

Sigurður Jónasson (1923-1978)

  • S02117
  • Person
  • 31. okt. 1923 - 25. jan. 1978

Foreldrar hans voru Jónas Jón Gunnarsson bóndi í Hátúni og k.h. Steinunn Sigurjónsdóttir. Trésmiður og byggingamaður í Reykjavík, rak einnig svína- og hænsnabú að Hátúni við Rauðavatn á árunum 1964-1978 í félagi við Ólaf bróður sinn. Kvæntist Guðrúnu Ragnarsdóttur frá Snæfellsnesi.

Sigurður Jón Ólafsson (1916-1993)

  • S01445
  • Person
  • 4. des. 1916 - 13. júlí 1993

,,Sigurður J. Ólafsson fæddist í Reykjavík 4. desember 1916, sonur Ólafs Jónatanssonar frá Kolbeinsstöðum, verkamanns í Reykjavík, og Þuríðar Jónsdóttur frá Elliða í Staðarsveit. Eiginkona Sigurðar var Inga Valfríður Einarsdóttir, sjúkraliði frá Miðdal. Sigurður stundaði bifreiðaakstur á yngri árum, var rannsóknarmaður á Rannsóknarstofu HÍ og á Keldum, gærumatsmaður hjá SÍS, kjötmatsmaður á vegum yfirdýralæknis og sá um talningu búfjár í borgarlandinu á vegum Reykjavíkurborgar. Sigurður sótti ungur söngtíma hjá Sigurði Birkis og Guðmundi Jónssyni, söng með Karlakór Reykjavíkur frá 23 ára aldri og síðar með eldri félögum kórsins. Einnig söng hann í nokkrum óperum. Þá var Sigurður einn þekktasti hestamaður sinnar kynslóðar hér á landi. Hann stundaði hestamennsku frá fermingaraldri og átti fjölda hrossa sem mörg gerðu garðinn frægan, en þekktasta skeiðhross hans var Gletta sem átti Íslandsmet í skeiði í samtals 28 ár."

Sigurður Jóhannsson Möller (1915-1970)

  • S03127
  • Person
  • 10. des. 1915 - 11. okt. 1970

Foreldrar: Þorbjörg Pálmadóttir Möller og Jóhann Georg Jóhannsson Möller, kaupmaður á Hvammstanga, síðar verslunarstjóri á Sauðárkróki. Sigurður var vélstjóri og vélfræðingur í Reykjavík. Maki: Guðrún J. Möller, þau eignuðust tvö börn. Árið 1958 flutti fjölskyldan að Sogsvirkjunum, þar sem þau bjuggu fram til ársins 1968, er þau fluttu aftur til Reykjavíkur.

Sigurður Helgi Guðmundsson (1941-2019)

  • S02526
  • Person
  • 27. apríl 1941 - 20. feb. 2019

Sig­urður fædd­ist á Hofi í Vest­ur­dal í Skagaf­irði 27. apríl 1941, son­ur hjón­anna Guðmund­ar Jóns­son­ar bónda og Ingi­bjarg­ar Jóns­dótt­ur. ,,Sig­urður lauk prófi frá Sam­vinnu­skól­an­um á Bifröst 1957 og stúd­ents­prófi frá MA 1965. Hann lauk kandí­dats­prófi í guðfræði frá Há­skóla Íslands 1970 og fram­halds­námi í kenni­mann­legri guðfræði og sál­gæslu við
Kaup­manna­hafnar­há­skóla 1976. Sigurður var sókn­ar­prest­ur í Reyk­hóla­prestakalli 1970-1972 og Eskifjarðarprestakalli 1972 til 1977. Jafn­framt var Sig­urður skóla­stjóri Barna- og gagn­fræðaskól­ans á Eskif­irði og skóla­stjóri Tón­list­ar­skóla Eskifjarðar og Reyðarfjarðar á ár­un­um 1975-1977. Sig­urður var skipaður sókn­ar­prest­ur í Víðistaðaprestakalli í Hafnar­f­irði 1977 og starfaði þar uns hann fékk lausn frá embætti árið 2001. Sig­urður var for­stjóri á Umönn­un­ar- og hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli í Reykja­vík frá 1987 til 2011 og á Hjúkr­un­ar­heim­il­inu Eir í Reykja­vík frá 1993 til 2011. Sig­urður gegndi ýms­um trúnaðar­störf­um, var formaður Presta­fé­lags Aust­ur­lands 1972-1974, sat í stjórn Rauða kross Íslands 1977-1982, full­trúi Íslands í stjórn Elli­mála­sam­bands Norður­landa 1977-1993 og for­seti sam­tak­anna 1991-1993, formaður Öldrun­ar­ráðs Íslands 1981-1991 og sat í stjórn Fram­kvæmda­sjóðs aldraðra 1983-1989. Sig­urður var sæmd­ur heiðurs­merki hinn­ar ís­lensku fálka­orðu árið 1988 og stór­ridd­ara­krossi 1997 fyr­ir störf að fé­lags- og öldrun­ar­mál­um. Sigurður kvæntist Brynhildi Ósk Sigurðardóttur hjúkr­un­ar­fræðingi og djákna, þau eignuðust þrjú börn."

Sigurður Gunnarsson (1912-1996)

  • S02496
  • Person
  • 10. okt. 1912 - 23. apríl 1996

Sigurður fæddist á Skógum í Öxarfirði. Foreldrar hans voru Kristveig Björnsdóttir húsfreyja og Gunnar Árnason bóndi. Eftir að Sigurður lauk námi við Kennaraskóla Íslands kenndi hann í Borgarnesi og Seyðisfirði 1936-1938. Hann var skólastjóri barnaskólans á Húsavík 1940 til 1960. Var æfingakennari við Kennaraskólann 1960-1978. Sigurður skrifaði fjölda greina í blöð og tímarit, en einnig kennslubækur ofl. Hann var afkastamikill þýðandi úr dönsku, norsku og ensku. Sigurður kvæntist Guðrúnu Karlsdóttur, þau eignuðust þrjá syni.

Sigurður Guðmundsson (1885-1958)

  • S03132
  • Person
  • 4. maí 1885 - 21. des. 1958

Foreldrar: Guðmundur Pétursson b. á Syðri-Hofdölum og k.h. Ingibjörg Sigurðardóttir. Sigurður var húsasmíðameistari í Reykjavík. Teiknaði meðal annars Austurbæjarskólann og Þjóðminjasafnið. Maki: Svanhildur Ólafsdóttir.

Sigurður Guðmundsson (1878-1949)

  • S02857
  • Person
  • 3. sept. 1878 - 10. nóv. 1949

Sigurður Guðmundsson, f. 03.09.1878 á Æsustöðum í Langadal. Foreldrar hans voru Guðmundur, hreppstjóri á Æsustöðum og í Mjóadal, og k.h. Ingibjörg Guðrún Sigurðardóttir húsfreyja. Maki: Halldóra Ólafsdóttir, frá Kálfholti. Þau eignuðust sex börn. Sigurður tók stúdentspróf í Reykjavík 1902 og meistarapróf í norrænum fræðum við háskólann í
Kaupmannahöfn 1910. Hann var stundakennari við MR 1911-20, kenndi við Kennaraskólann 1912-21, gerðist þá skólameistari Gagnfræðaskóla Akureyrar sem síðar varð Menntaskóli Akureyrar, 1930. Sigurður var því fyrsti skólameistari MA og gegndi því starfi til 1947. Rit eftir Sigurð eru Ágrip af forníslenskri bókmenntasögu, 1915; Heiðnar hugvekjur og mannaminni, 1946 og Á sal, 1948.

Sigurður Guðmundsson (1855-1951)

  • S01005
  • Person
  • 18. ágúst 1855 - 7. apríl 1951

Foreldrar: Guðmundur Ólafsson og k.h. Sigríður Símonardóttir. Sigurður ólst upp hjá foreldrum sínum fyrstu árin og fór með þeim frá Hvammkoti á Höfðaströnd að Bæ í sömu sveit 1863, ári seinna missti hann föður sinn og var eftir því í vinnumennsku víða í Sléttuhlíð, b. í Ártúni á Höfðaströnd 1888-1890 og vinnumaður á Bæ á Höfðaströnd 1893-1898. Fluttist það sama ár til Sauðárkróks og var tómthúsmaður þar til 1916 er hann fluttist til Reykjavíkur þar sem hann bjó til æviloka. Sigurður var allajafna nefndur Siggi „bæjar“ af Sauðárkróksbúum enda kenndur við Bæ á Höfðströnd. „Hann var fjörmaður mikill... glaðlyndur og greiðugur og með afbrigðum barngóður“. Kvæntist Jónínu Magnúsdóttur frá Hamri í Fljótum, þau eignuðust eina dóttur.

Sigurður Guðmundsson (1833-1874)

  • S02635
  • Person
  • 9. mars 1833 - 7. sept. 1874

Sigurður Guðmundsson (oftast nefndur Sigurður málari) var íslenskur listmálari frá Hellulandi í Skagafirði, sonur Guðmundar Ólafssonar b. á Hellulandi og Steinunnar Pétursdóttur. Hann lærði teikningu og listmálun í Kaupmannahöfn. Sigurður starfaði mikið að leikhúsmálun, hannaði búninga og gerði sviðsmyndir. Hann hafði sterk áhrif á mótun Íslenskrar þjóðarímyndar með hvatningu sinni og störfum að þjoðbúningagerð, forngripasöfnun og leiklist, þar sem áhersla var lögð á innlendar ímyndir frá sögu- og miðöldum. Hann átti drjúgan þátt í stofnun Fornminjasafnsins og vann ósleitilega að fegrun hins íslenska kvenbúnings. Sigurður var forystumaður um stofnun Forngripasafnsins árið 1863, en safnið varð síðar að Þjóðminjasafni Íslands. Sumarið 1874 vann Sigurður við hönnun skreytinga fyrir þjóðhátíð á Þingvöllum. Síðasta veturinn sem Sigurður lifði málaði hann leiktjöld fyrir leikritið Hellismenn eftir Indriða Einarsson. Við vinnuna ofkældist hann og náði aldrei fullri heilsu. Sigurður var ógiftur og barnlaus.

Sigurður Guðjónsson (1960-

  • S03095
  • Person
  • 14. okt. 1960-

Sonur Guðjóns Ingimundarsonar íþróttakennara á Sauðárkróki og k.h. Ingibjargar Kristjánsdóttur. Verkfræðingur í Reykjavík, m. Steinunn Sigurþórsdóttir frá Kimbastöðum, þau eignuðust tvo syni.

Sigurður Einarsson (1898-1967)

  • S02711
  • Person
  • 29. okt. 1898 - 23. feb. 1967

Sigurður Einarsson f. 29.10.1898 að Arngeirsstöðum í Fljótshlíð. Foreldrar: Einar Sigurðsson og María Jónsdóttir. Stúdent frá Menntaskóla Reykjavíkur 1922 og kandídatsprófi í guðfræði frá Háskóla Íslands 1926. Vígðist til Flateyjar á Breiðafirði sama ár og settur prestur þar. Skipaður sóknarprestur þar árið eftir en fékk lausn frá prestsskap 1928 og dvaldist þá erlendis áralangt. Skipaður eftirlitsmaður með kennslu í æðri skólum og síðan kennari við kennaraháskólann og dóesent í guðfærði við HÍ. Fékk lausn frá því embætti og var um tveggja ára skeið skrifstofustjóri fræðslumálaskrifstofunnar. Árið 1946 var hann skipaður sóknarprestur í Holtsprestakalli í Rangárvallasýslu og þjónaði þar til dánardags. Maki: Guðný Jónsdóttir, þau eignuðust þrjú börn. Maki 2: Jóhanna Karlsdóttir, þau eignuðust einn son.

Sigurður Eggertsson Briem (1860-1952)

  • S01073
  • Person
  • 12. september 1860 - 19. maí 1952

Foreldrar: Eggert Ólafur Gunnlaugsson Briem og Ingibjargar Eiríksdóttur. Póstmálastjóri í Reykjavík. Kvæntist Guðrúnu Ísleifsdóttur.

Sigurður Bjarnason (1915-2012)

  • S02949
  • Person
  • 18. des. 1915 - 5. jan. 2012

Sigurður Bjarnason, f. í Vigur í Ísafjarðardjúpi. Foreldrar: Bjarni Sigurðsson (1889-1974) hreppstjóri í Vigur og Björg Björnsdóttir (1889-1977) húsfreyja. Sigurður ólst upp hjá foreldrum sínum í Vigur. Maki: Ólöf Pálsdóttir myndhöggvari. Þau eignuðust tvö börn. ,,Sigurður lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1936, lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1941 og lauk framhaldsnámi í lögfræði í Cambridge á Englandi 1945. Hann var ritstjóri Vesturlands 1942-59, ritstjóri Stefnis 1950-53, blaðamaður við Morgunblaðið frá 1941, stjórnmálaritstjóri Morgunblaðsins frá 1947 og aðalritstjóri blaðsins 1956-70. Hann var alþm. Norður-Ísafjarðarsýslu fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1942-59, varaþm. 1959-63 og alþm. Vestfjarðakjördæmis fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1963-70. Hann var forseti neðri deildar Alþingis 1949-56 og 1963-70. Sigurður var skipaður sendiherra Íslands í Danmörku 1970-76 og jafnframt á Írlandi, í Tyrklandi og fyrsti sendiherra Íslands í Kína, var sendiherra í Bretlandi 1976-82 og jafnframt Írlandi, Hollandi og Nígeríu. Hann starfaði í utanríkisráðuneytinu í Reykjavík 1982-85, var sendiherra á Kýpur frá 1983 og á Indlandi, Kýpur og í Túnis 1983-85. Sigurður vann mikið að heimkomu handritanna til Íslands sem sendiherra Íslands í Danmörku. Sigurður var formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands 1938-39, var formaður Stúdentafélags Reykjavíkur 1941- 42, forseti bæjarstjórnar Ísafjarðar 1946-50, formaður Blaðamannafélags Íslands 1957-58, og formaður Norræna blaðamannasambandsins 1957-58, var stjórnarformaður menningarsjóðs blaðamanna 1946-62, sat í Útvarpsráði 1947-70 og var formaður þess 1959, formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs 1953-59 og 1963-70, og var einn af forsetum ráðsins 1953-56, 1958- 59 og 1963-70, sat í Þingvallanefnd 1957-70 og var formaður Norræna félagsins 1965-70. Sigurður var formaður utanríkismálanefndar Alþingis um skeið, var skipaður í undirbúningsnefnd löggjafar um þjóðleikhús 1947, sat í endurskoðunarnefnd laga um skipun prestakalla og endurskoðunarnefnd íþróttalaga 1951, var kosinn í milliliðagróðanefnd 1951, í úthlutunarnefnd atvinnuaukningarfjár 1959-60, sat í úthlutunarnefnd listamannalauna 1961-66 og í stjórn Atvinnubótasjóðs, síðar Atvinnujöfnunarsjóðs 1962-70, skipaður í nefnd til að gera tillögur um framtíðarskipan ferðamála á Íslandi 1962 og í endurskoðunarnefnd hafnalaga 1966, í endurskoðunarnefnd laga um þingsköp Alþingis 1966 og skipaður í endurskoðunarnefnd laga um utanríkisráðuneyti Íslands og fulltrúa þess erlendis 1968. Hann sat á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1960-62. Sigurður skrifaði fjölda tímarits- og blaðagreina ásamt útvarpserindum um þjóðleg og söguleg efni. Hann var sæmdur fjölda orða og heiðursmerkja og sýndur annar sómi í viðurkenningarskyni fyrir margháttuð opinber störf sín."

Sigurður Birkis (1893-1960)

  • S02099
  • Person
  • 9. ágúst 1893 - 31. des. 1960

Foreldrar: Eyjólfur Einarsson síðast b. á Reykjum í Tungusveit og k.h. Margrét Þormóðsdóttir. Foreldrar hans létust bæði árið 1896. Sigurður var því alinn upp frá þriggja ára aldri hjá sr. Vilhjálmi Briem og k.h. Steinunni Pétursdóttur frá Valadal. Sigurður var söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar. Kvæntist Guðbjörgu Jónasdóttur, þau eignuðust þrjú börn.

Sigurbjörn Ástvaldur Gíslason (1876-1969)

  • S02861
  • Person
  • 1. jan. 1876 - 2. ágúst 1969

Sigurbjörn Ástvaldur Gíslason, f. 01.01.1876 í Glæsibæ. Foreldrar: Gísli Sigurðsson bóndi í Glæsibæ og Neðra-Ási í Hjaltadal og kona hans Kristín Björnsdóttir. Sigurbjörn lauk stúdentsprófi frá Lærða skólanum í Reykjavík árið 1897, embættisprófi í guðfræði frá Prestaskólanum árið 1900. Hann fór víða um heim til að kynna sér trúarmála- og líknarstörf. Hann starfaði að kristnidómsmálum alla tíð, sinnti barnaguðþjónustum guðfræðinema 1897-1900 og síðar sunnudagaskólastarfi í Reykjavík í fjóra áratugi. Hann ferðaðist um landið í 30 sumur til að vekja áhuga á kristilegu sjálfboðastarfi, kenndi við Kvennaskólann, Barnaskóla Reykjavíkur, Æskulýðsskólann, Kennaraskóla Íslands, Verslunarskóla Íslands og Vélstjóraskóla Íslands. Hann stofnaði, ásamt Gísla syni sínum, Elli- og hjúkrunarheimilið Grund og var heimilisprestur þar frá 1942 til æviloka. Sigurbjörn var ritstjóri kristilegra tímarita og sinnti ótal trúnaðarstörfum fyrir bindindishreyfinguna, kristniboð og á sviði líknarmála. Hann var formaður sóknarnefndar Dómkirkjunnar í 30 ár, sat í framkvæmdanefnd stórstúku Íslands, var stjórnarmaður Sambands íslenskra kristniboðsfélaga og formaður Barnaverndarráðs. Hann hlaut margvíslega viðurkenningu frá íslenskum og erlendum félagasamtökum.
Maki: Guðrún Lárusdóttir alþingismaður og rithöfundur. Sigurbjörn og Guðrún bjuggu að Ási við Ásvallagötu í Reykjavík en Guðrún fórst af slysförum, ásamt tveimur dætrum þeirra hjóna, er bifreið þeirra rann út í Tungufljót árið 1938.

Sigurbjörg Þórarinsdóttir (1915-1997)

  • S02723
  • Person
  • 23. ágúst 1915 - 27. jan. 1997

Fædd á Auðnum í Sæmundarhlíð. Foreldrar: Þórarinn Sigurjónsson b. á Auðnum í Sæmundarhlíð, Vík í Staðarhreppi, Glæsibæ í Staðarhreppi og Garði í Hegranesi og f.k.h. Hallfríður Sigríður Jónsdóttir. Maki: Ragnar Marinó Bjarnason rafvirki, fæddur á Álftanesi. Þau eignuðust ekki börn en ólu upp fósturdóttur. Voru búsett í Reykjavík.

Sigurbjörg Sveinsdóttir (1919-2013)

  • S02354
  • Person
  • 26. mars 1919 - 18. nóv. 2013

Sigurbjörg var fædd í Þorsteinsstaðakoti í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði 26. mars 1919, dóttir Sveins Friðrikssonar og Stefönnu Jónatansdóttur. Hóf sambúð með Páli Ögmundsyni 1936 og eignuðust þau fjögur börn, en skildu. Sigurbjörg hóf störf að Hólum í Hjaltadal 1949. Þar vann hún í þjónustunni í Hólaskóla. Flutti síðan til Reykjavíkur og vann um tíma hjá Landspítalanum. Sigurbjörg vann við saumaskap hjá Feldinum þar til hann var lagður niður. Að endingu vann hún hjá Hreini syni sínum í Stimplagerðinni Roða. Eftir að Sigurbjörg hætti að vinna stofnaði hún ásamt fleiri eldri borgurum Leikhópinn Snúð og Snældu árið 2000. Þar lék hún í uppfærslum í nokkur ár en endaði störf sín með breytingum og saumaskap á búningum hjá Snúð og Snældu.

Sigurbjörg Jónsdóttir (1849-1918)

  • S03142
  • Person
  • 16. júní 1849 - 13. okt. 1918

Foreldrar: Guðrún Jónsdóttir og Jón Guðmundsson síðast b. á Gautastöðum í Stíflu. Áður en Sigríður kvæntist var hún alllengi þjónustustúlka hjá V. Claessen á Sauðárkróki. Sigurbjörg kvæntist Þorsteini Sigurðssyni trésmíðameistara á Sauðárkróki, þau eignuðust einn son. Þau bjuggu á Sauðárkróki til ársins 1907 er Þorsteinn og sonur þeirra fóru til Vesturheims. Talið er að Sigurbjörg hafi búið hjá Claessen fjölskyldunni í Reykjavík þar til hún fór einnig til Vesturheims árið 1912.

Sigrún Jónsdóttir (1918-2013)

  • S03134
  • Person
  • 12. feb. 1918 - 14. maí 2013

Sigrún Jónsdóttir fæddist í Borgarfirði 12. febrúar 1918. Kjörforeldrar: Jón Ívarsson, kaupfélagsstjóri á Höfn í Hornafirði, forstjóri og alþingismaður, og eiginkona hans, Guðríður Jónsdóttir. ,,Sigrún ólst upp á Höfn í Hornafirði, fór síðan til náms í Kennaraskóla Íslands og lauk þaðan námi. Einnig lauk hún námi frá íþróttakennaraskólanum á Laugarvatni og í orgelleik. Hún var kennari í Vestmannaeyjum 1942 og fluttist til Akraness 1945 og hafði þar forgöngu um íþróttastarf fyrir konur, útivist og fjallgöngur. Sigrún fluttist til Reykjavíkur 1954 og kenndi í Gagnfræðaskóla verknáms og Ármúlaskóla og gegndi því starfi til starfsloka. Sigrún var virk í ýmsum félagsstörfum og fór margar ferðir um fjöll og lengri göngur í aðra landshluta með öðrum húsmæðrum á Akranesi." Eiginmaður Sigrúnar var Magnús Jónsson skólastjóri frá Bolungarvík, þau eignuðust tvö börn.

Sigrún Guðmundsdóttir (1929-2017)

  • S02777
  • Person
  • 26. júní 1929 - 14. sept. 2017

Sigrún Guðmundsdóttir, f. 26.06.1929 á Ísafirði. Foreldrar: Guðmundur Guðni Kristjánsson f. 23.01.1893 og Lára Ingibjörg Magnúsdóttir, f. 19.07.1894. Hún átti sjö bræður. Sigún ólst upp á Ísafirði. Hún útskrifaðist sem fóstra frá uppeldisskóla Sumargjafar í Reykjavík árið 1949 og vann á leikskólum þar til hún giftist árið 1954. Hún hóf aftur störf árið 1972 og starfaði þá sem leikskólakennari í Garðabæ og Reykjavík. Var leikskólastjóri í Hlíðarborg við Eskihlíð í Reykjavík frá 1974 og þar til hún lét af störfum árið 1982. Maki: Hallgrímur F. Árnason bifreiðastjóri, f. 12.09.1918. Þau eignuðust þrjú börn. Bjuggu allan sinn búskap í Hafnarfirði en eftir að Hallgrímur lést fluttist Sigrún til Reykjavíkur.

Sigrún Einarsdóttir (1947-

  • S02524
  • Person
  • 1947-

Sigrún er kennari að mennt og býr í Reykjavík. Hún kvæntist Kristni Bjarna Jóhannssyni lækni. Þau eiga þrjú uppkomin börn.

Sigrún Daníelsdóttir (1865-1940)

  • S01281
  • Person
  • 16. apríl 1865 - 17. sept. 1940

Foreldrar: Daníel Ólafsson prestur í Viðvík og k.h. Svanhildur Guðrún Loftsdóttir. Sigrún fluttist ung með foreldrum sínum til Reykjavíkur. Lauk þar námi úr Kvennaskólanum. Ennfremur naut hún menntunar í söng og fleiru. Hún flutti aftur til Skagafjarðar með foreldrum sínum. Starfaði um tíma við barna- og unglingakennslu. Var um árabil heimiliskennari og annaðist heimilistörf á Syðri-Brekkum hjá þeim hjónum Sigtryggi Jónatanssyni og Sigurlaugu Jóhannesdóttur, er þá bjuggu þar. Kvæntist Benedikti Hannessyni frá Kjarvalsstöðum árið 1892. Þau bjuggu á Framnesi, í Glaumbæ á hluta, Ásgeirsbrekku og í Brekkukoti ytra en fluttu til Vesturheims árið 1900, þau eignuðust þrjú börn.

Sigríður Þóra Valgeirsdóttir (1919-2011)

  • S02521
  • Person
  • 15. nóv. 1919 - 3. sept. 2011

Sigríður fæddist í Reykjavík. Hún var kennari frá Kennaraskólanum og síðar prófessor í uppeldis- og kennslufræði frá Kennaraháskóla Íslands. Hún var einnig með doktorsgráðu í menntasálfræði. Sigríður veitti forstöðu fyrstu alþjóðlegu PISA rannsóknunum. Hún skrifaði bækurnar Gömlu dansarnir - brot úr íslenskri menningarsögu og Íslenskir söngdansar í þúsund ár. Hún giftist Hjörleifi Baldvinssyni - þau eignuðust þrjú börn.

Sigríður Sigurfinnsdóttir (1906-1967)

  • S02022
  • Person
  • 3. júlí 1906 - 4. nóv. 1967

Dóttir Jóhönnu Sigurbjargar Sigurðardóttur og Sigurfinns Bjarnasonar á Meyjarlandi. Vinnukona á Innstalandi 1930. Kvæntist Óskari Guðmundssyni, bjó í Reykjavík.

Sigríður Kristjánsdóttir (1903-1990)

  • S02025
  • Person
  • 4. júní 1903 - 24. des. 1990

Dóttir Kristjáns Gíslasonar kaupmanns á Sauðárkróki og k.h. Bjargar Sigríðar Önnu Eiríksdóttur. Bjó í Reykjavík.

Sigríður Jenný Gunnarsdóttir (1900-1991)

  • S02983
  • Person
  • 21. jan. 1900 - 19. feb. 1991

Fædd á Sævarlandi á Skaga. Foreldrar: Gunnar Eggertsson (1870-1942), bóndi á Selnesi á Skaga og kona hans Ástríður Jónsdóttir ljósmóðir (1862-1944). Er Sigríður Jenný var tveggja ára fluttust þau að Selnesi á Skaga. Þegar Sigríður Jenný var 18 ára fluttist hún úr foreldrahúsum til Reykjavíkur. Stundaði hún meðal annars hjúkrun þeirra sem glímdu við Spænsku veikina. Og gekk í hússtjórnarskóla hjá frú Ísafold Hakensen. Vann fjögur ár í Ritfangaverslun Björns Kristjánssonar. Maki: Jón Skagan (1897-1989) prestur á Bergþórshvoli í Rangárvallasýslu. Þau eignuðust tvær dætur. Einnig eignuðust þau kjördóttur, Sigríði Lister. Árið sem þau giftu sig, 1924, fluttu þau að Bergþórshvoli og bjuggu þar í 20 ár. Starfaði mikið að félagsmálum og var stofnandi Kvenfélagsins Bergþóru í Vestur-Landeyjum og formaður þess um margra ára skeið. Árið 1944 fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur.

Sigríður Ingimarsdóttir (1923-2008)

  • S01851
  • Person
  • 1. okt. 1923 - 28. apríl 2008

Sigríður Ingimarsdóttir fæddist í Reykjavík 1. október 1923. Hún ólst upp á Eyrarbakka til 6 ára aldurs. Árið 1928 fluttist hún að Flúðum í Hrunamannahreppi, en þar gegndi faðir hennar skólastjórastarfi barnaskólans til ársins 1938. Það ár fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur. Þann 17. Júní 1944 lauk Sigríður stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík. Hún tók próf í forspjallsvísindum frá Háskóla Íslands árið 1945. Á námsárunum var hún í ritnefnd Skólablaðs MR, í stjórn Framtíðarinnar, í stjórn Góðtemplarastúkunnar Sóleyjar og Ungmennafélags Reykjavíkur. Sigríður kom að fjölmörgum störfum, var ritstjóri kvennablaðsins Feminu 1946-1948 og í stjórn Kvenstúdentafélags Íslands 1950-1960. Hún var dönsku- og enskukennari við Samvinnuskólann. Árið 1958 var stofnað Styrktarfélag fatlaðra og Sigríður einn af stofnendum þess félags. Hún var ritari í stjórn þess 1958-1975. Á árunum 1961-1986 var hún í stjórn Öryrkjabandalags Íslands og í stjórn dagheimilisins Lyngáss 1961-1971. Hún var stjórnarformaður þjálfunarheimilisins Bjarkaráss 1971-1981. Á árunum 1971-1976 var hún stjórnaformaður Þroskaþjálfaskólans. Hún var í stjórn Nordisk Forbund Psykisk Udviklingshæmning (NFPU) 1963-1983. Hún var fulltrúi Öryrkjabandalags Íslands hjá Alþjóðaendurhæfingarsamtökunum (Rehabilitation International) 1978-1988. Þá var hún í undirbúningsnefnd og framkvæmdarstjóri Árs fatlaðra 1980-1981. Hún var í stjórn og varstjórn Bandalags kvenna í Reykjavík 1971-1981 og varaforseti Kvenfélagasambands Íslands 1987-1991. Þá var hún í ritnefnd tímaritsins Húsfreyjunnar 1977-1991 og ritstjóri 1981-1989. Árið 1971 hlaut Sigríður riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu og var heiðursfélagi í Kvenfélagasambandi Íslands og í Styrktarfélagi fatlaðra og hlaut einnig heiðursmerki Landssamtakanna Þroskahjálpar. Hún var vel ritfær og góður hagyrðingur og orti og þýddi m.a. fyrir barnatíma ríkisútvarpsins á 6. og 7. áratugnum. Nokkrir textar hennar urðu kunnir, t.d. „Við litum og við litum“ og „Dýrin úti í Afríku“. Maður hennar var Vilhjálmur Árnason (1917-2006), hæstaréttarlögmaður, þau eignuðust sjö börn.

Sigríður Guðvarðsdóttir (1921-1997)

  • S01891
  • Person
  • 1. júlí 1921 - 26. mars 1997

Sigríður Guðvarðsdóttir fæddist í Reykjavík 1. júlí 1921. Hún var dóttir hjónanna Guðvarðs Jakobssonar bifreiðastjóra í Reykjavík og Oddrúnar Sigþrúðar Guðmundsdóttur. ,,Árið 1946 lauk Sigríður prófi í hjúkrun frá Hjúkrunarskóla Íslands. Í kjölfarið stundaði hún hjúkrun á Landspítalanum og um tíma í Stokkhólmi, en vann lengst af við sjúkrahús Skagfirðinga á Sauðárkróki eftir að hún fluttist þangað 1956, ýmist sem hjúkrunarforstjóri eða deildarhjúkrunarfræðingur og einnig við heilsuvernd. Félagsmál voru Sigríði hugleikin. Hún sat um árabil í barnaverndarnefnd og í stjórn sjúkrasamlagsins, starfaði í ýmsum félögum öðrum, einnig var hún fyrsti varaþingmaður Norðurlands vestra af D-lista 1974 og sat á þingi um tíma. Hinn 1. júní 1950 giftist Sigríður Friðriki J. Friðrikssyni fyrrum héraðslækni á Sauðárkróki, þau áttu eina fósturdóttur.

Sigríður Eggertsdóttir Briem Thorsteinsson (1901-1998)

  • S00708
  • Person
  • 9. júlí 1901 - 2. júlí 1998

Sigríður Briem Thorsteinsson fæddist á Sauðárkróki 9. júlí 1901, dóttir Eggerts Briem þáverandi sýslumanns á Sauðárkróki og Guðrúnar Jónsdóttur frá Auðkúlu. ,,Sigríður stundaði nám við Kvennaskólann í Reykjavík 1915-1918. Þá stundaði hún teikninám og handavinnunám í Kaupmannahöfn 1922, enskunám í London 1927 og nam við snið- og handavinnuskóla í Frankfurt am Main 1933. Hún var handavinnukennari við Kvennaskólann í Reykjavík 1919­-1953. Sigríður sat í stjórn Hjúkrunarfélagsins Líknar og Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur 1943­-1955, var í nefnd til að gera tillögu um handavinnunám í skólum árið 1947, sat í skólanefnd Húsmæðraskóla Reykjavíkur frá 1950 og var formaður skólanefndar Kvennaskólans í Reykjavík 1955­-1983. Sigríður gerðist félagi í Hringnum árið 1921 og í Oddfellowreglunni árið 1939 og starfaði í Rb. stúkunni nr. 1, Bergþóru, meðan heilsan leyfði. Sigríður var sæmd fálkaorðunni fyrir störf sín að líknar- og menningarmálum." Sigríður giftist 6. júní 1953, Magnúsi Sch. Thorsteinsson, forstjóra í Reykjavík.

Sigríður Daníelsdóttir (1883-1973)

  • S02954
  • Person
  • 22. júlí 1883 - 1. júlí 1973

Sigríður Daníelsdóttir fædd 22. júlí 1883, ólst upp á Steinsstöðum, dóttir Daníels Sigurðssonar b. og pósts á Steinsstöðum og s.k.h. Sigríður Sigurðardóttir. Sigríður var fyrst kvenna til þess að læra sund í Steinsstaðalaug litlu fyrir aldamótin 1900. Hún var við nám í Hvítárbakkaskóla veturinn 1908-1909 og tvo vetur á Reynistað hjá Sigríði Jónsdóttur. Eftir það dvaldi hún um tíma á Hornafirði. Eiginmaður Sigríðar var Kristján I. Sveinsson (1884-1971) frá Stekkjarflötum í Austurdal. Þau bjuggu á Sauðárkróki 1920-1942 en fluttust þá til Siglufjarðar og loks til Reykjavíkur. Á Sauðárkróki og Siglufirði vann Sigríður stundum utan heimilis, fór þá á síldarvertíðir eða í kaupavinnu. Sigríður og Kristján eignuðust þrjár dætur.

Sigmundur Sigurðsson (1905-1980)

  • S02083
  • Person
  • 26. júní 1905 - 30. nóv. 1980

Foreldrar: Sigurður Sveinsson b. á Mannskaðahóli o.v., síðast í Hólakoti og k.h. Guðbjörg Þuríður Sigmundsdóttir. Á unglingsárum stundaði Sigmundur nokkuð Drangeyjarútgerð ásamt föður sínum og bræðrum. Bóndi í Hólakoti á Reykjaströnd 1937-1939 er hann flutti til Sauðárkróks. Á Sauðárkróki vann hann m.a. við húsamálun hjá Guðmundi Jónatanssyni málara og setti svo upp dívanaverkstæði, þar sem hann vann um skeið. Síðast búsettur í Reykjavík. Ókvæntur og barnlaus.

Sigmundur Pálsson (1823-1905)

  • S02301
  • Person
  • 20. ágúst 1823 - 17. nóv. 1905

Sigmundur fæddist 20. ágúst 1823 að Ljótsstöðum á Höfðaströnd, Skagafirði. Faðir: Páll Jónsson, bóndi og hreppstjóri að Viðvík (1791-1836). Móðir: Sigríður Jónsdóttir (1800-1862) frá Ljótsstöðum. Sigríður giftist aldrei. ,,Sigmundur ólst upp á Hólum í Hjaltadal hjá Gísla Jónssyni, fyrrv. konrektor Hólaskóla, síðar prests að Stærra-Árskógi. Lærði undir skóla hjá sr. Gísla, en fór til náms í Bessastaðaskóla 1844 og stundaði síðar framhaldsnám í Reykjavík. Kom frá Reykjavík 1850. Gerðist verslunarmaður í Hofsósi og rak búskap á Ljótsstöðum 1851-58 og aftur á s. st. 1862-93. Var hreppstjóri Hofshrepps 1859-62. Sýslunefndarmaður fyrir Hofshrepp 1875-1877. Oddviti hreppsn. Hofshrepps 1874-80. Þá mun Sigmundur hafa verið við verslunarstörf í Grafarósi. Fyrir og um síðustu aldamót voru þrjár verslanir á Sauðárkróki: Gránufélagsverslun, Poppsverslun og V. Claessenverslun. Höfðu verslanir þessar nokkurs konar selstöðuverslun á Kolkuósi í ullarkauptíðum, tvo til þrjá mánuði ár hvert. Var Sigmundur fyrir slíkri Poppsverslun á Kolkuósi nokkur ár." Sigmundur kvæntist Margréti Þorláksdóttur (1824-1893) frá Vöglum á Þelamörk í Eyjafirði. Saman áttu þau sex börn sem náðu fullorðinsaldri.

Sigmar Hróbjartsson (1919-2014)

  • S02912
  • Person
  • 24. maí 1919 - 5. nóv. 2014

Sigmar Hróbjartsson var sonur hjónanna Hróbjartar Jónassonar og Vilhelmínu Helgadóttur á Hamri í Hegranesi. Sigmar ólst upp með foreldrum sínum, lengst af á Hamri í Hegranesi. Leiðin lá síðan í Héraðsskólann í Reykholti. Hann útskrifaðist frá Samvinnuskólanum í Reykjavík 1944, lærði síðan múraraiðn, tók sveinspróf á Sauðárkróki 1959 og meistarapróf í Reykjavík 1973. Hann bjó á Efri-Harrastöðum á Skagaströnd 1947-1955, fluttist þá til Skagastrandar og vann við múrverk, sjómennsku og fleira. Var kaupfélagsstjóri á Skagaströnd 1965-1968, fluttist þá til Reykjavíkur og starfaði þar við múrverk til 1981. Var vaktmaður hjá SÍS 1981-1989. Eftir það var hann við blaðburð og starfaði einnig mikið með Silfurlínunni sem aðstoðaði eldra fólk. Sigmar kvæntist Jóhönnu Guðbjörgu Gunnlaugsdóttur. Þau skildu. Þau eignuðust tvö börn. Sigmar kvæntist aftur árið 1978, Ingibjörgu Guðmundsdóttur, hún átti sex börn fyrir.

Sigfús Jón Árnason (1938-

  • S01918
  • Person
  • 20.04.1938-

Sigfús fæddist á Sauðárkróki. Sonur hjónanna Árna Gíslasonar og Ástrúnar Sigfúsdóttur. Sigfús lærði til prests og vígðist til Miklabæjar í Skagafirði 1965. Hann þjónaði síðan að Hofi í Hofsárdal í Vopnafirði í aldarfjórðung. Nú búsettur í Grafarvogi í Reykjavík.

Sigfús Elíasson (1896-1972)

  • S02455
  • Person
  • 24. okt. 1896 - 22. okt. 1972

Búfræðingur og hárskerameistari á Akureyri og í Reykjavík. Rakari á Akureyri 1930. Rithöfundur og skáld. Starfrækti Dulspekiskólann í Reykjavík. Síðast bús. í Reykjavík.

Sigfús Agnar Sveinsson (1931-2001)

  • S03595
  • Person
  • 20.01.1931-15.02.2001

Sigfús Agnar Sveinsson, f. í Reykjavík 20.01.1931, d. 15.02.2001. Foreldrar: Ingibjörg Margrét Sigfúsdóttir og Sveinn Jónsson. Á fjórða ári fluttist Sigfús Agnar norður í Gröf á Höfðaströnd með móður sinni og bróður. Fjórtán árum síðar fluttist hann til Siglufjarðar er móðir hans giftist Árna Jóhannssyni. Unglingsárin var Sigfús í Gröf við almenna sveitavinnu. Hann fór í Bændaskólann á Hólum 1946-47. Sjómnnska var hans aðalstarf og tók hann skipsstjórnarpróf 1956. Átti hann eigin báta og var einnig skipstjóri hjá Fiskiðju Sauðárkróks. Sigfús bjó lengst af á Hólavegi 34 á Sauðárkróki.
Maki: Margrét Helana Magnúsdóttir (f. 1930). Þau einguðust fimm börn.

Sæmundur Jónasson (1890-1972)

  • S02483
  • Person
  • 30. mars 1890 - 17. júlí 1972

Foreldrar: Jónas Jónsson b. og smáskammtalæknir í Hróarsdal í Hegranesi og 2.k.h. Elísabet Gísladóttir. Verkamaður í Reykjavík.

Sæmundur Dúason (1889-1988)

  • S02478
  • Person
  • 10. nóv. 1889 - 4. feb. 1988

Sæmundur fæddist á Langhúsum í Fljótum. Foreldrar hans voru Eugenía Jónsdóttir Norðmann og Dúi Kristján Grímsson. Sæmundur ólst upp við almenn sveitastörf og sjómennsku. Kona hans var Guðrún Valdný Þorláksdóttir og eignuðust þau sex börn og ólu þess auk upp tvö fósturbörn. Sæmundur var fræðimaður að eðlisfari og mikill unnandi íslenskrar tungu. Hann lagði stund á þýsku, frönsku og esparento sér til ánægju. Hann stundaði sjómennsku með búskapnum, en árið 1914 fluttu þau til Reykjavíkur. Hann stundaði nám við Verslunarskóla Reykjavíkur og tæpum tuttugu árum síðar hóf hann nám við Kennaraskóla Íslands og starfaði við kennslu í Fljótum, Grímsey og á Siglufirði. Sæmundur skrifaði ævisögu sína, Einu sinni var.

Rósa Stefánsdóttir (1895-1993)

  • S02042
  • Person
  • 10. okt. 1895 - 14. júlí 1993

Rósa fæddist 10. október á Króksstöðum í Kaupvangssveit í Eyjafirði. ,,Sem unglingur var Rósa í vist hjá hinum nafntogaða presti og fræðimanni, sr. Jónasi á Hrafnagili sem þá var kennari við Gagnfræðaskólann á Akureyri. Árið 1930 var hún ráðin aðstoðarkona á Sjúkrahúsi Akureyrar, en skömmu síðar ráðskona við Menntaskólann á Akureyri. Hélt síðan til frekara náms í Danmörku og lauk prófi frá merktum hússtjórnarskóla, Ankerhus í Sorø. Næstu árin stundaði hún kennslu í sinni grein við Kvennaskólann á Laugalandi í Eyjafirði og síðar Kvennaskólann og Miðbæjarskólann í Reykjavík. Árið 1940 giftist hún Jóni Þ. Björnssyni skólastjóra á Sauðárkróki sem þá hafði verið ekkjumaður í átta ár, hann hafði átt tíu börn með fyrri konu sinni. Hún sá um þungt heimili þeirra af skörungsskap, en kenndi jafnframt við Barna- og unglingaskóla Sauðárkróks 1942­1952. Auk færni sinnar í öllum húsmóðurstörfum var Rósa mikill matreiðslusnillingur. Í meira en áratug stóð hún fyrir hótelrekstri á Hólum í Hjaltadal á sumrin eða þar til þau hjónin fluttust til Reykjavíkur 1962. Eftir það var Rósa lengi matráðskona við Hagaskólann í Reykjavík."

Rósa Jensdóttir Eriksen (1929-1993)

  • S01640
  • Person
  • 11. maí 1929 - 21. nóv. 1993

Fædd og uppalin á Sauðárkróki. Dóttir Jens Péturs Eriksen og Sigríðar Amalíu Njálsdóttur. Rósa tók gagnfræðapróf á Akureyri 1947 og var síðan einn vetur á húsmæðraskólanum á Löngumýri, 1949-1950. Hún byrjaði snemma að vinna á símstöðinni á Sauðárkróki. Maki: Karl Salómonsson frá Ísafirði. Fyrstu árin bjuggu þau í Kópavogi. Þau eignuðust fjögur börn. Karl lést árið 1970 langt fyrir aldur fram. Rósa vann hjá Landsímanum í Reykjavík sem talsímavörður og varðstjóri og í nokkur ár var hún verslunarstjóri í Ás-verslunum. Árið 1973 fluttist Rósa vestur í Hrútafjörð og giftist Jósep Rósinkarssyni bónda á Fjarðarhorni. Hann var ekkjumaður með fimm börn og tók Rósa þar við stóru heimili sem hún stýrði í um 15 ár en þá skildu leiðir þeirra. Rósa fluttist þá suður aftur og vann á langlínumiðstöðinni í Reykjavík á meðan heilsa leyfði.

Rögnvaldur Gíslason (1923-2014)

  • S02920
  • Person
  • 16. des. 1923 - 7. apríl 2014

Foreldrar: Gísli Magnússon og Guðrún Sveinsdóttir í Eyhildarholti. Maki: Sigríður Jónsdóttir frá Djúpadal, þau eignuðust fjögur börn. Rögnvaldur ólst upp í Eyhildarholti og gekk í farskóla í Rípurhreppi en var síðan einn vetur í Gagnfræðaskólanum í Reykjavík, annan í Héraðsskólanum á Laugarvatni og þann þriðja í Bændaskólanum á Hólum. Hann varð búfræðingur 1945. Aðra vetur var hann við bústörf heima í Eyhildarholti, en á sumrin oftast í vega- og brúarvinnu víða um Norður- og Norðausturland. Þegar þau Sigríður giftust hófu þau búskap í Djúpadal og stóð til að þau tækju þar að fullu við búi en snöggur endir var bundinn á þau áform þegar Rögnvaldur fékk lömunarveiki vorið 1956. Hann lamaðist ekki en varð óvinnufær um nokkurra ára skeið og gat ekki unnið erfiðisvinnu eftir það. Um tíma vann Rögnvaldur íhlaupavinnu á skrifstofu Búnaðarsambands Skagafjarðar, en í ársbyrjun 1961 hóf hann störf á sýsluskrifstofunni á Sauðárkróki og vann þar til starfsloka um sjötugt, lengst af sem aðalbókari. Fyrstu árin átti fjölskyldan áfram heimili í Djúpadal ásamt föður og föðurbræðrum Sigríðar, en Rögnvaldur leigði herbergi á Sauðárkróki og kom heim um helgar. Haustið 1967 fluttist fjölskyldan til Sauðárkróks og áttu þau hjón þar heima síðan.

Rögnvaldur Elfar Finnbogason (1925-2010)

  • S01377
  • Person
  • 13.05.1925-01.02.2010

Rögnvaldur Elfar Finnbogason fæddist á Eskifirði, sonur Finnboga Þorleifssonar, útgerðarmanns og skipstj. á Eskifirði og Dórótheu Kristjánsdóttur. ,,Rögnvaldur ólst upp á Eskifirði. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1944 og stundaði nám við Háskóla Íslands veturinn 1945-46. Hann vann við skrifstofustörf á Siglufirði árin 1947-1948 eða uns þau hjónin fluttust til Sauðárkróks, þar sem hann var gjaldkeri bæjarsjóðs á árunum 1948-1958. Hann gegndi starfi bæjarstjóra á Sauðárkróki árin 1958-1966. Rögnvaldur var skrifstofustjóri síldarútvegsnefndar fyrir Austurland á árunum 1966-1970 og bjó fjölskyldan þá á Seyðisfirði. Árið 1971 lá leiðin til Reykjavíkur og hóf Rögnvaldur þá störf á skattstofunni. Þar starfaði hann til 1976. Hann gegndi starfi bæjarritara í Garðabæ frá 1976-1983 og var forstjóri Sjúkrasamlags Garðabæjar á árunum 1983-1990. Rögnvaldur starfaði lengi fyrir Brunabótafélagið, síðar VÍS, og gegndi fjölda opinberra trúnaðarstarfa bæði á Sauðárkróki og víðar." Rögnvaldur kvæntist árið 1947 Huldu Ingvarsdóttur, þau eignuðust þrjú börn.

Ríkharður Jónsson (1888-1972)

  • S02589
  • Person
  • 20. sept. 1888 - 17. jan. 1977

Ríkarður Jónsson fæddist 20. september árið 1888 að Tunguhóli í Fáskrúðsfirði. Hann var sonur Jóns Þórarinssonar, sem var frægur þjóðhagasmiður og bóndi að Núpi á Berufjarðarströnd og síðan að Strýtu við Hamarsfjörð, og síðari konu hans, Ólafar Finnsdóttur húsfreyju. Ríkharður ólst upp að Strýtu, en fór sautján ára til Reykjavíkur í trésmíðanám til Stefáns Eiríkssonar og lauk prófi í þeirri grein tvítugur að aldri. Hann stundaði síðan nám hjá Einari Jónssyni myndhöggvara í Kaupmannahöfn og í Teknisk Selskabs Skole og stundaði nám í Listaháskólanum í Kaupmannahöfn í fimm og hálft ár. Ríkharður gerði mannamyndir og minnisvarða en einnig rismyndir og tréskurðarverk í kirkjur og aðrar opinberar byggingar. Meðal þekktra verka Ríkarðs má nefna biskupsstól í Kristskirkju í Landakoti, krossmark þar með Kristslíkneski og hurðina á Arnarhvoli. Hann gerði auk þess fjölda brjóstmynda og lágmynda af samtíðarmönnum, skírnarfonta og predikunarstóla.

Reynir Þorgrímsson (1936-2014)

  • S03072
  • Person
  • 7. okt. 1936 - 1. maí 2014

Reynir Þorgrímsson fæddist á Siglufirði 7. október 1936. Foreldrar Reynis voru Þorgrímur Brynjólfsson frá Syðri-Vatnahjáleigu í Austur-Landeyjum og Margét Ingibjörg Jónsdóttir frá Ljótsstöðum á Höfðaströnd. ,,Reynir ólst upp á Siglufirði og bjó þar til 16 ára aldurs. Þá flutti hann til Reykjavíkur og stundaði nám við Samvinnuskólann og útskrifaðist þaðan árið 1954. Reynir kom víða komið við í atvinnulífinu, hann var einn af stofnendum Hagkaups, rak og átti verksmiðju á Sauðárkróki þar sem sokkabuxur undir nafninu Gleymmérei voru framleiddar. Hann átti bílasöluna Bílakaup sem var í Borgartúninu. Þá stofnaði hann Fyrirtækjasöluna í Suðurveri árið 1986 og rak hana þar til hann settist í helgan stein árið 2012. Reynir var áhugaljósmyndari og hélt hann margar ljósmyndasýningar, meðal annars í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem hann sýndi og seldi ljósmyndir sem hann hafði tekið og nefndi Skartgripi fjallkonunnar. Reynir var virkur í félagsstörfum, hann var félagsmaður í JCI og var þar landsforseti frá '73-'74, hann var einn af stofnfélögum Lionsklúbbsins Víðarr og þá var hann einnig frímúrari. Reynir kvæntist Rósu Guðbjörgu Gísladóttur, þau eignuðust fjögur börn, þau bjuggu meirihluta ævi sinnar í vesturbænum í Kópavogi."

Reynir Ludvigsson (1924-2000)

  • S01401
  • Person
  • 29.01.1924-20.08.2000

Reynir var fæddur í Reykjavík 29. janúar 1924. Foreldrar hans voru hjónin Ragnheiður Sumarliðadóttir og Ludvig Carl Magnússon frá Sauðárkróki. ,,Reynir kvæntist ekki en var í sambúð með Signýju Ólafsdóttur, en hún og hennar fjölskylda sýndu honum ætíð tryggð og vináttu. Eftir lát móður sinnar dvaldi Reynir í fá ár hjá frændfólki sínu að Breiðabólsstað í Miðdölum, en hóf nám í bókbandi hjá Ársæli Árnasyni bókbandsmeistara á stríðsárunum seinni og lauk því námi ásamt iðnskóla á tilskildum tíma. Eftir námið starfaði hann síðan að iðn sinni bæði hjá meistara sínum og fleiri bókbandsfyrirtækjum eins og Félagsbókbandinu og Gutenberg. Í mörg ár starfaði Reynir við afgreiðslu hjá dagbl. "Tíminn"."

Rannveig Jónasdóttir (1903-1994)

  • S01397
  • Person
  • 18.10.1903-02.01.1994

Foreldrar: Jónas Kristjánsson læknir og k.h. Hansína Benediktsdóttir. Rannveig var fædd að Brekku í Fljótsdal í Norður-Múlasýslu og ólst þar upp til sjö ára aldurs, þegar hún fluttist með foreldrum sínum til Sauðárkróks þar sem faðir hennar tók við embætti héraðslæknis. Rannveig bjó á Sauðárkróki til 1937 og kenndi þar handavinnu, en fluttist þá til Reykjavíkur og kenndi áfram handavinnu, fyrst við Miðbæjarskólann og síðan við Austurbæjarskólann til 1970, þegar hún lét af störfum. Rannveig giftist ekki né eignaðist börn.

Ragnhildur Helgadóttir (1937-2014)

  • S01524
  • Person
  • 11. des. 1937 - 14. júní 2014

Foreldrar hennar voru Björn Jónsson og Ingibjörg Pálsdóttir. Kjörforeldrar: sr. Helgi Konráðsson prestur á Sauðárkróki og Jóhanna Þorsteinsdóttir. ,,Ragnhildur ólst upp á Sauðárkróki og lauk þar barnaskóla og síðar landsprófi. Kennaraprófi lauk hún frá Kennaraskóla Íslands 1958. Hún stundaði framhaldsnám um skólasöfn í Danmarks Lærerhøjskole 1969-70 og meistaranámi lauk hún frá KHÍ 1999. Hún sótti fjölda námskeiða, einkum um skólasöfn og safnakennslu og stýrði slíkum námskeiðum ásamt Kristínu Unnsteinsdóttur. Hún var stundakennari við Vesturbæjarskóla 1958-59, bókavörður á Borgarbókasafni 1959-69, skólasafnskennari við Laugarnesskóla 1970-75 og starfaði þá jafnframt við Borgarbókasafnið. Ragnhildur var skólasafnskennari við Valhúsaskóla á fyrstu árum skólans, síðan starfaði hún við Æfingadeild Kennaraháskólans til ársins 2001. Hún gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir skólasafnsverði og kennara og var einn af fjórum stofnendum bókaútgáfunnar Bjöllunnar." Eiginmaður Ragnhildar var Bolli Thoroddsen hagræðingarráðunautur hjá ASÍ, þau eignuðust einn son.

Ragnar Örn (1921-2005)

  • S03060
  • Person
  • 7. okt. 1921 - 11. jan. 2005

Ragnar Örn fæddist í Vík í Staðarhreppi í Skagafirði 7. október 1921. Foreldrar: Hallfríður Jónsdóttir, hjúkrunarkona á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki og Árni Hafstað bóndi í Vík. Ragnar ólst upp í Kjartansstaðakoti á Langholti í Skagafirði hjá Óskari Þorsteinssyni og Sigríði Hallgrímsdóttur. Ragnar kvæntist Hansínu Jónsdóttur frá Glaumbæ á Langholti 1957. Þau bjuggu lengst í Fellsmúla 11 í Reykjavík. Ragnar lærði smíðar í Reykjavík og vann hann þar lengstum sem smiður.

Ragnar Fjalar Lárusson (1927-2005)

  • S02993
  • Person
  • 15. júní 1927 - 26. júní 2005

Fæddur á Sólheimum í Blönduhlíð. Foreldrar: Lárus Arnórsson, sóknarprestur á Miklabæ og Jensína Björnsdóttir, þau voru ekki kvænt. Hann lauk guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1952 og var veitt Hofsósprestakall sama ár. Ragnar Fjalar var sóknarprestur á Siglufirði frá 1955-1968. Það ár var hann skipaður sóknarprestur í Hallgrímsprestakalli í Reykjavík. Þar þjónaði hann til 1998 er hann lét af störfum vegna aldurs. Hann var prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra frá 1994–97. Ragnar Fjalar gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir kirkjuna og átti m.a. sæti í siðanefnd Prestafélags Íslands frá stofnun hennar og til starfsloka. Ragnar Fjalar var mikill safnari og safnaði m.a. spilum og seðlum um dagana. Þekktastur er hann þó fyrir bókasafn sitt sem hefur að geyma margvíslegt fágæti, einkum biblíur og sálmabækur, allt frá upphafi prentverks á Íslandi. Hann stundaði um árabil rannsóknir á vögguprenti og hlaut fyrir það starf sitt riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu árið 1998, auk embættisverka sinna. Ragnar Fjalar var einn helsti sérfræðingur þjóðarinnar á þessu sviði.
Maki: Herdís Helgadóttir, fyrrverandi hjúkrunardeildarstjóri. Þau eignuðust sex börn.

Ragna Sigurðardóttir (1907-1980)

  • S00670
  • Person
  • 24.06.1907-30.06.1980

Dóttir Sigurðar Sigurðssonar skólastjóra á Hólum, var í Reykjvík 1930. Síðast búsett í Ölfushreppi.

Polly Grönvald (1889-1934)

  • S02737
  • Person
  • 25.03.1889-04.08.1934

Foreldrar: Karl Gústaf Grönvold verslunarstjóri á Siglufirði og k.h. Karólína Vilborg Grönvold. Eftir andlát föður síns fór Polly til frænda síns Jóns Vigfússonar verslunarstjóra á Akureyri. Fór til Reykjavíkur 1912. Maki: Gísli J. Ólafsson, f.09.09.1888, d. 15.08.1931, bæjarsímstjóri í Reykjavík. Þau eignuðust tvær dætur.

Pétur Zóphóníasson (1879-1946)

  • S03194
  • Person
  • 31.05.1879-21.02.1946

Pétur Zóphoníasson, f. í Goðdölum í Lýtingsstaðahreppi 31.05.1879, d. 21.02.1946. Foreldrar: Zóphonías Halldórsson (1845-1908), þá prestur í Goðdölum og síðar prófastur i VIðvík og kona hans Jóhanna Jónsdóttir (1855-1931frá Víðivöllum í Skagafirði. Pétur ólst upp hjá foreldrum sínum í Skagafirði og naut þar ágætrar fræðslu föður síns. Varð gagnfræðingur frá Möðruvallaskóla 1898. Í verslunarskóla í Kaupmannahöfn 1898-1900. Verslunarmaður í Reykjavík og bankaritari i Landsbankanum 1900-1909. Ritstjóri Templars 1904-1909 og aftur 1923-1925 og ritstjóri Þjóðólfs 1910-1911. Var við verslunarstörf næstu ár. Fulltrúi á Hagstofu Íslands 1915-1943. Endurskoðandi Reykjavíkurbæjar um hríð og í niðurjöfnundarnefnd Reykjavíkur í 8 ár. Starfaði mikið að bindindismálum á vegum Stórstúku Íslands frá 1905 til æviloka og var stórtemplar 1930-1931. Aðalstofnandi Taflfélags Reykjavíkur árið 1900 og varð oft skákmeistari Íslands. Var og heiðursfélagai í Skáksambandi Íslands , Taflfélags Reykjavíkur og stúkunnar Verðandi. Lagði stund á ættfræðirannsóknir frá unglingsárum til æviloka.
Af ritstörfum hans má m.a. nefna: Kennslubók í Skák (1906), Ættir Skagfirðinga 1910 (1914)Víkingslækjarætt (1940-1943) o.fl.
Maki. Guðrún Jónsdóttir (1886-1936) frá Ásmundarstöðum á Sléttu. Þau eignuðust 10 börn er upp komust.

Pétur Þorsteinsson (1894-1978)

  • S01941
  • Person
  • 1. feb. 1894 - 26. sept. 1978

Sonur Jórunnar Andrésdóttur og Þorsteins Hannessonar á Hjaltastöðum. Guðfræðingur, starfsmaður við borgarfógetaembættið í Reykjavík. Kvæntist Kristínu Sveinbjarnardóttur.

Pétur Pétursson (1918-2007)

  • S02477
  • Person
  • 16. okt. 1918 - 23. apríl 2007

Pétur var fæddur á Eyrarbakka, sonur hjónanna Elísabetar Jónsdóttur og Péturs Guðmundssonar. Pétur fluttist til Reykjavíkur ásamt móður sinni og systkinum árið 1923. Hann gekk í barnaskóla Reykjavíkur og Landakotsskóla. Ungur að aldri gerðist hann sendisveinn hjá Útvegsbanka Íslands og síðar bankamaður þar. Pétur stundaði nám við lýðháskóla í Svíþjóð og Pitman´s College í Bretlandi. Árið 1941 var Pétur ráðinn þulur við Ríkisútvarpið og starfaði þar til 1955. Þá fékkst hann við verslunarrekstur um tíma, en hóf aftur störf við Ríkisútvarpið árið 1970 og lauk þar starfsævi sinni. Hann var afar farsæll útvarpsmaður. Pétur skrifaði fjölmargar greinar í blöð, m.a. um sögulegt efni. Hann gerði fjölda útvarpsþátta, einkum viðtalsþætti. Pétur var verkalýðssinni og sjálfmenntaður fræðimaður sem naut virðingar m.a. sagnfræðinga. Pétur kvæntist Birnu Jónsdóttur og eignuðust þau eina dóttur.

Pétur Jónsson (1892-1964)

  • S00692
  • Person
  • 06.04.1892-30.09.1964

Alinn upp á Nautabúi í Neðribyggð, sonur Jóns Péturssonar og Solveigar Eggertsdóttur. Pétur útskrifaðist frá Bændaskólanum á Hólum árið 1912 og kvæntist Þórunni Sigurhjartardóttur frá Urðum í Svarfaðardal árið 1913. Hófu þau búskap ásamt föður Péturs í Eyhildarholti og bjuggu þar til 1923. Þaðan fluttust þau fyrst í Frostastaði, svo að Hraunum í Fljótum og loks að Brúnastöðum í sömu sveit. Árið 1930 lést Þórunn frá átta börnum þeirra hjóna sem fóru í fóstur til vina og vandamanna. Árið 1933 flutti Pétur til Reykjavíkur þar sem hann vann ýmis skrifstofustörf og varð svo einn af fyrstu starfsmönnum Tryggingastofnunar ríkisins. Þar starfaði hann sem aðalgjaldkeri til 1962. Pétur var einn af stofnendum Kaupfélags Reykjavíkur (KRON) og sat í stjórn þess til æviloka. Pétur var einnig einn af stofnendum Skagfirðingafélagsins í Reykjavík og sat í stjórn þess og var formaður um skeið. Eins og fram hefur komið eignaðist Pétur átta börn með fyrri konu sinni Þórunni Sigurhjartardóttur. Seinni kona hans hét Helga Elísabeth Anna Jónsson, þýsk að uppruna, þau eignuðust eina dóttur. Áður en Pétur kvæntist seinni konu sinni eignaðist hann einn son með Guðbjörgu Jóhannesdóttur, verkakonu í Reykjavík.

Pétur Jónsson (1891-1951)

  • S00778
  • Person
  • 20.06.1891-19.06.1951

Sonur Jóns Jónssonar á Kimbastöðum og f.k.h. Guðrúnar Eggertsdóttur. Pétur var rétt sjö ára gamall þegar móðir hann lést en seinni kona föður hans, Björg Sigurðardóttir gekk honum í móðurstað örfáum árum síðar. Árið 1917 kvæntist hann Ólafíu Sigurðardóttur frá Eyri í Önundarfirði. Þau fluttu til Reykjavíkur 1920 þar sem Pétur starfaði við ræktunarstörf hjá mági sínum sem þá var héraðsráðunautur Kjalarnesþings. Árið 1925 fluttu þau aftur norður og settust að á Sauðárkróki þar sem Pétur stundaði ýmsa verkamannavinnu, m.a. brúarsmíði. Frá árinu 1933 starfaði hann sem verkstjóri og ráðningarmaður Uppskipunarfélagsins. Árið 1937 var hann kjörinn í hreppsnefnd þar sem hann sat eitt kjörtímabil. Starfaði svo frá árinu 1940-1950 sem frysti- og sláturhússtjóri hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, einnig sá hann um hafnargarð og skipaafgreiðslu. Árið 1950 flutti fjölskyldan til Reykjavíkur vegna veikinda sem hrjáð höfðu Pétur um nokkurt skeið. Pétur og Ólafía eignuðust þrettán börn, tólf þeirra komust á legg.

Pétur Gunnarsson (1911-1973)

  • S01094
  • Person
  • 21. maí 1911 - 13. apríl 1973

Foreldrar: Gunnar Ólafsson og Sigurlaug Magnúsdóttir í Keflavík. Pétur nam búfræði við háskóla í Danmörku, tilraunastjóri hjá Búnaðarfélagi Íslands. Síðast búsettur í Reykjavík. Kvæntist Þóru Magnúsdóttur.

Petrea Ástrún Jónsdóttir Sívertsen (1915-1999)

  • S03599
  • Person
  • 24.03.1915-27.10.1999

Petrea Ástrún Jónsdóttir Sívertsen, f. á Mælifelli í Skagafirði 24.03.1915 í Reykjavík. Foreldrar: Jón Sigfússon (1892-1957) og Jórunn Hannesdóttir (1914-1978).
Maki 1: Sveinn Steindórsson garðyrkjumaður í Hveragerði. Þau eignuðust stúlku sem lést samdægurs. Þau bjuggu saman í Hveragerði. Sveinn lést í bruna á Hótel Íslandi 1944.
Maki 2: Marteinn Sívertsen húsasmíðameistari og kennari Í Reykjavík. Þau eignuðust ekki börn en Marteinn átti einn son fyrir. Þau bjuggu engst af í Litlagerði 7.

Pálmi Þorsteinsson (1895-1970)

  • S03242
  • Person
  • 02.06.1895-15.07.1970

Pálmi Þorsteinsson, f. á Ytri-Hofdölum í Hofstaðaplássi 02.06.1895 (01.06. skv. kirkjubók), d. 15.07.1970 í Reykjavík. Foreldrar: Þorsteinn Hannesson bóndi á Hjaltastöðum í Blönduhlíð og kona hans Jórunn Andrésdóttir. Pálmi ólst upp hjá foreldrum sínum, yngstur sjö systkina. Hann hóf nám við Gagnfræðaskólann á Akureyri en hvarf þaðan frá námi þegar hann var í öðrum bekk vorið 1915. Hann stundaði síðar nám við Verslunarskólann í Reykjavík og lauk þaðan rpófi. Hann var mikill róttamaður og sinnti kennslustörfum, bæði bóklegum fræðum og sundi og öðrum íþróttagreinum. Árið 1929 fengu Pálmi og kona hans spildu úr landi Reykjarhóls til að stofna nýbýli.Þar var reist íbúðarhús og nýbýlið nefnt Varmahlíð.Þau brugðu búi árið 1936, seldu jörðina og fluttu til Reykjavíkur. Þar gerðist Pálmi starfsmaður löggildingarskrifstofunnar og gegndi því til 1962 er hann lét af störfum vegna heilsubrests.
Kona: Sigrún Guðmundsdóttir (21.09.1908-27.04.1979) frá Reykjarhóli við Varmahlíð.Þau giftu sig 31.07.1927. Þau eignuðust einn son. Pálmi eignaðist einnig soninn Gest Heiðar með Sigurlaugu Jónsdóttur verkakonu á Ólafsfirði.

Pálmi Erlendur Vilhelmsson (1925-2006)

  • S02599
  • Person
  • 27. júlí 1925 - 23. des. 2006

Fæddur á Hofsósi. Foreldrar hans voru Vilhelm Magnús Erlendsson, póst- og símstöðvarstjóri á Blönduósi, áður Hofsósi og k.h. Hallfríður Pálmadóttir. Stúdent frá MR 1946. Las læknisfræði í nokkur ár við HÍ. Kennari við gagnfræðaskólann í Vestmannaeyjum 1956-1957, við barna- og unglingaskóla í Vík Mýrdal 1957-1958, við barna- og unglingaskóla í Ólafsvík 1958-1962, við Gagnfræðaskóla Keflavíkur 1962-1963 og Réttarholtsskóla í Reykjavík 1963-1964. Stundaði almenna vinnu og sjómennsku að sumrinu. Skrifstofustjóri hjá Vegagerð ríkisins frá 1964.

Páll Valsson (1960-

  • S02370
  • Person
  • 31. okt. 1960-

Páll er fæddur 31. október 1960. Hann er stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1980 og BA-próf í íslensku og almennri bókmenntafræði frá Heimspekideild HÍ 1984 og cand. mag. próf í íslenskum bókmenntum frá HÍ. Páll fékkst við stundakennslu um tíma, eða á árunum 1988 til 1992 - vann við útgáfustörf fyrir bókaforlagið Svart á hvítu 1987 - 1988. Lektor í íslensku við Uppsalaháskóla í Svíþjóð 1992 - 1997. Var um árabil ritstjóri og útgáfustjóri hjá Máli og menningu. Hann hlaut Íslensku bókmennaverðlaunin 1999 í flokki fræðirita fyrir bók sína, Jónas Hallgrímsson, ævisaga. Páll skrifaði einnig ævisögu Vigdísar Finnbogadóttur.

Páll Þorsteinsson (1920-2008)

  • S03117
  • Person
  • 28. mars 1920 - 24. feb. 2008

Páll Þorsteinsson múrarameistari fæddist á Stóru-Gröf í Skagafirði 28. mars 1920. Foreldrar hans voru hjónin Þorsteinn Jóhannsson bóndi og Mínerva Sveinsdóttir. ,,Páll flutti til Reykjavíkur um tvítugt, og lauk sveinsprófi 1946. Hann fékk meistararéttindi í múrsmíði 1949 og var félagi í Múrarafélagi Reykjavíkur 1946-1953, og síðan félagi í Múrarameistarafélagi Reykjavíkur. Hann var í stjórn Sveinssambands byggingamanna 1948-1949, ritari í stjórn Múrarameistarafélags Reykjavíkur 1957-1960, 1977 og síðar, í prófnefnd og í verðskrárnefnd 1975-1985. Hann starfaði sem múrarameistari þar til hann lét af störfum 70 ára að aldri." Hinn 31. mars 1945 giftist Páll Margréti Eggertsdóttur söngkonu, þau eignuðust þrjú börn.

Páll Stephensen (1862-1935)

  • S02985
  • Person
  • 9. maí 1862 - 6. nóv. 1935

Fæddur í Holti í Önundarfirði. Foreldrar: Stefán Pétursson Stephensen (1829-1900) og Guðrún Pálsdóttir Stephensen (1825-1896). Stúdent frá Lærða skólanum 1884, cand. theol. frá prestaskólanum 1886. Veitt Kirkjubólsþing og Staður á Snæfjallaströnd 1886. Bjó á Melgraseyri. Veitt Holt í Önundarfirði 1908 og sat þar til 1929. Fluttist til Reykjavíkur en fór til þjónustu í Holtsprestakalli undir Eyjafjölum 1930-1932, var í Nesprestakalli í Norðfirði 1934-1935.
Maki: Helga Þorvaldsdóttir Stephensen (1832-1912). Þau eignuðust 5 börn.

Páll Sigurðsson (1905-1977)

  • S01687
  • Person
  • 25. ágúst 1905 - 4. júlí 1977

Sonur Sigurðar Pálssonar héraðslæknis á Sauðárkróki og k.h. Þóru Gísladóttur. Var á Vesturgötu 23, Reykjavík 1930. Bókavörður í Reykjavík.

Páll Ólafsson (1850-1928)

  • S02940
  • Person
  • 20. júlí 1850 - 11. nóv. 1928

Fæddur í Stafholti. Foreldrar: Ólafur Pálsson (1814-1876) alþingismaður og kona hans Guðrún Ólafsdóttir Stephensen (1820-1899) húsmóðir. Páll lauk stúdentsprófi frá Lærða skólanum 1869 og guðfræðiprófi frá Prestaskólanum 1871. Árið 1873 var hann vígður aðstoðarprestur hjá föður sínum á Melstað. Prestur í Hestþingum 1875-1876. Gerðist síðan aftur aðstoðarprestur föður síns. Fékk Stað í Hrútafirði 1877, Prestbakka (ásamt Stað) 1880. Prestur í Vatnsfirði 1900-1928. Prófastur í Strandaprófastdæmi 1883-1900. Prófastur í Norður-Ísafjarðarsýslu 1906-1927. Alþingismaður Strandamanna 1886-1892. Maki: Arndís Pétursdóttir Eggertz (1858-1937) húsmóðir. Þau eignuðust 13 börn.

Páll Kristinn Árnason (1899-1970)

  • S03138
  • Person
  • 19. júlí 1899 - 7. mars 1970

Foreldrar: Sr. Árni Björnsson prófastur á Sauðárkróki og k.h. Líney Sigurjónsdóttir. Verslunarfulltrúi í Reykjavík. Kvæntist Elínu Halldórsdóttur.

Páll Hólm Auðunn Þórðarson (1947-

  • S01380
  • Person
  • 18.07.1947

Foreldrar: Jörgína Þórey Jóhannsdóttir og Þórður Eyjólfsson. Alinn upp í Stóragerði í Óslandshlíð, bílstjóri í Reykjavík. Eiginkona Páls er Alma Elísabet Guðbrands, þau eiga þrjú börn.

Páll Hafstað (1917-1987)

  • S03062
  • Person
  • 8. des. 1917 - 5. sept. 1987

Foreldrar: Árni Hafstað og Ingibjörg Sigurðardóttir í Vík. Fulltrúi orkumálastjóra í Reykjavík. Kvæntist Ragnheiði Baldursdóttur kennara, þau eignuðust þrjú börn.

Páll Einarsson (1868-1954)

  • S02194
  • Person
  • 2505.1868-17.12.1954

Páll Einarsson, f. á Hraunum í Fljótum 25.05.1868, d. 17.12.1954. Foreldrar: Einar B. Guðmundsson bóndi á Hraunum í Fljótum og fyrsta kona hans, Kristín Pálsdóttir.
Páll lauk embættisprófi i lögfræði frá Hafnarháskóla 1891. Hann var málflutningsmaður við Landsyfirréttinn, sýslumaður í Barðastrandarsýslu, bæjarfógeti í Hafnarfirði og sýslumaður Gullbringu- og Kjósarsýslu. Hann var kosinn fyrsti borgarstjórinn í Reykjavík 1908 og gegndi því embætti í eitt kjörtímabil sem var þá sex ár. Hann var síðan bæjarfógeti og sýslumaður á Akureyri og loks hæstaréttardómari.
Maki 1: Sigríður Thorsteinsson. Þau eignuðust tvö börn.
Maki 2: Sigríður Símsen. Þau eignuðust sex börn.

Páll Agnar Pálsson (1919-2003)

  • S01182
  • Person
  • 9. maí 1919 - 10. júlí 2003

Páll Agnar Pálsson fæddist að Kletti í Reykholtsdal 9. maí 1919. Foreldrar hans voru hjónin Páll Zóphóníasson skólastjóri á Hólum, síðar alþm. og búnaðarmálastjóri, og Guðrún Hannesdóttir. Þau bjuggu á Hvanneyri, Kletti í Reykholtsdal, Hólum í Hjaltadal og í Reykjavík. ,,Páll Agnar varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1937 og dvaldi eftir það á Austur-Grænlandi árlangt sem aðstoðarmaður í jarðfræðileiðangri Lauge Kock. Páll hélt þaðan til Kaupmannahafnar og lauk kandidatsprófi frá Dýralæknaháskólanum í Kaupmannahöfn 1944.
Hann stundaði dýralæknastörf á Jótlandi 1944-1945 og framhaldsnám í sýkla- og meinafræði húsdýra í Danmörku, Svíþjóð og Bretlandi á árunum 1945-1948. Páll Agnar var sérfræðingur við Tilraunastöð Háskólans í meinafræði á Keldum frá árinu 1948-1998 og var forstöðumaður þeirrar stofnunar á árunum 1959-1967. Á Keldum vann Páll margvísleg rannsóknarstörf, einkum á sviði visnu og mæðiveiki. Páll var yfirdýralæknir frá árinu 1959- 1989 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Páll Agnar gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum, var í stjórn Hafnarstúdenta og Íslendingafélagsins í Kaupmannahöfn í nokkur ár og varaformaður Landssambands hestamannafélaga 1959-63. Þá átti hann sæti í stjórn Tilraunaráðs búfjárræktar 1960-65, í dýraverndarnefnd 1958-78, í stjórn vísindasjóðs 1972-75, formaður fisksjúkdómanefndar 1970-89, í flúormengunarnefnd 1969-84, í lyfjanefnd um árabil og í Dýraverndunarnefnd Evrópuráðsins 1968-94. Páll sat fjölmarga fundi og ráðstefnur um búfjársjúkdóma erlendis og flutti erindi um það efni víða um lönd. Páll var kjörinn félagi í Vísindafélagi Íslendinga árið 1965 og var sæmdur Riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 17. júní 1974. Árið 1976 hlaut hann heiðursverðlaun úr sjóði Ásu Wright. Hann var sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við Konunglega dýralækna- og landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn 1985, við Dýralæknaháskóla Noregs 1985 og við læknadeild Háskóla Íslands 1986. Árið 1992 varð hann heiðursfélagi í Dýralæknasamtökum Finnlands og heiðursfélagi í Íslenska dýralæknafélaginu 1994. Páll Agnar lagði stund á ritstörf og ritaði fjölda greina og ritgerða, einkum um búfjársjúkdóma, sem birst hafa í innlendum og erlendum tímaritum."
Hinn 22. júní 1946 kvæntist Páll Kirsten Henriksen dýralækni, þau eignuðust tvær dætur.

Pálína Þorfinnsdóttir (1890-1977)

  • S02582
  • Person
  • 18. apríl 1890 - 19. júlí 1977

Fædd á Eilífsstöðum í Kjós. Foreldrar: Þorfinnur Jónsson og Þuríður Pálsdóttir. Búsett í Reykjavík frá 1908, félagi í Verkakvennafélaginu Framsókn, Jafnaðarfélagi Reykjavíkur, Alþýðuflokknum og kvenfélagi Alþýðuflokksins. Starfaði aldarfjórðung hjá alþýðudeild Háskóla Íslands. Gift Magnúsi Péturssyni og áttu þau tvö börn saman, en Pálína tvö börn af fyrra hjónabandi.

Pálína Sigurveig Jónsdóttir (1904-1968)

  • S01665
  • Person
  • 26. des. 1904 - 18. sept. 1968

Dóttir Jóns Péturssonar b. á Nautabúi í Neðribyggð og k.h. Sólveigar Eggertsdóttur. Kaupakona, fyrst á Akureyri, síðar í Reykjavík. Ókvænt.

Pálína Bergsdóttir (1902-1985)

  • S01311
  • Person
  • 17. apríl 1902 - 3. júlí 1985

Foreldrar: Bergur Sveinsson b. síðast á Mánaskál í Laxárdal fremri, og k.h. Jóhanna Sveinsdóttir. Pálína missti föður sinn sex ára gömul og ólst upp hjá vandalausum eftir það. Um tvítugt flutti hún til Reykjavíkur og vann á búinu í Tungu við Suðurlandsbraut. Flutti aftur norður í Skagafjörð 1925 að Ási í Hegranesi og vann þar um tveggja ára skeið en fluttist þá til Sauðárkróks þar sem hún kynntist mannsefni sínu, Páli Þorgrímssyni, þau voru alla tíð búsett á Sauðárkróki. Pálína tók virkan þátt í réttindabaráttu verkakvenna, ein af stofnendum Vkf. Öldunnar og sat í stjórn þess um skeið. Pálína og Páll eignuðust fimm börn.

Pála Elínborg Michelsen (1911-2005)

  • S00078
  • Person
  • 24. ágúst 1911 - 18. júní 2005

Dóttir Frank Michelsen úrsmíðameistara á Sauðárkróki og Guðrúnar Pálsdóttur. ,,Fyrst bjó hún á Sauðárkróki, síðan í Hveragerði í eitt ár, en eftir 1945 alfarið í Reykjavík. Hún starfaði á prjónastofunni Hlín í 19 ár, síðan hjá Nóa Síríusi til 72 ára aldurs."

Ottó Michelsen (1920-2000)

  • S00093
  • Person
  • 10. júní 1920 - 11. júní 2000

Ottó fæddist á Sauðárkróki, sonur hjónanna Guðrúnar Pálsdóttur húsfreyju og Jörgen Frank Michelsen úrsmiðs og kaupmanns á Sauðárkróki. Hann lærði skriftvélatækni í Þýskalandi og stofnaði fyrirtækið Skrifstofuvélar árið 1946. Hann var forstjóri IBM á Íslandi 1967-1982. Hann gengdi trúnaðarstörfum á sviði menningar - og félagsmála og einnig fyrir þjóðkirkjuna.
Ottó kvæntist Gyðu Jónsdóttur og eignaðist með henni fjögur börn.

Óskar Þórðarson (1915-1999)

  • S01609
  • Person
  • 2. maí 1915 - 12. jan. 1999

Óskar Þórðarson var fæddur á Ísafirði 2. maí 1915. Foreldrar hans voru hjónin Dýrunn Jónsdóttir, f. á Ögmundarstöðum í Skagafirði 3. september 1884, og Þórður Kristinsson, f. á Ísafirði 1. nóvember 1885. Óskar kvæntist 18. október 1941 Ingunni Eyjólfsdóttur, f. í Reykjavík 27. nóvember 1919, þau eignuðust sjö börn. ,,Óskar lauk námi frá Verslunarskóla Íslands árið 1933. Að námi loknu stundaði hann fyrst ýmis verslunarstörf, en réðst síðan til Reykjavíkurborgar. Þá var hann um skeið skrifstofustjóri hjá Byggingarfélaginu Stoð í Reykjavík. Árið 1961 réðst hann til Byggingardeildar Reykjavíkurborgar og var þar forstöðumaður að undanteknum síðustu starfsárum sínum sem hann var skrifstofustjóri."

Óskar Jónsson (1943-

  • S02872
  • Person
  • 14. sept. 1943-

Foreldrar: Ingibjörg Óskarsdóttir og Jón Dagsson múrarameistari. Læknir á Sauðárkróki. Búsettur á Höfuðborgarsvæðinu.

Results 86 to 170 of 551