Sýnir 550 niðurstöður

Nafnspjöld
Reykjavík

Snorri Laxdal Karlsson (1915-2004)

  • S01676
  • Person
  • 1. okt. 1915 - 14. okt. 2004

Snorri Laxdal Karlsson fæddist á Bakka á Skagaströnd. Hinn 14. október 1939 kvæntist Snorri Jóhönnu Kristínu Guðmundsdóttur frá Efra-Apavatni í Laugardal, þau eignuðust þrjú börn. ,,Snorri starfaði stærstan hluta starfsævi sinnar sem slökkviliðsmaður á Reykjavíkurflugvelli. Hann stofnaði ásamt fleirum bifreiðastöðina Bæjarleiðir og var í stjórn hennar um árabil. Hann starfaði sem leigubílstjóri og ökukennari jafnframt slökkviliðsstörfum. Snorri var mikill áhuga- og athafnamaður um hrossarækt."

Ólafur Haukur Helgason (1930-2006)

  • S01705
  • Person
  • 11. apríl 1930 - 31. okt. 2006

Foreldrar Ólafs Hauks voru Helgi Ólafsson kennari á Sauðárkróki og Akureyri, síðar búsettur í Reykjavík, og k.h. Valý Þ.Á. Ágústsdóttir. ,,Ólafur varð stúdent frá MA 1952. Nám í læknisfræði við HÍ 1952-53, cand. phil. þaðan og með próf í efnafræði. Nám í tannlækningum við háskólana í Kiel og Heidelberg í V-Þýskalandi en lauk ekki prófi. Kennarapróf frá Kennaraskóla Íslands 1963. Vann við kennslustörf um árabil og ýmis önnur störf. Sendi frá sér frumsamin kvæði sem birt voru í Morgunblaðinu og víðar."

Halldóra Helgadóttir (1932-2005)

  • S01706
  • Person
  • 15. apríl 1932 - 7. feb. 2005

Halldóra Helgadóttir fæddist á Akureyri 15. apríl 1932, dóttir Helga Ólafssonar kennara á Sauðárkróki og Akureyri og k.h. Valýar Þorbjargar Ágústsdóttur. ,,Halldóra var gagnfræðingur frá Menntaskólanum á Akureyri, hjúkrunarnemi, síðar sjúkraliði á Landakoti um árabil." Halldóra giftist Friðrik Sigurbjörnssyni lögfræðingi, þau eignuðust þrjú börn.

Lucinda Sigríður Möller (1921-1965)

  • S03119
  • Person
  • 12. ágúst 1921 - 22. nóv. 1965

Foreldrar: Þorbjörg Pálmadóttir Möller og Jóhann Georg Möller, kaupmaður á Hvammstanga, síðar verslunarstjóri á Sauðárkróki. Lucinda ólst upp hjá Sigrúnu Pálmadóttur móðursystur sinni og Jóni Sigurðssyni á Reynistað. Maki: Eiríkur Sigurbergsson framkvæmdastjóri og kennari í Reykjavík, þau eignuðust tvö börn.

Hulda Árdís Stefánsdóttir (1897-1989)

  • S00415
  • Person
  • 01.01.1897 - 25.03.1989

Hulda var fædd á Möðruvöllum í Hörgárdal. Foreldrar hennar voru Stefán Stefánsson kennari og Steinunn Frímannsdóttir húsfreyja. Hulda lauk gagnfræðaprófi árðið 1912 á Akureyri; einnig nam hún tungumál og handavinnu þar. Árið 1916 lauk Hulda námi í húsmæðraskólanum í Vordingborg í Danmörku. Á árunum 1916 -1917 stundaði hún nám í píanóleik og tónfræði við Tónlistarskóla Matthisson Hansen í Kaupmannahöfn og var í framhaldsnámi þar 1919-1921. Hulda var organleikari í Þingeyrarkirkju í fimmtán ár. Hún var einn stofnanda kvenfélags Sveinsstaðahrepps árið 1928 og átti sæti í stjórn þess í fimmán ár. Einnig var Hulda í stjórn Sambands norðlenskra kvenna og formaður 1960 - 1964. Hulda var skólastjóri Kvennaskólans á Blönduósi 1932 - 1937 og aftur árabilið 1953 - 1967. Hún var skólastjóri Húsmæðraskólans í Reykjavík frá upphafi, árið 1941 og til ársins 1953. Endurminningar sínar gaf Hulda út í fjórum bindum. Hún var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 1954 og síðar stórriddarakrossi orðunnar 1969. Eiginmaður Huldu var Jón Sigurðsson bóndi á Þingeyrum. Þau áttu eina dóttur.

Magnús Árnason (1902-1976)

  • S00547
  • Person
  • 12.03.1902 - 24.06.1976

Magnús Árnason fæddist 12. mars 1902. Hann var sonur Árna Magnússonar og Önnu Rósu Pálsdóttur.
Hann var vinnumaður í Utanverðunesi hjá Sigurbjörgu Gunnarsdóttur og Magnúsi Gunnarssyni, og síðar ráðsmaður þar. Seinna búsettur í Reykjavík.
Kona hans var Ásta Anna Björnsdóttir Leví (1897-1977).
Magnús lést 24. júní 1976.

Ingibjörg Jónsdóttir (1908-2001)

  • S01489
  • Person
  • 5. apríl 1908 - 11. ágúst 2001

Ingibjörg er fædd á Bólu í Blönduhlíð, dóttir Jóns Ingimars Jónassonar og k.h. Oddnýjar Stefánsdóttur. Ingibjörg ólst upp í Bólu en fór til Akureyrar 1922 þar sem hún var m.a. í vistum. Hún fór í Kvennaskólann í R.vík og lauk þar námi. Árið 1930 flutti hún til Siglufjarðar þar sem hún setti upp matsölu og rak hana að sumrinu. Þá rak hún einnig saumastofu á Siglufirði og saumaði skinnhúfur, skinnhanska, lúffur og vinnuvettlinga. Þessa framleiðslu seldi hún víða um land. Ingibjörg tók mikinn þátt í félagslífi á Siglufirði. Auk þess að syngja með Kirkjukór Siglufjarðar starfaði hún með kvenfélaginu þar og eitthvað með leikfélagi Siglufjarðar. Árið 1945 flutti hún ásamt manni sínum, Pétri Helgasyni, til Sauðárkróks, þar sem þau tóku fyrst við rekstri Hótel Tindastóls og síðar Villa Nova. Eftir að þau hættu rekstri Hótel Tindastóls, setti Ingibjörg þar upp hannyrðaverslun í félagi við Sigríði Önnu Stefánsdóttur og ráku þær hana þar til 1970, að Ingibjörg opnaði verslun að Hólavegi 16 sem hún rak meðan heilsa leyfði. Vefnaðarvöruverslun hennar var vinsæl og þekkt fyrir góða og vandaða vöru. Hún gekk til liðs við Kirkjukór Sauðárkróks og söng þar meðan heilsa leyfði. Einnig var hún virk í starfi Kvenfélags Sauðárkróks og var gerð að heiðursfélaga á 90 ára afmæli félagsins árið 1985.
Ingibjörg og Pétur eignuðust einn son saman og tóku einn fósturson, fyrir hjónaband hafði Pétur eignast dóttur.

Jean Valgard Claessen (1850-1918)

  • S00808
  • Person
  • 09.10.1850-27.12.1918

Ólst upp með foreldrum sínum í Khöfn. Rak verslun í Hofsósi, kom þangað á vegum Chr. Thaae stórkaupmanns. Hann tók við stjórn Hofsósverslunar 1871, 21 árs gamall. Nokkrum árum síðar tók hann svo við stjórn verslunar í Grafarósi. En 1879 fluttist hann til Sauðárkróks og tók við stjórn verzlunar Lud. Popps. Gegndi hann því starfi uns Popp flutti sjálfur til Sauðárkróks árið 1885. Árið eftir stofnaði Claessen sjálfstæða verslun sem hann rak til haustsins 1904, er hann flutti til Reykjavíkur, nýskipaður landsféhirðir. Gegndi því starfi til vorsins 1918 þá veiktist hann og lést í árslok. Starf hans að félagsmálum á Sauðárkróki var bæði mikið og farsælt. Hann var einn af stofnendum Sparisjóðs Sauðárkróks og formaður hans um skeið. Fyrsti formaður og leiðbeinandi leikfélags Sauðárkróks. Einn af aðal hvatamönnum að byggingu Sauðárkrókskirkju og fyrsti formaður sóknarnefndar þar.
Kvæntist Kristínu Eggertsdóttur Briem 1876 og eignuðust þau saman fjögur börn, Kristín lést aðeins viku eftir að yngsta barnið fæddist. Seinni kona Jean Valgard var Anna Margrét Þuríður Kristjánsdóttir Möller, þau kvæntust árið 1885 og eignuðust fjögur börn saman, tvö þeirra komust á legg, fyrir átti Anna tvo syni.

Einar Jónsson (1865-1940)

  • S00672
  • Person
  • 29.07.1865-01.10.1940

Fæddur í Tungu í Stíflu, sonur Jóns Steinssonar hreppstjóra og b. í Tungu og Guðrúnar Nikulásdóttur. ,,Eftir að faðir hans drukknaði var honum komið í fóstur til Steins Jónssonar og Ólafar Steinsdóttur að Vík í Héðinsfirði, fluttist síðan með fósturmóður sinni að Heiði í Sléttuhlíð. Fór sem vinnumaður að Hólum í Hjaltadal 15 ára gamall, kom í Brimnes fulltíða maður þar sem hann kvæntist Margréti Símonardóttur, þau bjuggu á Brimnesi 1896-1926. Einar var hreppstjóri 1900-1926, sýslunefndarmaður 1904-1926, formaður Búnaðarfélagsins í mörg ár, deildarstjóri Pöntunarfélagsins og Kaupfélags Skagfirðinga. Einar og Margrét fluttust til Reykjavíkur eftir að þau brugðu búi." Einar og Margrét eignuðust þrjár dætur, tvær þeirra komust á legg.

Björn Halldór Kristjánsson (1897-1980)

  • S00739
  • Person
  • 14. nóv. 1897 - 28. jan. 1980

Sonur Kristjáns Gíslasonar kaupmanns á Sauðárkróki og Bjargar Eiríksdóttur. Stórkaupmaður í Hamborg í Þýskalandi og síðar í Reykjavík.

Magnús Konráðsson (1898-1986)

  • S00793
  • Person
  • 1. apríl 1898 - 23. jan. 1986

Sonur Konráðs Magnússonar og Ingibjargar Hjálmsdóttur á Syðra-Vatni. Fluttist með móður sinni að Blönduósi 1911. Verkfræðingur í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík. Kvæntist Eyþóru Sigurjónsdóttur.

Sigríður Kristjánsdóttir (1903-1990)

  • S02025
  • Person
  • 4. júní 1903 - 24. des. 1990

Dóttir Kristjáns Gíslasonar kaupmanns á Sauðárkróki og k.h. Bjargar Sigríðar Önnu Eiríksdóttur. Bjó í Reykjavík.

Guðný Tómasdóttir (1912-2008)

  • S01039
  • Person
  • 19.03.1912-06.08.2008

Dóttir Tómasar Gíslasonar kaupmanns og bókhaldara á Sauðárkróki og k.h. Elínborgar Jónsdóttur. Var á Sauðárkróki 1930. Talsímakona á Ísafirði og Reykjavík, síðar gjaldkeri í Reykjavík.
,,Guðný var við nám í Kvennaskólanum í Reykjavík 1929-1930. Hún hóf störf sem talsímakona á Ísafirði 1931 og var skipuð talsímakona þar 1.10. 1931-1935. Hún fluttist til Borðeyrar 1.1. 1941-1.6. 1942, síðan á Langlínuna í Reykjavík 8.10. 1942. Hún lét af störfum vegna veikinda 1.10. 1946. Guðný var gjaldkeri hjá Agli Vilhjálmssyni frá 1953-1982."

Jón Heiðberg Jónsson (1889-1973)

  • S01064
  • Person
  • 25. okt. 1889 - 12. júlí 1973

Foreldrar: Jón Jónsson smáskammtalæknir og Jósefína Heiðberg Ólafsdóttir lengst af búandi á Heiði í Gönguskörðum. Kaupmaður og heildsali í Reykjavík. Um tíma bóndi í Kaldárhöfða í Grímsnesi. Síðast búsettur í Reykjavík. Kvæntist Þóreyju Eyþórsdóttur.

Guðrún Þuríður Hannesdóttir (1881-1963)

  • S01181
  • Person
  • 11. maí 1881 - 11. nóv. 1963

Fædd og uppalin í Deildartungu í Borgarfirði. Fyrir aldamótin átti hún hlut í stofnun bindindisfélags og nokkru seinna var hún ein af stofnendum ungmennafélagsins Íslendings og í stjórn þess. Guðrún kvæntist árið 1912 Páli Zóphaníassyni sem síðar varð skólastjóri á Hólum. Þau bjuggu fyrst að Hvanneyri og að Kletti í Reykholtsdal, fluttu svo í Hóla árið 1920 þar sem þau bjuggu í átta ár. Fluttu til Reykjavíkur það sama ár og bjuggu þar til æviloka. Guðrún og Páll eignuðust sex börn.

Zóphónías Pálsson (1915-2011)

  • S01184
  • Person
  • 17. apríl 1915 - 15. maí 2011

Zóphónías Pálsson fæddist á Hvanneyri í Borgarfirði 17. apríl 1915. ,,Hann var næstelstur sex barna hjónanna Guðrúnar Hannesdóttur frá Deildartungu í Borgarfirði og Páls Zóphóníassonar, alþingismanns og búnaðarmálastjóra. Zóphónías ólst upp á Hólum í Hjaltadal frá fjögurra ára aldri, þar sem faðir hans var skólastjóri Bændaskólans, en 1928 fluttist hann með foreldrum sínum til Reykjavíkur. Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík stundaði Zóphónías nám í mælingaverkfræði við Landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn og lauk þaðan prófi árið 1939. Starfaði hann síðan í Danmörku, aðallega hjá Geodætisk Institut, bæði í Óðinsvéum og í Kaupmannahöfn, fram til ársins 1945 er hann fluttist með fjölskyldu sinni heim til Íslands og hóf starf sem verkfræðingur hjá Skipulagi bæja og kauptúna. Var hann síðan yfirverkfræðingur þar árin 1950 til 1954 en þá var hann skipaður skipulagsstjóri ríkisins og gegndi hann því embætti til ársins 1985 er hann lét af störfum vegna aldurs. Zóphónías vann þar áfram um skeið að tilteknum skipulagsmálum og var einnig nokkur ár starfandi hjá varnarmáladeild utanríkisráðuneytisins. Árin 1945 til 1954 kenndi hann við Iðnskólann í Reykjavík og var prófdómari þar til 1985. Zóphónías var einnig prófdómari við verkfræðideild HÍ frá 1948 til 1985. Hann var félagi í Rótarýklúbbnum Reykjavík Austurbær frá stofnun hans árið 1963."
Hinn 20. desember 1940 kvæntist Zóphónías Lis Nellemann, þau eignuðust fjögur börn.

Þórunn Ólafsdóttir (1884-1972)

  • S01212
  • Person
  • 14.04.1884-28.11.1972

Fædd og uppalin í Reykjavík. Hún lærði herrafatasaum og þar syðra mun hún hafa kynnst Pétri Zophoníassyni frá Viðvík. Kom hún norður í Viðvík vorið 1904 sem unnusta hans og taldi sig sitja þar í festum. En málin þróuðust á annan veg því Pétur búsettist syðra og kvæntist annarri stúlku árið 1906. Þórunn var áfram í Viðvík með dóttur þeirra. Árið 1908 leystist heimilið í Viðvík upp, Þórunn réðst þá út að Hraunum í Fljótum með dóttur sína þar sem hún stundaði mest saumaskap og fataviðgerðir. Árið 1912 kvæntist hún Þórði Guðna Jóhannessyni frá Sævarlandi. Þau bjuggu í Hrúthúsum í Fljótum 1914-1915, á Siglufirði 1915-1931 en það sama ár skildu þau, þau eignuðust sex börn saman. Þórunn vann alla tíð við saumaskap, auk þess sem hún gekk til verka utan heimilis, svo sem síldarsöltun á sumrin, eins og flestallar húsmæður á Siglufirði á þeim tíma.

Magnús Andrésson (1904-1966)

  • S00097
  • Person
  • 6. okt. 1904 - 15. des. 1966

Fæddur í Reykjavík. Verslunarfulltrúi og kaupmaður í Reykjavík. Kvæntist Stefaníu Ólöfu Möller frá Sauðárkróki, þau áttu eina kjördóttur.

Karen Edith Michelsen (1910-1965)

  • S00077
  • Person
  • 2. ágúst 1910 - 20. feb. 1965

Dóttir Frank Michelsen úrsmíðameistara á Sauðárkróki og Guðrúnar Pálsdóttur. Starfaði sem prjónakona á Sauðárkróki, bjó síðar í Reykjavík.

Pála Elínborg Michelsen (1911-2005)

  • S00078
  • Person
  • 24. ágúst 1911 - 18. júní 2005

Dóttir Frank Michelsen úrsmíðameistara á Sauðárkróki og Guðrúnar Pálsdóttur. ,,Fyrst bjó hún á Sauðárkróki, síðan í Hveragerði í eitt ár, en eftir 1945 alfarið í Reykjavík. Hún starfaði á prjónastofunni Hlín í 19 ár, síðan hjá Nóa Síríusi til 72 ára aldurs."

Aðalsteinn Gottfreð Michelsen (1918-1994)

  • S00092
  • Person
  • 28. okt. 1918 - 9. des. 1994

Sonur Frank Michelsen úrsmíðameistara á Sauðárkróki og Guðrúnar Pálsdóttur. Starfaði sem bifvélameistari, síðast búsettur í Reykjavík.

Ottó Michelsen (1920-2000)

  • S00093
  • Person
  • 10. júní 1920 - 11. júní 2000

Ottó fæddist á Sauðárkróki, sonur hjónanna Guðrúnar Pálsdóttur húsfreyju og Jörgen Frank Michelsen úrsmiðs og kaupmanns á Sauðárkróki. Hann lærði skriftvélatækni í Þýskalandi og stofnaði fyrirtækið Skrifstofuvélar árið 1946. Hann var forstjóri IBM á Íslandi 1967-1982. Hann gengdi trúnaðarstörfum á sviði menningar - og félagsmála og einnig fyrir þjóðkirkjuna.
Ottó kvæntist Gyðu Jónsdóttur og eignaðist með henni fjögur börn.

Sigurður Helgi Guðmundsson (1941-2019)

  • S02526
  • Person
  • 27. apríl 1941 - 20. feb. 2019

Sig­urður fædd­ist á Hofi í Vest­ur­dal í Skagaf­irði 27. apríl 1941, son­ur hjón­anna Guðmund­ar Jóns­son­ar bónda og Ingi­bjarg­ar Jóns­dótt­ur. ,,Sig­urður lauk prófi frá Sam­vinnu­skól­an­um á Bifröst 1957 og stúd­ents­prófi frá MA 1965. Hann lauk kandí­dats­prófi í guðfræði frá Há­skóla Íslands 1970 og fram­halds­námi í kenni­mann­legri guðfræði og sál­gæslu við
Kaup­manna­hafnar­há­skóla 1976. Sigurður var sókn­ar­prest­ur í Reyk­hóla­prestakalli 1970-1972 og Eskifjarðarprestakalli 1972 til 1977. Jafn­framt var Sig­urður skóla­stjóri Barna- og gagn­fræðaskól­ans á Eskif­irði og skóla­stjóri Tón­list­ar­skóla Eskifjarðar og Reyðarfjarðar á ár­un­um 1975-1977. Sig­urður var skipaður sókn­ar­prest­ur í Víðistaðaprestakalli í Hafnar­f­irði 1977 og starfaði þar uns hann fékk lausn frá embætti árið 2001. Sig­urður var for­stjóri á Umönn­un­ar- og hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli í Reykja­vík frá 1987 til 2011 og á Hjúkr­un­ar­heim­il­inu Eir í Reykja­vík frá 1993 til 2011. Sig­urður gegndi ýms­um trúnaðar­störf­um, var formaður Presta­fé­lags Aust­ur­lands 1972-1974, sat í stjórn Rauða kross Íslands 1977-1982, full­trúi Íslands í stjórn Elli­mála­sam­bands Norður­landa 1977-1993 og for­seti sam­tak­anna 1991-1993, formaður Öldrun­ar­ráðs Íslands 1981-1991 og sat í stjórn Fram­kvæmda­sjóðs aldraðra 1983-1989. Sig­urður var sæmd­ur heiðurs­merki hinn­ar ís­lensku fálka­orðu árið 1988 og stór­ridd­ara­krossi 1997 fyr­ir störf að fé­lags- og öldrun­ar­mál­um. Sigurður kvæntist Brynhildi Ósk Sigurðardóttur hjúkr­un­ar­fræðingi og djákna, þau eignuðust þrjú börn."

Jóhannes Guðmundsson (1903-1997)

  • S01836
  • Person
  • 22. jan. 1903 - 8. jan. 1997

Foreldrar: Guðmundur Björnsson síðast b. á Syðra-Vatni á Efribyggð og k.h. Anna Sigurbjörg Jóhannesdóttir. Jóhannes var um tíma bóndi á Syðra-Vatni, flutti til Reykjavíkur, síðast búsettur þar.

Mónika Ingibjörg Jónsdóttir (1892-1929)

  • S01880
  • Person
  • 12. júlí 1892 - 18. júlí 1929

Dóttir Jóns Guðvarðssonar b. á Valabjörgum, síðar Holtskoti og k.h. Oddnýjar Sæmundsdóttur. Saumakona í Reykjavík samkvæmt spjaldskrá HSk en starfstúlka á Kleppspítala samkvæmt Íslendingabók. Lést af slysförum ógift og barnlaus.

Björg Sigríður Sigurðardóttir (1900-1988)

  • S01879
  • Person
  • 10. júní 1900 - 5. maí 1988

Frá Hofstaðaseli, dóttir Sigurðar Björnssonar og Konkordíu Stefánsdóttur. Kvæntist Sigurði Grímssyni lögreglumanni í Reykjavík.

Ingimundur Þorsteinsson (1924-1997)

  • S01890
  • Person
  • 24. sept. 1924 - 25. júlí 1997

Ingimundur Þorsteinsson fæddist 24. september 1924 í Reykjavík. ,,Foreldrar hans voru Þorsteinn J. Jóhannsson frá Ólafsey í Hvammsfirði og Katrín Guðmundsdóttir frá Hellissandi. Ingimundur giftist 17. júní 1956 Laufeyju Stefánsdóttur frá Framtíð í Vestmannaeyjum, þau eignuðust þrjú börn, Ingimundur átti einn son fyrir." Flugmaður, Var á Laugavegi 68, Reykjavík 1930. Nemi í Reykjavík 1945. Flugstjóri, síðast bús. í Reykjavík.

Jóhannes Gunnarsson (1943-2008)

  • S01926
  • Person
  • 16. feb. 1943 - 8. feb. 2008

Jóhannes Gunnarsson fæddist á Sauðárkróki 16. febrúar 1943. Foreldrar hans voru Rannveig Ingibjörg Þorvaldsdóttir tryggingafulltrúi og Gunnar Stefánsson skipstjóri. ,,Jóhannes ólst upp og kláraði skólagöngu sína á Sauðárkróki, fór í Samvinnuskólann á Bifröst og útskrifaðist þaðan 1962. Hann vann við verslunarstörf fyrstu árin á Sauðárkróki, Skagaströnd og á Blönduósi. Jóhannes var skrifstofumaður í Reykjavík hjá Járni og gleri, stofnaði Heildverslunina Hraðberg, var fjármálastjóri hjá S. Óskarssyni og síðar framkvæmdastjóri hjá Sverri Þóroddssyni. Frá árinu 1990 vann hann sem tollendurskoðandi hjá Tollstjóranum í Reykjavík. Jóhannes var félagi í Kiwanisklúbbnum Kötlu frá 1978-1981 og frá árinu 2001." Jóhannes kvæntist Guðrúnu Jónu Kristjánsdóttur, þau eignuðust tvo syni.

Guðbjörg Stefánsdóttir (1911-2007)

  • S01939
  • Person
  • 11. okt. 1911 - 14. des. 2007

,,Fæddist á Hvammstanga og bjó fyrstu æviár sín á Norðurlandi, fyrst á Hvammstanga en síðan á Siglufirði. Hún fluttist til Reykjavíkur 1920 og bjó þar ætíð síðan. Hún gekk í Kvennaskólann en hóf ung að stunda verslunar- og skrifstofustörf. Hún vann lengi við ýmis skrifstofustörf í Haraldarbúð, síðast sem bókari. Árið 1959 hóf hún störf sem aðalbókari hjá Vita- og hafnamálastofnun Íslands og vann þar til starfsloka árið 1981."

Ásta Jónsdóttir (1909-1975)

  • S01966
  • Person
  • 10. okt. 1909 - 30. júní 1975

Foreldrar: Jón G. Erlendsson b. á Marbæli og k.h. Anna Rögnvaldsdóttir. Ásta ólst upp hjá foreldrum sínum á Marbæli. Hún var vetrartíma á unglinganámskeiði á Hólum og tvo vetrarparta við hússtörf í Reykjavík hjá Guðrúnu Lárusdóttur. Samkvæmt Íslendingabók var Ásta námsmey á Akureyri árið 1930. Árið 1939 kvæntist hún Ólafi Jónssyni ráðunaut frá Nautabúi á Neðribyggð. Þau bjuggu á Felli í Sléttuhlíð 1938-1941 og í Stóragerði 1945-1949 er Ólafur lést. Þá flutti Ásta til Sauðárkróks með börn þeirra. Árið 1956 fluttist hún til Reykjavíkur til að skapa börnum sínum meiri möguleika til menntunar. Sonurinn Jón hafði fengið heilahimnubólgu barn að aldri, sem varð þess valdandi að hann varð heyrnarlaus. Þar sem ekki voru þá skilyrði fyrir hann til framhaldsnáms eftir Heyrnleysingjaskólann á Íslandi kom hún honum í iðnnám í Noregi, og þar settist hann að. Ásta starfaði sem matráðskona hjá Landsíma Íslands í Reykjavík. Þau Ólafur eignuðust fjögur börn.

Jónas Þór Pálsson (1930-2016)

  • S01976
  • Person
  • 15. apríl 1930 - 28. nóv. 2016

Jónas Þór Pálsson málarameistari fæddist í Syðri-Hofdölum í Skagafirði 15. apríl 1930. Foreldrar hans voru Þórdís Jónasdóttir skáld og Páll Þorkelsson verkamaður. Jónas Þór ólst upp hjá móðurforeldrum sínum, Jónasi Jónassyni frá Hofdölum (Hofdala-Jónasi) og Önnu Ingibjörgu Jónsdóttur. ,,Jónas Þór hleypti heimdraganum ungur og fór í siglingu til Evrópu og skoðaði sig um í nokkrum löndum. Þegar heim kom settist hann á skólabekk í Iðnskólanum í Reykjavík og nam málariðn og síðar fór hann í meistaranám í sömu grein. Hann stofnaði eigið fyrirtæki á Sauðárkróki, sem hét Fyllir, ásamt félaga sínum Hauki Stefánssyni. Þeir áttu farsælt samstarf í tugi ára og sáu um allt viðhald húsa á Króknum. Listagyðjan átti ætíð stóran sess í hjarta Jónasar Þórs. Hann vann í fjölda ára með Leikfélagi Sauðárkróks og Leikfélagi Akureyrar sem leiktjaldahönnuður og smiður, einnig sem sminka. Hann var tónelskur og starfaði í mörgum hljómsveitum, má þar m.a. nefna HG kvartett, Flamingó og hljómsveit Hauks Þorsteinssonar. Hin síðari ár sneri Jónas Þór sér meira að málaralistinni en hann málaði myndir fyrir vini og fjölskyldu og hélt nokkrar málverkasýningar." Jónas Þór kvæntist Erlu Gígju Þorvaldsdóttur frá Sauðárkróki, þau eignuðust tvær dætur, fyrir átti Jónas son.

Jón Ólafur Guðsteinn Eyjólfsson (1891-1968)

  • S01992
  • Person
  • 27. júlí 1891 - 15. jan. 1968

Sonur Eyjólfs Einarssonar síðast b. á Reykjum í Tungusveit og k.h. Margrétar Þormóðsdóttur. Foreldrar hans létust bæði árið 1896 og var Jón þá sendur í fóstur að Ríp í Hegranesi. Kaupmaður í Stykkishólmi og Reykjavík. Kvæntist Sesselju Konráðsdóttur frá Syðsta-Vatni.

Snorri Lárusson (1899-1980)

  • S02003
  • Person
  • 26. ágúst 1899 - 6. maí 1980

Ritsímastjóri á Seyðisfirði 1930, símritari á Akureyri, síðast fulltrúi í Reykjavík.

Sigríður Sigurfinnsdóttir (1906-1967)

  • S02022
  • Person
  • 3. júlí 1906 - 4. nóv. 1967

Dóttir Jóhönnu Sigurbjargar Sigurðardóttur og Sigurfinns Bjarnasonar á Meyjarlandi. Vinnukona á Innstalandi 1930. Kvæntist Óskari Guðmundssyni, bjó í Reykjavík.

Rósa Stefánsdóttir (1895-1993)

  • S02042
  • Person
  • 10. okt. 1895 - 14. júlí 1993

Rósa fæddist 10. október á Króksstöðum í Kaupvangssveit í Eyjafirði. ,,Sem unglingur var Rósa í vist hjá hinum nafntogaða presti og fræðimanni, sr. Jónasi á Hrafnagili sem þá var kennari við Gagnfræðaskólann á Akureyri. Árið 1930 var hún ráðin aðstoðarkona á Sjúkrahúsi Akureyrar, en skömmu síðar ráðskona við Menntaskólann á Akureyri. Hélt síðan til frekara náms í Danmörku og lauk prófi frá merktum hússtjórnarskóla, Ankerhus í Sorø. Næstu árin stundaði hún kennslu í sinni grein við Kvennaskólann á Laugalandi í Eyjafirði og síðar Kvennaskólann og Miðbæjarskólann í Reykjavík. Árið 1940 giftist hún Jóni Þ. Björnssyni skólastjóra á Sauðárkróki sem þá hafði verið ekkjumaður í átta ár, hann hafði átt tíu börn með fyrri konu sinni. Hún sá um þungt heimili þeirra af skörungsskap, en kenndi jafnframt við Barna- og unglingaskóla Sauðárkróks 1942­1952. Auk færni sinnar í öllum húsmóðurstörfum var Rósa mikill matreiðslusnillingur. Í meira en áratug stóð hún fyrir hótelrekstri á Hólum í Hjaltadal á sumrin eða þar til þau hjónin fluttust til Reykjavíkur 1962. Eftir það var Rósa lengi matráðskona við Hagaskólann í Reykjavík."

Agnar Vigfússon (1937-1993)

  • S02063
  • Person
  • 29. júní 1937 - 3. feb. 1993

Agnar var fæddur í Varmahlíð í Skagafirði 29. júní 1937. Foreldrar hans voru Vigfús Helgason frá Hóli í Hörðudal og kona hans var Elín Helga Helgadóttir frá Núpum í Fljótshverfi. Agnar fór ungur í Hólaskóla og lauk þaðan búfræðiprófi tæpra 17 ára vorið 1954. Sumarið 1965 hóf hann störf hjá Ræktunarsambandi Skagfirðinga, fyrst mörg ár á jarðýtu, síðar lengi á skurðgröfu, allt til ársins 1987. Agnar var ókvæntur og barnlaus, síðast búsettur í Reykjavík.

Sigmundur Sigurðsson (1905-1980)

  • S02083
  • Person
  • 26. júní 1905 - 30. nóv. 1980

Foreldrar: Sigurður Sveinsson b. á Mannskaðahóli o.v., síðast í Hólakoti og k.h. Guðbjörg Þuríður Sigmundsdóttir. Á unglingsárum stundaði Sigmundur nokkuð Drangeyjarútgerð ásamt föður sínum og bræðrum. Bóndi í Hólakoti á Reykjaströnd 1937-1939 er hann flutti til Sauðárkróks. Á Sauðárkróki vann hann m.a. við húsamálun hjá Guðmundi Jónatanssyni málara og setti svo upp dívanaverkstæði, þar sem hann vann um skeið. Síðast búsettur í Reykjavík. Ókvæntur og barnlaus.

Sigurður Birkis (1893-1960)

  • S02099
  • Person
  • 9. ágúst 1893 - 31. des. 1960

Foreldrar: Eyjólfur Einarsson síðast b. á Reykjum í Tungusveit og k.h. Margrét Þormóðsdóttir. Foreldrar hans létust bæði árið 1896. Sigurður var því alinn upp frá þriggja ára aldri hjá sr. Vilhjálmi Briem og k.h. Steinunni Pétursdóttur frá Valadal. Sigurður var söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar. Kvæntist Guðbjörgu Jónasdóttur, þau eignuðust þrjú börn.

Sigurður Jónasson (1923-1978)

  • S02117
  • Person
  • 31. okt. 1923 - 25. jan. 1978

Foreldrar hans voru Jónas Jón Gunnarsson bóndi í Hátúni og k.h. Steinunn Sigurjónsdóttir. Trésmiður og byggingamaður í Reykjavík, rak einnig svína- og hænsnabú að Hátúni við Rauðavatn á árunum 1964-1978 í félagi við Ólaf bróður sinn. Kvæntist Guðrúnu Ragnarsdóttur frá Snæfellsnesi.

Stefanía Ólafsdóttir (1878-1974)

  • S02133
  • Person
  • 14. ágúst 1878 - 27. jan. 1974

Foreldrar: Ólafur Stefánsson (1850-1887) og Guðrún Ingibjörg Magnúsdóttir (1834-1907). Foreldrar Stefaníu bjuggu aldrei saman, og var hún í fyrstu með föður sínum í Málmey á Skagafirði, en síðar á fleiri bæjum, þar til hann dó, er hún var níu ára gömul. Fór hún þá í vistir til vandralausra og átti misjafnt atlæti. Fyrst fór hún að Grafargerði á Höfðaströnd til Magnúsar Gíslasonar og Halldóru Skúladóttur, sem voru henni mjög góð, en eftir að Magnús drukknaði í janúar 1889 fór hún að Hofi á Höfðaströnd og síðar að Ártúni. Eftir fermingju, fjórtán ára gömul, fór hún að Brekku hjá Víðimýri til móður sinnar, sem þá var þar ráðskona hjá Birni Bjarnasyni bónda. 21 árs giftist Stefanía Birni. Þau bjuggu í Brekku til 1909, á Reykjarhóli 1909-1915 og í Krossanesi 1915-1919. Voru eftir það í húsmennsku á Hjaltastöðum, síðan að Brenniborg og loks hjá Sigurlínu dóttur sinni á Hofi á Höfðaströnd. Árið 1971 fluttist Stefanía suður til Reykjavíkur eftir 50 ára dvöl á Hofi. Stefanía og Björn eignuðust sjö börn saman. Með fyrri konu sinni, Margréti Andrésdóttur frá Stokkhólma, hafði Björn eignast einn son. Einnig eignaðist hann dóttur með Soffíu Björnsdóttur.

Árni Guðmundsson (1927-1999)

  • S02153
  • Person
  • 8. júlí 1927 - 11. sept. 1999

Foreldrar: Guðmundur Magnús Árnason b. á Þorbjargarstöðum í Laxárdal og k.h. Kristín Árnadóttir. Árni lauk námi í rennismíði frá vélsmiðjunni Héðni árið 1951. Fluttist þá aftur til Sauðárkróks og stofnaði ásamt Ingólfi bróður sínum verkstæðið Áka við þriðja mann. Árni var síðan einn af stofnendum Skjaldar hf. á sjöunda áratugnum sem rak hraðfrystihús á Eyrinni. Kom einnig mjög að stofnun og uppbyggingu Steinullarverksmiðjunnar á Sauðárkróki og sat í stjórn hennar. Starfaði um áratugaskeið í Sjálfstæðisflokknum og gegndi þar margvíslegum trúnaðarstörfum, sat jafnframt í bæjarstjórn Sauðárkróksbæjar ýmist sem aðal- eða varamaður um 16 ára skeið.
Kvæntist Svanfríði Guðrúnu Þóroddsdóttur frá Hofsósi, þau bjuggu alla tíð á Sauðárkróki og eignuðust fjögur börn.

Stefán Yngvi Finnbogason (1931-2019)

  • S02177
  • Person
  • 13. jan. 1931 - 14. júní 2019

Stefán Yngvi Finnbogason fæddist á Mið-Grund í Skagafirði 13. janúar 1931. Foreldrar hans voru Finnbogi Bjarnason frá Þorsteinsstöðum og Sigrún Eiríksdóttir frá Sölvanesi. Foreldrar hans fluttu frá Mið-Grund að Hrauni í Öxnadal árið 1935, voru þar í eitt ár, á Stokkahlöðum í Hrafnagilshreppi 1938-1940, á Kroppi í sömu sveit 1940-1942 og þaðan til Akureyrar. Stefán varð stúdent frá MA árið 1950 og cand. odont. frá HÍ 1957. Yfirskólatannlæknir í Reykjavík frá 1976. Kvæntist Hólmfríði Árnadóttur frá Rauðuskriðu í Aðaldal.

Anna Jónsdóttir (1912-1992)

  • S02192
  • Person
  • 23. júlí 1912 - 25. jan. 1992

Foreldrar hennar voru Jón Sigurðsson vélfræðingur og útgerðarmaður í Hrísey og k.h. Sóley Jóhannesdóttir. Anna stundaði nám við Verslunarskólann í Reykjavík á unglingsárum. Hún giftist Torfa Hjartarsyni sýslumanni á Ísafirði, síðar tollstjóra í Reykjavík, þau eignuðust fimm börn.

Jakob Benediktsson (1907-1999)

  • S02195
  • Person
  • 20. júlí 1907 - 23. jan. 1999

Jakob Benediktsson var fæddur þann 20. júlí 1907 og lést 23. janúar 1999. Jakob var frá Fjalli í Seyluhreppi, sonar hjónanna Benedikts Sigurðssonar, bónda þar, og konu hans Sigurlaugar Sigurðardóttur. Jakob tók stúdentspróf utan skóla vorið 1926 með svo góðum árangri að hann hlaut fjögurra ára námsstyrk sem gerði honum kleift að sigla utan til framhaldsnáms. Með námsstyrk upp á vasann hélt Jakob til Kaupmannahafnar til frekara náms. Jakob lauk cand. mag. prófi í latínu og þýsku árið 1932 og síðar dr. phil. prófi frá Hafnarháskóla. Kvæntist Grethe Khyl fornleifafræðingi, þau voru barnlaus. ,,Jakob var forstöðumaður Orðabókar Háskólans, ritstjóri Tímarits Máls og menningar og meðritstjóri af Íslands hálfu fyrir Kulturhistorisk Leksikon. Hann gaf einnig út fjölda rita, þeirra á meðal Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, VII, X og XI bindi. Hann skrifaði einnig mikið sjálfur og munu titlar rita hans vera á sjöunda hundrað. Jakob þýddi einnig fjölmörg verka Halldórs Laxness á dönsku og naut við það verk aðstoðar konu sinnar Grethe Benediktsson (fædd Kyhl) sem var dönsk."

Pálína Bergsdóttir (1902-1985)

  • S01311
  • Person
  • 17. apríl 1902 - 3. júlí 1985

Foreldrar: Bergur Sveinsson b. síðast á Mánaskál í Laxárdal fremri, og k.h. Jóhanna Sveinsdóttir. Pálína missti föður sinn sex ára gömul og ólst upp hjá vandalausum eftir það. Um tvítugt flutti hún til Reykjavíkur og vann á búinu í Tungu við Suðurlandsbraut. Flutti aftur norður í Skagafjörð 1925 að Ási í Hegranesi og vann þar um tveggja ára skeið en fluttist þá til Sauðárkróks þar sem hún kynntist mannsefni sínu, Páli Þorgrímssyni, þau voru alla tíð búsett á Sauðárkróki. Pálína tók virkan þátt í réttindabaráttu verkakvenna, ein af stofnendum Vkf. Öldunnar og sat í stjórn þess um skeið. Pálína og Páll eignuðust fimm börn.

Gígja Haraldsdóttir (1938-

  • S02291
  • Person
  • 13.01.1938-

Foreldrar: Haraldur Sigurðsson verslunarmaður á Sauðárkróki og k.h. Ólöf Sesselja Bjarnadóttir. Bankastarfsmaður í Reykjavík. Kvæntist Böðvari Bragasyni lögreglustjóra í Reykjavík.

Jón Þ. Þór (1944-

  • S02342
  • Person
  • 14. ágúst 1944-

Sagnfræðingur. Fæddur 1944 og ólst upp á Akureyri. Skrifaði m.a. Sögu Grindavíkur og Sögu Ísafjarðarkaupstaðar og Eyrarhrepps hins forna. Hefur einnig fengist við kennslu.

Jón Norðmann Jónasson (1898-1976)

  • S02493
  • Person
  • 7. ágúst 1898 - 24. sept. 1976

Foreldrar Jóns voru Jónas Jónsson bóndi í Hróarsdal í Hegranesi í Skagafirði og seinni eiginkona hans Lilja Jónsdóttir. Jón var búfræðingur frá Hólum í Hjaltadal 1923 og tók kennarapróf árið 1929. Hann kenndi við Austurbæjarskóla og í forföllum við Barnaskóla Reykjavíkur. Jón fór í námsferð til Danmerkur og Svíþjóðar árið 1935 og og dvaldi við nám á Norðurlöndum 1955-1956. Einnig var honum boðið að halda fyrirlestra í Harvardháskóla þar sem hann fjallaði um galdur, seið, skýringar á Hávamálum og þjóðleg íslensk fræði, en Jón var fræðimaður að eðlisfari og var vel að sér þar. Einnig var hann fróður um jurtir og og grös. Jón var bóndi á Selnesi á Skaga frá 1957 og var í stjórn Ungmennafélagsins Hegra um skeið. Jón skrifaði fjölda greina í blöð, m.a. um ræktun á sykurrófum, en hann var fyrstur manna á Íslandi til að rækta sykurrófur. Önnur ritverk Jóns eru: Vegamót, barnasögur 1935 , í Framsókn 1957 og um rjúpuna í Dýraverndaranum 1950. Hann þýddi bókina Foreldrar og uppeldi e. Th. Bögelund, 1938. Jón var einkar barngóður, sem kom vel fram á kennaraárum hans, einnig reyndist hann sumardrengjum sínum vel.
Hann var ókvæntur og barnlaus.

Sigurbjörg Sveinsdóttir (1919-2013)

  • S02354
  • Person
  • 26. mars 1919 - 18. nóv. 2013

Sigurbjörg var fædd í Þorsteinsstaðakoti í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði 26. mars 1919, dóttir Sveins Friðrikssonar og Stefönnu Jónatansdóttur. Hóf sambúð með Páli Ögmundsyni 1936 og eignuðust þau fjögur börn, en skildu. Sigurbjörg hóf störf að Hólum í Hjaltadal 1949. Þar vann hún í þjónustunni í Hólaskóla. Flutti síðan til Reykjavíkur og vann um tíma hjá Landspítalanum. Sigurbjörg vann við saumaskap hjá Feldinum þar til hann var lagður niður. Að endingu vann hún hjá Hreini syni sínum í Stimplagerðinni Roða. Eftir að Sigurbjörg hætti að vinna stofnaði hún ásamt fleiri eldri borgurum Leikhópinn Snúð og Snældu árið 2000. Þar lék hún í uppfærslum í nokkur ár en endaði störf sín með breytingum og saumaskap á búningum hjá Snúð og Snældu.

Halldór Eyþórsson (1924-2007)

  • S02356
  • Person
  • 12. mars 1924 - 21. sept. 2007

Halldór var fæddur 12. mars 1924 í Fremri - Hnífsdal við Djúp. Foreldrar hans voru Jón Eyþór Guðmundsson og Pálína Salóme Jónsdóttir. Halldór ólst upp í Fremri-Hnífsdal til 12 ára aldurs, en flutti þá með foreldrum sínum í Húnavatnssýsluna. Árið 1947 keyptu þau hjón Syðri - Löngumýri í Blöndudal. Allan sinn starfsaldur var Halldór bóndi þar, en um nokkurra ára skeið vann hann sem hirðir hjá Fáki í Reykjavík á veturna. Á sumrin var hann vörður við sauðfjárvarnargirðingu á Kili.

Páll Valsson (1960-

  • S02370
  • Person
  • 31. okt. 1960-

Páll er fæddur 31. október 1960. Hann er stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1980 og BA-próf í íslensku og almennri bókmenntafræði frá Heimspekideild HÍ 1984 og cand. mag. próf í íslenskum bókmenntum frá HÍ. Páll fékkst við stundakennslu um tíma, eða á árunum 1988 til 1992 - vann við útgáfustörf fyrir bókaforlagið Svart á hvítu 1987 - 1988. Lektor í íslensku við Uppsalaháskóla í Svíþjóð 1992 - 1997. Var um árabil ritstjóri og útgáfustjóri hjá Máli og menningu. Hann hlaut Íslensku bókmennaverðlaunin 1999 í flokki fræðirita fyrir bók sína, Jónas Hallgrímsson, ævisaga. Páll skrifaði einnig ævisögu Vigdísar Finnbogadóttur.

Jón Óskar Ásmundsson (1921-1998)

  • S02371
  • Person
  • 18. júlí 1921 - 20. okt. 1998

Jón Óskar var fæddur á Akranesi og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Sigurlaug Einarsdóttir og Ásmundur Jónsson sjómaður og rafvirki. Jón kvæntist Kristínu Jónsdóttur, frá Munkaþverá, myndlistarkonu f. 1933, þau eignuðust eina dóttur. Jón Óskar lauk gagnfræðaprófi frá MR árið 1940. Hann stundaði nám í píanóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík. Lærði frönsku á námskeiðum hjá Alliace Francaise í Reykjavík og í París. Einnig námskeið og einkakennslu í ítölsku í Róm, Perugia og Genúa. Jón var píanóleikari í ýmsum danshljómsveitum 1946 - 1956. Hann var ræðuritari á Alþingi 1953 - 1958. Rithöfundur og þýðandi frá 1941 og aðalstarf hans frá 1958, en hann var afkastamikill þýðandi og rithöfundur og gaf út fjölda bóka. Meðal þeirra er: Mitt andlit og þitt, smásögur, Skrifað í vindinn, Nóttin á herðum okkar, Ljóðaþýðingar úr frönsku, Páfinn situr enn í Róm, ferðaþankar, Leikir í fjörunni, skáldsaga, Vitni fyrir manninn, Sölvi Helgason ofl. Jón Óskar var einn af frumkvöðlum módernisma í íslenskri ljóðagerð og í hópi atómskáldanna svokölluðu.

Jón Steingrímsson (1928-2011)

  • S02372
  • Person
  • 20. mars 1928 - 9. des. 2011

Jón fæddist í Reykjavík þann 20. mars 1928. Foreldrar hans voru hjónin Lára Margrét Árnadóttir og Steingrímur Jónsson rafmagnsstjóri. Jón ólst upp í foreldrahúsum í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá MR árið 1948. Var eitt ár í verkfræðinámi við Háskóla Íslands, en fór síðan til náms í vélaverkfræði við Worcester Polytecnhnic Instetute í Massachusetts í Bandaríkjunum og síðan við Massachusetts Instetude Technology, M.I.T. og lauk M.Sc.- prófi þaðan 1954. Um tveggja ára skeið starfaði Jón í Stálsmiðjunni. Frá 1955 - 1966 var hann deildarverkfræðingur hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, uns Landsvirkjun var stofnuð, að hann flutti sig þangað. Um miðjan áttunda áratuginn vann Jón að undirbúningi stofnunar Íslenska járnblendifélagsins og lauk starfsferli sínum þar. Jón kvæntist árið 1950, Sigríði Löve frá Ísafirði, foreldrar hennar voru Þóra Guðmunda Jónsdóttir og Sophus Carl Löve. Jón og Sigríður eignuðust þrjú börn.

Ingibjörg Hauksdóttir (1939-

  • S02375
  • Person
  • 19. júní 1939-

Ingibjörg er eiginkona Hannesar Péturssonar skálds, þau eiga einn son.

Kristinn Bjarni Jóhannsson (1942-

  • S02470
  • Person
  • 20. feb. 1942-

Kristinn fæddist í Reykjavík, sonur hjónanna Elínar Baldvinu Bjarnadóttur og Jóhanns Hólm Jónssonar. Er hjartaskurðlæknir. Kvæntur Sigrúnu Einarsdóttur kennara. Þau eiga þrjú uppkomin börn.

Vigfús Björnsson (1927-2010)

  • S02453
  • Person
  • 20. jan. 1927 - 6. jan. 2010

Vigfús fæddist á Ásum í Skaftártungu 20. janúar 1927. Foreldrar hans voru sr. Björn O. Björnsson og Guðríður Vigfúsdóttir. Vigfús ólst upp í foreldrahúsum, en árið 1941 flutti fjölskyldan til Reykjavíkur. Þar starfaði hann við ýmislegt, m.a. hjá hernum og var á þeim árum að verulegu leyti fyrirvinna fjölskyldunnar. Vigfús hóf bókbandsiðn árið 1947 við Iðnskólann í Reykjavík og lauk þaðan sveinsprófi og varð síðar meistari í iðninni. Hann hélt til Kaupmannahafnar til framhaldsnáms árið 1950 og að námi loknu bauð föðurbróðir hans, Sigurður O. Björnsson, starf hjá Prentverki Odds Björnssonar, fyrirtæki fjölskyldunnar á Akureyri. Þar starfaði Vigfús sem verkstjóri í bókbandi í 30 ár. Hann kvæntist Elísabetu Guðmundsdóttur frá Flatey á Skjálfanda árið 1953, þau eignuðust átta börn. Auk þeirra starfa sem að framan greinir vann Vigfús lengst af við ritstörf og eftir hann hafa komið út á annan tug bóka, aðallega sögur fyrir börn.

Sigurður Líndal (1931-

  • S02420
  • Person
  • 2. júlí 1931-

Varð forseti Hins íslenska bókmenntafélags 1967. Prófessor við Háskóla Íslands 1972 - 2001 og Háskólann á Bifröst til 2007. Sigurður hefur skrifað um kenningar í lögfræði og ritstýrt fjölda verka um lögfræði, sögu ofl.

Orðabók Háskólans (1944-

  • S02637
  • Opinber aðili
  • 1944-

,,Á fundi í háskólaráði hinn 29. september 1944 var samþykkt að ráða mann til að hefja orðtöku rita eftir fyrimælum kennara í íslenskum fræðum. Samþykkt háskólaráðs markar upphaf starfsemi Orðabókar Háskólans. Í kjölfar hennar var Árni Kristjánsson, síðar menntaskólakennari á Akureyri, ráðinn til orðtöku og réttum tveimur árum síðar var komið á yfirstjórn orðabókarverksins. Fyrri hluta árs 1947 voru starfsmenn orðnir tveir og í ársbyrjun 1948 urðu þeir þrír er Jakob Benediktsson var ráðinn til að taka við forstöðu verksins. Má segja að þá hafi Orðabók Háskólans orðið háskólastofnun þó að það hafi ekki verið formlega staðfest fyrr en með fyrstu reglugerð um Orðabók Háskólans árið 1966. Orðabókin var upphaflega til húsa í Aðalbyggingu Háskólans en fluttist þaðan 1969 í Árnagarð við Suðurgötu þar sem hún var til 1991 þegar stofnunin fluttist í núverandi húsnæði á Neshaga 16."

Jón Þórarinsson (1917-2012)

  • S02443
  • Person
  • 13. sept. 1917 - 12. feb. 2012

Jón Þórarinsson fæddist í Gilsárteigi í Eiðaþinghá, S-Múlasýslu. Foreldrar hans voru Þórarinn Benediktsson, hreppstjóri og alþingismaður, f. í Keldhólum á Völlum og k.h. Anna María Jónsdóttir. Árið 1920 flutti fjölskyldan til Seyðisfjarðar. ,,Jón varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1937 og stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík. Hann lauk Mus.B-prófi í tónfræði 1946 og Mus.M-prófi í tónsmíði 1947 við Yale-háskólann í Bandaríkjunum. Sumarið 1945 stundaði hann nám við Juilliard-tónlistarháskólann í New York og fór til námsdvalar í Austurríki og Þýskalandi 1954-1955. Jón var yfirkennari í tónfræði og tónsmíði við Tónlistarskólann í Reykjavík 1947-1968, stundakennari við sama skóla frá 1979 og kennari við Söngskólann í Reykjavík 1983-1987. Hann starfaði við Ríkisútvarpið að mestu óslitið 1938-1956, var dagskrárstjóri lista- og skemmtideildar Ríkissjónvarpsins 1968-1979 og sat í Útvarpsráði 1983-1987. Hann var einn af stofnendum Sinfóníuhljómsveitar Íslands, fyrsti stjórnarformaður 1950-1953 og framkvæmdastjóri hennar 1956-1961. Þá sat hann aftur í stjórn hljómsveitarinnar frá 1988-2002. Jón var söngstjóri Fóstbræðra 1950-1954, Gamalla Fóstbræðra frá stofnun 1959-1997 og Stúdentakórsins 1964-1967. Hann var forseti Bandalags íslenskra listamanna 1951-1952 og 1963-1966, var formaður úthlutunarnefndar Kvikmyndasjóðs 1985-1986 og framkvæmdastjóri Listahátíðar 1988. Jón sat í undirbúningsnefnd Samtaka um byggingu tónlistarhúss (1987) og í stjórn samtakanna um skeið. Auk þess að gegna ýmsum öðrum stjórnar- og trúnaðarstörfum hjá samtökum listamanna. Jón var meðlimur í Rótarýklúbbi Reykjavíkur frá 1975 til dauðadags. Eftir Jón liggur fjöldi tónverka. Meðal þekktra sönglaga Jóns eru Fuglinn í fjörunni, Íslenskt vögguljóð á Hörpu og Sex gamlir húsgangar. Jón samdi auk þess tónlist við mörg leikrit og kvikmyndir og gerði fjölda útsetninga á verkum annarra höfunda, meðal annars hljómsveitarútsetningu þjóðsöngsins. Megnið af frumsaminni tónlist Jóns kom út á geisladiskasafninu Fuglinn í fjörunni 1998. Meðal ritverka Jóns eru Stafróf tónfræðinnar (1962) Páll Ísólfsson (1963) Sveinbjörn Sveinbjörnsson ævisaga (1969) og óútgefin Tónlistarsaga Íslands frá landnámsöld til miðbiks tuttugustu aldar sem varðveitt er í Þjóðskjalasafni. Hann skrifaði tónlistargagnrýni og um tónlist og tónlistarmenn í Alþýðublaðið (1948-1950), Morgunblaðið (1962-1968) og Vísi á árum áður. Eftir Jón liggur auk þess mikill fjöldi greina um tónlist og tónlistarmálefni frá ýmsum tímum. Jón var riddari íslensku fálkaorðunnar frá 1978 og stórriddari hennar frá 1999." Fyrri kona Jóns var Þórdís Edda Kvaran, þau eignuðust þrjá syni. Þau skildu. Seinni kona Jóns var Sigurjóna Jakobsdóttir, þau eignuðust fjögur börn.

Bergsteinn Jónsson (1926-2006)

  • S02459
  • Person
  • 4. okt. 1926 - 10. júlí 2006

Sonur hjónanna Jóns Árnasonar verkamanns og Kristínar Jónsdóttur húsmóður. ,,Lauk stúdentsprófi frá MR 1945. Hann lauk cand phil. og BA-próf frá HÍ, cand. mag.-próf í sögu Íslands, almennri sögu og ensku frá HÍ 1957. Bergsteinn var póstafgreiðslumaður hjá Póststofunni í Reykjavík 1946 til 1958, kenndi í Gagnfræðaskóla Vesturbæjar 1958-1962, í Kvennaskólanum í Reykjavík 1960-1961, MR 1959 til 1971 og Háskóla Íslands frá 1967 allt til ársins 1992. Eftir Bergstein liggja eftirtalin rit: Landsnefndin 1770-1771, I og II, 1958-1961; Mannkynssaga 1648-1789, 1963, Bygging Alþingishússins 1880-1881, sérprentun úr ævisögu Tryggva Gunnarssonar, 1972; Tryggvi Gunnarsson I-IV, ásamt Þorkeli Jóhannessyni, 1955 til 1990; Vestræna, ritgerðasafn til heiðurs Lúðvík Kristjánssyni sjötugum, útg. ásamt Einari Laxness 1981; Ísland, ásamt Birni Þorsteinssyni og Helga Skúla Kjartanssyni, Kaupmannahöfn 1985. Íslandssaga til okkar daga, meðhöf. ásamt Birni Þorsteinssyni 1991. Bergsteinn skrifaði greinar og ritgerðir um sagnfræðileg efni í tímaritum. Hann stundaði ritstörf og rannsóknir fyrir Seðlabankann og Landsbanka Íslands 1963 til 1965 og öðru hvoru síðan. Hann annaðist rannsóknarstörf um ferðir Íslendinga til Vesturheims 1971-1972. Báran rís og hnígur 2005, um samfélag íslenskumælandi fólks í Norður-Dakóta, Eitt og annað um vesturferðir, Vesturheim og Vesturíslendinga, handrit gefið út í tveimur eintökum 2006 í tilefni af áttræðisafmælisári Bergsteins."

Sigfús Elíasson (1896-1972)

  • S02455
  • Person
  • 24. okt. 1896 - 22. okt. 1972

Búfræðingur og hárskerameistari á Akureyri og í Reykjavík. Rakari á Akureyri 1930. Rithöfundur og skáld. Starfrækti Dulspekiskólann í Reykjavík. Síðast bús. í Reykjavík.

Hrefna Róbertsdóttir (1961-

  • S02339
  • Person
  • 6. sept. 1961-

Hrefna er með doktorspróf í sagnfræði frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð. Hún var formaður sagnfræðistofnunar 1994-1996. Hrefna var skipuð þjóðskjalavörður árið 2019.

Sigríður Þóra Valgeirsdóttir (1919-2011)

  • S02521
  • Person
  • 15. nóv. 1919 - 3. sept. 2011

Sigríður fæddist í Reykjavík. Hún var kennari frá Kennaraskólanum og síðar prófessor í uppeldis- og kennslufræði frá Kennaraháskóla Íslands. Hún var einnig með doktorsgráðu í menntasálfræði. Sigríður veitti forstöðu fyrstu alþjóðlegu PISA rannsóknunum. Hún skrifaði bækurnar Gömlu dansarnir - brot úr íslenskri menningarsögu og Íslenskir söngdansar í þúsund ár. Hún giftist Hjörleifi Baldvinssyni - þau eignuðust þrjú börn.

Ögmundur Jónasson (1948-

  • S02527
  • Person
  • 17. júlí 1948-

Ögmundur fæddist í Reykjavík. Foreldrar hans voru Jónas B. Jónsson og Guðrún Ö. Stephensen. Ögmundur er kvæntur Valgerði Andrésdóttur.

Súlíma Stefánsdóttir (1862-1953)

  • S02199
  • Person
  • 26. okt. 1862 - 1. okt. 1953

Foreldrar: Stefán Einarsson og k.h. Lilja Kristín Jónsdóttir, þau bjuggu í Þröm á Langholti, í Geldingaholti, á Stóra-Vatnsskarði, í Hátúni, í Vík, á Grófargili, á Litlu-Seylu (nú Brautarholt) og loks í Vatnshlíð. Verkakona í Reykjavík. Ógift og barnlaus.

Sigurlaug Guðrún Sigurðardóttir (1903-1971)

  • S03064
  • Person
  • 6. maí 1903 - 23. feb. 1971

Foreldrar: Sigurður Jónsson og Guðrún Símonardóttir á Hvalnesi á Skaga. 16 ára gömul fór hún til Margrétar móðursystur sinnar að Brimnesi í Viðvíkursveit en þar hafði hún oft dvalið tímabundið frá barnsaldri. Veturinn 1920-1921 var hún við nám í Kvennaskóla í Reykjavík. Vorið 1921 flutti hún í Svaðastaði og kvæntist Jóni Pálmasyni. Næstu árin voru þau í húsmennsku á Svaðastöðum. Árið 1923 yfirgaf Jón konu sína og tvær ungar dætur og fór til Ameríku. Þau skildu að lögum stuttu seinna og dvaldist Sigurlaug áfram á Svaðastöðum fyrst um sinn en fór þaðan alfarin til Reykjavíkur árið 1925 þar sem hún gekk að eiga Gunnlaug Björnsson frá Narfastöðum í Viðvíkursveit. Vorið 1929 fluttu Sigurlaug og Gunnlaugur í Brimnes og hófu þar búskap og bjuggu þar síðan. Sigurlaug og Gunnlaugur eignuðust saman einn son en fyrir hafði Sigurlaug eignast tvær dætur með fyrri manni sínum.

Reynir Þorgrímsson (1936-2014)

  • S03072
  • Person
  • 7. okt. 1936 - 1. maí 2014

Reynir Þorgrímsson fæddist á Siglufirði 7. október 1936. Foreldrar Reynis voru Þorgrímur Brynjólfsson frá Syðri-Vatnahjáleigu í Austur-Landeyjum og Margét Ingibjörg Jónsdóttir frá Ljótsstöðum á Höfðaströnd. ,,Reynir ólst upp á Siglufirði og bjó þar til 16 ára aldurs. Þá flutti hann til Reykjavíkur og stundaði nám við Samvinnuskólann og útskrifaðist þaðan árið 1954. Reynir kom víða komið við í atvinnulífinu, hann var einn af stofnendum Hagkaups, rak og átti verksmiðju á Sauðárkróki þar sem sokkabuxur undir nafninu Gleymmérei voru framleiddar. Hann átti bílasöluna Bílakaup sem var í Borgartúninu. Þá stofnaði hann Fyrirtækjasöluna í Suðurveri árið 1986 og rak hana þar til hann settist í helgan stein árið 2012. Reynir var áhugaljósmyndari og hélt hann margar ljósmyndasýningar, meðal annars í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem hann sýndi og seldi ljósmyndir sem hann hafði tekið og nefndi Skartgripi fjallkonunnar. Reynir var virkur í félagsstörfum, hann var félagsmaður í JCI og var þar landsforseti frá '73-'74, hann var einn af stofnfélögum Lionsklúbbsins Víðarr og þá var hann einnig frímúrari. Reynir kvæntist Rósu Guðbjörgu Gísladóttur, þau eignuðust fjögur börn, þau bjuggu meirihluta ævi sinnar í vesturbænum í Kópavogi."

Jóhann Bernhard (1918-1963)

  • S03078
  • Person
  • 8. okt. 1918 - 16. ágúst 1963

Ritstjóri, teiknari og skrifstofumaður í Reykjavík, hann var áberandi innan íþróttahreyfingarinnar. Kvæntist Svövu Þorbjarnardóttur söngkonu, þau eignuðust þrjú börn.

Haukur Snorrason (1916-1958)

  • S03080
  • Person
  • 1. júlí 1916 - 10. maí 1958

Fæddur á Flateyri. Búsettur á Akureyri 1930-1956, síðustu tvö árin í Reykjavík. Lauk gagnfræðaprófi á Akureyri og fór síðan til náms í Englandi. Starfaði sem gjaldkeri hjá Kaupfélagi Eyfirðinga um tíma og var einnig fræðslufulltrúi þess. Tók við ritstjórn blaðsins Dags á Akureyri árið 1944 og hélt því starfi til 1956. Þá varð hann annar af tveimur ritstjórum Tímans í Reykjavík. Á árunum 1947-1950 var hann einnig ritstjóri Samvinnunnar.
Maki: Else Friðfinnsson, þau eignuðust þrjú börn.

Hákon G. Torfason (1929-2020)

  • S03102
  • Person
  • 1. mars 1929 - 13. sept. 2020

Verkfræðingur í Reykjavík. Bæjarstjóri á Sauðárkróki 1966-1974. Maki: Ásta Kristjánsdóttir, þau eignuðust þrjú börn saman, fyrir átti Ásta tvær dætur sem Hákon gekk í föðurstað.

Gísli Halldórsson (1914-2012)

  • S03104
  • Person
  • 12. ágúst 1914 - 8. okt. 2012

Gísli fædd­ist 12. ág­úst 1914 á Jörfa á Kjal­ar­nesi. ,,Gísli lauk prófi frá Iðnskól­an­um í Reykja­vík 1933 og sveins­prófi í húsa­smíði árið 1935. Að því loknu lá leið hans til Kaup­manna­hafn­ar þar sem hann lauk prófi sem bygg­ing­ar­fræðing­ur frá Det Tekn­iske Selska­bs Skole árið 1938. Síðan stundaði hann nám í Det Kong­elige Aka­demi for de Skønne Kun­ster 1938-1940 en kom þá heim vegna seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar. Hann lauk brott­farar­prófi sem arki­tekt 1947. Gísli setti á fót eig­in teikni­stofu í Reykja­vík ásamt Sig­valda Thor­d­ar­son arki­tekt sem þeir starf­ræktu sam­eig­in­lega til árs­ins 1948. Hann rak stof­una síðan einn til 1957 en eft­ir það sem sam­eign­ar­fé­lag með nokkr­um sam­starfs­mönn­um. Gísli hef­ur teiknað fjöl­mörg mann­virki, þar á meðal mörg fé­lags­heim­ili og íþrótta­mann­virki. Gísli sat sem varamaður í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur 1954-1958 og borg­ar­full­trúi 1958-1974. Var vara­for­seti borg­ar­stjórn­ar 1958 og for­seti borg­ar­stjórn­ar 1970-1974. Í borg­ar­ráði 1962-1970. Sat í bygg­ing­ar­nefnd Reykja­vík­ur 1954-1958. Skipu­lags­nefnd Reykja­vík­ur 1958-1974 og um­ferðar­nefnd 1962-1966. Formaður í stjórn íþrótta­vall­anna 1958-1961. Formaður íþróttaráðs 1961-1974. Gísli starfaði um ára­bil fyr­ir KR og íþrótta­hreyf­ing­una." Eig­in­kona Gísla var Mar­grét Hall­dórs­son, fædd í Kaupmannahöfn, þau eignuðust einn son.

Lovísa Möller (1914-1966)

  • S03121
  • Person
  • 19. ágúst 1914 - 14. mars 1966

Foreldrar hennar voru hjónin Þorbjörg Pálmadóttir Möller og Jóhann Georg Jóhannsson Möller, kaupmaður á Hvammstanga, síðar verslunarstjóri á Sauðárkróki. Lucinda ólst upp hjá Sigrúnu Pálmadóttur móðursystur sinni og Jóni Sigurðssyni á Reynistað. Maki: Sigurður Samúelsson prófessor, þau eignuðust þrjú börn. Síðast búsett í Reykjavík.

Haukur Hannesson (1959-

  • S02533
  • Person
  • 31. okt. 1959-

Haukur er sonur hjónanna Hannesar Pálma Péturssonar og Ingibjargar Hauksdóttur. Haukur er íslenskufræðingur/bókmenntafræðingur.

Freyja Norðdahl (1926-

  • S02572
  • Person
  • 28. des. 1926 - 16. jan. 2013

Freyja fæddist í Vestmannaeyjum árið 1926. Foreldrar hennar voru Guðbjörg Úlfarsdóttir Norðdahl og Kjartan S. Norðdahl. Freyja ólst upp í Reykjavík og í Mosfellssveit. Hún nam við Brúarlandsskóla í Mosfellssveit og Gagnfræðaskóla Austurbæjar í Reykjavík. Freyja lauk námi við Húsmæðraskóla Reykjavíkur árið 1949. Á árunum 1944 til 1951 vann hún sem ritari, gjaldkeri og við bókhald. Freyja kom víða við í félagsmálum; var m.a. formaður Kvenfélags Lágafellssóknar og gegndi einnig formennsku í Kvenfélagasambandi Gullbringu-og Kjósarsýslu. Hún var ein stofnenda Skógræktarfélags Mosfellssveitar. Freyja var um skeið formaður Barnaverndarnefndar í Mosfellssveit. Hún var mikil áhugamanneskja um félags -og mannúðarmál í Mosfellssveit og kom að ýmsum stjórnarstörfum í fjölda ráða og nefnda. Eiginmaður Freyju var Þórður Guðmundsson vélfræðingur. Þau eignuðust þrjú börn.

Guðlaugur Jónsson (1895-1982)

  • S02579
  • Person
  • 31. mars 1895 - 3. des. 1981

Guðlaugur var fæddur Ölviskrossi í Kolbeinsstaðarhreppi í Hnappadalssýslu þann 31. mars 1895. Foreldrar hans voru Stílveig Þórhalladóttir og Jón Guðmundsson. Guðlaugur ólst þar upp og stundaði hefðbundin landbúnaðarstörf fram yfir tvítugassaldur, en fluttist þá til Reykjavíkur. Árið 1919 gerðist Guðlaugur lögregluþjónn og vann við það allar götur síðan.

Pálína Þorfinnsdóttir (1890-1977)

  • S02582
  • Person
  • 18. apríl 1890 - 19. júlí 1977

Fædd á Eilífsstöðum í Kjós. Foreldrar: Þorfinnur Jónsson og Þuríður Pálsdóttir. Búsett í Reykjavík frá 1908, félagi í Verkakvennafélaginu Framsókn, Jafnaðarfélagi Reykjavíkur, Alþýðuflokknum og kvenfélagi Alþýðuflokksins. Starfaði aldarfjórðung hjá alþýðudeild Háskóla Íslands. Gift Magnúsi Péturssyni og áttu þau tvö börn saman, en Pálína tvö börn af fyrra hjónabandi.

Ríkharður Jónsson (1888-1972)

  • S02589
  • Person
  • 20. sept. 1888 - 17. jan. 1977

Ríkarður Jónsson fæddist 20. september árið 1888 að Tunguhóli í Fáskrúðsfirði. Hann var sonur Jóns Þórarinssonar, sem var frægur þjóðhagasmiður og bóndi að Núpi á Berufjarðarströnd og síðan að Strýtu við Hamarsfjörð, og síðari konu hans, Ólafar Finnsdóttur húsfreyju. Ríkharður ólst upp að Strýtu, en fór sautján ára til Reykjavíkur í trésmíðanám til Stefáns Eiríkssonar og lauk prófi í þeirri grein tvítugur að aldri. Hann stundaði síðan nám hjá Einari Jónssyni myndhöggvara í Kaupmannahöfn og í Teknisk Selskabs Skole og stundaði nám í Listaháskólanum í Kaupmannahöfn í fimm og hálft ár. Ríkharður gerði mannamyndir og minnisvarða en einnig rismyndir og tréskurðarverk í kirkjur og aðrar opinberar byggingar. Meðal þekktra verka Ríkarðs má nefna biskupsstól í Kristskirkju í Landakoti, krossmark þar með Kristslíkneski og hurðina á Arnarhvoli. Hann gerði auk þess fjölda brjóstmynda og lágmynda af samtíðarmönnum, skírnarfonta og predikunarstóla.

Þórhallur Vilmundarson (1924-2013)

  • S02639
  • Person
  • 29. mars 1924 - 27. nóv. 2013

Þórhallur var fæddur á Ísafirði 1924. Foreldrar hans voru Kristín Ólafsdóttir læknir og Vilmundur Jónsson landlæknir. Árið 1941 lauk Þórhallur stúdentsprófi frá menntaskólanum í Reykjavík og cand.mag. gráðu í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands 1950, því næst stundaði hann nám háskóla í Danmörku og Noregi (Kaupmannahöfn og Osló). Þórhallur var kennari við Menntaskólann í Reykjavík árabilið 1951 til 1960. Þar kenndi hann íslenska bókmenntasögu við heimspekideild HÍ og var skipaður prófessor í sögu Íslands 1961 og var hann forseti heimspekideildar 1969-1971. Þá var hann forstöðumaður Örnafnastofnunar frá stofnun hennar eða frá 1969-1998 og var formaður örnefnanefndar. Einnig átti hann sæti í nýyrðanefnd árabilið 1961-1964 og íslenskri málnefnd 1964-2001.

Eiður Sigurjónsson (1893-1964)

  • S02641
  • Person
  • 10. sept. 1893 - 15. okt. 1964

Eiður Sigurjónsson f. 10.09.1893 á Þorleifsstöðum í Blönduhlíð. Foreldrar: Sigurjón Jónsson Ósland og Sigurjóna Magnúsdóttir. Ólst upp á Óslandi í Óslandshlíð. Gekk í Gagnfræðaskóla Akureyrar og Hólaskóla. Vann við verslun Ólafs Jenssonar á Hofsósi við afgreiðslu og skrifstofustörf. Bóndi á Skálá 1918-1954. Kennari í Fellshreppi í 35 ár. Í hreppsnefnd frá 1923 og oddviti frá 1928, sýslunefndarmaður 1925-1942 og 1946-1954. Hreppstjóri 1935-1954. Í stjórn Kaupfélags Skagfirðinga í 24 ár. Fluttist til Reykjavíkur 1964 og gerðist þingvörður og stundaði það starf fram til síðasta árs. Kvæntist árið 1918 Guðlaugu Veróniku Franzdóttur f. 1896 á Vatni á Höfðaströnd. Foreldrar: Franz Jónatansson bóndi og kennari í Málmey á Skagafirði og Jóhanna Gunnarsdóttir. Eiður og Verónika eignuðust fjögur börn.

Niðurstöður 426 to 510 of 550