Sýnir 6399 niðurstöður

Nafnspjöld

Hörður Þormar (1933-)

  • S00576
  • Person
  • 20.03.1933-

Hörður Þormar f. 20. mars 1933. Sonur hjónanna Ólínar Mörtu Jónsdóttur og sr. Þorvarðs Þormar í Laufási, Eyjafirði.

Ólína Marta Jónsdóttir (1898-1991)

  • S00574
  • Person
  • 01.03.1898-19.02.1991

Ólína Marta Jónsdóttir Þormar, f. 1. mars 1898, d. 19. febr. 1991. Maki: Þorvarður G. Þormar sóknarprestur í Laufási við Eyjafjörð, f. 1. febr. 1996, d. 22. ágúst 1970.

Vilborg Guðmundsdóttir (1922-1999)

  • S00575
  • Person
  • 07.10.1922-29.04.1999

Foreldrar hennar voru hjónin Guðmundur Halldórsson, málari á Akureyri og kona hans Sigurhanna Jónsdóttir. Fósturforeldrar Vilborgar voru Þorvarður G. Þormar sóknarprestur í Laufási við Eyjafjörð og k.h. Ólína Marta Jónsdóttir Þormar. Vilborg giftist í Laufási 6. maí 1944 Guðmundi Jörundssyni, bifreiðarstjóra og slökkviliðsmanni á Akureyri. Vilborg ólst upp í Laufási frá 8 ára aldri og bjó síðan alla sína ævi á Akureyri, lengst af húsmóðir á Eyrarvegi 17. Vilborg og Guðmundur eignuðust fjögur börn.

Jósef Sigfússon (1921-2012)

  • S02618
  • Person
  • 28. nóv. 1921 - 21. des. 2012

Faðir: Sigfús Ferdínand Eyjólfsson (1878-1956) bóndi á Blöndudalshólum og Eiríksstöðum. Móðir: Kristvina Kristvinsdóttir (1883-1959) húsfreyja. Bóndi á Torfustöðum í Svartárdal. Síðast búsettur á Sauðárkróki. Kvæntist Fjólu Kristjánsdóttur frá Krithóli, þau eignuðust tvö börn.

Stefán Stefánsson (1873-1971)

  • S00592
  • Person
  • 11.03.1873-17.04.1971

Foreldrar Stefáns voru Stefán Stefánsson og Margrét Skúladóttir. Stefán var við nám í Flensborgarskóla 1893-1895 og lærði þar söðlasmíði. Í byrjun árs 1903 kvæntist hann Margréti Sigurðardóttur ljósmóður, það sama ár hófu þau búskap í Valadal, en ári síðar fluttu þau að Brenniborg og bjuggu þar óslitið til 1940. Fluttust þá til Blönduóss og þar stundaði Stefán iðn sína, söðlasmíðina, í allmörg ár. Í kringum 1960 flutti hann til sonar síns í Brúnastaði í Lýtingsstaðahreppi. Stefán og Margrét eignuðust fjögur börn, þrjú þeirra komust á legg.

Ingólfur Daníelsson (1890-1969)

  • S00594
  • Person
  • 25.01.1890-23.01.1969

Sonur Daníels Sigurðssonar og s.k.h. Sigríðar Sigurðardóttur. Ólst upp í Húnavatnssýslu. Þegar hann var 24 ára gamall hóf hann búskap með Gísla bróður sínum á Steinsstöðum. Kvæntist árið 1918 Jónínu Guðrúnu Einarsdóttur, þau bjuggu um tíma í Merkigarði, í Efra-Lýtingsstaðakoti og í Bakkaseli. Eftir tíu ára búskap í Bakkaseli voru þau um tíma á Sjávarborg en fluttu í Steinsstaði 1940, síðast búsett í Laugahvammi. Ingólfur fékkst töluvert við tamningar og skeifna- og söðlasmíði. Ingólfur og Jónína eignuðust fimm börn, fyrir hjónaband átti Ingólfur eina dóttur.

Árni Sigurður Kristmundsson (1889-1976)

  • S00614
  • Person
  • 14. nóvember 1889 - 15. október 1976

Árni Sigurður Kristmundsson f. á Höfnum á Skaga 14.11.1889, d. 15.10.1976. Foreldrar: Kristmundur Guðmundsson bóndi á Selá og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir. Árni ólst upp hjá foreldrum sínum og vann að búi þeirra þar til þau létu af búskap árið 1908. Eftir það fór hann í vistir, fyrst hjá sr. Arnóri Árnasyni og Ragnheiði Eggertsdóttur í Hvammi í Laxárdal. Hjá þeim var hann í fimm ár. Næstu árin stundaði hann vinnu á ýmsum stöðum í Skefilstaðahreppi, ýmist vistráðinn eða sem kaupmaður við heyskap á sumrin eða vetrarmaður við hirðingu búfjár á vetrum eins og það var nefnt. Einnig stundaði hann sjóróðra á haustin, en þá var róið frá Selvík og víðar af Skaga. Árið 1920 réðist Árni að Hóli á Skaga sem ráðsmaður til Ingibjargar Sigurðardóttur. Árið 1924 tók Árni við búi en Ingibjörg varð ráðskona hans. Eftir að Árni lét af búskap á Hóli árið 1948 var hann í tvö ár til heimilis á Hrauni hjá Guðrúnu systur sinnum og manni hennar, Steini L. Sveinssyni. Vann hann þá við brúarvinnu o.fl. Síðar hóf hann búskap á ný, í Hvammnkoti á Skaga. Fyrstu búskaparárin á Hóli hélt Árni út báti í Selvík á haustin og var sjálfur formaður.
Erin gegndi ýmsum trúnaðarstörfum. Hann sat í hreppsnefnd Skefilsstaðahrepps frá 1946-1962, var í allmörg ár í skattanefnd, varamaður í sýslunefnd í mörg ár og sat a.m.k. tvo aðalfundi Sýslunefndar Skagafjarðarsýslu. Hann var mörg ár formaður Búnaðarfélags Skefilsstaðahrepps og einnig formaður lestrarfélagsins í hreppnum og bókavörður um alllangt skeið. Þá hafði hann með höndum afgreiðslu á vörum fyrir Kaupfélag Skagfirðinga, en félagið hafði um árabil vöruskýli við Selvík.
Framan af búksaparárum sínum fékkst Árni við vefnað á vetrum og óf vaðmál úr heimaunnum þræði. Mun hann hafa verið síðasti maðurinn í hreppnum sem stundaði þá iðn.
Haustið 1964 brá Árni bvúi og fluttist til Önnu Leósdóttur og Agnars Hermannssonar að Hólavegi 28 á Sauðárkróki. Næstu 2-3 sumur var hann um 2-3 mánaða skeið heima hjá sér í Hvammkoti en hætti því eftir að sjón hans hrakaði. Um 1970 hafði hann alveg tapað sjón. Hann naut umönnunar á heimili Önnu í sjö ár en fór árið 1971 á Sjúkrahúsið á Sauðárkróki og dvaldist þar til æviloka. Árni var ókvæntur og barnlaus.

Davidson, Portrait & Landscape Photographer

  • S00626
  • Corporate body
  • 1889-1907

Davidson, Portrait & Landscape Photographer var ljósmyndastofa sem var rekin í Carberry, Manitoba af George Davidson milli 1889 og 1907. Fyrirtækið var með útibú í Deloraine, Melita, Rapid City og Souris.

Bjarni Kristinn Eyjólfsson (1883-1933)

  • S00634
  • Person
  • 08.08.1883-11.12.1933

Nam ljósmyndun á ljósmyndastofu Sigfúsar Eymundssonar í Reykjavík fyrir árið 1902 og framhaldsnám erlendis 1903. Rak ljósmyndastofu undir heitinu Atelier Moderne í Templarasundi í R.vík. á árunum 1904-1910.

H.Einarsson Akureyri*

  • S00753
  • Person
  • 20.02.1878-26.09.1948

Faðir Einar Hallgrímsson Thorlacius, verslunarstjóri á Vestaldeyri við Seyðisfjörð. N- Múl., síðar kaupmaður á Vopnafirði, f. 04.09.1846 látin 12.03.1926. Móðir Vilhelmína Pálsdóttir húfreyja á Vestdalseyri, síðar á Vopnafirði f.21.03.1847-29.10.1921.
Hallgrímur lærði ljósmyndun hjá Christian Christiansen í Kaupmannahöfn 1894-1895. Rak ljósmyndastofu í þar til gerðu húsi á Vestdalseyri. Björnúlfur Thorlacius rak stofuna fyrir Hallgrím árið 1902. Ljósmyndari á Akureyri sumrin 1901-1902 í myndastofu rAnn Sciöth og fleiri höfðu haft aðsetyr í . Rak ljósmyndastofu í þar til gerðu húsi að Hafnarstræti 41 á Akureyri 1903 með svokallaða Multifoto-vél sem tók 12-48 myndir á eitt spjald. Umboðskmaður m.a. fyrir dönsk blöð 1900-1904, fyrir lífsábygðarfélagið Standard og fyrir Kolding- ullarverksmiðjuna 1902-1904. Rak verslun samhluða ljósmyndsastofunni 1918-1921. Seldi amatör myndavélar og öll efni til ljósmyndunar 1904. Umboðsmaður fyrir Lumiére-verksmiðjurnar sem framleiddu öll efni til ljósmyndar frá 1929. Stundaði kvikmyndun, tók m..a. myndir við konungskomuna 1907.

Anna Margrét Magnúsdóttir (1873-1959)

  • S01054
  • Person
  • 18.11.1873-16.07.1959

Dóttir Magnúsar Ólafssonar bónda og hreppstjóra á Möðruvöllum, og k.h. Marselínu Kristjánsdóttur. Var við nám í Kvennaskólanum á Laugalandi árin 1889-1892, lærði ljósmyndun í Kaupmannahöfn um 1897 og mun hafa lært matreiðslu samtímis. Lærði handavinnu, útsaum og hattagerð í Kaupmannahöfn um árið 1901. Rak ljósmyndastofu á Akureyri 1898-1901. Rak verslun með hannyrðavörur og kvenhatta á Akureyri frá 1902. Rak handavinnuskóla á Akureyri 1911-1922 og ef til vill lengur og kenndi þar sjálf útsaum. Fluttist frá Akureyri um 1930 og var eftir það m.a. búsett í R.vík., á Siglufirði og í Vestmannaeyjum. Um tíma forstöðukona barnaheimila í Reykjavík og á Siglufirði.

Kári Valgarðsson (1942-2012)

  • S01434
  • Person
  • 13.07.1942-07.11.2012

Kári Valgarðsson fæddist á Sauðárkróki 13. júlí 1942. Foreldrar hans eru Jakobína Ragnhildur Valdimarsdóttir og Valgarð Einar Björnsson. ,,Kári lauk gagnfræðaprófi á Sauðárkróki 1958 og prófi frá Iðnskólanum á Sauðárkróki 1963. Hann vann á Keflavíkurflugvelli árið 1959 og var til sjós frá Grundarfirði árið 1960 áður en hann byrjaði að læra smíði á Litlu Trésmiðjunni á Sauðárkróki sem síðar varð Trésmiðjan Borg hf. Árið 1966 gerðist hann eigandi að Trésmiðjunni Borg ásamt fleirum og var framkvæmdastjóri hennar 1971-1979. Eftir það var hann verkstjóri o.fl. þar til hann lét af störfum. Hann var einn af stofnfélögum Björgunarsveitarinnar Skagfirðingasveitar árið 1965. Hann var í slökkviliði Sauðárkróks og í bæjarmálum fyrir lista óháðra (K-listann) og var einnig virkur þátttakandi í starfi UMSS og Leikfélagi Sauðárkróks á yngri árum. Hinn 31.12. 1969 giftist Kári Huldu Tómasdóttur, þau eignuðust þrjú börn."

Ingibjörg Jónsdóttir (1908-2001)

  • S01489
  • Person
  • 5. apríl 1908 - 11. ágúst 2001

Ingibjörg er fædd á Bólu í Blönduhlíð, dóttir Jóns Ingimars Jónassonar og k.h. Oddnýjar Stefánsdóttur. Ingibjörg ólst upp í Bólu en fór til Akureyrar 1922 þar sem hún var m.a. í vistum. Hún fór í Kvennaskólann í R.vík og lauk þar námi. Árið 1930 flutti hún til Siglufjarðar þar sem hún setti upp matsölu og rak hana að sumrinu. Þá rak hún einnig saumastofu á Siglufirði og saumaði skinnhúfur, skinnhanska, lúffur og vinnuvettlinga. Þessa framleiðslu seldi hún víða um land. Ingibjörg tók mikinn þátt í félagslífi á Siglufirði. Auk þess að syngja með Kirkjukór Siglufjarðar starfaði hún með kvenfélaginu þar og eitthvað með leikfélagi Siglufjarðar. Árið 1945 flutti hún ásamt manni sínum, Pétri Helgasyni, til Sauðárkróks, þar sem þau tóku fyrst við rekstri Hótel Tindastóls og síðar Villa Nova. Eftir að þau hættu rekstri Hótel Tindastóls, setti Ingibjörg þar upp hannyrðaverslun í félagi við Sigríði Önnu Stefánsdóttur og ráku þær hana þar til 1970, að Ingibjörg opnaði verslun að Hólavegi 16 sem hún rak meðan heilsa leyfði. Vefnaðarvöruverslun hennar var vinsæl og þekkt fyrir góða og vandaða vöru. Hún gekk til liðs við Kirkjukór Sauðárkróks og söng þar meðan heilsa leyfði. Einnig var hún virk í starfi Kvenfélags Sauðárkróks og var gerð að heiðursfélaga á 90 ára afmæli félagsins árið 1985.
Ingibjörg og Pétur eignuðust einn son saman og tóku einn fósturson, fyrir hjónaband hafði Pétur eignast dóttur.

Egill Jónasson (1901-1932)

  • S01091
  • Person
  • 24.04.1901-25.06.1932

Egill Jónasson ólst upp á Völlum í Víðimýrarsókn í Skagafirði. Faðir: Jónas Egilsson (1864-1942), bóndi á Völlum. Móðir: Anna Kristín Jónsdóttir (1865-1941), húsfreyja á Völlum. Egill er skráður nemandi í gagnfræðiskóla á Akureyri árið 1920 og bókbindari á Akureyri árið 1930.

Unglingadeildin Trölli (1992-)

  • S00630
  • Félag/samtök
  • 1992

Unglingadeildin Trölli var stofnuð á Sauðárkróki á 60 ára afmæli Skagfirðingasveitar, en af því tilefni bauð stjórn slysavarnadeildarinnar til afmælis.
Deildin var stofnuð með það að markmiði að veita unglingum fræðslu um slysavarnir og björgunarmál á sem víðtækustum vettvangi.
Aldurshópur deildarinnar er 14-17 ára.
Stofnunin fór fram á 60 ára afmælis Skagfirðingasveitar, þann 1. febrúar 1992.

Rósa Daníelsdóttir (1875-1929)

  • S00640
  • Person
  • 21.07.1875-16.01.1929

Fædd og uppalin á Skáldastöðum í Eyjafirði. Um tvítugt sigldi hún til Danmerkur og dvaldist um skeið, uns hún fluttist með unnusta sínum, Pétri Sighvatssyni, til Dýrafjarðar. Giftust þau þar og fluttu síðan til Sauðárkróks, þau eignuðust sex börn.

Magnús Jónsson (1887-1958)

  • S00641
  • Person
  • 26.11.1887-10.04.1958

,,Magnús Jónsson fæddist að Hvammi í Norðurárdal 26. nóvember 1887, sonur Jóns Ólafs Magnússonar prests og konu hans, Steinunnar Guðrúnar Þorsteinsdóttur. Hann fluttist barnungur með foreldrum sínum norður til Skagafjarðar og ólst þar upp á Mælifelli og síðar á Ríp. Ungur var hann settur til mennta, lauk stúdentsprófi 1907 og guðfræðiprófi við prestaskólann 1911. Hann þjónaði Tjaldbúðarsöfnuði í Winnipeg síðari hluta árs 1911, var prestur Garða- og Þingvallasafnaða í Norður-Dakota í Bandaríkjunum 1912–1915, en fluttist þá heim til Íslands og var prestur á Ísafirði 1915–1917. Árið 1917 var hann skipaður dósent við guðfræðideild Háskóla Íslands, varð prófessor í guðfræðideild 1928, var atvinnumálaráðherra um átta mánaða skeið á árinu 1942, en gegndi síðan kennslustörfum við guðfræðideildina á ný til ársins 1947, er hann var skipaður formaður fjárhagsráðs, sem þá var sett á stofn. Gegndi hann þeim störfum til ársins 1953, er fjárhagsráð var lagt niður, en lausn frá prófessorsembætti hafði hann fengið á árinu 1952. Síðustu ár ævinnar fékkst hann við ritstörf og sinnti öðrum hugðarefnum sínum. Hér hefur verið rakinn embættisferill Magnúsar Jónssonar, en jafnframt embætti sínu gegndi hann einatt fjölþættum störfum á öðrum sviðum. Hann var bæjarfulltrúi á Ísafirði 1915–1917, þingmaður Reykvíkinga 1921–1946, sat á 32 þingum alls, var yfirskoðunarmaður landsreikninga 1923–1925 og 1932–1937. Hann átti sæti í Grænlandsnefnd 1925, í milliþinganefnd í bankamálum 1925–1926, í alþingishátíðarnefnd 1926–1930, í bankaráði Landsbankans 1927–1928 og 1930–1957, var formaður þess 1946–1957, Í dansk-íslenzkri ráðgjafarnefnd átti hann sæti frá 1935 og þar til hún var lögð niður, í milliþinganefnd í skattamálum árin 1938–1939, í orðunefnd 1939–1942, í útvarpsráði 1942–1956, formaður þess 1945–1946 og 1953–1956. Hann átti sæti í skólanefnd barnaskóla á Ísafirði og í Reykjavík, var í skólaráði verzlunarskólans og tónlistarskólans. Í félagsmálum vann hann mikið starf, var í stjórn Prestafélags Íslands, Sögufélagsins, Listvinafélags Íslands og Skagfirðingafélagsins og átti lengi sæti í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Hann var ritstjóri Eimreiðarinnar 1918–1923, Iðunnar 1923–1926, Stefnis 1929–1934 og Kirkjuritsins 1940–1948 og 1954–1955. Hann var kjörinn heiðursdoktor í guðfræði við háskólann í Tartu í Eistlandi árið 1932."

Björgunarsveitin Grettir (1976-)

  • S00645
  • Félag/samtök
  • 1976

Björgunarfélag Hofshrepps var stofnað árið 1934 en lá í dvala frá árinu 1950. Það var endurvakið árið 1976 og fljótlega eftir það var tekið upp nafnið Grettir.

Kvenfélagið Framtíðin (1939-)

  • S00646
  • Félag/samtök
  • 1939-

Félagið var stofnað 26. maí 1939 að Helgustöðum í Fljótum. Stofnendur voru 6. Tilgangurinn var að auka kynningu og samstarf meðal kvennanna á félagssvæði Holts- og Haganeshrepps. Í fyrstu stjórn kvenfélagsins voru Þuríður Þorsteinsdóttir frá Helgustöðum, formaður, Karólína Kristjánsdóttir frá Stóru-Þverá, gjaldkeri og Sigríður Jóhannesdóttir frá Brúnastöðum, ritari.

Skagfirðingafélagið í Reykjavík (1936-)

  • S00647
  • Félag/samtök
  • 06.12.1936-

Sunnudaginn 6. desember 1936 var haldinn fundur á Hótel Borg samkvæmt fundarboðum í dagblöðum Reykjavíkur, af Árna Hafstað, bónda í Vík í Skagafirði. Boðaði hann fyrst og fremst Skagfirðinga í Reykjavík á fundinn og svo þá aðra er "vinveittir væru Skagafirði". Fundinn sóttu um 30 manns. Forsætisráðherra, Hermann Jónasson, stýrði fundinum. Árni hélt framsögu og gerði grein fyrir tilefni fundarins en það var hin sú hugmynd Skagfirðinga að koma upp menningarmiðstöð fyrir Skagafjörð við Reykjahól (Varmahlíð). Lög félagsins voru samþykkt á öðrum fundi, haldinn 20. maí 1937. Þar er félagið nefnt "Varmahlíð" og helsti tilgangur félagsins vera að vinna að stofnun mennta- og menningarsetur við Reykjahól í Seyluhreppi (Varmahlíð). Fyrsti formaður félagsins var Magnús Guðmundsson, alþingismaður en hann lést 28. nóvember 1937. Strax á 3ja fundi, 20. febrúar 1938, var nafninu breytt í "Skagfirðingafélagið í Reykjavík". Starfssemin varð fjölbreyttari og fljólega var farið að halda "Skagfirðingamót", samkomu brottfluttra Skagfirðinga í Reykjavík. Félagið er enn starfandi í dag.

Magnús Guðmundsson (1879-1937)

  • S00650
  • Person
  • 06.02.1879-28.11.1937

Magnús Guðmundsson var fæddur á Rútsstöðum í Svínadal. Magnús lauk stúdentspróf Lsk. 1902. Lögfræðipróf Hafnarháskóla 1907. Hrl. 1923. ,,Var aðstoðarmaður í atvinnu- og samgöngumálaráðuneytinu 1907–1912 (1. janúar—31. mars 1909 vann hann þó í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu). Jafnframt fulltrúi hjá Eggert Claessen yfirréttarmálaflutningsmanni og málaflutningsmaður Landsbankans. Skipaður 1912 til þess að takast á hendur rannsókn á gjaldkeramáli Landsbankans. Sýslumaður í Skagafjarðarsýslu 1912–1918, sat á Sauðárkróki. Skipaður 1918 skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu. Skipaður 25. febrúar 1920 fjármálaráðherra og 2. febrúar 1922 jafnframt atvinnu- og samgöngumálaráðherra eftir lát Péturs Jónssonar (20. janúar 1922), lausn 2. mars 1922, en gegndi störfum áfram til 7. mars. Málaflutningsmaður í Reykjavík 1922–1924, 1927–1932 og frá 1934 til æviloka. Skipaður 22. mars 1924 atvinnu- og samgöngumálaráðherra, jafnframt forsætis-, dóms- og kirkjumálaráðherra eftir lát Jóns Magnússonar (23. júní 1926) til 8. júlí 1926, en þá tók Jón Þorláksson fjármálaráðherra við störfum forsætisráðherra. Skipaður 8. júlí 1926 atvinnu- og samgöngumálaráðherra og jafnframt dóms- og kirkjumálaráðherra, lausn 28. júlí 1927, en gegndi störfum áfram til 28. ágúst. Skipaður 3. júní 1932 dómsmálaráðherra, lausn 11. nóvember, en skipaður að nýju 23. desember 1932, lausn 16. nóvember 1933, en gegndi störfum áfram til 28. júlí 1934."

,,Í miðstjórn Íhaldsflokksins frá stofnun hans 1924 og síðan í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins um skeið. Yfirskoðunarmaður landsreikninganna 1922 og 1928–1929. Stofnandi vikublaðsins Varðar 1923. Sat í Þingvallanefnd frá 1928, landsbankanefnd frá 1928, dansk-íslensku ráðgjafarnefndinni frá 1934 og í stjórn kreppulánasjóðs bæjar- og sveitarfélaga frá 1936, allra til æviloka. Sat og um skeið í stjórnarnefnd vátryggingarsjóðs sjómanna. Skipaður 1929 í milliþinganefnd um tolla- og skattalöggjöf, 1936 í milliþinganefnd til að undirbúa löggjöf um tekjustofna bæjar- og sveitarfélaga. Kosinn 1937 í milliþinganefnd í bankamálum."

Alþingismaður Skagfirðinga 1916–1937, landskjörinn alþingismaður (Skagfirðinga) 1937 (utan flokka, Utanflokkabandalagið, Sparnaðarbandalagið, Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur).

Fjármálaráðherra 1920–1922, atvinnumálaráðherra 1924–1927, dómsmálaráðherra 1932–1934.

  1. varaforseti neðri deildar 1918–1920 og 1924, 1. varaforseti sameinaðs þings 1937.

Jean Valgard Claessen (1850-1918)

  • S00808
  • Person
  • 09.10.1850-27.12.1918

Ólst upp með foreldrum sínum í Khöfn. Rak verslun í Hofsósi, kom þangað á vegum Chr. Thaae stórkaupmanns. Hann tók við stjórn Hofsósverslunar 1871, 21 árs gamall. Nokkrum árum síðar tók hann svo við stjórn verslunar í Grafarósi. En 1879 fluttist hann til Sauðárkróks og tók við stjórn verzlunar Lud. Popps. Gegndi hann því starfi uns Popp flutti sjálfur til Sauðárkróks árið 1885. Árið eftir stofnaði Claessen sjálfstæða verslun sem hann rak til haustsins 1904, er hann flutti til Reykjavíkur, nýskipaður landsféhirðir. Gegndi því starfi til vorsins 1918 þá veiktist hann og lést í árslok. Starf hans að félagsmálum á Sauðárkróki var bæði mikið og farsælt. Hann var einn af stofnendum Sparisjóðs Sauðárkróks og formaður hans um skeið. Fyrsti formaður og leiðbeinandi leikfélags Sauðárkróks. Einn af aðal hvatamönnum að byggingu Sauðárkrókskirkju og fyrsti formaður sóknarnefndar þar.
Kvæntist Kristínu Eggertsdóttur Briem 1876 og eignuðust þau saman fjögur börn, Kristín lést aðeins viku eftir að yngsta barnið fæddist. Seinni kona Jean Valgard var Anna Margrét Þuríður Kristjánsdóttir Möller, þau kvæntust árið 1885 og eignuðust fjögur börn saman, tvö þeirra komust á legg, fyrir átti Anna tvo syni.

Eggert Claessen (1877-1950)

  • S00817
  • Person
  • 16. ágúst 1877 - 21. október 1950

Sonur Jean Valgard Claessen kaupmanns á Sauðárkróki og Kristínar Eggertsdóttur Briem. Hæstaréttarlögmaður í Reykjavík. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Hæstaréttarmálaflutningsmaður á Reynistað, Skildinganesi, Reykjavíkursókn, Kjós. 1930. Kvæntist Soffíu Jónsdóttur kennara, þau eignuðust tvær dætur.

Guðrún Jónsdóttir (1850-1921)

  • S00663
  • Person
  • 29. apríl 1850 - 12. maí 1921

Frá Hreppsendaá í Ólafsfirði. Kvæntist Rögnvaldi Þorleifssyni, þau bjuggu m.a. að Lambanesi í Fljótum, Saurbæ í Fljótum, Óslandi og Brekkukoti.

Símon Gunnlaugsson (1874-1915)

  • S00665
  • Person
  • 29. október 1874 - 25. janúar 1915

Fæddur og uppalinn í Saurbæ í Kolbeinsdal, sonur Gunnlaugs Pálmasonar b. í Brimnesi og Margrétar Guðmundsdóttur frá Tungu í Stíflu. Bóndi á Læk í Viðvíkursveit 1903-1908, í Langhúsum í Viðvíkursveit 1908-1912 og aftur á Læk 1912-1915. Kvæntist Guðrúnu Sigríði Þorsteinsdóttur frá Lóni í Ólafsfirði, þau eignuðust einn son.

Einar Jónsson (1865-1940)

  • S00672
  • Person
  • 29.07.1865-01.10.1940

Fæddur í Tungu í Stíflu, sonur Jóns Steinssonar hreppstjóra og b. í Tungu og Guðrúnar Nikulásdóttur. ,,Eftir að faðir hans drukknaði var honum komið í fóstur til Steins Jónssonar og Ólafar Steinsdóttur að Vík í Héðinsfirði, fluttist síðan með fósturmóður sinni að Heiði í Sléttuhlíð. Fór sem vinnumaður að Hólum í Hjaltadal 15 ára gamall, kom í Brimnes fulltíða maður þar sem hann kvæntist Margréti Símonardóttur, þau bjuggu á Brimnesi 1896-1926. Einar var hreppstjóri 1900-1926, sýslunefndarmaður 1904-1926, formaður Búnaðarfélagsins í mörg ár, deildarstjóri Pöntunarfélagsins og Kaupfélags Skagfirðinga. Einar og Margrét fluttust til Reykjavíkur eftir að þau brugðu búi." Einar og Margrét eignuðust þrjár dætur, tvær þeirra komust á legg.

Jóhannes Hallgrímsson (1886-1975)

  • S00695
  • Person
  • 17.09.1886-16.12.1975

Jóhannes Hallgrímsson fæddist í Hofstaðaseli 17. september 1886.
Faðir: Hallgrímur Sigurðsson (1865-1911) bóndi á Þröm. Móðir: Hólmfríður Eldjárnsdóttir (1849-1907). Foreldrar hans voru bæði í vinnufólk hjá Hofstaðaseli en ógift þegar Jóhannes fæddist. Mögulega hefur Jóhannes verið settur í fóstur hjá Sigurði Sigurðarsyni og Sigurbjörgu Jónsdóttur á Sauðárkróki, alltént er Jóhannes nokkur Hallgrímsson 4 ára skráður þar sem fóstursonur. Jóhannes varð búfræðingur frá Hólum, vann við verslunarstörf við Hoephnersverzlun á Sauðárkróki, var bóndi á Brimnesi um tíma og flutti síðan í Austur-Húnavatnssýslu ásamt konu sinni Ingibjörgu Hallgrímsdóttur frá Tungunesi. Þar virðast þau hafa búið á Botnastöðum, Tungunesi og Þverárdal.
Jóhannes og Ingibjörg eignuðust þrjú börn.

Haraldur Sigurðsson (1882-1963)

  • S00686
  • Person
  • 12.07.1882-18.10.1963

Haraldur Sigurðsson verslunarmaður á Sauðárkróki. Haraldur var fæddur 12. júlí 1882 í Viðvík í Viðvíkursveit. Faðir: Sigurður Haraldsson bóndi á Bakka í Viðvíkursveit. Móðir: (Sólrún) María Magnúsdóttir. Foreldrar Haraldur vou í húsmennsku í Viðvík, er hann fæddist, og fluttist hann með þeim fjögurra ára gamall að Vatnsleysu í Viðvíkursveit, er þau fóru þangað til búskapar, en tveimur árum síðar að Bakka. Þar missti hann föður sinn, sem drukknaði í fiskiróðri á Skagafirði vorið 1893. Fluttist Haraldur þá með móður sinni að Hvammi í Hjaltadal, en þar gerðist hún ráðskona hjá Ásgrími bónda Gunnlaugssyni til ársins 1903. Þarna naut hann góðs uppeldis og heimilisöryggis, stundaði nám í Hólaskóla og lauk þaðan búfræðiprófi vorið 1905. Næstu ár stundaði Haraldur ýmis störf, m.a. barnakennslu nokkra vetur í Óslandshlíð. Haraldur réðst til verslunarstarfa, fyrst í Kolkuósi hjá Hartmanni Ásgrímssyni bónda og kaupmanni þar, en árið 1910 fluttist hann þaðan til Sauðárkróks til sömu starfa, sem hann stundaði síðan til æviloka. Fór hann að vinna hjá Kristjáni Gíslasyni kaupmanni og var þar um árabil, en um 1940 réðst hann til Kaupfélags Skagfirðinga og vann lengst af við vöruafgreiðslu.
Haraldur kvæntist Ólöfu Sesselju Bjarnadóttur (1904-1984) 15.5.1927. Þau eignuðust þrjú börn.
Haraldur dó 18.10.1963 á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki.

Þorleifur Rögnvaldsson (1876-1947)

  • S00679
  • Person
  • 06.04.1876-18.02.1947

Foreldrar: Rögnvaldur Þorleifsson og Guðrún Jónsdóttir. Kvæntist Guðrúnu Sigurðardóttur frá Karlsá í Ólafsfirði árið 1900, Guðrún var áður kvænt Rögnvaldi bróður Þorleifs en hann drukknaði 1899. Þorleifur og Guðrún hófu búskap í Brekkukot í Óslandshlíð til 1902 en þá fluttu þau búferlum að Stóragerði, en þar bjuggu þau til 1915 en fluttu það ár til Ólafsfjarðar og hófu búskap að Hornbrekku ásamt vélbátaútgerð frá Ólafsfirði. Árið 1924 var búskapnum hætt í Hornbrekku, en vélbátaútgerð hélt Þorleifur áfram frá Ólafsfirði til ársins 1933. Hann starfaði í hreppsnefnd Hofshrepps og var oddviti nefndarinnar 1910-1913. Í Ólafsfirði gegndi Þorleifur ýmsum opinberum störfum, átti meðal annars lengi sæti í hreppsnefnd, var oddviti og starfaði að ýmsum framfaramálum hreppsins. Þorleifur og Guðrún eignuðust fimm börn.

Maríus Pálsson (1873-1950)

  • S00684
  • Person
  • 27.01.1873-20.04.1950

Maríus Pálsson ólst upp á Akranesi en fluttist til Sauðárkróks 19 ára gamall. Hann stundaði sjómennsku og almenna landvinnu. Kvæntist Jakobínu Jóhannsdóttur frá Bægisá, þau eignuðust tvö börn og tóku tvö fósturbörn.

Jakobína Ragnhildur Valdimarsdóttir (1921-)

  • S00685
  • Person
  • 02.08.1921-

Fósturdóttir Maríusar Pálssonar og Jakobínu Jóhannsdóttur. K. Valgarðs Björnssonar, bjuggu á Skagfirðingabraut 4. Búsett á Sauðárkróki.

Elenóra Lovísa Jónsdóttir (1903-1992)

  • S00688
  • Person
  • 15. apríl 1903 - 20. des. 1992

Foreldrar: Elísabet Gísladóttir frá Æsustöðum og Jón Jónsson b. á Eyvindarstöðum, þau voru ekki kvænt. Elenóra ólst upp á Sauðárkróki með móður sinni. Kvæntist Steindóri Benediktssyni frá Kimbastöðum, þau bjuggu alla sína búskapartíð í Birkihlíð í Staðarhrepp, árið 1968 fengu þau viðurkenningu úr Fegrunarsjóði Sparisjóðs Sauðárkróks fyrir góða umgengni og þrifnað. Elenóra og Steindór eignuðust einn son.

Eggert Einar Jónsson (1890-1951)

  • S00694
  • Person
  • 16. mars 1890 - 28. sept. 1951

Fæddur í Sölvanesi, sonur Jóns Péturssonar og Solveigar Eggertsdóttur á Nautabúi, þar sem Eggert ólst upp frá sjö ára aldri. ,,Eftir fermingu dvaldist Eggert á Breiðabólsstað í Vesturhópi og stundaði nám hjá Hálfdáni presti Guðjónssuni, síðar vígslubiskupi. 17 ára gamall tók Eggert að sér að safna hestum í Skagafirði til afnota við konungskomuna og þjóðhátíðina á Þingvöllum árið 1907. Var hann í konungsfylgdinni allan tímann og rak hestana norður að því loknu. Hjá Duus vann hann um sumarið og tókst að afla sér námseyris til dvalar í Verslunarskóla Íslands. Útskrifaðist þaðan vorið 1910 og hóf störf hjá föðurbróður sínum, Pálma Péturssyni, sem þá var kaupfélagsstjóri. Árið 1912 réðst Eggert í það nýkvongaður að kaupa allar eigur Poppsverslunar á Hofsósi og alla Hofstorfuna. Um var að ræða verslunarhús, íbúðarhús með sölubúð, kornvöruhús, vörugeymslu, sláturhús, þurrfiskhús, fjórar sjóðbúðir, fiskverkunarhús og svonefnt Ásgrímshús, ásamt öllum lóðarréttindum og hlunnindum, sem þessu fylgdu. Einnig keypti hann stórbýlið Hof á Höfðaströnd ásamt Hofsgerði, Háagerði, Ártúni, Hvammkoti, Naustum og Svínavöllum að viðbættu Garðshorni. Á Hofi dvaldist Eggert til ársins 1914 er hann fluttist til Reykjavíkur. Á þessum árum gerðist hann umboðsmaður fyrir breskan hestakaupmann og hélt því til ársins 1917, er ríkið tók í sínar hendur alla slíka sölu. Árið 1916 keypti Eggert Tungu við Suðurlandsbraut og rak þar kúabú. Ári síðar hafði hann einnig keypt Gufunes, Knútskot, Eiði og Geldinganes í Mosfellssveit ásamt því að reka einnig bú á Kálfatjörn á Vatnsleysuströnd. Einnig hafði hann á leigu jörðina Ósagerði í Ölfusi og stundaði heyskap í Borgarfirði. Árið 1919 keypti hann Reykhóla á Barðaströnd þar sem hann ætlaði að koma upp stóru hrossaræktarbúi. Sama ár hófst hann handa við að byggja 50 kúa fjós í Gufunesi. En um þetta leyti skall kreppan mikla á svo Eggert neyddist til að selja Reykhóla og Gufunes og var nú komin í töluverðar fjárhagskröggur. Árið 1922 hóf hann þó útgerð og rekstur íshúss í Innri-Njarðvík og keypti jörðina hálfa 1924. Á árunum 1922-1948 rak hann umfangsmikla útgerð og fiskverkun í Innri-Njarðvík og reisti þar hraðfrystihús, eitt það stærsta hér á landi á þessum tíma. Árin 1924-1931 var Eggert búsettur í Reykjavík en umsvif hans áttu sér engin hreppamörk. 1932 fluttist hann til Vestmannaeyja þar sem hann gerðist umboðsmaður Shell og stundaði þar eigin útgerð og stofnsetti m.a. eigin lifrarbræðslu. Rak síldarsöltun á Sauðárkróki árin 1930-1934, kom upp skipasmíðastöð í Innri-Njarðvík og var einn af stofnendum Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna. Með tilkomu hersins seldi Eggert töluvert land undir flugvöll og vænkaðist fjárhagur hans þá nokkuð. Um þetta leyti keypti hann Kirkjubæina á Rangárvöllum og stofnaði þar hrossaræktarbú. Jafnframt var hann einn forvígismanna að stofnun Landssambands hestamanna 1949." Eggerti var jafnan lýst svo: ,,engum líkur að hvatleik sínum og áræði".
Eggert kvæntist Elínu Sigmundsdóttur frá Vindheimum, þau eignuðust tvær dætur.

Ása Nýbjörg Ásgrímsdóttir (1877-1969)

  • S00702
  • Person
  • 03.01.1877-1969

Frá Þóroddsstöðum í Ólafsfirði. Ása var góð saumakona enda lærð til þeirra hluta á Akureyri. Kvæntist Tryggva Friðrikssyni frá Hléskógum í Höfðahverfi í S-Þing., þau bjuggu m.a. í Eyhildarholti og á Ingveldarstöðum á Reykjaströnd, fóru til Vesturheims 1922, bjuggu lengst af í Winnipeg. Þau eignuðust þrjú börn.

Sigtryggur Traustason (1903-1980)

  • S00703
  • Person
  • 10. nóv. 1903 - 24. mars 1980

Sonur Trausta Friðrikssonar og Ásu Nýbjargar Ásgrímsdóttur. Fór til Vesturheims árið 1922 með foreldrum sínum. Starfaði sem málari í Vancouver.

Stefanía Jóhannesdóttir (1873-1953)

  • S00717
  • Person
  • 05.08.1873-30.01.1953

Foreldrar: Jóhannes Jóhannesson og Jónanna Guðrún Jónsdóttir á Hornbrekku í Ólafsfirði. Stefanía lærði karlfatasaum og stundaði þá iðn alla tíð. Hún var laglega hagmælt, góður skrifari og fékkst við barnakennslu um skeið. Stefanía kvæntist Birni Guðmundssyni frá Ingveldarstöðum á Reykjaströnd, þau eignuðust þrjú börn.

Stefán Ásgrímsson (1848-1930)

  • S00720
  • Person
  • 20.07.1848-09.03.1930

Foreldrar: Ásgrímur Steinsson og Guðrún Kjartansdóttir á Gautastöðum í Stíflu. Stefán ólst upp hjá foreldrum sínum. Bóndi í Tungu 1870-1975, Stóru Brekku 1875-1883 og í Efra Ási 1883-1930. Hann gróðursetti trjálund við bæ sinn og ræktaði garðjurtir í stórum stíl, sem var afar sjaldgæft á þeim tíma. Kvæntist Helgu Jónsdóttur (1845-1923), þau eignuðust fjögur börn sem upp komust.

Dorothea Kristín Daníelsdóttir (1882-1963)

  • S00729
  • Person
  • 16.03.1882-06.06.1963

Dóttir Daníels Ólafssonar og Svanhildar Loftsdóttur, síðast á Framnesi. Verslunarkona í R.vík, ókvænt og barnlaus.

Björn Halldór Kristjánsson (1897-1980)

  • S00739
  • Person
  • 14. nóv. 1897 - 28. jan. 1980

Sonur Kristjáns Gíslasonar kaupmanns á Sauðárkróki og Bjargar Eiríksdóttur. Stórkaupmaður í Hamborg í Þýskalandi og síðar í Reykjavík.

Þórunn Kristjánsdóttir Elfar (1895-1943)

  • S00738
  • Person
  • 18. apríl 1895 - 3. september 1943

Dóttir Kristjáns Gíslasonar kaupmanns á Sauðárkróki og Bjargar Eiríksdóttur. Verslunarkona á Sauðárkróki og í Reykjavík. Síðast búsett í Reykjavík. Kvæntist Benedikt Elfar.

Sveinn Lárusson (1887-1972)

  • S00748
  • Person
  • 14. apríl 1887 - 29. mars 1972

Sonur Lárusar Stefánssonar b. á Skarði og s.k.h. Sigríðar B. Sveinsdóttur. Bóndi á Ingveldarstöðum, seinna á Flateyri. F.k. Lilja Sveinsdóttir, s.k. Una Friðriksdóttir.

Fanný Lárusdóttir (1898-1993)

  • S00752
  • Person
  • 03.01.1898-18.01.1993

Hún fæddist í Skarði í Gönguskörðum 3. janúar 1898, dóttir Lárusar Jóns Stefánssonar og seinni konu hans Sigríðar Bjargar Sveinsdóttur, sem bjuggu í Skarði. Var á Skarði í Gönguskörðum, Skag. 1930. Síðast bús. í Gerðahreppi. ,, Eftir að Ólafur bróðir hennar tók við búinu í Skarði, var hún ráðskona hjá honum 1936-1947, en fluttist þá um vorið suður í Keflavík til Klöru systur sinnar þar sem hún átti heimili 1947 til 1979 þegar hún fluttist á öldrunarheimilið Garðvang og var þar síðan til æviloka." Fanný var ógift og barnlaus.

Guðbjörg Jónsdóttir (1849-1933)

  • S00759
  • Person
  • 08.09.1849-01.07.1933

Foreldrar: Jón Rögnvaldsson hreppstjóri á Hóli á Skaga og s.k.h. Una Guðbrandsdóttir. Guðbjörg kvæntist Sveini Jónatanssyni frá Kelduvík, þau bjuggu lengst af á Hrauni á Skaga, þau eignuðust fimm börn.

Steinn Leó Sveinsson (1886-1957)

  • S00762
  • Person
  • 17.01.1886-27.11.1957

Sonur Sveins Jónatanssonar og Guðbjargar Jónsdóttur á Hrauni á Skaga. Var við nám hjá sr. Birni Blöndal í Hvammi í Laxárdal veturinn 1904-1905. Kvæntist árið 1914 Guðrúnu Kristmundsdóttur frá Selá á Skaga, það sama ár hófu þau búskap á Hrauni á Skaga þar sem þau bjuggu til 1957. Meðfram búskapnum stundaði Steinn sjómennsku og reri flestar haustvertíðir frá Hrauni eða Kelduvík fram um 1930, jafnframt var Steinn síðasti hákarlaformaður á Skaga. Einnig kom Steinn upp töluverðu æðarvarpi, hlóð upp hreiðurskýli og setti upp skrautleg flögg á vorin til þess að laða fuglinn að, æðarvarpið á Hrauni er enn þann dag í dag með þeim arðsömustu í Skagafirði. Steinn var fyrst kosinn í hreppsnefnd Skefilstaðahrepps 1916 og átti þar sæti óslitið til ársins 1954, var oddviti hreppsnefndar 1928-1954 og hreppstjóri 1934-1946. Árið 1915 varð hann vitavörður Skagatáarvitans og veðurathugunarmaður fyrir Veðurstofu Íslands 1943, báðum þessum störfum gegndi hann á meðan hans naut við. Steinn og Guðrún eignuðust 11 börn.

Júlíus Kemp (1913-1969)

  • S00765
  • Opinber aðili
  • 05.02.1913-19.02.1969

Sonur Lúðvíks Kemp og Elísabetar Stefánsdóttur. Skipstjóri, síðast búsettur í Reykjavík, kvæntist Þórunni Kristjönu Sigurðardóttur frá Hafnarnesi við Reyðarfjörð.

Stefán Kemp (1915-2018)

  • S00766
  • Person
  • 08.08.1915-04.09.2018

Sonur Lúðvíks Kemp og Elísabetar Stefánsdóttur. Verkstjóri á Sauðárkróki. Stefán gift­ist Áslaugu Björns­dótt­ur, f. 22. júni 1922, d. 20. októ­ber 1995, frá Fagra­nesi á Reykja­strönd í Skagafirði þann 4. nóv­em­ber 1944 og hófu þau bú­skap á Sauðár­króki stuttu síðar. Stefán og Áslaug eignuðust fjór­ar dæt­ur.

Guðbjörg Ágústa Jóhannsdóttir (1882-1970)

  • S00776
  • Person
  • 28.09.1882-17.08.1970

Foreldrar: Jóhann Jóhannsson og k.h. Þuríður Símonardóttir. Guðbjörg var alin upp hjá foreldrum sínum, fyrst í Þorsteinsstaðakoti en síðan í Sauðbæ. Árið 1920 var hún ráðskona á Steinsstöðum og sama ár giftist hún Helga Daníelssyni, þá bónda á Uppsölum. Búferlaflutningar hjá þeim voru tíðir og afkoma búsins misjöfn. Lengst bjuggu þau á Sléttu í Fljótum, eða í 9 ár. Guðbjörg mun oft á tíðum hafa verið bæði bóndinn og húsfreyjan þar sem Helgi var oft fjarverandi við vinnu utan heimilis. Árið 1938 fluttust þau til Siglufjarðar.
Guðbjörg og Helgi eignuðust ekki börn en sonur Helga sem hann hafði átt fyrir hjónaband ólst upp hjá þeim frá 11 ára aldri.

Guðrún Sigrún Jónsdóttir (1905-1959)

  • S00780
  • Person
  • 27.08.1905-23.12.1954

Dóttir Jóns Jónssonar á Kimbastöðum og sambýliskonu hans Bjargar Sigurðardóttur. Nokkru eftir fermingu fór hún til Reykjavíkur og síðar til Danmerkur þar sem hún var við nám og störf. Kvæntist sr. Guðmundi Benediktssyni frá Hrafnabjörgum í Svínadal. Þau fluttu að Barði í Fljótum árið 1933 og bjó Guðrún þar til æviloka. Guðrún og Guðmundur eignuðust fimm börn og ólu þar að auki upp stúlku frá níu ára aldri.

Kristín Ingveldur Guðmundsdóttir (1892-1976)

  • S00783
  • Person
  • 20.12.1892-08.09.1976

Dóttir Guðmundar Einarssonar verslunarstjóra á Hofsósi, síðast á Siglufirði og k.h. Jóhönnu Stefánsdóttur frá Reynistað. Kvæntist Ólafi Þorsteinssyni lækni í Reykjvík. Veitti um tíma Landsímamiðstöðinni í Hafnafirði forstöðu ásamt móður sinni.

Ingiríður Hannesdóttir (1871-1952)

  • S00787
  • Person
  • 01.09.1871- í janúar 1952

Foreldrar: Hannes Björnsson og Sigurlaug Björnsdóttir. Kvæntist Hallgrími Sigurðssyni, þau bjuggu á Þröm 1895-1897, Holtsmúla á parti 1897-1887 og Elivogum 1902-1904, annars var hún í húsmennsku. Ingiríður og Hallgrímur eignuðust ekki börn en fyrir hjónaband átti Hallgrímur einn son.

Ingibjörg Hjálmsdóttir (1861-1929)

  • S00789
  • Person
  • 27. sept. 1861 - 30. apríl 1929

Fæddist í Norðtungu í Borgarfirði. Kvæntist Konráði Magnússyni, þau bjuggu lengst af á Syðra-Vatni en eftir lát Konráðs 1911 flutti Ingibjörg til Blönduóss. Ingibjörg og Konráð eignuðust níu börn, sjö þeirra náðu fullorðinsaldri.

Magnús Konráðsson (1898-1986)

  • S00793
  • Person
  • 1. apríl 1898 - 23. jan. 1986

Sonur Konráðs Magnússonar og Ingibjargar Hjálmsdóttur á Syðra-Vatni. Fluttist með móður sinni að Blönduósi 1911. Verkfræðingur í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík. Kvæntist Eyþóru Sigurjónsdóttur.

Pétur Konráðsson (1904-óvitað)

  • S00790
  • Person
  • 29.01.1904-óvitað.

Lést í æsku. Sonur Konráðs Magnússonar og Ingibjargar Hjálmsdóttur á Syðra-Vatni.

Hólmjárn Jósefsson (1891-1972)

  • S00797
  • Person
  • 01.02.1891-05.04.1972

Sonur Jósefs Björnssonar skólastjóra á Hólum og Hólmfríðar Björnsdóttur frá Brimnesi. Var um tíma kennari Hólum í Hjaltadal einnig framkvæmdastjóri í Reykjavík.

Einar Jósefsson Reynis (1892-1979)

  • S00798
  • Person
  • 25.11.1892-16.06.1979

Sonur Jósefs Björnssonar skólastjóra á Hólum og Hólmfríðar Björnsdóttur frá Brimnesi. Pípulagningarmaður á Húsavík, síðar skrifstofumaður í Reykjavík. Kvæntist Arnþrúði Gunnlaugsdóttur.

Jón Guðmann Gíslason (1896-1958)

  • S00804
  • Opinber aðili
  • 04.11.1896-03.09.1958

Jón Guðmann Gíslason, f. á Breiðstöðum 04.11.1896, d. 03.09.1958. Foreldrar: Gísli Þorsteinsson verslunarmaður á Sauðárkróki og Helga Jónsdóttir. Bóndi á Skarði við Akureyri. Þegar Jón var nokkurra ára gamall fluttist fjölskyldan á Sauðárkrók. Jón stundaði alla algenga vinnu til sjós og lands og eftir skólagöngu fékkst hann við verslunarstörf og skirfstofustörf. Síðar stundaði hann sjó og gerðist bátseigandi og formaður. Árið 1922 fluttist hann til Akureyrar. Þar stundaði hann verslunarstörf og hóf búskap á Skarði skammt fyrir ofan bæinn. Jón sinnti einnig blaðamennsku um tíma. Hann starfaði að bindindismálum, bæði á Sauðárkroki og Akureyri. Á Akureyrarárunum tók hann sér Guðmannsnafnið sem ættarnafn og kallaði sig Jón G. Guðmann upp frá því.

Björn Þorkelsson (1830-1904)

  • S00805
  • Person
  • 13. júní 1830 - 2. mars 1904

Foreldrar: Þorkell Jónsson b. á Svaðastöðum og k.h. Rannveig Jóhannesdóttir. Kvæntist Guðlaugu Gunnlaugsdóttur. Björn átti jarðirnar Breið og Skíðastaði um skeið og ef til vill fleiri jarðir. Bóndi á Sveinsstöðum 1864-1904. Björn og Guðlaug eignuðust fimm börn, aðeins eitt þeirra komst á legg. Þau áttu eina fósturdóttur, Jakobínu Sveinsdóttur.

Hálfdán Guðjónsson (1863-1937)

  • S00813
  • Person
  • 23.05.1863-07.03.1937

Fæddur í Flatey á Breiðafirði þar sem faðir hans var prestur, foreldrar: sr. Guðjón Hálfdánarson og Sigríður Stefánsdóttir. Hálfdán útskrifaðist úr Prestaskólanum 1886 og var vígður sama ár til Goðdala. Fékk Breiðabólstað í Vesturhópi 1894 og Reynistaðarprestakall 1914, búsettur á Sauðárkróki, þjónaði því til 1934. Prófastur í Húnavatnssýslu 1907-1914 og í Skagafjarðarsýslu 1919-1934. Vígslubiskup í Hólabiskupsdæmi 1928 til æviloka 1937. Jafnframt gegndi Hálfdán hinum ýmsu trúnaðarstörfum, var alþingismaður Húnvetninga 1909-1911, sýslunefndarmaður í Húnavatnssýslu og Skagafjarðarsýslu um tíma. Sat í stjórn Sparisjóðs Sauðárkróks í 20 ár. Hálfdán kvæntist Herdísi Pétursdóttur frá Valadal, þau eignuðust fimm börn, tvö þeirra komust á legg.

Niðurstöður 5016 to 5100 of 6399