Showing 243 results

Authority record
Ísland

Hrossaræktarsamband Norðurlands

  • S03745
  • Public party
  • 1958 - 1969

Fimmtudaginn 15. maí 1958 komu stjórnir hestamannafélaganna í Skagafirði, Akureyri og Blönduósi saman til fundar í Varmahlíð. Egill Bjarnason, ráðunautur setti fundinn og fól Haraldi Árnasyni ráðunaut fundarstjórn en Magnúsi á Frostastöðum að rita fundargjörð. Tilefni fundarins var að ræða um stofnun hrossaræktarsambands fyrir Norðlendinga - fjórðung. Forsaga málsins er sú að hinn 8. maí s.l. kvaddi stjórn B.S.S. stjórnar hestamannafélaganna í Skagafirði á fund í Varmahlíð og skýrði þeim frá því, að ef af stofnun áminnsts hrossaræktarsambands yrði, þá myndi hún leggja til við næsta aðalfund Búnaðarsambandssins að það afhendi hinu væntanlega hrossaræktarsambandi endurgjaldslaust þá 3. stóðhesta er það nú á, svo og þann sjóð er það hefur undir höndum til styrktar. hrossaræktarstarfseminni.
Aðalfundur Hrossaræktarsambands Norðurlands haldinn á Hótel KEA Akureyri 14.09.1969 samþykkir að leysa sambandið uoo með það fyrir augum að stofnuð verði þrjú sjálfstæð sambönd á núverandi sambandssvæði. Sú tillaga var felld með 15 atkvæðum gegn 8. Þá kom fram tillaga frá hestamannafélaginu Stíganda, flutningsmaður Sveinn Jóhannsson, að aðalfundurinn leggur til að Hrossaræktarsambandið Norðurlands verði skipt í þrjár deildir með undirstjórnum og ein yfirstjórn. 1. Eyjafjarðarsýsla og Þingeyjarsýsla. 2. Skagafjarðarsýsla. 3. Húnavatnssýslur. ( tekið frá fundagerðabók).

Helgi Rafn Traustason (1937-1981)

  • S01655
  • Person
  • 18. apríl 1937 - 21. des. 1981

Helgi Rafn Traustason fæddist á Patreksfirði 18. apríl 1937. Foreldrar hans voru Trausti Jóelsson og kona hans Rannveig Jónsdóttir.
Helgi Rafn stundaði nám í gagnfræðaskólanum í Reykjavík, á Laugarvatni og Akureyri. Hann lauk gagnfræðaprófi með ágætum frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Veturinn 1954-1955 nam hann við Samvinnuskólann í Reykjavík og lauk hann prófi úr þeim skóla árið 1955. Sama ár flutti skólinn að Bifröst í Borgarfirði. Hann vann við hreingerningar í Samvinnuskólanum er hann var við nám þar og hóf störf hjá Samvinnutryggingum mánuði áður en hann lauk þar námi. Þá vann hann nokkur sumur hjá Kaupfélagi Patreksfjarðar og í fjármáladeild Sambandsins sumarið 1954. Hann var aðalbókari hjá Samvinnutryggingum 1955-1960, kaupfélagsstjóri Samvinnufélags Fljótamanna 1960-1963, fulltrúi kaupfélagsstjóra Kaupfélags Skagfirðinga 1963-1972 og kaupfélagsstjóri KS 1972-1981. Helgi Rafn var frumkvöðull körfuboltans á Sauðárkróki.
Kona hans: Inga Valdís Tómasdóttir (1937-). Þau kvæntust árið 1957.

Rögnvaldur Elfar Finnbogason (1925-2010)

  • S01377
  • Person
  • 13.05.1925-01.02.2010

Rögnvaldur Elfar Finnbogason fæddist á Eskifirði, sonur Finnboga Þorleifssonar, útgerðarmanns og skipstj. á Eskifirði og Dórótheu Kristjánsdóttur. ,,Rögnvaldur ólst upp á Eskifirði. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1944 og stundaði nám við Háskóla Íslands veturinn 1945-46. Hann vann við skrifstofustörf á Siglufirði árin 1947-1948 eða uns þau hjónin fluttust til Sauðárkróks, þar sem hann var gjaldkeri bæjarsjóðs á árunum 1948-1958. Hann gegndi starfi bæjarstjóra á Sauðárkróki árin 1958-1966. Rögnvaldur var skrifstofustjóri síldarútvegsnefndar fyrir Austurland á árunum 1966-1970 og bjó fjölskyldan þá á Seyðisfirði. Árið 1971 lá leiðin til Reykjavíkur og hóf Rögnvaldur þá störf á skattstofunni. Þar starfaði hann til 1976. Hann gegndi starfi bæjarritara í Garðabæ frá 1976-1983 og var forstjóri Sjúkrasamlags Garðabæjar á árunum 1983-1990. Rögnvaldur starfaði lengi fyrir Brunabótafélagið, síðar VÍS, og gegndi fjölda opinberra trúnaðarstarfa bæði á Sauðárkróki og víðar." Rögnvaldur kvæntist árið 1947 Huldu Ingvarsdóttur, þau eignuðust þrjú börn.

Bára Pétursdóttir (1937-2015)

  • S03484
  • Person
  • 10.10.1937-13.07.2015

Bára Pétursdóttir f. í Minni-Brekku í Fljótum 10.10.1037, d. 13.07.2015 á Akureyri.
Foreldrar: Pétur Jón Stefánsson (1909-2000) og Guðrún Jónsdóttir (1920-2011). Hún ólst upp í Minni-Brekku og Hofi í Vesturdal til 7 ára aldurs. Eftir það fluttist hún alfarið í Hof og ólst upp í stórum systkinahópi. Bára ólst upp við hefðbundin sveitastörf en 16 ára fór hún í vist í Glaumbæ og síðan suður til Kristins föðurbróður síns og var þar einn vetur. 18 ára gömul flutti hún til Akureyrar og starfaði þar svið umönnunarstörf á sjúkrahúsinu, auk þess að vinna hjá Sambandsverksmiðjunum. Árið 1971 útskrifaðist hún sem sjúkraliði og vann m.a. á barnadeild sjúkrahússins á Akureyri og á Kristnesi. Hún var virk í starf Slysavarnarfélags Íslands.
MakiNúmi Sveinbjörn Adolfsson (f. 1938). Þau eignuðust saman fjögur börn. Þau bjuggu saman á Akureyri en slitu samvistum árið 1996.

Guðlaug Arngrímsdóttir (1929-2017)

  • S03319
  • Person
  • 14.01.1929-31.03.2017

Guðlaug Arngrímsdóttir fæddist í Litlu-Gröf, Skagafirði 14. Janúar 1929. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Sauðárkróki 31. mars, 2017.
Foreldrar hennar voru Arngrímur Sigurðsson (f. 31. desember 1890 og d. 5 desember 1968) og Sigríður Benediktsdóttir (f. 9 júní 1886 og d. 4 ágúst 1948). Bróðir Guðlaugar var Þórir Angantýr (f. 2 janúar 1923 og d. 30 desember 2000). Uppeldisbróðir Guðlaugar var Ragnar Magnús Auðunn Blöndal (f. 29 júní 1918 og d. 15 september 2010).
Guðlaug gekk í barnaskóla í Hátúni einn vetur og í Varmahlíð svo fór hún í gagnfræðaskólann á Sauðárkróki. Hún vann á Akureyri um tíma í verslun en snéri aftur í Skagafjörð þegar móðir hennar lést. Síðar fór hún í Húsmæðraskólann í Reykjavík. Guðlaug var bóndi og húsmóðir í Litlu-Gröf en starfaði einnig utan heimilis. Meðal annars í félagsheimilinu Miðgarði frá því að það var opnað 1967, á haustin í sláturhúsinum, hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, í Kjöthöllinni og sem leiðbeinandi hjá dagvistun aldraðra. Guðlaug tók til sín börn í sumardvöl í sveit. Hún bjó með föður sínum Arngrími og Þóri Angantýr bróður sínum. Guðlaug var ógift og barnlaus.

Axel Ásgeirsson (1895-1965)

  • S03446
  • Person
  • 16.05.1895-08.11.1965

Axel Ásgeirsson, f. í Dagverðartungu í Hörgárdal 16.05.1895, d. 08.11.1965. Foreldrar: Ásgeir Björnsson og Kristjana Halldórsdóttir. Axel ólst upp hjá foreldrum sínu til átta ára aldurs, er faðir hans lést. Fór Axel þá til móðurbróður síns, Leós Halldórssonar á Rútsstöðum í Eyjafirði og var þar næstu átta árin. Hann hóf sjómennsku á síldveiðum en fór síðan í siglingar á vegum SÍS. Hann var einn af fyrstu starfsmönnum Mjólkursamlags KEA og vann þar í allmörg ár. Einnig var hann lögregluþjónn á Akureyri í 3 ár og afgreiðslumaður á Bifreiðastöð Oddeyrar í 7 ár. Hann réðist til Iðunnar 1963 og starfaði þar uppfrá því.
Maki: Jakobína Jósefsdóttir. Þau eignuðust tvö börn.

Karl Ingjaldsson (1900-1935)

  • S03445
  • Person
  • 29.05.1900-12.11.1935

Karl Ingjaldsson, f. að Öxará í Þingeyjarsýslu 29.05.1900, d. 12.11.1935. Foreldrar: Elín Kristjánsdóttir (1862-1941) og Ingjaldur Jónsson.
Karl fluttist til Akureyrar árið 1925 og réðist til Kaupfélags Eyfirðinga. Var deildarstjóri þar. Einnig vann hann um tíma við verslunina París á Akureyri.
Maki: Hallfríður Gísladóttir (1911-1990). Þau eignuðust eina dóttur.

Jónas Jón Snæbjörnsson (1890-1966)

  • S03443
  • Person
  • 21.03.1890-18.07.1966

Jónas Jón Snæbjörnsson, f. í Svefneyjum á Breiðafirði 21.03.1890, d. 18.07.1966. Foreldrar: Snæbjörn í Hergilsey og kona hans, Guðrún Hafliðadóttir úr Svefneyjum. Jónas lærði trémíðar og sigldi síðan til Kaupmannahafnar og lagði þar stund á teikninám. Árið 1914 gerðist hann smíða- og teiknikennari við Gagnfræðaskóla Akureyrar. Hann lét af því starfi 1960. Á sumrum vann hann við ýmis konar smíðar, m.a. brúarsmíðar.
Maki: Herdís Símonardóttir. Þau eignuðust þrjú börn.

Jón Jakobsson Bergdal (1893-1953

  • S03441
  • Person
  • 29.12.1893-13.08.1953

Kom 1894 frá Eyvindarstöðum að Kaupangi í Kaupangssókn. Vinnumaður í Fjósakoti, Saurbæjarhreppi, Eyj. 1920. Húsmaður á Sandhólum í Saurbæjarhreppi 1923. Bókbindari á Akureyri. Verkamaður á Akureyri 1930.

Anna Jónsdóttir (1892-1987)

  • S03399
  • Person
  • 16.12.1892-04.07.1987

Anna Jónsdóttir, f. í Hafnarfirði 16.12.1892, d. 04.07.1987. Foreldrar: Jón Þórarinsson skólastjóri í Hafnarfirði og síðar fræðslumálastjóri og kona hans Guðrún Jóhanna Laura Pétursdóttir Hafstein.
Anna var í Flensborgarskólanum 1905-1907. Hún lærði ljósmyndum hjá Péturi Brynjólfssyni í Reykjavík 1907-1910. Var við framhaldsnám í Kaupmannahöfn 1927-1929.
Mun líklega hafa starfað á ljósmyndastofu Péturs á árunum eftir 1910. Vann á ljósmyndastofu Ólafs Magnússonar 1916-1919 og 1929-1930. Stofnaði og rak ljósmyndastofu með Jóhönnu Pétursdóttur og Sigþrúði Brynjólfsson á Laugavegi 11 1920-1924. Rak ljosmyndastofu í Hafnarfirði 1930-1962.

Páll Jakob Eggertsson Briem (1856-1904)

  • S01458
  • Person
  • 19. okt. 1856 - 17. des. 1904

Foreldrar: Eggert Briem sýslumaður á Reynistað og k.h. Ingibjörg Eiríksdóttir. Amtmaður og alþingismaður á Akureyri. Bankastjóri við Íslandsbanka.

Akureyrarbær (1862-)

  • S03390
  • Organization
  • 1862-

"Akureyrar er fyrst getið árið 1562. Þá var kveðinn upp dómur á eyrinni yfir konu sem hafði sængað hjá karli án þess að hafa til þess giftingarvottorð. Það var svo 216 árum síðar, eða 1778, sem fyrsta íbúðarhúsið reis á Akureyri. Aðeins 8 árum seinna varð Akureyri kaupstaður í fyrra sinnið að undirlagi konungs sem vildi með því efla hag Íslands. Íbúar Akureyrar voru þá 12 talsins. Allt fór þetta meira og minna í vaskinn hjá kóngi, enginn vaxtarkippur hljóp í kaupstaðinn og 1836 missti bærinn kaupstaðarnafnbótina og endurheimti hana ekki aftur fyrr en 1862."

Vigfús Lárus Friðriksson (1899-1986)

  • S03384
  • Person
  • 19.10.1899-18.05.1986

Vigfús Lárus Friðriksson, f. í Bjarghúsum í Vesturhópi 19.10.1899, d. 18.05.1986. Foreldrar: Friðrik Magnússó bóndi og trésmiður í Bjarghúsum og Ingibjörg Vigfúsdóttir.
Vigfús tók gagnfræðapróf frá Menntaskólanum á Akureyri 1915. Hann lærði ljósmyndum hjá Guðmundi R. Trjámannssyni á Akureyri 1923-1925 og tók sveinspróf 1927. Hann var við verslunarstörf og fleira á Akureyri 1915-1923. Stofnaði ljósmyndastofu á Akueyri um 1925 en Vigfús Sigurgeirsson keypti stofuna 1926. Vigfús Lárus rak stofu í félagið við Jón Sigurðsson undir nafninu Jón og Vigffús á áriunum 1926-1952.
Maki: Nýbjörg Jakobsdóttir (1906-1994). Þau eignuðust eina dóttur.

Kristján Jónasson (1914-1947)

  • S03010
  • Person
  • 12. maí 1914 - 27. júlí 1947

Foreldrar: Jónas Kristjánsson læknir og k.h. Hansína Benediktsdóttir. Námsmaður á Akureyri 1930. Seinna læknir í Reykjavík.

Konráð Þorsteinsson (1914-1973)

  • S02590
  • Person
  • 26.03.1914 - 8.10.1973

Konráð Þorsteinsson, f. 26.03.1914, d. 08.10.1973. Alinn upp með foreldrum sínum á Árskógsströnd. Flutti til Sauðárkróks og þaðan til Vestmannaeyja 1939, til Hafnarfjarðar 1942. Missti hús sitt í bruna og fyrri konu sína skömmu síðar (1943). Bjó með seinni konu sinni á Sauðárkróki, Ísafirði og síðustu tíu árin í Reykjavík. Var vélstjóramenntaður og lauk einnig kennaraprófi nær sextugur. Skólastjóri í Seljavallaskóla V-Eyjafjöllum. Var virkur í hvítasunnusöfnuðinum og tók þátt í bæjarstjórnarmálum á Sauðárkróki.

Fyrri kona: Kristín María Sigurðardóttir frá Sumarliðabæ og Hvammi í Holtum (1915-1943), þau eignuðust fimm börn saman, það yngsta varð kjörbarn Skúla Guðmundssonar alþingismanns og ráðherra.

Síðari kona: Sigríður Helga Skúladóttir (1911-1996), þau eignuðust sex börn saman, fyrir átti Sigríður Helga eitt barn, þau ólu einnig upp dótturson.

Ólafur Gíslason (1916-1999)

  • S03301
  • Family
  • 18.03.1916-22.02.1999

Ólafur Gíslason f. á Fjósum í Svartárdal 18.03.1916, d. 22.02.1999. Var á Sauðárkróki 1930. Foreldrar: Jakobína Guðrún Þorleifsdóttir (29.06.1890, d. 29..05.1968) og Gísli Ólafsson, (02. 01.1885-14.01.1967). Þegar Ólafur fæddist voru þau í húsmennsku á Fjósum í Svartárdal, en árið eftir fóru þau að Leifsstöðum í sömu sveit og voru þar eitt ár, þá eitt ár á Bergstöðum og loks eitt ár á Fjósum. Þá fengu þau jarðnæði og reistu bú í Hólabæ í Langadal og bjuggu þar til 1924 en fluttu þá til Blöndúóss. Fjórum árum seinna, eða 1928. fluttu þau á Sauðárkrók. Ólafur starfaði sem bifreiðastjóri á Akureyri og Sauðárkróki. Einnig vann hann við afgreiðslustörf á Sauðárkróki og síðast sem póstfulltrúi.
Maki: Guðrún Ingibjörg Svanbergsdóttir (17.08.1927-25.05.2015) frá Hrappstöðum í Glæsibæjarhreppi í Eyjafirði. Þau eignuðust þrjá syni.
Var bifreiðastjóri á Akureyri er hann kynntist Guðrúnu. Þau bjuggu fyrstu árin saman á Akureyri en fluttu svo til Sauðárkróks árið 1948. Þau leigðu um tíma læknishúsið á Sauðárkróki og ráku húsgagnaverslun sem þar var í nokkur ár, frá 1967. Guðrún rak verslunina til 1996. Hún flutti til Akurerar 2005 og bjó þar síðustu æviárin.

Stefán Erlendsson (1908-1991)

  • S03298
  • Person
  • 20.09.1908-16.06.1991

Stefán Erlendsson, f. 20.09.1908, d. 16.06.1991. Foreldrar: Erlendur Helgason (1884-1964) og Guðríður Jónsdóttir (1885-1911). STefán ólst upp á Þorljótsstöðum í Vesturdal fyrstu tvö árin en þá flutti fjölskyldan að í Tungusveit. Móðir hans lést árið 1911 en faðir hans bjó áfram á Breið í tíu ár eftir það og kvæntist aftur, Moniku Sæunni Magnúsdóttur.
Bóndi í Bakkakoti í Vesturdal í Skagafirði. Bifreiðastjóri. Síðast búsettur á Akureyri.
Maki: Helga Hjálmarsdóttir (03.07.1919-26.02.2007) frá Bakkakoti. Þau eignuðust tvö bör. Þau bjuggu í Bakkakoti 1937-1945 og á Mælifelli 1945-1947. Síðan fluttu þau til Akureyrar og áttu þar heima til æviloka. Þar fékkst Stefán við ýmsa vélavinnu. o

Árni Kristjánsson (1915-1974)

  • S03297
  • Person
  • 12.07.1915-04.07.1974

Árni Kristjánsson, f. á Finnastöðum í LJósavatnshreppi í Suður-Þingeyjasýslu 12.07.1915, d. 04.07.1974. Foreldrar: Kristján Árnason og Halldóra Sigurbjarnardóttir. Árni varð gagnfræðingur frá Menntaskólanum á Akureyri 1934 og stúdent þaðan utanskóla 1937. Hann lauk kennaraprófi 1938 og cand mag. prófi í íslensku fræðum frá HÍ 1943. Hann var stundakennari við Samvinnuskólann 1937-1942 og 1943-1952, og við Kvennaskólann f Reykjavík1944-1945. Árni var starfsmaður Orðabókarháskólans 1944-1952 og kennari
við Menntaskólann á Akureyri 1952-1972, er hann tók við forstöðu Amtsbókasafnsins á Akureyri og grundvallaði héraðsskjalasafnið. Sumarið Sumarið áður en hann lést lét hann af stöðu amtsbókavarðar og hóf aftur kennslu við M.A. að hausti, en vanheilsa lamaði þá fljótt starfsgetu hans.
Maki: Hólmfríður Jónsdóttir frá Ystafelli. Þau eignuðust fimm börn.

Anna Helgadóttir (1905-1974)

  • S00885
  • Person
  • 2. 06.1905 -28.06.1974

Anna Helgadóttir, f. 09.06.1905, d. 28.06.1974. Foreldrar: Helgi Júlíus Guðnason (1865-1932) bóndi í Kirkjuhóli í Seyluhreppi og fyrri kona hans Sigurbjörg Jónsdóttir.
Anna var verkakona, búsett á Akureyri. Anna ólst upp hjá foreldrum sínum sem bjuggu á Kirkjuhóli í Seyluhreppi 1901-1914, en það ár lést móðir Önnu. Faðir hennar eignaðist síðar börn með bústýru sinni. Þau bjuggu á Kirkjuhóli árið sem Anna fæddist en fluttust ári síðar að Kolgröf og bjuggu á parti þar, síðan á Þröm 1916-1925 og á Miðsitju 1926-1931. Þá brá hann búi og fór að Miklabæ í Blönduhlíð.
Maki: Júlíus Davíðsson (1905-1986), verkamaður á Akureyri. Fósturdóttir þeirra er Valdís Brynja Þorkelsdóttir (1946-), systurdóttir Önnu. Þá ólst dóttir Júlíusar, Sigrún Margrét Júlíusdóttir, upp hjá þeim frá 12 ára aldri, en móðir hennar var Margrét Sigurrós SIgfúsdóttir.

Jóhanna Birna Helgadóttir (1911-1990)

  • S00888
  • Person
  • 6. júlí 1911 - 21. desember 1990

Jóhanna Birna Helgadóttir, f. að Kirkjuhóli í Seyluhreppi 06.07.1911, d. 21.12.1990. Foreldrar: Helgi Júlíus Guðnason (1865-1932) og fyrri kona hans, Sigurbjörg Jónsdóttir (1871-1914). Þau bjuggu á Kirkjuhóli árið sem Birna fæddist en fluttust ári síðar að Kolgröf og bjuggu á parti þar, síðan á Þröm 1916-1925 og á Miðsitju 1926-1931. Þá brá hann búi og fór að Miklabæ í Blönduhlíð. Birna missti móður sína þegar hún var þriggja ára gömul en Helgi tók sér bústýru, Maríu Guðmundsdóttur, og eignaðist með henni börn. Hún gekk börnum hans einnig í móðurstað. Fjórtán ára gömul fluttist Birna til Akureyrar og dvaldi í vistum hjá skyldfólki sínu. Það ár missti hún föður sinn. Árið 1935 réðist hún í kaupavinnu að Fremstagili í Langadal. Þar bjó Hilmar, sem síðar varð eiginmaður hennar.
Maki: Hilmar Arngrímur Frímannsson. Þau eignuðust fimm börn. Þau bjuggu allan sinn búskap á Fremstagili.
Birna var hgmælit og félagslind og tók þátt í starfi kvenfélagsins í sveitinni.

Anna Friðriksdóttir (1909-1993)

  • S01357
  • Person
  • 22. desember 1909 - 2. janúar 1993

Anna Friðriksdóttir, f. 22.12.1909, d. 02.01.1993. Fædd og uppalinn á Akureyri. Móðir: Þorbjörg Sigurgeirsdóttir (1879-1970). Húsfreyja á Sauðárkróki 1930. Kvæntist Jóni Nikódemussyni hitaveitu- og vatnsveitustjóra á Sauðárkróki, þau eignuðust fimm börn.

Þorbjörn Árnason (1948-2003)

  • S02253
  • Person
  • 25. júlí 1948 - 17. nóv. 2003

Þorbjörn Árnason fæddist á Sauðárkróki 25. júlí árið 1948. Foreldrar: Þorbjörg Þorbjörnsdóttir og Guðbjartur S. Kjartansson bifreiðastjóri. Kjörforeldrar Þorbjörns frá fyrsta ári voru Árni Þorbjörnsson fv. kennari og lögfræðingur á Sauðárkróki, og Sigrún Sigríður Pétursdóttir, húsfreyja og skrifstofumaður. ,,Þorbjörn varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1968, lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1974 og hlaut lögmannsréttindi 1983. Hann starfaði hjá bæjarfógetanum á Sauðárkróki og sýslumanninum í Skagafjarðarsýslu frá árinu 1974 til 1985, þar af aðalfulltrúi síðustu fimm árin. Þorbjörn gerðist framkvæmdastjóri sútunarverksmiðjunnar Loðskinns á Sauðárkróki 1985 og gegndi því starfi til 1990. Hann rak eftir það eigin lögmannsstofu á Sauðárkróki í nokkur ár en frá 1998 var hann með slíkan rekstur í Reykjavík auk þess að reka fyrirtækið Markfell ásamt eiginkonu sinni. Þorbjörn var bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Sauðárkróks árin 1978-1990, þar af forseti bæjarstjórnar í tvö kjörtímabil. Á þeim tíma sat hann í fjölmörgum nefndum og ráðum fyrir sveitarfélagið og Sjálfstæðisflokkinn. Undanfarin ár gegndi Þorbjörn ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Landssamtök hjartasjúklinga og sat í stjórn samtakanna frá árinu 1998 sem varaformaður. Átti hann m.a. sæti í stjórn og framkvæmdaráði SÍBS og var um skeið stjórnarformaður Múlalundar."
Þorbjörn var tvíkvæntur. Fyrri eiginkona hans er Þórdís Þormóðsdóttir meinatæknir, þau eignuðust þrjú börn. Seinni kona Þorbjörns er Birna Sigurðardóttir, hún átti einn son fyrir.

Hjálmar Pálsson (1904-1983)

  • S03193
  • Person
  • 03.03.1904-15.04.1983

Hjálmar Pálsson, fæddur 03.03.1904 (05.03. skv. kirkjubók) á Stafni í Deildardal, d. 15.04.1983 í Hafnarfirði. Foreldrar: Páll Ágúst Þorgilsson bóndi í Stafni og síðar á Brúarlandi í Deildardal og kona hans Guðfinna Ásta Pálsdóttir. Hjálmar fluttist með foreldrum sínum frá Stafni að Brúarlandi aðeins eins ár að aldri og ólst þar upp í hópi margra systkina. Faðir hans dó 1925, aðeins 52 ára gamall. Eftir það bjó Hjálmar með móoður sinni og Þorgils bróður sínum á Brúarlandi 1925-1928. Þá fluttist hann að Kambi og kvæntist árið etir Steinunni frændkonu sinni. Mun hann hafa haft ítök í Brúarlandi næstu tvö árin og er þar opinberlega talinn bóndi, en 1930 tekur hann alfarið við búi á Kambi er Hjálmar tengdafaðir hans bregðu búi. Hjálmar var svo búsettur að Kambi til ársins 1982, er hann fór til Hafnarfjarðar til barna sinni. Var hann þá orðinn heilsulaus og lést vorið eftir. Steinunn kona hans lést árið 1942 frá sjö ungum börnum en Hjálmar hélt áfram búskap og ól upp börnin og tóku yngstu dæturnar að sér húsmóðurhlutverkið barnungar. Tvö barnanna voru tekin í fóstur í nærliggjandi bæjum. Í rúm 20 ár bjó Hjálmar félagsbúi ásamt Páli syni sínum og Erlu konu hans en þau flutti til Sauðárkróks 1976 og síðustu 3-4 árin var Hjálmar einn á Kambi. Var hann þá með annan fótinn á Háleggsstöðum hjá Þórönnu dóttur sinni.
Maki: Steinunn Hjálmarsdóttir (11.06.1905-15.07.1942). Þau eignuðust tíu börn. Tvö dóu úr kíghósta á fyrsta ári og eitt lést samdægurs.

Guðbrandur Jónsson Valsberg (1877-1941)

  • S02238
  • Person
  • 5. sept. 1877 - 5. des. 1941

Guðbrandur Jónsson Valsberg. Íslendingabók segir Guðbrand vera fæddan 5. september 1877. Í manntölum kemur fram að hann hafi fæðst í Reykjavíkursókn. Árið 1880 er hann skráður sem niðursetningur á Húsabakka í Glaumbæjarsókn í Skagafirði. Líklega er hann skráður niðursetningur á Grófargili árið 1890
Árið 1899 kvænist hann Theodóru Guðmundsdóttur (1862-1945) ekkju Gríms Grímssonar bónda í Þorgeirsbrekku á Höfðaströnd. Virðist hún hafa búið sem húskona að Rein í Hegranesi stuttu áður en þau giftust. Guðbrandur og Theodóra fluttu til Reykjavíkur með börn hennar af fyrri samböndum. Í manntalinu 1901 er hann (þá nefndur Jón Guðbrandur Jónsson), ásamt Theodóru, skráður til heimilis í Melbæ í Reykjavík. Árið 1910 er Theodóra skráð til heimilis ... ásamt

og hann hafi verið ,,...húsbóndi í Reykjavík 1910 og 1913. Verslunarmaður, síðar verkamaður í Hafnarfirði." Erfitt er að finna hann í manntalinu vegna ruglings með nafnið hans. "Jón Guðbrandur Jónsson" er húsbóndi á Melbæ í Reykjavík árið 1901, þá giftur Theodóru Guðmundsdóttur (1862-1945) en hann er þó sagður búa á Bakka í Sauðárkrókshreppi árið 1920 en er þá fráskilinn. Fæðingardagur hans er líka eitthvað á reiki. Í manntalinu 1920 er hann sagður fæddur 23.09.1878. Í minningu (ljóð) er birtist um hann í Morgunblaðinu 16.04.1942 er hann sagður fæddur 23.09.1879. Árið 1911 tilkynnir hann í Lögréttu að hann ætli að taka upp nafnið Valsberg.

Jón Jónsson (1905-1988)

  • S02943
  • Person
  • 25.05.1905- 21.02.1988

Jón Jónsson, f. 25.05.1905, d. 21.02.1988. Foreldrar hans voru Sigtryggur Jónsson bóndi á Ufsaströnd og Guðrún Jóhanna Sigurjónsdóttir. ,,Jón kom ungur að aldri, ásamt móður sinni, til prestshjónanna á Völlum í Svarfaðardal, séra Stefáns B. Kristinssonar og konu hans, Sólveigar Pétursdóttur Eggertz og þar ólst hann upp. Jón lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1930. Kennsla varð hans aðalstarf, en jafnhliða því stundaði hann búskap. Hann hélt unglingaskóla á Dalvík, varð síðan skólastjóri unglingaskólans á Siglufirði og skólastjóri Gagnfræðaskóla Siglufjarðar frá stofnun hans. Kona Jóns var Anna Stefánsdóttir, þau eignuðust níu börn. Jón hóf búskap sinn á Völlum, síðar í Gröf, en árið 1947 flutti hann með fjölskyldu sína að Böggvistöðum við Dalvík. Eftir að hann lét af kennslu á Siglufirði stundaði hann kennslustörf á Dalvík á meðan heilsa hans leyfði."

Kristján Eiríksson (1945-

  • S02428
  • Person
  • 19. nóv. 1945-

Kristján fæddist á Fagranesi á Reykjaströnd í Skagafirði árið 1945. Hann lauk stúndentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri, BA - prófi og cand. mag.prófi í íslenskum bókmenntum frá H.Í. Kristján kenndi lengi við Menntaskólann á Laugarvatni. Var lektor í íslenskum bókmenntum í Björgvin í Noregi, einnig kenndi hann við KHÍ. Kristján hefur starfað við Árnastofnun frá árinu 1999. Eiginkona hans er Sigurborg Hilmarsdóttir. Þau eiga þrjú börn.

Stanley Guðmundsson Melax (1893-1969)

  • S03171
  • Person
  • 07.12.1893-11.12.1969

Stanley Guðmundsson, síðar Melax, f. að Laugalandi á Þelamörk 07.12.1893 (að eigin sögn, 11.12. skv. kirkjubók), d. 20.06.1969 í Reykjavík. Foreldrar: Guðmundur Jónsson á Laugalandi og unnusta hans Guðný Oddný Guðjónsdóttir. Er Stanley var á þriðja ári andaðist faðir hans snögglega áður en þau móðir hans hugðust ganga í hjónaband. Hann ólst upp hjá móður sinni, á Akureyri og þar í grennd. Hún fylgdi honum og hélt heimili fyrir hann á námsárunum í Reykjavík. Hann gekk í Gagnfræðaskólann á Akureyri og var við barnakennslu á Akureyri næstu vetur. Haustið 1913 fór hann í fjórða bekk Menntaskólans í Reykjavík og lauk stúdentsprófi þaðan vorið 1916. Þá um haustið fór hann í guðfræðideild Háskólans og lauk þaðan prófi 1920. Skömmu síðar tók hann upp ættarnefnið Melax fyrir sig og fjölskyldu sína. Var vígður til Barðsprestakalls 1920 og skipaður í embætti vorið eftir. Var þar prestur í ellefu ár eða til vors 1931 er honum var veittur Breiðabólsstaður í Vesturhópi og þjónaði hann þar til 1960, er hann fluttist til Reykjavíkur eftir hartnær 40 ára prestsskap. Fyrstu árin var móðir hans ráðskona hjá honum. Stanley var í hreppsnefnd Haganeshrepps og oddviti hennar 1928-1931, sóknarnefndarformaður í 36 ár, stöðvarstjóri og bréfhirðingarmaður á Breiðabólsstað 1931-1960. Prófdómari í nálægum skólahverfum mestalla sína prestskapartíð.
Maki (g. 18.11.1928): Guðrún Ólafsdóttir Melax (15.09.1904-26.07.1999) frá Haganesi í Fljótum. Þau eignuðust fimm börn. Einnig tóku þau tvö börn í fóstur eftir að faðir þeirra, Björn Jónsson, drukknaði af þilskipinu Maríönnu í maí 1922. Þau voru Jónína Guðrún Björnsdóttir(1916-1966) og Sigurbjörn Halldór Björnsson (1919-1986). Móðir þeirra var Rósa Jóakimsdóttir.

Sigríður Guðbjörg Jóhannsdóttir (1894-1962)

  • S03170
  • Person
  • 19.11.1894-19.02.1962

Sigríður Guðbjörg Jóhannsdóttir, f. 19.11.1894, d. 19.02.1962. Foreldrar: Jóhann Oddsson (07.07.1864-14.04.1949), búsettur á Siglunesi og víðar, og kona hans Jóhanna Friðbjarnardóttir (26.08.1863-10.09.1897). Ólst upp á Siglunesi og víðar. Fylgdi föður sínum eftir að móðir hennar dó.
Gift Jóhanni Friðgeiri Steinssyni smið á Akureyri. Skráð húsfreyja þar árið 1930. Skráð leigjandi í Hafnarstræti 63 á Akureyri í manntali árið 1920, þá ógift. Sigríður og Jóhann eignuðust sex dætur.
Sigríður kom að uppbyggingu drengjaheimilisins að Ástjörn og stofnaði sjóð til styrktar heimilinu.
Sigríður var móðuramma Jóhanns Friðgeirs Valdimarssonar söngvara.

Árni Halldórsson (1916-1995)

  • S00940
  • Person
  • 12.04.1916-01.01.1995

Sonur Karólínu Sigurrósar Konráðsdóttur og Halldórs Stefánssonar smiðs á Sauðárkróki. Kaupmaður í Hafnarfirði, kvæntist Guðrúnu Valdimarsdóttur.

Garðar Skagfjörð Jónsson (1913-2009)

  • S01936
  • Person
  • 24. des. 1913 - 16. sept. 2009

Garðar Skagfjörð Jónsson fæddist á Mannskaðahóli í Skagafirði 24. desember 1913. Foreldrar hans voru Jón Jónsson bóndi og Sigríður Halldórsdóttir. Þegar Garðar var um þriggja ára gamall fór hann í fóstur til móðursystur sinnar Efemíu og Sigurjóns Gíslasonar að Syðstu-Grund í Blönduhlíð. ,,Garðar varð gagnfræðingur frá MA árið 1932, hann lauk kennaraprófi frá KÍ 1935, var farkennari á Höfðaströnd 1935-1939, þá varð hann skólastjóri við barnaskóla Hofsóss til ársins 1978. Garðar vann ýmis trúnaðarstörf á Hofsósi. Hann var hreppstjóri Hofsósshrepps árið 1952-1972, formaður áfengisvarnarnefndar Skagafjarðar, í stjórn lestrarfélags Hofsóss, bókavörður í nokkur ár, í stjórn kennarafélags Skagafjarðar í nokkur ár og gæslumaður barnastúkunnar á Hofsósi. Árið 1978 flutti hann til Akureyrar ásamt konu sinni." Garðar kvæntist 5.5. 1946 Guðrúnu Sigfúsdóttir frá Gröf á Höfðaströnd, þau eignuðust eina dóttur, fyrir átti Guðrún dóttur.

Þuríður Helga Þorsteinsdóttir (1912-1996)

  • S03144
  • Person
  • 28. júlí 1912 - 6. maí 1996

Foreldrar: Þorsteinn Helgason s. b. í Stóra-Holti í Fljótum og f.k.h. María Guðmundsdóttir. Þuríður fæddist á Rifkelsstöðum í Eyjafirði. Fjögurra ára gömul fluttist hún með foreldrum sínum til Akureyrar og bjó þar í þrjú ár. Árið 1919 flutti fjölskyldan að Rangárvöllum í Kræklingahlíð en þar missti Þuríður móður sína árið 1921. Árið 1926 flutti hún ásamt föður sínum, stjúpu (Sigurbjörgu Bjarnadóttur) og systkinum að Stóra-Holti í Fljótum. Þegar Þuríður var 21 árs féll stjúpa hennar frá og stóð hún þá fyrir búi ásamt föður sínum í þrjú ár. Árið 1935 kvæntist hún Jóni Jónssyni frá Helgustöðum í Fljótum. Þau bjuggu fyrst um sinn í Stóra-Holti en fluttu svo að Helgustöðum árið 1937 þar sem þau bjuggu til ársins 1967 er þau fluttu til Sauðárkróks. Þuríður og Jón eignuðust sjö börn og tóku einn fósturson. Þuríður var ein af stofnendum kvenfélagsins Framtíðarinnar í Fljótum og var formaður þess í 20 ár. Einnig sat hún í skólanefnd Holtshrepps í fjögur ár.

Þorsteinn Helgason (1886-1970)

  • S00030
  • Person
  • 6. júlí 1886 - 22. júní 1970

Þorsteinn Helgason var fæddur í Gröf í Kaupangssveit, Eyjafirði þann 6. júlí 1886. Bóndi á Rifkelsstöðum í Eyjafirði 1910-1916, á Höfða á Akureyri 1917-1919, á Rangárvöllum í Kræklingahlíð, Eyjafirði 1919-26 og í Stóra-Holti í Fljótum frá 1926-1946, bjó áfram í Stóra-Holti hjá syni sínum. Á unga aldri æfði Þorsteinn glímu og var mjög virkur í ungmennafélaginu Unglingi í Öngulsstaðahreppi, formaður þess 1910-1911. Þorsteinn var svo fær glímumaður að honum var boðið að fara með glímuflokki Jóhannesar Jósefssonar til Rússlands, það varð þó ekki úr því þar sem Þorsteinn veiktist af fótameini og lá í því á annað ár. Þorsteinn var framkvæmdasamur í búskap sínum og bryddaði upp á margri nýbreytni, ræktaði m.a. rauðkál, hvítkál, rauðrófur og hreðkur. Einnig var hann manna afkastamestur við kartöflurækt. Þorsteinn stofnaði Fóðurbirgðafélag Fljótamann. Hann sat einnig í stjórn búnaðarfélagsins í Fljótum og kom að stofnun nautgriparæktarfélagsins
Maki 1: María Guðmundsdóttir (1885-1921), þau eignuðust þrjú börn.
Maki 2: Sigurbjörg Bjarnadóttir (1888-1933), þau eignuðust einn son.

Sigurður Jónasson (1913-1989)

  • S03141
  • Person
  • 25. júlí 1913 - 6. des. 1989

Foreldrar: Jónas Jónsson b. og smáskammtalæknir í Hróarsdal í Hegranesi og 3. k. h. Lilja Jónsdóttir. Sigurður starfaði sem smiður. Kvæntist Lilju Sigurðardóttur kennara frá Sleitustöðum árið 1955, þau eignuðust þrjú börn. Þau hófu búskap í Hróarsdal árið 1957 og bjuggu þar til ársins 1969 er þau fluttu til Akureyrar en dvöldu þó flest sumur í Hróarsdal.

Anna Soffía Þorsteinsdóttir (1899-1928)

  • S03137
  • Person
  • 8. ágúst 1899 - 29. apríl 1928

Foreldrar: Þorsteinn Guðmundsson og Ágústa Þorkelsdóttir á Víðivöllum. Vinnukona á Akureyri 1920. Lést ógift og barnlaus.

Bjarni Garðar Skagfjörð Svavarsson (1922-1989)

  • S01412
  • Person
  • 10. júlí 1922 - 4. júlí 1989

Foreldrar: Svavar Þorsteinsson frá Víðivöllum og Laufey Emilsdóttir Petersen. Var á Akureyri 1930. Húsasmiður, síðast bús. í Keflavík.

Laufey Emilsdóttir Petersen (1899-1957)

  • S01410
  • Person
  • 23. okt. 1899 - 1. júlí 1957

Foreldrar: Emil Petersen og Þuríður Gísladóttir á Akureyri. Móðir Laufeyjar lést þegar hún var níu ára gömul. Lausakona á Sveinsstöðum, Lýtingsstaðahr., Skag. 1920. Húsfreyja á Akureyri 1930. Laufey var alsystir Tryggva Emilssonar verkamanns og rithöfundar. Maki: Svavar Þorsteinsson (1902-1924) frá Víðivöllum.

Björn Daníelsson (1920-1974)

  • S00326
  • Person
  • 16. feb. 1920 - 22. júní 1974

,,Fæddur á Stóru-Ásgeirsá í Víðidal í Vestur-Húnavatnssýslu. Foreldrar hans voru Daníel Daníelsson lengst b. í Valdarási í Víðidal og k.h. Þórdís Pétursdóttir frá Stökkum á Rauðasandi. Björn lauk kennaraprófi árið 1940 og hóf þegar kennslu. Fyrst í Laxárdal í S.-Þing., þar næst í Þorkelshólsskólahveri í V-Hún., þá á Akureyri og síðan á Dalvík frá 1943-1952, er hann tók við skólastjórn barnaskólans á Sauðárkróki. Því starfi hélt hann til dauðadags eða í 22 ár. Björn var bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn um nokkurra ára skeið og átti þá sæti í bæjarráði og ýmsum nefndum bæjarins. Einnig tók hann þátt í störfum ýmissa félaga. Björn sat jafnframt í stjórn sögufélags Skagfirðinga, í sóknarnefnd Sauðárkróks í áraraðir og var ritstjóri tímarits Umf. Tindastóls. Björn kvæntist árið 1943, Margréti Ólafsdóttur (1916-2015) frá Stóru-Ásgeirsá í Víðidal, þau eignuðust þrjá syni.

Jónas Hallgrímsson (1915-1977)

  • S03130
  • Person
  • 28. mars 1915 - 15. jan. 1977

Fæddist á Akureyri 28. mars 1915. Faðir: Hallgrímur Einarsson (1878-1948) ljósmyndari á Akureyri. Móðir: Guðný Marteinsdóttir (1886-1928) húsfreyja á Akureyri. Jónas nam hjá föður sínum eftir 1935. "Var með sjálfstæðan ljósmyndarekstur á Akureyri frá því fyrir 1939. Starfaði á ljósmyndastofu Jóns og Vigfúsar. Tók við plötu- og filmusöfnum föður síns og Kristjáns bróður síns eftir lát Kristjáns 1963. Rak Myndver á Akureyri 1968-1974 ásamt Matthíasi Gestssyni." Safn hans varðveitt á Minjasafninu á Akureyri.

Sigrún Jóhannesdóttir (1889-1934)

  • S00638
  • Person
  • 1. ágúst 1889 - 28. mars 1934

Foreldrar: Jóhannes Davíð Ólafsson sýslumaður á Sauðárkróki 1884-1897 og k.h. Margrét Guðmundsdóttir Johnsen. Var í Hafnarstræti 92 á Akureyri, Eyj. 1910. Kvæntist Sigvalda Bendy gullsmíðameistara í Kaupmannahöfn.

Jón Kristján Andrésson (1897-1967)

  • S03116
  • Person
  • 1. sept. 1897 - 26. jan. 1967

Frá Öldubakka á Skaga. Sonur Andrésar Péturssonar b. á Öldubakka o.v. og k.h. Kristjönu Jónsdóttur. Sjómaður á Sauðárkróki, seinna búsettur á Akureyri. Kvæntist Guðlaugu Konráðsdóttur frá Brekkukoti í Blönduhlíð, þau eignuðust fjögur börn.

Stefán Sigurðsson (1920-1993)

  • S00926
  • Person
  • 19.03.1920-08.02.1993

Fæddur á Ísafirði. Foreldrar: Sigurður Sigurðsson, sýslumaður Skagfirðinga og Stefanía Arnórsdóttir. Stefán stundaði ýmis störf til lands og sjós á yngri árum. Varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1942 og cand. Juris frá Háskóla Íslands árið 1951. Að námi loknu gegndi hann stöðu fulltrúa sýslumanns Skagfirðinga og bæjarfógetans á Sauðárkróki, eða frá 1952-1961. Hann varð héraðsdómslögmaður árið 1958. Maki: Erla Gísladóttir. Þau eignuðust ekki börn. Þau fluttust á Akranes árið 1961 og starfaði Stefán um skeið sem fulltrúi bæjarfógeta þar. Stofnaði síðan lögmannsstofu sem hann rak til dánardags.

Haukur Kristjánsson (1928-1994)

  • S03092
  • Person
  • 13. júlí 1928 - 15. júlí 1994

Foreldrar: Kristján Árnason b. á Krithóli o.v. og k.h. Ingibjörg Jóhannsdóttir. Bifvélavirki, verkstjóri í mjólkurstöð KEA á Akureyri. Haukur kvæntist Önnu Steindórsdóttur frá Akureyri 26. janúar 1952, þau eignuðust tvö börn.

Bjarni Bjarnason (1889-1970)

  • S03081
  • Person
  • 23. okt. 1889 - 2. ágúst 1970

Fæddur að Búðarhóli í Landeyjum. Gagnfræðapróf Flensborg 1909. Kennarapróf KÍ 1912. Kennarapróf í íþróttum og sundi við Statens Gymnastikinstitut í Kaupmannahöfn 1914. Námsför til Stokkhólms 1929. Kennari við barnaskólann í Hafnarfirði 1912–1915, skólastjóri 1915–1929. Jafnframt leikfimikennari við Flensborgarskóla 1912–1927 og íþróttakennari í ýmsum íþróttafélögum í Hafnarfirði. Keypti Straum í Hafnarfirði og rak þar búskap 1918–1930. Skólastjóri Héraðsskólans á Laugarvatni 1929–1959. Jafnframt stundakennari við skóla Björns Jakobssonar, síðar Íþróttakennaraskóla Íslands 1932–1946 og Húsmæðraskóla Suðurlands 1942–1952. Ráðsmaður við skólabúið að Laugarvatni 1935–1953, sjálfur bóndi þar 1953–1962 og átti þar heima til 1967, er hann fluttist til Reykjavíkur. Formaður Sambands íslenskra barnakennara frá stofnun 1921–1927, í stjórn til 1931. Í miðstjórn Framsóknarflokksins 1933–1956. Gæslustjóri Búnaðarbanka Íslands 1938. Kosinn í landsbankanefnd 10. mars 1938. Í stjórn Íþróttakennaraskóla Íslands 1942–1960. Fulltrúi á aðalfundum Stéttarsambands bænda 1945–1960 og fulltrúi á Búnaðarþingi 1946–1962. Í stjórn Stéttarsambands bænda 1953–1960. Átti sæti í tryggingaráði 1953–1956 og 1959–1967.
Alþingismaður Árnesinga 1934–1942, alþingismaður Snæfellinga 1942 (Framsóknarflokkur). Gaf út 1969–1970 Suðra, bók í þrem bindum um sunnlensk málefni.
Maki 1: Þorbjörg Þorkelsdóttir (fædd 9. október 1896, dáin 21. apríl 1946), þau voru barnlaus.
Maki 2: Anna Jónsdóttir (fædd 22. apríl 1906, dáin 24. júlí 1977), þau eignuðust tvö börn.

Haukur Snorrason (1916-1958)

  • S03080
  • Person
  • 1. júlí 1916 - 10. maí 1958

Fæddur á Flateyri. Búsettur á Akureyri 1930-1956, síðustu tvö árin í Reykjavík. Lauk gagnfræðaprófi á Akureyri og fór síðan til náms í Englandi. Starfaði sem gjaldkeri hjá Kaupfélagi Eyfirðinga um tíma og var einnig fræðslufulltrúi þess. Tók við ritstjórn blaðsins Dags á Akureyri árið 1944 og hélt því starfi til 1956. Þá varð hann annar af tveimur ritstjórum Tímans í Reykjavík. Á árunum 1947-1950 var hann einnig ritstjóri Samvinnunnar.
Maki: Else Friðfinnsson, þau eignuðust þrjú börn.

Guðmundur Ólafsson (1885-1958)

  • S03076
  • Person
  • 11. feb. 1885 - 16. maí 1958

Fæddur að Fjósatungu í Fnjóskadal. Lauk prófi frá Gagnfræðaskóla Akureyrar árið 1904. Stundaði barnakennslu á Ljósavatni, Skútustöðum, Djúpavogi og víðar 1904-1909. Lauk prófi frá Kennaraskólanum vorið 1910. Kennari við alþýðuskólann á Hvítárbakka 1910-1912 og farkennari í Fnjóskadal 1912-1920, stundaði búskap samhliða. Kennari við barnaskólann á Akranesi 1920-1928 og við héraðsskólann á Laugarvatni 1928-1955. Var við nám í Englandi 1921 og í Noregi 1939.
Maki: Ólöf Sigurðardóttir frá Dyrhólum í Mýrdal, þau eignuðust átta börn.

Guðborg Brynjólfsdóttir (1918-1993)

  • S02129
  • Person
  • 11. júlí 1918 - 30. ágúst 1993

Dóttir Brynjólfs Eiríkssonar b. á Gilsbakka í Austurdal og k.h. Guðrúnar Guðnadóttur frá Villinganesi. Þegar Guðborg var 13 ára gömul fluttust foreldrar hennar frá Gilsbakka til Akureyrar og var hún búsett þar til 1958 er hún fluttist til í Hveragerðis. Þar var hún í 30 ár starfsmaður hjá Náttúrulækningafélagi Íslands í Hveragerði og skrifstofustjóri þar mörg síðustu árin. Kvæntist Alberti Sigurðssyni rafvirkja frá Ísafirði, þau skildu.

Brynjólfur Eiríksson (1872-1959)

  • S03070
  • Person
  • 11. nóv. 1872 - 16. maí 1959

Foreldrar: Eiríkur Eiríksson b. á Skatastöðum og k.h. Hólmfríður Guðmundsdóttir. Brynjólfur ólst upp hjá foreldrum sínum á Skatastöðum en fór 16 ára í ársvist til Sveins bróður síns að Breiðargerði í Tungusveit. Síðan var hann um þriggja ára skeið vinnumaður á Ábæ í Austurdal. Lauk prófi frá Bændaskólanum á Hólum 1895. Eftir það vann hann að jarðabótum á vorin, í kaupavinnu á sumrin en kenndi börnum á vetrum. Bóndi í Breiðargerði 1904-1909, á Hofi í Vesturdal 1909-1910, á Gilsbakka í Austurdal 1919-1923 en bjó áfram á jörðinni til 1931 er þau fluttu til Akureyrar og bjuggu þar síðan. Maki: Guðrún Guðnadóttir frá Villinganesi, þau eignuðust sjö börn.

Halldór Gottskálk Jóhannsson (1871-1942)

  • S03037
  • Person
  • 25. nóv. 1871 - 9. júní 1942

Fæddur að Rein í Hegranesi. Foreldrar: Jóhann Þorvaldsson, bóndi að Rein og víðar og kona hans Ingibjörg Guðmundsdóttir frá Finnstungu. Þau slitu samvistir þegar hann var ársgamall.
Halldór var um árabil vinnumaður hjá Agli bónda á Merkigili. Hann var bóndi á hluta Gilsbakka 1896-1897, Egilsá 1899-1901, Löngumýri 1901-1904, Vöglum 1904-1912 (eignaðist þá jörð), Vaglagerði 1912-1920. Þaðan fluttist hann að Bakkaseli í Öxnadal og bjó þar í 6 ár. Þar stunduðu þau hjónin m.a. greiðasölu. Þá hættu þau hjónin búskap og dvöldust eftir það á Akureyri í skjóli barna sinna til æviloka. Maki: Jónína Jónsdóttir (1880-1958) frá Króksstöðum. Þau eignðust níu börn. Fyrir hafði Halldór eignast son með Björgu Steinsdóttir, þá vinnukonu á Stóru-Seylu.

Anna Sigríður Bogadóttir (1912-1972)

  • S00395
  • Person
  • 9. okt. 1912 - 12. apríl 1972

Anna Sigríður Bogadóttir fæddist á Hólum í Austur-Fljótum. Foreldrar: Bogi G. Jóhannesson og k.h. Kristrún Hallgrímsdóttir, þau bjuggu víða í Austur-Fljótum. Anna fór ung að vinna fyrir sér, fyrst á Siglufirði, síðan bæði á Akureyri og í Vestmannaeyjum. Árið 1936 tók hún saman við Jón Kjartansson frá Þverá í Hrollleifsdal. Þau hófu búskap að Sólbakka á Hofsósi og bjuggu þar síðan. Anna og Jón eignuðust þrjú börn.

Bjarni Sigurðsson (1889-1974)

  • S03005
  • Person
  • 24. júlí 1889 - 30. júlí 1974

Foreldrar: Sr. Sigurður Stefánsson prestur í Vigur og Þórunn Bjarnadóttir húsfreyja. Bjarni fór ungur til náms í Flensborgarskóla og lauk þaðan prófi 1907 en sneri aftur heim í Vigur að námi loknu og bjó þar alla tíð síðan. Hann var bóndi þar til tveir synir hans tóku við búi á 6. áratugnum en þau hjónin bjuggu áfram í Vigur. Hann var oddviti hreppsnefndar 1924—1962. Sýslunefndarmaður 1925—1962. Hreppstjóri Ögurhrepps frá 1936. Form. Búnaðarfélags Ögurhrepps 1921—1961 og fulltrúi á fundum Búnaðarsambands Vestfjarða 1923—1961. Í sáttanefnd frá 1926. í stjórn Formannasjóðs N.-Is. í 22 ár. Fulltrúi N.-Ís. á fundum Stéttarsambands bænda 1947—1956. Í stjórn Djúpbátsins h/f frá 1947. Hann var organisti í Ögurkirkju um 20 ára skeið. Maki: Björg Björnsdóttir frá Veðramóti í Gönguskörðum. Þau eignuðust 6 börn.

Ólafur Helgi Jensson (1879-1948)

  • S03000
  • Person
  • 8. jan. 1879 - 22. júní 1948

Ólafur Helgi Jensson, f. á Kroppsstöðum í Önundarfirði. Foreldrar: Jens Jónsson og Sigríður Jónatansdóttir. Ólafur ólst upp hjá foreldrum sínum til fermingaraldurs. Fór þá til náms til mágs síns, sr. Björns Jónssonar á Miklabæ í Skagafirði og dvaldist þar áralangt. Fór í Flensborgarskólann haustið 1894 og lauk þar námi vorið 1896. Gerðist þá verslunarmaður á Sauðárkróki hjá Popp kaupmanni. Vann þar um 14 ár, fyrst sem búðarmaður og síðan bókhaldari. Var svo verslunarstjóri á Hofsósi í 5 ár. Rak verslun og útgerð á Hofsósi frá vorinu 1910 í félagi við Jón Björnsson frá Gröf. Vegna mikils taps á fiskisölu erlendis lagði verslunin upp laupana árið 1922. Þá fluttist Ólafur með fjölskyldu sína til Siglufjarðar og fékkst þar við útgerð í nokkur ár. Hann varð gjaldkeri við útibú Íslandsbanka 1923 og gegndi því starfi til 1927. Þá var hann skipaður póstafgreiðslumaður í Vestmannaeyjum. Fluttist þangað og gegndi starfinu til æviloka. Var lengi í hreppsnefnd og sóknarnefnd á Hofsósi, á Siglufirði formaður niðurjöfnunarnefndar í 3 ár og átti sæti í skólanefnd þar í bæ. Sat í sáttanefnd og var sáttasemjari í vinnudeilum í Vestmannaeyjum. Maki: Lilja Haraldsdóttir (1882-1944) frá Sauðárkróki, þau eignuðust 5 börn.

Jón Sveinsson (1889-1957)

  • S02998
  • Person
  • 25. nóv. 1889 - 18. júlí 1957

Fæddur á Árnastöðum í Loðmundarfirði. Foreldrar: Sveinn Bjarnason bóndi og kona hans Sigríður Árnadóttir. Er Jón var á barnsaldri fluttist fjölskyldan til Borgarfjarðar eystri og bjó þar, síðan lengst af í Húsavík. Um fermingu réðst hann sem fjármaður til Einars Þórðarsonar að Desjamýri. Hann varð stúdent frá Menntaskóla Reykjavíkur vorið 1914 og innritaðist um haustið í lagadeild Háskóla Íslands. Þaðan útskrifaðist hann vorið 1919. Að loknu lagaprófi varð hann bæjarstjóri á Akureyri og gegndi því starfi til ársins 1934. Eftir það gegndi hann ýmsum opinberum störfum, var m.a. rannsóknardómari í skattamálum, auk málflutningsstarfa. Gegndi auk þess fjölda trúnaðarstarfa.

Maki: Fanney Guðmundsdóttir frá Ísafirði. Þau eignuðust 3 börn. Fyrir átti Jón einn son.

Helgi Skúlason (1892-1983)

  • S02992
  • Person
  • 22. júní 1892 - 7. nóv. 1983

Fæddur í Odda á Rangárvöllum. Foreldrar: Skúli Skúlason, stjórnarráðsritari og Sigríður Helgadóttir. Helgi var stúdent árið 1910 og lagði síðan stund á læknisfræði og lauk prófi árið 1915. Árið 1923 varð Helgi sérfræðingur í augnsjúkdómum, en þá hafði hann um hríð starfað að þeirri sérgrein. Hann varð héraðslæknir í Síðuhéraði frá 1. ágúst árið 1915, en því starfi gegndi hann til ársins 1919. Hann sinnti læknisstörfum í Reykjavík frá árinu 1921 til ársins 1927, en síðan á Akureyri. Hann var aukakennari í augnsjúkdómafræði við læknadeild Háskóla íslands á tímabilinu 1923 til 1927. Maki: Kara Sigurðardóttir Briem (1900-1982)

Margrét Pálsdóttir (1874-1937)

  • S02989
  • Person
  • 31. des. 1874 - 13. des. 1937

Foreldrar: Páll Andrésson og Anna Jónsdóttir bændur á Egilsá, Breið, Bústöðum og víðar. Margrét ólst að mestu leyti upp á Merkigili hjá þeim Agli og Sigurbjörgu. Var um tíma starfsstúlka hjá baróninum á Hvítárvöllum. Stundaði barnakennslu lengi, fyrst á Sauðárkróki og síðan á Akureyri. Kennari í Reykjavík 1930. Margrét kvæntist ekki en eignaðist dóttur með Sigtryggi Friðfinnssyni á Giljum.

Stefán Jóhann Stefánsson (1863-1921)

  • S02979
  • Person
  • 1. ágúst 1863 - 20. jan. 1921

Fæddur á Heiði í Gönguskörðum. Foreldrar: Stefán Stefánsson (1828-1910) og Guðrún Sigurðardóttir (1831-1903). Maki: Steinunn Frímannsdóttir (1863-1947). Þau eignuðust 2 börn.
Stefán tók stúdentspróf frá Lærða skólanum 1884 og nam náttúrufræði við Hafnarháskóla með grasafræði sem sérgrein en lauk ekki prófi. Kennari við Gagnfræðaskólann á Möðruvöllum, síðar á Akureyri 1887–1908, skólameistari frá 1908 til æviloka. Átti heima í Stórubrekku 1889–1891. Bóndi á Möðruvöllum 1891–1910, en fluttist með skólanum til Akureyrar 1902. Oddviti Arnarneshrepps um skeið. Í amtsráði 1894–1905, er amtsráðin voru lögð niður. Ferðaðist um landið til jurtarannsókna með styrk úr landssjóði flest sumur á árunum 1883–1900. Frumkvöðull að stofnun Náttúrufræðifélags Íslands 1889 og að stofnun Náttúrugripasafnsins. Átti sæti í millilandanefndinni 1907. Í bankaráði Íslandsbanka 1913–1919. Alþingismaður Skagfirðinga 1900–1908, konungkjörinn alþingismaður 1908–1915 (Framfaraflokkurinn, Framsóknarflokkurinn eldri, Þjóðræðisflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn eldri, utan flokka, Sambandsflokkurinn, Heimastjórnarflokkurinn). Samdi rit og greinar um grasafræði, skólamál og sjálfstæðismál Íslands.

Sveinn Ögmundsson (1897 -1979)

  • S02973
  • Person
  • 20. maí 1897 - 1. okt. 1979

Fæddur í Hafnarfirði. Foreldrar: Ögmundur Sigurðsson og fyrri kona hans Guðrún Sveinsdóttir en hún lést þegar Sveinn var á öðru ári. Giftist Ögmundur þá Guðbjörgu Kristjánsdóttur sem gekk Sveini í móðurstað. Sveinn varð gagnfræðingur aðeins fjórtán ára og stúdent fjórum árum síðar. Lauk guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1920. Kenndi veturinn eftir við gagnfræðaskólann í Flensborg. Vígðist til Kálfholts í Holtum haustið 1921 og bjó þar í áratug en fluttist þá niður í Þykkvabæ. Bjó þar á nokkrum stöðum uns byggt var prestsetrið Kirkjuhvoll 1943. Þar bjó hann til haustsins 1969 er hann fluttist til Reykjavíkur og bjó þar til æviloka. Meðfram preststarfinu sinnti hann kennslu.
Maki 1: Helga Sigfúsdóttir frá Mælifelli. Eignuðust þau 4 börn.
Maki 2: Dagbjört Gísladóttir frá Suður-Nýjabæ í Þykkvabæ. Þau eignuðust 3 dætur.

Stefán Bjarman (1894-1974)

  • S02968
  • Person
  • 10. jan. 1894 - 28. des. 1974

Fæddur að Nautabúi í Lýtingsstaðahreppi. Foreldrar: Árni Eiríksson frá Skatastöðum og Steinunn Jónsdóttir frá Mælifelli. Stefán flutti ungur með foreldrum sínum að Reykjum í Tungusveit og ólst þar upp. Um fermingaraldur fluttist Stefán með foreldrum sínum til Akureyrar og lauk þar gagnfræðaprófi 1911. Lá leiðin síðan til Reykjavíkur þar sem hann gekk í Menntaskólann. Þar bjó hann um skeið í Unuhúsi. Þýddi m.a. bækurnar Þrúgur reiðinnar eftir Steinbeck og bækur eftir Hemningway og Hamsun. Dvaldi um tíma í Bandaríkjunum og síðar í Danmörku. Um 1925 fór hann til Ameríku og dvaldist þar um árabil. Heimkominn gegndi hann m.a. kennarastörfum og veitti forstöðu vinnumiðlunarskrifstofunni á Akureyri. Stefán Bjarman var kunnur sem einn allra snjallasti bókmenntaþýðandi hérlendis, og þýddi m.a. Steinbeck, Hemingway og Hamsun.
Maki 1: Ágústa Kolbeinsdóttir, saumakona. Þau eignuðust ekki börn.
Maki 2: Þóra Eiðsdóttir Bjarman, iðnverkakona. Þau eignuðust ekki börn.

Marteinn Friðriksson (1924-2011)

  • S02964
  • Person
  • 22. júní 1924 - 18. apríl 2011

Marteinn Friðriksson fæddist á Hofsósi 22. júní 1924 og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Friðrik Jónsson (1894-1978) útvegsbóndi og Guðrún Sigurðardóttir (1902-1992). Marteinn var kvæntur Ragnheiði Jensínu Bjarman (1927-2007) og eignuðust þau sjö börn. Að loknu námi við Barnaskólann á Hofsósi stundaði Marteinn nám við Héraðsskólann á Laugarvatni og þar á eftir í Samvinnuskólanum í Reykjavík. Marteinn var mikill frjálsíþróttamaður á yngri árum og keppti í fjölmörgum greinum með ágætum árangri. Marteinn starfaði víða framan af, m.a. hjá Kaupfélagi Árnesinga, hjá KEA á Akureyri, vann á vegum SÍS við eftirlitsstörf og uppgjör kaupfélaga, hjá Útgerðarfélagi KEA og Fisksölusamlagi Eyfirðinga, hjá Kaupfélagi Ólafsfjarðar og rak bókabúð á Akureyri. Fjölskyldan flutti svo til Sauðárkróks árið 1955 og þar starfaði Marteinn sem framkvæmdastjóri Fiskiðju Sauðárkróks hf. frá stofnun hennar 1955 - 1987. Marteinn var bæjarfulltrúi á Sauðárkróki um langt skeið og sat í stjórnum fyrirtækja og félagasamtaka. Einnig vann hann að stofnun Útgerðarfélags Skagfirðinga og var stjórnarformaður þess um árabil. Jafnframt var hann formaður Tónlistarfélags Sauðárkróks í fjölmörg ár og stofnfélagi að Lionsklúbbi Sauðárkróks árið 1964.

Jóhannes Gísli Sölvason (1931-2007)

  • S02960
  • Person
  • 3. sept. 1931 - 19. feb. 2007

Jóhannes fæddist á Undhóli í Óslandshlíð í Hofshreppi í Skagafirði í september 1931. Foreldrar hans voru Sölvi Meyvant Sigurðsson og Halldóra Guðnadóttir á Undhóli, seinna í Reykjavík. Jóhannes ólst upp að Undhóli og að loknu barnaskólanámi fór hann til Akureyrar og lauk stúdentsprófi frá stærðfræðideild Menntaskólans á Akureyri vorið 1953. Þaðan lá leið hans til Reykjavíkur í Háskóla Íslands þaðan sem hann útskrifaðist 1957. Jóhannesar starfaði í varnarmáladeild utanríkisráðuneytisins í Reykjavík, var forstöðumaður Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli, fulltrúi í bókhaldsdeild Loftleiða hf. í Reykjavík og forstöðumaður fjármálasviðs International Air Bahama í New York 1970-1980. Eftir það var hann deildarstjóri fjármála- og bókhaldsdeildar Flugleiða hf. í New York og síðar í Columbia, Maryland. Áhugamál Jóhannesar voru margvísleg og sat hann m.a. í stjórn og varastjórn Frjálsíþróttasambands Íslands 1958–1961, var formaður 1960–1961. Jóhannes kvæntist fyrri konu sinni Kristjönu Jakobsdóttur Richter (1936), tónlistarkennara 1954 og eignuðust þau fjögur börn saman. Seinni kona Jóhannesar var Marilyn Hollander (1929-2006).

Guðbrandur Magnússon (1907-1994)

  • S02958
  • Person
  • 24. ágúst 1907 - 15. okt. 1994

Guðbrandur var fæddur að Hólum í Steingrímsfirði 24. ágúst 1907. Foreldrar hans voru Magnús Steingrímsson og Kristín Árnadóttir. Guðbrandur varð gagnfræðingur frá Akureyri 1928 og lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1935. Hann stundaði enskunám í Pulteney Institute í London 1937-1938. Guðbrandur var víða kennari, meðal annars við bændaskólann á Hvanneyri, Austurbæjarskóla í Reykjavík og gagnfræðiskólann á Siglufirði. Jafnframt var Guðbrandur skólastjóri á Hofsósi, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Hólmavík og skólastjóri gagnfræðiskólans á Akranesi. Guðbrandur varð aftur kennari við gagnfræðiskólann á Siglufirði 1947 og starfaði við skólann til 1976 er hann lét af störfum. Guðbrandur skrifaði fjölda blaða- og tímaritsgreina, einkum um náttúrufræði og var kjörfélagi Hins íslenska náttúrufræðifélags og sæmdur gullmerki þess. Eiginkona Guðbrandar var Anna Júlía Magnúsdóttir (1920-2011) frá Vestmannaeyjum og eignuðust þau átta börn.

Hulda Jónsdóttir (1921-2002)

  • S02953
  • Person
  • 1. sept. 1921 - 8. des. 2002

Hulda Marharð Jónsdóttir fæddist á Svaðastöðum í Viðvíkursveit þann 1. september 1921 og var dóttir Jóns Friðrikssonar (1900-1955) frá Svaðastöðum og Sigurlaugar Guðrúnar Sigurðardóttur (1903-1971) frá Hvalnesi. Eftir að foreldrar Huldu slitu samvistum ólst hún upp hjá föðurforeldrum sínum á Svaðastöðum, þeim Pálma Símonarsyni og Önnu Friðriksdóttur. Hulda útskrifaðist frá Húsmæðraskólanum á Hallormsstað árið 1942 og nam svo ljósmóðurfræði og útskrifaðist sem ljósmóðir árið 1944. Árið 1945 giftist Hulda Rögnvaldi Jónssyni frá Marbæli í Óslandshlíð og bjuggu þau þar til ársins 1972 þegar þau fluttu til Akureyrar, þau eignuðust fimm börn. Samhliða því að sinna bæði búi og heimili á Marbæli starfaði hún um tíma sem ljósmóðir í Hofsósumdæmi.

Jónas Jónsson (1885-1968)

  • S02945
  • Person
  • 1. maí 1885 - 19. júlí 1968

Fæddur í Hriflu í Bárðardal. Foreldrar: Jón Kristjánsson bóndi þar og kona hans Rannveig Jónsdóttir. ,,Gagnfræðapróf Akureyri 1905. Nám í lýðháskólanum í Askov á Jótlandi 1906–1907, í kennaraháskólanum í Kaupmannahöfn 1907–1908. Kynnti sér skólamál í Þýskalandi, Frakklandi og Englandi 1908–1909 með styrk úr landssjóði, dvaldist þá m. a. eitt missiri á Ruskin College í Oxford. Kennari við unglingaskólann á Ljósavatni 1905–1906. Kennari við Kennaraskólann í Reykjavík 1909–1918. Skólastjóri Samvinnuskólans frá stofnun hans haustið 1919–1927 og 1932–1955. Skipaður 28. ágúst 1927 dóms- og kirkjumálaráðherra, lausn 20. apríl 1931, skipaður 20. ágúst 1931 dóms- og kirkjumálaráðherra að nýju, lausn 28. maí 1932, en gegndi störfum til 3. júní. Kosinn 1925 í bankamálanefnd, 1926 í alþingishátíðarnefnd. Í dansk-íslensku ráðgjafarnefndinni 1926–1939. Í Þingvallanefnd 1928–1946. Í menntamálaráði 1934–1946. Tók sæti í bankaráði Landsbankans 1927 og 1936, í orðunefnd 1935–1944. Forseti Þjóðvinafélagsins 1940–1941. Í skipulagsnefnd atvinnumála 1934. Formaður Framsóknarflokksins 1934–1944. Í bæjarstjórn Reykjavíkur 1938–1942. Í skipulagsnefnd bygginga við Lækjargötu 1943."

,,Landskjörinn alþingismaður 1922–1934, alþingismaður Suður-Þingeyinga 1934–1949 (Framsóknarflokkur).
Dóms- og kirkjumálaráðherra 1927–1931 og 1931–1932.
Milliþingaforseti efri deildar 1932 og 1933."

,,Afkastamikill rithöfundur, skrifaði bækur, bókarkafla og greinar í blöð og tímarit. Samdi kennslubækur, oft endurprentaðar, og skrifaði greinar um menn og málefni: skólamál, samvinnumál, þjóðfélagsmál o. fl. — Jónas Kristjánsson annaðist útgáfu bókarinnar: Jónas Jónsson frá Hriflu. Ævi hans og störf (1965). Indriði G. Þorsteinsson skrifaði: Samtöl við Jónas (1977). Guðjón Friðriksson skrifaði ævisögu Jónasar Jónssonar í þremur bindum: Með sverðið í annarri hendi og plóginn í hinni. Dómsmálaráðherrann. Ljónið öskrar (1991–1993).
Ritstjóri: Skinfaxi (1911–1917). Tímarit íslenskra samvinnufélaga (1917–1925). Samvinnan (1926– 1928 og 1931–1946). Ófeigur (1944–1956). Landvörn (1946). Landvörn (1948–1953)."

Gísli Sveinsson (1880-1959)

  • S02928
  • Person
  • 7. des. 1880 - 30. nóv. 1959

Fæddur að Sandfelli í Öræfum. Foreldrar: Sveinn Eiríksson (1844-1907) prestur í Sandfelli og kona hans Guðríður Pálsdóttir (1845-1920). Lauk stúdentsprófi frá Lærða skólanum árið 1903 og lögfræðiprófi frá Hafnarháskóla 1910. Um tíma bæjarfógeti og settur sýslumaður á Akureyri. Varð yfirdómslögmaður í Reykjavík árið 1910. Sýslumaður í Víkurkauptúni í V-Skaftafellssýslu. Skipaður sendiherra í Noregi árið 1947. Alþingismaður 1916-1921, 1933-1942 og 1946-1947 fyrir Vestur-Skaftfellinga. Landskjörinn þingmaður 1942-1946. Gegndi ýmsum nefndarstörfum og ritaði margar greinar um sjálfstæðismál Íslendinga og kirkjumál. Samdi einnig bækling um Kötlugosið 1918 og afleiðingar þess. Maki: Guðrún Pálína Einarsdóttir (1890-1981). Þau eignuðust fjögur börn.

Einhildur Sveinsdóttir (1912-2008)

  • S02921
  • Person
  • 6. ágúst 1912 - 29. júní 2008

Fædd á Eyvindará í Eiðaþinghá í S.- Múl. Foreldrar: Sveinn Árnason bóndi á Eyvindará (1866-1924) og Guðný Einarsdóttir (1877-1924). Systkinahópurinn á Eyvindará varð fyrir þeirri skelfilegu reynslu að foreldrarnir dóu úr lungnabólgu með níu daga millibili í febrúar 1924. Elstu systkinin, Guðný og Björn, þá um tvítugt, ákváðu þó að halda áfram búskap foreldranna og annast og ala upp yngri systkini en Einhildur var þá 11 ára. Einhildur gekk í Alþýðuskólann á Eiðum frá 1931-32. Á næstu árum var hún á vetrum í vist á ýmsum heimilum í Reykjavík en sumrum eyddi hún í átthögunum. Hún stundaði nám við Kvennaskólann í Reykjavík 1936-7 og þar með var brautin mörkuð. Til Akureyrar flutti hún 1939 og vann á Akureyrarspítala við matreiðslu og var ráðskona þar í ein 3-4 ár. Síðan varð hún matráðskona við Menntaskólann álíka lengi. Matsölu stundaði hún svo á eigin vegum næstu árin. Við tóku verslunarstörf og hún keypti verslunina Brekku og rak í nokkur ár. Í hjáverkum stofnaði hún ásamt vinkonu sinni Kristínu Ísfeld litla bókaútgáfu, Von, og gáfu þær út nokkrar bækur.
Maki: Marteinn Sigurðsson frá Veturliðastöðum í Fnjóskadal. Þau hjón stofnuðu verslunina Drangey í Brekkugötu og höndluðu með málverk, minjagripi og hannyrðavörur af ýmsu tagi. Saman störfuðu þau Einhildur og Marteinn að verslun sinni, allt til þess að heilsu hans fór að hraka upp úr 1960. Þá hélt hún versluninni áfram í smærri stíl á heimili þeirra.

Ólafur Kristjánsson (1884-1958)

  • S02919
  • Person
  • 15. júní 1884 - 15. nóv. 1958

Foreldrar: Kristján Kristjánsson og kona hans Ingibjörg Jónsdóttir, síðast búsett á Ábæ í Austurdal. Ólafur ólst upp hjá foreldrum sínum á Keldulandi til 1887, í Reykjaseli á Mælifellsdal eitt ár, á Tyrfingsstöðum á Kjálka í fjögur ár og á Ábæ til fullorðinsára. Hann nam trésmíðar á Akureyri um 1906-1908 og síðan voru trésmíðar jafnan hans aðalstarf. Ólafur hóf, ásamt fyrri konu sinni, búskap á Ábæ sumarið 1912 og voru þau þar eitt ár. Fluttust þaðan að Glæsibæ í Staðarhreppi og voru þar um skeið. Árið 1932 hóf hann, ásamt seinni konu sinni, búskap á hluta af jörðinni Sveinsstöðum og bjuggu þau þar til 1945. Þar áttu þau heimili áfram til 1955, þó að eigi dveldu þau þar að staðaldri síðari árin. Árið 1955 fluttist Ólafur til Akureyrar og dvaldist þar síðustu þrjú æviárin, ýmist á Kristneshæli þar sem kona hans starfaði eða hjá dóttur þeirra á Akureyri. Ólafur dvaldi löngum fjarri heimili sínu við smíðar og var yfirsmiður við fjölda bygginga í Lýtingsstaðahreppi. Þ.á.m. kirkjurnar á Ábæ, Mælifelli og Glaumbæ. Auk þessa stundaði hann vegavinnu um skeið. Heilsu hans tók að hnigna á árunum 1952-1955 svo hann gat ekki lengur stundað erfiðisvinnu að staðaldri. Tók hann þá að sér umsjón með heimavistarbarnaskóla Lýtingsstaðahrepps, Steinsstaðaskóla, og kenndi þar jafnframt en kona hans var þá ráðskona við skólann.
Maki 1: Lilja Aðalbjörg Jóhannesdóttir f. 31.07.1886 í Litladal í Eyjafirði d. 20.10.1930 á Sauðárkróki. Hún lést af völdum gigtarsjúkdóma. Þau eignuðust eina dóttur.
Maki 2: Guðlaug Egilsdóttir, f. 07.08.1905 á Sveinsstöðum, d. 03.05.1982 á Akureyri. Þau eignuðust eina dóttur.

Rósa Guðrún Sighvats (1943-

  • S02874
  • Person
  • 9. des. 1943-

Foreldrar: Sighvatur Pétursson Sighvats og Herdís Pálmadóttir frá Reykjavöllum. Fædd og uppalin á Sauðárkróki. Nú búsett á Akureyri.

Guðrún Margrét Albertsdóttir (1902-1970)

  • S02868
  • Person
  • 4. des. 1902 - 29. apríl 1970

Foreldrar: Gottskálk Albert Björnsson frá Kolgröf og Hólmfríður Margrét Guðjónsdóttir (alin upp á Sölvanesi). Guðrún Margrét ólst upp á Neðstabæ í Húnavatnssýslu. Maki: Valdimar Sigurjónsson. Þau eignuðust fimm börn. Þau bjuggu í Hreiðri í Holtum í Rangárvallasýslu til ársins 1964 er þau brugðu búi og fluttust til Hafnarfjarðar.

Magnús Jónsson (1938-1979)

  • S01892
  • Person
  • 18. nóv. 1938 - 2. des. 1979

Magnús Jónsson fæddist 18. nóvember 1938. Hann var sonur Ragnheiðar Möller og Jóns Magnússonar fréttastjóra. Hann var leikstjóri, leikritaskáld og sálfræðingur. Eftir stúdentspróf árið 1958 stundaði Magnús nám í kvikmyndagerð í Moskvu og lauk kvikmyndastjórn árið 1964. Er hann kom aftur heim til Íslands, stundaði hann leikstjórn og var hann tvö ár leikhússtjóri á Akureyri. Magnús samdi nokkur leikrit og gerði kvikmyndir. Hann hóf nám við sálarfræði við Háskóla Íslands og lauk þaðan prófi og var að ljúka framhaldsnámi í sálarfræði í Carbondale, Illinois í Bandaríkjunum er hann lést. Magnús Jónsson var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Kuregei Alexandra frá Jakútíu í Sovétríkjunum og áttu þau 4 börn.
Síðari kona hans er Renata Kristjánsdóttir.

Sigurður Guðmundsson (1878-1949)

  • S02857
  • Person
  • 3. sept. 1878 - 10. nóv. 1949

Sigurður Guðmundsson, f. 03.09.1878 á Æsustöðum í Langadal. Foreldrar hans voru Guðmundur, hreppstjóri á Æsustöðum og í Mjóadal, og k.h. Ingibjörg Guðrún Sigurðardóttir húsfreyja. Maki: Halldóra Ólafsdóttir, frá Kálfholti. Þau eignuðust sex börn. Sigurður tók stúdentspróf í Reykjavík 1902 og meistarapróf í norrænum fræðum við háskólann í
Kaupmannahöfn 1910. Hann var stundakennari við MR 1911-20, kenndi við Kennaraskólann 1912-21, gerðist þá skólameistari Gagnfræðaskóla Akureyrar sem síðar varð Menntaskóli Akureyrar, 1930. Sigurður var því fyrsti skólameistari MA og gegndi því starfi til 1947. Rit eftir Sigurð eru Ágrip af forníslenskri bókmenntasögu, 1915; Heiðnar hugvekjur og mannaminni, 1946 og Á sal, 1948.

Jakob Valdemar Havsteen (1844-1920)

  • S03057
  • Person
  • 6. ágúst 1844 - 19. júní 1920

Kaupmaður og etasráð á Akureyri, einnig kaupmaður á Hofsósi. Maki: Thora Emilie Marie Havsteen.

Fríða Emma Eðvarðsdóttir (1927-2009)

  • S02852
  • Person
  • 31. maí 1927 - 30. maí 2009

Fríða Emma Eðvarðsdóttir, f. 31.05.1927 í Lossa í Mið-Þýskalandi. Foreldrar: Berta Emma Karlsdóttir og Edmund Ulrich. Fríða flutti frá Þýskalandi með foreldrum sínum til Íslands þriggja ára gömul. Hún gekk í barnaskóla á Akureyri, en byrjaði ung að vinna fyrir sér. Í janúar 1949 fór hún að Þorsteinsstöðum í Tungusveit. Þar bjó Finnbogi Stefánsson sem varð síðar eiginmaður hennar, þau eignuðust fjögur börn en fyrir átti Fríða eina dóttur. Fríða bjó á Þorsteinsstöðum til ársins 1994, en flutti þá á Sauðárkrók.

Verslun L. Popps (1875-

  • S02850
  • Privat company
  • 02.07.1875-

Sumarið 1875 hóf Ludvig Popp, sem áður hafði verið verslunarmaður á Akureyri, lausakap á Sauðárkróki. Hann falaði Sauðárkrókshöndlun af Halli Ásgrímssyni og var gerður kaupsamningur 3. júlí þetta ár. Kristján Hallgrímsson varð fyrsti verslunarstjóri hans á Sauðárkróki en síðan Valgard Claessen, er Grafarósfélagið leið undir lok, en hann var síðasti verslunarstjóri þess. Popp fluttist til Sauðárkróks með fjölskyldu sína árið 1886. Hann hafði mikla verslun á Sauðárkróki, auk þess sem hann hafði í seli austan fjarðar.

Jón Jónsson (1861-1931)

  • S02823
  • Person
  • 29. sept. 1861 - 5. des. 1931

Foreldrar: Jón Þorkelsson bóndi á Hreppsendaá í Ólafsfirði og kona hans Anna Símonardóttir. Jón fæddist í Skarðsdal og ólst þar upp til átta ára aldurs en þá flutti fjölskyldan að Reykjarhóli í Austur-Fljótum og bjó þar til ársins 1871 en þá drukknaði faðir hans af hákarlaskipi frá Hraunum. Varð þá ekkjan að láta frá sér börnin nema það yngsta, Rögnvald. Jón fór því snemma að vinna fyrir sér og var á ýmsum stöðum í Fljótum til fullorðinsára. Þá fluttist hann inn í Hofshrepp og kvæntist þar. Maki: Anna Kristín Jóhannsdóttir, f. 25.03.1865 á Gröf á Höfðaströnd. Þau eignuðust sjö börn. Var bóndi á Torfhóli í Óslandshlíð 1887-1897, Stóragerði 1897-1906, Brekkukoti 1906-1909. Brá þá búi en reisti aftur bú á Torfhóli 1911. Var þar til 1918 en brá þá búi og fluttist til Hofsóss. Fluttust þau hjón þaðan til Siglufjarðar til Halldóru dóttur sinnar. Þar lést Anna Kristín og fór Jón þá til Akureyrar til Guðbjargar dóttur sinnar og bjó þar til dauðadags.

Andrés Þorsteinsson (1890-1959)

  • S02821
  • Person
  • 17. apríl 1890 - 12. mars 1959

Andrés Þorsteinsson, f. 17.04.1890 á Ytri-Hofdölum. Foreldrar: Þorsteinn Hannesson bóndi á Hjaltastöðum og kona hans Jórunn Andrésdóttir. Andrés ólst upp hjá foreldrum sínum til níu ára aldurs á Ytri-Hofdölum en þá fluttust þau í Hjaltastaði. Andrés hlaut venjulega undirbúningsfræðslu í heimahúsum en veturinn 1911-1912 fór hann í unglingaskólann á Sauðárkróki. Veturinn eftir var hann í bændaskólanum á Hólum en lauk ekki prófi þaðan. Næstu árin var hann heima og vann að búi móður sinnar. Bóndi á Hjaltastöðum 1917-1922. Eftir að búskap lauk fluttist Andrés til Siglufjarðar. Fyrstu árin þar vann hann ýmis störf, m.a. útgerð um skeið. Einnig í flatningsverksmiðju O.Tynes í nokkur sumur. Á vetrum var hann á verkstæði h.f. Odda á Akureyri og hlaut þar meistararéttindi vélsmiða. Árið 1926 tók hann minna mótorvélstjórapróf á Siglufirði. Stofnaði vélaverkstæði og rak til dauðadags.
Maki: Halldórs Jónsdóttir, f. 22.02.1896 frá Torfhóli í Óslandshlíð. Þau eignuðust einn son og tóku einn fósturson.

Jón Pétursson (1867-1946)

  • S02820
  • Person
  • 3. júlí 1867 - 7. feb. 1946

Jón Pétursson, f. í Valadal 03.07.1867. Foreldrar: Pétur Pálmason bóndi í Valadal og síðar á Álfgeirsvöllum og kona hans Jórunn Hannesdóttir frá Hömrum. Jón var bóndi í Sölvanesi 1889-1890, á Löngumýri 1890-1891, í Valadal 1891-1897, á Nautabúi 1897-1912, í Eyhildarholti 1912-1923, Neðri Haganesvík og Dæli í Fljótum 1926-1930 en fluttist þá til Akureyrar.
Jón var landskunnur hagyrðingur og einn af þekktustu hestamönnum í Skagafirði á sínum tíma.
Maki: Sólveig Eggertsdóttir (1869-19446). Þau eignuðustu 13 börn.

Ólafur Jónsson (1895-1980)

  • S02801
  • Person
  • 23. mars 1895 - 16. des. 1980

Ólafur Björgvin Jónsson, f. 23.03.1895 að Freyshólum á Fljótsdalshéraði. Foreldrar: Jón Ólafsson og Hólmfríður Guðmundsdóttir. Fór til náms við Búnaðarskólann á Hvanneyri og síðan í Landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn. Þaðan lauk hann prófi 1924. Sama ár var hann ráðinn framkvæmdastjóri Ræktunarfélags Norðurlands og settist að í Gróðrarstöðinni á Akureyri. Árið 1949 lét hann þar af störfum og gerðist jarðræktarráðunautur hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar og síðar hjá sambandi nautgripartæktarfélaganna þar. Þar vann hann til 1965 er hann varð sjötugur. Auk þessara starfa stundaði hann jafnan rannsóknir og sinnti skáldskap. Hann hóf útgáfu á Handbók bænda og ritstýrði henni frá 1950-1960. Ritaði margt um jarðfræði Íslands og bar þar hæst rit hans Ódáðahraun í þremur bindum, Skriðuföll og snjóflóð í tveimur bindum og ritin Dyngjufjöll, Askja og Berghlaup. Einnig sendi hann frá sér skáldsöguna Öræfaglettur og ljóðabókina Fjöllin blá. Loks komu út nokkkrar frásagnir og smásögur í bókinni Strípl. Æviminningar hans komu út á árunum 1971-1972 og bera heitið Á tveimur jafnfljótum.

Kaupfélag Eyfirðinga (1886-)

  • S02800
  • Organization
  • 1886-

Kaupfélag Eyfirðinga var stofnað á Grund í Eyjafirði 19. júní 1886 af nokkrum bændum úr innsveitum Eyjafjarðar. Upphaflega hét félagið Pöntunarfélag Eyfirðinga en 1887 var það nefnt Kaupfélag, síðan aftur Pöntunarfélag frá 1894 uns nafnið Kaupfélag Eyfirðinga var skráð 1906 og hefur það haldist síðan. Fyrirmynd félagsins var sótt í Þingeyjarsýslur því
Kaupfélag Þingeyinga hafði starfað í 4 ár og bændur þar skorað á Eyfirðinga að gjöra slíkt hið sama sem þeir og gerðu sumarið 1886. Í fyrstu var KEA smátt í sniðum, enda stofnað til að ákvarða stefnu varðandi verslun og vörupantanir, sérstaklega hvað snerti sölu á sauðum í fremstu hreppum Eyjafjarðar. Árið 1906 var fyrsta sölubúð KEA opnuð á Akureyri og markaði sá atburður tímamót í sögu félagsins og raunar samvinnuhreyfingarinnar allrar. Með lögum félagsins sem samþykkt voru á aðalfundi þetta ár var félaginu breytt úr pöntunarfélagi í sölufélag. Fyrsta hús KEA var reist á sunnanverðu Torfunefi 1898 og í framkvæmdastjóratíð Hallgríms Kristinssonar, 1902-1918, keypti félagið lóðina austan við verslunarhús sitt allt til sjávar, auk þess sem það festi kaup á mestöllum sérdeildum, lyfjabúð, byggingavörudeild og raflagnadeild. Félagið átti mjólkurvinnslustöð, sláturhús og kjötiðnaðarstöð. Sjávarútvegur var einnig býsna snar þáttur í starfsemi félagsins, sérstaklega á Dalvík og í Hrísey. KEA var hluthafi í mörgum stórum atvinnufyrirtækjum og má í því sambandi nefna Vélsmiðjuna Odda, Þórshamar, Slippstöðina, ÚA og ístess. í samvinnu við SÍS rak félagið Kaffibrennslu Akureyrar, Efnaverksmiðjuna Sjöfn og Plasteinangrun hf. Af eigin iðnfyrirtækjum má nefna Brauðgerð KEA, Smjörlíkisgerð KEA og Efnagerðina Flóru.

Valdimar Eyberg Ingimarsson (1927-1989)

  • S02795
  • Person
  • 2. des. 1927 - 27. mars 1989

Valdimar Eyberg Ingimarsson, f. 02.12.1927 á Brandaskarði í A-Húnavatnssýslu. Foreldrar: Ingimar Sigvaldason og Valný M. Benediktsdóttir. Valdimar ólst upp á Brandaskarði til fjögurra ára aldurs, eftir það fluttist hann með móður sinni og móðurömmu í Skagafjörð þar sem hann var til 26 ára aldurs. Hann vann þar ýmis landbúnaðarstörf. Þaðan lá leiðin til Reykjavíkur og síðar Hafnafjarðar. Var bústjóri í Vestmannaeyjum og vann við Skipasmíðastöðina Dröfn í Hafnarfirði. Síðustu 20 æviárin vann hann hjá Póststofunni í Hafnarfirði. Síðast búsettur í Hafnarfirði.
Maki 1: Fjóla Hafsteinsdóttir. Þau eignuðust einn son.
Maki 2: Hólmfríður Kristjánsdóttir. Hún lést eftir langvarandi veikindi 1978.

Jón Jóhannesson (1860-1932)

  • S03056
  • Person
  • 27. júlí 1860 - 15. júlí 1932

Foreldrar: Jóhannes Jónsson, lengst af bóndi í Árnesi í Lýtingsstaðahreppi og f.k.h. Anna Bjarnadóttir frá Sjávarborg. Jón var bóndi í Árnesi 1891-1929. Flutti þá að Fagranesi í Öxnadal og þaðan til Akureyrar. Jón átti sæti í hreppsnefnd um nokkurt árabil og sat einnig í stjórn búnaðarfélags hreppsins. Jón kvæntist árið 1894 Gróu Sveinsdóttur frá Litladal í Svínavatnshreppi, þau eignuðust saman tvær dætur, fyrir átti Jón son með Ólínu Ingibjörgu Ólafsdóttur.

Gróa Sveinsdóttir (1869-1949)

  • S03055
  • Person
  • 17. feb. 1869 - 23. júlí 1949

Fædd og uppalin í Litladal í Svínavatnshreppi. Kvæntist Jóni Jóhannessyni b. í Árnesi árið 1894, þau bjuggu þar til 1929 er þau fluttu að Fagranesi í Öxnadal og þaðan til Akureyrar. Gróa var síðast búsett í Reykjavík. Gróa og Jón eignuðust tvær dætur saman, fyrir átti Jón son sem Gróa gekk í móðurstað.

Halldór Ásgeirsson (1893-1976)

  • S02786
  • Person
  • 5. ágúst 1893 - 17. júní 1976

Halldór Ásgeirsson, f. 05.08.1893 í Dagverðartungu í Hörgárdal. Foreldrar: Kristjana Halldórsdóttir og Ásgeir Bjarnason. Var árum saman í fóstri hjá móðursystur sinni, Önnu Halldórsdóttur og Jóhannesi Guðmundssyni í Miðhúsum í Hrafnagilshreppi. Síðar var hann með móður sinni á Akureyri. Halldór gerðist starfsmaður Kaupfélags Eyfirðinga tæplega tvítugur að aldri en hafði áður stundað verslunarstörf í útibúi Edinborgarverzlunar á Akureyri. Vann lengi í kjötbúð félagsins, stýrði henni síðar og var einnig verkstjóri í sláturhúsinu. Einnig starfaði hann sem opinber kjötmatsmaður og ferðaðist þá á milli sláturhúsa á Norðurlandi í þeim erindum. Árið 1935 gerðist hann sölustjóri Sambandsverksmiðjanna svokölluðu. Einnig fékkst hann við ýmis tilfallandi störf tengd hátíðahöldum og slíku. Hann var virkur í Framsóknarfélagi Akureyrar og var einn af stofnendum Ungmennafélagsins á Akureyri.
Maki: Soffía Thorarensen, f. 07.12.1893. Þau eignuðust fjögur börn.

Björn Zophonías Sigurðsson (1892-1974)

  • S02782
  • Person
  • 14. nóv. 1892 - 30. ágúst 1974

Björn Zophonías Sigurðsson, f. 14.11.1892 í Vík í Héðinsfirði. Foreldrar: Halldóra Guðrún Björnsdóttir og Sigurður Guðmundsson, þau voru bæði ættuð úr Fljótum. Tíu ára gamall tók Björn að stunda sjóinn og 16 ára réðist hann á hákarlaskipið Fljótavíking. Hann tók skipstjórnarpróf á Akureyri og flutti til Siglufjarðar 1916. Þar tók hann við skipsstjórn Kristjönu en helminginn af sínum 40 ára langa skipstjórnarferli stýrði hann Hrönn, 40 tonna kútter. Árið 1955 lét hann af skipsstjórn en var næstu 10 árin á sjó með Ásgrími bróður sínum. Einnig starfaði hann við netahnýtingu og fleira meðan heilsa leyfði. Maki: Eiríksína Ásgrímsdóttir. Hún var einnig ættuð úr Fljótum, þau eignuðust 10 börn.

Guðrún Þorbjörg Sigurðardóttir (1907-1963

  • S02778
  • Person
  • 19. júní 1907 - 25. feb. 1963

Guðrún Þorbjörg Sigurðardóttir, f. 19.06.1907. Foreldrar: Sigurður Lárusson sjómaður á Sauðárkróki, f. 1880 og Ingibjörg Sigríður Sigurðardóttir, f. 1886. Var verkakona á Akureyri. Guðrún var ógift og barnlaus.

Results 1 to 85 of 243