Sýnir 178 niðurstöður

Nafnspjöld
Person Bóndi

Hermann Sigurvin Sigurjónsson (1901-1981)

  • S03252
  • Person
  • 08.01.1901-05.06.1981

Hermann Sigurvin Sigurjónsson, f. á Lækjarbakka á Upsaströnd við Dalvík 08.01.1901, d. 05.06.1981 á Sauðárkróki. Foreldrar: Sigurjón Jóhannsson bóndi á Þorsteinsstöðum í Svarfaðardal og fyrri kona hans Guðfinna Vormsdóttir.
Hermann missti móður sína á fimmta ári en ólst upp hjá föður og stjúpu á Þorsteinsstöðum. Hann varð vinnumaður á bæjunum Dæli, Hlíð og Klængshóli í Skíðadal 1907-1915 að hann fór vestur í Skagafjörð að Egg í Hegranesi og er þar tvö ár, titlaður hjú fyrra árið en lausamaður hið síðara. Hermann hafði kynnst konuefni sínu, er þau voru sambæja á Klængshóli í Skíðadal. Giftu þau sig árið 1922. Fluttust vorið eftir í vinnumennsku að Hvammi í Hjaltadal en voru síðan húsmennsku í Hlíð árið 1924-1925. Settu þau saman bú á Ingveldarstöðum árið 1925. Næstu 13 árin eru þau búendur á fjórum bæjum í Hólahreppi þar til þau flytjast að Lóni í Viðvíkursveit þar sem þau búa allt til ársins 1963, er þau bregða búi og flytjast til Sauðárkróks. Byggðu þau sér tvíbýlishús að Hólavegi 28 í félagi við son sinn og tengdadóttur.
Á Sauðárkróki stundaði Hermann ýmsa verkamannavinnu meðan heilsu naut.
Maki (giftust 25.11.1922): Rósa Júlíusdóttir (15.05.1897-08.04.1988). Þau eignuðust sex börn en eitt þeirra dó á fyrsta ári.

Gunnlaugur Jónsson (1904-1985)

  • S03254
  • Person
  • 15.12.1904-17.04.1985

Gunnlaugur Jónsson, f. 15.12.1904, d. 17.04.1985. Foreldrar: Jón Guðvarðsson (02.03.1864-02.03.1941) og Aðalbjörg Jónsdóttir (20.10.1975-21.05.1951).
Gunnlaugur var með foreldrum sínum á Melbreið í Stíflu í Fljótum en þau bjuggur þar frá 1919. Hann fluttist að Atlastöðum í Svarfaðardal árið 1936 ásamt konu sinni ug elstu dóttur.
Maki: Jónína Gunnlaug Magnúsdóttir frá Stafni í Deildardal (13.10.1905-07.11.2000). Þau eignuðust fjögur börn. Fyrir átti Gunnlaug eina dóttur.

Þorvaldur Guðmundsson (1899-1989)

  • S03255
  • Person
  • 10.05.1899-21.07.1989

Þorvaldur Guðmundsson, f. á Þrasastöðum í Stíflu 10.05.1899, d. 21.07. 1989 á Siglufirði. Foreldrar: Guðmundur Bergsson bóndi á Þrasastöðum og kona hans Guðný Jóhannesdóttir. Þorvaldur ólst upp hjá foreldrum sínum á Þrasastöðum þar til hann gekk í hjónaband og hóf búskap ásamt konu sinni og þau hófu búskap á Deplum í Stíflu þar sem þau bjuggu 1924-1943. Hann vann vð byggingu Skeiðsfossvirkjunar 1943-1945 og átti þá heima í Tungu en fluttist eftir það búferlum til Siglufjarðar. Þar starfaði hann hjá Síldarverksmiðum Ríkisins en síðustu árin við almenna verkamannavinnu meðan heilsa leyfði.
Maki: Hólmfríður Kristjana Magnúsdóttir (26.09.1899-27.05.1989) frá Torfhóli í Óslandshlíð. Þau eignuðust fimm börn.

Þorlákur Magnús Stefánson (1894-1971)

  • S03256
  • Person
  • 01.01.1894-04.11.1971

Þorlákur Magnús Stefánsson, f. á Molastöðum í Fljótum 01.01.1894, d. 04.11.1971 á Siglufirði. Foreldrar: Stefán Sigurðsson bóndi á Syðsta-Mói og kona hans Magnea Margrét Ólavía Grímsdóttir. Þorlákur ólst upp hjá foreldrum sínum og vann hjá þeim þar til hann stofnaði sjálfur heimili. Hann var bóndi á Gautastöðum 1914-1945 og á Gautalandi í Vestur-Fljótum 1945-1971. Hann var mikil tónlistarmaður og lærði á orgel hjá foreldrum sínum sem var góður hljómlistarmaður og söngmaður. Einnig var hann einn vetur við nám í orgelleik á Akureyri og hjá Benedikt á Fjalli í Sæmundarhlíð. Síðar sótti hann námskeið hjá söngmálastjóra Þjóðkirkjunnar. Hann var organleikari í Barðs- og Knappsstaðakirkjum í nær fimm áratugi og þjálfaði fólk í söng í báðum þessum kirkjusóknum.
Maki: Jóna Sigríður Ólafsdóttir (27.06.1893-16.12.1976). Þau eignuðust ellefu börn en þrjú þeirra dóu í frumbernsku.

Jóhann Benediktsson (1889-1964)

  • S03257
  • Person
  • 14.06.1889-09.06.1964

Jóhann Benediktsson f. í Neðra-Haganesi í Fljótum 14.06.1889, d. 09.06.1965 á Sauðárkróki. Foreldrar: Benedikt Stefánsson bóndi í Neðra-Haganesi og kona hans Ingibjörg Pétursdóttir. Jóhann ólst upp með foreldrum sínum til tíu ára aldurs en þá missti hann föður sinn og fór í fóstur til föðurafa síns og ömmu er þá bjuggu að Minni-Brekku og dvaldist þar til 17 ára aldurs. Þá fór hann í vinnumennsku á ýmsum stöðum fram yfir tvítugt og er fyrst skráður með sjálfstæðan búskap árið 1913. Hann var lengst af leiguliði og bjó á mörgum stöðum í Fljótum og stundaði sjó meðfram búskapnum. Var á Berghyl 1913-1915, í Minni-Brekku 1915-1917, í Háakoti í Stíflu 1917-1921, á Stóra-Grindli 1921-1923 í Hólakoti 1923-1925, á Skeiði 1925-1931, í Langhúsum 1931-1935, á Syðsta-Mói 1937-1943, á Krakavöllum 1943-1044, húsmaður í Vatnshorni í Haganesvík 1944-1945 og bóndi á Minna-Grindli 1945-1955 og aftur 1957-1964.
Jóhann hafði á höndum eftirlit með sullaveiki í hundum og annaðist það um árarraðir i allri sýslunni.
Maki 1: Sigríður Jónsdóttir (17.05.1890-14.10.1939) frá Hvammi í Fljótum. Þau eignuðust tólf börn en eitt þeirra lést á fyrsta ári.
Maki 2: Helga Jónsdóttir (1894-1973). Þau slitu samvistum.
Bústýra Jóhanns og sambýliskona eftir að hann skildi við Helgu var Björg Þorsteinsdóttir (1903-1981). Þau eignuðust einn son. Fyrir átti Björg eina dóttur.

Guðmundur Benediktsson (1893-1970)

  • S03259
  • Person
  • 19.07.1893-07.10.1970

Guðmundur Benediktsson, f. að Neðra-Haganesi í Fljótum 19.07.1893, d. 07.10.1970 á Berghyl. Foreldrar: Benedikt Stefánsson sjómaður og bóndi og kona hans Ingibjörg Pétursdóttir. Guðmundur ólst upp hjá foreldrum sínum í Neðra-Haganesi til 7 ára aldurs en þá drukknaði pabbi hans. Eftir það var hann að nokkru leyti hjá föðurbróður sínum, Guðmundi Stefánssyni bónda í Minni-Brekku en annars með móður sinni á ýmsum stöðum í Holts-og Haganeshreppi. Á árunum 1917-1923 stundaði hann sjómennsku frá Siglufirði, hákarlaveiði seinni hlutar vetrar og á vorin en á sumrin síldveiðar eða eyrarvinnu. Á árunum 1917-1923 hákarlaveiðar að vorinu frá Akureyri en landbúnað á sumrin. Guðmundur byrjaði búskap í Minni-Brekku 1920-1926, á Stóru-Þverá 1926-1927 og Berghyl 1927-1970. Hann stundaði sjóinn áfram stíft á búskaparárunum til 1923 er hann lenti í skipsháska og hætti sjómennsku eftir það.
Guðmundur var virkur í félagsmálum. Hann starfaði i hreppsnefnd 1928-1936, nokkur ár í Ungmennafélagi Holtshrepps og var þar nýtur starfsmaður sem annars staðar. Hann var í skólanefnd um skeið, stefnuvottur í mörg ár, úttektarmaður og gengdi ýmsum öðrum störfum fyrir sveit sína.
Maki: Jóna Kristín Guðmundsdóttir (29.12.1899-19.12.2003) frá Minni-Brekku. Þau eignuðust þrjú börn og ólu auk þess um Ingimar Benidikts Stefánsson, bróðurson Guðmundar.

Sigurbjörn Bogason (1906-1983)

  • S03260
  • Person
  • 03.09.1906-08.11.1983

Sigurbjörn Bogason, f. á Minni-Þverá í Fljótum 03.09.1906, d. 08.11.1983 á Akureyri. Foreldrar: Bogi Guðbrandur Jóhannesson bóndi á Minni-Þverá og kona hans Kristrún Hallgrímsdóttir. Sigurbjörn ólst upp hjá foreldrum sínum á ýmsum stöðum í Fljótum. Eftir fermingu dvaldist hann áfram hjá þeim og vann að búi þeirra þar til hann kvæntist. Hann sótti einnig tilfallandi vinnu, einkum vegavinnu. Var bóndi á Gili í Fljótum 1935-1936, í Nefstaðakoti í Stíflu 1936-1938, á Skeiði 1938-1950. Eins og margir Fljótamenn sótti hann vinnu við byggingu Skeiðsfossvirkjunar. Þegar Sigurbjörn brá búi fluttist hann til Siglufjarðar og keypti húsið Nefstaði að Lindargötu 17. Þá hóf hann sumarvinnu á söltunarstöð Kaupfélags Siglufjarðar en á veturna í Tunnuverksmiðju ríkisins. Þegar verksmiðjan brann árið 1964 var mannskapurinn sendur til vinnu í tunnuverksmiðju á Akureyri og var Sigurbjörn þeirra á meðal. Einnig vann hann í saltfiskverkun Ísafoldar og Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði en síðustu starfsárin vann hann í Áhaldahúsi Siglufjarðarkaupstaðar. Sigurbjörn var mikill söngmaður og lék einnig á harmónikku og var oft fenginn til að leika fyrir dansi.
Maki: Jóhanna Ragnheiður Antonsdóttir (09.12.1913-01.11.2004). Þau eignuðust sex börn. Auk þess ólu þau upp og ættleiddu systurdóttur Jóhönnu, Guðrúnu Steinunni.

Björn Stefánsson (1896-1982)

  • S03261
  • Person
  • 08.08.1896-12.05.1982

Björn Stefánsson, f. á Hóli í Siglufirði 08.08.1896, d. 12.05.1982 á Sauðárkróki. Foreldrar: Stefán Magnússon bóndi í Grafargerði (í landi Skarðsdals) og kona hans Guðrún Halldórsdóttir. Björn ólst upp hjá foreldrum sínum við almenn sveitastörf og stofnaði heimili í sambýli við tengdaforeldra sína á Stóru-Þverá fyrstu þrjú árin, en þar bjó hann 1925-1965. Samhliða vann hann þá vinnu sem bauðst innan sveitar, aðallega við vegagerð. Einnig vann hann við byggingu Skeiðsfossvirkjunar 1942-1946. Björn tók virkan þátt í starfsemi Ungmennafélags Holtshrepps.
Maki: Karólína Sigríður Kristjánsdóttir (21.05.1902-28.07.1951) ljósmóðir. Þau eignuðust tvö börn.
Eftir að Karólína féll frá bjó Björn með Þóru Pálsdóttur frá Hvammi í FLjótum (06.11.1901-04.04.1982). Kom hún til hans í Stóru-Þverá 1951 og bjuggu þau þar til 1964 er þau fluttu að Garði í Hegranesi til Sigurjóns sonar Björns og Þórunnar, seinni konu hans. Þar voru þá til ársins 1975 er þau fluttu á Sauðárkrók.

Jónas Guðlaugur Antonsson (1909-1983)

  • S03262
  • Person
  • 14.08.1909-01.06.1983

Jónas Guðlaugur Antonsson, f. á Deplum í Stíflu 14.08.1909, d. 01.06.1983 í Reykjavík. Foreldrar: Anton Grímur Jónsson bóndi á Deplum og Nefstöðum og kona hans Stefanía Jónasdóttir. Jónas ólst upp í foreldrahúsum til 15 ára aldurs en þá fór hann í vinnu til Siglufjarðar og lærði trésmíðar. Árið 1931 féll faðir hans frá og féll þá í hans hlut að standa fyrir búi með móður sinni. Nokkru síðar tók hann við búsforráðum á Nefstöðum tils ársins 1936 er hann fluttist til Ólafsfjarðar þar sem hann bjó næstu 18 árin. Þá fluttist hann til Siglufjarðar og dvaldi þar í átta ár þar til hann fluttist til Kópavogs árið 1961. Lengst af starfaði hann við trésmíðar og á fullorðinsaldri, eða árið 1962, tók hann sveinspróf í þeirri grein.
Maki: Hólmfríður Guðleif Jónsdóttir (03.04.1913-21.01.1972) frá Ólafsfirði. Þau eignuðust tvö börn, en annað þeirra lést samdægurs. Einnig ólu þau upp systurdóttur Hólmfríðar, Margréti Jónfríði Helgadóttur upp. Kom hún til þeirra tveggja ára gömul.

Jón Jóakimsson (1890-1972)

  • S03263
  • Person
  • 01.10.1890-31.10.1972

Jón Jóakimsson, f. á Melbreið í Stíflu 01.10.1890, d. 31.10.1972 í Reykjavík. Foreldrar: Jóakim Guðmundsson bóndi í Hvammi í Fljótum og kona hans Sigurlína Sigurðardóttir. Jón ólst upp með foreldrum sínum þar til hann hafði aldur til að sjá fyrir sér sjálfur. Vann þá vinnu sem bauðst til lands og sjávar og var m.a. á hákarlaskipum sem gerðu út frá Kljáströnd við Eyjafjörð. Var um skeið vinnumaður hjá Guðmundi Ólafssyni og Svanfríði Jónsdóttur sem bhuggu í Stóra-Holti í Fljótum og kynntist þar konu sinni. Jón var einn af stofnendum Ungmennafélags Holtshrepps árið 1919 og tók virkan þátt í starfi þess fyrstu árin. Vorið 1922 tóku Jón og Guðný á leigu hluta af Hólum og bjuggu þar í tvö ár en þegar Guðný veiktist af berklum fór hún á Kristneshæli og átti þaðan ekki afturkvæmt. Jón hætti þá búskap og börnunum var komið í fóstur.
Vorið 1928 hóf Jón búskap á Húnsstöðum í Stíflu með seinni sambýliskonu sinni og bjó þar til 1933, á Gili 1933-1935, á Skeiði 1935-1938, á Sléttu 1939-1941, á Illugastöðum 1942-1943, á Sléttu 1944-1949, í Árósum við Miklavatn 1949-1957. Jón kenndi ungur vanheilsu en var þó að mestu við við búskap þessi ár. Vann einnig við vegarlagningu yfir Siglufjarðarskarð og virkjunarframkvæmdir við Skeiðsfoss. Haustið 1957 fluttist hann til Reykjavíkur og bjó hjá syni sínum og tengdadóttur.
Maki 1: Guðný Ólöf Benediktsdóttir (27.05.1891-07.09.1927). Þau eignuðust einn son. Fyrir átti Guðný tvo syni, en hún var ekkja eftir Berg Jónsson á Lundi í Stíflu.
Maki 2: Ingibjörg Arngrímsdóttir (05.08.1887-12.06.1977). Þau eignuðust einn sön. Fyrir átti Ingibjörg uppkomna dóttur með Jóni G. Jónssyni í Tungu.

Jónas Jósafatsson (1856-1932)

  • S03264
  • Person
  • 27.08.1856-15.07.1932

Jónas Jósafatsson, f. að Hvarfi í Víðidal 27.08.1856, d. 15.07.1932 að Knappsstöðum. Foreldrar: Jósafat Helgason bóndi í Reykjum í Miðfirði og Jóhanna Davíðsdóttir frá Hvarfi. Ungur missti Jónas móður sína og ólst upp í skjóli móður sinnar og móðurafa. Móðir hans giftist aftur, Bendikt Jónassyni á Mið-Grund og víðar. Jónas fór snemma að vinna fyrir sér í vinnumennsku á ýmsum stöðum, aðallega í Skagafirði. Hann hóf búskap með fyrri konu sinni á Móskógum og bjó þar 1881-1884. Brá þá búi um eins árs skeið. Var bóndi á Bakka á Bökkum 1885-1896, brá aftur búi og fór að Felli í Sléttuhlíð og síðan með sinni konu sinni að Laugalandi. Bjó aftur á Bakka 1900-1911, á Þverá í Hrollleifsdal 1911-1914. Brugðu þá búi um skeið og voru í húsmennsku á ýmsum stöðum 1914-1918. En árið 1918 hófu þau búskap á Hreppsendaá í Ólafsfirði og voru þar í þrjú ár, þá á Móafelli í Stíflu 1921-1924 og á Knappsstöðum 1924-1929. Var Jónas síðan í skjóli Kristrúnar dóttur sinnar þar til hann lést.
Maki 1: Guðlaug Hólmfríður Jónsdóttir (1856-1895). Þau eignuðust fjögur börn en misstu tvö þeirra í bernsku.
Maki 2: Lilja Kristín Stefánsdóttir (26.12.1879-01.12.1945). Þau eignuðust níu börn.

Jón Steinmóður Sigurðsson (1877-1932)

  • S03265
  • Person
  • 11.07.1877-14.01.1932

Jón Steinmóður Sigurðsson, f. að Hrauni í Öxnadal 11.07.1877, d. 14.01.1932 í Grundarkoti. Foreldrar: Sigurður Sigurðsson bóndi í Þverbrekku á Öxnadal og Guðrún Einarsdóttir, þá ekkja á Hrauni. Jón var fermdur frá Bægisá 1892 og fluttist með móður sinni frá Hólum í Öxnadal að Flatatungu. Hann var bóndi á Tyrfingsstöðum 1899-1900, Grundarkoti 1909-1913, Tungukoti 1913-1922 og Grundarkoti 1926-1932.
Maki: Oddný Hjartardóttir (24.09.1888-03.05.1963). Þau eignuðust sjö börn en tvö þeirra dóu ung.

Björn Símonarson (1892-1952)

  • S03267
  • Person
  • 19.12.1892-09.05.1952

Björn Símonarson, f. á Hofstöðum í Viðvíkursveit 19.12.1892, d. 09.05.1952 í Reykjavík. Foreldrar: Símon Björnsson bóndi í Hofstaðaseli og kona hans, Anna Björnsdóttir. Foreldrar hans slitu samvistir árið 1914 og Símon gerðist lausamaður og fjármaður á Hólum en Anna giftist aftur Þórði Gunnarssyni á Lóni í Viðvíkursveit.
Björn ólst að mestu upp á Hofstöðum til 8 ára aldurs, en síðan hjá foreldrum sínum í Hofstaðaseli. Hann settist í búnaðarskólann á Hólum haustið 1917 og lauk þaðan brottfararprófi vorið 1919. Eftir það vann hann ýmis störf þar til hann hélt til Noregs haustið 1920 og vann þar á búgarði í sex mánuði og kynnti sér landbúnaðarstörf. Eftir það fór hann til verklegs náms í landbúnaðarháskólann í Ási og nam þar til haustsins 1921. Þaðan fór hann til Danmerkur og vann á búgarði til vorsins 1922 er hann fór um nokkurra mánaða skeið í landbúnaðarskólann í Korinth á Fjóni og síðan um haustið í Landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn. Þaðan lauk hann prófi sumarið 1925.
Vorið 1925 réðist Björn til Ræktunarfélags Norðurlands og sem trúnaðarmaður fyrir Búnaðarfélag Íslands og starfaði nær eingöngu fyrir þessi félög til ársins 1931. Þá réiðist hann til Sambands nautgriparæktarfélaga Eyjafjarðar og gerðist árið 1932 jafnframt ráðunautur Búnaðarsambands Eyjafjarðar.. Haustið 1934 var hann settur kennari við Bændaskólann á Hólum og jafnframt skólastjóri 1934-1935 í afleysingum. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum um ævina, var m.a. hreppsnefndaroddviti Viðvíkurhrepps. Var í stjórn Búnaðarfélags Hólahrepps og annar aðalendurskoðandi Kaupfélags Skagfirðinga í mörg ár. Árið 1940 var hann skipaður í fyrsta tilraunaráð búfjárræktar. Björn var kennari á Hólum í 18 ár. Hann las sér mikið til um dýralækningar og stundaði þær nokkuð. Björn hóf búskap í Kýrholti og var síðar eitt ár á eignarjörð sinni Enni. Meðan hann bjó á Akureyri og samhliða kennslunni á Hólum ræktaði hann jafnan hross í Enni. Heima á Hólum bjó hann líka með nokkurn bústofn.
Maki: Lilja Gísladóttir frá Kýrholti (25.03.1898-07.02.1970). Þau eignuðust þrjú börn.

Sveinn Hallfreður Sigurjónsson (1907-1994)

  • S03268
  • Person
  • 30.01.1907-22.01.1994

Sveinn Hallfreður Sigurjónsson, f. 30.01.1907, d. 22.01.1994. Foreldrar: Sigurjón Jónasson bóndi í Hólkoti og á Skefilsstöðum og kona hans Margrét Sigurlaug Stefánsdóttir. Hann eignaðist tvo syni með Kristínu Baldvinsdóttur (f. 12.12.1909-15.01.1979)

Bjarni Hólm Þorleifsson (1895-1937)

  • S03271
  • Person
  • 25.11.1893-10.07.1937

Bjarni Hólm Þorleifsson, f. 25.11.1895 (1893 skv. Sk.æv.), d. 10.07.1937. Foreldrar: Þorleifur Bjarnason (1859-1910) bóndi í Sólheimum og kona hans Ingibjörg Árnadóttir (1867-1954). "Bústjóri hjá móður sinni, mikill efnismaður." Ógiftur og barnlaus.

Eiríkur Sigurgeirsson (1891-1974)

  • S02859
  • Person
  • 24.09.1891-13.05.1974

Eiríkur Sigurgeirsson, f. 24.09.1891 á Miðsitju í Blönduhlíð. Foreldrar: Sigurgeir Jónsson húsmaður í Vík í Staðarhreppi og kona hans Ólína Jónsdóttir. Eiríkur ólst upp hjá foreldrum sínum fyrstu árin, þar til þau slitu samvistir árið 1899. Fyrst eftir það var hann að mestu leyti hjá móður sinni en síðan á ýmsum bæjum í Staðarhreppi. Bóndi í Hólkoti (Birkihlíð) í Víkurtorfu 1912-1913, á Auðnum 1920-1928, á Varmalandi í Sæmundarhlíð 1928-1934, á Bessastöðum í sömu sveit 1934-1938, í Vatnshlíð 1938-1963. Var hjá Valdimar bróður sínum á Blönduósi 1963-1964, á Freyjugötu 17 á Sauðárkróki 1964-1973. Eiríkur var alblindur allmörg síðustu árin og var illa haldinn af heymæði. Maki: Kristín Karólína Vermundardóttir, f. á Sneis í Laxárdal fremri. Þau eignuðust 13 börn.

Karl Valdimar Konráðsson (1897-1976)

  • S03273
  • Person
  • 25.12.1897-28.10.1976

Karl Valdimar Konráðsson, f. á Skarðsá í Sæmundarhlíð 25.12.1897, d. 28.10.1976 á Auðnum í Sæmundarhlíð. Foreldrar: Konráð Konráðsson bóndi á Skarðsá og barnsmóðir hans Steinunn Stefánsdóttir, þá vinnukona á Skarðsá. Karl ólst upp hjá móður sinni í ýmsum stöðum fyrstu fjögur æviárin en var þá látinn í fóstur í Litlu-Gröf til Guðlaugar Eiríksdóttur og Sigurðar Jónssonar. Árið 1904 hóf faðir hans búskap á Skarðsá ásamt Sigurbjörgu móður sinni og tók börn sín þá til sín. Hjá þeim ólst Karl upp þar til hann hóf sjálfur búskap á Auðnum 1928. Þá kom til hans sem ráðskona hálfsystir hans, Anna Guðrún Stefanía Sveinsdóttir, síðar húsfreyja á Varmalandi í Sæmundarhlíð. Að tveimur árum liðnum réðist til hans uppeldissystir hans, Sigríður María Jóhannesdóttir (20.11.1882-04.08.1965). Alllöngu síðar fluttist svo einnig til þeirra Vigdís Jóhannesdóttir, hálfsystir Sigríðar. Voru þær báðar þar til heimilis til æviloka. Uppeldissonur Karls og Sigríðar var Valdimar Stefán Eiríksson (19.12.1921-05.02.1942), sonur Eiríks Sigurgeirssonar og Kristínar Vermundardóttur.

Konráð Konráðsson (1868-1951)

  • S03274
  • Person
  • 14.12.1868-22.01.1951

Konráð Konráðsson, f. á Marbæli á Langholti 14.12.1868, d. 22.01.1951 á Skarðsá. Foreldrar: Konráð Jóhannesson bóndi á Ytra-Skörðugili og kona hans Filippía Gísladóttir.
Konráð fluttist vorið 1890 að Skarðsá í Sæmundarhlíð með foreldrum sínum og tók þar við búsforráðum er Gísli bróðir hans fluttist að Egg. Var bóndi á Skarðsá 1904-1951. Bjó fyrst með móður sinni en eftir andlát hennar 1928 tók Pálína dóttir hans við bústjórninni og hélt henni meðan hann lifði. Konráð kvæntist ekki en eignaðist þrjú börn.
Barnsmóðir 1: Steinunn Stefánsdóttir (22.07.1876-28.06.1931). Þau eignuðust tvö börn.
Barnsmóðir 2: Halldóra Sigvaldadóttir (12.01.1876-08.10.1913). Þau eignuðust eina dóttur.

Jakob Einarsson (1902-1987)

  • S03275
  • Person
  • 09.01.1902-18.07.1987

Jakob Einarsson, f. á Varmalandi í Sæmundarhlíð 09.01.1902, d. 18.07.1987 á Sauðárkróki. Foreldrar: Einar Jónsson bóndi á Varmalandi og kona hans Rósa Gísladóttir. Jakob ólst upp á heimili foreldra sinna og vann að búi þeirra. Eftir að faðir hans lést 1922 stóð Jakob fyrir búinu með móur sinni til vors 1923 en þá brugðu þau búi og Jakob fór í Valadal á Skörðum þar sem hann var meira og minna næstu þrjú árin. Sama haust fór hann í Hólaskóla og lauk þaðan prófi 1925. Einnig sótti hann plægingarnámskeið og stundaði plægingar fyrir bændur. Árið 1929 kvæntist hann og hóf búskap á hluta Víðimýri. Árið eftir keypti hann Dúk í Sæmundarhlíð og bjó þar til æviloka.
Maki: Kristín Jóhannsdóttir (25.10.1900-10.09.1965). Þau eignuðust þrjú börn.

Jón Jónsson (1820-1904)

  • S03278
  • Person
  • 09.03.1820-24.11.1904

Jón Jónsson var fæddur á Bessastöðum í Sæmundarhlíð í Skagafirði 9. mars 1820. Faðir: Jón Jónsson húsmaður á Bessastöðum ( ) en hann drukknaði við selaveiðar. Móðir: Guðbjörg Þorbergsdóttir (1796-1883).
Guðbjörg giftist aftur. Eiginmaður hennar var Þorleifur Bjarnason frá Hraunum í Fljótum en þau bjuggu á Bessastöðum og Vík. Jón og Guðrún systir hans ólust upp hjá móður sinni og stjúpa. Jón erfði talsvert fé eftir Jón Oddsson afa sinn sem hann nýtti til að kaupa Hól í Sæmundarhlíð. Þar var hann bóndi 1849 til 1886. Bjó svo á Bessastöðum 1886 til 1894 og frá 1896 til æviloka. Jón var talinn var einn af bestum bændum í Staðarhrepp. Hann var hreppstjóri Staðarhrepps 1859 til 1863 og hreppsnefndaroddviti sama hrepps 1874 til 1880. Jón keypti Bessastaði 1880 og flutti þangað 1886 þegar sonur hans, Sveinn, tók við búi á Hóli. Jón dó 24. nóvember 1904 á Bessastöðum.
Jón kvæntist Sigríði Magnúsdóttur árið 1849. Sigríður (1828-1912) var frá Halldórsstöðum í Laxárdal, Suður-Þingeyjarsýslu. Faðir: Magnús Ásmundsson, hreppstjóri og bóndi á Halldórsstöðum í Suður-Þingeyjarsýslu. Móðir: Sigríður Þórarinsdóttir.
Sigríður og Jón eignuðust átta börn saman en fyrir átti Sigríður eina dóttur.

Metúsalem Magnússon (1832-1905)

  • S03279
  • Person
  • 05.12.1832-06.03.1905

Metúsalem Magnússon var fæddur á Halldórsstöðum í Laxárdal 5. mars 1832. Faðir: Magnús Ásmundsson, hreppstjóri og bóndi á Halldórsstöðum í Laxárdal, Suður-Þingeyjarsýslu. Móðir: Sigríður Þórarinsdóttir, húsfreyja á Halldórsstöðum. Þegar Metúsalem var níu ára missti hann föður sinn. Ólst hann upp hjá móður sinni sem þá tók við búrekstrinum. Um tvítugt nemur hann jarðyrkjustörf, af manni sem hafði numið slíkt í Danmörku. Fékkst Metúsalem við þau störf vor og haust en átti heimili hjá móður sinni. Á veturnar kenndi hann unglingum skrift og reikning.
Þegar Metúsalem er 25 ára flytur hann norður á Langanesstrandir. Hann kvæntist Þorbjörgu Þórsteinsdóttur á Bakka í Skeggjastaðasókn í Norður-Múlasýslu og bjuggu þau þar. Fimm árum eftir að þau giftust deyr Þorbjörg. Þau eignuðust tvö börn; Magnús sem dó í bernsku og Sigríði Björg Metúsalemsdóttur (09.04.1863-15.08.1939).
Árið 1869 kvæntist Metúsalem Karólínu Soffíu Helgadóttur (10.07.1848-19.03.1920) frá Helluvaði við Mývatn. Fyrst um sinn bjuggu þau á Bakka en árið 1870 fluttu þau frá Bakka og að Helluvaði þar sem þau tóku við búi. 1879 fluttu þau að Einarsstöðum í Reykjadal. Síðustu æviárin bjó Metúsalem á Arnarvatni við Mývatn.
Metúsalem og Karólínu eignuðust tvö börn; Benedikt og Halldóru.
Metúsalem dó 6. mars 1905.

Þórarinn Magnússon (1819-1878)

  • S03280
  • Person
  • 13.10.1819-18.06.1878

Þórarinn Magnússon er fæddur 13. október 1819 í Presthvammi þar sem foreldrar hans þá bjuggu. Faðir: Magnús Ásmundsson (1787-1843) bóndi og hreppstjóri á Halldórsstöðum í Laxárdal, Suður-Þingeyjarsýslu og víðar. Móðir: Sigríður Þórarinsdóttir (1794-1862), húsfreyja á Halldórsstöðum og víðar.
Þórarinn ólst upp hjá foreldrum sínum til tvítugs en þá fer hann frá Halldórsstöðum og að Grenjaðarstað þar sem hann var „meðalasveinn“ séra Jóns Jónssonar sem fékkst við lækningar. Þórarinn dvaldi í fjögur ár á Grenjaðarstað og lagði þar stund á nám í skrift, reikningi, dönsku og fleira. Guðrún Jónsdóttir (1821-1886) frá Hóli í Sæmundarhlíð (systir Jóns Jónssonar hreppstjóra á Hóli) dvaldi á sama tíma á Grenjaðarstað en hún var frænka séra Jóns. Svo fór að Guðrún og Þórarinn giftust 6. Júní 1842. Svaramenn þeirra voru Magnús Ásmundsson, faðir Þórarins og Þorleifur Bjarnason bóndi í Vík í Sæmundarhlíð, stjúpi Guðrúnar.
Árið 1843 fluttu Guðrún og Þórarinn að Bessastöðum í Sæmundarhlíð en hún hefur líklega erft jörðina eftir Jón Oddsson afa sinn. Þar bjuggu þau til ársins 1849 er þau fluttu að Halldórsstöðum í Laxárdal. Þegar þau bjuggu á Bessastöðum var Sigríður systir Þórarins send þangað til dvalar en hún hafði eignast barn í lausaleik. Svo fór að Sigríður og Jón Jónsson, albróðir Guðrúnar, giftust. Önnur systir Þórarins, Hólmfríður Magnúsdóttir, giftist svo Bjarna Þorleifssyni í Vík í Sæmundarhlíð en hann var hálfbróðir (sammæðra) Guðrúnar konu Þórarins. Tengsl og samneyti milli þessara tveggja ætta var því mikill.
Þórarinn og Guðrún eignuðust 7 börn sem komust á legg.
Þórarinn dó á Halldórsstöðum þann 18. Júní 1878.

Jón Árnason (1815-1859)

  • S03282
  • Person
  • 1815-1859

Jón Árnason bóndi í Sólheimum í Sæmundarhlíð. Jón fæddist árið 1815 á Fjalli í Sæmundarhlíð. Faðir: Árni Helgason (1760-1831) bóndi á Fjalli. Móðir: Guðrún Þorvaldsdóttir, ógift vinnukona á Fjalli, síðar húsfreyja á Auðnum í Sæmundarhlíð.
Jón ólst upp á Fjalli hjá föður sínum og eiginkonu hans, Margréti Björnsdóttur en móðir hans var ráðskona á Fjalli allt til ársins 1829. Jón vann á búi föður síns þar til faðir hans andaðist árið 1831. Þá var hann vinnumaður hjá móður sinni og stjúpa á Auðnum 1831-1843. Bjó í Sólheimum 1843 og bjó þar til æviloka. Eiginkona hans var Valgerður Klemenzdóttir (1790-1861). Hún var þrígift og var Jón þriðji maður hennar. Þau áttu ekki börn saman en fyrir átti Jón dóttur með Sigríði Gísladóttur og tvö börn með fylgikonu sinni Guðbjörgu Evertsdóttur.
Annar maður Valgerðar var Björn Árnason, hálfbróðir Jóns. Eftir lát Björns bjó Valgerður ekkja í Sólheimum 1838 til 1843 þegar hún giftist Jóni. Jón deyr 8. Desember 1831. Valgerður tók við búrekstrinum og bjó þar til hún andaðist 21. Janúar 1861.

Jón Stefánsson (1836-1906)

  • S03284
  • Person
  • 03.02.1836-26.02.1906

Jón Stefánsson (1836-1901) bóndi á Skinþúfu.
Jón fæddist í Tumabrekku 2. febrúar 1836. Foreldrar: Stefán Jónsson (1809-1866) sem var lengst af bóndi á Garðshorni á Höfðabrekku og fyrstu konu hans, Guðríðar Sveinsdóttur (1795-1843). Jón ólst upp hjá foreldrum sínum í Garðshorni en missti móður sína unga að árum. Jón er bóndi á Ingveldarstöðum í Hjaltadal 1865-66, Borgarseli 1866-67, Holtsmúla 1867-76, Völlum 1876-91 og Skinþúfu 1891-1900. Brá búi og flutti til Kanada ásamt nokkru af sínu fólki, þá orðinn ekkjumaður. Er skráður sem bóndi í Gimli, Selkirk, Manitoba árið 1901 og á Fiskilæk í Arborg, Manitoba.
Eiginkona: Kristín Sölvadóttir (1829-1886). Foreldrar hennar voru Sölvi Þorláksson (1797-) bóndi á Þverá í Hrolleifsdal og Halldóra Þórðardóttir. Þau áttu fjögur börn saman sem öll komust á legg.
Jón átti þrjú börn með Ragnheiði Þorfinnsdóttur (1842-1927).
Jón lést í Kanada 26. febrúar 1906.

Hjálmar Pálsson (1904-1983)

  • S03193
  • Person
  • 03.03.1904-15.04.1983

Hjálmar Pálsson, fæddur 03.03.1904 (05.03. skv. kirkjubók) á Stafni í Deildardal, d. 15.04.1983 í Hafnarfirði. Foreldrar: Páll Ágúst Þorgilsson bóndi í Stafni og síðar á Brúarlandi í Deildardal og kona hans Guðfinna Ásta Pálsdóttir. Hjálmar fluttist með foreldrum sínum frá Stafni að Brúarlandi aðeins eins ár að aldri og ólst þar upp í hópi margra systkina. Faðir hans dó 1925, aðeins 52 ára gamall. Eftir það bjó Hjálmar með móoður sinni og Þorgils bróður sínum á Brúarlandi 1925-1928. Þá fluttist hann að Kambi og kvæntist árið etir Steinunni frændkonu sinni. Mun hann hafa haft ítök í Brúarlandi næstu tvö árin og er þar opinberlega talinn bóndi, en 1930 tekur hann alfarið við búi á Kambi er Hjálmar tengdafaðir hans bregðu búi. Hjálmar var svo búsettur að Kambi til ársins 1982, er hann fór til Hafnarfjarðar til barna sinni. Var hann þá orðinn heilsulaus og lést vorið eftir. Steinunn kona hans lést árið 1942 frá sjö ungum börnum en Hjálmar hélt áfram búskap og ól upp börnin og tóku yngstu dæturnar að sér húsmóðurhlutverkið barnungar. Tvö barnanna voru tekin í fóstur í nærliggjandi bæjum. Í rúm 20 ár bjó Hjálmar félagsbúi ásamt Páli syni sínum og Erlu konu hans en þau flutti til Sauðárkróks 1976 og síðustu 3-4 árin var Hjálmar einn á Kambi. Var hann þá með annan fótinn á Háleggsstöðum hjá Þórönnu dóttur sinni.
Maki: Steinunn Hjálmarsdóttir (11.06.1905-15.07.1942). Þau eignuðust tíu börn. Tvö dóu úr kíghósta á fyrsta ári og eitt lést samdægurs.

Ellert Símon Jóhannsson (1890-1977)

  • S03195
  • Person
  • 14.10.1890-19.02.1977

Ellert Símon Jóhannsson, f. í Þorsteinsstaðakoti í Lýtingsstaðahreppi 14.10.1890, d. 19.02.1977. Foreldrar: Jóhann Jóhannsson bóndi í Þorsteinsstaðakoti og kona hans Þuríður Símonarsdóttir. Árið 1899 fluttust þau að Saurbæ í Lýtingsstaðahreppi og þar ólst Ellert upp til fullorðinsára, ásamt níu systkinum. Ungur fór hann í Hvítárbakkaskóla.
Maki (giftust árið 1910): Ingibjörg Sveinsdóttir frá Hóli í Sæmundarhlíð. Þau hófu búskap á Hóli í Sæmundarhlíð og síðar í Holtsmúla. Þau eignuðust sex börn og ólu upp eina kjördóttur, Hafdísi Ellertsdóttur, f. 1944.
Ellert var einn af stofnfélögum Ungmennafélagsins í Lýtingsstaðahreppi. Tók þátt í ýmsum félagsmálum og átti m.a. sæti í hreppsnefnd í mörg ár. Stóð um árabil í fjárkaupum fyrir Sláturfélag Skagfirðinga. Rak stórgripaslátrun og kjötsólu og á seinni
árum sveitaverslun i dálitlum stíl.

Friðrik Valgeir Guðmundsson (1898-1974)

  • S03237
  • Person
  • 13.10.1898-26.06.1974

Friðrík Valgeir Guðmundsson, f. að Bræðrá á Sléttuhlíð 13.10.1898, d. 26.06.1974.
Foreldrar: Þórleif Valgerður Friðriksdóttir og Guðmundur Anton Guðmundsson. Hann var yngstur af þremur systkinum. Á unglingsárum fór hann tvo vetur í gagnfræðaskóla á Siglufirði. Árið 1922 fluttist hann að Höfða á Höfðaströnd ásamt foreldrum sínum og tók þar við búsforráðum. Er Þóra kona hans lést af barnförum brá Friðrik búi og flutti til Reykjavíkur. Þar gerðist hann tollvörður þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir.
Maki 1: Þóra Jónsdóttir frá Stóragerði í Óslandshlíð (18.09.1908-13.04.1937). Þau eignuðust einn son.
Maki 2: Guðríður Hjaltesteð (08.09.1914-). Þau eignuðust tvo syni.

Jóhann Gunnarsson (1880-1962)

  • S03289
  • Person
  • 20.08.1880-27.08.1952

Jóhann Gunnarsson, f. að Egg í Hegranesi 20.08.1880, d. 27.08.1962 á Sauðárkróki. Foreldrar: Gunnar Ólafsson síðar bóndi í Keflavík í Hegranesi og kona hans Arnbjörg Hannesdóttir.
Bóndi í Utanverðunesi (á parti) 1907-1908, í Garði 1908-1913, á Bjarnastöðum í Unadal 1914-1927, í Enni í Viðvíkursveit 1927-1928, á Krossi 1928-1962.
Kona: Anna Guðrún Þorleifsdóttir (1883-1965) frá Miklabæ í Óslandshlíð. Þau eignuðust þrjú börn. Fyrir átti Jóhann dóttur með Guðrúnu Ástvaldsdóttur.

Albert Jónsson Finnbogason (1900-1988)

  • S03294
  • Person
  • 24.07.1900-11.08.1988

Albert Jónsson FInnbogason, f. á Reyðarfirði 24.07.1900, d. 11.08.1988. Foreldrar: Jón Finnbogason kaupmaður og Björg Ísaksdóttir húsmóðir. Ungur flutti Albert með fjölskyldu sinni til Kanada en síðar flutti fjölskyldan aftur heim. hann gekk í Bændaskólann á Hólum en nam seinna prentiðn í Bandaríkjunum.
Albert starfaði í Prentsmiðjunni Gutenberg við vélsetningu og setti saman setjaravélar sem komu til landsins á árunum 1925-1957. Í rúman áratug rak hann Bókaútgáfuna Norðra en gerðist síðan bóndi á Hallkelshólum í Grímsnesi.
Hann vann ýmis störf fyrir HIð íslenska prentarafélag. Einnig átti hann þátt í stofnun tímaritsins Heima er bezt.
Maki: Margrét S: Benediktsdóttir. Þau eignuðust eina dóttur.

Eiríkur Einarsson (1898-1952)

  • S03307
  • Person
  • 24.07.1898-06.06.1952

Eiríkur Einarsson, f. í Ytri-Svartárdal í Svartárdal 24.07.1898, d. 06.06.1952 á Akureyri. Foreldrar: Einar Björnsson og Stefanía Björnsdóttir. Eiríkur ólst upp hjá foreldrum sínum fyrstu árin, en fór snemma að vinna fyrir sér. Hann fór í Hólaskóla og lauk þaðan búfræðiprófi vorið 1921. Hann hóf búskap á Sveinsstöðum í Tungusveit 1925-1927, í Breiðargerði í sömu sveit 1927-1931 og á Lýtingsstöðum 1931-1937. Þaðan fluttust Eiríkur og kona hans til Akureyrar þar sem Eiríkur stundaði ýms averkamannavinnu. Þau reistu sér hús í Laxagötu 7 og síðar að Hólabraut 22. Síðasta árið sem Eiríkur lifði var hann auglýsingastjóri og afgreiðslumaður Íslendings á Akureyri. Hann tók virkan þátt í félagsmálum og var einn stofnenda Sleipnis, málfundafélags Sjálfstæðisverkamanna og sjómanna á Akureyri og formaður þess félags fyrstu árin. Þá átti hann sæti í fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna og var eitt skeið fyrsti varamaður flokksins í bæjarstjórn.
Maki: Rut Ófeigsdóttir, f. 27.03.1900, d. 04.06.1981. Þau eignuðust sjö börn.

Eiríkur Jón Guðnason (1875-1949)

  • S3308
  • Person
  • 25.05.1875-21.02.1949

Eiríkur Jón Guðnason, f. í Villinganesi 25.05.1875, d. 21,02,1949. Foreldrar: Guðni Guðnason og Ingiríður Eiríksdóttir. Bóndi í Villinganesi 1897-1899 og aftur 1901-1946, í Breiðargerði 1899-1901.
Maki 1: Guðrún Þorláksdóttir (05.08.1876,-08.09.1905). Þau eignuðust tvö börn.
Maki 2: Margrét Stefanía Sveinsdóttir (03.12.1879-01.03.1912). Þau eignuðust eitt barn sem dó kornungt.

Franz Jónatansson (1873-1958)

  • S03186
  • Person
  • 24.08.1873-11.11.1958

Franz Jónatansson, f. á Siglunesi 24.08.1873, d. 11.11.1958 á Siglufirði. Foreldrar: Jónatan Ögmundsson og Guðný Björnsdóttir. Ársgamall fluttist Franz með foreldrum sínum frá Siglunesi að Bæ á Höfðaströnd. Þar bjuggu þau til 1889 en flutti þá að Mannskaðahóli í sömu sveit. Franz ólst upp með foreldrum sínum til 1895. Hann naut heimiliskennslu og lærði að spila á orgel og gerðist síðar forsöngvari í Hofs- og síðar Fellssókn. Franz var barnakennari nær óslitið 1897-1941 í Hofs- og Fellshreppum og í heimahúsum. Sat í nokkur ár í sóknarnefnd Hofshrepps og var oddviti sóknarnefndar og hreppsnefndar Fellshrepps. Árið 1897 kom hann upp nýbýlinu Garðhúsum við Höfðavatni og stundaði sjósókn í nokkur ár frá Bæjarklettum. Árið 1905 stofnaði hann, ásamt fleirum, Mótorfélagið sem gerði út vélbáta frá Bæjarklettum. Var hann vélamaður á öðrum vélbátanna tveggja sem félagið gerði út.
Árið 1910 tók Franz Málmey á leigu. Þar konu og börnum til 1914, er þau hjónin misstu son sinn af slysförum. Þá kaupa þau Skálá í Sléttuhlíð og bjuggu þar til 1919, er þau fóru aftur í Málmey. Þau keyptu eyjuna og bjuggu þar óslitið til 1941. Þá flutti Franz til Siglufjarðar og vann þar ýmis afgreiðslustörf til æviloka.
Maki: Jóhanna Gunnarsdóttir (28.05.1878-16.10.1964) frá Krossi í Mjóafirði eystra, síðar búsett á Vatni á Höfðaströnd. Þau eignuðust þrjú börn: Guðlaugu Veroníku, Jónu Guðnýju og Hjálmar.

Jóhannes Friðlaugsson (1882-1955)

  • S03325
  • Person
  • 29.09.1882-16.09.1955

Jóhannes Friðlaugsson fæddist að Hafralæk í Aðaldal 29.09.1882. Hann var bóndi ig kennari í Haga í Nessókn í Suður-Þingeyjarsýslu. Stundaði einnig ritstörf. Einnig stundaði hann kennslu í Reykjavík, Hvolhreppi í Rangárvallasýslu og Bolungarvík. Hann var oddviti Aðaldælahrepps um árabil.
Maki: Jóna Jakobsdóttir.

Jón Pálmason (1888-1973)

  • S03326
  • Person
  • 28.11.1888-01.02.1973

Jón Pálmason, f. á Ytri-Löngumýri í Blöndudal 28.11.1888, d. 01.02.1973. Foreldrar: Pálmi Jónsson bóndi á Ytri-Löngumýri og kona hans Ingibjörg Eggertsdóttir.
Maki: Jónína Valgerður Ólafsdóttir (1886-1980). Þau eignuðust fjögur börn.
Jón tók búfræðipróf frá Hólum 1909. Hann var bóndi á Ytri-Löngumýri 1913-1915 og 1917-1923, á Mörk í Laxárdal 1915-1917, á Akri við Húnavatn 923-1963. Var alþingismaður Austur-Húnvetninga 1933-1959 og gengdi m.a. embætti landbúnaðarráðherra. Gegndi einnig fjölda trúnaðarstarfa, var m.a. oddviti Svinavatnshrepps, sýslunefndarmaður Torfalækjarhrepps o.fl. Ævisaga hans var gefin út árið 1978.

Ásgrímur Árnason (1896-1933)

  • S03331
  • Person
  • 30.09.1896-18.01.1933

Ásgrímur Árnason, f. á Lundi í Stíflu 30.09.1896, d. 18.01.1933 á Syðra-Mallandi. Foreldrar: Áeni Magnússon bóndi, síðast á Syðra-Mallandi og kona hans Baldvina Ásgrímsdóttir. Ásgrímur ólst upp í foreldrahúsum, fyrst á Lundi í Stíflu til 1898, Enni á Höfðaströnd 1898-1903, Ketu á Skaga 1903-1904 og loks á Syðra-Mallandi til 1923 að hann reisti þar bú. Hann var þá nýútskrifaður búfræðingur frá Hvanneyi. Ásgrímur veiktist eftir að hann sótti lækni til konu sinnar og lést upp úr því úr ókennilegri hitaveiki.
Maki: Sigríður Sigurlína Árnadóttir (1905-1985).Þau eignuðust þrjú börn.

Ari Arason (1763-1840)

  • S03334
  • Person
  • 23.03.1763-06.12.1840

Faðir: Séra Ari Þorleifsson að Tjörn í Svarfaðardal. Móðir: Þorkatla Sigurðardóttir frá Barði. "Eftir lát föður síns (1769) ólst han upp hjá föðurbróður sínum, síra Jóni Þorleifssyni að Múla; var eftir lát hans með móður sinni að Ingvörum og að Syðri Brekkum í Skagafirði. Tekinn í Hólaskóla 1782, stúdent þaðan 25. maí 1789 ... Fekk 2. okt. s. á. Predikunarleyfi í Skálholtsbyskupsdæmi og var þá kominn suður að nema lækningar af Jóni landlækni Sveinssyni í Nesi við Seltjörn; tók próf hjá honum 7. Júlí 1794. Var 4. Sept. 1795 settur til aðstoðar Jóni lækni Péturssyni í Norðlendingafjórðungi .... . Settur fjórðungslæknir þar 18. Júlí 1801, en skipaður til fullnaðar 9. apr. 1802. Bjó fyrst á Víðivöllum í Blönduhlíð, sem hann hafði keypt, til 1805, er hann fluttist að Flugumýri, sem hann keypti ásamt fleiri jörðum Hólastóls í Skagafirði. Fekk lausn frá embætti 21. Jan. 1820, en stundaði þó lækningar eftir það. Var falið að lækna sárasótt, sem upp kom í Húnavatnsþingi 1824 (dagbók hans í Lbs. 1208, 4, to). Hann andaðist á Flugumýri. ... Lækningar heppnuðust honum allvel.“
Eiginkona: Sesselja Vigfúsdóttir (1780-1843). Tilgreind þrjú börn: Guðlaug, Anna Sigríður, Ari.
(Páll Eggert Ólason: Íslenskar æviskrár I, bls. 12-13).

Vilhjálmur Árnason (1898-1974)

  • S03338
  • Person
  • 30.10.1898-09.09.1974

Vilhjálmur Árnason, f. í Víkum á Skaga 30.10.1898, d. 09.09.1974 á Sauðárkróki. Foreldrar: Árni Antoníus Guðmundsson bóndi og smiður í Víkum og kona hans Anna Lilja Tómasdóttir. Vilhjálmur ólst upp í Víkum, þar sem forfeður hans höfðu búið margar kynslóðir. Hann ólst upp við landbúnaðarstörf og útgerð þar. Hann var bóndi í Víkum 1926-1934 fyrst á hálfri jörðinni og síðan allri. Bjó á Hvalnesi 1934-1956 og síðan á Sauðárkróki til æviloka. Þar stundaði hann ýmsa verkamannavinnu, m.a. í fiskvinnslu og á sláturhúsi.
Maki: Ásta Jónína Kristmundsdóttir (1902-1980).Þau eignuðust þrjú börn. Einnug ólu þau upp tvö fósturbörn, Karl Thomsen Hólm og Önnu Lilju Leósdóttur.

Ólafur Sigfússon (1880-1972)

  • S03362
  • Person
  • 26.01.1880-21.04.1972

Ólafur Sigfússon, f. í Hringey í Vallhólmi, f. 26.01.1880, d. 21.04.1972 á Sauðárkróki. (Sjálfur taldi hann fæðingarárið vera 1879).
Foreldrar: Sigfús Jónasson bóndi í Hringey og kona hans Margrét Guðmundsdóttir. Þau slitu samvistir þegar Ólafur var barn að aldri og ólst hann upp með móður sinni. Voru þau á ýmsum stöðum þar í sveitinni. Hann fór ungur að vinna fyrir sér. Hóf búskap í Álftagerði 1906 og keypti bústofninn af fráfarandi bónda.
Maki: Arnfríður Ingibjörg Halldórsdóttir (1873-1953). Þau eignuðust fimm börn en eitt þeirra lést á fyrsta ári.
Einnig átti Ólafur fjögur börn utan hjónabands.
Ólafíu Álfheiði (f. 1907) barnsmóðir Elínborg Ólafsdóttir.
Sesselju (f. 1909), barnsmóðir María Guðbjörg Árnadóttir.
Hjalta Eymann (f. 1918), barnsmóðir Lilja Kristín Gísladóttir.
Eggert (. 1918) barnsmóðir Soffía Sigríður Skúladóttir. Eggert er skráður Skúlason.

Sveinn Vilhjálmur Pálsson (1903-1992)

  • S03364
  • Person
  • 15.08.903-28.07.1992

Sveinn Vilhjálmur Pálsson, f. á Gili í Fljótum 15.08.1903, d. 28.07.1992. Foreldrar: Páll Arngrímsson bóndi í Hvammi í Fljótum og kona hans Ingveldur Hallgrímsdóttir. Sveinn ólst upp hjá foreldrum sínum, lengst af í Hólakoti en síðar í Hvammi. Þegar hann fékk aldur til fór hann til sjós og réri bæði fyrir fisk og hákarl úr Hraunakróki. Átti hann heimili í Hvammi þar til hann stofnaði heimili að Illugastöðum með sambýliskonu sinni. Hann var bóndi á Illugastöðum 1936-1939, á Sléttu 1940-1942 og aftur 1943-1971. Árið 1942-1943 voru þau Kristín í húsmennsku á Bjarnargili. Þá brugðu þau búi og fluttu til Reykjavíkur. Þau bjuggu fyrst í Hraunbænum en síðar á Bræðraborgarstíg. Síðustu árin voru þau á Dvalarheimili á Dalbraut í Kópavogi.

Björn Skúlason (1893-1975)

  • S03367
  • Person
  • 07.12.1893-11.06.1975

Tökubarn í Vatnshlíð, Bólstaðarhlíðarsókn, Hún. 1901. Var í Gunnarshúsi, Sauðárkrókssókn1910. Kom frá Sauðárkróki að Ríp 1911. Bóndi á Söndum á Borgareyju. Veghefilsstjóri. Bílstjóri á Sauðárkróki 1930. Síðast búsettur á Sauðárkróki.
Kona hans var Ingibjörg Jósafatsdóttir.

Þorsteinn Jónsson (1886-1952)

  • S03369
  • Person
  • 29.10.1886-30.10.1952

Þorsteinn Jónsson, f. í Litlu-Brekku á Höfðaströnd 29.10.1886, d. 30.10.1952 á Hofsósi. Foreldrar: Jón Þorsteinsson bóndi í Stóru-Brekku og kona hans Guðrún Kristjánsdóttir. Þorsteinn ólst upp með foreldrum sínum í Stóru-Brekku og dvaldist þar lengst af þangað til hann fluttist í Hofsós. Stundaði hann þá einkum sjómennsku. Árið 1918 hóf hann smábúskap í Hornbrekkur við túnfótinn hjá föður sínum. Hann fluttist´i Nöf á Hofsósi 1924 og bjó þar til vorsins 1936. Þá fluttist fjölskyldan í kjallara skólahússins en hóf að byggja nýtt hús uppi á brekkunni norðan við ána sem kallast Lyngholt. Þar bjó Þorsteinn frá 1936 til æviloka.
Kona: Baldvina Sigríður Sigurjónsdóttir (1892-1975). Þau eignuðust þrjú börn

Sigmar Þorleifsson (1890-1968)

  • S03370
  • Person
  • 15.10.1890-27.02.1968

Sigmar Þorleifsson, f. á Ljótsstöðum á Höfðaströnd 15.10.1890, d. 27.02.1968 á Sauðárkróki. Foreldrar: Þorleifur Pálsson bóndi á Hrauni í Unadal og kona hans Margrét Ingólfsdóttir. Sigmar ólst upp hjá foreldrum sínum og vann að búi þeirra þar til hann giftist. Hann bjó í Svínavallakoti 1913-1920, á Þverá í Hrolleifsdal 1920-1928 og á Bjarnastöðum í Unadal 1928-1930. Þegar hann hætti búskap flutti hann með konu sinni í Nöf á Hofsósi. Þar vrou þau til vorsins 1936 og fluttu þá í Bræðraborg, sem synir þeirra höfðu byggt. Eftir að Sigmar varð ekkil fluttist hann til Hjálmars sonar síns á Hofsósi og bjó þar þangað til hann keypti Gilsbakka á Hofósis 1957. Þar bjó hann svo til æviloka.
Maki: Kristjana Sigríður Guðmundsdóttir (1889-1945). Þau eignuðust átta börn.

Páll Hróar Jónasson (1908-1999)

  • S03371
  • Person
  • 17.05.1908-21.12.1999

Páll Hróar Jónasson, f. í Hróarsdal 17.05.1908, d. 21.12.1999 í Reykjavík. Foreldrar: Jónas Jónsson bóndi í Hróarsdal og þirðja kona hans, Lilja Jónsdóttir. Páll ólst upp hjá foreldrum sínum í Hróarsdal við hefðbundin bústörf. Hann lærði húsasmíði og vann við húsbyggingar víða um Skagafjörð og á Siglufirði.Árin 1930-1932 stundaði hann nám í Samvinnuskólanum í Reykjavík. Á árunum 1933-1938 vann hann að hluta til hjá Búnaðarsambandi Skagfirðinga. Páll var bóndi í Hróarsdal 1936-1956 en stundaði smíðar meðfram búskapnum. Árið 1956 flutti fjölskyldan í Utanverðunes. Hann stundaði áfram smíðar meðfram búskapnum og var einnig vitavörður í Hegranesvita.
Páll sat í hreppsnefnd Rípurhrepps 1935-1950 og aftur 1958-1962. Í skattanefnd 1938-1963. Árið 1963 fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur en átti áfram lögheimili að Utanverðunesi.
Maki: Þóra Jóhanna Jónsdóttir (1919-1997). Þau eignuðust átta börn en eitt þeirra dó á öðru ári.

Sigurður Konráðsson (1902-1986)

  • S03373
  • Person
  • 02.02.1902-25.09.1986

Sigurður Konráðsson, f. á Dæli í Sæmundarhlíð 02.02.1902, d. 25.09.1986. Foreldrar Konráð Konráðsson bóndi á Skarðsá og barnsmóðir hans Halldóra Sigvaldadóttir. Halldóra móðir Konráðs og móðuramma hans Ingibjörg voru í húsmennsku þegar hann fæddist og fylgi hann þeim á milli bæja næstu árin. Sigurður var í kaupavinnu og vinnkumennsku strax og aldur leyfði og mun lengst hafa verið á Fjalli. Árið 1930 reisti hann bú á þriðjungi jarðarinnar Dúks en vorið 1932 fékk hann hálfa Geirmundarstaði til ábúðar. Árið 1935 fluttist hann að Varmalandi þar sem hann bjó síðan, fyrst sem leiguliði en keypti jörðina árið 1948. Árið 1958 hófu dóttir Sigurðar og Önnu og tengdasonur þeirra sambýli með þeim að Varmalandi en þau bjuggu þar áfram meðan heilsa leyfði.
Maki: Anna Guðrún Stefanía Sveinsdóttir, (1904-1977).
Þau eignuðust þrjú börn.

Jóhannes Ástvaldsson (1910-1979)

  • S03375
  • Person
  • 28.09.1910-23.05.1979

Jóhannes Ástvaldsson, f. 28.09.1910, d. 23.05.1979. Foreldrar: Guðleif Soffía Halldórsdóttir (1870-1937) og Ástvaldur Jóhannesson (1868-1940)
Nemandi á Hólum, Hólasókn, Skag. 1930. Bóndi á Reykjum í Hjaltadal. Síðast búsettur í Hólahreppi.

Jón Sigmundsson (1890-1962)

  • S03377
  • Person
  • 30.06.1890-27.11.1962

Jón Sigmundsson, f. á vestara-Hóli í Flókadal 30.06.1890, d. 27.11.1962 í Kópavogi. Foreldrar: Sigmundur Jónsson bóndi á Vestara-Hóli og fyrri kona hans Anna Helga Jónsdóttir. Jón missti móður sína fimm ára gamall og var þá komið í fóstur til Guðmundar Jónssonar og Ingunnar Guðvarðardóttur á Laugalandi á Bökkum. Með þeim fluttist hann að Skuggabjörgum í Deildardal, þá 10 ára gamall. Hann var í vinnumennsku á Miklabæ og Tumabrekku í Óslandshlíð. Árið 1919 var hann vinnumaður í Tungu í Stíflu og var sonur hans með honum þar. Árið 1921 var hann vinnumaður á Delpum og giftist um haustið sienni konu sinni. Þau hófu sambúð í húsmennsku en hófu svo búskap á Hamri í Stíflu 1922-1924. Voru á Molastöðum 1924-1939, Hraunum 1939-1944, Lambanes-Reykjum 1944-1954 og Illugastöðum 1955-1962.
Maki 1: Margrét Arndís Guðbrandsdóttir (1895-1975). Þa uskildu eftir stutta sambúð. Þau eignuðust einn son.
Maki 2: Sigríður Guðmundsdóttir (1895-1985). Þau eignuðust fimm börn.

Jón Stefánsson (1894-1964)

  • S03378
  • Person
  • 01.12.1894-03.01.1964

Jón Stefánsson, f. á Steinavöllum í Flókadal 01.12.1894, d. 01.03.1964. Foreldrar: Stefán Sigurður Jónsson bóndi í Nesi og kona hans Guðrún Friðriksdóttir. Jón ólst upp hjá foreldrum sínum, fyrsta á Steinavöllum og síðan á Hálsi og í Nesi. Hann byrjaði búskap í Nesi, fyrst á móti föður sínum en frá 1924 bjó hann einn á jörðinni til 1937. Þá fluttist hann að Hvammkoti við Hofsós. Þar stundaði hann alla algenga vinnu til lands og sjávar. Í Fljótum tók hann töluverðan þátt í félagsmálum og var m.a. einn af stofnendum Samvinnufélags Fljótamanna.
Maki: Sigurbjörg Halldóra Jónsdóttir. Þau eignuðust fimm börn en eitt fæddist andvana. Fyrir átti Sigurbjörg eitt barn. Jón eignaðist barn með Rósu Jóakomsdótur, Björn (f. 1925). Einnig ólu þau upp að mestu leyti bróðurson Sigurbjargar.

Sigurður Óskarsson (1905-1995)

  • S03379
  • Person
  • 06.07.1905-10.08.1995

Sigurður Óskarsson, f. í Hamarsgerði á Fremribyggð 06.07.1905, d. 10.08.1995. Foreldrar: Óskar Þorsteinsson bóndi í Kjartansstaðakoti og kona hans Sigríður Hallgrímsdóttir. Óskar ólst upp hjá foreldrum sínum í Hamarsgerði fram að fermingu. Fór hann síðan í vinnumennsku að Vindheimum og var þar í fimm ár. Þar fór hann á fást við tamningar og hélt þeim áfram fram í háa elli. Þegar hann fór frá Vindheimum fór hann í vinnumennsku og síðar jarðabóktavinnu. Sigurður kvæntist árið 1934 og hóf búskap í Krossanesi en stundaði áfram jarðabótavinnu á sumrum. Sigurður tók virkan þátt í félagsmálum og var einn af stofnendum hestamannafélagsins Stíganda. Hann var formaður félagsins frá stofnun og næstu 20 árin. Einnig var hann einn af stofnendum veiðifélags Húseyjarkvíslar og í stjórn þess í mörg ár.
Kona: Ólöf Ragnheiður Jóhannsdóttir (1908-1991) frá Löngumýri. Þau eignuðust þrjár dætur.

Stefán Jónsson (1870-1911)

  • S03380
  • Person
  • 17.01.1870-27.04.1911

Stefán Jónsson, f. að Holtsmúla á Langholti 1701.1870, d. 27.04.1911. Foreldrar: Jón Stefánsson bóndi á Skinþúfu, Völlum og víðar og kona hans Kristín Sölvadóttir.
Lengst af var Stefán í húsmennsku í Minni-Akragerði en var bóndi þar 1898-1899. Hann flutti til Ameríku með fjölskyldu sinni árið 1900 ásamt föður sínum og tveimur bræðrum. Þar stettist hann að í Þingvallabyggð og var þar í húsmennsku fyrstu þrjú árin. Eftir það tók hann land og gerðist bóndi.
Maki: Annna Halldórsdóttir frá Brekku í Svarfaðardal. Þau eignuðust fimm börn.

Vilhjálmur Guðmundsson (1922-2002)

  • S03383
  • Person
  • 06.01.1922-14.09.2002

Vilhjálmur Guðmundsson, f. á Refsteinsstöðum í Víðidal 06.01.1922, d. 14.09.2002 á Hvammstanga. Foreldrar: Sigurlaug Jakobína Sigurvaldasdóttir og Guðmundur Pétursson. Viðhjálmur hóf búskap á Hraunum í Fljótum 1945 en flutti árið 1967 að Gauksmýri i Vestur-Húnavatnssýslu. Síðustu árin bjó hann á Hvammstanga.
Maki: Jónína Hallgrímsdóttir frá Hrafnabjörgum á Héraði. Þau eignuðust fjögur börn og ólu einnig upp barnabarn sitt, Jónínu Rakel Gísladóttur.

Aðalsteinn Eiríksson (1919-2006)

  • S03389
  • Person
  • 27.08.1919-02.10.2006

Aðalsteinn Eiríksson, f. í Vilinganesi 27.08.1919, d. 02.10.2006 á Sauðárkróki. Foreldrar: Eiríkur Jón Guðnason bóndi í Villinganesi og þriðja kona hans, Petra Einarsdóttir. Aðalsteinn ólst upp hjá foreldrum sínum í Villinganesi. Barnafræðslu hlaut hann í heimahúsum en síðar var hann í farskóla. Aðalsteinn hóf búskap í Vlinniganesi árið 1946 ásamt Guðrúnu systur sinni. Árið 1986 kom frændi þeirra, Sigurjón Valgarðsson í Villinganes og hóf þar búsakp að hluta. Hann varð systkinunum mikil hjálparhella síðustu búskaparárin.

Ágúst Magnússon (1895-1979)

  • S03391
  • Person
  • 08.08.1895-03.10.1979

Ágúst Magnússon, f. í Víðinesi 08.08.1895, d. 03.10.1979 á Sauðárkróki. Foreldrar: Magnús Vigfóusson bóndi í Garðakoti í Hjaltadal og Kristín Jónsdóttir í Víðinesi. Ágúst ólst upp hjá móður sinni í Víðinesi og átti þar heima óslitið alla sína ævi. Hann tók við búsforráðum af móður sinni 1924 og bjó samfellt í 44 ár.
Ágúst var ókvæntur og barnlaus en Jórunn Sigrún Skúladóttir (1890-1970) var ráðskona hans um langa hríð.

Ágústa Runólfsdóttir (1892-1972)

  • S03392
  • Person
  • 01.08.1892-23.06.1972

Ágústa Runólfsdóttir, f. á Heiði í Gönguskörðum 01.08.1892, d. 23.06.1972. Foreldrar: Runólfur Jónsson sjómaður á Sauðárkróki og kona hans Nanna Soffía Ólafsdóttir. Ágústa ólst upp á Sauðárkróki hjá foreldrum sínum. Ágústa giftist Jónasi 17 ára gömul en hann lést eftir stutta sambúð. Ágústa fór sem ráðskona til Páls að Herjólfsstöðum árið 1914 og felldu þau hugi saman. Árið eftir fóru þau á Sauðárkrók og bjuggu þar til 1924 en fóru þá að Hrafnagili í Laxárdal. Einnig voru þau um tíma í Brennigerði. hjá Þorvaldi Guðmundssyni og Salóme Pálmadóttur. Eftir það fluttu þau aftur á Sauðárkrók og bjuggu þar þangað til þau fluttu til Akureyrar 1940. Páll og Ágústa bjuggu við mikla fáækt öll sín búskaparár í Skagafirði. Páll veiktist af taugaveiki 1924 og segja má að heimilið hafi verið leyst upp í kjölfarið. Þurftu þau að láta þrjú af börnum sínum frá sér á sveit og elsta dóttirin fór til ömmu sinnar.
Maki 1: Jónas Jónasson frá Sauðárkróki (1884-1912). Þau eignuðust tvo syni en annar dó sem kornabarn.
Maki 2: Páll Jóhannsson (1888-1981). au eignuðust 10 börn og komust öll til fullorðinsára nema eitt.

Jón Jóhannesson (1864-1930)

  • S3405
  • Person
  • 03.12.1864-17.08.1930

Jón Jóhannessonar, f. 03.12.1864, f. 17.08.1930. Foreldrar: Jóhannes Oddsson (1830-1879) og Elínborg Jónsdóttir (1829-1876). Jón missti foreldra sína er hann var á fermingaraldri og varð því snemma að vinna fyrir sér. Hann var mörg ár vinnumaður. Bóndi í vík á parti (Ytri-Vík) 1897-1907, Birkihlíð (Hólkoti) 1907-1912, Auðnum 1912-1917.
Maki: Anna Soffía Jósefsdóttir (1868-1909). Þau eignuðust eina dóttur.

Stefán Sigurðsson (1879-1971)

  • S03412
  • Person
  • 07.04.1879-30.08.1971

Stefán Sigurðsson, f. 07.04.1879, d. 30.08.1971. Foreldrar: Sigurður Bjarnason (1829-1890) bóndi á Stóra-Vatnsskarði og seinni kona hans, Salbörg Sölvardóttir. Hreppstjóri og bóndi í Gili í Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Bóndi í Mjóadal, A-Hún., síðar hreppstjóri á Gili í Svartárdal. Var á Sunnuhvol, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Blönduóshreppi.

Þorvaldur Ari Arason (1849-1926)

  • S03414
  • Person
  • 23.09.1849-03.03.1926

Þorvaldur Ari Arason, f. 23.09.1849, d. 04.03.1926. Foreldrar: Ari Arason bóndi og kanselliráð á Flugumýri og kona hans Helga Þorvaldsdóttir. Þorvaldur ólst upp á Flugumýri. Hann var við nám í Lærða skólanum í Reykjavík en hætti þar og gjörðist bóndi á Flugumýri 1882-1896. Hann var bóndi á Víðimýri 1896-1921 en brá þá búi og var eftir það hjá sonum sínum til æviloka. Hann var póstafgreiðslumaður meðan hann bjó á Víðimýri.
Maki: Anna Vigdís Steingrímsdóttir (1854-1939). Þau eignuðust sex börn sem náðu fullorðinsaldri.

Karl Grímur Dúason (1900-1970)

  • S03240
  • Person
  • 15.04.1900-12.05.1970

Karl Grímur Dúason, f. 15.04.1900, d. 12.05.1970. Foreldrar: Dúi Grímsson bóndi í Langhúsum í Fljótum og kona hans Eugenía Jónsdóttir Norðmann. Faðir Dúa var barnabarn Gríms græðara á Minni-Reykjum. Karl var yngstur þriggja bræðra. Hann ólst upp að Krakavöllum og var með foreldrum sínum til fjórtán ára aldurs er hann fór í Gagnfræðaskóla Akureyrar og var þar frá 1914-1916 og lauk svo gagnfræðaprófi vorið 1918. Eftir það fór hann til Danmerkur og stundaði þar verslunarnám til 1920. Eftir það fór hann heim til foreldrar sinna á Krakavöllum og vann að búi þeirra uns hann fluttist með þeim til Siglufjarðar. Þar vann hann við Síldarverksmiðjur Ríkisins og auk Þess við endurskoðun bæjarreikninga þar um mörg ár. Á Siglufirði kynntist hann konu sinni, Sigriði Ögmundsdóttur. Þau eignuðust fimm börn. Fyrir átti Sigríður tvær dætur. Frá Siglufirði fluttist Karl með fjölskyldu sína til Ytri-Njarðvíkur árið 1951. Þar vann hann við frystihús mága sinna ásamt smíðum við húsbyggingar bæði fyrir sjálfan sig og aðra. Karl hafði orðið fyrir heilsubresti þegar á unglingsáum og síðustu árin tók hjartað að bila. Hann lést sjötugur að aldri.

Hjálmar Jónsson (1796-1875)

  • S03424
  • Person
  • 29.09.1796-25.07.1875

Hjálmar Jónsson skáld betur þekktur sem Bólu-Hjálmar fæddist á Hallandi í Eyjafirði 1796. Hann lést 25. júlí 1875 í Brekkuhúsum skammt frá Víðimýri í Skagafirði. Hjálmar var bóndi og ljóskáld og bjó lengst af í Skagafirði. Foreldrar hans voru Marsibil Semingsdóttir fædd 1769 og Jón Benediktsson fæddur 1763. Heimildum ber ekki saman um það að Jón Benediktsson hafi raunverulega verið faðir Hjálmars. Snemma var grunur um að séra Sigfús Jónsson prófastur á Höfða í Höfðahverfi hafi verið faðir hans. Hjálmar daðraði við þá hugmynd sjálfur.

Í ævisögum um Hjálmar er sagan um fæðingu hans sögð þannig að móðir hans hafi verið gestkomandi að Hallandi er hún ól son sinn. Þegar hann var einungis næturgamall lagði vinnukona á Hallandi af stað með hann til Hreppsstjórans í poka til þess að hægt væri að ráðstafa drengnum. Á leið sinni sóttist hún eftir næturgistingu hjá Sigríði á Dálksstöðum. Morgunin eftir var illviðri og þvertók Sigríður fyrir að lengra væri farið með barnið og sagðist fara með hann sjálf þegar veðrið batnaði. Af því varð aldrei, heldur tók hún hann til fósturs og gekk honum í móðurstað fyrstu árin. Á sjötta aldursári dvaldi hann einn vetur (1800-1801) hjá Oddi Gunnarssyni bónda á Dagverðareyri. Hjálmar ólst upp við algeng sveitastörf og reyndist þar liðtækur. Hann fór að stunda sjóróðra og segir hann sjálfur frá að hafa róið út frá Dagverðareyri. Þegar Hjálmar var 14 ára lést fósturmóðir hans. Talið er að Jóhann sonur Sigríðar á Dálksstöðum hafi kennt Hjálmari að lesa en fátt er vitað um menntun hans í æsku. Hann gekk ekki í skóla en af kveðskap sem er til eftir hann frá þessum árum má sjá að hann hafi snemma verið lesgjarn og fróðleiksfús. Í nokkrum vitnisburðum séra Jóns Þorvarðarsonar kemur meðal annars fram að Hjálmar er efnilegur og vel skarpur í gáfum. Eftir lát fósturmóður sinnar fór hann að Blómsturvöllum þar sem Jón faðir hans og Valgerður dóttir Sigríðar voru farin að búa.

Vorið 1820 fór Hjálmar vestur í Blönduhlíð í Skagafirði og gerðist vinnumaður á Silfrastöðum til vorsins 1821. Á næsta bæ bjó móðursystir hans, Guðbjörg Semingsdóttir fjölskylda hennar. Dóttir hennar Guðný og Hjálmar fóru að vera saman og eignuðust barn sumarið 1821 sem lést mánuði síðar. Ári síðar giftu þau sig. Þau bjuggu á ýmsum bæjum í Skagafirði næstu árin og var mjög þröngt í búi. Þau áttu sjö börn, fimm af þeim komust á fullorðins aldur.
Hann var kenndur við Bólu (Bólstaðargerði) í Blönduhlíð þar sem hann bjó í rúm 15 ár. Hjálmar átti í deilum við sveitunga sína og kvað gjarnan vísur um þá og ávirðingar þeirra. Hann varð einangraður frá öðrum, menn hræddust hann og var illa við hann. 1838 var hann sakaður um sauðaþjófnað en var sýknaður af þeim ákærum. Hann hraktist frá Bólu ári seinna. Þaðan fór hann að Minni-Ökrum. Þar missti hann konu sína sem dó 24. júní 1845. Hann var á Minni-Ökrum í 28 ár. Með árunum varð hann nær ófær til allra verka en gat áfram skrifað. Hann háði ævilanga baráttu við fátækt og strit. Frá Minni-Ökrum fór hann að Grundargerði í Akrahreppi og þaðan að Starrastöðum í Tungusveit og var þar í 2 ár í húsamennsku með Guðrúnu, yngstu dóttur sinni. Þaðan fóru þau að Brekku nálægt Víðimýri. Eftir 5 vikna dvöl þar í beitarhúsum dó hann 5. ágúst 1875, á 80. aldursári.

Í kveðskap Hjálmars fjallar hann gjarnan um slæm kjör og samferðamenn sína. Hjálmar þótti óvæginn og illskeyttur. Þrátt fyrir að eiga sér marga óvildarmenn átti hann líka marga vini og var hann fenginn til að skemmta í veislum. Honum var margt til lista lagt. Hann var þjóðfræðisafnari, listaskrifari, góður kvæðamaður og þótti hafa merkilega frásagnargáfu og var því eftirsóttur til ræðuhalda á mannamótum.
Kveðskapur eftir Hjálmar Jónsson er mikill að vöxtum, rímur, ljóð og lausavísur. Eftir hann hafa einnig varðveist fagurlega útskornir gripir.

Eysteinn Steingrímsson (1965-)

  • S03449
  • Person
  • 11.08.1965-

Eysteinn Steingrímsson, f. 11.08.1965. Foreldrar: Steingrímur Vilhjálmsson (1924-2014) og Anna M. Jónsdóttir, sem bjuggu á Laufhóli í Viðvíkursveit.
Búsettur á Laufhóli.
Maki: Aldís Axelsdóttir.

Oddur Einarsson (1870-1953)

  • Person
  • 08.11.1970-02.05.1953

Oddur Einarsson, f. 08.11.1870, d. 02.05.1953. Foreldrar: Einar Bjarnason og Guðrún Einarsdóttir. Oddur fæddist að Kleppi við Viðeyjarsund og ólt þar upp hjá foreldrum sínum. Oddur tók við búi á Kleppi eftir föður sinn 1894 og bjó þar fram yfir aldamótin. Frá Kleppi fór hann að Kálfaholti (nú Úlfarsá) í Mosfellssveit og bjó þar til 1915, að hann flutti að Þverárkoti á Kjalarnesi og bjó þar til dánardags. Oddur var við búskap í hátt í sextíu ár. Hann þótti afar fjárglöggur og markaglöggur og var réttarstjóri og umsjónarmaður Kollafjarðarréttar í um 30 ár. Mikill gestagangur var á heimilinu og mikill ágangur af búfé á jörðinni. Þóttu þau hjónin afar gestrisin og greiðagóð. Oddur lést af slysförum þegar hann var að flytja mjólk til næsta bæjar.
Maki: Guðrún Magnúsdóttir (d. 1932). Þau eignuðust ekki börn en ólu upp Guðmundínu Guðmundsdóttur. Einnig ólst Guðrún Magnúsdóttir að nokkru leyti upp hjá þeim.

Kolbeinn Högnason (1889-1949)

  • S03459
  • Person
  • 25.06.1889-14.05.1949

Kolbeinn Högnason, f. í Kollafirði á Kjalarnesi 25.06.1889, d. 14.05.1949. Foreldrar: Högni Finnsson frá Meðalfelli og Katrín Kolbeinsdóttir. Kolbeinn tók við búi í Kollafirði af afa sínum, Kolbeini Eyjólfssyni. Bjó hann þar til 1943, er hann flutti til Reykjavíkur. Kolbeinn varð þjóðkunnur fyrir kveðskap sinn. Hann gaf út nokkrar smá sögur og einnig ljóðabækurnar Kræklur, Olnbogabörn, Hnoðnaglar, Kurl og Kröfs.
Maki 1: Guðrún Jóhannsdóttir. Þau eignuðust fjögur börn. Þau skildu.
Maki 2: Málfríður Jónsdóttir frá Bíldsfelli. Þau eignuðust tvö börn.

Haraldur Jóhannesson (1903-1994)

  • S03462
  • Person
  • 21.12.1903-11.06.1994

Haraldur Jóhannesson, f. á Bakka í Viðvíkursveit 21.12.1903, d. 11.06.1994 á Sauðárkróki. Foreldrar: Jóhannes Bjarnason bóndi í Grundarkoti og kona hans Björg Sigfúsdóttir. Haraldur ólst upp hjá foreldrum sínum fram undir fermingu. Snemma fór hann að vinna fyrir sér og fyrir fermingu gerðist hann léttadrengur á Vagla. Fimmtán ára var hann í Álftagerði og fór þaðan í Frostastaði sem vinnumaður þar til hann gifti sig 22 ára. Þá fóru þau hjónin í húsmennsku í Sólheima og voru næstu tvö árin en fluttu til baka í Frostaðastaði. Árið 1928 voru þau vinnuhjú en árið 1929 fengu þau hálfa jörðina til ábúðar. Þau bjuggu á Frostastöðum til 1943, frá 1943-1957 á Unastöðum í Kolbeinsdal og á Bakka frá 1957-1987. Eftir að asmi fór að hrjá Harald lét hann að mestu af hefðbundnum búskap en fékkst við silungsveiðar og æðarvarp auk þess að vera með nokkrar kindur. Haraldur var hagmæltur og fékkst nokkuð við vísnagerð.
Maki: Anna Margrét Bergsdóttir (1897-1991). Þau eignuðust fimm börn.

Jón Rögnvaldsson (1807-1886)

  • S03463
  • Person
  • 1807-1886

Jón Rögnvaldsson, f. á Kleif á Skaga1807, d. 1886 í Vesturheimi. Foreldrar: Rögnvaldur Jónsson bóndi á Kleif og kona hans Margrét Pétursdóttir. Jón ólst upp með foreldrum sínum og varð snemma hinn gjörvilegasti maður. Hamm hóf búskap á hluta Hvamms í Laxárdal og bjó þar 1837-1838. Á Gauksstöðum 1838-1843 og Hóli 1843-1874. Þá brá hann búi og flutti til Vesturheims. Jón var hreppstjóri Skefilsstaðahrepps 1862-1865 en sagði þá starfinu af sér. Hann smíðaði fjölda skipa. Vestra fékkst hann við skriftir um landsnám Íslendinga í Kanada og fleira. Synir Jóns í Vesturheimi tóku upp nafnið Hillmann.
Maki 1. Guðrún Jónsdóttir (1809-1846). Þau eignðust þrjú börn sem upp komust.
Maki 2: Una Guðbrandsdóttir (1814-1872). Þau eignuðust fjögur börn sem upp komust.

Gunnlaugur Sölvason (1854-1934)

  • S03465
  • Person
  • 1854-01.09.1934

Gunnlaugur Sölvason, f. 1854, d. 01.09.1034. Vinnumaður í Kolugili í Víðidal 1880. Fór til Vesturheims 1889. Var í Winnipeg í Manitoba 1901. Var í Selkirk í Manitoba 1916.
Maki: Guðríður Helgadóttir. Þau eignuðust a.m.k. þrjú börn.
innumaður í Kolugili, Víðidalstungusókn, Hún. 1880. Fór til Vesturheims 1889, óvíst hvaðan. Var í Winnipeg, Manitoba, Kanada 1901. Var í Selkirk, Manitoba, Kanada 1916.

Eiríkur Gíslason (1872-1952)

  • S03470
  • Person
  • 02.12.1872-20.08.1952

Eiríkur Gíslason, f. á Höskuldsstöðum 02.12.1872, d. 20.08.1952 á Tyrfingsstöðum. Foreldrar: Gísli Þorláksson og María Jónsdóttir. Fyrstu æviár sín var Eiríkur á hrakningi í Blönduhlíð, en lenti í Sólheimum á barnsaldri og var þar að mestu til tvítugs. Hirti um árabil suaði Helga ríka í Fjallhúsum. Hann var í vinnumennsku á ýmsum stöðum á Kjálka og Austurdal. Auk þess eitt ár í Fagranesi á Reykjaströnd. Þangað fluttist hann með Friðfinni Kristjánssyni frá Ábæ. Fluttist hann svo aftur fram til dala. Um 1910 gerðist hann húsmaður á Merkigili og fékk eyðibýlið Miðhús til afnota. Þar var hann með sauðfjárbú og hesta. Árið 1927 fluttist hann að Tyrfingsstöðum til sonar síns og var þar til æviloka í húsmennsku.
Einar giftist ekki en átti barn með Ólöfu Jónsdóttur frá Hóli í Siglufirði.
Ráðskona Eiríks um skeið var Inga Guðrún Guðmundsdóttir.

Magnús Jónasson (1889-)

  • S03480
  • Person
  • 15.08.1889-

Magnús Jónasson, f. 15.08.1889, dánardagur óviss.
Foreldrar: Jónas Hallgrímsson og Þórey Magnúsdóttir á Fremri-Kotum. Magnús kvæntist Margrétu Jóhnson sem var norsk í föðurætt. Fluttist til Vesturheims.

Guðlaug Arngrímsdóttir (1929-2017)

  • S03319
  • Person
  • 14.01.1929-31.03.2017

Guðlaug Arngrímsdóttir fæddist í Litlu-Gröf, Skagafirði 14. Janúar 1929. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Sauðárkróki 31. mars, 2017.
Foreldrar hennar voru Arngrímur Sigurðsson (f. 31. desember 1890 og d. 5 desember 1968) og Sigríður Benediktsdóttir (f. 9 júní 1886 og d. 4 ágúst 1948). Bróðir Guðlaugar var Þórir Angantýr (f. 2 janúar 1923 og d. 30 desember 2000). Uppeldisbróðir Guðlaugar var Ragnar Magnús Auðunn Blöndal (f. 29 júní 1918 og d. 15 september 2010).
Guðlaug gekk í barnaskóla í Hátúni einn vetur og í Varmahlíð svo fór hún í gagnfræðaskólann á Sauðárkróki. Hún vann á Akureyri um tíma í verslun en snéri aftur í Skagafjörð þegar móðir hennar lést. Síðar fór hún í Húsmæðraskólann í Reykjavík. Guðlaug var bóndi og húsmóðir í Litlu-Gröf en starfaði einnig utan heimilis. Meðal annars í félagsheimilinu Miðgarði frá því að það var opnað 1967, á haustin í sláturhúsinum, hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, í Kjöthöllinni og sem leiðbeinandi hjá dagvistun aldraðra. Guðlaug tók til sín börn í sumardvöl í sveit. Hún bjó með föður sínum Arngrími og Þóri Angantýr bróður sínum. Guðlaug var ógift og barnlaus.

Þórir Arngrímsson (1923-2000)

  • S03481
  • Person
  • 02.01.1923 - 30.12.2000

Þórir Angantýr Arngrímssonr fæddist í Litlu-Gröf, Skagafirði. Foreldrar hans voru Arngrímur Sigurðsson (f. 31. desember 1890 og d. 5 desember 1968) og Sigríður Benediktsdóttir (f. 9 júní 1886 og d. 4 ágúst 1948). Systir Þóris var Guðlaug Seselía Arngrímsdóttir (f. 14.janúar 1929 - d. 31. mars 2017). Uppeldisbróðir þeirra var Ragnar Magnús Auðunn Blöndal (f. 29 júní 1918 og d. 15 september 2010). Þórir var bóndi í Litlu-Gröf, ógiftur og barnlaus.

Sigurður Guðbjartur Helgason (1893-1975)

  • S03482
  • Person
  • 09.11.1893-18.01.1975

Sigurður Guðbjartur Helgason, f. í Garðshorni á Höfðaströnd 09.11.1893, d. 18.01.1975. Foreldrar: Helgi Pétursson bóndi á Kappastöðum í Sléttuhlíð og kona hans Margrét Sigurðardóttir. Sigurður var í fyrstu hjá afa sínum og ömmu á Kappastöðum en fór með foreldrum sínum að Geirmundarhóli í Hrollleifsdal 1902 og var þar í átta ár. Haustið 1911 fór hann vetrarmaður að Framnesi í Blönduhlíð og var þar síðan vinnumaður næsta ár. Um sumarið var hann sendur í vegavinnu á Sauðárkrók þar sem byrjað var að leggja Skagfirðingabrautina. Síðan tók við skepnuhirðing um veturinn og síldarvinna í Siglufirði sumarið 1912. Hann fór þá heimtil foreldra sinna um haustið og var um veturinn 1912-1913 við hirðingu hjá Sveini Árnasyni í Felli. Þar var hann síðan samfleytt til ársins 1919 að hann fór í vinnumennsku að Ási í Hegranesi til eins árs. Þaðan fór hann að Ríp og var þar til 1924, að hann fluttist um tíma að Hellulandi sem lausamaður og tók að sér umsjón með dragferjunni á Vesturósnum fyrir Hróbjart Jónasson mág sinn. Síðan fór hann aftur að Ríp og var þar til 1929 að hann fór að Hamri til Vilhelmínu systur sinnar og var þar til 1935. Þar ko hann sér upp nokkrum bústofni sem hann færði með sér um Utanverðunes þar sem hann var í húsmennsku til 1947 en þáflutti hann með skepnur sínar til Sauðárkróks og átti þar heimili til dauðadags. Bjó hann þá hjá Ármanni bróður sínum og Sigurbjörgu Pétursdóttur konu hans að Ránarstíg 2. Þar rak hann talsverðan fjárbúskap og fékk land á erfðafestu úr Sauðárkrjörð, túnbletti norðan í Sauðárhæðinni og út í Sauðárgilið. Byggði hann fjárhús og hlöðu.
Sigurður var ókvæntur og barnlaus.

Pétur Jóhann Jónasson (1883-1972)

  • S03258
  • Person
  • 15.12.1883-17.01.1972

Pétur Jóhann Jónasson, f. í Minni-Brekku í Fljótum 15.12.1883, d. á Sauðárkróki 17.01.1972. Foreldrar: Jónas Stefánsson bóndi í Minni-Brekku og kona hans Anna Sigríður Jónsdóttir. Pétur ólst upp hjá foreldrum sínum í Minni-Brekku fram að níu ára aldri, að þau fluttust burt en Pétur varð eftir hjá föðurbróður sínum, Guðmundi Stefánssyni og konu hans Ólöfu Pétursdóttur. Var hann hjá þeim í 13 ár. Fyrstu búskaparárin var hann leiguliði hjá fóstra sínum og Pétri Jónssyni sem áttu Minni-Brekku til helminga hvor en smám saman eignaðist hann jörðina. Þegar hann seldi hana 1946 fékk hann að vera í skjóli Bendikts Stefánssonar og Kristínar konu hans, sem keyptu jörðina.
Pétur var bóndi í Minni-Brekku 1910-1915, í Stóru-Brekku 1915-1917, í Minni-Brekku 1917-1918, á Minni-Þverá 1918-1919, í Minni-Brekku 1919-1920 og loks 1927-1946. Árin 1920-1927 var hann í húsmennsku hjá Guðmundi Benediktssyni í Minni-Brekku.
Maki: Margrét Stefanía Jónsdóttir (23.10.1882-02.10.1945). Þau einguðust tvö börn sem bæði fæddust andvana. Auk þess ólu þau upp fóstursoninn Pétur Jón Stefánsson frá Sléttu og Margréti Petreu Jóhannsdóttur.

Ástvaldur Kristinn Hjálmarsson (1921-2002)

  • S03483
  • Person
  • 13.06.1921-04.10.2002

Ástvaldur Kristinn Hjálmarsson, f. á Helgustöðum í Fljótum 13.06.1921, d. 04.10.2002. Foreldrar: Hjálmar Jónsson bóndi í Stóra-Holti og ráðskona hans Sigríður Eiríksdóttir. Valli, eins og hann var alltaf kallaður, var ásamt tvíburabróður sínum yngstur níu systkina. Hann ólst ekki upp hjá foreldrum sínum. Hann missti móður sína í janúar 1922 og föður sinn í febrúar sama ár, er hann var á fyrsta aldursári. Hann fór í fóstur í Stóru-Brekku tik Kristjáns Bjarnasonar og Ástu Friðbjarnardótturog ólst upp hjá þeim til fullorðinsára. Vilhjalmur tvíburabróðir hans ólst upp hjá Siglulínu í Tungu en hún var hálfsystir þeirra bræðra.
Valli naut barnaskólalærdóms og ólst upp við hefðbundin sveitastörf. Hann tók virkan þátt í menningarlífi sveitarinnar, m.a. með ungmennafélaginu, og lék á harmónikku við ýmis tækifæri. Á unglingsárunum vann hann ýmis tilfallandi störf og fór m.a. til Siglufjarðar og lærði smiðar hjá Sveini Ásmundssyni. Hann vann mikið víð smíðar meðfram búskapnum, m.a. við byggingar hjá Samvinnufélagi Fljótamanna á árunum 1949-1956. Einnig hjá ýmsum bændum í sveitinni.
Valli og Sigga hófu sambúð í Grund í Haganesvík árið 1949. Þaðan fluttu þau í Sléttu í Holtshreppi þar sem þau byrjuðu að koma sér upp bústofni. Árið 1957 keyptu þau jörðina Delpa í Sítflu sem hafði verið í eyði í nokkur ár. Þar bjuggu þau til ársins 1973, er þau fluttu í Siglufjörð og seldu allan fjárstofninn nema nokkrar kindur. Er synir þeirra, Reynir og Kári, hófu búskap í Bakka í Ólafsfirði, fóru Valli og Sigga til að hjálpa við búskapinn, meðan Reynir fór á Bændaskóla.Þar voru þau til ársins 1981, að þau fluttu aftur í Depla og byggðu þar nýtt íbúðarhús. Nokkra síðustu veturna fóru þau til Silgufjarðar en dvöldu á Deplum á sumrin.
Maki: Sigríður Inigbjörg Sveinsdóttir (1931-2008) frá Brautarholti í Haganesvík. Þau eignuðust sjö börn.

Bjarni Pétursson (1919-1993)

  • S03485
  • Person
  • 16.02.1919-05.08.1993

Bjarni Pétursson, f. á Vatni í Haganesvík 16.02.1919, d. 05.08.1993 í Reykjavík.
Foreldrar: Pétur Jónsson, bóndi á Lambanesreykjum og seinni kona hans, Einarsína Jónasdóttir. Bjarni ólst upp hjá foreldrum sínum. Þau voru í húsmennsku á Vatni í Haganesvík árið sem hann fæddist en þá um vorið fluttust þau tilbúskapar að Minni-Brekku. Móður sína missti Bjarni þegar hann var á ellefta ári. Eftir fermingu vann hann að mestu fyrir sér og var þá lengst af á Móaflelli hjá Jóni Gunnlaugssyni. Hann hlaut almenna barnafræðslu og um tvítugsaldur fór hann í Bændaskólann á Hólum og lauk þaðan námi vorið 1941. Bjarni var mikill íþróttamaður og var í fremstu röð á afrekaskrá UMSS. Hann stunda knattspyrnu og brids eftir að náminu lauk og hann var kominn aftur í Fljótin. Hann var bóndi í Minni-Brekku 1945-1946 og í Tungu 1946-1953. Meðfram búskapnum vann hann ýmis störf, m.a. í verslun Samvinnufélags Fljótamanna og í Skeiðsfossvirkjun. Þá vann hann við jarðvinnslu með Alfreð Jónssyni á Reykjarhóli. Hann sat í sveitarstjórn Holtshrepps 1943-1946. Árið 1953 fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur þar sem hann byggði íbúðarhús í Eskihlíð 22 og bjór þar uns hann flutti í Hraunbæ 103 árið 1991.
Maki: Guðný Hallgrímsdóttir (f. 1924). Þau eignuðust einn son.
Bjó lengi í Hraunbæ 103 í Reykjavík.
Maki: Guðný

Helgi Jónsson (1937-1997)

  • S03519
  • Person
  • 31.08.1937-12.01.1997

Helgi Jónsson, f. 31.08.1937, d. 12.01.1997. Foreldrar: Jón Jónsson frá Hárlaugsstöðum (f. 1897) og Rósa Runólfsdóttir (f. 1908).
Á yngri árum stundaði Helgi vertíðir í Vestmannaeyjum, Grindavík og Hafnarfirði. Hann var við bústörf á Herríðarhóli til 1974 en réði sig þá í vinnumennsku að Merkigili hjá Moniku Helgadóttur og varð síðar bóndi þar.

Sæmundur Jónsson (1915-1993)

  • S03522
  • Person
  • 28.11.1915-13.05.1993

Sæmundur Jónsson f. í Holtskoti í Seyluhreppi 28.11.1915, d. 13.05.1993 á Sauðárkróki.
Foreldrar: Jón Jónsson "Skagfirðingur" og kona hans Soffía Jósafatsdóttir. Sæmundur ólst upp hjá foreldrum sínum í Holtskoti, síðan í Geldingaholti og loks Glaumbæ. Þar bjó hann fardagaárið 1937-1938 en vorið 1938 fluttist hann að Bessastöðum. Árið 1961 var jörðinni skipt og stofnaði Jón sonur hans nýbýlið Fosshól á hálfri jörðinni. Sæmundur gegndi ýmsum trúnaðarstörfum, m.a. var hann í hreppsnefnd Staðarhepps 1966-1982 og oddviti þann tíma. Hann var í stjórn sjúkrasamlags Staðarhepps 1958-1974 og gjaldkeri allan þann ´tima.
Maki: Mínerva Gísladóttir (1915--1998). Þau eignuðust sjö börn. Fyrir átti Mínerva dóttur með Sigurjóni Kristinssyni.

Sigfús Helgason (1939-)

  • S03523
  • Person
  • 11.09.1939-

Sigfús Helgason f. 11.09.1939. Bóndi í Stóru-Gröf.
Maki: Guðrún Gunnsteinsdóttir.

Björn Gunnlaugsson (1926-1990)

  • S03524
  • Person
  • 02.07.1926-24.12.1990

Björn Gunnlaugsson, f. 02.07.1926, d. 24.12.1990. Foreldrar: Sigurlaug Sigurðardóttir og Gunnlaugur Björnsson. Björn ólst upp í foreldrahúsum. Hann naut barnafræðslu og fór síðan í Hólaskóla og útskrifaðist þaðan. Hann var bóndi í Brimnesi og tók við búinu eftir að faðir hans lést 1962. Meðfram búskapnum kenndi hann við Hólaskóla og ritaði sögu Hólastaðar. Eftir að móðir hans lést var Jóna Gísladóttir bústýra hjá honum. Frá árinu 1982 vann hann hjá Sambandinu og bjó við Laugarteig í Reykjavík.

Hermann Jónsson (1938-2019)

  • S03526
  • Person
  • 13.11.1938-01.01.2019

Hermann Jónsson, f. í Móskógum í Fljótum 13.11.1938, d. 01.01.2019 á Sauðárkróki. Foreldrar: Jón Guðmundsson (1900-1988) og Helga Guðrún Jósefsdóttir (1901-1971). Hermann ólst upp í foreldrahúsum í Fljótum, fyrstu árin í Móskógum en fluttist vorið 1940 að Molastöðum með fjölskyldu sinni. Hann vann ýmis störf til sjós og lands, var bóndi á Merkigili í Eyjafirði 1960-1965 og bóndi í Lambanesi í Fljótum 1965-2001. Hann var hreppsstjóri í Holtshreppi frá 1982 og síðan í Fljótahreppi til ársins 1998. Þau hjónin fluttu til Sauðárkróks haustið 2003 þar sem Hermann tók virkan þátt í félagsstarfi eldri borgara.
Maki: Auður Ketilsdóttir frá Finnastöðum (f. 1937). Þau eignuðust einn sön. Fyrir átti Hermann einn son, Hólmkel Hreinsson.

Jón Trausti Pálsson (1931-2019)

  • S03533
  • Person
  • 05.01.1931-20.09.2019

Jón Trausti Pálsson, f. í Nýjabæ á Hólum 05.01.1931, d. 20.09.2019. Foreldrar: Páll Jónsson og Guðrún Gunnlaugsdóttir í Brekkukoti í Hjaltadal, síðar búsett á Laufskálum.
Trausti fluttist ungur með foreldrum sínum í Brekkukot og ólst þar upp. Hann byggði Laufskála með foreldrum sínum og þar var félagsbú þar til þau Alda tóku alfarið við búrekstrinum árið 1965. Trausti gekk í Bændaskólann á Hólum og útskrifaðist þaðan sem búfræðingur 1952. Hann fór einnig suður til vinnu, var á Vellinum og á vertíð frá Akranesi. Meðfram búskapnum vann hann ýmis önnur störf, svo em akstur á vörubíl og skólabíl og við ökukennslu.
Trausti og Alda brugðu búi 1982 og fluttu þá á Sauðárkrók. Þaðan fluttu þau í Hóla 1984 og þar starfaði Trausti sem fjósameistari ríkisins og síðar sem umsjónarmaður fasteigna Hólaskóla. Á Hólum bjuggu þau til 1999 er þau fluttu aftur á Sauðárkrók.
Trausti sinnti ýmsum félags- og trúnaðarstörfum. Hann sat um árabil í hreppsnefnd Hólahrepps og var oddviti rá 1980-1982 og 1990-1994. Hann var einnig virkur í starfi UMF Hjalta. Þá var hann um ellefu ára skeið sparisjóðsstjóri í Sparisjóði Hólahrepps. Einnig átti hann sæti í sóknarnefnd Hólakirkju. Þá átti hann sæti í stjórn byggingasamvinnufélagsins Búhölda sem byggði m.a. íbúðir við Hásæti og Forsæti á Sauðárkróki, en þau voru meðan fyrstu íbúa í Hásæti.
Maki: Alda Björk Konráðsdóttir (1942-2007). Þau eignuðust þrjú börn.

Sigurður Sigfússon (1947-)

  • S03538
  • Person
  • 02.11.1947-

Sigurður Sigfússon, f. 02.11.1947. Bóndi í Vík, nú búsettur á Sauðárkróki.

Ágúst Sigurðsson (1945-)

  • S03549
  • Person
  • 05.05.1945-

Ágúst Sigurðsson, f. 05.05.1945.
Bóndi á Geitaskarði í Langadal.

Sigurður Gunnar Jósafatsson (1893-1969)

  • S03309
  • Person
  • 15.04.1893-05.08.1969

Sigurður Gunnar Jósafatsson, f. í Krossanesi í Vallhólmi 15.04.1893, d. 05.08.1969 á Sauðárkróki. Foreldrar: Jósafat Guðmundsson bóndi í Krossanesi og kona hans Guðrún Ólafsdóttir. Sigurður ólst upp hjá foreldrum sínum en missti móður sína átta ára gamall og tók systir hennar, Margrét Ólafsdóttir þá við hússtjórn á bænum. Hann fór í Hólaskóla og lauk prófi þaðan 1912. Hann fluttist með föður sínum og fjölskyldu að Syðri-Hofdölum 1914 og vann að búi hans uns hann gifti sig. Fyrstu þrjú ár hjúskaparins voru hann og kona hans í húsmennsku á Syðri-Hofdölum við lítil efni en vorið 1919 tóku þau sig upp og hófu búskap á Hvalnesi á Skaga. Bjuggu þar til 1923 en síðan á Selá á Skaga 1923-1924. Þá misstu þau nær öll lömb sín úr fjöruskjögri og heimilið leystist upp og Sigurður gerðist farandverkamaður. Kona hans varð vinnukona á Hvammi í Laxárdal.Árið 1926 settust þau að á Sauðárkróki og áttu þar heimili síðan.
Maki: Guðrún Þóranna Magnúsdóttir, f. 19.08.1895, d. 30.07.1968. Þau eignuðust átta börn og ólu auk þess upp frá fimm ára aldri dótturson sinn, Ævar Sigurþór.

Guðmundur Björnsson (1867-1962)

  • S03245
  • Person
  • 11.08.1867-19.07.1962

Guðmundur Björnsson, f. 11.08.1962, d. 19.07.1962. Foreldrar: Björn Guðmundsson bóndi á Ytra-Mallandi á Skaga og kona hans Sigríður Pétursdóttir. Guðmundur var lengi hjá Björgu móðursystur sinni og hmanni hennar, Jón Jónssyni á Stóru-Seylu. Hann reisti fyrst bú þar á móti þeim, þá ókvæntur. Bóndi á hluta Seylu 1894-1897, Holtskoti 1898-1900, Vallanesi 1900-1907, Reykjum í Tungusveit 1907-1911. Keypti Syðra-Vatn 1911 og bjó þar til 1941 er hann hætti búskap og fór til Jóhannesar sonar síns.
Maki: Anna Jóhannesdóttir (10.08.1872-11.07.1941). Þau eignuðust sjö börn sem upp komust.

Sigurbjörn Þorleifsson (1944-2011)

  • S03590
  • Person
  • 02.07.2011-23.09.2011

Sigurbjörn Þorleifsson, f. í Langhúsum í Fljótum 02.07.1944, d. 23.09.2011 á Sauðárkróki. Foreldrar: Þorleifur Þorláksson (1914-2010) og Ríkey Sigurbjörnsdóttir (1922-2008). Sigurbjörn var elstur þriggja systkina. Bjössi ólst upp í Langhúsum hjá foreldrum sínum. Hann og Bryndís hófu búskap með þeim en tóku síðan við búinu. Þau fluttu á Sauðárkrók 2007. Samhliða bústörfum stundaði Sigurbjörn ýmsa vinnu, svo sem í sláturhúsinu á haustin, við snjómokstur á veturna eða til sjós. Hann var alla tíð virkur í félagsstörfum. Síðustu árin helgaði hann sig hestamennskunni sem var hans stærsta áhugamál.
Maki: Bryndís Alfreðsdóttir (f. 1947). Þau eignúst fjögur börn.

Björn Björnsson (1876-1907)

  • S03310
  • Person
  • 06.10.1876-15.09.1907

Björn Björnsson, f. á Stóru-Seylu 06.10.1876, d. 15.09.1907. Foreldrar: Björn Finnsson bóndi á Syðra-Skörðugili og kona hans Salóme Jónasdóttir. Björn ólst upp með foreldrum sínum til 5 ára aldurs en þá missti hann föður sinn. Eftir það var hann hjá móður sinni til æviloka, á síðari árum ráðsmaður fyrir búi hennar og síðustu árin bóndi í Glaumbæ.
Hann átti sæti í hreppnsefnd Seyluhrepps. Björn var ókvæntur þegar hann lést aðeins 31 árs gamall, en var heitbundinn Jensínu Mósesdóttur.

Símon Ingi Gestsson (1944-2018)

  • S03591
  • Person
  • 23.12.1944-05.06.2018

Símon Ingi Gestsson, f. 23.12.1944 í Saltnesi í Hrísey, d. 05.06.2018 í Reykjavík. Foreldrar: Friðfinna Símonarsdóttir (1927-1995) og Gestur Árelíus Frímannsson (1924-2007). Símon ólst upp hjá foreldrum sínum á Siglufirði en dvaldist einnig langdvölum hjá föðurforeldrum sínum, Frímanni Viktori Guðbrandssyni og Jósefínu Jósefsdóttur á Austara-Hóli. Hann gekk í barnaskóla á Siglufirði og útskrifaðist frá Bændaskólanum á Hólum árið 1961. Auk hefðbundinna sveitastarfa vann Símon m.a. við gerð Strákaganga og keyrði leigubíl í Keflavík um tíma. Árið 1970 tóku Símon og Heiðrún jörðina Barð í Fljótum á leigu. Auk búskapar vann Símon m.a. við akstur mjólkurbíls og skólabíls. Hann var útibússtjóri KS á Ketilási frá 1981-1991 og vann við póstafgreiðslu á Ketilási og póstdreifingu. Á Barði bjuggu Heiðrún og Símon til 2008, er þau fluttu á Bæ á Höfðaströnd. Þar hafði Símon starfað um skeið sem ráðsmaður og gengdi því starfi til haustsins 2016 en þá lét hann af störfum og flutti í Hofsós. Símon gengdi ýmsum trúnaðarstörfum, var m.a. formaður Hestamannafélagsins Svaða og formaður sóknarnefndar Barðskirkju.
Maki: Heiðrún Guðbjörg Alfreðsdóttir (1946-2016). Þau eignuðust fjögur börn.

Niðurstöður 86 to 170 of 178