Showing 550 results

Authority record
Reykjavík

Árni Jónsson (1851-1897)

  • S03620
  • Person
  • 1851-1897

Árni Jónsson, f. í Vatnsdalshólum 1851, d. 1897 á Ásbrandsstöðum í Vopnafirði. Forledrar: Jón Jónsson bóndi og trésmiður í Vatnsdalshólum og kona hans Björg Þórðardóttir.
Árni ólst upp hjá foreldrum sínum og var fermdur frá þeim. Sama ár fór hann til Magnúsar föðurbróður síns, sem kenndi honum undir skóla og var hjá honum á Hofi á Skagaströnd 1866-1868 og á Skorrastað í Norðfirði 1868-1869. Árni var við nám í Reykjavík næstu ár og lauk þar stúdentsprófi 1875. Hann varð cand. phil. í Reykjavík 1876 og cand. med. frá Læknaskólanum 1878. Hann starfaði á fæðingarstofnun í Kaupmannahöfn 18788-187 en var skipaður héraðslæknir 1879. Sat hann á Sauðárkróki 1879-1880, á Sauðá 1880-1881, í Glæsibæ 1881-1892 og hafði jafnframt búrekstur þar 1881-1883 og 1887-1892. Árið 1892 var hann skipaður héraðslæknir í Vopnafirði.
Maki: Sigríður Jóhannesdóttir (1851-1890) Þau eignuðust 4 börn. Tvö þeirra dóu á fyrsta ári.
Maki 2: Sigurveig Ósk Friðfinnsdóttir (1865-1946). Þau eignuðust fjögur börn. Seinni maður Sigurveigar var Jón Benediktsson (1873-1946). Þau eignuðust tvö börn.

Hauður Sigrún Haraldsdóttir (1932-)

  • S03607
  • Person
  • 10.03.1932-

Hauður Sigrún Haraldsdóttir, f. 10.03.1932. Forldrar: Haraldur Sigurðsson verslunarmaður á Sauðárkróki (1882-1963) og Ólöf Sesselja Bjarnadóttir (1904-1984).
Búsett í Reykjavík, starfaði við veirurannsóknir. Ógift.

Guðný Þórðardóttir (1937-2018)

  • S03605
  • Person
  • 08.06.1937-21.07.2018

Guðný Þórðardóttir, f. 08.06.1937, d. 21.07.2018. Lést af í bílslysi. Foreldrar: Þórður Sighvatsson (1909-1993) og María Njálsdóttir (1917-2003). Guðný ólst upp á Sauðárkróki, Siglufirði og Akranesi. Hún varð gagnfræðingur frá gagnfræðaskólanum á Akranesi og var einn vetur í húsmæðraskóla á Löngumýri. Hún hóf störf hjá Landssímanum 1951 og starfaði þar allan sinn starfsferil, nema með hléum vegna náms Grétars í Skotlandi. Hún nam ensku einn vetur í verslunarháskóla í Aberdeen en hóf aftur störf hjá Pósti og síma. Nokkrum árum síðar var hún skipuð yfirumsjónarmaður Talsambands við útlönd og gengdi þeirri stöðu rúm 20 ár. Guðný og Grétar voru lengst af búsett í Reykjavík og síðar á Selstjarnarnesi en eftir ða þau fóru á eftirlaun settust þau að á jörð sinni Hvammkoti í Lýtingsstaðahreppi. Stunduðu þau skógrækt þar.
Maki: Grétar Magni Guðbergsson (1934-2013) jarðfræðingur. Þau eignuðust einn sön. Fyrir átti Grétar einn son.

Petrea Ástrún Jónsdóttir Sívertsen (1915-1999)

  • S03599
  • Person
  • 24.03.1915-27.10.1999

Petrea Ástrún Jónsdóttir Sívertsen, f. á Mælifelli í Skagafirði 24.03.1915 í Reykjavík. Foreldrar: Jón Sigfússon (1892-1957) og Jórunn Hannesdóttir (1914-1978).
Maki 1: Sveinn Steindórsson garðyrkjumaður í Hveragerði. Þau eignuðust stúlku sem lést samdægurs. Þau bjuggu saman í Hveragerði. Sveinn lést í bruna á Hótel Íslandi 1944.
Maki 2: Marteinn Sívertsen húsasmíðameistari og kennari Í Reykjavík. Þau eignuðust ekki börn en Marteinn átti einn son fyrir. Þau bjuggu engst af í Litlagerði 7.

Sigfús Agnar Sveinsson (1931-2001)

  • S03595
  • Person
  • 20.01.1931-15.02.2001

Sigfús Agnar Sveinsson, f. í Reykjavík 20.01.1931, d. 15.02.2001. Foreldrar: Ingibjörg Margrét Sigfúsdóttir og Sveinn Jónsson. Á fjórða ári fluttist Sigfús Agnar norður í Gröf á Höfðaströnd með móður sinni og bróður. Fjórtán árum síðar fluttist hann til Siglufjarðar er móðir hans giftist Árna Jóhannssyni. Unglingsárin var Sigfús í Gröf við almenna sveitavinnu. Hann fór í Bændaskólann á Hólum 1946-47. Sjómnnska var hans aðalstarf og tók hann skipsstjórnarpróf 1956. Átti hann eigin báta og var einnig skipstjóri hjá Fiskiðju Sauðárkróks. Sigfús bjó lengst af á Hólavegi 34 á Sauðárkróki.
Maki: Margrét Helana Magnúsdóttir (f. 1930). Þau einguðust fimm börn.

Emilía Jónsdóttir Bergmann (1897-1988)

  • S03593
  • Person
  • 12.12.1897-07.04.1988

Emilía Jónsdóttir Bergmann, f. 12.12.1897, d. 07.04.1988. Foreldrar: Ósk Gísladóttir (1868-1956) og Jón Jónsson (1869-1962) bóndi á Eyvindarstöðum.
Maki: Sigfús Bergmann Hallbjarnarson, kaupfélagsstjóri í Flatey á Breiðafirði.
Þau bjuggu í Flatey og síðar í Reykjavík.

Ingi Gests Sveinsson (1919-2000)

  • S03587
  • Person
  • 04.11.1919-12.5.2000

Ingi Gests Sveinsson, f. í Reykjavík 04.11.1919, d. 12.05.2000 í Hafnarfirði. Foreldrar: Sveinn Helgason frá Ketilsstöðum á Kjalarnesi og kona hans Björg Sigríður Þórðardóttir frá Sperlahlíð í Arnarfirði. Ingi ólst upp hjá foreldrum sínum i Reykjavík. Hann vann sem sendill, m.a. hjá O. Johnson og Kaaber. Árið 1941 lauk hann sveinsprófi í rennismíði frá Iðnskólanum í Reykjavík. Síðan lærði hann vélvirkjun og bifvélarvirkjun. Árið 1945 flutti hann í Neskuapsstað og sáum byggingu slippsins þar. Árið 1948 kom hann á Sauðárkrók og tók við formennsku á Bifreiða- og vélaverkstæði KS. Þar vann hann til 1958, að hann byggði eigið verkstæði, Vélaverkstæði Inga Sveinssonar. Sumrin 1958 og 1959 vann hann á skurðgröfu hjá Ræktunarsambandi Skagfirðinga. Verkstæði rak hann til 1963 en þáfluttist hann til Reykjavíkur. Gerðist hann vélstjóri á olíuflutningaskipinu Hamrafelli og 1964-1966 vann hann við Búrfellsvirkjun. Árið 1967 hóf hannstörf hjá Íslenska álfélaginu þear það hóf göngu sína. Ingi var mikill sundmaður og tók átt í ýmsum keppnum og átti mörg Íslandsmet. Ingi var radíóamatör og á Sauðárkróki byggði hann fyrstur manna loftnetsturn með snúanlegu stefnuvirku loftneti. Hann var eini Íslendingurinn og einn örfárra manna á heimsvísu sem hafði komið á staðfestu radíósambandi í öll lönd veraldar. Hann var heiðursfélagi í íslenska radíóamatörafélaginu. Á Sauðárkróki kenndi Ingi eðlis- og efnafræði við Iðnskólann um tíma og tók virkan þátt í starfi Rótarýklúbbsins.
Maki 1: Guðrún Sigríður Gísladóttir (1941-1988). Þau eignuðust fjögur börn. Þau slitu samvistir 1968.
Maki 2: Lilja Eygló Karlsdóttir (191-2010). Lilja átti fimm börn af fyrra hjónabandi.

Sigurgeir Sigurðsson (1934-2017)

  • S03439
  • Person
  • 14.12.1934-03.10.2017

Sigurgeir Sigurðsson, f. á Sauðárkróki 14.12.1934, d. 03.10.2017. Foreldrar: Ingibjörg Eiríksdóttir og eiginmaður hennar, Sigurður P. Jónsson, kaupmaður á Sauðárkróki. Hann ólst upp á Sauðárkróki og lauk þar gagnfræðaprófi 1951. Flutti hann þá til Reykjavíkur og lauk þremur árum í Verslunarskólanum. Fór eftir það á síld en hóf síðan störf á Keflavíkurflugvelli og starfaði þar í þrjú ár. Hann var starfsmaður Landsbankans 1955, starfaði hjá Varnarliðinu 1956-1959 og sem sölumaður hjá Kr. Kristjánsson 1960-1964. Hann var sveitarstjóri á Seltjarnarnesi 1965-1974 og bæjarstjóri 1974-2002. Var í sveitar-og bæjarstjórn þar og einnig varaþingmaður Reykvíkinga. Hlaut heiðursmerki Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf sín að sveitarstjórnarmálum árið 2000.
Maki: Sigríður Gyða Sigurðardóttir myndlistarkona. Þau eignuðust þrjú börn. Fyrir átti Sigurgeir soninnn Hörð, barnsmóðir Matthildur Sonja Matthíasdóttir.

Ari Þorvaldsson Arason (1892-1967)

  • S03422
  • Person
  • 18.03.1892-15.07.1967

Ari Þorvaldsson Árason, f. 18.03.1892, d. 15.07.1967. Foreldrar: Þorvaldur Ari Arason (1849-1926) og Anna Vigdís Steingrímsdóttir. Ari ólst upp á Víðimýri í Skagafirði.
Hann hóf störf hjá Landsbankanum 1929 og starfaði þar til starfsloka.
Maki: Karítas Jónsdóttir. Þau eignuðust tvær dætur.

Kristján Árnason (1904-1993)

  • S03417
  • Person
  • 29.08.1904-18.09.1993

Kristján Árnason, f. 29.08.1904, d. 18.09.1993. Foreldrar: Árni Frímann Árnason og Þorbjörg Jóhannesdóttir.
Fósturforeldrar: Jóhann Oddsson og Anna Sveinsdóttir.
Bílstjóri á Siglufirði 1930. Verkamaður í Reykjavík 1945. Síðast búsettur í Reykjavík.
(F. 25.8.1904 skv. kirkjubók).

Anna Guðrún Pálsdóttir (1882-1959)

  • S03291
  • Person
  • 16.08.1882-24.09.1959

Anna Guðrún Pálsdóttir (Guðrún Anna Pálsdóttir, skv. Íslendingabók) f. 16.08.1882, d. 24.09.1959. Foreldrar: sr. Páll Sigurðsson prestur, síðast í Gaulverjabæ (1839-1887), og kona hans Margrét Andrea Þórðardóttir (1841-1938).
Maki: Sigurður Sigurðsson (1879-1939), skáld og lyfsali. Þau eignuðust eina dóttur sem lést á þritugsaldri. Þau bjuggu í Arnarholti í Vestmannaeyjum (áður nefnt Stakkahlíð) þar sem Apótekið var í áratugi. Anna tók virkan þátt í félagslífi í Eyjum og var píanóleikari. Vegna lélegs heilsufars Sigurðar varð hann að hætta störfum og fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur í byrjun fjórða áratugarins.

Pálmi Þorsteinsson (1895-1970)

  • S03242
  • Person
  • 02.06.1895-15.07.1970

Pálmi Þorsteinsson, f. á Ytri-Hofdölum í Hofstaðaplássi 02.06.1895 (01.06. skv. kirkjubók), d. 15.07.1970 í Reykjavík. Foreldrar: Þorsteinn Hannesson bóndi á Hjaltastöðum í Blönduhlíð og kona hans Jórunn Andrésdóttir. Pálmi ólst upp hjá foreldrum sínum, yngstur sjö systkina. Hann hóf nám við Gagnfræðaskólann á Akureyri en hvarf þaðan frá námi þegar hann var í öðrum bekk vorið 1915. Hann stundaði síðar nám við Verslunarskólann í Reykjavík og lauk þaðan rpófi. Hann var mikill róttamaður og sinnti kennslustörfum, bæði bóklegum fræðum og sundi og öðrum íþróttagreinum. Árið 1929 fengu Pálmi og kona hans spildu úr landi Reykjarhóls til að stofna nýbýli.Þar var reist íbúðarhús og nýbýlið nefnt Varmahlíð.Þau brugðu búi árið 1936, seldu jörðina og fluttu til Reykjavíkur. Þar gerðist Pálmi starfsmaður löggildingarskrifstofunnar og gegndi því til 1962 er hann lét af störfum vegna heilsubrests.
Kona: Sigrún Guðmundsdóttir (21.09.1908-27.04.1979) frá Reykjarhóli við Varmahlíð.Þau giftu sig 31.07.1927. Þau eignuðust einn son. Pálmi eignaðist einnig soninn Gest Heiðar með Sigurlaugu Jónsdóttur verkakonu á Ólafsfirði.

Guðvarður Sigurbjörn Steinsson (1891-1965)

  • S03241
  • Person
  • 10.09.1891-31.01.1965

Guðvarður Sigurbjörn Steinsson, f. á Kleif á Skaga 10.09.1891, d. 31.01.1965 í Reykjavík. Foreldrar: Steinn Óli Jónasson vinnumaður á Sævarlandi og síðar sjómaður á Seyðisfirði og Ingibjörg Guðvarðardóttir, þá ógift vinnukona á Kleif en síðar húskona á Minna-Felli í Sléttuhlíð. Guðvarður var tökubarn á Borgarlæk á Skaga til 1892 og hjá Sigurlaugu móðursystur sinni á Efra-Nesi á Skaga 1897-1898 en var að öðru leyti með móður sinni fram yfir 10 ára aldur víða um Skagafjörð. Eftir það mun Gðvarður hafa farið að Fossi á Skaga til Sigríðar Gísladóttur og Sigurðar Gunnarssonar. Hann var vinnumaður hjá Sigtryggi Jóhannssyni á Hóli á Skaga 1910-1911 eða lengur en fluttist vestur í Hnífsdal, seinnilega 1914. Hann fékk snemma áhuga á vélum og lærði á þær af sjálfsdáðum. Var vélstjóri til sjós í Hnífsdal og á Ísafirði um skeið, sennilega til 1919. Þar giftist hann fyrri konu sína en missti hana úr spönsku veikinni eftir aðeins tveggja ára hjónaband og gekk hún þá með barn þeirra undir belti en ekki náðist ða bjarga barninu. Eftir það fluttist Guðvarður til Reykjavíkur, eignaðist vörubíl og gerðist bílstjóri um skeið. Þar kynntist hann seinni konu sinni og kvæntist henni árið 1921. Árið 1926 tóku þau sig upp og fluttust í Skagafjörð. Þangað kom hann með vörubíl sinn og var annar af tveimur fyrstu bílstjórum í Skagafirði og kom með fyrsta eða annan bílinn til Sauðárkróks, T-Ford vörubíl sem bar númerið Sk-1. Næstu árin bjó hann á Sauðárkróki en fór á vertíðir syðra, auk þess að stunda akstur og ýmsa flutninga. Einni keyrði hann nokkur sumur fyrir SR á Siglufirði. Árið 1935 gerðist Guðvarður húsmaður á Hvammi í Laxárdal. Hafði þá hlaðist að honum mikil ómegð og höfðu forystumenn hreppsins áhyggjur af því og vildu stjaka honum yfir í fæðingarhrepp sinn. Árið eftir reisti hann bú á Selá á Skaga og bjó þar frá 1936-1943. Því næst varð hann sjómaður á Sauðárkróki í eitt ár en fluttist til Eyrarbakka árið 1944 og bjó þar til 1952 en í Reykjavík 1952-1953. Var hann ha´seti og vélstjóri þar. Árið 1953 gerðist hann aftur bóndi, þá á Kleif á Skaga og bjó þar til 1962. Síðustu árin var hann til skiptis hjá börnum sínum. Guðvarður var nokkuð hagmæltur en fór fremur dult með það.
Maki 1: Sigurbjörg Helgadóttir (30.06.1891-28.11.1918). Þau eignuðust ekki börn en Sigurbjörg var barnshafandi þegar hún lést.
Maki 2: Bentína Þorkelsdóttir (27.07.1898-07.05.1980) úr Reykjavík. Þau eignuðust þrettán börn. Fyrir átti Guðvarður dótturina Guðrúnu (12.04.1916-12.01.1994) með Friðgerði Torfadóttur frá Hattardal í Álftafirði, Guðrúnu

Sigurður Sigurðsson (1871-1940)

  • S03197
  • Person
  • 05.08.1871-02.07.1940

Sigurður Sigurðsson, f. að Þúfu á Flateyjardalsheiði 05.08.1871, d. 02.07.1940. Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson bóndi þar og Helga Sigurðardóttir. Þau fluttu að Draflastöðum árið 1882 og ólst hann þar upp síðan. Um 25 ára gamall fór Sigurður að Möðruvöllum í Hörgárdal. Hann fóru þó aldrei í skólann þar en nam grasafræði af Stefáni Stefánssyni. Síðar fór hann á Búnaðarskólann í Stend í Noregi og kom þaðan 1898. Eftir það var hann tvö ár heima, gerði rannsóknir á skógunum í Fnjóskadal og ferðaðist um Austurland vegna kláðaskoðunar. Árið 1899 stofnaði hann á vegum Amtmannssjóðs skógræktarstöð sunnan við kirkjuna á Akureyri. Síðan fór hann á búnaðarskólann í Höfn og lauk þaðan námi á tveimur árum og ferðaðist svo um norðanverða Skandinavíu með kennara sínum, sem varð honum nokkurs konar framhaldsnám. Heim kominn árið 1902 tók Sigurður við skólastjórn á Hólum og gegndi því starfi í 16 ár. Þar stóð hann m.a. fyrir bændanámskeiðum. Á sama tíma var hann einn af stofnendum Ræktunarfélags Norðurlands og starfaði með því um árabil. Árið 1919 varð hann búnaðarmálastjóri. Árið 1935 lét hann af því starfi. Hafði hann þá komið sér upp nýbýlinu Fagrahvammi í Hveragerði og dvaldi þar jafnan síðustu æviárin.
Maki: Þóra Sigurðardóttir, ættuð úr Fnjóskaldal (d. 1937). Þau eignuðust fimm börn og ólu auk þess upp fósturdótturina Rögnu Helgu Rögnvaldsdóttur frá tveggja ára aldri.

  1. ágúst 1871 - 2. júlí 1940

Pétur Zóphóníasson (1879-1946)

  • S03194
  • Person
  • 31.05.1879-21.02.1946

Pétur Zóphoníasson, f. í Goðdölum í Lýtingsstaðahreppi 31.05.1879, d. 21.02.1946. Foreldrar: Zóphonías Halldórsson (1845-1908), þá prestur í Goðdölum og síðar prófastur i VIðvík og kona hans Jóhanna Jónsdóttir (1855-1931frá Víðivöllum í Skagafirði. Pétur ólst upp hjá foreldrum sínum í Skagafirði og naut þar ágætrar fræðslu föður síns. Varð gagnfræðingur frá Möðruvallaskóla 1898. Í verslunarskóla í Kaupmannahöfn 1898-1900. Verslunarmaður í Reykjavík og bankaritari i Landsbankanum 1900-1909. Ritstjóri Templars 1904-1909 og aftur 1923-1925 og ritstjóri Þjóðólfs 1910-1911. Var við verslunarstörf næstu ár. Fulltrúi á Hagstofu Íslands 1915-1943. Endurskoðandi Reykjavíkurbæjar um hríð og í niðurjöfnundarnefnd Reykjavíkur í 8 ár. Starfaði mikið að bindindismálum á vegum Stórstúku Íslands frá 1905 til æviloka og var stórtemplar 1930-1931. Aðalstofnandi Taflfélags Reykjavíkur árið 1900 og varð oft skákmeistari Íslands. Var og heiðursfélagai í Skáksambandi Íslands , Taflfélags Reykjavíkur og stúkunnar Verðandi. Lagði stund á ættfræðirannsóknir frá unglingsárum til æviloka.
Af ritstörfum hans má m.a. nefna: Kennslubók í Skák (1906), Ættir Skagfirðinga 1910 (1914)Víkingslækjarætt (1940-1943) o.fl.
Maki. Guðrún Jónsdóttir (1886-1936) frá Ásmundarstöðum á Sléttu. Þau eignuðust 10 börn er upp komust.

Stanley Guðmundsson Melax (1893-1969)

  • S03171
  • Person
  • 07.12.1893-11.12.1969

Stanley Guðmundsson, síðar Melax, f. að Laugalandi á Þelamörk 07.12.1893 (að eigin sögn, 11.12. skv. kirkjubók), d. 20.06.1969 í Reykjavík. Foreldrar: Guðmundur Jónsson á Laugalandi og unnusta hans Guðný Oddný Guðjónsdóttir. Er Stanley var á þriðja ári andaðist faðir hans snögglega áður en þau móðir hans hugðust ganga í hjónaband. Hann ólst upp hjá móður sinni, á Akureyri og þar í grennd. Hún fylgdi honum og hélt heimili fyrir hann á námsárunum í Reykjavík. Hann gekk í Gagnfræðaskólann á Akureyri og var við barnakennslu á Akureyri næstu vetur. Haustið 1913 fór hann í fjórða bekk Menntaskólans í Reykjavík og lauk stúdentsprófi þaðan vorið 1916. Þá um haustið fór hann í guðfræðideild Háskólans og lauk þaðan prófi 1920. Skömmu síðar tók hann upp ættarnefnið Melax fyrir sig og fjölskyldu sína. Var vígður til Barðsprestakalls 1920 og skipaður í embætti vorið eftir. Var þar prestur í ellefu ár eða til vors 1931 er honum var veittur Breiðabólsstaður í Vesturhópi og þjónaði hann þar til 1960, er hann fluttist til Reykjavíkur eftir hartnær 40 ára prestsskap. Fyrstu árin var móðir hans ráðskona hjá honum. Stanley var í hreppsnefnd Haganeshrepps og oddviti hennar 1928-1931, sóknarnefndarformaður í 36 ár, stöðvarstjóri og bréfhirðingarmaður á Breiðabólsstað 1931-1960. Prófdómari í nálægum skólahverfum mestalla sína prestskapartíð.
Maki (g. 18.11.1928): Guðrún Ólafsdóttir Melax (15.09.1904-26.07.1999) frá Haganesi í Fljótum. Þau eignuðust fimm börn. Einnig tóku þau tvö börn í fóstur eftir að faðir þeirra, Björn Jónsson, drukknaði af þilskipinu Maríönnu í maí 1922. Þau voru Jónína Guðrún Björnsdóttir(1916-1966) og Sigurbjörn Halldór Björnsson (1919-1986). Móðir þeirra var Rósa Jóakimsdóttir.

María Kristjánsdóttir (1905-1996)

  • S03143
  • Person
  • 10. ágúst 1905 - 9. feb. 1996

Foreldrar: Kristján Bjarnason b. á Einarsstöðum og síðar í Stóru-Brekku í Fljótum og k.h. Ásta Ágústa Friðbjörnsdóttir. María ólst upp hjá foreldrum sínum á Einarsstöðum og fluttist með þeim í Fljótin vorið 1919. Hún vann foreldrum sínum til fullorðinsára. Tók saman við Stefán Jónasson frá Bakka á Bökkum í Fljótum árið 1937. Þau bjuggu í Stóru-Brekku frá 1937-1943 er Stefán lést. Þau eignuðust tvö börn saman, annað þeirra lést við fæðingu. Eftir lát Stefáns losaði María sig við búpeninginn og fór að vinna utan heimilis, var m.a. ráðskona hjá Lúðvík Kemp vegaverkstjóra á Siglufjarðarleið. Árið 1944 flutti hún til Siglufjarðar þar sem hún vann í frystihúsi á veturna og við síldarsöltun á sumrin. Eins vann hún við netahnýtingar, tók að sér þvotta, tók kostgangara og vann fleiri störf sem til féllu. Um tíma var hún ráðskona hjá Sigurjóni Sigtryggssyni og eignaðist með honum son. Sigurjón lést árið 1947. Í kringum 1950 flutti María til Reykjavíkur og var búsett þar síðan.

Sigurbjörg Jónsdóttir (1849-1918)

  • S03142
  • Person
  • 16. júní 1849 - 13. okt. 1918

Foreldrar: Guðrún Jónsdóttir og Jón Guðmundsson síðast b. á Gautastöðum í Stíflu. Áður en Sigríður kvæntist var hún alllengi þjónustustúlka hjá V. Claessen á Sauðárkróki. Sigurbjörg kvæntist Þorsteini Sigurðssyni trésmíðameistara á Sauðárkróki, þau eignuðust einn son. Þau bjuggu á Sauðárkróki til ársins 1907 er Þorsteinn og sonur þeirra fóru til Vesturheims. Talið er að Sigurbjörg hafi búið hjá Claessen fjölskyldunni í Reykjavík þar til hún fór einnig til Vesturheims árið 1912.

Árni Björn Árnason (1902-1979)

  • S03140
  • Person
  • 18. okt. 1902 - 15. ágúst 1979

Foreldrar: Sr. Árni Björnsson prófastur á Sauðárkróki og k.h. Líney Sigurjónsdóttir. Nam lækningar hér heima og í Danmörku. Héraðslæknir á Grenivík frá 1937. Stundaði einnig búskap á gömlu Grenivíkurjörðinni um tíma. Kvæntist Kristínu Loftsdóttur.

Sigurjón Þorvaldur Árnason (1897-1979)

  • S03139
  • Person
  • 3. mars 1897 - 10. apríl 1979

Foreldrar: Sr. Árni Björnsson prófastur á Sauðárkróki og k.h. Líney Sigurjónsdóttir. Aðstoðarprestur í Görðum í Álftanesi 1922-1924, prestur í Vestmannaeyjum 1924-1944 og í Reykjavík frá 1945. Kvæntist Þórunni E. Kolbeins.

Páll Kristinn Árnason (1899-1970)

  • S03138
  • Person
  • 19. júlí 1899 - 7. mars 1970

Foreldrar: Sr. Árni Björnsson prófastur á Sauðárkróki og k.h. Líney Sigurjónsdóttir. Verslunarfulltrúi í Reykjavík. Kvæntist Elínu Halldórsdóttur.

Sigrún Jónsdóttir (1918-2013)

  • S03134
  • Person
  • 12. feb. 1918 - 14. maí 2013

Sigrún Jónsdóttir fæddist í Borgarfirði 12. febrúar 1918. Kjörforeldrar: Jón Ívarsson, kaupfélagsstjóri á Höfn í Hornafirði, forstjóri og alþingismaður, og eiginkona hans, Guðríður Jónsdóttir. ,,Sigrún ólst upp á Höfn í Hornafirði, fór síðan til náms í Kennaraskóla Íslands og lauk þaðan námi. Einnig lauk hún námi frá íþróttakennaraskólanum á Laugarvatni og í orgelleik. Hún var kennari í Vestmannaeyjum 1942 og fluttist til Akraness 1945 og hafði þar forgöngu um íþróttastarf fyrir konur, útivist og fjallgöngur. Sigrún fluttist til Reykjavíkur 1954 og kenndi í Gagnfræðaskóla verknáms og Ármúlaskóla og gegndi því starfi til starfsloka. Sigrún var virk í ýmsum félagsstörfum og fór margar ferðir um fjöll og lengri göngur í aðra landshluta með öðrum húsmæðrum á Akranesi." Eiginmaður Sigrúnar var Magnús Jónsson skólastjóri frá Bolungarvík, þau eignuðust tvö börn.

Sigurður Guðmundsson (1885-1958)

  • S03132
  • Person
  • 4. maí 1885 - 21. des. 1958

Foreldrar: Guðmundur Pétursson b. á Syðri-Hofdölum og k.h. Ingibjörg Sigurðardóttir. Sigurður var húsasmíðameistari í Reykjavík. Teiknaði meðal annars Austurbæjarskólann og Þjóðminjasafnið. Maki: Svanhildur Ólafsdóttir.

Sigurður Jóhannsson Möller (1915-1970)

  • S03127
  • Person
  • 10. des. 1915 - 11. okt. 1970

Foreldrar: Þorbjörg Pálmadóttir Möller og Jóhann Georg Jóhannsson Möller, kaupmaður á Hvammstanga, síðar verslunarstjóri á Sauðárkróki. Sigurður var vélstjóri og vélfræðingur í Reykjavík. Maki: Guðrún J. Möller, þau eignuðust tvö börn. Árið 1958 flutti fjölskyldan að Sogsvirkjunum, þar sem þau bjuggu fram til ársins 1968, er þau fluttu aftur til Reykjavíkur.

Örn Guido Bernhöft (1930-2007)

  • S03123
  • Person
  • 23. apríl 1930 - 22. okt. 2007

Örn Guido Bernhöft fæddist í Reykjavík 23. apríl 1930. Foreldrar hans voru hjónin Óskar Guido Bernhöft stórkaupmaður og Jóhanna María Möller frá Sauðárkróki. ,,Örn ólst upp í foreldrahúsum í Reykjavík, lengst af í Garðastræti, Eftir stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík 1951 hélt hann utan til náms í Technische Hochschule í München 1952-1956, fyrst í efnaverkfræði og síðar í rafmagnsverkfræði. 1957 hóf Örn störf hjá Reykjavíkurborg, fyrst hjá Teiknistofu Rafmagnsveitunnar, þar sem hann gegndi um hríð starfi forstöðumanns, síðar sem fulltrúi skipulagsstjóra og svo á skrifstofu borgarstjóra. Í byrjun áttunda áratugarins hóf Örn störf hjá innflutningsfyrirtæki fjölskyldu sinnar, H.Ólafsson & Bernhöft, og starfaði þar meðan heilsan leyfði. Örn var meðal þeirra fyrstu hér á landi sem gerðu við sjónvarpstæki og settu upp sjónvarpsloftnet enda var hann alla tíð áhugasamur um rafmagnstækni. Hann var mikill hestamaður og gefinn fyrir útilegur og ferðalög. Örn gegndi trúnaðarstörfum fyrir FR, Félag farstöðvaeigenda á Íslandi, og var um tíma formaður þess. Hann var félagi í Frímúrarareglunni." Örn kvæntist 20. janúar 1961 Svövu Jóhönnu Pétursdóttur, þau eignuðust tvo syni.

Jóhanna María Möller Bernhöft (1909-1983)

  • S03122
  • Person
  • 15. feb. 1909 - 24. sept. 1983

Foreldrar hennar voru hjónin Þorbjörg Pálmadóttir Möller og Jóhann Georg Jóhannsson Möller, kaupmaður á Hvammstanga, síðar verslunarstjóri á Sauðárkróki. Maki: Guido Bernhöft, þau eignuðust þrjú börn. Þau voru búsett í Reykjavík.

Lovísa Möller (1914-1966)

  • S03121
  • Person
  • 19. ágúst 1914 - 14. mars 1966

Foreldrar hennar voru hjónin Þorbjörg Pálmadóttir Möller og Jóhann Georg Jóhannsson Möller, kaupmaður á Hvammstanga, síðar verslunarstjóri á Sauðárkróki. Lucinda ólst upp hjá Sigrúnu Pálmadóttur móðursystur sinni og Jóni Sigurðssyni á Reynistað. Maki: Sigurður Samúelsson prófessor, þau eignuðust þrjú börn. Síðast búsett í Reykjavík.

Lucinda Sigríður Möller (1921-1965)

  • S03119
  • Person
  • 12. ágúst 1921 - 22. nóv. 1965

Foreldrar: Þorbjörg Pálmadóttir Möller og Jóhann Georg Möller, kaupmaður á Hvammstanga, síðar verslunarstjóri á Sauðárkróki. Lucinda ólst upp hjá Sigrúnu Pálmadóttur móðursystur sinni og Jóni Sigurðssyni á Reynistað. Maki: Eiríkur Sigurbergsson framkvæmdastjóri og kennari í Reykjavík, þau eignuðust tvö börn.

Páll Þorsteinsson (1920-2008)

  • S03117
  • Person
  • 28. mars 1920 - 24. feb. 2008

Páll Þorsteinsson múrarameistari fæddist á Stóru-Gröf í Skagafirði 28. mars 1920. Foreldrar hans voru hjónin Þorsteinn Jóhannsson bóndi og Mínerva Sveinsdóttir. ,,Páll flutti til Reykjavíkur um tvítugt, og lauk sveinsprófi 1946. Hann fékk meistararéttindi í múrsmíði 1949 og var félagi í Múrarafélagi Reykjavíkur 1946-1953, og síðan félagi í Múrarameistarafélagi Reykjavíkur. Hann var í stjórn Sveinssambands byggingamanna 1948-1949, ritari í stjórn Múrarameistarafélags Reykjavíkur 1957-1960, 1977 og síðar, í prófnefnd og í verðskrárnefnd 1975-1985. Hann starfaði sem múrarameistari þar til hann lét af störfum 70 ára að aldri." Hinn 31. mars 1945 giftist Páll Margréti Eggertsdóttur söngkonu, þau eignuðust þrjú börn.

Sigurlaug Sigurðardóttir (1877-1961)

  • S03114
  • Person
  • 17. mars 1877 - 23. nóv. 1961

Fædd á Fossi á Skaga. Dóttir Sigurðar Gunnarssonar b. og hreppstjóra á Fossi og k.h. Sigríðar Gísladóttur. Kvæntist Ásgeiri Halldórssyni, þau bjuggu á Fossi frá 1903 en höfðu jafnframt einn þriðja hluta af Gauksstöðum til ábúðar til 1922. Árið 1951 fluttu þau til Sauðárkróks og þaðan til Reykjavíkur. Sigurlaug og Ásgeir eignuðust eina dóttur.

Sigurður Sigurðsson (1890-1965)

  • S03112
  • Person
  • 4. sept. 1890 - 30. ágúst 1965

Fæddur á Fossi á Skaga, sonur Sigurður Gunnarssonar b. og hreppstjóra á Fossi og k.h. Sigríðar Gísladóttur. Verkamaður í Reykjavík. Kvæntist Sigríði Jóhannesdóttur.

Áskell Einarsson (1923-2005)

  • S03109
  • Person
  • 3. júlí 1923 - 25. sept. 2005

Fæddist í Reykjavík. Móðir hans var Ólafía Guðmundsdóttir og faðir hans var Einar Þorkelsson, skrifstofustjóri Alþingis. Uppeldisforeldrar Áskels frá sex ára aldri voru hjónin Jón Guðmundsson, móðurbróðir hans, bóndi á Brúsastöðum í Þingvallasveit og veitingamaður á Valhöll á Þingvöllum, og k.h. Sigríður Guðnadóttir. ,,Áskell lauk gagnfræðaprófi við Flensborgarskólann í Hafnarfirði árið 1939 og síðar námi við Samvinnuskólann á Bifröst árið 1948. Að loknu námi réðst Áskell sem auglýsingastjóri við dagblaðið Tímann og starfaði þar til 1956. 1956-1958 starfaði Áskell sem fulltrúi á skrifstofu Raforkumálastjóra. Árið 1958 var Áskell ráðinn sem bæjarstjóri á Húsavík og starfaði þar til ársins 1966 þegar hann réðst sem framkvæmdastjóri Sjúkrahúss Húsavíkur. Árið 1971 var Áskell ráðinn framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Norðlendinga (samtök sveitarfélaga á Norðurlandi) staðsett á Akureyri og starfaði þar út starfsævina eða til ársins 1993 en Fjórðungssambandið var þá lagt niður í þáverandi mynd. Áskell tók virkan þátt í félagsmálum. Eftir hann liggja ótal greinar um landsbyggðarmál ásamt ritinu Land í mótun, byggðaþróun og byggðaskipulag, sem kom út árið 1970."
Barnsmóðir: Sveinsína Jóhanna Jónsdóttir, þau eignuðust eina dóttur.
Maki 1: Þórný Þorkelsdóttir, þau eignuðust tvær dætur.
Maki 2: Áslaug Valdemarsdóttir, þau eignuðust tvö börn, fyrir átti Áslaug son.

Lárus Þjóðbjörnsson (1908-1991)

  • S03107
  • Person
  • 12. sept. 1908 - 15. júlí 1991

Húsasmíðameistari á Akranesi og í Reykjavík. Maki: Margrét Sigríður Jóhannsdóttir.

Þorsteinn Einarsson (1911-2001)

  • S03105
  • Person
  • 23. nóv. 1911 - 5. jan. 2001

Fæddist í Reykjavík og ólst þar upp á Skólavörðuholtinu. ,,Þorsteinn lauk stúdentsprófi frá MR 1932, stundaði kennslu og íþróttakennslu við Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja 1934-41 og kenndi þar og þjálfaði glímu, leikfimi og frjálsar íþróttir hjá Tý og Þór. Hann var íþróttafulltrúi ríkisins 1941-81 og framkvæmdastjóri félagsheimilasjóðs og formaður skólanefndar Íþróttakennaraskóla Íslands 1943-81. Þorsteinn keppti í glímu með Glímufélaginu Ármanni um árabil, varð glímusnillingur Íslands 1932 og sýndi glímu í Þýskalandi 1929 og í Svíþjóð 1932. Hann iðkaði frjálsar íþróttir og var methafi í kúluvarpi, í hástökki án tilhlaups 1931, tvisvar meistari í hástökki með tilhlaupi sem og í kringlukasti, keppti með meistaraliði á fjögurra manna bátum, æfði og keppti í handbolta í skólaliði MR, var þjálfari kvennaliðs Ármanns um skeið og sýndi leikfimi í sýningaflokki og keppnisliði Jóns Þorsteinssonar. Hann var félagsforingi skátafélagsins Faxa í Vestmannaeyjum, sat í stjórn Bandalags skáta og var varaskátahöfðingi. Þorsteinn var upphafsmaður Íslenskra getrauna, sat í stjórn Dýraverndunarfélags Íslands og Dýraverndunarsambandsins í rúm 20 ár, sat í Dýraverndunarnefnd ríkisins og Fuglaverndunarnefnd Íslands og gegndi ýmsum öðrum trúnaðarstörfum." Eiginkona Þorsteins var Ásdís Guðbjörg Jesdóttir, þau eignuðust tíu börn.

Gísli Halldórsson (1914-2012)

  • S03104
  • Person
  • 12. ágúst 1914 - 8. okt. 2012

Gísli fædd­ist 12. ág­úst 1914 á Jörfa á Kjal­ar­nesi. ,,Gísli lauk prófi frá Iðnskól­an­um í Reykja­vík 1933 og sveins­prófi í húsa­smíði árið 1935. Að því loknu lá leið hans til Kaup­manna­hafn­ar þar sem hann lauk prófi sem bygg­ing­ar­fræðing­ur frá Det Tekn­iske Selska­bs Skole árið 1938. Síðan stundaði hann nám í Det Kong­elige Aka­demi for de Skønne Kun­ster 1938-1940 en kom þá heim vegna seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar. Hann lauk brott­farar­prófi sem arki­tekt 1947. Gísli setti á fót eig­in teikni­stofu í Reykja­vík ásamt Sig­valda Thor­d­ar­son arki­tekt sem þeir starf­ræktu sam­eig­in­lega til árs­ins 1948. Hann rak stof­una síðan einn til 1957 en eft­ir það sem sam­eign­ar­fé­lag með nokkr­um sam­starfs­mönn­um. Gísli hef­ur teiknað fjöl­mörg mann­virki, þar á meðal mörg fé­lags­heim­ili og íþrótta­mann­virki. Gísli sat sem varamaður í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur 1954-1958 og borg­ar­full­trúi 1958-1974. Var vara­for­seti borg­ar­stjórn­ar 1958 og for­seti borg­ar­stjórn­ar 1970-1974. Í borg­ar­ráði 1962-1970. Sat í bygg­ing­ar­nefnd Reykja­vík­ur 1954-1958. Skipu­lags­nefnd Reykja­vík­ur 1958-1974 og um­ferðar­nefnd 1962-1966. Formaður í stjórn íþrótta­vall­anna 1958-1961. Formaður íþróttaráðs 1961-1974. Gísli starfaði um ára­bil fyr­ir KR og íþrótta­hreyf­ing­una." Eig­in­kona Gísla var Mar­grét Hall­dórs­son, fædd í Kaupmannahöfn, þau eignuðust einn son.

Hákon G. Torfason (1929-2020)

  • S03102
  • Person
  • 1. mars 1929 - 13. sept. 2020

Verkfræðingur í Reykjavík. Bæjarstjóri á Sauðárkróki 1966-1974. Maki: Ásta Kristjánsdóttir, þau eignuðust þrjú börn saman, fyrir átti Ásta tvær dætur sem Hákon gekk í föðurstað.

Þorsteinn Þorsteinsson (1948-

  • S03099
  • Person
  • 27. mars 1948-

Foreldrar: Pála Pálsdóttir kennari á Hofsósi og Þorsteinn Hjálmarsson póst- og símstöðvarstjóri á Hofsósi. Fæddur og uppalinn á Hofsósi. Menntun: Samvinnuskólapróf 1966, BS í viðskiptafræði við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn 1970, MS-próf í rekstrarhagfræði við sama skóla 1972. Kostnaðareftirlit og markaðsrannsóknir hjá Minnesota Mining and Manufacturing Co. í Kaupmannahöfn 1972-1975. Ráðgjafi hjá Hagvangi í Reykjavík 1975. Bæjarstjóri á Sauðárkróki 1978-1982. Framkvæmdastjóri steinullarverksmiðjunnar 1982-1986. Starfaði hjá Norræna frjárfestingarbankanum 1986-1996. Framkvæmdastjóri Verðbréfasviðs Búnaðarbankans í Reykjavík 1996-2001. Bankastjóri Búnaðarbankans Int. í Lúxemborg 2001-2003. Sjálfstætt starfandi ráðgjafi 2003-2005. Ráðinn framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaga 2005-2009. Starfaði síðast í fjármálaráðuneytinu.
Maki 1: Kristín Hildur Jónsdóttir Sætran, þau eignuðus þrjá syni.
Maki 2: Þórdís Victorsdóttir, hún átti einn son fyrir, hún lést árið 2000.
Maki 3: Jónína Helga Jónsdóttir, hún átti þrjú börn fyrir.

Jes Einar Þorsteinsson (1934-

  • S03097
  • Person
  • 5. sept. 1934-

,,Jes fæddist í Vestmannaeyjum árið 1934. Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík stundaði hann nám í myndlist og arkitektúr í París og útskrifaðist sem arkitekt frá Ecole Nationale Supérieure des Beaux-Arts árið 1967. Á námsárunum vann hann í tvö sumur hjá Gísla Halldórsssyni arkitekt og með námi hjá Högnu Sigurðardóttur arkitekt og á ýmsum teiknistofum í París. Strax að námi loknu hóf Jes rekstur eigin teiknistofu sem hann hefur rekið í eigin nafni alla tíð. Jes Einar er án vafa kunnastur fyrir hönnun mannvirkja á sviði íþrótta og heilsugæslu. Allan sinn starfsaldur hefur Jes Einar verið áberandi og leiðandi í félagsstarfi Arkitektafélagsins og lagt sitt af mörkum í hagsmunamálum arkitekta. Hann var formaður félagsins 1984-85, ritari 1971-72 og meðstjórnandi 1983 og 1986. Þá hefur hann setið í gjaldskrár-, samkeppnis- og siðanefndum félagsins og verið fulltrúi þess í stjórn Bandalags Íslenskra Listamanna. Mest er þó arfleifð hans í menntamálum stéttarinnar. Þar ber hæst vinna hans við ÍSARK og síðar við að stuðla að varanlegri kennslu í arkitektúr á háskólastigi á Íslandi."

Sigurður Guðjónsson (1960-

  • S03095
  • Person
  • 14. okt. 1960-

Sonur Guðjóns Ingimundarsonar íþróttakennara á Sauðárkróki og k.h. Ingibjargar Kristjánsdóttur. Verkfræðingur í Reykjavík, m. Steinunn Sigurþórsdóttir frá Kimbastöðum, þau eignuðust tvo syni.

Erlingur Pálsson (1895-1966)

  • S03088
  • Person
  • 3. nóv. 1895 - 22. okt. 1966

Erlingur Pálsson var fæddur 3. nóvember 1895 að Árhrauni á Skeiðum. ,,Á fermingaraldri gerðist hann aðstoðarmaður föður síns við sundkennslu í Reykjavík, en 19 ára gamall tók hann sig upp og fór til Lundúna til þess að nema nýjustu sundkennsluaðferðir. Lauk hann þar sundkennaraprófi með prýði, en kenndi eftir það um nokkurt árabil skólanemendum í Reykjavík, sjómönn um og sundkennurum björgunar sund og lífgunaraðferðir. Á árinu 1919 var ákveðið að stofna embætti yfirlögregluþjóns í Reykjavík. Erlingi var boðið starfið, sem hann þáði, með því skilyrði að hann fengi tækifæri til þess að nema lögreglufræði í erlendum skólum. Var það auðsótt mál. Hélt Erlingur nú til Danmerkur og Þýskalands, þar sem hann sótti lögregluskóla og kynnti sér skipulagningu og dagleg störf lögregluliða. Eftir ársdvöl ytra kom hann heim til þess að taka við embætti, en æ síðar leitaðist hann við að bæta við þekkingu sína á sviði lögreglumála með kynnisferðun til útlanda og lestri fræðibóka og tímarita. Þannig hófst giftusamlegur starfsferill Erlings Pálssonar í lögregluliði Reykjavíkur, sem stóð yfir í hátt á fimmta áratug. Á því sama ári sem Erlingur tók við yfirlögregluþjónsembætti kvæntist hann Sigríði Sigurðardóttur frá Ámanesi í Hornafirði, þau eignuðust tíu börn.
Erlingur var mikill íþróttafrömuður, einkum á sviði sundíþróttarinnar. Sjálfur vann hann glæsileg afrek í þeirri grein; synti fyrstur nútímamanna hið fræga Drangeyjarsund og varð sigurvegari í fjöldamörgum sundkeppnum. Hann var lengi í forystuliði íþróttamanna, formaður Sundfélags Reykjavíkur árin 1926-1931, Sundráðs Reykjavíkur frá stofnun þess árið 1951 og varaforseti Í.S.Í. árin 1933-1951."

Benedikt Waage (1889-1966)

  • S03087
  • Person
  • 14. júní 1889 - 8. nóv. 1966

Fæddur og uppalinn í Reykjavík. Benedikt lauk prófi frá Verzlunarskóla Íslands. Stórkaupmaður og forseti ÍSÍ. Benedikt var mikill íþróttamaður og var m.a. fyrstur manna til þess að synda frá Viðey til lands á innan við tveimur tímum. Maki: Elísabet Einarsdóttir, þau eignuðust þrjú börn saman, fyrir átti Benedikt einn son. Þau skildu árið 1932.

Kjartan Bergmann (1911-1999)

  • S03085
  • Person
  • 11. mars 1911 - 17. des. 1999

Fæddist 11. mars 1911 á Flóðatanga í Stafholtstungum í Borgarfirði. Hann bjó lengst af á Bragagötu 30 í Reykjavík en var síðast til heimilis á Skúlagötu 20 í Reykjavík.
Maki: Helga Kristinsdóttir, þau eignuðust þrjú börn. ,,Kjartan byrjaði 7 ára gamall að æfa íslenska glímu við bróður sinn sem var þremur árum eldri. Eftir almenna sveitaskólakennslu fór hann að æfa frjálsar íþróttir og sund. Hann var í íþróttaskólanum í Haukadal hjá Sigurði Greipssyni 17 ára gamall. Síðan æfði hann glímu og fimleika hjá Jóni Þorsteinssyni íþróttakennara í Ármanni. Kjartan var kjörinn formaður UMF Stafholtstungna í Mýrasýslu 18 ára frá 1929-1931, og hóf þá félagsmálastarfsemi sína, sem hann hélt ætíð síðan. Kjartan gerðist bóndi á Sigmundarstöðum í Hálsasveit í Borgarfirði 22 ára með föðursystur sinni, Kristínu Kjartansdóttur, og bjó þar frá 1933-1938. Þegar Kjartan fluttist suður til Reykjavíkur gerðist hann lögreglumaður þar 1939-1942. Hann gerðist glímu- og sundkennari hjá ÍSÍ og fræðslumálastjórn víða um land 1942-1945, og svo framkvæmdastjóri ÍSÍ 1945-1951. Árið 1951 gerðist hann yfirskjalavörður Alþingis og starfaði hann þar til ársins 1982. Ásamt sínu aðalstarfi á Alþingi var íslenska glíman og ýmis störf innan íþróttahreyfingarinnar áfram hans hjartans mál. Hann var kosinn formaður Glímusambands Íslands á stofnfundi þess, 11. apríl 1965. Hann baðst undan formennsku 1970, en var kosinn aftur formaður 1974-1975 og vann þá að undirbúningi að för glímuflokks til Kanada sumarið 1975 í tilefni 100 ára afmælis landnáms Íslendinga í Vesturheimi. Kjartan Bergmann var aðalstofnandi Ungmennafélagsins Víkverja í Reykjavík 1964, og kennari þar til margra ára, og síðar kosinn heiðursfélagi. Einnig var hann kjörinn heiðursfélagi Glímusambands Íslands 1981 og Íþróttasambands Íslands 1992. Á ferli sínum sem glímumaður vann hann til flestra þeirra verðlauna sem íslenskur glímumaður getur unnið til, en aðalsmerki hans var að glíma fallega og drengilega glímu. Árið 1993 réðst Kjartan í það þrekvirki að gefa út bókina stóru sem hann og samdi, Íslensk glíma og glímumenn."

Guðmundur G. Hagalín (1898-1985)

  • S03084
  • Person
  • 10. okt. 1898 - 26. feb. 1985

,,Fjölskylda Guðmundar bjó í fyrstu að Lokinhömrum í Arnarfirði, þar sem Guðmundur fæddist, en fluttist síðar að Haukadal í Dýrafirði. Guðmundur lauk gagnfræðaprófi og hóf árið 1917 nám í Menntaskólanum í Reykjavík. Árið 1918 gerðist hann blaðamaður í Reykjavík og síðar á Seyðisfirði en þar var hann ritstjóri blaðanna Austurlands og Austanfara. Hann dvaldi í Noregi árin 1924-27 en flutti árið 1928 til Ísafjarðar og starfaði þar sem bókavörður og kennari. Árið 1965 fluttist hann í Borgarfjörð og bjó á Kleppjárnsreykjum í Reykholtsdal. Hann stofnaði ásamt fleirum Félag íslenskra rithöfunda árið 1945. Árið 1955 var hann skipaður bókafulltrúi ríkisins og gegndi því starfi til 1969." Guðmundur gaf út fjölda bóka, bæði skáldsögur og ævisögur, má þar nefna ævisögu Moniku Helgadóttur á Merkigili: Konan í dalnum og dæturnar sjö.

Guðjón Runólfsson (1907-1999)

  • S03083
  • Person
  • 9. júlí 1907 - 16. sept. 1999

Guðjón fæddist í Reykjavík 9. júlí 1907. ,,Guðjón hóf nám í bókbandi 1. febrúar 1926, hjá föður sínum í bókbandsstofu Landsbókasafnsins. Lauk hann námi 1930 og framhaldsnámi 1931, en síðan hóf hann störf á bókbandsstofu Landsbókasafnsins, þar sem hann starfaði til starfsloka. Guðjón vann að ýmsum félagsstörfum fyrir bókbindara og um tíma var hann einnig gjaldkeri ÍR. Að auki gekk hann til liðs við oddfellowstúkuna Þórstein, árið 1943." Hinn 16. maí 1931 kvæntist Guðjón Kristínu Maríu Gísladóttur frá Eskifirði, þau eignuðust þrjú börn.

Eiríkur Kristófersson (1892-1994)

  • S03082
  • Person
  • 5. ágúst 1892 - 16. ágúst 1994

Fæddur að Brekkuvelli í Vestur-Barðastrandarsýslu. ,,Hann lauk prófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1918 og starfaði sem stýrimaður til ársins 1926 að hann varð skipstjóri á varðskipum ríkisins, en af því starfi lét hann 1962. Þekktastur var hann í þorskastríðinu 1958-61. Eiríkur Kristófersson gegndi mörgum trúnaðarstörfum og fékk fjölda viðurkenninga um ævina. Hann var einn af stofnendum Skipstjórafélags Íslands og var þar í stjórn um margra ára skeið, síðast sem varaformaður 1957-62. Hann var sæmdur fjölda viðurkenninga og heiðursmerkja innlendra sem erlendra, meðal annars stórriddarakrossi fálkaorðunar 1962 og bresku orðunni Commander of the British Empire 1963. Eiríkur Kristófersson var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Jóhanna Una Eiríksdóttir og eignuðust þau þrjú börn. Seinni kona hans var Hólmfríður Gísladóttir. Eiríkur náði 102 ára aldri."

Haukur Snorrason (1916-1958)

  • S03080
  • Person
  • 1. júlí 1916 - 10. maí 1958

Fæddur á Flateyri. Búsettur á Akureyri 1930-1956, síðustu tvö árin í Reykjavík. Lauk gagnfræðaprófi á Akureyri og fór síðan til náms í Englandi. Starfaði sem gjaldkeri hjá Kaupfélagi Eyfirðinga um tíma og var einnig fræðslufulltrúi þess. Tók við ritstjórn blaðsins Dags á Akureyri árið 1944 og hélt því starfi til 1956. Þá varð hann annar af tveimur ritstjórum Tímans í Reykjavík. Á árunum 1947-1950 var hann einnig ritstjóri Samvinnunnar.
Maki: Else Friðfinnsson, þau eignuðust þrjú börn.

Jóhann Bernhard (1918-1963)

  • S03078
  • Person
  • 8. okt. 1918 - 16. ágúst 1963

Ritstjóri, teiknari og skrifstofumaður í Reykjavík, hann var áberandi innan íþróttahreyfingarinnar. Kvæntist Svövu Þorbjarnardóttur söngkonu, þau eignuðust þrjú börn.

Jón F. Hjartar (1916-1996)

  • S03077
  • Person
  • 15. ágúst 1916 - 31. maí 1996

Jón F. Hjartar var fæddur 15. ágúst 1916 á Suðureyri við Súgandafjörð. Foreldrar hans voru hjónin Friðrik Hjartar skólastjóri og Þóra Jónsdóttir Hjartar. Hinn 3. júlí 1947 kvæntist Jón Rögnu Hjartardóttur frá Flateyri, þau eignuðust þrjá syni. ,, Jón lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Siglufjarðar, íþróttakennaraprófi frá Laugarvatni 1937 og framhaldsnámi í íþróttum frá Idræts højskolen Gerlev í Danmörku 1939. Hann sótti síðan íþróttanámskeið í Svíþjóð. Jón var íþróttakennari við barna- og gagnfræðaskólana á Siglufirði, Flateyri og víðar. Hann vann við skrifstofustörf og almenna kennslu á Flateyri ásamt ýmsum öðrum störfum. Hann var fulltrúi sveitarstjóra í Borgarnesi og seinna deildarstjóri á bæjarskrifstofu Kópavogs. Jón starfaði innan íþróttahreyfingarinnar í fjölda ára og var sæmdur margvíslegum heiðursmerkjum fyrir störf sín og árangur. Hann tók þátt í starfi Góðtemplarareglunnar frá unga aldri og var heiðursfélagi þar. Hann var félagi í Rotary og einnig í Oddfellow-reglunni. Jón var virkur í kór og safnaðarstarfi bæði í Borgarnesi og við Áskirkju í Reykjavík."

Þorgils Guðmundsson (1892-1975)

  • S03075
  • Person
  • 4. des. 1892 - 26. júní 1975

Íþróttakennari og ráðsmaður við Hvanneyrarskóla, fæddur og uppalinn á Valdastöðum í Kjósarsýslu. Starfaði seinna á fræðslumálaskrifstofunni í Reykjavík og var einnig gjaldkeri ÍSÍ um tíma. Kvæntist Halldóru Sigurðardóttur frá Fiskilæk í Melasveit, þau eignuðust þrjú börn.

Ólafur Grétar Guðmundsson (1946-

  • S03074
  • Person
  • 26. feb. 1946-

Foreldrar: Anna Friðriksdóttir frá Jaðri og Guðmundur Ólafsson, þau skildu árið 1947. Ólafur ólst upp með móður sinni á Sauðárkróki. Kvæntist Láru Margréti Ragnarsdóttur hagfræðingi, þau eignuðust þrjú börn. Þau skildu. Seinni kona Ólafs er Steinunn Aagot Kristjánsdóttir, hún átti þrjú börn fyrir. Augnlæknir í Reykjavík.

Reynir Þorgrímsson (1936-2014)

  • S03072
  • Person
  • 7. okt. 1936 - 1. maí 2014

Reynir Þorgrímsson fæddist á Siglufirði 7. október 1936. Foreldrar Reynis voru Þorgrímur Brynjólfsson frá Syðri-Vatnahjáleigu í Austur-Landeyjum og Margét Ingibjörg Jónsdóttir frá Ljótsstöðum á Höfðaströnd. ,,Reynir ólst upp á Siglufirði og bjó þar til 16 ára aldurs. Þá flutti hann til Reykjavíkur og stundaði nám við Samvinnuskólann og útskrifaðist þaðan árið 1954. Reynir kom víða komið við í atvinnulífinu, hann var einn af stofnendum Hagkaups, rak og átti verksmiðju á Sauðárkróki þar sem sokkabuxur undir nafninu Gleymmérei voru framleiddar. Hann átti bílasöluna Bílakaup sem var í Borgartúninu. Þá stofnaði hann Fyrirtækjasöluna í Suðurveri árið 1986 og rak hana þar til hann settist í helgan stein árið 2012. Reynir var áhugaljósmyndari og hélt hann margar ljósmyndasýningar, meðal annars í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem hann sýndi og seldi ljósmyndir sem hann hafði tekið og nefndi Skartgripi fjallkonunnar. Reynir var virkur í félagsstörfum, hann var félagsmaður í JCI og var þar landsforseti frá '73-'74, hann var einn af stofnfélögum Lionsklúbbsins Víðarr og þá var hann einnig frímúrari. Reynir kvæntist Rósu Guðbjörgu Gísladóttur, þau eignuðust fjögur börn, þau bjuggu meirihluta ævi sinnar í vesturbænum í Kópavogi."

Sigurlaug Guðrún Sigurðardóttir (1903-1971)

  • S03064
  • Person
  • 6. maí 1903 - 23. feb. 1971

Foreldrar: Sigurður Jónsson og Guðrún Símonardóttir á Hvalnesi á Skaga. 16 ára gömul fór hún til Margrétar móðursystur sinnar að Brimnesi í Viðvíkursveit en þar hafði hún oft dvalið tímabundið frá barnsaldri. Veturinn 1920-1921 var hún við nám í Kvennaskóla í Reykjavík. Vorið 1921 flutti hún í Svaðastaði og kvæntist Jóni Pálmasyni. Næstu árin voru þau í húsmennsku á Svaðastöðum. Árið 1923 yfirgaf Jón konu sína og tvær ungar dætur og fór til Ameríku. Þau skildu að lögum stuttu seinna og dvaldist Sigurlaug áfram á Svaðastöðum fyrst um sinn en fór þaðan alfarin til Reykjavíkur árið 1925 þar sem hún gekk að eiga Gunnlaug Björnsson frá Narfastöðum í Viðvíkursveit. Vorið 1929 fluttu Sigurlaug og Gunnlaugur í Brimnes og hófu þar búskap og bjuggu þar síðan. Sigurlaug og Gunnlaugur eignuðust saman einn son en fyrir hafði Sigurlaug eignast tvær dætur með fyrri manni sínum.

Guðmundur Ingi Kristjánsson (1907-2002)

  • S03063
  • Person
  • 15. jan. 1907 - 30. ágúst 2002

Fæddur á Kirkjubóli í Bjarnardal í Önundarfirði. Foreldrar: Kristján Guðjón Guðmundsson og Bessa Halldórsdóttir. Guðmundur Ingi ólst upp á Kirkjubóli og var þar heimilisfastur alla ævi. Hann stundaði nám í eldri deild Alþýðuskólans á Laugum 1929-1930 og í eldri deild Samvinnuskólans í Reykjavík 1931-1932 en var að öðru leyti sjálfmenntaður. Ungur hóf hann afskipti af ýmsum félagsmálum innan sveitar sem utan. Hann hafði einnig afskipti af stjórnmálum og var þrisvar í framboði til alþingis fyrir Framsóknarflokkinn. Aðalatvinna hans var búskapur en formlega tók hann þó ekki við búi á Kirkjubóli fyrr en 1944. Samhliða fékkst hann við barnakennslu í hreppnum, með hléum á árunum 1927-1946 en samfellt 1954-1974. Frá 1955 var hann skólastjóri barnaskólans í Holti i Önundarfirði. Guðmundur Ingi sendi frá sér fimm ljóðabækur, Sólstafir, Sólbráð, Sóldögg, Sólborgir og Sólfar. Voru ljóð allra bókanna endurútgefin undir heitinu Sóldagar árið 1993. Guðmundur var sæmdur riddarakrossi 1984 og var heiðursborgari Mosvallahrepps og síðar Ísafjarðarbæjar.
Maki: Þuríður Gísladóttir frá Mýrum í Dýrafirði, þau eignuðust ekki börn saman en hún átti fyrir einn son.

Páll Hafstað (1917-1987)

  • S03062
  • Person
  • 8. des. 1917 - 5. sept. 1987

Foreldrar: Árni Hafstað og Ingibjörg Sigurðardóttir í Vík. Fulltrúi orkumálastjóra í Reykjavík. Kvæntist Ragnheiði Baldursdóttur kennara, þau eignuðust þrjú börn.

Ragnar Örn (1921-2005)

  • S03060
  • Person
  • 7. okt. 1921 - 11. jan. 2005

Ragnar Örn fæddist í Vík í Staðarhreppi í Skagafirði 7. október 1921. Foreldrar: Hallfríður Jónsdóttir, hjúkrunarkona á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki og Árni Hafstað bóndi í Vík. Ragnar ólst upp í Kjartansstaðakoti á Langholti í Skagafirði hjá Óskari Þorsteinssyni og Sigríði Hallgrímsdóttur. Ragnar kvæntist Hansínu Jónsdóttur frá Glaumbæ á Langholti 1957. Þau bjuggu lengst í Fellsmúla 11 í Reykjavík. Ragnar lærði smíðar í Reykjavík og vann hann þar lengstum sem smiður.

Gróa Sveinsdóttir (1869-1949)

  • S03055
  • Person
  • 17. feb. 1869 - 23. júlí 1949

Fædd og uppalin í Litladal í Svínavatnshreppi. Kvæntist Jóni Jóhannessyni b. í Árnesi árið 1894, þau bjuggu þar til 1929 er þau fluttu að Fagranesi í Öxnadal og þaðan til Akureyrar. Gróa var síðast búsett í Reykjavík. Gróa og Jón eignuðust tvær dætur saman, fyrir átti Jón son sem Gróa gekk í móðurstað.

Jónas Jónasson (1919-1984)

  • S03047
  • Person
  • 4. des. 1919 - 3. jan. 1984

Foreldrar hans voru Jónas Jón Gunnarsson bóndi í Hátúni og k.h. Steinunn Sigurjónsdóttir. Kaupmaður í Reykjavík, rak raftækjaverslun á Vesturgötu 10. Kvæntist Ástu Pétursdóttur frá Reykjavík.

Hallgrímur Bogason (1898-1985)

  • S03027
  • Person
  • 17. ágúst 1898 - 12. júní 1985

Fæddur í Stóra-Holti í Fljótum. Foreldrar: Bogi Guðbrandur Jóhannesson og Kristrún Hallgrímsdóttir, bændur á Minni-Þverá í Fljótum og víðar. Hallgrímur ólst upp hjá foreldrum sínum sem bjuggu á ýmsum jörðum í Austur-Fljótum. Hann hóf ungur störf til sjós. Er þau bjuggu á Skeiði kynntist hann verðandi eiginkonu sinni. Hófu þau búskap í sambýli við foreldra Hallgríms og fluttust með þeim að Sléttu ári síðar. Árið 1925 hófu þau sjálfstæðan búskap á Minna-Grindli en fóru tveimur árum síðar að Knappstöðum í Stíflu og voru þar fyrstu tvö árin í sambýli með foreldrum Kristrúnar. Árið 1929 tóku þau við jörðinni allri og bjuggu til ársins 1960 er þau brugðu búi og fluttu til Reykjavíkur. Í Reykjavík hóf Hallgrímur störf við útkeyrslu hjá ÁTVR en lenti í vinnuslysi sem hann jafnaði sig ekki af. Hallgrímur gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í sínu byggðarlagi, var um áraraðir meðhjálpari við Knappstaðakirkju og lengi kjötmatsmaður hjá Samvinnufélagi Fljótamanna.
Maki: Kristrún Aronía Jónasdóttir (1903-1989) frá Knappstöðum. Þau eignuðust átta börn.

Geir Tómasson Zoëga (1857-1928)

  • S03022
  • Person
  • 28. mars 1857 - 15. apríl 1928

Fæddur á Bræðraparti á Akranesi. Foreldrar: Tómas Jóhannesson Zoëga og kona hans Sigríður Kaprasíusdóttir. Geir missti föður sinn 1862 og tók þá föðurbróðir hans, Geir Zoëga kaupmaður, hann til fósturs og kostaði síðar til náms. Hann útskrifaðist úr Lærða skólanum í Reykjavík 1878, tók næsta ár heimspekipróf við Hafnarháskóla og embættispróf í málfræði og sögu 1883. Varð stundakennari við Lærða skólann á námi loknu, settur kennari 1884 og yfirkennari 1905. Rektor skólans frá 1914.
Maki: Bryndís Sigurðardóttir frá Flatey, þau eignuðust sex börn.

Einar Arnórsson (1880-1955)

  • S03021
  • Person
  • 24. feb. 1880 - 29. mars 1955

Fæddur á Minna-Mosfelli í Grímsnesi. Foreldrar: Arnór Jónsson bóndi þar og kona hans Guðrún Þorgilsdóttir. Maki: Sigríður Þorláksdóttir Johnson, þau eignuðust sex börn.
,,Stúdentspróf Lsk. 1901. Lagði fyrst stund á norræna málfræði við Hafnarháskóla, en hvarf frá því. Lögfræðipróf Hafnarháskóla 1906. Yfirréttarmálaflutningsmaður 1907. Heiðursdoktor í lögum Háskóla Íslands 1936. Hrl. 1945. Ritstjóri Fjallkonunnar 1907. Kennari við Lagaskólann í Reykjavík 1908–1911. Prófessor í lögum við Háskóla Íslands 1911–1915. Skipaður 4. maí 1915 ráðherra Íslands, lausn 4. janúar 1917. Varð þá að nýju prófessor í lögum og gegndi því embætti til 1932, enda þótt hann fengi lausn í október 1919 og væri stjórnmálaritstjóri Morgunblaðsins og Ísafoldar veturinn 1919–1920. Rektor Háskóla Íslands 1918–1919 og 1929–1930. Jafnframt var hann skattstjóri í Reykjavík 1922–1928 og formaður niðurjöfnunarnefndar, sat í nefndinni til 1932. Hæstaréttardómari 1932–1942. Skipaður 16. desember 1942 dóms- og menntamálaráðherra, lausn 16. september 1944, en falið að gegna störfum áfram um stundarsakir, fékk lausn 21. september. Hæstaréttardómari 1944–1945. Afkastamikill rithöfundur og samdi fjölda rita og greina um lögfræði, sögu Íslendinga o. fl. Heiti nokkurra bókanna eru: Réttarstaða Íslands. Meðferð opinberra mála. Þjóðréttarsamband Íslands og Danmerkur. Réttarsaga Alþingis. Þjóðabandalagið. Alþingi og frelsisbaráttan 1845–1874. Árnesþing á landnáms- og söguöld. Annaðist útgáfu Alþingisbóka og fleiri merkra heimildarrita um íslensk lög og dóma o. fl."

Eggert Arnórsson (1900-1982)

  • S03020
  • Person
  • 7. sept. 1900 - 8. sept. 1982

Fæddur að Felli í Kollafirði á Ströndum. Foreldrar: Ragnheiður Eggertsdóttir og Arnór Árnason, prestur á Felli í Kollafirði og Hvammi í Laxárdal. Um 4 ára aldur flutti Eggert með fjölskyldu sinni að Hvammi í Laxárdal og ólst þar upp til fullorðinsára. Haustið 1919 fór hann í Bændaskólann á Hvanneyri og lauk þar námi 1921. Nokkru síðar lauk Eggert prófi í Samvinnuskólanum og stundaði eftir það búskap um skeið en fluttist svo til Vestmannaeyja og gerðist reikningshaldari. Síðar fór hann til Reykjavíkur og gerðist prentsmiðjustjóri hjá Gutenberg þar til hann lét af störfum vegna aldurs. Aflaði sér réttinda sem löggiltur endurskoðandi og hafði endurskoðun reikningar og skattskýrslugerð að aukastarfi.
Maki 1: Sigríður. Þau áttu tvær dætur. Þau skildu eftir stutta samveru.
Maki 2: Jóhanna Guðríður Tryggvadóttir. Þau áttu einn son. Þau skildu eftir fárra ára sambúð.
Maki 3: Stefanía Benónýsdóttir (1917-1972). Þau eignuðust þrjú börn.

Kristján Jónasson (1914-1947)

  • S03010
  • Person
  • 12. maí 1914 - 27. júlí 1947

Foreldrar: Jónas Kristjánsson læknir og k.h. Hansína Benediktsdóttir. Námsmaður á Akureyri 1930. Seinna læknir í Reykjavík.

Jóhannes Björgvin Bjarnason (1903-1983)

  • S02999
  • Person
  • 14. ágúst 1903 - 6. júní 1983

Jóhannes Björgvin Bjarnason, f. á Nolli í Suður-Þingeyjasýslu. Foreldrar: Bjarni Ingimann Bjarnason vegaverkstjóri og Auður Jóhannesdóttir. Fárra ára fluttist hann með foreldrum sínum til Ísafjarðar, þar sem hann ól mestan sinn aldur síðan. Þar stundaði hann útgerð til fjölda ára. Árið 1951 fluttist hann til Reykjavíkur. Átti og rak rækjuverksmiðju á Langeyri við Álftafjörð frá 1959-1973. Maki: Elín Gróa Samúelsdóttir (1885-1971). Þau eignuðust einn son.

Jón Sveinsson (1889-1957)

  • S02998
  • Person
  • 25. nóv. 1889 - 18. júlí 1957

Fæddur á Árnastöðum í Loðmundarfirði. Foreldrar: Sveinn Bjarnason bóndi og kona hans Sigríður Árnadóttir. Er Jón var á barnsaldri fluttist fjölskyldan til Borgarfjarðar eystri og bjó þar, síðan lengst af í Húsavík. Um fermingu réðst hann sem fjármaður til Einars Þórðarsonar að Desjamýri. Hann varð stúdent frá Menntaskóla Reykjavíkur vorið 1914 og innritaðist um haustið í lagadeild Háskóla Íslands. Þaðan útskrifaðist hann vorið 1919. Að loknu lagaprófi varð hann bæjarstjóri á Akureyri og gegndi því starfi til ársins 1934. Eftir það gegndi hann ýmsum opinberum störfum, var m.a. rannsóknardómari í skattamálum, auk málflutningsstarfa. Gegndi auk þess fjölda trúnaðarstarfa.

Maki: Fanney Guðmundsdóttir frá Ísafirði. Þau eignuðust 3 börn. Fyrir átti Jón einn son.

Jón Jóhann Jónsson Auðuns (1905-1981)

  • S02995
  • Person
  • 5. feb. 1905 - 10. júlí 1981

Foreldrar: Jón Auðuns framkvæmdastjóri og alþingismaður á Ísafirði og Margrét Guðrún Jónsdóttir frá Stað á Reykjanesi. ,,Jón lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1924 og guðfræðiprófi frá Háskóla íslands 1929. Hann stundaði síðan nám í samanburðarguðfræði og helgisiðafræði í Marburg og París og ferðaðist auk þess víða um Vestur-Evrópu. Árið 1930 var hann vígður forstöðumaður fríkirkjusafnaðarins í Hafnarfirði og 1941 var hann jafnframt ráðinn forstöðumaður fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík og var búsettur þar síðan. Jón var skipaður prestur við Dómkirkjuna í Reykjavík 1. desember 1945 og dómprófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi 1951. Árið 1971 var honum veitt lausn frá starfi að hálfu vegna heilsubrests og að fullu 1973. Jón var ráðinn forstöðumaður Listasafns Einars Jónssonar 1970, sat kirkjuþing á árunum 1958 til 1962 og var prófdómari í guðfræði við Háskóla Íslands frá 1950, formaður Safnaðarráðs Reykjavíkur frá 1953 til 1973 og formaður Ekknasjóðs Reykjavíkur sama tímabil. Þá var hann formaður stjórnar kirkjubyggingarsjóðs Reykjavíkur frá 1954. Jón var skipaður í Skálholtsnefnd 1955 til 1956 og í dómnefnd um leikritasamkeppni fyrir Skálholtshátíðina 1955. Þá var hann forseti Sálarrannsóknarfélags íslands frá 1939 til 1963, í stjórn Barnaverndarfélags Reykjavíkur í mörg ár og formaður Reykjavíkurdeildar Rauða kross íslands frá 1951 til 1967. Jón ritaði einnig mikið í þágu kristinnar trúar og ritaði einnig talsvert um sálarrannsóknir og spírtisma. Eftir hann liggja mörg rit, bæði frumsamin og þýdd auk fjölda blaða- og tímaritsgreina. Maki: Dagný Einarsdóttir. Þau eignuðust ekki börn."

Kristín Benediktsdóttir (1867-1943)

  • S02994
  • Person
  • 16. sept. 1867 - 6. apríl 1943

Foreldrar: Benedikt Sveinsson (1826-1899) sýslumaður og alþingismaður og Katrín Einarsdóttir (1843-1914). Kristín var alsystir Einars Benediktssonar skálds. Kennslukona í Reykjavík. Kvæntist Árna Pálssyni prófessor, þau voru barnlaus. Þau skildu.

Ragnar Fjalar Lárusson (1927-2005)

  • S02993
  • Person
  • 15. júní 1927 - 26. júní 2005

Fæddur á Sólheimum í Blönduhlíð. Foreldrar: Lárus Arnórsson, sóknarprestur á Miklabæ og Jensína Björnsdóttir, þau voru ekki kvænt. Hann lauk guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1952 og var veitt Hofsósprestakall sama ár. Ragnar Fjalar var sóknarprestur á Siglufirði frá 1955-1968. Það ár var hann skipaður sóknarprestur í Hallgrímsprestakalli í Reykjavík. Þar þjónaði hann til 1998 er hann lét af störfum vegna aldurs. Hann var prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra frá 1994–97. Ragnar Fjalar gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir kirkjuna og átti m.a. sæti í siðanefnd Prestafélags Íslands frá stofnun hennar og til starfsloka. Ragnar Fjalar var mikill safnari og safnaði m.a. spilum og seðlum um dagana. Þekktastur er hann þó fyrir bókasafn sitt sem hefur að geyma margvíslegt fágæti, einkum biblíur og sálmabækur, allt frá upphafi prentverks á Íslandi. Hann stundaði um árabil rannsóknir á vögguprenti og hlaut fyrir það starf sitt riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu árið 1998, auk embættisverka sinna. Ragnar Fjalar var einn helsti sérfræðingur þjóðarinnar á þessu sviði.
Maki: Herdís Helgadóttir, fyrrverandi hjúkrunardeildarstjóri. Þau eignuðust sex börn.

Helgi Skúlason (1892-1983)

  • S02992
  • Person
  • 22. júní 1892 - 7. nóv. 1983

Fæddur í Odda á Rangárvöllum. Foreldrar: Skúli Skúlason, stjórnarráðsritari og Sigríður Helgadóttir. Helgi var stúdent árið 1910 og lagði síðan stund á læknisfræði og lauk prófi árið 1915. Árið 1923 varð Helgi sérfræðingur í augnsjúkdómum, en þá hafði hann um hríð starfað að þeirri sérgrein. Hann varð héraðslæknir í Síðuhéraði frá 1. ágúst árið 1915, en því starfi gegndi hann til ársins 1919. Hann sinnti læknisstörfum í Reykjavík frá árinu 1921 til ársins 1927, en síðan á Akureyri. Hann var aukakennari í augnsjúkdómafræði við læknadeild Háskóla íslands á tímabilinu 1923 til 1927. Maki: Kara Sigurðardóttir Briem (1900-1982)

Hulda Snæland Sigtryggsdóttir (1906-1978)

  • S02990
  • Person
  • 12. ágúst 1906 - 9. des. 1978

Foreldrar: Margrét Pálsdóttir (alin upp á Merkigili) og Sigtryggur Friðfinnsson b. á Giljum. Þau voru ekki í sambúð. Hulda stundaði verslunarstörf í Reykjavík.

Margrét Pálsdóttir (1874-1937)

  • S02989
  • Person
  • 31. des. 1874 - 13. des. 1937

Foreldrar: Páll Andrésson og Anna Jónsdóttir bændur á Egilsá, Breið, Bústöðum og víðar. Margrét ólst að mestu leyti upp á Merkigili hjá þeim Agli og Sigurbjörgu. Var um tíma starfsstúlka hjá baróninum á Hvítárvöllum. Stundaði barnakennslu lengi, fyrst á Sauðárkróki og síðan á Akureyri. Kennari í Reykjavík 1930. Margrét kvæntist ekki en eignaðist dóttur með Sigtryggi Friðfinnssyni á Giljum.

Guðmundur Ernir Sigvaldason (1932-2004)

  • S02988
  • Person
  • 24. júlí 1932 - 15. des. 2004

Guðmundur Ernir Sigvaldason fæddist í Reykjavík 24. júlí 1932. Guðmundur var sonur Birgittu Guðmundsdóttur, verkakonu og Sigvalda Jónassonar, bónda. Guðmundur var þrígiftur og átti sjö börn. ,,Guðmundur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1952 og doktorsprófi í bergfræði og jarðfræði frá Georg-August Universität í Göttingen í Þýskalandi árið 1959. Hann hlaut styrk til rannsókna við US Geological Survey í Washington í Bandaríkjunum og Melno Park 1959–1961. Guðmundur starfaði sem sérfræðingur við iðnaðardeild atvinnudeildar Háskóla Íslands 1961–1967 og var sérfræðingur við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands og kenndi við jarðfræðiskor 1968–1972. Hann vann tvívegis að jarðhitaverkefnum á vegum Sameinuðu þjóðanna í Rómönsku Ameríku, fyrst í El Salvador 1967–1968 og síðan í Níkaragva 1972–1973. Guðmundur var forstöðumaður Norrænu eldfjallastöðvarinnar frá stofnun hennar árið 1973 og til 1998. Guðmundur sat í úthlutunarnefnd Vísindasjóðs 1968–1982 og varð formaður nefndarinnar 1999–2001. Hann var fulltrúi Íslands í vísindasiðanefnd NATO 1970–1982, formaður Alþjóðasambands eldfjallastöðva 1981–1991 og sat í stjórn European Laboratory Volcanos Project 1986–1996. Guðmundur var í stjórnum og starfaði sem aðalráðgjafi í fjölmörgum alþjóðlegum vísinda- og fræðiverkefnum, m.a. á vegum Evrópubandalagsins og einstakra Evrópuríkja. Guðmundur hefur ritað fjöldann allan af fræðigreinum í blöð og fagtímarit, gert sjónvarpsþætti fyrir almenning og hlotið viðurkenningar fyrir vísindastörf sín. Hann varð heiðursdoktor við Háskóla Íslands árið 2000."

Páll Stephensen (1862-1935)

  • S02985
  • Person
  • 9. maí 1862 - 6. nóv. 1935

Fæddur í Holti í Önundarfirði. Foreldrar: Stefán Pétursson Stephensen (1829-1900) og Guðrún Pálsdóttir Stephensen (1825-1896). Stúdent frá Lærða skólanum 1884, cand. theol. frá prestaskólanum 1886. Veitt Kirkjubólsþing og Staður á Snæfjallaströnd 1886. Bjó á Melgraseyri. Veitt Holt í Önundarfirði 1908 og sat þar til 1929. Fluttist til Reykjavíkur en fór til þjónustu í Holtsprestakalli undir Eyjafjölum 1930-1932, var í Nesprestakalli í Norðfirði 1934-1935.
Maki: Helga Þorvaldsdóttir Stephensen (1832-1912). Þau eignuðust 5 börn.

Una Benjamínsdóttir (1896-1977)

  • S02984
  • Person
  • 29. apríl 1896 - 25. nóv. 1977

Foreldrar: Benjamín Friðfinnsson (1848-1921) bóndi á Ingveldarstöðum í Hjaltadal og kona hans Elín Guðmundsdóttir (1852-1935). Fjölskyldan bjó á Ingveldarstöðum frá 1876. Húsfreyja í Reykjavík. Maki: Sigurður Árnason (1870-1956). Þau eignuðust 3 börn, Sigurður átti átta börn fyrir.

Sigríður Jenný Gunnarsdóttir (1900-1991)

  • S02983
  • Person
  • 21. jan. 1900 - 19. feb. 1991

Fædd á Sævarlandi á Skaga. Foreldrar: Gunnar Eggertsson (1870-1942), bóndi á Selnesi á Skaga og kona hans Ástríður Jónsdóttir ljósmóðir (1862-1944). Er Sigríður Jenný var tveggja ára fluttust þau að Selnesi á Skaga. Þegar Sigríður Jenný var 18 ára fluttist hún úr foreldrahúsum til Reykjavíkur. Stundaði hún meðal annars hjúkrun þeirra sem glímdu við Spænsku veikina. Og gekk í hússtjórnarskóla hjá frú Ísafold Hakensen. Vann fjögur ár í Ritfangaverslun Björns Kristjánssonar. Maki: Jón Skagan (1897-1989) prestur á Bergþórshvoli í Rangárvallasýslu. Þau eignuðust tvær dætur. Einnig eignuðust þau kjördóttur, Sigríði Lister. Árið sem þau giftu sig, 1924, fluttu þau að Bergþórshvoli og bjuggu þar í 20 ár. Starfaði mikið að félagsmálum og var stofnandi Kvenfélagsins Bergþóru í Vestur-Landeyjum og formaður þess um margra ára skeið. Árið 1944 fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur.

Elísabet Elín Arnórsdóttir (1892-1980)

  • S02981
  • Person
  • 23. jan. 1892 - 19. maí 1980

Fædd á Felli í Kollafirði í Strandasýslu. Foreldrar: Arnór Árnason prestur í Hvammi í Laxárdal (1860-1938) og fyrri kona hans, Stefanía Sigríður (1857-1893). Maki: Martin Bartels bankafulltrúi í Kaupmannahöfn. Þau eignuðust eina dóttur. Hún ólst upp í Bæ í Króksfirði hjá þeim Ólafi Sigvaldasyni, héraðslækni þar, og konu hans, Elísabetu Jónsdóttur. Elísabet Arnórsdóttir fluttist eftir lát Ólafs læknis með fósturmóður sinni til Reykjavíkur og bjuggu þær á Bókhlöðustíg 7. Hún fluttist síðar til Kaupmannahafnar.

Eggrún Arnórsdóttir (1895-1975)

  • S02980
  • Person
  • 22. apríl 1895 - 10. apríl 1975

Foreldrar: Arnór Árnason (1860-1938) prestur í Hvammi í Laxárdal og seinni kona hans, Ragnheiður Eggertsdóttir (1862-1937). Maki: Steingrímur Guðmundsson frá Gufudal í A-Barð, prentsmiðjustjóri hjá Ríkisprentsmiðjunni Gutenberg. Þau eignuðust tvær dætur. Bjuggu m.a. í Kaupmannahöfn og síðar á Grettisgötu 46 í Reykjavík.

Stefán Jóhann Stefánsson (1863-1921)

  • S02979
  • Person
  • 1. ágúst 1863 - 20. jan. 1921

Fæddur á Heiði í Gönguskörðum. Foreldrar: Stefán Stefánsson (1828-1910) og Guðrún Sigurðardóttir (1831-1903). Maki: Steinunn Frímannsdóttir (1863-1947). Þau eignuðust 2 börn.
Stefán tók stúdentspróf frá Lærða skólanum 1884 og nam náttúrufræði við Hafnarháskóla með grasafræði sem sérgrein en lauk ekki prófi. Kennari við Gagnfræðaskólann á Möðruvöllum, síðar á Akureyri 1887–1908, skólameistari frá 1908 til æviloka. Átti heima í Stórubrekku 1889–1891. Bóndi á Möðruvöllum 1891–1910, en fluttist með skólanum til Akureyrar 1902. Oddviti Arnarneshrepps um skeið. Í amtsráði 1894–1905, er amtsráðin voru lögð niður. Ferðaðist um landið til jurtarannsókna með styrk úr landssjóði flest sumur á árunum 1883–1900. Frumkvöðull að stofnun Náttúrufræðifélags Íslands 1889 og að stofnun Náttúrugripasafnsins. Átti sæti í millilandanefndinni 1907. Í bankaráði Íslandsbanka 1913–1919. Alþingismaður Skagfirðinga 1900–1908, konungkjörinn alþingismaður 1908–1915 (Framfaraflokkurinn, Framsóknarflokkurinn eldri, Þjóðræðisflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn eldri, utan flokka, Sambandsflokkurinn, Heimastjórnarflokkurinn). Samdi rit og greinar um grasafræði, skólamál og sjálfstæðismál Íslands.

Þorsteinn Þorsteinsson (1884-1961)

  • S02976
  • Person
  • 23. des. 1884 - 15. feb. 1961

Fæddur á Arnbjargarlæk í Þverárhlíð. Foreldrar: Þorsteinn Davíðsson (1843-1932) bóndi þar og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir (1840-1914).
Maki: Áslaug Lárusdóttir (1890-1956) húsmóðir.
,,Stúdentspróf MR 1910. Lögfræðipróf HÍ 1914. Yfirréttarmálaflutningsmaður 1914. Fékkst við ýmis lögfræðistörf ásamt sveitavinnu 1914–1917. Settur um stund 1914 sýslumaður í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. Aðstoðarmaður í fjármálaráðuneytinu 1917–1920. Settur 1918 sýslumaður í Norður-Múlasýslu og bæjarfógeti á Seyðisfirði. Settur 1919 sýslumaður í Árnessýslu. Sýslumaður í Dalasýslu 1920–1954, sat í Búðardal. Átti heima í Reykjavík síðustu ár sín. Rak búskap á Staðarfelli, í Sælingsdalstungu og á Fjósum um skeið.
Eftirlitsmaður opinberra sjóða frá 1940 til æviloka. Sat í bankaráði Búnaðarbankans 1941–1957, í úthlutunarnefnd skáldastyrks og listamanna 1946–1959. Alþingismaður Dalamanna 1933–1937 og 1942–1949, landskjörinn alþingismaður (Mýramanna) 1937–1942 og (Dalamanna) 1949–1953 (Sjálfstæðisflokkur).
Ritaði meðal annars lýsingu Dalasýslu í Árbók Ferðafélags Íslands 1947 og Mýrasýslu 1953."

Theódóra Thoroddsen (1863-1954)

  • S02974
  • Person
  • 1. júlí 1863 - 23. feb. 1954

Theodóra Guðmundsdóttir, síðar Thoroddsen, f. á Kvennabrekku í Dölum. Árið 1884 giftist hún Skúla Thoroddsen, sýslumanni og alþingismanni. Þau bjuggu fyrst á Ísafirði en síðan í nokkur ár á Bessastöðum á Álftanesi, þar til þau fluttust til Reykjavíkur árið 1908, en þar átti Theodóra heima upp frá því. Þau Theodóra og Skúli eignuðust þrettán börn. Af þeim náðu tólf fullorðins aldri. Skúli lést árið 1916 og nokkrum árum síðar tveir synir þeirra með stuttu millibili. Theodóra Thoroddsen var virk í bókmennta- og menningarlífi Reykjavíkur og hafði mikinn áhuga á þjóðmálum, einkum þeim sem lutu að kvenréttindum. Hún var í Lestrarfélagi kvenna Reykjavíkur og las upp ljóð og frásagnir eftir sig á fundum. Fyrstu verk hennar birtust í Mánaðarritinu, sem var handritað og gekk á milli félagskvenna. Hún samdi merka vísnaþætti um hlut kvenna í íslenskum bókmenntum og birtist sá fyrsti í Skírni árið 1913. Þar fjallaði hún m.a. um aðstöðu kvenna til ritstarfa. Sjálf fór Theodóra ekki að sinna ritstörfum að marki fyrr en um miðjan aldur. Hún var vel menntuð á sviði þjóðfræða, skrásetti þjóðsögur og safnaði lausavísum, samdi ritgerð um íslenska þjóðtrú og þýddi á íslensku norskar og færeyskar þjóðsögur. Hún skrifaði smásögur og sagnaþætti, orti kvæði og stökur, en þekktust er hún fyrir þulur sínar. Þær fyrstu birtust í Skírni árið 1914 ásamt formála eftir Theodóru um þulur sem skáldskapartegund. Þulur komu út árið 1916 og í annarri útgáfu með viðbótum árið 1938. Sú útgáfa hefur verið endurprentuð nokkrum sinnum. Ritsafn Theodóru kom út árið 1960 í útgáfu Sigurðar Nordals.

Þorsteinn Jósepsson (1907-1967)

  • S02974
  • Person
  • 18. júlí 1907 - 29. jan. 1967

Fæddur á Signýjarstöðum í Borgarfirði. Foreldrar: Jósep G. Einarson bóndi þar og Ástríður Þorsteinsdóttir. Æskuárin dvaldist hann í foreldrahúsum en hleypti heimdraganum skömmu eftir tvítugsaldur. Fór fyrst til Reykjavíkur en síðan erlendis, þar sem hann ferðaðist víða um Evrópu og dvaldist m.a. í Þýskalandi og Sviss. Árið 1939 réðst hann blaðamaður að Vísi og starfaði þar óslitið til æviloka. Maki: Jósefína Gísladóttir. Þau eignuðust eina dóttur. Maki 2: Edith Wischatta frá Austurríki.
Þorsteinn gaf út bækurnar Ævintýri förusveins (1934), Undir suðrænni sól (1937), Tindar (1934), Týrur (1946), Í djörfum leik (1946). Einnig hið mikla staðfræðilrit, Landið þitt Ísland, sem kom út 1966. Var mikilvirkur bókasafnari og átti eitt stærsta og glæsilegasta bókasafn landsins í einkaeigu.

Sveinn Ögmundsson (1897 -1979)

  • S02973
  • Person
  • 20. maí 1897 - 1. okt. 1979

Fæddur í Hafnarfirði. Foreldrar: Ögmundur Sigurðsson og fyrri kona hans Guðrún Sveinsdóttir en hún lést þegar Sveinn var á öðru ári. Giftist Ögmundur þá Guðbjörgu Kristjánsdóttur sem gekk Sveini í móðurstað. Sveinn varð gagnfræðingur aðeins fjórtán ára og stúdent fjórum árum síðar. Lauk guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1920. Kenndi veturinn eftir við gagnfræðaskólann í Flensborg. Vígðist til Kálfholts í Holtum haustið 1921 og bjó þar í áratug en fluttist þá niður í Þykkvabæ. Bjó þar á nokkrum stöðum uns byggt var prestsetrið Kirkjuhvoll 1943. Þar bjó hann til haustsins 1969 er hann fluttist til Reykjavíkur og bjó þar til æviloka. Meðfram preststarfinu sinnti hann kennslu.
Maki 1: Helga Sigfúsdóttir frá Mælifelli. Eignuðust þau 4 börn.
Maki 2: Dagbjört Gísladóttir frá Suður-Nýjabæ í Þykkvabæ. Þau eignuðust 3 dætur.

Sveinn Gunnarsson (1858-1937)

  • S02972
  • Person
  • 27. júlí 1858 - 4. ágúst 1937

Foreldrar: Gunnar Gunnarsson bóndi í Syðra-Vallholti og k.h. Ingunn Ólafsdóttir. Ólst upp með þeim fyrst í stað en fór svo í vinnumennsku. Sveinn var bóndi í Borgarey 1878-1885, Syðra-Vallholti 1885-1888, Bakka í Hólmi 1888-1893 og á Mælifellsá 1893-1909. Dvaldi í Dölum og í Borgarfirði 1909-1917, lengst af í lausamennsku. Kaupmaður í Reykjavík 1917-1924 og á Sauðárkróki 1924 til æviloka. Skrifaði tvær bækur, Veraldarsögu 1921 og Ævisögu Karls Magnússonar 1905.
Maki: Margrét Þórunn Árnadóttir (1855-1928). Þau eignuðust 13 börn og dóu tvö þeirra ung.

Sveinn Björnsson (1881-1952)

  • S02971
  • Person
  • 27. feb. 1881 - 25. jan. 1952

Fæddur í Kaupmannahöfn. Foreldrar: Björn Jónsson (1846-1912) ritstjóri, alþingismaður og ráðherra og kona hans Elísabet Guðný Sveinsdóttir (1839-1922). Sveinn giftist Georgiu Björnsson, fædd Hansen (1884-1957), þau eignuðust 6 börn.
,,Stúdentspróf Lsk. 1900. Lögfræðipróf Hafnarháskóla 1907. Yfirréttarmálaflutningsmaður 1907. Hrl. 1920. Rak málaflutningsskrifstofu í Reykjavík 1907–1920 og 1924–1926. Settur 29. september 1919 málaflutningsmaður við landsyfirréttinn til 31. desember. Skipaður 1920 sendiherra í Danmörku, lausn 1924. Skipaður 1926 að nýju sendiherra í Danmörku, lausn 1941. Ráðunautur ríkisstjórnarinnar í utanríkismálum 1940–1941. Kjörinn af Alþingi ríkisstjóri Íslands 17. júní 1941 til jafnlengdar 1942, endurkjörinn 9. maí 1942 og 17. apríl 1943. Kjörinn af Alþingi fyrsti forseti Íslands að Lögbergi á Þingvöllum 17. júní 1944. Þjóðkjörinn án atkvæðagreiðslu frá 1945 og aftur frá 1949. Sat á Bessastöðum.
Í bæjarstjórn Reykjavíkur 1912–1920, forseti bæjarstjórnar 1918–1920. Einn af stofnendum Eimskipafélags Íslands 1914 og formaður þess 1914–1920 og 1924–1926. Stofnandi Brunabótafélags Íslands og forstjóri þess frá stofnun 1916–1920. Einn af stofnendum Sjóvátryggingarfélags Íslands haustið 1918, formaður þess 1918–1920 og 1924–1926. Einn af stofnendum Rauða kross Íslands 10. desember 1924 og fyrsti formaður hans til 1926. Einn af stofnendum Málflutningsmannafélags Íslands 1911 og formaður þess 1918–1920. Skipaður 1910 í peningamálanefnd. Var á vegum ríkisstjórnarinnar í nefnd til vörukaupa í Bandaríkjunum í júlí–október 1914. Kosinn í velferðarnefnd 1914 og 1915 og 1925 í milliþinganefnd í bankamálum. Fulltrúi Íslands á ráðstefnu í Genúa 1922, á alþjóðaráðstefnu í Haag 1930 um lögskipan (codification) á þjóðarétti, á ráðstefnu í Genf 1930–1931 til athugunar á stofnun Evrópubandalags, á fjármálaráðstefnu í London 1933, á ráðstefnu í London 1937 til að ákveða reglur um möskvastærð og fiskstærð með tilliti til veiða. Formaður viðskiptasamninganefnda er gert hafa tolla- og verslunarsamninga við Norðurlöndin, Bretland, Þýskaland og Miðjarðarhafslöndin. Alþingismaður Reykvíkinga 1914–1915 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri) og 1919–1920 (utan flokka, (Heimastjórnarflokkurinn), Utanflokkabandalagið)."
Skrifaði Endurminningar, gefnar út 1957. Um hann samdi Gylfi Gröndal bókina: Sveinn Björnsson — ævisaga.

Stefán Bjarman (1894-1974)

  • S02968
  • Person
  • 10. jan. 1894 - 28. des. 1974

Fæddur að Nautabúi í Lýtingsstaðahreppi. Foreldrar: Árni Eiríksson frá Skatastöðum og Steinunn Jónsdóttir frá Mælifelli. Stefán flutti ungur með foreldrum sínum að Reykjum í Tungusveit og ólst þar upp. Um fermingaraldur fluttist Stefán með foreldrum sínum til Akureyrar og lauk þar gagnfræðaprófi 1911. Lá leiðin síðan til Reykjavíkur þar sem hann gekk í Menntaskólann. Þar bjó hann um skeið í Unuhúsi. Þýddi m.a. bækurnar Þrúgur reiðinnar eftir Steinbeck og bækur eftir Hemningway og Hamsun. Dvaldi um tíma í Bandaríkjunum og síðar í Danmörku. Um 1925 fór hann til Ameríku og dvaldist þar um árabil. Heimkominn gegndi hann m.a. kennarastörfum og veitti forstöðu vinnumiðlunarskrifstofunni á Akureyri. Stefán Bjarman var kunnur sem einn allra snjallasti bókmenntaþýðandi hérlendis, og þýddi m.a. Steinbeck, Hemingway og Hamsun.
Maki 1: Ágústa Kolbeinsdóttir, saumakona. Þau eignuðust ekki börn.
Maki 2: Þóra Eiðsdóttir Bjarman, iðnverkakona. Þau eignuðust ekki börn.

Bergur Óskar Haraldsson (1926-2006)

  • S02966
  • Person
  • 8. nóv. 1926 - 17. ágúst 2006

Bergur Óskar Haraldsson fæddist í Sólheimum í Blönduhlíð í Skagafirði hinn 8. nóvember 1926. Hann var sonur hjónanna Haraldar Jóhannessonar, bónda á Bakka í Viðvíkursveit og konu hans Önnu Margrétar Bergsdóttur húsfreyju. ,,Bergur ólst upp hjá foreldrum sínum á Frostastöðum í Blönduhlíð í Skagafirði. Hann lauk barnaskólaprófi frá Flugumýrarskóla í Blönduhlíð og búfræðiprófi 1945 frá Bændaskólanum á Hólum í Hjaltadal. Árið 1950 lauk Bergur sveinsprófi í pípulögnum frá Iðnskólanum í Reykjavík. Hann öðlaðist meistararéttindi í greininni 1953 og stundaði síðan framhaldsnám 1953-1954 við National Foreman Institute í Bandaríkjunum. Bergur starfaði hjá Gísla Halldórssyni pípulagningameistara á árunum 1945-51. Var hjá Sameinuðum verktökum og Íslenskum aðalverktökum 1951-64. Starfaði við fasteignasölu 1964-66 en hóf síðan störf hjá Félagi vatnsvirkja 1967 og vann þar uns hann lét af störfum sökum aldurs 1996. Þar var hann verklegur framkvæmdastjóri 1969-71 og þá framkvæmdastjóri til 1996. Bergur sat í stjórn Félags vatnsvirkja frá 1969-96, sat í stjórn Sameinaðra verktaka í 23 ár, þar af varaformaður og formaður í þrjú ár. Hann sat í stjórn Vatnsvirkjans hf. um árabil sem fulltrúi Félags vatnsvirkja. Bergur sat í stjórn Hestamannafélagsins Gusts í Kópavogi og var formaður þess félags í tvö ár. Sat hann fjölmörg ársþing Landssambands hestamanna sem fulltrúi Gusts.
Bergur kvæntist Kristínu Láru Valdemarsdóttur sjúkraliða. Þau hófu sinn búskap í Reykjavík árið 1948 en fluttu í Kópavog árið 1956 og bjuggu þar síðan, þau eignuðust þrjú börn."

Results 1 to 85 of 550