Reykjavík

Taxonomy

Code

Scope note(s)

  • Reykjavík er höfuðborg Íslands, fjölmennasta sveitarfélag þess og eina borgin.

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Reykjavík

Equivalent terms

Reykjavík

Associated terms

Reykjavík

550 Authority record results for Reykjavík

550 results directly related Exclude narrower terms

Eiríkur Kristófersson (1892-1994)

  • S03082
  • Person
  • 5. ágúst 1892 - 16. ágúst 1994

Fæddur að Brekkuvelli í Vestur-Barðastrandarsýslu. ,,Hann lauk prófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1918 og starfaði sem stýrimaður til ársins 1926 að hann varð skipstjóri á varðskipum ríkisins, en af því starfi lét hann 1962. Þekktastur var hann í þorskastríðinu 1958-61. Eiríkur Kristófersson gegndi mörgum trúnaðarstörfum og fékk fjölda viðurkenninga um ævina. Hann var einn af stofnendum Skipstjórafélags Íslands og var þar í stjórn um margra ára skeið, síðast sem varaformaður 1957-62. Hann var sæmdur fjölda viðurkenninga og heiðursmerkja innlendra sem erlendra, meðal annars stórriddarakrossi fálkaorðunar 1962 og bresku orðunni Commander of the British Empire 1963. Eiríkur Kristófersson var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Jóhanna Una Eiríksdóttir og eignuðust þau þrjú börn. Seinni kona hans var Hólmfríður Gísladóttir. Eiríkur náði 102 ára aldri."

Elín Sigríður Magnúsdóttir Blöndal (1894-1975)

  • S02950
  • Person
  • 29. mars 1894 - 3. jan. 1975

Fædd í Gautsdal í Geiradal. Foreldrar: Magnús Benedikt Benediktsson Blöndal og Ólöf Snæbjörnsdóttir ljósmóðir í Gautsdal. Elín ólst upp hjá móður sinni í Gautsdal, en fluttist ásamt henni árið 1914 að Sævarlandi til Þórðar hálfbróður síns og gerðist bústýra hans, Ólöf var ekki móðir Þórðar. Eftir lát Þórðar árið 1949 fluttist Elín til Reykjavíkur. Þar stundaði hún sauma í nokkur ár en dvaldist lengst af á heimili Sigríðar fósturdóttur sinnar. Þau systkinin Elín og Þórður eignuðust hvorugt barn en ólu upp fósturbörn. Þau voru:
Sigríður Þorvaldsdóttr, f. 22.12.1929. Foreldrar hennar voru Þorvaldur Þorvaldsson og Helga Jóhannesdóttir.
Friðberg Björnsson, f. 11.06.1906. Foreldrar hans voru Björn Benónýsson og Ingibjörg Stefánsdóttir.
Ragnar Magnús Auðunn Magnússon Blöndal, f. 29.06.1918. Ragnar var hálfbróðir þeirra systkina. Þau tóku hann að sér tveggja ára gamlan en komu honum síðar í fóstur í Litlu-Gröf á Langholti og kostuðu uppeldi hans.

Elín Sveinsdóttir (1886-1984)

  • S01622
  • Person
  • 24. maí 1886 - 13. des. 1984

Dóttir Sveins Guðmundssonar b. í Bjarnastaðahlíð og k.h. Þorbjargar Ólafsdóttur. Húsfreyja í Reykjavík. Kvæntist Vilhjálmi Andréssyni iðnverkamanni.

Elísabet Elín Arnórsdóttir (1892-1980)

  • S02981
  • Person
  • 23. jan. 1892 - 19. maí 1980

Fædd á Felli í Kollafirði í Strandasýslu. Foreldrar: Arnór Árnason prestur í Hvammi í Laxárdal (1860-1938) og fyrri kona hans, Stefanía Sigríður (1857-1893). Maki: Martin Bartels bankafulltrúi í Kaupmannahöfn. Þau eignuðust eina dóttur. Hún ólst upp í Bæ í Króksfirði hjá þeim Ólafi Sigvaldasyni, héraðslækni þar, og konu hans, Elísabetu Jónsdóttur. Elísabet Arnórsdóttir fluttist eftir lát Ólafs læknis með fósturmóður sinni til Reykjavíkur og bjuggu þær á Bókhlöðustíg 7. Hún fluttist síðar til Kaupmannahafnar.

Elísabet Lilja Linnet (1920-1997)

  • S01265
  • Person
  • 1. nóvember 1920 - 8. september 1997

Dóttir Kristjáns Linnet sýslumanns í Skagafjarðarsýslu 1918-1924 og k.h. Jóhönnu Eyjólfu Ólafíu Júlíusdóttur Linnet. Húsfreyja í Reykjavík.

Elsa María Michelsen (1922-1976)

  • S00094
  • Person
  • 12. maí 1922 - 6. feb. 1976

Dóttir Frank Michelsen úrsmíðameistara á Sauðárkróki og Guðrúnar Pálsdóttur. Var nemandi í Málleysingjaskólanum í Reykjavík, síðast búsett í Reykjavík.

Emilía Jónsdóttir Bergmann (1897-1988)

  • S03593
  • Person
  • 12.12.1897-07.04.1988

Emilía Jónsdóttir Bergmann, f. 12.12.1897, d. 07.04.1988. Foreldrar: Ósk Gísladóttir (1868-1956) og Jón Jónsson (1869-1962) bóndi á Eyvindarstöðum.
Maki: Sigfús Bergmann Hallbjarnarson, kaupfélagsstjóri í Flatey á Breiðafirði.
Þau bjuggu í Flatey og síðar í Reykjavík.

Erla Árnadóttir (1921-2000)

  • S00447
  • Person
  • 6. des. 1921 - 28. sept. 2000

Erla fæddist í Vík, Staðarhreppi í Skagafirði 6. desember 1921. Foreldrar hennar voru Ingibjörg Sigurðardóttir og Árni J. Hafstað bóndi í Vík í Staðarhreppi. Eiginmaður Erlu var Indriði Sigurðsson, stýrimaður, f. 7.5. 1921 að Hofdölum, Skagafirði, d. 6.11. 1986, þau eignuðust fimm börn. ,,Erla útskrifaðist frá Kvennaskólanum í Reykjavík. Hún vann ýmis störf á sinni starfsævi, þ.á m. hjá Búnaðarbankanum, Búnaðarfélaginu, í Ísbirninum á Seltjarnarnesi og á Lögfræðistofu Sigurðar Baldurssonar, en lengst af vann hún á Borgarbókasafninu við Þingholtsstræti."

Erling Edwald (1921-2011)

  • S02576
  • Person
  • 16. jan. 1921 - 13. maí 2011

Erling fæddist á Ísafirði. Foreldrar hans voru Jón St. Samúelsson Edwald, kaupmaður og vararæðismaður og kona hans Sigrún Edwald. Erling kvæntist Jóhönnu Hjálmfríði Jónsdóttur húsfreyju. Þau eignuðust fjögur börn. Eftir stúdentspróf frá MA hóf Erling nám í lyfjafæði í Lyfjafræðingaskóla Íslands árið 1940. Hann var aðstoðarlyfjafræðingur í Reykjavíkurapóteki 1943 -1944 og í Lyfjaverslun ríkisins 1944 -1945. Erling hélt til Danmerkur að loknu seinna stríði og hóf þar nám við Danmarks farmaceutiske Höjskole í Kaupmannahöfn og lauk þaðan prófi í cand. Pharm. 1947. Að því laoknu starfaði hann sem lyjafræðingur í Lyfjaverslun ríkisins 1947 til 1967, en varð þá lyfsölustjóri ríkisins og gegndi því starfi til 1986. Erling var fyrsti lyfjafræðingur lyfjabúrs Landspítalans; var þar í hlutastarfi árabilið 1954 til 1958. Hann var prófdómari í lyfjafræði lyfsala við Háskóla Íslands 1957 til 1970. Hann sat einnig í lyfjaverðlagsnefnd og í eiturefnanefnd um árabil og gegndi stjórnarstörfum í Lyfjafræðingafélagi Íslands frá 1991. Árið 1987 tók hann próf frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík með 30 rúmlestaréttindi.

Erlingur Pálsson (1895-1966)

  • S03088
  • Person
  • 3. nóv. 1895 - 22. okt. 1966

Erlingur Pálsson var fæddur 3. nóvember 1895 að Árhrauni á Skeiðum. ,,Á fermingaraldri gerðist hann aðstoðarmaður föður síns við sundkennslu í Reykjavík, en 19 ára gamall tók hann sig upp og fór til Lundúna til þess að nema nýjustu sundkennsluaðferðir. Lauk hann þar sundkennaraprófi með prýði, en kenndi eftir það um nokkurt árabil skólanemendum í Reykjavík, sjómönn um og sundkennurum björgunar sund og lífgunaraðferðir. Á árinu 1919 var ákveðið að stofna embætti yfirlögregluþjóns í Reykjavík. Erlingi var boðið starfið, sem hann þáði, með því skilyrði að hann fengi tækifæri til þess að nema lögreglufræði í erlendum skólum. Var það auðsótt mál. Hélt Erlingur nú til Danmerkur og Þýskalands, þar sem hann sótti lögregluskóla og kynnti sér skipulagningu og dagleg störf lögregluliða. Eftir ársdvöl ytra kom hann heim til þess að taka við embætti, en æ síðar leitaðist hann við að bæta við þekkingu sína á sviði lögreglumála með kynnisferðun til útlanda og lestri fræðibóka og tímarita. Þannig hófst giftusamlegur starfsferill Erlings Pálssonar í lögregluliði Reykjavíkur, sem stóð yfir í hátt á fimmta áratug. Á því sama ári sem Erlingur tók við yfirlögregluþjónsembætti kvæntist hann Sigríði Sigurðardóttur frá Ámanesi í Hornafirði, þau eignuðust tíu börn.
Erlingur var mikill íþróttafrömuður, einkum á sviði sundíþróttarinnar. Sjálfur vann hann glæsileg afrek í þeirri grein; synti fyrstur nútímamanna hið fræga Drangeyjarsund og varð sigurvegari í fjöldamörgum sundkeppnum. Hann var lengi í forystuliði íþróttamanna, formaður Sundfélags Reykjavíkur árin 1926-1931, Sundráðs Reykjavíkur frá stofnun þess árið 1951 og varaforseti Í.S.Í. árin 1933-1951."

Eyjólfur Konráð Jónsson (1928-1997)

  • S02813
  • Person
  • 13. júní 1928 - 6. mars 1997

Eyjólfur Konráð Jónsson, f. í Stykkishólmi 13. júní 1928. Foreldrar: Jón Ólafur Guðsteinn Eyjólfsson (1891-1968) kaupmaður og kona hans Sesselja Konráðsdóttir (1896-1987) skólastjóri. Maki: Guðbjörg Benediktsdóttir (f. 17.03.1929) húsmóðir, þau eignuðust þrjú börn. ,,Stúdentspróf VÍ 1949. Lögfræðipróf HÍ 1955. Hdl. 1956. Hrl. 1962. Framkvæmdastjóri Almenna bókafélagsins og Stuðla hf. frá stofnun þeirra 1955 til 1960. Ritstjóri Morgunblaðsins 1960–1974. Rak málflutningsskrifstofu í Reykjavík frá því í september 1956. Í sendinefnd Íslands á hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna 1976–1982. Kosinn í Evrópustefnunefnd 1988 og formaður hennar frá 1989. Í þingmannanefnd EFTA/EES 1991–1995. Alþingismaður Norðurlands vestra 1974–1979 og 1983–1987, landskjörinn alþingismaður (Norðurlands vestra) 1979–1983, alþingismaður Reykvíkinga 1987–1995 (Sjálfstæðisflokkur). Landskjörinn varaþingmaður (Norðurlands vestra) janúar–febrúar, apríl og desember 1968, apríl–maí 1969 og nóvember–desember 1970, varaþingmaður Norðurlands vestra mars–apríl og október 1968, október–nóvember og desember 1969, janúar 1970, október og desember 1971, maí og október–nóvember 1972, febrúar og október 1973, janúar–febrúar og mars–apríl 1974.

  1. varaforseti efri deildar 1979. Ritstjóri: Félagsbréf (1955–1959). Morgunblaðið (1960–1974)."

Eyþór Jóhann Hallsson (1903-1988)

  • S02784
  • Person
  • 4. ágúst 1903 - 4. feb. 1988

Eyþór Jóhann Hallsson, f. 04.08.1903 á Hofsósi. Foreldrar: Hallur Einarsson og Friðrika Jóhannsdóttir (Jakobína Friðrikka Karina Jóhannsdóttir). Eyþór lauk prófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík árið 1927 og var þekktur skipstjóri til ársins 1945. Veiktist þá af berklum sem hann síðar læknaðist af. Var framkvæmdastjóri Bæjarútgerðar Siglufjarðar á árunum 1947-1953. Umboðsmaður Olíufélagsins Skeljungs hf. á Siglufirði frá árinu 1957. Meðeigandi í Síldarsöltun O. Henriksens sf. frá árinu 1950 og fékkst að auki við útgerð. Eyþór var ræðismaður Noregs á Siglufirði frá árinu 1958. Sat í ýmsum nefndum og stjórnum. Maki: Ólöf Jónsdóttir frá Rifkelsstöðum í Eyjafirði. Þau ólu upp fósturdóttur.

Eyþór Kristján Einarsson (1959-

  • S01764
  • Person
  • 31. des. 1959

Sonur Guðrúnar Eyþórsdóttur, dóttur Eyþórs Stefánssonar tónskálds. Frá Ísafirði, bjó á Sauðárkróki í lok 20. aldar, flutti til Reykjavíkur.

Eyþór Stefánsson (1901-1999)

  • S00435
  • Person
  • 23. jan. 1901 - 3. nóv. 1999

Eyþór Stefánsson fæddist á Sauðárkróki 23. janúar 1901. Foreldrar hans voru Stefán Sigurðsson, sjómaður og k.h. Guðrún Jónasdóttir. Hann gekk í barna- og unglingaskólann á Sauðárkróki, en 1928 fór hann suður í tónlistarnám hjá Emil Thoroddsen og Páli Ísólfssyni og leiklistarnám hjá Indriða Waage. Hann var síðan við framhaldsnám í þessum greinum í Hamborg 1934. Hann var aðeins 11 ára gamall er hann byrjaði að syngja með kirkjukór Sauðárkróks en kórinn var ekki formlega stofnaður fyrr en 1942 að hans tilstuðlan og var hann fyrsti stjórnandi hans. Hafði hann þá verið organisti og söngstjóri við Sauðárkrókskirkju frá árinu 1929 og gegndi hann þeim störfum allt til ársins 1972. 19 ára gamall byrjaði Eyþór að vinna að söng- og leiklistarstörfum fyrir Ungmennafélagið Tindastól, eins var hann einn af þeim sem endurreistu Leikfélag Sauðárkróks 1941 og starfaði þar sem leikstjóri og leikari allt til ársins 1976 er hann steig síðast á svið, var það hans 118. hlutverk. Hann vann við verslunar- og skrifstofustörf á Sauðárkróki 1923-1948, og var söngkennari við Barna- og gagnfræðaskóla Sauðárkróks 1948-1972. Skólastjóri Tónlistarskóla Sauðárkróks 1964-1974. Formaður framkvæmdanefndar um byggingu minnisvarða Stephans G. Stephanssonar á Arnarstapa 1953. Hann var á tímabili formaður Kirkjukórasambands Skagafjarðarprófastsdæmis, sat í stjórn Kirkjukórasambands Íslands og var sendikennari þess til kirkjukóra á Norður-, Austur- og Vesturlandi 1952-1961. Hann var einn af stofnendum Rotaryklúbbs Sauðárkróks 1948 og fræðslustúkunnar Mælifells, innan frímúrarareglunnar á Íslandi 1970. Hann var heiðursfélagi í mörgum félögum, þar á meðal: Kirkjukór Sauðárkróks, Leikfélagi Sauðárkróks, Ungmennafélaginu Tindastól, Rotaryklúbbi Sauðárkróks, Tónskáldafélaginu, var sæmdur heiðursmerki úr silfri frá Karlakórasambandinu Heklu á Akureyri, gullmerki frá Félagi íslenskra leikara og var heiðursborgari Sauðárkróks frá árinu 1971. Eins var hann sæmdur stórriddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf sín að menningarmálum á Sauðárkróki. Eyþór kvæntist 13. desember 1936 Sigríði Önnu Stefánsdóttur frá Skógum í Þelamörk, f. 29. september 1905, d. 20. júní 1992. Sigríður tók virkan þátt í störfum Eyþórs bæði í leiklist og tónlist. Þau eignuðust eina dóttur.

Eyþór Þorgrímsson (1889-1971)

  • S00548
  • Person
  • 20.09.1889-25.05.1971

Eyþór Þorgrímsson, f. 20.09.1889, d. 25.05.1971. Foreldrar: Þorgrímur Ásgrímsson b. í Hofstaðaseli og k.h. María Gísladóttir. Faðir Eyþórs lést þegar Eyþór var 11 ára gamall og ólst hann upp eftir það með móður sinni, lengst af á Hofstöðum og í Hofstaðaseli. Ráðsmaður á Hressingarhælinu í Kópavogi 1930. Verkamaður í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.

Finnbogi Guðmundsson (1924-2011)

  • S02922
  • Person
  • 8. jan. 1924 - 3. apríl 2011

Fæddur í Reykjavík. Foreldrar: Laufey Vilhjálmsdóttir kennari og Guðmundur Finnbogason prófessor og landsbókavörður. Finnbogi kvæntist Kristjönu P. Helgadóttur lækni, þau eignuðust eina dóttur og ólu upp fósturdóttur. Finnbogi lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1943. Eftir útskrift frá menntaskóla hóf Finnbogi nám í íslenskum fræðum við Háskóla Íslands. Hann lauk cand. mag.-prófi í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands 1949. Hann lauk doktorsprófi frá HÍ 1961. Finnbogi tók við nýstofnuðu embætti í Kanada (Winnipeg), sem Vestur-Íslendingar höfðu stofnað. Þar vann hann mikilvægt brautryðendastarf, bæði við kennslu og kynningastarf meðal Vestur-Íslendinga. Einnig vann hann afrek á sviði fornra fræða. En hann var stórvirkur í fræðum Vestur-Íslandinga. Finnbogi gegndi starfi Landsbókasafnsvarðar í þrjátíu ár. Hann stundaði kennslu um árabil og var m.a. stundakennari við MR, aðstoðarkennari við Manitoba-háskóla og sendikennari við Óslóarháskóla og Björgvinjarháskóla. Hann var einnig dósent við HÍ um tíma. Eftir Finnboga liggur fjöldi ritverka, bæði frumsamins efnis og þýðinga. Hann annaðist einnig útgáfu fjölda bóka, m.a. fornrita og bóka eftir föður sinn. Finnbogi tók mikinn þátt í félagsmálum og var m.a. um tíma í stjórn Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi og var gerður að heiðursfélaga þess, formaður Félags íslenskra fræða og forseti Hins íslenska þjóðvinafélags. Hann var formaður byggingarnefndar Þjóðarbókhlöðunnar frá 1970.

Finnur Árnason (1958-

  • S02836
  • Person
  • 27. maí 1958-

Foreldrar: Árni Hafstað og Arngunnur Ársælsdóttir. Maki: María Maack. Þau eignuðust þrjú börn. Finnur lauk Bs prófi í efnafræði frá Háskóla Íslands og cand. fil. prófi í rekstrarhagfræði frá háskólanum í Gautaborg í Svíþjóð. Starfaði sem háseti á Má frá Ólafsvík, framleiðslustjóri hjá Slippfélaginu, framkvæmdastjóri Loðskinns á Sauðárkróki og Aldin á Húsavík. Var um langt skeið stjórnarformaður Sjávarleðurs á Sauðárkróki. Vann hjá Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins og við ráðgjafafyrirtækið Taktar. Framkvæmdastjóri Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum frá 2013.

Finnur Guðmundsson (1909-1979)

  • S01860
  • Person
  • 22. apríl 1909 - 27. des. 1979

Finnur fæddist að Kjörseyri í Hrútafirði 22.4. 1909, sonur Guðmundar G. Bárðarsonar náttúrufræðings og Helgu Finnsdóttur. ,,Hann lauk stúdentsprófi 1929, nam dýrafræði, grasafræði og jarðfræði við Háskólann í Hamborg og lauk þaðan doktorsprófi 1937. Finnur var sérfræðingur við Fiskideild Atvinnudeildar Háskólans í 10 ár og vann þá m.a. að vatnalíffræðilegum rannsóknum, en jafnhliða byggði hann upp, nánast einsamall, Náttúrugripasafn Hins íslenska náttúrufræðifélags sem þá var í mikilli niðurníðslu. Í ársbyrjun 1947 afhenti Náttúrufræðifélagið ríkinu safnið og varð Finnur þá deildarstjóri dýrafræðideildar þess til 1977. Finnur skipulagði fuglamerkingar og fyrir hans tilstilli varð safnið að miðstöð rannsókna í íslenskri fuglafræði." Finnur kom meðal annars að fuglatalningu og merkingu í Drangey.

Franch Bertholt Michelsen (1913-2009)

  • S00074
  • Person
  • 31. des. 1913 - 7. júní 2009

Sonur Frank Michelsen úrsmíðameistara á Sauðárkróki og Guðrúnar Pálsdóttur. Starfaði sem úrsmíðameistari í Reykjavík.

Franzisca Antonia Josephine Jörgensen (1891-1976)

  • S02412
  • Person
  • 1891-1976

Franziska Antonia Josephine Jörgensen var frá Frederica á Jótlandi. Faðir hennar var járnsmiður, en móðir hennar af bæheimskum aðalsættum. Franziska giftist Gunnari Gunnarssyni skáldi í ágúst 1912. Þau eignuðust tvo syni, Gunnar og Úlf.

Freyja Norðdahl (1926-

  • S02572
  • Person
  • 28. des. 1926 - 16. jan. 2013

Freyja fæddist í Vestmannaeyjum árið 1926. Foreldrar hennar voru Guðbjörg Úlfarsdóttir Norðdahl og Kjartan S. Norðdahl. Freyja ólst upp í Reykjavík og í Mosfellssveit. Hún nam við Brúarlandsskóla í Mosfellssveit og Gagnfræðaskóla Austurbæjar í Reykjavík. Freyja lauk námi við Húsmæðraskóla Reykjavíkur árið 1949. Á árunum 1944 til 1951 vann hún sem ritari, gjaldkeri og við bókhald. Freyja kom víða við í félagsmálum; var m.a. formaður Kvenfélags Lágafellssóknar og gegndi einnig formennsku í Kvenfélagasambandi Gullbringu-og Kjósarsýslu. Hún var ein stofnenda Skógræktarfélags Mosfellssveitar. Freyja var um skeið formaður Barnaverndarnefndar í Mosfellssveit. Hún var mikil áhugamanneskja um félags -og mannúðarmál í Mosfellssveit og kom að ýmsum stjórnarstörfum í fjölda ráða og nefnda. Eiginmaður Freyju var Þórður Guðmundsson vélfræðingur. Þau eignuðust þrjú börn.

Friðrik Árnason (1922-1999)

  • S01742
  • Person
  • 23. apríl 1922 - 16. nóv. 1999

Friðrik Árnason var fæddur á Kjarvalsstöðum í Hjaltadal 23. apríl 1922. Foreldrar hans voru Árni Sveinsson og Sigurveig Friðriksdóttir búandi á Kálfsstöðum í Hjaltadal. ,, Friðrik fluttist ársgamall að Kálfsstöðum og átti þar heima til 42 ára aldurs, fluttist þá ásamt fjölskyldunni til Sauðárkróks, en hélt árið 1966 til Reykjavíkur. Þar rak hann bílasölu um nokkurra ára skeið, var síðan lengi leigubifreiðarstjóri á Hreyfli, en síðustu mánuðina fram að sjötugu vann hann í þvottahúsi Landakotsspítala. Friðrik var ókvæntur og barnlaus, en var um 17 ára skeið í sambúð með Svövu Guðjónsdóttur."

Friðrik Olgeirsson (1950-

  • S02617
  • Person
  • 30. nóv. 1950-

Friðrik er sagnfræðingur að mennt. Lengi vel stundaði hann kennslu, en eftir það hefur hann fengist við ritstörf.

Geir G. Bachmann (1908-1987)

  • S01987
  • Person
  • 23. sept. 1908 - 27. des. 1987

Geir fæddist í Reykjavík 23. september 1908, en tveggja ára fluttist hann með foreldrum sínum til Borgarness og átt þar heimili upp frá því. Bifreiðaeftirlitsmaður.

Geir Tómasson Zoëga (1857-1928)

  • S03022
  • Person
  • 28. mars 1857 - 15. apríl 1928

Fæddur á Bræðraparti á Akranesi. Foreldrar: Tómas Jóhannesson Zoëga og kona hans Sigríður Kaprasíusdóttir. Geir missti föður sinn 1862 og tók þá föðurbróðir hans, Geir Zoëga kaupmaður, hann til fósturs og kostaði síðar til náms. Hann útskrifaðist úr Lærða skólanum í Reykjavík 1878, tók næsta ár heimspekipróf við Hafnarháskóla og embættispróf í málfræði og sögu 1883. Varð stundakennari við Lærða skólann á námi loknu, settur kennari 1884 og yfirkennari 1905. Rektor skólans frá 1914.
Maki: Bryndís Sigurðardóttir frá Flatey, þau eignuðust sex börn.

Georg Bernharð Michelsen (1916-2001)

  • S00080
  • Person
  • 20. maí 1916 - 3. nóv. 2001

Sonur Frank Michelsen úrsmíðameistara á Sauðárkróki og Guðrúnar Pálsdóttur. ,,Georg nam bakaraiðn á Sauðárkróki og hjá Jóni Símonarsyni í Reykjavík. Sautján ára lá leið hans til Kaupmannahafnar þar sem hann dvaldist næstu ellefu árin við frekara nám og störf í bakaraiðn. Í stríðslok, 1945, fluttist hann, með fjölskyldu sína, heim til Íslands og lá leið þeirra fyrst til Sauðárkróks. Síðan stofnaði hann bakarí í Hveragerði og bjó þar og starfaði allt til ársins 1979, er hann seldi reksturinn. Þá hóf hann störf hjá Brauði hf. - Myllunni, þar sem hann starfaði þar til hann var 78 ára."

Gígja Haraldsdóttir (1938-

  • S02291
  • Person
  • 13.01.1938-

Foreldrar: Haraldur Sigurðsson verslunarmaður á Sauðárkróki og k.h. Ólöf Sesselja Bjarnadóttir. Bankastarfsmaður í Reykjavík. Kvæntist Böðvari Bragasyni lögreglustjóra í Reykjavík.

Gils Guðmundsson (1914-2005)

  • S02434
  • Person
  • 31. des. 1914 - 29. apríl 2005

Gils var fæddur í Hjarðardal innri í Önundarfirði 31. desember 1914. Sonur hjónanna Guðmundar Gilssonar bónda og Sigríðar Hagalínsdóttur húsmóður. Gils ólst upp við bústörf og sjósókn. Hann lauk kennaraprófi 1938 og kenndi við íþróttaskóla Sigurðar Greipssonar í Haukadal 1938-1940 og við unglingaskóla í Garði og Sandgerði árin 1941 -1943. Gils var kvæntur Guðnýju Jóhannesdóttur Lynge og eignuðust þau eina dóttur. Gils var afkastamikill rithöfundur og meðal ritverka hans eru Skútuöldin, Öldin okkar, Öldin sem leið, Bára blá, Mánasilfur ofl. Gils var formaður rithöfundasambands Íslands árið 1957 -1958 og forstjóri Menningarsjóðs 1956 - 1975. Hann lét til sín taka í stjórnmálum, var einn af stofnendum Þjóðvarnarflokks Íslands og sat á Alþingi í tvo áratugi, fyrst fyrir Þjóðvarnarflokkinn og síðar fyrir Alþýðubandalagið. Gils sat í Norðurlandaráði 1971-1974 og 1978-1980; var í stjórn Menningarsjóðs Norðurlanda 1974 -1975.

Gísli Björnsson (1877-1966)

  • S02393
  • Person
  • 18.01.1877-03.03.1966

Gísli Björnsson, f. í Kolgröf í Lýtingsstaðahreppi 18.01.1877, d. 03.03.1966 í Reykjavík. Foreldrar: Björn Gottskálksson síðast bóndi í Kolgröf og kona hans Jóhanna Jóhannsdóttir.
Gísli aflaði sér talsverðrar menntunar af sjálfsdáðum. Hann var ráðsmaður á Skíðastöðum 1901-1904 og bóndi þar 1904-1915. Reisti hann steinsteypt íbúðarhús á jörðinni árin 1909-1910, hið fyrsta sinnar tegundar í hreppnum.
Maki: Ingibjörg Jónsdóttir (var áður gift Hannesi Péturssyni bónda á Skíðastöðum). Þau voru barnlaus og slitu samvistir 1915. Fór Gísli þá til Reykjavíkur og stundaði ýmis kaupsýslustörf og fasteignasölu. Mörg síðustu árin dvaldi hann á Hrafnistu í Reykjavíku.

Gísli Gíslason (1876-1960)

  • S02126
  • Person
  • 18. ágúst 1876 - 10. ágúst 1960

Foreldrar: Gísli Þorláksson vinnumaður í Glaumbæ o.v. og s.k.h. María Jónsdóttir. Gísli ólst upp hjá móður sinni fyrstu tíu árin, en hún var á þessum árum ýmist húskona eða vinnukona á ýmsum bæjum í Blönduhlíð og Vallhólmi til 1882, en á Hraunum í Fljótum 1882-1885 og Lambanesi í Fljótum 1885-1886. Árið 1886 fór Gísli í fóstur að Réttarholti í Blönduhlíð til Rögnvalds Björnssonar og k.h. Freyju Jónsdóttur. Fermdist hann frá þeim árið 1891 og vann síðan búi þeirra allt til ársins 1902, er hann fór sem vinnumaður að Þverá í Blönduhlíð til Stefáns Sigurðssonar bónda þar. Á Þverá var Gísli vinnumaður þar til hann kvæntist 1912 Helgu Guðmundsdóttur frá Skuggabjörgum, eftir það í húsmennsku á s.st til 1915 og Framnesi í sömu sveit 1915-1918, að þau hófu búskap á Skúfsstöðum í Hjaltadal. Bóndi á Skúfsstöðum í Hjaltadal 1918-1921, á Bjarnastöðum í Blönduhlíð 1921-1924 og í Hjaltastaðahvammi 1924-1950. Eftir það í húsmennsku, fyrst að Minni Ökrum og síðast á Höskuldsstöðum. Árið 1956 fluttu þau til Reykjavíkur. Gísli og Helga eignuðust tvær dætur.

Gísli Halldórsson (1914-2012)

  • S03104
  • Person
  • 12. ágúst 1914 - 8. okt. 2012

Gísli fædd­ist 12. ág­úst 1914 á Jörfa á Kjal­ar­nesi. ,,Gísli lauk prófi frá Iðnskól­an­um í Reykja­vík 1933 og sveins­prófi í húsa­smíði árið 1935. Að því loknu lá leið hans til Kaup­manna­hafn­ar þar sem hann lauk prófi sem bygg­ing­ar­fræðing­ur frá Det Tekn­iske Selska­bs Skole árið 1938. Síðan stundaði hann nám í Det Kong­elige Aka­demi for de Skønne Kun­ster 1938-1940 en kom þá heim vegna seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar. Hann lauk brott­farar­prófi sem arki­tekt 1947. Gísli setti á fót eig­in teikni­stofu í Reykja­vík ásamt Sig­valda Thor­d­ar­son arki­tekt sem þeir starf­ræktu sam­eig­in­lega til árs­ins 1948. Hann rak stof­una síðan einn til 1957 en eft­ir það sem sam­eign­ar­fé­lag með nokkr­um sam­starfs­mönn­um. Gísli hef­ur teiknað fjöl­mörg mann­virki, þar á meðal mörg fé­lags­heim­ili og íþrótta­mann­virki. Gísli sat sem varamaður í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur 1954-1958 og borg­ar­full­trúi 1958-1974. Var vara­for­seti borg­ar­stjórn­ar 1958 og for­seti borg­ar­stjórn­ar 1970-1974. Í borg­ar­ráði 1962-1970. Sat í bygg­ing­ar­nefnd Reykja­vík­ur 1954-1958. Skipu­lags­nefnd Reykja­vík­ur 1958-1974 og um­ferðar­nefnd 1962-1966. Formaður í stjórn íþrótta­vall­anna 1958-1961. Formaður íþróttaráðs 1961-1974. Gísli starfaði um ára­bil fyr­ir KR og íþrótta­hreyf­ing­una." Eig­in­kona Gísla var Mar­grét Hall­dórs­son, fædd í Kaupmannahöfn, þau eignuðust einn son.

Gísli Halldórsson (1927-1998)

  • S01909
  • Person
  • 2. feb. 1927 - 27. júlí 1998

Gísli fæddist á Tálknafirði 2.2. 1927. Leikari í Reykjavík, lék meðal annars aðalhlutverk í Djöflaeyjunni og Börnum náttúrunnar. Eiginkona Gísla var Theodóra Thoroddsen, þau eignuðust þrjú börn.

Gísli Halldórsson Kolbeins (1926-2017)

  • S01526
  • Person
  • 30. maí 1926 - 10. júní 2017

Gísli fæddist í Flatey á Breiðafirði 30. maí 1926. ,,Hann stundaði nám í foreldrahúsum, tók stúdentspróf frá MA 1947, lauk guðfræðinámi frá HÍ 1950, stundaði framhaldsnám í guðfræði við Háskólann í Göttingen í Þýskalandi 1959-60, stundaði rannsóknir í kirkjusögu í Lundúnum, Lúxemborg, Bremen og Kaupmannahöfn 1981-82 og var í endurmenntun og guðfræðitengdu rannsóknarnámi í York í níu mánaða leyfi 1981-82. Gísli varð sóknarprestur í Sauðlauksdal 1950. Hann starfaði þar 1950-54 og gegndi aukaþjónustu í Eyraprestakalli og í Vestmannaeyjum. Hann var sóknarprestur á Melstað í Vestur-Húnavatnssýslu 1954-77 og í Stykkishólmi 1977-92. Auk þess gegndi hann aukaþjónustu á Melstað og í Setbergsprestakalli. Eftir að hann lauk skipaðri prestþjónustu sinnti hann prestþjónustu á Kolfreyjustað 1992, á Sauðárkróki, í Bolungarvík, í Staðastaðaprestakalli 1995-96, í Skagastrandarprestakalli 1998, Bólstaðahlíðarprestakalli 1998, í Vestmannaeyjum 1998, á Hrafnistu í Hafnarfirði 1998-99, á Kolfreyjustað 2000-2001, í Hofsóss- og Hólaprestakalli 2001-2003 og í Skagastrandarprestakalli 2004. Gísli starfaði í góðtemplarareglunni um árabil, sat í stjórn Ungmennafélagsins Grettis í Miðfirði, var formaður Ungmennasambands Vestur-Húnavatnssýslu 1956-60, sat í barnaverndarnefnd Ytri-Torfustaðahrepps 1954-76, í stjórn Veiðifélags Miðfjarðarár í 20 ár, í skólanefnd Reykjaskóla, í stjórn Byggðasafnsins á Reykjum í 20 ár, var prófdómari í barnaskólum í Vestur-Húnavatnssýslu í 23 ár, formaður og ritari Lionsklúbbsins Bjarma á Hvammstanga, sat í barnaverndarnefnd Stykkishólms, í stjórn Byggðasafns Snæfellsness- og Hnappadalssýslu, var ritari Lionsklúbbs Stykkishólms, sat í fulltrúaráði Prestafélags Íslands og var formaður Hallgrímsdeildar Prestafélags Íslands. Gísli þýddi ritið Könnuður í fimm heimsálfum, var ritstjóri ýmissa tímarita og ársrita og samdi Skáld-Rósu og síðan Skáldung, um námsár Nóbelsskáldsins hjá sr. Halldóri, föður Gísla."
Gísli kvæntist Sigríði Ingibjörgu Bjarnadóttur Kolbeins frá Brekkubæ í Nesjum, þau eignuðust fimm börn.

Gísli Jónasson (1891-1967)

  • S02485
  • Person
  • 22. des. 1891 - 11. okt. 1967

Foreldrar: Jónas Jónsson b. og smáskammtalæknir í Hróarsdal í Hegranesi og 2.k.h. Elísabet Gísladóttir. Kennari og síðar skólastjóri í Reykjavík. Kvæntist Margréti Jónu Jónsdóttur frá Hafnarfirði.

Gísli Ólafsson (1888-1931)

  • S02738
  • Person
  • 9. sept. 1888 - 15. ágúst 1931

Foreldrar: Jón Ólafsson og Helga Eiríksdóttir. Byrjaði á námi í Latínuskólanum, fór 1904 til Danmerkur og nam símritun. Var síðan í þjónustu Landsímans í Reykjavík frá 1927. Maki: Polly Grönvold frá Siglufirði, f. 1889. Þau eignuðust tvær dætur.

Gísli Sveinsson (1880-1959)

  • S02928
  • Person
  • 7. des. 1880 - 30. nóv. 1959

Fæddur að Sandfelli í Öræfum. Foreldrar: Sveinn Eiríksson (1844-1907) prestur í Sandfelli og kona hans Guðríður Pálsdóttir (1845-1920). Lauk stúdentsprófi frá Lærða skólanum árið 1903 og lögfræðiprófi frá Hafnarháskóla 1910. Um tíma bæjarfógeti og settur sýslumaður á Akureyri. Varð yfirdómslögmaður í Reykjavík árið 1910. Sýslumaður í Víkurkauptúni í V-Skaftafellssýslu. Skipaður sendiherra í Noregi árið 1947. Alþingismaður 1916-1921, 1933-1942 og 1946-1947 fyrir Vestur-Skaftfellinga. Landskjörinn þingmaður 1942-1946. Gegndi ýmsum nefndarstörfum og ritaði margar greinar um sjálfstæðismál Íslendinga og kirkjumál. Samdi einnig bækling um Kötlugosið 1918 og afleiðingar þess. Maki: Guðrún Pálína Einarsdóttir (1890-1981). Þau eignuðust fjögur börn.

Gísli Tómasson (1927-1998)

  • S02694
  • Person
  • 19. júlí 1927 - 20. apríl 1998

Foreldrar: Tómas Gíslason kaupmaður á Sauðárkróki, f. 1876 og Elínborg Jónsdóttir, f. 1886. Maki: Kristín Sigurjónsdóttir frá Vestmannaeyjum. Þau eignuðust þrjú börn. Útskrifaðist frá MA 1949. Framkvæmdastjóri, veðurathugunarmaður og verslunarstjóri í Reykjavík.

Gissur Ísleifur Helgason (1942-

  • S01710
  • Person
  • 23. mars 1942

Foreldrar Ólafs Hauks voru Helgi Ólafsson kennari á Sauðárkróki og Akureyri, síðar búsettur í Reykjavík, og k.h. Valý Þ.Á. Ágústsdóttir. Framkvæmdastjóri í Kaupmannahöfn, kvæntur Benediktu Atterdag Helgason.

Gróa Sveinsdóttir (1869-1949)

  • S03055
  • Person
  • 17. feb. 1869 - 23. júlí 1949

Fædd og uppalin í Litladal í Svínavatnshreppi. Kvæntist Jóni Jóhannessyni b. í Árnesi árið 1894, þau bjuggu þar til 1929 er þau fluttu að Fagranesi í Öxnadal og þaðan til Akureyrar. Gróa var síðast búsett í Reykjavík. Gróa og Jón eignuðust tvær dætur saman, fyrir átti Jón son sem Gróa gekk í móðurstað.

Guðbjörg Benjamínsdóttir (1935-2020)

  • S02630
  • Person
  • 18. maí 1935 - 23. okt. 2020

Guðbjörg Benjamínsdóttir fæddist á Hellissandi 18. maí 1935. Guðbjörg fór í Hús­mæðraskóla á Löngu­mýri í Skagaf­irði og út­skrifaðist þaðan 1955. Hún gift­ist Vil­helm Þór Júlí­us­syni, f. og bjuggu þau sér heim­ili í Vest­manna­eyj­um og síðar meir í Breiðholt­inu, þau eignuðust fimm börn, þau skildu.

Guðbjörg Stefánsdóttir (1911-2007)

  • S01939
  • Person
  • 11. okt. 1911 - 14. des. 2007

,,Fæddist á Hvammstanga og bjó fyrstu æviár sín á Norðurlandi, fyrst á Hvammstanga en síðan á Siglufirði. Hún fluttist til Reykjavíkur 1920 og bjó þar ætíð síðan. Hún gekk í Kvennaskólann en hóf ung að stunda verslunar- og skrifstofustörf. Hún vann lengi við ýmis skrifstofustörf í Haraldarbúð, síðast sem bókari. Árið 1959 hóf hún störf sem aðalbókari hjá Vita- og hafnamálastofnun Íslands og vann þar til starfsloka árið 1981."

Guðbjörg Þorsteinsdóttir (1918-1968)

  • S01680
  • Person
  • 12. sept. 1918 - 21. feb. 1968

Guðbjörg Þorsteinsdóttir fæddist 12. september árið 1918 að Reykjum í Hrútafirði. Guðbjörg gekk í Reykjaskóla og lauk þaðan prófi, en hvarf að loknu námi til Reykjavíkur til saumanáms. Starfaði lengst af hjá Landssíma Íslands, bæði á Siglufirði, Sauðárkrók en lengst á Landssímastöðinni í Reykjavík. Kvæntist Birni Jóhannessyni, þau eignuðust einn son.

Guðbrandur Jónsson Valsberg (1877-1941)

  • S02238
  • Person
  • 5. sept. 1877 - 5. des. 1941

Guðbrandur Jónsson Valsberg. Íslendingabók segir Guðbrand vera fæddan 5. september 1877. Í manntölum kemur fram að hann hafi fæðst í Reykjavíkursókn. Árið 1880 er hann skráður sem niðursetningur á Húsabakka í Glaumbæjarsókn í Skagafirði. Líklega er hann skráður niðursetningur á Grófargili árið 1890
Árið 1899 kvænist hann Theodóru Guðmundsdóttur (1862-1945) ekkju Gríms Grímssonar bónda í Þorgeirsbrekku á Höfðaströnd. Virðist hún hafa búið sem húskona að Rein í Hegranesi stuttu áður en þau giftust. Guðbrandur og Theodóra fluttu til Reykjavíkur með börn hennar af fyrri samböndum. Í manntalinu 1901 er hann (þá nefndur Jón Guðbrandur Jónsson), ásamt Theodóru, skráður til heimilis í Melbæ í Reykjavík. Árið 1910 er Theodóra skráð til heimilis ... ásamt

og hann hafi verið ,,...húsbóndi í Reykjavík 1910 og 1913. Verslunarmaður, síðar verkamaður í Hafnarfirði." Erfitt er að finna hann í manntalinu vegna ruglings með nafnið hans. "Jón Guðbrandur Jónsson" er húsbóndi á Melbæ í Reykjavík árið 1901, þá giftur Theodóru Guðmundsdóttur (1862-1945) en hann er þó sagður búa á Bakka í Sauðárkrókshreppi árið 1920 en er þá fráskilinn. Fæðingardagur hans er líka eitthvað á reiki. Í manntalinu 1920 er hann sagður fæddur 23.09.1878. Í minningu (ljóð) er birtist um hann í Morgunblaðinu 16.04.1942 er hann sagður fæddur 23.09.1879. Árið 1911 tilkynnir hann í Lögréttu að hann ætli að taka upp nafnið Valsberg.

Guðbrandur Magnússon (1907-1994)

  • S02958
  • Person
  • 24. ágúst 1907 - 15. okt. 1994

Guðbrandur var fæddur að Hólum í Steingrímsfirði 24. ágúst 1907. Foreldrar hans voru Magnús Steingrímsson og Kristín Árnadóttir. Guðbrandur varð gagnfræðingur frá Akureyri 1928 og lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1935. Hann stundaði enskunám í Pulteney Institute í London 1937-1938. Guðbrandur var víða kennari, meðal annars við bændaskólann á Hvanneyri, Austurbæjarskóla í Reykjavík og gagnfræðiskólann á Siglufirði. Jafnframt var Guðbrandur skólastjóri á Hofsósi, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Hólmavík og skólastjóri gagnfræðiskólans á Akranesi. Guðbrandur varð aftur kennari við gagnfræðiskólann á Siglufirði 1947 og starfaði við skólann til 1976 er hann lét af störfum. Guðbrandur skrifaði fjölda blaða- og tímaritsgreina, einkum um náttúrufræði og var kjörfélagi Hins íslenska náttúrufræðifélags og sæmdur gullmerki þess. Eiginkona Guðbrandar var Anna Júlía Magnúsdóttir (1920-2011) frá Vestmannaeyjum og eignuðust þau átta börn.

Guðjón Runólfsson (1907-1999)

  • S03083
  • Person
  • 9. júlí 1907 - 16. sept. 1999

Guðjón fæddist í Reykjavík 9. júlí 1907. ,,Guðjón hóf nám í bókbandi 1. febrúar 1926, hjá föður sínum í bókbandsstofu Landsbókasafnsins. Lauk hann námi 1930 og framhaldsnámi 1931, en síðan hóf hann störf á bókbandsstofu Landsbókasafnsins, þar sem hann starfaði til starfsloka. Guðjón vann að ýmsum félagsstörfum fyrir bókbindara og um tíma var hann einnig gjaldkeri ÍR. Að auki gekk hann til liðs við oddfellowstúkuna Þórstein, árið 1943." Hinn 16. maí 1931 kvæntist Guðjón Kristínu Maríu Gísladóttur frá Eskifirði, þau eignuðust þrjú börn.

Guðlaugur Helgason (1934-

  • S01707
  • Person
  • 24.01.1934-

Foreldrar: Helgi Ólafsson kennari á Sauðárkróki og Akureyri, síðar búsettur í Reykjavík, og k.h. Valý Þ.Á. Ágústsdóttir. Flugstjóri. Kvæntist Ernu Kristinsdóttur sjúkraliða.

Guðlaugur Jónsson (1895-1982)

  • S02579
  • Person
  • 31. mars 1895 - 3. des. 1981

Guðlaugur var fæddur Ölviskrossi í Kolbeinsstaðarhreppi í Hnappadalssýslu þann 31. mars 1895. Foreldrar hans voru Stílveig Þórhalladóttir og Jón Guðmundsson. Guðlaugur ólst þar upp og stundaði hefðbundin landbúnaðarstörf fram yfir tvítugassaldur, en fluttist þá til Reykjavíkur. Árið 1919 gerðist Guðlaugur lögregluþjónn og vann við það allar götur síðan.

Guðmundur Björnsson (1864-1937)

  • S02927
  • Person
  • 12. okt. 1864 - 7. maí 1937

Guðmundur Björnsson, f. 12.10.1864 í Gröf í Víðidal í V-Hún. Foreldrar: Björn Leví Guðmundsson bóndi í Gröf í Víðidal og kona hans Þorbjörg Helgadóttir húsfreyja. Guðmundur tók stúdentspróf frá Lærða skólanum í júní 1887 með 1. einkunn. Lauk cand. med. prófi frá Hafnarháskóla í janúar 1894 með 1. einkunn. Dvaldi um skeið í Noregi með styrk úr landssjóði til að kynna sér ráðstafanir varðandi holdsveiki. Fór einnig í kynnisferðir um Evrópu á árunum 1905-6 og síðar. Starfaði í Kaupmannahöfn og Reykjavík. Kenndi við Læknaskólann um skeið. Var jafnframt ljósmæðrakennari. Landlæknir og forstöðumaður Læknaskólans frá 1906-1931. Settur prófessor við Háskóla Íslands 1911. Var einnig alþingismaður og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum. Eftir hann liggur mikið af rituðu máli um heilbrigðismál auk þess sem hann gaf út ljóðabókina Undir ljúfum lögum árið 1918 (undir höfundarnafninu Gestur).
Maki 1: Guðrún Sigurðardóttir, f. 31.12.1864, d. 29.01.1904. Þau eignuðust sjö börn.
Maki 2: Margrét Magnúsdóttir Björnsson, f. Stephensen. F. 05.08.1879, d. 15.08.1946. Þau eignuðust sjö börn.

Guðmundur Ernir Sigvaldason (1932-2004)

  • S02988
  • Person
  • 24. júlí 1932 - 15. des. 2004

Guðmundur Ernir Sigvaldason fæddist í Reykjavík 24. júlí 1932. Guðmundur var sonur Birgittu Guðmundsdóttur, verkakonu og Sigvalda Jónassonar, bónda. Guðmundur var þrígiftur og átti sjö börn. ,,Guðmundur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1952 og doktorsprófi í bergfræði og jarðfræði frá Georg-August Universität í Göttingen í Þýskalandi árið 1959. Hann hlaut styrk til rannsókna við US Geological Survey í Washington í Bandaríkjunum og Melno Park 1959–1961. Guðmundur starfaði sem sérfræðingur við iðnaðardeild atvinnudeildar Háskóla Íslands 1961–1967 og var sérfræðingur við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands og kenndi við jarðfræðiskor 1968–1972. Hann vann tvívegis að jarðhitaverkefnum á vegum Sameinuðu þjóðanna í Rómönsku Ameríku, fyrst í El Salvador 1967–1968 og síðan í Níkaragva 1972–1973. Guðmundur var forstöðumaður Norrænu eldfjallastöðvarinnar frá stofnun hennar árið 1973 og til 1998. Guðmundur sat í úthlutunarnefnd Vísindasjóðs 1968–1982 og varð formaður nefndarinnar 1999–2001. Hann var fulltrúi Íslands í vísindasiðanefnd NATO 1970–1982, formaður Alþjóðasambands eldfjallastöðva 1981–1991 og sat í stjórn European Laboratory Volcanos Project 1986–1996. Guðmundur var í stjórnum og starfaði sem aðalráðgjafi í fjölmörgum alþjóðlegum vísinda- og fræðiverkefnum, m.a. á vegum Evrópubandalagsins og einstakra Evrópuríkja. Guðmundur hefur ritað fjöldann allan af fræðigreinum í blöð og fagtímarit, gert sjónvarpsþætti fyrir almenning og hlotið viðurkenningar fyrir vísindastörf sín. Hann varð heiðursdoktor við Háskóla Íslands árið 2000."

Guðmundur G. Hagalín (1898-1985)

  • S03084
  • Person
  • 10. okt. 1898 - 26. feb. 1985

,,Fjölskylda Guðmundar bjó í fyrstu að Lokinhömrum í Arnarfirði, þar sem Guðmundur fæddist, en fluttist síðar að Haukadal í Dýrafirði. Guðmundur lauk gagnfræðaprófi og hóf árið 1917 nám í Menntaskólanum í Reykjavík. Árið 1918 gerðist hann blaðamaður í Reykjavík og síðar á Seyðisfirði en þar var hann ritstjóri blaðanna Austurlands og Austanfara. Hann dvaldi í Noregi árin 1924-27 en flutti árið 1928 til Ísafjarðar og starfaði þar sem bókavörður og kennari. Árið 1965 fluttist hann í Borgarfjörð og bjó á Kleppjárnsreykjum í Reykholtsdal. Hann stofnaði ásamt fleirum Félag íslenskra rithöfunda árið 1945. Árið 1955 var hann skipaður bókafulltrúi ríkisins og gegndi því starfi til 1969." Guðmundur gaf út fjölda bóka, bæði skáldsögur og ævisögur, má þar nefna ævisögu Moniku Helgadóttur á Merkigili: Konan í dalnum og dæturnar sjö.

Guðmundur Guðni Kristjánsson (1893-1975)

  • S01634
  • Person
  • 23. jan. 1893 - 4. nóv. 1975

Frá Meira Garði í Dýrafirði. Kvæntist Láru Ingibjörgu Magnúsdóttur, þau eignuðust átta börn. Hófu búskap í Súðavík en fluttust svo á Ísafjörð. Árið 1966 fluttu þau til Reykjavíkur.

Guðmundur Hlíðdal (1886-1965)

  • S02799
  • Person
  • 10. feb. 1886 - 25. júní 1965

Guðmundur Hlíðdal, f. 10.02.1886 í Gröf á Vatnsnesi. Foreldrar: Jónas Jónasson og Anna Margrét Guðlaugsdóttir. Guðmundur lauk 4. bekkjar prófi frá Lærða skólanum í Reykjavík árið 1904 og var síðan við nám í rafmagnsfræði í Þýskalandi til 1909. Hann var verkfræðingur hjá Vita- og hafnamálastjórn 1914-1920 og verkfræðingur Landsímans frá 1924. Landsímastjóri var hann frá 1931 og póst- og símamálastjóri frá 1935-1956. Auk þess gegndi hann fjölda annarra trúnaðarstarfa. Maki: Karólína Þorvaldsdóttir frá Núpakoti undir Eyjafjöllum. Þau eignuðust fjögur börn.

Guðmundur Ingi Kristjánsson (1907-2002)

  • S03063
  • Person
  • 15. jan. 1907 - 30. ágúst 2002

Fæddur á Kirkjubóli í Bjarnardal í Önundarfirði. Foreldrar: Kristján Guðjón Guðmundsson og Bessa Halldórsdóttir. Guðmundur Ingi ólst upp á Kirkjubóli og var þar heimilisfastur alla ævi. Hann stundaði nám í eldri deild Alþýðuskólans á Laugum 1929-1930 og í eldri deild Samvinnuskólans í Reykjavík 1931-1932 en var að öðru leyti sjálfmenntaður. Ungur hóf hann afskipti af ýmsum félagsmálum innan sveitar sem utan. Hann hafði einnig afskipti af stjórnmálum og var þrisvar í framboði til alþingis fyrir Framsóknarflokkinn. Aðalatvinna hans var búskapur en formlega tók hann þó ekki við búi á Kirkjubóli fyrr en 1944. Samhliða fékkst hann við barnakennslu í hreppnum, með hléum á árunum 1927-1946 en samfellt 1954-1974. Frá 1955 var hann skólastjóri barnaskólans í Holti i Önundarfirði. Guðmundur Ingi sendi frá sér fimm ljóðabækur, Sólstafir, Sólbráð, Sóldögg, Sólborgir og Sólfar. Voru ljóð allra bókanna endurútgefin undir heitinu Sóldagar árið 1993. Guðmundur var sæmdur riddarakrossi 1984 og var heiðursborgari Mosvallahrepps og síðar Ísafjarðarbæjar.
Maki: Þuríður Gísladóttir frá Mýrum í Dýrafirði, þau eignuðust ekki börn saman en hún átti fyrir einn son.

Guðmundur Jónsson (1906-1995)

  • S01958
  • Person
  • 7. maí 1906 - 26. maí 1995

Frá Bakka í Viðvíkursveit, sonur Jóns Björnssonar b. á Bakka og k.h. Helgu Jónsdóttur. Síðar búsettur í Reykjavík.

Guðmundur Lárusson (1903-2001)

  • S02019
  • Person
  • 23. apríl 1903 - 17. júlí 2001

Guðmundur Lárusson fæddist á Skarði í Skarðshreppi í Skagafirði 23. apríl 1903. Foreldrar hans voru hjónin Sigríður Björg Sveinsdóttir húsfreyja frá Finnstungu í Bólstaðarhlíðarhreppi í Húnavatnssýslu og Lárus Jón Stefánsson, bóndi á Skarði. ,,Guðmundur var hjá foreldrum sínum til níu ára aldurs, en fluttist þá með Sveini bróður sínum að Steini í Skarðshreppi þegar hann hóf búskap þar, og var hjá honum til 21 árs aldurs, er hann flutti aftur heim að Skarði. Guðmundur flutti til Reykjavíkur 1941. Eftir að Guðmundur flutti til Reykjavíkur vann hann um tíma fyrir breska setuliðið, en fór fljótlega að vinna fyrir Ölgerðina Egil Skallagrímsson og vann þar meðan heilsa leyfði eða til 74 ára aldurs. " Hinn 31. júlí 1943 kvæntist Guðmundur Jófríði Gróu Sigurlaugu Jónsdóttur frá Litlu-Hvalsá í Bæjarhreppi í Strandasýslu, þau eignuðust þrjá syni.

Guðni A. Jónsson (1890-1983)

  • S02106
  • Person
  • 25. sept. 1890 - 5. des. 1983

Sonur Jóns Hróbjartssonar og Önnu Einarsdóttur á Gunnfríðarstöðum í Langadal, Anna var frá Hring í Blönduhlíð. Bókbindari, úr- og gullsmiður í Reykjavík.

Guðný Jónsdóttir (1856-1930)

  • S01243
  • Person
  • 7. júní 1856 - 8. des. 1930

Fædd og uppalin í Borgarfirði, dóttir Jóns Þorvarðarsonar prests og prófasts að Reykholti í Borgarfirði og k.h. Guðríðar Skaftadóttur. Kom til Skagafjarðar árið 1879 úr Reykjavík, vinnukona að Ási í Hegranesi veturinn 1879-1880 og kynntist þá manni sínum Gunnari Ólafssyni frá Ási í Hegranesi. Þau bjuggu að Ási, í Keldudal og Lóni í Viðvíkursveit, þau eignuðust átta börn.

Guðný Þórðardóttir (1937-2018)

  • S03605
  • Person
  • 08.06.1937-21.07.2018

Guðný Þórðardóttir, f. 08.06.1937, d. 21.07.2018. Lést af í bílslysi. Foreldrar: Þórður Sighvatsson (1909-1993) og María Njálsdóttir (1917-2003). Guðný ólst upp á Sauðárkróki, Siglufirði og Akranesi. Hún varð gagnfræðingur frá gagnfræðaskólanum á Akranesi og var einn vetur í húsmæðraskóla á Löngumýri. Hún hóf störf hjá Landssímanum 1951 og starfaði þar allan sinn starfsferil, nema með hléum vegna náms Grétars í Skotlandi. Hún nam ensku einn vetur í verslunarháskóla í Aberdeen en hóf aftur störf hjá Pósti og síma. Nokkrum árum síðar var hún skipuð yfirumsjónarmaður Talsambands við útlönd og gengdi þeirri stöðu rúm 20 ár. Guðný og Grétar voru lengst af búsett í Reykjavík og síðar á Selstjarnarnesi en eftir ða þau fóru á eftirlaun settust þau að á jörð sinni Hvammkoti í Lýtingsstaðahreppi. Stunduðu þau skógrækt þar.
Maki: Grétar Magni Guðbergsson (1934-2013) jarðfræðingur. Þau eignuðust einn sön. Fyrir átti Grétar einn son.

Guðný Tómasdóttir (1912-2008)

  • S01039
  • Person
  • 19.03.1912-06.08.2008

Dóttir Tómasar Gíslasonar kaupmanns og bókhaldara á Sauðárkróki og k.h. Elínborgar Jónsdóttur. Var á Sauðárkróki 1930. Talsímakona á Ísafirði og Reykjavík, síðar gjaldkeri í Reykjavík.
,,Guðný var við nám í Kvennaskólanum í Reykjavík 1929-1930. Hún hóf störf sem talsímakona á Ísafirði 1931 og var skipuð talsímakona þar 1.10. 1931-1935. Hún fluttist til Borðeyrar 1.1. 1941-1.6. 1942, síðan á Langlínuna í Reykjavík 8.10. 1942. Hún lét af störfum vegna veikinda 1.10. 1946. Guðný var gjaldkeri hjá Agli Vilhjálmssyni frá 1953-1982."

Guðrún Heiðberg (1888-1969)

  • S01065
  • Person
  • 21. okt. 1888 - 8. apríl 1969

Foreldrar: Jón Jónsson og Jósefína Heiðberg lengst búandi á Heiði í Gönguskörðum. Kaupmaður, klæðskeri og kjólameistari í Reykjavík. Kvæntist Árna Hallgrímssyni kennara og ritstjóra í Reykjavík.

Guðrún Jóhannsdóttir (1892-1970)

  • S02447
  • Person
  • 21. júní 1892 - 29. sept. 1970

,,Guðrún Jóhannsdóttir er fædd 21. júní 1892 í Sveinatungu í Norðurárdal, Mýrasýslu. Um tvítugt fluttist hún með foreldrum sínum að Brautarholti á Kjalarnesi og kenndi sig síðan við þann stað. Guðrún stundaði nám í kvennaskólanum á Blönduósi og við Hússtjórnarskóla Reykjavíkur. Árið 1919 giftist hún Bergsveini Jónssyni og bjuggu þau í Reykjavík. Þau eignuðust þrjár dætur. Guðrún vann mikið að ritstörfum og skrifaði bæði fyrir börn og fullorðna. Hún starfaði einnig að félagsmálum, t.a.m. fyrir Hallgrímskirkjusöfnuð, og flutti erindi í útvarp. Sex bækur komu út eftir hana á tuttugu árum, sú fyrsta Tvær þulur, árið 1927."

Guðrún Jónasdóttir (1927-2019)

  • S02118
  • Person
  • 22. okt. 1927 - 8. maí 2019

Foreldrar hennar voru Jónas Jón Gunnarsson bóndi í Hátúni og k.h. Steinunn Sigurjónsdóttir. Búsett í Reykjavík. Kvæntist Einari Páli Kristmundssyni kennara.

Guðrún Ólafía Jónsdóttir (1935-2016)

  • S02411
  • Person
  • 20. mars 1935 - 2. sept. 2016

Guðrún fæddist á Blönduósi 20. mars 1935. Dóttir hjónanna Huldu Á. Stefánsdóttur skólastjóra og Jóns S. Pálmasonar bónda á Þingeyrum. ,,Guðrún ólst upp á Þingeyrum í Húnaþingi til sjö ára aldurs er hún flutti til Reykjavíkur. Hún útskrifaðist frá MR 1955 og hélt til náms til Kaupmannahafnar. Hún lauk prófi í arkitektúr frá Konunglegu akademíunni 1963 og vann eftir útskrift á teiknistofu prófessors Viggo Möller Jensen og Tyge Arnfred til 1966. Eftir búferlaflutninga til Íslands rak hún teiknistofuna Höfða ásamt Stefáni Jónssyni og Knúti Jeppesen til 1979. Hún var forstöðumaður Þróunarstofnunar Reykjavíkur, síðar Borgarskipulags Reykjavíkur 1979-1984. Frá 1984 rak hún TGJ Teiknistofu Guðrúnar Jónsdóttur allt til dauðadags. Á sínum ferli lét Guðrún til sín taka á sviði skipulagsmála og vann að mörgum verkefnum í Reykjavík og á landsbyggðinni. Hún hannaði fjölmargar byggingar víða um land, t.a.m. Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi, Vörðuna – ráðhús Sandgerðisbæjar og Klausturstofuna við Þingeyrakirkju. Guðrún var ákafur talsmaður verndunar byggingararfsins og kom að uppteikningu og endurgerð eldri húsa, auk gerðar byggða- og húsakannana. Guðrún kom víða við á ferlinum, hún sat í stjórn Arkitektafélags Íslands 1969-1973 og var formaður 1970-1972. Hún var formaður Torfusamtakanna 1972-1979, sat í ráðgjafanefnd um menningarmál á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar 1972-1984, í framkvæmdastjórn Listahátíðar 1974-1976, í Skipulagsstjórn ríkisins 1985-1990, í Náttúruverndarráði 1993-1996 og í faghópi vegna Rammaáætlunar 1999-2003. Hún var varaborgarfulltrúi Nýs vettvangs 1990-1994 og Reykjavíkurlista 1994-2002, sat í Skipulagsnefnd Reykjavíkur 1990-1998, var formaður Menningarmálanefndar Reykjavíkur 1994-2002, formaður byggingarnefndar Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsi og formaður stjórnar Búmanna hsf. frá 1998-2015. Þá var hún virkur félagi í Zonta-klúbbi Reykjavíkur frá 1971 til dauðadags. Guðrún var kjörin heiðursfélagi Arkitektafélags Íslands 2015."
Guðrún var þrígift, fyrst Ómari Árnasyni tryggingastærðfræðingi, þá Knúti Jeppesen arkitekt og síðast Páli Líndal, fv. borgarlögmanni og ráðuneytisstjóra, Guðrún eignaðist fjögur börn.

Guðrún Pálína Helgadóttir (1922-2006)

  • S02568
  • Person
  • 19. apríl 1922 - 5. júlí 2006

Guðrún fæddist í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Helgi Ingvarsson læknir og Guðrún Lárusdóttir húsfreyja. Guðrún ólst upp á Vífilsstöðum. Hún tók stúdentspróf frá MR árið 1941, kennarapróf 1945, BA-prófi í íslensku og ensku frá Háskóla Íslands árið 1949 og doktorspróf frá háskólanum í Oxford 1968. Guðrún kenndi íslensku við Gagnfræðaskóla Austurbæjar í ellefu ár og við Kvennaskólann í Reykjavík frá 1955; varð svo skólastjóri þar 1959 - 1982. Eftir Guðrúnu liggja ýmis rit, greinar og bækur. Hún þótti afburðakennari og var merkur brautryðjandi og baráttukona á sviði menntunar. Guðrún var um skeið formaður félags kvenna í fræðastörfum, Alfadeild og varð síðar heiðursfélagi og sat um tíma í stjórn Þjóðvinafélagsins. Guðrún giftist Oddi Ólafssyni lækni, þau skildu, en eignuðust son. Árið 1949 giftist hún Jóni Jóhannessyni prófessor, sem lést 1957, en þau eignuðust tvo syni. Þriðji eiginmaður Guðrúnar var Jóhann Gunnar Stefánsson framkvæmdarstjóri.

Guðrún Sigríður Gísladóttir (1918-1988)

  • S01678
  • Person
  • 26. des. 1918 - 17. feb. 1988

Foreldrar: Gísli Ólafsson skáld frá Eiríksstöðum, verkmaður á Sauðárkróki og k.h. Jakobína Guðrún Þorleifsdóttir. Guðrún ólst upp hjá foreldrum sínum, fyrst á Bergsstöðum, síðan á Fjósum árin 1919-1920, þá á Hólabæ í Langadal 1920-1924, á Blönduósi 1924-1928 og síðan á Sauðárkróki. Á unglingsárunum var hún í síld á Siglufirði. Átján ára fór hún til Reykjavíkur og vann þar í Hampiðjunni. Árið 1941 kvæntist hún Inga Gests Sveinssyni, þau fluttu á Neskaupsstað, síðan á Sauðárkrók og til Reykjavíkur 1963. Þau slitu samvistir 1968. Á Neskaupsstað var Guðrún formaður Slysavarnarfélags kvenna og söng í Samkór Neskaupsstaðar. Á Sauðárkróki tók hún mikinn þátt í starfi Kvenfélags Sauðárkróks. Guðrún var söngelsk og lék á ýmis hljóðfæri. Jafnframt var hún hagmælt og eftir hana liggur töluvert af lausavísum. Árið 1978 gaf hún út tvö ljóðakver; Skagfirskar glettur og Norðfjarðarlofsöng. Eftir að hún flutti til Reykjavíkur árið 1963 rak hún söluturn um tíma og vann svo við matargerð á veitingahúsum. Seinni maður Guðrúnar var Þórður Þorkelsson frá Seyðisfirði.
Guðrún og Ingi eignuðust fjögur börn.

Guðrún Sigurjónsdóttir (1926-2005)

  • S01843
  • Person
  • 12.03.1926-19.07.2005

Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Erlendsdóttir frá Beinakeldu í Torfalækjarhreppi og Sigurjón Þorlákur Þorláksson frá Brenniborg í Skagafirði. Guðrún ólst upp á Tindum í Svínavatnshreppi ásamt foreldrum sínum og systkinum. Maður hennar var Sveinn Magnússon loftskeytamaður á Veðurstofu Íslands. Síðast búsett í Reykjavík.

Guðrún Snorradóttir (1896-1989)

  • S01615
  • Person
  • 13. ágúst 1896 - 31. des. 1989

Foreldrar: Snorri Bessason og Anna Björnsdóttir, þá búsett að Hringveri í Hjaltadal, síðar Garðakoti í sömu sveit. Guðrún var ung þegar móðir hennar lést og tók þá við húsmóðurhlutverkinu á bænum. Árið 1920 fór hún til Reykjavíkur í hússtjórnarskóla. Maki: Bjarni Sigmundsson frá Hvalskerjum í Rauðsandshreppi, f. 26.02.1898, d. 28.06.1978. Þau eignuðust fjögur börn. Þau hófu búskap sinn í Tungu við Suðurlandsbraut, reistu seinna nýbýlið Hlíðarhvamm í Sogamýri en bjuggu lengst af í Skipasundi 24. Þar bjuggu einnig tveir synir þeirra ásamt eiginkonum og átta börnum. Árið 1970 fluttu þau hjónin á Hrafnistu og þar bjó Guðrún til dánardags.

Guðrún Þorsteinsdóttir (1876-1957)

  • S01567
  • Person
  • 25. sept. 1876 - 6. mars 1957

Dóttir Halldóru Pétursdóttur frá Álfgeirsvöllum og fyrri maður hennar Þorsteinn Eggertsson b. á Haukagili í Vatnsdal. Seinni maður Halldóru og stjúpfaðir Guðrúnar var Ólafur Briem b. og alþingismaður á Álfgeirsvöllum. Guðrún kvæntist Bjarna Jónssyni alþingismanni frá Vogi. Þau skildu. Hún rak brauðgerðarhús á Sauðárkróki um skeið. Húsfreyja í Reykjavík 1930 og 1945. Kennslukona á Sauðárkróki.

Guðrún Þuríður Hannesdóttir (1881-1963)

  • S01181
  • Person
  • 11. maí 1881 - 11. nóv. 1963

Fædd og uppalin í Deildartungu í Borgarfirði. Fyrir aldamótin átti hún hlut í stofnun bindindisfélags og nokkru seinna var hún ein af stofnendum ungmennafélagsins Íslendings og í stjórn þess. Guðrún kvæntist árið 1912 Páli Zóphaníassyni sem síðar varð skólastjóri á Hólum. Þau bjuggu fyrst að Hvanneyri og að Kletti í Reykholtsdal, fluttu svo í Hóla árið 1920 þar sem þau bjuggu í átta ár. Fluttu til Reykjavíkur það sama ár og bjuggu þar til æviloka. Guðrún og Páll eignuðust sex börn.

Guðvarður Sigurbjörn Steinsson (1891-1965)

  • S03241
  • Person
  • 10.09.1891-31.01.1965

Guðvarður Sigurbjörn Steinsson, f. á Kleif á Skaga 10.09.1891, d. 31.01.1965 í Reykjavík. Foreldrar: Steinn Óli Jónasson vinnumaður á Sævarlandi og síðar sjómaður á Seyðisfirði og Ingibjörg Guðvarðardóttir, þá ógift vinnukona á Kleif en síðar húskona á Minna-Felli í Sléttuhlíð. Guðvarður var tökubarn á Borgarlæk á Skaga til 1892 og hjá Sigurlaugu móðursystur sinni á Efra-Nesi á Skaga 1897-1898 en var að öðru leyti með móður sinni fram yfir 10 ára aldur víða um Skagafjörð. Eftir það mun Gðvarður hafa farið að Fossi á Skaga til Sigríðar Gísladóttur og Sigurðar Gunnarssonar. Hann var vinnumaður hjá Sigtryggi Jóhannssyni á Hóli á Skaga 1910-1911 eða lengur en fluttist vestur í Hnífsdal, seinnilega 1914. Hann fékk snemma áhuga á vélum og lærði á þær af sjálfsdáðum. Var vélstjóri til sjós í Hnífsdal og á Ísafirði um skeið, sennilega til 1919. Þar giftist hann fyrri konu sína en missti hana úr spönsku veikinni eftir aðeins tveggja ára hjónaband og gekk hún þá með barn þeirra undir belti en ekki náðist ða bjarga barninu. Eftir það fluttist Guðvarður til Reykjavíkur, eignaðist vörubíl og gerðist bílstjóri um skeið. Þar kynntist hann seinni konu sinni og kvæntist henni árið 1921. Árið 1926 tóku þau sig upp og fluttust í Skagafjörð. Þangað kom hann með vörubíl sinn og var annar af tveimur fyrstu bílstjórum í Skagafirði og kom með fyrsta eða annan bílinn til Sauðárkróks, T-Ford vörubíl sem bar númerið Sk-1. Næstu árin bjó hann á Sauðárkróki en fór á vertíðir syðra, auk þess að stunda akstur og ýmsa flutninga. Einni keyrði hann nokkur sumur fyrir SR á Siglufirði. Árið 1935 gerðist Guðvarður húsmaður á Hvammi í Laxárdal. Hafði þá hlaðist að honum mikil ómegð og höfðu forystumenn hreppsins áhyggjur af því og vildu stjaka honum yfir í fæðingarhrepp sinn. Árið eftir reisti hann bú á Selá á Skaga og bjó þar frá 1936-1943. Því næst varð hann sjómaður á Sauðárkróki í eitt ár en fluttist til Eyrarbakka árið 1944 og bjó þar til 1952 en í Reykjavík 1952-1953. Var hann ha´seti og vélstjóri þar. Árið 1953 gerðist hann aftur bóndi, þá á Kleif á Skaga og bjó þar til 1962. Síðustu árin var hann til skiptis hjá börnum sínum. Guðvarður var nokkuð hagmæltur en fór fremur dult með það.
Maki 1: Sigurbjörg Helgadóttir (30.06.1891-28.11.1918). Þau eignuðust ekki börn en Sigurbjörg var barnshafandi þegar hún lést.
Maki 2: Bentína Þorkelsdóttir (27.07.1898-07.05.1980) úr Reykjavík. Þau eignuðust þrettán börn. Fyrir átti Guðvarður dótturina Guðrúnu (12.04.1916-12.01.1994) með Friðgerði Torfadóttur frá Hattardal í Álftafirði, Guðrúnu

Gunnar Björnsson (1905-1980)

  • S01816
  • Person
  • 15. ágúst 1905 - 2. júlí 1980

Sonur Björn Ólafssonar á Skefilsstöðum og k.h. Guðrúnar Björnsdóttur. Forstjóri í Kaupmannahöfn, síðar ræðismaður Íslands þar og sendiherra. Síðast bús. í Reykjavík. K: Margrethe D. K. A. Simmelkjær.

Gunnar Geir Gunnarsson (1927-2016)

  • S01983
  • Person
  • 04.09.1927-20.06.2016

Gunnar Geir Gunnarsson fæddist 4. september 1927 að Enni í Unadal í Skagafirði. Foreldrar hans voru Gunnar Gunnarsson og Pálína Þorleifsdóttir. ,,Geiri, eins og hann var oftast kallaður, ólst upp á Hofsósi. Eiginkona Gunnars Geirs var Arnbjörg Jónsdóttir, Ebba ljósmóðir, fædd á Nesi í Flókadal. Árið 1952 byggðu þau sér hús að Kárastíg 15 á Hofsósi. Geiri var vörubílstjóri alla sína tíð og vann við vegagerð þ. á m. Siglufjarðarskarð, í Fljótum og þjónustaði bændur í Skagafirði með fjárflutninga, áburðardreifingu, malardreifingu og fleira. Þá vann hann einnig við efnisvinnslu og vegagerð víða um land. Árið 1985 fluttu Geiri og Ebba til Reykjavíkur, þar vann hann hjá verktakafyrirtækinu Veli og Skeljungi. Þá vann hann hjá sonum sínum við keyrslu til áttræðisaldurs." Gunnar og Ebba eignuðust þrjú börn.

Gunnar Geir Gunnarsson (1952-

  • S02897
  • Person
  • 24. jan. 1952-

Foreldrar: Gunnar Geir Gunnarsson (1927-2016) og Arnbjörg Jónsdóttir (1928-), kölluð Ebba. Ólst upp á Hofsósi. Búsettur í Reykjavík.

Gunnar Jóhannsson (1922-1979)

  • S00598
  • Person
  • 09.02.1922-09.01.1979

Fæddur og uppalinn á Mælifellsá á Efribyggð í Lýtingsstaðahreppi, sonur Jóhanns Péturs Magnússonar og Lovísu Sveinsdóttur. Fimmtán ára gamall lærði Gunnar leðursaum og skósmíði á Akureyri og átján ára gamall stofnsetti hann saumastofu á heimili foreldra sinna, þar sem framleiddar voru skinnavörur. Um þetta leyti fór hann að finna fyrir vöðvarýrnun sem ágerðist nokkuð hratt svo að innan við tvítugt þurfti hann að nota hækjur og var bundinn við hjólastól frá 25 ára aldri. Árið 1943 kvæntist hann Þuríði Kristjánsdóttur og keyptu þau hjón 30 ha. landspildu úr landi Skíðastaða á Neðribyggð ásamt heitavatnsréttindum og byggðu nýbýlið Varmalæk, þar sem þau settust að og ráku saumastofu, gróðurhús og verslun. Eftir tíu ára búsetu á Varmalæk hafði heilsu Gunnars hrakað mjög og þurftu þau að hjón að flytja til Reykjavíkur til þess að hafa greiðari aðgang að læknisþjónustu v. sjúkdóms hans. Í Reykjavík ráku þau verslun og saumastofu um tíu ára skeið. Eftir það hóf Gunnar störf hjá Múlalundi og varð síðar einn af aðal hvatamönnum að stofnun Sjálfsbjargar og starfaði mikið fyrir félagið. Síðustu starfsárin starfaði hann við rekstur fornmunaverslunar. Gunnar var snjall hagyrðingur og mikill söngmaður.
Gunnar og Þuríður eignuðust átta börn.

Gunnar Stefánsson (1945-

  • S02327
  • Person
  • 1945-

Útvarpsmaður, hefur ritstýrt Andvara, skrifaði Bókina Saga Ríkisútvarpsins 1930-1960. Háskólapróf í íslensku og bókmenntum.

Gunnar Þórir Guðjónsson (1945-2020)

  • S01903
  • Person
  • 7. júlí 1945 - 3. okt. 2020

Sonur Guðjóns Sigurðssonar bakara á Sauðárkróki og k.h. Ólínu Ingibjargar Björnsdóttur. Bakarameistari. Lengi búsettur á Sauðárkróki, síðar í Reykjavík.

Gunnar Þorsteinn Þorsteinsson (1903-1978)

  • S02929
  • Person
  • 28. sept. 1903 - 18. nóv. 1978

Foreldrar: Þorsteinn Þorsteinsson og Guðrún Brynjólfsdóttir. Starfaði sem lögmaður og hæstaréttarlögmaður í Reykjavík og í Kaupmannahöfn, um tíma bæjarfógeti í Vestmannaeyjum.
Maki 1: Jóna Marta Guðmundsdóttir húsfreyja. Þau skildu. Þau eignuðust 2 börn.
Maki 2: Guðrún Ágústa Þórðardóttir húsfreyja. Þau skildu.
Maki 3: Þóra Emilía María Júlíusdóttir Havsteen húsfreyja. Þau skildu.

Gunnlaug Charlotta Eggertsdóttir (1905-1990)

  • S01286
  • Person
  • 14. maí 1905 - 6. desember 1990

Dóttir Eggerts Kristjánssonar söðlasmiðs á Sauðárkróki og Sumarrósar Sigurðardóttur. Kvæntist Karli Guðmundssyni lögregluvarðstjóra í Reykjavík. Síðast búsett í Kópavogi.

Gunnlaug Friðrika Briem (1902-1970)

  • S01938
  • Person
  • 13.12.1902-19.06.1970

Dóttir sr. Vilhjálms Briem frá Reynistað og k.h. Steinunnar Pétursdóttur. Gunnlaug var forstjóri Söfnunarsjóðs Íslands. Kvæntist Bjarna Guðmundssyni blaðafulltrúa í Reykjavík.

Hængur Þorsteinsson (1938-

  • S02555
  • Person
  • 3. feb. 1938-

Tannlæknir. Var á Fornastöðum í Austur - Húnavatnssýslu, síðar í Reykjavík.

Hafþór Guðmundsson (1918-2006)

  • S02560
  • Person
  • 6. jan. 1918 - 8. júní 2006

Hafþór fæddist á Hrafnhóli í Hjaltadal í Skagafirði. Foreldrar hans voru Guðmundur Benjamínsson, bóndi í Smiðsgerði og Sviðningi í Kolbeinsdal í Skagafirði og kona hans Anna Jónsdóttir. ,,Hafþór ólst upp í Smiðsgerði í Kolbeinsdal í Skagafirði. Hann var stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1941, cand. juris frá Háskóla Íslands 1946, fór haustið 1946 til framhaldsnáms í stjórnarfarsrétti og þjóðarétti, fyrst til Danmerkur, 1946-1947, og síðan til Frakklands, 1947-1949. Hann lauk prófi í þjóðarétti frá Lögfræðideild Parísarháskóla og varði þar doktorsritgerð 1. desember 1951, var tímabundið bæjarfógeti í Neskaupstað og á Siglufirði, hæstaréttarlögmaður 5. febrúar 1952. Ásamt því að reka innflutningsfyrirtæki í Reykjavík rak hann lögfræðiskrifstofu í Reykjavík frá 1952 til 1973, er hann gerðist fulltrúi borgarfógetaembættisins til starfsloka." Hafþór kvæntist Sólveigu Kolbeinsdóttur frá Skriðulandi í Kolbeinsdal og eignuðust þau þrjú börn.

Results 86 to 170 of 550