Showing 6399 results

Authority record

Jón Jóhannesson (1860-1932)

  • S03056
  • Person
  • 27. júlí 1860 - 15. júlí 1932

Foreldrar: Jóhannes Jónsson, lengst af bóndi í Árnesi í Lýtingsstaðahreppi og f.k.h. Anna Bjarnadóttir frá Sjávarborg. Jón var bóndi í Árnesi 1891-1929. Flutti þá að Fagranesi í Öxnadal og þaðan til Akureyrar. Jón átti sæti í hreppsnefnd um nokkurt árabil og sat einnig í stjórn búnaðarfélags hreppsins. Jón kvæntist árið 1894 Gróu Sveinsdóttur frá Litladal í Svínavatnshreppi, þau eignuðust saman tvær dætur, fyrir átti Jón son með Ólínu Ingibjörgu Ólafsdóttur.

Jón Jóhannesson (1864-1930)

  • S3405
  • Person
  • 03.12.1864-17.08.1930

Jón Jóhannessonar, f. 03.12.1864, f. 17.08.1930. Foreldrar: Jóhannes Oddsson (1830-1879) og Elínborg Jónsdóttir (1829-1876). Jón missti foreldra sína er hann var á fermingaraldri og varð því snemma að vinna fyrir sér. Hann var mörg ár vinnumaður. Bóndi í vík á parti (Ytri-Vík) 1897-1907, Birkihlíð (Hólkoti) 1907-1912, Auðnum 1912-1917.
Maki: Anna Soffía Jósefsdóttir (1868-1909). Þau eignuðust eina dóttur.

Jón Jónsson (1776-1841)

  • S01730
  • Person
  • 05.05.1776-27.07.1841

Bóndi og hreppstjóri á Úlfsstöðum í Blönduhlíð, Skag. Sennilega sá sem er vinnumaður á Öngulstöðum, Munkaþverárklausturssókn, Eyj. 1801. Húsbóndi og hreppstjóri á Keldulandi í Silfrastaðasókn, Skag. 1835. Virðist hafa búið á Frostastöðum 1840.
„Sumir efuðu faðerni hans“, segir Espólín. Skv. Æ.A-Hún. var Jón af sumum talinn launsonur Jóns Jakobssonar sýslumanns á Espihóli.
Maki: Ingibjörg Pálsdóttir (1782-1843). Saman áttu þau a.m.k. 5 börn og a.m.k. 2 fósturbörn.

Jón Jónsson (1813-1866)

  • S01731
  • Person
  • 1813-1866

Í manntalinu 1816 er Jón skráður til heimilis í Merkigili/Miðhúsum. Faðir hans er Jón Höskuldsson (1770-1831) en móðir ekki nefnd og barnið sagt vera "hjábarn". Eiginkona Jóns Höskuldssonar á þessum tíma er ekki móðir barnsins enda var hún orðin 72 ára. Ingibjörg Einarsdóttir "matselja" er einnig skráð þarna til heimilis en í manntalinu 1835 og 1840 er Ingibjörg þessi skráð til heimilis á Merkigili og ber þá titilinn "húsmóðir" og Jón Jónsson er skráður þar einnig til heimilis sem "hennar son og fyrirvinna". Ingibjörg Einarsdóttir (1788-1872) var elst af ellefu systkinum. Ólst hún upp hjá foreldrum sínum við fátækt. Hún kom ung ráðskona að Merkigili til Jóns og Ingu fyrri konu hans, því Inga var þá orðin "heilsulítil og lítt fær til umsýslu heimilisins". Dró skjótt saman með þeim Jóni bónda, og áttu þau börn saman að Ingu lifandi. Vildi séra Jón á Miklabæ, sonur Ingu, stía þeim sundur og koma Ingibjörgu burt af bænum, en Inga var því mótfallin og bað son sinn þess, að Ingibjörg mætti vera kyrr, því hún væri sér svo góð og hjúkraði sér “með slíkri nærgætni, að engin önnur mundi geta það eins.„ Lét séra Jón þá kyrrt liggja fyrir bænarstað móður sinnar. Er mælt, að Inga hafi sótt um konungsleyfi til þess að Jón mætti kvænast Ingibjörgu að sér látinni“ segir í Skagf.1850-1890 II, bls. 166.
Jón var skráður sem bóndi á Merkigili frá 1846 til æviloka en hann dó 1866.
Eiginkona 1 (giftust 1845): Guðrún Björnsdóttir (1821-1848). Þau áttu saman fjögur börn.
Eiginkona 2 (giftust 1849): Þorbjörg Ingjaldsdóttir (1817-1855). Þau áttu saman þrjú börn.
Fyrir hjónabönd sín átti Jón barn með Helgu Sveinsdóttur (f. 1818): Jóhanna (f. 1836). Honum var einnig kennt barn sem Sigríður Jónsdóttir (f.1819) átti: Þorfinnur (f. 1843) en Jón neitaði.

Jón Jónsson (1820-1904)

  • S03278
  • Person
  • 09.03.1820-24.11.1904

Jón Jónsson var fæddur á Bessastöðum í Sæmundarhlíð í Skagafirði 9. mars 1820. Faðir: Jón Jónsson húsmaður á Bessastöðum ( ) en hann drukknaði við selaveiðar. Móðir: Guðbjörg Þorbergsdóttir (1796-1883).
Guðbjörg giftist aftur. Eiginmaður hennar var Þorleifur Bjarnason frá Hraunum í Fljótum en þau bjuggu á Bessastöðum og Vík. Jón og Guðrún systir hans ólust upp hjá móður sinni og stjúpa. Jón erfði talsvert fé eftir Jón Oddsson afa sinn sem hann nýtti til að kaupa Hól í Sæmundarhlíð. Þar var hann bóndi 1849 til 1886. Bjó svo á Bessastöðum 1886 til 1894 og frá 1896 til æviloka. Jón var talinn var einn af bestum bændum í Staðarhrepp. Hann var hreppstjóri Staðarhrepps 1859 til 1863 og hreppsnefndaroddviti sama hrepps 1874 til 1880. Jón keypti Bessastaði 1880 og flutti þangað 1886 þegar sonur hans, Sveinn, tók við búi á Hóli. Jón dó 24. nóvember 1904 á Bessastöðum.
Jón kvæntist Sigríði Magnúsdóttur árið 1849. Sigríður (1828-1912) var frá Halldórsstöðum í Laxárdal, Suður-Þingeyjarsýslu. Faðir: Magnús Ásmundsson, hreppstjóri og bóndi á Halldórsstöðum í Suður-Þingeyjarsýslu. Móðir: Sigríður Þórarinsdóttir.
Sigríður og Jón eignuðust átta börn saman en fyrir átti Sigríður eina dóttur.

Jón Jónsson (1828-1906)

  • S02715
  • Person
  • 1828 - 9. júlí 1906

Foreldrar: Jón Gíslason á Strjúgsá í Eyjafirði og Guðrún Jóhannesdóttir. Jón fluttist að Tyrfingsstöðum í Akrahreppi frá Hofi í Dölum 1858 og bjó þar til 1861. Fór að Gilsbakka 1861 og eignaðist jörðina, bjó þar til 1882, brá þá búi og var þar í húsmennsku. Bjó þar aftur 1893-1906. Jón var mikill hagyrðingur. Maki 1: Valgerður Guðmundsdóttir frá Ábæ í Austurdal, f. 1824. Þau eignuðust einn son sem upp komst. Maki 2: Aldís Guðnadóttir, f. 30.07.1867, frá Tyrfingsstöðum. Þau eignuðust einn son og Aldís ól upp stúlku.

Jón Jónsson (1850-1915)

  • S01060
  • Person
  • 25.09.1850-30.05.1915

Foreldrar: Jón Sigurðsson síðast b. í Málmey og Guðrún Sigurðardóttir. Jón missti móður sína árið 1853 og mun eftir það hafa alist upp á hrakningum. Var svo lengi vinnumaður hjá Jósef bónda á Hjallalandi í Vatnsdal. Reisti bú að Hólabaki í Þingi 1882. Flutti til Skagafjarðar 1884. Bóndi á Kimbastöðum 1884-1886, Húsabakka 1886-1888, Heiði í Gönguskörðum 1888-1909 og Kimbastöðum aftur 1909-1915. Jón var um árabil einn af tíundarhæstu bændum í hinum forna Sauðárhreppi. Jón var einnig smáskammtalæknir. Kvæntist Jósefínu Ólafsdóttur, þau eignuðust átta börn. Jón eignaðist son utan hjónabands með Björg Stefánsdóttur á Steini á Reykjaströnd.

Jón Jónsson (1850-1939)

  • S00673
  • Person
  • 06.01.1850-20.03.1939

Jón Jónsson, f. á Hóli í Sæmundarhlíð 06.01.1850, d. 20.03.1939 á Hafsteinsstöðum. Foreldrar: Jón Jónsson bóndi og hreppsstjóri á Hóli í Sæmundarhlíð og kona hans Sigríður Magnúsdóttir. Bóndi og hreppstjóri á Hafsteinsstöðum. Jón var elstur í stórum systkinahóp og fór því ungur að leita fanga fyrir heimilið. Reri hann þá margar vertíðir á Siglunesi, Reykjum á Reykjaströnd og við Drangey. Bóndi á Hafsteinsstöðum að mestu óslitið 1879-1920. Þá tók Jón sonur hans við jörðinni og dvöldu Jón og kona hans eftir það hjá honum til æviloka. Jón var framkvæmdamaður, húsaði vel eingnarjörð sína Hafsteinsstaði sem hann keypti af landssjóði árið 1891. Hann var um langt skeið talsverður áhrifamaður í héraðinu og var í framboði við alþingiskosningar árið 1900, en féll fyrir Stefáni frá Möðruvöllum. Þegar Jón var 70 fékk hann blóðeitrun og varð að taka af honum taka af honum hægri höndina eftir það tamdi hann sér að rita með vistri hendi. Síðustu 11 árin var hann blindur.

Jón Jónsson (1853-1928)

  • S02815
  • Person
  • 16. nóv. 1853-21.10.1928

Jón Jónsson, f. 16.11.1853 á Marbæli í Óslandshlíð. Foreldrar: Jón Gíslason, þáverandi bóndi á Marbæli og fyrri kona hans Ingibjörg Jónsdóttir. Jón var 6 ára er hann missti móður sína. Ólst hann eftir það upp hjá föður sínum og stjúpmóður. Nokkru eftir fermingu reri hann með föður sínum nokkrar Drangeyjarvertíðir. Skömmu eftir tvítugt fór hann í vinnumennsku að Brimnesi í Viðvíkursveit til Sigurlaugar Þorkelsdóttur frá Svaðastöðum og var þar í 6 ár. Flest vorin þar fór hann á vertíðir við Drangey. Eitt ár var hann vinnumaður í Djúpadal og einnig var hann sauðamaður á Sólheimum í Blönduhlíð. Fór um 1887 til föður síns að Þorleifsstöðum en 1889 vinnumaður til Stefáns Eiríkssonar bónda á Höskuldsstöðum. Kvæntist þar og átti þar heimili til æviloka. Maki: Jóhanns Eiríksdóttir, f. 22.03.1864, frá Bólu. Þau eignuðust tvo syni.

Jón Jónsson (1855-1883)

  • S02708
  • Person
  • 1. nóv. 1855 - 4. apríl 1883

Foreldrar: Jón Sveinsson prestur á Mælifelli og k.h. Hólmfríður Jónsdóttir. Jón ólst upp með foreldrum sínum og hlaut góða menntun á heimilinu og utan þess. Um 1881 var hann við barnakennslu í Mývatnssveit en hafði áður stundað kennslu í Skagafirði. Fluttist ásamt konu sinni að Mælifelli 1882 en veiktist skömmu síðar og lést þar 1883. Maki: Kristbjörg Marteinsdóttir frá Lundarbrekku. Þau eignuðust eitt barn sem lést eftir nokkra daga.

Jón Jónsson (1858-1936)

  • S00718
  • Person
  • 10.03.1858-09.09.1936

Foreldrar: Jón Jónsson b. í Merkigarði og k.h. Ingiríður Pétursdóttir. Var hjá foreldrum sínum í Merkigarði fram yfir fermingaraldur. Fór þá vinnumaður til Péturs Sigurðssonar b. á Sjávarborg og var hjá honum að mestu, þar til hann reisti bú. Hann gekk í 13 vetur í beitarhúsin á Borgarsel. Bóndi á Kimbastöðum 1884-1909, Borgargerði 1911-1916 brá þá búi og fluttist til Sauðárkróks. Jón kvæntist Guðrúnu Eggertsdóttur frá Skefilsstöðum, þau eignuðust tvö börn. Guðrún lést 1898. Sambýliskona Jóns frá 1902 var Björg Sigurðardóttir, þau eignuðust saman tvær dætur.

Jón Jónsson (1861-1931)

  • S02823
  • Person
  • 29. sept. 1861 - 5. des. 1931

Foreldrar: Jón Þorkelsson bóndi á Hreppsendaá í Ólafsfirði og kona hans Anna Símonardóttir. Jón fæddist í Skarðsdal og ólst þar upp til átta ára aldurs en þá flutti fjölskyldan að Reykjarhóli í Austur-Fljótum og bjó þar til ársins 1871 en þá drukknaði faðir hans af hákarlaskipi frá Hraunum. Varð þá ekkjan að láta frá sér börnin nema það yngsta, Rögnvald. Jón fór því snemma að vinna fyrir sér og var á ýmsum stöðum í Fljótum til fullorðinsára. Þá fluttist hann inn í Hofshrepp og kvæntist þar. Maki: Anna Kristín Jóhannsdóttir, f. 25.03.1865 á Gröf á Höfðaströnd. Þau eignuðust sjö börn. Var bóndi á Torfhóli í Óslandshlíð 1887-1897, Stóragerði 1897-1906, Brekkukoti 1906-1909. Brá þá búi en reisti aftur bú á Torfhóli 1911. Var þar til 1918 en brá þá búi og fluttist til Hofsóss. Fluttust þau hjón þaðan til Siglufjarðar til Halldóru dóttur sinnar. Þar lést Anna Kristín og fór Jón þá til Akureyrar til Guðbjargar dóttur sinnar og bjó þar til dauðadags.

Jón Jónsson (1875-1950)

  • S02789
  • Person
  • 25. feb. 1875 - 29. apríl 1950

Foreldrar: Jón Sigurðsson bóndi, síðast á Miðlandi í Öxnadal og seinni kona hans Guðrún Karítas Jónsdóttir. Jón ólst upp hjá foreldrum sínum og vann búi þeirra fram yfir fermingu en fór þá í vinnumennsku. Hann fór í yngri deild Möðruvallaskóla veturinn 1896-1897 en var næsta vetur í vinnumennsku hjá Sigurði bróður sínum í Sörlatungu í Hörgárdal. Flutti með honum að Sólheimum í Blönduhlíð árið 1898. Hann stundaði barnakennslu og landbúnaðarstörf í Blönduhlíð 1898-1900, 1902-1904 og 1906-1907. Árið 1900 fluttist hann út á Sauðárkrók og sinnti þar verslunarstörfum hjá Kristjáni Gíslasyni kaupmanni og kenndi jafnframt börnum hans. Vorið 1906 kom hann aftur í Blönduhlíðina að vinnumennsku á Hellu þar sem hann var síðan húsmaður 1907-1909. Þá keypti hann jörðina og hóf þar búskap. Dvaldi þar til vors 1918, en þó ekki alltaf bóndi enda seldi hann jörðina 1916. Árið 1918 fluttist hann alfarinn úr Skagafirði til Akureyrar og síðar til Siglufjarðar þar sem hann dvaldi til æviloka. Var þó kennari í Blönduhlíð veturna 1921-1922 og 1927-1928.
Maki: Sigurlaug Ingibjörg Jósefsdóttir frá Starrastöðum í Lýtingsstaðahreppi. Þau skildu eftir að þau fluttu til Akureyrar. Þau eignuðust einn son.

Jón Jónsson (1883-1946)

  • S03149
  • Person
  • 11.09.1883-20.02.1946

Jón Jónsson, f. á Þverá í Blönduhlíð 11.09.1883, d. 20.02.1946 á Sauðárkróki. (Samkvæmt kirkjubókum var Jón fæddur 18.09.1883). Foreldrar: Jón Stefánsson bóndi á Hamri í Hegranesi og kona hans Guðrún Pétursdóttir. Jón ólst upp hjá foreldrum sínum, fyrst á Þverá í Blönduhlíð til tíu ára aldurs en þá fluttist fjölskyldan að Hamri í Hegranesi. Árið 1912 kom Tryggvina Sigríður Sigurðardóttir að Hamri sem lausakona. Árið eftir fóru þau Jón og Tryggvina, sem ráðskona hans, að Ketu í Hegranesi og voru þar húsfólk til vorsins 1915. Þá fluttu þau að Þverá í Hrollleifsdal og hófu þar búskap. Þau brugðu búi vorið 1920 og fóru þá að Hamri í Hegranesi og voru þar eitt ár í húsmennsku en fluttust til Sauðárkróks vorið 1921. Þar stundaði Jón verkamannavinnu. Árið 1930 bjó fjölskyldan í húsinu Sæströnd en mörg seinustu árin í svokölluðu Þverhúsi.
Maki 1: Tryggvina Sigríður Sigurðardóttir, f. 22.02.1886, d. 21.11.1967. Fædd á Syðri-Sælu í Skíðadal sem var húsmannsbýli úr Sælulandi. Foreldrar: Sigurður Björnsson frá Atlastöðum í Svarfaðardal og Kristín Anna Jónsdóttir frá Sælu í Skíðadal. (Kristín Anna var ranglega skráð Jónsdóttir, var Sigurðardóttir). Þau eignuðust sjö börn.
Jón eignaðist dóttur með Rannveigu Elínu Eggertsdóttur (06.05.1874-25.08.1930) sem þá var vinnukona í Lónkoti í Sléttuhlíð. Hét hún Eggertína Svanhvít (06.06.1919-29.03.2007). Hún ólst upp hjá Stefáni föðurbróður sínum, fyrst að Hamri en síðan að Gauksstöðum á Skaga.

Jón Jónsson (1883-1950)

  • S03029
  • Person
  • 6. okt. 1883 - 2. okt. 1950

Foreldrar: Jón Sigurðsson bóndi og oddviti á Skúfsstöðum í Hjaltadal og barnsmóðir hans Sigurbjörg Guðmundsdóttir, þá ógift vinnukona í Hofstaðaseli. Jón ólst upp hjá föður sínum á Skúfsstöðum og naut barnafræðslu í heimahúsi. Snemma fór hann að heiman í vinnumennsku á ýmsum bæjum. 1908-1909 bjó Jón í Viðvík með unnustu sinni, Fanneyju Sigfúsdóttur. Þaðan fluttu þau í Ásgeirsbrekku í Viðvíkursveit til foreldra hennar. Þar var Jón eitt ár en þá skildu leiðir. Jón fór í vinnumennsku, fyrst í Skúfsstaði, síðan í Ingveldarstaði í Hjaltadal og árið 1913 í sjálfsmennsku að Keldulandi á Kjálka. Áður hafði Fanney dáið frá tveimur ungum börnum þeirra og var sonur þeirra komin til fósturs í Kelduland en dóttir þeirra ólst að mestu upp hjá móðursystur sinni á Bjarnastöðum í Bönduhlíð. Næstu árin var Jón á Keldulandi, ýmist í sjálfsmennsku eða vinnumennsku. Jón var svo vinnumaður í Tungukoti 1917-1918. Um nokkurra ára skeið var ráðskona hans Anna Einarsdóttir. Þau eignuðust saman son. Bóndi í Bólu í Blönduhlíð 1922-1923, á Fossi í sömu sveit 1923-1924, á Kúskerpi 1924-1925. Árið 1926 kvæntist hann Jónínu Ólafsdóttur og voru þau eitt ár á Miklabæ og annað í Axlarhaga, sem vinnujú. Bjuggu á Ystu-Grund 1929-1932, í Grundarkoti 1933-1947 og í Litladal í Blönduhlíð 1947-1950. Jón og Jónína eignuðust þrjú börn.

Jón Jónsson (1888-1972)

  • S01303
  • Person
  • 21.05.1888-05.11.1972

Jón ólst upp á Hafsteinsstöðum hjá foreldrum sínum, Jóni Jónssyni hreppstjóra og k.h. Steinunni Árnadóttur. Hann stundaði nám í Hólaskóla og útskrifaðist búfræðingur vorið 1908. Bóndi á Hafsteinsstöðum 1919-1940, í Steinholti hjá Vík 1940-1951 og á Gýgjarhóli 1952-1972. Kvæntist Sigurbjörgu Jónsdóttur frá Kimbastöðum, þau eignuðust tvo syni.

Jón Jónsson (1893-1962)

  • S01854
  • Person
  • 16. mars 1893 - 11. feb. 1962

Foreldrar: Jón Jónsson b. Efra-Nesi og k.h. María Jóhannsdóttir. Ársgömlum var Jóni komið í fóstur til hjónanna Sigurfinns Bjarnasonar og Jóhönnu Sigurðardóttur er þá bjuggu á Herjólfsstöðum í Laxárdal, síðar á Meyjarlandi á Reykjaströnd. Bóndi á Ingveldarstöðum syðri á Reykjaströnd 1916-1921, á Daðastöðum á Reykjaströnd 1921-1946 og á Steini á Reykjaströnd 1946-1962. Jón var um áratugaskeið póstur á Reykjaströnd frá árinu 1928, forðagæslumaður og baðstjóri sauðfjárböðunar, einnig formaður í Lestrarfélagi Skarðshrepps sem á þeim árum gegndi að nokkru hlutverki ungmennafélags. Jón kvæntist Sigfríði Jóhannsdóttur frá Hóli á Skaga, þau eignuðust fimm börn.

Jón Jónsson (1894-1952)

  • S02701
  • Person
  • 3. ágúst 1894 - 23. apríl 1952

Foreldrar: Jóhanna Eiríksdóttir, f. 1864 og Jón Jónsson, f. 1853, vinnumaður og húsmaður á Höskuldsstöðum. Jón var smiður, ókvæntur og barnlaus, búsettur á Höskuldsstöðum.

Jón Jónsson (1894-1966)

  • S00699
  • Person
  • 29.04.1894-30.05.1966

Jón Jónsson var bóndi á Hofi á Höfðaströnd árin 1921-1966, kvæntur Sigurlínu Björnsdóttur og átti með henni 3 börn auk þess sem þau ólu upp 3 fóstursyni. Jón ólst upp hjá foreldrum sínum og fluttist með þeim þriggja ára gamall að Nautabúi en síðan í Eyhildarholt árið 1912. Jón var við nám í Hólaskóla veturinn 1912-1913 og á Hvanneyri 1914-1915 og lauk þaðan búfræðiprófi vorið 1915. Veturinn 1918-1919 var hann í Samvinnuskólanum, sem þá var að hefja starfsemi sína, og næstu tvö árin við ýmis störf, .m.a. á vegum Eggerts bróður sins. Jón á Hofi þótti með efnilegustu ungu mönnum í Skagafirði á yngri árum, vel íþróttum búinn, glíminn og sundmaður góður.

Jón Jónsson (1905-1988)

  • S02943
  • Person
  • 25.05.1905- 21.02.1988

Jón Jónsson, f. 25.05.1905, d. 21.02.1988. Foreldrar hans voru Sigtryggur Jónsson bóndi á Ufsaströnd og Guðrún Jóhanna Sigurjónsdóttir. ,,Jón kom ungur að aldri, ásamt móður sinni, til prestshjónanna á Völlum í Svarfaðardal, séra Stefáns B. Kristinssonar og konu hans, Sólveigar Pétursdóttur Eggertz og þar ólst hann upp. Jón lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1930. Kennsla varð hans aðalstarf, en jafnhliða því stundaði hann búskap. Hann hélt unglingaskóla á Dalvík, varð síðan skólastjóri unglingaskólans á Siglufirði og skólastjóri Gagnfræðaskóla Siglufjarðar frá stofnun hans. Kona Jóns var Anna Stefánsdóttir, þau eignuðust níu börn. Jón hóf búskap sinn á Völlum, síðar í Gröf, en árið 1947 flutti hann með fjölskyldu sína að Böggvistöðum við Dalvík. Eftir að hann lét af kennslu á Siglufirði stundaði hann kennslustörf á Dalvík á meðan heilsa hans leyfði."

Jón Jónsson Espólín (1769-1836)

  • S01486
  • Person
  • 22. okt. 1769 - 1. ágúst 1836

Jón Espólín var fæddur á Espihóli í Eyjafirði og kenndi sig við bæinn. Faðir: Jón Jakobsson sýslumaður. Móðir: Sigríður Stefánsdóttir. ,,Jón lærði í heimaskóla hjá Jóni presti Jónssyni í Núpufelli og fór síðan til náms við Kaupmannahafnarháskóla. Hann var skipaður sýslumaður í Snæfellsnessýslu frá 19. september 1792. Hann tók við sýslunni seint í nóvember sama ár. Árið 1797 hafði hann sýsluskipti við Finn Jónsson sýslumann í Borgarfjarðarsýslu og var þar í fimm ár en þá skipti hann um sýslu við Jónas Scheving og fékk Skagafjarðarsýslu, þar sem hann var sýslumaður til dauðadags. Hann bjó fyrst á Flugumýri í Blönduhlíð 1803–1806, síðan í Viðvík í Viðvíkursveit til 1822 og síðast á Frostastöðum í Blönduhlíð. Kona Jóns var Rannveig Jónsdóttir (6. janúar 1773 - 8. ágúst 1846). Jón hafði mikinn áhuga á sagnfræði og ættfræði og skrifaði mikið um þau efni. Annállinn Íslands Árbækur í söguformi, sem venjulega gengur undir nafninu Árbækur Espólíns, kom út í 12 bindum á árunum 1821–1855. Árbækurnar eru yfirlit yfir sögu Íslands frá því um 1262 til samtíma höfundarins, og eru beint framhald af Sturlungu. Þær höfðu mikil áhrif, enda um langt skeið eina prentaða yfirlitið um sögu Íslands eftir 1262."

Jón Jónsson Skagfirðingur (1886-1965)

  • S00010
  • Person
  • 08.01.1886-21.01.1965

Jón Jónsson, síðar nefndur Jón Skagfirðingur, var fæddur í janúar 1886 á Valabjörgum í Skörðum. Foreldrar hans voru Jón Guðvarðarson og Oddný Sæmundsdóttir og áttu þau tvö önnur börn, þau Moniku og Nikódemus. Jón ólst upp að Valabjörgum til 15 ára aldurs en þá flutti hann með foreldrum sínum að Holtskoti í Seyluhreppi. Árið 1915 kvæntist Jón Soffíu Jósafatsdóttur frá Krossanesi og eignuðust þau þrjú börn; Sæmund, Hansínu og Valtý. Jón og Soffía bjuggu fyrst í Holtskoti, síðan í Glaumbæ og svo á Ingveldarstöðum á Reykjaströnd. Árið 1941 fluttu þau til Sæmundar sonar síns að Bessastöðum í Sæmundarhlíð. Soffía lést árið 1960 og eftir dauða hennar orti Jón kvæðið um Ekkilinn í Urtuvík.
Jóni er lýst svo: ,,Jón er prýðilega greindur maður, gjörhugull og víðlesinn. Hann er algjörlega sjálfmenntaður. Lítið hefur farið fyrir honum á veraldar-vettvangi, því að hann er maður hlédrægur og óhlutdeilinn og flíkar ógjarnan sínum innra manni. Fíngert og ljóðrænt eðli hans birtist einkanlega fáum og völdum vinum, - og í stökum hans og kvæðum, sem orðið hafa til á stopulum tómstundum fátæks bónda."

Jón virðist hafa byrjað ungur að yrkja en það virðist hafa verið honum mikil hvatning að hitta Stephan G. Stephansson árið 1917 og fá tækifæri til þess að yrkja til hans. Stephan heillaðist mjög að kveðskapi Jóns og heimsótti hann í Holtskot þar sem þeir ræddu lengi um kveðskap. Jafnframt var Jóni vel til vina við Stefán frá Hvítadal og Friðrik Hansen og hvöttu þeir hann mjög til að virkja skáldskapargáfu sína. Jón lést árið 1965 þá 79 ára gamall.

Jón Jósep Jóhannesson (1921-1981)

  • S02377
  • Person
  • 11. mars 1921 - 5. maí 1981

Jón fæddist á Hofstöðum í Viðvíkursveit í Skagafirði 11. mars 1921. Sonur hjónanna Kristrúnar Jósepsdóttur og Jóhannesar Björnssonar. Jón fluttist til Reykjavíkur með foreldrum sínum og systkinum haustið 1932. Hann lauk gagnfræðaprófi árið 1938 og stúdentprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1942. Jón lagði stund á íslensk fræði við Háskóla Íslands og lauk meistaraprófi þaðan í þeirri grein 1949. Hann réði sig sem kennara að Héraðsskólanum á Skógum. Þar kenndi hann á vetrum til 1960 er hann varð fyrir heilsubresti. Árum saman starfaði Jón sem stunda- og forfallakennari t.d. við Vogaskóla árabilið 1961 - 1965; einnig var hann vinsæll og eftirsóttur einkakennari. Jón starfaði um tíma með skógrækt Rangæinga og ritaði um skógrækt og gróðurvernd í blöð og tímarit. Síðast búsettur í Reykjavík.

Jón Júlíus Árnason (1853-1927)

  • S00732
  • Person
  • 01.10.1853-01.11.1927

Jón Júlíus Árnason, f. 01.10.1853 á Krossastöðum á Þelamörk, d. 01.11.1927 á Þórshöfn á Langanesi. Foreldrar: Árni Kristjánsson bóndi á Krossastöðum og kona hans Margrét Halldórsdóttir húsfreyja. Jón lærði trésmíðar í Kaupmannahöfn 1878-1879 hja Steenstrup og Petersen og einnig eitthvað í úrsmíðum. Mun hafa lært ljósmyndun í Kaupmannahöfn 1878-1879. Bjó með móður sinni að Skútum í Glæsibæjarhreppi til 1875. Í húsmennsku á Laugalandi í Glæsibæjarhreppi 1876. Stundaði ljósmyndun samhliða búskap og smíðum á Laugalandi 1879-1899 og síðan á Þórshöfn 1899-1904. Smiður og úrsmiður á Seyðisfirði 1905, úrsmiður á Húsavík 1906-1907 og smiður og úrsmiður á Þórshöfn 1908-1927. Ferðaðist jafnframt um nágrannabyggðarlög og tók myndir af fólki og bæjum. Maki: Sigurbjörg Jónsdóttir, f. 1857. Þau skildu. Þau eignuðust níu börn. Bústýra Jóns var Elísabet Jóhannesdóttir, f. 1876. Þau eignuðust tvær dætur, önnur dó á fyrsta ári.

Jón Júlíus Ferdinandsson (1929-1996)

  • S02341
  • Person
  • 1. mars 1929 - 20. júlí 1996

Alinn upp í Reykjavík. Hann lauk prófi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Skósmiður á Hverfisgötu til margra ára. Starfaði einnig um árabil hjá Veðurstofu Íslands, Prentsmiðju Reykjavíkurborgar og síðustu árin sem kennari hjá Námsflokkum Reykjavíkur og Kópavogs. Kvæntist Helgu Óskarsdóttur hjúkrunarfræðingi, þau eignuðust fjögur börn.

Jón Júlíusson (1871-1961)

  • S03215
  • Person
  • 18.12.1889-07.05.1961

Jón Júlíusson, f. í Enni á Höfðaströnd 18.12.1889-07.05.1961. Foreldrar: Guðný Gunnarsdóttir (f. 10.05.1858-13.10.1943) og Gunnlaugur Júlíus Jónsson (05.07.1871-24.06.1957). Foreldrar Jóns voru trúlofuð um skeið en giftust ekki. Þau eignuðust þrjú börn saman. Júlíus faðir hans giftist Aðalbjörgu Sigurjónsdóttuir og átti með henni 9 börn. Jón ólst upp með föðurömmu sinni, Sólveigu Guðmundsdóttur, og manni hennar Guðmundi Jóni Sigurðssyni. Eftir að Sólveig lést bjó Guðmundur með Guðnýju, móður Jóns. Jón tók við búi á Grindum 1910 og bjó þar með Sólveigu systur sinni, sem einnig hafði alist þar upp með ömmu sinni og Guðmundi. Jón var ógiftur og barnlaus.

Jón Karlsson (1937-)

  • S00609
  • Person
  • 11.05.1937

Jón fæddist á Mýri í Bárðardal og ólst þar upp. Lengst af búsettur á Sauðárkróki. Jón kvæntist Hólmfríði Friðriksdóttur, þau eignuðust þrjú börn. Jón var m.a. formaður stéttarfélagsins Öldunnar. Árið 2011 hlaut Jón riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf í þágu verkalýðsmála og réttindabaráttu.

Jón Konráðsson (1876-1957)

  • S02757
  • Person
  • 03.11.1876-06.06.1957

Jón Konráðsson, f. 03.11.1876 að Miðhúsum í Óslandshlíð, d. 06.06.1957 á Sauðárkróki. Foreldrar: Konráð Jónsson bóndi, f. 1835 og hreppstjóri í Miðhúsum og kona hans Ingibjörg Gunnlaugsdóttir f. 1840. Jón var eina barn foreldra sinna er náði fullorðinsaldri. Hann naut góðrar heimanfræðslu undir fermingu og fékk ágætan vitnisburð sóknarprestsins. Vann að búi foreldra sinna bæði til lands og sjávar og varð aðstoðarbústjóri föður síns síðustu búskaparár hans. Tók við búi í Bæ 1900 og bjó þar til 1930 er Björn sonur hans tók við en aðstoðaði hann þó áfram meðan heilsa leyfði. Jón gengdi margvíslegum trúnaðarstörfum. Var m.a. hreppstjóri Hofshrepps 1905-1952, sat í hreppsnefnd Hofshrepps í 12 ár og var oddviti hennar 1904-1907 og 1919-1921 og sýslunefndarmaður 1930-1938. Hann hlaut riddarakross fálkaorðunnar 1938.
Maki: Jófríður Björnsdóttir, f. 1845, frá Gröf á Höfðaströnd. Þau eignuðust fjögur börn og komust þrjú þeirra upp.

Jón Konráðsson (1893-1986)

  • S00794
  • Person
  • 29. júlí 1893 - 19. mars 1986

Sonur Konráðs Magnússonar og Ingibjargar Hjálmsdóttur á Syðra-Vatni. Bóndi á Hofstöðum, Helgafellssókn, Snæf. 1920. Kennari og lausamaður á Kaldárhöfða, Mosfellssókn, Árn. 1930. Síðast bús. á Selfossi.

Jón Kr. Ísfeld (1908-1991)

  • S02349
  • Person
  • 5. sept. 1908 - 1. des. 1991

Jón var fæddur að Haga í Mjóafirði í Suður - Múlasýslu, sonur hjónanna Jens Krisjánssonar bónda og útgerðarmanns í Neskaupstað og konu hans Júlíu Sigríðar Steinsdóttur. Jón lauk stúdentsprófi 1932, kennaraprófi 1934 og guðfræðiprófi 1942. Hann stundaði bæði prestskap og kennslu. Eftir hann liggur fjöldi skáldsagna, einkum barna-og unglingabækur - skrifaði einnig greinar í blöð og tímarit. Kvæntur Auði Halldórsdóttur Ísfeld; þau eignuðust einn son og fósturdóttur.

Jón Kristberg Árnason (1942-)

  • S01933
  • Person
  • 25. nóv. 1942-

Sonur Hallfríðar Báru Jónsdóttur frá Hóli í Sæmundarhlíð og Árni Jónsson frá Vatni á Höfðaströnd. Jón er alinn upp á Víðimel við Varmahlíð. Bifreiðastjóri á Sauðárkróki. Kvæntist Sólbrúnu Friðriksdóttur, þau eignuðust þrjú börn.

Jón Kristbergur Árnason (1885-1926)

  • S01070
  • Person
  • 3. september 1885 - 6. mars 1926

Jón Kristbergur Árnason fæddist í september 1885 á Starrastöðum á Fremribyggð í Lýtingsstaðahreppi, sonur Árna Eiríkssonar og Steinunnar Jónsdóttur b. á Reykjum í Tungusveit og víðar. Jón lærði orgelleik hjá föður sínum og varð síðar organisti í Miklabæjarkirkju. Jón lauk búfræðinámi frá Hólum vorið 1905. Hann var bóndi á Vatni á Höfðaströnd 1910-1921 og á Víðivöllum í Blönduhlíð 1921-1926. Árið 1913 varð Jón kennari við Barnaskóla Hofshrepps og hélt þeirri stöðu þar til hann fluttist í Blönduhlíðina 1921, hann var mjög vinsæll kennari.
Jón var mikill söngmaður og félagi í Bændakórnum. Jón lést rétt rúmlega fertugur úr botnlangabólgu.
Kvæntist Amalíu Sigurðardóttir (1890-1967) frá Víðivöllum, þau eignuðust fimm börn.

Jón Kristbergur Ingólfsson (1925-2018)

  • S01320
  • Person
  • 1. okt. 1925 - 2. jan. 2018

Sonur Ingólfs Daníelssonar og Jónínu Einarsdóttur. Vélamaður og járnsmiður, lengst búsettur á Sauðárkróki. Kvæntist Regínu Margréti Magnúsdóttur.

Jón Kristinn Björnsson (1928-2000)

  • S02603
  • Person
  • 22. des. 1928 - 12. des. 2000

Foreldrar: Björn Jónsson bóndi og hreppstjóri í Bæ á Höfðaströnd og Kristín Ingibjörg Kristinsdóttir. ,,Jón lauk búfræðinámi frá Bændaskólanum á Hólum í Hjaltadal ungur að árum, aðeins 17 ára gamall. Að loknu námi fór hann suður á vertíð eins og svo margir á þeim tíma. Fyrst í Reykjavík og Ytri-Njarðvíkum og síðan í Vestmannaeyjum. Á vertíð var hann flesta vetur til 1957. Hann hóf búskap að Hellulandi á móti tengdaforeldrum sínum, fyrst að hálfu en síðan tóku þau við búinu að fullu árið 1961. Jón var snemma kosinn í ábyrgðarstörf innan sveitarinnar, einnig stundaði hann frá árunum eftir 1970 störf utan heimilis. Sláturhússtjóri hjá Slátursamlagi Skagfirðinga og verkstjóri við landanir við Sauðárkrókshöfn."
Barnsmóðir: Guðrún Svavarsdóttir á Sauðárkróki, þau eignuðust einn son. Kvæntist árið 1951, Perlu Björnsdóttur frá Vestmannaeyjum og átti með henni þrjá syni. Þau skildu árið 1954. Árið 1956 kvæntist hann Þórunni Ólafsdóttir frá Hellulandi í Hegranesi, þau eignuðust sex börn.

Jón Kristján Andrésson (1897-1967)

  • S03116
  • Person
  • 1. sept. 1897 - 26. jan. 1967

Frá Öldubakka á Skaga. Sonur Andrésar Péturssonar b. á Öldubakka o.v. og k.h. Kristjönu Jónsdóttur. Sjómaður á Sauðárkróki, seinna búsettur á Akureyri. Kvæntist Guðlaugu Konráðsdóttur frá Brekkukoti í Blönduhlíð, þau eignuðust fjögur börn.

Jón Kristjánsson (1942-

  • S01932
  • Person
  • 11. júní 1942-

Fæddur í Stóragerði í Óslandshlíð í Skagafirði 11. júní 1942. Foreldrar: Kristján Jónsson bóndi þar og síðar á Óslandi og kona hans Ingibjörg Jónsdóttir. Maki (25. desember 1964): Margrét Hulda Einarsdóttir bankastarfsmaður. Jón lauk samvinnuskólaprófi 1963. ,,Stundaði verslunarstörf hjá Kaupfélagi Skagfirðinga 1959–1963. Verslunarstjóri hjá Kaupfélagi Héraðsbúa á Egilsstöðum 1963–1978. Félagsmálafulltrúi Kaupfélags Héraðsbúa 1978–1984. Skipaður 14. apríl 2001 heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, lausn 23. maí 2003. Skipaður 23. maí 2003 heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, lausn 7. mars 2006. Skipaður 7. mars 2006 félagsmálaráðherra, lausn 15. júní 2006. Ritstjóri Austra á Egilsstöðum síðan 1974. Í sýslunefnd Suður-Múlasýslu 1974–1987. Formaður stjórnar Héraðsskjalasafns Austfirðinga 1975–1988. Þingkjörinn endurskoðandi Framkvæmdastofnunar ríkisins 1974–1983. Stjórnarformaður Kaupfélags Héraðsbúa 1987–1995. Í miðstjórn Framsóknarflokksins frá 1985. Í Norðurlandaráði 1990–1991. Fulltrúi Íslands í Þingmannasamtökum Norður-Atlantshafsríkjanna 1985–1987. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1989 og afvopnunarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna 1988. Varaformaður Ferðamálaráðs síðan 1999. Í stjórnarskrárnefnd frá 2005, formaður. Alþingismaður Austurlans 1984–2003, alþingismaður Norðausturkjördæmis 2003–2007 (Framsóknarflokkur). Varaþingmaður Austurlands apríl 1979, apríl 1981, febrúar–mars og nóvember 1982, október–nóvember 1983, apríl, maí, nóvember og desember 1984. Forseti neðri deildar 1987–1988. 2. varaforseti Alþingis 2006–2007." Sat einnig í fjöldamörgum öðrum nefndum og ráðum.

Jón Laxdal (1865-1928)

  • S02446
  • Person
  • 13. okt. 1865 - 7. júlí 1928

Jón Laxdal er fæddur á Akureyri 13. október 1865. Foreldrar hans voru Jón Guðmundsson hafnsögumaður og kona hans Friðbjörg Guðrún Grímsdóttir. ,,Ólst hann upp í foreldrahúsum til 12 ára aldurs, en fór þá til Eggerts Laxdals, móðurbróður síns, og starfaði við verzlun hans á Akureyri til 18 ára aldurs. Árlangt var hann bókhaldari við Höpfnersverzlun á Blönduósi í forföllum annars manns (1883-84). Tvítugur að aldri (1885) gerðist hann bókhaldari við Knudtsonsverzlunina í Keflavík og var þar í sex ár, en fór þá um haustið 1891 utan og dvaldi vetrarlangt í Kaupmannahöfn (1891-92). Vorið eftir kom hann heim og gerðist bókhaldari í Reykjavík við sömu verzlun (Knudtson-verzlunina). Um veturinn 1895 varð hann forstjóri Tangsverzlunar á Ísafirði og gegndi því starfi í 13 ár (1895-1909). Árin 1909-1910 var hann erlendis í þeim erindum að kynna sér bankastörf í Danmörku og Skotlandi. Eftir það settist hann að í Reykjavík og gerðist brátt umsvifamikill kaupsýslumaður. Nokkrum árum fyrir andlát sitt varð hann ræðismaður Tjekkoslóvakíu hér á landi." Jón samdi fjölda sönglaga, má þar nefna „Syngið, syngið, svanir mínir“ og „Vorvísur“. Jón Laxdal var þríkvæntur. Fyrsta konan var Kristín Egilsdóttir, þau voru barnlaus og slitu samvistum. Önnur konan var Elín Matthíasdóttir, þau eignuðust eina dóttur. Þriðja konan var Inger, fædd Leimeier, ættuð frá Jótlandi, þau eignuðust ekki börn.

Jón Magnússon Ósmann (1862-1914)

  • S00482
  • Person
  • 06.11.1862-24.04.1914

Jón ólst upp með foreldrum, naut heimafræðslu og sónarpresta með þeim vitnisburði: "kann og skilur vel, les dável, hegðar sér dável". Fór sem ráðsmaður 1886 að Yztu Grund í Blönduhlíð til Dýrleifar Gísladóttur, ekkju Páls Pálssonar síðast að Frostastöðum. Fór til aftur til foreldra árið 1888, er Dýrleif brá búi. Eftir það stundaði hann sjósókn og veiðiskap og aðstoðaði föður sinn við búrekstur og ferjustarfa á vesturós Héraðsvatna, en eftir að hann kvæntist, var hann í húsmennsku með grasnyt og hélt áfram veiðiskap. Bjó á hluta af jörðinni frá 1910 til æviloka og þá með bústýru og hafði ferjustarfið með höndum. Jón var með stærstu mönnum að vallarsýn, fullir 2 metrar á hæð og eftir því þrekinn, var talinn um 130 kg á þyngd og fullyrt að hann hefið 4 manna afl, en mun aldrei hafa verið fullreynt eða aflfátt. Mynduðust ýmsar sagnir um hreysti hans og átök. Hann var jarphærður, gráeygður, jafnlyndur og hagorður, hafði yndi af skáldsap í bundnu og óbundnu máli, greiðasamur og gjöfull við ferðamenn, gesti og gangandi.

Jón Marteinsson (1777 - fyrir 1845)

  • S01685
  • Person
  • 1777 - fyrir 1845

Lítið vitað um þennan mann. Í manntalinu 1835 er eini Jón Marteinsson í Skagafjarðarsýslu, vinnumaður á Steinsstöðum og þá 57 ára gamall. Í manntalinu 1840 er hann líklega í Hjaltastaðahvammi þá skráður vinnumaður, ógiftur, 64 ára gamall. Jón Marteinsson er ekki skráður í manntalið 1845 og verður því að teljast líklegt að hann hafi látist á tímabilinu 1840-1845. Samkvæmt Íslendingabók er móðir hans Kristín Björnsdóttir (1748-1818).

Jón Marteinsson (1879-1970)

  • S02374
  • Person
  • 26. sept. 1879 - 25. júní 1970

Jón var fæddur á Reykjum við Hrútafjörð 26. september 1879. Sonur Marteins Jónssonar sem síðar fór til Ameríku og Önnu Jóhannesdóttur sem ættuð var frá Litlu - Ávík í Strandasýslu. Jón ólst upp hjá ömmu sinni Sigríði og Pétri Sigurðssyni manni hennar í Óspaksstaðaseli og síðar Fossi. Bóndi á Fossi í Hrútafirði.

Jón Norðmann Jónasson (1898-1976)

  • S02493
  • Person
  • 7. ágúst 1898 - 24. sept. 1976

Foreldrar Jóns voru Jónas Jónsson bóndi í Hróarsdal í Hegranesi í Skagafirði og seinni eiginkona hans Lilja Jónsdóttir. Jón var búfræðingur frá Hólum í Hjaltadal 1923 og tók kennarapróf árið 1929. Hann kenndi við Austurbæjarskóla og í forföllum við Barnaskóla Reykjavíkur. Jón fór í námsferð til Danmerkur og Svíþjóðar árið 1935 og og dvaldi við nám á Norðurlöndum 1955-1956. Einnig var honum boðið að halda fyrirlestra í Harvardháskóla þar sem hann fjallaði um galdur, seið, skýringar á Hávamálum og þjóðleg íslensk fræði, en Jón var fræðimaður að eðlisfari og var vel að sér þar. Einnig var hann fróður um jurtir og og grös. Jón var bóndi á Selnesi á Skaga frá 1957 og var í stjórn Ungmennafélagsins Hegra um skeið. Jón skrifaði fjölda greina í blöð, m.a. um ræktun á sykurrófum, en hann var fyrstur manna á Íslandi til að rækta sykurrófur. Önnur ritverk Jóns eru: Vegamót, barnasögur 1935 , í Framsókn 1957 og um rjúpuna í Dýraverndaranum 1950. Hann þýddi bókina Foreldrar og uppeldi e. Th. Bögelund, 1938. Jón var einkar barngóður, sem kom vel fram á kennaraárum hans, einnig reyndist hann sumardrengjum sínum vel.
Hann var ókvæntur og barnlaus.

Jón Oddsson (1876-1966)

  • S01784
  • Person
  • 18. júlí 1876 - 18. des. 1966

Foreldrar: Oddur Jónsson frá Bakka í Landeyjum og k.h. Steinunn Sigurðardóttir frá Pétursey í Mýrdal. Jón ólst upp með foreldrum sínum að Landamóti í Sandgerði. Árið 1895 réðst hann kaupamaður að Hofi í Vesturdal. Þar kynntist hann konuefni sínu Jórunni Guðmundsdóttur. Þau fluttu til Sauðárkróks árið 1902 þar sem Jón hóf smíðanám hjá Ólafi Briem. Árið 1908 réðst hann fastur starfsmaður til Pálma Péturssonar kaupfélagsstjóra og vann að verslunarstörfum hjá honum í 13 ár. Árið 1922 fluttu þau til Hafnarfjarðar og vann þar að smíðum í þrjú ár en sneru þá aftur til Sauðárkróks þar sem þau bjuggu til 1940, á þessum tíma vann Jón aðallega að smíðum. Árið 1940 fluttu þau fyrst að Álfgeirsvöllum og þaðan að Vík í Staðarhreppi. Síðast búsett í Varmahlíð. Þegar Jón bjó á Sauðárkróki starfaði hann nokkuð með Leikfélagi Sauðárkróks. Jón og Jórunn eignuðust ekki börn en ólu upp tvær fósturdætur.

Jón Ólafur Guðsteinn Eyjólfsson (1891-1968)

  • S01992
  • Person
  • 27. júlí 1891 - 15. jan. 1968

Sonur Eyjólfs Einarssonar síðast b. á Reykjum í Tungusveit og k.h. Margrétar Þormóðsdóttur. Foreldrar hans létust bæði árið 1896 og var Jón þá sendur í fóstur að Ríp í Hegranesi. Kaupmaður í Stykkishólmi og Reykjavík. Kvæntist Sesselju Konráðsdóttur frá Syðsta-Vatni.

Jón Ólafur Möller (1911-1965)

  • S00058
  • Person
  • 20. júní 1911 - 24. sept. 1965

Foreldrar: Þorbjörg Pálmadóttir Möller og Jóhann Georg Möller, kaupmaður á Hvammstanga, síðar verslunarstjóri á Sauðárkróki. Verslunarmaður í Reykjavík. Kona Jóns var Dórothea M. Óskarsdóttir (1926-). Saman áttu þau tvö börn.

Jón Ólafur Stefánsson (1875-1954)

  • S01799
  • Person
  • 17. maí 1875 - 21. feb. 1954

Sonur Stefáns Magnússonar b. á Reykjavöllum og k.h. Ingibjargar Margrétar Magnúsdóttur. Bóndi að Vatnsholti í Staðarsveit. Kvæntist Jónínu Þorsteinsdóttur.

Jón Ormar Ormsson (1938-)

  • S00281
  • Person
  • 10.04.1938

Jón Ormar Ormsson fæddist 10. apríl 1938.
Hann er fyrrverandi dagskrárgerðamaður, handritshöfundur og leikari.
Hann hefur búið í Reykjavík og á Sauðárkróki.

Jón Ormur Halldórsson (1954-

  • S01768
  • Person
  • 5. mars 1954-

Sonur Halldórs Þormars Jónssonar sýslumanns á Sauðárkróki og k.h. Aðalheiðar Ormsdóttur. Doktor í stjórnmálafræði.

Jón Örn Berndsen (1951-

  • S03043
  • Person
  • 20. sept. 1951-

Fyrrum byggingarfulltrúi Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Búsettur að Ytra-Skörðugili í Seyluhreppi, kvæntur Elínu Sæmundsdóttur, þau eiga tvö börn.

Jón Óskar Ásmundsson (1921-1998)

  • S02371
  • Person
  • 18. júlí 1921 - 20. okt. 1998

Jón Óskar var fæddur á Akranesi og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Sigurlaug Einarsdóttir og Ásmundur Jónsson sjómaður og rafvirki. Jón kvæntist Kristínu Jónsdóttur, frá Munkaþverá, myndlistarkonu f. 1933, þau eignuðust eina dóttur. Jón Óskar lauk gagnfræðaprófi frá MR árið 1940. Hann stundaði nám í píanóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík. Lærði frönsku á námskeiðum hjá Alliace Francaise í Reykjavík og í París. Einnig námskeið og einkakennslu í ítölsku í Róm, Perugia og Genúa. Jón var píanóleikari í ýmsum danshljómsveitum 1946 - 1956. Hann var ræðuritari á Alþingi 1953 - 1958. Rithöfundur og þýðandi frá 1941 og aðalstarf hans frá 1958, en hann var afkastamikill þýðandi og rithöfundur og gaf út fjölda bóka. Meðal þeirra er: Mitt andlit og þitt, smásögur, Skrifað í vindinn, Nóttin á herðum okkar, Ljóðaþýðingar úr frönsku, Páfinn situr enn í Róm, ferðaþankar, Leikir í fjörunni, skáldsaga, Vitni fyrir manninn, Sölvi Helgason ofl. Jón Óskar var einn af frumkvöðlum módernisma í íslenskri ljóðagerð og í hópi atómskáldanna svokölluðu.

Jón Ósmann Magnússon (1931-

  • S01638
  • Person
  • 28.06.1931-

Jón Ósmann Magnússon, f. 28.06.1931 á Sauðárkróki. Foreldrar: Magnús Halldórsson og Hólmfríður Elín Helgadóttir. Jón Ósmann ólst að hluta til upp í Héraðsdal hjá Jónínu Guðmundsdóttur og Magnúsi Helgasyni. Bifvélavirkjameistari. Var lengi vélgæslumaður í mjólkursamlaginu á Sauðárkróki. Maki: Marta Sigríður Sigtryggsdóttir.

Jón Pálmason (1888-1973)

  • S03326
  • Person
  • 28.11.1888-01.02.1973

Jón Pálmason, f. á Ytri-Löngumýri í Blöndudal 28.11.1888, d. 01.02.1973. Foreldrar: Pálmi Jónsson bóndi á Ytri-Löngumýri og kona hans Ingibjörg Eggertsdóttir.
Maki: Jónína Valgerður Ólafsdóttir (1886-1980). Þau eignuðust fjögur börn.
Jón tók búfræðipróf frá Hólum 1909. Hann var bóndi á Ytri-Löngumýri 1913-1915 og 1917-1923, á Mörk í Laxárdal 1915-1917, á Akri við Húnavatn 923-1963. Var alþingismaður Austur-Húnvetninga 1933-1959 og gengdi m.a. embætti landbúnaðarráðherra. Gegndi einnig fjölda trúnaðarstarfa, var m.a. oddviti Svinavatnshrepps, sýslunefndarmaður Torfalækjarhrepps o.fl. Ævisaga hans var gefin út árið 1978.

Jón Pálmi Jónsson (1888-1962)

  • S00011
  • Person
  • 27.01.1888-06.08.1962

Jón Pálmi Jónsson er fæddur í Sauðanesi, Torfalækjarhreppi, A.-Hún. árið 1888. Faðir hans var Jón Hróbjartsson (1849-1928), bóndi á Gunnfríðarstöðum, A.-Hún. Móðir hans var Anna Einarsdóttir (1850-1910), húsfreyja á Gunnfríðarstöðum, frá Hring í Blönduhlíð. Jón Pálmi stundaði nám við Gagnfræðiskólann á Akureyri 1906-1907. Lærði ljósmyndun hjá Hallgrími Einarssyni á Akureyri 1909-1911. Var íþróttakennari á Blönduósi 1907-1908 og barnakennari í Svínavatnshreppi 1907-1909. Mun hafa unnið hjá Þórarni Stefánssyni ljósmyndara á Húsavík á tímabilinu 1910-1912. Rak ljósmyndastofu á Sauðárkróki 1912 til vors 1915, seldi Pétri Hannessyni stofuna í desember 1914. Bendlaður við peningafölsunarmál og flúði land. Var starfsmaður á ljósmyndastofu í Noregi 1915-1916. Fluttist til Bandaríkjanna 1916 og rak þar ljósmyndastofu með hléum frá 1919 til 1962.

Results 3231 to 3315 of 6399