Sýnir 6399 niðurstöður

Nafnspjöld

Dóra Ingibjörg Magnúsdóttir (1928-2019)

  • S00190
  • Person
  • 7. júní 1928 - 4. júní 2019

Foreldar hennar voru Hólmfríður Elín Helgadóttir saumakona og Magnús Halldórsson beykir. Dóra giftist Rögnvaldi Ólafssyni (Valda rakara) frá Siglufirði, þau eignuðust fimm börn, fyrir átti Rögnvaldur einn son.

Ingibjörg Stefanía Þorvaldsdóttir (1913-2011)

  • S00185
  • Person
  • 09.06.1913-29.05.2011

,,Ingibjörg Stefanía Þorvaldsdóttir fæddist hinn 9. júní 1913 í Hjaltastaðakoti (nú Grænumýri) í Blönduhlíð í Skagafirði. Foreldrar hennar voru hjónin Þorvaldur Jónsson og Helga Jóhannsdóttir. Árið 1973 giftist hún Ólafi Jónssyni vélstjóra, d. 1985, fyrir átti hún einn son. Ingibjörg ólst upp í Hjaltastaðakoti og á Íbishóli í Skagafirði. Upp úr fermingu var hún í vist á ýmsum bæjum í sveitinni. Fjölskyldan flutti á Sauðárkrók árið 1928 en um það leyti flutti Ingibjörg til Akureyrar. Þar bjó hún til ársins 1985 að hún flutti til Reykjavíkur. Hún starfaði lengst af við saumaskap."

Ólöf Sigríður Snæbjörnsdóttir (1924-1947)

  • S00169
  • Person
  • 28. jan. 1924 - í júní 1947

Dóttir Snæbjörns Sigurgeirssonar bakara á Sauðárkróki og Ólínu Ingibjargar Björnsdóttur. Starfaði við verslun. Ólöf var heitbundin Erlendi Hansen rafvirkja, hún lést af barnsförum aðeins 23 ára gömul.

Anna Þorkelína Sigurðardóttir (1929-2002)

  • S00187
  • Person
  • 05.05.1929-19.09.2002

Anna Þorkelína Sigurðardóttir fæddist á Sauðárkróki 5. maí 1929. Foreldrar hennar voru þau Sigurður Þorkelsson verkamaður og Sigurlína Stefánsdóttir. ,,Anna var alin upp hjá föðurömmu sinni, Önnu Sigríði Sigurðardóttur, á Ingveldarstöðum á Reykjaströnd. Hún dvaldi hjá henni fram að fermingu er hún fluttist til foreldra sinna á Sauðárkróki. Hún fór síðan til Reykjavíkur og vann á barnaheimilinu Suðurborg. Hún fluttist til Sandgerðis árið 1952 þar sem hún bjó alla tíð síðan að frátöldum síðustu tveimur árum er hún bjó í þjónustuíbúð í Keflavík. Anna var húsmóðir stærstan hluta ævinnar auk þess sem hún starfaði með hléum við fiskvinnslu í Sandgerði. Frá árinu 1973 vann hún með eiginmanni sínum við eigið fiskvinnslufyrirtæki, Rækjuvinnslu Óskars Árnasonar, sem þau ráku fram til ársins 1990."
Anna giftist 28. maí 1958 Óskari Árnasyni frá Landakoti í Sandgerði, þau eignuðust fjögur börn saman, fyrir átti Anna eina dóttur.

Kristín Margrét Sölvadóttir (1905-2003)

  • S00181
  • Person
  • 01.10.1905-31.05.2003

Kristín var fædd á Sauðárkróki 1. október 1905, foreldrar hennar voru Sölvi Jónsson járnsmiður og vélgæslumaður og Stefanía Marín Ferdinandsdóttir. Kristín ólst upp í Sölvahúsi (Skógargötu 8) á Sauðárkróki og var hún næstelst sjö systkina. Eftir barnaskóla vann hún á ýmsum stöðum, hjá Pálma Péturssyni á Króknum, á Völlum, á Víðivöllum, í bakaríinu hjá Snæbirni og Ólínu, á Reynistað og hjá Kristni P. Briem kaupmanni. Árið 1937 hóf hún störf í vefnaðarvöru- og skódeild Kaupfélags Skagfirðinga, Syðribúðinni. Þar vann hún samfleytt í 44 ár eða til ársins 1981. Stína kom töluvert að félagsmálum og starfaði með ungmennafélaginu Tindastóli, Leikfélagi Sauðárkróks og söng með kirkjukór Sauðárkróks í 50 ár.
Kristín var ógift og barnlaus.

Anna Kristín Árnadóttir (1908-1987)

  • S03406
  • Person
  • 07.04.1908-08.03.1987

Anna Kristín Árnadóttir, f. á Seyðisfirði 07.04.1908, d. 08.03.1987. Foreldrar: Árni Stefánsson og Jónína Friðfinnsdóttir. Fjölskylda Önnu bjó lengst af á Akureyri.
Maki 1: Páll Árnason. Þau eignuðust eina dóttur. Þau skildu.
maki 2: Björgvin Bjarnason. Þau eignuðust þrjú börn. Einnig ólu þau upp Árna Stefán Vilhjálmsson, systurson Önnu. Þau bjuggu í Norðfirði , lengst af í Lundi. Síðar fluttust þau til Hafnarfjarðar.

Kristján Blöndal (1864-1931)

  • S00205
  • Person
  • 18. júlí 1864 - 21. okt. 1931

Fæddist að Grafarósi í Skagafirði. Sonur Jósefs Gottfreð Blöndal verslunarstjóra Grafarósi og Önnu Margrétar Þuríðar Kristjánsdóttur Möller. Hóf síðar verslunarstörf hjá Valgard Classen kaupmanni og stjúpa sínum. Starfaði sem bóksali og umboðsmaður bóksalafélags Íslands á Sauðárkróki. Kvæntist Álfheiði Guðjónsdóttur og eignuðust þau tvö börn, aðeins annað þeirra komst upp.

Guðrún Ragnheiður Sigurðardóttir Urup (1925-2012)

  • S00205
  • Person
  • 25.07.1925-28.06.2012

,,Guðrún Sigurðardóttir Urup, f. 25.07.1925 á Sauðárkróki, d. 28.06.2012 í Holte í Danmörku. Foreldrar hennar voru Stefanía Arnórsdóttir og Sigurður Sigurðsson, sýslumaður Skagfirðinga og bæjarfógeti á Sauðárkróki. Hinn 25.7. 1947 giftist Guðrún Jens Urup listmálara, f. 25.9. 1920, d. 21.11. 2010. Guðrún ólst upp á Sauðárkróki. Hún gekk í Myndlista- og handíðaskólann frá 1941-43 og kenndi í framhaldi af því teikningu í Reykjavík. Hún hóf nám á Kunstakademiet í Kaupmannahöfn 1945 og útskrifaðist 1950. Þar kynntist hún eiginmanni sínum og eignuðust þau 4 börn. Eftir að börnin fæddust sinnti Guðrún barnauppeldi og húsfreyjustörfum og studdi mann sinn á listabrautinni. Á síðari hluta ævinnar tók hún aftur til við listsköpun. Þau hjón unnu ýmis verk sem eru á Íslandi og unnu saman að gerð glermósaikglugga í Sauðárkrókskirkju 1974 og 1985. Guðrún hélt einkasýningu í Reykjavík í Galleríi Gangskör 1987 og hélt margar sýningar í gegnum tíðina í Kaupmannahöfn, m.a. í Jónshúsi. Síðasta stóra sýningin var í Birkerød Kunstforening í desember 2011, þar sem henni var boðið að sýna í minningarsýningu um Jens Urup í tengslum við fráfall hans."

Hannes Pétursson (1931-)

  • S00182
  • Person
  • 14.12.1931-

Hannes Pálmi Pétursson fæddist 14. desember 1931 á Sauðárkróki. Hann ólst upp á Sauðárkróki hjá foreldrum sínum, Pétri Hannessyni (1893-1960) og Sigríði Sigtryggsdóttur (1894-1979). Hann var stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1952. Í kjölfarið stundaði hann nám í germönskum fræðum við háskólana í Köln og Heidelberg.
Hann útskrifaðist frá Háskóla Íslands árið 1959, Cand. mag. í íslenskum fræðum. Hans fyrsta bók kom út árið 1955, en hún nefnist Kvæðabók. Hann hefur gefið út fjölda bók, ljóð, ferðasögur, frásöguþættir og ævisögu Steingríms Thorsteinssonar. Árið 2011 kom út endurminningabók hans, Jarðlag í tímanum.
Hannes hefur sinnt ritstörfum eingöngu frá árinu 1976. Hann er búsettur á Álftanesi ásamt konu sinni Ingibjörgu Hauksdóttur (1939-).

Ólafur Briem (1852-1930)

  • S00219
  • Person
  • 18.08.1852-28.11.1930

Foreldrar hans voru Ólafur Briem og Dómhildur Þorsteinsdóttir. Ólafur missti foreldra sína ungur og fór þá í fóstur að Espihóli til Eggerts Ó. Briem og Ingibjargar Eiríksdóttur Briem. Síðar fór hann til sr. Ólafs Þorvaldssonar á Hjaltastöðum og k.h. Sigríðar Magnúsdóttur. Uppúr tvítugu sigldi hann til Kaupmannahafnar og lærði trésmíði. Flutti til Sauðárkróks árið 1886 og byggði þar húsið Bræðrabúð. Ólafur starfaði alla tíð síðan sem trésmiður á Sauðárkróki. Hann var ókvæntur og barnlaus.

Björn Jónsson (1920-1995)

  • S00223
  • Person
  • 21. maí 1920-1995

Björn Jónsson, læknir, (Bjössi Bomm), var fæddur á Sauðárkróki 21. maí 1920, einn af 10 börnum Jóns Þ. Björnssonar, skólastjóra og Geirlaugar Jóhannesdóttur, fyrri konu hans.
,,Vegna veikinda móður sinnar var honum komið í fóstur hjá Álfheiði og Kristjáni Blöndal á Sauðárkróki og ólst hann upp hjá þeim. Björn lauk stúdentsprófi frá MA og læknisprófi frá Háskóla Íslands. 1948 hélt Björn til framhaldsnáms í Kanada og bjó þar síðan. Lengst af starfaði hann sem yfirlæknir við sjúkrahúsið í Swan River, Manitoba. Hann kvæntist Iris Muriel Reid og eignuðust þau 4 börn. Hin síðari ár sinnti Björn að mestu stjarnfræði- og goðfræðirannsóknum og gaf m.a. út bók um þau efni "Star Myths of the Vikings". Einnig ritaði hann æviminningar sínar: Glampar á götu og Þurrt og blautt að vestan."

Ásdís Ísleifsdóttir (1928-2002)

  • S00235
  • Person
  • 09.12.1928-14.10.2002

Ásdís Ísleifsdóttir fæddist í Reykjavík 9. desember 1928. Foreldrar hennar voru Ísleifur Árnason, lagaprófessor og borgardómari og Soffía Gísladóttir Johnsen.

Steinunn Runólfsdóttir (1926-2021)

  • S00247
  • Person
  • 09.11.1926-01.01.2021

Dóttir Maríu Jóhannesdóttur og Runólfs Jónssonar á Dýrfinnustöðum. Búsett í Hveragerði.

Hólmfríður Svandís Runólfsdóttir (1932-1987)

  • S00249
  • Person
  • 11.12.1932-05.08.1987

Fædd á Dýrfinnustöðum. Dóttir Maríu Jóhannesdóttur og Runólfs Jónssonar. Kvæntist Valgarði Þ. Björnssyni frá Bæ á Höfðaströnd, seinna læknir í Borgarnesi. Þau bjuggu á Hofsósi og í Borgarnesi.

Friðfríður Dodda Runólfsdóttir (1931-2013)

  • S00248
  • Person
  • 8. des. 1931 - 19. feb. 2013

Fæddist á Dýrfinnustöðum í Blönduhlíð í Skagafirði. Foreldrar hennar voru María Jóhannesdóttir og Runólfur Jónsson. Kvæntist Friðriki Friðrikssyni múrara frá Sunnuhvoli. Þau bjuggu í Mosfellsbæ.

María Jóhannesdóttir (1892-1986)

  • S00253
  • Person
  • 16.04.1892-24.06.1986

María var fædd á Sævarlandi í Laxárdal. Foreldrar hennar voru Jóhannes Jóhannesson frá Heiði í Sléttuhlíð og Guðbjörg Björnsdóttir. Jóhannes faðir Maríu fór til Vesturheims til þess að afla sér fjár og aðseturs, hann er talinn hafa látist á heimleið. 1901, þá níu ára gömul, fór María að Bræðraá sem tökubarn og dvaldist þar í 13 ár en þá réðist hún sem vinnukona í Dýrfinnustaði. En þar bjó þá Runólfur Jónsson ásamt aldraðri móður sinni. Þegar gamla konan féll frá tók María við búsforráðum á Dýrfinnustöðum og kvæntust þau Runólfur í apríl 1915. Þau eignuðust 12 börn á 17 árum og tóku auk þess tvö börn Dórotheu systur Maríu í fóstur að henni látinni.

Valgarð Runólfsson (1917-1993)

  • S00257
  • Person
  • 9. júlí 1917 - 1. apríl 1993

Fæddur og uppalinn á Dýrfinnustöðum í Blönduhlíð. Sonur Maríu Jóhannesdóttur og Runólfs Jónssonar á Dýrfinnustöðum. Garðyrkjumeistari í Reykjavík. Ókvæntur og barnlaus.

Sigurjón Runólfsson (1915-2000)

  • S00259
  • Person
  • 15. ágúst 1915 - 27. maí 2000

Fæddur og uppalinn á Dýrfinnustöðum í Blönduhlíð. Foreldrar hans voru María Jóhannesdóttir og Runólfur Jónsson. ,,Sigurjón lauk prófi sem búfræðingur frá Bændaskólanum á Hólum í Hjaltadal 1940. Hann axlaði ungur ábyrgð á æskuheimilinu ásamt móður sinni, ömmu og elstu systkinum, þegar faðir hans missti heilsuna. Sigurjón tók alfarið við búinu sem bóndi á Dýrfinnustöðum í Akrahreppi í Skagafirði árið 1937. Hann var í sveitarstjórn Akrahrepps um árabil og m.a. formaður bygginganefndar. Sigurjón studdi margskonar menningarstarf og vann ötullega að uppbyggingarmálum í sveitinni. Hann var vel hagmæltur og eiga margir vinir hans í fórum sínum vísur og kvæði eftir hann. Sigurjón hætti ekki búskap fyrr en heilsa hans brást. Áttatíu og tveggja ára fluttist hann ásamt eiginkonu sinni til Sauðárkróks." Sigurjón kvæntist 4. júlí árið 1963 Sigríði Guðrúnu Eiríksdóttur, þau eignuðust saman eina dóttur. Fyrir átti Sigríður eina dóttur. Sigurjón og Sigríður áttu einnig einn uppeldisson.

Sigríður Sólveig Runólfsdóttir (1925-2005)

  • S00260
  • Person
  • 23. nóvember 1925 - 1. mars 2005

Fædd og uppalin á Dýrfinnustöðum í Blönduhlíð. Foreldrar hennar voru María Jóhannesdóttir og Runólfur Jónsson. Sigríður giftist 23. nóvember 1947 Ingólfi Hannessyni, alifuglabónda og athafnamanni í Kópavogi, f. á Stóra-Hálsi í Grafningshreppi. Þau eignuðust fimmtán börn. ,,Sigríður og Ingólfur voru ein af frumbyggjum Kópavogs, hófu búskap þar árið 1946 og ráku m.a. stórt alifuglabú í bænum til langs tíma. Þau tóku virkan þátt í uppbyggingu Kópavogs og bjuggu þar allt til dánardags."

Kristfríður Friðrika Kristmarsdóttir (1929-2015)

  • S00255
  • Person
  • 23. ágúst 1929 - 24. okt. 2015

Fædd á Dýrfinnustöðum í Blönduhlíð. Dóttir Maríu Jóhannesdóttur og Runólfs Jónssonar. Ættleidd af Kristmari Ólafssyni kaupmanni á Siglufirði og Hallfríði Friðriku Jóhannesdóttur móðursystur sinni. Hún var kennd við stjúpa sinn. ,,Kristfríður var jafnvel betur þekkt undir nafninu Didda. Hún flutti til kjörforeldra sinna á Siglufirði 1931, þar ólst hún upp og gekk í skóla. 16 ára flutti hún til Reykjavíkur og fór að vinna fyrir sér. Árið 1948 kynntist hún Höskuldi Þorsteinssyni sem var nýkominn úr flugnámi í Kanada en hann lést í flugslysi, þau eignuðust fimm börn. Fyrstu hjúskaparárin bjuggu þau í Reykjavík en kringum 1955 fluttu þau í Kópavog í hús sem þau byggðu á Víghólastíg. Didda var heimavinnandi að mestu fyrstu árin en brá sér oft til Siglufjarðar og saltaði síld. Árið 1969 flutti hún á Bjarnhólastíg og bjó þar í rúm 30 ár. Árið 1970 hóf hún störf á leikskólanum Kópahvoli og starfaði þar í 27 ár." Seinni maður Kristfríðar var Eyjólfur Ágústsson.

Gísli Sigurjón Björnsson (1871-1937)

  • S00262
  • Person
  • 18. júní 1871-1937

Fæddur á Sleitustöðum í Kolbeinsdal. Foreldrar: Björn Jónsson (f. 1822) bóndi á Frostastöðum og Vöglum og þriðja kona hans, Sigríður Þorláksdóttir. Þegar þau fluttu til Vesturheims 1876, með börn sín, var Gísli sem enn var á barnsaldri ófáanlegur til að fara með þeim. Var hann þá tekinn í fóstur af Gísla móðurbróður sínum og ólst upp þar, fyrst á Hjaltastöðum og svo á Frostastöðum. Gísli stundaði nám í Hólaskóla og lauk prófi þar 1891. Var síðan næstu vor í jarðabótavinnu í sveit sinni og við barnakennslu einhverja vetur. Bóndi á hálfum Stóru-Ökrum 1897-1918, Vöglum 1918-1937. Hafði þó nytjar á hálfum Ökrum að nokkru leyti 1918-1919. Vagla með Vaglagerði keypti hann um 1912 og hafði nytjar af 1/4 Vagla frá 1913 þar til hann fluttist þangað. Frá 1921 bjó Magnús, sonur Gísla, á móti föður sínum á Vöglum en höfðu þeir þá Vaglagerði með til ábúðar. Gísli var oddviti Akrahrepps 1901-1937, sýslunefndarmaður 1915-1937. Einnig hafði hann fleiri störf með höndum, svo sem pöntunarstjórn fyrir Akrahrepp, var lengi úttektarmaður, umboðsmaður Brunabótafélags Íslands, safnaðarfulltrúi, sá um lögferju á Héraðsvötnum. Var um hríð endurskoðandi sýslusjóðsreikninga og hafði á hendi jarðabótamælingar.
Maki: Þrúður Jónína Árnadóttir (1876-1965) frá Miðhúsum í Blönduhlíð. Þau eignuðust einn son.

Jón Sigurður Eiríksson (1929-

  • S01859
  • Person
  • 08.01.1929-

Jón er fæddur á Grófargili á Langholti í Skagafirði 8. janúar 1929. Foreldrar hans voru Eiríkur Sigmundsson og kona hans, Birna Jónsdóttir. Þau bjuggu fyrst á Grófargili og síðar á Reykjaströnd, fyrst á Reykjum og síðan í Hólakoti og á Fagranesi. Jón var bóndi á Fagranesi frá 1949 og stundaði jafnframt fuglveiðar við Drangey og var sigmaður þar í rúm 40 ár. Þá hefur hann einnig lengi siglt með ferðamenn til Drangeyjar frá Reykjum. Búsettur á Sauðárkróki.
Maki 1: Sigríður Viggósdóttir, þau eignuðust fimm börn. Jón og Sigríður slitu samvistir.
Maki 2: Hólmfríður Heiðbjört Agnarsdóttir, f. 6. september 1944, d. 13. október 1997, þau eignuðust fimm börn.

Sigurfinnur Jónsson (1930-)

  • S01852
  • Person
  • 11. mars 1930

Foreldrar: Jón Jónsson b. á Steini á Reykjaströnd og k.h. Sigfríður Jóhannsdóttir. Finni er fæddur á Daðastöðum á Reykjaströnd þar sem foreldrar hans bjuggu til 1946 er þau fluttu að Steini á Reykjaströnd. Línumaður og síðar verkstjóri hjá Rarik, búsettur á Sauðárkróki. Kvæntist Maríu Jóhannsdóttur frá Daðastöðum.

Magnús Halldórsson (1891-1932)

  • S01049
  • Person
  • 30.05.1891-13.12.1932

Foreldrar: Halldór Þorleifsson járnsmiður og k.h. Sigríður Magnúsdóttir. Magnús ólst upp hjá foreldrum sínum á Ystu-Grund, síðan Löngumýri í Vallhólmi og Þverá í Blönduhlíð. Fjölskyldan flutti til Sauðárkróks þegar Magnús var sjö ára gamall og bjó þar upp frá því. Magnús lærði skósmíði hjá Halldóri Halldórssyni en vann lítið sem ekkert við þá iðn því hann hóf kúabúskap í svokölluðu Spítalafjósi sem rekið var fyrir sjúkrahúsið. Kvæntist Hólmfríði Elínu Helgadóttur frá Ánastöðum, þau eignuðust sex börn.

Jófríður Björnsdóttir (1927-2000)

  • S01327
  • Person
  • 27. september 1927 - 20. desember 2000

Jófríður Björnsdóttir fæddist að Bæ á Höfðaströnd 27. september 1927. Hún var dóttir hjónanna Kristínar Ingibjargar Kristinsdóttur og Björns Jónssonar hreppstjóra frá Bæ á Höfðaströnd. ,,Jófríður stundaði nám við Húsmæðraskólann að Laugalandi í Eyjafirði veturinn 1945-1946. Áður en hún stofnaði heimili starfaði hún sem hótelstýra á Hofsósi, ráðskona á hótelinu Blönduósi og í Fornahvammi en sem ráðskona fyrir vegavinnuflokk og á Hólum í Hjaltadal fyrstu sumur eftir giftingu. Síðari hluta vetrar 1964 dvaldist hún í Reykjavík og lærði sniðagerð og saumaskap. Eftir það stundaði hún saumaskap á heimili sínu allt til þess er hún gerðist verkstjóri í verksmiðjunni Ylrúnu á Sauðárkróki um miðjan áttunda áratuginn þar sem hún starfaði allt til ársins 1992. Jófríður tók virkan þátt í félagsmálum, var m.a. formaður Kvenfélags Sauðárkróks, söng með Kirkjukór Sauðárkróks um árabil og í kór eldri borgara í Skagafirði síðustu árin. Jófríður giftist hinn 31. ágúst 1950 Gunnari Þórðarsyni bifreiðastjóra, síðar yfirlögregluþjóni og bifreiðaeftirlitsmanni, frá Lóni, Viðvíkursveit, þau eignuðust tvær dætur."

Ólafur Helgi Antonsson (1947-2017)

  • S00277
  • Person
  • 15.04.1947

Ólafur Helgi Antonsson fæddist 15. apríl 1947. Sjómaður, vélstjóri og leigubílstjóri á Sauðárkróki, síðar strætóbílstjóri í Reykjavík.

Haukur Þorsteinsson (1932-1993)

  • S00279
  • Person
  • 14.01.1932 - 21.09.1993

Haukur Þorsteinsson fæddist 14. janúar 1932.
Hann var vélstjóri og kennari á Sauðárkróki. Hann lék með Leikfélagi Sauðárkróks í nokkra áratugi.
Kona hans var Helga Sigríður Hannesdóttir (1934-2006).

Sigurgeir Jónsson (1918-1996)

  • S00306
  • Person
  • 30.8.1918-25.1.1996

Sigurgeir Jónsson fæddist á Sauðárkróki 30. ágúst 1918. Foreldrar hans voru Jón Þ. Björnsson skólastjóri frá Veðramóti í Vindhælishreppi í A-Hún. og kona hans, Geirlaug Jóhannesdóttir, ættuð úr Eyjafirði. ,,Skömmu eftir að Sigurgeir útskrifaðist úr Verslunarskóla íslands vorið 1942, tók hann við gjaldkerastörfum hjá bæjarverkfræðingi Reykjavíkur, starfaði síðan um skeið hjá Skjalasafni Reykjavíkur og eftir það sem vaktmaður hjá Skeljungi."

Guðni Friðriksson (1951-)

  • S00280
  • Person
  • 11.11.1951

Jóhann Guðni Friðriksson fæddist 11. nóvember 1951.
Hann er prentari á Sauðárkróki.
Guðni starfaði með Leikfélagi Sauðárkróks í nokkra áratugi.
Kona hans er Valgerður Einarsdóttir (1953-)

Jón Ormar Ormsson (1938-)

  • S00281
  • Person
  • 10.04.1938

Jón Ormar Ormsson fæddist 10. apríl 1938.
Hann er fyrrverandi dagskrárgerðamaður, handritshöfundur og leikari.
Hann hefur búið í Reykjavík og á Sauðárkróki.

Óskar Ingi Magnússon (1917-2003)

  • S00307
  • Person
  • 12.1.1917-28.8.2003

Óskar Ingi Magnússon fæddist í Ásmundarnesi, Kaldrananeshreppi á Ströndum 12. janúar 1917. Foreldrar hans voru Magnús Andrésson, bóndi og sjómaður á Kleifum í Kaldbaksvík, Kaldrananeshreppi og k.h. Efemía Bóasdóttir. Eftir lát Magnúsar var Óskar tekinn í fóstur, þá rúmlega ársgamall, af föðurbróður sínum, Rósanti Andréssyni og Sigurlaugu Guðmundsdóttur ljósmóður. Ólst hann upp hjá þeim til fullorðinsára. Hinn 17. apríl 1943 kvæntist Óskar Herfríði (Hebbu) Valdimarsdóttur frá Vallanesi, þau eignuðust þrjú börn. ,,Óskar stundaði nám við Barna- og unglingaskólann á Sauðárkróki, lauk mótorvélstjóraprófi 1937 og fiskimannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1942. Hann byrjaði ungur að stunda sjóinn á mb. Skagfirðingi. Hann var einnig stýrimaður á togurum frá Hafnarfirði og sigldi til Bretlands á stríðsárunum. Óskar var við og við stýrimaður á togurum frá Sauðárkróki 1945-1948. Árið 1949 gerðust Óskar og Hebba bændur á Brekku í Seyluhreppi í Skagafirði og bjuggu þar alla tíð síðan, aðallega með sauðfé. Meðfram búskap ráku þau sumardvalarheimili í Brekku um 30 ára skeið. Þau stunduðu jafnframt skógrækt á jörð sinni og gróðursettu í um 50 hektara lands. Óskar var einn af stofnendum skátafélagsins Eilífsbúa á Sauðárkróki. Hann var virkur félagi í ýmsum félögum tengdum landbúnaði og formaður Sauðfjárræktarfélags Seyluhrepps í 33 ár. Hann tók virkan þátt í starfsemi Guðspekifélags Íslands, Sálarrannsóknarfélags Íslands, Ungmennafélagsins Fram og Leikfélags Skagfirðinga. Hann var heiðursfélagi Skógræktarfélags Skagfirðinga, Sauðfjárræktarfélags Seyluhrepps og skátafélagsins Eilífsbúa."

Árni Sigurjón Rögnvaldsson (1915-1998)

  • S00308
  • Person
  • 10.9.1915-24.4.1998

Árni Sigurjón Rögnvaldsson fæddist á Þorleifsstöðum í Blönduhlíð í Skagafirði 10. september 1915. Foreldrar hans voru Rögnvaldur Jónsson og Sigríður Árnadóttir. Árni kvæntist Jónínu Antonsdóttur, þau eignuðust þrjú börn.

Ásgrímur Jónsson (1917-1986)

  • S00311
  • Person
  • 8.6.1917-25.3.1986

"Hann missti móður sína, Filippíu Konráðsd., þegar hann var aðeins tveggja ára gamall. Eftir fráfall hennar var honum kom- ið í fóstur hjá vandalausu fólki, því möguleikar voru ekki miklir fyrir einstæðan efnalítinn föður að hafa tvo unga drengi hjá sér. Ekki er ólíklegt að móðurmissirinn hafi haft varanleg áhrif á Ásgrím, svo ungur sem hann var. En þegar faðir hans kvæntist aftur, árið 1927, eftirlifandi konu sinni, Maríu Hjálmarsdóttur tók hann Ásgrím og eldri bróður hans Þorgrím til sín aftur. Áttu þeir því heimili hjá föður sínum og stjúpmóður fram til þess tíma er þeir stigu út í hringiðu lífsins og hófu sjálfstæða lífsbaráttu. Ásgrímur kaus að mennta sig. Hann hóf skólagöngu 17 ára gamall, enda greindur vel og átti létt með að læra. Þræddi hann menntaveginn eins stíft og fjárhagur hans leyfði. Skólagöngu hans lauk er hann út- skrifaðist úr búnaðarháskóla í Ohio. Þegar heim kom, árið 1947, réðist hann til starfa hjá rannsóknarstofn- un Háskólans að Úlfarsá í Mosfells- sveit. Þar lét hann af starfi þremur árum síðar. Flutti hann þá að Laug- arvatni og byggði þar íbúðarhús og gróðurhús. Starfaði hann við gróður- húsræktun á eigin vegum til ársins 1973. Þá tók hann við tilraunastöð landbúnaðarins að Korpu í landi Korpúlfsstaða og veitti henni for- stöðu til dauðadags."

Jósefína Hansen Friðriksdóttir (1942-)

  • S01844
  • Person
  • 05.05.1942-

Jósefína Hansen Friðriksdóttir, f. 05.05.1942 í Djúpadal. Foreldrar: Friðrik Hansen (1891-1952) og seinni kona hans, Sigríður Eiríksdóttir (1907-1992).
Maki: Guðmundur Bergsteinn Jóhannsson læknir frá Sauðárkróki.

Frosti Frostason (1957-)

  • S00292
  • Person
  • 20.07.1957

Frosti Frostason er fæddur á Sauðárkróki 20. júlí 1957.
Hann er rafvirki og var um tíma starfsmaður í Steinullarverkjunni á Sauðárkróki. Hann er búsettur á Akureyri og starfar í Norðurorku.
Kona hans er Sigríður Ragnarsdóttir (1958-)

Kolbeinn Kristinsson (1895-1983)

  • S01737
  • Person
  • 7. júlí 1895 - 15. ágúst 1983

Kolbeinn Kristinsson, f. á Þúfum í Óslandshlíð en fluttist ásamt foreldrum sínum að Skriðulandi í Kolbeinsdal 1897. Foreldrar: Kristinn Sigurðsson (1863-1943) og Hallfríður Jónsdóttir (1858-1951). Kolbeinn tók fyrst við parti af búinu á Skriðulandi en svo allri jörðinni þegar faðir hans lést 1943. Kolbein bjó í 3 ár á Hofi en fluttist aftur að Skriðulandi. Hann fór þaðan alfarinn árið 1955. Þá flutti hann til Akureyrar og vann á fjórðungssjúkrahúsinu við skrifstofustörf og sem gjaldkeri. Frá Akureyri flutti hann til Sauðárkróks og bjó í tvö ár þar og vann við skipaafgreiðslu hjá Kaupfélaginu. Loks flutti hann til Reykjavíkur þar sem hann fékk ígripavinnu hjá Finni Sigmundssyni á Þjóðskjalasafninu.
Maki: Kristín Guðmundsdóttir (1898-1981). Þau eignuðust tvær dætur.

Þorleifur Einarsson (1788-óvíst)

  • S01744
  • Person
  • 1788-óvíst

Þorleifur fæddist á Gilsbakka í Eyjafirði. Hann er skráður sem giftur vinnumaður á Hrólfsstöðum í Blönduhlíð og í Ytri-Svartárdal 1845, en bóndi á Rúgsstöðum í Eyjafirði 1816.
Faðir: Einar Árnason, bóndi á Litlahóli i Eyjafirði. Móðir: Þórey Þorleifsdóttir húsfreyja á Litlahóli í Eyjafirði.
Líklega átti hann son með Þóru Þorsteinsdóttur (1804-1855): Stefán Þorleifsson (1838-1865).

Kristján Kristjánsson (1806-1882)

  • S01748
  • Person
  • 21. sept. 1806 - 13. maí 1882

Fæddur á Þórðarstöðum í Fnjóskadal 21. september 1806, dáinn 13. maí 1882. Kristján var með stúdentspróf frá Bessastöðum 1826. Lauk lögfræðiprófi frá Hafnarháskóla 1838.
,,Hann starfaði sem skrifari á tímabilinu 1826–1830 á Möðruvöllum hjá Grími Jónssyni amtmanni. Var starfsmaður í rentukammerinu 1833–1840. Skrifari embættismannanefndarinnar í Reykjavík 1841. Málaflutningsmaður í Reykjavík 1841–1843. Settur land- og bæjarfógeti í Reykjavík 1843–1844. Sýslumaður í Skaftafellssýslu 1844–1848, sat á Höfðabrekku. Varð 1847 jafnframt umboðsmaður Kirkjubæjar- og Þykkvabæjarklaustursjarða. Skipaður 1848 dómsmálaritari og 2. yfirdómari í landsyfirréttinum, en tók ekki við því embætti fyrr en næsta sumar. Skipaður 10. júlí 1849 land- og bæjarfógeti í Reykjavík, en gegndi jafnframt áfram embætti yfirdómara þangað til Jón Pétursson tók við því sumarið 1850. Vikið frá embætti 28. september 1851 vegna framkomu sinnar á Þjóðfundinum, en gegndi því þó fram í marsmánuð 1852. Fór þá utan og varð fulltrúi í hinni íslensku stjórnardeild í Kaupmannahöfn. Skipaður 1854 sýslumaður í Skagafjarðarsýslu, sat í Hofstaðaseli. Skipaður 1860 sýslumaður í Húnavatnssýslu, sat á Geitaskarði. Skipaður 1871 amtmaður í norður- og austuramtinu, lausn 1881, sat á Möðruvöllum í Hörgárdal til 1874, er amtmannsstofan þar brann, en síðan á Akureyri."
Eiginkona: (giftust 05.06.1845): Ragnheiður Jónsdóttir Thorstensen (1824-1897) húsfreyja.

Eggert Briem (1811-1894)

  • S01750
  • Person
  • 15. okt. 1811 - 11. mars 1894

Eggert Ólafur Briem fæddist á Kjarna í Eyjafirði. Faðir: Gunnlaugur Briem sýslumaður. Móðir: Valgerðar Árnadóttur húsfreyja. Eggert lauk stúdentsprófi úr Bessastaðaskóla 1831 og var síðan skrifari hjá föður sínum til 1834. Það ár sama ár var hann settur sýslumaður Eyjafjarðarsýslu um tíma í forföllum föður síns. Eggert hélt svo til náms við Kaupmannahafnarháskóla og lauk lögfræðiprófi þaðan 1841. Eftir að Eggert kom til Íslands starfaði hann hjá Hoppe stiftamtmanni í Reykjavík til 1843. Þá var hann skipaður sýslumaður í Rangárvallasýslu en var þar aðeins eitt ár því hann varð sýslumaður Ísfirðinga 1844 og var þar til 1848. Þá fékk hann Eyjafjarðarsýslu og settist að á Espihóli. Hann var þjóðfundarmaður Eyfirðinga 1851 og var settur amtmaður í norður- og austuramti 1852-1852. Árið 1861 var Eggert skipaður sýslumaður í Skagafjarðarsýslu og bjó fyrst í Viðvík, fluttist svo að Hjaltastöðum en síðan að Reynistað og var þar allt til 1884, þegar hann lét af embætti og fluttist til Reykjavíkur. Eiginkona: (giftust 18. ágúst 1845) Ingibjörg Eiríksdóttir (1827– 1890) og áttu þau nítján börn en þrettán náðu fullorðinsaldri.

Oddgnýr Ólafsson (1883-1961)

  • S01753
  • Person
  • 10. feb. 1883 - 25. des. 1961

Oddgnýr ólst upp hjá föður sínum, Ólafi Grímssyni og fóstru, Lilju Kristjánsdóttur, á Selnesi og síðar á svokölluðum Selnesbakka sem var fyrir og eftir síðustu aldamót einhver mesta verstöð í Skagafirði. Oddgnýr fór að stunda sjó þaðan eins og faðir hans. Eignaðist hann bát þar og var formaður á honum í mörg ár. Mun hafa verið með síðustu formönnum á Selnesbökkum. Árið 1923 fluttist Oddgnýr til Sauðárkróks og hélt áfram sjómennskunni þar, bæði á eigin fari eða sem háseti hjá öðrum, svo sem Pálma Sighvats, en síðar mest hjá Halldóri Sigurðssyni. Oddgnýr reyndist farsæll formaður, siglari mikill og góður sjómaður. Oddgnýr var heiðursfélagi í Útvegsmannafélagi Sauðárkróks. Ókvæntur og barnlaus.

Júlíus Jóhann Pálsson (1896-1974)

  • S01759
  • Person
  • 16. maí 1896 - 13. nóv. 1974

Sonur Páls Pálssonar b. á Syðstahóli í Sléttuhlíð og k.h. Ástu Jóhönnu Gunnlaugsdóttur. Kvæntist Brynhildi Jónsdóttur, þau eignuðust þrjú börn og ólu upp dótturson sinn. Verkamaður á Sauðárkróki.

Sigurgeir Daníelsson (1866-1959)

  • S01761
  • Person
  • 14. maí 1866 - 29. okt. 1959

Foreldrar: Daníel Daníelsson á Skáldstöðum í Eyjafirði og k.h. Guðrún Sigurðardóttir frá Gröf í Kaupangssveit. Sigurgeir ólst upp hjá foreldrum sínum á Skáldastöðum og vann að búi þeirra, þar til hann kvæntist árið 1893, Jóhönnu Jónsdóttur frá Syðra-Dalsgerði í Eyjafirði. Það sama ár hófu þau búskap, fyrst í Hólum á móti tengdaföður sínum, en fluttust árið 1896 að Núpufelli og bjuggu þar til 1906, er þau fluttust til Sauðárkróks. Þar tók Sigurgeir að sér rekstur sjúkrahússins og gegndi því starfi í allmörg ár. Samhliða störfum sínum við sjúkrahúsið stofnsetti hann verslunina Drangey og rak hana allt fram á efri ár. Einnig var hann mörg ár þátttakandi í útgerð á Sauðárkróki. Sigurgeir gegndi mörgum trúnaðarstörfum bæði í Eyjafirði og á S.króki. Hann var í hreppsnefnd Sauðárkrókshrepps í mörg ár og hreppstjóri 1920-1932. Sigurgeir og Jóhanna eignuðust ekki börn en ólu upp tvö fósturbörn. Sigurgeir eignaðist son með Ásdísi Andrésdóttur eftir að kona hans lést.

Guðmunda Sigurrós Sigurðardóttir (1875-1964)

  • S01760
  • Person
  • 1875 - 20. okt. 1964

Frá Kvíabekk í Ólafsfirði. Var bústýra hjá Jósteini Jónassyni í Naustavík í Hegranesi. Síðar bústýra hjá Leó Jónssyni b. Svanavatni og síðast verkakona á Sauðárkróki.

Jóhanna Álfheiður Bergsdóttir (1883-1963)

  • S01757
  • Person
  • 10. okt. 1883 - 7. júlí 1967

Foreldrar: Bergur Hallsson b. á Skálafelli í Suðursveit og k.h. Sigríðar Jónsdóttur. Kvæntist Haraldi Sigurðssyni ættuðum úr Öxnadal, þau hófu búskap á Bessahlöðum í Öxnadal en fluttu að Tyrfingsstöðum á Kjálka 1911. Jóhanna var vinnukona á Silfrastöðum 1912-1913, sennilega með manni sínum í vinnumennsku í Flatatungu á Kjálka 1913-1922, bjó á Fossi í Blönduhlíð 1922-1923, vinnukona á Vöglum í Blönduhlíð 1924-1925 og húskona í Flatatungu 1925-1926. Líklega í Flatatungu 1926-1930, í Gloppu í Öxnadal 1931-1935. Fóru þaðan að Fagranesi í Öxnadal til 1939 er þau fluttu til Akureyrar þar sem þau bjuggu til 1943. Það sama ár fluttu þau til Sauðárkróks og bjuggu þar síðan. Á efri árum sínum á Sauðárkróki hafði hún þann starfa að gæta kúa bæjarbúa. Jóhanna var römm að afli, verkhög, nærfærin við sjúka og lagin við að taka á móti börnum. Jóhanna og Haraldur eignuðust fjögur börn saman, fyrir átti Jóhanna dóttur.

Eyþór Kristján Einarsson (1959-

  • S01764
  • Person
  • 31. des. 1959

Sonur Guðrúnar Eyþórsdóttur, dóttur Eyþórs Stefánssonar tónskálds. Frá Ísafirði, bjó á Sauðárkróki í lok 20. aldar, flutti til Reykjavíkur.

Sveinn Styrmir Bragason (1956-

  • S01765
  • Person
  • 5. jan. 1956-

Sonur Braga Sigurðarsonar vélsmiðs á Sauðárkróki og k.h. Sigurlaugar Sveinsdóttur.

Sigríður Rögnvaldsdóttir (1886-1972)

  • S01770
  • Person
  • 13. des. 1886 - 10. feb. 1972

Foreldrar: Rögnvaldur Björnsson b. í Réttarholti og k.h. Freyja Jónsdóttir. Sigríður var fædd og uppalin í Réttarholti. Sigríður hlaut góða menntun heimafyrir og lærði svo karlafatasaum á Sauðárkróki. Einnig var hún vetrarpart á Reynistað, þar sem hún fékk tilsögn í matargerð. Löngum hafði hún vermireit og ræktaði þar ýmiss konar grænmeti. Sigríður hafði mikinn áhuga á hjúkrun og var einstaklega lagin og nærgætin við sjúklinga. Hún hjúkraði t.d. föður sínum alla tíð í erfiðum sjúkdómi hans, bæði heim og á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki. Jónas læknir sá fljótt gáfur hennar á þessu sviði og hvatti hana eindregið til náms í þeim fræðum. Hún var ágætlega hagmælt og nokkur kvæði og stökur á hún í skagfirskum ljóðum. Sigríður kvæntist Jóni Sigurðssyni frá Sólheimum í Blönduhlíð, þau eignuðust eina dóttur. Auk þess átti Jón dóttur utan hjónabands sem Sigríður gekk í móðurstað.

Elín Jóhanna Jóhannesdóttir (1926-1981)

  • S01776
  • Person
  • 6. okt. 1926 - 12. nóv. 1981

Dóttir Moniku Helgadóttur og Jóhannesar Bjarnasonar á Merkigili. Kvæntist Jónasi Haraldssyni, þau bjuggu á Völlum í Vallhólmi.

Páll Pálsson (1876-1935)

  • S01783
  • Person
  • 27. mars 1876 - 22. apríl 1935

Foreldrar: Páll Pálsson b. að Syðri-Brekkum og síðast á Frostastöðum og k.h. Dýrleif Gísladóttir. Páll nam skósmíðar, óvíst hvar. Hóf búskap í Garði í Hegranesi á móti tengdaföður sínum árið 1897 og bjó þar til 1908, en flutti þá til Sauðárkróks og svo að Sjávarborg. Fór aftur að Garði 1910 og bjó þar á hluta af jörðinni en stundaði einnig aukapóstferðir á milli Sauðárkróks og Hóla í Hjaltadal. Bjó í Garði til 1920 er hann fór með syni sínum að Framnesi og Blönduhlíð, þar sem hann dvaldi til 1924. Var á Brimnesi 1924-1926 en fór þá aftur að Garði þar sem sonur hans tók við búi. Síðast búsettur á Sauðárkróki. Kvæntist Steinunni Hallsdóttur frá Garði, þau eignuðust einn son.

Jón Oddsson (1876-1966)

  • S01784
  • Person
  • 18. júlí 1876 - 18. des. 1966

Foreldrar: Oddur Jónsson frá Bakka í Landeyjum og k.h. Steinunn Sigurðardóttir frá Pétursey í Mýrdal. Jón ólst upp með foreldrum sínum að Landamóti í Sandgerði. Árið 1895 réðst hann kaupamaður að Hofi í Vesturdal. Þar kynntist hann konuefni sínu Jórunni Guðmundsdóttur. Þau fluttu til Sauðárkróks árið 1902 þar sem Jón hóf smíðanám hjá Ólafi Briem. Árið 1908 réðst hann fastur starfsmaður til Pálma Péturssonar kaupfélagsstjóra og vann að verslunarstörfum hjá honum í 13 ár. Árið 1922 fluttu þau til Hafnarfjarðar og vann þar að smíðum í þrjú ár en sneru þá aftur til Sauðárkróks þar sem þau bjuggu til 1940, á þessum tíma vann Jón aðallega að smíðum. Árið 1940 fluttu þau fyrst að Álfgeirsvöllum og þaðan að Vík í Staðarhreppi. Síðast búsett í Varmahlíð. Þegar Jón bjó á Sauðárkróki starfaði hann nokkuð með Leikfélagi Sauðárkróks. Jón og Jórunn eignuðust ekki börn en ólu upp tvær fósturdætur.

Kristín Magnúsdóttir (1856-1932)

  • S01787
  • Person
  • 24.05.1956-13.06.1932

Laundóttir Magnúsar f. 1825, drukknaði í Húnaflóa 1862, móðir hennar var Kristín Jónsdóttir þá í vinnumennsku á Geitaskarði. síðar b. Núpi í Laxárdal fremri.

Elín Petrína Pétursdóttir (1851-1944)

  • S01790
  • Person
  • í okt. 1851 - 15. jan. 1944

Foreldrar: Anna Kristjánsdóttir frá Svarfaðardal og Pétur Guðlaugsson b. á Miklahóli í Viðvíkursveit, þau voru ekki kvænt. Elín var fædd á Hofi í Svarfaðardal. Fermd frá hjónunum Sveinbirni Sigurðssyni og Sigríði Björnsdóttur á Ósi í Hörgárdal sumarið 1866. Var hún í vist á Ósi til 1868, en fór þá til föður síns að Miklahóli og vann að búi hans þar 1868-1873. Hún var vinnukona á Reykjum 1873-1874 og á Hólum 1874-1875 og kynntist þá mannsefni sínu Alberti Þiðrikssyni frá Sviðningi í Kolbeinsdal. Þau bjuggu á Sviðningi 1875-1876 en sigldu það sama ár vestur yfir haf. Þau bjuggu hjá Kristjáni Kjernested á Kjarna fyrsta veturinn í Nýja Íslandi 1876-1877, en námu svo land í Víðirnesbyggð. Eftir að Albert lést bjó Elín sem ekkja á Steinsstöðum á Nýja-Íslandi með sonum sínum um nokkurra ára skeið, síðast búsett í Sandy Hook. Elín átti hún sæti í sóknarnefnd um 20 ára skeið og var formaður hennar í mörg ár. Þá var hún lengi meðlimur í félagi kvenna í Húsavík á Nýja-Íslandi og nágrenni - "Husavick Ladies Aid". Elín og Albert eignuðust átta börn og fóstruðu auk þess tvö önnur börn.

Halldóra Guðrún Albertsdóttir (1875-1950)

  • S01791
  • Person
  • 11. apríl 1875 - 4. apríl 1950

Dóttir Alberts Þiðrikssonar frá Sviðningi og k.h. Elínar Petrínu Pétursdóttur. Þau sigldu til Vesturheims þegar Halldóra var eins árs gömul. Kvæntist Þorvaldi Sveinssyni b. í Hvarfi í Víðinesbyggð á Nýja-Íslandi.

Gísli Gíslason (1865-1937)

  • S01798
  • Person
  • 10. júlí 1865-31.08.1937

Foreldrar: Gísli Gíslason og Kristín Eiríksdóttir, þau voru ekki kvænt. Maður Kristínar hét Jón Jónsson og ólst Gísli upp með þeim. Var fyrst í húsmennsku á Berghyl. Bóndi í Nefsstaðaskoti í Stíflu 1893-1894, Melbreið 1894-1896, Minna Holti 1896-1904 er hann fluttist til Ólafsfjarðar. Þar bjó hann tvíbýli á Ytri-Gunnólfsá til 1915, en þá byggði hann bæ í Grundarlandi og kallaði Ytri-Grund. Þaðan fluttist hann að Syðri Grund og bjó þar til 1922, að hann flutti niður í Ólafsfjarðarhorn og dvaldist þar til dauðadags. Gísli stundaði jafnan sjómennsku með búskapnum. Var t.d. á hákarlaskipinu "Voninni" er hún fór sína frægu ferð umhverfis landið. Einnig þótti hann mjög fær klettamaður. Eftir að hann kom til Ólafsfjarðar fór hann að stunda dýralækningar og fór iðulega inn í Fljót þeirra erinda. Einnig var hann sérstaklega nærfærinn að hjúkra sjúku fólki. Gísli kvæntist Kristínu Ólafsdóttur frá Deplum í Stíflu, þau eignuðust sjö börn, auk þess ólu þau upp tvö fósturbörn.

Jón Ólafur Stefánsson (1875-1954)

  • S01799
  • Person
  • 17. maí 1875 - 21. feb. 1954

Sonur Stefáns Magnússonar b. á Reykjavöllum og k.h. Ingibjargar Margrétar Magnúsdóttur. Bóndi að Vatnsholti í Staðarsveit. Kvæntist Jónínu Þorsteinsdóttur.

Jón Árnason Egilsson (1865-1931)

  • S01801
  • Person
  • 7. sept. 1865 - 16. júlí 1931

Var verslunarmaður á Sauðárkróki, Blönduósi og loks í Reykjavík.

Halldór Bjarnason (1922-2010)

  • S01806
  • Person
  • 20. feb. 1922 - 18. des. 2010

Halldór Bjarnason fæddist á Völlum í Skagafirði 20. febrúar 1922. Foreldrar hans voru hjónin Sigurlaug Jónasdóttir og Bjarni Halldórsson. ,,Halldór fluttist með foreldrum sínum að Uppsölum í Blönduhlíð árið 1925 og ólst þar upp ásamt systkinum sínum. Báðar ömmur hans voru alla tíð á heimilinu og tóku þátt í uppeldi barnanna. Hann fór í bændaskólann á Hvanneyri 1943 og lauk þaðan búfræðiprófi 1945. Halldór kvæntist 22. maí 1948 Guðrúnu Bergþórsdóttur frá Fljótstungu í Hvítársíðu, þau eignuðust þrjár dætur. Hann hóf búskap með Guðrúnu á Uppsölum til ársins 1957 er þau fluttu að Hesti í Borgarfirði og síðan í Borgarnes 1959. Þar vann Halldór hjá Kaupfélagi Borgfirðinga. Halldór og Guðrún skildu. Seinni kona hans var Antonía Jóna Bjarnadóttir. Halldór og Antonía bjuggu lengst af í Hveragerði og á Álftanesi og vann hann síðustu ár starfsævinnar hjá Glettingi í Þorlákshöfn. Halldór var kjötmatsmaður meðfram öðrum störfum frá 1963 til 1998. Síðustu tvö árin bjó Halldór á Vífilsstöðum og nú síðast í Mörk."

Ingunn Björnsdóttir (1922-2004)

  • S01823
  • Person
  • 18. júlí 1922 - 29. nóv. 2004

Ingunn Björnsdóttir fæddist á Stóru-Ökrum 18. júlí 1922. Foreldrar hennar voru Sigríður Gunnarsdóttir húsfreyja á Stóru-Ökrum og Björn Sigurðsson bóndi og símstöðvarstjóri þar. ,,Maður Ingunnar var Geir Axelsson, þau bjuggu fyrstu árin í Bakkaseli en Björn faðir Ingunnar rak þar greiðasölu. Fluttu þau síðan að Hrólfsstöðum þar sem þau bjuggu í 8 ár, eða þar til þau eignuðust jarðirnar Litladal og Brekkukot en þar bjuggu þau þar til þau fluttu á Sauðárkrók árið 1982.." Ingunn og Geir eignuðust sjö börn.

Kristín Hólmfríður Pétursdóttir (1934-

  • S01824
  • Person
  • 23. jan. 1934

Kristín Hólmfríður Pétursdóttir fæddis á Siglufirði 23. janúar 1934. Hún er menntaður bókasafnsfræðingur og hefur unnið ýmis störf tengd námi sínu. Frá árinu 1985 var hún forstöðumaður Skjalasafns Landsbanka Íslands. Þá hefur hún komið að ritun bóka og greina. Maki: Baldur Ingólfsson, kennari, löggiltur skjalaþýðandi og dómtúlkur. Þau skildu.

Margeir Sveinn Valberg Hallgrímsson (1922-1995)

  • S01834
  • Person
  • 25. des. 1922 - 15. sept. 1995

Foreldrar hans voru Hallgrímur A. Valberg frá Reykjavöllum, bóndi á Mælifellsá og Kálfárdal, bjó síðast á Sauðárkróki, og Indíana Sveinsdóttir frá Mælifellsá. Kaupmaður á Sauðárkróki, síðar búsettur í Reykjavík.

Eðvarð Ingólfsson (1921-1979)

  • S01826
  • Person
  • 22. mars 1921 - 20. nóv. 1979

Dóttir Jónínu Guðrúnar Einarsdóttur og Ingólfs Daníelssonar b. á Steinsstöðum og víðar. Rafsuðumaður, lengst í Stálvík í Garðabæ og búsettur syðra, síðast veiðivörður í Skagafirði, þá til heimilis hjá Friðriki bróður sínum í Laugarhvammi. Ókvæntur.

Benedikt Egilsson (1922-2010)

  • S01827
  • Person
  • 12.02.1922-17.01.2010

Benedikt Egilsson fæddist á Lýtingsstöðum, Lýtingsstaðahreppi, 12. febrúar 1922. Foreldrar Benedikts voru Egill Benediktsson, bóndi á Sveinsstöðum og Jakobína Sveinsdóttir.
Benedikt giftist, 29. nóvember 1951, Sigríði Sigurjónsdóttur frá Kópareykjum í Reykholtsdal, f. 29. september 1925, d. 26. febrúar 1960 og tóku þau við búi þar, þau eignuðust sjö börn.
Sambýliskona Benedikts var Sigríður K. Jónsdóttir.

Björn Friðrik Björnsson (1941-)

  • S01840
  • Person
  • 04.02.2016

Fyrrum kennari við Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki. Búsettur á Sauðárkróki. Kvæntur Oddnýju Finnbogadóttur (1948-).

Páll Ingi Svanur Jónsson (1925-2002)

  • S01853
  • Person
  • 20. mars 1925 - 2. mars 2002

Foreldrar: Jón Jónsson b. á Steini á Reykjaströnd og k.h. Sigfríður Jóhannsdóttir. Fæddist á Daðastöðum á Reykjaströnd þar sem foreldrar hans bjuggu til 1946 er þau fluttu að Steini á Reykjaströnd. Rafvirki á Akureyri. Kvæntist Þórveigu Hallgrímsdóttur.

Friðvin Jóhann Svanur Jónsson (1932-1999)

  • S01857
  • Person
  • 11. jan. 1932 - 5. jan. 1999

Foreldrar hans voru Jón Jónsson og Sigfríður Jóhannsdóttir á Daðastöðum og síðar Steini á Reykjaströnd. Friðvin starfaði sem vélstjóri á togurum fiskiðjunnar Skagfirðings hf. Kvæntist Ingibjörgu Vilhjálmsdóttur, þau voru búsett á Hofsósi og eignuðust fimm börn.

Hjörtína Ingunn Jóelsdóttir (1925-1991)

  • S01865
  • Person
  • 07.06.1925-29.08.1991

Frá Stóru Ökrum í Blönduhlíð, dóttir Jóels Guðmundar Jónssonar bónda á Stóru-Ökrum og k.h. Ingibjargar Sigurðardóttur. Búsett í Reykjavík. Ógift og barnlaus.

Engilráð Einarsdóttir (1873-1957)

  • S01870
  • Person
  • 08.03.1873-02.09.1957

Engilráð ólst upp hjá foreldrum sínum á Hóli, Karlastöðum og Auðnum og lokst með móður sinni að Kálfsárkoti. Eftir lát móður sinnar fór hún til Önnu systur sinnar og með henni að Hornbrekku, þar sem hún kynntist mannsefni sínu, sem fyrr segir.

Gísli Felixson (1930-2015)

  • S01873
  • Person
  • 12.06.1930-30.09.2015

Gísli Felixson fæddist á Halldórsstöðum í Skagafirði 12. júní 1930. Foreldrar hans voru Felix Jósafatsson og Efemía Gísladóttir. ,,Gísli ólst upp í Húsey í Vallhólmi, Skagafirði. Hann stundaði nám við Héraðsskólann á Laugarvatni og síðan við Kennaraskólann í Reykjavík og útskrifaðist með kennarapróf 1952. Gísli kvæntist Erlu Einarsdóttur frá Vík í Mýrdal. Erla og Gísli bjuggu tvö fyrstu hjúskaparárin á Dalvík og fluttu þaðan til Sauðárkróks árið 1954 þar sem þau áttu heima til æviloka. Gísli kenndi fyrstu árin á Króknum við Barnaskólann á Sauðárkróki auk þess sem hann vann sumarvinnu sem flokksstjóri í vegavinnu frá 1956 til 1959. Árið 1960 fór hann í fullt starf hjá Vegagerðinni fyrst sem yfirverkstjóri og síðan rekstrarstjóri frá 1963 þar til hann hætti störfum vegna aldurs 1998." Erla og Gísli eignuðust þrjú börn.

Magnús Rögnvaldsson (1952-

  • S01876
  • Person
  • 19.08.1952-

Sonur Dóru Ingibjargar Magnúsdóttur og Rögnvaldar Ólafssonar hárskera á Sauðárkróki. Kvæntist Sigríði Valgarðsdóttur, f. 3. mars 1954, þau eiga þrjú börn.

Jórunn Jónsdóttir (1901-1976)

  • S01885
  • Person
  • 8. júní 1901 - 10. apríl 1976

Frá Nautabúi, dóttir Jóns Péturssonar og k.h. Sólveigar Eggertsdóttur. Ráðskona á Akureyri 1930. Seinna matráðskona á Vífilsstöðum. Kvæntist ekki en eignaðist einn son.

Niðurstöður 3486 to 3570 of 6399