Showing 6399 results

Authority record

Hólafélagið (1964-

  • S03232
  • Organization
  • 1964

Hólafélagið var stofnað að Hólum í Hjaltadal, þann 16. ágúst 1964. Höfðu áhugamenn um endurreisn Hólastaðar áður komið saman og undirbúið stofnun félagsins. Í grein Húnavöku segir um félagið: "Allt frá upphafi hefir megináhersla verið lögð á, að félagið næði til allra landsmanna. I 2. gr. að lögum félagsins, er komist svo að orði: „Hlutverk félagsins er, að beita sér fyrir samtökum meðal þjóðarinnar um eflingu Hólastaðar á sem víðtækustu sviði. Skal höfuðáhersla lögð á endurreisn biskupsstólsins á Hólum og eflingu Hóla, sem skólaseturs og vill félagið vinna."
að því að við hlið bændaskólans rísi upp nýjar menntastofnanir, sem hæfa þessu forna menningarsetri. Að því skal stefnt, að Hólar verði í framtíðinni andleg aflstöð og kirkjuleg miðstöð í Hólastifti."

Hlíf Ragnheiður Árnadóttir (1921-2013)

  • S00918
  • Person
  • 19.12.1921-16.04.2013

For­eldr­ar henn­ar voru Heiðbjört Björns­dótt­ir og Árni Daní­els­son á Sjáv­ar­borg. Hlíf kvæntist Kristmundi Bjarnasyni, þau bjuggu á Sjávarborg og eignuðust þrjár dætur.

Hjörtur Þórarinsson (1920-1996)

  • S02538
  • Person
  • 24. feb. 1920 - 1. apríl 1996

Hjörtur fæddist á Tjörn í Svarfaðardal. Foreldrar hans voru Sigrún Sigurhjartardóttir húsfreyja og Þórarinn Kristján Eldjárn, hreppstjóri og bóndi. Hjörtur varð stúdent frá MA 1940, búfræðikandídat frá Edinborgarháskóla 1944. Hann starfaði sem ráðunautur hjá Búnaðarfélagi Íslands og Sambandi nautgriparæktenda í Eyjafirði árin 1946-1949 og var kennari við MA 1948 og 1949. Hjörtur var bóndi á Tjörn í Svarfaðardal frá árinu 1950. Hann var kennari, oddviti og hreppstjóri í Svarfaðardalshreppi, varamaður á Alþingi 1963-67, sat í stjórn Búnaðarfélags Íslands frá 1971, og var fulltrúi á Búnaðarþingi og formaður Búnaðarfélags Íslands og heiðursfélagi þess. Þá sat Hjörtur í Náttúruverndarráði 1972-79 og var formaður í stjórn KEA 1972-1988. Hjörtur ritaði greinar í Árbók Ferðafélags Íslands, svo og í afmælisrit Sparisjóðs Svarfdæla og var útgefandi og ritstjóri mánaðarritsins Norðurslóðar sem hefur komið út frá 1977. Hann ritaði afmælisrit Kaupfélags Eyfirðinga og sögu sýslunefnda Eyjafjarðarsýslu sem kom út í tveimur bindum. Hjörtur hlaut Fálkaorðuna fyrir störf að félags- og samvinnumálum. Hjörtur var kvæntur Sigríði Árnadóttur Hafstað frá Vík í Staðarhreppi, þau eignuðust sjö börn.

Hjörtur Laxdal (1908-1946)

  • S00120
  • Person
  • 1908-1946

Fæddur á Skíðastöðum á Laxárdal ytri, Skag. 21. desember 1908. Látinn í Reykjavík 12. maí 1946.
Sjómaður, rakari og kaupsýslumaður á Sauðárkróki. Ókvæntur og barnlaus.

Hjörtur Hjálmarsson (1905-1993)

  • S02534
  • Person
  • 28. júní 1905 - 17. nóv. 1993

Hjörtur fæddist á Þorljótsstöðum í Skagafirði. Foreldrar hans voru Hjálmar Stefán Þorláksson bóndi og Guðleif Kristín Þorsteinsdóttir. Hjörtur var kennari og skólastjóri á Flateyri, einnig sparisjóðsstjóri, hreppstjóri og sýslunefnadarmaður. Hann var gerður að heiðursborgara Flateyrarhrepps árið 1975. Hjörtur þótti ágætur hagyrðingur. Hann var kvæntur Aðalheiði Rögnu Sveinsdóttur, þau eignuðust tvo syni.

Hjörtur Hjálmarsson (1840-1893)

  • S03004
  • Person
  • 30. jan. 1840 - 19. maí 1893

Fæddur á Skíðastöðum. Foreldrar: Hjálmar Árnason bóndi og kona hans Guðrún Stefánsdóttir. Hjörtur ólst upp hjá foreldrum sínum. Bóndi á Bústöðum í Austurdal 1864-1883, Skíðastöðum 1883-1893. Byggði eitt af fyrstu timburhúsunum í sveitum Skagafjarðar er hann bjó á Skíðastöðum og setti einnig brú á Grímsá til að létta beitarhúsamönnum leiðina yfir þessa mannskæðu á.
Hjörtur sat í hreppsnefnd Skefilstaðahrepps og var sýslunefndarmaður 1889-1892 og hreppstjóri frá 1886 til æviloka.
Maki 1: María Jóhannesdóttir (1839-1871). Ekkert barna þeirra komst upp.
Maki 2: María Þorláksdóttir (f. um 1846, d. 1874). Þau eignuðust ekki börn.
Maki 3: Ingibjörg Gunnarsdóttir. Ekkert barna þeirra komst upp.
Maki 4: Þórunn Gunnarsdóttir. Þau ólu upp nokkur fósturbörn.
Einnig átti Hjörtur launbarn á milli kvenna. Lundfríði (1877-1912) sem var skólastýra Kvennaskólans á Akureyri.

Hjörtur Benediktsson (1883-1982)

  • S02540
  • Person
  • 23. sept. 1883 - 6. ágúst 1982

Hjörtur var fæddur á Skinþúfu í Vallhólma, þar ólst hann upp og síðar á Syðra-Skörðugili. Foreldrar hans voru Ingibjörg Einarsdóttir og Benedikt Kristjánsson. Hann kvæntist Guðbjörgu Sigurðardóttur frá Marbæli á Langholti, en hún lést eftir barnsburð árið 1912. Þá bjuggu þau á Hryggjum í Gönguskörðum og var Hjörtur síðasti bóndi sem þar bjó. Hjörtur flutti með dóttur sína, Guðbjörgu, sem var á fyrsta ári, að Glaumbæ á Langholti. Hún lést á unglingsaldri úr lömunarveiki. Árið 1917 flutti Hjörtur að Marbæli og bjó þar síðan. Hjörtur var bókhneigður maður og átti nokkurt bókasafn. Hann skrifaði ýmsa þætti í blöð og tímarit. Einnig var hann bókbindari. Hann var lengi forðagæslumaður, stefnuvottur og hirti fé fyrir Seylhreppinga í 40 ár. Hjörtur var safnvörður í Glaumbæ 1954 - 1964.

Hjörtína Ingunn Jóelsdóttir (1925-1991)

  • S01865
  • Person
  • 07.06.1925-29.08.1991

Frá Stóru Ökrum í Blönduhlíð, dóttir Jóels Guðmundar Jónssonar bónda á Stóru-Ökrum og k.h. Ingibjargar Sigurðardóttur. Búsett í Reykjavík. Ógift og barnlaus.

Hjörleifur Stefánsson (1947-

  • S02544
  • Person
  • 12. des. 1947-

Hjörleifur er arkitekt. Hann hefur m.a.skrifað bókina Af jörðu - Íslensk torfhús.

Hjörleifur Sigfússon (1872-1963)

  • S02853
  • Person
  • 12. maí 1872 - 22. feb. 1963

Hjörleifur Sigfússon, f. 12.05.1872 á Stóru-Ökrum í Blönduhlíð. Foreldrar: Sigfús Jónasson, bóndi og refaskytta í Hringey í Vallhólmi og kona hans Margrét Guðmundsdóttir. Hjörleifur ólst í fyrstu upp með foreldrum sínum en fór ungur að árum í vinnumennsku til sr. Jóns Magnússonar á Mælifelli. Var þar smali á sumrum og sat yfir kvíaám en var svo í ýmsum sendiferðum á vetrum fyrir prest og heimilið. Í hjásetunni hafði hann með sér markaskrár, bæði til að æfa sig í lestri og nema fjármörk manna. Leifi var með afbrigðum minnisgóður og mundi flest mörk í Skagafjarðar- og Húnavatnssýslum en einnig úr Árnes- og Borgarfjarðarsýslum. Nýttist sú kunnátta oft til að flýta fyrir réttarstörfum. Fékk hann af því viðurnafnið Marka-Leifi. Vorið 1900 fór Hjörleifur með presti að Ríp í Hegranesi en þaðan að Sjávarborg til Pálma Péturssonar tveimur árum síðar. Eftir það var hann á ýmsum stöðum en sjaldnast lengi í einu. Var hann löngum lausamaður og fór í fjallgöngur og fénaðarhirðingar á haustum. Síðustu árin var hann til heimilis í Hátúni í Seyluhreppi. Leifi var ógiftur og barnlaus. Fjallskilasjóður Reynistaðarafréttar heiðraði minningu Leifa með því að leggja fé til útfararkostnaðar. Þá héldu Skagfirðingar og Húnvetningar honum veglegt afmælishóf þegar hann varð áttræður.

Hjörleifur Kristinsson (1918-1992)

  • S00141
  • Person
  • 12.11.1918-01.10.1992

Hjörleifur Kristinsson var fæddur í Borgargerði í Norðurárdal í Skagafirði þann 12. nóvember 1918. Foreldrar: Kristinn Jóhannsson og kona hans Aldís Sveinsdóttir. Fluttist í Gilsbakka 11 ára gamall og ólst þar upp síðan hjá Hjörleifi Jónssyni fósturbróður Aldísar. Bóndi á Gilsbakka frá 1973 til æviloka. Ókvæntur og barnlaus.

Hjörleifur Jónsson (1890-1985)

  • S02826
  • Person
  • 2. ágúst 1890 - 9. apríl 1985

Hjörleifur Jónsson, f. 02.08.1890 á Gilsbakka í Austurdal. Foreldrar: Jón Jónsson bóndi á Gilsbakka og seinni kona hans, Aldís Guðnadóttir. Bóndi á Gilsbakka 1918-1973. Hjörleifur var vel skáldmæltur og orti töluvert. Árið 1978 kom út eftir hann ljóðabókin Mér léttir fyrir brjósti. Maki 1: Friðrika Sveinsdóttir frá Þorsteinsstaðakoti í Tungusveit, þau eignuðust einn son. Friðrika lést úr berklum stuttu eftir fæðingu drengsins. Maki 2: Kristrún Helgadóttir, þau eignuðust fimm börn saman, fyrir átti Kristrún fjögur börn. Einnig átti Hjörleifur fósturson, Hjörleif Kristinsson.

Hjörleifur Andrésson (1885-1965)

  • S03115
  • Person
  • 12. júlí 1885 - 31. des. 1965

Foreldrar: Andrés Pétursson b. á Öldubakka á Skaga og k.h. Kristjana Jónsdóttir. Bóndi á Öldubakka 1912-1916, á Þorbjargarstöðum í Laxárdal 1919-1920, á Breiðstöðum í Skörðum 1920-1921 er hann flutti til Sauðárkróks. Á Sauðárkróki starfaði hann m.a. við sláturhús K.S. og var í sigflokki Marons Sigurðssonar í Drangey. Hjörleifur tók þátt í starfsemi Leikfélags Sauðárkróks og lék m.a. hlutverk Skugga-Sveins í samnefndu leikriti. Árið 1925 kvæntist Hjörleifur Steinvöru Júníusdóttur. Þau slitu samvistir eftir stutta sambúð. Hjörleifur kvæntist ekki aftur og var barnlaus.

Hjördís Kristjánsdóttir (1930-

  • S02419
  • Person
  • 28. feb. 1930-

Hjördís ólst upp hjá frændfólki inn til dala á Norðurlandi. Fósturmóðir hennar var Friðrika Guðrún Jónsdóttir. Hjördís var bóndi og kennari. Maki: Sigurgeir Sigurðsson.

Hjördís Björg Tryggvadóttir Kvaran (1920-1991)

  • S02548
  • Person
  • 27. ágúst 1920 - 6. mars 1991

Hjördís fæddist að Mælifelli í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði. Foreldrar hennar voru Anna Grímsdóttir Thorarensen húsfreyja og sr. Tryggvi Guttormur Hjörleifsson Kvaran. Hjördís stundaði nám við Samvinnuskólann og einnig við Kvennaskólann. Eiginmaður hennar var Finnur Kristjánsson. Þau hófu búskap sinn að Halldórsstöðum í Kinn 1939 en fluttu síðar að Svalbarðseyri þar sem Finnur var kaupfélagsstjóri í 14 ár. Finnur tók við starfi kaupfélagsstjóra Kaupfélags Þingeyinga 1953 og þá flutti fjölskyldan til Húsavíkur. Hjördís starfaði síðast sem safnvörður í Safnahúsinu á Húsavík. Hjördís og Finnur eignuðust þrjú börn.

Hjalti Sigurðsson (1920-1995)

  • S00037
  • Person
  • 22.03.1920-18-11.1995

Hjalti Sigurðsson var fæddur í Flugumýrarhvammi í Akrahreppi í Skagafirði. 22. mars 1920. Hann var bóndi og vélsmiður á Hjalla í Akrahreppi í Skagafirði. Kona hans var Ingibjörg Kristjánsdóttir (1928-2012). Hjalti lést á Sauðárkróki 18. nóvember 1995.

Hjalti Pálsson (1947-)

  • S01382
  • Person
  • 25.06.1947-

Hjalti fæddist á Sauðárkróki árið 1947, sonur Páls Sigurðssonar b. og íþróttakennara á Hofi í Hjaltadal og k.h. Önnu Gunnlaugsdóttur. Hann ólst upp á Hofi. Nú búsettur á Sauðárkróki. Hann er ritstjóri Byggðasögu Skagafjarðar.

Hjalti Pálsson (1922-2002)

  • S01183
  • Person
  • 1. nóvember 1922 - 24. október 2002

Hjalti Pálsson fæddist á Hólum í Hjaltadal 1. nóvember 1922. Foreldrar hans voru hjónin Páll Zópóníasson skólastjóri á Hólum, síðar alþm. og búnaðarmálastjóri, og Guðrún Hannesdóttir. Þau bjuggu á Hvanneyri, Kletti í Reykholtsdal, Hólum í Hjaltadal og í Reykjavík. ,,Hjalti varð gagnfræðingur í Reykjavík 1938, búfræðingur frá Hólum 1941, stundaði nám í landbúnaðarverkfræði við háskóla í Fargo í Norður-Dakota í Bandaríkjunum árin 1943-1945 og eftir það við háskóla í Ames í Iowa 1945-1947 og lauk þaðan BSc.-prófi. Hjalti hóf störf í véladeild SÍS árið 1948 og varð framkvæmdastjóri Dráttarvéla hf. frá 1949 til 1960. Frá 1952 var hann framkvæmdastjóri véladeidar SÍS og innflutningsdeildar SÍS frá 1967 þar til hann lét af störfum árið 1987 fyrir aldurs sakir. Hjalti sat í framkvæmdastjórn SÍS í nærri fjóra áratugi, var varaformaður stjórnar frá 1977 og um nokkurt skeið stjórnarformaður Dráttarvéla. Hann sat einnig í stjórn Osta- og smjörsölunnar um árabil og var þar endurskoðandi. Hjalti stofnaði fyrir hönd SÍS með öðrum innflytjendum sameignarfélagið Desa til innflutnings á skipum frá A-Þýskalandi, m.a. fyrir ríkisstjórnina. Hann sat í stjórn þess fyrirtækis þar til því var slitið 1975. Hann vann að stofnun Kornhlöðunnar til innflutnings á lausu korni til fóðurblöndunar, var fyrsti stjórnarformaður hennar og sat í stjórn hennar um árabil. Þá var hann um langt skeið í stjórn Jötuns, var formaður byggingarnefndar Holtagarða, í samninganefnd um viðskipti milli Þýskalands og Íslands árið 1954, í samninganefnd milli Íslands og A-Þýskalands 1958-1960 og var skipaður í fleiri nefndir á vegum hins opinbera, m.a. Hólanefnd sem gerði tillögur um uppbyggingu Hólastaðar. Eftir að Hjalti lét af störfum hjá SÍS vann hann ýmis verkefni fyrir Landssamband hestamanna og var gerður að heiðursfélaga. Sat hann um árabil í stjórn landssambandsins og var ævifélagi í Hestamannafélaginu Fáki. Hann var einnig heiðursfélagi Samtaka sykursjúkra sem hann tók þátt í að stofna árið 1971."
Hinn 21. febrúar 1951 kvæntist Hjalti Ingigerði Karlsdóttur flugfreyju, þau eignuðust þrjú börn.

Hjalti Kristgeirsson (1933-

  • S02532
  • Person
  • 12. ágúst 1933-

Hjalti er fyrrverandi forstöðumaður Árbókar ferðafélags Íslands. Kvæntur Jónínu H. Gísladóttur. Búsettur í Hafnarfirði.

Hjalti Jósafat Guðmundsson (1929-2012)

  • S00145
  • Person
  • 13.06.1929-26.08.2012

Hjalti Jósafat Guðmundsson fæddist á Sauðárkróki 13. júni 1929. Foreldrar hans voru Hólmfríður Jónasdóttir og Guðmundur Jósafatsson. 23. janúar 1952 kvæntist Hjalti Kristínu Björgu Svavarsdóttur og eignuðust þau fimm börn. ,,Hjalti ólst upp á Sauðárkróki. Hann var húsasmíðameistari og starfaði við það fag alla sína tíð. Hann var oft kallaður til sem prófdómari við sveinspróf og vann mikið með iðnsveinafélaginu á Sauðárkróki. Hjalti var einn af stofnendum Kiwanisklúbbsins Drangeyjar á Sauðárkróki og var virkur félagsmaður til síðasta dags."

Hjalti Jónsson (1909-1984)

  • S00142
  • Person
  • 29.07.1909-06.04.1984

Hjalti Jónsson var fæddur á Stóru-Ökrum í Blönduhlíð í Skagafirði þann 29. júlí 1909.
Hann var í Valadal, Glaumbæjarsókn, Skagafirði 1930. Bóndi í Víðiholti hjá Víðimýri, Skagafirði. Síðast búsettur í Seyluhreppi.
Kona hans var Ólína Rebekka Eiríksdóttir (1918-2006).
Hjalti lést í Reykjavík 6. apríl 1984.

Hjalti Hugason (1952-

  • S02547
  • Person
  • 4. feb. 1952-

Hjalti er prófessor í guðfræði; hefur fjallað mikið um kirkjusögu.

Hjalti Gíslason (1930-2011)

  • S02551
  • Person
  • 26. jan. 1930 - 8. ágúst 2011

Hjalti var fæddur á Hofsósi og bjó þar alla tíð. Foreldrar hans voru Anna Sigríður Pálsdóttir og Gísli Benjamínsson. Hjalti fékk vélstjóraréttindi 1959, en hann var sjómaður lengst af, eða gegndi störfum sem tengdust sjómennsku. Eiginkona hans var Marín Sveinbjörnsdóttir; þau áttu eina dóttur. Hjalti var vel lesinn og hafði gott vald á íslensku máli og var vel hagmæltur.

Hjalti Árnason (1915-2010)

  • S02476
  • Person
  • 11. jan. 1915 - 4. júlí 2010

Hjalti fæddist á Víkum á Skaga A-Hún., sonur hjónanna Árna Antoníusar Guðmundssonar bónda og smiðs í Víkum og Önnu Lilju Tómasdóttur húsfreyju.
Hjalti kvæntist Önnu Lilju Magnúsdóttur og varð þeim níu barna auðið. Hjalti og Anna Lilja bjuggu allan sinn búskap á Skeggjastöðum í Blöndudal. ,,Meðfram búskapnum starfaði Hjalti sem póstur sveitarinnar í áratugi. Á fyrstu árum búskapar síns eignaðist hann jarðvinnsluvélar sem hann nýtti fyrir sjálfan sig og vann auk þess fyrir nágranna sína. Hann var einnig sjálfmenntaður járnsmiður, átti smiðju þar sem hann smíðaði m.a. skeifur undir reiðhesta sína og annarra."

Hjálmur Konráðsson (1895-1933)

  • S00796
  • Person
  • 23.11.1895-17.12.1933

Sonur Konráðs Magnússonar og Ingibjargar Hjálmsdóttur á Syðra-Vatni. Lausamaður á Hofstöðum, Helgafellssókn, Snæf. 1920. Kaupfélagsstjóri á Miðstræti 4, Vestmannaeyjum 1930. Framkvæmdastjóri í Vestmannaeyjum.

Hjálmar Þorsteinsson (1886-1982)

  • S02104
  • Person
  • 5. sept. 1886 - 20. maí 1982

Fæddur að Reykjum í Hrútafirði. Hóf búskap í Mánaskál í Laxárdal með konu sinni Önnu Guðmundsdóttur frá Holti á Ásum. Fluttu síðan að Hofi á Kjalarnesi og við þann bæ var Hjálmar jafnan kenndur. Fluttu síðan að Jörva og síðast til Reykjavíkur. Hjálmar var skáld og gaf út nokkrar bækur.

Hjálmar Þorgilsson (1871-1962)

  • S03036
  • Person
  • 17. jan. 1871 - 15. okt. 1962

Fæddur á Kambi í Deildardal. Foreldrar: Þorgils Þórðarson (1842-1901), bóndi á Kambi og kona hans Steinunn Árnadóttir (1848-1918). Hjálmar ólst upp hjá foreldrum sínum á Kambi. Faðir hans stundaði m.a. fuglaveiðar í Drangey og þangað fór Hjálmar 15 ára gamall. Árið eftir, 1887, gerðist hann bjargmaður við Drangey og var það óslitið í 18 ár. Varð hann á þeim árum þekktur fyrir að klífa Kerlingu, 80-90 m háan móbergsdrang sem stendur skammt frá Drangey. Var hann annar maðurinn sem það gerði. Eftir andlát föður síns tók Hjálmar við búi á Kambi og bjó þar með móður sinni og systur þar til hann kvæntist árið 1904. Keypti hann þá Hof á Höfðaströnd og fluttist þangað vorið 1905. Meðan hann bjó þar missti hann konu sína. Fljótlega eftir það seldi hann Hof og flutti aftur að Kambi. Var bóndi þar 1913-1930, er dóttir hans og tengdasonur tóku við búi, en hann hafði þó jarðarnytjar til 1942. Hjálmar hlaut heiðursverðlaun úr sjóði Kristjáns konungs IX. fyrir jarðarbætur á Hofi. Hann sat um skeið í hreppsnefnd Hofshrepps og var oddviti 1907-1910.
Maki: Guðrún Magnúsdóttir (1880-1909) frá Sleitustöðum. Þau eignuðust þrjú börn.

Hjálmar Sveinsson (1913-2004)

  • S02554
  • Person
  • 14. jan. 1913 - 28. sept. 2004

Hjálmar var fæddur á Giljum í Vesturdal í Skagafirði. Foreldrar hans voru Sveinn Sigurðsson og kona hans Guðrún Jónsdóttir frá Bakkakoti. ,,Hjálmar var á ýmsum stöðum í Skagafirði eftir að foreldrar hans skildu. Skömmu eftir fermingu flutti hann til föður síns á Giljum í Vesturdal og hinn 17. júní 1944 flutti Hjálmar ásamt föður sínum í Syðra-Vatn í Efri-byggð í Skagafirði. Þar bjó Hjálmar til ársins 1979 er hann brá búi og flutti til Akureyrar. Á Akureyri var Hjálmar næturvörður hjá Slippstöðinni þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir." Hjálmar varð ekki mikillar skólagöngu aðnjótandi, en hann var bókhneigður og fróður maður og hafði góða þekkingu á sögu lands og þjóðar. Hann giftist Soffíu Sigurbjörgu Jóhannsdóttur; þau eignuðust sex börn.

Hjálmar Sigurður Helgason (1909-2005)

  • S02036
  • Person
  • 29.08.1909-21.04.2005

Hjálmar Sigurður Helgason fv. bifreiðarstjóri, Holtagerði 84 í Kópavogi fæddist á Ánastöðum í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði 29. ágúst 1909. Foreldrar hans voru Margrét Sigurðardóttir frá Ásmúla í Holtum og Helgi Björnsson bóndi. Hjálmar kvæntist 6. maí 1943 konu sinni Kristbjörgu Pétursdóttur kennara frá Hranastöðum í Eyjafirði, f. 25. júlí 1916. Þau bjuggu fyrst eitt ár á Sauðárkróki, síðan á Akureyri frá 1944 - 1967. Þá fluttust þau til Kópavogs og bjuggu þar upp frá því.

Hjálmar Rögnvaldur Bárðarson (1918-2009)

  • S02552
  • Person
  • 8. júní 1918 - 7. apríl 2009

Hjálmar var fæddur á Ísafirði 8. júní 1918. Foreldrar hans voru Filippía Hjálmarsdóttir húsfreyja og Bárður G. Tómasson skipaverkfræðingur. Hjálmar varð stúdent frá MR 1939 og lauk prófi í skipaverkfræði 1947 frá DtH í Kaupmannahöfn. Hann starfaði hjá skipasmíðastöðvum í Danmörku og Englandi eftir námslok, en síðan hjá Stálsmiðjunni í Reykjavík. Hann hannaði og stóð fyrir smíði á fyrsta íslenska stálskipinu, Magna. Einnig hannaði hann fjölda fiskiskipa. Árið 1954 var Hjálmar skipaður skipaskoðunarstjóri og síðar siglingamálastjóri, en því embætti gengdi hann til starfsloka 1985. Hann var forseti Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMO) 1969-1971. Hjálmar var áhugaljósmyndari af lífi og sál og gaf út 12 ljósmyndabækur um Ísland og íslenska náttúru. Einnig gaf hann út tvær bækur um íslensk fiskiskip. Bárður kvæntist Else Sörensen frá Danmörku árið 1946. Þau voru barnlaus.

Hjálmar Ragnarsson (1952-

  • S02558
  • Person
  • 23. sept. 1952-

Hjálmar fæddist á Ísafirði. Var í tónlistarnámi þar og síðar í framhaldsnámi í Hollandi og Bandaríkjunum. Tónskáld, tónstjóri, kennari. Var rektor Listaháskóla íslands.

Hjálmar Pálsson (1904-1983)

  • S03193
  • Person
  • 03.03.1904-15.04.1983

Hjálmar Pálsson, fæddur 03.03.1904 (05.03. skv. kirkjubók) á Stafni í Deildardal, d. 15.04.1983 í Hafnarfirði. Foreldrar: Páll Ágúst Þorgilsson bóndi í Stafni og síðar á Brúarlandi í Deildardal og kona hans Guðfinna Ásta Pálsdóttir. Hjálmar fluttist með foreldrum sínum frá Stafni að Brúarlandi aðeins eins ár að aldri og ólst þar upp í hópi margra systkina. Faðir hans dó 1925, aðeins 52 ára gamall. Eftir það bjó Hjálmar með móoður sinni og Þorgils bróður sínum á Brúarlandi 1925-1928. Þá fluttist hann að Kambi og kvæntist árið etir Steinunni frændkonu sinni. Mun hann hafa haft ítök í Brúarlandi næstu tvö árin og er þar opinberlega talinn bóndi, en 1930 tekur hann alfarið við búi á Kambi er Hjálmar tengdafaðir hans bregðu búi. Hjálmar var svo búsettur að Kambi til ársins 1982, er hann fór til Hafnarfjarðar til barna sinni. Var hann þá orðinn heilsulaus og lést vorið eftir. Steinunn kona hans lést árið 1942 frá sjö ungum börnum en Hjálmar hélt áfram búskap og ól upp börnin og tóku yngstu dæturnar að sér húsmóðurhlutverkið barnungar. Tvö barnanna voru tekin í fóstur í nærliggjandi bæjum. Í rúm 20 ár bjó Hjálmar félagsbúi ásamt Páli syni sínum og Erlu konu hans en þau flutti til Sauðárkróks 1976 og síðustu 3-4 árin var Hjálmar einn á Kambi. Var hann þá með annan fótinn á Háleggsstöðum hjá Þórönnu dóttur sinni.
Maki: Steinunn Hjálmarsdóttir (11.06.1905-15.07.1942). Þau eignuðust tíu börn. Tvö dóu úr kíghósta á fyrsta ári og eitt lést samdægurs.

Hjálmar Jónsson (1950-)

  • S00455
  • Person
  • 17.04.1950-

Fæddur í Borgarholti í Biskupstungum 17. apríl 1950. Foreldrar: Jón Óli Þorláksson járnsmiður og kona hans Árveig Kristinsdóttir. Maki: Signý Bjarnadóttir (fædd 9. júlí 1949).
Nám: Stúdentspróf MA 1971. Guðfræðipróf HÍ 1976. Framhaldsnám í St. Paul í Bandaríkjunum 1993.
,,Sóknarprestur í Bólstaðarhlíðarprestakalli 1976–1980. Sóknarprestur í Sauðárkróksprestakalli síðan 1980, prófastur síðan 1982. Vann við löggæslu, fangavörslu, sjómennsku o.fl. Kenndi við Húnavallaskóla, Gagnfræðaskóla Sauðárkróks og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Í ritstjórn landsmálablaðsins Feykis frá stofnun, í stjórn Prestafélags Hólastiftis. Í Hólanefnd frá 1982, formaður 1982–1987. Í fræðsluráði Norðurlandsumdæmis vestra frá 1982. Í skólanefnd Sauðárkróks 1982–1994, formaður lengst af. Í sálmabókarnefnd frá 1985. Í útvarpsráði 1991–1995. Í útvarpslaganefnd frá 1992. Í nefnd um endurskoðun laga um mannanöfn. Í nefnd um jöfnun námskostnaðar. Fulltrúi Íslands á þingi Evrópuráðsins 1995–1999. Í stjórn Þróunarsamvinnustofnunar Íslands síðan 1997 og í stjórn Lánasjóðs landbúnaðarins síðan 1998. Alþingismaður Norðurlands vestra 1995–2001 (Sjálfstæðisflokkur). Varaþingmaður Norðurlands vestra október og nóvember 1991, mars–apríl 1992, febrúar–mars og mars 1993, mars, október og desember 1994, janúar 1995. Fjárlaganefnd 1995–2001, allsherjarnefnd 1995–2001, landbúnaðarnefnd 1995–2001 (formaður 1999–2001), kjörbréfanefnd 1999–2001, sérnefnd um stjórnarskrármál 1999–2000. Íslandsdeild Norðurlandaráðs 1999–2001." Hjálmar hefur einnig ort ljóð og sálma sem birst hafa í Sálmabókarviðbæti og samið smásögur og greinar um ýmis efni.

Hjálmar Jónsson (1796-1875)

  • S03424
  • Person
  • 29.09.1796-25.07.1875

Hjálmar Jónsson skáld betur þekktur sem Bólu-Hjálmar fæddist á Hallandi í Eyjafirði 1796. Hann lést 25. júlí 1875 í Brekkuhúsum skammt frá Víðimýri í Skagafirði. Hjálmar var bóndi og ljóskáld og bjó lengst af í Skagafirði. Foreldrar hans voru Marsibil Semingsdóttir fædd 1769 og Jón Benediktsson fæddur 1763. Heimildum ber ekki saman um það að Jón Benediktsson hafi raunverulega verið faðir Hjálmars. Snemma var grunur um að séra Sigfús Jónsson prófastur á Höfða í Höfðahverfi hafi verið faðir hans. Hjálmar daðraði við þá hugmynd sjálfur.

Í ævisögum um Hjálmar er sagan um fæðingu hans sögð þannig að móðir hans hafi verið gestkomandi að Hallandi er hún ól son sinn. Þegar hann var einungis næturgamall lagði vinnukona á Hallandi af stað með hann til Hreppsstjórans í poka til þess að hægt væri að ráðstafa drengnum. Á leið sinni sóttist hún eftir næturgistingu hjá Sigríði á Dálksstöðum. Morgunin eftir var illviðri og þvertók Sigríður fyrir að lengra væri farið með barnið og sagðist fara með hann sjálf þegar veðrið batnaði. Af því varð aldrei, heldur tók hún hann til fósturs og gekk honum í móðurstað fyrstu árin. Á sjötta aldursári dvaldi hann einn vetur (1800-1801) hjá Oddi Gunnarssyni bónda á Dagverðareyri. Hjálmar ólst upp við algeng sveitastörf og reyndist þar liðtækur. Hann fór að stunda sjóróðra og segir hann sjálfur frá að hafa róið út frá Dagverðareyri. Þegar Hjálmar var 14 ára lést fósturmóðir hans. Talið er að Jóhann sonur Sigríðar á Dálksstöðum hafi kennt Hjálmari að lesa en fátt er vitað um menntun hans í æsku. Hann gekk ekki í skóla en af kveðskap sem er til eftir hann frá þessum árum má sjá að hann hafi snemma verið lesgjarn og fróðleiksfús. Í nokkrum vitnisburðum séra Jóns Þorvarðarsonar kemur meðal annars fram að Hjálmar er efnilegur og vel skarpur í gáfum. Eftir lát fósturmóður sinnar fór hann að Blómsturvöllum þar sem Jón faðir hans og Valgerður dóttir Sigríðar voru farin að búa.

Vorið 1820 fór Hjálmar vestur í Blönduhlíð í Skagafirði og gerðist vinnumaður á Silfrastöðum til vorsins 1821. Á næsta bæ bjó móðursystir hans, Guðbjörg Semingsdóttir fjölskylda hennar. Dóttir hennar Guðný og Hjálmar fóru að vera saman og eignuðust barn sumarið 1821 sem lést mánuði síðar. Ári síðar giftu þau sig. Þau bjuggu á ýmsum bæjum í Skagafirði næstu árin og var mjög þröngt í búi. Þau áttu sjö börn, fimm af þeim komust á fullorðins aldur.
Hann var kenndur við Bólu (Bólstaðargerði) í Blönduhlíð þar sem hann bjó í rúm 15 ár. Hjálmar átti í deilum við sveitunga sína og kvað gjarnan vísur um þá og ávirðingar þeirra. Hann varð einangraður frá öðrum, menn hræddust hann og var illa við hann. 1838 var hann sakaður um sauðaþjófnað en var sýknaður af þeim ákærum. Hann hraktist frá Bólu ári seinna. Þaðan fór hann að Minni-Ökrum. Þar missti hann konu sína sem dó 24. júní 1845. Hann var á Minni-Ökrum í 28 ár. Með árunum varð hann nær ófær til allra verka en gat áfram skrifað. Hann háði ævilanga baráttu við fátækt og strit. Frá Minni-Ökrum fór hann að Grundargerði í Akrahreppi og þaðan að Starrastöðum í Tungusveit og var þar í 2 ár í húsamennsku með Guðrúnu, yngstu dóttur sinni. Þaðan fóru þau að Brekku nálægt Víðimýri. Eftir 5 vikna dvöl þar í beitarhúsum dó hann 5. ágúst 1875, á 80. aldursári.

Í kveðskap Hjálmars fjallar hann gjarnan um slæm kjör og samferðamenn sína. Hjálmar þótti óvæginn og illskeyttur. Þrátt fyrir að eiga sér marga óvildarmenn átti hann líka marga vini og var hann fenginn til að skemmta í veislum. Honum var margt til lista lagt. Hann var þjóðfræðisafnari, listaskrifari, góður kvæðamaður og þótti hafa merkilega frásagnargáfu og var því eftirsóttur til ræðuhalda á mannamótum.
Kveðskapur eftir Hjálmar Jónsson er mikill að vöxtum, rímur, ljóð og lausavísur. Eftir hann hafa einnig varðveist fagurlega útskornir gripir.

Hjálmar Guðjónsson (1943-2007)

  • S02609
  • Person
  • 15. mars 1943 - 20. júní 2007

Foreldrar: Guðjón Jónsson og Valborg Hjálmarsdóttir bændur á Tunguhálsi. ,,Bjó alla tíð á Tunguhálsi, byggði þar upp og ræktaði nýbýlið Tunguháls II. Söng m.a. í Rökkurkórnum til margra ára, sat þar í stjórn o.fl. Hann var deildarstjóri hjá K.S. Gangna- og fjallskilastjóri á Hofsafrétt, sinnti ýmsum stjórnunar-, nefndar- og félagsstörfum." Hjálmar árið 1968 Þóreyju Helgadóttur frá Hranastöðum í Eyjafirði, þau eignuðust fjórar dætur.

Hitaveita Seyluhrepps (1986-1997)

  • S02846
  • Organization
  • 1986-1997

Árið 1972 var borað austan í Reykjarhólnum í tengslum við fyrirhugaða skólabyggingu. Við borunina fékkst meira vatn en þurfti að nota við skólann og var þá Hitaveita Varmahlíðar stofnuð og lögð hitaveita um íbúðarhverfið. Frá henni voru einnig lagðar leiðslur að Löngumýri og að Húsey. Í byrjun janúar 1986 undirritaði sýslunefnd Skagafjarðarsýslu og hreppsnefnd Seyluhrepps hitaveitusamning sem fól í sér að Seyluhreppur tók við öllum rekstri Hitaveitu Varmahlíðar og hét veitan því að greiða Menningarsetri Skagfirðinga í Varmahlíð 7% af sölu veitunnar á heitu vatni. Það ár var lögð hitaveita í Víðimýrartorfu og Álftagerði, en árið 1988 var unnið að hitaveitu út Langholt allt að Marbæli. Sumarið 1997 var boruð hola rétt vestan og norðan við háhólinn. Hún var 427 metra djúp og gefur a.m.k. 40 l/sek af 96 gr. heitu vatni. Það vatn er enn ónotað og bíður síns tíma. Sama ár voru Hitaveita Seyluhrepps og Hitaveita Sauðárkróks sameinaðar í einu fyrirtæki, Hitaveitu Skagafjarðar. Tveimur árum síðar var lokið lagningu hitaveitu milli Sauðárkróks og Varmahlíðar.

Hinrik Már Jónsson (1967-

  • S02681
  • Person
  • 29. nóv. 1967-

Búsettur á Syðstu-Grund í Blönduhlíð. Maki: Kolbrún María Sæmundsdóttir.

Hilmar Skagfield (1923-2011)

  • S00295
  • Person
  • 24.7.1923-14.8.2011

Hilm­ar fædd­ist á Páfa­stöðum 25. júlí 1923, son­ur hjón­anna Lovísu Al­berts­dótt­ur og Sig­urðar Skag­field. Bókhaldari í Reykjavík 1945. ,,Hann kvænt­ist Krist­ínu Guðmunds­dótt­ur og fluttu þau til Talla­hassee í Flórída, þar sem Hilm­ar stundaði nám. Þau bjuggu þar síðan. Hilm­ar var ræðismaður Íslands frá 1980 og aðalræðismaður frá 1985 þar til hann lét af störf­um 2007. Hilm­ar hafði alla tíð mik­il sam­skipti við Ísland og Íslend­inga. Hann var m.a. hvatamaður að stofn­un Kiw­an­is-hreyf­ing­ar­inn­ar á Íslandi. Þá var hann einnig hvatamaður að því að lög­regl­an í Reykja­vík og lög­regl­an í Talla­hassee tóku upp sam­starf á sviði mennt­un­ar lög­reglu­manna." Hilmar og Kristín eignuðust þrjú börn.

Hilmar Pétur Valgarðsson (1973-)

  • S03520
  • Person
  • 10.01.1973-

Hilmar Pétur Valgarðsson, f. 10.01.1973.
Foreldrar: Valgarður Hilmarsson og Vilborg Pétursdóttir (f. 19449 á Fremstagili í A-Hún.

Hilmar Jónsson (1927-1992)

  • S00350
  • Person
  • 13.05.1927 - 19.07.1992

Hilmar Jónsson fæddist þann 13. maí 1927. Hann var í Ási í Hegranesi í Skagafirði 1930. Var húsasmíðameistari á Sauðárkróki og síðast búsettur þar. Ókvæntur.

Hilmar Hilmarsson (1949-)

  • S02900
  • Person
  • 20. maí 1949-

Foreldrar: Hulda Gísladóttir og Hilmari Jónssyni frá Tungu í Fljótum. Alinn upp á Sauðárkróki. Kjötiðnaðarmaður. Maki: Kristbjörg Óladóttir. Þau eiga þrjú börn og eru nú búsett í Reykjavík.

Hildur Þorbjörg Eiríksdóttir (1920-2007)

  • S00933
  • Person
  • 25.01.1920-20.09.2007

Hildur Þorbjörg Eiríksdóttir fæddist í Þverárdal í Austur-Húnavatnssýslu hinn 25. janúar 1920. Foreldrar hennar voru Eiríkur Björnsson frá Skeggsstöðum í Austur-Húnavatnssýslu og Margrét Reginbaldsdóttir frá Flateyri við Önundarfjörð. Hildur ólst upp hjá foreldrum sínum á Sjávarborg í Skagafirði frá 1921-1927 og á Gili í Skagafirði 1927-1937 en þá fluttist fjölskyldan til Sauðárkróks. Eftir barnaskóla stundaði Hildur nám við Unglingaskóla Sauðárkróks og Kvennaskólann í Reykjavík. Hildur giftist 1943 Snorra Dalmar Pálssyni, þau eignuðust fjögur börn. Hildur starfaði í Reykjavík í Hjúkrunarskóla Íslands og Öldrunardeild Landspítala í Hátúni.

Hildur Solveig Sveinsdóttir (1874-1931)

  • S00167
  • Person
  • 22.10.1874-14.08.1931

Fædd á Gunnfríðarst., Hún. 22. október 1874. Var á Sauðárkróki 1930. Húsfreyja í Geitaskarði í Langadal, Engihlíðarhr., A-Hún.

Hildur Margrét Pétursdóttir Eriksen (1872-1957)

  • S00236
  • Person
  • 27.05.1872-09.07.1957

Fædd í Þorgrímsbæ á Akureyri 27. maí 1872. Faðir hennar var danskur skipstjóri og fórst með skipinu James við Skotlandsströnd 1873 og móðir hannar var Lára Sigfúsdóttir. Margrét flutti með móður sinni að Veðramóti í Gönguskörðum og þaðan til Sauðárkróks. Móðir hennar giftist þar Þorvaldi Einarssyni og ólst Margrét upp hjá þeim. Margrét tók mikinn þátt í félagsstörfum og var m.a. virkur félagi í Hinu skagfirska kvenfélagi og var 40 ár í stúkunni ,,Gleym mér ei". Jafnframt leiðbeindi hún börnum í Barnaskóla Sauðárkróks í mörg ár. Hún kvæntist Magnúsi Guðmundssyni verslunarmanni á Sauðárkróki, þau eignuðust fjögur börn og ólu upp þrjú fósturbörn.

Hildur Jóhannesdóttir (1894-1941)

  • S03218
  • Person
  • 10.09.1894-05.07.1941

Hildur Jóhannesdóttir, f. á Illugastöðum í Fnjóskadal 10.09.1894, d. 05.07.1941 á Sauðárkróki. Foreldrar: Jóhannes Randversson bóndi á Jökli og Syðri-Villingadal í Eyjafirði, síðar verkamaður á Sauðárkróki og Jónína Jónasdóttir, þá vinnukona á Illugastöðum. Jónína varð síðar húsmóðir á Steinkirkju í Fnjóskadal, gift Kjartani Sigtryggsdóttir bónda þar. Hildur ólst að nokkru upp á Illugastöðum en frá 1901 hjá móður sinni og stjúpföður að Steinkirkju. Hún tók ljósmóðurpróf frá Ljósmæðraskóla Íslands 1919. Áður hafði hún stundað nám við Flensborgarskóla í Hafnarfirði. Hún vann að hjúkrun í Reykjavík 1918 er spænska veikin geisaði þar. Ljósmóðir í Seylu- og Staðarhreppsumdæmi 1919-1923 og Sauðárhreppsumdæmi 1935-1936. Stofnfélagi í Ljósmæðrafélagi Íslands árið 1919.
Maki: Gunnar Einarsson bóndi og kennari á Bergskála á Skaga (1900-1959). Þau eignuðust sjö börn. Ein dóttir fæddist andvana og þrjú barnanna létust á fyrsta ári. Fyrir átti Hildur dóttur með Guðmundi Árnasyni póstmanni í Reykjavík. Hún lést um tvítugt.
Hildur og Gunnar skildu árið 1931.

Hildur Björnsdóttir (1881-1965)

  • S01499
  • Person
  • 2. júlí 1881 - 19. nóv. 1965

Dóttir Björns Pálmasonar b. í Ásgeirsbrekku og Þuríðar Kristjánsdóttur frá Viðvík (þau voru ekki kvænt, hún fór til Vesturheims). Hildur kvæntist Jósefi Jóni Björnssyni skólastjóra á Hólum og alþm. á Vatnsleysu, þau eignuðust fimm börn saman. Fyrir hafði Jósef verið tvíkvæntur og eignast börn með fyrri konum sínum, sex þeirra höfðu komist á legg, þau átti hann með Hólmfríði Björnsdóttur, systur Hildar. Hildur og Jósef bjuggu á Hólum, á Vatnsleysu og síðast í Reykjavík.

Results 3826 to 3910 of 6399