Prenta - forskoðun Loka

Sýnir 523 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Héraðsskjalasafn Skagfirðinga (1947-)** Skagafjörður
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

70 niðurstöður með stafrænum einingum Sýna niðurstöður með stafrænum einingum

Lestrarfélag Holtshrepps

  • IS HSk E00030
  • Safn
  • 1911 - 1922

Þunn stílabók, pappinn er með límdum kjöl þar sem hann var farinn að mestu í sundur í miðjunni. Bókin er handskrifuð og vel læsileg, blaðsíðurnar eru orðnar snjáðar, þó sérstaklega í miðjunni þar sem hefti sem héldu þeim saman voru fjarlægð því þau voru orðin ryðguð og molnuð í sundur og farin að skemma blaðsíðurnar.

Lestrarfélag Holtshrepps

Gjörðabók 1918-1958

Innbundin og handskrifuð bók sem hefur varðveist ágætlega. Í bókinni eru skráðar fundagerðir, greinagerðir og félagatal. Einnig eru skráð formleg erindi og bréf sem sent hafa verið.
Í bókina vantar fyrstu fundagerðir félagsins, eins og segir í athugasemd sem gerð var: "Hér hefir mjög illa til tekist. Einhver (handhafi gjörðabókar?) hefir orðið til þess óhappaverks að klippa nokkur fyrstu blöðin úr gjörðabókinni og sennilega glatað þeim. Besta heimild um sögu félagsins fyrstu 2 ár þess eru þar með glötuð".

Dýraverndunarfélag Skagafjarðar

Dagbók 1918-1951

Innbundin og handskrifuð bók með dagbókarfærslum og fundagerðum dýraverndurnarfélagsins, hún er vel læsileg og í góðu ásigkomulagi. Færslur eru aðeins í hluta bókarinnar.

Dýraverndunarfélag Skagafjarðar

Pappírsgögn úr dagbók

Í dagbók Dýraverndunarfélag Skagafjarðar voru ýmis pappírsgögn.
Meðal annars var úrklippt, prentuð forsíða úr dönsku tímariti, dags. ágúst-sept, 1930. Handskrifuð dýraverndunarlög frá 1915, á línustrikað A3 blað. Fjölfaldað skjal með tilkynningu um friðun fugla frá Dýraverndunarfélagi Skagafjarðar, dags.21.5.1951. Öll gögnin hafa varðveist ágætlega og eru vel læsileg.

Dýraverndunarfélag Skagafjarðar

Bókhaldsgögn

Reikningabókin er innbundin og handskrifuð bókfærslubók í góðu ásigkomulagi. Í bókinni er félagatal dýraverndunarfélagsins fyrir árið 1939 og bókhaldsfærslurnar eru gerðar á tímabilinu 1939-1963. Á saurblaði bókarinnar stendur; Ath. úr dánarbúi Egils Helgasonar 2003.
Í bókinni var mikið af lausblöðum sem er sett í sér möppu:
Bókhaldskvittanir og reiknivélastrimill frá tímabilinu 1961-1972. Félagaskrá, dagsett 1.11.1964 og fleiri skjöl og nafnalistar er tengjast kosningum á fundi dýraverndunarfélagsins. Einnig skýrsla um aðbúnað útigangshrossa, Skjal og reikningur úr db. Egils Helgasonar. Skjöl þessi voru sett í aðra örk.

Dýraverndunarfélag Skagafjarðar

Bókhaldsgögn 1941-1972

Fylgigögn bókhalds. Efnahagsreikningu f. árið 1941-1942 í A3 broti. Bókhaldskvittanir og reiknivélastrimlar, raðað eftir ártali. Þessi gögn fundust í reikngsbókinni.

Dýraverndunarfélag Skagafjarðar

Fundagerðabækur og útlánaskrá

Þrjár innbundnar og handskrifaðar bækur og pappírsgögn. Bækurnar eru vel læsilegar og eru í mig góðu ásigkomulagi, ein bókin er illa farin og með rifnar blaðsíður. Pappírsgögnin eru vel læsileg og í mis góðu ástandi.

Lestrarfélag Miklabæjarsóknar

Fundagerðabók 1908-1933

Innbundin og handskrifuð bók sem heldur utan um fundagerðir, félagatal, lög og reikinga félagsins frá 1908-1933. Bókin er vel læsileg og hefur varðveist ágætlega.

Lestrarfélag Miklabæjarsóknar

Bókhaldsskjöl, skýrslur og erindi

Handskrifuð og vélrituð pappírsgögn, einnig formleg og óformleg. Félagatal, skrár yfir bókatitla og bókhaldsgögn. Gögnin eru í misgóðu ástandi en hafa varðveist ágætlega.

Lestrarfélag Miklabæjarsóknar

Skjöl og bókhaldsgögn 1931-1950

Pappírsgögn, handskrifað á línu- og rúðustrikaðan pappír, einnig vélrituð gögn, forprentuð skjöl og nótur. Bókalistar, nafnalistar og félagatal, bókhaldsgögn, formleg og óformleg erindi úr eigu lestrarfélagsins. Gögn í ágætu ástandi sem eru röðuð í ártalsröð til einföldunar, þau voru hreinsuð af bréfaklemmum og heftum. Bréfaklemmur og hefti voru orðin ryðguð og greinileg för sjást eftir þau.

Lestrarfélag Miklabæjarsóknar

Bókasafnsspjöld og lánsskírteini

Vel varðveitt forprentuð bókasafnsspjöld og lánsskírteini. handskrifaðar upplýsingar um höfund og bókarheiti og nöfn lántakenda eru á spjöldunum, þau eru með dagsetningum en óvíst er um ártöl. Lánsskírteinin eru ónotuð.

Lestrarfélag Miklabæjarsóknar

Fundagerð um dráttavélarkaup

Handskrifað skjal með fundargerð vegna dráttarvélakaupa og reglugerð um um notkun hennar. Að kaupunun stóðu búnaðarfélögin í Hofshreppi, Óslandshlíð og Hólahreppi að kaupunum. Skjalið er vel varðveitt en það hefur rifnað og er viðkvæmt viðkomu.

Búnaðarfélag Hofshrepps

Skýrslur og formleg skjöl

Í þessu safni eru nokkrar skýrslur tengdar hrossarækt, Það eru fundagerðir sambandsstjórnar Landsambands Hestamannafélaga, starfssamþykkt fyrir Búfjárræktardeild Búnaðarsambands Skagfirðinga (B.B.S.S) og handskrifað bréf undirritað Haraldi Árnasyni, lög fyrir hrossaræktarsamband Suðurlands, frumvarp að reglugerð um kappreiðar fyrir félög í L.H. og Frumvarp til reglugerðar um ræktun reiðhests. Gögnin eru ágætlega varðveitt, þau voru hreinsuð af bréfaklemmum og heftum.

Búnaðarfélag Hofshrepps

Bókhaldsgögn

Handskrifuð bókhaldsgögn, bæði innbundin og óbundin. Bækurnar og pappírsgögnin hafa varðveist ágætlega.

Búnaðarfélag Hofshrepps

Bókhaldsgögn 1929-1949

Handskrifaðir og vélritaðir efnahagsreikningar, Gögnin eru í ágætu ásigkomulagi, sum blöðin eru aðeins rifin.

Búnaðarfélag Hofshrepps

Jarbótaskýrslur 1927-1962

Handskrifaðar jarbótaskýrslur fyrir jarðir í Hofshreppi. Skýrslurnar eru vel varðveittar og læsilegar. Sumar skýrslurnar eru með blettum, líklega eftir vökva. Í safninu eru skjöl með tölulegum upplýsingum um jarðir í Hofshreppi og hluti af útfylltri skýrslu, líklega jarðbótaskýrslu sem er ódags.

Búnaðarfélag Hofshrepps

Gjörða- og reikningsbók 1892-1967

Innbundin og handskrifuð bók, í bókinni eru fundagerðir, rekstrarreikningar félagins, lög, jarðótaskýrslur og félagaskrá. Bókin hefur varðveist mjög vel, blaðsíðurnar eru viðkvæmar, þar sem sum blöðin hafa fest saman. Kjölur bókarinnar er heill en límborði er yfir honum.

Búnaðarfélag Viðvíkurhrepps

Gjörða- og reikningsbók 1970-1995

Innbundin og handskrifuð bók, í bókinni eru fundagerðir, rekstrarreikningar félagins og lög, jarðótaskýrslur og félagaskrá. Bókin hefur varðveist mjög vel, kjölur bókarinnar er heill en límborði er yfir honum. Í bókinni er útprentað fundarboð og dagskrá aðalfundar þann 10.apríl líklega 1995.

Búnaðarfélag Viðvíkurhrepps

Gjörðabók 1918-1946

Innbundin og handskrifuð og vel læsileg bók, bókin hefur varðveist illa, öll blöð hennar hafa losnað úr bindingunni. Blöðin eru skítug og blettótt.

Iðnfélag Viðvíkurhrepps

Lestrarfélag Flugumýrarsóknar

  • IS HSk E00071
  • Safn
  • 1905 - 1931

Harðspjalda handskrifuð bók í lélegu ástandi. Kjölur rifin, blaðsíður blettótttar en að mestu fastar við kjöl, Bókin undin en var hreinsuð og öftustu blöð eru glötuð en í bóki lágu 4 laus blöð um félagaskrá og reikningar. Í bókinni er stofnfundur og aðaðfundir skráðir eins reikningar og bókakaup 1907 - 1913.

Lestrarfélag Flugumýrarsóknar

Framræslu- og áveitufélagið - Akrahreppi

  • IS HSk E00074
  • Safn
  • 1932

Gögnin innihalda, frumvarp til laga fyrir félagið það segir að tilgangur félasins er að bæta engjalönd þeira jarða sem taldar eru í gr.2 Hjaltastaði, Hjaltastaðakot, Hjaltastaðahvamm, Frostastaði, Ystu- Grund, Syðri - Brekkur, Ytri - Brekkur, með framræslu og áveitu. Vatn til áveitunnar skal tekið úr Héraðsvötnum og Þverá.
Handskrifað bréf og 2 prentuð bréf til Herra Stefán Vagnssonar.frá Pálma Einarssyni Búnaðarfélag Íslands.

Framræslu og áveitufélagið - Akrahreppi

Félag tækjakaupenda í Akrahreppi

  • IS HSk E00075
  • Safn
  • 1933

Tvö pappírsgögn í safni þessu. Annað reikningur frá Viðtækjaverslun Rikisins 4.10.1033 til félagsins afgreitt af Stefáni Vagnssyni Hjaltastöðum Skagafirði. Bréf í lélegu ástandi. Hitt er handskrifða blað með ýmis kostnaður við tækjakaup.

Félag tækjakaupenda í Akrahreppi

Loki

1 árgangur, 1. blað. útgefið í febrúar 1919.
Loki er skagfirskt sveitablað. Gefið út af félaginu Loki.

Bréfritari: Svava

9 bréf skrifuð á íslensku og 2 umslög frá Svövu í Riverton Manitoba til Guðlaugar og Þóris bróður hennar.
Bréf 1: 19. apríl, 1967. Tvær tölusettar blaðsíður.
Bréf 2: 15. desember, 1968. Samanbrotið bréf, skrifað á allar hliðar.
Bréf 3: 16. júlí, 1977. Samanbrotið bréf, skrifað á allar hliðar.
Bréf 4: 1.apríl, 1978. Ein blaðsíða, skrifað á báðar hliðar.
Bréf 5: 31. desember, 1978. Samanbrotið bréf, skrifað á allar hliðar.
Bréf 6: 17. júlí, 1979. Ein blaðsíða, skrifað á báðar hliðar.
Bréf 7. 8 desember, 1981. Ein blaðsíða, skrifað á báðar hliðar.
Bréf 8. 2. maí, 1981. Ein blaðsíða, skrifað á báðar hliðar
Bréf 9. Dagsetning ekki skýr en það stendur febrúar 198. Líklegt að það sé 1981 þar sem þetta er sama bréfsefni og er á bréfinu frá 2. maí 1981
2 umslög með kanadískum frímerkjum.

Fey 1796

Heyskapur við Víðimýri Skagafirði.

Feykir (1981-)

UMSS

Margvísleg gögn tengd UMSS sem komu úr fórum Guðjóns Ingimundarsonar. Guðjón var í stjórn UMSS 1942-1973 og þar af formaður í 29 ár.

Guðjón Ingimundarson (1915-2004)

Fjóla B. Bárðdal: Skjalasafn

  • IS HSk N00336
  • Safn
  • 1880 - 1935

Tvær bækur eftir Baldvin Bergvinsson.
Innbundin, handskrifuð ljóðabók.
Prentuð kvæðabók. Titill: Harpa

Fjóla B. Bárðdal (1929-2011)

Skagfirðingafélag í Reykjavík: Skjalasafn

  • IS HSk N00060
  • Safn
  • 1936-1960

Fundargerðir Skagfirðingafélagsins í Reykjavík frá upphafi, 6. desember 1936, til ársins 1960. Markmið félagsins í upphafi var að vinna að því að setja á stofn mennta- og menningarsetur við Reykjarhól í Seyluhreppi (Varmahlíð). Starfssemi félagsins verður fjölbreyttari þegar á líður. Nafn félagsins var fyrst "Varmahlíð" en var strax á 3ja fundi breytt í Skagfirðingafélagið í Reykjavík.

Skagfirðingafélagið í Reykjavík (1936-)

Kvenfélag Hólahrepps

  • IS HSk E00084
  • Safn
  • 1950 - 1977

Harðspjalda handskrifuð bók með grænni kápu og er í lélegu ástandi. Mikið los á blaðsíðum og þær rifnar en læsilegar. Kápa laus frá bók að nánast öllu leiti en hangir rétt saman á þræði.

Kvenfélag Hólahrepps

Kaupsamningur

Handskrifaður kaupsamningur vegna sölu Jón Jónsson bónda, eiganda jarðanna Hofs og Þönglaskála í Hofshreppi í Skagafirði.

Girðingarfélag Deildardaldsafréttar

Girðingarfélag Deildardalsafréttar

  • IS HSk E00082
  • Safn
  • 1914 - 1969

Stór harðspjalda handskrifuð bók með blaðsíðunúmerum upp í 294 en ritað er upp í blaðsíðu 102. Í bók eru laus gögn sem sett eru í Item. Gögnin eru hreinsuð af heftum og bréfaklemmum. Bókin er blönduð gjörða og reiknisbók og persónugreinaleg.

Girðingarfélag Deildardaldsafréttar

Lestrarfélagið Mímir

  • IS HSk E00085
  • Safn
  • 1915 - 1944

Innbundin bók í mjög lélegu ástandi bókakápa er laus og blaðsíður lausar. Þarf að mynda vegna lélegs ástands. Skriftin er vel læsileg og að hluta mjög fallega rituð bók. Laus blöð eru inn í bók og eru þau sett í arkir. Ryð situr á blaðsíðum vegna hefta sem eru tekin burtu.

Lestrarfélagið Mímir

Fundargerða- og reikningsbók

Harðspjalda bók með handskrifuðum fundagerðum og bókhaldsfærslum. Bókin er vel læsileg og hefur varðveist ágætlega en límborði heldur kjölnum, en bindingin er ónýt. Blöðin eru blá og eru fremstu blöðin farin að losna frá.

Lestrarfélag Hofshrepps

Mjólkurflutningafélag Fljóta- og Fellshrepps (Afhending 1998)

  • IS HSk E00086
  • Safn
  • 1974 - 1985

Harðspjalda handskrifaðar bækur í góðu ástandi um starfsemi félagsins og ein handskrifuð fundagerð 1977.
Í örk Item 3, er líka settur handskrifður miði er fylgdi safni og segir að Sigmundur Jónssson Vestara Hóli afhenti 4. 10. 1998.

Mjólkurflutningafélag Fljóta og Fellshrepps

Formleg erindi og samningur

Handskrifuð, vélrituð og ljósrituð pappírsgögn, m.a. formlegt erindi til hreppstjórnar Seyluhrepps, samningur um húsnæði, lög foreldrafélagsins. Gögnin eru öll vel varðveitt.

Foreldrafélag Seyluhrepps

Bókhaldsgögn

Útprentuð pappírsgögn, alls fjögur hefti með rekstraryfirliti félagsins fyrir mismunandi tímabil. Vel læsileg og varðveitt gögn.

Foreldrafélag Seyluhrepps

Gjörða- og reikningabók Fjárræktarfélags Fellshrepps

Innbundin og handskrifuð bók með línustrikuðum blaðsíðum. Bókin hefur varðveist mjög vel og er í góðu ásigkomulagi. Bókin er með límborða á killi og í henni eru fundagerðir og reikningar félagsins frá 195, síðasta fundagerðin er síðan 1967.

Fjárræktarfélag Fellshrepps

Fjárskýrslur

Forprentuð pappírsgögn með tölvuútprentuðum upplýsingum um hrútadóma, skrár yfir ásett hrútlömb, yfirlitsskýrslur yfir fjölda áa ofl. Talsvert af skýrslunum voru í tvíriti eða ljósrituð, öll afrit voru fjarlægð úr safninu - þar sem því var við komið en annað fékk að vera áfram. Öll gögnin eru vel læsileg og vel með farin.

Nautgriparæktarfélag Rípurhrepps

  • IS HSk E00064
  • Safn
  • 1928 - 1940

Handskrifuð stílabók í lélegu ástandi en kápan er rifin í tvennt án kjalar og laus frá bók og blaðsíður blettóttar en bókin er persóunugreinanleg og vel læsileg. Ýmis skjöl er varða félagið, mjólkurskýrslur, ríkisssjóðsstyrkur og skýrsla um kynferði nyt og fóðrun kúa ásamt erindum og reikningskvittanir. Gögnin eru látin halda sér í ártalaröð eins og þau voru fyrir í safni. Gögnin eru í þokkalegur ástandi en hreinsuð af bréfaklemmum og einstaka blöð blettótt og rifin.

Nautgriparæktarfélag Rípurhrepps

Jarðabótafélag Óslandshlíðar í Hofshreppi

  • IS HSk E00058
  • Safn
  • 1902 - 1943

Bækur í lélegu ástandi sú eldri er kápulaus bók, blöð laus og rifin, blaðsíður blettóttar og bókin hangir saman á þræði. Þetta er stofnfundar og bókhaldsbók frá fyrstu árum félagssins, hér eru skráðr inn skýrslur, fundagerðir og reikningar félagsins. Sú seinni er merkt Jarðræktafélagi Óslandshlíðar og er með kápu en í lélegu ástandi, kjölur með límmiða og bókin hangir saman á þræði. laus blöð og blettótt. Báðar bækur vel læsilegar. Blöð sem lágu inn í bókum eru sett hér sem erindi og bréf.

Jarðabótafélag Óslandshlíðar í Hofshreppi

Búnaðarfélag Óslandshlíðar

  • IS HSk E00057
  • Safn
  • 1945 - 1976

Harðspjalda handskrifuð bók í góðu ásigkomulagi

Búnaðarfélag Óslandshlíðar*

Mjólkursölufélag Óslandshlíðar

  • IS HSk E00061
  • Safn
  • 1944 - 1949

Lítil stílabók merkt Kristján Jónsson. Bókin er viðkvæm, heftuð saman og hefti góð en kápa trosnuð og blaðsíða hálf laus. Í bók liggur sendibréf sem sett er i örk. Lítið er skrifað í bók

Mjólkursölufélag Óslandshlíðar

Upprekstrarfélag Staðarafréttar

  • IS HSk E00056
  • Safn
  • 1945 - 2001

Ein harðspjalda handskrifuð bók í lélegu ástandi, los á blaðsíðum og blaðasíður lausar. Aftari kápa er laus frá kili en bókin hangir saman að framan. Þetta er ekki stofnfundarbók og kemur ekki fram stofnun félagsins.

Upprekstrarfélag Staðarafréttar

Ljósmyndasafn

Mikið og fjölbreytt safn pappírskópía bæði í sv/hv og lit, slides myndir og filmur. Mikið af portrait myndum af fólki og mikið af eldri myndunum eru merktar á bakhlið.

Baldvin Leifsson (1941-2022)

Lestrarfélag Óslandshlíðar

  • IS HSk E00018
  • Safn
  • 1913 - 1957

Gögn Lestrarfélags Óslandshlíðar frá tímabilinu 1913-1957. Innihalda fundargerðabækur, reiknisbækur, skýrslur, félagaskrár og önnur gögn. Ástand bóka misgott, nokkur rifin og trosnuð blöð, en bækur eru handskrifaðar og önnur skjöl vélrituð og handskrifuð.

Lestrarfélag Óslandshlíðar

Fjárræktarfélag Skarðshrepps

  • IS HSk E00099
  • Safn
  • 1974 - 1990

Skýrslur um sauðfé og þá sem koma að þeirri starfsemi en gögnin eru persónugreinanleg og sett hér eins og þau komu í ártalaröð, en hreinsuð af heftum og plastblöðum. Ein skrá um hrúta sem verða notaðir 1984 - 1985.

Fjárræktarfélag Skarðshrepps

Fjárræktarskýrslur

Skýrslur um sauðfé og þá sem koma að þeirri starfsemi en gögnin eru persónugreinanleg og sett hér eins og þau komu í ártalaröð, en hreinsuð af heftum og plastblöðum.

Fjárræktarfélag Skarðshrepps

Fjárræktarfélag Rípurhrepps

  • IS HSk E00098
  • Safn
  • 1976 - 1990

Skýrslur um sauðfé og þá sem koma að þeirri starfsemi en gögnin eru persónugreinanleg og sett hér eins og þau komu í ártalaröð, en hreinsuð af heftum og plastblöðum.

Fjárræktarafélag Rípurhrepps

Ungmennafélagið Hegri (1908-1978)

  • IS HSk E00063
  • Safn
  • 1908 - 1978

Bækur frá Ungmennafélagi Hegra eru í misgóðu ástandi. Þær lýsa því félagstarfi sem átti sér stað í félaginu, en það var stofnað 30.05. 1908 af 12 félagsmönnum.Í fyrstu fundargjörðabók eru lög félagsins, skuldbindingaskrá og reglugjörð samin fyrir glímuverðlaunapening U.M.F " Hegri".

Ungmennafélagið Hegri (1908-1978)

Ungmennafélagið Tindastóll

  • IS HSk E00124
  • Safn
  • 1903 - 2003

Handskrifaðar innnbundnar og óbundnar bækur og pappírsgögn frá U.M.F.T. Bækurnar eru flestar vel varðveittar og í góðu ásigkomulagi, sú elsta er frá stofnun ungmennafélagsins árið 1907. Í safninu er að finna fundagerðir, félagatal, bókhaldsgögn, vísur/stökur og formleg erindi. Þrjár bækur sem innihalda lög og fundareglur ungmennafélagins eru áhugaverðar og eru í sér öskju. Ákveðið var að flokka fundargerðir U.M.F.T. sérstaklega þar sem þær fylla tvær öskjur, mikið af bókhaldsgögnum eru líka í safninu. Talsvert var af stökum bókum og pappírsgögnum um ýmsa starfsemi innan félagsins sem fylla eina öskju. Gögn er tengjast knattspyrnu- og körfuboltadeildina eru flokkuð og varðveitt í sér öskjum.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Ungmenna- og lestrarfélagið Æskan

  • IS HSk E00072
  • Safn
  • 1914 - 1969

Gögn Ungmenna- og lestrarfélagsins Æskan í Hofstaðasókn frá tímabilinu 1914-1969.

Ungmenna og Lestrarfélagið Æskan

Fundargerðarbók

Innbundin og handskrifaðar fundargerðir. Í bóknni eru þrjú laus blöð, handskrifuð með fundargerð sem er dagsett 16.04.1990. Á fyrstu tveimur síðum bókarinnar er samningur sem Ungmennafélagið Æskan og Ungmennafélagið Fram gera með sér um eignarhlut í félagsheimilisbyggingunni í Varmahlíð, dags.14.4.1967.

Ungmennafélagið Æskan (1905-)

Ungmennafélagið Vaka

  • IS HSk E00033
  • Safn
  • 1927 - 1945

Gjörðabók ungmennafélagsins Vaka í Viðvíkurhreppi byrjar á stofnfundi mánudag 10. mars 1930, til að ræða um stofnun ungmennafélags í Viðvíkurhreppi. Lesin voru uppköst af lögum og borin undir atkvæði og samþykkt í heild. í bókinni eru síðan lögin rituð ásamt fundargerðum.
Aðalreikningabók er um tekjur og gjöld félagsins Vöku og inn í bók eru 6 laus blöð um ýmsar greiðslur t.d. greiðsluábyrgð til Björns Gíslasonar vegna harmonikkukaupa sem U.M.F Vaka á fyrsta veðrétt í. Björn Gíslason skuldbindur sig að spila á dansskemmtunum sem félagið kann að stuðla til í sínu umdæmi, umrætt tímabil frá 10. okt. 1940 - 10. okt. 1942. Einnig er listi um Ungmennafélagatal 1942.

Ungmennafélagið Vaka

Fóðurbirgðafélag Fellshrepps

  • IS HSk E00109
  • Safn
  • 1929 - 1969

Harðspjalda handskrifuð bók í góðu ástandi og pappírsgögn í misgóðu ástandi, blettótt, rifin og með ryðblettum eftir bréfklemmur sem eru hreinsaðar burtu ásamt heftum.

Fóðurbirgðafélag Fellshrepps

Viðverubók 1925-1937

Innbundin, handskrifuð og vel læsileg bók þar sem haldið er utan um félagatal U.M.F.T. og mætingar á fundi félagsins tímabilið 1925-1937, einnig er yfirlit yfir heiðursfélaga. Bókin hefur varðveist ágætlega.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Gerðabók Framsóknarfél. Lýtingsstaðahrepps

Innbundin og handskrifuð fundagerðabók með línustrikuðum blaðsíðum, vel læsileg og í góðu ásigkomulagi. Þó eru hefti inni í bókinni farin að ryðga og blaðsíður byrja að losna úr bindingunni. Fundagerðir félagsins ná yfir tæplegan helming af bókinni.

Framsóknarfélag Lýtingsstaðahrepps

Fundarbók

Handskrifuð innbundin bók, í góðu ásigkomulagi og vel læsileg.

Málfundafélag Hofshrepps

Nautgriparæktarfélag Seyluhrepps

  • IS HSk E00147
  • Safn
  • 1932 - 1935

Pappírsgögn handskrifuð, sex lítil blöð vel læsileg sett saman í eina örk eins og þau lágu í safni.

Nautgriparæktarfélag Seyluhrepps

Áhugamannafélagið Drangey (Afhending 1980)

  • IS HSk E00129
  • Safn
  • 1959 - 1966

Harðspjalda handskrifuð bók í góðu ástandi. Bókin er með tölusettar blaðsíður upp í bls.192 og er síðast ritað í bókina bls.13. Eitt prentað skjal um yfirlit yfir fuglaveiði við Drangey.

Áhugamannafélagið Drangey

Fundagjörðabók 1950-1972

Innbundin bók með línustrikuðum blaðsíðum með handskrifuðum fundargerðum. Bókin er læsileg og varðveist sæmilega. Bókakjölurinn og kápan hafa verið límd sama með límbandi. Límborði er á kjöl bókarinnar og bindingin er orðin léleg.

Veiðifélag Sæmundarár

Sauðfjárræktarfélag Hólahrepps

  • IS HSk E00118
  • Safn
  • 1950-1974

Engin gögn eru í safninu sem segja til um stofnun eða starfsemi Sauðfjárræktarfélag Hólahrepps, Í safninu eru forprentaðar skýrslur í A3 stærð með handskrifuðum upplýsingum um sauðfjárrækt í Hólahreppi á tímabilinu 1950-1974. Þetta eru sauðfjárræktarskýrslur, yfirlitsskýrslur og hrútaskýrslur. Safnið var allt flokkað eftir ártali og skýrslurnar voru í broti sem var látið halda sér. Öll gögn eru í góðu ásigkomulagi og eru vel læsileg.

Sauðfjárræktarfélag Hólahrepps

Magnús Kr. Gíslason: Skjalasafn

  • IS HSk N00019
  • Safn
  • 1906 - 1976

Ýmis skjalgögn frá Magnúsi Kr. Gíslasyni, Vöglum. Bréf, bókhald, kveðskapur, hreppsgögn o.fl.

Magnús Kristján Gíslason (1897-1977)

Magnús Kr. Gíslason: skjala og ljósmyndasafn

  • IS HSk N00509
  • Safn
  • 1870-1976

Safn úr fórum Magnúsar Kristjáns Gíslasonar frá Vöglum sem afhent var af Kristínu Sigurmonsdóttur 2018.
Safnið samanstendur að mestu af pappírskópíum og svart hvítum litmyndum. Einnig er að finna kveðskap, sendibréf og önnur pappírsgögn. Í safninu eru einnig innrammaðar svart hvítar litmyndir auk blaðaúrklippu með mynd af séra Matthiasi Jochumssyni. Ákveðið var að varðveita myndirnar og rammana eins og þeir eru.
Á meðal pappírskópíanna eru tvær slíkar sem voru teknar af Jóni Kaldal ljósmyndara. Safnið er mjög heillegt og ágætlega varðveitt. Pappírskópíurnar og litmyndirnar eru það einnig, þó sumar þeirra hafa orðið fyrir einhverju hnjaski. Mikill hluti ljósmyndasafnsins var nafngreint.
Í safninu var bréfpoki, póstkort með mynd frá Hólum í Hjaltadal (Edda Foto), útgefið af kortaútgáfu Guðmundar Hannessonar Rvk.
Einig var jólakort - búið var að rífa myndina af spjaldinu og enginn texti var á spjaldinu. A4 gluggaumslag merkt Bændasamtökum Íslands (tómt) á því er teikning og nöfn - líklega til að bera kennsl á persónur á litmynd en fylgir ekki hvaða mynd það er og A5 umslag stílað á Gísla Björn Gíslason á Vöglum með póststimpli frá árinu 2016 sem var grisjað úr safninu.

Magnús Kristján Gíslason (1897-1977)

SSKv31

Tekið á móti norrænum konum að Löngumýri sumarið 1951.
Frá vinstri:
Karlotta á Hólum, Minna Bang, Sauðárkróki, Sigrún Pálmadóttir, Reynistað, Ingibjörg Jóhannsdóttir á Löngumýri, Amalía á Víðimel, Ingibjörg á Úlfsstöðum, Helga á Víðivöllum, Ólöf í Krossanesi, Björg á Löngumýri og Lilja Sigurðardóttir, Víðivöllum.

Samband Skagfirskra kvenna (1943 -)

Samband skagfirskra kvenna: Skjalasafn

  • IS HSk N00217
  • Safn
  • 1975-2013

Skjalasafnið inniheldur óútfyllt heiðursskjöl, bækur, fána, fjölrit, ljósmyndir, bankabækur, ávísanahefti og ýmis bókhaldsgögn úr fórum Sambands skagfirskra kvenna frá árunum 1980-2013.

Samband Skagfirskra kvenna (1943 -)

Varmahlíðarskóli

  • IS HSk N00477-B-D-a
  • Eining
  • 1973 - 1986
  • Part of Hólahreppur

Byggingareikningar hefti 1982 -1986.Verksamningar um byggingu skólans. Gögn í góðu standi.

Hólahreppur

Förukonan 1954-2000

Þunn innbundin handskrifuð bók með línustrikuðum blöðum. Í bókinni eru skráðar fréttir af störfum kvenfélaga eða frásagnir kvenfélagskvenna, einnig eru í bókinni nokkrar pappírskópíur sem límdar eru á blaðsíðurnar sem tengjast frásögnunum. Bókin er vel læsileg og hefur varðveist mjög vel. Límborði er á kili bókarinnar.

Samband Skagfirskra kvenna (1943 -)

Niðurstöður 426 to 510 of 523