Ísland

Taxonomy

Kóði

Athugsemd(ir) um umfang

Athugasemd(ir) um heimild

Birta athugasemd(ir)

Hierarchical terms

Ísland

Equivalent terms

Ísland

Tengd hugtök

Ísland

659 Nafnspjöld results for Ísland

Friðrik Hansen (1891-1952)

  • S00284
  • Person
  • 17. jan. 1891 - 27. mars 1952

Friðrik Hansen var fæddur að Sauðá í Skagafirði 17.jan. 1891. Foreldrar hans voru Christian Hansen (danskur) og Björg Jóhannesdóttir frá Garði í Hegranesi. Friðrik ólst upp með foreldrum sínum á Sauðá. Haustið 1911 hélt hann austur í Fljótsdalshérað þar sem hann gerðist heimiliskennari á Sleðbrjót í Jökulsárhlíð og fleiri bæjum þar eystra. Friðrik lauk kennaraprófi 1915. Haustið 1916 gerðist hann kennari í Torfalækjarhreppi og starfaði þar í eitt ár, var kennari í Staðarhreppi 1917-1920 og síðan á Sauðárkróki til dauðadags. Bóndi í Garði í Hegranesi 1920-1921. Ungur hóf Friðrik störf við vegagerð, árið 1928 varð hann vegaverkstjóri í Vestur-Húnavatnssýslum og gegndi því starfi til æviloka, hann var mjög vinsæll verkstjóri. Friðrik tók virkan þátt í félagsmálum á Sauðárkróki, sat lengi í stjórn UMFT, tók virkan þátt í starfsemi verkamannafélagsins Fram og var oddviti hreppsnefndar Sauðárkróks um 12 ára skeið. Þó að störf Friðriks Hansens við kennslu, verkstjórn og bæjarstjórnarmál væru umfangsmikil varð hann þó hvað þekktastur fyrir ljóðagerð sína. Tvisvar hafa ljóð hans verið gefin út, Ljómar heimur árið 1957 og Ætti ég hörpu árið 1982.
Friðrik Hansen var tvíkvæntur, fyrri kona hans var Jósefína Erlendsdóttir, þau eignuðust átta börn saman, fyrir hefði Jósefína eignast dóttur með fyrri manni sínum. Jósefína lést árið 1937. Seinni kona Friðriks var Sigríður Eiríksdóttir frá Djúpadal, þau eignuðust fjögur börn. Friðrik eignaðist einnig dóttur með Sigurlaugu Björnsdóttur frá Veðramóti.

Jósefína Erlendsdóttir (1894-1937)

  • S00911
  • Person
  • 2. nóv. 1894 - 19. nóv. 1937

Dóttir Erlendar Eysteinssonar og Ástríðar Helgu Sigurðardóttur á Beinkeldu í Reykjabraut. Jósefína ólst upp með foreldrum sínum, fyrst á Beinkeldu og síðar á Stóru-Giljá. Jósefína fór ung til Reykjavíkur þar sem hún lærði m.a. að sauma karlmannsföt. Síðar stundaði hún nám í Kvennaskólanum á Blönduósi. Hún giftist árið 1913, þá 19 ára gömul, Guðmundi Frímannssyni kennara frá Hvammi í Laxárdal, þau eignuðust eina dóttur, þau slitu samvistum. Árið 1919 kvæntist hún Friðriki Hansen frá Sauðá í Borgarsveit, þau eignuðust átta börn saman.

Sigurfinnur Jónsson (1930-)

  • S01852
  • Person
  • 11. mars 1930

Foreldrar: Jón Jónsson b. á Steini á Reykjaströnd og k.h. Sigfríður Jóhannsdóttir. Finni er fæddur á Daðastöðum á Reykjaströnd þar sem foreldrar hans bjuggu til 1946 er þau fluttu að Steini á Reykjaströnd. Línumaður og síðar verkstjóri hjá Rarik, búsettur á Sauðárkróki. Kvæntist Maríu Jóhannsdóttur frá Daðastöðum.

Sigurður Jósafatsson (1893-1969)

  • S01466
  • Person
  • 15.04.1893-05.08.1969

Sigurður var fæddur og uppalinn í Krossanesi í Vallhólma, sonur Jósafats Guðmundssonar og Guðrúnar Ólafsdóttur. Sigurður fór í Hólaskóla og lauk prófi þaðan 1912. Hann fluttist með föður sínum og skylduliði að Syðri-Hofdölum 1914 og vann búi hans þar uns hann kvæntist Þórönnu Magnúsdóttur frá Ytri-Hofdölum. Fyrstu þrjú ár hjúskapar síns voru þau í húsmennsku á Syðri Hofdölum við lítil efni, en vorið 1919 tóku þau sig upp og hófu búskap á Hvalnesi á Skaga þar sem þau bjuggu til 1923. 1923-1924 bjuggu þau á Selá á Skaga. Bústofninn hafði verið keyptur meðan verðlag og afurðir stóðu í háu verði, en síðan kom verðhrunið eftir 1920. Afurðir féllu stórkostlega og við bættist að vorið 1920 missti Sigurður nær öll lömb sín úr fjöruskjögri. Þessi áföll urðu til þess að þau hættu búskap búskap 1924, stórskuldug. Heimilið leystist upp, börnunum var komið fyrir og við tók staða farandsverkamannsins. Árið 1926 settust þau að á Sauðárkróki og áttu þar heimilisfesti uppfrá því. Sigurður gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Verkalýðsfélagið Fram og var alla tíð ötull og áhugasamur félagi. Þá sat hann mörg ár aðalfundi KS sem fulltrúi Sauðárkróksdeildar. Sigurður og Þóranna eignuðust níu börn, átta þeirra komust á legg, einnig ólu þau upp dótturson sinn.

Magnús Sigurbjörn Ásgrímsson (1888-1963)

  • S01849
  • Person
  • 10. sept. 1888 - 14. júlí 1963

Foreldrar: Ásgrímur Björnsson b. í Hólakoti í Austur-Fljótum og k.h. María Stefanía Eiríksdóttir. Magnús fór í hákarlalegur strax og aldur leyfði og var samskipa föður sínum á Fljótavíkingi 1904 þegar Ásgrímur féll fyrir borð og drukknaði. Hann var í vinnumennsku í Stóra-Holti í Fljótum um hríð, réðst þaðan til Héðinsfjarðar og var síðan um skeið á Siglufirði. Fluttist árið 1912 í Skagafjörð og kvæntist Elísabetu Evertsdóttur árið 1914. Bóndi í Miklagarði á Langholti 1917-1918, á Rein í Hegranesi 1920-1921 og 1923-1931, í Vatnskoti í Hegranesi 1931-1935. Eftir það á Sauðárkróki til 1952 er þau hjónin fluttust að Kúskerpi í Blönduhlíð til dóttur sinnar og bjuggu þar síðan. Á Sauðárkróki vann Magnús við fiskvinnslu og aðra daglaunavinnu sem til féll. Magnús og Elísabet eignuðust tvö börn.

Elísabet Evertsdóttir (1878-1957)

  • S01850
  • Person
  • 13. nóv. 1878 - 8. nóv. 1957

Foreldrar: Evert Evertsson á Nöf við Hofsós og s.k.h. Guðbjörg Árnadóttir. Elísabet ólst upp með foreldrum sínum til níu ára aldurs, fyrst á Nöf, síðan á Stafshóli í Deildardal og að Minna-Hofi. Eftir það fór hún í fóstur til vandalausra, fyrst í Garðshorn á Höfðaströnd en síðan að Tumabrekku í Óslandshlíð þar sem hún var til tvítugs hjá Goðmundu Sigmundsdóttur og Þorgrími Kristjánssyni. Í fjögur ár var hún vinnukona á Marbæli á Langholti og sex ár á Reynistað þar sem hún kvæntist Magnúsi Ásgrímssyni frá Hólakoti í Austur-Fljótum. Þau bjuggu í Miklagarði á Langholti 1917-1918, á Rein í Hegranesi 1920-1921 og 1923-1931, í Vatnskoti í Hegranesi 1931-1935. Þaðan fóru þau til Sauðárkróks þar sem þau áttu heimili til 1952 en fluttu þá að Kúskerpi í Blönduhlíð til dóttur sinnar og áttu þar heimili síðan. Elísabet og Magnús eignuðust tvö börn.

Hreinn Þorvaldsson (1937-2006)

  • S01845
  • Person
  • 5. júní 1937 - 17. feb. 2006

Hreinn Þorvaldsson fæddist á Sauðárkróki 5. júní 1937. Foreldrar hans voru Þorvaldur Þorvaldsson verslunarmaður og Hulda Jónsdóttir. Bifreiðastjóri á Sauðárkróki. Kvæntist Guðrúnu Þ. Vagnsdóttur, þau eignuðust fimm börn.

Björg Jórunn Friðriksdóttir Hansen (1928-2017)

  • S01837
  • Person
  • 25. júní 1928 - 6. apríl 2017

Dóttir Friðriks Hansen og Jósefínu Erlendsdóttur. Kennari og bókasafnsfræðingur í Reykjavík. Gegndi margvíslegum félags- og trúnaðarstörfum.

Andrés H. Valberg (1919-2002)

  • S02058
  • Person
  • 15. okt. 1919 - 1. nóv. 2002

Andrés H. Valberg fæddist á Syðri-Mælifellsá í Skagafirði 15. október 1919. Foreldrar hans voru Hallgrímur A. Valberg frá Reykjavöllum, bóndi á Mælifellsá og Kálfárdal, bjó síðast á Sauðárkróki, og Indíana Sveinsdóttir frá Mælifellsá. ,,Andrés var alinn upp á Mælifellsá hjá foreldrum sínum fyrstu þrjú árin, flutti þaðan í Kálfárdal í Gönguskörðum, bjó þar til 1931 og á Sauðárkróki til ársins 1946. Hann gekk í farskóla og í barna- og unglingaskólann á Sauðárkróki. Á efri árum þreytti hann próf frá Leiðsögumannaskólanum í Reykjavík. Hann var virkur í skátafélaginu Andvara á Sauðárkróki og stundaði ýmsar íþróttir. Á Sauðárkróki stundaði Andrés ýmsa vinnu, var sjómaður, loðdýrabóndi og verkamaður. Eftir að hann flutti til Reykjavíkur, 1946, tók hann meirapróf bifreiðastjóra og var leigubílstjóri um nokkurra ára skeið. Andrés vann lengst af við járn- og trésmíðar á eigin verkstæði. Hann var kunnur hagyrðingur og var virkur í kvæðamannafélaginu Iðunni frá árinu 1957 og var heiðursfélagi þar. Oft var hann fenginn til þess að skemmta fólki með kveðskap sínum. Hann var afkastamikill safnari. Stærst safna hans eru forngripa- og fornbókasafn og náttúrugripasafn. Þessi söfn hefur hann gefið Byggðasöfnunum á Skógum og á Sauðárkróki og í Varmahlíðarskóla í Skagafirði. Á síðari árum stundaði Andrés ritstörf og átti hann í fórum sínum nokkur handrit, heimildir um horfinn tíma; vinnuhætti, mannlýsingar vísur og ljóð. Hann setti upp tvær náttúrugripasýningar. Rit eftir Andrés, sem komið hafa út: Stuðlastrengir, 1949, 1960, 1970. Hreyfilsljóð, 1953. 100 skagfirskar hringhendur, 1983. 100 dýrtrímaðar lausavísur, 1994. Þorbergur frá Sauðá, í Skagfirðingabók, 1998. Skagfirðingur skýr og hreinn, æviminningar, 2000."
Andrés kvæntist 1951 Jóhönnu Þuríði Jónsdóttur frá Fagurhólsmýri, þau eignuðust þrjú börn, fyrir átti Andrés son.

Margeir Sveinn Valberg Hallgrímsson (1922-1995)

  • S01834
  • Person
  • 25. des. 1922 - 15. sept. 1995

Foreldrar hans voru Hallgrímur A. Valberg frá Reykjavöllum, bóndi á Mælifellsá og Kálfárdal, bjó síðast á Sauðárkróki, og Indíana Sveinsdóttir frá Mælifellsá. Kaupmaður á Sauðárkróki, síðar búsettur í Reykjavík.

Ingólfur Agnarsson (1915-1990)

  • S01833
  • Person
  • 6. jan. 1915 - 13. apríl 1990

Sonur Agnars Baldvinssonar b. í Litladal og k.h. Árnýjar Jónsdóttur. Var á Sauðárkróki 1930. Síðast bús. á Sauðárkróki. Rak fornbókasölu. Ókvæntur og barnlaus.

Sigfús Steindórsson (1921-2005)

  • S01830
  • Person
  • 7. júní 1921 - 18. nóv. 2005

Sigfús Steindórsson fæddist í Hamarsgerði í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði hinn 7. júní árið 1921. ,,Foreldrar hans voru Margrét Helga Magnúsdóttir frá Gilhaga og Steindór Kristján Sigfússon frá Mælifelli. Sigfús missti föður sinn rúmlega tveggja mánaða og ólst því upp hjá móður sinni og seinni manni hennar, Sigurjóni Helgasyni. Fyrstu árin bjuggu þau í Hamarsgerði en síðan í Árnesi. Árið 1938 fluttu þau í Nautabú, þar sem þau bjuggu síðan. Sigfús lauk farskólaprófi í Lýtingsstaðahreppi árið 1935, prófi frá Héraðsskólanum á Laugarvatni árið 1940, minnimótors vélstjóraprófi árið 1945 og meiraprófi bifreiðastjóra árið 1948. Hann stundaði sjómennsku, m.a. vélstjórn skipa, áætlunarakstur milli landshluta með ýmsan varning, vörubílstjórn á Keflavíkurflugvelli o.fl. Árið 1953 gerðist hann bóndi, fyrst rúm tvö ár á Breið og síðan óslitið í Steintúni til ársins 1980, eða 24 ár. Eftir að Sigfús hætti búskap árið 1980, fluttu þau hjón á Sauðárkrók, og vann hann hjá Kaupfélagi Skagfirðinga í nokkur ár. Síðustu ár starfsævinnar vann hann hjá Loðskinni h.f. Sigfús var góður hagyrðingur og eftir hann liggja margar vísur. Hann gaf út eitt ljóðakver, sem hann kallaði Fýkur í hendingum hjá Fúsa." Sigfús kvæntist Jórunni Margréti Guðmundsdóttur frá Breið, þau eignuðust fjögur börn.

Marinó Ásvaldur Sigurðsson (1920-2010)

  • S01828
  • Person
  • 3. feb. 1920 - 25. feb. 2010

Marinó Ásvaldur Sigurðsson fæddist á Ísafirði 3. febrúar 1920. Foreldrar hans voru Þórdís Sigríður Jensdóttir og Sigurður Jónasson. ,,Marínó fluttist á fyrsta aldursári frá Ísafirði í Álfgeirsvelli til föður síns og afa síns og ömmu, Jónasar og Maríu, þar sem hann ólst upp. Marinó missti föður sinn af slysförum árið 1933 og lögðust þá ýmsar skyldur varðandi búreksturinn á herðar hans þó ungur væri. Veturinn 1936-37 stundaði Marinó nám við Héraðsskólann í Reykholti í Borgarfirði í yngri deild. Sjálfstæðan búskap hóf hann svo á Álfgeirsvöllum árið 1938 í félagsskap við afa sinn og ömmu. Veturinn 1940-41 lauk hann síðan seinna skólaárinu í Reykholti og minntist hann oft á dvölina þar. Árið 1944 kom ung kona inn í líf Marinós, það var Guðlaug Egilsdóttir frá Bakka í Vallhólmi og hófu þau búskap á Álfgeirsvöllum. Þau giftu sig 2. apríl 1946 og bjuggu á Álfgeirsvöllum til 2006 er þau fluttu til Sauðárkróks. Á fyrstu búskaparárum þeirra vann Marinó töluvert utan búsins. Hann hóf vinnu hjá Ræktunarsambandi Skagafjarðar 1946 og vann á jarðýtum og gröfum í mörg ár. Einnig vann hann við löndun úr togurum á Sauðárkróki þegar gafst og lentu bústörfin því mikið á Laugu. Marinó var greindur maður og víðlesinn og átti mikið safn góðra bóka. Hann þekkti vel til staðhátta víða um land og hafði gaman af að ferðast og kynnast landi og þjóð. Ræktun lands var honum mikið hjartans mál alla tíð. Á Marinó hlóðust mörg trúnaðarstörf og var hann hreppstjóri og oddviti Lýtingsstaðahrepps um árabil, einnig sat hann í sýslunefnd Skagafjarðar og í stjórn margra félaga, svo sem Kaupfélags Skagfirðinga og Fiskiðjunnar."
Marinó og Guðlaug eignuðust sex börn.

Ingunn Björnsdóttir (1922-2004)

  • S01823
  • Person
  • 18. júlí 1922 - 29. nóv. 2004

Ingunn Björnsdóttir fæddist á Stóru-Ökrum 18. júlí 1922. Foreldrar hennar voru Sigríður Gunnarsdóttir húsfreyja á Stóru-Ökrum og Björn Sigurðsson bóndi og símstöðvarstjóri þar. ,,Maður Ingunnar var Geir Axelsson, þau bjuggu fyrstu árin í Bakkaseli en Björn faðir Ingunnar rak þar greiðasölu. Fluttu þau síðan að Hrólfsstöðum þar sem þau bjuggu í 8 ár, eða þar til þau eignuðust jarðirnar Litladal og Brekkukot en þar bjuggu þau þar til þau fluttu á Sauðárkrók árið 1982.." Ingunn og Geir eignuðust sjö börn.

Sigurður Árni Jónsson (1921-2012)

  • S01820
  • Person
  • 21. ágúst 1921 - 17. jan. 2012

Sigurður Árni Jónsson fæddist á Syðri-Húsabakka í Skagafirði 21. ágúst 1921. Foreldrar hans voru Emilía Kristín Sigurðardóttir, f. á Marbæli á Langholti og Jón Kristinn Jónsson, f. í Vallanesi í Vallhólmi. Sigurður ólst upp í foreldrahúsum og vann að búinu á Húsabakka með föður sínum en tók svo alfarið við búskap. Á unglingsárum lærði Sigurður að spila á orgel hjá Páli Erlendssyni á Þrastarstöðum. Sigurður var áhugamaður um veiðiskap. Netaveiði í Héraðsvötnum var mikil í þá daga sem og skotveiði í grennd við Vötnin. Færði það heimilinu mikla björg í bú. Barnsmóðir Sigurðar, Guðný, kom að Húsabakka í vinnumennsku. Þau Guðný og Sigurður giftust ekki og voru ekki í sambúð. Þau deildu þó heimili og ólu dóttur sína upp saman. Með þeim bjó einnig Lilja, systir Sigurðar, alla tíð. Upp úr 1980 fóru þau systkinin að sækja vinnu til Sauðárkróks, í Sláturhús Kaupfélags Skagfirðinga. Árið 1982 fluttu Sigurður og Lilja, alfarið til Sauðárkróks og störfuðu þar í Sútunarverksmiðjunni Loðskinn. "

Lilja Jónsdóttir (1924-2007)

  • S01819
  • Person
  • 3. apríl 1924 - 1. júlí 2007

Lilja Jónsdóttir fæddist á Syðri Húsabakka 3. apríl 1924. Foreldrar hennar voru Emilía Kristín Sigurðardóttir, f. á Marbæli á Langholti og Jón Kristinn Jónsson, f. í Vallanesi í Vallhólmi. ,,Lilja ólst upp í foreldrahúsum á Syðri Húsabakka við almenn sveitastörf. Hross voru hennar líf og yndi og átti hún góða hesta. Lilja fór í Kvennaskólann á Löngumýri veturinn 1945-1946, og kom þá vel í ljós hve listfeng hún var. Hannyrðir og fatasaumur léku í höndunum á henni og fékk Húsabakkaheimilið að njóta góðs af því. Lilja stefndi að því að verða handavinnukennari, en sökum vanheilsu móður sinnar varð hún kyrr heima og annaðist foreldra sína þar til yfir lauk. Árið 1982 flutti hún ásamt Sigurði bróður sínum til Sauðárkróks og voru búsett þar síðan. Störfuðu bæði lengst af í sútunarverksmiðjunni Loðskinn. Lilja var ókvænt og barnlaus.

Björn Björnsson (1897-1979)

  • S01818
  • Person
  • 21. mars 1897 - 15. júní 1979

Sonur Björns Ólafssonar b. á Skefilsstöðum og k.h. Guðrúnar Ingibjargar Björnsdóttur. Björn ólst upp á Skefilsstöðum hjá foreldrum sínum. Björn tók við hálflendu jarðarinnar árið 1919 en keypti hana 1921. Aðeins ári síðar seldi hann jörðina og flutti til Sauðárkróks þar sem hann átti heima næstu fjögur árin. Stundaði þar tilfallandi störf á vetrum en var í síld á Siglufirði á sumrin. Árið 1926 flutti hann til Reykjavíkur og gerðist starfsmaður hjá útgerðarfélaginu Kveldúlfi hf, þar sem hann starfaði í mörg ár. Síðar réðst hann sem baðvörður hjá Sundhöll Reykjavíkur þar sem hann starfaði um hartnær 30 ára skeið. Síðast starfaði hann hjá versluninni Ratsjá á Laugarvegi. Björn var ókvæntur og barnlaus.

Sigríður Björnsdóttir (1895-1975)

  • S01817
  • Person
  • 24. feb. 1895 - 26. okt. 1975

Dóttir Björns Ólafssonar á Skefilsstöðum og k.h. Guðrúnar Björnsdóttur. Kvæntist Hannesi Guðvini Benediktssyni árið 1918, þau bjuggu í Hvammkoti á Skaga 1921-1937 og í Hvammi í Laxárdal 1937-1943 þar til þau fluttu til Sauðárkróks árið 1943. Þau skildu. Þau eignuðust sjö börn. Sigríður starfaði mikið í Kvenfélagi Skefilsstaðahrepps og einnig í kvenfélaginu á Sauðárkróki eftir að hún fluttist þangað.

Guðrún Ingibjörg Björnsdóttir (1869-1946)

  • S01814
  • Person
  • 26. júní 1869 - 10. ágúst 1946

Foreldrar: Björn Guðmundsson b. á Ytra-Mallandi og k.h. Sigríður Pétursdóttir. Guðrún kvæntist Birni Ólafssyni b. á Skefilsstöðum, þau bjuggu lengst af á Skefilsstöðum, síðast á Sauðárkróki, þau eignuðust fjögur börn.

Ólína Ingibjörg Björnsdóttir (1903-1980)

  • S01813
  • Person
  • 23. maí 1903 - 13. okt. 1980

Foreldrar: Björn Ólafsson b. á Skefilsstöðum og k.h. Guðrún Ingibjörg Björnsdóttir. Ólína ólst upp á heimili foreldra sinna á Skefilsstöðum og dvaldist þar að mestu til 19 ára aldurs, er hún réðst til starfa á heimili Snæbjörns bakara og móður hans á Sauðárkróki og tók þar við búsforráðum er þau Snæbjörn giftust árið 1924. Ólína og Snæbjörn eignuðust sex börn. Snæbjörn lést árið 1932. Seinni maður Ólínu var Guðjón Sigurðsson bakarameistari, þau eignuðust þrjú börn. Ólína starfaði í bakaríinu og starfrækti einnig veitingasölu í eigin nafni í tugi ára. Eins tók hún virkan þátt í starfi Kvenfélags Sauðárkróks og Sambandi skagfirskra kvenfélaga.

Ingibjörg Alda Bjarnadóttir (1929-2009)

  • S01807
  • Person
  • 2. maí 1929 - 1. ágúst 2009

Ingibjörg Alda Bjarnadóttir fæddist á Sauðárkróki 2. maí 1929. Hún var dóttir hjónanna Helgu Pétursdóttur saumakonu og Bjarna Antons Sigurðssonar sjómanns. ,,Eftir að Alda missti föður sinn ung að árum, fluttist móðir hennar frá Sauðárkróki til Akureyrar. Alda þurfti að hætta skólagöngu í Menntaskólanum á Akureyri sökum þess að hún fékk berkla. Árið 1954 fór hún í Húsmæðraskóla Reykjavíkur og kláraði próf þaðan árið 1955. Árið 1952 giftist Alda Stefáni Skaftasyni lækni frá Siglufirði, þau skildu, þau eignuðust eina dóttur. Alda og Stefán bjuggu bæði í Þýskalandi og Svíþjóð en eftir að þau skildu fluttist hún aftur til Akureyrar. Á Akureyri kynntist hún síðari manni sínum, Magnúsi, þar sem hann starfaði sem bæjarstjóri, þau eignuðust tvær dætur. Bjuggu þau hjónin á Akureyri til ársins 1967 en fluttu þá suður. Alda og Magnús fluttu í Kópavoginn og bjuggu þar allt fram á dánardag Magnúsar. Síðast búsett í Keflavík.

Jón Árnason Egilsson (1865-1931)

  • S01801
  • Person
  • 7. sept. 1865 - 16. júlí 1931

Var verslunarmaður á Sauðárkróki, Blönduósi og loks í Reykjavík.

Pétur Jónsson (1867-óvíst)

  • S01800
  • Person
  • 16. okt. 1867-óvíst

Í Sögu Sauðárkróks er Pétur Jónsson titlaður verslunarmaður. Kennari á Ísafirði samkvæmt Íslendingabók. Í manntalinu 1893 er Péturs Vilhelms Jónssonar getið í húsnæði með Classen fjölskyldunni og stétt er assistant. Samkvæmt kirkjubókum þá fer Pétur Jónsson árið 1898 til Borðeyrar sem kemur heim og saman við þær upplýsingar sem koma fram á Íslendingabók.

Agnar Baldvinsson (1885-1947)

  • S01785
  • Person
  • 4. sept. 1885 - 2. des. 1947

Foreldrar: Baldvin Bárðdal kennari og k.h. Guðrún Jónatansdóttir. Agnar var fæddur á Svalbarðsströnd. Foreldrar hans slitu samvistum er hann var barn að aldri, fluttist hann þá með móður sinni til Skagafjarðar og ólst þar upp. Dvöldust þau á ýmsum stöðum austan og vestan Vatna. Hann stundaði nám í Hólaskóla einn vetur. Agnar var bóndi á hálfum Vöglum 1910-1912, Litladal 1912-1925, er hann brá búi og fór að Flugmýri, þaðan að Miklabæ og loks í Víkurkot, á öllum stöðum í húsmennsku. Fluttist frá Víkurkoti til Sauðárkróks. Á Sauðárkróki stundaði hann ýmis störf, átti þar nokkrar kindur og var fjallskilastjóri þar í nokkur ár. Einnig kenndi hann krökkum, heima hjá sér, allmarga vetur og var vinsæll við þau störf sem önnur. Kvæntist Árnýju Jónsdóttur frá Borgarlæk, þau eignuðust fjögur börn.

Jón Oddsson (1876-1966)

  • S01784
  • Person
  • 18. júlí 1876 - 18. des. 1966

Foreldrar: Oddur Jónsson frá Bakka í Landeyjum og k.h. Steinunn Sigurðardóttir frá Pétursey í Mýrdal. Jón ólst upp með foreldrum sínum að Landamóti í Sandgerði. Árið 1895 réðst hann kaupamaður að Hofi í Vesturdal. Þar kynntist hann konuefni sínu Jórunni Guðmundsdóttur. Þau fluttu til Sauðárkróks árið 1902 þar sem Jón hóf smíðanám hjá Ólafi Briem. Árið 1908 réðst hann fastur starfsmaður til Pálma Péturssonar kaupfélagsstjóra og vann að verslunarstörfum hjá honum í 13 ár. Árið 1922 fluttu þau til Hafnarfjarðar og vann þar að smíðum í þrjú ár en sneru þá aftur til Sauðárkróks þar sem þau bjuggu til 1940, á þessum tíma vann Jón aðallega að smíðum. Árið 1940 fluttu þau fyrst að Álfgeirsvöllum og þaðan að Vík í Staðarhreppi. Síðast búsett í Varmahlíð. Þegar Jón bjó á Sauðárkróki starfaði hann nokkuð með Leikfélagi Sauðárkróks. Jón og Jórunn eignuðust ekki börn en ólu upp tvær fósturdætur.

Páll Pálsson (1876-1935)

  • S01783
  • Person
  • 27. mars 1876 - 22. apríl 1935

Foreldrar: Páll Pálsson b. að Syðri-Brekkum og síðast á Frostastöðum og k.h. Dýrleif Gísladóttir. Páll nam skósmíðar, óvíst hvar. Hóf búskap í Garði í Hegranesi á móti tengdaföður sínum árið 1897 og bjó þar til 1908, en flutti þá til Sauðárkróks og svo að Sjávarborg. Fór aftur að Garði 1910 og bjó þar á hluta af jörðinni en stundaði einnig aukapóstferðir á milli Sauðárkróks og Hóla í Hjaltadal. Bjó í Garði til 1920 er hann fór með syni sínum að Framnesi og Blönduhlíð, þar sem hann dvaldi til 1924. Var á Brimnesi 1924-1926 en fór þá aftur að Garði þar sem sonur hans tók við búi. Síðast búsettur á Sauðárkróki. Kvæntist Steinunni Hallsdóttur frá Garði, þau eignuðust einn son.

Jón Ormur Halldórsson (1954-

  • S01768
  • Person
  • 5. mars 1954-

Sonur Halldórs Þormars Jónssonar sýslumanns á Sauðárkróki og k.h. Aðalheiðar Ormsdóttur. Doktor í stjórnmálafræði.

Ingólfur Guðmundsson (1953-

  • S01766
  • Person
  • 14. maí 1953-

Sonur Guðmundar Helgasonar frá Tungu í Gönguskörðum og k.h. Ernu Guðbjargar Ingólfsdóttur frá Sauðárkróki.

Sveinn Styrmir Bragason (1956-

  • S01765
  • Person
  • 5. jan. 1956-

Sonur Braga Sigurðarsonar vélsmiðs á Sauðárkróki og k.h. Sigurlaugar Sveinsdóttur.

Eyþór Stefánsson (1901-1999)

  • S00435
  • Person
  • 23. jan. 1901 - 3. nóv. 1999

Eyþór Stefánsson fæddist á Sauðárkróki 23. janúar 1901. Foreldrar hans voru Stefán Sigurðsson, sjómaður og k.h. Guðrún Jónasdóttir. Hann gekk í barna- og unglingaskólann á Sauðárkróki, en 1928 fór hann suður í tónlistarnám hjá Emil Thoroddsen og Páli Ísólfssyni og leiklistarnám hjá Indriða Waage. Hann var síðan við framhaldsnám í þessum greinum í Hamborg 1934. Hann var aðeins 11 ára gamall er hann byrjaði að syngja með kirkjukór Sauðárkróks en kórinn var ekki formlega stofnaður fyrr en 1942 að hans tilstuðlan og var hann fyrsti stjórnandi hans. Hafði hann þá verið organisti og söngstjóri við Sauðárkrókskirkju frá árinu 1929 og gegndi hann þeim störfum allt til ársins 1972. 19 ára gamall byrjaði Eyþór að vinna að söng- og leiklistarstörfum fyrir Ungmennafélagið Tindastól, eins var hann einn af þeim sem endurreistu Leikfélag Sauðárkróks 1941 og starfaði þar sem leikstjóri og leikari allt til ársins 1976 er hann steig síðast á svið, var það hans 118. hlutverk. Hann vann við verslunar- og skrifstofustörf á Sauðárkróki 1923-1948, og var söngkennari við Barna- og gagnfræðaskóla Sauðárkróks 1948-1972. Skólastjóri Tónlistarskóla Sauðárkróks 1964-1974. Formaður framkvæmdanefndar um byggingu minnisvarða Stephans G. Stephanssonar á Arnarstapa 1953. Hann var á tímabili formaður Kirkjukórasambands Skagafjarðarprófastsdæmis, sat í stjórn Kirkjukórasambands Íslands og var sendikennari þess til kirkjukóra á Norður-, Austur- og Vesturlandi 1952-1961. Hann var einn af stofnendum Rotaryklúbbs Sauðárkróks 1948 og fræðslustúkunnar Mælifells, innan frímúrarareglunnar á Íslandi 1970. Hann var heiðursfélagi í mörgum félögum, þar á meðal: Kirkjukór Sauðárkróks, Leikfélagi Sauðárkróks, Ungmennafélaginu Tindastól, Rotaryklúbbi Sauðárkróks, Tónskáldafélaginu, var sæmdur heiðursmerki úr silfri frá Karlakórasambandinu Heklu á Akureyri, gullmerki frá Félagi íslenskra leikara og var heiðursborgari Sauðárkróks frá árinu 1971. Eins var hann sæmdur stórriddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf sín að menningarmálum á Sauðárkróki. Eyþór kvæntist 13. desember 1936 Sigríði Önnu Stefánsdóttur frá Skógum í Þelamörk, f. 29. september 1905, d. 20. júní 1992. Sigríður tók virkan þátt í störfum Eyþórs bæði í leiklist og tónlist. Þau eignuðust eina dóttur.

Eyþór Kristján Einarsson (1959-

  • S01764
  • Person
  • 31. des. 1959

Sonur Guðrúnar Eyþórsdóttur, dóttur Eyþórs Stefánssonar tónskálds. Frá Ísafirði, bjó á Sauðárkróki í lok 20. aldar, flutti til Reykjavíkur.

Brynja Björg Bragadóttir (1956-2013)

  • S01763
  • Person
  • 24. des. 1956 - 10. júlí 2013

Brynja Björg Bragadóttir fæddist á Sauðárkróki 24. desember 1956. Foreldrar hennar eru Sigurlaug Sveinsdóttir og Bragi Þ. Sigurðsson, Sauðárkróki. Brynja giftist 1976 Ómari Imsland rafmagnsverkfræðingi. Þau skildu 2005. Þau eignuðust fjóra syni. ,,Brynja ólst upp á Sauðárkróki og gekk þar í barna- og gagnfræðaskóla, lauk síðan námi frá Eiðaskóla og tók síðar sjúkraliðapróf og vann um skeið sem sjúkraliði á Landakotsspítala. Hún bjó tæpan áratug í Danmörku á meðan Ómar stundaði þar nám og vinnu. Eftir að synir hennar uxu úr grasi varð hún skólaliði í Mýrarhúsaskóla fram á þetta ár. Hún bjó lengst af á Seltjarnarnesi."

Sigurlaug Sveinsdóttir (1934-

  • S01762
  • Person
  • 3. mars 1934-

Dóttir Margrétar S. Kristinsdóttur og Sveins Sölvasonar á Sauðárkróki. Gagnfræðingur frá Gagnfræðaskóla Sauðárkróks. Við afgreiðslu í Sauðárkróksapóteki 1952-1955. Starfaði einnig við fiskvinnslu, við plastgerð í Plastgerðinni Dúða og síðast hjá Loðskinni. Kvænt Braga Þ. Sigurðssyni vélsmiði úr Loðmundarfirði.

Sigurgeir Daníelsson (1866-1959)

  • S01761
  • Person
  • 14. maí 1866 - 29. okt. 1959

Foreldrar: Daníel Daníelsson á Skáldstöðum í Eyjafirði og k.h. Guðrún Sigurðardóttir frá Gröf í Kaupangssveit. Sigurgeir ólst upp hjá foreldrum sínum á Skáldastöðum og vann að búi þeirra, þar til hann kvæntist árið 1893, Jóhönnu Jónsdóttur frá Syðra-Dalsgerði í Eyjafirði. Það sama ár hófu þau búskap, fyrst í Hólum á móti tengdaföður sínum, en fluttust árið 1896 að Núpufelli og bjuggu þar til 1906, er þau fluttust til Sauðárkróks. Þar tók Sigurgeir að sér rekstur sjúkrahússins og gegndi því starfi í allmörg ár. Samhliða störfum sínum við sjúkrahúsið stofnsetti hann verslunina Drangey og rak hana allt fram á efri ár. Einnig var hann mörg ár þátttakandi í útgerð á Sauðárkróki. Sigurgeir gegndi mörgum trúnaðarstörfum bæði í Eyjafirði og á S.króki. Hann var í hreppsnefnd Sauðárkrókshrepps í mörg ár og hreppstjóri 1920-1932. Sigurgeir og Jóhanna eignuðust ekki börn en ólu upp tvö fósturbörn. Sigurgeir eignaðist son með Ásdísi Andrésdóttur eftir að kona hans lést.

Guðmundur Einarsson (1865-1907)

  • S00781
  • Person
  • 15.06.1865-25.09.1907

Foreldrar: Einar Baldvin Guðmundsson b. og alþingismaður á Hraunum og 1. k. h. Kristín Pálsdóttir frá Viðvík. Guðmundur ólst upp hjá foreldrum sínum á Hraunum og vann þar að bústörfum til lands og sjávar. Hann stundaði nám á Möðruvallaskóla líklega veturnar 1881-1883. Að lokinni þeirri skólagöngu fór hann utan til námsdvalar í Þýskalandi og Noregi. Nokkru eftir að hann kom úr utanförinni gekk hann í þjónustu Gránufélagsins á Sauðárkróki og lagði þar stund á verslunarstörf. Um 1890 varð hann bókhaldari Poppsverslunar á Sauðárkróki og gengdi því starfi til 1898, er hann varð verslunarstjóri Poppsverslunar á Hofsósi. Árið 1904 varð Guðmundur verslunarstjóri Gránufélagsins á Siglufirði og gegndi því starfi til æviloka. Guðmundur kvæntist Jóhönnu Stefánsdóttur frá Reynistað, þau eignuðust fjögur börn.

María Rögnvaldsdóttir (1885-1968)

  • S00541
  • Person
  • 4. maí 1885 - 27. október 1968

María var fædd í Réttarholti í Blönduhlíð, dóttir Rögnvaldar Björnssonar og Freyju Jónsdóttur. Hún ólst upp í Réttarholti, utan þriggja ára sem þau bjuggu á Bjarnastöðum. María veiktist af berklum sem barn og var lengi vel vart hugað líf. María var vel skáldmælt og eftir hana birtust ljóð og stökur í blöðum og tímaritum. Hún orti mikið af eftirmælum og er til eftir hana töluvert ljóðasafn. María kvæntist Gamalíel Sigurjónssyni frá Staðartungu í Hörgárdal, þau eignuðust þrjú börn. Þau reistu sér bú í Grundargerði í Blönduhlíð og bjuggu þar í sex ár, síðast búsett á Sauðárkróki.

Guðmunda Sigurrós Sigurðardóttir (1875-1964)

  • S01760
  • Person
  • 1875 - 20. okt. 1964

Frá Kvíabekk í Ólafsfirði. Var bústýra hjá Jósteini Jónassyni í Naustavík í Hegranesi. Síðar bústýra hjá Leó Jónssyni b. Svanavatni og síðast verkakona á Sauðárkróki.

Jóhanna Álfheiður Bergsdóttir (1883-1963)

  • S01757
  • Person
  • 10. okt. 1883 - 7. júlí 1967

Foreldrar: Bergur Hallsson b. á Skálafelli í Suðursveit og k.h. Sigríðar Jónsdóttur. Kvæntist Haraldi Sigurðssyni ættuðum úr Öxnadal, þau hófu búskap á Bessahlöðum í Öxnadal en fluttu að Tyrfingsstöðum á Kjálka 1911. Jóhanna var vinnukona á Silfrastöðum 1912-1913, sennilega með manni sínum í vinnumennsku í Flatatungu á Kjálka 1913-1922, bjó á Fossi í Blönduhlíð 1922-1923, vinnukona á Vöglum í Blönduhlíð 1924-1925 og húskona í Flatatungu 1925-1926. Líklega í Flatatungu 1926-1930, í Gloppu í Öxnadal 1931-1935. Fóru þaðan að Fagranesi í Öxnadal til 1939 er þau fluttu til Akureyrar þar sem þau bjuggu til 1943. Það sama ár fluttu þau til Sauðárkróks og bjuggu þar síðan. Á efri árum sínum á Sauðárkróki hafði hún þann starfa að gæta kúa bæjarbúa. Jóhanna var römm að afli, verkhög, nærfærin við sjúka og lagin við að taka á móti börnum. Jóhanna og Haraldur eignuðust fjögur börn saman, fyrir átti Jóhanna dóttur.

Elísabet Jónsdóttir (1885-1967)

  • S01755
  • Person
  • 1. mars 1885 - 14. maí 1967

Dóttir Jóns Jónssonar á Kárastöðum, síðast b. í Sveinskoti á Reykjaströnd og s.k.h. Önnu Guðmundsdóttir. Elísabet var sambýliskona Péturs Þorgrímssonar frá Hofstaðaseli. Búsett á Sauðárkróki.

Oddgnýr Ólafsson (1883-1961)

  • S01753
  • Person
  • 10. feb. 1883 - 25. des. 1961

Oddgnýr ólst upp hjá föður sínum, Ólafi Grímssyni og fóstru, Lilju Kristjánsdóttur, á Selnesi og síðar á svokölluðum Selnesbakka sem var fyrir og eftir síðustu aldamót einhver mesta verstöð í Skagafirði. Oddgnýr fór að stunda sjó þaðan eins og faðir hans. Eignaðist hann bát þar og var formaður á honum í mörg ár. Mun hafa verið með síðustu formönnum á Selnesbökkum. Árið 1923 fluttist Oddgnýr til Sauðárkróks og hélt áfram sjómennskunni þar, bæði á eigin fari eða sem háseti hjá öðrum, svo sem Pálma Sighvats, en síðar mest hjá Halldóri Sigurðssyni. Oddgnýr reyndist farsæll formaður, siglari mikill og góður sjómaður. Oddgnýr var heiðursfélagi í Útvegsmannafélagi Sauðárkróks. Ókvæntur og barnlaus.

Friðrik Árnason (1922-1999)

  • S01742
  • Person
  • 23. apríl 1922 - 16. nóv. 1999

Friðrik Árnason var fæddur á Kjarvalsstöðum í Hjaltadal 23. apríl 1922. Foreldrar hans voru Árni Sveinsson og Sigurveig Friðriksdóttir búandi á Kálfsstöðum í Hjaltadal. ,, Friðrik fluttist ársgamall að Kálfsstöðum og átti þar heima til 42 ára aldurs, fluttist þá ásamt fjölskyldunni til Sauðárkróks, en hélt árið 1966 til Reykjavíkur. Þar rak hann bílasölu um nokkurra ára skeið, var síðan lengi leigubifreiðarstjóri á Hreyfli, en síðustu mánuðina fram að sjötugu vann hann í þvottahúsi Landakotsspítala. Friðrik var ókvæntur og barnlaus, en var um 17 ára skeið í sambúð með Svövu Guðjónsdóttur."

Kolbeinn Kristinsson (1895-1983)

  • S01737
  • Person
  • 7. júlí 1895 - 15. ágúst 1983

Kolbeinn Kristinsson, f. á Þúfum í Óslandshlíð en fluttist ásamt foreldrum sínum að Skriðulandi í Kolbeinsdal 1897. Foreldrar: Kristinn Sigurðsson (1863-1943) og Hallfríður Jónsdóttir (1858-1951). Kolbeinn tók fyrst við parti af búinu á Skriðulandi en svo allri jörðinni þegar faðir hans lést 1943. Kolbein bjó í 3 ár á Hofi en fluttist aftur að Skriðulandi. Hann fór þaðan alfarinn árið 1955. Þá flutti hann til Akureyrar og vann á fjórðungssjúkrahúsinu við skrifstofustörf og sem gjaldkeri. Frá Akureyri flutti hann til Sauðárkróks og bjó í tvö ár þar og vann við skipaafgreiðslu hjá Kaupfélaginu. Loks flutti hann til Reykjavíkur þar sem hann fékk ígripavinnu hjá Finni Sigmundssyni á Þjóðskjalasafninu.
Maki: Kristín Guðmundsdóttir (1898-1981). Þau eignuðust tvær dætur.

Páll Sigurðsson (1904-1992)

  • S01729
  • Person
  • 3. júní 1904 - 25. des. 1992

Foreldrar: María Guðmundsdóttir og Sigurður Kristjánsson. Fæddist í Háakoti í Stíflu þar sem foreldrar hans bjuggu fyrstu æviár hans, síðar fluttust þau að Lundi í Stíflu. Páll fór í Hólaskóla og útskrifaðist þaðan sem búfræðingur 1927. Stundaði nám hjá Sigurði Greipssyni í Haukadal 1929­-1930 og var í glímuflokki sem sýndi á Alþingishátíðinni á Þingvöllum 1930. Árið 1934 gerðist hann kennari við Hólaskóla og kenndi þar íþróttir allt til ársins 1963, að vetrinum 1936­-1937 undanskildum, er hann var við nám í Íþróttaskólanum á Laugarvatni. Bóndi á Hofi í Hjaltadal 1945-1963. Formaður Ungmennasambands Skagafjarðar 1939-­1942, kenndi sund víðsvegar um Skagafjörð um langt árabil, sat í hreppsnefnd Hólahrepps og var oddviti um skeið. Flutti ásamt konu sinni til Akureyrar árið 1963 þar sem þau unnu til ársins 1983, árið 1985 lá leið þeirra aftur heim í Skagafjörðinn og settust þau þá að á Sauðárkróki. Páll vann að mikilli heimildasöfnum fyrir Sögufélag Skagfirðinga og ritaði auk þess margt á eigin vegum. Páll kvæntist Önnu Aðalbjörgu Gunnlaugsdóttur frá Víðinesi í Hjaltadal, þau eignuðust þrjú börn.

Ólafur Haukur Helgason (1930-2006)

  • S01705
  • Person
  • 11. apríl 1930 - 31. okt. 2006

Foreldrar Ólafs Hauks voru Helgi Ólafsson kennari á Sauðárkróki og Akureyri, síðar búsettur í Reykjavík, og k.h. Valý Þ.Á. Ágústsdóttir. ,,Ólafur varð stúdent frá MA 1952. Nám í læknisfræði við HÍ 1952-53, cand. phil. þaðan og með próf í efnafræði. Nám í tannlækningum við háskólana í Kiel og Heidelberg í V-Þýskalandi en lauk ekki prófi. Kennarapróf frá Kennaraskóla Íslands 1963. Vann við kennslustörf um árabil og ýmis önnur störf. Sendi frá sér frumsamin kvæði sem birt voru í Morgunblaðinu og víðar."

Ágúst Hörður Helgason (1927-2010)

  • S01703
  • Person
  • 13. feb. 1927 - 6. ágúst 2010

Ágúst Hörður Helgason fæddist á Sauðárkróki 13. febrúar 1927. Foreldrar Harðar voru Helgi Ólafsson kennari á Sauðárkróki og Akureyri, síðar búsettur í Reykjavík, og Valý Þ.Á. Ágústsdóttir. ,,Hörður útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1946. Nám í læknisfræði við Háskóla Íslands 1946-1953, cand. Med. þaðan 1953. Námskandidat á Herrick Memorial Hospital í Berkeley í Kaliforníu 1954-1955; aðstoðarlæknir á John Hopkins Hospital í Baltimore 1955-1956 og á Baltimore City Hospital 1956-1959. Sérnám á meinafræðideild sama sjúkrahúss 1959-1961 og á Union Memorial Hospital í Baltimore 1961-1963. Almennt lækningaleyfi og viðurkenning sem sérfræðingur í fæðingarhjálp og kvensjúkdómum 1959. Amerískt læknapróf í Maryland 1961 og í Texas 1967. Viðurkenndur sérfræðingur í meinafræði í Bandaríkjunum 1963. Lauk sérfræðiprófi í húðsjúkdómameinafræði (dermatopathology) 1981, viðurkennt af American Board of Dermatology og American Board of Pathology. Námskeið í kjarnlæknisfræði við U.S. Naval Medical School í Bethesda í Maryland 1964. Starfsferill: Héraðslæknir í Súðavíkurhéraði 1953, aðstoðarlæknir við Union Memorial Hospital 1963-1965. Fyrsti aðstoðarlæknir við Veterans Administration Hospital í Houston, Texas við rannsóknir á lungnasjúkdómum 1965-1969. Sérfræðingur í meinafræði við Memorial Hospital System frá 1969. Aðstoðarprófessor í meinafræði við Baylor University College of Medicine í Houston 1965-1969 og aðstoðarprófessor í klínískri meinafræði við sama skóla frá 1969. Forstöðumaður School of Medical Technology við Memorial Hospital System 1973-1977 og forstöðumaður líffærameinafræðideildar sömu stofnunar frá 1977."
Maki I: 1957, Kristín Björnsdóttir Axfjörð, þau skildu.
Maki II: 1959, Marjorie Joyce ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur, þau eignuðust þrjár dætur.

Herdís Helgadóttir (1928-2017)

  • S01704
  • Person
  • 10. júlí 1928 - 19. jan. 2017

Fæddist á Sauðárkróki 10. júlí 1928, dóttir Helga Ólafssonar kennara og Valýar Þorbjargar Ágústsdóttur. ,,Herdís lauk prófi frá Hjúkrunarskóla Íslands 1951 og var skólahjúkrunarfræðingur á Siglufirði frá 1955 til 1968. Hún hóf störf á lungnadeild Landspítalans árið 1968 og var deildarstjóri taugadeildar frá 1970 til 1984. Herdís var deildarstjóri á Droplaugarstöðum frá 1986 til 1991. Hún var varaformaður Kvenfélags Hallgrímskirkju frá 1968 til 1985 og varaformaður Prestakvennafélags Íslands frá 1972 til 1975." Herdís giftist sr. Ragnari Fjalari Lárussyni, prófasti frá Miklabæ, þau eignuðust sex börn.

Birgit Bang (1936-2014)

  • S01702
  • Person
  • 13. maí 1936 - 19. júní 2014

Birgit Bang fæddist í Árósum í Danmörku 13. maí 1936. Foreldrar hennar voru Ole Bang apótekari á Sauðárkróki og k.h. Minna Elísa Bang. ,,Birgit ólst upp á Sauðárkróki. Hún starfaði framan af við afgreiðslustörf í apóteki föður síns en drýgstan hluta starfsævinnar vann hún á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði. Eftir að hún lét af störfum fluttist hún aftur til Sauðárkróks og bjó þar síðustu árin." Birgit eignaðist einn son með Ásmundi Jónssyni.

Ingibjörg Björnsdóttir (1896-1997)

  • S01701
  • Person
  • 21. okt. 1896 - 2. sept. 1997

Foreldrar: Björn Benónýsson b. á Illugastöðum í Laxárdal og k.h. Ingibjörg Stefánsdóttir. Tveggja ára gömul fór Ingibjörg í fóstur til Sigríðar föðursystur sinnar og manns hennar Magnúsar Hjálmarssonar að Bjarnastöðum í Blönduhlíð. Árið 1907 fluttust þau hjón með Ingibjörgu að Illugastöðum í Laxárdal til Björns föður hennar. Þar voru þau eitt ár, en fluttust síðan til árs búskapar að Ingveldarstöðum ytri á Reykjaströnd og árið 1909 fóru þau til Sauðárkróks og settust að í húsinu Brimgarði. Ingibjörg fermdist árið 1911, og sama árið fór hún vinnukona að Hólkoti á Reykjaströnd. Árið 1912 fór hún frá Hólkoti að Bakka í Vallhólmi, þar sem kynntist mannsefni sínu, Agli Gottskálkssyni. Þau bjuggu á Hvammkoti á Skaga 1917-1921, á Ingveldarstöðum á Reykjaströnd 1921-1926, í Hjaltastaðakoti 1926-1935, á Mið-Grund 1935-1968. Síðast búsett á Akureyri. Ingibjörg lést 101 árs gömul.
Ingibjörg og Egill eignuðust átta börn.

Björn Símonarson (1853-1914)

  • S01699
  • Person
  • 26. apríl 1853 - 27. des. 1914

Gullsmiður og úrsmiður á Akureyri og Sauðárkróki 1890. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Átti Björnsbakarí við Vallarstræti sem eftir honum er nefnt.

Sigurlaug Jónsdóttir (1929-2008)

  • S01690
  • Person
  • 10. jan. 1929 - 1. sept. 2008

Sigurlaug Jónsdóttir fæddist á Sauðárkróki 10. janúar 1929. Foreldrar hennar voru Anna Friðriksdóttir og Jón Sigvaldi Nikódemusson. ,,Veturinn 1948-1949 stundaði Sigurlaug nám við Húsmæðraskóla Reykjavíkur. Hún starfaði m.a. hjá Mjólkursamlagi Kaupfélag Skagfirðinga, Bæjarskrifstofu Sauðárkróks, Skrifstofu Kaupfélags Skagfirðinga og Sláturhúsi Kaupfélags Skagfirðinga." 17. júní 1956 giftist Sigurlaug Gunnari G. Helgasyni, þau eignuðust sex börn, fyrir átti Sigurlaug son með Júlíusi Gestssyni.

Páll Sigurðsson (1905-1977)

  • S01687
  • Person
  • 25. ágúst 1905 - 4. júlí 1977

Sonur Sigurðar Pálssonar héraðslæknis á Sauðárkróki og k.h. Þóru Gísladóttur. Var á Vesturgötu 23, Reykjavík 1930. Bókavörður í Reykjavík.

Oddný Kristín Þorvaldsdóttir (1919-2010)

  • S01681
  • Person
  • 9. jan. 1919 - 17. apríl 2010

Foreldrar hennar voru þau Þorvaldur Jónsson og Helga Jóhannsdóttir. ,,Oddný bjó á Sauðárkróki fram til ársins 1948 er hún flutti til Reykjavíkur. Oddný vann við ýmis störf svo sem síldarverkun og síðar á saumastofum meðfram húsmóðurstörfunum. Oddný giftist Hólmari Magnússyni, þau eignuðust tvo syni.

Guðbjörg Þorsteinsdóttir (1918-1968)

  • S01680
  • Person
  • 12. sept. 1918 - 21. feb. 1968

Guðbjörg Þorsteinsdóttir fæddist 12. september árið 1918 að Reykjum í Hrútafirði. Guðbjörg gekk í Reykjaskóla og lauk þaðan prófi, en hvarf að loknu námi til Reykjavíkur til saumanáms. Starfaði lengst af hjá Landssíma Íslands, bæði á Siglufirði, Sauðárkrók en lengst á Landssímastöðinni í Reykjavík. Kvæntist Birni Jóhannessyni, þau eignuðust einn son.

Hálfdán Steingrímsson (1920-2012)

  • S01675
  • Person
  • 26. sept. 1920 - 15. ágúst 2012

Fæddur á Flateyri. Foreldrar hans voru Steingrímur Árnason, útgerðarmaður á Flateyri, í Keflavík og víðar og f.k.h. Kristín Hálfdánardóttir frá Meiri-Hlíð í Bolungarvík. ,,Þegar hann var sjö ára gamall missti hann móður sína og var sendur í fóstur um skeið í Hegranes í Skagafirði. Síðan fór hann til föður síns og seinni konu hans, Grétu Þorsteinsdóttur, sem höfðu þá sest að á Sauðárkróki. Þar ólst hann upp ásamt bræðrum sínum fram á unglingsár. Fjölskyldan flutti síðar til Reykjavíkur og átti Hálfdán þar heimili æ síðan eða þar til árið 2009 er hann og flutti ásamt konu sinni til Mosfellsbæjar. Hálfdán stundaði nám við Héraðsskólann á Laugarvatni og gerðist að því loknu vörubílstjóri í Reykjavík. Árið 1951 tók hann við sem prentsmiðjustjóri í Steindórsprenti hf. sem síðar varð Steindórsprent-Gutenberg ehf. Þessu starfi gegndi hann til starfsloka árið 2000, eða í tæp 50 ár. Hálfdán var virkur félagi í Oddfellowreglunni og gegndi þar fjölmörgum trúnaðarstörfum."
Árið 1943 kvæntist Hálfdán Ingibjörgu Steindórsdóttur frá Reykjavík, þau eignuðust þrjú börn.

Gunnsteinn Sigurður Steinsson (1915-2000)

  • S01673
  • Person
  • 10. jan. 1915 - 19. des. 2000

Gunnsteinn Sigurður Steinsson fæddist á Hrauni á Skaga 10. janúar 1915. Foreldrar hans voru hjónin Steinn Leó Sveinsson bóndi og hreppstjóri á Hrauni á Skaga k.h. og Guðrún Sigríður Kristmundsdóttir. ,,Gunnsteinn lauk gagnfræðaprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1936. Hann var búsettur á Hrauni til 1953 og stundaði á þeim tíma aðallega sjómennsku og smíðar. Gunnsteinn var bóndi í Ketu á Skaga 1953-1974 en fluttist þá ásamt konu sinni til Sauðárkróks. Stundaði hann þar störf í skinnaverkuninni Loðskinni hf. auk þess sem hann var um árabil umboðsmaður skattstjóra á Sauðárkróki. Gunnsteinn starfaði mikið að félagsmálum og var m.a. hreppstjóri og sýslunefndarmaður fyrir Skefilsstaðahrepp um árabil auk þess að gegna fjölmörgum öðrum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína." Gunnsteinn kvæntist árið 1945 Guðbjörgu Hólmfríði Guðmundsdóttur, þau eignuðust tvær dætur.

Sigrún Jónsdóttir (1911-1986)

  • S01666
  • Person
  • 6. mars 1911 - 22. mars 1986

Foreldrar: Jón Kristbergur Árnason og k.h. Amalía Sigurðardóttir. Sigrún ólst upp með foreldrum sínum, fyrst á Vatni á Höfðaströnd, en þaðan fluttu þau í Víðivelli 1921. Sigrún fór svo á Húsmæðraskólann á Blönduósi veturinn 1930-1931. Kvæntist árið 1934 Ingimari Jónssyni frá Flugumýri og þar bjuggu þau óslitið frá 1932-1955 er Ingimar lést. Sigrún hélt áfram búskap til 1959 er synir hennar tóku við. Haustið 1964 fór hún í vinnu að Reykjaskóla í Hrútafirði og var þar næstu þrjá vetur en þar var yngsti sonur hennar við nám. Árið 1969-1970 var hún hjá Steinunni dóttur sinni í Garðabæ. Alltaf átti hún þó heimili á Flugumýri og fluttist ekki þaðan fyrr en en hún keypti íbúð á Sauðárkróki árið 1972. Þar dvaldi hún næstu 5 árin, eða þar til hún fór á sjúkrahús vegna veikinda. Strax í æsku komu í ljós hjá Sigrúnu tónlistarhæfileigar og sérlega fögur söngrödd, sem hún hélt alla tíð. Sigrún og Ingimar eignuðust átta börn.

Ásgrímur Jónas Brynjólfur Helgason (1933-2010)

  • S01645
  • Person
  • 12. mars 1933 - 14. okt. 2010

Sonur Maríu Guðmundsdóttur og Helga Ísfjörð Gunnarssonar á Fagranesi. Verkamaður á Sauðárkróki. Kvæntist Ragnhildi Guðrúnu Lúðvíksdóttur frá Sauðárkróki.

Svanur Fannberg Jóhannsson (1937-2001)

  • S01644
  • Person
  • 17. júlí 1937 - 11. maí 2001

Fæddist á Siglufirði. Foreldrar hans voru Dagrún Bjarnadóttir Hagen og Jóhann Guðjónsson. Starfsmaður Pósts og síma á Sauðárkróki. Kvæntist Aðalbjörgu Vagnsdóttur, þau skildu, þau eignuðust tvö börn saman, fyrir átti Svanur eina dóttur.

Páll Þorgrímsson (1893-1965)

  • S01913
  • Person
  • 25. mars 1893 - 5. maí 1965

Foreldrar: Þorgrímur Kristjánsson b. í Enni og Tumabrekku í Óslandshlíð og k.h. Goðmunda Brynhildur Sigmundsdóttir. Páll missti föður sinn þegar hann var átta ára gamall og fylgdi móður sinni eftir það. Þau bjuggu í Grafarósi, í Gröf á Höfðaströnd, Hofsósi og víðar. Páll hóf að stunda sjó um 16 ára aldur og var m.a. á hákarlaskipi sem gert var út frá Siglufirði. Einnig var hann um skeið með sænskum á hvalfangara. Hann reri frá Dalvík þrjú ár og var um tími formaður á fiskibáti þaðan, stundaði einnig um skeið Drangeyjarútgerð á vegum Gránufélagsverslunarinnar. Hann var einn fyrsti vörubílstjóri í héraðinu og keypti fyrsta traktorinn í Skagafirði árið 1929. Búsettur á Sauðárkróki frá 1925 og vann þar ýmis störf. Árin 1948-1960 starfaði hann sem húsvörður við Barnaskóla Sauðárkróks. Páll sat í stjórn Vmf. Fram um skeið og starfaði mikið í ungmennafélaginu Tindastóli og Búnaðarfélagi Sauðárkróks. Páll kvæntist Pálínu Bergsdóttur úr Laxárdal, þau eignuðust fimm börn.

Sigmundur Birgir Pálsson (1932-2003)

  • S01643
  • Person
  • 28. nóv. 1932 - 29. jan. 2003

Sigmundur Birgir Pálsson fæddist á Sauðárkróki 28. nóvember 1932. Foreldrar hans voru Marvin Páll Þorgrímsson og Pálína Bergsdóttir. ,,Sigmundur ólst upp á Sauðárkróki. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Sauðárkróks. Hann fór síðan að læra húsgagnasmíði hjá Byggingafélaginu Hlyn 1955 og á meðan tók hann þriggja mánaða nám í Iðnskólanum. Sigmundur vann áfram á Hlyn og varð seinna einn af eigendunum, hann hætti þar 1985. Það sama ár hóf hann störf á Sjúkrahúsi Skagfirðinga sem húsvörður og vann þar til ágústloka 2002. Sigmundur var mikill félagsmálamaður og starfaði með hinum ýmsu félagasamtökum á Króknum. Hann var m.a. skátaforingi í Skátafélaginu Andvara, formaður Ungmennafélagsins Tindastóls, félagi í Iðnaðarmannafélagi Sauðárkróks, formaður Lionsklúbbs Sauðárkróks og mjög virkur félagsmaður þar. Hann var einn af stofnendum Félags eldri borgara á Sauðárkróki og starfaði þar af krafti. Sigmundur bjó alla tíð á Sauðárkróki." Hinn 12. ágúst 1963 kvæntist Sigmundur Guðlaugu Gísladóttur frá Ólafsfirði, þau eignuðust fjórar dætur.

Ingibjörg Sigríður Pétursdóttir Eriksen (1912-1956)

  • S01641
  • Person
  • 29. júní 1912 - 20. júní 1956

Foreldrar: Pétur Eriksen skósmiður, f. 1870, skósmiður á Sauðárkróki og Ingibjörg Ólafsdóttir Eriksen, f. 1872, frá Harrastöðum á Skagaströnd. Ingibjörg var ógift og barnlaus.

Rósa Jensdóttir Eriksen (1929-1993)

  • S01640
  • Person
  • 11. maí 1929 - 21. nóv. 1993

Fædd og uppalin á Sauðárkróki. Dóttir Jens Péturs Eriksen og Sigríðar Amalíu Njálsdóttur. Rósa tók gagnfræðapróf á Akureyri 1947 og var síðan einn vetur á húsmæðraskólanum á Löngumýri, 1949-1950. Hún byrjaði snemma að vinna á símstöðinni á Sauðárkróki. Maki: Karl Salómonsson frá Ísafirði. Fyrstu árin bjuggu þau í Kópavogi. Þau eignuðust fjögur börn. Karl lést árið 1970 langt fyrir aldur fram. Rósa vann hjá Landsímanum í Reykjavík sem talsímavörður og varðstjóri og í nokkur ár var hún verslunarstjóri í Ás-verslunum. Árið 1973 fluttist Rósa vestur í Hrútafjörð og giftist Jósep Rósinkarssyni bónda á Fjarðarhorni. Hann var ekkjumaður með fimm börn og tók Rósa þar við stóru heimili sem hún stýrði í um 15 ár en þá skildu leiðir þeirra. Rósa fluttist þá suður aftur og vann á langlínumiðstöðinni í Reykjavík á meðan heilsa leyfði.

Sigurbjörg Jónsdóttir (1903-1997)

  • S01570
  • Person
  • 2. maí 1903 - 4. maí 1997

Foreldrar: Jón Jónsson b. á Kimbastöðum í Borgarsveit og sambýliskona hans Björg Sigurðardóttir. Sigurbjörg var alin upp hjá foreldrum sínum á Kimbastöðum til 1911, síðan í Borgargerði til 1916 og loks á Sauðárkróki. Hún tók við búsforráðum á Hafsteinsstöðum árið 1926 og bjó þar ásamt manni sínum, Jóni Jónssyni frá Hafsteinsstöðum, til 1940. Það sama ár fluttust þau að Steinholti og síðan að Gýgjarhóli árið 1952, þar bjó Sigurbjörg til ársins 1986, Jón maður hennar lést 1972. Síðast búsett á Sauðárkróki. Sigurbjörg og Jón eignuðust tvo syni.

Magnús Halldórsson Magnússon (1932-2015)

  • S01637
  • Person
  • 6. nóv. 1932 - 4. jan. 2015

Magnús H. Magnússon fæddist á Sauðárkróki 6. nóvember 1932. Foreldrar hans voru Hólmfríður Elín Helgadóttir og Magnús Halldórsson. ,,Magnús lærði bifvélavirkjun við Iðnskóla Sauðárkróks, fékk síðar meistararéttindi í bifvélavirkjun 14. október 1959. Hann vann fyrst um sinn hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Flutti suður 1958, hóf störf hjá Vélsmiðju Hafnarfjarðar. Stofnaði síðan eigin rekstur 1969 til 1982. Þaðan fór hann til Ofnasmiðjunnar og endaði síðan starfsferil sinn hjá Olíudreifingu. Magnús var virkur þátttakandi í karlakórnum Þröstum frá árinu 1959." Hinn 14. janúar 1961 gekk Magnús að eiga Sigríði Bjarnadóttur úr Hafnarfirði, þau eignuðust fjögur börn.

Ásta Jónasdóttir (1911-2009)

  • S01635
  • Person
  • 9. nóv. 1911 - 29. apríl 2009

Dóttir Jónasar Kristjánssonar læknis á Sauðárkróki og k.h. Hansínu Benediktsdóttur.

Jónas Sveinsson (1873-1954)

  • S01630
  • Person
  • 4. des. 1873 - 29. mars 1954

Foreldrar: Sveinn Kristjánsson b. í Litladal og k.h. Hallgerður Magnúsdóttir. Jónas ólst upp í Litladal með foreldrum sínum fram til tólf ára aldurs en þá voru þau bæði látin. Var í vist að Eyjólfsstöðum í Vatnsdal, á Grenjaðarstað, að Öndólfsstöðum í Reykjadal og Múla í Aðaldal. Lauk námi frá Möðruvallaskóla árið 1893. Veturinn 1894-1895 var hann í Höfnum á Skaga og kynntist þar konuefni sínu. Ári síðar kvæntist hann fyrri konu sinni, Björg Björnsdóttir frá Harrastaðakoti á Skagaströnd, fyrsta hjúskaparár sitt bjuggu þau þar. 1897-1898 bjuggu þau í Háagerði á Skagaströnd. Sumarið 1898 fluttu þau til Sauðárkróks þar sem þau bjuggu til 1911. Þegar þau bjuggu á Sauðárkróki sat Jónas í hreppsnefnd Sauðárhrepps frá 1904-1911, þar af oddviti 1904-1907. Jónas var einnig deildarstjóri í Sauðárkróksdeild kaupfélagsins og fékk umsjón með uppskipun og útskipun á vörum kaupfélagsins. Árið 1911 fluttu þau vestur í Þverárdal í Laxárdal þar sem þau bjuggu í eitt ár. Árið 1912 fluttu þau að Uppsölum í Blönduhlíð þar sem þau bjuggu til 1919 er þau fluttu til Akureyrar. Á Akureyri stundaði Jónas ýmsa vinnu, starfaði hjá klæðaverksmiðjunni Gefjunni, seldi bækur og fór í hrossasöluferðir. 1920-1925 var hann bókavörður við Amtbókasafnið á Akureyri. Jónas og Björg Björnsdóttir fyrri kona hans eignuðust eina dóttur og tóku tvö fósturbörn. Björg lést árið 1934. Seinni kona Jónasar var Ingibjörg Valgerður Hallgrímsdóttir frá Úlfsstaðakoti, þau eignuðust fjögur börn saman.

Guðmundur Gíslason (1864-1954)

  • S01629
  • Person
  • 18. des. 1864 - 25. okt. 1954

Foreldrar: Gísli Gíslason vinnumaður á Óspakseyri og Helga Guðmundsdóttir frá Kambhóli í Víðidal. Þegar Guðmundur var þriggja ára missti hann föður sinn, móðir hans giftist aftur Jóhanni Guðmundssyni. Þau fluttust til Skagafjarðar þegar Guðmundur var tvítugur. Guðmundur kvæntist Ólöfu Jónsdóttur árið 1891, þau bjuggu á Hryggjum í Staðarfjöllum 1893-1898, á Hlíðarenda við Sauðárkrók 1898-1900, fluttu til Sauðárkróks árið 1900 og áttu þar heima síðan. Guðmundur og Ólöf eignuðust fimm börn saman. Fyrir hafði Guðmundur eignast dóttur með Helgu Magnúsdóttur frá Breið.

Hallgrímur Þorsteinsson (1864-1952)

  • S01628
  • Person
  • 10. apríl 1864 - 9. nóv. 1952

Hallgrímur fæddist í Götu í Hrunamannahreppi 1864, en ólst upp að mestu hjá séra Jóhanni Briem í Hruna. Hann nam orgelleik hjá Einari orgelleikara og trésmið Einarssyni. Hallgrímur tók organistapróf hjá séra Sæmundi Jónssyni í Hraungerði. Hallgrímur var organisti, tónskáld, söngkennari og stjórnandi lúðrasveitar og kóra. Flutti til Sauðárkróks árið 1893 til að starfa við barnaskólann þar og hjá Sauðárkrókssöfnuði. Ári síðar stofnaði hann Söngfélagið Svölu og tók Svalan m.a. að sér kirkjusöng. Söngkennari í Reykjavík á þriðja og fjórða áratug 20. aldar, einn af fyrstu hvatamönnum af stofnun Lúðrasveitar Reykjavíkur. Kvæntist Margréti Sigríði Björnsdóttur frá Hjaltastaðahvammi, þau eignuðust þrjú börn.

Guðrún Sveinsdóttir (1890-1978)

  • S01625
  • Person
  • 30. maí 1890 - 23. okt. 1978

Foreldrar: Sveinn Guðmundsson b. í Bjarnastaðahlíð og k.h. Þorbjörg Ólafsdóttir. Kennari á Sauðárkróki. Kvæntist Pétri Guðmundssyni frá Syðra-Vatni, þau skildu.

Sveinbjörg Sveinsdóttir (1889-1965)

  • S01624
  • Person
  • 3. jan. 1889-1965

Foreldrar: Sveinn Guðmundsson b. í Bjarnastaðahlíð og k.h. Þorbjörg Ólafsdóttir. Kvæntist ekki. Bjó lengi hjá sr. Hálfdáni Guðjónssyni vígslubiskupi og k.h. Herdísi Pétursdóttur.

Monika Súsanna Sveinsdóttir (1887-1982)

  • S01623
  • Person
  • 16. júlí 1887 - 29. jan. 1982

Foreldrar: Sveinn Guðmundsson b. í Bjarnastaðahlíð og k.h. Þorbjörg Ólafsdóttir. Árið 1910 var Monika skráð sem hjú hjá Ólafi bróður sínum á Starrastöðum. Á árunum 1911-1916 var Monika á Sauðárkróki, starfaði við matsölu og a.m.k. einn vetur hjá Jónasi lækni. Hún var í vist á Þverá í Hallárdal árið 1917 hjá Steingrími Guðmundssyni og k.h. Sigurlaugu Magnúsdóttur, er síðar bjuggu á Breiðargerði. Kvæntist árið 1919 Símoni Jóhannssyni, þau bjuggu á Þverá í Hallárdal A-Hún 1919-1920, á Mælifelli 1920-1921, í húsmennsku á Starrastöðum 1921-1925, í Teigakoti í Tungusveit 1925-1933, á Keldulandi á Kjálka 1933-1935, í Goðdölum 1935-1949 og í Teigakoti aftur 1949-1951. Síðast búsett á Sauðárkróki.
Monika og Símon eignuðust þrjá syni.

Sigríður Friðvinsdóttir (1897-1931)

  • S01604
  • Person
  • 3. okt. 1897 - 30. okt. 1931

Dóttir Friðvins Ásgrímssonar b. á Reykjum á Reykjaströnd og k.h. Margrétar Jóhannsdóttur. Vinnukona á Sauðárkróki. Lést ógift og barnlaus.

Maggý Ingibjörg Flóventsdóttir (1910-2000)

  • S01603
  • Person
  • 1. sept. 1910 - 28. ágúst 2000

Maggý Ingibjörg Flóventsdóttir, fæddist á Sauðárkróki, dóttir hjónanna Margrétar Jósefsdóttur og Flóvents Jóhannssonar. Hinn 2. júní 1935 giftist Maggý Sigurði Tómassyni fyrrv. kaupfélagsstjóra á Siglufirði og forstjóra í Reykjavík, þau eignuðust tvö börn. Auk heimilisstarfa vann Maggý alla tíð við fyrirtæki Sigurðar í Reykjavík.

Jakobína Ingibjörg Flóventsdóttir (1903-1977)

  • S01602
  • Person
  • 3. sept. 1903 - 4. feb. 1977

Dóttir Flóvents Jóhannssonar bústjóra á Hólum og b. á Sjávarborg og k.h. Margrétar Jósefsdóttur. Kvæntist Steinþóri Hallgrímssyni. Þau skildu. Húsfreyja á Siglufirði og í Reykjavík.

Ebba Guðrún Brynhildur Flóventsdóttir (1907-1935)

  • S01601
  • Person
  • 13. feb. 1907 - 21. maí 1935

Dóttir Flóvents Jóhannssonar bústjóra á Hólum og b. á Sjávarborg og k.h. Margrétar Jósefsdóttur. Kvæntist Guðmundi Skarphéðinssyni skólastjóra á Siglufirði. Húsfreyja á Siglufirði.

Jónas Kristjánsson (1870-1960)

  • S00532
  • Person
  • 20. sept. 1870 - 3. apríl 1960

Jónas Kristjánsson fæddist að Snæringsstöðum í Svínadal 20. september 1870. Jónas var stúdent frá Lærða skólanum í júní 1896. Cand. med. frá Læknaskólanum 11. febrúar 1901. Á árunum 1908-1938 fór hann utan í námsferðir og á seinni árum til að kynna sér matarræði og náttúrulækningar. Hann starfaði á sjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn 1901, var héraðslæknir í Fljótdalshéraði 1901-1911. Hann þjónaði einnig á Hróarstunguhéraði 1905-1906 og 1908-1910. Hann sat á Arnheiðarstöðum 1901-1902 og síðan á Brekku í Fljótsdal.
Jónas var héraðslæknir í Sauðárkrókshéraði 1911-1938 og þjónaði jafnframt í Hofsóshéraði frá 1924, að hluta á móti héraðslækninum í Siglufjarðarhéraði. Er hann fékk lausn frá embætti árið 1938, fluttist hann til Reykjavíkur og var starfandi læknir þar, uns hann gerðist læknir við heilsuhæli Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði frá stofnun þess 1955 og til ársins 1958. Jónas sat á Alþingi 1927-1930. Hann átti frumkvæði að stofnun skátafélags á Sauðárkróki, var forseti Framfarafélags Skagfirðinga 1914-1938 og formaður Tóbaksbindindisfélags Sauðárkróks. Sat í stjórn Náttúrulækningafélagsins á Sauðárkróki 1937-1938 og Náttúrulækningafélags Íslands í Reykjavík frá stofnun þess 1939 til æviloka.
Kona hans var Hansína Benediktsdóttir (1874-1948) frá Grenjaðarstað.

Margrét Sigurðardóttir (1905-1991)

  • S01597
  • Person
  • 9. nóv. 1905 - 28. apríl 1991

Foreldrar: Sigurður Helgason, bóndi þar í Torfgarði í Seyluhreppi og Helga Magnúsdóttir, eiginkona hans. Margrét dvaldi æskuár sín í Torfgarði. Á fullorðinsárum lá leið hennar fyrst til Sauðárkróks og síðan til Akureyrar 1927. Margrét gerðist forstöðukona þvottahúss á Kristneshæli og gegndi því starfi í mörg ár. Síðan starfaði Margrét á saumastofum á Akureyri. Helga móðir hennar flutti til hennar og bjuggu þær mæðgur saman þar til Margrét giftist Birni Guðmundssyni í nóvember 1943. Eftir það dvaldi Helga á heimili þeirra allt til dauðadags. Björn starfaði við byggingarvörudeild Kaupfélags Eyfirðinga um árabil. Þau fluttu til Reykjavíkur árið 1963. Björn lést árið 1965.
Margrét og Björn eignuðust einn son, fyrir átti Björn tvö börn.

Engilráð Sigurðardóttir (1919-1988)

  • S01595
  • Person
  • 27. júlí 1919 - 23. feb. 1988

Engilráð Sigurðardóttir var fædd í Hvammi í Svartárdal, A-Hún., 27. júlí 1919, dóttir Sigurðar Guðmundssonar b. í Hvammi og sambýliskonu hans Elínar Skúlínu Pétursdóttur. Engilráð lauk fullnaðarprófi barna vorið 1933 frá farskóla Bólstaðarhlíðarhrepps. Útskrifaðist frá Kvennaskólanum á Blönduósi 1940. Er faðir hennar lést árið 1941, flutti Engilráð búferlum með Elínu móður sinni í Halldórsstaði á Langholti. Þar kynntist hún mannsefni sínu, Ingimari Bogasyni (1911-1996), þau kvæntust árið 1943. Þau fluttu frá Halldórsstöðum á Sauðárkrók árið 1945 og bjuggu þar síðan. Hún starfaði lengst af við fiskvinnslu, á sláturhúsinu og við heyskap. Hún vann einnig við ræstingar og hreingerningar, bæði í heimahúsum og á opinberum stöðum, t.d. í sundlauginni og kaupfélaginu. Engilráð og Ingimar eignuðust fjóra syni.

Jóhanna Margrét Jónsdóttir (1915-1985)

  • S01594
  • Person
  • 2. feb. 1915 - 22. mars 1985

Dóttir Jóns Þ. Björnssonar skólastjóra á Sauðárkróki og Geirlaugar Jóhannesdóttur. Kvæntist í Noregi og bjó þar. Síðast búsett í Reykjavík.

Þorbjörg Jónsdóttir (1917-2005)

  • S01593
  • Person
  • 2. jan. 1917 - 14. des. 2005

Dóttir Jóns Þ. Björnssonar skólastjóra á Sauðárkróki og Geirlaugar Jóhannesdóttur. Ólst upp á Sauðárkróki. Nam við Hjúkrunarkvennaskóla Íslands og stundaði síðan framhaldsnám í barnahjúkrun og öðru tengdu hjúkrun og kennslu í Chicago 1946-47, í St. Louis 1947-48 og einnig í New York. Lauk síðan hjúkrunarkennaranámi í London 1953. Hjúkrunarkona á röntgendeild og lyflækningadeild Landspítalans 1945-46, deildarhjúkrunarkona við sjúkrahúsið á Akureyri hluta árs 1945. Kennari við Hjúkrunarskóla Íslands 1948-1953 og skólastjóri Hjúkrunarskóla Íslands 1954-1983, þar af í starfsleyfi 1977-78. Vann mikið að félagsmálum hjúkrunarfræðinga og sat í nefndum sem mótuðu nám hjúkrunarfræðinga á Íslandi. Síðast bús. í Reykjavík.

Geirlaug Jóhannesdóttir (1892-1932)

  • S01591
  • Person
  • 28. júlí 1892 - 6. apríl 1932

Foreldrar: Jóhannes Randversson og Ólína Ragnheiður Jónsdóttir. Fædd og uppalin í Eyjafirði, faðir hennar flutti til Skagafjarðar árið 1909, móðir hennar hafði þá látist nokkrum árum áður. Kvæntist Jóni Þ. Björnssyni skólastjóra á Sauðárkróki, þau eignuðust tíu börn.

Anna Soffía Jónsdóttir (1940-2017)

  • S01588
  • Person
  • 24. mars 1940 - 19. ágúst 2017

Anna Soffía Jónsdóttir fæddist á Sauðárkróki 24. mars 1940. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Sigtryggur Sigfússon frá Brekku í Svarfaðardal og Sigurbjörg Theódóra Guttormsdóttir frá Síðu í Víðidal í V-Húnavatnssýslu. ,,Anna Soffía ólst upp í Ketu við Suðurgötu á Sauðárkróki. Hún gekk í Barna- og gagnfræðaskóla Sauðárkróks. Anna vann mestallan sinn starfsferil við verslunarstörf hjá Kaupfélagi Skagfirðinga." 1962 giftist Anna Soffía Jósep Reykdal Þóroddssyni frá Hofsósi, þau eignuðust þrjú börn og voru búsett á Sauðárkróki.

Guðrún Þorsteinsdóttir (1876-1957)

  • S01567
  • Person
  • 25. sept. 1876 - 6. mars 1957

Dóttir Halldóru Pétursdóttur frá Álfgeirsvöllum og fyrri maður hennar Þorsteinn Eggertsson b. á Haukagili í Vatnsdal. Seinni maður Halldóru og stjúpfaðir Guðrúnar var Ólafur Briem b. og alþingismaður á Álfgeirsvöllum. Guðrún kvæntist Bjarna Jónssyni alþingismanni frá Vogi. Þau skildu. Hún rak brauðgerðarhús á Sauðárkróki um skeið. Húsfreyja í Reykjavík 1930 og 1945. Kennslukona á Sauðárkróki.

Niðurstöður 426 to 510 of 659