Showing 6399 results

Authority record

Anna Kristín Jónsdóttir (1865-1941)

  • S00775
  • Person
  • 29. mars 1864 - 18. okt. 1941

Foreldrar: Jón Stefánsson og Kristín Sölvadóttir, síðast búsett í Vallanesi. Kvæntist Jónasi Egilssyni, þau bjuggu lengst af á Völlum í Vallhólmi og eignuðust þrjú börn saman, fyrir átti Anna einn son með fyrri manni sínum Jóni Magnússyni (1859-1916).

Guðbjörg Ágústa Jóhannsdóttir (1882-1970)

  • S00776
  • Person
  • 28.09.1882-17.08.1970

Foreldrar: Jóhann Jóhannsson og k.h. Þuríður Símonardóttir. Guðbjörg var alin upp hjá foreldrum sínum, fyrst í Þorsteinsstaðakoti en síðan í Sauðbæ. Árið 1920 var hún ráðskona á Steinsstöðum og sama ár giftist hún Helga Daníelssyni, þá bónda á Uppsölum. Búferlaflutningar hjá þeim voru tíðir og afkoma búsins misjöfn. Lengst bjuggu þau á Sléttu í Fljótum, eða í 9 ár. Guðbjörg mun oft á tíðum hafa verið bæði bóndinn og húsfreyjan þar sem Helgi var oft fjarverandi við vinnu utan heimilis. Árið 1938 fluttust þau til Siglufjarðar.
Guðbjörg og Helgi eignuðust ekki börn en sonur Helga sem hann hafði átt fyrir hjónaband ólst upp hjá þeim frá 11 ára aldri.

Björg Sigurðardóttir (1876-1954)

  • S00777
  • Person
  • 10. desember 1876 - 1. apríl 1954

Foreldrar: Sigurður Stefánsson og Þorbjörg Guðmundsdóttir í Vatnskoti. Sambýliskona Jóns Jónssonar á Kimbastöðum, þau bjuggu lengst af á Kimbastöðum, síðan í Borgargerði, á Sauðárkróki og síðustu árin á Hafsteinsstöðum. Björg og Jón eignuðust tvær dætur saman, fyrir átti Jón tvö börn.

Pétur Jónsson (1891-1951)

  • S00778
  • Person
  • 20.06.1891-19.06.1951

Sonur Jóns Jónssonar á Kimbastöðum og f.k.h. Guðrúnar Eggertsdóttur. Pétur var rétt sjö ára gamall þegar móðir hann lést en seinni kona föður hans, Björg Sigurðardóttir gekk honum í móðurstað örfáum árum síðar. Árið 1917 kvæntist hann Ólafíu Sigurðardóttur frá Eyri í Önundarfirði. Þau fluttu til Reykjavíkur 1920 þar sem Pétur starfaði við ræktunarstörf hjá mági sínum sem þá var héraðsráðunautur Kjalarnesþings. Árið 1925 fluttu þau aftur norður og settust að á Sauðárkróki þar sem Pétur stundaði ýmsa verkamannavinnu, m.a. brúarsmíði. Frá árinu 1933 starfaði hann sem verkstjóri og ráðningarmaður Uppskipunarfélagsins. Árið 1937 var hann kjörinn í hreppsnefnd þar sem hann sat eitt kjörtímabil. Starfaði svo frá árinu 1940-1950 sem frysti- og sláturhússtjóri hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, einnig sá hann um hafnargarð og skipaafgreiðslu. Árið 1950 flutti fjölskyldan til Reykjavíkur vegna veikinda sem hrjáð höfðu Pétur um nokkurt skeið. Pétur og Ólafía eignuðust þrettán börn, tólf þeirra komust á legg.

Árni M. Jónsson (1922-2009)

  • S00779
  • Person
  • 15. júlí 1922 - 18. nóv. 2009

Árni Magnús Jónsson fæddist í Geldingaholti í Skagafirði 15. júlí 1922. Foreldrar hans voru Jón Stefánsson og Margrét Jóhannsdóttir. Árni giftist Gunnhildi Hansen, þau eignuðust ekki börn. Seinni kona hans var Sigríður Björg Ögmundsdóttir, hún átti fimm börn fyrir. ,,Árni flutti til Sauðárkróks ásamt foreldrum sínum þegar hann var 12 ára. Þar bjó hann síðan. Árni vann við verslunarstörf nánast allan sinn starfsaldur hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Í félagsmálum starfaði hann með Leikfélagi Sauðárkróks í fjöldamörg ár. Þá var hann í stjórn Verslunarmannafélags Sauðárkróks í mörg ár og formaður þess um tíma. Árni var í sóknarnefnd Sauðárkrókskirkju 1973-1993 og gjaldkeri hennar nær allan tímann. Hann starfaði með Ungmennasambandi Skagafjarðar (UMSS) um langt árabil og var gerður að heiðursfélaga þess árið 1980."

Guðrún Sigrún Jónsdóttir (1905-1959)

  • S00780
  • Person
  • 27.08.1905-23.12.1954

Dóttir Jóns Jónssonar á Kimbastöðum og sambýliskonu hans Bjargar Sigurðardóttur. Nokkru eftir fermingu fór hún til Reykjavíkur og síðar til Danmerkur þar sem hún var við nám og störf. Kvæntist sr. Guðmundi Benediktssyni frá Hrafnabjörgum í Svínadal. Þau fluttu að Barði í Fljótum árið 1933 og bjó Guðrún þar til æviloka. Guðrún og Guðmundur eignuðust fimm börn og ólu þar að auki upp stúlku frá níu ára aldri.

Guðmundur Einarsson (1865-1907)

  • S00781
  • Person
  • 15.06.1865-25.09.1907

Foreldrar: Einar Baldvin Guðmundsson b. og alþingismaður á Hraunum og 1. k. h. Kristín Pálsdóttir frá Viðvík. Guðmundur ólst upp hjá foreldrum sínum á Hraunum og vann þar að bústörfum til lands og sjávar. Hann stundaði nám á Möðruvallaskóla líklega veturnar 1881-1883. Að lokinni þeirri skólagöngu fór hann utan til námsdvalar í Þýskalandi og Noregi. Nokkru eftir að hann kom úr utanförinni gekk hann í þjónustu Gránufélagsins á Sauðárkróki og lagði þar stund á verslunarstörf. Um 1890 varð hann bókhaldari Poppsverslunar á Sauðárkróki og gengdi því starfi til 1898, er hann varð verslunarstjóri Poppsverslunar á Hofsósi. Árið 1904 varð Guðmundur verslunarstjóri Gránufélagsins á Siglufirði og gegndi því starfi til æviloka. Guðmundur kvæntist Jóhönnu Stefánsdóttur frá Reynistað, þau eignuðust fjögur börn.

Jóhanna Stefánsdóttir (1867-1944)

  • S00782
  • Person
  • 26.09.1867-13.07.1944

Fædd og uppalin að Reynistað, dóttir Stefáns Einarssonar og Ingveldar Jónsdóttur. Kvæntist Guðmundi Einarssyni verslunarstjóra á Hofsósi, síðast á Siglufirði, eftir andlát hans flutti Jóhanna til Hafnarfjarðar og tók við forstöðu Landsímastöðvarinnar þar, síðast búsett í Reykjavík. Jóhanna og Guðmundur eignuðust fjögur börn.

Kristín Ingveldur Guðmundsdóttir (1892-1976)

  • S00783
  • Person
  • 20.12.1892-08.09.1976

Dóttir Guðmundar Einarssonar verslunarstjóra á Hofsósi, síðast á Siglufirði og k.h. Jóhönnu Stefánsdóttur frá Reynistað. Kvæntist Ólafi Þorsteinssyni lækni í Reykjvík. Veitti um tíma Landsímamiðstöðinni í Hafnafirði forstöðu ásamt móður sinni.

Stefán Jóhann Guðmundsson (1896-1915)

  • S00784
  • Person
  • 09.11.1896-16.08.1915

Sonur Guðmundar Einarssonar verslunarstjóra á Hofsósi, síðast á Siglufirði og Jóhönnu Stefánsdóttur frá Reynistað. Lést á 6. ári í menntaskóla.

Jórunn Guðmundsdóttir (1900-1912)

  • S00785
  • Person
  • 18.05.1900-23.10.1912

Dóttir Guðmundar Einarssonar verslunarstjóra á Hofsósi, síðast á Siglufirði og Jóhönnu Stefánsdóttur frá Reynistað. Lést 12 ára gömul.

Hallgrímur Sigurðsson (1865-1911)

  • S00786
  • Person
  • 26.10.1865-19.12.1911

Foreldrar: Sigurður Sigurðsson og Ingibjörg Hallgrímsdóttir. Hallgrímur var bóndi á Þröm, Holtsmúla og í Elivogum, annars var hann í húsmennsku á ýmsum stöðum í Staðarhrepp, síðast á Sólheimum í Sæmundarhlíð. Hallgrímur varð úti árið 1911. Hallgrímur kvæntist Ingiríði Hannesdóttur, þau eignuðust ekki börn. Fyrir hjónaband eignaðist Hallgrímur son með Hólmfríði Eldjárnsdóttur frá Miklahóli.

Ingiríður Hannesdóttir (1871-1952)

  • S00787
  • Person
  • 01.09.1871- í janúar 1952

Foreldrar: Hannes Björnsson og Sigurlaug Björnsdóttir. Kvæntist Hallgrími Sigurðssyni, þau bjuggu á Þröm 1895-1897, Holtsmúla á parti 1897-1887 og Elivogum 1902-1904, annars var hún í húsmennsku. Ingiríður og Hallgrímur eignuðust ekki börn en fyrir hjónaband átti Hallgrímur einn son.

Kristín Eggertsdóttir Briem (1849-1881)

  • S00788
  • Person
  • 14. okt. 1849 - 10. des. 1881

Dóttir Eggerts Briem eldri, sýslumanns á Reynistað og Ingibjargar Eiríksdóttur. Kristín var vel menntuð og vann mikið að ýmsum félags-og framfaramálum. Var einn af stofnendum kvennaskólans í Ási í Hegranesi. Hún unni mjög tónlist og fyrir hennar forgöngu var fyrsta kirkjuorgelið í Skagafirði keypt í Reynistaðarkirkju. Kristín kvæntist Jean Valgard Claessen kaupmanni á Sauðárkróki, þau eignuðust fjögur börn, Kristín lést aðeins viku eftir fæðingu yngsta barnsins.

Ingibjörg Hjálmsdóttir (1861-1929)

  • S00789
  • Person
  • 27. sept. 1861 - 30. apríl 1929

Fæddist í Norðtungu í Borgarfirði. Kvæntist Konráði Magnússyni, þau bjuggu lengst af á Syðra-Vatni en eftir lát Konráðs 1911 flutti Ingibjörg til Blönduóss. Ingibjörg og Konráð eignuðust níu börn, sjö þeirra náðu fullorðinsaldri.

Pétur Konráðsson (1904-óvitað)

  • S00790
  • Person
  • 29.01.1904-óvitað.

Lést í æsku. Sonur Konráðs Magnússonar og Ingibjargar Hjálmsdóttur á Syðra-Vatni.

Helgi Konráðsson (1902-1959)

  • S00791
  • Person
  • 24.11.1902-30.06.1959

Helgi Konráðsson var fæddur á Syðra vatni 24.10.1902 og voru foreldrar hans Konráð Magnússon og Ingibjörg Hjálmsdóttir. Helgi lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1924 og Guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1928 og var þá vígður um vorið og settur sóknarprestur á Bíldudal, eftir það gegndi hann Höskuldsstöðum í Húnavatnssýslu. Reynistaðaklausturprestakall var honum veitt 1934 og á Sauðárkróki var hann síðan prestur til dauðadags og prófastur í Skagafjarðarprófastsdæmi frá 1952. Árið 1933 kvæntist hann Jóhönnu Þorsteinsdóttur frá Reykjum í Hrútafirði og átti með henni kjördóttur, Ragnhildi.

Margrét Konráðsdóttir (1899-1974)

  • S00792
  • Person
  • 2. sept. 1899 - 17. sept. 1974

Dóttir Konráðs Magnússonar og Ingibjargar Hjálmsdóttur á Syðra-Vatni. Fluttist með móður sinni til Blönduóss 1911. Vinnukona á Hofstöðum, Helgafellssókn, Snæf. 1920. Saumakona á Hringbraut 144, Reykjavík 1930. Var í Höfðahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Reykjavík. Kvæntist Sigurði Sölvasyni kaupmanni.

Magnús Konráðsson (1898-1986)

  • S00793
  • Person
  • 1. apríl 1898 - 23. jan. 1986

Sonur Konráðs Magnússonar og Ingibjargar Hjálmsdóttur á Syðra-Vatni. Fluttist með móður sinni að Blönduósi 1911. Verkfræðingur í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík. Kvæntist Eyþóru Sigurjónsdóttur.

Jón Konráðsson (1893-1986)

  • S00794
  • Person
  • 29. júlí 1893 - 19. mars 1986

Sonur Konráðs Magnússonar og Ingibjargar Hjálmsdóttur á Syðra-Vatni. Bóndi á Hofstöðum, Helgafellssókn, Snæf. 1920. Kennari og lausamaður á Kaldárhöfða, Mosfellssókn, Árn. 1930. Síðast bús. á Selfossi.

Sesselja Konráðsdóttir (1897-1987)

  • S00795
  • Person
  • 31. janúar 1897 - 22. apríl 1987

Dóttir Konráðs Magnússonar og Ingibjargar Hjálmsdóttur á Syðra-Vatni. Kennari í Stykkishólmi 1930. Síðast bús. í Reykjavík. Kvæntist Jóni Eyjólfssyni kaupmanni.

Hjálmur Konráðsson (1895-1933)

  • S00796
  • Person
  • 23.11.1895-17.12.1933

Sonur Konráðs Magnússonar og Ingibjargar Hjálmsdóttur á Syðra-Vatni. Lausamaður á Hofstöðum, Helgafellssókn, Snæf. 1920. Kaupfélagsstjóri á Miðstræti 4, Vestmannaeyjum 1930. Framkvæmdastjóri í Vestmannaeyjum.

Hólmjárn Jósefsson (1891-1972)

  • S00797
  • Person
  • 01.02.1891-05.04.1972

Sonur Jósefs Björnssonar skólastjóra á Hólum og Hólmfríðar Björnsdóttur frá Brimnesi. Var um tíma kennari Hólum í Hjaltadal einnig framkvæmdastjóri í Reykjavík.

Einar Jósefsson Reynis (1892-1979)

  • S00798
  • Person
  • 25.11.1892-16.06.1979

Sonur Jósefs Björnssonar skólastjóra á Hólum og Hólmfríðar Björnsdóttur frá Brimnesi. Pípulagningarmaður á Húsavík, síðar skrifstofumaður í Reykjavík. Kvæntist Arnþrúði Gunnlaugsdóttur.

Gísli Ísleifsson (1868-1932)

  • S00799
  • Person
  • 22. apríl 1868 - 9. sept. 1932

Skrifstofustjóri á Smiðjustíg 12, Reykjavík 1930. Ekkill. Sýslumaður á Blönduósi, síðar skrifstofustjóri fjármálaráðuneytisins.

Sigurður Pálsson (1869-1910)

  • S00800
  • Person
  • 24.06.1869-10.10.1910

Héraðslæknir á Sauðárkróki, f. á Miðdal í Laugardal, Árness., drukknaði 1910 í Laxá milli Refasveitar og Skagastrandar. Sigurður varð stúdent árið 1890 útskrifaður úr Læknaskólanum 1894 með 1. einkunn. Var á spítölum í Khöfn 1894-1895. Settur Héraðslæknir í Skagafirði 1896. Byggði sér íbúðarhús á Sauðárkróki er hann bjó í til æviloka. Þegar hann kom til S.króks var þar ekkert sjúkraskýli. Hann varð því að koma þeim sjúklingum fyrir í íbúðarhúsum í kauptúninu. Gekk það misjafnlega eins og eðlilegt var. Sigurður beitti sér fyrir því ásamt fleiri áhugamönnum að byggt væri allstórt og myndarlegt sjúkrahús á Króknum. Var byggingin fullgerð 1906. Kvæntist Þóru Gísladóttur frá Reykjavík, þau eignuðust tvö börn.

Gísli Þorsteinsson (1869-1959)

  • S00801
  • Person
  • 30.08.1869-30.12.1959

Foreldrar: Þorsteinn Arnþórsson og k.h. Karólína Jóhannesdóttir. Ólst upp á ýmsum stöðum í Seyluhreppi. Fermdur 1883 þá léttadrengur á Krossanesi hjá Jósafat Guðmundssyni. Gísli kvæntist Helgu Jónsdóttur og hófu þau búskap á hluta af Ytra-Skörðugili, en bjuggu þar aðeins í eitt ár. Fluttu til Sauðárkróks 1898 og dvöldust þar í full 40 ár. Kringum árið 1940 fluttust þau til Akureyrar. Á Sauðárkróki vann Gísli aðallega að verslunarstörfum, fyrst hjá Gránufélagsverslun og síðar mörg ár hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Gísli og Helga eignuðust þrjú börn.

Helga Jónsdóttir (1861-1947)

  • S00802
  • Person
  • 11.09.1861-19.12.1947

Fæddist á Krossi í Óslandshlíð, dóttir Jóns Kaprasíussonar og Guðrúnar Jóhannesdóttur. Kvæntist Gísla Þorsteinssyni verslunarmanni á Sauðárkróki, þau eignuðust þrjú börn.

Karólína Gísladóttir (1902-1984)

  • S00803
  • Person
  • 20. okt. 1902 - 19. júlí 1984

Dóttir Gísla Þorsteinssonar verslunarmanns á Sauðárkróki og Helgu Jónsdóttur. Kvæntist Alberti Sölvasyni, vélsmíðameistara og forstjóra á Akureyri, síðast búsett á Akureyri.

Jón Guðmann Gíslason (1896-1958)

  • S00804
  • Public party
  • 04.11.1896-03.09.1958

Jón Guðmann Gíslason, f. á Breiðstöðum 04.11.1896, d. 03.09.1958. Foreldrar: Gísli Þorsteinsson verslunarmaður á Sauðárkróki og Helga Jónsdóttir. Bóndi á Skarði við Akureyri. Þegar Jón var nokkurra ára gamall fluttist fjölskyldan á Sauðárkrók. Jón stundaði alla algenga vinnu til sjós og lands og eftir skólagöngu fékkst hann við verslunarstörf og skirfstofustörf. Síðar stundaði hann sjó og gerðist bátseigandi og formaður. Árið 1922 fluttist hann til Akureyrar. Þar stundaði hann verslunarstörf og hóf búskap á Skarði skammt fyrir ofan bæinn. Jón sinnti einnig blaðamennsku um tíma. Hann starfaði að bindindismálum, bæði á Sauðárkroki og Akureyri. Á Akureyrarárunum tók hann sér Guðmannsnafnið sem ættarnafn og kallaði sig Jón G. Guðmann upp frá því.

Björn Þorkelsson (1830-1904)

  • S00805
  • Person
  • 13. júní 1830 - 2. mars 1904

Foreldrar: Þorkell Jónsson b. á Svaðastöðum og k.h. Rannveig Jóhannesdóttir. Kvæntist Guðlaugu Gunnlaugsdóttur. Björn átti jarðirnar Breið og Skíðastaði um skeið og ef til vill fleiri jarðir. Bóndi á Sveinsstöðum 1864-1904. Björn og Guðlaug eignuðust fimm börn, aðeins eitt þeirra komst á legg. Þau áttu eina fósturdóttur, Jakobínu Sveinsdóttur.

Guðlaug Gunnlaugsdóttir (1838-1910)

  • S00806
  • Family
  • 22. júní 1838 - 16. okt. 1910

Foreldrar: Gunnlaugur Þorsteinsson og Geirlaug Eiríksdóttir. Guðlaug ólst upp á Svaðastöðum en hún missti föður sinn 5. ára. Kvæntist Birni Þorkelssyni, þau bjuggu alla sína búskapartíð á Sveinsstöðum. Guðlaug og Björn eignuðust fimm börn, aðeins eitt þeirra komst á legg. Þau áttu eina fósturdóttur, Jakobínu Sveinsdóttur.

Jakobína Sveinsdóttir (1879-1947)

  • S00807
  • Person
  • 15. feb. 1879 - 13. jan. 1947

Foreldrar: Sveinn Arason og Guðbjörg Benjamínsdóttir. Jakobína ólst upp hjá Birni Þorkelssyni og Guðlaugu Gunnlaugsdóttur á Sveinsstöðum. Kvæntist Agli Benediktssyni, þau bjuggu á Sveinsstöðum 1904-1919 og 1925-1935. Þau eignuðust sex börn saman, einnig átti Jakobína son með Helga Daníelssyni á Steinsstöðum.

Jean Valgard Claessen (1850-1918)

  • S00808
  • Person
  • 09.10.1850-27.12.1918

Ólst upp með foreldrum sínum í Khöfn. Rak verslun í Hofsósi, kom þangað á vegum Chr. Thaae stórkaupmanns. Hann tók við stjórn Hofsósverslunar 1871, 21 árs gamall. Nokkrum árum síðar tók hann svo við stjórn verslunar í Grafarósi. En 1879 fluttist hann til Sauðárkróks og tók við stjórn verzlunar Lud. Popps. Gegndi hann því starfi uns Popp flutti sjálfur til Sauðárkróks árið 1885. Árið eftir stofnaði Claessen sjálfstæða verslun sem hann rak til haustsins 1904, er hann flutti til Reykjavíkur, nýskipaður landsféhirðir. Gegndi því starfi til vorsins 1918 þá veiktist hann og lést í árslok. Starf hans að félagsmálum á Sauðárkróki var bæði mikið og farsælt. Hann var einn af stofnendum Sparisjóðs Sauðárkróks og formaður hans um skeið. Fyrsti formaður og leiðbeinandi leikfélags Sauðárkróks. Einn af aðal hvatamönnum að byggingu Sauðárkrókskirkju og fyrsti formaður sóknarnefndar þar.
Kvæntist Kristínu Eggertsdóttur Briem 1876 og eignuðust þau saman fjögur börn, Kristín lést aðeins viku eftir að yngsta barnið fæddist. Seinni kona Jean Valgard var Anna Margrét Þuríður Kristjánsdóttir Möller, þau kvæntust árið 1885 og eignuðust fjögur börn saman, tvö þeirra komust á legg, fyrir átti Anna tvo syni.

Anna Margrét Þuríður Kristjánsdóttir Möller (1846-1918)

  • S00809
  • Person
  • 28.08.1846-20.02.1918

Dóttir Kristjáns Möller veitingamanns í Reykjavík og Sigríðar Magnúsdóttur. Fyrri maður Önnu var Jósef Gottfreð Blöndal verslunarstjóri í Grafarósi og áttu þau saman þrjú börn. Jósef Blöndal lést 1880. Í september 1885 giftist Anna Jean Valgard Claessen kaupmanni á Sauðárkróki. Saman eignuðust þau fjögur börn, tvö þeirra komust á legg. Fyrir átti Jean Valgard fjögur börn með Kristínu Eggertsdóttur Briem, Anna gekk þeim í móðurstað.

Sigríður Guðrún Sigtryggsdóttir (1894-1979)

  • S00810
  • Person
  • 16.01.1894-21.02.1979

Foreldrar: Sigtryggur Benediktsson frá Hvassafelli í Eyjafirði og k.h. Guðrún Guðjónsdóttir. ,,Sigríður mun hafa verið nokkurra mánaða gömul er hún fluttist með foreldrum sínum frá Möðruvöllum í Eyjafirði að Breiðabólstað í Vesturhópi. Á leiðinni að norðan komu þau í Goðdali þaðan sem séra Hálfdan móðurbróðir hennar var þá að fara og taka við prestakalli á Breiðbólstað. Urðu svo fjölskyldurnar samferða vestur. Eftir árshúsmennsku eða svo fóru þau að Fossi, næsta bæ fyrir framan og bjuggu þar um þriggja ára skeið en fluttust þá til Blönduóss þar sem Sigtryggur varð utanbúðarmaður við Höpnersverslun. Þar lést móðir Sigríðar vorið 1903 og eftir það fóru feðginin vestur að Breiðabólstað. Þar bjó Sigríður fram yfir fermingu. Sigríður var mjög tónelsk og um níu ára aldur byrjaði hún að læra á orgel hjá Herdísi Pétursdóttur fóstru sinni. Um 10 eða 11 ára gömul fékk hún harmoniku frá pabba sínum. Náði hún góðum tökum á hljóðfærinu og var fengin til að spila við brúðkaup innan sveitar og fleiri tækifæri. Veturinn 1908-1909 var Sigríður í unglingaskólanum á Sauðárkróki, haustið 1912 innritaðist hún í 4. bekk Kvennaskólans í Reykjavík. Sumarið og veturinn eftir lokapróf í Kvennaskólanum 1913 var Sigríður á Sauðárkróki, kenndi þar útsaum, orgelleik og fleira, en þar næsta vetur var hún á Akureyri. Veturinn 1916-1917 var hún ráðin á heimili Hallgríms Davíðssonar kaupmanns, aðallega til að kenna sonum hans barnaskólalærdóm og veita tilsögn í nótnalestri og píanóleik. Einnig lærði hún fata söm hjá Steinunni Briem í Reykjavík. 1918-1920 leigði Sigríður sér húsnæði undir saumastofu og tók margar stúlkur í saumakennslu, kenndi meðfram á orgel." Árið 1920 kvæntist Sigríður Pétri Hannessyni ljósmyndara og síðar sparisjóðsstjóra á Sauðárkróki, þau eignuðust þrjú börn. Sigríður starfaði ötullega í Kvenfélagi Sauðárkróks og var kjörinn heiðursfélagi 1958. Árið 1946 fluttu þau Sigríður og Pétur til Reykjavíkur, þar sem þau dvöldu í tvö ár en fluttu þá aftur til Sauðárkróks þar sem þau bjuggu til 1958 en fóru þá alfarin suður.

Ragnheiður Guðjónsdóttir (1871-1942)

  • S00811
  • Person
  • 22.07.1871-11.08.1942

Ragnheiður Guðjónsdóttir, f. að Dvergasteini í N-Múlasýslu 22.07.1871, d. 11.08.1942.
Foreldrar: Guðjón Hálfdánarson prestur og Sigríður Stefánsdóttir Stephensen. Guðjón lést þegar Ragnheiður var 11 ára gömul. Hún ólst upp með bróður sínum, sr. Hálfdáni Guðjónssyni er síðast var prestur á Sauðárkróki. Ragnheiður gekk ung í kvennaskólann á Ytri-Ey og nokkru síðar sigldi hún til Danmerkur og nam hjúkrunarfræði í Kaupmannahöfn. Eftir það gerðist hún hjúkrunarkona á Akureyri. Um aldamótin 1900 fer hún svo suður til að læra að verða heyrnleysingjakennari og stundaði það starf síðan í aldarfjórðung, fyrst á Stóra-Hrauni en síðar í Reykjavík. Árið 1911 fór hún í annað sinn erlendis og aflaði sér meiri þekkingar á þessu sviði. Árið 1928 hætti hún störfum sökum vanheilsu og dvaldi eftir það hjá systkinum og ættmennum á Sauðárkróki.

Árni Björnsson (1863-1932)

  • S00812
  • Person
  • 1. ágúst 1863 - 26. mars 1932

Fæddur og uppalinn á Höfnum á Skagaströnd. Stúdent úr Lærða skólanum í Reykjavík 1885, cand. theol. frá Prestaskólanum í Reykjavík 1887 og vígðist Reynistaðarklaustursprestakalls það sama ár. Gegndi hann því prestakalli um 26 ára skeið. Hann hóf búskap á prestssetrinu Fagranesi árið 1889 og nytjaði það að meira eða minna leyti flest prestskaparár sín, en flutti til Sauðárkróks árið 1894, enda hafði prestsetrið verið flutt þangað með lögum frá 1891og kirkja reist þar 1892. Hann var prófastur Skagfirðinga 1908-1913, sýslunefndarmaður í Skagafjarðarsýslu fyrir Sauðárkrók 1906-1913. Tók einnig mikinn þátt í starfi Góðtemplarareglunnar. Sumarið 1913 fékk hann Garða á Álftanesi, þar þjónaði hann í 19 ár. Var einnig prófastur Kjalarnessprófastsdæmis frá 1916 til dauðadags og sýslunefndarmaður í Gullbringusýslu. Bjó síðustu þrjú árin í Hafnarfirði.
Maki: Líney Sigurjónsdóttir frá Laxamýri í Aðaldal, þau eignuðust 12 börn.

Hálfdán Guðjónsson (1863-1937)

  • S00813
  • Person
  • 23.05.1863-07.03.1937

Fæddur í Flatey á Breiðafirði þar sem faðir hans var prestur, foreldrar: sr. Guðjón Hálfdánarson og Sigríður Stefánsdóttir. Hálfdán útskrifaðist úr Prestaskólanum 1886 og var vígður sama ár til Goðdala. Fékk Breiðabólstað í Vesturhópi 1894 og Reynistaðarprestakall 1914, búsettur á Sauðárkróki, þjónaði því til 1934. Prófastur í Húnavatnssýslu 1907-1914 og í Skagafjarðarsýslu 1919-1934. Vígslubiskup í Hólabiskupsdæmi 1928 til æviloka 1937. Jafnframt gegndi Hálfdán hinum ýmsu trúnaðarstörfum, var alþingismaður Húnvetninga 1909-1911, sýslunefndarmaður í Húnavatnssýslu og Skagafjarðarsýslu um tíma. Sat í stjórn Sparisjóðs Sauðárkróks í 20 ár. Hálfdán kvæntist Herdísi Pétursdóttur frá Valadal, þau eignuðust fimm börn, tvö þeirra komust á legg.

Valgard Thoroddsen (1906-1978)

  • S00814
  • Person
  • 27. júlí 1906 - 10. júní 1978

Foreldrar hans voru Sigurður Thoroddsen frá Leirá í Leirársveit, Borgarfirði, landsverkfræðingur og síðar yfirkennari við Lærða skólann í Reykjavík og María Kristín Claessen. ,,Valgard lauk prófi í rafmagnsverkfræði 1938 frá Norges Tekniske Höjskole í Þrándheimi í Noregi. Að loknu námi starfaði Valgard hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur og Rafmagnseftirliti ríkisins. Frá 1938 til 1961 var hann rafveitustjóri í Hafnarfirði. Ennfremur var hann slökkviliðsstjóri í Hafnarfirði 1952 til 1961. Valgard var yfirverkfræðingur hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur 1961 til 1964 og slökkviliðsstjóri í Reykjavík 1964 til 1966 og jafnframt framkvæmdastjóri Almannavarna. Auk sinna föstu starfa sinnti Valgard fjölmörgum trúnaðarstörfum. Hann átti sæti í stjórn Sambands íslenskra rafveitna 1943 til 1961, í samstarfsnefnd ríkisins, Reykjavíkur og Hafnarfjarðar um hagnýtingu jarðhita. Hann var formaður Rafmagnsverkfræðingafélags Íslands 1955, formaður Fegrunarfélags Hafnarfjarðar 1951 til 1962, Fimleikafélags Hafnarfjarðar 1959 til 1965 og í stjórn Handknattleikssambands Íslands 1961 til 1962. Ennfremur var hann 1. varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Hafnarfjarðar 1958 til 1962 og átti sæti í byggingarnefnd og útgerðarráði Hafnarfjarðar 1952 til 1961. Valgard var einn af stofnendum Rotaryklúbbs Hafnarfjarðar 1946 og forseti hans 1955 til 1956. Auk þess var hann umdæmisstjóri Rotaryhreyfingarinnar á Íslandi 1974 til 1975." Kona Valgards var Marie Tuvnes, norsk að uppruna, þau eignuðust fjögur börn.

Sigurður Jónsson Thoroddsen (1863-1955)

  • S00815
  • Person
  • 16. júlí 1863 - 29. september 1955

Landsverkfræðingur og yfirkennari við Menntaskólann í Reykjavík. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Kvæntist Maríu Kristínu Claessen.

Steinunn Trine Friðrike Hansen Kristjáns (1880-1958)

  • S00816
  • Person
  • 21. feb. 1880 - 26. okt. 1958

Dóttir Christian Hansen og Bjargar Jóhannesdóttur. Kvæntist Sigurði Jónssyni b. á Fjalli í Sæmundarhlíð, og hreppstjóra í Höfðakaupstað. Þau eignuðust enginn börn en ólu upp fósturdóttur. Fyrir átti Steinunn tvo syni með Friðriki Jónssyni og einn son með Brynjólfi Danivalssyni.

Eggert Claessen (1877-1950)

  • S00817
  • Person
  • 16. ágúst 1877 - 21. október 1950

Sonur Jean Valgard Claessen kaupmanns á Sauðárkróki og Kristínar Eggertsdóttur Briem. Hæstaréttarlögmaður í Reykjavík. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Hæstaréttarmálaflutningsmaður á Reynistað, Skildinganesi, Reykjavíkursókn, Kjós. 1930. Kvæntist Soffíu Jónsdóttur kennara, þau eignuðust tvær dætur.

Ólafur Sigurðsson (1885-1961)

  • S00818
  • Person
  • 1. nóvember 1885 - 23. október 1961

Foreldrar: Sigurður Ólafsson b. á Hellulandi og k.h. Anna Jónsdóttir. ,,Ólafur útskrifaðist frá Hólaskóla árið 1906 og starfaði svo að búi foreldra sinna allt þar til hann kvæntist árið 1916 og hóf sjálfur búskap á Hellulandi þar sem hann átti eftir að búa til dauðadags 1961. 1930-1946 starfaði hann sem ráðunautur veiðimála hjá Búnaðarfélagi Íslands og Fiskifélagi Íslands. Einnig starfaði Ólafur við að leiðbeina bændum við eflingu æðarvarps. Ólafur gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína og hérað. Hreppstjóri Rípurhrepps frá 1955 til dauðadags, formaður Búnaðarfélags Rípurhrepps um skeið, deildarstjóri Rípurdeildar K.S. og fulltrúi á kaupfélagsfundum frá 1907 til dauðadags, formaður sjúkrasamlags Rípurhrepps frá upphafi til æviloka, helsti hvatamaður að útgáfu Glóðafeykis og fyrsti ristjóri þess ásamt Marteini Friðrikssyni og í áratugi fréttaritari ríkisútvarpsins í Skagafirði. Ólafur var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku Fálkaorðu 1960." Hann kvæntist Ragnheiði Konráðsdóttur, þau áttu tvö kjörbörn.

Guðrún Steinsdóttir (1916-1999)

  • S00819
  • Person
  • 4. september 1916 - 7. mars 1999

Dóttir Steins Leó Sveinssonar og Guðrúnar Kristmundsdóttur á Hrauni á Skaga. Fædd og uppalin á Hrauni. Sextán ára gömul fór Guðrún til Reykjavíkur og var þar í tvo vetur. Árin 1937-1938 stundaði hún nám við Kvennaskólann á Blönduósi. Veturinn eftir var hún ráðskona við Reykjaskóla í Hrútafirði í eitt ár. Stundaði síðan verslunarstörf í Reykjavík í sjö ár, síðan húsfreyja á Reynistað frá 1947. Guðrún starfaði í ungmennafélaginu Æskunni og var gjaldkeri félagsins 1947-1960, í stjórn Kvenfélags Staðarhrepps og ritari þess 1951-1967, síðan formaður 1969-1978. Formaður sóknarnefndar Reynistaðarsóknar 1965-1987. Guðrún kvæntist Sigurði Jónssyni frá Reynistað árið 1947, þau eignuðust fjóra syni.

Sigríður Hálfdanardóttir (1902-1922)

  • S00820
  • Person
  • 26. júní 1902 - 7. apríl 1922

Dóttir Hálfdánar Guðjónssonar prests og k.h. Herdísar Pétursdóttur. Lést tvítug, ókvænt og barnlaus.

Helgi Hálfdanarson (1911-2009)

  • S00821
  • Person
  • 14. ágúst 1911 - 20. janúar 2009

,,Helgi var fædd­ur 14. ág­úst 1911 í Reykja­vík, son­ur hjón­anna séra Hálf­dan­ar Guðjóns­son­ar og Her­dís­ar Pét­urs­dótt­ur frá Valadal. Hann lauk stúd­ents­prófi frá Mennta­skól­an­um á Ak­ur­eyri 1930. Helgi nam lyfja­fræði í Reykja­vík og Kaup­manna­höfn og lauk cand. pharm.-prófi 1939. Hann stofnaði Húsa­vík­ur Apó­tek sem hann rak í tvo ára­tugi, starfaði eft­ir það sem lyfja­fræðing­ur og við kennslu í Reykja­vík. Meðfram dag­leg­um störf­um vann Helgi að þýðing­um og var einn helsti bók­menntaþýðandi Íslend­inga á 20. öld. Hann þýddi öll leik­rit Williams Shakespeares, gríska harm­leiki eft­ir Æský­los, Sófók­les og Evripídes. Einnig sí­gilda ljóðleiki eft­ir aðra höf­unda, þar á meðal Pét­ur Gaut eft­ir Henrik Ib­sen. Þá end­ur­sagði Helgi efni nokk­urra þekktra leik­rita Shakespeares og gaf út á bók. Auk þess þýddi Helgi Kór­an­inn, sagna­söfn og fjölda ljóða frá flest­um heims­álf­um. Helgi var kvænt­ur Láru Sig­ríði Sigurðardótt­ur, fædd 16. janú­ar 1914 á Sauðár­króki, dáin 21. júlí 1970 í Reykja­vík. Þau eignuðust þrjú börn."

Ólöf Sesselja Bjarnadóttir (1904-1984)

  • S00822
  • Person
  • 6. júní 1904 - 30. maí 1984

Fædd og uppalin í Görðum í Aðalvík. Fór í vist að Gunnsteinsstöðum í Langadal og síðar í Þverárdal á Laxárdal fremri til Margrétar systur sinnar og Eiríks manns hennar. Þegar þau fluttu til Sauðárkróks fór Ólöf með þeim og kynntist þar manni sínum, Haraldi Sigurðssyni verslunarmanni á Sauðárkróki, þau eignuðust þrjú börn.

Haukur Haraldsson (1928-1930)

  • S00823
  • Person
  • 05.02.1928-06.04.1930

Sonur Haraldar Sigurðssonar verslunarmanns á Sauðárkróki og k.h. Ólafar Sesselju Bjarnadóttur. Lést tveggja ára gamall.

Helgi Júlíus Guðnason (1865-1932)

  • S00884
  • Person
  • 7. sept. 1865 - 24. júlí 1932

Fæddur og uppalinn á Íshóli í Bárðardal. Var hjá foreldum sínum fram um fermingaraldur, fór þá í vistir og var á ýmsum stöðum í Bárðadal, Ljósavatnsskarði og síðast í Eyjafirði. Bóndi á parti af Tyrfingsstöðum 1898-1899. Mælifellsá á parti 1899-1901, Kirkjuhóli 1901-1914 er hann missti konu sína og brá búi. Bóndi í Kolgröf á parti 1915-1916, Þröm 1916-1925, Miðsitju á parti 1926-1931, brá þá búi og fór að Miklabæ í Blönduhlíð. Þar féll hann af hestbaki og lést samstundis. Helgi kvæntist árið 1898 Sigurbjörgu Jónsdóttur frá Króksstöðum í Kaupangssveit, þau eignuðust fjögur börn sem upp komust. Sigurbjörg lést 1914. Seinni sambýliskona Helga var María Ingibjörg Guðmundsdóttir, þau eignuðust þrjú börn.

Anna Helgadóttir (1905-1974)

  • S00885
  • Person
  • 2. 06.1905 -28.06.1974

Anna Helgadóttir, f. 09.06.1905, d. 28.06.1974. Foreldrar: Helgi Júlíus Guðnason (1865-1932) bóndi í Kirkjuhóli í Seyluhreppi og fyrri kona hans Sigurbjörg Jónsdóttir.
Anna var verkakona, búsett á Akureyri. Anna ólst upp hjá foreldrum sínum sem bjuggu á Kirkjuhóli í Seyluhreppi 1901-1914, en það ár lést móðir Önnu. Faðir hennar eignaðist síðar börn með bústýru sinni. Þau bjuggu á Kirkjuhóli árið sem Anna fæddist en fluttust ári síðar að Kolgröf og bjuggu á parti þar, síðan á Þröm 1916-1925 og á Miðsitju 1926-1931. Þá brá hann búi og fór að Miklabæ í Blönduhlíð.
Maki: Júlíus Davíðsson (1905-1986), verkamaður á Akureyri. Fósturdóttir þeirra er Valdís Brynja Þorkelsdóttir (1946-), systurdóttir Önnu. Þá ólst dóttir Júlíusar, Sigrún Margrét Júlíusdóttir, upp hjá þeim frá 12 ára aldri, en móðir hennar var Margrét Sigurrós SIgfúsdóttir.

Kristinn Helgason (1899-1971)

  • S00886
  • Person
  • 29. 07.1899 -18.08.1971

Kristinn Helgason, f. 27.07.1899, d. 18.08.1971. Foreldrar: Helgi Guðnason bóndi á Kirkjuhóli og fyrri kona hans, Sigurbjargar Jónsdóttur. Bóndi á Kúskerpi í Blönduhlíð (1931-1932), í Litladal (1933-1935), á Minni-Ökrum (1935-1938), í Borgargerði í Norðurárdal (1939-1943), á Bakka í Vallhólmi (1943-1945) á Íbishóli (1945-1951), bjó eftir það um tíma að Fremsta-Gili í Langadal og svo í Varmahlíð, síðast á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki. Kvæntist Sólrúnu Sigurðardóttur frá Grundargerði í Blönduhlíð, þau eignuðust ekki börn.

Jóhanna Birna Helgadóttir (1911-1990)

  • S00888
  • Person
  • 6. júlí 1911 - 21. desember 1990

Jóhanna Birna Helgadóttir, f. að Kirkjuhóli í Seyluhreppi 06.07.1911, d. 21.12.1990. Foreldrar: Helgi Júlíus Guðnason (1865-1932) og fyrri kona hans, Sigurbjörg Jónsdóttir (1871-1914). Þau bjuggu á Kirkjuhóli árið sem Birna fæddist en fluttust ári síðar að Kolgröf og bjuggu á parti þar, síðan á Þröm 1916-1925 og á Miðsitju 1926-1931. Þá brá hann búi og fór að Miklabæ í Blönduhlíð. Birna missti móður sína þegar hún var þriggja ára gömul en Helgi tók sér bústýru, Maríu Guðmundsdóttur, og eignaðist með henni börn. Hún gekk börnum hans einnig í móðurstað. Fjórtán ára gömul fluttist Birna til Akureyrar og dvaldi í vistum hjá skyldfólki sínu. Það ár missti hún föður sinn. Árið 1935 réðist hún í kaupavinnu að Fremstagili í Langadal. Þar bjó Hilmar, sem síðar varð eiginmaður hennar.
Maki: Hilmar Arngrímur Frímannsson. Þau eignuðust fimm börn. Þau bjuggu allan sinn búskap á Fremstagili.
Birna var hgmælit og félagslind og tók þátt í starfi kvenfélagsins í sveitinni.

Ingibjörg Guðmundsdóttir (1876-1936)

  • S00889
  • Person
  • 18.08.1876-13.09.1936

Fædd í Vatnahverfi í Refasveit. Kvæntist Þorleifi Þorbergssyni frá Selá á Skaga, þau bjuggu á Sauðárkróki. Eftir að Þorleifur lést úr holdsveiki 1906 flutti Ingibjörg til Gísla bróður síns sem þá rak Hótel Tindastól. Ingibjörg og Þorleifur eignuðust eina dóttur.

Sigríður Þorleifsdóttir Blöndal (1900-1967)

  • S00891
  • Person
  • 13. júní 1900 - 17. desember 1967

Fædd á Sauðárkróki. Foreldrar hennar voru Þorleifur Þorbergsson útgerðarmaður og Ingibjörg Guðmundsdóttir. Þorleifur lést þegar Sigríður var barn og flutti hún þá með móður sinni til Gísla móðurbróður síns sem þá var veitingamaður á Hótel Tindastóli. Sigríður starfaði svo um árabil við hótelið. Einnig var hún virkur félagi í Kvenfélagi Sauðárkróks. Eftir að þau fluttu til Reykjavíkur starfaði hún um nokkurra ára skeið á Fæðingarheimili Reykjavíkur. Sigríður var gift Lárusi Blöndal og eignuðust þau tvo syni.

Ólafur Guðmundsson (1861-1945)

  • S00892
  • Person
  • 12.10.1861-30.05.1945

Ólst upp hjá foreldum sínum í Hún.sýslu., var í vinnumennsku á ýmsum bæjum í Skefilsstaðahreppi 1878-1894, kvæntist það sama ár Sigurlaugu Gísladóttur. Fyrstu ár sín í hjónabandi voru þau ýmist í vinnumennsku eða húsmennsku þar til þau fluttu til Sauðárkróks árið 1905, í svokallaðan Jósefsbæ, síðar Ólafsbæ. Ólafur stundaði sjómennsku og verkamannavinnu. Ólafur og Sigurlaug eignuðust eina dóttur.

Sigurlaug Gísladóttir (1873-1959)

  • S00893
  • Person
  • 16.06.1873-3.10.1959

Fædd að Hvammi í Laxárdal. Kvæntist Ólafi Guðmundssyni sjómanni á Sauðárkróki, þau eignuðust eina dóttur.

Þórey Ólafsdóttir (1895-1945)

  • S00894
  • Person
  • 23.08.1895-17.11.1945

Dóttir Ólafs Guðmundssonar sjómanns og Sigurlaugar Gísladóttur. Þórey var einkabarn og ólst upp hjá foreldrum sínum, fyrst í Húnavatnssýslu og síðar á Sauðárkróki. Þar fékk hún góða skólamenntun. Þórey kvæntist Guðmundi Björnssyni frá Veðramóti, þau bjuggu fyrst á Sauðárkróki og síðan í Tungu í Gönguskörðum 1922-1931, en það ár fluttu þau aftur til Sauðárkróks. Þórey starfaði bæði með kvenfélagi Sauðárkróks og leikfélaginu. Eins var hún handavinnukennari við barnaskólann á Sauðárkróki á árunum 1936-1945. Þórey og Guðmundur eignuðust þrjú börn.

Ingibjörg Hallgrímsdóttir (1915-2009)

  • S00895
  • Person
  • 8. feb. 1915 - 2. sept. 2009

Ingibjörg Hallgrímsdóttir fæddist 8. febrúar 1915 í Hringveri í Viðvíkursveit, Skagafirði. Foreldrar hennar voru Anna Gunnarsdóttir og Hallgrímur Helgi Jónsson. ,,Árið 1936 giftist Ingibjörg Skafta Óskarssyni, f. 12.9. 1912, d. 7.8. 1994, frá Kjartansstaðakoti á Langholti og stofnuðu þau heimili á Sauðárkróki sama ár. Ingibjörg og Skafti eignuðust fjórar dætur. Eftir 10 ára dvöl á Sauðárkróki flutti Ingibjörg með fjölskyldu sinni að Kjartansstaðakoti á Langholti þar sem hún bjó lengst af. Árið 1983 brugðu þau hjón búi og fluttu á Hólaveg 26 á Sauðárkróki."

Fanney Þorsteinsdóttir (1885-1981)

  • S00897
  • Person
  • 21. sept. 1885 - 4. júlí 1981

Fædd og uppalin í Hörgárdal. Kvæntist Pétri Magnússyni frá Féeggsstöðum í Barkárdal. Vinnukona í Réttarholti 1911-1912, í Vatnshlíð 1913-1914. Bjó með Pétri í Krossanesi í Vallhólmi 1919-1920. Eftir andlát Péturs 1920, var Fanney húskona hér og þar; Krossanesi, Brekkukoti í Blönduhlíð og á Miklabæ. Bústýra hjá sr. Arnóri Árnasyni í Hvammi í Laxárdal 1929-1932. Búsett á Sauðárkróki 1932-1941 og var þar lengst af ráðskona á spítalanum. Árið 1941 fluttist Fanney suður til dóttur sinnar. Fanney og Pétur eignuðust átta börn, auk þess ól Fanney upp dótturdóttur sýna.

Björg Magnúsdóttir Thoroddsen (1912-2004)

  • S00898
  • Person
  • 26. maí 1912 - 27. maí 2004

Dóttir Magnúsar Guðmundssonar sýslumanns og ráðherra og konu hans Soffíu Bogadóttur. Var á Fjólugötu 2, Reykjavík 1930. Húsfreyja á Neskaupstað, Akranesi og síðast í Reykjavík.

Bogi Smith Magnússon (1909-1937)

  • S00899
  • Person
  • 27. apríl 1909 - 25. ágúst 1937

Sonur Magnúsar Guðmundssonar sýslumanns og ráðherra og konu hans Soffíu Bogadóttur. Stýrimaður, var í Reykjavík 1910.

Sofía Bogadóttir Smith (1878-1948)

  • S00900
  • Person
  • 6. okt. 1878 - 3. mars 1948

Fædd í Arnarbæli á Fellströnd. Kvæntist Magnúsi Guðmundssyni, sýslumanni Skagfirðinga og síðar ráðherra.

Hálfdán Helgason (1897-1954)

  • S00902
  • Person
  • 23. júlí 1897 - 9. apríl 1954

Var í Reykjavík 1910. Bóndi og prestur á Mosfelli, Lágafellssókn, Kjós. 1930. Prestur og prófastur á Mosfelli í Mosfellssveit. Kjörsonur Árni Reynir, f. 11.1.1931

Alma Alvilda Anna Möller (1890-1959)

  • S00903
  • Person
  • 1. maí 1890 - 5. júlí 1959

Alma Alvilda Anna Möller, f. 01.05.1890 á Blönduósi. Foreldrar: Katrína Alvilda María Thomsen og Jóhann G. Möller kaupmaður. Alma var yngst af stórum systkinahópi. Þrettán ára gömul missti hún föður sinn en ólst upp hjá móður sinni og systkinum. Eftir að bróðir hennar, Ólafur, sem stýrði verslun föður síns að honum látnum, lést í blóma lífsins fluttu þær mæðgur til Lucindu systur Ölmu og eiginmanns hennar, Gísla Ísleifssonar sýslumanns á Blönduósi. Þar dvöldu þær þar til Gísli fluttist til Reykjavíkur 1913 en þá fluttu þær mæðgur til Sauðárkróks. Móðir Ölmu fluttist svo með henni að Kornsá. Alma var mjög trúhneigð og músíkölsk. Maki: Runólfur Björnsson frá Kornsá. Þau eignuðust sjö börn. Þau hófu búskap á parti jarðarinnar 1914. Slitu síðar samvistum og eftir það dvaldi Alma að mestu hjá börnum sínum, síðustu árin mest hjá Ingunni dóttur sinni í Keflavík.

Guðrún Erlendsdóttir (1887-1938)

  • S00904
  • Person
  • 16.12.1887-11.04.1938

Foreldrar: Erlendur Pálsson bókhaldari á Sauðárkróki, síðar verslunarstjóri í Grafarósi og Hofsósi og k.h. Guðbjörg Stefánsdóttir. Guðrún ólst upp á Sauðárkróki, lauk þar barnaskólanámi og mun einnig hafa lært orgelleik. Fjölskyldan fluttist til Grafaróss 1903 þar sem þau bjuggu til 1915. Guðrún var organisti í kirkjunni á Hofi um skeið og kenndi lítillega orgelleik í Hofsósi og á Siglufirði. Hún flutti til Patreksfjarðar 1913 þar sem hún bjó til 1918 er hún sneri aftur til Hofsóss. Kvæntist árið 1921 Árna Jóhannssyni verslunarmanni á Hofsósi og á Sauðárkróki. Árið 1928 fluttu þau til Siglufjarðar. Þau eignuðust einn son.

Benedikt Jóhannsson (1871-1940)

  • S00905
  • Person
  • 10.06.1871-29.04.1940

Ólst upp í Vatnsdal. Fluttist ásamt konu sinni, Björg Helgadóttur frá Holtastöðum í Langadal, til Sauðárkróks árið 1900. Benedikt vann margskonar störf bæði á sjó og landi, alllengi að verslunarstörfum. Veitti í allmörg ár forstöðu í versluninni Bræðrabúð en það var útibú frá verslun Kristjáns Gíslasonar. Ullarmatsmaður var hann í mörg ár. Hann var einn af stofnendum sjúkrasamlags Sauðárkróks og lengi í stjórn þess. Og síðast en ekki síst var hann mikill baráttumaður fyrir bættri meðferð á skepnum og var einn af aðalhvatamönnum þess að ferðamannahesthús var reist á Sauðárkróki. Síðast búsettur í Vestmannaeyjum. Benedikt og Björg eignuðust fjögur börn.

Benedikt Steingrímsson (1926-1995)

  • S00906
  • Person
  • 14.07.1926-01.07.1995

Foreldrar hans voru Steingrímur Benediktsson skólastjóri á Sauðárkróki og Hallfríður Ingibjörg Kristjánsdóttir húsmóðir, fædd á Ytri-Másstöðum í Svarfaðardal. Benedikt ólst fyrst upp á Sauðárkróki og síðan í Vestmannaeyjum.

Erlendur Pálsson (1856-1922)

  • S00907
  • Person
  • 24. febrúar 1856 - 10. júní 1922

Verslunarmaður á Siglufirði, bókhaldari á Sauðárkróki, verslunarstjóri í Grafarósi á Höfðaströnd og síðast á Hofsósi. Erlendur hlaut litla menntun í æsku, segir í Skagf.1890-1910 I, en „var bókhneigður og með lestri og sjálfsnámi aflaði hann sér smám saman haldgóðrar menntunar.“ Erlendur var m.a. verslunarstjóri Gránufélagsins á Sauðárkróki, og „var talinn vandaður og hreinskiptinn verzlunarmaður.“ Verzlunarþjónn á Siglufirði, Hvanneyrarsókn, Eyj. 1880.

Stefán Jónsson (1856-1910)

  • S00908
  • Person
  • 27. okt. 1856 - 5. maí 1910

Sonur Jóhönnu Hallsdóttur og sr. Jóns Hallssonar prófasts í Glaumbæ. Ólst upp hjá foreldrum sínum. Stefán var við verslunarstörf á Skagaströnd og síðar á Sauðárkróki. Fór utan til Kaupmannahafnar 1876. Var þar í verslunarskóla veturnar 1876-1878 er hann útskrifaðist. Að loknu námi varð hann verslunarstjóri við verslun Sveinbjörns Jacobsen á Sauðárkróki. Í ársbyrjun 1884 keypti hann ásamt föður sínum verslunarhúsin á Sauðárkróki og alla aðstöðu þar, það sama ár stofnsetti Gránufélagið verslun á Sauðárkróki og leigði Stefán félaginu verslunarhúsin og alla aðstöðu og gerðist verslunarstjóri hjá félaginu. Gránufélagsverslunin blómstraði undir stjórn Stefáns og árið 1900 var hún orðin stærsta verslunin við Skagafjörð. Stefán var einn helsti frumkvöðullinn að stofnun Sparisjóðs Sauðárkróks 1886 og fyrsti gjaldkeri hans og síðar formaður til æviloka. Hann átti einnig mikinn þátt í að koma upp sjúkrahúsi á Sauðárkróki.
Kona 1: Ólöf Hallgrímsdóttir frá Akureyri, þau eignuðust tvö börn saman. Ólöf lést árið 1901.
Kona 2: Elín Briem frá Reynistað, þau eignuðust ekki börn saman.
Stefán ól upp systurdóttur sína.

Svanhildur Steinsdóttir (1918-2002)

  • S00909
  • Person
  • 17. október 1918 - 26. ágúst 2002

Svanhildur Steinsdóttir fæddist í Neðra-Ási í Hjaltadal 17. okt. 1918. Foreldrar hennar voru hjónin Steinn Stefánsson og Soffía Jónsdóttir. Svanhildur giftist árið 1948 Garðari Björnssyni frá Viðvík og bjuggu þá í Neðra-Ási, þau eignuðust sjö börn og áttu einn fósturson. Svanhildur var kennari í Hólahreppi frá 1940 fram til 1989 með litlum hléum, og lengst af skólastjóri við Grunnskóla Hólahrepps.

Jósefína Erlendsdóttir (1894-1937)

  • S00911
  • Person
  • 2. nóv. 1894 - 19. nóv. 1937

Dóttir Erlendar Eysteinssonar og Ástríðar Helgu Sigurðardóttur á Beinkeldu í Reykjabraut. Jósefína ólst upp með foreldrum sínum, fyrst á Beinkeldu og síðar á Stóru-Giljá. Jósefína fór ung til Reykjavíkur þar sem hún lærði m.a. að sauma karlmannsföt. Síðar stundaði hún nám í Kvennaskólanum á Blönduósi. Hún giftist árið 1913, þá 19 ára gömul, Guðmundi Frímannssyni kennara frá Hvammi í Laxárdal, þau eignuðust eina dóttur, þau slitu samvistum. Árið 1919 kvæntist hún Friðriki Hansen frá Sauðá í Borgarsveit, þau eignuðust átta börn saman.

Hansína Kristín Sigurðardóttir (1919-1992)

  • S00912
  • Person
  • 29.05.1919-29.02.1992

Dóttir Sigurðar Sigurðssonar skólastjóra á Hólum og búnaðarmálastjóra í Reykjavík (1871-1940). Var á Sauðárkróki 1930. Starfaði við blómaskreytingar. Síðast bús. í Reykjavík.

Ásthildur Ólafsdóttir (1921-1999)

  • S00913
  • Person
  • 05.07.1921-15.10.1999

Var á Sauðárkróki 1930. Fósturforeldrar Kristinn og Kristín Briem. Bankaritari í Reykjavík. Síðast bús. þar.

Ósk Sigurðardóttir (1920-2014)

  • S00914
  • Person
  • 18. apríl 1920 - 29. des. 2014

Var á Brandsstöðum, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Fósturfaðir Jósafat Jónsson. Starfaði við verslunar- og þjónustustörf í Reykjavík. Maki II: Jóhann Þorvaldsson.

Herfríður Valdimarsdóttir (1920-2012)

  • S00915
  • Person
  • 14. desember 1920 - 12. janúar 2012

Herfríður Valdimarsdóttir, eða Hebba eins og hún var alltaf kölluð, fæddist í Vallanesi í Skagafirði 14. desember 1920. Hún var dóttir hjónanna Guðrúnar Jóhannsdóttur og Hermundar Valdimars Guðmundssonar. ,,Árið 1943 giftist Hebba Óskari Inga Magnússyni, f. 1917, d. 2003, og hófu þau búskap í Reykjavík. Eftir stutta búsetu í Vallanesi hófu Hebba og Óskar búskap í Brekku 1950 þar sem þau bjuggu alla tíð síðan. Hebba og Óskar byggðu frá grunni upp myndarbýli í Brekku, þar sem börn komu til dvalar á hverju sumri á árunum 1951 til 1984. Alls urðu þessi börn yfir 300 að tölu. Þau hjónin stunduðu blandaðan búskap, auk þess að vera brautryðjendur í skógrækt. Á vetrum var Hebba matráðskona í Varmahlíðarskóla. Hún var virk í félagsstarfi sveitarinnar, hafði yndi af garðyrkju og var m.a. formaður Kvenfélags Seyluhrepps í yfir 20 ár. Hún er heiðursfélagi Kvenfélags Seyluhrepps og Skógræktarfélags Skagafjarðar." Hebba og Óskar eignuðust þrjú börn.

Guðrún Sveinsdóttir (1922-1981)

  • S00916
  • Person
  • 30. mars 1922 - 24. júlí 1981

Húsfreyja og afgreiðslukona á Sauðárkróki. Var í Kálfholti, Oddasókn, Rang. 1930. Síðast bús. á Sauðárkróki.

Hlíf Ragnheiður Árnadóttir (1921-2013)

  • S00918
  • Person
  • 19.12.1921-16.04.2013

For­eldr­ar henn­ar voru Heiðbjört Björns­dótt­ir og Árni Daní­els­son á Sjáv­ar­borg. Hlíf kvæntist Kristmundi Bjarnasyni, þau bjuggu á Sjávarborg og eignuðust þrjár dætur.

Jóhann Jósef Jakobson (1920-1994)

  • S00919
  • Person
  • 09.05.1920-06.07.1994

Var á Efra-Spákonufelli, Hofssókn, A-Hún. 1930. Verkfræðingur og framkvæmdastjóri í Reykjavík. Síðast bús. í Hafnarfirði.

Arnór Sigurðsson (1919-1998)

  • S00920
  • Person
  • 01.03.1919-14.11-1998

Arnór Sigurðsson fæddist á Ísafirði 1. mars 1919. Foreldrar Arnórs voru Sigurður Sigurðsson, sýslumaður í Skagafirði, f. í Vigur í Ísafjarðardjúpi og kona hans Guðríður Stefanía Arnórsdóttir. Arnór kvæntist árið 1943 Guðrúnu Sveinsdóttur, f. 30.3. 1922, d. 24.7. 1981. Arnór og Guðrún eignuðust tvö börn. Sýsluskrifari og verslunarmaður á Sauðárkróki. Var á Sauðárkróki 1930. Síðast bús. í Kópavogi. ,,Arnór flutti barnungur frá Reykjavík til Sauðárkróks þar sem hann bjó til ársins 1996. Hann starfaði sem sýsluskrifari á Sauðárkróki frá árinu 1941 en síðar sem yfirmaður í afgreiðslu skipadeildar hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Arnór var verðlagseftirlitsmaður á Norðurlandi vestra til ársins 1990. Síðustu tvö æviárin bjó hann í Fögrubrekku í Kópavogi."

Results 851 to 935 of 6399