Showing 659 results

Authority record
Ísland

Haukur Pálsson (1931-2011)

  • S01479
  • Person
  • 20. jan. 1931 - 13. júní 2011

Foreldrar hans voru Páll Sveinbjörnsson frá Kjalarlandi í Austur-Húnavatnssýslu, og Sigrún Fannland frá Ingveldarstöðum á Reykjaströnd í Skagafirði. ,,Haukur var fæddur og uppalinn á Sauðárkróki. Hann nam mjólkurfræði í Statens Meieriskole í Þrándheimi, Noregi og útskrifaðist þaðan 1955. Eftir útskrift fluttist hann heim til Sauðárkróks og hóf störf hjá Mjólkursamlagi KS. Hinn 2. ágúst 1958 kvæntist Haukur Sigurlaugu Valdísi Steingrímsdóttur frá Hvammi í Vatnsdal. Á árunum 1972 til 1978 starfaði hann sem verkstjóri í sælgætisgerðinni Víkingi í Reykjavík. Þaðan flutti hann sig svo aftur til mjólkursamlagsins á Sauðárkróki og sérhæfði sig í ostagerð. Hann vann til margra verðlauna í þeirri grein. Eftir starfslok 1998 fluttu þau hjón til Garðabæjar og bjó hann þar til æviloka."

Björgvin Jónsson (1929-2000)

  • S01480
  • Person
  • 28. ágúst 1929 - 17. sept. 2000

Björgvin Jónsson var fæddur og uppalinn á Ási í Hegranesi, sonur hjónanna Jóns Sigurjónssonar og Lovísu Guðmundsdóttur. ,,Björgvin stundaði mest landbúnaðarstörf í uppvexti sínum. Hann vann við síldarsöltun á Siglufirði og byggingarvinnu á Sauðárkróki á sínum yngri árum. Björgvin stundaði nám við Barnaskóla Rípurhrepps og síðar Iðnskólann á Sauðárkróki. 28. febrúar 1964 kvæntist Björgvin Jófríði Tobíasdóttur, f. 4. september 1939, frá Geldingaholti, þau bjuggu öll sín búskaparár á Sauðárkróki, þau eignuðust tvo syni. Þar vann Björgvin ýmis störf hjá Kaupfélagi Skagfirðinga við fiskbúð og í versluninni Gránu en lengst af starfaði hann við skrifstofustörf í Mjólkursamlaginu eða samfellt í 33 ár. Kirkjukór Sauðárkróks skipaði stóran sess í lífi Björgvins Jónssonar. Hann sat um tíma í stjórn kórsins og starfaði sem virkur félagi í kórnum í 46 ár."

Ragnhildur Óskarsdóttir (1935-1991)

  • S01481
  • Person
  • 21. des. 1935 - 31. maí 1991

Dóttir Guðrúnar Pálsdóttur og Óskars Stefánssonar á Sauðárkróki. Kvæntist Sveini Guðmundssyni, þau eignuðust tvo syni, fyrir átti Sveinn tvö börn.

Stefanía Frímannsdóttir (1920-1993)

  • S01482
  • Person
  • 23. nóv. 1920 - 27. mars 1993

Stefanía Frímannsdóttir fæddist í Neskoti 23. nóvember 1920. Foreldrar hennar voru þau Frímann Viktor Guðbrandsson og Jósefína Jósefsdóttir. Fósturforeldrar: Guðmundur Jónsson og Guðrún Magnúsdóttir á Syðsta-Mói. Um tíma var Stefanía búsett á Siglufirði og síðar á Sauðárkróki. Maður hennar var Adolf Ingimar Björnsson (1916-1976). Samkvæmt Íslendingabók var Stefanía síðast búsett í Keflavík.

Jóhann Ólafsson (1916-1983)

  • S01488
  • Person
  • 10. ágúst 1916 - 14. sept. 1983

Var á Siglufirði 1920 og 1930. Sjómaður og verslunarmaður á Sauðárkróki. Fósturforeldrar: Ásgrímur Þorsteinsson og Guðrún Guðleif Pálsdóttir.

Ingibjörg Jónsdóttir (1908-2001)

  • S01489
  • Person
  • 5. apríl 1908 - 11. ágúst 2001

Ingibjörg er fædd á Bólu í Blönduhlíð, dóttir Jóns Ingimars Jónassonar og k.h. Oddnýjar Stefánsdóttur. Ingibjörg ólst upp í Bólu en fór til Akureyrar 1922 þar sem hún var m.a. í vistum. Hún fór í Kvennaskólann í R.vík og lauk þar námi. Árið 1930 flutti hún til Siglufjarðar þar sem hún setti upp matsölu og rak hana að sumrinu. Þá rak hún einnig saumastofu á Siglufirði og saumaði skinnhúfur, skinnhanska, lúffur og vinnuvettlinga. Þessa framleiðslu seldi hún víða um land. Ingibjörg tók mikinn þátt í félagslífi á Siglufirði. Auk þess að syngja með Kirkjukór Siglufjarðar starfaði hún með kvenfélaginu þar og eitthvað með leikfélagi Siglufjarðar. Árið 1945 flutti hún ásamt manni sínum, Pétri Helgasyni, til Sauðárkróks, þar sem þau tóku fyrst við rekstri Hótel Tindastóls og síðar Villa Nova. Eftir að þau hættu rekstri Hótel Tindastóls, setti Ingibjörg þar upp hannyrðaverslun í félagi við Sigríði Önnu Stefánsdóttur og ráku þær hana þar til 1970, að Ingibjörg opnaði verslun að Hólavegi 16 sem hún rak meðan heilsa leyfði. Vefnaðarvöruverslun hennar var vinsæl og þekkt fyrir góða og vandaða vöru. Hún gekk til liðs við Kirkjukór Sauðárkróks og söng þar meðan heilsa leyfði. Einnig var hún virk í starfi Kvenfélags Sauðárkróks og var gerð að heiðursfélaga á 90 ára afmæli félagsins árið 1985.
Ingibjörg og Pétur eignuðust einn son saman og tóku einn fósturson, fyrir hjónaband hafði Pétur eignast dóttur.

Geirald Sigurberg Gíslason (1910-1977)

  • S01501
  • Person
  • 7. des. 1910 - 29. júní 1977

Sonur Gísla Þórarinssonar og k.h. Sigríðar Hannesdóttur. Bílstjóri í Glæsibæ, Glaumbæjarsókn, Skag. 1930. Síðast bús. á Sauðárkróki. Kvæntist Stefaníu Björgu Ástvaldsdóttur, þau eignuðust einn son.

Sigurbjörn Hólm Björnsson (1903-1984)

  • S01502
  • Person
  • 29. ágúst 1903 - 3. apríl 1984

Foreldrar: Björn Pálmason b. á Narfastöðum og k.h. Sigríður Pálsdóttir. Bílaviðgerðarmaður á Sauðárkróki. Kvæntist Jóhönnu Jónsdóttur.

Hallfríður Guðmundsdóttir (1931-

  • S01506
  • Person
  • 29. jan. 1931-

Dóttir Guðmundar Sveinssonar og Dýrleifar Árnadóttur. Lyfjatæknir og húsmóðir, búsett í Reykjavík. Kvæntist Agli Einarssyni bifreiðastjóra.

Jóna Kristín Guðmundsdóttir (1899-2003)

  • S01507
  • Person
  • 29. des. 1899 - 19. des. 2003

Jóna Kristín Guðmundsdóttir fæddist í Minni-Brekku í Fljótum, dóttir Guðmundar Stefánssonar b. og skálds í Minni-Brekku og k.h. Ólafar Pétursdóttur. Hún ólst upp hjá foreldrum sínum á Minni-Brekku og vann á búi þeirra til fullorðinsára. Hún lærði fatasaum á Sauðárkróki. Maður hennar var Guðmundur Benediktsson (1893-1970) bóndi og sjómaður, þau bjuggu lengst af á Berghyl í Fljótum (frá 1927). Hún var hagleikskona, saumaði í dúka og vann ýmsa handavinnu. Hún var hagorð og hafði yndi af skáldskap. Er Guðmundur lést árið 1970, bjó Jóna áfram á Berghyl með nokkrar kindur. Árið 1979 fluttist hún Akureyrar til Guðrúnar dóttur sinnar. Hún var hjá henni á veturna en á Berghyl á sumrin. Árið 1990 flutti hún á öldrunarheimilið á Sauðárkróki og bjó þar til æviloka. Jóna náði 104 ára aldri. Jóna og Guðmundur eignuðust þrjú börn og tóku einn fósturson.

Sigvaldína Áslaug Egilsdóttir (1891-1950)

  • S01510
  • Person
  • 31. mars 1891 - 17. nóv. 1950

Dóttir Egils Sigvaldasonar síðast b. á Syðra-Ósi á Höfðaströnd og k.h. Ingibjargar Kristinsdóttur. Maki: Jón Ingvar Guðmundsson bílstjóra. Þau voru búsett á Sauðárkróki.

María J. Stefánsdóttir (1914-1983)

  • S01511
  • Person
  • 1. sept. 1914 - 4. feb. 1983

Foreldrar: Hannína Guðbjörg Hannesdóttir og Stefán Valdemar Guðmundsson. María var búsett í Sandgerði, ógift.

Sesselja Ólafsdóttir (1909-2005)

  • S01513
  • Person
  • 27. jan. 1909 - 27. feb. 2005

Sesselja Ólafsdóttir fæddist á Krithóli á Neðribyggð 27. janúar 1909. Foreldrar: María Guðbjörg Árnadóttir og Ólafur Sigfússon (þau voru ekki í hjónabandi). Sesselja ólst upp hjá móður sinni. Hún var í vistum og vinnumennsku á ýmsum bæjum í Víðimýrar- og Mælifellssókn. Hún vann fyrir sér þegar aldur leyfði og lengst hjá hálfsystur sinni Sigríði Ólafsdóttur og manni hennar, Jóhannesi bónda Guðmundsson í Ytra-Vallholti. Þar kynntist hún bónda sínum, (Jóni) Jóhanni Jónssyni (1908-1965). Þau fluttust frá Ytra-Vallholti árið 1935 og settu saman bú í Litladal. Árið 1947 fluttu þau að Daðastöðum á Reykjaströnd og bjuggu þar til æviloka Jóhanns 1965. Síðast búsett á Sauðárkróki. Sesselja og Jóhann eignuðust fimm börn.

Hulda Vilhjálmsdóttir (1943-

  • S01523
  • Person
  • 20.12.1943-

Dóttir Vilhjálms Hallgrímssonar trésmíðameistara á Sauðárkróki og k.h. Heiðbjartar Óskarsdóttur. Gagnfræðingur frá Akureyri 1960. Fór eftir það í húsmæðraskóla í Vejle í Danmörku og lauk prófi þaðan vorið 1962. Stundaði síðan skrifstofustörf í Kaupmannahöfn í níu mánuði. Var við símavörslu á Sauðárkróki um tíma en flutti til Akureyrar árið 1964 og vann þar á Landsímastöðinni um tíma. Kvæntist Þórarni Blómkvist Jónssyni.

Ragnhildur Helgadóttir (1937-2014)

  • S01524
  • Person
  • 11. des. 1937 - 14. júní 2014

Foreldrar hennar voru Björn Jónsson og Ingibjörg Pálsdóttir. Kjörforeldrar: sr. Helgi Konráðsson prestur á Sauðárkróki og Jóhanna Þorsteinsdóttir. ,,Ragnhildur ólst upp á Sauðárkróki og lauk þar barnaskóla og síðar landsprófi. Kennaraprófi lauk hún frá Kennaraskóla Íslands 1958. Hún stundaði framhaldsnám um skólasöfn í Danmarks Lærerhøjskole 1969-70 og meistaranámi lauk hún frá KHÍ 1999. Hún sótti fjölda námskeiða, einkum um skólasöfn og safnakennslu og stýrði slíkum námskeiðum ásamt Kristínu Unnsteinsdóttur. Hún var stundakennari við Vesturbæjarskóla 1958-59, bókavörður á Borgarbókasafni 1959-69, skólasafnskennari við Laugarnesskóla 1970-75 og starfaði þá jafnframt við Borgarbókasafnið. Ragnhildur var skólasafnskennari við Valhúsaskóla á fyrstu árum skólans, síðan starfaði hún við Æfingadeild Kennaraháskólans til ársins 2001. Hún gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir skólasafnsverði og kennara og var einn af fjórum stofnendum bókaútgáfunnar Bjöllunnar." Eiginmaður Ragnhildar var Bolli Thoroddsen hagræðingarráðunautur hjá ASÍ, þau eignuðust einn son.

Gísli Halldórsson Kolbeins (1926-2017)

  • S01526
  • Person
  • 30. maí 1926 - 10. júní 2017

Gísli fæddist í Flatey á Breiðafirði 30. maí 1926. ,,Hann stundaði nám í foreldrahúsum, tók stúdentspróf frá MA 1947, lauk guðfræðinámi frá HÍ 1950, stundaði framhaldsnám í guðfræði við Háskólann í Göttingen í Þýskalandi 1959-60, stundaði rannsóknir í kirkjusögu í Lundúnum, Lúxemborg, Bremen og Kaupmannahöfn 1981-82 og var í endurmenntun og guðfræðitengdu rannsóknarnámi í York í níu mánaða leyfi 1981-82. Gísli varð sóknarprestur í Sauðlauksdal 1950. Hann starfaði þar 1950-54 og gegndi aukaþjónustu í Eyraprestakalli og í Vestmannaeyjum. Hann var sóknarprestur á Melstað í Vestur-Húnavatnssýslu 1954-77 og í Stykkishólmi 1977-92. Auk þess gegndi hann aukaþjónustu á Melstað og í Setbergsprestakalli. Eftir að hann lauk skipaðri prestþjónustu sinnti hann prestþjónustu á Kolfreyjustað 1992, á Sauðárkróki, í Bolungarvík, í Staðastaðaprestakalli 1995-96, í Skagastrandarprestakalli 1998, Bólstaðahlíðarprestakalli 1998, í Vestmannaeyjum 1998, á Hrafnistu í Hafnarfirði 1998-99, á Kolfreyjustað 2000-2001, í Hofsóss- og Hólaprestakalli 2001-2003 og í Skagastrandarprestakalli 2004. Gísli starfaði í góðtemplarareglunni um árabil, sat í stjórn Ungmennafélagsins Grettis í Miðfirði, var formaður Ungmennasambands Vestur-Húnavatnssýslu 1956-60, sat í barnaverndarnefnd Ytri-Torfustaðahrepps 1954-76, í stjórn Veiðifélags Miðfjarðarár í 20 ár, í skólanefnd Reykjaskóla, í stjórn Byggðasafnsins á Reykjum í 20 ár, var prófdómari í barnaskólum í Vestur-Húnavatnssýslu í 23 ár, formaður og ritari Lionsklúbbsins Bjarma á Hvammstanga, sat í barnaverndarnefnd Stykkishólms, í stjórn Byggðasafns Snæfellsness- og Hnappadalssýslu, var ritari Lionsklúbbs Stykkishólms, sat í fulltrúaráði Prestafélags Íslands og var formaður Hallgrímsdeildar Prestafélags Íslands. Gísli þýddi ritið Könnuður í fimm heimsálfum, var ritstjóri ýmissa tímarita og ársrita og samdi Skáld-Rósu og síðan Skáldung, um námsár Nóbelsskáldsins hjá sr. Halldóri, föður Gísla."
Gísli kvæntist Sigríði Ingibjörgu Bjarnadóttur Kolbeins frá Brekkubæ í Nesjum, þau eignuðust fimm börn.

Vilhjálmur Hallgrímsson (1917-1980)

  • S01527
  • Person
  • 3. apríl 1917 - 2. sept. 1980

Foreldrar: Hallgrímur Tryggvi Hallgrímsson b. á Hólum og k.h. Sigurbjörg Vilhjálmsdóttir. Vilhjálmur stundaði nám við Héraðsskólann á Laugarvatni 1937-1939, síðan húsasmíði í Vestmannaeyjum árin 1941-1945 og varð meistari í þeirri iðn. Árið 1943 kvæntist hann Heiðbjörtu og bjuggu þau í Vestmanneyjum fyrsta hjúskaparár sitt. Árið 1946 fluttu þau til Sauðárkróks og áttu þar heima síðan. Þar stofnaði Vilhjálmur ásamt fleirum trésmíðaverkstæðið Litlu-Trésmiðjuna, rak og stýrði því fyrirtæki til 1963. Þá var trésmiðjan Borg stofnuð og var Vilhjálmur einn af stofnendum og meðeigandi. Vilhjálmur var einnig prófdómari í iðn sinni á Sauðárkróki og víðar á Norðurlandi. Árið 1974 gerðist hann handavinnukennari við grunnskólann á Sauðárkróki og gegndi því starfi á meðan heilsa leyfði. Vilhjálmur og Heiðbjört eignuðust tvö börn.

Heiðbjört Óskarsdóttir (1919-1992)

  • S01528
  • Person
  • 4. feb. 1919 - 5. ágúst 1992

Fædd í Aðaldal. Var í Kvennaskólanum á Laugum 1939-1940 þar sem hún kynntist Vilhjálmi Hallgrímssyni manni sínum. Árið 1943 flutti hún til Vestmannaeyja þar sem Vilhjálmur stundaði nám í húsasmíði. 1946 fluttu þau til Sauðárkróks og voru þar búsett síðan. Á Sauðárkróki vann hún við verslunarstörf, átti og rak Hannyrðabúðina á Sauðárkróki ásamt Sigríði Stefánsdóttur. Hildur og Vilhjálmur eignuðust tvö börn.

Helga Pálsdóttir Biering (1926-)

  • S01532
  • Person
  • 5. nóv. 1926-

Foreldrar hennar voru Páll Friðriksson múrari á Sauðárkróki og s.k.h. Sólveig Danivalsdóttir. Húsmóðir í Reykjavík. Kvæntist Hilmari Biering, þau eignuðust tvö börn.

Ármann Rögnvaldur Helgason (1899-1977)

  • S01552
  • Person
  • 1. jan. 1899 - 3. jan. 1977

Foreldrar: Helgi Pétursson og k.h. Margrét Sigurðardóttir. Ármann ólst upp hjá foreldrum sínum á Hofi á Höfðaströnd 1899-1901, á Spáná í Unadal 1901-1902, Geirmundarhóli í Hrolleifsdal 1902-1910 og á Kappastöðum í Sléttuhlíð 1910-1911, en foreldar hans bjuggu þar til 1915. Árið 1913 fór Ármann sem hjú að Ríp í Hegranesi og var þar til vors 1917. Þá fór hann að Eyhildarholti og var þar í eitt ár. Síðan að Ási og var þar til vors 1924, að hann fór í Vatnskots til vorsins 1927. 1927-1930 var hann við vega- og símavinnu í Suður - Þingeyjarsýslu. Árið 1930 var hann talinn til heimilis að Hamri í Hegranesi hjá Hróbjarti Jónassyni mági sínum, þá skráður sem símamaður að atvinnu. Árið 1931 flutti Ármann til Sauðárkróks og hóf störf hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Þar vann hann margvísleg störf, s.s. við fiskvinnslu, sláturhússtörf og fl. Hjá KS vann hann samfellt fram á sjötugsaldur.
Kvæntist Sigurbjörgu Stefaníu Pálmadóttur frá Skagaströnd, þau eignuðust þrjú börn.

Jón Friðberg Hjartarson (1947-)

  • S01554
  • Person
  • 29. júlí 1947-

Jón var fæddur og uppalinn í Reykjavík. Hann var einn af stofnendum Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og fyrsti skólameistari skólans, en skólinn var stofnaður árið 1979. Jón gegndi því starfi fram til ársins 2010. Þá var hann einn af stofnendum fréttablaðsins Feykis á Sauðárkróki og lengi í ritstjórn þess.
Kona hans: Elísabet Kemp (1945-).

Jón Guðmundsson (1843-1938)

  • S01556
  • Person
  • 7. ágúst 1843 - 2. feb. 1938

Foreldrar: Guðmundur Jónsson síðast b. í Brennigerði og k.h. Guðrún Pétursdóttir. Jón ólst upp með foreldrum sínum og var fyrirvinna á búi móður sinnar eftir að faðir hans lést. Bóndi í Brennigerði 1867-1870 og 1879-1897 er hann flutti til Sauðárkróks. Á árunum 1864-1867 og 1870-1879 var Jón þar húsmaður og leigði jörðina. Meðfram búskapnum sótti Jón sjóinn, fór á vetrarvertíðir á Suðurlandi og vorvertíðir við Drangey. Hann tók einnig allmikinn þátt í verslunarmálum, fyrst með Pétri Sigurðssyni á Sjávarborg og síðar við Pöntunar- og Kaupfélag Skagfirðinga og var einn af stofnendum þess. Jón sat lengi í hreppsnefnd og var sýslunefndarmaður Sauðárhrepps hins forna frá 1887-1904 og hreppstjóri Sauðárkróks frá 1907-1920. Jón var nokkrum sinnum settur sýslumaður, hann var sæmdur fálkaorðunni árið 1938.
Kona 1: Valgerður Guðmundsdóttir frá Naustum á Höfðaströnd, þau eignuðust tvö börn. Valgerður lést árið 1876.
Kona 2: Guðný Eggertsdóttir frá Skefilsstöðum, þau eignuðust tvö börn saman.
Jón eignaðist dóttur utan hjónabands með Guðbjörgu Sölvadóttur frá Skarði.

Jóhanna Hallsdóttir (1818-1903)

  • S01562
  • Person
  • 29. ágúst 1818 - 31. des. 1902

Foreldrar: Hallur Þórðarson hreppstjóri í Hvammi í Hjaltadal og Kristjana Lovísa Petzdóttir Eeg. Þorbjörg kona Halls, gekk Jóhönnu í móðurstað. Kvæntist Jóni Hallssyni prófasti í Glaumbæ. Áður en þau settust að í Glaumbæ 1874 bjuggu þau í Geldingaholti (1839-1841), að Felli í Sléttuhlíð (1842-1847), í Goðdölum (1847-1858) og í Miklabæ (1858-1874). Síðast búsett á Sauðárkróki. Jóhanna og Jón eignuðust fjórtán börn, tíu náðu fullorðinsaldri. Jón eignaðist auk þess laundóttur með Valgerði Sveinsdóttur.

Guðrún Símonardóttir (1871-1924)

  • S01563
  • Person
  • 22. feb. 1871-1924

Foreldrar: Símon Pálmason og Sigurlaug Þorkelsdóttir á Brimnesi. Guðrún kvæntist árið 1894 Sigurði Jónssyni frá Tungu í Stíflu. Þau bjuggu sem vinnuhjú Hvalnesi á Skaga 1893-1895, á Bakka í Viðvíkursveit 1895-1897, eitt ár á Sauðárkróki, aftur á Bakka 1898-1903 en tóku það ár við búskap á Hvalnesi og bjuggu þar til 1919 er þau fluttu til Sauðárkróks þar sem þau dvöldu í þrjú ár. Þaðan fóru þau að Hringveri í Hjaltadal og þar lést Guðrún árið 1924. Guðrún og Sigurður eignuðust tvö börn en sonur þeirra lést aðeins 11 ára gamall.

Magnús Einar Jóhannsson (1874-1923)

  • S01565
  • Person
  • 27. júlí 1874 - 23. des. 1923

Magnús ólst upp í Arabæ hjá foreldrum sínum. Hann gekk í Latínuskólann í Rvík og lauk þaðan stúdentsprófi þaðan vorið 1898 og frá Læknaskólanum í Rvík í júní 1898. Sumarið 1897 var hann aðstoðarmaður hjá Fr. Zeuten héraðslækni á Eskifirði. Haustið 1898 var hann settur héraðslæknir í Sauðárkrókshérði til næsta vors og sat á S.króki. Árið 1899-1900 var hann skipaður héraðslæknir í Hofsóshéraði, sem þá var ný stofnað og gegndi því embætti til æviloka. Allt frá æskuárum hafði hann mikinn áhuga á leiklist, tók sjálfur þátt í leiksýningum skólapilta öll sín skólaár, og stjórnaði leiksýningum á S.króki veturinn, sem hann dvaldist þar. Lét hann sér einnig mjög annt um Lestrarfélag Hofshrepps, var í stjórn þess og annaðist bókakaup þess og bókavörslu á heimili sínu um langt árabil. Einnig annaðist hann um tíma útgáfu á handskrifuðu sveitarblaði, Höfðstrendingi, á vegum Málfundafélags staðarins og skrifaði það að miklu leyti einn. Kom hann þar á framfæri ýmsum áhugamálum sínum, sem vörðuðu hag byggðarlagsins. Árið 1916 festi hann kaup á jörðinni Hugljótsstöðum á Höfðaströnd sem hann nytjaði síðan. Magnús kvæntist Rannveigu Tómasdóttur frá Völlum í Svarfaðardal, þau eignuðust sjö börn.

Ole Peter Jósefsson Blöndal (1878-1931)

  • S01566
  • Person
  • 27. sept. 1878 - 8. apríl 1931

Sonur Önnu Margrétar Þuríðar Kristjánsdóttur Möller og Jósefs Gottfreðs Blöndal verslunarstjóra í Grafarósi. Póstmálaritari í Reykjavík. Var í Reykjavík 1910. Fyrrverandi póstmaður á Vesturgötu 19, Reykjavík 1930.

Guðrún Þorsteinsdóttir (1876-1957)

  • S01567
  • Person
  • 25. sept. 1876 - 6. mars 1957

Dóttir Halldóru Pétursdóttur frá Álfgeirsvöllum og fyrri maður hennar Þorsteinn Eggertsson b. á Haukagili í Vatnsdal. Seinni maður Halldóru og stjúpfaðir Guðrúnar var Ólafur Briem b. og alþingismaður á Álfgeirsvöllum. Guðrún kvæntist Bjarna Jónssyni alþingismanni frá Vogi. Þau skildu. Hún rak brauðgerðarhús á Sauðárkróki um skeið. Húsfreyja í Reykjavík 1930 og 1945. Kennslukona á Sauðárkróki.

Sigurbjörg Jónsdóttir (1903-1997)

  • S01570
  • Person
  • 2. maí 1903 - 4. maí 1997

Foreldrar: Jón Jónsson b. á Kimbastöðum í Borgarsveit og sambýliskona hans Björg Sigurðardóttir. Sigurbjörg var alin upp hjá foreldrum sínum á Kimbastöðum til 1911, síðan í Borgargerði til 1916 og loks á Sauðárkróki. Hún tók við búsforráðum á Hafsteinsstöðum árið 1926 og bjó þar ásamt manni sínum, Jóni Jónssyni frá Hafsteinsstöðum, til 1940. Það sama ár fluttust þau að Steinholti og síðan að Gýgjarhóli árið 1952, þar bjó Sigurbjörg til ársins 1986, Jón maður hennar lést 1972. Síðast búsett á Sauðárkróki. Sigurbjörg og Jón eignuðust tvo syni.

Alda Valdimarsdóttir (1911-1970)

  • S01581
  • Person
  • 01.07.1911-02.02.1970

Alda Valdimarsdóttir, f. 01.07.1911, d. 02.02.1970. Faðir: Valdimar Jónsson sjómaður á Sauðárkróki. Öldu átti hann áður en hann giftist Guðrún Ólafía Frímannsdóttir.
Maki: Magnús Bjarnason (1914-1995). Voru búsett á Stokkseyri.

Anna Soffía Jónsdóttir (1940-2017)

  • S01588
  • Person
  • 24. mars 1940 - 19. ágúst 2017

Anna Soffía Jónsdóttir fæddist á Sauðárkróki 24. mars 1940. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Sigtryggur Sigfússon frá Brekku í Svarfaðardal og Sigurbjörg Theódóra Guttormsdóttir frá Síðu í Víðidal í V-Húnavatnssýslu. ,,Anna Soffía ólst upp í Ketu við Suðurgötu á Sauðárkróki. Hún gekk í Barna- og gagnfræðaskóla Sauðárkróks. Anna vann mestallan sinn starfsferil við verslunarstörf hjá Kaupfélagi Skagfirðinga." 1962 giftist Anna Soffía Jósep Reykdal Þóroddssyni frá Hofsósi, þau eignuðust þrjú börn og voru búsett á Sauðárkróki.

Geirlaug Jóhannesdóttir (1892-1932)

  • S01591
  • Person
  • 28. júlí 1892 - 6. apríl 1932

Foreldrar: Jóhannes Randversson og Ólína Ragnheiður Jónsdóttir. Fædd og uppalin í Eyjafirði, faðir hennar flutti til Skagafjarðar árið 1909, móðir hennar hafði þá látist nokkrum árum áður. Kvæntist Jóni Þ. Björnssyni skólastjóra á Sauðárkróki, þau eignuðust tíu börn.

Þorbjörg Jónsdóttir (1917-2005)

  • S01593
  • Person
  • 2. jan. 1917 - 14. des. 2005

Dóttir Jóns Þ. Björnssonar skólastjóra á Sauðárkróki og Geirlaugar Jóhannesdóttur. Ólst upp á Sauðárkróki. Nam við Hjúkrunarkvennaskóla Íslands og stundaði síðan framhaldsnám í barnahjúkrun og öðru tengdu hjúkrun og kennslu í Chicago 1946-47, í St. Louis 1947-48 og einnig í New York. Lauk síðan hjúkrunarkennaranámi í London 1953. Hjúkrunarkona á röntgendeild og lyflækningadeild Landspítalans 1945-46, deildarhjúkrunarkona við sjúkrahúsið á Akureyri hluta árs 1945. Kennari við Hjúkrunarskóla Íslands 1948-1953 og skólastjóri Hjúkrunarskóla Íslands 1954-1983, þar af í starfsleyfi 1977-78. Vann mikið að félagsmálum hjúkrunarfræðinga og sat í nefndum sem mótuðu nám hjúkrunarfræðinga á Íslandi. Síðast bús. í Reykjavík.

Jóhanna Margrét Jónsdóttir (1915-1985)

  • S01594
  • Person
  • 2. feb. 1915 - 22. mars 1985

Dóttir Jóns Þ. Björnssonar skólastjóra á Sauðárkróki og Geirlaugar Jóhannesdóttur. Kvæntist í Noregi og bjó þar. Síðast búsett í Reykjavík.

Engilráð Sigurðardóttir (1919-1988)

  • S01595
  • Person
  • 27. júlí 1919 - 23. feb. 1988

Engilráð Sigurðardóttir var fædd í Hvammi í Svartárdal, A-Hún., 27. júlí 1919, dóttir Sigurðar Guðmundssonar b. í Hvammi og sambýliskonu hans Elínar Skúlínu Pétursdóttur. Engilráð lauk fullnaðarprófi barna vorið 1933 frá farskóla Bólstaðarhlíðarhrepps. Útskrifaðist frá Kvennaskólanum á Blönduósi 1940. Er faðir hennar lést árið 1941, flutti Engilráð búferlum með Elínu móður sinni í Halldórsstaði á Langholti. Þar kynntist hún mannsefni sínu, Ingimari Bogasyni (1911-1996), þau kvæntust árið 1943. Þau fluttu frá Halldórsstöðum á Sauðárkrók árið 1945 og bjuggu þar síðan. Hún starfaði lengst af við fiskvinnslu, á sláturhúsinu og við heyskap. Hún vann einnig við ræstingar og hreingerningar, bæði í heimahúsum og á opinberum stöðum, t.d. í sundlauginni og kaupfélaginu. Engilráð og Ingimar eignuðust fjóra syni.

Margrét Sigurðardóttir (1905-1991)

  • S01597
  • Person
  • 9. nóv. 1905 - 28. apríl 1991

Foreldrar: Sigurður Helgason, bóndi þar í Torfgarði í Seyluhreppi og Helga Magnúsdóttir, eiginkona hans. Margrét dvaldi æskuár sín í Torfgarði. Á fullorðinsárum lá leið hennar fyrst til Sauðárkróks og síðan til Akureyrar 1927. Margrét gerðist forstöðukona þvottahúss á Kristneshæli og gegndi því starfi í mörg ár. Síðan starfaði Margrét á saumastofum á Akureyri. Helga móðir hennar flutti til hennar og bjuggu þær mæðgur saman þar til Margrét giftist Birni Guðmundssyni í nóvember 1943. Eftir það dvaldi Helga á heimili þeirra allt til dauðadags. Björn starfaði við byggingarvörudeild Kaupfélags Eyfirðinga um árabil. Þau fluttu til Reykjavíkur árið 1963. Björn lést árið 1965.
Margrét og Björn eignuðust einn son, fyrir átti Björn tvö börn.

Ebba Guðrún Brynhildur Flóventsdóttir (1907-1935)

  • S01601
  • Person
  • 13. feb. 1907 - 21. maí 1935

Dóttir Flóvents Jóhannssonar bústjóra á Hólum og b. á Sjávarborg og k.h. Margrétar Jósefsdóttur. Kvæntist Guðmundi Skarphéðinssyni skólastjóra á Siglufirði. Húsfreyja á Siglufirði.

Jakobína Ingibjörg Flóventsdóttir (1903-1977)

  • S01602
  • Person
  • 3. sept. 1903 - 4. feb. 1977

Dóttir Flóvents Jóhannssonar bústjóra á Hólum og b. á Sjávarborg og k.h. Margrétar Jósefsdóttur. Kvæntist Steinþóri Hallgrímssyni. Þau skildu. Húsfreyja á Siglufirði og í Reykjavík.

Maggý Ingibjörg Flóventsdóttir (1910-2000)

  • S01603
  • Person
  • 1. sept. 1910 - 28. ágúst 2000

Maggý Ingibjörg Flóventsdóttir, fæddist á Sauðárkróki, dóttir hjónanna Margrétar Jósefsdóttur og Flóvents Jóhannssonar. Hinn 2. júní 1935 giftist Maggý Sigurði Tómassyni fyrrv. kaupfélagsstjóra á Siglufirði og forstjóra í Reykjavík, þau eignuðust tvö börn. Auk heimilisstarfa vann Maggý alla tíð við fyrirtæki Sigurðar í Reykjavík.

Sigríður Friðvinsdóttir (1897-1931)

  • S01604
  • Person
  • 3. okt. 1897 - 30. okt. 1931

Dóttir Friðvins Ásgrímssonar b. á Reykjum á Reykjaströnd og k.h. Margrétar Jóhannsdóttur. Vinnukona á Sauðárkróki. Lést ógift og barnlaus.

Monika Súsanna Sveinsdóttir (1887-1982)

  • S01623
  • Person
  • 16. júlí 1887 - 29. jan. 1982

Foreldrar: Sveinn Guðmundsson b. í Bjarnastaðahlíð og k.h. Þorbjörg Ólafsdóttir. Árið 1910 var Monika skráð sem hjú hjá Ólafi bróður sínum á Starrastöðum. Á árunum 1911-1916 var Monika á Sauðárkróki, starfaði við matsölu og a.m.k. einn vetur hjá Jónasi lækni. Hún var í vist á Þverá í Hallárdal árið 1917 hjá Steingrími Guðmundssyni og k.h. Sigurlaugu Magnúsdóttur, er síðar bjuggu á Breiðargerði. Kvæntist árið 1919 Símoni Jóhannssyni, þau bjuggu á Þverá í Hallárdal A-Hún 1919-1920, á Mælifelli 1920-1921, í húsmennsku á Starrastöðum 1921-1925, í Teigakoti í Tungusveit 1925-1933, á Keldulandi á Kjálka 1933-1935, í Goðdölum 1935-1949 og í Teigakoti aftur 1949-1951. Síðast búsett á Sauðárkróki.
Monika og Símon eignuðust þrjá syni.

Sveinbjörg Sveinsdóttir (1889-1965)

  • S01624
  • Person
  • 3. jan. 1889-1965

Foreldrar: Sveinn Guðmundsson b. í Bjarnastaðahlíð og k.h. Þorbjörg Ólafsdóttir. Kvæntist ekki. Bjó lengi hjá sr. Hálfdáni Guðjónssyni vígslubiskupi og k.h. Herdísi Pétursdóttur.

Guðrún Sveinsdóttir (1890-1978)

  • S01625
  • Person
  • 30. maí 1890 - 23. okt. 1978

Foreldrar: Sveinn Guðmundsson b. í Bjarnastaðahlíð og k.h. Þorbjörg Ólafsdóttir. Kennari á Sauðárkróki. Kvæntist Pétri Guðmundssyni frá Syðra-Vatni, þau skildu.

Hallgrímur Þorsteinsson (1864-1952)

  • S01628
  • Person
  • 10. apríl 1864 - 9. nóv. 1952

Hallgrímur fæddist í Götu í Hrunamannahreppi 1864, en ólst upp að mestu hjá séra Jóhanni Briem í Hruna. Hann nam orgelleik hjá Einari orgelleikara og trésmið Einarssyni. Hallgrímur tók organistapróf hjá séra Sæmundi Jónssyni í Hraungerði. Hallgrímur var organisti, tónskáld, söngkennari og stjórnandi lúðrasveitar og kóra. Flutti til Sauðárkróks árið 1893 til að starfa við barnaskólann þar og hjá Sauðárkrókssöfnuði. Ári síðar stofnaði hann Söngfélagið Svölu og tók Svalan m.a. að sér kirkjusöng. Söngkennari í Reykjavík á þriðja og fjórða áratug 20. aldar, einn af fyrstu hvatamönnum af stofnun Lúðrasveitar Reykjavíkur. Kvæntist Margréti Sigríði Björnsdóttur frá Hjaltastaðahvammi, þau eignuðust þrjú börn.

Guðmundur Gíslason (1864-1954)

  • S01629
  • Person
  • 18. des. 1864 - 25. okt. 1954

Foreldrar: Gísli Gíslason vinnumaður á Óspakseyri og Helga Guðmundsdóttir frá Kambhóli í Víðidal. Þegar Guðmundur var þriggja ára missti hann föður sinn, móðir hans giftist aftur Jóhanni Guðmundssyni. Þau fluttust til Skagafjarðar þegar Guðmundur var tvítugur. Guðmundur kvæntist Ólöfu Jónsdóttur árið 1891, þau bjuggu á Hryggjum í Staðarfjöllum 1893-1898, á Hlíðarenda við Sauðárkrók 1898-1900, fluttu til Sauðárkróks árið 1900 og áttu þar heima síðan. Guðmundur og Ólöf eignuðust fimm börn saman. Fyrir hafði Guðmundur eignast dóttur með Helgu Magnúsdóttur frá Breið.

Jónas Sveinsson (1873-1954)

  • S01630
  • Person
  • 4. des. 1873 - 29. mars 1954

Foreldrar: Sveinn Kristjánsson b. í Litladal og k.h. Hallgerður Magnúsdóttir. Jónas ólst upp í Litladal með foreldrum sínum fram til tólf ára aldurs en þá voru þau bæði látin. Var í vist að Eyjólfsstöðum í Vatnsdal, á Grenjaðarstað, að Öndólfsstöðum í Reykjadal og Múla í Aðaldal. Lauk námi frá Möðruvallaskóla árið 1893. Veturinn 1894-1895 var hann í Höfnum á Skaga og kynntist þar konuefni sínu. Ári síðar kvæntist hann fyrri konu sinni, Björg Björnsdóttir frá Harrastaðakoti á Skagaströnd, fyrsta hjúskaparár sitt bjuggu þau þar. 1897-1898 bjuggu þau í Háagerði á Skagaströnd. Sumarið 1898 fluttu þau til Sauðárkróks þar sem þau bjuggu til 1911. Þegar þau bjuggu á Sauðárkróki sat Jónas í hreppsnefnd Sauðárhrepps frá 1904-1911, þar af oddviti 1904-1907. Jónas var einnig deildarstjóri í Sauðárkróksdeild kaupfélagsins og fékk umsjón með uppskipun og útskipun á vörum kaupfélagsins. Árið 1911 fluttu þau vestur í Þverárdal í Laxárdal þar sem þau bjuggu í eitt ár. Árið 1912 fluttu þau að Uppsölum í Blönduhlíð þar sem þau bjuggu til 1919 er þau fluttu til Akureyrar. Á Akureyri stundaði Jónas ýmsa vinnu, starfaði hjá klæðaverksmiðjunni Gefjunni, seldi bækur og fór í hrossasöluferðir. 1920-1925 var hann bókavörður við Amtbókasafnið á Akureyri. Jónas og Björg Björnsdóttir fyrri kona hans eignuðust eina dóttur og tóku tvö fósturbörn. Björg lést árið 1934. Seinni kona Jónasar var Ingibjörg Valgerður Hallgrímsdóttir frá Úlfsstaðakoti, þau eignuðust fjögur börn saman.

Ásta Jónasdóttir (1911-2009)

  • S01635
  • Person
  • 9. nóv. 1911 - 29. apríl 2009

Dóttir Jónasar Kristjánssonar læknis á Sauðárkróki og k.h. Hansínu Benediktsdóttur.

Mínerva Gísladóttir (1915-1998)

  • S01636
  • Person
  • 14. sept. 1915 - 9. feb. 1998

Foreldrar: Gísli Konráðsson b. á Bessastöðum og k.h. Sigríður Sveinsdóttir frá Hóli. Mínerva missti móður sína þegar hún var sjö ára gömul og ólst upp eftir það með föður sínum. Árið 1937 kvæntist Mínerva Sæmundi Jónssyni. Þau bjuggu í Glaumbæ 1937-1938, á Bessastöðum í Sæmundarhlíð 1938-1986, síðast búsett á Sauðárkróki. Mínerva og Sæmundur eignuðust átta börn saman, fyrir hafði Mínerva eignast dóttur með Sigurjóni Kristinssyni.

Magnús Halldórsson Magnússon (1932-2015)

  • S01637
  • Person
  • 6. nóv. 1932 - 4. jan. 2015

Magnús H. Magnússon fæddist á Sauðárkróki 6. nóvember 1932. Foreldrar hans voru Hólmfríður Elín Helgadóttir og Magnús Halldórsson. ,,Magnús lærði bifvélavirkjun við Iðnskóla Sauðárkróks, fékk síðar meistararéttindi í bifvélavirkjun 14. október 1959. Hann vann fyrst um sinn hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Flutti suður 1958, hóf störf hjá Vélsmiðju Hafnarfjarðar. Stofnaði síðan eigin rekstur 1969 til 1982. Þaðan fór hann til Ofnasmiðjunnar og endaði síðan starfsferil sinn hjá Olíudreifingu. Magnús var virkur þátttakandi í karlakórnum Þröstum frá árinu 1959." Hinn 14. janúar 1961 gekk Magnús að eiga Sigríði Bjarnadóttur úr Hafnarfirði, þau eignuðust fjögur börn.

Rósa Jensdóttir Eriksen (1929-1993)

  • S01640
  • Person
  • 11. maí 1929 - 21. nóv. 1993

Fædd og uppalin á Sauðárkróki. Dóttir Jens Péturs Eriksen og Sigríðar Amalíu Njálsdóttur. Rósa tók gagnfræðapróf á Akureyri 1947 og var síðan einn vetur á húsmæðraskólanum á Löngumýri, 1949-1950. Hún byrjaði snemma að vinna á símstöðinni á Sauðárkróki. Maki: Karl Salómonsson frá Ísafirði. Fyrstu árin bjuggu þau í Kópavogi. Þau eignuðust fjögur börn. Karl lést árið 1970 langt fyrir aldur fram. Rósa vann hjá Landsímanum í Reykjavík sem talsímavörður og varðstjóri og í nokkur ár var hún verslunarstjóri í Ás-verslunum. Árið 1973 fluttist Rósa vestur í Hrútafjörð og giftist Jósep Rósinkarssyni bónda á Fjarðarhorni. Hann var ekkjumaður með fimm börn og tók Rósa þar við stóru heimili sem hún stýrði í um 15 ár en þá skildu leiðir þeirra. Rósa fluttist þá suður aftur og vann á langlínumiðstöðinni í Reykjavík á meðan heilsa leyfði.

Ingibjörg Sigríður Pétursdóttir Eriksen (1912-1956)

  • S01641
  • Person
  • 29. júní 1912 - 20. júní 1956

Foreldrar: Pétur Eriksen skósmiður, f. 1870, skósmiður á Sauðárkróki og Ingibjörg Ólafsdóttir Eriksen, f. 1872, frá Harrastöðum á Skagaströnd. Ingibjörg var ógift og barnlaus.

Sigmundur Birgir Pálsson (1932-2003)

  • S01643
  • Person
  • 28. nóv. 1932 - 29. jan. 2003

Sigmundur Birgir Pálsson fæddist á Sauðárkróki 28. nóvember 1932. Foreldrar hans voru Marvin Páll Þorgrímsson og Pálína Bergsdóttir. ,,Sigmundur ólst upp á Sauðárkróki. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Sauðárkróks. Hann fór síðan að læra húsgagnasmíði hjá Byggingafélaginu Hlyn 1955 og á meðan tók hann þriggja mánaða nám í Iðnskólanum. Sigmundur vann áfram á Hlyn og varð seinna einn af eigendunum, hann hætti þar 1985. Það sama ár hóf hann störf á Sjúkrahúsi Skagfirðinga sem húsvörður og vann þar til ágústloka 2002. Sigmundur var mikill félagsmálamaður og starfaði með hinum ýmsu félagasamtökum á Króknum. Hann var m.a. skátaforingi í Skátafélaginu Andvara, formaður Ungmennafélagsins Tindastóls, félagi í Iðnaðarmannafélagi Sauðárkróks, formaður Lionsklúbbs Sauðárkróks og mjög virkur félagsmaður þar. Hann var einn af stofnendum Félags eldri borgara á Sauðárkróki og starfaði þar af krafti. Sigmundur bjó alla tíð á Sauðárkróki." Hinn 12. ágúst 1963 kvæntist Sigmundur Guðlaugu Gísladóttur frá Ólafsfirði, þau eignuðust fjórar dætur.

Svanur Fannberg Jóhannsson (1937-2001)

  • S01644
  • Person
  • 17. júlí 1937 - 11. maí 2001

Fæddist á Siglufirði. Foreldrar hans voru Dagrún Bjarnadóttir Hagen og Jóhann Guðjónsson. Starfsmaður Pósts og síma á Sauðárkróki. Kvæntist Aðalbjörgu Vagnsdóttur, þau skildu, þau eignuðust tvö börn saman, fyrir átti Svanur eina dóttur.

Ásgrímur Jónas Brynjólfur Helgason (1933-2010)

  • S01645
  • Person
  • 12. mars 1933 - 14. okt. 2010

Sonur Maríu Guðmundsdóttur og Helga Ísfjörð Gunnarssonar á Fagranesi. Verkamaður á Sauðárkróki. Kvæntist Ragnhildi Guðrúnu Lúðvíksdóttur frá Sauðárkróki.

Helgi Rafn Traustason (1937-1981)

  • S01655
  • Person
  • 18. apríl 1937 - 21. des. 1981

Helgi Rafn Traustason fæddist á Patreksfirði 18. apríl 1937. Foreldrar hans voru Trausti Jóelsson og kona hans Rannveig Jónsdóttir.
Helgi Rafn stundaði nám í gagnfræðaskólanum í Reykjavík, á Laugarvatni og Akureyri. Hann lauk gagnfræðaprófi með ágætum frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Veturinn 1954-1955 nam hann við Samvinnuskólann í Reykjavík og lauk hann prófi úr þeim skóla árið 1955. Sama ár flutti skólinn að Bifröst í Borgarfirði. Hann vann við hreingerningar í Samvinnuskólanum er hann var við nám þar og hóf störf hjá Samvinnutryggingum mánuði áður en hann lauk þar námi. Þá vann hann nokkur sumur hjá Kaupfélagi Patreksfjarðar og í fjármáladeild Sambandsins sumarið 1954. Hann var aðalbókari hjá Samvinnutryggingum 1955-1960, kaupfélagsstjóri Samvinnufélags Fljótamanna 1960-1963, fulltrúi kaupfélagsstjóra Kaupfélags Skagfirðinga 1963-1972 og kaupfélagsstjóri KS 1972-1981. Helgi Rafn var frumkvöðull körfuboltans á Sauðárkróki.
Kona hans: Inga Valdís Tómasdóttir (1937-). Þau kvæntust árið 1957.

Sigrún Jónsdóttir (1911-1986)

  • S01666
  • Person
  • 6. mars 1911 - 22. mars 1986

Foreldrar: Jón Kristbergur Árnason og k.h. Amalía Sigurðardóttir. Sigrún ólst upp með foreldrum sínum, fyrst á Vatni á Höfðaströnd, en þaðan fluttu þau í Víðivelli 1921. Sigrún fór svo á Húsmæðraskólann á Blönduósi veturinn 1930-1931. Kvæntist árið 1934 Ingimari Jónssyni frá Flugumýri og þar bjuggu þau óslitið frá 1932-1955 er Ingimar lést. Sigrún hélt áfram búskap til 1959 er synir hennar tóku við. Haustið 1964 fór hún í vinnu að Reykjaskóla í Hrútafirði og var þar næstu þrjá vetur en þar var yngsti sonur hennar við nám. Árið 1969-1970 var hún hjá Steinunni dóttur sinni í Garðabæ. Alltaf átti hún þó heimili á Flugumýri og fluttist ekki þaðan fyrr en en hún keypti íbúð á Sauðárkróki árið 1972. Þar dvaldi hún næstu 5 árin, eða þar til hún fór á sjúkrahús vegna veikinda. Strax í æsku komu í ljós hjá Sigrúnu tónlistarhæfileigar og sérlega fögur söngrödd, sem hún hélt alla tíð. Sigrún og Ingimar eignuðust átta börn.

Gunnsteinn Sigurður Steinsson (1915-2000)

  • S01673
  • Person
  • 10. jan. 1915 - 19. des. 2000

Gunnsteinn Sigurður Steinsson fæddist á Hrauni á Skaga 10. janúar 1915. Foreldrar hans voru hjónin Steinn Leó Sveinsson bóndi og hreppstjóri á Hrauni á Skaga k.h. og Guðrún Sigríður Kristmundsdóttir. ,,Gunnsteinn lauk gagnfræðaprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1936. Hann var búsettur á Hrauni til 1953 og stundaði á þeim tíma aðallega sjómennsku og smíðar. Gunnsteinn var bóndi í Ketu á Skaga 1953-1974 en fluttist þá ásamt konu sinni til Sauðárkróks. Stundaði hann þar störf í skinnaverkuninni Loðskinni hf. auk þess sem hann var um árabil umboðsmaður skattstjóra á Sauðárkróki. Gunnsteinn starfaði mikið að félagsmálum og var m.a. hreppstjóri og sýslunefndarmaður fyrir Skefilsstaðahrepp um árabil auk þess að gegna fjölmörgum öðrum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína." Gunnsteinn kvæntist árið 1945 Guðbjörgu Hólmfríði Guðmundsdóttur, þau eignuðust tvær dætur.

Hálfdán Steingrímsson (1920-2012)

  • S01675
  • Person
  • 26. sept. 1920 - 15. ágúst 2012

Fæddur á Flateyri. Foreldrar hans voru Steingrímur Árnason, útgerðarmaður á Flateyri, í Keflavík og víðar og f.k.h. Kristín Hálfdánardóttir frá Meiri-Hlíð í Bolungarvík. ,,Þegar hann var sjö ára gamall missti hann móður sína og var sendur í fóstur um skeið í Hegranes í Skagafirði. Síðan fór hann til föður síns og seinni konu hans, Grétu Þorsteinsdóttur, sem höfðu þá sest að á Sauðárkróki. Þar ólst hann upp ásamt bræðrum sínum fram á unglingsár. Fjölskyldan flutti síðar til Reykjavíkur og átti Hálfdán þar heimili æ síðan eða þar til árið 2009 er hann og flutti ásamt konu sinni til Mosfellsbæjar. Hálfdán stundaði nám við Héraðsskólann á Laugarvatni og gerðist að því loknu vörubílstjóri í Reykjavík. Árið 1951 tók hann við sem prentsmiðjustjóri í Steindórsprenti hf. sem síðar varð Steindórsprent-Gutenberg ehf. Þessu starfi gegndi hann til starfsloka árið 2000, eða í tæp 50 ár. Hálfdán var virkur félagi í Oddfellowreglunni og gegndi þar fjölmörgum trúnaðarstörfum."
Árið 1943 kvæntist Hálfdán Ingibjörgu Steindórsdóttur frá Reykjavík, þau eignuðust þrjú börn.

Guðrún Sigríður Gísladóttir (1918-1988)

  • S01678
  • Person
  • 26. des. 1918 - 17. feb. 1988

Foreldrar: Gísli Ólafsson skáld frá Eiríksstöðum, verkmaður á Sauðárkróki og k.h. Jakobína Guðrún Þorleifsdóttir. Guðrún ólst upp hjá foreldrum sínum, fyrst á Bergsstöðum, síðan á Fjósum árin 1919-1920, þá á Hólabæ í Langadal 1920-1924, á Blönduósi 1924-1928 og síðan á Sauðárkróki. Á unglingsárunum var hún í síld á Siglufirði. Átján ára fór hún til Reykjavíkur og vann þar í Hampiðjunni. Árið 1941 kvæntist hún Inga Gests Sveinssyni, þau fluttu á Neskaupsstað, síðan á Sauðárkrók og til Reykjavíkur 1963. Þau slitu samvistir 1968. Á Neskaupsstað var Guðrún formaður Slysavarnarfélags kvenna og söng í Samkór Neskaupsstaðar. Á Sauðárkróki tók hún mikinn þátt í starfi Kvenfélags Sauðárkróks. Guðrún var söngelsk og lék á ýmis hljóðfæri. Jafnframt var hún hagmælt og eftir hana liggur töluvert af lausavísum. Árið 1978 gaf hún út tvö ljóðakver; Skagfirskar glettur og Norðfjarðarlofsöng. Eftir að hún flutti til Reykjavíkur árið 1963 rak hún söluturn um tíma og vann svo við matargerð á veitingahúsum. Seinni maður Guðrúnar var Þórður Þorkelsson frá Seyðisfirði.
Guðrún og Ingi eignuðust fjögur börn.

Guðbjörg Þorsteinsdóttir (1918-1968)

  • S01680
  • Person
  • 12. sept. 1918 - 21. feb. 1968

Guðbjörg Þorsteinsdóttir fæddist 12. september árið 1918 að Reykjum í Hrútafirði. Guðbjörg gekk í Reykjaskóla og lauk þaðan prófi, en hvarf að loknu námi til Reykjavíkur til saumanáms. Starfaði lengst af hjá Landssíma Íslands, bæði á Siglufirði, Sauðárkrók en lengst á Landssímastöðinni í Reykjavík. Kvæntist Birni Jóhannessyni, þau eignuðust einn son.

Oddný Kristín Þorvaldsdóttir (1919-2010)

  • S01681
  • Person
  • 9. jan. 1919 - 17. apríl 2010

Foreldrar hennar voru þau Þorvaldur Jónsson og Helga Jóhannsdóttir. ,,Oddný bjó á Sauðárkróki fram til ársins 1948 er hún flutti til Reykjavíkur. Oddný vann við ýmis störf svo sem síldarverkun og síðar á saumastofum meðfram húsmóðurstörfunum. Oddný giftist Hólmari Magnússyni, þau eignuðust tvo syni.

Steingrímur Arason (1898-1986)

  • S01684
  • Person
  • 27. 01.1898-06.12.1986

Steingrímur Arason, f. 27.01.1898, d. 06.12.1986. Bóndi og póstafgreiðslumaður í Víðimýri, Víðimýrarsókn, Skag. 1930. Kaupmaður á Víðimýri og Sauðárkróki. Síðast búsettur í Reykjavík.

Páll Sigurðsson (1905-1977)

  • S01687
  • Person
  • 25. ágúst 1905 - 4. júlí 1977

Sonur Sigurðar Pálssonar héraðslæknis á Sauðárkróki og k.h. Þóru Gísladóttur. Var á Vesturgötu 23, Reykjavík 1930. Bókavörður í Reykjavík.

Sigurlaug Jónsdóttir (1929-2008)

  • S01690
  • Person
  • 10. jan. 1929 - 1. sept. 2008

Sigurlaug Jónsdóttir fæddist á Sauðárkróki 10. janúar 1929. Foreldrar hennar voru Anna Friðriksdóttir og Jón Sigvaldi Nikódemusson. ,,Veturinn 1948-1949 stundaði Sigurlaug nám við Húsmæðraskóla Reykjavíkur. Hún starfaði m.a. hjá Mjólkursamlagi Kaupfélag Skagfirðinga, Bæjarskrifstofu Sauðárkróks, Skrifstofu Kaupfélags Skagfirðinga og Sláturhúsi Kaupfélags Skagfirðinga." 17. júní 1956 giftist Sigurlaug Gunnari G. Helgasyni, þau eignuðust sex börn, fyrir átti Sigurlaug son með Júlíusi Gestssyni.

Hólmfríður Rögnvaldsdóttir (1947-

  • S01694
  • Person
  • 24. okt. 1947-

Foreldrar: Rögnvaldur Ólafsson (Valdi rakari) og Dóra Ingibjörg Magnúsdóttir. Maður hennar er Guðmundur G. Halldórsson, þau eiga tvær dætur.

Bjarni Jónsson (1863-1934)

  • S01696
  • Person
  • 11.08.1863-17.10.1934

Bjarni Jónsson, f. á Kimbastöðum í Borgarsveit, 11.08.1863 , d. 17.10.1934 á Sauðárkróki. Foreldrar: Jón Bjarnason, síðast bóndi í Hólkoti á Reykjaströnd og kona hans Helga Sölvadóttir frá Steini á Reykjaströnd.
Bjarni ólst upp í foreldrahúsum til 18 ára aldurs. Þá gerðist hann vinnumaður hjá Þorleifi Jónssyni á Reykjum á Reykjaströnd. Ári síðar fluttist hann til Sauðárkróks og bjó þar til dánardags. Gerði hann út báta til fiskjar og fuglaveiða á Drangeyjarfjöru og var um áratugi sigmaður í Drangey, einkum á Lambhöfða. Var hann "eyjarkongur" til margra ára, nokkurs konar umsjónarmaður eyjarinnar, kosinn af sýslunefnd. Bjarni var mikill söngmaður og var um langt skeið í kirkjukór Sauðákrókskirkju. Tók einnig þátt í leikstarfsemi og lék m.a. hlutverk Skugga-Sveins í samnefndu verki.
Maki: Guðrún Ósk Guðmundsdóttir. Þau eignuðust ekki börn en fósturbörn þeirra voru:
Guðrún Bjarnadóttir, dóttir Bjarna Jónassonar húsmanns á Sauðárkróki og Sigurlaugar Jónsdóttur. Guðrún fluttist til Noregs og lést þar.
Óskar Bjarni Stefánsson, sonur Stefáns Jónssonar verkamanns á Sauðárkróki sem síðar fluttist til Vesturheims og konu hans Guðrúnar Guðmundsdóttur.

Björn Símonarson (1853-1914)

  • S01699
  • Person
  • 26. apríl 1853 - 27. des. 1914

Gullsmiður og úrsmiður á Akureyri og Sauðárkróki 1890. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Átti Björnsbakarí við Vallarstræti sem eftir honum er nefnt.

Ingibjörg Björnsdóttir (1896-1997)

  • S01701
  • Person
  • 21. okt. 1896 - 2. sept. 1997

Foreldrar: Björn Benónýsson b. á Illugastöðum í Laxárdal og k.h. Ingibjörg Stefánsdóttir. Tveggja ára gömul fór Ingibjörg í fóstur til Sigríðar föðursystur sinnar og manns hennar Magnúsar Hjálmarssonar að Bjarnastöðum í Blönduhlíð. Árið 1907 fluttust þau hjón með Ingibjörgu að Illugastöðum í Laxárdal til Björns föður hennar. Þar voru þau eitt ár, en fluttust síðan til árs búskapar að Ingveldarstöðum ytri á Reykjaströnd og árið 1909 fóru þau til Sauðárkróks og settust að í húsinu Brimgarði. Ingibjörg fermdist árið 1911, og sama árið fór hún vinnukona að Hólkoti á Reykjaströnd. Árið 1912 fór hún frá Hólkoti að Bakka í Vallhólmi, þar sem kynntist mannsefni sínu, Agli Gottskálkssyni. Þau bjuggu á Hvammkoti á Skaga 1917-1921, á Ingveldarstöðum á Reykjaströnd 1921-1926, í Hjaltastaðakoti 1926-1935, á Mið-Grund 1935-1968. Síðast búsett á Akureyri. Ingibjörg lést 101 árs gömul.
Ingibjörg og Egill eignuðust átta börn.

Birgit Bang (1936-2014)

  • S01702
  • Person
  • 13. maí 1936 - 19. júní 2014

Birgit Bang fæddist í Árósum í Danmörku 13. maí 1936. Foreldrar hennar voru Ole Bang apótekari á Sauðárkróki og k.h. Minna Elísa Bang. ,,Birgit ólst upp á Sauðárkróki. Hún starfaði framan af við afgreiðslustörf í apóteki föður síns en drýgstan hluta starfsævinnar vann hún á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði. Eftir að hún lét af störfum fluttist hún aftur til Sauðárkróks og bjó þar síðustu árin." Birgit eignaðist einn son með Ásmundi Jónssyni.

Ágúst Hörður Helgason (1927-2010)

  • S01703
  • Person
  • 13. feb. 1927 - 6. ágúst 2010

Ágúst Hörður Helgason fæddist á Sauðárkróki 13. febrúar 1927. Foreldrar Harðar voru Helgi Ólafsson kennari á Sauðárkróki og Akureyri, síðar búsettur í Reykjavík, og Valý Þ.Á. Ágústsdóttir. ,,Hörður útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1946. Nám í læknisfræði við Háskóla Íslands 1946-1953, cand. Med. þaðan 1953. Námskandidat á Herrick Memorial Hospital í Berkeley í Kaliforníu 1954-1955; aðstoðarlæknir á John Hopkins Hospital í Baltimore 1955-1956 og á Baltimore City Hospital 1956-1959. Sérnám á meinafræðideild sama sjúkrahúss 1959-1961 og á Union Memorial Hospital í Baltimore 1961-1963. Almennt lækningaleyfi og viðurkenning sem sérfræðingur í fæðingarhjálp og kvensjúkdómum 1959. Amerískt læknapróf í Maryland 1961 og í Texas 1967. Viðurkenndur sérfræðingur í meinafræði í Bandaríkjunum 1963. Lauk sérfræðiprófi í húðsjúkdómameinafræði (dermatopathology) 1981, viðurkennt af American Board of Dermatology og American Board of Pathology. Námskeið í kjarnlæknisfræði við U.S. Naval Medical School í Bethesda í Maryland 1964. Starfsferill: Héraðslæknir í Súðavíkurhéraði 1953, aðstoðarlæknir við Union Memorial Hospital 1963-1965. Fyrsti aðstoðarlæknir við Veterans Administration Hospital í Houston, Texas við rannsóknir á lungnasjúkdómum 1965-1969. Sérfræðingur í meinafræði við Memorial Hospital System frá 1969. Aðstoðarprófessor í meinafræði við Baylor University College of Medicine í Houston 1965-1969 og aðstoðarprófessor í klínískri meinafræði við sama skóla frá 1969. Forstöðumaður School of Medical Technology við Memorial Hospital System 1973-1977 og forstöðumaður líffærameinafræðideildar sömu stofnunar frá 1977."
Maki I: 1957, Kristín Björnsdóttir Axfjörð, þau skildu.
Maki II: 1959, Marjorie Joyce ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur, þau eignuðust þrjár dætur.

Herdís Helgadóttir (1928-2017)

  • S01704
  • Person
  • 10. júlí 1928 - 19. jan. 2017

Fæddist á Sauðárkróki 10. júlí 1928, dóttir Helga Ólafssonar kennara og Valýar Þorbjargar Ágústsdóttur. ,,Herdís lauk prófi frá Hjúkrunarskóla Íslands 1951 og var skólahjúkrunarfræðingur á Siglufirði frá 1955 til 1968. Hún hóf störf á lungnadeild Landspítalans árið 1968 og var deildarstjóri taugadeildar frá 1970 til 1984. Herdís var deildarstjóri á Droplaugarstöðum frá 1986 til 1991. Hún var varaformaður Kvenfélags Hallgrímskirkju frá 1968 til 1985 og varaformaður Prestakvennafélags Íslands frá 1972 til 1975." Herdís giftist sr. Ragnari Fjalari Lárussyni, prófasti frá Miklabæ, þau eignuðust sex börn.

Ólafur Haukur Helgason (1930-2006)

  • S01705
  • Person
  • 11. apríl 1930 - 31. okt. 2006

Foreldrar Ólafs Hauks voru Helgi Ólafsson kennari á Sauðárkróki og Akureyri, síðar búsettur í Reykjavík, og k.h. Valý Þ.Á. Ágústsdóttir. ,,Ólafur varð stúdent frá MA 1952. Nám í læknisfræði við HÍ 1952-53, cand. phil. þaðan og með próf í efnafræði. Nám í tannlækningum við háskólana í Kiel og Heidelberg í V-Þýskalandi en lauk ekki prófi. Kennarapróf frá Kennaraskóla Íslands 1963. Vann við kennslustörf um árabil og ýmis önnur störf. Sendi frá sér frumsamin kvæði sem birt voru í Morgunblaðinu og víðar."

Páll Sigurðsson (1904-1992)

  • S01729
  • Person
  • 3. júní 1904 - 25. des. 1992

Foreldrar: María Guðmundsdóttir og Sigurður Kristjánsson. Fæddist í Háakoti í Stíflu þar sem foreldrar hans bjuggu fyrstu æviár hans, síðar fluttust þau að Lundi í Stíflu. Páll fór í Hólaskóla og útskrifaðist þaðan sem búfræðingur 1927. Stundaði nám hjá Sigurði Greipssyni í Haukadal 1929­-1930 og var í glímuflokki sem sýndi á Alþingishátíðinni á Þingvöllum 1930. Árið 1934 gerðist hann kennari við Hólaskóla og kenndi þar íþróttir allt til ársins 1963, að vetrinum 1936­-1937 undanskildum, er hann var við nám í Íþróttaskólanum á Laugarvatni. Bóndi á Hofi í Hjaltadal 1945-1963. Formaður Ungmennasambands Skagafjarðar 1939-­1942, kenndi sund víðsvegar um Skagafjörð um langt árabil, sat í hreppsnefnd Hólahrepps og var oddviti um skeið. Flutti ásamt konu sinni til Akureyrar árið 1963 þar sem þau unnu til ársins 1983, árið 1985 lá leið þeirra aftur heim í Skagafjörðinn og settust þau þá að á Sauðárkróki. Páll vann að mikilli heimildasöfnum fyrir Sögufélag Skagfirðinga og ritaði auk þess margt á eigin vegum. Páll kvæntist Önnu Aðalbjörgu Gunnlaugsdóttur frá Víðinesi í Hjaltadal, þau eignuðust þrjú börn.

Guðrún Ásgrímsdóttir (1917-1998)

  • S01733
  • Person
  • 14. ágúst 1917 - 10. júní 1998

Foreldrar: Ásgrímur Stefánsson b. í Efra-Ási og k.h. Sigmunda Skúladóttir. Eftir fráfall föður hennar 1926, þegar Guðrún var aðeins tæpra níu ára gömul, flutti hún með móður sinni til Siglufjarðar og gekk þar í barna- og unglingaskóla. Eftir fermingu fór hún að vinna fyrir sér, fyrst í Hjaltdal, m.a. á Hofi. Veturinn 1934-1935 stundaði hún nám við Héraðsskólann á Laugarvatni. Hún vann bæði í Reykjavík og á Akranesi og lærði fatasaum hjá Þórunni og Áslaugu á Akri. Síðar var hún nokkur ár á Hólum og þaðan fór hún að tilhlutan Sigrúnar Ingólfsdóttur skólastjórafrúar á Hólum á húsmæðraskólann á Laugalandi veturinn 1942-1943. Sumarið 1943 kvæntist hún Ferdínandi Rósmundssyni frá Kjarvalsstöðum í Hjaltadal. Þau hófu sambúð sína í húsmennsku á Neðra Ási en 1944 hófu þau búskap í Ási sem var nýbýli úr landi Efra-Áss, þar sem þau bjuggu til 1964 en það sama ár fluttu þau að Lóni í Viðvíkursveit þar sem þau áttu eftir að búa í rúm 30 ár. Guðrún sinnti búverkum og skepnuhirðingu og mörg haust vann hún á sláturhúsinu á Sauðárkróki. Guðrún var síðast búsett á Sauðárkróki og vann fáein ár á saumastofu Erlendar Hansen. Guðrún og Ferdínand eignuðust tvö börn.

Kolbeinn Kristinsson (1895-1983)

  • S01737
  • Person
  • 7. júlí 1895 - 15. ágúst 1983

Kolbeinn Kristinsson, f. á Þúfum í Óslandshlíð en fluttist ásamt foreldrum sínum að Skriðulandi í Kolbeinsdal 1897. Foreldrar: Kristinn Sigurðsson (1863-1943) og Hallfríður Jónsdóttir (1858-1951). Kolbeinn tók fyrst við parti af búinu á Skriðulandi en svo allri jörðinni þegar faðir hans lést 1943. Kolbein bjó í 3 ár á Hofi en fluttist aftur að Skriðulandi. Hann fór þaðan alfarinn árið 1955. Þá flutti hann til Akureyrar og vann á fjórðungssjúkrahúsinu við skrifstofustörf og sem gjaldkeri. Frá Akureyri flutti hann til Sauðárkróks og bjó í tvö ár þar og vann við skipaafgreiðslu hjá Kaupfélaginu. Loks flutti hann til Reykjavíkur þar sem hann fékk ígripavinnu hjá Finni Sigmundssyni á Þjóðskjalasafninu.
Maki: Kristín Guðmundsdóttir (1898-1981). Þau eignuðust tvær dætur.

Friðrik Árnason (1922-1999)

  • S01742
  • Person
  • 23. apríl 1922 - 16. nóv. 1999

Friðrik Árnason var fæddur á Kjarvalsstöðum í Hjaltadal 23. apríl 1922. Foreldrar hans voru Árni Sveinsson og Sigurveig Friðriksdóttir búandi á Kálfsstöðum í Hjaltadal. ,, Friðrik fluttist ársgamall að Kálfsstöðum og átti þar heima til 42 ára aldurs, fluttist þá ásamt fjölskyldunni til Sauðárkróks, en hélt árið 1966 til Reykjavíkur. Þar rak hann bílasölu um nokkurra ára skeið, var síðan lengi leigubifreiðarstjóri á Hreyfli, en síðustu mánuðina fram að sjötugu vann hann í þvottahúsi Landakotsspítala. Friðrik var ókvæntur og barnlaus, en var um 17 ára skeið í sambúð með Svövu Guðjónsdóttur."

Erla Gígja Þorvaldsdóttir (1939-)

  • S01743
  • Person
  • 13. feb. 1939

Dóttir Þorvaldar Þorvaldssonar verslunarmanns á Sauðárkróki og k.h. Huldu Jónsdóttur. Lagahöfundur. Kvænt Jónasi Þór Pálssyni málara, búsett á Sauðárkróki.

Oddgnýr Ólafsson (1883-1961)

  • S01753
  • Person
  • 10. feb. 1883 - 25. des. 1961

Oddgnýr ólst upp hjá föður sínum, Ólafi Grímssyni og fóstru, Lilju Kristjánsdóttur, á Selnesi og síðar á svokölluðum Selnesbakka sem var fyrir og eftir síðustu aldamót einhver mesta verstöð í Skagafirði. Oddgnýr fór að stunda sjó þaðan eins og faðir hans. Eignaðist hann bát þar og var formaður á honum í mörg ár. Mun hafa verið með síðustu formönnum á Selnesbökkum. Árið 1923 fluttist Oddgnýr til Sauðárkróks og hélt áfram sjómennskunni þar, bæði á eigin fari eða sem háseti hjá öðrum, svo sem Pálma Sighvats, en síðar mest hjá Halldóri Sigurðssyni. Oddgnýr reyndist farsæll formaður, siglari mikill og góður sjómaður. Oddgnýr var heiðursfélagi í Útvegsmannafélagi Sauðárkróks. Ókvæntur og barnlaus.

Elísabet Jónsdóttir (1885-1967)

  • S01755
  • Person
  • 1. mars 1885 - 14. maí 1967

Dóttir Jóns Jónssonar á Kárastöðum, síðast b. í Sveinskoti á Reykjaströnd og s.k.h. Önnu Guðmundsdóttir. Elísabet var sambýliskona Péturs Þorgrímssonar frá Hofstaðaseli. Búsett á Sauðárkróki.

Jóhanna Álfheiður Bergsdóttir (1883-1963)

  • S01757
  • Person
  • 10. okt. 1883 - 7. júlí 1967

Foreldrar: Bergur Hallsson b. á Skálafelli í Suðursveit og k.h. Sigríðar Jónsdóttur. Kvæntist Haraldi Sigurðssyni ættuðum úr Öxnadal, þau hófu búskap á Bessahlöðum í Öxnadal en fluttu að Tyrfingsstöðum á Kjálka 1911. Jóhanna var vinnukona á Silfrastöðum 1912-1913, sennilega með manni sínum í vinnumennsku í Flatatungu á Kjálka 1913-1922, bjó á Fossi í Blönduhlíð 1922-1923, vinnukona á Vöglum í Blönduhlíð 1924-1925 og húskona í Flatatungu 1925-1926. Líklega í Flatatungu 1926-1930, í Gloppu í Öxnadal 1931-1935. Fóru þaðan að Fagranesi í Öxnadal til 1939 er þau fluttu til Akureyrar þar sem þau bjuggu til 1943. Það sama ár fluttu þau til Sauðárkróks og bjuggu þar síðan. Á efri árum sínum á Sauðárkróki hafði hún þann starfa að gæta kúa bæjarbúa. Jóhanna var römm að afli, verkhög, nærfærin við sjúka og lagin við að taka á móti börnum. Jóhanna og Haraldur eignuðust fjögur börn saman, fyrir átti Jóhanna dóttur.

Brynhildur Jónsdóttir (1897-1992)

  • S01758
  • Person
  • 7. júní 1897 - 22. maí 1992

Verkakona á Sauðárkróki. Kvæntist Júlíusi Pálssyni, þau eignuðust þrjú börn og ólu upp dótturson sinn.

Júlíus Jóhann Pálsson (1896-1974)

  • S01759
  • Person
  • 16. maí 1896 - 13. nóv. 1974

Sonur Páls Pálssonar b. á Syðstahóli í Sléttuhlíð og k.h. Ástu Jóhönnu Gunnlaugsdóttur. Kvæntist Brynhildi Jónsdóttur, þau eignuðust þrjú börn og ólu upp dótturson sinn. Verkamaður á Sauðárkróki.

Guðmunda Sigurrós Sigurðardóttir (1875-1964)

  • S01760
  • Person
  • 1875 - 20. okt. 1964

Frá Kvíabekk í Ólafsfirði. Var bústýra hjá Jósteini Jónassyni í Naustavík í Hegranesi. Síðar bústýra hjá Leó Jónssyni b. Svanavatni og síðast verkakona á Sauðárkróki.

Sigurgeir Daníelsson (1866-1959)

  • S01761
  • Person
  • 14. maí 1866 - 29. okt. 1959

Foreldrar: Daníel Daníelsson á Skáldstöðum í Eyjafirði og k.h. Guðrún Sigurðardóttir frá Gröf í Kaupangssveit. Sigurgeir ólst upp hjá foreldrum sínum á Skáldastöðum og vann að búi þeirra, þar til hann kvæntist árið 1893, Jóhönnu Jónsdóttur frá Syðra-Dalsgerði í Eyjafirði. Það sama ár hófu þau búskap, fyrst í Hólum á móti tengdaföður sínum, en fluttust árið 1896 að Núpufelli og bjuggu þar til 1906, er þau fluttust til Sauðárkróks. Þar tók Sigurgeir að sér rekstur sjúkrahússins og gegndi því starfi í allmörg ár. Samhliða störfum sínum við sjúkrahúsið stofnsetti hann verslunina Drangey og rak hana allt fram á efri ár. Einnig var hann mörg ár þátttakandi í útgerð á Sauðárkróki. Sigurgeir gegndi mörgum trúnaðarstörfum bæði í Eyjafirði og á S.króki. Hann var í hreppsnefnd Sauðárkrókshrepps í mörg ár og hreppstjóri 1920-1932. Sigurgeir og Jóhanna eignuðust ekki börn en ólu upp tvö fósturbörn. Sigurgeir eignaðist son með Ásdísi Andrésdóttur eftir að kona hans lést.

Sigurlaug Sveinsdóttir (1934-

  • S01762
  • Person
  • 3. mars 1934-

Dóttir Margrétar S. Kristinsdóttur og Sveins Sölvasonar á Sauðárkróki. Gagnfræðingur frá Gagnfræðaskóla Sauðárkróks. Við afgreiðslu í Sauðárkróksapóteki 1952-1955. Starfaði einnig við fiskvinnslu, við plastgerð í Plastgerðinni Dúða og síðast hjá Loðskinni. Kvænt Braga Þ. Sigurðssyni vélsmiði úr Loðmundarfirði.

Results 171 to 255 of 659