Sýnir 630 niðurstöður

Nafnspjöld
Person Sauðárkrókur

Jónas Sigurjónsson (1944-

  • S02317
  • Person
  • 30. okt. 1944-

Sonur Sigurjóns Jónassonar og Sigrúnar Júlíusdóttur á Skörðugili. Kvæntur Valgerði Kristjánsdóttur frá Syðri-Hofdölum, þau búa í Einholti á Hofstaðabyggð.

Ögmundur Kristinn Helgason (1944-2006)

  • S02318
  • Person
  • 28. júlí 1944 - 8. mars 2006

Ögmundur var fæddur á Sauðárkróki 8. júlí 1944. Foreldrar hans voru Sigríður Ögmundsdóttir og Helgi Einarsson. Sagnfræðingur, forstöðumaður Handritadeildar Landsbókasafnsins, kennari við Þjóðfræðideild Háskóla Íslands og starfsmaður Árnastofnunar, síðast búsettur í Reykjavík. Kvæntist Rögnu Ólafsdóttur kennara, þau eignuðust tvö börn.

Jóna Kristín Jacobsen (1911-2012)

  • S02329
  • Person
  • 23. des. 1912 - 3. ágúst 1991

Faðir Jonnu var Baldvin Jónsson verslunarstjóri Gránuverslunarinnar á Sauðárkróki. Síðast búsett í Hafnarfirði.

Sigurjón Friðbjörn Björnsson (1926-

  • S02331
  • Person
  • 25. nóv. 1926-

Foreldrar: Halldóra Friðbjörnsdóttir frá Hvammkoti á Skaga og s.m.h. Björn Björnsson járnsmiður á Sauðárkróki. Sálfræðingur að mennt. Fyrrum prófessor í sálarfræði við Háskóla Íslands. Rithöfundur og þýðandi. Kvæntist Margréti Eybjörgu Margeirsdóttur.

Stefanía Arnórsdóttir (1945-

  • S02332
  • Person
  • 9. mars 1945

Fædd á Sauðárkróki 9. mars 1945. Dóttir hjónanna Arnórs Sigurðssonar og Guðrúnar Sveinsdóttur. Gift Jóni Björnssyni sálfræðingi; þau eiga tvö börn. Stefanía starfaði hjá Þjóðskjalasafninu.

Unnar Ingvarsson (1968-

  • S02333
  • Person
  • 12. sept. 1968-

Fæddur 12. september 1968. Ólst upp á Sólheimum í Svínadal. Sagnfræðingur að mennt. Var héraðsskjalavörður hjá Héraðskjalasafni Skagfirðinga á Sauðárkróki 2000-2014. Kvæntist Nínu Þóru Rafnsdóttur. Býr í Garðabæ. Starfar nú á Þjóðskjalasafninu.

Jóhanna Pétursdóttir (1872-1964)

  • S02350
  • Person
  • 31. okt. 1872 - 6. mars 1964

Foreldrar: Pétur Sigurðsson b. á Sjávarborg í Borgarsveit og Bjargar Bjarnadóttur frá Engihlíð í Langadal. Var á Sjávarborg. Bjó áður í Borgargerði í Skarðshreppi. Síðast á Sauðárkróki. Ógift og barnlaus.

Páll Sigurðsson (1944-

  • S02390
  • Person
  • 16. ágúst 1944-

Páll er fæddur 16. ágúst 1944. Hann er stúdent frá M.A. og lauk lögfræðiprófi frá Lagadeild H.Í. 1964. Var í framhaldsnámi erlendis til 1973. Prófessor við Lagadeild H.Í. 1973-2014. Eiginkona hans er Sigríður Ólafsdóttir og eiga þau tvö uppkomin börn.

Nanna Rögnvaldsdóttir (1957-

  • S02395
  • Person
  • 20. mars 1957-

Nanna er dóttir hjónanna Rögnvalds Gíslasonar frá Eyhildarholti og Sigríðar Jónsdóttur frá Djúpadal. Hún ólst upp í Skagafirði, fyrst í Djúpadal en síðan á Sauðárkróki. Stúdent frá M.A. 1977. Stundaði nám í sagnfræði um tíma við H.Í. Frá árinu 1986 hefur Nanna starfað við bóka - og tímaritaútgáfu, lengst af hjá Iðunni og Forlaginu. Hefur einnig gefið út matreiðslubækur.

Kristrún Skúladóttir (1902-1979)

  • S02427
  • Person
  • 19. júlí 1902 - 5. ágúst 1979

Foreldrar: Skúli Sveinsson b. á Ytra-Mallandi og k.h. Jónína Rafnsdóttir. Kristrún stóð fyrir búi ásamt föður sínum á Ytra-Mallandi og síðar á hluta Selár í sömu sveit til ársins 1935 er hún flutti með dóttur sína að Meyjarlandi þar sem dóttir hennar var alin upp. Um nokkurra ára skeið var hún húskona á Meyjarlandi og Innstalandi. Dvaldist síðan allnokkur ár í Kálfárdal í Gönguskörðum og flutti svo til Sauðárkróks um miðjan sjöunda áratuginn. Kristrún kvæntist ekki en eignaðist dóttur með Steingrími Jóhannessyni b. á Selá á Skaga.

Kristín Helgadóttir (1927-

  • S02461
  • Person
  • 23. ágúst 1927-

Foreldrar: Kristín J. Guðmundsdóttir og Helgi Magnússon bændur í Tungu í Gönguskörðum. Eiginmaður hennar var Magnús Jónsson smiður. Þau eignuðust fimm börn. Þau bjuggu í Perth í Ástralíu frá 1968-1987 er þau fluttu til Sauðárkróks.

Ingvar Gýgjar Jónsson (1930-

  • S02475
  • Person
  • 27. mars 1930-

Fæddur í Skagafirði. Sonur hjónanna Olgu Sigurbjargar Jónsdóttur og Jóns Jónssonar frá Hafsteinsstöðum, síðar á Gýgjarhóli í Staðarhreppi í Skagafirði. Kvæntist Sigþrúði Sigurðardóttur, þau eignuðust fimm börn. Býr á Sauðárkróki.

Sigurlaug Árnadóttir (1910-2002)

  • S02497
  • Person
  • 6. feb. 1910 - 26. júní 2002

Sigurlaug var fædd á Sauðárkróki, foreldrar hennar voru hjónin sr. Árni Björnsson prestur á Sauðárkróki 1887-1913 og k.h. Líney Sigurjónsdóttir. ,,Eftir að Sigurlaug lauk námi frá Kvennaskólanum í Reykjavík hóf hún nám við Hjúkrunarskóla Íslands og útskrifaðist árið 1933. Fór síðan í frekara nám í Belgíu og Englandi í eitt ár. Sigurlaug vann á Hvítabandinu og Röntgendeild Landsspítala 1934 -1937. Sigurlaug giftist 8.8. 1937 Skafta Benediktssyni frá Hlíð í Lóni, þau keyptu jörðina Hraunkot í Lóni og bjuggu þar frá hausti 1937. Hún var organisti í Stafafellskirkju í hartnær 60 ár. Sigurlaug starfaði mikið að félags - og menningarmálum. Hún sat lengi í hreppsnefnd Bæjarhrepps og var með fyrstu konum á Íslandi til að gegna því starfi. Hún sat lengi í formannaráði Kvenfélagasambands Íslands og sat landsþing þess. Hún sat einnig fulltrúaráðsfundi og landsfundi Kvenréttindafélags Íslands, og á vettvangi þess bar hún árið 1952 upp tillögu um að í hverri sveitarstjórn, nefnd og ráði á Íslandi skyldi sitja að minnsta kosti ein kona. Sigurlaug átti lengi sæti í hreppsnefnd Bæjarhrepps og var ein fyrsta kona á Íslandi til að gegna því starfi. Hún sat í Byggðasafnsnefnd og Þjóðhátíðarnefnd Austur-Skaftafellssýslu 1975. Sigurlaug sá um útgáfu á bókum Guðlaugar mágkonu sinnar og las sögur hennar upp í útvarpi ásamt frumsömdum erindum sínum. Hún þýddi einnig allmargar bækur og sá um útgáfu þeirra. Fyrir störf sín að félags- og menningarmálum fékk hún riddarakross Fálkaorðunnar árið 1975. Sigurlaug var frumkvöðull í garðrækt. Þau Skafti komu upp skrúðgarði þar sem hún kom upp af fræjum ýmsum skrautjurtum frá fjarlægum heimshlutum. Hún fékk fyrir þau störf viðurkenningar víða að, þar á meðal frá Garðyrkjufélagi Íslands árið 1985. Auk allra annarra starfa gegndi Sigurlaug mikilvægu uppeldisstarfi. Hún fóstraði mikinn fjölda sumarbarna." Sigurlaug og Skafti áttu einn fósturson.

Sigríður Skaftadóttir (1937-

  • S02515
  • Person
  • 15. apríl 1937-

Fædd á Sauðárkróki, dóttir Skafta Óskarssonar og Ingibjargar Hallgrímsdóttur.

Helga Hinriksdóttir (1923-2011)

  • S02537
  • Person
  • 9. sept. 1923 - 19. ágúst 2011

Helga var fædd í Úlfstaðakoti í Blönduhlíð í Skagafirði. Foreldrar hennar voru Jóhanna Hallgrímsdóttir og Hinrik Sigurður Kristjánsson. Fjölskyldan flutti í Bakkasel um vorið 1927, en um haustið missti Helga föður sinn. Móðir Helgu flutti þaðan vorið eftir og fór þá sem ráðskona í Silfrastaði í Blönduhlíð. Helga fylgdi móður sinni og ólst upp hjá henni. Vorið sem Helga fermdist voru þær mæðgur á Víðivöllum en þar voru þær í eitt ár en fóru svo aftur í Silfrastaði. Eftir 15 ára aldur fór hún að vinna fyrir sér og upp úr 1940 flutti hún til Reykjavíkur. Í Reykjavík vann hún fyrst á Langholtsbúinu en þar var Gígja systir hennar líka. Eitt ár starfaði hún á Reykjalundi, einnig vann hún á saumastofum. Í Langholti kynntist hún Sveini verðandi eiginmanni sínum. 1949 fluttust þau hjónin norður í Skagafjörð og settust að á Hafragili í Laxárdal þar sem þau bjuggu til 1968 er þau fluttu til Sauðárkróks. Fyrsta sumarið á Króknum vann hún á Hótel Mælifelli en fór svo að vinna í fiski. Lengst af starfaði Helga þó í þvottahúsi Sjúkrahúss Skagfirðinga eða þar til hún lét af störfum sökum aldurs. Síðustu æviár Sveins bjuggu þau í Grenihlíð 9, Sauðárkróki og bjó Helga þar síðan ein til ársins 2007 er hún flutti á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki.Hún flutti til Reykjavíkur um 1940, en þar kynntist hún verðandi eiginmanni sínum, Sveini Bjarnasyni. Árið 1949 fluttu þau til Skagafjarðar og bjuggu á Hafragili í Laxárdal, en fluttu á Sauðárkrók 1968. Helga og Sveinn eignuðust fimm börn.

Hólmar Magnússon (1914-1995)

  • S02550
  • Person
  • 14. okt. 1914 - 8. júlí 1995

Hólmar var fæddur á Sauðárkróki. Hann ólst upp hjá ömmu sinni, Málfríði Friðgeirsdóttur og manni hennar Þorkeli Jónssyni. Hólmar var stýrimaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík og vann sem slíkur í mörg ár. Hann var einnig húsasmiður að mennt og starfaði lengi á verkstæði Leikfélags Reykjavíkur.

Kristín Björnsdóttir Briem (1889-1961)

  • S02556
  • Person
  • 17. des. 1889 - 8. apríl 1961

Foreldrar: Björn Pétursson b. og hreppstjóri á Hofsstöðum og s.k.h. Una Jóhannesdóttir. Um tvítugt hélt Kristín til Reykjavíkur í hússtjórnarnám sem hún stundaði í tvo vetur. Auk þess mun hún hafa sótt nám utanskóla. Kristín kvæntist árið 1911 Kristni P. Briem og settust þau að á Hofsstöðum. Ári síðar fluttu þau til Sauðárkróks og settu þar á stofn verslun sem þau starfræktu til ársins 1961. Kristín og Kristinn eignuðust átta börn, fjögur þeirra komust á legg. Einnig tóku þau þrjú fósturbörn.

Kristinn Pálsson Briem (1887-1970)

  • S02561
  • Person
  • 8. okt. 1887 - 18. júní 1970

Kristinn var fæddur 1887. Hann var sonur hjónanna Páls Jakobs Eggerts Briem og fyrri konu hans Kristínar Guðmundsdóttur. Kristinn missti móður sína tveggja vikna gamall og var skírður við kistu hennar. Móðurforeldrar hans á Auðnum tóku hann í fóstur og var hann hjá þeim til sex ára aldurs, svo ýmist hjá þeim eða föður sínum. Árið 1895 flutti Kristinn með föður sínum og seinni konu hans, Álfheiði Briem, til Akureyrar. Eftir að hann lauk gagnfræðaprófi flutti hann með föður sínum til Reykjavíkur, þar sem hann hélt áfram námi, einkum í ensku og dönsku. Kristinn sneri sér að verslunarstörfum og vann við verslunina Edinborg í þrjú ár. Síðan hélt hann til Edinborgar í Skotlandi og vann þar hjá eigendum Edinborgarverslunar á Íslandi í þrjú ár og fluttist þá heim til Íslands. Hann kvæntist Kristínu Björnsdóttur frá Hofstöðum í Skagafirði. Þau fluttu til Sauðárkróks árið 1912, en þar stofnaði hann verslun.

Birna Jónsdóttir (1905-2008)

  • S02570
  • Person
  • 18. nóv. 1905 - 28. júlí 2008

Birna fæddist á Grófárgili í Seyluhreppi í Skagafirði og ólst þar upp. Foreldrar hennar voru Sigurlaug Brynjólfsdóttir húsfreyja og Jón Benediktsson bóndi. Birna missti föður sinn átján ára gömul. Skólaganga Birnu var ekki löng, en hún var um tíma í farskóla og einn vetur í unglingaskóla á Sauðárkróki. Eiginmaður Birnu var Eiríkur Sigmundsson, þau eignuðust fimm börn. Birna og Eiríkur bjuggu á Grófargili árabilið 1928 til 1934, en fluttu þá að Reykjum á Reykjaströnd og bjuggu þar til 1939, er þau fluttu að Hólakoti og voru þar í fjögur ár. Um vorið 1943 fluttu þau svo að Fagranesi. Birna var síðast búsett á Sauðárkróki.

Páll Sigurvin Jónsson (1886-1965)

  • S02573
  • Person
  • 3. ágúst 1886 - 6. ágúst 1965

Páll Sigurvin Jónsson var smiður á Sauðárkróki í upphafi 20. aldar. Hann teiknaði mörg hús á Sauðárkróki. Fluttist síðar til Siglufjarðar og gegndi þar stöðu byggingarfulltrúa og bæjarverkstjóra.

Jónas Hálfdánarson (1919-2011)

  • S02583
  • Person
  • 8. feb. 1919 - 3. mars 2011

Jónas var fæddur á Giljum í Vesturdal í Skagafirði þann 8. febrúar 1919. Foreldrar hans voru Hálfdán Helgi Jónasson og Guðrún Jónatansdóttir. Þegar faðir Jónasar lést fluttist hann með móður sinni og ömmu á Sauðárkrók, þá um átta ára gamall. Á sumrin dvaldi hann mikið á Vindheimum í Skagafirði. Jónas hóf störf hjá Kaupfélagi Skagirðinga við akstur og síðar hjá Haraldi Júlíussyni kaupmanni. Jónas kynntist tilvonandi eiginkonu sinni, Konkordíu Sigmundsdóttur, um þrítugt og fluttu þau til Hofsóss, þar sem hann vann hin ýmsu störf, en starfaði svo hjá Stuðlabergi æ síðan, eða þar til um sjötugt. Þau áttu einn uppeldisson. Jónas var mikið í félagsmálum, var til að mynda formaður í verkalýðsfélaginu og starfaði einnig með leikfélaginu. Hann var mikill unnandi tónlistar og lærði um skeið söng og orgelleik hjá Eyþóri Stefánssyni. Jónas spilaði og söng með kirkjukór Hofsóskirkju og var stjórnandi hans um skeið.

Konráð Þorsteinsson (1914-1973)

  • S02590
  • Person
  • 26.03.1914 - 8.10.1973

Konráð Þorsteinsson, f. 26.03.1914, d. 08.10.1973. Alinn upp með foreldrum sínum á Árskógsströnd. Flutti til Sauðárkróks og þaðan til Vestmannaeyja 1939, til Hafnarfjarðar 1942. Missti hús sitt í bruna og fyrri konu sína skömmu síðar (1943). Bjó með seinni konu sinni á Sauðárkróki, Ísafirði og síðustu tíu árin í Reykjavík. Var vélstjóramenntaður og lauk einnig kennaraprófi nær sextugur. Skólastjóri í Seljavallaskóla V-Eyjafjöllum. Var virkur í hvítasunnusöfnuðinum og tók þátt í bæjarstjórnarmálum á Sauðárkróki.

Fyrri kona: Kristín María Sigurðardóttir frá Sumarliðabæ og Hvammi í Holtum (1915-1943), þau eignuðust fimm börn saman, það yngsta varð kjörbarn Skúla Guðmundssonar alþingismanns og ráðherra.

Síðari kona: Sigríður Helga Skúladóttir (1911-1996), þau eignuðust sex börn saman, fyrir átti Sigríður Helga eitt barn, þau ólu einnig upp dótturson.

Sigurlaug Hallsdóttir (1906-1989)

  • S02596
  • Person
  • 21. jan. 1906 - 10. ágúst 1989

Fluttist til Hofsóss á öðru aldursári með foreldrum sínum, Halli Einarssyni sjómanni og Friðriku Jóhannsdóttur, frá Hóli á Skaga. Vann m.a. við síldarsöltun á Siglufirði. Síðast búsett á Sauðárkróki. Ógift og barnlaus.

Guðsteinn Guðjónsson (1940-2017)

  • S02609
  • Person
  • 5. maí 1940 - 17. mars 2017

Foreldrar: Guðjón Jónsson og Valborg Hjálmarsdóttir bændur á Tunguhálsi. ,,Guðsteinn bjó til ársins 1991 á Tunguhálsi I og stundaði þar búskap. Flutti þaðan til Sauðárkróks og bjó þar til ársins 1996 og keypti þá Laugardal í Lýtingsstaðahreppi og bjó þar til ársins 2015. Síðast var hann búsettur að Lækjarbakka 11 á Steinsstöðum. Hann var mikill aðdáandi söngs og söng í karlakórnum Heimi og kirkjukór Lýtingsstaðahrepps. Hann var mikil refaskytta og byrjaði á grenjum aðeins 16 ára. Hann vann mikið við vörubílaakstur með búskapnum. Hann gegndi ýmsum nefnda- og félagsstörfum." Guðsteinn kvæntist 31. janúar 1965 Ingu Björk Sigurðardóttur frá Borgarfelli í Lýtingsstaðahreppi, þau eignuðust fjórar dætur.

Sigtryggur Einarsson (1886-1955)

  • S02613
  • Person
  • 11. mars 1886 - 4. okt. 1955

Sigtryggur Einarsson f. 11.3.1886 í Héraðsdal. Foreldrar: Einar Jónsson og Dagbjört Björnsdóttir í Héraðsdal. Bjó á móti föður sínum í Héraðsdal og síðar bóndi þar 1920-1927. Fluttist síðar til Sauðárkróks. Starfaði hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Maki: Ágústa Jónasdóttir, f. 1.8.1904 á Merkigili í Austurdal. Þau áttu sex börn.

Jósef Sigfússon (1921-2012)

  • S02618
  • Person
  • 28. nóv. 1921 - 21. des. 2012

Faðir: Sigfús Ferdínand Eyjólfsson (1878-1956) bóndi á Blöndudalshólum og Eiríksstöðum. Móðir: Kristvina Kristvinsdóttir (1883-1959) húsfreyja. Bóndi á Torfustöðum í Svartárdal. Síðast búsettur á Sauðárkróki. Kvæntist Fjólu Kristjánsdóttur frá Krithóli, þau eignuðust tvö börn.

Garðar Víðir Guðjónsson (1932-2018)

  • S02620
  • Person
  • 23. ágúst 1932 - 18. sept. 2018

Foreldrar: Guðjón Jónsson og Valborg Hjálmarsdóttir bændur á Tunguhálsi. Vinnuvélastjóri og vélaeigandi á Sauðárkróki, síðar starfsmaður á sláturhúsi KS á Sauðárkróki. Kvæntist Sigurlaugu Guðrúnu Gunnarsdóttur (Sillu Gunnu), þau eignuðust eina dóttur, fyrir átti Silla þrjár dætur.

Líney Sigurjónsdóttir (1873-1953)

  • S02626
  • Person
  • 6. okt. 1873 - 8. okt. 1953

Fædd og uppalin á Laxamýri í Aðaldal. Kvæntist árið 1894 sr. Árna Björnssyni. Þau bjuggu á Sauðárkróki 1894-1913 er þau fluttu á Álftanes. Síðar búsett í Hafnarfirði. Þau eignuðust tólf börn.

Björn Einar Árnason (1896-1967)

  • S02627
  • Person
  • 27. feb. 1896 - 23. nóv. 1967

Foreldrar: Árni Björnsson prestur á Sauðárkróki (sat þar 1887-1913) og Líney Sigurjónsdóttir frá Laxamýri. Endurskoðandi í Reykjavík. Kvæntist Margréti Ásgeirsdóttur.

Sölvi Jónsson (1879-1944)

  • S02628
  • Person
  • 24. ágúst 1879 - 10. okt. 1944

Sölvi fæddist að Völlum í Vallhólmi. Foreldrar: Jón Stefánsson bóndi á Völlum, Skinþúfu og víðar og Ragnheiður Þorfinnsdóttir. Sölvi ólst upp með foreldrum sínum, þar til faðir hans og hálfbræður fluttust til vesturheims um aldamótin 1900. Eftir 1896 dvaldist Halldór Einarsson áður bóndi á Íbishóli, á Völlum og hjá honum lærði Sölvi járnsmíði. Árið 1900 réðst hann vinnumaður til sr. Jóns Magnússonar sem fluttist að Ríp í Hegranesi. Frá Ríp fluttist Sölvi til Sauðárkróks árið 1902 og bjó þar til dánardægurs. Fyrstu árin stundaði Sölvi járnsmiði en vorið 1907 bað Gránufélagið hann að fara til Akureyrar og kynna sér gæslu og viðhald mótorvéla. Samningar tókust um þetta og tók Sölvi við vélstjórn á bát félagsins "Fram", er hann kom til Sauðárkróks sumarið 1907 og hafði hann það starf á hendi til ársins 1914, er báturinn var seldur til Hríseyjar. Nokkru síðar var keyptur til Sauðárkróks vélbáturinn Hringur og var Sölvi vélstjóri á honum á sumrum og fram á haust. 1922 gerðist han gæslumaður og stöðvarstjóri við rafstöð, sem fékk afl sitt frá mótorvélum. Árið 1933 er reist vatnsaflstöð fyrir Sauðárkrók og tók hann við stjórn þeirrar stöðvar og hafði hana á hendi til ársins 1942, að hann lét af störfum vegna veikinda. Sölvi kvæntist Stefaníu Marínu Ferdinandsdóttur frá Hróarsstöðum í Vindhælishreppi, þau eignuðust sjö börn ásamt því að ala upp bróðurson Stefaníu.

Stefán Guðmundsson Íslandi (1907-1994)

  • S02633
  • Person
  • 6. okt. 1907 - 1. jan. 1994

Stefán Íslandi eða Stefano Islandi (Stefán Guðmundsson) var íslenskur söngvari. Foreldrar: Guðmundur Jónsson frá Nesi í Flókadal og k.h. Guðrún Stefánsdóttir frá Halldórsstöðum. Þau bjuggu í Krossanesi 1906-1911 en síðan á Sauðárkróki. ,,Faðir Stefáns drukknaði í Gönguskarðsá þegar Stefán var tíu ára en þá fór hann í fóstur til hjónanna í Syðra-Vallholti í Skagafirði. Stefán þótti snemma mjög efnilegur tenórsöngvari. Fyrstu tónleika sína hélt hann á Siglufirði 17 ára að aldri. Haustið 1926 hélt hann til Reykjavíkur og starfaði þar fyrst í Málaranum en hóf síðar nám í rakaraiðn. Hann söng jafnframt í Karlakór Reykjavíkur og stundaði söngnám hjá Sigurði Birkis. Hann hélt tónleika og söng við ýmis tækifæri, meðal annars á kvikmyndasýningum, og vakti mikla athygli fyrir sönghæfileika sína. Úr varð að Richard Thors, forstjóri útgerðarfélagsins Kveldúlfs, styrkti hann til náms á Ítalíu. Stefán hóf söngnám í Mílanó á Ítalíu árið 1930 og lærði lengst af hjá barítónsöngvaranum Ernesto Caronna. Árið 1933 söng Stefán fyrst á sviði á Ítalíu og tók skömmu síðar upp listamannsnafnið Stefano Islandi. Hann söng á Ítalíu um tíma en var síðan á faraldsfæti um skeið, söng bæði heima á Íslandi og á Norðurlöndum og tók upp fyrstu tvær hljómplötur sínar. Árið 1938 söng hann svo hlutverk Pinkertons í óperunni Madame Butterfly við Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn við þvílíkar vinsældir að hann settist að í Danmörku, fékk fastráðningu við leikhúsið 1940 og varð það aðalstarfsvettvangur hans allt þar til hann fluttist heim til Íslands. Hann naut mikilla vinsælda í Danmörku og söng fjölda þekktra óperuhlutverka. Hann var útnefndur konunglegur hirðsöngvari 1949. Hann var einnig söngkennari við óperuna og prófdómari við Konunglega tónlistarskólann um skeið. Stefán flutti til Íslands árið 1966 og sneri sér að söngkennslu. Á Kaupmannahafnarárunum kom hann oft heim og hélt tónleika eða söng sem gestur, söng meðal annars Rigoletto í fyrstu íslensku óperuuppfærslunni í Þjóðleikhúsinu 1951."
Maki 1: Else Brems, dönsk óperusöngkona. Þau skildu.
Maki 2: Kristjana Sigurz frá Reykjavík.
Stefán eignaðist fimm börn.

Jón Guðmundsson (1900-1988)

  • S02642
  • Person
  • 03.09.1900-30.10.1988

Jón Guðmundsson f. 03.09.1900 í Efra-Haganesi í Fljótum. Foreldrar: (Filippus) Guðmundur Halldórsson b. í Neðra-Haganesi og kona hans Anna Pétursdóttir. Gekk í barnaskóla í Haganesvík og lærði bókfærslu hjá Hermanni á Ysta-Mói. Fór til sjós hjá Stefáni Benediktssyni í Neðra-Haganesi um fermingu. Var eftir það á árabátum, síldarbátum og hákarlabátum. Hóf störf hjá Samvinnufélagi Fljótamanna 1923, fyrst sem sláturhússtjóri. Fluttist frá Dælí í Fljótum 1929 að Móskógum í sömu sveit. Stundaði sjóróðra, ásamt búskap og tilfallandi störfum hjá Samvinnufélaginu. Fluttist í Molastaði 1940 og byggði upp húsakost þar. Í hreppsnefnd Haganeshrepps, fyrst 1925, Hreppstjóri Holtshrepps 1944-1956. Lengi endurskoðandi hjá Samvinnufélagi Fljótamann, í kjörstjórn og skattanefnd. Formaður sóknarnefndar Barðskirkju í fjögur ár. Fluttist í Kópavog árið 1960. Vann við bókhald og í byggingarvöruverslun Byko hjá Guðmundi syni sínum. Fluttist á Sauðárkróki 1981. Kona: Helga Guðrún Jósefsdóttir frá Stóru-Reykjum í Fljótum, þau eignuðust 13 börn.

Björn Jónsson (1923-2011)

  • S02655
  • Person
  • 28. ágúst 1923 - 26. apríl 2011

Foreldrar: Jón Björnsson deildarstjóri á Sauðárkróki og k.h. Unnur Magnúsdóttir. Rafvirki og rafmagnseftirlitsmaður í Skagafirði, búsettur á Sauðárkróki. Kvæntist Guðrúnu Sigríði Andrésdóttur frá Eskifirði.

Óli Björn Kárason (1960-

  • S02663
  • Person
  • 26. ágúst 1960-

Óli Björn Kárason er fæddur á Sauðárkróki 26.ágúst 1960. Foreldar: Kári Jónsson (1933-1991) og Eva Mjallhvít Snæbjörnsdóttir (1930-2010). Maki: Margrét Sveinsdóttir (f. 1960) og börn þeirra eru þrjú. Óli Björn útskrifðist með stúdentspróf frá MA 1981 og BS-próf í hagfræði frá Suffolk University í Boston 1989. Óli Björn hefur starfað við ýmsa útgáfu og ritstjórn ásamt því að vera alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi frá árinu 2016 og varaþingmaður þar áður.

Guðrún Sighvatsdóttir (1960-

  • S02665
  • Person
  • 24. okt. 1960-

Foreldrar: Sigurlaug Pálsdóttir (1934-) frá Laufskálum og Sighvatur Fanndal Torfason (1936-2004) frá Hvítadal í Dalasýslu. Guðrún Sighvatsdóttir er fædd árið 1960 og er búsett á Sauðárkróki ásamt eiginmanni sínum Ásgrími Sigurbjörnssyni, þau eiga einn son.

Guðni Ragnar Björnsson (1959-

  • S02666
  • Person
  • 29. júní 1959-

Sonur Margrétar Björneyjar Guðvinsdóttur og Björns Guðnasonar á Sauðárkróki. Búsettur í Kópavogi.

Ólafur Jóhannsson (1868-1941)

  • S02669
  • Person
  • 15. mars 1867 - 15. mars 1941

Faðir: Jóhann Ólafsson (þá vinnumaður á Keldum). Móðir: Guðrún Ingibjörg Magnúsdóttir. ,,Ólafur ólst upp með föður sínum, fyrst á Keldum í Sléttuhlíð, síðan í Felli hjá sr. Einari Jónssyni. Kenndi prestur honum helstu námsgreinar. Úr Sléttuhlíðinni lá leiðin til Siglufjarðar. Stundaði Ólafur þar bæði sjósókn og verslunarstörf á sumrin, en farkennslu í Skagafirði á vetrum. Átti hann fiskiskip móti öðrum manni og stjórnaði því um skeið. Varð það danskt fiskiskip, einmastrað, og bar nafnið "Svanurinn". Ólafur var bóndi á Keldum 1899-1901, í húsmennsku á Gilsbakka 1901-1904, og bóndi Hryggjum á Staðarfjöllum 1904-1906 er hann flutti til Sauðárkróks. Þar stundaði hann sjóinn á sumrin en barnakennslu á vetrum, auk þess hafði hann töluverða bóksölu. Haustið 1931 flutti Ólafur ásamt konu sinni til Akureyrar þar sem þau bjuggu til æviloka."
Maki: Guðlaug Guðnadóttir frá Villinganesi, þau eignuðust einn son.

Þóra Helgadóttir (1924-2008)

  • S02670
  • Person
  • 11. apríl 1924 - 16. nóv. 2008

Þóra Helgadóttir fæddist í Merkigarði 11. apríl 1924. Hún ólst upp hjá foreldrum sínum. Þóra var 14 ára þegar móðir hennar dó, hún tók þá fljótlega við heimilishaldi í Merkigarði og sá um heimilið fyrst fyrir föður sinn og síðan fyrir Arnljót bróður sinn. Þóra fór í Húsmæðraskólann á Blönduósi um tvítugt og var þar í einn vetur. Þóra eignaðist einn son, Sigurð Helga Þorsteinsson, rafvirkjameistara í Skagafirði. Árið 1991 flutti Þóra á Sauðárkrók og hélt heimili fyrir Sigurð son sinn þar til hann andaðist.

Indíana Sveinsdóttir (1891-1968)

  • S02678
  • Person
  • 3. ágúst 1891 - 22. júní 1968

Foreldrar: Sveinn Gunnarsson b. á Mælifellsá og k.h. Margrét Þórunn Árnadóttir. Kvæntist Hallgrími Valberg, þau bjuggu á Mælifellsá 1918-1923, í Kálfárdal 1923-1931, eftir það á Sauðárkróki, þau eignuðust þrjú börn.

María Kristín Sigríður Gísladóttir (1932-)

  • S02683
  • Person
  • 4. ágúst 1932-

María Kristín Sigríður Gísladóttir, frá Eyhildarholti, f. 04.08.1932. Foreldrar Maríu voru Gísli Magnússon b. í Eyhildarholti og k.h. Guðrún Sveinsdóttir. Maki: Árni Ásgrímur Blöndal. Þau voru barnlaus.

Gunnar Þórðarson (1917-2015)

  • S02685
  • Person
  • 6. okt. 1917 - 1. apríl 2015

Foreldrar hans voru Þórður Gunnarsson bóndi á Lóni í Viðvíkursveit og k.h. Anna Björnsdóttir. Eiginkona Gunnars var Jófríður Björnsdóttir frá Bæ á Höfðaströnd, þau eignuðust tvær dætur. Þau bjuggu á Hólavegi 17, Sauðárkróki, nær alla sína búskapartíð. Þau reistu sér sumarbústað á Lóni þar sem Gunnar sinnti æðarvarpi, lax- og silungsveiði, auk skógræktar og landgræðslustarfa. Einnig gerði Gunnar út trillu og stundaði skot- og stangveiðar fram á elliár. Gunnar sótti barnaskóla í Viðvíkursveit, gekk í Bændaskólann á Hólum og Héraðsskólann á Laugarvatni. Hann ók langferða- og leigubílum á yngri árum en var síðar yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki. Var einnig prófdómari ökuprófa og bifreiðaeftirlitsmaður á Sauðárkróki. Starfaði mörg ár í Rótarýklúbbi Sauðárkróks, Veiðifélagi Skagafjarðar, Æðarræktarfélagi Skagafjarðar og bridgefélagi Sauðárkróks.

Ásta Karlsdóttir (1929-

  • S02686
  • Person
  • 22. des. 1929-

Ásta Karlsdóttir, f. 22.12.1929 á Akureyri, Maki: Ólafur Sveinsson læknir.

Þorvaldur Árnason (1906-1974)

  • S02693
  • Person
  • 28. júlí 1906 - 1. júlí 1974

Foreldrar: Árni Björnsson prestur á Sauðárkróki (sat þar 1887-1913) og Líney Sigurjónsdóttir frá Laxamýri. Maki: Kristín Sigurðardóttir. Þau áttu tvö börn. Þorvaldur var tannsmiður í Reykjavík. Kvæntur Kristínu Sigurðardóttur.

Gísli Tómasson (1927-1998)

  • S02694
  • Person
  • 19. júlí 1927 - 20. apríl 1998

Foreldrar: Tómas Gíslason kaupmaður á Sauðárkróki, f. 1876 og Elínborg Jónsdóttir, f. 1886. Maki: Kristín Sigurjónsdóttir frá Vestmannaeyjum. Þau eignuðust þrjú börn. Útskrifaðist frá MA 1949. Framkvæmdastjóri, veðurathugunarmaður og verslunarstjóri í Reykjavík.

Vagn Kristjánsson (1921-2011)

  • S02697
  • Person
  • 4. nóv. 1921 - 20. jan. 2011

Foreldrar: Kristján Ragnar Gíslason, f. 1887 og Aðalbjörg Vagnsdóttir, f. 1893, bjuggu á Minni-Ökrum. Maki: Svana H. Björnsdóttir, f. 1923. Þau eignuðust sex syni. Vagn ólst upp á Minni-Ökrum í Blönduhlíð og flutti með foreldrum sínum til Sauðárkróks þegar þau hættu búskap. Hefðbundin skólaganga fór fram á Króknum og síðan var hann tvo vetur á Bændaskólanum á Hólum í Hjaltadal. Vagn vann ungur að árum í verslun Haraldar Júlíussonar, þar til hann tvítugur að aldri flutti til Reykjavíkur. Þar starfaði hann við ýmislegt, en sneri sér fljótlega að akstrinum sem varð hans ævistarf. Vagn var einn af stofnendum Hreyfils og vann þar við leiguakstur svo lengi sem heilsa leyfði. Hann stofnaði og rak flutningafyrirtæki ásamt Brynleifi Sigurjónssyni, sem sá um flutninga til Akureyrar og Ísafjarðar á framleiðsluvörum Ölgerðar Egils Skallagrímssonar, ásamt því að vera með umboðsskrifstofu á Akureyri.

Kristján Ragnar Gíslason (1887-1958)

  • S02699
  • Person
  • 27. apríl 1887 - 14. mars 1958

Foreldrar: Gísli Gíslason, f. og Kristín Jónsdóttir í Grundarkoti í Blönduhlíð. Ólst upp hjá foreldrum sínum fram um fermingu en 1901 fór hann að Stóru-Ökrum og var þar til hann hóf sjálfstæðan búskap. Var bóndi á Minni-Ökrum 1914-1927. Maki: Aðalbjörg Vagnsdóttir frá Miðhúsum. Brá búi 1927 og þau hjónin fóru í húsmennsku að Bjarnastöðum í Blönduhlíð, Bakka í Vallhólmi og Hjaltastöðum í Blönduhlíð. Fluttu til Sauðárkróks 1930. Stundaði þar ýmsa vinnu, m.a. vegavinnu hjá Kota-Valda. Einn vetur fjármaður á Reynistað og gæslumaður við mæðiveikivarnir eftir að hann hætti í vegavinnu. Var einnig við símalagnir í Skagafirði. Þau hjónin fluttu til Reykjavíkur 1945 og bjuggu hjá Vagni syni sínum á Langholtsvegi 5. Kristján og Aðalbjörg eignuðust sex börn

Hrafnhildur Ester Pétursdóttir (1939-

  • S02705
  • Person
  • 3. maí 1939-

Foreldrar: Pétur Jónsson verkstjóri á Sauðárkróki og kona hans Ólafía Sigurðardóttir. Flugfreyja hjá Loftleiðum um tíma. Tannfræðingur og starfsmaður á tannlæknastofu og hjá Reykjavíkurborg. Lærði tannfræði í Árósum í Danmörku. Búsett á Akureyri, síðar í Reykjavík. Maki: Pétur Pálmason byggingarverkfræðingur, þau eignuðust fimm börn.

Abel Jónsson (1898-1953)

  • S02707
  • Person
  • 18. apríl 1898 - 25. des. 1953

Abel Jónsson, f. 18.04.1898 í Brautarholti í Svarfaðardal. Foreldrar: Jón Jónsson og Margrét Jóhannsdóttir. Abel var fyrsta árið hjá móður sinni að Brautarholti en hjá foreldrum sínum á Hrísum í Svarfaðardal 1898-1900. Fór þá í fóstur til Sigurjóns Jónassonar og Kristínar Stefánsdóttur sem síðast bjuggu að Sæbóli í Aðalvík. Um tvítugt kom Abel í Skagafjörð og var þar vinnumaður á Heiði í Gönguskörðum, síðan á Veðramóti. Flutti til Sauðárkróks 1923. 25 ára að aldri. Stundaði þar sjómennsku og einnig í tvö ár á Dalvík. Fór aftur til Sauðárkróks og starfaði m.a. sem matsveinn á síldarbátum nokkur sumur. Maki: Gunnhildur Andrésdóttir, f. 22.08.1887 á Tyrfingsstöðum á Kjálka. Þau eignuðust ekki börn en tóku að sér fósturdóttur.

Skafti Óskarsson (1912-1994)

  • S02712
  • Person
  • 12. sept. 1912 - 7. ágúst 1994

Foreldrar: Óskar Á. Þorsteinsson og Sigríður Hallgrímsdóttir, búsett í Hamarsgerði og síðar Kjartansstaðakoti. Nemandi á Hólum í Hjaltadal 1930. Bóndi á Kjartansstöðum á Langholti. Síðast búsettur á Sauðárkróki. Maki: Ingibjörg Hallgrímsdóttir, f. 08.02.1915. Þau eignuðust fjórar dætur.

Jóhanna Jóhannesdóttir (1907-1980)

  • S02717
  • Person
  • 9. maí 1907 - 24. júní 1980

Foreldrar: Jóhannes Björnsson verslunarmaður, f. 1875 og Ólína Björg Benediktsdóttir, f. 1883, búsett á Sauðárkróki. Jóhanna er skráð þjónustustúlka á Njálsgötu 5 í Reykjavík árið 1930. Starfaði um 20 ár í Sælgætisgerð Nóa í Reykjavík og var síðast búsett í Reykjavík. Jóhanna var ógift og barnlaus.

Alfreð Guðmundsson (1962-)

  • S02728
  • Person
  • 20. maí 1962

Foreldrar: Guðmundur Helgason bifreiðastjóri og lögreglumaður á Sauðárkróki, síðar póstur og k.h. Erna Guðbjörg Ingólfsdóttir. Kennari í Árskóla á Sauðárkróki.

Björgvin Bjarnason (1915-1989)

  • S02729
  • Person
  • 12. júlí 1915 - 10. des. 1989

Foreldrar: Bjarni Kjartansson og Svanhildur Einarsdóttir. Björgvin varð stúdent frá MA 1937 og Cand. juris frá HÍ 1944. Var málflutningsmaður á Siglufirði 1944-1947. Kennari við Gagnfræðaskólann þar 1945-1947. Bæjarstjóri á Sauðárkróki 1947-1958. Sýslumaður Strandasýslu frá 1958-1968. Bæjarfógeti á Ísafirði og sýslumaður Ísafjarðarsýslu frá 1968. Bæjarfógeti á Akranesi 1973 til 1985. Gegndi ýmsum trúnaðarstörfum á öllum þessum stöðum.
Maki: Sigurbjörg Guðmundsdóttir, f. 06.04.1920. Þau eignuðust þrjú börn.

Margrét Sigríður Jóhannsdóttir (1858-1950)

  • S02742
  • Person
  • 26. des. 1858 - 6. júlí 1950

Margrét Sigríður Jóhannsdóttir, f. 03.01.1858 á Stóru-Þverá í Fljótum, d. 06.07.1950 á Siglufirði. Foreldrar: Jóhann, þá vinnumaður á Stóru-Þverá og kona hans Hallfríður Árnadóttir. Maki: Friðvin Ásgrímsson, f. 1865. Þau eignuðust fimm börn og komust fjögur þeirra upp. Bjuggu á Reykjum á Reykjaströnd. Eftir andlát Friðvins brá Margrét búi og flutti til Sauðárkróks og síðan til Siglufjarðar.

Jóhann Jónsson (1925-1971)

  • S02746
  • Person
  • 7. ágúst 1925 - 8. mars 1971

Foreldrar: Ástína Þorbjörg Jóhannsdóttir f. 1892 og Jón Gíslason f. 1891 í Krossanesi, síðar á Sauðárkróki. Var bæjarstarfsmaður á Sauðárkróki. Ókvæntur og barnlaus. Bjó lengst af með föður sínum á Freyjugötu 1 á Sauðárkróki.

Ástína Þorbjörg Jóhannsdóttir (1892-1954)

  • S02747
  • Person
  • 4. okt. 1892 - 4. feb. 1954

Fædd á Vatnsenda í Ólafsfirði. Foreldrar: Jóhann Friðrik Tómasson og Sigurbjörg Björnsdóttir, síðast búsett í Sveinskoti á Reykjaströnd. Maki: Jón Gíslason, f. 1891. Þorbjörg kom sem kaupakona í Skagafjörð og kynntist Jóni þar. Þau bjuggu í Krossanesi 1922-1933, síðan á Sauðárkróki. Þau eignuðust einn son.

Guðrún Bergsdóttir (1922-1996)

  • S02750
  • Person
  • 19. feb. 1922 - 26. feb. 1996

Guðrún Bergsdóttir, f. 19.02.1922 á Ytri-Hofdölum. Foreldrar: Bergur Magnússon og Ingibjörg Kristín Sigfúsdóttir. Maki: Hólmsteinn Sigurðsson, f. 1924. Þau eignuðust fjögur börn. Bjuggu á Ytri-Hofdölum 1944-1986 en fluttu þá á Sauðárkrók.

Alfreð Jónsson (1921-2011)

  • S02758
  • Person
  • 5. ágúst 1921 - 22. mars 2011

Alfreð Jónsson, f. að Stóru-Reykjum í Fljótum. Foreldrar: Jóns Guðmundsson, f. 1900 og Helga Guðrún Jósefsdóttir, f. 1901. Alfreð var elstur 13 barna þeirra. Maki: Viktoría Lilja Guðbjörnsdóttir, f. 20.10.1924. Þau eignuðust sex börn, en eitt dó í fæðingu. Alfreð ólst upp í foreldrahúsum í Fljótum. Fyrstu árin í Neðra-Haganesi, þá í Dæli og árið 1929 fluttist fjölskyldan í Móskóga. Vorið 1940 flutti hann með foreldrum sínum að Molastöðum. Hann fór ungur að vinna fyrir sér og aðstoða á heimili foreldra sinna. Alfreð og Lilja hófu búskap á Reykjarhóli 1944 og bjuggu þar til 1973, er Guðmundur sonur þeirra tók við búinu. Meðfram búskapnum stundaði Alfreð ýmis störf til sjós og lands, átti m.a. vörubíl sem hann vann á við gerð Skeiðsfossvirkjunar. Eftir að þau hættu að búa fluttu þau að Nýrækt í Fljótum og þaðan til Siglufjarðar en Alfreð vann þá hjá Vegagerð ríkisins á sumrin og var til sjós á veturna. Hann vann áfram hjá Vegagerðinni eftir að þau fluttu á Sauðárkrók 1978 og sigldi á millilandaskipum Sambandsins nokkra vetur. Einnig átti hann trillu eftir að hann hætti störfum vegna aldurs. Alfreð starfaði talsvert að félagsmálum, sat m.a. í hreppsnefnd Holtshrepps og var í stjórn Landssambands smábátaeigenda um tíma. Á efri árum sat hann við skriftir og skrifaði þætti í Skagfirskar æviskrár og endurminningaþætti sem sumir birtust í Skagfirðingabók. Einnig lauk hann við að rita endurminningar sínar og gefa út fyrir fjölskyldu og vini. Þegar Alfreð og Lilja fluttu á Sauðárkrók byggði hann hús að Fornósi 9 og bjó þar til dánardags.

Sigrún Þóra Ásgrímsdóttir (1923-2020)

  • S02759
  • Person
  • 25. des. 1923 - 8. mars 2020

Sigrún Þóra Ásgrímsdóttir, f. 25.12.1923 á Ysta-Hóli í Sléttuhlíð. Foreldrar: Ólöf Konráðsdóttir, f. 1890 og Ásgrímur Halldórsson f. 1886 á Tjörnum í Sléttuhlíð. Sigrún kvæntist Kjartani Jónssyni Hallgrímssyni, þau eignuðust fimm börn og bjuggu lengst af á Tjörnum. Sigrún var síðast búsett á Sauðárkróki.

Monika Sigurðardóttir (1894-1963)

  • S02761
  • Person
  • 2. ágúst 1894 - 30. mars 1963

Monika Sigurðardóttir, f. 02.08.1894 á Spáná í Unadal. Foreldrar: Sigurður Ólafsson, f. 1868 og Margrét Jakobína Baldvinsdóttir, f. 1871. Monika var á Hugljótsstöðum á Höfðaströnd 1901. Hún kom í Reynistað 1916 og átti þar heimili síðan, en Guðmundur Helgi bróðir hennar var húsmaður þar. Monika sinnti einkum saumaskap en var einnig vinnukona á bænum. Oft var hún á Sauðárkróki vetrartíma við sauma og ferðaðist um hreppinn og hélt saumanámskeið. Tók virkan þátt í leiklistarstarfi og annarri starfsemi Ungmennafélagsins Æskunnar. Monika var ógift og barnlaus.

Jón Hjaltdal Jóhannsson (1911-1999)

  • S02766
  • Person
  • 24. júní 1911 - 18. mars 1999

Jón Hjaltdal Jónsson, f. 24.06.1911 á Hofi í Hjaltadal. Foreldrar: Jóhann Guðmundsson, d. 1876 og Birgitta Guðmundsdóttir, f. 1881 bændur í Brekkukoti (nú Laufskálum). Jón fluttist með foreldrum sínum í Brekkukot í Hjaltadal tveggja ára gamall. Hann lauk búfræðinámi frá Hólaskóla árið 1932. Árið 1934 flutti hann úr föðurhúsum og stundaði að mestu sjálfstæðan atvinnurekstur sem bifreiðarstjóri eftir það. Jón var umboðsmaður Tryggingar hf á Sauðárkróki í 35 ár. Sat í sóknarnefnd Sauðárkrókskirkju og var safnaðarfulltrúi um tíma og meðhjálpari frá 1977-1992. Maki: Sigríður Árnadóttir frá Atlastöðum í Svarfaðardal. Þau eignuðust fjögur börn.

Stefán Sigurðsson (1920-1966)

  • S02767
  • Person
  • 19. mars 1920 - 24. okt. 1966

Stefán Sigurðsson, f. 19.03.1920 á Syðri-Hofdölum. Foreldar: Anna Sigríður Einarsdóttir, f. 1891 og Sigurður Stefánsson, f. 1895. Þau bjuggu m.a. í Hjaltastaðahvammi, Merkigarði í Tungusveit, Torfmýri í Blönduhlíð og Ytri-Húsabakka í Seyluhreppi fyrstu æviár Stefáns. Árið 1926 fluttist fjölskyldan á Sauðárkrók. Stefán var sjómaður og síðar skipstjóri á skipum Útgerðarfélags Sauðárkróks. Maki: Guðný Þuríður Pétursdóttir frá Vatnshlíð í Skörðum, f. 26.05.1920. Þau eignuðust tvær dætur.

Pétur Guðmundsson (1887-1987)

  • S02770
  • Person
  • 18. júní 1887 - 19. mars 1987

Pétur Guðmundsson, f. 18.06.1887. Foreldrar: Guðmundur Sigurðsson og Þuríður Lilja Stefánsdóttir, búsett í Vatnshlíð í A-Húnavatnssýslu. Maki: Herdís Grímsdóttir frá Syðri-Reykjum í Biskupstungum. Þau eignuðust þrjár dætur. Bjuggu í Vatnshlíð en fluttu á Sauðárkrók 1938 og bjuggu þar til æviloka.

Stefanía Guðríður Sigurðardóttir (1918-1993)

  • S02775
  • Person
  • 5. jan. 1918 - 12. júlí 1993

Foreldrar: Sigurður Sigurðsson sýslumaður og Guðríður Stefanía Arnórsdóttir. Að loknu skólanámi á Sauðárkróki fór Stefanía í Kvennaskólann í Reykjavík og útskrifaðist þaðan. Hún stundaði skrifstofustörf í Reykjavík, lengst af hjá Vegagerð Ríkisins en einnig hjá Reykjavíkurborg. Stefanía var ógift og barnlaus.

Guðrún Þorbjörg Sigurðardóttir (1907-1963

  • S02778
  • Person
  • 19. júní 1907 - 25. feb. 1963

Guðrún Þorbjörg Sigurðardóttir, f. 19.06.1907. Foreldrar: Sigurður Lárusson sjómaður á Sauðárkróki, f. 1880 og Ingibjörg Sigríður Sigurðardóttir, f. 1886. Var verkakona á Akureyri. Guðrún var ógift og barnlaus.

Jón Jónsson (1875-1950)

  • S02789
  • Person
  • 25. feb. 1875 - 29. apríl 1950

Foreldrar: Jón Sigurðsson bóndi, síðast á Miðlandi í Öxnadal og seinni kona hans Guðrún Karítas Jónsdóttir. Jón ólst upp hjá foreldrum sínum og vann búi þeirra fram yfir fermingu en fór þá í vinnumennsku. Hann fór í yngri deild Möðruvallaskóla veturinn 1896-1897 en var næsta vetur í vinnumennsku hjá Sigurði bróður sínum í Sörlatungu í Hörgárdal. Flutti með honum að Sólheimum í Blönduhlíð árið 1898. Hann stundaði barnakennslu og landbúnaðarstörf í Blönduhlíð 1898-1900, 1902-1904 og 1906-1907. Árið 1900 fluttist hann út á Sauðárkrók og sinnti þar verslunarstörfum hjá Kristjáni Gíslasyni kaupmanni og kenndi jafnframt börnum hans. Vorið 1906 kom hann aftur í Blönduhlíðina að vinnumennsku á Hellu þar sem hann var síðan húsmaður 1907-1909. Þá keypti hann jörðina og hóf þar búskap. Dvaldi þar til vors 1918, en þó ekki alltaf bóndi enda seldi hann jörðina 1916. Árið 1918 fluttist hann alfarinn úr Skagafirði til Akureyrar og síðar til Siglufjarðar þar sem hann dvaldi til æviloka. Var þó kennari í Blönduhlíð veturna 1921-1922 og 1927-1928.
Maki: Sigurlaug Ingibjörg Jósefsdóttir frá Starrastöðum í Lýtingsstaðahreppi. Þau skildu eftir að þau fluttu til Akureyrar. Þau eignuðust einn son.

Þorkell Jónsson (1893-1980)

  • S02805
  • Person
  • 16. okt. 1893 - 29. júlí 1980

Þorkell Jónsson, f. 16.10.1893 í Hjaltastaðahvammi í Blönduhlíð. Foreldrar: Jón Jónasson bóndi á Þorleifsstöðum í Blönduhlíð og kona hans Guðrún Þóra Þorkelsdóttir ljósmóðir. Þorkell ólst upp hjá foreldrum sínum í Hjaltastaðakvammi til 1900 og á Þorleifsstöðum 1900-1909. Hann var vinnumaður á Löngumýri í Vallhólmi 1909-1912 en sneri þá aftur að búi foreldra sinna á Þorleifsstöðum þar sem hann starfaði til ársins 1916. Var lausamaður á Mið-Grund í Blönduhlíð 1916-1917.
Maki 1: Una Gunnlaugsdóttir á Mið-Grund. Þau eignuðust fjögur börn. Þau giftust árið 1917 og hófu búskap í tvíbýli við móður Unu. Bjuggu þar til 1925. Það ár fluttust þau í Litladal og bjuggu þar til ársins 1930. Þá fluttust þau til Sauðárkróks þar sem Þorkell starfaði sem bílstjóri í eitt ár. Keyptu Miðsitju í Blönduhlíð og bjuggu þar árin 1931-1945. Á þessum árum stundaði Þorkell vöru- og fólksflutninga samhliða búskapnum. Þorkell gerði líka töluvert af því að smíða skeifur fyrir bændur í sveitinni. Árið 1945 slitu Þorkell og Una samvistir og seldu jörðina. Þorkell flutti til Siglufjarðar þar sem hann starfaði hjá Síldarverksmiðjum ríkisins og stundaði ökukennslu.
Maki 2: Sambýliskona Þorkels á Siglufirði var Jóninna Margrét Sveinsdóttir, f. 05.01.1900 á Lóni í Viðvíkursveit.

Andrés Þorsteinsson (1890-1959)

  • S02821
  • Person
  • 17. apríl 1890 - 12. mars 1959

Andrés Þorsteinsson, f. 17.04.1890 á Ytri-Hofdölum. Foreldrar: Þorsteinn Hannesson bóndi á Hjaltastöðum og kona hans Jórunn Andrésdóttir. Andrés ólst upp hjá foreldrum sínum til níu ára aldurs á Ytri-Hofdölum en þá fluttust þau í Hjaltastaði. Andrés hlaut venjulega undirbúningsfræðslu í heimahúsum en veturinn 1911-1912 fór hann í unglingaskólann á Sauðárkróki. Veturinn eftir var hann í bændaskólanum á Hólum en lauk ekki prófi þaðan. Næstu árin var hann heima og vann að búi móður sinnar. Bóndi á Hjaltastöðum 1917-1922. Eftir að búskap lauk fluttist Andrés til Siglufjarðar. Fyrstu árin þar vann hann ýmis störf, m.a. útgerð um skeið. Einnig í flatningsverksmiðju O.Tynes í nokkur sumur. Á vetrum var hann á verkstæði h.f. Odda á Akureyri og hlaut þar meistararéttindi vélsmiða. Árið 1926 tók hann minna mótorvélstjórapróf á Siglufirði. Stofnaði vélaverkstæði og rak til dauðadags.
Maki: Halldórs Jónsdóttir, f. 22.02.1896 frá Torfhóli í Óslandshlíð. Þau eignuðust einn son og tóku einn fósturson.

Finnur Árnason (1958-

  • S02836
  • Person
  • 27. maí 1958-

Foreldrar: Árni Hafstað og Arngunnur Ársælsdóttir. Maki: María Maack. Þau eignuðust þrjú börn. Finnur lauk Bs prófi í efnafræði frá Háskóla Íslands og cand. fil. prófi í rekstrarhagfræði frá háskólanum í Gautaborg í Svíþjóð. Starfaði sem háseti á Má frá Ólafsvík, framleiðslustjóri hjá Slippfélaginu, framkvæmdastjóri Loðskinns á Sauðárkróki og Aldin á Húsavík. Var um langt skeið stjórnarformaður Sjávarleðurs á Sauðárkróki. Vann hjá Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins og við ráðgjafafyrirtækið Taktar. Framkvæmdastjóri Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum frá 2013.

Loðskinn hf (1969-)

  • S02837
  • Person
  • 1969-

Félagið fékk úthlutað lóð á Sauðárkróki 20. maí 1969 og byggingaframkvæmdir hófust það ár. Fyrsti framkvæmdastjóri var Þráinn Þorvaldsson. Sútunarverksmiðja á Sauðárkróki.

Svavar Ellertsson (1911-1992)

  • S02840
  • Person
  • 11. jan. 1911 - 18. júlí 1992

Foreldrar: Ellert Símon Jóhannsson frá Saurbæ á Neðribyggð og k.h. Ingibjörg Sveinsdóttir frá Hóli í Sæmundarhlíð, þau bjuggu lengst af í Holtsmúla og ólst Jón þar upp. Bóndi og hagyrðingur í Steinholti 1936-1937, á Þröm 1937-1938, í Ármúla 1938-1954 og á Bakka í Viðvíkursveit 1954-1957 en eftir það á Sauðárkróki. Maki: Helga Sigríður Sigurðardóttir frá Sauðárkróki, þau eignuðust níu börn.

Sigurður Lárusson (1880-1929)

  • S02848
  • Person
  • 6. mars 1880 - 2. mars 1929

Sigurður Lárusson, f. í Vatnshlíð á Skörðum 06.03.1880. Foreldrar: Lárus Jón Stefánsson bóndi á Skarði í Gönguskörðum og fyrri kona hans Guðrún Sigurðardóttir. Sigurður missti móður sína á sjötta ári. Hann ólst upp hjá föður sínum og stjúpu í Vatnshlíð til 1888 og í Skarði 1888-1894 og fermdist frá þeim eftir það. Eftir fermingu vann hann að búi þeirra í Skarði 1894-1902, var í vinnumennsku á Reykjum á Reykjaströnd 1902-1905 og á Syðri-Ingveldarstöðum á Reykjaströnd 1905-1907. Hann var síðan tómthúsmaður á Sauðárkróki frá 1907 til æviloka. Sigurður sótti sjó á vinnumannsárum sínum á Reykjaströnd og eftir að hann fluttist til Sauðárkróks stundaði hann sjóinn einvörðungu, fyrst sem háseti hjá öðrum en varð síðar formaður. Síðast var hann með bátinn Hvíting. Maki: Ingibjörg Sigríður Sigurðardóttir, f. 06.12.1886 á Reynistað í Staðarhreppi. Þau eignuðust níu börn.

Helga Sigríður Sigurðardóttir (1909-1987)

  • S02849
  • Person
  • 3. júlí 1909 - 26. sept. 1987

Helga Sigríður Sigurðardóttir, f. 03.07.1909 á Sauðárkróki. Foreldrar: Sigurður Lárusson sjómaður og Ingibjörg Sigríður Sigurðardóttir, húsvörður í barnaskólanum á Sauðárkróki. Helga Sigríður ólst upp á Sauðárkróki til sjö ára aldurs en fór þá í fóstur að Fagranesi á Reykjaströnd til hjónanna Björns og Dýrólínu. Maki: Jón Svavar Ellertsson frá Holtsmúla, bóndi og hagyrðingur. Þau eignuðust níu börn. Húsmóðir í Steinholti 1936-1937, á Þröm 1937-1938, í Ármúla 1938-1954 og á Bakka í Viðvíkursveit 1954-1957 en eftir það á Sauðárkróki.

Fríða Emma Eðvarðsdóttir (1927-2009)

  • S02852
  • Person
  • 31. maí 1927 - 30. maí 2009

Fríða Emma Eðvarðsdóttir, f. 31.05.1927 í Lossa í Mið-Þýskalandi. Foreldrar: Berta Emma Karlsdóttir og Edmund Ulrich. Fríða flutti frá Þýskalandi með foreldrum sínum til Íslands þriggja ára gömul. Hún gekk í barnaskóla á Akureyri, en byrjaði ung að vinna fyrir sér. Í janúar 1949 fór hún að Þorsteinsstöðum í Tungusveit. Þar bjó Finnbogi Stefánsson sem varð síðar eiginmaður hennar, þau eignuðust fjögur börn en fyrir átti Fríða eina dóttur. Fríða bjó á Þorsteinsstöðum til ársins 1994, en flutti þá á Sauðárkrók.

Halldór Hafstað (1924-

  • S02856
  • Person
  • 21. maí 1924

Sigmar Halldór Árnason Hafstað f. á Sauðárkróki 14.05.1924. Foreldrar: Árni Jónsson Hafstað og Ingibjörg Sigurðardóttir. Bóndi í Útvík í Skagafirði, maki: Solveig Arnórsdóttir, þau eignuðust fjögur börn.

Eiríkur Sigurgeirsson (1891-1974)

  • S02859
  • Person
  • 24.09.1891-13.05.1974

Eiríkur Sigurgeirsson, f. 24.09.1891 á Miðsitju í Blönduhlíð. Foreldrar: Sigurgeir Jónsson húsmaður í Vík í Staðarhreppi og kona hans Ólína Jónsdóttir. Eiríkur ólst upp hjá foreldrum sínum fyrstu árin, þar til þau slitu samvistir árið 1899. Fyrst eftir það var hann að mestu leyti hjá móður sinni en síðan á ýmsum bæjum í Staðarhreppi. Bóndi í Hólkoti (Birkihlíð) í Víkurtorfu 1912-1913, á Auðnum 1920-1928, á Varmalandi í Sæmundarhlíð 1928-1934, á Bessastöðum í sömu sveit 1934-1938, í Vatnshlíð 1938-1963. Var hjá Valdimar bróður sínum á Blönduósi 1963-1964, á Freyjugötu 17 á Sauðárkróki 1964-1973. Eiríkur var alblindur allmörg síðustu árin og var illa haldinn af heymæði. Maki: Kristín Karólína Vermundardóttir, f. á Sneis í Laxárdal fremri. Þau eignuðust 13 börn.

Sigurður Jónsson (1916-1994)

  • S02860
  • Person
  • 11. ágúst 1916 - 28. okt. 1994

Sigurður Jónsson, f. á Hóli í Sæmundarhlíð 11. 08.1916. Foreldrar: Jón Sveinsson, bóndi í Hóli í Sæmundarhlíð, f. 1887 og kona hans Margrét Sigurðardóttir, f. 1895. Hún lést þegar Sigurður var 7 ára gamall og giftist faðir hans síðar Petreu Óskarsdóttur. Sigurður varð stúdent úr stærðfræðideild MR árið 1939 en hóf nám í lyfjafræði í Laugavegsapóteki það haust. Að loknu námi í fyrri hluta lyfjafræðinngar hélt hann til Ameríku og lauk námi við Philadelphia College of Pharmacy í júní 1945. Eftir að hafa starfað í Laugavegsapóteki um árabil, svo og hjá Heildverzlun Stefáns Thorarensen og Efnagerð Reykjavíkur (1945-1963) gerðist hann apótekari í Húsavíkur apóteki í ágúst 1963 og gegndi því starfi unz hann fluttist með fjölskyldu sinni og tók við stöðu apótekara í Sauðárkróksapóteki í maí 1970. Sigurður og Margrét kona hans fluttu svo til Reykjavíkur er hann lét af störfum sem apótekari á Sauðárkróki.
Maki: Margrét Magnúsdóttir, f. 1918, d. 2006.

Indíana Albertsdóttir (1906-2001)

  • S02869
  • Person
  • 5. maí 1906 - 4. feb. 2001

Foreldrar: Gottskálk Albert Björnsson frá Kolgröf og Hólmfríður Margrét Guðjónsdóttir (alin upp í Sölvanesi) bændur á Neðstabæ í Húnavatnssýslu. Maki: Stefán Þórðarson múrari, frá Þorljótsstöðum í Skagafirði, f. 1895, d. 1951. Þau eignuðust þrjár dætur. Þau hófu búskap hjá foreldrum Indíönu en fluttust fljótlega að Kollugerði í sömu sveit og síðan að Eyjakoti á Skagaströnd. Þaðan fluttu þau síðan til Sauðárkróks eftir 15 ára búskap. Eftir andlát Stefáns sá Indíana fyrir sér með kaupavinnu á sumrin og vann við fiskvinnu á veturna. Að nokkrum árum liðnum tók hún að sér að annast heimili fyrir ekkjumanninn Skafta Magnússon. Héldu þau saman heimili yfir 20 ár eða þar til Skafti andaðist 1982 en þá voru þau flutt í Kópavog. Síðustu þrjú æviárin bjó Indíana á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi.

Óskar Jónsson (1943-

  • S02872
  • Person
  • 14. sept. 1943-

Foreldrar: Ingibjörg Óskarsdóttir og Jón Dagsson múrarameistari. Læknir á Sauðárkróki. Búsettur á Höfuðborgarsvæðinu.

Sólrún Jóna Steindórsdóttir (1943-

  • S02873
  • Person
  • 11. apríl 1943-

Foreldrar: Steindór Kristinn Steindórsson og Fjóla Soffía Ágústsdóttir. Læknaritari á Sauðárkróki. Kvæntist Gunnari Þóri Guðjónssyni. Nú búsett í Kópavogi.

Rósa Guðrún Sighvats (1943-

  • S02874
  • Person
  • 9. des. 1943-

Foreldrar: Sighvatur Pétursson Sighvats og Herdís Pálmadóttir frá Reykjavöllum. Fædd og uppalin á Sauðárkróki. Nú búsett á Akureyri.

Birna Sigurbjörg Guðjónsdóttir (1943-

  • S02875
  • Person
  • 29. ágúst 1943-2021

Foreldrar: Ólína Ingibjörg Björnsdóttir (1903-1980) og Guðjón Sigurðsson (1908-1986) bakari á Sauðárkróki. Fædd og uppalin á Sauðárkróki.
Maki: Björn Björnsson fv. skólastjóri, þau eignuðust þrjár dætur.

Hulda Tómasdóttir (1942-2011)

  • S02876
  • Person
  • 3. apríl 1942 - 2. ágúst 2011

Foreldrar: Tómas Björnsson, trésmiður á Sauðárkróki, f. 1895. og Líney Sigurjónsdóttir húsmóðir, f. 1904. Maki: Kári Valgarðsson húsasmiður, f. 1942, d. 2012. Hulda og Kári hófu búskap á Kambastíg 4, Sauðárkróki, en fluttu síðan á Smáragrund 21. Þau eignuðust þrjú börn. Hulda starfaði allan sinn starfsferil hjá Pósti og síma, síðar Íslandspósti, að frátöldum 2-3 árum þegar hún var um tvítugt, þar sem hún starfaði hjá Kaupfélagi Skagfirðinga og Verslunarfélagi Skagfirðinga.

Anna Lísa Bang (1942-

  • S02877
  • Person
  • 14. okt. 1942-

Foreldrar: Ole Bang apótekari á Sauðárkróki og k.h. Minna Elísa Bang. Fædd og uppalin á Sauðárkróki.

Friðrik A. Jónsson (1930-2001)

  • S02879
  • Person
  • 11. sept. 1930 - 5. júlí 2001

Foreldrar: Jón Sigvaldi Nikódemusson (1905-1983) og Anna Friðriksdóttir (1909-1993). Maki: Elínborg Dröfn Garðarsdóttir húsmóðir, f. 1933, d. 1996. Þau eignuðust eina dóttur. Þau hjónin hófu búskap á Öldustíg 9 en bjuggu hin síðari ár í Háuhlíð 14 á Sauðárkróki. Friðrik starfaði við vélgæslu í frystihúsi á Sauðárkróki og stundaði einnig útgerð. Hann rak ásamt konu sinni verslun og happdrættisumboð til marga ára. Friðrik var virkur félagi í Ferðafélagi Skagfirðinga og Björgunarsveitinni Skagfirðingasveit.

Birgir Magnús Valdimarsson (1949-)

  • S02881
  • Person
  • 23. des. 1949-

Foreldrar: Margrét Ólöf Stefánsdóttir, f. 1928 og Valdimar Líndal Magnússon (1922-1988) á Sauðárkróki. Birgir var fæddur og uppalinn á Sauðárkróki.

Niðurstöður 426 to 510 of 630