Glaumbær á Langholti

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Glaumbær á Langholti

Equivalent terms

Glaumbær á Langholti

Associated terms

Glaumbær á Langholti

17 Authority record results for Glaumbær á Langholti

17 results directly related Exclude narrower terms

Anna Hólmfríður Jónsdóttir (1856-1946)

  • S03397
  • Person
  • 22.04.1855-29.03.1946

Anna Hólmfríður Jónsdóttir, f. 22.04.1855, d. 29.03.1946. Foreldrar: Jón Hallsson (1807-1894) prófastur í Glaumbæ og valgerður Sveinsdóttir, síðar húsfreyja á Vöglum. Anna ólst að mestu upp hjá föður sínum, sem ættleiddi hana.
Maki: Pálmi Þóroddsson (1862-1955) prestur á Hofsósi. Þau eignuðust tíu börn.

Anna María Magnúsdóttir Thorlacius (1857-1942)

  • S03409
  • Person
  • 10.12.1857-10.12.1942

Anna María Magnúsdóttir Thorlacius, f. 10.12.1857, d. 10.12.1942. Foreldrar: Séra Magnús Thorlacius prestur í Glaumbæ og kona hans, Guðrún Jónasdóttir Thorlacius (1831-1918).
Anna María var í Botni, Hrafnagilssókn, Eyj. 1860. Gift Grönvold yfirkennara á Hamri í Noregi.

Egill Eyjólfsson (1886-1896)

  • S01993
  • Person
  • 1886 - 21. júní 1896

Foreldrar: Eyjólfur Einarsson síðast b. á Reykjum í Tungusveit og k.h. Margrét Þormóðsdóttir. Lést aðeins tíu ára gamall árið 1896, sama ár og foreldrar hans.

Einar Eyjólfsson (1885-1969)

  • S01995
  • Person
  • 26. nóv. 1885 - 24. sept. 1969

Foreldrar: Eyjólfur Einarsson síðast b. á Reykjum í Tungusveit og k.h. Margrét Þormóðsdóttir. Foreldrar hans létust bæði árið 1896. Fór þá í fóstur að Undirfelli í Vatnsdal til Bjargar föðursystur sinnar. Árið 1914 kvæntist hann Áslaugu Benediktsdóttur frá Skinnastöðum á Ásum. Bóndi á Hrafnabjörgum í Svínadal 1917-1918, á Sléttu í Fljótum 1918-1924, í Flugumýrarhvammi í Blönduhlíð 1924-1933, á Steinsstöðum 1933-1938 og í Glaumbæ 1938-1942. Fór þaðan vestur að Húnsstöðum. Það sama ár, 1942, skildu þau hjón að borði og sæng. Fór Einar þá til Siglufjarðar þar sem hann stundaði síldar- og verkamannavinnu. Árið 1946 tók hann saman við Önnu Sigmundsdóttur frá Bjarnastöðum í Unadal, þau bjuggu alla sína búskapartíð á Siglufirði. Einar eignaðist ekki börn.

Eyjólfur Einarsson (1852-1896)

  • S01998
  • Person
  • 28. nóv. 1852 - 26. des. 1896

Foreldrar: Einar Hannesson síðast b. á Mælifellsá og s.k.h. Sigurlaug Eyjólfsdóttir frá Gili í Svartárdal. Bóndi á Hafgrímsstöðum 1882-1883, Starrastöðum 1883-1885, Mælifellsá 1885-1893, Krithóli 1893-1894, Glaumbæ 1894-1895 og á Reykjum 1895-1896. Kvæntist Margréti Þormóðsdóttur frá Ártúni, þau eignuðust sjö syni.

Hallgrímur Thorlacius (1864-1944)

  • S01256
  • Person
  • 18. júlí 1864 - 31. okt. 1944

Foreldrar: Magnús Hallgrímsson prestur á Fagranesi, síðar prófastur á Reynistað og k.h. Guðrún Jónasdóttir. Hallgrímur ólst upp hjá foreldrum sínum á Fagranesi og Hafsteinsstöðum. Stúdent frá Reykjavík 1886, cand. theol. frá Prestaskólanum 1888. Veitt Rípurprestakall 1888 og vígður sama ár. Veitt Glaumbæjarprestakall 1894, fékk lausn frá embætti 1935. Bóndi á Ríp 1889-1894 og í Glaumbæ 1895-1935. Eftir að hann lét af embætti dvaldi hann lengst af á Marbæli og síðast í Hátúni. Kvæntist Sigríði Þorsteinsdóttur árið 1895 og eignaðist með henni tvær dætur, þau skildu.

Hjörtur Benediktsson (1883-1982)

  • S02540
  • Person
  • 23. sept. 1883 - 6. ágúst 1982

Hjörtur var fæddur á Skinþúfu í Vallhólma, þar ólst hann upp og síðar á Syðra-Skörðugili. Foreldrar hans voru Ingibjörg Einarsdóttir og Benedikt Kristjánsson. Hann kvæntist Guðbjörgu Sigurðardóttur frá Marbæli á Langholti, en hún lést eftir barnsburð árið 1912. Þá bjuggu þau á Hryggjum í Gönguskörðum og var Hjörtur síðasti bóndi sem þar bjó. Hjörtur flutti með dóttur sína, Guðbjörgu, sem var á fyrsta ári, að Glaumbæ á Langholti. Hún lést á unglingsaldri úr lömunarveiki. Árið 1917 flutti Hjörtur að Marbæli og bjó þar síðan. Hjörtur var bókhneigður maður og átti nokkurt bókasafn. Hann skrifaði ýmsa þætti í blöð og tímarit. Einnig var hann bókbindari. Hann var lengi forðagæslumaður, stefnuvottur og hirti fé fyrir Seylhreppinga í 40 ár. Hjörtur var safnvörður í Glaumbæ 1954 - 1964.

Jóhanna Guðný Einarsdóttir (1863-1938)

  • S01268
  • Person
  • 1. apríl 1863 - 26. feb. 1938

Fædd að Grímsnesi á Látraströnd, Eyjaf., foreldrar: Einar Ásgrímsson síðast b. á Mannskaðahóli og f.k.h. Kristbjörg Jónsdóttir. Hún ólst upp hjá foreldum sínum til 16 ára aldurs er hún missti móður sína, fór 18 ára til föðurfrænda síns, sr. Jóns Hallssonar í Glaumbæ þar sem hún dvaldi þangað til hún fór að Ási í Hegranesi til Sigurlaugar Gunnarsdóttur að nema hannyrðir og hússtörf. Það kynntist hún mannsefni sínu, Guðmundi Ólafssyni, syni Sigurlaugar. Þau kvæntust í september 1889 og bjuggu alla sína búskapartíð í Ási, þau eignuðust átta börn.

Jóhanna Hallsdóttir (1818-1903)

  • S01562
  • Person
  • 29. ágúst 1818 - 31. des. 1902

Foreldrar: Hallur Þórðarson hreppstjóri í Hvammi í Hjaltadal og Kristjana Lovísa Petzdóttir Eeg. Þorbjörg kona Halls, gekk Jóhönnu í móðurstað. Kvæntist Jóni Hallssyni prófasti í Glaumbæ. Áður en þau settust að í Glaumbæ 1874 bjuggu þau í Geldingaholti (1839-1841), að Felli í Sléttuhlíð (1842-1847), í Goðdölum (1847-1858) og í Miklabæ (1858-1874). Síðast búsett á Sauðárkróki. Jóhanna og Jón eignuðust fjórtán börn, tíu náðu fullorðinsaldri. Jón eignaðist auk þess laundóttur með Valgerði Sveinsdóttur.

Jón Sigfússon (1892-1957)

  • S00693
  • Person
  • 15.11.1892-28.08.1957

Foreldrar: Sigfús Jónsson prestur á Mælifelli og k.h. Petrea Þorsteinsdóttir. Jón ólst upp hjá foreldrum sínum og fluttist með þeim að Mælifelli aldamótaárið 1900. Eftir fermingu fór hann til Akureyrar í Gagnfræðaskólann og stundaði þar nám í tvo vetur. Aðra tvo vetur var hann í Hólaskóla og lauk þaðan búfræðiprófi árið 1912. Að því loknu starfaði hann hjá Einari Helgasyni garðyrkjumanni í Reykjavík og kynnti sér uppeldi trjáplantna. Vann hann á búi foreldra sinna næstu tvö ár. Hann kvæntist árið Jórunni Hannesdóttur og fluttist þá aftur heim að Mælifelli og og hóf þar búskap í félagi við foreldra sína. Vorið 1915 fluttust þau hjón að Glaumbæ og bjuggu þar í tvö ár, en fluttust þá aftur heim að Mælifelli og bjuggu þar í tvö ár, en þá brugðu þau búi og fluttust til Sauðárkróks, þar sem heimili þeirra stóð upp frá því, meðan bæði lifðu. Jón hóf störf hjá Kaupfélagi Skagfirðinga og er deildaskipting var tekin upp, varð hann deildarstjóri í vefnaðarvörudeild og sinnti því starfi til lokadags. Var hann mikill samvinnumaður og um langt árabil fulltrúi á aðalfundum KS. Er ævi hans lauk, átti hann að baki lengstan starfsaldur þeirra sem hjá félaginu höfðu unnið allt frá stofnun þess árið 1889. Jón var sönghneigður, söng lengi í Karlakór Sauðárkróks og lék um skeið með Lúðrasveit Sauðárkróks, enda einn af stofnendum hennar.

Jósteinn Jónasson (1867-1944)

  • S02007
  • Person
  • 4. sept. 1867 - 8. sept. 1944

Foreldrar: Jónas Jónsson í Hróarsdal og bústýra hans Steinunn Jónsdóttir frá Víðivöllum. Jósteinn ólst upp hjá föður sínum og naut heimafræðslu. Hann fór frá föður sínum í verstöðvar vestur að Ísafjarardjúpi 1891, en kom aftur með unnustu sinni, Ingibjörgu Sigurgeirsdóttur, að Hróarsdal 1894 og dvöldu þau þar, þar til hann fór 1895 sem vinnumaður að Glaumbæ til Hallgríms Thorlaciusar prests, en Ingibjörg var á sama stað í sjálfsmennsku. Þaðan fóru þau í húsmennsku að Kárastöðum í Hegranesi 1896. Var hann næsta ár í vinnumennsku í Hegranesi, en hún í sjálfsmennsku með börn þeirra, en skildu svo samvistir 1901. Fór hann þá vinnumaður að Ási í Hegranesi með son þeirra, en kom honum síðar í fóstur að Garði og Utanverðunesi. Hún fór með dóttur þeirra að Páfastöðum á Langholti og síðast til Akureyrar, stundaði þar sauma og hannyrðir. Hann var lengi vinnumaður að Ási og síðar lausamaður við sjósókn og önnur störf, reisti sér svo grasbýli að Naustavík, gamalli verstöð Hegranessbúa í Utanverðunesi 1915, og bjó þar til 1935; veiktist þá af slagi og dvaldi síðustu ár að Svanavatni í Hegranesi hjá hálfbróður sínum, Leó Jónassyni. Jósteinn og Ingibjörg eignuðust tvö börn. Jósteinn átti utan hjónabands dóttur með Theódóru Guðmundsdóttur að Þorgeirsbrekku á Höfðaströnd. Sambýliskona Jóns þegar hann bjó í Naustavík var Guðmunda Sigurrós Sigurðardóttir.

Margrét Þormóðsdóttir (1859-1896)

  • S01997
  • Person
  • 23. sept. 1859 - 4. júní 1896

Foreldrar: Þormóður Ólafsson b. í Ártúni við Reykjavík og k.h. Þóra Jónsdóttir. Kvæntist Eyjólfi Einarssyni frá Mælifellsá. Þau bjuggu á Hafgrímsstöðum, Starrastöðum, Mælifellsá, Krithóli, Glaumbæ og síðast á Reykjum í Tungusveit þar sem þau létust bæði árið 1896. Þau eignuðust sjö syni.

Mínerva Gísladóttir (1915-1998)

  • S01636
  • Person
  • 14. sept. 1915 - 9. feb. 1998

Foreldrar: Gísli Konráðsson b. á Bessastöðum og k.h. Sigríður Sveinsdóttir frá Hóli. Mínerva missti móður sína þegar hún var sjö ára gömul og ólst upp eftir það með föður sínum. Árið 1937 kvæntist Mínerva Sæmundi Jónssyni. Þau bjuggu í Glaumbæ 1937-1938, á Bessastöðum í Sæmundarhlíð 1938-1986, síðast búsett á Sauðárkróki. Mínerva og Sæmundur eignuðust átta börn saman, fyrir hafði Mínerva eignast dóttur með Sigurjóni Kristinssyni.

Sæmundur Jónsson (1915-1993)

  • S03522
  • Person
  • 28.11.1915-13.05.1993

Sæmundur Jónsson f. í Holtskoti í Seyluhreppi 28.11.1915, d. 13.05.1993 á Sauðárkróki.
Foreldrar: Jón Jónsson "Skagfirðingur" og kona hans Soffía Jósafatsdóttir. Sæmundur ólst upp hjá foreldrum sínum í Holtskoti, síðan í Geldingaholti og loks Glaumbæ. Þar bjó hann fardagaárið 1937-1938 en vorið 1938 fluttist hann að Bessastöðum. Árið 1961 var jörðinni skipt og stofnaði Jón sonur hans nýbýlið Fosshól á hálfri jörðinni. Sæmundur gegndi ýmsum trúnaðarstörfum, m.a. var hann í hreppsnefnd Staðarhepps 1966-1982 og oddviti þann tíma. Hann var í stjórn sjúkrasamlags Staðarhepps 1958-1974 og gjaldkeri allan þann ´tima.
Maki: Mínerva Gísladóttir (1915--1998). Þau eignuðust sjö börn. Fyrir átti Mínerva dóttur með Sigurjóni Kristinssyni.

Sigrún Daníelsdóttir (1865-1940)

  • S01281
  • Person
  • 16. apríl 1865 - 17. sept. 1940

Foreldrar: Daníel Ólafsson prestur í Viðvík og k.h. Svanhildur Guðrún Loftsdóttir. Sigrún fluttist ung með foreldrum sínum til Reykjavíkur. Lauk þar námi úr Kvennaskólanum. Ennfremur naut hún menntunar í söng og fleiru. Hún flutti aftur til Skagafjarðar með foreldrum sínum. Starfaði um tíma við barna- og unglingakennslu. Var um árabil heimiliskennari og annaðist heimilistörf á Syðri-Brekkum hjá þeim hjónum Sigtryggi Jónatanssyni og Sigurlaugu Jóhannesdóttur, er þá bjuggu þar. Kvæntist Benedikti Hannessyni frá Kjarvalsstöðum árið 1892. Þau bjuggu á Framnesi, í Glaumbæ á hluta, Ásgeirsbrekku og í Brekkukoti ytra en fluttu til Vesturheims árið 1900, þau eignuðust þrjú börn.

Sigurbjörg Agnes Jónsdóttir (1892-1928)

  • S01592
  • Person
  • 3. feb. 1892 - 1. des. 1928

Dóttir Jóns Magnússonar Ósmanns og Guðnýjar Pálsdóttur í Utanverðunesi. Kvæntist Birni Pálmasyni, þau bjuggu á Ytri-Húsabakka, í Glaumbæ og víðar.

Stefán Jónsson (1856-1910)

  • S00908
  • Person
  • 27. okt. 1856 - 5. maí 1910

Sonur Jóhönnu Hallsdóttur og sr. Jóns Hallssonar prófasts í Glaumbæ. Ólst upp hjá foreldrum sínum. Stefán var við verslunarstörf á Skagaströnd og síðar á Sauðárkróki. Fór utan til Kaupmannahafnar 1876. Var þar í verslunarskóla veturnar 1876-1878 er hann útskrifaðist. Að loknu námi varð hann verslunarstjóri við verslun Sveinbjörns Jacobsen á Sauðárkróki. Í ársbyrjun 1884 keypti hann ásamt föður sínum verslunarhúsin á Sauðárkróki og alla aðstöðu þar, það sama ár stofnsetti Gránufélagið verslun á Sauðárkróki og leigði Stefán félaginu verslunarhúsin og alla aðstöðu og gerðist verslunarstjóri hjá félaginu. Gránufélagsverslunin blómstraði undir stjórn Stefáns og árið 1900 var hún orðin stærsta verslunin við Skagafjörð. Stefán var einn helsti frumkvöðullinn að stofnun Sparisjóðs Sauðárkróks 1886 og fyrsti gjaldkeri hans og síðar formaður til æviloka. Hann átti einnig mikinn þátt í að koma upp sjúkrahúsi á Sauðárkróki.
Kona 1: Ólöf Hallgrímsdóttir frá Akureyri, þau eignuðust tvö börn saman. Ólöf lést árið 1901.
Kona 2: Elín Briem frá Reynistað, þau eignuðust ekki börn saman.
Stefán ól upp systurdóttur sína.