Sauðárkrókur

Taxonomy

Code

Scope note(s)

  • Sauðárkrókur er innst við botn Skagafjarðar að vestanverðu, sunnan undir Tindastóli og skammt sunnan við ós Gönguskarðsár. Byggðin var fyrst öll á fremur mjórri malarspildu undir Nöfunum, bröttum malarkömbum upp af bænum, norðan við ós Sauðár, sem þá rann fram úr Sauðárgili og til norðurs um eyrar undir Nöfunum, þar sem nú er íþróttavöllur, sundlaug og tjaldstæði bæjarins. Byggðin færðist síðar suður fyrir ána og rann hún þá gegnum bæinn en síðar var ánni veitt til suðurs þar sem hún kemur úr Sauðárgili og rennur hún nú fyrir sunnan byggðina. Sauðárkrókur er byggður úr landi jarðarinnar Sauðár. Engin byggð var á eyrinni á fyrri öldum og voru verslunarstaðir héraðsins við austanverðan fjörðinn, á Hofsósi, í Grafarósi og Kolkuósi, en árið 1858 varð Sauðárkrókur löggiltur verslunarstaður. Þá fóru kaupskip að koma þangað. Þar var þó engin föst búseta fyrr en 1871, þegar Árni Árnason járnsmiður kom sér þar upp þurrabúð og settist þar að. Hann seldi bændum sem komu að versla við kaupskipin gistingu og veitingar. Strax árið eftir kom fyrsta fasta verslunin og kaupmenn, iðnaðarmenn og sjómenn settust að á Króknum og síðan ýmsir embættismenn. Sauðárkrókskirkja var reist árið 1892. Fólki fjölgaði hratt á Króknum fyrstu árin og um aldamótin 1900 voru íbúar um 400. Hafnleysi og einhæfir atvinnuhættir komu í veg fyrir að þessi öra fjölgun héldi áfram. Íbúar voru þó orðnir um 1000 þegar bærinn fékk kaupstaðaréttindi 1947. Gönguskarðsárvirkjun var reist á árunum 1947-1949 og hitaveita úr borholu við Áshildarholtsvatn var lögð í bæinn 1953. Hafnaraðstaða var smám saman bætt og er nú töluverð útgerð og fiskvinnsla í bænum.

Display note(s)

Hierarchical terms

Sauðárkrókur

BT Ísland

Equivalent terms

Sauðárkrókur

Associated terms

Sauðárkrókur

657 Authority record results for Sauðárkrókur

657 results directly related Exclude narrower terms

Lárus Kristinn Runólfsson (1903-1981)

  • S01388
  • Person
  • 22. júní 1903 - 3. okt. 1981

Foreldrar: Runólfur Jónsson sjómaður og "predikari" á Sauðárkróki og k.h. Soffía Ólafsdóttir. Lárus ólst upp hjá foreldum sínum á Sauðárkróki og hóf ungur sjómennsku, fyrst hjá föður sínum á árabátum en síðan margar vertíðir suður með sjó. Hann hafði svo sjómennsku að aðalstarfi mestan hluta ævinnar og var einn af fyrstu vélbátaeigendum á Sauðárkróki. Vann í tvö ár á dýpkunarskipinu Gretti og um nokkurt skeið var hann háseti á Goðafossi 1 og síðan á Goðafossi 2. Lárus var um langt árabil hafnsögumaður á Sauðárkróki. Þá sinnti hann ferskfiskeftirliti á Sauðárkróki um nokkra ára skeið. Kvæntist Þuríði Ellen Guðlaugsdóttur, þau eignuðust fimm börn og ólu einnig upp dótturdóttur sína.

Árni Jóhannsson (1897-1976)

  • S01379
  • Person
  • 08.10.1897-19.08.1976

Foreldrar: Jóhann Kristinn Árnason b. í Garðshorni á Höfðaströnd og þurrabúðarmaður og kennari í Lágubúð á Bæjarklettum og k.h. Sigríður Jónsdóttir. Árni ólst upp með foreldrum sínum til níu ára aldurs er honum var komið í fóstur til Jóns Konráðssonar hreppstjóra og k.h. Jófríðar Björnsdóttur í Bæ á Höfðaströnd. Verslunarmaður og bókhaldari í Hofsósi 1919-1927. Árið 1928 fluttist hann ásamt fyrri konu sinni Guðrúnu Erlendsdóttur, til Siglufjarðar þar sem hann stundaði ýmis verslunar- og skrifstofustörf fyrst um sinn en var svo ráðinn fyrsti framkvæmdastjóri Kjötbúðar Siglufjarðar. Þremur árum síðar gerðist hann bókhaldari Kaupfélags Siglfirðinga og var við það starf í áratug eða þar til hann stofnaði eigin bókhaldsstofu, jafnframt því að reka örlitla umboðs- og heildverslun. Haustið 1945 flutti hann ásamt seinni konu sinni, Ingibjörgu Sigfúsdóttur til Sauðárkróks. Þar starfrækti hann ásamt mági sínum verslunar- og byggingarfyrirtæki. Fimm árum síðar flutti fjölskyldan aftur til Siglufjarðar þar sem þau bjuggu til æviloka.
Kona 1: Guðrún Erlendsdóttir (1887-1938) frá Sauðárkróki, þau eignuðust einn son saman.
Kona 2: Ingibjörg Margrét Sigfúsdóttir (1903-1978), þau eignuðust tvö börn saman, fyrir átti Ingibjörg tvo syni.

Rögnvaldur Elfar Finnbogason (1925-2010)

  • S01377
  • Person
  • 13.05.1925-01.02.2010

Rögnvaldur Elfar Finnbogason fæddist á Eskifirði, sonur Finnboga Þorleifssonar, útgerðarmanns og skipstj. á Eskifirði og Dórótheu Kristjánsdóttur. ,,Rögnvaldur ólst upp á Eskifirði. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1944 og stundaði nám við Háskóla Íslands veturinn 1945-46. Hann vann við skrifstofustörf á Siglufirði árin 1947-1948 eða uns þau hjónin fluttust til Sauðárkróks, þar sem hann var gjaldkeri bæjarsjóðs á árunum 1948-1958. Hann gegndi starfi bæjarstjóra á Sauðárkróki árin 1958-1966. Rögnvaldur var skrifstofustjóri síldarútvegsnefndar fyrir Austurland á árunum 1966-1970 og bjó fjölskyldan þá á Seyðisfirði. Árið 1971 lá leiðin til Reykjavíkur og hóf Rögnvaldur þá störf á skattstofunni. Þar starfaði hann til 1976. Hann gegndi starfi bæjarritara í Garðabæ frá 1976-1983 og var forstjóri Sjúkrasamlags Garðabæjar á árunum 1983-1990. Rögnvaldur starfaði lengi fyrir Brunabótafélagið, síðar VÍS, og gegndi fjölda opinberra trúnaðarstarfa bæði á Sauðárkróki og víðar." Rögnvaldur kvæntist árið 1947 Huldu Ingvarsdóttur, þau eignuðust þrjú börn.

Adolf Ingimar Björnsson (1916-1976)

  • S01376
  • Person
  • 28. febrúar 1916 - 3. febrúar 1976

Adolf Ingimar Björnsson, f. í Vestmannaeyjum 28.02.1916, d. 03.02.1976. Foreldrar: Björn Erlendsson, formaður og Stefanía Jóhannsdóttir, húsmóðir. Adolf lauk prófi frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1937. Hann tók sveinsprófið í rafvirkjun 1939 og varð löggiltur rafvirkjameistari árið 1945. „Háspennupróf tók hann árið 1949 og féll leyfisbréf til háspennuvirkjunar sama ár. Á árunum 1938—1949 starfaði Adolf sem rafvirkjasveinn og meistari í Reykjavik, og m.a. á þeim árum var hann um skeið við framkvæmdir við Skeiðsfossvirkjun í Fljótum og á Siglufirði. 15. mars 1949 réði hann sig sem rafveitustjóra til Rafv. Sauðárkróks og starfaði sem slíkur til dauðadags. Samhliða því var hafði Adolf eftirlit með raflögnum í Skagafjarðarsýslu frá 1950 til 1959. Adolf var mikill áhugamaður um eflingu iðnfyrirtækja í Skagafirði og var mikill baráttumaður fyrir vatnsvirkjunum á Norðurlandi vestra. Adolf var mjög virkur í félagsstarfi ýmis konar. Til dæmir var Adolf ritari í Félagi ísl. rafvirkja 1944 til 1945. Formaður iðnaðarmannafélags Sauðárkróks 1952 til 1968. Þá var hann formaður stjórnar félagsheimilisins Bifrastar á Sauðárkróki 1953-1958, í stjórn Sambandi íslenskra rafveitna 1960, 1962, 1974 til 1976. Adolf tók virkan þátt í starfi Rotary og Frímúrarareglunnar á Íslandi."
Þann 28. febrúar 1947, kvæntist Adolf Stefáníu Önnu Frimannsdóttur, frá Austara-Hóli i Fljótum. Þeim var ekki barna auðið en Stefanía átti fyrir einn son sem Adolf gekk í föðurstað.

Finnbogi Kristján Kristjánsson (1908-1989)

  • S01373
  • Person
  • 10.07.1908-12.11.1989

Foreldrar: Axel Christian Theodor Lassen Jóhannsson veggfóðrari í Reykjavík og Margrét Finnbogadóttir. Finnbogi lauk gagnfræðaprófi vorið 1926 og stúdentsprófi 1930. Lauk háskólaprófi í guðfræði 1936 og kennaraprófi 1938. Sumarið 1941 dvaldist Finnbogi við predikunarstarf í Hvammsprestakalli og fékk svo veitingu fyrir Stað í Aðalvík sama ár þar sem hann dvaldist í fjögur ár. Prestur í Hvammi í Laxárdal 1946-1975. Síðustu æviárin var Finnbogi búsettur á Sauðárkróki. Ókvæntur og barnlaus.

Jóhanna Petrea Þorsteinsdóttir (1911-1973)

  • S01370
  • Person
  • 14. apríl 1911 - 8. sept. 1973

Frá Reykjum í Hrútafirði. Kvæntist sr. Helga Konráðssyni, þau bjuggu lengst af á Sauðárkróki og áttu eina kjördóttur.

Jakobína Guðrún Þorleifsdóttir (1890-1968)

  • S01369
  • Person
  • 29. júní 1890 - 29. maí 1968

Fædd og uppalin við Ísafjarðardjúp. Kvæntist Gísla Ólafssyni skáldi frá Eiríksstöðum í Svartárdal, þau eignuðust þrjú börn og ólu einnig upp dótturson sinn. Fyrstu ár sín í hjónabandi voru þau í húsmennsku á nokkrum bæjum í Svartárdal. Bjuggu á Blönduósi 1924-1928 er þau fluttu til Sauðárkróks þar sem þau bjuggu til æviloka. Jakobína starfaði mikið með kvenfélagi Sauðárkróks og var meðal þeirra sem lögðu fyrstu hönd að gróðursetningu trjáplantna í Sauðárgili þar sem nú kallast Litli skógur.

Haraldur Ingvar Jónsson (1904-1969)

  • S01361
  • Person
  • 21. jan. 1904 - 13. okt. 1969

Foreldrar: Jón Þorsteinsson verkstjóri á Sauðárkróki og k.h. Jóhanna Gísladóttir frá Hvammi í Laxárdal.
Smiður á Akureyri, kvæntist Helgu Magnúsdóttur.

Unnur Hallgrímsdóttir (1918-1976)

  • S01358
  • Person
  • 8. janúar 1918 - 20. október 1976

Foreldrar: Hallgrímur Helgi Jónsson lengst b. í Hringveri og k.h. Anna Gunnarsdóttir. Húsfreyja á Sauðárkróki. Kvæntist Ingólfi Nikódemussyni húsasmíðameistara, þau eignuðust átta börn.

Anna Friðriksdóttir (1909-1993)

  • S01357
  • Person
  • 22. desember 1909 - 2. janúar 1993

Anna Friðriksdóttir, f. 22.12.1909, d. 02.01.1993. Fædd og uppalinn á Akureyri. Móðir: Þorbjörg Sigurgeirsdóttir (1879-1970). Húsfreyja á Sauðárkróki 1930. Kvæntist Jóni Nikódemussyni hitaveitu- og vatnsveitustjóra á Sauðárkróki, þau eignuðust fimm börn.

Gunnar Guðjón Helgason (1929-2007)

  • S01354
  • Person
  • 21. september 1929 - 7. janúar 2007

Gunnar Guðjón Helgason fæddist á Fagranesi á Reykjaströnd 21. september 1929. Foreldrar hans voru Guðbjörg María Guðmundsdóttir og Helgi Ísfjörð Gunnarsson. ,,Gunnar lærði bakaraiðn og vann í Sauðárkróksbakaríi um skeið, vann svo á Bifreiðaverkstæðinu Áka, Keflavíkurflugvelli, Hitaveitu Sauðárkróks og endaði svo starfsferilinn hjá Kaupfélagi Skagfirðinga en þar starfaði hann í 22 ár. Gunnar starfaði einnig mikið að félagsmálum, var m.a. formaður ungra sjálfstæðismanna í Skagafirði, formaður Stangaveiðifélags Sauðárkróks, formaður U.M.F. Tindastóls og formaður Slysavarnadeildarinnar." 17. júní 1956 kvæntist Gunnar Sigurlaugu Jónsdóttur, þau eignuðust sex börn, fyrir átti Sigurlaug einn son.

Ólafía Sigurðardóttir (1898-1983)

  • S01352
  • Person
  • 30. apríl 1898 - 5. maí 1983

Foreldrar: Sigurður Ólafsson b. og sjómaður á Eyri í Önundarfirði og k.h. Ásgerður Ólafsdóttir. Þegar Ólafía var átta ára gömul missti hún föður sinn og var ein með móður sinni eftir það. Árið 1915 fluttu þær mæðgur norður á Sauðárkrók þar sem Ólafía hóf að starfa á heimili Jóhannesar Hallgrímssonar kaupmanns og k.h. Ingibjargar Erlendsdóttur. Fljótlega kynntist hún mannsefni sínu, Pétri Jónssyni frá Kimbastöðum og kvæntust þau árið 1917, fyrsta ár sitt í búskap bjuggu þau að Bakkakoti í Vesturdal, í Reykjavík 1920-1925, á Sauðárkróki 1925-1950 er þau fluttust til Reykjavíkur. Eftir dauða Péturs 1951 flutti Ólafía fyrst til Njarðvíkur, var síðan nokkur ár á Akranesi en síðast búsett í Reykjavík. Ólafía og Pétur eignuðust þrettán börn, þar af tólf stúlkur.

Björn Guðmundsson (1911-1979)

  • S01350
  • Person
  • 28.05.1911-20.06.1979

Foreldrar: Guðmundur Guðmundsson b. og smiður á Reykjarhóli í Seyluhreppi og k.h. Stefanía Guðrún Guðmundsdóttir. Bifreiðastjóri á Sauðárkróki, lögregluþjónn á Akureyri og síðar framfærslu- og heilbrigðisfulltrúi þar. Fyrri kona: Ingibjörg Þorvaldsdóttir frá Sauðárkróki, þau skildu. Seinni kona: Ragnheiður Brynjólfsdóttir.

Jón Hallgrímur Stefánsson (1881-1962)

  • S01344
  • Person
  • 22.02.1881-19.11.1962

Jón Stefánsson var fæddur og uppalinn á Sauðárkróki, sonur Stefáns Jónssonar kaupmanns þar og f.k.h. Ólafar Hallgrímsdóttur. Jón lauk stúdentsprófi í Reykjavík 1900, hóf verkfræðinám við Háskólann í Kaupmannahöfn, lauk cand.phil. prófi þar 1901 og las verkfræði í þrjú ár en sneri þá við blaðinu og gerði listmálun að ævistarfi sínu. Hann stundaði myndlistarnám við Teknisk Selskabs Skole 1903-1905, við einkaskóla Kristians Zahrtmann til 1908 og fór síðan til Parísar þar sem hann stundaði nám við einkaskóla Henri Matisse 1908-1910. Jón var tvíkvæntur en átti börn með hvorugri konu sinni en eignaðist dóttur með Sigríði Zoëga. Jón var lengi búsettur erlendis, lengst af í Kaupmannahöfn, en flutti alkominn heim 1946. Meginviðfangsefni Jóns var íslenskt landslag en hann málaði auk þess portrettmyndir og uppstillingar. Hann var undir sterkum áhrifum frá Cézanne og Matisse en stíll hans einkennist af strangri, rökrænni formfestu og samræmdri, hófsamri litameðferð. Jón var í hópi brautryðjenda íslenskrar myndlistar á 20. öld og helsti frumkvöðull módernismans í myndlist hér á landi.

Finnbogi Jón Rögnvaldsson (1952-1995)

  • S01337
  • Person
  • 30. sept. 1952 - 14. okt. 1995

Finnbogi Jón Rögnvaldsson var fæddur á Sauðárkróki 30. september 1952. Foreldrar hans eru Rögnvaldur Elfar Finnbogason og Hulda Ingvarsdóttir. Hinn 30. desember 1973 kvæntist Finnbogi Kolbrúnu Sigfúsdóttur frá Egilsstöðum, þau eignuðust þrjár dætur. Finnbogi Jón Rögnvaldsson nam húsasmíði hjá Kristni Sveinssyni og vann ætíð síðan við smíðar, lengst af sem sjálfstæður atvinnurekandi.

Björn Ingi Ingason (1950-2002)

  • S01336
  • Person
  • 30.11.1950-05.05.2002

Björn Ingi Ingason fæddist á Sauðárkróki 30. nóvember 1950. Foreldrar hans voru Ingi Gests Sveinsson verkstjóri fartækjaverkstæðis í Straumsvík, og kona hans Guðrún Sigríður Gísladóttir. Björn gekk í barnaskóla á Sauðárkróki en flutti með foreldrum sínum til Reykjavíkur 1963. Flugvélstjóri. Gagnfræðapróf frá Lindagötu 1966. Vann um tíma í Straumsvík. Árið 1970 fór hann til náms í Tulsa í Bandaríjkunum og lauk þaðan flugvirkjanámi 21.04.1972. Áður hafði hann lokið einkaflugmannsnámi. Hóf störf hjá Cargolux strax að námi loknu sem flugvélstjóri. Réðst til Flugleiða 1982 og fór jafnframt í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og lauk þaðan prófi í blindflugi og atvinnuflugi. Skömmu síðar fór hann til Danmerkur og starfaði hjá Sterling, Conair, Articair, Boeing ofl. Árið 1988 hóf hann síðasta starf sitt sem flugvélstjóri og umsjónarmeður DC-8 þotu í eigu Kerry Packer í Sidney, Ástralíu. Síðast búsettur í Ástralíu.

Guðmundur Ingimar Þorvaldsson (1906-1931)

  • S01333
  • Person
  • 28. júlí 1906 - 21. október 1931

Sonur Þorvaldar Sveinssonar sjómanns á Sauðárkróki og k.h. Rósönnu Baldvinsdóttur. Samkvæmt skagfirskum æviskrám var Guðmundur ókvæntur og barnlaus er hann lést. Finnst ekki í Íslendingabók en legstaður Guðmundar Í Þorvaldssonar sem lést 1931 er skráður í Sauðárkrókskirkjugarði. Jafnframt finnst Guðmundur nokkur Þorvaldsson fæddur 1906 á Sauðárkróki í manntali frá 1910.

Sigríður Anna Stefánsdóttir (1905-1992)

  • S01330
  • Person
  • 29.09.1905-20.06.1992

Hún var dóttir hjónanna Stefáns Eiríkssonar og Svanfríðar Bjarnadóttur. ,,15 ára gömul flutti Sigríður frá Skógum í Þelamörk til Sauðárkróks til föðursystur sinnar Bjargar Eiríksdóttur og manns hennar Kristjáns Gíslasonar kaupmanns. Á Sauðárkróki kynntist hún mannsefni sínu, Eyþóri Stefánssyni og þau gengu í hjónaband 13. desember 1936, þau eignuðust eina dóttur."

Sólborg Rósa Valdimarsdóttir (1932-

  • S01329
  • Person
  • 05.01.1932

Dóttir Valdimars Konráðssonar b. í Brekku í Víðimýrarplássi, síðar verkamanns á Sauðárkróki og k.h. Ingibjargar Jóhannsdóttur frá Stóru-Gröf. Sólborg var lengst af búsett á Sauðárkróki en síðar í Reykjavík, starfaði á Hjúkrunarheimilinu Eir. Kvæntist Herði Guðmundssyni sjómanni og síðar verslunarmanni á Sauðárkróki.

Jófríður Björnsdóttir (1927-2000)

  • S01327
  • Person
  • 27. september 1927 - 20. desember 2000

Jófríður Björnsdóttir fæddist að Bæ á Höfðaströnd 27. september 1927. Hún var dóttir hjónanna Kristínar Ingibjargar Kristinsdóttur og Björns Jónssonar hreppstjóra frá Bæ á Höfðaströnd. ,,Jófríður stundaði nám við Húsmæðraskólann að Laugalandi í Eyjafirði veturinn 1945-1946. Áður en hún stofnaði heimili starfaði hún sem hótelstýra á Hofsósi, ráðskona á hótelinu Blönduósi og í Fornahvammi en sem ráðskona fyrir vegavinnuflokk og á Hólum í Hjaltadal fyrstu sumur eftir giftingu. Síðari hluta vetrar 1964 dvaldist hún í Reykjavík og lærði sniðagerð og saumaskap. Eftir það stundaði hún saumaskap á heimili sínu allt til þess er hún gerðist verkstjóri í verksmiðjunni Ylrúnu á Sauðárkróki um miðjan áttunda áratuginn þar sem hún starfaði allt til ársins 1992. Jófríður tók virkan þátt í félagsmálum, var m.a. formaður Kvenfélags Sauðárkróks, söng með Kirkjukór Sauðárkróks um árabil og í kór eldri borgara í Skagafirði síðustu árin. Jófríður giftist hinn 31. ágúst 1950 Gunnari Þórðarsyni bifreiðastjóra, síðar yfirlögregluþjóni og bifreiðaeftirlitsmanni, frá Lóni, Viðvíkursveit, þau eignuðust tvær dætur."

Kristín Björg Svavarsdóttir (1933-2017)

  • S01326
  • Person
  • 1. júlí 1933 - 24. júní 2017

Dóttir Svavars Sigpéturs Guðmundssonar gjaldkera á Sauðárkróki og k.h. Sigurbjargar Ögmundsdóttur. Kristín var alin upp á Reykjarhóli á Bökkum frá sjö til fjórtán ára aldurs. Vann við fiskvinnslu og við ýmis störf á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki. Kvæntist Hjalta Jósafat Guðmundssyni húsasmíðameistara.

Viggó Sigurjónsson (1905-1997)

  • S01323
  • Person
  • 27.04.1905-10.10.1997

Sonur Sigurjóns Jónassonar b. og oddvita, síðast á Skefilsstöðum á Skaga og k.h. Margrétar Stefánsdóttur. Bóndi, síðar smiður á Sauðárkróki. Kvæntist Sigríði Sigtryggsdóttur.

Bragi Pálsson (1937-)

  • S01322
  • Person
  • 03.01.1937-

Sonur Marvins Páls Þorgrímssonar og Pálínu Bergsdóttur á Sauðárkróki. Húsasmiður í Keflavík, síðar tollvörður á Keflavíkurflugvelli. Kvæntist Guðrúnu Ástu Þórarinsdóttur frá Keflavík.

Jón Kristbergur Ingólfsson (1925-2018)

  • S01320
  • Person
  • 1. okt. 1925 - 2. jan. 2018

Sonur Ingólfs Daníelssonar og Jónínu Einarsdóttur. Vélamaður og járnsmiður, lengst búsettur á Sauðárkróki. Kvæntist Regínu Margréti Magnúsdóttur.

Halldór Sigurðsson (1920-1968)

  • S01315
  • Person
  • 20.02.1920-13.04.1968

Halldór Sigurðsson, f. 20.02.1920 á Sjávarborg í Borgarsveit, d. 13.04.1968 á Hofsósi. Foreldrar: Sigurður Pétursson verkstjóri á Sauðárkróki og seinni kona hans Margrét Björnsdóttir. Halldór ólst upp á heimili foreldra sinna á Sauðárkróki. Hann vann hjá föður sínum við vita- og hafnarbyggingar víðs vegar um land á fyrstu starfsárum ævinnar. Um tvítugt fór hann í Stýrimannaskólann og lauk fiskimannaprófi 1942. Bjó á Ísafirði 1944-1945 og var skipstjóri á Djúpbátnum Fagranesi. Sneri síðan heim til Sauðárkróks og settist að þar. Stundaði sjómennsku alla tíð. Eftir andlát konu sinnar réðst hann til Þorgríms Hermannssonar útvegsmanns á Hofsósi og fluttist þangað 1963 og bjó þar til æviloka. Halldór tók virkan þátt í félagsmálum sjómanna á Sauðakróki. Sat í hreppsnefnd Hofsóss frá 1966 til dánardags. Nokkru áður en Halldórs lést var samið um nýsmíði á stóru togskipi sem keypt var til Hofsóss og heiðruðu íbúar minningu Halldórs með því að gefa skipinu nafn hans.
Maki: Kristjana Sesselja Kjartansdóttir frá Felli í Dýrafirði, f. 21.10.1918, d. 14.12.1960. Þau eignuðust eina dóttur.

Magnús Jónatansson (1899-1980)

  • S01313
  • Person
  • 10.07.1899-08.02.1980

Sonur Jónatans Stefánssonar b. á Ölduhrygg í Svartárdal og k.h. Guðríðar Ólafsdóttur. Verkamaður á Sauðárkróki.

Pálína Bergsdóttir (1902-1985)

  • S01311
  • Person
  • 17. apríl 1902 - 3. júlí 1985

Foreldrar: Bergur Sveinsson b. síðast á Mánaskál í Laxárdal fremri, og k.h. Jóhanna Sveinsdóttir. Pálína missti föður sinn sex ára gömul og ólst upp hjá vandalausum eftir það. Um tvítugt flutti hún til Reykjavíkur og vann á búinu í Tungu við Suðurlandsbraut. Flutti aftur norður í Skagafjörð 1925 að Ási í Hegranesi og vann þar um tveggja ára skeið en fluttist þá til Sauðárkróks þar sem hún kynntist mannsefni sínu, Páli Þorgrímssyni, þau voru alla tíð búsett á Sauðárkróki. Pálína tók virkan þátt í réttindabaráttu verkakvenna, ein af stofnendum Vkf. Öldunnar og sat í stjórn þess um skeið. Pálína og Páll eignuðust fimm börn.

Sigurður Jakobsson (1878-1924)

  • S01306
  • Person
  • 8. apríl 1878 - 6. janúar 1924

Sonur Jakobs Frímanns Brynjólfssonar steinsmiðs í Tungu í Gönguskörðum og k.h. Steinunnar Daníelsdóttur frá Tómasarhúsum í Aðaldal. Bóndi á Hryggjum á Staðarfjöllum 1906-1912, brá þá búi og flutti til Sauðárkróks og síðar til Siglufjarðar. Þar fékkst hann við verslun og hafði þar söluturn. Kvæntist Ólöfu Baldvinsdóttur frá Teigi í Óslandshlíð, þrjú af börnum þeirra komust upp.

Valgerður Jónsdóttir (1879-1968)

  • S01302
  • Person
  • 1. maí 1879 - 2. janúar 1968

Dóttir Jóns Jónssonar hreppstjóra á Hafsteinsstöðum og k.h. Steinunnar Árnadóttur. Valgerður ólst upp hjá foreldrum sínum á Hafsteinsstöðum til fullorðinsára. Lærði karlafatasaum og fleira hjá Sigríði Jónsdóttur húsfreyju á Reynistað. Kvæntist Bjarna Sigurðssyni b. og smið, þau bjuggu í Glæsibæ, á Sauðárkróki, í Hafnarfirði og loks í Reykjavík, þau eignuðust þrjú börn.

Jens Pétur Eriksen (1903-1971)

  • S01294
  • Person
  • 16. október 1903 - 25. júlí 1971

Foreldrar: Pétur Eriksen skósmiður á Sauðárkróki og k.h. Ingibjörg Ólafsdóttir (Eriksen).
Verkamaður á Sauðárkróki 1930. Síðar kaupmaður í Reykjavík.
Maki: Sigríður Amalía Njálsdóttir, þau eignuðust eina dóttur.

Ástrún Jónsdóttir Sívertsen (1915-1999)

  • S01293
  • Person
  • 24. mars 1915 - 27. október 1999

Petrea Ástrún Jónsdóttir Sívertsen fæddist á Mælifelli í Skagafirði 24. mars 1915. Foreldrar hennar voru hjónin Jórunn Hannesdóttir frá Skíðastöðum og Jón Sigfússon frá Mælifelli. Var á Sauðárkróki 1930. Kvæntist 26. október 1941 fyrri manni sínum, Sveini Steindórssyni, garðyrkjubónda frá Efri-Steinsmýri í Meðallandi, þau eignuðust eina dóttur, þau bjuggu að Álfafelli í Hveragerði. Sveinn lést 1944. Seinni maður Ástrúnar var Marteinn Sívertsen, húsasmíðameistari og kennari, þau bjuggu í Reykjavík, þau áttu ekki börn saman en Marteinn átti fyrir einn son.

Þórður Runeberg Magnússon Blöndal (1885-1949)

  • S01291
  • Person
  • 21. des. 1885 - 30. okt. 1949

Foreldrar: Magnús Benedikt Benediktsson Blöndal, síðast hreppstjóri í Stykkishólmi og f.k.h. Ragnheiður Sigurðardóttir. Fjögurra ára gamall fór Þórður í fóstur að Kornsá í Vatnsdal til frænda síns, Lárusar Blöndal sýslumanns og Kristínar konu hans. Að Lárusi látnum fór hann í fóstur, þá 12 ára, til Björns prests á Hofi á Skagaströnd og k.h. Bergljótar. Fluttist Þórður með þeim árið 1901 að Hvammi í Laxárdal, er sr. Björn tók við prestakalli þar. Um tvítugt sigldi Þórður til Danmerkur og starfaði þar á búgarði um tveggja ára skeið. Við heimkomuna settist Þórður að á Sævarlandi og gerðist ábúandi þar árið 1914, er Elín hálfsystir hans fluttist til hans ásamt móður sinni. Bjuggu þau systkinin þar á hluta jarðarinnar á móti Jóhanni Sigurðssyni og k.h. Sigríði Magnúsdóttur til ársins 1921, er þau fluttust til Sauðárkróks og settust þar að. Á Sauðárkróki vann hann verslunar- og skrifstofustörf. Starfaði fyrst sem sýsluskrifari, en réðst þaðan til KS og vann fyrst við afgreiðslu og síðan bókhald. Hann sat einnig í hreppsnefnd Skefilsstaðahrepps og síðar í hreppsnefnd Sauðárkróks. Var í sóknarnefnd á Sauðárkróki um árabil og jafnframt gjaldkeri; gjaldkeri sjúkrasamlagsins og vann ötullega að uppbyggingu þess. Hann hafði á höndum bókhald fyrir fjölmarga einstaklinga og félagasamtök. Þórður kvæntist ekki en hélt heimili með Elínu hálfsystur sinni, þau tóku þrjú börn í fóstur.

Eggert Kristjánsson (1878-1946)

  • S01287
  • Person
  • 17. maí 1878 - 1. júní 1946

Foreldrar: Kristján Þorvaldsson b. í Stapa og k.h. Sæunn Lárusdóttir. Um aldamótin mun Eggert hafa numið söðla- og aktygjasmíði á Stóra-Vatnsskarði eða þar um slóðir. Að því loknu settist hann að á Sauðárkróki og stundaði þar iðn sína af áhuga og alúð. Hin síðari árin rak hann jafnframt smáverslun á Sauðárkróki. Í ágúst 1916 fluttust þau hjón suður til Reykjavíkur. Þar stofnaði Eggert söðlasmiðjuna "Sleipni" og stundaði þar iðn sína með miklum myndarskap, á meðan líf og heilsa entist. Sagt var, að hann gengi ekki hart eftir greiðslu fyrir verk sín og vörur, ef fátækir áttu í hlut. Kvæntist Sumarrósu Sigurðardóttur, fæddri að Bræðraá í Sléttuhlíð, þau eignuðust þrjú börn. Sumarrós lést 1927. Ári síðar kvæntist Eggert Oddbjörgu Jónsdóttur frá Reykjavík, þau eignuðust tvö börn saman.

Gunnlaug Charlotta Eggertsdóttir (1905-1990)

  • S01286
  • Person
  • 14. maí 1905 - 6. desember 1990

Dóttir Eggerts Kristjánssonar söðlasmiðs á Sauðárkróki og Sumarrósar Sigurðardóttur. Kvæntist Karli Guðmundssyni lögregluvarðstjóra í Reykjavík. Síðast búsett í Kópavogi.

Pétur Sighvatsson (1875-1938)

  • S01274
  • Person
  • 7. nóv. 1875 - 12. ágúst 1938

Foreldrar: Sighvatur Grímsson Borgfirðingur og k.h. Ragnhildur Brynjólfsdóttir. Pétur ólst upp hjá foreldrum sínum í Dýrafirði. Þegar hann var um tvítugt sigldi hann til Kaupmannahafnar og nam þar úrsmíði. Að námi loknu, dvaldist hann þar í nokkur ár og stundaði iðn sína, og um tíma veitti hann forstöðu verkstæði húsbónda síns í fjarveru hans. Alls var Pétur sjö ár í Danmörku og kynntist þar konuefni sínu, Rósu Daníelsdóttur frá Skáldastöðum í Eyjafirði, þau komu heim til Íslands árið 1903 og kvæntust. Fluttust sama ár til Sauðárkróks og setti Pétur þar upp úrsmíðavinnustofu. Hafði einnig dálitla verslun með úr, klukkur o.fl. Verslunarleyfi fékk hann 1904 með Steindóri Jónssyni. Þegar símstöð var sett upp á Sauðárkróki fáum árum síðar, varð Pétur stöðvarstjóri og var það aðalstarf hans upp frá því. Auk þess starfaði hann að iðn sinni og margs konar smíðum og öðru því, sem hagleik þurfti til. Óhætt er að segja að Pétur hafi komið að flestum framfara- og menningarmálum Sauðárkróks á meðan hans naut við. Ári eftir að hann kom til Sauðárkróks var þar stofnað Iðnaðarmannafélag og var Pétur fyrsti gjaldkeri þess og formaður. Árið 1912 beitti hann sér mjög fyrir því að vatnsveita yrði lögð, og ári síðar stofnaði hann ásamt fleirum, Sjúkrasamlag Sauðárkróks. Var kjörinn formaður þess og var það til dauðadags. Hann hafði mikinn áhuga á rafmagnsmálum, var ávallt í rafveitunefnd og hvatti þar til stórra átaka. Mun hann fyrstur manna á Sauðárkróki hafa unnið að raflögnum og viðgerðum á þeim. Hann var stofnandi og einnig í stjórn Framfarafélags Skagfirðinga og átti sæti í hreppsnefnd. Hann var í stjórn Kaupfélags Skagfirðinga og formaður þess í nokkur ár. Jafnframt var hann einlægur bindindismaður og starfaði lengi í Góðtemplarareglunni. Pétur og Rósa eignuðust sex börn.

Guðmundur Ólafsson (1863-1954)

  • S01267
  • Person
  • 10.06.1863-29.10.1954

Foreldrar: Ólafur Sigurðsson b. og alþingismaður að Ási í Hegranesi og k.h. Sigurlaug Gunnarsdóttir. Bóndi Ási 1891-1938, brá þá búi og flutti til Sauðárkróks og dvaldi að Hlíðarstíg 1. Guðmundur rak stórbú að Ási ásamt því að stunda veiðiskap til sjós og lands. Einnig var hann sigmaður við Drangey og ágæt skytta. Starfaði lengi við fjárgæslu og póstbréfahirðingu. Á yngri árum hans var Ás mikið iðnaðnaðarheimili og stundaði Guðmundur vefnað á vetrum. Hann sat í hreppsnefnd í um 30 ár, var formaður búnaðarfélags um skeið, sáttamaður í mörg ár og safnaðarfulltrúi. Einn af stofnendum að rjómabúsins "Framtíðin" á Gljúfuráreyrum í Viðvíkursveit og starfaði að fleiri félagsmálum. Eins var hann fyrsti orgelleikari við Rípurkirkju og starfaði þar lengi. Guðmundur kvæntist Jóhönnu Guðnýju Einarsdóttur, þau eignuðust átta börn.

Elísabet Lilja Linnet (1920-1997)

  • S01265
  • Person
  • 1. nóvember 1920 - 8. september 1997

Dóttir Kristjáns Linnet sýslumanns í Skagafjarðarsýslu 1918-1924 og k.h. Jóhönnu Eyjólfu Ólafíu Júlíusdóttur Linnet. Húsfreyja í Reykjavík.

Henrik Adólf Kristjánsson Linnet (1919-2014)

  • S01264
  • Person
  • 21. júní 1919 - 6. júní 2014

Sonur Kristjáns Linnet sýslumanns Skagafjarðarsýslu 1918-1924 og k.h. Jóhönnu Eyjólfu Ólafíu Júlíusdóttur Linnet. Héraðslæknir í Bolungarvík, síðar læknir í Reykjavík.

Stefán Karl Linnet (1922-2014)

  • S01263
  • Person
  • 19.11.1922-10.05.2014

Sonur Kristjáns Linnet sýslumanns Skagafjarðarsýslu 1918-1924 og k.h. Jóhönnu Eyjólfu Ólafíu Júlíusdóttur Linnet. Framkvæmdastjóri og heildsali í Reykjavík.

Hans Ragnar Linnet (1924-2002)

  • S01261
  • Person
  • 31. maí 1924 - 23. maí 2002

Sonur Kristjáns Linnet sýslumanns Skagafjarðarsýslu 1918-1924 og k.h. Jóhönnu Eyjólfu Ólafíu Júlíusdóttur Linnet.

Anna Kristín Linnet (1927-

  • S01260
  • Person
  • 24. júní 1927

Dóttir Kristjáns Linnet sýslumanns í Skagafjarðarsýslu 1918-1924 og k.h. Jóhönnu Eyjólfu Ólafíu Júlíusdóttur Linnet. Kvæntist Sigurði Óskari Jónssyni bakarameistara í Reykjavík.

Karlakór Sauðárkróks (1963-2012)

  • S01237
  • Organization
  • 1963 - 2012

Karlakór Sauðárkróks var upprunalega stofnaður 20. nóvember 1935 og starfaði til ársloka 1942. Í janúar 1943 var stofnaður annar kór er hlaut nafnið Ásbirningar. Hann starfaði fram á mitt ár 1944. Karlakór Sauðárkróks var svo endurstofnaður 25. október 1963 og starfaði fram til ársins 1982. Hann var formlega lagður niður árið 2012.
Tilgangur félagsins er fyrst og fremst sá að halda uppi og efla karlakórsöng og sönglífi á Sauðárkróki og í Skagafjarðarsýslu.

Sigríður Halldóra Sveinsdóttir (1956-)

  • S01234
  • Person
  • 20.01.1956-

Sigríður Halldóra Sveinsdóttir fæddist þann 20. janúar 1956. Dóttir Sveins Jónssonar og Guðnýjar Friðriksdóttur á Hjallalandi í Sæmundarhlíð.
Hún er leikskólakennari á Sauðárkróki.
Áður búsett á Saurbæ í Lýtingsstaðahreppi, Skagafirði.

Jóna Sigurbjörg Rögnvaldsdóttir (1886-1972)

  • S01219
  • Person
  • 18. mars 1886 - 6. feb. 1972

Dóttir Rögnvaldar Jónssonar og Steinunnar Helgu Jónsdóttur sem lengst af bjuggu í Miðhúsum í Óslandshlíð. Kvæntist Kristjáni Möller verslunarmanni á Sauðárkróki. Þau fluttust til Siglufjarðar og voru síðast búsett þar.

Frederik Ludvig Popp (1831-1893)

  • S01161
  • Person
  • 28. feb. 1831 - 10. mars 1893

Fæddur í Kaupmannahöfn. Mun fyrst hafa komið hingað sem verslunarþjónn og verið við verslanir á Vestdalseyri við Seyðisfjörð og á Eskifirði á árunum 1858-1859. Árið 1866 hóf hann eigin verslun á Akureyri. Fljótlega hóf hann sumarverslun við Skagafjörð, fyrst á Hofsósi og einkum með hesta. Árið 1874 keypti hann verslunarhús Halls Ásgrímssonar Grænlandsfara á Sauðárkróki og hóf verslun þar en bjó þó í Kaupmannahöfn. Hann hafði verslunarstjóra á Sauðárkróki uns hann flutti þangað sjálfur með fjölskylduna árið 1885 og tók við verslunarstjórn. Varð verslun hans brátt önnur stærsta verslunin við Skagafjörð næst Gránufélagsversluninni og voru útibú á Hofsósi og Kolkuósi. Heimili þeirra hjóna á Sauðárkróki varð fljótlega helsta miðstöð alls menningarlífs á Sauðárkróki. Popp var mjög listelskur maður og lagði nokkra stunda á málarlist og málaði t.d. leiktjöld fyrir leiksýningar og studdi ásamt konu sinni mjög að allri leikstarfsemi á Sauðárkróki. Eitt helsta áhugamál hans var bygging Sauðárkrókskirkju en hann gaf 200 kr. til byggingarinnar og tvær töflur fyrir sálmanúmer, er hann útbjó sjálfur að nokkru. Eftir lát hans gaf ekkjan fagra altaristöflu til kirkjunnar í minningu hans.
Kvæntist Emilie Antonette Popp, þau eignuðust þrjú börn.

Emilie Antonette Popp (1845-1931)

  • S01160
  • Person
  • 6. apríl 1845 - 1931

Fædd í Kaupmannahöfn. Kvæntist Ludvig Popp kaupmanni. Þau bjuggu á Akureyri fyrstu ár sín í hjónabandi, fluttu svo til Kaupmannahafnar og svo aftur til Íslands og bjuggu á Sauðárkróki 1885-1893, þau eignuðust þrjú börn.

Dýrleif Árnadóttir (1899-1993)

  • S01140
  • Person
  • 4. júlí 1899 - 8. mars 1993

Foreldrar: Árni Magnússon og Anna Rósa Pálsdóttir í Utanverðunesi. Dýrleif ólst upp hjá foreldrum sínum og fluttist með þeim til Sauðárkróks árið 1907. Naut hún barna- og unglingafræðslu þar. Dýrleif starfaði mikið með ungliðadeild Góðtemplara reglunnar og í Ungmennafélaginu Tindastóli þar sem hún var heiðursfélagi. Dýrleif starfaði einnig allmikið með verkakvennafélaginu Öldunni og sat í stjórn um skeið, söng einnig um nokkurra ára skeið með Kirkjukór Sauðárkróks. Dýrleif kvæntist Guðmundi Sveinssyni árið 1919 og það sama ár hófu þau búskap á Hóli í Sæmundarhlíð. Ári síðar fluttu þau til Sauðárkróks og bjuggu þar síðan, þau eignuðust sjö börn. Eftir að börn þeirra hjóna voru uppkomin, starfaði Dýrleif við fiskvinnslu hjá KS á meðan starfsævi entist.

Gunnhildur Andrésdóttir (1887-1972)

  • S01131
  • Person
  • 22. ágúst 1887 - 11. júní 1972

Foreldrar: Andrés Pétursson b. á Öldubakka á Skaga og v. og k.h. Kristjana Jóhanna Jónsdóttir. Gunnhildur fylgdi foreldrum sínum framan af en var svo í vistum hér og þar; á Þorbjargarstöðum í Laxárdal 1916-1919, á Breiðstöðum í Gönguskörðum 1920-1921, á Veðramóti 1922 þar sem hún kynntist manni sínum Abel Jónssyni. Þau fluttu til Sauðárkróks árið 1923 þar sem þau bjuggu lengst af. Gunnhildur og Abel eignuðust ekki börn en áttu eina fósturdóttur.

Kristinn Erlendsson (1873-1951)

  • S01117
  • Person
  • 28. desember 1873 - 17. nóvember 1951

Foreldrar: Erlendur Jónsson hreppstjóri í Gröf á Höfðaströnd og k.h. Ingibjörg Jónsdóttir. Kristinn ólst upp hjá Konráði Jónssyni og Ingibjörgu Gunnlaugsdóttur í Miðhúsum í Óslandshlíð og Bæ á Höfðaströnd. Gagnfræðingur frá Möðruvöllum 1895. Kennari í Skarðshreppi 1909-1910 og 1912-1913, í Hofshreppi 1913-1914 og 1920-1925. Bóndi á Ingveldarstöðum á Reykjaströnd 1903-1907, bús. á Sauðárkróki 1907-1913 og á Hofsósi 1913-1948 er hann fluttist til Reykjavíkur. Samhliða kennslustörfum starfaði Kristinn töluvert við smíðar. Hann var formaður sóknarnefndar og meðhjálpari í Hofskirkju í mörg ár. Starfaði einnig mikið að ýmsum félagsmálum. Kristinn kvæntist Sigurlínu Ágústínu Gísladóttur frá Neðra-Ási, þau eignuðust tíu börn saman, einnig eignaðist Kristinn dóttur utan hjónabands með Sigurlaugu Jósafatsdóttur frá Krossanesi.

Bergljót Tómasdóttir Blöndal (1873-1948)

  • S01102
  • Person
  • 19. sept. 1873 - 11. ágúst 1948

Frá Brekku í Aðaldal. Kvæntist sr. Birni Blöndal. Þau bjuggu að Hofi á Skagaströnd og í Hvammi í Laxárdal. Eftir andlát Björns flutti Bergljót til Sauðárkróks þar sem hún starfaði í mörg ár við verslunarstörf. Bergljót og Björn eignuðust einn son.

Flóvent Jóhannsson (1871-1951)

  • S01099
  • Person
  • 5. janúar 1871 - 13. júlí 1951

Foreldrar: Jóhann Jónsson og Guðrún Jónsdóttir í Bragholti Efs. Flóvent varð búfræðingur frá Hólum 1896 og við framhaldsnám í Danmörku 1901-1902. Bústjóri á Hólum 1902-1905. Keypti Sjávarborg og bjó þar 1905-1908, brá þá búi og flutti til Sauðárkróks þar sem hann bjó til 1915 er hann flutti til Siglufjarðar þar sem hann bjó til æviloka. Flóvent var kennari við Bændaskólann á Hólum 1902-1905, sat í hreppsnefnd Hólahrepps og Skarðshrepps um hríð, útflutningsstjóri hrossa í Skagafirði 1909-1914 og fiskimatsmaður á Sauðárkróki 1910-1914. Verkstjóri á Siglufirði við opinberar byggingarframkvæmdir 1915-1929, bæjarfulltrúi þar 1918-1928, brunaliðsstjóri 1920-1938 og í yfirskattanefnd 1922-1926.
Kvæntist Margréti Jósefsdóttur frá Akureyri, þau eignuðust fimm börn.

Guðbjörg Stefánsdóttir (1855-1943)

  • S01083
  • Person
  • 19.07.1855-24.02.1943

Frá Fjöllum í Kelduhverfi, alin upp á Siglufirði. Kvæntist Erlendi Pálssyni, þau bjuggu á Siglufirði, Sauðárkróki, Grafarósi og síðast á Hofsósi. Guðbjörg og Erlendur eignuðust sex börn sem upp komust.

Margrét Erlendsdóttir (1894-1959)

  • S01081
  • Person
  • 6. desember 1894 - 4. apríl 1959

Dóttir Erlendar Pálssonar verslunarstjóra, síðast á Hofsósi og Guðbjargar Stefánsdóttur. Húsfreyja í Hólakoti í Hofssókn, Skag. 1930. Síðast bús. á Siglufirði.

Guðrún Árnadóttir (1887-1975)

  • S01069
  • Person
  • 17. júní 1887 - 21. september 1974

Foreldrar: Árni Magnússon og Baldvina Ásgrímsdóttir. Guðrún ólst upp á heimili foreldra sinna, í Lundi í Stíflu, að Enni á Höfðaströnd, á Ketu á Skaga og síðan að Syðra-Mallandi. Guðrún kvæntist Jóni J. Þorfinnssyni b. á Ytra-Mallandi á Skaga. Þau fluttust til Sauðárkróks árið 1938. ,,Strax um fermingu tók Guðrún að fást við skáldsagnagerð, en brenndi öll sín handrit nema drög að Dalalífi, sem var fyrsta skáldverk hennar sem gefið var út og um leið það viðamesta. Eftir að Guðrún og Jón fluttu til Sauðárkróks hafði Guðrún meiri tíma til ritstarfa en áður og árið 1946 kom fyrsta bindi Dalalífs út. Dalalíf varð svo fimm bindi, Tengdadóttirin varð þrjú bindi og sömuleiðis Utan frá sjó og Stífðar fjaðrir. Alls urðu bækurnar 27 og kom sú síðasta út árið 1973 þegar Guðrún var 86 ára gömul." Guðrún og Jón eignuðust þrjú börn.

Sigurbjörg Halldórsdóttir (1893-1916)

  • S01050
  • Person
  • 04.07.1893-11.05.1916

Dóttir Sigríðar Magnúsdóttur og Halldórs Þorleifssonar á Ystu-Grund, síðar á Sauðárkróki. Sigurbjörg lést úr berklum aðeins 23 ára gömul, ógift og barnlaus.

Guðný Tómasdóttir (1912-2008)

  • S01039
  • Person
  • 19.03.1912-06.08.2008

Dóttir Tómasar Gíslasonar kaupmanns og bókhaldara á Sauðárkróki og k.h. Elínborgar Jónsdóttur. Var á Sauðárkróki 1930. Talsímakona á Ísafirði og Reykjavík, síðar gjaldkeri í Reykjavík.
,,Guðný var við nám í Kvennaskólanum í Reykjavík 1929-1930. Hún hóf störf sem talsímakona á Ísafirði 1931 og var skipuð talsímakona þar 1.10. 1931-1935. Hún fluttist til Borðeyrar 1.1. 1941-1.6. 1942, síðan á Langlínuna í Reykjavík 8.10. 1942. Hún lét af störfum vegna veikinda 1.10. 1946. Guðný var gjaldkeri hjá Agli Vilhjálmssyni frá 1953-1982."

Sigurlaug Jónsdóttir (1870-1968)

  • S01036
  • Person
  • 19. jan. 1870 - 12. maí 1968

Foreldrar: Jónas Jónsson í Hróarsdal og 2. k. h. Elísabet Gísladóttir frá Lóni í Viðvíkursveit. Sigurlaug ólst upp hjá foreldrum sínum fram undir tvítugt, en þá réðst hún norður að Þönglabakka í Fjörðum þar sem hún kynntist manni sínum Theódóri Friðrikssyni frá Flatey á Skjálfanda. Fyrstu árin bjuggu þau í tvíbýli að Gili í Fjörðum á móti foreldrum Theódórs. Næstu þrjú árin voru þau hér og þar í húsmennsku, síðast að Bárðartjörn í Höfðahverfi. Árið 1902 fluttu þau vestur í Skagafjörð og voru fyrst um sinn í húsmennsku á kotum í grennd við Sauðárkrók en bjuggu svo í níu ár á Sauðárkróki þar til þau fluttu til Húsavíkur 1916 þar sem þau bjuggu saman til 1936 er þau skildu. Eftir lok seinni heimstyrjaldar flutti Sigurlaug aftur til Sauðárkróks og bjó þar í Blöndalshúsi fram á tíræðisaldur. Síðustu æviárin dvaldi hún í Reykjavík hjá syni sínum. Sigurlaug og Theódór eignuðust sex börn.

Gísli Jakob Jakobsson (1882-1951)

  • S01034
  • Person
  • 14.12.1882-31.08.1951

Foreldrar: Jakob Halldórsson ráðsmaður á Herjólfsstöðum í Laxárdal og Ragnheiður Eggertsdóttir. Gísli ólst upp hjá móður sinni og fósturföður, Markúsi Arasyni. Hann aflaði sér menntunnar í hljóðfæraslætti og var orgelleikari um nokkur ár við Rípurkirkju. Stundaði búskap á hálfri Rípurjörðinni, á móti fósturföður sínum 1910-1931, flutti þá að Keldudal í Hegranesi þar sem hann bjó til 1936 er hann flutti til Sauðárkróks þar sem hann bjó til æviloka. Hafði hann nokkurn búrekstur á Sauðárkróki meðfram verkamannavinnu. Kvæntist árið 1910 Sigurlaugu Guðmundsdóttur frá Ási í Hegranesi, þau eignuðust tvo syni.

Páll Jóhannsson (1888-1981)

  • S01033
  • Person
  • 20.08.1888-02.06.1981

Foreldrar: Ingibjörg Guðjónsdóttir vk. á Skíðastöðum, síðar búsett á Herjólfsstöðum og Jóhann Eyjólfsson vinnumaður á Skíðastöðum. Var ráðsmaður hjá móður sinni á Herjólfsstöðum en þar stóð hún fyrir búi 1902-1914. Páll giftist Ágústu Runólfsdóttur frá Sauðárkróki árið 1914. Þau bjuggu á Herjólfsstöðum 1914-1915, á Sauðárkróki 1915-1924 og á Hrafnagili í Laxárdal 1924-1925. Voru um tíma í Brennigerði áður en þau fluttu aftur til Sauðárkróks þar sem þau bjuggu þar til þau fluttu til Akureyrar árið 1940. Páll veiktist af taugaveiki nokkru fyrir miðjan þriðja áratuginn og átti lengi í þeim veikindum. Þessu fylgdu miklir erfiðleikar og þurftu þau að láta þrjú af börnum sínum frá sér á sveit og elsta dóttirin fór til ömmu sinnar á Herjólfsstöðum. Páll og Ágústa eignuðust níu börn saman en fyrir hafði Ágústa eignast tvo syni.

Tómas Hallgrímsson (1925-1978)

  • S01016
  • Person
  • 22.02.1925-20.11.1978

Foreldrar: Hallgrímur Tómasson kaupmaður í Reykjavík og k.h. Guðrún Einarsdóttir. Tómas ólst upp í Reykjavík. Ungur að árum fór Tómas að vinna við nýlenduverslun Jóns Hjartarsonar. Árið 1946 fluttist hann til Sauðárkróks og réðist til Kaupfélags Skagfirðinga þar sem hann starfaði óslitið í 32 ár. Tómas starfaði um skeið allmikið með Leikfélagi Sauðárkróks og var einn af stofnendum Lionsklúbbs Sauðárkróks. Árið 1952 kvæntist Tómas Rósu Þorsteinsdóttur frá Sauðárkróki, þau eignuðust níu börn, fyrir átti Tómas einn son.

Marta Sigríður Sigtryggsdóttir (1931-

  • S01014
  • Person
  • 30.11.1931

Foreldrar hennar voru Ágústa Jónasdóttir og Sigtryggur Einarsson. Kvæntist Jóni Ósmanni Magnússyni frá Héraðsdal. Búsett á Sauðárkróki.

Hólmfríður Friðriksdóttir (1937-2013)

  • S01013
  • Person
  • 03.07.1937-02.02.2013

Hólmfríður Friðriksdóttir fæddist á Sauðárkróki 3. júlí 1937. Foreldrar hennar voru Friðrik Guðmann Sigurðsson bifvélavirki og Brynhildur Jónasdóttir, húsmóðir og verkakona. Hólmfríður giftist 26.9.1959 Jóni Karli Karlssyni frá Mýri Bárðardal, þau eignuðust þrjú börn. ,,Starfsferill Hólmfríðar einkenndist í upphafi af hefðbundnum verkakvennastörfum og verslunar- og þjónustustörfum. Þannig vann hún við verslanir Kaupfélags Skafirðinga, um tíma við fiskvinnslu og verksmiðjustörf, en lengst af á umboðsskrifstofu Brunabótafélags Íslands á Sauðárkróki og seinna VÍS, þar af lengi sem umboðsmaður ásamt eiginmanni sínum. Hún tók þátt í ýmsum félagsstörfum og lengst af í Lionshreyfingunni þar sem hún var mjög virk, bæði í sínum klúbbi og með eiginmanni sínum."

Jón Björnsson (1891-1982)

  • S01011
  • Person
  • 17. nóvember 1891 - 17. september 1982

Foreldrar: Björn Björnsson og Guðbjörg Guðjónsdóttir. Jón ólst upp með foreldrum sínum, sem komu úr Svarfaðardal til Skagafjarðar árið 1903 og settust að á Hrappstöðum (nú Hlíð) í Hjaltadal. Árið 1908 fluttu þau búferlum að Unastöðum í Kolbeinsdal og bjuggu þar til 1915. Vorið 1910 réðst Jón til vinnu á Hólum við fjós- og hlöðubyggingu og komst um haustið í skólann, þar sem hann lauk búfræðiprófi vorið 1912. Sumarið milli námsvetranna vann hann í gróðrastöðinni á Hólum. Árið 1915 hóf Jón störf hjá Kristni Briem kaupmanni á Sauðárkróki og starfaði þar í 23 ár eða til 1938. Eftir það tók hann að sér deildarstjórastöðu í Ytribúðinni / Gránu þar sem hann starfaði samfleytt í 32 ár eða til ársins 1970.
Jón kvæntist Unni Magnúsdóttur, þau eignuðust fimm börn.

Sigurður Guðmundsson (1855-1951)

  • S01005
  • Person
  • 18. ágúst 1855 - 7. apríl 1951

Foreldrar: Guðmundur Ólafsson og k.h. Sigríður Símonardóttir. Sigurður ólst upp hjá foreldrum sínum fyrstu árin og fór með þeim frá Hvammkoti á Höfðaströnd að Bæ í sömu sveit 1863, ári seinna missti hann föður sinn og var eftir því í vinnumennsku víða í Sléttuhlíð, b. í Ártúni á Höfðaströnd 1888-1890 og vinnumaður á Bæ á Höfðaströnd 1893-1898. Fluttist það sama ár til Sauðárkróks og var tómthúsmaður þar til 1916 er hann fluttist til Reykjavíkur þar sem hann bjó til æviloka. Sigurður var allajafna nefndur Siggi „bæjar“ af Sauðárkróksbúum enda kenndur við Bæ á Höfðströnd. „Hann var fjörmaður mikill... glaðlyndur og greiðugur og með afbrigðum barngóður“. Kvæntist Jónínu Magnúsdóttur frá Hamri í Fljótum, þau eignuðust eina dóttur.

Guðný Jónasdóttir (1866-1943)

  • S01003
  • Person
  • 11.08.1866-16.06.1943

Fædd á Skottastöðum í Svartárdal, Au-Hún. Guðný vann mikið og merkilegt starf fyrir Góðtemplararegluna á Sauðárkróki. Kvæntist Magnúsi Benediktssyni, þau bjuggu á Sauðárkróki og eignuðust sex börn.

Unnur Magnúsdóttir (1894-1985)

  • S00990
  • Person
  • 29.06.1894-17.11.1985

Foreldrar: Magnús Benediktsson formaður á Sauðárkróki og k.h. Guðný Jónasdóttir. Þegar hún var 13 ára gömul missti hún föður sinn og ömmu úr taugaveiki. Unnur var næstelst systkina sinna og þurfti fljótlega eftir þetta að fara að vinna fyrir sér. Árið 1918 réðst hún vinnukona hjá Kristínu og Kristni Briem. Þar kynntist hún Jóni Björnssyni og kvæntust þau árið 1919. Árið 1920 keyptu þau sér eigið hús á Sauðárkróki og bjuggu þar næstu 60 árin, þau eignuðust fimm börn.

Ingibjörg Jónsdóttir (1890-1985)

  • S00977
  • Person
  • 14. júní 1890 - 3. okt. 1985

Dóttir Jóns Guðmundssonar hreppstjóra á Sauðárkróki (1907-1920) og Guðbjargar Sölvadóttur frá Skarði. Kvæntist Birni Magnússyni frá Garðakoti. Þau bjuggu á Borðeyri og Ísafirði.

Þorvaldur Einarsson (1851-1921)

  • S00968
  • Person
  • 21.01.1851-01.01.1921

Frá Nýjabæ á Álftanesi, þar sem hann ólst upp með foreldrum sínum til fermingaraldurs. 23 ára gamall réðst hann sem kaupamaður að Veðramóti í Gönguskörðum. Þaðan fluttist hann til Sauðárkróks og var þar búsettur upp frá því og stundaði sjómennsku og aðra verkamannavinnu. Árið 1875 kvæntist hann Láru Sigfúsdóttur frá Gilsárvallahjáleigu í N.-Múlasýslu, þau eignuðust tvær dætur.

Jón Björnsson (1891-1983)

  • S00956
  • Person
  • 17. júlí 1891 - 27. júlí 1983

Sonur Björns Sveinssonar og Guðbjargar Jónsdóttur. Ólst upp með foreldrum sínum í Húnaþingi til 11 ára aldurs. Árið 1915 keypti Jón jörðina Þverárdal í Laxárdal fremri ásamt föður sínum. Sumarið 1919 kvæntist hann Finneyju Reginbaldsdóttur frá Látrum í Aðalvík. Árið 1921 keyptu ungu hjónin og faðir hans jörðina Sjávarborg í Borgarsveit og bjuggu þar til 1926 er Jón keypti Heiði í Gönguskörðum þar sem þau bjuggu í tíu ár. Árið 1936 fluttu þau til Sauðárkróks og keyptu fljótlega Hótel Tindastól þar sem þau ráku veitinga- og gistiþjónustu fram á árið 1941 er breska setuliðið krafðist afnota af húsinu. Í Skarðshreppi gegndi Jón ýmsum trúnaðarstörfum, sat í hreppsnefnd og sýslunefnd, var formaður búnaðarfélags og virðingarmaður fasteigna. Á Sauðárkróki starfaði Jón sem sláturhússtjóri hjá Sláturfélagi Skagfirðinga í 11 ár, sá um gæðamat og vigtun á ull og gærum hjá K.S., var stöðvarstjóri hjá Vörubílastöð Skagafjarðar í 18 ár, umboðsmaður fyrir Ölgerð Egils Skallagrímssonar í 34 ár og Líftryggingafélagið Andvöku í allmörg ár. Jón var einn af stofnendum Byggingarsamvinnufélags Sauðárkróks og Stangveiðifélags Sauðárkróks og formaður beggja félaga um tíma.
Jón og Finney eignuðust tvær dætur.

Árni Halldórsson (1916-1995)

  • S00940
  • Person
  • 12.04.1916-01.01.1995

Sonur Karólínu Sigurrósar Konráðsdóttur og Halldórs Stefánssonar smiðs á Sauðárkróki. Kaupmaður í Hafnarfirði, kvæntist Guðrúnu Valdimarsdóttur.

Ingvar Jónsson (1917-2003)

  • S00939
  • Person
  • 8. janúar 1917 - 18. janúar 2003

Ingvar Jónsson fæddist í Steinholti í Staðarhreppi í Skagafirði 8. janúar 1917. Foreldrar hans voru Áslaug Egilsdóttir og Jón Guðmundsson. ,,Ingvar ólst upp á Sauðarkróki. Hann stundaði nám í Íþróttaskólanum í Haukadal 1937-38. Hinn 19. apríl 1942 kvæntist Ingvar Elínborgu Ásdísi Árnadóttur frá Kringlu í Torfalækjarhreppi. Bjuggu þau fyrstu árin á Sauðárkróki en fluttu til Akranes 1945 og svo til Skagastrandar 1950 og bjuggu þar allt til enda, þau eignuðust þrjú börn."

Halldóra Sigurlaug Jónsdóttir (1921-2009)

  • S00935
  • Person
  • 11.03.1921-25.09.2009

Halldóra Sigurlaug Jónsdóttir fæddist í Þverárdal í Bólstaðarhlíðarhreppi, Austur-Húnavatnssýslu, 11. mars 1921. Foreldrar Halldóru voru Jón Björnsson bóndi á Heiði og Finney Reginbaldsdóttir. ,,Halldóra ólst upp í Skagafirði. Fram til 5 ára aldurs bjó hún á Sjávarborg í Borgarsveit og til 15 ára aldurs á Heiði í Gönguskörðum er hún flutti til Sauðárkróks. Hún hóf skólagöngu sína í farskólum til skiptis á bæjunum Heiði og Veðramóti og útskrifaðist gagnfræðingur frá Sauðárkróki. Hún stundaði síðan nám í húsmæðradeild Kvennaskólans í Reykjavík. Halldóra fór þá til starfa á Sjúkrahúsi Siglufjarðar. Á Siglufirði kynntist hún eiginmanni sínum Jóhannesi Þórðarsyni og bjuggu þau þar eftir það. Halldóra vann meðal annars við verslunarstörf, síldarsöltun og ræstingar. Halldóra starfaði mikið að félagsmálum og lét til sín taka í mörgum félagasamtökum, meðal annars í Slysavarnafélaginu, Rauða krossinum, Krabbameinsfélaginu, Hjartavernd og Framsóknarflokknum. Í mörgum félögunum á Siglufirði var hún formaður um langt skeið. Hún starfaði jafnframt í nefndum á vegum Siglufjarðarbæjar." Halldóra og Jóhannes eignuðust tvö börn.

Stefán Sigurðsson (1920-1993)

  • S00926
  • Person
  • 19.03.1920-08.02.1993

Fæddur á Ísafirði. Foreldrar: Sigurður Sigurðsson, sýslumaður Skagfirðinga og Stefanía Arnórsdóttir. Stefán stundaði ýmis störf til lands og sjós á yngri árum. Varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1942 og cand. Juris frá Háskóla Íslands árið 1951. Að námi loknu gegndi hann stöðu fulltrúa sýslumanns Skagfirðinga og bæjarfógetans á Sauðárkróki, eða frá 1952-1961. Hann varð héraðsdómslögmaður árið 1958. Maki: Erla Gísladóttir. Þau eignuðust ekki börn. Þau fluttust á Akranes árið 1961 og starfaði Stefán um skeið sem fulltrúi bæjarfógeta þar. Stofnaði síðan lögmannsstofu sem hann rak til dánardags.

Arnór Sigurðsson (1919-1998)

  • S00920
  • Person
  • 01.03.1919-14.11-1998

Arnór Sigurðsson fæddist á Ísafirði 1. mars 1919. Foreldrar Arnórs voru Sigurður Sigurðsson, sýslumaður í Skagafirði, f. í Vigur í Ísafjarðardjúpi og kona hans Guðríður Stefanía Arnórsdóttir. Arnór kvæntist árið 1943 Guðrúnu Sveinsdóttur, f. 30.3. 1922, d. 24.7. 1981. Arnór og Guðrún eignuðust tvö börn. Sýsluskrifari og verslunarmaður á Sauðárkróki. Var á Sauðárkróki 1930. Síðast bús. í Kópavogi. ,,Arnór flutti barnungur frá Reykjavík til Sauðárkróks þar sem hann bjó til ársins 1996. Hann starfaði sem sýsluskrifari á Sauðárkróki frá árinu 1941 en síðar sem yfirmaður í afgreiðslu skipadeildar hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Arnór var verðlagseftirlitsmaður á Norðurlandi vestra til ársins 1990. Síðustu tvö æviárin bjó hann í Fögrubrekku í Kópavogi."

Jósefína Erlendsdóttir (1894-1937)

  • S00911
  • Person
  • 2. nóv. 1894 - 19. nóv. 1937

Dóttir Erlendar Eysteinssonar og Ástríðar Helgu Sigurðardóttur á Beinkeldu í Reykjabraut. Jósefína ólst upp með foreldrum sínum, fyrst á Beinkeldu og síðar á Stóru-Giljá. Jósefína fór ung til Reykjavíkur þar sem hún lærði m.a. að sauma karlmannsföt. Síðar stundaði hún nám í Kvennaskólanum á Blönduósi. Hún giftist árið 1913, þá 19 ára gömul, Guðmundi Frímannssyni kennara frá Hvammi í Laxárdal, þau eignuðust eina dóttur, þau slitu samvistum. Árið 1919 kvæntist hún Friðriki Hansen frá Sauðá í Borgarsveit, þau eignuðust átta börn saman.

Stefán Jónsson (1856-1910)

  • S00908
  • Person
  • 27. okt. 1856 - 5. maí 1910

Sonur Jóhönnu Hallsdóttur og sr. Jóns Hallssonar prófasts í Glaumbæ. Ólst upp hjá foreldrum sínum. Stefán var við verslunarstörf á Skagaströnd og síðar á Sauðárkróki. Fór utan til Kaupmannahafnar 1876. Var þar í verslunarskóla veturnar 1876-1878 er hann útskrifaðist. Að loknu námi varð hann verslunarstjóri við verslun Sveinbjörns Jacobsen á Sauðárkróki. Í ársbyrjun 1884 keypti hann ásamt föður sínum verslunarhúsin á Sauðárkróki og alla aðstöðu þar, það sama ár stofnsetti Gránufélagið verslun á Sauðárkróki og leigði Stefán félaginu verslunarhúsin og alla aðstöðu og gerðist verslunarstjóri hjá félaginu. Gránufélagsverslunin blómstraði undir stjórn Stefáns og árið 1900 var hún orðin stærsta verslunin við Skagafjörð. Stefán var einn helsti frumkvöðullinn að stofnun Sparisjóðs Sauðárkróks 1886 og fyrsti gjaldkeri hans og síðar formaður til æviloka. Hann átti einnig mikinn þátt í að koma upp sjúkrahúsi á Sauðárkróki.
Kona 1: Ólöf Hallgrímsdóttir frá Akureyri, þau eignuðust tvö börn saman. Ólöf lést árið 1901.
Kona 2: Elín Briem frá Reynistað, þau eignuðust ekki börn saman.
Stefán ól upp systurdóttur sína.

Guðrún Erlendsdóttir (1887-1938)

  • S00904
  • Person
  • 16.12.1887-11.04.1938

Foreldrar: Erlendur Pálsson bókhaldari á Sauðárkróki, síðar verslunarstjóri í Grafarósi og Hofsósi og k.h. Guðbjörg Stefánsdóttir. Guðrún ólst upp á Sauðárkróki, lauk þar barnaskólanámi og mun einnig hafa lært orgelleik. Fjölskyldan fluttist til Grafaróss 1903 þar sem þau bjuggu til 1915. Guðrún var organisti í kirkjunni á Hofi um skeið og kenndi lítillega orgelleik í Hofsósi og á Siglufirði. Hún flutti til Patreksfjarðar 1913 þar sem hún bjó til 1918 er hún sneri aftur til Hofsóss. Kvæntist árið 1921 Árna Jóhannssyni verslunarmanni á Hofsósi og á Sauðárkróki. Árið 1928 fluttu þau til Siglufjarðar. Þau eignuðust einn son.

Ingibjörg Guðmundsdóttir (1876-1936)

  • S00889
  • Person
  • 18.08.1876-13.09.1936

Fædd í Vatnahverfi í Refasveit. Kvæntist Þorleifi Þorbergssyni frá Selá á Skaga, þau bjuggu á Sauðárkróki. Eftir að Þorleifur lést úr holdsveiki 1906 flutti Ingibjörg til Gísla bróður síns sem þá rak Hótel Tindastól. Ingibjörg og Þorleifur eignuðust eina dóttur.

Hálfdán Guðjónsson (1863-1937)

  • S00813
  • Person
  • 23.05.1863-07.03.1937

Fæddur í Flatey á Breiðafirði þar sem faðir hans var prestur, foreldrar: sr. Guðjón Hálfdánarson og Sigríður Stefánsdóttir. Hálfdán útskrifaðist úr Prestaskólanum 1886 og var vígður sama ár til Goðdala. Fékk Breiðabólstað í Vesturhópi 1894 og Reynistaðarprestakall 1914, búsettur á Sauðárkróki, þjónaði því til 1934. Prófastur í Húnavatnssýslu 1907-1914 og í Skagafjarðarsýslu 1919-1934. Vígslubiskup í Hólabiskupsdæmi 1928 til æviloka 1937. Jafnframt gegndi Hálfdán hinum ýmsu trúnaðarstörfum, var alþingismaður Húnvetninga 1909-1911, sýslunefndarmaður í Húnavatnssýslu og Skagafjarðarsýslu um tíma. Sat í stjórn Sparisjóðs Sauðárkróks í 20 ár. Hálfdán kvæntist Herdísi Pétursdóttur frá Valadal, þau eignuðust fimm börn, tvö þeirra komust á legg.

Árni Björnsson (1863-1932)

  • S00812
  • Person
  • 1. ágúst 1863 - 26. mars 1932

Fæddur og uppalinn á Höfnum á Skagaströnd. Stúdent úr Lærða skólanum í Reykjavík 1885, cand. theol. frá Prestaskólanum í Reykjavík 1887 og vígðist Reynistaðarklaustursprestakalls það sama ár. Gegndi hann því prestakalli um 26 ára skeið. Hann hóf búskap á prestssetrinu Fagranesi árið 1889 og nytjaði það að meira eða minna leyti flest prestskaparár sín, en flutti til Sauðárkróks árið 1894, enda hafði prestsetrið verið flutt þangað með lögum frá 1891og kirkja reist þar 1892. Hann var prófastur Skagfirðinga 1908-1913, sýslunefndarmaður í Skagafjarðarsýslu fyrir Sauðárkrók 1906-1913. Tók einnig mikinn þátt í starfi Góðtemplarareglunnar. Sumarið 1913 fékk hann Garða á Álftanesi, þar þjónaði hann í 19 ár. Var einnig prófastur Kjalarnessprófastsdæmis frá 1916 til dauðadags og sýslunefndarmaður í Gullbringusýslu. Bjó síðustu þrjú árin í Hafnarfirði.
Maki: Líney Sigurjónsdóttir frá Laxamýri í Aðaldal, þau eignuðust 12 börn.

Anna Margrét Þuríður Kristjánsdóttir Möller (1846-1918)

  • S00809
  • Person
  • 28.08.1846-20.02.1918

Dóttir Kristjáns Möller veitingamanns í Reykjavík og Sigríðar Magnúsdóttur. Fyrri maður Önnu var Jósef Gottfreð Blöndal verslunarstjóri í Grafarósi og áttu þau saman þrjú börn. Jósef Blöndal lést 1880. Í september 1885 giftist Anna Jean Valgard Claessen kaupmanni á Sauðárkróki. Saman eignuðust þau fjögur börn, tvö þeirra komust á legg. Fyrir átti Jean Valgard fjögur börn með Kristínu Eggertsdóttur Briem, Anna gekk þeim í móðurstað.

Jean Valgard Claessen (1850-1918)

  • S00808
  • Person
  • 09.10.1850-27.12.1918

Ólst upp með foreldrum sínum í Khöfn. Rak verslun í Hofsósi, kom þangað á vegum Chr. Thaae stórkaupmanns. Hann tók við stjórn Hofsósverslunar 1871, 21 árs gamall. Nokkrum árum síðar tók hann svo við stjórn verslunar í Grafarósi. En 1879 fluttist hann til Sauðárkróks og tók við stjórn verzlunar Lud. Popps. Gegndi hann því starfi uns Popp flutti sjálfur til Sauðárkróks árið 1885. Árið eftir stofnaði Claessen sjálfstæða verslun sem hann rak til haustsins 1904, er hann flutti til Reykjavíkur, nýskipaður landsféhirðir. Gegndi því starfi til vorsins 1918 þá veiktist hann og lést í árslok. Starf hans að félagsmálum á Sauðárkróki var bæði mikið og farsælt. Hann var einn af stofnendum Sparisjóðs Sauðárkróks og formaður hans um skeið. Fyrsti formaður og leiðbeinandi leikfélags Sauðárkróks. Einn af aðal hvatamönnum að byggingu Sauðárkrókskirkju og fyrsti formaður sóknarnefndar þar.
Kvæntist Kristínu Eggertsdóttur Briem 1876 og eignuðust þau saman fjögur börn, Kristín lést aðeins viku eftir að yngsta barnið fæddist. Seinni kona Jean Valgard var Anna Margrét Þuríður Kristjánsdóttir Möller, þau kvæntust árið 1885 og eignuðust fjögur börn saman, tvö þeirra komust á legg, fyrir átti Anna tvo syni.

Kristín Eggertsdóttir Briem (1849-1881)

  • S00788
  • Person
  • 14. okt. 1849 - 10. des. 1881

Dóttir Eggerts Briem eldri, sýslumanns á Reynistað og Ingibjargar Eiríksdóttur. Kristín var vel menntuð og vann mikið að ýmsum félags-og framfaramálum. Var einn af stofnendum kvennaskólans í Ási í Hegranesi. Hún unni mjög tónlist og fyrir hennar forgöngu var fyrsta kirkjuorgelið í Skagafirði keypt í Reynistaðarkirkju. Kristín kvæntist Jean Valgard Claessen kaupmanni á Sauðárkróki, þau eignuðust fjögur börn, Kristín lést aðeins viku eftir fæðingu yngsta barnsins.

Guðmundur Einarsson (1865-1907)

  • S00781
  • Person
  • 15.06.1865-25.09.1907

Foreldrar: Einar Baldvin Guðmundsson b. og alþingismaður á Hraunum og 1. k. h. Kristín Pálsdóttir frá Viðvík. Guðmundur ólst upp hjá foreldrum sínum á Hraunum og vann þar að bústörfum til lands og sjávar. Hann stundaði nám á Möðruvallaskóla líklega veturnar 1881-1883. Að lokinni þeirri skólagöngu fór hann utan til námsdvalar í Þýskalandi og Noregi. Nokkru eftir að hann kom úr utanförinni gekk hann í þjónustu Gránufélagsins á Sauðárkróki og lagði þar stund á verslunarstörf. Um 1890 varð hann bókhaldari Poppsverslunar á Sauðárkróki og gengdi því starfi til 1898, er hann varð verslunarstjóri Poppsverslunar á Hofsósi. Árið 1904 varð Guðmundur verslunarstjóri Gránufélagsins á Siglufirði og gegndi því starfi til æviloka. Guðmundur kvæntist Jóhönnu Stefánsdóttur frá Reynistað, þau eignuðust fjögur börn.

Results 511 to 595 of 657