Sýnir 3772 niðurstöður

Nafnspjöld
Person

Hanna Ingibjörg Pétursdóttir (1926-2012)

  • S00115
  • Person
  • 08.08.1926-31.01.2012

Hanna I. Pétursdóttir fæddist á Sauðárkróki 8. ágúst 1926. Hún andaðist á Droplaugarstöðum hinn 31. janúar 2012. Hanna var eitt þriggja barna hjónanna Péturs Hannessonar, póst- og símstöðvarstjóra, og Sigríðar Sigtryggsdóttur. Hanna gekk í barna- og unglingaskóla á Króknum, stundaði nám við MR veturinn 1942-3 og lauk þaðan gagnfræðaprófi en hvarf síðan aftur norður og vann við afgreiðslustörf. Veturinn 1944-45 stundaði hún nám við Húsmæðraskólann á Laugalandi í Eyjafirði. Þá lá leiðin aftur suður þar sem hún starfaði í verslunum í Reykjavík, m.a. hinni rómuðu Haraldarverslun.

Hanna kynntist verðandi eiginmanni sínum, Svavari Júlíussyni, bifvélavirkjameistara og verkstjóra hjá Vegagerð ríkisins, árið 1946 og þau gengu í hjónaband hinn 25. október 1947. Börn Hönnu og Svavars urðu fjögur. Hanna vann heimavið meðan börnin voru yngri en sinnti þó ýmsum störfum utan heimilis annað slagið. Eftir að hún varð ekkja, nýorðin fimmtug, vann hún lengst af hjá Gjaldheimtunni í Reykjavík og unni þeim vinnustað af heilum hug. Hún var mikill Skagfirðingur í sér þótt hún flytti ung suður og heimsótti Krókinn sinn reglulega. Hanna sat í stjórn Skagfirðingafélagsins í Reykjavík um hríð og var ötul í starfi kvennadeildar félagsins um árabil.

Ólafur Jóhannesson (1913-1984)

  • S00157
  • Person
  • 01.03.1913-20.05.1984

Ólafur Jóhannesson var fæddur í Stóra-Holti í Fljótum þann 1. mars 1913. Foreldrar hans voru Jóhannes Friðbjörnsson og Kristrún Jónsdóttir.
Ólafur var lagaprófessor og forsætisráðherra í Reykjavík. Kona hans var Dóra Guðrún Magdalena Guðbjartsdóttir (1915-2004) og þau eignuðust þrjú börn. Ólafur var alþingismaður Skagfirðinga 1959, alþingismaður Norðurlands vestra 1959–1979, alþingismaður Skagfirðinga 1979–1984. Varaþingmaður Skagfirðinga apríl–maí 1957. Forsætisráðherra og dóms- og kirkjumálaráðherra 1971–1974 og 1978–1979, dóms- og kirkjumála- og viðskiptaráðherra 1974–1978, utanríkisráðherra 1980–1983. Formaður þingflokks Framsóknarflokksins 1969–1971.

Sigurður Sigurðsson (1887-1963)

  • S00160
  • Person
  • 19.09.1887-20.06.1963

Sigurður Sigurðsson, f. í Vigur, Ögurhreppi í Ísafjarðardjúpi 19.09.1887, d. í Hafnarfirði 20.06.1963. Foreldrar: Sigurður Stefánsson prestur og alþingismaður í Vigur og kona hans Þórunn Bjarnadóttir húsfreyja í Vigur. Sigurður ólst upp hjá foreldrum sínum í Vigur. Hann varð stúdent frá MR 1908. Cand. juris frá HÍ 1914. Yfirdómslögmaður á Ísafirði frá 1914-1921, jafnframt gjaldkeri í útibúi Íslandsbanka á Ísafirði og síðar gæslustjóri Landsbanka Íslands þar á meðan hann bjó á Ísafirði. Skipaður fulltrúi í fjármáladeild Stjórnarráðs Íslands 1921 og settur bæjarfógeti í Vestmannaeyjum frá 26. febrúar til 4. ágúst 1924. Skipaður sýslumaður Skagfirðinga 1. desember 1924 og gegndi því embætti til ársloka 1957. Frá 24.05.1947 var Sigurður jafnframt bæjarfógeti á Sauðárkróki. Sigurður gegndi ýmsum trúnaðarstörfum, var m.a. bæjarfulltrúi á Ísafirði 1917-1920. Gekkst fyrir stofnun Búnaðarsambands Skagfirðinga í árslok 1930 og sat í stjórn þess frá upphafi. Gekkst einnig fyrir stofnun Sögufélags Skagfirðinga 6. febrúar 1937 og sat í stjórn þess frá upphafi og var forseti félagsins 1937-1948. Maki: Guðríður Stefanía Arnórsdóttir (jafnan kölluð Stefanía). Þau eignuðust níu börn.

Árni Ásgrímur Þorkelsson (1852-1940)

  • S00166
  • Person
  • 17.12.1852-02.12.1940

Fæddur á Skeggstöðum, Svartárdal 17. desember 1852. Var á Sauðárkróki 1930. Hreppstjóri og bóndi í Geitaskarði í Langadal, Engihlíðarhr., A-Hún.

Hallfríður Bára Haraldsdóttir (1928-2012)

  • S00186
  • Person
  • 28.04.1928-10.10.2012

,,Hallfríður Bára Haraldsdóttir fæddist á Sauðárkróki 28. apríl 1928. Hún var einkabarn foreldra sinna, Karólínu Júníusdóttur og Haraldar Andréssonar. Bára, eins og hún var einatt nefnd, lauk hefðbundnu skyldunámi á Sauðárkróki, en að því loknu lá leið hennar út á vinnumarkaðinn. Mestalla starfsævi sína vann hún ýmis störf við fiskvinnslu á heimaslóð, lengst af hjá Fiskiðju Sauðárkróks. Bára var mjög virk í stéttarfélagi sínu, Verkakvennafélaginu Öldunni, og gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir félagið, hafði meðal annars um árabil umsjón með sjúkrasjóði félagsins og var trúnaðarmaður starfsfólks á vinnustað. Bára hélt heimili með foreldrum sínum á Öldustíg 6 allt til dauðadags þeirra. Sambýlismaður Báru síðan 1995 var Herbert K. Andersen (1930-2014)."

Kristján Þórður Blöndal (1927-1956)

  • S00198
  • Person
  • 9. sept. 1927 - 22. sept. 1956

Sjómaður í Reykjavík. Sonur Jóhönnu Árnadóttur Blöndal og Jean Valgard Blöndal, alinn upp á Sauðárkróki.

Álfheiður Guðjónsdóttir Blöndal (1874-1941)

  • S00200
  • Person
  • 30.09.1874-28.12.1941

Álfheiður Guðjónsdóttir, síðar Blöndal, f. 30.09.1874, d. 28.12.1941. Foreldrar: Guðjón Hálfdánarson, f. 1833, prestur síðast í Saurbæ í Eyjafirði og Sigríður Stefánsdóttir. Álfheiður ólst upp hjá foreldrum sínum en eftir lát föður síns flutti hún með móður sinni, fyrst að Melgerði í Eyjafirði en síðan að Goðdölum í Skagafirði er sr. Hálfdán bróðir hennar vígðist þangað. Hún naut á yngri árum kennslu í Kvennaskólanum í Reykjavík og á Ytri-Ey. Starfaði mikið í Hinu skagfirzka kvenfélagi.
Maki: Kristján Þórður J. Blöndal, f. 18.07.1864, póstafgreiðslumaður og bóksali á Sauðárkróki. Þau eignuðust tvíbura en aðeins annar þeirra, Jean Valgarð, komst upp.

Ísleifur Árnason (1900-1962)

  • S00213
  • Person
  • 20.04.1900-07.08.1962

Lögfræðingur, síðar lagaprófessor og borgardómari. Kvæntur Soffíu Gísladóttur Árnason, þau áttu fjögur börn.

Guðrún Árnadóttir Johnson (1902-1973)

  • S00221
  • Person
  • 270.5. 1902 - 11.09. 1973

Frá Geitaskarði, dóttir Árna Ásgríms Þorkelssonar og Hildar Solveigar Sveinsdóttur. Húsfreyja í Reykjavík. Gift Ólafi Þ. Johnson stórkaupmanni.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

  • S00225
  • Person
  • 24.06.1927-29.06.2003

Jóhannes Geir Jónsson fæddist á Sauðárkróki 24. júní 1927. Faðir: Jón Þ. Björnsson frá Veðramóti, kennari og síðar skólastjóri á Sauðárkróki (1882-1964). Móðir: Geirlaug Jóhannesdóttir húsfreyja (1892-1932). ,,Jóhannes Geir ólst upp á Sauðárkróki, gekk í barnaskólann og unglingaskólann þar og var tvo vetur í Menntaskólanum á Akureyri 1941-43. Hann nam við Handíða- og myndlistarskólann 1946-48, þar sem aðalkennarar hans voru Kurt Zier og Kjartan Guðjónsson. Árið 1948-49 var hann í Konunglegu listaakademíunni í Kaupmannahöfn, þar sem hann naut handleiðslu Axels Jörgensen. Jóhannes Geir hélt um tylft einkasýninga og tók þátt í á þriðja tug samsýninga, heima og erlendis. Verk eftir hann er að finna í öllum helstu listasöfnum landsins og að auki í einkasöfnum austanhafs og vestan." Jóhannes eignaðist son með Ástu Sigurðardóttur rithöfundi.
,,Jóhannes Geir er af mörgum talinn meðal helstu fulltrúa hins tjáningarríka raunsæis, þ.e. expressjónismans, í íslenskri myndlist. Meðal þekktustu myndverka hans eru "endurminningarmyndirnar" svonefndu, olíumálverk, teikningar og pastelmyndir frá árunum 1964-70, þar sem listamaðurinn gengur á hólm við ýmsar sársaukafullar tilfinningar og minningar frá æskuárum. Á seinni árum beindi Jóhannes Geir sjónum sínum aðallega að íslensku landslagi, einkum og sér í lagi staðháttum í heimabyggð sinni, og gæddi myndefni sitt sjaldgæfum ljóðrænum þokka og sögulegu innsæi."

Sigurður Bergmann Gíslason (1925-2009)

  • S00226
  • Person
  • 24. maí 1925 - 27. febrúar 2009

Sonur Gísla Stefáns Sigurðssonar og Jóhönnu Sigríðar Sölvadóttur. Þau bjuggu að Aðalgötu 27 / Helgafelli á Sauðárkróki. Kvæntist Ernu Daníelínu Magnúsdóttur frá Grund í Svarfaðardal, þau voru búsett á Siglufirði.

Ester Gígja Guðmundsdóttir (1932-1996)

  • S00239
  • Person
  • 19. mars 1932 - 22. mars 1996

Dóttir Guðmundar Andréssonar dýralæknis og Jóhönnu Björnsdóttur, þau voru ekki kvænt. Ester ólst upp hjá Guðmundi Eiríkssyni og Björgu Jónsdóttur á Breið í Tungusveit frá fimm ára aldri. Hún var húsmóðir og verkakona á Sauðárkróki, flutti til Hveragerðis 1994. Maður hennar var Ármann Kristjánsson sjómaður og verkamaður á Sauðárkróki.

Árni Sigurðsson (1927-2020)

  • S00242
  • Person
  • 13. nóv. 1927 - 26. okt. 2020

Árni fæddist á Sauðárkróki árið 1927. Foreldrar hans voru Sigurður Sigurðsson sýslumaður Skagfirðinga og Stefanía Arnórsdóttir kona hans. Árni lærði til prests, var á Neskaupstað og síðast sóknarprestur á Blönduósi. Eginkona hans var Eyrún Gísladóttir. Þau eignuðust tvö börn, Arnór og Hildi.

Jónas Sigurjónsson (1944-

  • S02317
  • Person
  • 30. okt. 1944-

Sonur Sigurjóns Jónassonar og Sigrúnar Júlíusdóttur á Skörðugili. Kvæntur Valgerði Kristjánsdóttur frá Syðri-Hofdölum, þau búa í Einholti á Hofstaðabyggð.

Kristján Skarphéðinsson (1922-1988)

  • S01900
  • Person
  • 1. júlí 1922 - 7. apríl 1988

Fósturbarn á Síðumúlaveggjum í Stafholtstungum í Borgarfirði árið 1930. ,,Kristján lærði ungur bifvélavirkjun og fluttist til Sauðárkróks, þar sem hann starfaði síðan, fyrst sem bifvélavirki og verkstæðisformaður, en gerðist síðar verslunarstjóri og kaupmaður í Matvörubúðinni, og þar starfaði hann síðan í mörg ár. Kristján var mikill félagsmálamaður. Lengi starfaði hann í Leikfélagi Sauðárkróks, og um langt skeið var hann helsti forvígismaður leiklistar á staðnum, og lék iðulega helstu hlutverk í ýmsum meiri háttar leikverkum við mikla hrifningu áhorfenda.Hann rak samkomuhúsið Bifröst um árabil og var þátttakandi í ýmsum klúbbum og félögum á staðnum."
Kristján var tvíkvæntur: Fyrir konu sína, Margréti, missti hann eftir fárra ára sambúð, þau áttu einn kjörson. Seinni kona hans var Erna Jónsdóttir, þau eignuðust einn son.

Björgvin Eyjólfsson (1935-1961)

  • S00252
  • Person
  • 16. ágúst 1935 - 12. feb. 1961

Fæddur á Siglufirði, ólst upp á Dýrfinnustöðum hjá Maríu Jóhannesdóttur húsfreyju. Foreldrar: Eyjólfur Finnbogason pípulagningamaður á Sauðárkróki og Dórothea Jóhannesdóttir systir Maríu. Björgvin kvæntist Jónínu Óskarsdóttur frá Eskifirði.

Ingibjörg Stefánsdóttir (1898-1971)

  • S00264
  • Person
  • 14.04.1898-11.02.1971

Ingibjörg Stefánsdóttir fæddist á Svaðastöðum í Hofstaðaplássi þann 14. apríl 1898. Hún var kona Magnúsar Kr. Gíslasonar og húsfreyja á Vöglum í Akrahreppi. Hún var formaður Kvenfélags Akrahrepps um skeið. Hún stofnaði einnig bindindisfélag með unglingum í Akrahreppi.

Einar Jónsson (1863-1950)

  • S00265
  • Person
  • 06.06.1863-07.12.1950

Einar Jónsson fæddist að Þverá í Öxnadal þann 6. júní 1893. Hann var bóndi í Flatatungu í Akrahreppi. Á árunum 1901-1907 var hann hreppsnefndarmaður í Akrahreppi.
Kona hans var Sesselja Sigurðardóttir (1872-1945).

Reynir Hjaltason (1932-2007)

  • S00269
  • Person
  • 12.05.1932 - 07.05.2007

Reynir Hjaltason fæddist þann 12. maí 1932. Hann var á Vöglum árið 1945.

Guðmundur Björnsson (1894-1956)

  • S00689
  • Person
  • 20.07.1894-08.04.1956

Guðmundur er fæddur 20. júlí 1894 á Veðramóti í Göngusköðrum. Faðir: Björn Jónsson, bóndi og hreppstjóri á Veðramóti. Móðir: Þorbjörg Stefánsdóttir, húsfreyja á Veðramóti.
Guðmundur ólst upp hjá foreldrum sínum á Veðramóti, næstyngstur 10 systkina. Móðir hans lést þegar hann var ungur að aldri. Skólagöngu Guðmundar lauk við barnanám. Að því loknu vann hann á búi föður síns og bræðra á Veðramóti til ársins 1918 er hann kvæntist og fluttist Sauðárkróks. Þar bjuggu þau hjónin til vorsins 1922 er þau fluttu að Tungu í Gönguskörðum og reistu þar bú.
Eftir níu ára búsetu í Tungu fluttu þau aftur á Sauðárkrók. Guðmundur átti við heilsubrest að stríða en einnig spilaði kreppan inn í. Á Króknum stundaði Guðmundur þá daglaunavinnu sem gafst. Hann, ásamt nokkrum samborgurum á Króknum, stofnaði hjónaklúbb sem nefndur var „Gömlu dansa klúbburinn“. Einnig starfaði hann allmikið með Leikfélagi Sauðárkróks. Fyrri kona Guðmundar var Þórey Ólafsdóttir (1895-1945) en þau giftust 14. júlí 1918. Saman áttu þau þrjú börn.
Seinni kona hans var Lára Sigurlín Þorsteinsdóttir (1900-1980) en þau giftust á Sauðárkróki 27. nóvember 1954.
Guðmundur lést í Reykjavík 8. apríl 1956 í Reykjavík.

Ari Birgir Pálsson (1934-2001)

  • S03421
  • Person
  • 08.03.1934-04.02.2001

Ari Birgir Pálsson, f. á Sauðárkróki 08.03.1934, d. 04.02.2001. Foreldrar: Ósk Guðbrún Aradóttir frá Móbergi í Langardal og Páll H. Árnason frá Geitaskarði. Ari bjó á Móbergi til 17 ára aldurs. Þá flutti hann til Vestmannaeyja með foreldrum sínum og tveimur bræðrum. Ari og Rebekka hófu búskap í Stakkholti í Vestmannaeyjum en fluttu svo í Uppsali þar sem Ari bjó þar til hann lést. Hann stundaði sjómennsku á yngri árum en gerðist svo bifreiðastjóri.
Maki: Rebekka Óskarsdóttir. Þau áttu þrjú börn.

Erlendur Hansen (1924-2012)

  • S00314
  • Person
  • 26.08.1924-26.08.2012

Foreldrar hans voru hjónin Friðrik Hansen, kennari, vegavinnuverkstjóri, oddviti og ljóðskáld frá Sauðá við Sauðárkrók og Jósefína Erlendsdóttir Hansen, saumakona og klæðskeri frá Beinakeldu, Torfalækjarhreppi, A-Hún. ,,Erlendur ólst upp á Sauðárkróki og Stóru-Giljá í Húnavatnssýslu hjá móðurbræðrum sínum. Hann var kosinn f.h. Alþýðuflokksins í fyrstu bæjarstjórn Sauðárkróks í júlí 1947 og var bæjarfulltrúi 1947-1950, 1960-1962 og 1966-1974. Var einn af stofnendum Iðnsveinafélags Skagafjarðar 1965. Erlendur hlaut meistarabréf í rafvirkjun 1956 og rak eigið rafmagnsverkstæði til 1972. Stofnaði og rak ásamt Jóhönnu Lárentsínusdóttur sambýliskonu sinni saumastofuna Vöku frá 1972-1988 og þar í framhaldi fasteignafélagið Erlendur Hansen sf. Erlendur var mikill áhugamaður um sögu og menningu Skagafjarðar og Húnavatnssýsla. Hann safnaði bókum, handritum og ljósmyndum og hélt vandaðar skrár yfir þær. Hann var einnig vel hagorður eins og hann átti ætt til og er til fjöldi ljóða og lausavísna eftir hann."
Erlendur átti eina dóttur. Hann og Jóhanna áttu ekki börn saman en Jóhanna átti einn son fyrir.

Elías Þórðarson (1897-1991)

  • S00272
  • Person
  • 26.05.1897-26.07.1991

Elías Þórðarson fæddist í Kílsnesi á Melrakkasléttu 26. maí 1897.
Hann var bóndi í Axlarhaga í Akrahreppi 1932-1939 og á Narfastöðum í Viðvíkurhreppi 1940-1976.
Kona hans var Oddný Jónsdóttir (1897-1989).

Birna Sigurðardóttir (1923-)

  • S00291
  • Person
  • 1923

Birna Sigurðardóttir. Dóttir Sigurðar Sigurðssonar (1871-1940) og Jóhönnu Jónsdóttur (1889-1993).

Páll Ágústsson

  • S00304
  • Person

Fæddur í kringum 1920 (+/- 3 ár). Var í Ungmennaskóla Sauðárkróks veturinn 1937-1938.

Jón Gamalíelsson (1923-2000)

  • S00297
  • Person
  • 23.3.1923-1.12.2000

Jón Gamalíelsson fæddist í Réttarholti í Blönduhlíð i Skagafirði 23. mars 1923. Foreldrar hans voru María Rögnvaldsdóttir og Gamalíel Sigurjónsson. ,,Jón kvæntist 19. september 1964 Jónu Guðbergsddttur frá Neðri Hjarðardal í Dýrafirði. Jón lærði rafvirkjun við Iðnskólann á Siglufirði og starfaði við iðnina til 1957 bæði innanlands og í Noregi. Þá hóf hann nám í rafmagnstæknifræði við Oslo Tekniske Skole. Að loknu námi 1960 kom Jóu heim og fór að vinna hjá Rafmagnsveitum ríkisins. Árið 1967 hóf hann störf hjá Rafmagnseftirliti ríkisins og vann þar til starfsloka 1994. Auk þess starfaði Jón sem stundakennari við Iðnskólann og Tækniskóla Íslands."

Gyða Jónsdóttir (1924-2011)

  • S00462
  • Person
  • 4. ágúst 1924 - 17. janúar 2011

Var á Sauðárkróki 1930. Heimilisiðnaðarkennari á Blönduósi, síðar húsfreyja í Reykjavík.

Ingveldur Hólmsteina Rögnvaldsdóttir (1922-2009)

  • S00310
  • Person
  • 4.1.1922-24.4.2009

Ingveldur Hólmsteina Rögnvaldsdóttir fæddist á Tyrfingsstöðum í Akrahreppi í Skagafirði 4. janúar 1922. Foreldrar hennar voru hjónin Árný Sigríður Árnadóttir og Rögnvaldur Jónsson. Árið 1944 giftist Ingveldur Guttormi Óskarssyni, þau áttu þrjár dætur. ,,Að loknu barnaskólanámi á Sauðárkróki stundaði Ingveldur nám við Héraðsskólann að Laugarvatni í einn vetur. Átján ára fór hún sem ráðskona í vegavinnu hjá föður sínum og hélt þeim starfa í mörg sumur. Fyrstu tvö hjúskaparárin bjuggu þau Ingveldur og Guttormur í Reykjavík en fluttu síðan til Sauðárkróks þar sem Guttormur starfaði sem gjaldkeri Kaupfélags Skagfirðinga til starfsloka. Ingveldur var lengst af heimavinnandi húsmóðir en eftir að dæturnar voru fluttar að heiman vann hún tímabundið í verslun og síðar á kaffistofu KS."

Sigríður Hauksdóttir (1961-2006)

  • S00283
  • Person
  • 30.06.1961 - 14.02.2006

Sigríður Hauksdóttir fæddist 30. júní 1961.
Hún var verslunarmaður, síðast búsett í Svíþjóð.

Friðrik Friðriksson Hansen (1947-2004)

  • S00753
  • Person
  • 2. júní 1947 - 30. des. 2004

Sonur Friðriks Hansen og Sigríðar Eiríksdóttur. ,,Friðrik ólst upp á Sauðárkróki og lauk námi frá Gagnfræðaskólanum á Sauðárkróki og Iðnskólanum á Sauðárkróki. Hann stundaði ýmis verkamannastörf og vann á vinnuvélum um árabil á heimaslóðum. Hann vann einnig um tveggja ára skeið í Svíþjóð. Vegna heilsubrests dvaldist hann síðustu 13 árin á sambýlum, fyrst á Gauksmýri og síðan á Hvammstanga þar sem hann lést. Friðrik var hagur og vann við útskurð og hafa nokkur verk hans verið á sýningum á Safnasafninu á Svalbarðsströnd."

Jóhann Friðriksson (1953-)

  • S00286
  • Person
  • 21.06.1953

Jóhann Friðriksson fæddist 21. júní 1953.
Hann er tölvuumsjónarmaður Árskóla á Sauðárkróki, var kennari þar og um árabil trommari í Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar.
Kona hans er Hildur Sigríður Sigurðardóttir (1953-)

Lárus Sighvatsson (1952-)

  • S00288
  • Person
  • 10.08.1952

Lárus Sighvatsson fæddist 10. ágúst 1952.
Lárus er tónlistmaður og skólastjóri Tónlistarskólans á Akranesi.
Kona hans er Ásta Egilsdóttir (1953-)

Eyþór Árnason (1954-)

  • S00289
  • Person
  • 02.08.1954

Eyþór Árnason fæddist 2. ágúst 1954. Hann er frá Uppsölum í Akrahreppi. Hann er menntaður leikari, starfaði sem sviðsstjóri hjá Stöð 2 og starfar nú sem sviðsstjóri í Hörpu. Hann hefur gefið út ljóðabækur.

Stefán Eysteinn Sigurðsson (1926-2008)

  • S00303
  • Person
  • 27. mars 1926 - 6. ágúst 2008

Stefán Eysteinn Sigurðsson fæddist 27. mars 1926. Foreldrar hans voru Sigurður Pétursson verkstjóri í vitabyggingum og Margrét Björnsdóttir húsmóðir. Eiginkona Eysteins var Kristín Guðmundsdóttir, f. 22. júní 1929, d. 6. ágúst 2006, þau eignuðust fimm börn. ,,Eysteinn ólst upp á Sauðárkrók og vann við vitabyggingar með föður sínum þegar hann hafði aldur og þroska til. Eftir að þau fluttu til Reykjavíkur hóf hann nám í bifvélavirkjun hjá Þ.Jónsson & Co og starfaði hann þar og síðar hjá Vélalandi alla sína starfsævi."

Þorbjörg Traustadóttir (1917-2007)

  • S00705
  • Person
  • 8. nóv. 1917 - 20. júlí 2007

Dóttir Trausta Friðrikssonar og Ásu Nýbjargar Ásgrímsdóttur. Flutti til Vesturheims með foreldrum sínum árið 1922. Húsfreyja í Winnipeg.

Sigríður Eggertsdóttir Briem Thorsteinsson (1901-1998)

  • S00708
  • Person
  • 9. júlí 1901 - 2. júlí 1998

Sigríður Briem Thorsteinsson fæddist á Sauðárkróki 9. júlí 1901, dóttir Eggerts Briem þáverandi sýslumanns á Sauðárkróki og Guðrúnar Jónsdóttur frá Auðkúlu. ,,Sigríður stundaði nám við Kvennaskólann í Reykjavík 1915-1918. Þá stundaði hún teikninám og handavinnunám í Kaupmannahöfn 1922, enskunám í London 1927 og nam við snið- og handavinnuskóla í Frankfurt am Main 1933. Hún var handavinnukennari við Kvennaskólann í Reykjavík 1919­-1953. Sigríður sat í stjórn Hjúkrunarfélagsins Líknar og Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur 1943­-1955, var í nefnd til að gera tillögu um handavinnunám í skólum árið 1947, sat í skólanefnd Húsmæðraskóla Reykjavíkur frá 1950 og var formaður skólanefndar Kvennaskólans í Reykjavík 1955­-1983. Sigríður gerðist félagi í Hringnum árið 1921 og í Oddfellowreglunni árið 1939 og starfaði í Rb. stúkunni nr. 1, Bergþóru, meðan heilsan leyfði. Sigríður var sæmd fálkaorðunni fyrir störf sín að líknar- og menningarmálum." Sigríður giftist 6. júní 1953, Magnúsi Sch. Thorsteinsson, forstjóra í Reykjavík.

Sigríður Jósefsdóttir (1886-1901)

  • S00713
  • Person
  • 26.02.1886-02.09.1901

Dóttir Jósefs Björnssonar skólastjóra á Hólum og Hólmfríðar Björnsdóttur frá Brimnesi. Lést 15 ára gömul.

Guðrún Stefánsdóttir (1878-1917)

  • S00723
  • Person
  • 11.04.1878-18.08.1917

Dóttir Stefáns Ásgrímssonar og Helgu Jónsdóttur í Efra-Ási. Kvæntist Sigurði Ásgrímssyni (1876-1939), þau bjuggu fyrst að Efra-Ási, svo að Unastöðum í Kolbeinsdal, í Ólafsfirði, í Ketu í Hegranesi og síðast á Ási í Hegranesi. Guðrún og Sigurður eignuðust tvö börn.

Stefán Eiríksson (1896-1975)

  • S00734
  • Person
  • 12.06.1896-24.01.1975

Sonur Eiríks Jónssonar og Sigríðar Hannesdóttur í Djúpadal. Fór í nám austur að Eiðum í tvo vetur og útskrifaðist hann þaðan vorið 1921. Að Eiðadvölinni lokinni hélt hann kyrru fyrir í Djúpadal og tók þar við búi ári 1923. En árið 1925 breytti hann til og brá sér við fjórða mann til Kanada. Ameríkuárin urðu rúm 30, og ævintýrin, sem Stefán sagðist hafa farið til þess að leita, sniðgengu hann svo sannarlega ekki. Þar vestra starfaði hann m.a. við ýmiskonar byggingastörf og í gullnámu. Hann kom heim fyrir fullt og allt árið 1957. Stefán kvæntist ekki en eignaðist dóttur með Kristínu Sigfúsdóttur (1893-1941).

Kristján Gíslason (1863-1954)

  • S00735
  • Person
  • 15.06.1863-03.04.1954

Kristján ólst upp á Eyvindarstöðum í Blöndudal og bjó þar til 25 ára aldurs. Eyvindarstaðasystkinin voru alls 23, og komust 11 til fullorðinsaldurs. Frá Eyvindarstöðum fluttist Kristján með föður sínum að Sjávarborg í Skagafirði árið 1888. Þar dvaldist hann í tvö ár, en fór þaðan til Sauðárkróks 1890 og keypti sér borgarabréf. Hann náði verslunarsambandi við útlönd og hófst nú verslun hans, þótt í smáum stíl væri, í húsi Bjarna Jónassonar, svokölluðu "Græna húsi". Kaupsýsluhæfileikar Kristjáns komu fljótt í ljós, enda byggði hann nú stórt og miðlungs íveru- og verslunarhús á Sauðárkróki ásamt vörugeymslu og síðar mjög myndarlegu sláturhúsi. Verslun hans jókst jafnt og þétt, svo að á fyrri stríðsárunum 1914-1918 var hann orðinn með stærstu kaupmönnum á Sauðárkróki. Útibú rak hann frá aðalverslun sinni, er hann nefndi Bræðrabúð og mun þar aðallega hafa verið um staðgreiðsluverslun að ræða. Fyrir þessari búð stóð í mörg ár dóttir hans, Þórunn. Samhliða verslunarrekstrinum fór Kristján að yrkja jörðina. Hann mun manna fyrstur hafa byrjað ræktun á svokölluðum "móum" fyrir ofan kauptúnið. Síðar keypti hann Áshildarholt og hófst handa við stórfellda ræktun þar, byggði myndarlegt steinhús og pengingshús og girti af alla jörðina. Þegar Eimskipafélag Íslands var stofnað gerðist Kristján afgreiðslumaður þess á Sauðárkróki og var það til ársins 1942. Árið 1952 seldi Kristján eigur sínar á Sauðárkróki og fluttist alfarinn til R.víkur ásamt dóttur sinni Sigríði, er veitt hafði heimili hans forstöðu síðustu ár hans á Sauðárkróki. Hann hafði mikið yndi af söng og hljóðfæraslætti og var fyrsti organisti í Sauðárkrókskirkju um 1892, er hún var reist. Kristján kvæntist Björgu Eiríksdóttur frá Blöndudalshólum, þau eignuðust fimm börn.

Axel Kristjánsson (1892-1942)

  • S00737
  • Person
  • 17.08.1892-16.04.1942

Sonur Kristjáns Gíslasonar kaupmanns á Sauðárkróki og Bjargar Eiríksdóttur. Var í Reykjavík 1910. Kaupmaður á Akureyri 1930.

Sigríður Björg Sveinsdóttir (1865-1957)

  • S00747
  • Person
  • 15. júní 1865 - 5. ágúst 1957

Foreldrar: Sveinn Sigvaldason og Ingibjörg Hannesdóttir á Steini á Reykjaströnd, síðar á Árbæ á Sauðárkróki. Húsfreyja á Skarði í Gönguskörðum, seinni kona Lárusar Stefánssonar, þau eignuðust saman 12 börn. Með fyrri konu sinni átti Lárus þrjú börn og tvö utan hjónabands.

Stefán Friðriksson (1902-1980)

  • S00757
  • Person
  • 03.02.1902-20.06.1980

Sonur Guðríðar Pétursdóttur og Friðriks Stefánssonar í Valadal. Kvæntist Ingibjörgu Jónsdóttur (1915-2012) frá Reynistað, þau eignuðust sex börn.

Helga Friðriksdóttir (1906-2005)

  • S00755
  • Person
  • 28.09.1906-12.11.1985)

Helga Friðriksdóttir fæddist í Valadal í Skagafirði 28. september 1906. Foreldrar hennar voru Friðrik Stefánsson bóndi, Valadal og k.h. Guðríður Pétursdóttir. Eiginmaður Helgu var Björn Ólafsson frá Álftagerði í Skagafirði, f. 9. ágúst 1908, d. 12. nóvember 1985. Hófu þau búskap á Krithóli í Skagafirði 1929 og bjuggu þau þar allan sinn búskap, þau eignuðust fjögur börn.

Guðrún Sveinsdóttir (1892-1967)

  • S00761
  • Person
  • 1. mars 1892 - 18. ágúst 1967

Dóttir Sveins Jónatanssonar og Guðbjargar Jónsdóttur á Hrauni á Skaga. Kvæntist Óskari Þórðarsyni lækni í Reykjavík, síðast búsett í Reykjavík.

Eiríkur Guðmundsson (1880-1927)

  • S00764
  • Person
  • 08.10.1880-23.07.1927

Sonur Guðmundar Sigurðssonar og Guðrúnar Eiríksdóttur. Fæddur og uppalinn í Ytra-Vallholti. Foreldrar hans brugðu búi 1919 og tók Eiríkur þá við búi þar ásamt Jóhannesi bróður sínum og bjó þar stórbúi til 1927. Á dánardegi gerði Eiríkur arfleiðsluskrá þar sem hann m.a. kvað á um stofnun sjóðs af hluta eigna sinna en tilgangur sjóðsins ,,...var að verðlauna bændur í þáverandi Seyluhreppi sem sérstaklega sköruðu framúr í búfjárrækt og hirðingu á skepnum, og þá jafnframt gætt fyllstu hagsýni í meðferð fóðurbirgða, þeim sem mestum árangri ná í kynbótum og ræktun fénaðarins og ennfremur þeim sem verða hreppsbúum sínum að miklu liði með fóðurhjálp í harðindum." Eiríkur kvæntist ekki en átti eina dóttur með Guðnýju Stefánsdóttur sem þá bjó í Holtskoti á Langholti.

Friðgeir Kemp (1917-2007)

  • S00767
  • Person
  • 29.04.1917-02.09.2007

Sonur Lúðvíks Kemp og Elísabetar Stefánsdóttur. Bóndi í Lækjardal í Engihlíðarhreppi A-Hún., síðast búsettur á Sauðárkróki. Kvæntist Elísabetu Geirlaugsdóttur frá Holti í Svínadal.

Hansína Benediktsdóttir (1874-1948)

  • S00773
  • Person
  • 17.05.1874-21.07.1948

Hansína Benediktsdóttir, f. 17.05.1874, d. 21.07.1948. Foreldrar: Regína Magdalena Hansdóttir Sívertsen og Benedikt Kristjánsson.
Maki: Jónas Kristjánsson læknir, f. 20.09.1870, d. 03.04.1960. Þau eignuðust 5 börn.
Þau bjuggu á Fljótsdalshéraði 1901-1911, fyrst á Arnheiðarstöðum 1901-1902, þá á Hrafnkelsstöðum 1902-1903, síðan á Brekku í Fljótsdal. Bjuggu á Sauðárkróki 1911-1938 en eftir það í Reykjavík.

Pétur Jónsson (1891-1951)

  • S00778
  • Person
  • 20.06.1891-19.06.1951

Sonur Jóns Jónssonar á Kimbastöðum og f.k.h. Guðrúnar Eggertsdóttur. Pétur var rétt sjö ára gamall þegar móðir hann lést en seinni kona föður hans, Björg Sigurðardóttir gekk honum í móðurstað örfáum árum síðar. Árið 1917 kvæntist hann Ólafíu Sigurðardóttur frá Eyri í Önundarfirði. Þau fluttu til Reykjavíkur 1920 þar sem Pétur starfaði við ræktunarstörf hjá mági sínum sem þá var héraðsráðunautur Kjalarnesþings. Árið 1925 fluttu þau aftur norður og settust að á Sauðárkróki þar sem Pétur stundaði ýmsa verkamannavinnu, m.a. brúarsmíði. Frá árinu 1933 starfaði hann sem verkstjóri og ráðningarmaður Uppskipunarfélagsins. Árið 1937 var hann kjörinn í hreppsnefnd þar sem hann sat eitt kjörtímabil. Starfaði svo frá árinu 1940-1950 sem frysti- og sláturhússtjóri hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, einnig sá hann um hafnargarð og skipaafgreiðslu. Árið 1950 flutti fjölskyldan til Reykjavíkur vegna veikinda sem hrjáð höfðu Pétur um nokkurt skeið. Pétur og Ólafía eignuðust þrettán börn, tólf þeirra komust á legg.

Björg Sigurðardóttir (1876-1954)

  • S00777
  • Person
  • 10. desember 1876 - 1. apríl 1954

Foreldrar: Sigurður Stefánsson og Þorbjörg Guðmundsdóttir í Vatnskoti. Sambýliskona Jóns Jónssonar á Kimbastöðum, þau bjuggu lengst af á Kimbastöðum, síðan í Borgargerði, á Sauðárkróki og síðustu árin á Hafsteinsstöðum. Björg og Jón eignuðust tvær dætur saman, fyrir átti Jón tvö börn.

Hallgrímur Sigurðsson (1865-1911)

  • S00786
  • Person
  • 26.10.1865-19.12.1911

Foreldrar: Sigurður Sigurðsson og Ingibjörg Hallgrímsdóttir. Hallgrímur var bóndi á Þröm, Holtsmúla og í Elivogum, annars var hann í húsmennsku á ýmsum stöðum í Staðarhrepp, síðast á Sólheimum í Sæmundarhlíð. Hallgrímur varð úti árið 1911. Hallgrímur kvæntist Ingiríði Hannesdóttur, þau eignuðust ekki börn. Fyrir hjónaband eignaðist Hallgrímur son með Hólmfríði Eldjárnsdóttur frá Miklahóli.

Margrét Konráðsdóttir (1899-1974)

  • S00792
  • Person
  • 2. sept. 1899 - 17. sept. 1974

Dóttir Konráðs Magnússonar og Ingibjargar Hjálmsdóttur á Syðra-Vatni. Fluttist með móður sinni til Blönduóss 1911. Vinnukona á Hofstöðum, Helgafellssókn, Snæf. 1920. Saumakona á Hringbraut 144, Reykjavík 1930. Var í Höfðahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Reykjavík. Kvæntist Sigurði Sölvasyni kaupmanni.

Hjálmur Konráðsson (1895-1933)

  • S00796
  • Person
  • 23.11.1895-17.12.1933

Sonur Konráðs Magnússonar og Ingibjargar Hjálmsdóttur á Syðra-Vatni. Lausamaður á Hofstöðum, Helgafellssókn, Snæf. 1920. Kaupfélagsstjóri á Miðstræti 4, Vestmannaeyjum 1930. Framkvæmdastjóri í Vestmannaeyjum.

Gísli Ísleifsson (1868-1932)

  • S00799
  • Person
  • 22. apríl 1868 - 9. sept. 1932

Skrifstofustjóri á Smiðjustíg 12, Reykjavík 1930. Ekkill. Sýslumaður á Blönduósi, síðar skrifstofustjóri fjármálaráðuneytisins.

Karólína Gísladóttir (1902-1984)

  • S00803
  • Person
  • 20. okt. 1902 - 19. júlí 1984

Dóttir Gísla Þorsteinssonar verslunarmanns á Sauðárkróki og Helgu Jónsdóttur. Kvæntist Alberti Sölvasyni, vélsmíðameistara og forstjóra á Akureyri, síðast búsett á Akureyri.

Jakobína Sveinsdóttir (1879-1947)

  • S00807
  • Person
  • 15. feb. 1879 - 13. jan. 1947

Foreldrar: Sveinn Arason og Guðbjörg Benjamínsdóttir. Jakobína ólst upp hjá Birni Þorkelssyni og Guðlaugu Gunnlaugsdóttur á Sveinsstöðum. Kvæntist Agli Benediktssyni, þau bjuggu á Sveinsstöðum 1904-1919 og 1925-1935. Þau eignuðust sex börn saman, einnig átti Jakobína son með Helga Daníelssyni á Steinsstöðum.

Sigríður Guðrún Sigtryggsdóttir (1894-1979)

  • S00810
  • Person
  • 16.01.1894-21.02.1979

Foreldrar: Sigtryggur Benediktsson frá Hvassafelli í Eyjafirði og k.h. Guðrún Guðjónsdóttir. ,,Sigríður mun hafa verið nokkurra mánaða gömul er hún fluttist með foreldrum sínum frá Möðruvöllum í Eyjafirði að Breiðabólstað í Vesturhópi. Á leiðinni að norðan komu þau í Goðdali þaðan sem séra Hálfdan móðurbróðir hennar var þá að fara og taka við prestakalli á Breiðbólstað. Urðu svo fjölskyldurnar samferða vestur. Eftir árshúsmennsku eða svo fóru þau að Fossi, næsta bæ fyrir framan og bjuggu þar um þriggja ára skeið en fluttust þá til Blönduóss þar sem Sigtryggur varð utanbúðarmaður við Höpnersverslun. Þar lést móðir Sigríðar vorið 1903 og eftir það fóru feðginin vestur að Breiðabólstað. Þar bjó Sigríður fram yfir fermingu. Sigríður var mjög tónelsk og um níu ára aldur byrjaði hún að læra á orgel hjá Herdísi Pétursdóttur fóstru sinni. Um 10 eða 11 ára gömul fékk hún harmoniku frá pabba sínum. Náði hún góðum tökum á hljóðfærinu og var fengin til að spila við brúðkaup innan sveitar og fleiri tækifæri. Veturinn 1908-1909 var Sigríður í unglingaskólanum á Sauðárkróki, haustið 1912 innritaðist hún í 4. bekk Kvennaskólans í Reykjavík. Sumarið og veturinn eftir lokapróf í Kvennaskólanum 1913 var Sigríður á Sauðárkróki, kenndi þar útsaum, orgelleik og fleira, en þar næsta vetur var hún á Akureyri. Veturinn 1916-1917 var hún ráðin á heimili Hallgríms Davíðssonar kaupmanns, aðallega til að kenna sonum hans barnaskólalærdóm og veita tilsögn í nótnalestri og píanóleik. Einnig lærði hún fata söm hjá Steinunni Briem í Reykjavík. 1918-1920 leigði Sigríður sér húsnæði undir saumastofu og tók margar stúlkur í saumakennslu, kenndi meðfram á orgel." Árið 1920 kvæntist Sigríður Pétri Hannessyni ljósmyndara og síðar sparisjóðsstjóra á Sauðárkróki, þau eignuðust þrjú börn. Sigríður starfaði ötullega í Kvenfélagi Sauðárkróks og var kjörinn heiðursfélagi 1958. Árið 1946 fluttu þau Sigríður og Pétur til Reykjavíkur, þar sem þau dvöldu í tvö ár en fluttu þá aftur til Sauðárkróks þar sem þau bjuggu til 1958 en fóru þá alfarin suður.

Árni Björnsson (1863-1932)

  • S00812
  • Person
  • 1. ágúst 1863 - 26. mars 1932

Fæddur og uppalinn á Höfnum á Skagaströnd. Stúdent úr Lærða skólanum í Reykjavík 1885, cand. theol. frá Prestaskólanum í Reykjavík 1887 og vígðist Reynistaðarklaustursprestakalls það sama ár. Gegndi hann því prestakalli um 26 ára skeið. Hann hóf búskap á prestssetrinu Fagranesi árið 1889 og nytjaði það að meira eða minna leyti flest prestskaparár sín, en flutti til Sauðárkróks árið 1894, enda hafði prestsetrið verið flutt þangað með lögum frá 1891og kirkja reist þar 1892. Hann var prófastur Skagfirðinga 1908-1913, sýslunefndarmaður í Skagafjarðarsýslu fyrir Sauðárkrók 1906-1913. Tók einnig mikinn þátt í starfi Góðtemplarareglunnar. Sumarið 1913 fékk hann Garða á Álftanesi, þar þjónaði hann í 19 ár. Var einnig prófastur Kjalarnessprófastsdæmis frá 1916 til dauðadags og sýslunefndarmaður í Gullbringusýslu. Bjó síðustu þrjú árin í Hafnarfirði.
Maki: Líney Sigurjónsdóttir frá Laxamýri í Aðaldal, þau eignuðust 12 börn.

Ólöf Sesselja Bjarnadóttir (1904-1984)

  • S00822
  • Person
  • 6. júní 1904 - 30. maí 1984

Fædd og uppalin í Görðum í Aðalvík. Fór í vist að Gunnsteinsstöðum í Langadal og síðar í Þverárdal á Laxárdal fremri til Margrétar systur sinnar og Eiríks manns hennar. Þegar þau fluttu til Sauðárkróks fór Ólöf með þeim og kynntist þar manni sínum, Haraldi Sigurðssyni verslunarmanni á Sauðárkróki, þau eignuðust þrjú börn.

Haukur Haraldsson (1928-1930)

  • S00823
  • Person
  • 05.02.1928-06.04.1930

Sonur Haraldar Sigurðssonar verslunarmanns á Sauðárkróki og k.h. Ólafar Sesselju Bjarnadóttur. Lést tveggja ára gamall.

Friðrik Árnason (1922-1999)

  • S01742
  • Person
  • 23. apríl 1922 - 16. nóv. 1999

Friðrik Árnason var fæddur á Kjarvalsstöðum í Hjaltadal 23. apríl 1922. Foreldrar hans voru Árni Sveinsson og Sigurveig Friðriksdóttir búandi á Kálfsstöðum í Hjaltadal. ,, Friðrik fluttist ársgamall að Kálfsstöðum og átti þar heima til 42 ára aldurs, fluttist þá ásamt fjölskyldunni til Sauðárkróks, en hélt árið 1966 til Reykjavíkur. Þar rak hann bílasölu um nokkurra ára skeið, var síðan lengi leigubifreiðarstjóri á Hreyfli, en síðustu mánuðina fram að sjötugu vann hann í þvottahúsi Landakotsspítala. Friðrik var ókvæntur og barnlaus, en var um 17 ára skeið í sambúð með Svövu Guðjónsdóttur."

Erla Gígja Þorvaldsdóttir (1939-)

  • S01743
  • Person
  • 13. feb. 1939

Dóttir Þorvaldar Þorvaldssonar verslunarmanns á Sauðárkróki og k.h. Huldu Jónsdóttur. Lagahöfundur. Kvænt Jónasi Þór Pálssyni málara, búsett á Sauðárkróki.

Þóra Þorsteinsdóttir (1805-1855)

  • S01746
  • Person
  • 1805 - 2. mars 1855

Þóra fæddist á Gili í Borgarsveit. Faðir: Þorsteinn Pétursson bóndi á Gili, Mið-Grund og síðast í Grundargerði. Móðir/eiginkona Þorsteins: Ingiríður Eiríksdóttir.
Þóra ólst upp hjá foreldrum sínum og vann, með hléum, í búi þeirra í Grundargerði þar til faðir hennar lést árið 1838. Var vinnukona hjá móður sinni á sama stað 1836-37 og hjá Eiríki bróður sínum á sama stað. Bjó hún sjáf í Grundargerði 1842-54 og gerðist svo vinnukona á sama stað frá 1854 til æviloka.
Þóra hafði lítið bú en virðist hafa komist þokkalega af. Hún var ógift en eignaðist tvö börn.
Barnsfaðir 1: Páll Sigfússon bóndi á Miklahóli í Viðvíkursveit og Litlabæ í Blönduhlíð (f. 1800): Lilja (f. 1830). Sögusagnir voru samt til um að Ari Arason á Flugumýri væri réttur faðir barnsins.
Barnsfaðir 2: Þorleifur Einarsson (1788-?): Stefán (f. 1839).

Sigurjóna Bjarnadóttir (1892-1963)

  • S01754
  • Person
  • 8. júní 1892 - 4. jan. 1963

Foreldrar: Bjarni Jóhannsson b. í Þúfum í Óslandshlíð og k.h. Jónína Dóróthea Jónsdóttir. Sigurjóna ólst upp hjá foreldrum sínum og var hjá þeim allt þar til hún kvæntist Antoni Gunnlaugssyni frá Stafshóli, utan einn vetur, sem hún vann í eldhúsi á Akureyrarspítala. Þau bjuggu á Fjalli í Kolbeinsdal 1917-1922, á Molastöðum í Fljótum 1923-1924, á Sviðningi í Kolbeinsdal 1924-1926, í Ásgeirsbrekku í Viðvíkursveit 1926-1928, á Ingveldarstöðum í Hjaltadal 1931-1932, í Enni í Viðvíkursveit 1932-1935, á Litlahóli 1936-1948. Síðast búsett á Sauðárkróki. Sigurjóna og Anton eignuðust tólf börn.

Sigurást Daðadóttir (1863-1949)

  • S01780
  • Person
  • 10. ágúst 1863 - 27. apríl 1949

Kvæntist Jóhanni Björnssyni frá Grímsstöðum í Lýtingsstaðahrepp. Maður hennar fór til Vesturheims árið 1883, hún virðist hafa farið einna, sennilega uppúr 1900. Settust að í Alberta í Kanada.

Agnar Baldvinsson (1885-1947)

  • S01785
  • Person
  • 4. sept. 1885 - 2. des. 1947

Foreldrar: Baldvin Bárðdal kennari og k.h. Guðrún Jónatansdóttir. Agnar var fæddur á Svalbarðsströnd. Foreldrar hans slitu samvistum er hann var barn að aldri, fluttist hann þá með móður sinni til Skagafjarðar og ólst þar upp. Dvöldust þau á ýmsum stöðum austan og vestan Vatna. Hann stundaði nám í Hólaskóla einn vetur. Agnar var bóndi á hálfum Vöglum 1910-1912, Litladal 1912-1925, er hann brá búi og fór að Flugmýri, þaðan að Miklabæ og loks í Víkurkot, á öllum stöðum í húsmennsku. Fluttist frá Víkurkoti til Sauðárkróks. Á Sauðárkróki stundaði hann ýmis störf, átti þar nokkrar kindur og var fjallskilastjóri þar í nokkur ár. Einnig kenndi hann krökkum, heima hjá sér, allmarga vetur og var vinsæll við þau störf sem önnur. Kvæntist Árnýju Jónsdóttur frá Borgarlæk, þau eignuðust fjögur börn.

Carl Pétur Albertsson (1882-1936)

  • S01793
  • Person
  • 1882-1936

Sonur Alberts Þiðrikssonar frá Sviðningi og k.h. Elínar Petrínu Pétursdóttur. Fæddur í Vesturheimi. Bóndi á Steinsstöðum. Kv. Margréti Jósefsdóttur Johnson. Hann var mjög músíkalskur og um langt skeið kirkjuorganisti.

Pétur Jónsson (1867-óvíst)

  • S01800
  • Person
  • 16. okt. 1867-óvíst

Í Sögu Sauðárkróks er Pétur Jónsson titlaður verslunarmaður. Kennari á Ísafirði samkvæmt Íslendingabók. Í manntalinu 1893 er Péturs Vilhelms Jónssonar getið í húsnæði með Classen fjölskyldunni og stétt er assistant. Samkvæmt kirkjubókum þá fer Pétur Jónsson árið 1898 til Borðeyrar sem kemur heim og saman við þær upplýsingar sem koma fram á Íslendingabók.

Gunnar Björnsson (1905-1980)

  • S01816
  • Person
  • 15. ágúst 1905 - 2. júlí 1980

Sonur Björn Ólafssonar á Skefilsstöðum og k.h. Guðrúnar Björnsdóttur. Forstjóri í Kaupmannahöfn, síðar ræðismaður Íslands þar og sendiherra. Síðast bús. í Reykjavík. K: Margrethe D. K. A. Simmelkjær.

Björn Björnsson (1897-1979)

  • S01818
  • Person
  • 21. mars 1897 - 15. júní 1979

Sonur Björns Ólafssonar b. á Skefilsstöðum og k.h. Guðrúnar Ingibjargar Björnsdóttur. Björn ólst upp á Skefilsstöðum hjá foreldrum sínum. Björn tók við hálflendu jarðarinnar árið 1919 en keypti hana 1921. Aðeins ári síðar seldi hann jörðina og flutti til Sauðárkróks þar sem hann átti heima næstu fjögur árin. Stundaði þar tilfallandi störf á vetrum en var í síld á Siglufirði á sumrin. Árið 1926 flutti hann til Reykjavíkur og gerðist starfsmaður hjá útgerðarfélaginu Kveldúlfi hf, þar sem hann starfaði í mörg ár. Síðar réðst hann sem baðvörður hjá Sundhöll Reykjavíkur þar sem hann starfaði um hartnær 30 ára skeið. Síðast starfaði hann hjá versluninni Ratsjá á Laugarvegi. Björn var ókvæntur og barnlaus.

Sigríður Björnsdóttir (1895-1975)

  • S01817
  • Person
  • 24. feb. 1895 - 26. okt. 1975

Dóttir Björns Ólafssonar á Skefilsstöðum og k.h. Guðrúnar Björnsdóttur. Kvæntist Hannesi Guðvini Benediktssyni árið 1918, þau bjuggu í Hvammkoti á Skaga 1921-1937 og í Hvammi í Laxárdal 1937-1943 þar til þau fluttu til Sauðárkróks árið 1943. Þau skildu. Þau eignuðust sjö börn. Sigríður starfaði mikið í Kvenfélagi Skefilsstaðahrepps og einnig í kvenfélaginu á Sauðárkróki eftir að hún fluttist þangað.

Sigurður Árni Jónsson (1921-2012)

  • S01820
  • Person
  • 21. ágúst 1921 - 17. jan. 2012

Sigurður Árni Jónsson fæddist á Syðri-Húsabakka í Skagafirði 21. ágúst 1921. Foreldrar hans voru Emilía Kristín Sigurðardóttir, f. á Marbæli á Langholti og Jón Kristinn Jónsson, f. í Vallanesi í Vallhólmi. Sigurður ólst upp í foreldrahúsum og vann að búinu á Húsabakka með föður sínum en tók svo alfarið við búskap. Á unglingsárum lærði Sigurður að spila á orgel hjá Páli Erlendssyni á Þrastarstöðum. Sigurður var áhugamaður um veiðiskap. Netaveiði í Héraðsvötnum var mikil í þá daga sem og skotveiði í grennd við Vötnin. Færði það heimilinu mikla björg í bú. Barnsmóðir Sigurðar, Guðný, kom að Húsabakka í vinnumennsku. Þau Guðný og Sigurður giftust ekki og voru ekki í sambúð. Þau deildu þó heimili og ólu dóttur sína upp saman. Með þeim bjó einnig Lilja, systir Sigurðar, alla tíð. Upp úr 1980 fóru þau systkinin að sækja vinnu til Sauðárkróks, í Sláturhús Kaupfélags Skagfirðinga. Árið 1982 fluttu Sigurður og Lilja, alfarið til Sauðárkróks og störfuðu þar í Sútunarverksmiðjunni Loðskinn. "

Gunnfríður Ingibjörg Björnsdóttir (1920-2010)

  • S01821
  • Person
  • 28. feb. 1920 - 7. okt. 2010

Gunnfríður Ingibjörg Björnsdóttir fæddist á Stóru-Ökrum í Blönduhlíð 29. febrúar 1920. Foreldrar hennar voru hjónin Björn Sigurðsson bóndi á Stóru-Ökrum og Sigríður Gunnarsdóttir húsfreyja. Þau voru bæði fædd í Syðra-Vallholti. Gunnfríður giftist hinn 26. maí 1943 Hólmsteini S. Jóhannessyni bónda á Þorleifsstöðum, þau eignuðust fjögur börn og bjuggu á Þorleifsstöðum.

Herdís Björnsdóttir (1925-2006)

  • S01822
  • Person
  • 23. des. 1925 - 26. feb. 2006

Herdís Björnsdóttir fæddist á Stóru-Ökrum í Blönduhlíð í Skagafirði 23. desember 1925. Foreldrar hennar voru hjónin Björn Sigurðsson, bóndi á Stóru-Ökrum og k.h. Sigríður Gunnarsdóttir. ,,Herdís giftist hinn 6. júní 1951 Sveini Jóhannssyni frá Mælifellsá í Skagafirði, þau hófu búskap á Stóru-Ökrum, en bjuggu lengst af á Varmalæk í Skagafirði þar sem þau stunduðu hefðbundinn búskap og hrossarækt og ráku verslun. Rekstur verslunarinnar á Varmalæk var aðalstarf Herdísar um áratuga skeið auk þess að halda fjölmennt og ákaflega gestkvæmt heimili." Herdís og Sveinn eignuðust sex börn.

Jósafat Sigurðsson (1917-2006)

  • S01831
  • Person
  • 23. nóv. 1917 - 4. okt. 2006

Jósafat Sigurðsson fæddist á Syðri-Hofdölum í Skagafirði 23. nóvember 1917. Foreldrar hans voru Þóranna Magnúsdóttir og Sigurður G. Jósafatsson. ,,Jósafat ólst upp í Skagafirði og starfaði þar á unglings- og fyrstu fullorðinsárum. Hann flutti til Siglufjarðar upp úr 1940, þar sem hann starfaði lengst af sem fisksali, annar eigandi Fiskbúðar Jósa og Bödda á Siglufirði. Búsettur í Reykjavík frá 1985. Kvæntist Margréti G. Guðmundsdóttur, f. í Reykjavík, þau eignuðust fjögur börn, fyrir átti Margrét þrjú börn.

Guðrún Sigurjónsdóttir (1926-2005)

  • S01843
  • Person
  • 12.03.1926-19.07.2005

Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Erlendsdóttir frá Beinakeldu í Torfalækjarhreppi og Sigurjón Þorlákur Þorláksson frá Brenniborg í Skagafirði. Guðrún ólst upp á Tindum í Svínavatnshreppi ásamt foreldrum sínum og systkinum. Maður hennar var Sveinn Magnússon loftskeytamaður á Veðurstofu Íslands. Síðast búsett í Reykjavík.

Hreinn Þorvaldsson (1937-2006)

  • S01845
  • Person
  • 5. júní 1937 - 17. feb. 2006

Hreinn Þorvaldsson fæddist á Sauðárkróki 5. júní 1937. Foreldrar hans voru Þorvaldur Þorvaldsson verslunarmaður og Hulda Jónsdóttir. Bifreiðastjóri á Sauðárkróki. Kvæntist Guðrúnu Þ. Vagnsdóttur, þau eignuðust fimm börn.

Sigríður Ingimarsdóttir (1923-2008)

  • S01851
  • Person
  • 1. okt. 1923 - 28. apríl 2008

Sigríður Ingimarsdóttir fæddist í Reykjavík 1. október 1923. Hún ólst upp á Eyrarbakka til 6 ára aldurs. Árið 1928 fluttist hún að Flúðum í Hrunamannahreppi, en þar gegndi faðir hennar skólastjórastarfi barnaskólans til ársins 1938. Það ár fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur. Þann 17. Júní 1944 lauk Sigríður stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík. Hún tók próf í forspjallsvísindum frá Háskóla Íslands árið 1945. Á námsárunum var hún í ritnefnd Skólablaðs MR, í stjórn Framtíðarinnar, í stjórn Góðtemplarastúkunnar Sóleyjar og Ungmennafélags Reykjavíkur. Sigríður kom að fjölmörgum störfum, var ritstjóri kvennablaðsins Feminu 1946-1948 og í stjórn Kvenstúdentafélags Íslands 1950-1960. Hún var dönsku- og enskukennari við Samvinnuskólann. Árið 1958 var stofnað Styrktarfélag fatlaðra og Sigríður einn af stofnendum þess félags. Hún var ritari í stjórn þess 1958-1975. Á árunum 1961-1986 var hún í stjórn Öryrkjabandalags Íslands og í stjórn dagheimilisins Lyngáss 1961-1971. Hún var stjórnarformaður þjálfunarheimilisins Bjarkaráss 1971-1981. Á árunum 1971-1976 var hún stjórnaformaður Þroskaþjálfaskólans. Hún var í stjórn Nordisk Forbund Psykisk Udviklingshæmning (NFPU) 1963-1983. Hún var fulltrúi Öryrkjabandalags Íslands hjá Alþjóðaendurhæfingarsamtökunum (Rehabilitation International) 1978-1988. Þá var hún í undirbúningsnefnd og framkvæmdarstjóri Árs fatlaðra 1980-1981. Hún var í stjórn og varstjórn Bandalags kvenna í Reykjavík 1971-1981 og varaforseti Kvenfélagasambands Íslands 1987-1991. Þá var hún í ritnefnd tímaritsins Húsfreyjunnar 1977-1991 og ritstjóri 1981-1989. Árið 1971 hlaut Sigríður riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu og var heiðursfélagi í Kvenfélagasambandi Íslands og í Styrktarfélagi fatlaðra og hlaut einnig heiðursmerki Landssamtakanna Þroskahjálpar. Hún var vel ritfær og góður hagyrðingur og orti og þýddi m.a. fyrir barnatíma ríkisútvarpsins á 6. og 7. áratugnum. Nokkrir textar hennar urðu kunnir, t.d. „Við litum og við litum“ og „Dýrin úti í Afríku“. Maður hennar var Vilhjálmur Árnason (1917-2006), hæstaréttarlögmaður, þau eignuðust sjö börn.

Niðurstöður 1191 to 1275 of 3772