Prenta - forskoðun Loka

Sýnir 1253 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Skjalaflokkar Enska
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

2 niðurstöður með stafrænum einingum Sýna niðurstöður með stafrænum einingum

Fundagerðir

  • A
  • Skjalaflokkar
  • 1929-1952

Fundagerðir sem tengjast starfsemi Skátafélagsins Andvarar á Sauðárkróki.

Fundagerðir

Í flokki A eru fundargerðabækur. Í AA eru fundagerðarbækur hreppsnefndar tímabilið 1902-1998. Á tímabilinu 1934-1979 þjóna bækurnar einnig hlutverki sveitabóka. Í AB gerðabækur skattanefndar árin 1922-1962. Í AC eru bækur kjörstjórnar 1938-1998 og utankjörfundaatkvæði 1959-1988. Í flokki AD er bók gjörðabók fræðslunefndar 1942-1981 og í AF eru ýmsar fundargerðir frá tímabilinu 1930-1997.

Fundagerðir knattspyrnudeildar UMFT

4 innbundnar og handskrifaðar bækur með fundargerðum knattspyrnudeildar Tindastóls frá árunum 1963-1990. Bækurnar hafa allar varðveist ágætlega og eru í góðu ásigkomulagi. Einnig eru handskrifuð pappírsgögn, rúðustrikuð A4 og A5 blöð með fundagerðum deildarinnar frá árunum 1990-1991 sem höfðu verið stungið inn í eina fundagerðabókina en ákveðið var að flokka blöðin eftir ártali og dagsetningum til að hægt sé að hafa betra aðgengi að þeim.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Fundagjörðabækur

Fundagjörðabækur Málfundarfélagsins og Ungmennafélagsins Vonar í Stíflu 1918-1945.
Fundir félagsins enduðu með ýmsu móti eins og segir í Gjörðabók 1931 - 1939, í fundargerð frá 10.febrúar 1937.
" Eftir fundinn settust allir að Chókólaðidrykkju og kaffi að þvi loknu, dansað, spilað, hoppað og hlegið, farið í reiptog og hressskonar gleðskapur um hönd hafður. Þar til dagsins fagra drottning reis úr rúmi Títusar og roðaði fjöll og minnti menn á hin daglegu störfin. Þannig endaði þessi aðalfundur ungmennafélags Von. Húrra. "

Málfundafélagið Von í Stíflu

Fundagjörðabækur 1913-1957

Fundargerðabók Lestrarfélags Óslandshlíðar frá 20 nóvember 1930 til 1957
Fundargerðabókin fjallar um áframhaldandi fundagjörð um Lestrarfélag Óslandshlíðar þar til tillaga um að bókasafnið skuli metið af bókafullrúa og sínum manni frá hvoru félagi og rennt inn í Lf. Hofshrepp. Tillaga þessi var samþykkt með 11 samhljóðandi athvæðum föstudaginn 31. maí 1957 í Hlíðarhúsi.
Ástand bóka misgott, nokkur rifin og trosnuð blöð, en bækur eru handskrifðar, önnur skjöl í heillegu ástandi.

Lestrarfélag Óslandshlíðar

Fundagjörðabækur Verkamannafélagsins Fram

Í safninu eru 35 fundagerðabækur sem ná yfir alla starfsemi Verkamannafélagsins Fram frá stofnun þess 1915 fram að sameiningu þess og Verkakvennafélagins Öldunnar árið 1999. Alls eru bækurnar 35, elstu bækurnar eru í ágætu ásigkomulagi og þær yngri eru það sömuleiðis og hafa sumar þeirra hafa jafnvel verið lítið notaðar. Í verkamannafélaginu voru fundagerðabækur fyrir stjórn og trúnaðarmannaráð félagsins, aðalfundi, samninganefndar, ekknasjóð, hjálpar- og sjúkrasjóðs, úthlutunarnefndar, orlofssjóð, kjörstjórnar og vegna Sæmundargötu 7a (Ströndin hf.). Í flestum bókunum eru persónugreinanlegar upplýsingar er varða bótaúthlutun frá verkamannafélaginu. Skipulag safnsins var látið halda sér eins og það birtist í safni í ártalaröð og nánast í upprunalegum örkum en skráning leiðrétt í nokkrum tilvikum.
Allt safnið er vel læsilegt og að mestu ágætlega varðveitt.

Verkamannafélagið Fram

Fundagjörðabók I Úrdráttur

Harðspjalda handskrifuð fundargjörðabók í góðu ástandi. Hún virðist vera nýlega skrifuð ( gæti verið Árni Bjarnasson sem skrifar ) upp úr gögnum gjörðabóka en í upphafi bókar sem hefur titil Úrdráttur úr fundargjörðum búnaðarfélags Akrahrepps og störf þess til 1892. eru skrifaðar upplýsingar er koma fram í eldri gögnum safnsins. Lítur út eins og verið sé að hreinskrifa upplýsingar.

Búnaðarfélag Akrahrepps

Fundagjörðabók II

Harðspjalda handskrifuð bók í nokkuð góðu ástand en eitthvað ryð inn við kjöl og blettóttar blaðsíður. Bókin segir frá fundagerðum og efnahag félagsins.

Búnaðarfélag Akrahrepps

Fundagjörðabók III

Harðspjalda handskrifuð bók í góðu ástandi. Bókin er um fundargerðir og félagatal félagsins.

Búnaðarfélag Akrahrepps

Fundargerðir

Bækur með fundargerðir U.M.F Höfðstrendinga eru sex og í misjöfnu ástandi og misstórar. Þær eru frá árunum 1917 - 1984. Blöðin nokkuð trosnuð og rifin eða blöð hafa losnað. Allar handskrifðar og í þessum bókum eru fundirnir útlistaði og greinilegt er að miklu er áorkað til samfélagsins og mikið og gott ungmennastarf unnið. Inniheldur skráða Félaga í U.M.F.H. Félagatal er skráð á blöð einnig nokkur ódagsettar skráningar og ein heilleg rúðustrikuð bók með félagatali 1939 til 1943. Fundagerðir annarra eru sex litil óinnbundin rit frá ÍSÍ.

Ungmennafélag Höfðstrendinga*

Fundargerðir, bókaskrár og ýmis gögn

Fundargerðir bókaskrár og Lög fyrir lestrarfélag Seyluhrepps. Meðlimaskrá. Aðalreikningar og minnismiðar.
Pappírsgögn í viðkvæmu ástandi en vel læsileg.
Umslag sem gögn komu í fylgir hér með og segir í horni Jónas Haraldsson, Völlum 1982.
Spurning er hvort hann hafi skilað inn þessum gögnum en það er ekki staðfest.

Lestrarfélag Seyluhrepps

Fylgigögn

Bókhaldsgögn er fylgja lestrarfélaginu eru pappírsgögn prentuð og handskrifuð og eru í misjöfnu ástandi heilleg og rifin en eru hreinsuð af bréfaklemmum og heftum, stöku ryðblettir eftir það.

Fylgigögn bókhalds 1942-1951

Safn sem samanstendur af kvittunum og reikningum sem afhentar voru Sjúkrasamlagi Staðarhrepps til endurgreiðslu vegna sjúkdóma eða slysa.
Skjölin eru númeruð eftir fylgiskjalsnúmeri en eru ekki röðuð upp eftir þeim.
Ath. meirihluti þessara kvittana eru með nafni sjúklinga og því er hér um trúnaðargögn að ræða.

Fyrirhleðslur á Héraðsvötnum

Gögn vegna fyrirhleðslna á Héraðsvötnum. Í þeim má finna samþykkt fyrir félagið Hjeraðsvatnafyrirhleðslan, lista yfir kostnað, gjaldskrár, reikninga, innleggsnótur, Viðskiptabók og bréf,

Gjafabókalisti

Blá stílabók linustrikuð skrifað aftast í bók frá 1969 um Gjafabækur frá Friðbirni Traustasyni og er það heillöng bókaskrá. Bókin

Lestrarfélag Hólahrepps

Gjörðabækur aðalfunda U.M.F.T. 1903-1987

Innbundnar handskrifaðar og vel læsilegar bækur. Bækurnar hafa varðveist ágætlega, bindingar og blöð eru að mestu heilleg. Elsta fundargerðarbókin (frá 1903-1912) hefur varðveist illa.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Gjörðabók

Harðspjalda Gjörðabók 1889. Bók vel með farin en blaðsíður nokkuð blettóttar en bókin er heilleg. Fundargerðir , Eignaskrá, Leiguskrá, Reikningar. Skýrsla um jarðabætur og skuldir.
Vel læsileg og handskrifuð.

Búnaðarfélag Staðarhrepps

Niðurstöður 426 to 510 of 1253