A. Skjöl frá tímabilinu 1880-2012. Hér kennir ýmsa grasa, bæði gögn frá starfi hans sem framkvæmdastjóri prjónastofunnar Vöku, frá þátttöku hans í bæjarpólitík á Sauðárkróki, kveðskapur og tónlist. Þá sankaði hann að sér ýmsum fróðleik um ýmsa söguþætti, svo sem um Miklabæjar-Skottu og loðdýrarækt á Íslandi. B. Ljósmyndir frá tímabilinu 1850-2012. Elstu myndirnar koma líklega frá ættingjum Erlendar en ekki er unnt að greina hvað kemur frá t.d. foreldrum hans og hvað kemur frá Erlendi. Fyrir vikið var allt ljósmyndasafnið fært í hans skjalasafn.
Aðallega gögn Útgerðarfélagsins Nafar h.f., en einnig skjöl varðandi Sparisjóð Hofshrepps, Hraðfrystihússins Hofsósi og Útgerðarfélag Skagfirðinga h.f.
Skjalasafn Klemenensar Guðmundssonar. Fyrst og fremst uppskrifaðar, handskrifaðar stílabækur frá námstíma Klemensar í Víkurskóla, Skagafirði, veturinn 1909-1910. Einnig þrjár ljósmyndir.
Bréf og ýmis önnur gögn Sigurbjargar Gunnarsdóttur og bróður hennar, Magnúsar Gunnarssonar. Einnig gögn Magnúsar Árnasonar en hann var ráðsmaður í Utanverðunesi.
Jólakort úr fórum Magnúsar Árnasonar. Magnús var vinnumaður, og síðar ráðsmaður í Utanverðunesi, frændi Magnúsar Gunnarssonar og Sigurbjargar Gunnarsdóttur.
Ólafur Björnsson, hrd hjá Lögmenn Suðurlandi ehf, vann að þjóðlendumálum fyrir hönd Skagfirðinga. Þetta eru málsgöng varðandi þrjú svæði: Una- og Deildartunguafrétt, Eyvindastaðaheiði og Hof í Vesturdal. Sumt var rekið fyrir hönd sveitarfélags, annað fyrir einkaaðila.
Raddir heiðursfélaga Kvenfélags Sauðárkróks, upptaka gerð 2. febrúar að Ásvallagötu 9, Rvk. af Hannesi Péturssyni. Heiðursfélagar kvenfélagsins eru: Elínborg Jónsdóttir, Jórunn Hannesdóttir og Sigríður Sigtryggsdóttir
Úrklippubókin er samanteknar upplýsingar um Danslagakeppni Kvenfélags Sauðárkróks. Ýmis efni á hljóðböndunum, m.a. upptökur af útvarpsefni ruv og æfing hjá kirkjukór.
Ljósmyndasafnið er að stofni til úr tveimur áttum: Sögfélag Skagfirðinga gaf safninu á sínum tíma fjölda mynda og hefur sífellt verið að bæta við. Kristján C. Magnússon var afar ötull myndasafnari og tók sjálfur ljósmyndir, m.a. af mönnum í dagsins önn. Sigrún M. Jónsdóttir, ekkja Kristjáns, gaf Héraðsskjalasafni Skagfirðinga safn manns síns eftir hans dag, mikið og gott að vöxtum. ... Safninu hafa og borist stórhöfðinglegar gjafir einstaklinga. Markmiðið er að safna saman á einn stað sem mestu af því, er víkur að sögu lands og lýðs í Skagafirði."
Gjafabréf Eyþórs Stefánssonar til Tónlistarskóla Sauðárkróks. Eyþór gefur 1.000.000 króna til sjóðsstofnunar sem átti að "þjóna því markmiði að styrkja þá nemendur skólans, er hyggja á framhaldsnám í hljóðfæraleik eða söng, eftir að hafa lokið tilskyldum prófum við skólann."
Fundargerðir Skagfirðingafélagsins í Reykjavík frá upphafi, 6. desember 1936, til ársins 1960. Markmið félagsins í upphafi var að vinna að því að setja á stofn mennta- og menningarsetur við Reykjarhól í Seyluhreppi (Varmahlíð). Starfssemi félagsins verður fjölbreyttari þegar á líður. Nafn félagsins var fyrst "Varmahlíð" en var strax á 3ja fundi breytt í Skagfirðingafélagið í Reykjavík.
Fremsta röð talið frá vinstri: Lárus Blöndal, Haraldur Sigurðsson, Jóhannes Hallgrímsson. Miðröð, talið frá vinstri: Haraldur Júlíusson, Guðmundur Björnsson, Hermann Jónsson. Aftasta röð: Gunnar Sigurðsson, Árni Magnússon, Gísli Guðmundsson.
Sveitarblað sem hefur gengið á milli bæja í Blönduhlíð. Erfitt að átta sig á hver hefur forgöngu um stofnun blaðsins en svo virðist sem það hafi verið til áður og sé endurrisið kringum 1919. Fyrri skráning (handritasafn HSk) segir: Stígandi, sveitar- eða lestrarfélagsblað í Út-Blönduhlíð, að því er virðist. Ritað 1919 til 1925.