Reykjavík

Taxonomy

Code

Scope note(s)

  • Reykjavík er höfuðborg Íslands, fjölmennasta sveitarfélag þess og eina borgin.

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Reykjavík

Equivalent terms

Reykjavík

Associated terms

Reykjavík

550 Authority record results for Reykjavík

550 results directly related Exclude narrower terms

Magnús Jónsson (1938-1979)

  • S01892
  • Person
  • 18. nóv. 1938 - 2. des. 1979

Magnús Jónsson fæddist 18. nóvember 1938. Hann var sonur Ragnheiðar Möller og Jóns Magnússonar fréttastjóra. Hann var leikstjóri, leikritaskáld og sálfræðingur. Eftir stúdentspróf árið 1958 stundaði Magnús nám í kvikmyndagerð í Moskvu og lauk kvikmyndastjórn árið 1964. Er hann kom aftur heim til Íslands, stundaði hann leikstjórn og var hann tvö ár leikhússtjóri á Akureyri. Magnús samdi nokkur leikrit og gerði kvikmyndir. Hann hóf nám við sálarfræði við Háskóla Íslands og lauk þaðan prófi og var að ljúka framhaldsnámi í sálarfræði í Carbondale, Illinois í Bandaríkjunum er hann lést. Magnús Jónsson var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Kuregei Alexandra frá Jakútíu í Sovétríkjunum og áttu þau 4 börn.
Síðari kona hans er Renata Kristjánsdóttir.

Magnús Konráðsson (1898-1986)

  • S00793
  • Person
  • 1. apríl 1898 - 23. jan. 1986

Sonur Konráðs Magnússonar og Ingibjargar Hjálmsdóttur á Syðra-Vatni. Fluttist með móður sinni að Blönduósi 1911. Verkfræðingur í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík. Kvæntist Eyþóru Sigurjónsdóttur.

Málfríður Laufey Eyjólfsdóttir (1918-2009)

  • S02154
  • Person
  • 10. maí 1918 - 9. júní 2009

Fædd og uppalinn í Reykjavík. Málfríður giftist 12. okt. 1946 Eðvaldi Gunnlaugssyni frá Gröf á Höfðaströnd. ,,Eðvald og Málfríður bjuggu um tíma í Kópavoginum, en fluttu árið 1954 til Sauðárkróks. Fyrstu búskaparárin á Sauðárkróki var Málfríður virkur meðlimur í leikfélaginu og tók m.a. þátt í mörgum uppákomum og leiksýningum á hinni árlegu Sæluviku Skagfirðinga. Árið 1963 stofnaði Málfríður tískuverslunina Skemmuna, sem hún rak ásamt Eðvaldi í nær 20 ár. Á Sauðárkróki gengu þau undir nöfnunum Fríða og Eddi Gull og Málfríður var aldrei kölluð annað en Fríða Edda Gull. Árið 1982 hættu þau hjónin verslunarrekstinum og fluttust aftur til Reykjavíkur." Málfríður og Eðvald eignuðust eina dóttur.

Margeir Sveinn Valberg Hallgrímsson (1922-1995)

  • S01834
  • Person
  • 25. des. 1922 - 15. sept. 1995

Foreldrar hans voru Hallgrímur A. Valberg frá Reykjavöllum, bóndi á Mælifellsá og Kálfárdal, bjó síðast á Sauðárkróki, og Indíana Sveinsdóttir frá Mælifellsá. Kaupmaður á Sauðárkróki, síðar búsettur í Reykjavík.

Margrét Fafin Thorsteinsson (1943-

  • S02136
  • Person
  • 23.02.1943-

Dóttir Ingveldar V. Óskarsdóttur og Steingríms Thorsteinsson prentara í Reykjavík. Margrét er langömmubarn Stefaníu Ólafsdóttur sem lengst bjó á Hofi á Höfðaströnd.

Margrét Jónsdóttir (1877-1965)

  • S02718
  • Person
  • 15. júlí 1877 - 31. maí 1965

Foreldrar: Jón Antonsson og Guðlaug Sveinsdóttir á Arnarnesi í Eyjafirði. Ólst upp í foreldrahúsum. Fór um tvítugt til Kaupmannahafnar til að leita sér menntunar og dvaldi þar hjá frænkum sínum. Kom heim 1898. Maki: Sigtryggur Benediktsson. Þau eignuðust einn son. Ráku Hótel Hvanneyri á Siglufirði og Hótel Akureyri um tíma. Komu upp matsölu og gistihúsi á Hjalteyri og ráku það. Margrét var einnig um tíma ráðskona á heimavist Gagnfræðaskólans á Akureyri. Dvöldu á heimilis sonar síns í Reykjavík en síðustu árin dvaldist Margrét á Ási í Hveragerði og Elliheimilinu Grund í Reykjavík.

Margrét Pálsdóttir (1874-1937)

  • S02989
  • Person
  • 31. des. 1874 - 13. des. 1937

Foreldrar: Páll Andrésson og Anna Jónsdóttir bændur á Egilsá, Breið, Bústöðum og víðar. Margrét ólst að mestu leyti upp á Merkigili hjá þeim Agli og Sigurbjörgu. Var um tíma starfsstúlka hjá baróninum á Hvítárvöllum. Stundaði barnakennslu lengi, fyrst á Sauðárkróki og síðan á Akureyri. Kennari í Reykjavík 1930. Margrét kvæntist ekki en eignaðist dóttur með Sigtryggi Friðfinnssyni á Giljum.

Margrét S. Konráðsdóttir (1891-1992)

  • S02103
  • Person
  • 25. jan. 1891 - 30. nóv. 1993

Frá Ytri- Brekkum, Blönduhlíð. Dóttir Konráðs Arngrímssonar b. og kennara og k.h. Steinunnar Björnsdóttur. Kaupkona í R.vík, ógift og barnlaus.

Margrét Sigurðardóttir (1905-1991)

  • S01597
  • Person
  • 9. nóv. 1905 - 28. apríl 1991

Foreldrar: Sigurður Helgason, bóndi þar í Torfgarði í Seyluhreppi og Helga Magnúsdóttir, eiginkona hans. Margrét dvaldi æskuár sín í Torfgarði. Á fullorðinsárum lá leið hennar fyrst til Sauðárkróks og síðan til Akureyrar 1927. Margrét gerðist forstöðukona þvottahúss á Kristneshæli og gegndi því starfi í mörg ár. Síðan starfaði Margrét á saumastofum á Akureyri. Helga móðir hennar flutti til hennar og bjuggu þær mæðgur saman þar til Margrét giftist Birni Guðmundssyni í nóvember 1943. Eftir það dvaldi Helga á heimili þeirra allt til dauðadags. Björn starfaði við byggingarvörudeild Kaupfélags Eyfirðinga um árabil. Þau fluttu til Reykjavíkur árið 1963. Björn lést árið 1965.
Margrét og Björn eignuðust einn son, fyrir átti Björn tvö börn.

Margrét Símonardóttir (1869-1963)

  • S00585
  • Person
  • 10. júlí 1869 - 2. maí 1963

Fædd og uppalin á Brimnesi, dóttir Símonar Pálmasonar og Sigurlaugar Þorkelsdóttur. Margrét átti frumkvæðið að stofnun heimilisiðnaðarfélags í Viðvíkursveit, sem starfaði þar í mörg ár, og sat í stjórn þess. Margrét skrifaði um áhugamál sín, t.d. heimilisiðnað og fl. í tímaritið Hlín. Margrét kvæntist Einari Jónssyni frá Tungu í Stíflu, þau bjuggu á Brimnesi frá 1896-1926 en fluttust eftir það til Reykjavíkur, þau eignuðust þrjár dætur, tvær þeirra komust á legg.

María Björnsdóttir Hansen (1920-2006)

  • S02917
  • Person
  • 5. mars 1920 - 26. jan. 2006

María Björnsdóttir fæddist á Refsstöðum í Laxárdal í Austur-Húnavatnssýslu árið 1920. Foreldrar hennar voru Björn Leví Gestsson og María Guðmundsdóttir. María brautskráðist úr Samvinnuskólanum árið 1940. Hún vann skrifstofustörf hjá Kaupfélagi Skagfirðinga og var aðalbókari á skrifstofu Ríkisspítalanna í Reykjavík. María gekk í Húsmæðraskóla Reykjavíkur 1944-1945. Árið 1946 giftist hún Kristjáni Friðrikssyni Hansen. Eftir giftingu vann hún á skrifstofu sýslumanns á Sauðárkróki en síðar sem bókhaldari og fleira við flutningafyrirtæki eiginmanns síns "Kristján og Jóhannes". María og Kristján eignuðust einn son en tóku einnig í fóstur systurson Maríu.

María Hjálmarsdóttir (1899-1993)

  • S01883
  • Person
  • 1. apríl 1899 - 3. mars 1993

Frá Breið, dóttir Hjálmars S. Pétursson og k.h. Rósu Björnsdóttur. Giftist Jóni Jónhannessoni skipstjóra á Siglufirði, síðar í Reykjavík.

María Kristín Haraldsdóttir (1931-2016)

  • S02310
  • Person
  • 17. apríl 1931 - 18. des. 2016

María Kristín Haraldsdóttir fæddist á Sauðárkróki 17. apríl 1931. Foreldrar hennar voru kaupmannshjónin Guðrún Ingibjörg Bjarnadóttir og Haraldur Júlíusson á Sauðárkróki. ,,María lauk landsprófi á Sauðárkróki og starfaði um skeið í verslun foreldra sinna. Fékk hún inni í leiklistarskóla Lárusar Pálssonar en fór fyrst í Húsmæðraskóla Reykjavíkur í eitt ár. Því næst starfaði María í versluninni Gullfossi í Aðalstræti í Reykjavík, hjá Ragnari Þórðarsyni og Ruth Barker. Á þeim tíma kynntist hún ungum athafnamanni úr Bolungarvík, Guðfinni Ólafi Einarssyni. Felldu þau hugi saman en sammæltust um að María héldi sínu striki og færi til ársdvalar sem „au pair“ í Flórída, þar sem hún lærði ensku og stundaði nám í hand- og fótsnyrtingu. 17. apríl 1955 giftust María og Guðfinnur og stofnuðu heimili í Bolungarvík, þar sem Guðfinnur rak útgerð og fiskvinnslu. María var virk í félagsstarfi bæjarins, Kvenfélaginu Brautinni og Sjálfstæðiskvennafélaginu Þuríði sundafylli, þar sem hún gegndi formennsku um árabil. Auk þess að syngja í kirkjukórnum sat hún í safnaðarstjórn Hólskirkju og annaðist styrktarsjóð kirkjunnar um langt árabil." María og Guðfinnur eignuðust þrjú börn.

María Kristjánsdóttir (1905-1996)

  • S03143
  • Person
  • 10. ágúst 1905 - 9. feb. 1996

Foreldrar: Kristján Bjarnason b. á Einarsstöðum og síðar í Stóru-Brekku í Fljótum og k.h. Ásta Ágústa Friðbjörnsdóttir. María ólst upp hjá foreldrum sínum á Einarsstöðum og fluttist með þeim í Fljótin vorið 1919. Hún vann foreldrum sínum til fullorðinsára. Tók saman við Stefán Jónasson frá Bakka á Bökkum í Fljótum árið 1937. Þau bjuggu í Stóru-Brekku frá 1937-1943 er Stefán lést. Þau eignuðust tvö börn saman, annað þeirra lést við fæðingu. Eftir lát Stefáns losaði María sig við búpeninginn og fór að vinna utan heimilis, var m.a. ráðskona hjá Lúðvík Kemp vegaverkstjóra á Siglufjarðarleið. Árið 1944 flutti hún til Siglufjarðar þar sem hún vann í frystihúsi á veturna og við síldarsöltun á sumrin. Eins vann hún við netahnýtingar, tók að sér þvotta, tók kostgangara og vann fleiri störf sem til féllu. Um tíma var hún ráðskona hjá Sigurjóni Sigtryggssyni og eignaðist með honum son. Sigurjón lést árið 1947. Í kringum 1950 flutti María til Reykjavíkur og var búsett þar síðan.

Marteinn Friðriksson (1924-2011)

  • S02964
  • Person
  • 22. júní 1924 - 18. apríl 2011

Marteinn Friðriksson fæddist á Hofsósi 22. júní 1924 og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Friðrik Jónsson (1894-1978) útvegsbóndi og Guðrún Sigurðardóttir (1902-1992). Marteinn var kvæntur Ragnheiði Jensínu Bjarman (1927-2007) og eignuðust þau sjö börn. Að loknu námi við Barnaskólann á Hofsósi stundaði Marteinn nám við Héraðsskólann á Laugarvatni og þar á eftir í Samvinnuskólanum í Reykjavík. Marteinn var mikill frjálsíþróttamaður á yngri árum og keppti í fjölmörgum greinum með ágætum árangri. Marteinn starfaði víða framan af, m.a. hjá Kaupfélagi Árnesinga, hjá KEA á Akureyri, vann á vegum SÍS við eftirlitsstörf og uppgjör kaupfélaga, hjá Útgerðarfélagi KEA og Fisksölusamlagi Eyfirðinga, hjá Kaupfélagi Ólafsfjarðar og rak bókabúð á Akureyri. Fjölskyldan flutti svo til Sauðárkróks árið 1955 og þar starfaði Marteinn sem framkvæmdastjóri Fiskiðju Sauðárkróks hf. frá stofnun hennar 1955 - 1987. Marteinn var bæjarfulltrúi á Sauðárkróki um langt skeið og sat í stjórnum fyrirtækja og félagasamtaka. Einnig vann hann að stofnun Útgerðarfélags Skagfirðinga og var stjórnarformaður þess um árabil. Jafnframt var hann formaður Tónlistarfélags Sauðárkróks í fjölmörg ár og stofnfélagi að Lionsklúbbi Sauðárkróks árið 1964.

Mínerva Sveinsdóttir (1885-1971)

  • S01200
  • Person
  • 29. apríl 1885 - 3. apríl 1971

Foreldrar: Sveinn Jónsson og Hallfríður Sigurðardóttir á Hóli í Sæmundarhlíð. Kvæntist Þorsteini Jóhannssyni frá Stóru-Gröf. Þau bjuggu í Stóru-Gröf, á Dúki í Sæmundarhlíð, í Reykjavík og síðast í Reykjahlíð við Varmahlíð, þau eignuðust sex börn.

Mónika Ingibjörg Jónsdóttir (1892-1929)

  • S01880
  • Person
  • 12. júlí 1892 - 18. júlí 1929

Dóttir Jóns Guðvarðssonar b. á Valabjörgum, síðar Holtskoti og k.h. Oddnýjar Sæmundsdóttur. Saumakona í Reykjavík samkvæmt spjaldskrá HSk en starfstúlka á Kleppspítala samkvæmt Íslendingabók. Lést af slysförum ógift og barnlaus.

Nanna Hermannsson (1942-

  • S02468
  • Person
  • 1942-

Foreldrar: Margrét Þórunn Sigurðardóttir og Olle Hermannsson. Nanna var fædd og uppalinn í Svíþjóð. Hún fornleifafræðingur að mennt, var lengi safnstjóri í Árbæjarsafni. Nú búsett í Svíþjóð. Minjasafnsstjóri Stokkhólmi.

Nanna Rögnvaldsdóttir (1957-

  • S02395
  • Person
  • 20. mars 1957-

Nanna er dóttir hjónanna Rögnvalds Gíslasonar frá Eyhildarholti og Sigríðar Jónsdóttur frá Djúpadal. Hún ólst upp í Skagafirði, fyrst í Djúpadal en síðan á Sauðárkróki. Stúdent frá M.A. 1977. Stundaði nám í sagnfræði um tíma við H.Í. Frá árinu 1986 hefur Nanna starfað við bóka - og tímaritaútgáfu, lengst af hjá Iðunni og Forlaginu. Hefur einnig gefið út matreiðslubækur.

Oddný Kristín Þorvaldsdóttir (1919-2010)

  • S01681
  • Person
  • 9. jan. 1919 - 17. apríl 2010

Foreldrar hennar voru þau Þorvaldur Jónsson og Helga Jóhannsdóttir. ,,Oddný bjó á Sauðárkróki fram til ársins 1948 er hún flutti til Reykjavíkur. Oddný vann við ýmis störf svo sem síldarverkun og síðar á saumastofum meðfram húsmóðurstörfunum. Oddný giftist Hólmari Magnússyni, þau eignuðust tvo syni.

Ófeigur Egill Helgason (1903-1985)

  • S02029
  • Person
  • 26.10.1903-13.07.1985

Ófeigur Egill Helgason, f. 26.10.1903, d. 13.07.1985. Foreldrar: Helgi Björnsson b. á Ánastöðum í Svartárdal og s.k.h. Margrét Sigurðardóttir. Bóndi á Reykjaborg 1936-1985. Ófeigur ólst upp hjá foreldrum sínum, fyrst á Ánastöðum, síðan á Mælifellsá, í Kolgröf og loks á Reykjum. Um tvítugt fór hann suður og starfaði við byggingavinnu, m.a. við Landspítalann og Útvarpshúsið. Uppúr 1930 fór hann að stunda vetrarvertíðir á Suðurnesjum í fiskaðgerð og úrvinnslu í landi. Árið 1933 festi hann kaup á hluta af jörðinni Skíðastöðum í Lýtingsstaðahreppi og stofnaði þar nýbýlið Reykjaborg. Vegna landþrengsla á Reykjaborg, keypti hann síðar eyðijarðirnar Miðvelli og Grímsstaði í Svartárdal og nytjaði með. Hann hóf ræktun garðávaxta og grænmetis á Reykjaborg, byggði gróðurhús og mun hafa verið fyrstur búenda í Lýtingsstaðahreppi til þess að nota jarðvarma til húshitunar. Einnig byggði hann iðnaðarhús og hóf að súta gærur sem hann seldi úr landi. Eins byggði hann á 8. áratugnum sundlaug úr torfi. Ófeigur tók jafnframt virkan þátt í starfi ungmennafélagsins á svæðinu og kenndi lengi sund við gömlu laugina á Steinsstöðum. Ófeigur kvæntist Liselotte Önnu Louise Helgason frá Lübeck í Þýskalandi, þau eignuðust tvö börn.

Ögmundur Jónasson (1948-

  • S02527
  • Person
  • 17. júlí 1948-

Ögmundur fæddist í Reykjavík. Foreldrar hans voru Jónas B. Jónsson og Guðrún Ö. Stephensen. Ögmundur er kvæntur Valgerði Andrésdóttur.

Ögmundur Kristinn Helgason (1944-2006)

  • S02318
  • Person
  • 28. júlí 1944 - 8. mars 2006

Ögmundur var fæddur á Sauðárkróki 8. júlí 1944. Foreldrar hans voru Sigríður Ögmundsdóttir og Helgi Einarsson. Sagnfræðingur, forstöðumaður Handritadeildar Landsbókasafnsins, kennari við Þjóðfræðideild Háskóla Íslands og starfsmaður Árnastofnunar, síðast búsettur í Reykjavík. Kvæntist Rögnu Ólafsdóttur kennara, þau eignuðust tvö börn.

Ólafía Sigurðardóttir (1898-1983)

  • S01352
  • Person
  • 30. apríl 1898 - 5. maí 1983

Foreldrar: Sigurður Ólafsson b. og sjómaður á Eyri í Önundarfirði og k.h. Ásgerður Ólafsdóttir. Þegar Ólafía var átta ára gömul missti hún föður sinn og var ein með móður sinni eftir það. Árið 1915 fluttu þær mæðgur norður á Sauðárkrók þar sem Ólafía hóf að starfa á heimili Jóhannesar Hallgrímssonar kaupmanns og k.h. Ingibjargar Erlendsdóttur. Fljótlega kynntist hún mannsefni sínu, Pétri Jónssyni frá Kimbastöðum og kvæntust þau árið 1917, fyrsta ár sitt í búskap bjuggu þau að Bakkakoti í Vesturdal, í Reykjavík 1920-1925, á Sauðárkróki 1925-1950 er þau fluttust til Reykjavíkur. Eftir dauða Péturs 1951 flutti Ólafía fyrst til Njarðvíkur, var síðan nokkur ár á Akranesi en síðast búsett í Reykjavík. Ólafía og Pétur eignuðust þrettán börn, þar af tólf stúlkur.

Ólafur Björn Guðmundsson (1919-2008)

  • S01671
  • Person
  • 23. júní 1919 - 27. ágúst 2008

Foreldrar: Guðmundur M. Björnsson bóndi í Tungu í Gönguskörðum (1894-1956) og Þórey Ólafsdóttir handavinnukennari (1895-1945). Maki: Elín Maríusdóttir, f. 1919, d. 2007. Þau eignuðust 4 börn. Bjuggu allan sinn búskap við Langagerði í Reykjavík. Fyrir átti Ólafur einn son með Jóhönnu H. Bergland. ,,Ólafur Björn ólst upp í Tungu í Gönguskörðum og á Sauðárkróki. Hann varð stúdent frá MA stærðfræðideild 1940. Fluttist þá til Reykjavíkur og lagði stund á lyfjafræði við HÍ og síðar í Kaupmannahöfn þar sem hann útskrifaðist cand. pharm. 1948 frá Lyfjafræðiháskólanum í Kaupmannahöfn. Hann starfaði alla sína starfsævi í Reykjavíkurapóteki og var þar yfirlyfjafræðingur 1962-1993 þegar hann lét af störfum vegna aldurs. Ólafur gegndi ýmsum trúnaðarstörfum, var m.a. formaður Lyfjafræðingafélags Íslands 1960-1962 og í stjórn Hins íslenska náttúrufræðifélags 1967-1971. Hann var ritari Garðyrkjufélags Íslands 1968-1997 og ritstjóri Garðyrkjuritsins, ársrits Garðyrkjufélags Íslands, 1968-2000. Ólafur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf að garðyrkjumálum 1. janúar 1991. Gulllauf Garðyrkjufélags Íslands hlaut hann fyrir störf í þágu félagsins og garðyrkjunnar almennt. Gullmerki Lyfjafræðingafélags Íslands 30. nóvember 2002."

Ólafur Björnsson (1843-1881)

  • S01863
  • Person
  • 20. nóv. 1843 - 27. maí 1881

Ólafur Björnsson fæddist á Ríp árið 1843. Faðir: Björn Ólafsson, bóndi í Eyhildarholti. Móðir: Filippía Hannesdóttir, húsfreyja á Ríp. Séra Ólafur ólst upp með foreldrum sínum, þar til faðir hans drukknaði 1853, og síðar með móður sinni. Tekinn í Reykjavíkurskóla árið 1865 og útskrifast sem stúdent 1872. Ólafur fékk Ríp 27. ágúst 1874, vígðist 30. ágúst 1874. Frá 1877 þjónaði hann einnig Fagranesprestakalli. Fékk veitingu fyrir Hofi á Skagaströnd 1880 en dó áður en hann tók við embætti þar. Ólafur hafði verið heilsuveill síðustu árin "þjáðist af riðu og tinaði mikið". Ólafur var ókvæntur og barnlaus. Hann dó á Hjaltastöðum í Blönduhlíð árið 1881. Ólafur var ókvæntur og barnlaus.

Ólafur Grétar Guðmundsson (1946-

  • S03074
  • Person
  • 26. feb. 1946-

Foreldrar: Anna Friðriksdóttir frá Jaðri og Guðmundur Ólafsson, þau skildu árið 1947. Ólafur ólst upp með móður sinni á Sauðárkróki. Kvæntist Láru Margréti Ragnarsdóttur hagfræðingi, þau eignuðust þrjú börn. Þau skildu. Seinni kona Ólafs er Steinunn Aagot Kristjánsdóttir, hún átti þrjú börn fyrir. Augnlæknir í Reykjavík.

Ólafur Guðmundsson (1918-1982)

  • S01692
  • Person
  • 11. feb. 1918 - 10. des. 1982

Sonur Guðmundar Guðna Kristjánssonar og Láru Ingibjargar Magnúsdóttur. Deildarstjóri í Reykjavík. Síðast búsettur í Kópavogi.

Ólafur Halldórsson (1920-2013)

  • S02464
  • Person
  • 18. apríl 1920 - 4. apríl 2013

Ólafur fæddist að Króki í Gaulverjarbæjarhreppi. Foreldrar hans voru Halldór Bjarnason bóndi og Lilja Ólafsdóttir húsfreyja. Ólafur lauk stúdentsprófi frá MA árið 1946 og cand. mag. prófi í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands 1952. Hann sérmenntaði sig í handritalestri hjá Jóni Helgasyni prófessor í Kaupmannahöfn og starfaði einnig sem lektor við Kaupmannahafnarháskóla. Ólafur fluttist heim til Íslands með fjölskyldu sína árið 1963 og hóf þá störf við Handritastofnun Íslands, sem síðar fékk heitið Stofnun Árna Magnússonar og starfaði hann þar til starfsloka. Eftir það vann Ólafur sjálfstætt. Ólafur vann um áratugaskeið að rannsóknum á handritum, textum og útgáfum á fornsögum. Var kjörinn félagi í Vísindafélagi Íslands1975 og árið 2010 var hann heiðraður á færeyskri menningarhátíð í Reykjavík fyrir starf sitt í þágu menningartengsla Færeyinga og Íslendinga. Sama ár hélt Stofnun Árna Magnússonar málþing honum til heiðurs. Ólafur kvæntist Aðalbjörgu Vilfríði Karlsdóttur og eignuðust þau þrjú börn.

Ólafur Haukur Helgason (1930-2006)

  • S01705
  • Person
  • 11. apríl 1930 - 31. okt. 2006

Foreldrar Ólafs Hauks voru Helgi Ólafsson kennari á Sauðárkróki og Akureyri, síðar búsettur í Reykjavík, og k.h. Valý Þ.Á. Ágústsdóttir. ,,Ólafur varð stúdent frá MA 1952. Nám í læknisfræði við HÍ 1952-53, cand. phil. þaðan og með próf í efnafræði. Nám í tannlækningum við háskólana í Kiel og Heidelberg í V-Þýskalandi en lauk ekki prófi. Kennarapróf frá Kennaraskóla Íslands 1963. Vann við kennslustörf um árabil og ýmis önnur störf. Sendi frá sér frumsamin kvæði sem birt voru í Morgunblaðinu og víðar."

Ólafur Jóhannesson (1913-1984)

  • S00157
  • Person
  • 01.03.1913-20.05.1984

Ólafur Jóhannesson var fæddur í Stóra-Holti í Fljótum þann 1. mars 1913. Foreldrar hans voru Jóhannes Friðbjörnsson og Kristrún Jónsdóttir.
Ólafur var lagaprófessor og forsætisráðherra í Reykjavík. Kona hans var Dóra Guðrún Magdalena Guðbjartsdóttir (1915-2004) og þau eignuðust þrjú börn. Ólafur var alþingismaður Skagfirðinga 1959, alþingismaður Norðurlands vestra 1959–1979, alþingismaður Skagfirðinga 1979–1984. Varaþingmaður Skagfirðinga apríl–maí 1957. Forsætisráðherra og dóms- og kirkjumálaráðherra 1971–1974 og 1978–1979, dóms- og kirkjumála- og viðskiptaráðherra 1974–1978, utanríkisráðherra 1980–1983. Formaður þingflokks Framsóknarflokksins 1969–1971.

Ólafur Jónasson (1926-2014)

  • S02116
  • Person
  • 15. mars 1926 - 5. okt. 2014

Foreldrar hans voru Jónas Jón Gunnarsson bóndi í Hátúni og k.h. Steinunn Sigurjónsdóttir. ,,Ólafur starfaði ungur sem bifreiðastjóri á Akureyri en fluttist til Reykjavíkur 1954 þar sem hann starfaði á Sendibílastöð Reykjavíkur. Stundaði búskap í Norðlingaholti í Reykjavík og starfaði sem vaktmaður á Landspítalanum frá árinu 1980. Árið 1955 kvæntist Ólafur Sæunni Gunnþórunni Guðmundsdóttur, f. 15. júní 1933, frá Króki í Grafningi, þau eignuðust fjögur börn. Þau skildu. Ólafur eignaðist einnig son með Þóreyju Ólafsdóttur."

Ólafur Jónsson (1886-1971)

  • S01063
  • Person
  • 23. apríl 1886 - 8. nóv. 1971

Foreldrar: Jón Jónsson og Jósefína Guðrún Heiðberg Ólafsdóttir, lengst af búandi á Heiði í Gönguskörðum. Ólafur ólst upp hjá foreldrum sínum á Heiði, 18 ára gamall sigldi hann til Vesturheims þar sem hann starfaði við skógarhögg, timburflutninga og margvísleg störf sem tengdust járnbrautarlagningu í grennd við Winnipegvatn. Árið 1911, þá 25 ára gamall, sneri hann aftur til Íslands og bjó og vann fyrst um sinn hjá foreldrum sínum sem þá bjuggu á Kimbastöðum. Árið 1916 tók hann alfarið við búi á Kimbastöðum og bjó þar til 1934 en fluttist þá að Veðramóti þar sem hann bjó til 1943 er hann flutti til Reykjavíkur. Í Reykjavík starfaði hann aðallega við verslunarrekstur. Kvæntist Matthildi Ófeigsdóttur frá Ytri-Svartárdal, alin upp á Sauðárkróki, þau eignuðust þrjú börn saman en Matthildur lést eftir aðeins sex ár í hjónabandi. Seinni sambýliskona Ólafs var Engilráð Júlíusdóttir, þau eignuðust eina dóttur.

Ólafur Stefánsson (1931-1992)

  • S01564
  • Person
  • 17. júlí 1931 - 23. okt. 1992

Ólafur Stefánsson fæddist 17. júlí 1931 í Kalmanstungu. Hann var starfsmaður við Seðlabanka Íslands, fulltrúi í fjármálaráðuneytinu. Hann var síðast búsettur í Reykjavík.

Ole Peter Jósefsson Blöndal (1878-1931)

  • S01566
  • Person
  • 27. sept. 1878 - 8. apríl 1931

Sonur Önnu Margrétar Þuríðar Kristjánsdóttur Möller og Jósefs Gottfreðs Blöndal verslunarstjóra í Grafarósi. Póstmálaritari í Reykjavík. Var í Reykjavík 1910. Fyrrverandi póstmaður á Vesturgötu 19, Reykjavík 1930.

Óli Björn Kárason (1960-

  • S02663
  • Person
  • 26. ágúst 1960-

Óli Björn Kárason er fæddur á Sauðárkróki 26.ágúst 1960. Foreldar: Kári Jónsson (1933-1991) og Eva Mjallhvít Snæbjörnsdóttir (1930-2010). Maki: Margrét Sveinsdóttir (f. 1960) og börn þeirra eru þrjú. Óli Björn útskrifðist með stúdentspróf frá MA 1981 og BS-próf í hagfræði frá Suffolk University í Boston 1989. Óli Björn hefur starfað við ýmsa útgáfu og ritstjórn ásamt því að vera alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi frá árinu 2016 og varaþingmaður þar áður.

Orðabók Háskólans (1944-

  • S02637
  • Public party
  • 1944-

,,Á fundi í háskólaráði hinn 29. september 1944 var samþykkt að ráða mann til að hefja orðtöku rita eftir fyrimælum kennara í íslenskum fræðum. Samþykkt háskólaráðs markar upphaf starfsemi Orðabókar Háskólans. Í kjölfar hennar var Árni Kristjánsson, síðar menntaskólakennari á Akureyri, ráðinn til orðtöku og réttum tveimur árum síðar var komið á yfirstjórn orðabókarverksins. Fyrri hluta árs 1947 voru starfsmenn orðnir tveir og í ársbyrjun 1948 urðu þeir þrír er Jakob Benediktsson var ráðinn til að taka við forstöðu verksins. Má segja að þá hafi Orðabók Háskólans orðið háskólastofnun þó að það hafi ekki verið formlega staðfest fyrr en með fyrstu reglugerð um Orðabók Háskólans árið 1966. Orðabókin var upphaflega til húsa í Aðalbyggingu Háskólans en fluttist þaðan 1969 í Árnagarð við Suðurgötu þar sem hún var til 1991 þegar stofnunin fluttist í núverandi húsnæði á Neshaga 16."

Örlygur Hálfdanarson (1929-

  • S02362
  • 21. des. 1929-

Bókaútgefandi í Reykjavík. Rak lengi bókaútgáfuna Örn og Örlygur.

Örn Guido Bernhöft (1930-2007)

  • S03123
  • Person
  • 23. apríl 1930 - 22. okt. 2007

Örn Guido Bernhöft fæddist í Reykjavík 23. apríl 1930. Foreldrar hans voru hjónin Óskar Guido Bernhöft stórkaupmaður og Jóhanna María Möller frá Sauðárkróki. ,,Örn ólst upp í foreldrahúsum í Reykjavík, lengst af í Garðastræti, Eftir stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík 1951 hélt hann utan til náms í Technische Hochschule í München 1952-1956, fyrst í efnaverkfræði og síðar í rafmagnsverkfræði. 1957 hóf Örn störf hjá Reykjavíkurborg, fyrst hjá Teiknistofu Rafmagnsveitunnar, þar sem hann gegndi um hríð starfi forstöðumanns, síðar sem fulltrúi skipulagsstjóra og svo á skrifstofu borgarstjóra. Í byrjun áttunda áratugarins hóf Örn störf hjá innflutningsfyrirtæki fjölskyldu sinnar, H.Ólafsson & Bernhöft, og starfaði þar meðan heilsan leyfði. Örn var meðal þeirra fyrstu hér á landi sem gerðu við sjónvarpstæki og settu upp sjónvarpsloftnet enda var hann alla tíð áhugasamur um rafmagnstækni. Hann var mikill hestamaður og gefinn fyrir útilegur og ferðalög. Örn gegndi trúnaðarstörfum fyrir FR, Félag farstöðvaeigenda á Íslandi, og var um tíma formaður þess. Hann var félagi í Frímúrarareglunni." Örn kvæntist 20. janúar 1961 Svövu Jóhönnu Pétursdóttur, þau eignuðust tvo syni.

Óskar Guido Bernhöft (1901-1997)

  • S00091
  • Person
  • 16. júlí 1901 - 23. jan. 1997

Foreldrar: Vilhelm Georg Theodór Bernhöft tannlæknir og k.h. Kristín Þorláksdóttir Johnson Bernhöft. Kaupmaður í Reykjavík. ,,Guido starfaði hjá Ó. Johnson & Kaaber þar til hann stofnaði ásamt frænda sínum Ólafi Hauki Ólafssyni heildverslunina H. Ólafsson og Bernhöft, 2. janúar árið 1929 og starfaði Guido hjá fyrirtækinu til ársins 1988. Guido var ætíð virkur í starfi Frímúrarareglunnar. Hann átti sæti í sóknarnefnd Dómkirkjunnar og var þar gjaldkeri. Hann var virkur félagi í Félagi íslenskra stórkaupmanna og í Félagi íslenskra frímerkjasafnara. Þá var hann einn stofnenda Golfklúbbs Reykjavíkur." Guido kvæntist Jóhönnu Maríu Möller frá Sauðárkróki, þau eignuðust þrjú börn.

Óskar Jónsson (1943-

  • S02872
  • Person
  • 14. sept. 1943-

Foreldrar: Ingibjörg Óskarsdóttir og Jón Dagsson múrarameistari. Læknir á Sauðárkróki. Búsettur á Höfuðborgarsvæðinu.

Óskar Þórðarson (1915-1999)

  • S01609
  • Person
  • 2. maí 1915 - 12. jan. 1999

Óskar Þórðarson var fæddur á Ísafirði 2. maí 1915. Foreldrar hans voru hjónin Dýrunn Jónsdóttir, f. á Ögmundarstöðum í Skagafirði 3. september 1884, og Þórður Kristinsson, f. á Ísafirði 1. nóvember 1885. Óskar kvæntist 18. október 1941 Ingunni Eyjólfsdóttur, f. í Reykjavík 27. nóvember 1919, þau eignuðust sjö börn. ,,Óskar lauk námi frá Verslunarskóla Íslands árið 1933. Að námi loknu stundaði hann fyrst ýmis verslunarstörf, en réðst síðan til Reykjavíkurborgar. Þá var hann um skeið skrifstofustjóri hjá Byggingarfélaginu Stoð í Reykjavík. Árið 1961 réðst hann til Byggingardeildar Reykjavíkurborgar og var þar forstöðumaður að undanteknum síðustu starfsárum sínum sem hann var skrifstofustjóri."

Ottó Michelsen (1920-2000)

  • S00093
  • Person
  • 10. júní 1920 - 11. júní 2000

Ottó fæddist á Sauðárkróki, sonur hjónanna Guðrúnar Pálsdóttur húsfreyju og Jörgen Frank Michelsen úrsmiðs og kaupmanns á Sauðárkróki. Hann lærði skriftvélatækni í Þýskalandi og stofnaði fyrirtækið Skrifstofuvélar árið 1946. Hann var forstjóri IBM á Íslandi 1967-1982. Hann gengdi trúnaðarstörfum á sviði menningar - og félagsmála og einnig fyrir þjóðkirkjuna.
Ottó kvæntist Gyðu Jónsdóttur og eignaðist með henni fjögur börn.

Pála Elínborg Michelsen (1911-2005)

  • S00078
  • Person
  • 24. ágúst 1911 - 18. júní 2005

Dóttir Frank Michelsen úrsmíðameistara á Sauðárkróki og Guðrúnar Pálsdóttur. ,,Fyrst bjó hún á Sauðárkróki, síðan í Hveragerði í eitt ár, en eftir 1945 alfarið í Reykjavík. Hún starfaði á prjónastofunni Hlín í 19 ár, síðan hjá Nóa Síríusi til 72 ára aldurs."

Pálína Bergsdóttir (1902-1985)

  • S01311
  • Person
  • 17. apríl 1902 - 3. júlí 1985

Foreldrar: Bergur Sveinsson b. síðast á Mánaskál í Laxárdal fremri, og k.h. Jóhanna Sveinsdóttir. Pálína missti föður sinn sex ára gömul og ólst upp hjá vandalausum eftir það. Um tvítugt flutti hún til Reykjavíkur og vann á búinu í Tungu við Suðurlandsbraut. Flutti aftur norður í Skagafjörð 1925 að Ási í Hegranesi og vann þar um tveggja ára skeið en fluttist þá til Sauðárkróks þar sem hún kynntist mannsefni sínu, Páli Þorgrímssyni, þau voru alla tíð búsett á Sauðárkróki. Pálína tók virkan þátt í réttindabaráttu verkakvenna, ein af stofnendum Vkf. Öldunnar og sat í stjórn þess um skeið. Pálína og Páll eignuðust fimm börn.

Pálína Sigurveig Jónsdóttir (1904-1968)

  • S01665
  • Person
  • 26. des. 1904 - 18. sept. 1968

Dóttir Jóns Péturssonar b. á Nautabúi í Neðribyggð og k.h. Sólveigar Eggertsdóttur. Kaupakona, fyrst á Akureyri, síðar í Reykjavík. Ókvænt.

Pálína Þorfinnsdóttir (1890-1977)

  • S02582
  • Person
  • 18. apríl 1890 - 19. júlí 1977

Fædd á Eilífsstöðum í Kjós. Foreldrar: Þorfinnur Jónsson og Þuríður Pálsdóttir. Búsett í Reykjavík frá 1908, félagi í Verkakvennafélaginu Framsókn, Jafnaðarfélagi Reykjavíkur, Alþýðuflokknum og kvenfélagi Alþýðuflokksins. Starfaði aldarfjórðung hjá alþýðudeild Háskóla Íslands. Gift Magnúsi Péturssyni og áttu þau tvö börn saman, en Pálína tvö börn af fyrra hjónabandi.

Páll Agnar Pálsson (1919-2003)

  • S01182
  • Person
  • 9. maí 1919 - 10. júlí 2003

Páll Agnar Pálsson fæddist að Kletti í Reykholtsdal 9. maí 1919. Foreldrar hans voru hjónin Páll Zóphóníasson skólastjóri á Hólum, síðar alþm. og búnaðarmálastjóri, og Guðrún Hannesdóttir. Þau bjuggu á Hvanneyri, Kletti í Reykholtsdal, Hólum í Hjaltadal og í Reykjavík. ,,Páll Agnar varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1937 og dvaldi eftir það á Austur-Grænlandi árlangt sem aðstoðarmaður í jarðfræðileiðangri Lauge Kock. Páll hélt þaðan til Kaupmannahafnar og lauk kandidatsprófi frá Dýralæknaháskólanum í Kaupmannahöfn 1944.
Hann stundaði dýralæknastörf á Jótlandi 1944-1945 og framhaldsnám í sýkla- og meinafræði húsdýra í Danmörku, Svíþjóð og Bretlandi á árunum 1945-1948. Páll Agnar var sérfræðingur við Tilraunastöð Háskólans í meinafræði á Keldum frá árinu 1948-1998 og var forstöðumaður þeirrar stofnunar á árunum 1959-1967. Á Keldum vann Páll margvísleg rannsóknarstörf, einkum á sviði visnu og mæðiveiki. Páll var yfirdýralæknir frá árinu 1959- 1989 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Páll Agnar gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum, var í stjórn Hafnarstúdenta og Íslendingafélagsins í Kaupmannahöfn í nokkur ár og varaformaður Landssambands hestamannafélaga 1959-63. Þá átti hann sæti í stjórn Tilraunaráðs búfjárræktar 1960-65, í dýraverndarnefnd 1958-78, í stjórn vísindasjóðs 1972-75, formaður fisksjúkdómanefndar 1970-89, í flúormengunarnefnd 1969-84, í lyfjanefnd um árabil og í Dýraverndunarnefnd Evrópuráðsins 1968-94. Páll sat fjölmarga fundi og ráðstefnur um búfjársjúkdóma erlendis og flutti erindi um það efni víða um lönd. Páll var kjörinn félagi í Vísindafélagi Íslendinga árið 1965 og var sæmdur Riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 17. júní 1974. Árið 1976 hlaut hann heiðursverðlaun úr sjóði Ásu Wright. Hann var sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við Konunglega dýralækna- og landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn 1985, við Dýralæknaháskóla Noregs 1985 og við læknadeild Háskóla Íslands 1986. Árið 1992 varð hann heiðursfélagi í Dýralæknasamtökum Finnlands og heiðursfélagi í Íslenska dýralæknafélaginu 1994. Páll Agnar lagði stund á ritstörf og ritaði fjölda greina og ritgerða, einkum um búfjársjúkdóma, sem birst hafa í innlendum og erlendum tímaritum."
Hinn 22. júní 1946 kvæntist Páll Kirsten Henriksen dýralækni, þau eignuðust tvær dætur.

Páll Einarsson (1868-1954)

  • S02194
  • Person
  • 2505.1868-17.12.1954

Páll Einarsson, f. á Hraunum í Fljótum 25.05.1868, d. 17.12.1954. Foreldrar: Einar B. Guðmundsson bóndi á Hraunum í Fljótum og fyrsta kona hans, Kristín Pálsdóttir.
Páll lauk embættisprófi i lögfræði frá Hafnarháskóla 1891. Hann var málflutningsmaður við Landsyfirréttinn, sýslumaður í Barðastrandarsýslu, bæjarfógeti í Hafnarfirði og sýslumaður Gullbringu- og Kjósarsýslu. Hann var kosinn fyrsti borgarstjórinn í Reykjavík 1908 og gegndi því embætti í eitt kjörtímabil sem var þá sex ár. Hann var síðan bæjarfógeti og sýslumaður á Akureyri og loks hæstaréttardómari.
Maki 1: Sigríður Thorsteinsson. Þau eignuðust tvö börn.
Maki 2: Sigríður Símsen. Þau eignuðust sex börn.

Páll Hafstað (1917-1987)

  • S03062
  • Person
  • 8. des. 1917 - 5. sept. 1987

Foreldrar: Árni Hafstað og Ingibjörg Sigurðardóttir í Vík. Fulltrúi orkumálastjóra í Reykjavík. Kvæntist Ragnheiði Baldursdóttur kennara, þau eignuðust þrjú börn.

Páll Hólm Auðunn Þórðarson (1947-

  • S01380
  • Person
  • 18.07.1947

Foreldrar: Jörgína Þórey Jóhannsdóttir og Þórður Eyjólfsson. Alinn upp í Stóragerði í Óslandshlíð, bílstjóri í Reykjavík. Eiginkona Páls er Alma Elísabet Guðbrands, þau eiga þrjú börn.

Páll Kristinn Árnason (1899-1970)

  • S03138
  • Person
  • 19. júlí 1899 - 7. mars 1970

Foreldrar: Sr. Árni Björnsson prófastur á Sauðárkróki og k.h. Líney Sigurjónsdóttir. Verslunarfulltrúi í Reykjavík. Kvæntist Elínu Halldórsdóttur.

Páll Ólafsson (1850-1928)

  • S02940
  • Person
  • 20. júlí 1850 - 11. nóv. 1928

Fæddur í Stafholti. Foreldrar: Ólafur Pálsson (1814-1876) alþingismaður og kona hans Guðrún Ólafsdóttir Stephensen (1820-1899) húsmóðir. Páll lauk stúdentsprófi frá Lærða skólanum 1869 og guðfræðiprófi frá Prestaskólanum 1871. Árið 1873 var hann vígður aðstoðarprestur hjá föður sínum á Melstað. Prestur í Hestþingum 1875-1876. Gerðist síðan aftur aðstoðarprestur föður síns. Fékk Stað í Hrútafirði 1877, Prestbakka (ásamt Stað) 1880. Prestur í Vatnsfirði 1900-1928. Prófastur í Strandaprófastdæmi 1883-1900. Prófastur í Norður-Ísafjarðarsýslu 1906-1927. Alþingismaður Strandamanna 1886-1892. Maki: Arndís Pétursdóttir Eggertz (1858-1937) húsmóðir. Þau eignuðust 13 börn.

Páll Sigurðsson (1905-1977)

  • S01687
  • Person
  • 25. ágúst 1905 - 4. júlí 1977

Sonur Sigurðar Pálssonar héraðslæknis á Sauðárkróki og k.h. Þóru Gísladóttur. Var á Vesturgötu 23, Reykjavík 1930. Bókavörður í Reykjavík.

Páll Stephensen (1862-1935)

  • S02985
  • Person
  • 9. maí 1862 - 6. nóv. 1935

Fæddur í Holti í Önundarfirði. Foreldrar: Stefán Pétursson Stephensen (1829-1900) og Guðrún Pálsdóttir Stephensen (1825-1896). Stúdent frá Lærða skólanum 1884, cand. theol. frá prestaskólanum 1886. Veitt Kirkjubólsþing og Staður á Snæfjallaströnd 1886. Bjó á Melgraseyri. Veitt Holt í Önundarfirði 1908 og sat þar til 1929. Fluttist til Reykjavíkur en fór til þjónustu í Holtsprestakalli undir Eyjafjölum 1930-1932, var í Nesprestakalli í Norðfirði 1934-1935.
Maki: Helga Þorvaldsdóttir Stephensen (1832-1912). Þau eignuðust 5 börn.

Páll Þorsteinsson (1920-2008)

  • S03117
  • Person
  • 28. mars 1920 - 24. feb. 2008

Páll Þorsteinsson múrarameistari fæddist á Stóru-Gröf í Skagafirði 28. mars 1920. Foreldrar hans voru hjónin Þorsteinn Jóhannsson bóndi og Mínerva Sveinsdóttir. ,,Páll flutti til Reykjavíkur um tvítugt, og lauk sveinsprófi 1946. Hann fékk meistararéttindi í múrsmíði 1949 og var félagi í Múrarafélagi Reykjavíkur 1946-1953, og síðan félagi í Múrarameistarafélagi Reykjavíkur. Hann var í stjórn Sveinssambands byggingamanna 1948-1949, ritari í stjórn Múrarameistarafélags Reykjavíkur 1957-1960, 1977 og síðar, í prófnefnd og í verðskrárnefnd 1975-1985. Hann starfaði sem múrarameistari þar til hann lét af störfum 70 ára að aldri." Hinn 31. mars 1945 giftist Páll Margréti Eggertsdóttur söngkonu, þau eignuðust þrjú börn.

Páll Valsson (1960-

  • S02370
  • Person
  • 31. okt. 1960-

Páll er fæddur 31. október 1960. Hann er stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1980 og BA-próf í íslensku og almennri bókmenntafræði frá Heimspekideild HÍ 1984 og cand. mag. próf í íslenskum bókmenntum frá HÍ. Páll fékkst við stundakennslu um tíma, eða á árunum 1988 til 1992 - vann við útgáfustörf fyrir bókaforlagið Svart á hvítu 1987 - 1988. Lektor í íslensku við Uppsalaháskóla í Svíþjóð 1992 - 1997. Var um árabil ritstjóri og útgáfustjóri hjá Máli og menningu. Hann hlaut Íslensku bókmennaverðlaunin 1999 í flokki fræðirita fyrir bók sína, Jónas Hallgrímsson, ævisaga. Páll skrifaði einnig ævisögu Vigdísar Finnbogadóttur.

Pálmi Erlendur Vilhelmsson (1925-2006)

  • S02599
  • Person
  • 27. júlí 1925 - 23. des. 2006

Fæddur á Hofsósi. Foreldrar hans voru Vilhelm Magnús Erlendsson, póst- og símstöðvarstjóri á Blönduósi, áður Hofsósi og k.h. Hallfríður Pálmadóttir. Stúdent frá MR 1946. Las læknisfræði í nokkur ár við HÍ. Kennari við gagnfræðaskólann í Vestmannaeyjum 1956-1957, við barna- og unglingaskóla í Vík Mýrdal 1957-1958, við barna- og unglingaskóla í Ólafsvík 1958-1962, við Gagnfræðaskóla Keflavíkur 1962-1963 og Réttarholtsskóla í Reykjavík 1963-1964. Stundaði almenna vinnu og sjómennsku að sumrinu. Skrifstofustjóri hjá Vegagerð ríkisins frá 1964.

Pálmi Þorsteinsson (1895-1970)

  • S03242
  • Person
  • 02.06.1895-15.07.1970

Pálmi Þorsteinsson, f. á Ytri-Hofdölum í Hofstaðaplássi 02.06.1895 (01.06. skv. kirkjubók), d. 15.07.1970 í Reykjavík. Foreldrar: Þorsteinn Hannesson bóndi á Hjaltastöðum í Blönduhlíð og kona hans Jórunn Andrésdóttir. Pálmi ólst upp hjá foreldrum sínum, yngstur sjö systkina. Hann hóf nám við Gagnfræðaskólann á Akureyri en hvarf þaðan frá námi þegar hann var í öðrum bekk vorið 1915. Hann stundaði síðar nám við Verslunarskólann í Reykjavík og lauk þaðan rpófi. Hann var mikill róttamaður og sinnti kennslustörfum, bæði bóklegum fræðum og sundi og öðrum íþróttagreinum. Árið 1929 fengu Pálmi og kona hans spildu úr landi Reykjarhóls til að stofna nýbýli.Þar var reist íbúðarhús og nýbýlið nefnt Varmahlíð.Þau brugðu búi árið 1936, seldu jörðina og fluttu til Reykjavíkur. Þar gerðist Pálmi starfsmaður löggildingarskrifstofunnar og gegndi því til 1962 er hann lét af störfum vegna heilsubrests.
Kona: Sigrún Guðmundsdóttir (21.09.1908-27.04.1979) frá Reykjarhóli við Varmahlíð.Þau giftu sig 31.07.1927. Þau eignuðust einn son. Pálmi eignaðist einnig soninn Gest Heiðar með Sigurlaugu Jónsdóttur verkakonu á Ólafsfirði.

Petrea Ástrún Jónsdóttir Sívertsen (1915-1999)

  • S03599
  • Person
  • 24.03.1915-27.10.1999

Petrea Ástrún Jónsdóttir Sívertsen, f. á Mælifelli í Skagafirði 24.03.1915 í Reykjavík. Foreldrar: Jón Sigfússon (1892-1957) og Jórunn Hannesdóttir (1914-1978).
Maki 1: Sveinn Steindórsson garðyrkjumaður í Hveragerði. Þau eignuðust stúlku sem lést samdægurs. Þau bjuggu saman í Hveragerði. Sveinn lést í bruna á Hótel Íslandi 1944.
Maki 2: Marteinn Sívertsen húsasmíðameistari og kennari Í Reykjavík. Þau eignuðust ekki börn en Marteinn átti einn son fyrir. Þau bjuggu engst af í Litlagerði 7.

Pétur Gunnarsson (1911-1973)

  • S01094
  • Person
  • 21. maí 1911 - 13. apríl 1973

Foreldrar: Gunnar Ólafsson og Sigurlaug Magnúsdóttir í Keflavík. Pétur nam búfræði við háskóla í Danmörku, tilraunastjóri hjá Búnaðarfélagi Íslands. Síðast búsettur í Reykjavík. Kvæntist Þóru Magnúsdóttur.

Pétur Jónsson (1891-1951)

  • S00778
  • Person
  • 20.06.1891-19.06.1951

Sonur Jóns Jónssonar á Kimbastöðum og f.k.h. Guðrúnar Eggertsdóttur. Pétur var rétt sjö ára gamall þegar móðir hann lést en seinni kona föður hans, Björg Sigurðardóttir gekk honum í móðurstað örfáum árum síðar. Árið 1917 kvæntist hann Ólafíu Sigurðardóttur frá Eyri í Önundarfirði. Þau fluttu til Reykjavíkur 1920 þar sem Pétur starfaði við ræktunarstörf hjá mági sínum sem þá var héraðsráðunautur Kjalarnesþings. Árið 1925 fluttu þau aftur norður og settust að á Sauðárkróki þar sem Pétur stundaði ýmsa verkamannavinnu, m.a. brúarsmíði. Frá árinu 1933 starfaði hann sem verkstjóri og ráðningarmaður Uppskipunarfélagsins. Árið 1937 var hann kjörinn í hreppsnefnd þar sem hann sat eitt kjörtímabil. Starfaði svo frá árinu 1940-1950 sem frysti- og sláturhússtjóri hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, einnig sá hann um hafnargarð og skipaafgreiðslu. Árið 1950 flutti fjölskyldan til Reykjavíkur vegna veikinda sem hrjáð höfðu Pétur um nokkurt skeið. Pétur og Ólafía eignuðust þrettán börn, tólf þeirra komust á legg.

Pétur Jónsson (1892-1964)

  • S00692
  • Person
  • 06.04.1892-30.09.1964

Alinn upp á Nautabúi í Neðribyggð, sonur Jóns Péturssonar og Solveigar Eggertsdóttur. Pétur útskrifaðist frá Bændaskólanum á Hólum árið 1912 og kvæntist Þórunni Sigurhjartardóttur frá Urðum í Svarfaðardal árið 1913. Hófu þau búskap ásamt föður Péturs í Eyhildarholti og bjuggu þar til 1923. Þaðan fluttust þau fyrst í Frostastaði, svo að Hraunum í Fljótum og loks að Brúnastöðum í sömu sveit. Árið 1930 lést Þórunn frá átta börnum þeirra hjóna sem fóru í fóstur til vina og vandamanna. Árið 1933 flutti Pétur til Reykjavíkur þar sem hann vann ýmis skrifstofustörf og varð svo einn af fyrstu starfsmönnum Tryggingastofnunar ríkisins. Þar starfaði hann sem aðalgjaldkeri til 1962. Pétur var einn af stofnendum Kaupfélags Reykjavíkur (KRON) og sat í stjórn þess til æviloka. Pétur var einnig einn af stofnendum Skagfirðingafélagsins í Reykjavík og sat í stjórn þess og var formaður um skeið. Eins og fram hefur komið eignaðist Pétur átta börn með fyrri konu sinni Þórunni Sigurhjartardóttur. Seinni kona hans hét Helga Elísabeth Anna Jónsson, þýsk að uppruna, þau eignuðust eina dóttur. Áður en Pétur kvæntist seinni konu sinni eignaðist hann einn son með Guðbjörgu Jóhannesdóttur, verkakonu í Reykjavík.

Pétur Pétursson (1918-2007)

  • S02477
  • Person
  • 16. okt. 1918 - 23. apríl 2007

Pétur var fæddur á Eyrarbakka, sonur hjónanna Elísabetar Jónsdóttur og Péturs Guðmundssonar. Pétur fluttist til Reykjavíkur ásamt móður sinni og systkinum árið 1923. Hann gekk í barnaskóla Reykjavíkur og Landakotsskóla. Ungur að aldri gerðist hann sendisveinn hjá Útvegsbanka Íslands og síðar bankamaður þar. Pétur stundaði nám við lýðháskóla í Svíþjóð og Pitman´s College í Bretlandi. Árið 1941 var Pétur ráðinn þulur við Ríkisútvarpið og starfaði þar til 1955. Þá fékkst hann við verslunarrekstur um tíma, en hóf aftur störf við Ríkisútvarpið árið 1970 og lauk þar starfsævi sinni. Hann var afar farsæll útvarpsmaður. Pétur skrifaði fjölmargar greinar í blöð, m.a. um sögulegt efni. Hann gerði fjölda útvarpsþátta, einkum viðtalsþætti. Pétur var verkalýðssinni og sjálfmenntaður fræðimaður sem naut virðingar m.a. sagnfræðinga. Pétur kvæntist Birnu Jónsdóttur og eignuðust þau eina dóttur.

Pétur Þorsteinsson (1894-1978)

  • S01941
  • Person
  • 1. feb. 1894 - 26. sept. 1978

Sonur Jórunnar Andrésdóttur og Þorsteins Hannessonar á Hjaltastöðum. Guðfræðingur, starfsmaður við borgarfógetaembættið í Reykjavík. Kvæntist Kristínu Sveinbjarnardóttur.

Pétur Zóphóníasson (1879-1946)

  • S03194
  • Person
  • 31.05.1879-21.02.1946

Pétur Zóphoníasson, f. í Goðdölum í Lýtingsstaðahreppi 31.05.1879, d. 21.02.1946. Foreldrar: Zóphonías Halldórsson (1845-1908), þá prestur í Goðdölum og síðar prófastur i VIðvík og kona hans Jóhanna Jónsdóttir (1855-1931frá Víðivöllum í Skagafirði. Pétur ólst upp hjá foreldrum sínum í Skagafirði og naut þar ágætrar fræðslu föður síns. Varð gagnfræðingur frá Möðruvallaskóla 1898. Í verslunarskóla í Kaupmannahöfn 1898-1900. Verslunarmaður í Reykjavík og bankaritari i Landsbankanum 1900-1909. Ritstjóri Templars 1904-1909 og aftur 1923-1925 og ritstjóri Þjóðólfs 1910-1911. Var við verslunarstörf næstu ár. Fulltrúi á Hagstofu Íslands 1915-1943. Endurskoðandi Reykjavíkurbæjar um hríð og í niðurjöfnundarnefnd Reykjavíkur í 8 ár. Starfaði mikið að bindindismálum á vegum Stórstúku Íslands frá 1905 til æviloka og var stórtemplar 1930-1931. Aðalstofnandi Taflfélags Reykjavíkur árið 1900 og varð oft skákmeistari Íslands. Var og heiðursfélagai í Skáksambandi Íslands , Taflfélags Reykjavíkur og stúkunnar Verðandi. Lagði stund á ættfræðirannsóknir frá unglingsárum til æviloka.
Af ritstörfum hans má m.a. nefna: Kennslubók í Skák (1906), Ættir Skagfirðinga 1910 (1914)Víkingslækjarætt (1940-1943) o.fl.
Maki. Guðrún Jónsdóttir (1886-1936) frá Ásmundarstöðum á Sléttu. Þau eignuðust 10 börn er upp komust.

Polly Grönvald (1889-1934)

  • S02737
  • Person
  • 25.03.1889-04.08.1934

Foreldrar: Karl Gústaf Grönvold verslunarstjóri á Siglufirði og k.h. Karólína Vilborg Grönvold. Eftir andlát föður síns fór Polly til frænda síns Jóns Vigfússonar verslunarstjóra á Akureyri. Fór til Reykjavíkur 1912. Maki: Gísli J. Ólafsson, f.09.09.1888, d. 15.08.1931, bæjarsímstjóri í Reykjavík. Þau eignuðust tvær dætur.

Ragna Sigurðardóttir (1907-1980)

  • S00670
  • Person
  • 24.06.1907-30.06.1980

Dóttir Sigurðar Sigurðssonar skólastjóra á Hólum, var í Reykjvík 1930. Síðast búsett í Ölfushreppi.

Ragnar Fjalar Lárusson (1927-2005)

  • S02993
  • Person
  • 15. júní 1927 - 26. júní 2005

Fæddur á Sólheimum í Blönduhlíð. Foreldrar: Lárus Arnórsson, sóknarprestur á Miklabæ og Jensína Björnsdóttir, þau voru ekki kvænt. Hann lauk guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1952 og var veitt Hofsósprestakall sama ár. Ragnar Fjalar var sóknarprestur á Siglufirði frá 1955-1968. Það ár var hann skipaður sóknarprestur í Hallgrímsprestakalli í Reykjavík. Þar þjónaði hann til 1998 er hann lét af störfum vegna aldurs. Hann var prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra frá 1994–97. Ragnar Fjalar gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir kirkjuna og átti m.a. sæti í siðanefnd Prestafélags Íslands frá stofnun hennar og til starfsloka. Ragnar Fjalar var mikill safnari og safnaði m.a. spilum og seðlum um dagana. Þekktastur er hann þó fyrir bókasafn sitt sem hefur að geyma margvíslegt fágæti, einkum biblíur og sálmabækur, allt frá upphafi prentverks á Íslandi. Hann stundaði um árabil rannsóknir á vögguprenti og hlaut fyrir það starf sitt riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu árið 1998, auk embættisverka sinna. Ragnar Fjalar var einn helsti sérfræðingur þjóðarinnar á þessu sviði.
Maki: Herdís Helgadóttir, fyrrverandi hjúkrunardeildarstjóri. Þau eignuðust sex börn.

Ragnar Örn (1921-2005)

  • S03060
  • Person
  • 7. okt. 1921 - 11. jan. 2005

Ragnar Örn fæddist í Vík í Staðarhreppi í Skagafirði 7. október 1921. Foreldrar: Hallfríður Jónsdóttir, hjúkrunarkona á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki og Árni Hafstað bóndi í Vík. Ragnar ólst upp í Kjartansstaðakoti á Langholti í Skagafirði hjá Óskari Þorsteinssyni og Sigríði Hallgrímsdóttur. Ragnar kvæntist Hansínu Jónsdóttur frá Glaumbæ á Langholti 1957. Þau bjuggu lengst í Fellsmúla 11 í Reykjavík. Ragnar lærði smíðar í Reykjavík og vann hann þar lengstum sem smiður.

Ragnhildur Helgadóttir (1937-2014)

  • S01524
  • Person
  • 11. des. 1937 - 14. júní 2014

Foreldrar hennar voru Björn Jónsson og Ingibjörg Pálsdóttir. Kjörforeldrar: sr. Helgi Konráðsson prestur á Sauðárkróki og Jóhanna Þorsteinsdóttir. ,,Ragnhildur ólst upp á Sauðárkróki og lauk þar barnaskóla og síðar landsprófi. Kennaraprófi lauk hún frá Kennaraskóla Íslands 1958. Hún stundaði framhaldsnám um skólasöfn í Danmarks Lærerhøjskole 1969-70 og meistaranámi lauk hún frá KHÍ 1999. Hún sótti fjölda námskeiða, einkum um skólasöfn og safnakennslu og stýrði slíkum námskeiðum ásamt Kristínu Unnsteinsdóttur. Hún var stundakennari við Vesturbæjarskóla 1958-59, bókavörður á Borgarbókasafni 1959-69, skólasafnskennari við Laugarnesskóla 1970-75 og starfaði þá jafnframt við Borgarbókasafnið. Ragnhildur var skólasafnskennari við Valhúsaskóla á fyrstu árum skólans, síðan starfaði hún við Æfingadeild Kennaraháskólans til ársins 2001. Hún gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir skólasafnsverði og kennara og var einn af fjórum stofnendum bókaútgáfunnar Bjöllunnar." Eiginmaður Ragnhildar var Bolli Thoroddsen hagræðingarráðunautur hjá ASÍ, þau eignuðust einn son.

Rannveig Jónasdóttir (1903-1994)

  • S01397
  • Person
  • 18.10.1903-02.01.1994

Foreldrar: Jónas Kristjánsson læknir og k.h. Hansína Benediktsdóttir. Rannveig var fædd að Brekku í Fljótsdal í Norður-Múlasýslu og ólst þar upp til sjö ára aldurs, þegar hún fluttist með foreldrum sínum til Sauðárkróks þar sem faðir hennar tók við embætti héraðslæknis. Rannveig bjó á Sauðárkróki til 1937 og kenndi þar handavinnu, en fluttist þá til Reykjavíkur og kenndi áfram handavinnu, fyrst við Miðbæjarskólann og síðan við Austurbæjarskólann til 1970, þegar hún lét af störfum. Rannveig giftist ekki né eignaðist börn.

Reynir Ludvigsson (1924-2000)

  • S01401
  • Person
  • 29.01.1924-20.08.2000

Reynir var fæddur í Reykjavík 29. janúar 1924. Foreldrar hans voru hjónin Ragnheiður Sumarliðadóttir og Ludvig Carl Magnússon frá Sauðárkróki. ,,Reynir kvæntist ekki en var í sambúð með Signýju Ólafsdóttur, en hún og hennar fjölskylda sýndu honum ætíð tryggð og vináttu. Eftir lát móður sinnar dvaldi Reynir í fá ár hjá frændfólki sínu að Breiðabólsstað í Miðdölum, en hóf nám í bókbandi hjá Ársæli Árnasyni bókbandsmeistara á stríðsárunum seinni og lauk því námi ásamt iðnskóla á tilskildum tíma. Eftir námið starfaði hann síðan að iðn sinni bæði hjá meistara sínum og fleiri bókbandsfyrirtækjum eins og Félagsbókbandinu og Gutenberg. Í mörg ár starfaði Reynir við afgreiðslu hjá dagbl. "Tíminn"."

Reynir Þorgrímsson (1936-2014)

  • S03072
  • Person
  • 7. okt. 1936 - 1. maí 2014

Reynir Þorgrímsson fæddist á Siglufirði 7. október 1936. Foreldrar Reynis voru Þorgrímur Brynjólfsson frá Syðri-Vatnahjáleigu í Austur-Landeyjum og Margét Ingibjörg Jónsdóttir frá Ljótsstöðum á Höfðaströnd. ,,Reynir ólst upp á Siglufirði og bjó þar til 16 ára aldurs. Þá flutti hann til Reykjavíkur og stundaði nám við Samvinnuskólann og útskrifaðist þaðan árið 1954. Reynir kom víða komið við í atvinnulífinu, hann var einn af stofnendum Hagkaups, rak og átti verksmiðju á Sauðárkróki þar sem sokkabuxur undir nafninu Gleymmérei voru framleiddar. Hann átti bílasöluna Bílakaup sem var í Borgartúninu. Þá stofnaði hann Fyrirtækjasöluna í Suðurveri árið 1986 og rak hana þar til hann settist í helgan stein árið 2012. Reynir var áhugaljósmyndari og hélt hann margar ljósmyndasýningar, meðal annars í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem hann sýndi og seldi ljósmyndir sem hann hafði tekið og nefndi Skartgripi fjallkonunnar. Reynir var virkur í félagsstörfum, hann var félagsmaður í JCI og var þar landsforseti frá '73-'74, hann var einn af stofnfélögum Lionsklúbbsins Víðarr og þá var hann einnig frímúrari. Reynir kvæntist Rósu Guðbjörgu Gísladóttur, þau eignuðust fjögur börn, þau bjuggu meirihluta ævi sinnar í vesturbænum í Kópavogi."

Ríkharður Jónsson (1888-1972)

  • S02589
  • Person
  • 20. sept. 1888 - 17. jan. 1977

Ríkarður Jónsson fæddist 20. september árið 1888 að Tunguhóli í Fáskrúðsfirði. Hann var sonur Jóns Þórarinssonar, sem var frægur þjóðhagasmiður og bóndi að Núpi á Berufjarðarströnd og síðan að Strýtu við Hamarsfjörð, og síðari konu hans, Ólafar Finnsdóttur húsfreyju. Ríkharður ólst upp að Strýtu, en fór sautján ára til Reykjavíkur í trésmíðanám til Stefáns Eiríkssonar og lauk prófi í þeirri grein tvítugur að aldri. Hann stundaði síðan nám hjá Einari Jónssyni myndhöggvara í Kaupmannahöfn og í Teknisk Selskabs Skole og stundaði nám í Listaháskólanum í Kaupmannahöfn í fimm og hálft ár. Ríkharður gerði mannamyndir og minnisvarða en einnig rismyndir og tréskurðarverk í kirkjur og aðrar opinberar byggingar. Meðal þekktra verka Ríkarðs má nefna biskupsstól í Kristskirkju í Landakoti, krossmark þar með Kristslíkneski og hurðina á Arnarhvoli. Hann gerði auk þess fjölda brjóstmynda og lágmynda af samtíðarmönnum, skírnarfonta og predikunarstóla.

Rögnvaldur Elfar Finnbogason (1925-2010)

  • S01377
  • Person
  • 13.05.1925-01.02.2010

Rögnvaldur Elfar Finnbogason fæddist á Eskifirði, sonur Finnboga Þorleifssonar, útgerðarmanns og skipstj. á Eskifirði og Dórótheu Kristjánsdóttur. ,,Rögnvaldur ólst upp á Eskifirði. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1944 og stundaði nám við Háskóla Íslands veturinn 1945-46. Hann vann við skrifstofustörf á Siglufirði árin 1947-1948 eða uns þau hjónin fluttust til Sauðárkróks, þar sem hann var gjaldkeri bæjarsjóðs á árunum 1948-1958. Hann gegndi starfi bæjarstjóra á Sauðárkróki árin 1958-1966. Rögnvaldur var skrifstofustjóri síldarútvegsnefndar fyrir Austurland á árunum 1966-1970 og bjó fjölskyldan þá á Seyðisfirði. Árið 1971 lá leiðin til Reykjavíkur og hóf Rögnvaldur þá störf á skattstofunni. Þar starfaði hann til 1976. Hann gegndi starfi bæjarritara í Garðabæ frá 1976-1983 og var forstjóri Sjúkrasamlags Garðabæjar á árunum 1983-1990. Rögnvaldur starfaði lengi fyrir Brunabótafélagið, síðar VÍS, og gegndi fjölda opinberra trúnaðarstarfa bæði á Sauðárkróki og víðar." Rögnvaldur kvæntist árið 1947 Huldu Ingvarsdóttur, þau eignuðust þrjú börn.

Rögnvaldur Gíslason (1923-2014)

  • S02920
  • Person
  • 16. des. 1923 - 7. apríl 2014

Foreldrar: Gísli Magnússon og Guðrún Sveinsdóttir í Eyhildarholti. Maki: Sigríður Jónsdóttir frá Djúpadal, þau eignuðust fjögur börn. Rögnvaldur ólst upp í Eyhildarholti og gekk í farskóla í Rípurhreppi en var síðan einn vetur í Gagnfræðaskólanum í Reykjavík, annan í Héraðsskólanum á Laugarvatni og þann þriðja í Bændaskólanum á Hólum. Hann varð búfræðingur 1945. Aðra vetur var hann við bústörf heima í Eyhildarholti, en á sumrin oftast í vega- og brúarvinnu víða um Norður- og Norðausturland. Þegar þau Sigríður giftust hófu þau búskap í Djúpadal og stóð til að þau tækju þar að fullu við búi en snöggur endir var bundinn á þau áform þegar Rögnvaldur fékk lömunarveiki vorið 1956. Hann lamaðist ekki en varð óvinnufær um nokkurra ára skeið og gat ekki unnið erfiðisvinnu eftir það. Um tíma vann Rögnvaldur íhlaupavinnu á skrifstofu Búnaðarsambands Skagafjarðar, en í ársbyrjun 1961 hóf hann störf á sýsluskrifstofunni á Sauðárkróki og vann þar til starfsloka um sjötugt, lengst af sem aðalbókari. Fyrstu árin átti fjölskyldan áfram heimili í Djúpadal ásamt föður og föðurbræðrum Sigríðar, en Rögnvaldur leigði herbergi á Sauðárkróki og kom heim um helgar. Haustið 1967 fluttist fjölskyldan til Sauðárkróks og áttu þau hjón þar heima síðan.

Rósa Jensdóttir Eriksen (1929-1993)

  • S01640
  • Person
  • 11. maí 1929 - 21. nóv. 1993

Fædd og uppalin á Sauðárkróki. Dóttir Jens Péturs Eriksen og Sigríðar Amalíu Njálsdóttur. Rósa tók gagnfræðapróf á Akureyri 1947 og var síðan einn vetur á húsmæðraskólanum á Löngumýri, 1949-1950. Hún byrjaði snemma að vinna á símstöðinni á Sauðárkróki. Maki: Karl Salómonsson frá Ísafirði. Fyrstu árin bjuggu þau í Kópavogi. Þau eignuðust fjögur börn. Karl lést árið 1970 langt fyrir aldur fram. Rósa vann hjá Landsímanum í Reykjavík sem talsímavörður og varðstjóri og í nokkur ár var hún verslunarstjóri í Ás-verslunum. Árið 1973 fluttist Rósa vestur í Hrútafjörð og giftist Jósep Rósinkarssyni bónda á Fjarðarhorni. Hann var ekkjumaður með fimm börn og tók Rósa þar við stóru heimili sem hún stýrði í um 15 ár en þá skildu leiðir þeirra. Rósa fluttist þá suður aftur og vann á langlínumiðstöðinni í Reykjavík á meðan heilsa leyfði.

Rósa Stefánsdóttir (1895-1993)

  • S02042
  • Person
  • 10. okt. 1895 - 14. júlí 1993

Rósa fæddist 10. október á Króksstöðum í Kaupvangssveit í Eyjafirði. ,,Sem unglingur var Rósa í vist hjá hinum nafntogaða presti og fræðimanni, sr. Jónasi á Hrafnagili sem þá var kennari við Gagnfræðaskólann á Akureyri. Árið 1930 var hún ráðin aðstoðarkona á Sjúkrahúsi Akureyrar, en skömmu síðar ráðskona við Menntaskólann á Akureyri. Hélt síðan til frekara náms í Danmörku og lauk prófi frá merktum hússtjórnarskóla, Ankerhus í Sorø. Næstu árin stundaði hún kennslu í sinni grein við Kvennaskólann á Laugalandi í Eyjafirði og síðar Kvennaskólann og Miðbæjarskólann í Reykjavík. Árið 1940 giftist hún Jóni Þ. Björnssyni skólastjóra á Sauðárkróki sem þá hafði verið ekkjumaður í átta ár, hann hafði átt tíu börn með fyrri konu sinni. Hún sá um þungt heimili þeirra af skörungsskap, en kenndi jafnframt við Barna- og unglingaskóla Sauðárkróks 1942­1952. Auk færni sinnar í öllum húsmóðurstörfum var Rósa mikill matreiðslusnillingur. Í meira en áratug stóð hún fyrir hótelrekstri á Hólum í Hjaltadal á sumrin eða þar til þau hjónin fluttust til Reykjavíkur 1962. Eftir það var Rósa lengi matráðskona við Hagaskólann í Reykjavík."

Sæmundur Dúason (1889-1988)

  • S02478
  • Person
  • 10. nóv. 1889 - 4. feb. 1988

Sæmundur fæddist á Langhúsum í Fljótum. Foreldrar hans voru Eugenía Jónsdóttir Norðmann og Dúi Kristján Grímsson. Sæmundur ólst upp við almenn sveitastörf og sjómennsku. Kona hans var Guðrún Valdný Þorláksdóttir og eignuðust þau sex börn og ólu þess auk upp tvö fósturbörn. Sæmundur var fræðimaður að eðlisfari og mikill unnandi íslenskrar tungu. Hann lagði stund á þýsku, frönsku og esparento sér til ánægju. Hann stundaði sjómennsku með búskapnum, en árið 1914 fluttu þau til Reykjavíkur. Hann stundaði nám við Verslunarskóla Reykjavíkur og tæpum tuttugu árum síðar hóf hann nám við Kennaraskóla Íslands og starfaði við kennslu í Fljótum, Grímsey og á Siglufirði. Sæmundur skrifaði ævisögu sína, Einu sinni var.

Sæmundur Jónasson (1890-1972)

  • S02483
  • Person
  • 30. mars 1890 - 17. júlí 1972

Foreldrar: Jónas Jónsson b. og smáskammtalæknir í Hróarsdal í Hegranesi og 2.k.h. Elísabet Gísladóttir. Verkamaður í Reykjavík.

Sigfús Agnar Sveinsson (1931-2001)

  • S03595
  • Person
  • 20.01.1931-15.02.2001

Sigfús Agnar Sveinsson, f. í Reykjavík 20.01.1931, d. 15.02.2001. Foreldrar: Ingibjörg Margrét Sigfúsdóttir og Sveinn Jónsson. Á fjórða ári fluttist Sigfús Agnar norður í Gröf á Höfðaströnd með móður sinni og bróður. Fjórtán árum síðar fluttist hann til Siglufjarðar er móðir hans giftist Árna Jóhannssyni. Unglingsárin var Sigfús í Gröf við almenna sveitavinnu. Hann fór í Bændaskólann á Hólum 1946-47. Sjómnnska var hans aðalstarf og tók hann skipsstjórnarpróf 1956. Átti hann eigin báta og var einnig skipstjóri hjá Fiskiðju Sauðárkróks. Sigfús bjó lengst af á Hólavegi 34 á Sauðárkróki.
Maki: Margrét Helana Magnúsdóttir (f. 1930). Þau einguðust fimm börn.

Sigfús Elíasson (1896-1972)

  • S02455
  • Person
  • 24. okt. 1896 - 22. okt. 1972

Búfræðingur og hárskerameistari á Akureyri og í Reykjavík. Rakari á Akureyri 1930. Rithöfundur og skáld. Starfrækti Dulspekiskólann í Reykjavík. Síðast bús. í Reykjavík.

Results 341 to 425 of 550