Showing 81 results

Authority record
Hólar í Hjaltadal

Agnar Vigfússon (1937-1993)

 • S02063
 • Person
 • 29. júní 1937 - 3. feb. 1993

Agnar var fæddur í Varmahlíð í Skagafirði 29. júní 1937. Foreldrar hans voru Vigfús Helgason frá Hóli í Hörðudal og kona hans var Elín Helga Helgadóttir frá Núpum í Fljótshverfi. Agnar fór ungur í Hólaskóla og lauk þaðan búfræðiprófi tæpra 17 ára vorið 1954. Sumarið 1965 hóf hann störf hjá Ræktunarsambandi Skagfirðinga, fyrst mörg ár á jarðýtu, síðar lengi á skurðgröfu, allt til ársins 1987. Agnar var ókvæntur og barnlaus, síðast búsettur í Reykjavík.

Ágúst Sigurðsson (1938-2010)

 • S02569
 • Person
 • 15. mars 1938 - 22. ágúst 2010

Ágúst fæddist á Akureyri 1938. Foreldrar hans voru Sigurður Stefánsson prestur, síðar vígslubiskup og María Ásgeirsdóttir húsfreyja. Ágúst lauk stúdentsprófi frá MA árið 1959 og cand. theol. frá Háskóla Íslands 1965. Hann var vígður til prests á Hólum í Hjaltadal 1965. Var prestur í Möðruvallaprestakalli, í Vallanesi á Völlum, Ólafsvík og á Mælifelli í Skagafirði. Ágúst var sendiráðsprestur í Kaupmannahöfn og síðast sóknarprestur á Prestbakka í Hrútafirði, eða þar til hann lét af störfum. Hann stundaði fræða - og ritstörf, m.a. komu út fjórar bækur, Forn frægðarsetur. Einnig skrifaði hann fjölda greina í blöð og tímarit. Árið 1981 lauk Ágúst réttindanámi í dönsku kirkjunni.

Andrés Þorsteinsson (1890-1959)

 • S02821
 • Person
 • 17. apríl 1890 - 12. mars 1959

Andrés Þorsteinsson, f. 17.04.1890 á Ytri-Hofdölum. Foreldrar: Þorsteinn Hannesson bóndi á Hjaltastöðum og kona hans Jórunn Andrésdóttir. Andrés ólst upp hjá foreldrum sínum til níu ára aldurs á Ytri-Hofdölum en þá fluttust þau í Hjaltastaði. Andrés hlaut venjulega undirbúningsfræðslu í heimahúsum en veturinn 1911-1912 fór hann í unglingaskólann á Sauðárkróki. Veturinn eftir var hann í bændaskólanum á Hólum en lauk ekki prófi þaðan. Næstu árin var hann heima og vann að búi móður sinnar. Bóndi á Hjaltastöðum 1917-1922. Eftir að búskap lauk fluttist Andrés til Siglufjarðar. Fyrstu árin þar vann hann ýmis störf, m.a. útgerð um skeið. Einnig í flatningsverksmiðju O.Tynes í nokkur sumur. Á vetrum var hann á verkstæði h.f. Odda á Akureyri og hlaut þar meistararéttindi vélsmiða. Árið 1926 tók hann minna mótorvélstjórapróf á Siglufirði. Stofnaði vélaverkstæði og rak til dauðadags.
Maki: Halldórs Jónsdóttir, f. 22.02.1896 frá Torfhóli í Óslandshlíð. Þau eignuðust einn son og tóku einn fósturson.

Anna Aðalbjörg Gunnlaugsdóttir (1915-1993)

 • S00382
 • Person
 • 08.10.1915-01.07.1993

Anna Aðalbjörg Gunnlaugsdóttir ólst upp í Víðinesi. Foreldrar hennar voru Gunnlaugur Jónsson og Sigríður Guðmundsdóttir. Haustið 1933 fór Anna til Reykjavíkur að læra sauma hjá Andrési Andréssyni klæðskera. Haustið 1934 réðst hún sem vinnustúlka að Hólum til Steingríms Steinþórssonar og Theodóru Sigurðardóttur. Haustið 1935 kvæntist hún Páli Sigurðssyni og hófu þau sambúð í torfbænum á Hólum, þau bjuggu á Hólum í 10 ár en fluttu þá að Hofi í Hjaltadal þar sem þau bjuggu til 1963. Þá fluttust þau til Akureyrar þar sem Anna starfaði á saumastofum í bænum. Þau hjónin fluttu svo til Sauðárkróks 1985 og bjuggu þar til æviloka. Þau eignuðust þrjú börn.

Árni G. Eylands (1895-1980)

 • S02210
 • Person
 • 8. maí 1895 - 26. júlí 1980

Árni G. Eylands, ráðnautur, var fæddur á Þúfum í Óslandshlíð, 8. maí 1895. Foreldrar hans voru Þóra Friðbjörnsdóttir og Guðmundur Guðmundsson. Kona Árna var Margit Larsson frá Fosstveit í Noregi. Árni varð búfræðingur frá Hólaskóla en nam síðan búfræði í Noregi og Þýskalandi; kynntist þar ýmsum nýmælum í búskap svo sem vélum og verkfærum. Árið 1921 réðist Árni til starfa hjá Búnaðarfélagi Íslands, m.a. sem þúfnabanastjóri. Síðar varð Árni verkfæraráðunautur Búnaðarfélagsins, framkvæmdastjóri búnaðardeildar SÍS, Áburðarsölu ríkisins og Grænmetisverslunar ríkisins. Þá var hann í forystu Verkfæranefndar og Vélasjóðs þar sem í hlut hans kom það að vinna að innflutningi búvéla og verkfæra, svo og prófun þeirra. Hann leiðbeindi einnig um notkun búvéla og tækni. Má segja að Árni hafi hafi komið að flestu því er varðaði þá miklu verktæknibyltingu landbúnaðarins er hófst á þriðja áratug 20. aldar. Árni skrifaði bókina Búvélar og ræktun, sem út kom árið 1950. Bókin er mikið og einstakt heimildarrit um tæknivæðingu íslensks landbúnaðar á fyrri helmingi 20. aldar, auk þess að vera kennslubók síns tíma í mótor- og búvélafræðum. Árni og Margit eignuðust tvö börn.

Árni Guðmundur Pétursson (1924-2010)

 • S01734
 • Person
 • 4. júní 1924 - 1. júní 2010

Árni Guðmundur Pétursson fæddist 4. júní 1924 á Oddsstöðum á Melrakkasléttu. Foreldrar hans voru Þorbjörg Jónsdóttir frá Ásmundarstöðum á Sléttu og Pétur Siggeirsson á Oddsstöðum. Árni varð búfræðingur frá Hólum árið 1944 og búfræðikandídat frá Landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn árið 1950. Hann var ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Austurlands 1950-1952, kennari við Bændaskólann á Hólum 1952-1962 og skólastjóri þar 1962-63. Árni var ráðunautur í sauðfjárrækt hjá Búnaðarfélagi Íslands 1963-1980, ráðunautur í æðarrækt í hlutastarfi 1970-1980 og hlunnindaráðunautur BÍ 1980-1984. Kunnastur var hann fyrir brautryðjendastarf sitt við heimauppeldi æðarunga. Árni kvæntist 6. janúar 1950 Guðnýju Ágústsdóttur frá Raufarhöfn, þau eignuðust fjórar dætur.

Ástríður Magnúsdóttir (1904-1990)

 • S02190
 • Person
 • 18. sept. 1904 - 3. apríl 1990

Fædd og uppalinn í Laxnesi í Mosfellsdal, dóttir Magnúsar Þorsteinssonar prests og k.h. Valgerðar Gísladóttur. Ung að árum fór hún til starfa á Hvanneyri og kynntist þar mannsefni sínu, Tómasi Jóhannssyni frá Möðruvöllum í Eyjafirði. Þau kvæntust árið 1924 og höfðu á árunum 1924-1927 jörðina Hlíð í Hjaltadal á leigu, en bjuggu þó ekki þar nema eitt sumar en höfðu húsfólk á jörðinni. Þau voru búsett á Hólum til 1929 er Tómas lést. Árið 1930 flutti Ásta með dætur sínar til móður sinnar að Svanastöðum við Mosfellsheiði, fóru síðan að Brúarlandi í Mosfellssveit. Þar starfaði Ásta við símavörslu á landssímastöðinni. Árið 1939 flutti hún til Reykjavíkur og bjó þar síðan. Í Reykjavík starfaði Ásta m.a. á Vöggustofunni að Hlíðarenda og á Hrafnistu. Ásta og Tómas eignuðust tvær dætur.
Maki 2: Páll Guðjónsson sérleyfishafi frá Stokkseyri. Þau skildu.
Maki 3: Júlíus Ágúst Jónsson bifreiðastjóri og sérleyfishafi úr Kjós.

Benedikt Jónsson (1863-1938)

 • S02014
 • Person
 • 1. mars 1863 - 4. ágúst 1938

Foreldrar Benedikts voru Jón Benediktsson bóndi á Hólum og Sigríður Halldórsdóttir prófasts á Sauðanesi í Þingeyjarþingi, Björnssonar. Benedikt ólst upp hjá foreldrum sínum og naut þeirrar menntunar er þá gerðist og veitt var "betri manna börnum". Hafði Benedikt prófastur afi hans, gefið sonarsyni sínum Hóla með Hofi eftir sinn dag, en hann andaðist 28. apríl 1868. Um 1880 var fjárhagur Jóns, föður Benedikts þröngur og var það samkomulag þeirra að bjóða Hólaeignina til sölu. Í þann tíma var áhugi fyrir að stofna búnaðarskóla á Norðurlandi. Varð það úr að Skagafjarðarsýsla keypti Hóla með Hofi á 13. þúsund krónur. Hugðist Benedikt nú leita sér frekara náms en hann hafði áður notið. Varð hann lærlingur hjá sr. Árna Þorsteinssyni presti á Ríp árið 1882 til að nema tungumál. Þótti hann fremur laus í ráði og hafði hann meiri áhuga á konuefni sínu, Þorbjörgu Árnadóttur frá Stokkhólma. Voru þau í húsmennsku á Syðri Brekkum 1883, en töldust þó hafa jarðarhluta á móti Sigtryggi bónda Jónatanssyni. Fluttust svo að Hofi í Hjaltadal og voru þar í sambýli við föður Benedikts 1884-1886. Brugðu þá búi og fluttust til Sauðárkróks. Var fjárhagur þá þröngur og Benedikt lítt vanur kaupstaðavinnu. Lauk verunni þar með hjónaskilnaði. Fór hann með eldri dóttur þeirra 1887 til Vesturheims, en hún réðst í vistir með yngri dótturina. Benedikt var síðar allvíða í Kanada og Norður Dakota og hafði litla staðfestu til langdvalar á sama stað en dvaldist síðast í Riverton, hann drukknaði þar í Íslendingafljóti. Benedikt og Þorbjörg eignuðust tvær dætur.
Seinni kona Benedikts, kvænt í Vesturheimi, var Kristín Baldvinsdóttir frá Skeggjastöðum í N-Múlasýslu, þau eignuðust fjögur börn.

Benedikt Vigfússon (1797-1868)

 • S01723
 • Person
 • 10. okt. 1797 - 28. apríl 1868

Var í Garði, Garðssókn, Þing. 1801. Prestur á Hólum í Hjaltadal, Skag. 1827-1861. Var þar 1845. Prófastur í Skagafjarðarprófastsdæmi 1835-1841.

Birgir Vigfússon (1940-2002)

 • S02067
 • Person
 • 9. maí 1940 - 20. des. 2002

Hörður Birgir Vigfússon fæddist 9. maí 1940 á Hólum í Hjaltadal. Foreldrar hans voru Vigfús Helgason frá Hóli í Hörðudal og kona hans var Elín Helga Helgadóttir frá Núpum í Fljótshverfi. Kennari við Bændaskólann á Hólum 1965-1969, Laugarbakkaskóla í Miðfirði 1971-1975, Barnaskólanum á Hvammstanga 1974-1977, Hlíðaskóla í Reykjavík 1979-1986 og Grunnskóla Vopnafjarðar 1986-1989.

Bjarni Gíslason (1933-2012)

 • S02089
 • Person
 • 8. ágúst 1933 - 18. jan. 2012

Bjarni Gíslason fæddist í Eyhildarholti í Skagafirði hinn 8. ágúst 1933. Foreldrar hans voru Gísli Magnússon bóndi í Eyhildarholti, og kona hans, Stefanía Guðrún Sveinsdóttir. ,,Bjarni bjó fyrstu ár ævi sinnar hjá foreldrum sínum í Eyhildarholti, en fór til náms í Héraðsskólann á Laugarvatni og síðar Bændaskólann á Hólum í Hjaltadal. Bjarni var farkennari í Viðvíkursveit á árunum 1956 til 1966 og kennari við Steinsstaðaskóla í Lýtingsstaðahreppi í þrjá vetur. Að því loknu var hann skólastjóri við Grunnskóla Rípurhrepps allt til starfsloka árið 1998. Bjarni var einnig bóndi í Eyhildarholti þar til hann fluttist til Sauðárkróks í ágúst 2000, þar sem hann bjó til æviloka." Bjarni kvæntist 8. ágúst 1966 Salbjörgu Márusdóttur, þau eignuðust fimm börn.

Björn Björnsson (1912-1981)

 • S01371
 • Person
 • 07.05.1912-09.10.1981

Foreldrar: Björn Guðmundsson og Sigríður Ágústa Jónsdóttir. Björn ólst upp hjá foreldrum sínum í Fremri-Gufudal en eftir að móðir hans dó fluttist faðir hans til Hnífsdals og þaðan til Siglufjarðar. Björn varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1936 og lauk guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1940. Prestur í Viðvíkurprestakalli sama ár. Sat á Vatnsleysu sem var prestsetur til 1952 en síðar á Hólum í Hjaltadal. Var prófastur í Skagafirði frá 1959-1976. Sinnti einnig aukaþjónustu í ýmsum sóknum í héraðinu austanverðu. Fékkst einnig við kennslu og var prófdómari. Sinnti ýmsum trúnaðarstörfum í héraðinu. Lét af prestskap árið 1976 sökum heilsuleysis. Bjó á Reykjavík síðustu æviárin.
Maki: Emma Ásta Sigurlaug Friðriksdóttir Hansen frá Sauðárkróki, þau eignuðust þrjú börn.

Björn Jósefsson (1885-1963)

 • S00712
 • Person
 • 02.02.1885-25.06.1963

Sonur Jósefs Björnssonar skólastjóra á Hólum og Hólmfríðar Björnsdóttur frá Brimnesi. Var í Reykjavík 1910. Læknir á Húsavík 1930. Lauk læknisprófi 1912. Starfaði víða á næstu árum, m. a. í Árósum og Kaupmannahöfn í Danmörku, Berlín í Þýskalandi, Reykjavík og á Sauðárkróki. Læknir á Kópaskeri 1914-18. Héraðslæknir á Húsavík 1918-50 og starfandi læknir þar til dauðadags. Kvæntist Sigríði Lovísu Sigurðardóttur frá Hofsstöðum.

Björn Símonarson (1892-1952)

 • S03267
 • Person
 • 19.12.1892-09.05.1952

Björn Símonarson, f. á Hofstöðum í Viðvíkursveit 19.12.1892, d. 09.05.1952 í Reykjavík. Foreldrar: Símon Björnsson bóndi í Hofstaðaseli og kona hans, Anna Björnsdóttir. Foreldrar hans slitu samvistir árið 1914 og Símon gerðist lausamaður og fjármaður á Hólum en Anna giftist aftur Þórði Gunnarssyni á Lóni í Viðvíkursveit.
Björn ólst að mestu upp á Hofstöðum til 8 ára aldurs, en síðan hjá foreldrum sínum í Hofstaðaseli. Hann settist í búnaðarskólann á Hólum haustið 1917 og lauk þaðan brottfararprófi vorið 1919. Eftir það vann hann ýmis störf þar til hann hélt til Noregs haustið 1920 og vann þar á búgarði í sex mánuði og kynnti sér landbúnaðarstörf. Eftir það fór hann til verklegs náms í landbúnaðarháskólann í Ási og nam þar til haustsins 1921. Þaðan fór hann til Danmerkur og vann á búgarði til vorsins 1922 er hann fór um nokkurra mánaða skeið í landbúnaðarskólann í Korinth á Fjóni og síðan um haustið í Landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn. Þaðan lauk hann prófi sumarið 1925.
Vorið 1925 réðist Björn til Ræktunarfélags Norðurlands og sem trúnaðarmaður fyrir Búnaðarfélag Íslands og starfaði nær eingöngu fyrir þessi félög til ársins 1931. Þá réiðist hann til Sambands nautgriparæktarfélaga Eyjafjarðar og gerðist árið 1932 jafnframt ráðunautur Búnaðarsambands Eyjafjarðar.. Haustið 1934 var hann settur kennari við Bændaskólann á Hólum og jafnframt skólastjóri 1934-1935 í afleysingum. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum um ævina, var m.a. hreppsnefndaroddviti Viðvíkurhrepps. Var í stjórn Búnaðarfélags Hólahrepps og annar aðalendurskoðandi Kaupfélags Skagfirðinga í mörg ár. Árið 1940 var hann skipaður í fyrsta tilraunaráð búfjárræktar. Björn var kennari á Hólum í 18 ár. Hann las sér mikið til um dýralækningar og stundaði þær nokkuð. Björn hóf búskap í Kýrholti og var síðar eitt ár á eignarjörð sinni Enni. Meðan hann bjó á Akureyri og samhliða kennslunni á Hólum ræktaði hann jafnan hross í Enni. Heima á Hólum bjó hann líka með nokkurn bústofn.
Maki: Lilja Gísladóttir frá Kýrholti (25.03.1898-07.02.1970). Þau eignuðust þrjú börn.

Broddi Reyr Hansen (1970-

 • S02888
 • Person
 • 1. okt. 1970-

Broddi Reyr Hansen, f. 1970. Starfsmaður við Háskólann á Hólum.

Brynjólfur Eiríksson (1872-1959)

 • S03070
 • Person
 • 11. nóv. 1872 - 16. maí 1959

Foreldrar: Eiríkur Eiríksson b. á Skatastöðum og k.h. Hólmfríður Guðmundsdóttir. Brynjólfur ólst upp hjá foreldrum sínum á Skatastöðum en fór 16 ára í ársvist til Sveins bróður síns að Breiðargerði í Tungusveit. Síðan var hann um þriggja ára skeið vinnumaður á Ábæ í Austurdal. Lauk prófi frá Bændaskólanum á Hólum 1895. Eftir það vann hann að jarðabótum á vorin, í kaupavinnu á sumrin en kenndi börnum á vetrum. Bóndi í Breiðargerði 1904-1909, á Hofi í Vesturdal 1909-1910, á Gilsbakka í Austurdal 1919-1923 en bjó áfram á jörðinni til 1931 er þau fluttu til Akureyrar og bjuggu þar síðan. Maki: Guðrún Guðnadóttir frá Villinganesi, þau eignuðust sjö börn.

Búnaðarfélag Hólahrepps

 • S 07340
 • Association
 • 1892 - 1944

Á fundi að Hólum 2. maí. 1892 gengu 10 bændur í búnaðarfélag. Voru lesin upp lög félagsmanna og samþykkt. Í félagið gengu þessir: Magnús Ásgrímsson Sleitustöðum, Pétur Gestsson Smiðsgerði, Gísli Sigurðsson Neðra - Ási, Stefán Ásgrímsson Efra - Ási, Gunnlaugur Jónsson Víðirnesi, Gísli Þorfinnsson Hofi, Jóhannes Þorfinnsson Reykjum, fjárhirðir, Árni Ásgrímsson Kálfsstöðum, ritari, Páll Pétursson Kjarvalsstöðum, Guðjón Jóhannesson Nautabúi, formaður. Tilgangur félagsins er að efla grasrækt og garðrækt. Eins og segir í fundagerðabók, 1892.

Einar Gísli Jónasson (1885-1977)

 • S02783
 • Person
 • 23. apríl 1885 - 10. des. 1977

Einar Gísli Jónasson, f. 23.04.1885 í Stóragerði í Skriðuhreppi í Eyjafjarðarsýslu. Foreldrar: Guðrún Jóhannesdóttir og Jónas Jónsson. Einar nam búfræði á Hólum í Hjaltadal og brautskráðist þaðan árið 1909. Gerðist kennari í Glæsibæjarhreppi í Eyjafirði og sinnti því starfi í þrjá áratugi. Hóf búskap í Grjótgarði á Þelamörk 1922 en árið 1925 fluttist hann að Laugalandi í sömu sveit og bjó þar síðan. Var kosinn í hreppsnefnd 1916 og litlu síðar oddviti en hreppstjóri og sýslunefndarmaður 1938. Var einnig um langa hríð formaður Sparisjóðs og sjúkrasamlags Glæsibæjarhrepps og í skattanenfnd. Sat einnig á milli 40-50 aðalfundi KEA.

Elín Helga Helgadóttir (1909-1999)

 • S00402
 • Person
 • 02.02.1909 - 28.08.1999

Elín Helga Helgadóttir fæddist á Núpum í Fljótshverfi 2. febrúar 1909. Hún bjó á Hólum í Hjaltadal og í Varmahlíð. Síðast búsett í Reykjavík.
Hún notaði Helgu nafnið í daglegu tali. Maður hennar var Vigfús Helgason (1893-1967).

Flóvent Jóhannsson (1871-1951)

 • S01099
 • Person
 • 5. janúar 1871 - 13. júlí 1951

Foreldrar: Jóhann Jónsson og Guðrún Jónsdóttir í Bragholti Efs. Flóvent varð búfræðingur frá Hólum 1896 og við framhaldsnám í Danmörku 1901-1902. Bústjóri á Hólum 1902-1905. Keypti Sjávarborg og bjó þar 1905-1908, brá þá búi og flutti til Sauðárkróks þar sem hann bjó til 1915 er hann flutti til Siglufjarðar þar sem hann bjó til æviloka. Flóvent var kennari við Bændaskólann á Hólum 1902-1905, sat í hreppsnefnd Hólahrepps og Skarðshrepps um hríð, útflutningsstjóri hrossa í Skagafirði 1909-1914 og fiskimatsmaður á Sauðárkróki 1910-1914. Verkstjóri á Siglufirði við opinberar byggingarframkvæmdir 1915-1929, bæjarfulltrúi þar 1918-1928, brunaliðsstjóri 1920-1938 og í yfirskattanefnd 1922-1926.
Kvæntist Margréti Jósefsdóttur frá Akureyri, þau eignuðust fimm börn.

Friðbjörn Finnur Traustason (1889-1974)

 • S01726
 • Person
 • 3. feb. 1889 - 23. des. 1974

Foreldrar: Geirfinnur Trausti Friðfinnsson og Kristjana Hallgrímsdóttir. Friðbjörn ólst upp hjá foreldrum sínum og vann að búi þeirra í Köldukinn og kom með þeim að Hólum í Hjaltadal vorið 1905. Um fermingaraldur lærði Friðbjörn að leika á orgel hjá Sigurgeiri Jónssyni organista á Akureyri. Friðbjörn lauk búfræðiprófi frá Hólaskóla vorið 1907. Árið 1915 fluttist hann með foreldrum sínum að Hofi í Hjaltadal og tók við búi af föður sínum árið 1920. Árið 1928 brá Friðbjörn búi á Hofi og fluttist í Hóla, hafði þó ennþá byggingu á 2/3 hlutum jarðarinnar á Hofi til 1930, en leigði hana öðrum. Hann var hreppstjóri Hólahrepps 1918-1930. Haustið 1930 fluttist Friðbjörn suður, sagði af sér hreppstjórn og reiknaði með að setjast þar að. Ekkert varð þó af langdvölum hans þar og kom hann norður aftur árið eftir og settist að á Hólum þar sem hann átti heima til æviloka. Sýslunefndarmaður 1932-1946, oddviti Hólahrepps 1934-1962, formaður sóknarnefndar 1928-1935, lengi endurskoðandi sýslureikninga, Búnaðarsambands Skagfirðinga og fleiri félaga. Þá sat hann um árabil í stjórn Kaupfélags Austur- Skagfirðinga á Hofsósi. Hann var einn af stofnendum Sparisjóðs Hólahrepps 1910 og fyrsti starfsmaður hans, marga áratugi gjaldkeri sjóðsins. Friðbjörn sá um veðurathuganir á Hólum fyrir Veðurstofu Íslands frá 1955-1970, hafði bréfhirðingu og reiknishald lengi fyrir símstöðina á Hólum. Hann var ákveðinn fylgismaður Framsóknarflokksins og starfaði mikið í þágu hans. Friðbjörn var söngkennari við Hólaskóla í fjóra áratugi frá 1920 og lengur söngstjóri og organisti við Hóladómkirkju.
Friðbjörn var ókvæntur og barnlaus.

Geir Ísleifur Geirsson (1922-1999)

 • S02179
 • Person
 • 20. maí 1922 - 9. apríl 1999

Geir Ísleifur Geirsson var fæddur á Kanastöðum í Landeyjum 20. maí 1922. Foreldrar hans voru Geir Ísleifsson bóndi og Guðrún Tómasdóttir húsfreyja. Geir Ísleifur var kvæntur Bryndísi Jónsdóttur, þau áttu tvo syni. ,,Geir Ísleifur fluttist tveggja ára gamall með móður sinni og systkinum til Vestmannaeyja og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Bændaskólann á Hólum og lauk þar búfræðiprófi. Geir Ísleifur vann hjá Heildversluninni Heklu þar til hann hóf rafvirkjanám í Hafnarfirði og fékk sveinsbréf 1948 og meistararéttindi 1954. Árin 1952-­1953 sigldi hann með norsku olíuflutningaskipi um öll heimsins höf og starfaði þar sem rafvirki og vélamaður skipsins. Á árunum 1954 til 1987 var Geir Ísleifur rafvirki á Elliheimilinu Grund, raftækjadeild O. Johnson og Kaaber og í Búrfellsvirkjun. Frá 1987 til 1997 starfaði hann hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli."

Grunnskólinn að Hólum*

 • N00476
 • Public party
 • 1970 - 1990

Frá 1967 hafði verið kennt í einu herbergi í kjallara skólahúsins á Hólum. Þetta var allstór stofa og í daglegu tali gekk herbergið undir nafninu Fjöldagröfin. Á almennum hreppsfundi í Hólahreppi 24. júní 1971 var samþykkt að óska eftir að barnaskóli Hólaskólahverfis verði gerður að föstum skóla. Skólinn fékk 2 kennslustofur í nýju starfsmannahúsi Bændaskólans, sem var einungis hugsað sem bráðabirgða úrræði. Haustið 1974 hófst bygging skólahúss á Kollugerði, skammt frá Hólastað og 29. mars.1977 hófst kennsla í hinu nýja húsi, en það var svo vígt 15 .júní. 1980. Við sameiningu sveitafélaga í Skagafirði 1998 heyrir Grunnskólinn að Hólum undir sameiginlega skólanefnd og Grunnskólinn austan Vatna var stofnaður 2007 þegar sameinaðir voru undir eina stjórn Grunnskólinn á Hofsósi, Grunnskólinn að Hólum og Sólgarðaskóli. Sólgarðaskóli var lagður niður vorið 2018. Grunnskólinn austan Vatna kennir á tveimur starfsstöðum, á Hólum eru nemendur í 1.-7. bekk. Á Hofsósi eru nemendur frá 1 - 10. bekk.

Guðmundur Friðfinnsson (1905-2004)

 • S02435
 • Person
 • 9. des. 1905 - 4. des. 2004

Guðmundur fæddist á Egilsá, sonur hjónanna Friðfinns Jóhannssonar og Kristínar Guðmundsdóttur. Guðmundur stundaði nám við Héraðsskólann á Laugarvatni og búfræði á Hólum í Hjaltadal. Hann bjó alla sína tíð á Egilsá og stundaði ritstörf meðfram búskap. Alls komu út sextán bækur eftir hann, auk fjölda greina í blöð og tímarit. Guðmundur var mikill áhugamaður um skógrækt og var einn af stofnendum Norðurlandsskóga. Eiginkona hans var Anna Sigurbjörg Gunnarsdóttir frá Keflavík, þau eignuðust þrjár dætur.

Guðrún Þuríður Hannesdóttir (1881-1963)

 • S01181
 • Person
 • 11. maí 1881 - 11. nóv. 1963

Fædd og uppalin í Deildartungu í Borgarfirði. Fyrir aldamótin átti hún hlut í stofnun bindindisfélags og nokkru seinna var hún ein af stofnendum ungmennafélagsins Íslendings og í stjórn þess. Guðrún kvæntist árið 1912 Páli Zóphaníassyni sem síðar varð skólastjóri á Hólum. Þau bjuggu fyrst að Hvanneyri og að Kletti í Reykholtsdal, fluttu svo í Hóla árið 1920 þar sem þau bjuggu í átta ár. Fluttu til Reykjavíkur það sama ár og bjuggu þar til æviloka. Guðrún og Páll eignuðust sex börn.

Guðrún Tómasdóttir (1925-

 • S02188
 • Person
 • 13.04.1925-

Foreldrar: Tómas Jóhannsson kennari á Hólum í Hjaltadal og k.h. Ástríður Magnúsdóttir frá Mosfelli í Mosfellssveit. Faðir Guðrúnar lést þegar hún var fjögurra ára gömul og fluttist þá með móður sinni og systur í Mosfellssveit. Guðrún er söngkona og tónlistarkennari. Stúdent frá MA 1948. Stundaði háskólanám í læknisfræði 1948-1949. Tók einsöngspróf frá New York University 1958 og stundaði víða framhaldsnám í söngfræðum. Stundaði söngkennslu samfleytt frá 1966. Kvæntist Frank Joseph Ponzi listfræðingi frá Dearborn í Bandaríkjunum. Búsett í Brennholti í Mosfellsdal.

Gunnar Þórðarson (1917-2015)

 • S02685
 • Person
 • 6. okt. 1917 - 1. apríl 2015

Foreldrar hans voru Þórður Gunnarsson bóndi á Lóni í Viðvíkursveit og k.h. Anna Björnsdóttir. Eiginkona Gunnars var Jófríður Björnsdóttir frá Bæ á Höfðaströnd, þau eignuðust tvær dætur. Þau bjuggu á Hólavegi 17, Sauðárkróki, nær alla sína búskapartíð. Þau reistu sér sumarbústað á Lóni þar sem Gunnar sinnti æðarvarpi, lax- og silungsveiði, auk skógræktar og landgræðslustarfa. Einnig gerði Gunnar út trillu og stundaði skot- og stangveiðar fram á elliár. Gunnar sótti barnaskóla í Viðvíkursveit, gekk í Bændaskólann á Hólum og Héraðsskólann á Laugarvatni. Hann ók langferða- og leigubílum á yngri árum en var síðar yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki. Var einnig prófdómari ökuprófa og bifreiðaeftirlitsmaður á Sauðárkróki. Starfaði mörg ár í Rótarýklúbbi Sauðárkróks, Veiðifélagi Skagafjarðar, Æðarræktarfélagi Skagafjarðar og bridgefélagi Sauðárkróks.

Gunnlaugur Tobíasson (1950-2013)

 • S02885
 • Person
 • 29. jan. 1950 - 5. mars 2013

Foreldrar: Tobías Sigurjónsson bóndi í Geldingaholti og kona hans Kristín Gunnlaugsdóttir húsfreyja. Í uppvextinum vann Gunnlaugur að bústörfum í Geldingaholti. Einnig við skógrækt og við sjósókn á vetrarvertíðum á Suðurnesjum. Hann stundaði nám við Bændaskólann á Hólum 1967-1969 og lauk þaðan búfræðinámi. Hann starfaði sem frjótæknir 1979-2008, er hann lét af störfum vegna heilsubrests. Lauk einkaflugmannsprófi og var mikill áhugamaður um flug. Hann var virkur í félagsmálum og starfaði m.a. í Lionsklúbbi Skagafjarðar, Veiðifélagi Húseyjarkvíslar og sat í sóknarnefn Glaumbæjarkirkju um árabil. Starfaði einnig lengi með Flugbjörgunarsveitinni í Varmahlíð.
Maki: Gerður Hauksdóttir (1949-2015). Þau eignuðust einn son og fyrir átti Gerður eina dóttur.

Haflína Björnsdóttir (1905-2004)

 • S02905
 • Person
 • 24. nóv. 1905 - 10. júní 2004

Foreldrar: Björn Hafliðason b. í Saurbæ í Kolbeinsdal og k.h. Ragnheiður Sigríður Þorláksdóttir. Haflína var í barnaskóla hjá Sigurveigu á Kálfsstöðum í Hjaltadal og í unglingadeild Hólaskóla veturinn 1929-1930 en veturinn 1931-1932 var hún í Kvennaskólanum á Blönduósi. Árið 1932 kvæntist hún Sigurmoni Hartmannssyni frá Kolkuósi og hófu þau búskap þar. Þar bjuggu þau til 1985 er þau fluttu til Sauðárkróks, þau eignuðust þrjár dætur.

Hartmann Magnússon (1888-1980)

 • S01663
 • Person
 • 9. okt. 1888 - 23. nóv. 1980

Sonur Magnúsar Gunnlaugssonar og Guðrúnar Bergsdóttur, alinn upp hjá þeim á Ytri-Hofdölum. Kvæntist Gunnlaugu Pálsdóttur (1888-1968), hún veiktist illa eftir barnsburð 1913 og fluttu þau þá í Kolkuós þar sem þau dvöldust í þrjú ár hjá Hartmanni Ásgrímssyni og Kristínu Símonardóttur. Þaðan fluttust þau að Hólum í Hjaltadal þar sem Hartmann hafði umsjón með öllum flutningum fyrir búið frá Sauðárkróki, Kolkuósi og Hofsósi. Allir flutningar fóru þá fram á hestum, ýmist á klakk, sleða eða kerrum. Mun sá starfi hafa verið bæði erfiður og oft æði slarksamur í erfiðri vetrarfærð. Árið 1921 byggðu þau hjón upp nýbýlið Melstað í Óslandshlíð þar sem þau bjuggu til 1946 er þau fluttu til sonar síns og tengdadóttur í Brekkukoti. Hartmann átti alltaf smiðju og hefilbekk, smíðaði mikið og gerði við amboð ýmiss konar, bæði fyrir sjálfan sig og aðra. Hartmann og Gunnlaug eignuðust sex börn ásamt því að ala upp bróðurson Gunnlaugar.

Haukur Jósef Jósefsson (1915-1999)

 • S01500
 • Person
 • 11. nóv. 1915 - 3. sept. 1999

Haukur Jósefsson fæddist 11. nóvember 1915 á Vatnsleysu í Viðvíkurhreppi í Skagafirði. Hann var alinn upp á Vatnsleysu og á Hólum í Hjaltadal. Foreldrar hans voru Jósef Jón Björnsson skólastjóri og bóndi og 3.k.h. Hildur Björnsdóttir. ,,Haukur varð búfræðingur frá Búnaðarskólanum á Hólum árið 1932. Stundaði nám við Héraðsskólann í Reykholti 1933-­34. Sat í Samvinnuskólanum 1936-­38. Sótti námskeið í hagfræði og viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Var við nám og störf í Svíþjóð á vegum Samvinnuhreyfingarinnar frá 1945 til 1946. Haukur hóf störf hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga 1.10. 1939. Hann var deildarstjóri byggingarvörudeildar Sambandsins frá 1947 þar til hann lét af störfum vegna aldurs. Samvinnuhugsjónin var Hauki alla tíð hjartfólgin og tók hann virkan þátt í störfum starfsmannafélags SÍS, var m.a. formaður, stóð að stofnun Sambands starfsmannafélaga samvinnumanna og vildi í hvívetna auka veg samvinnuhreyfingarinnar. Rætur Hauks voru alla tíð í Skagafirðinum og því ekki að undra að meðal áhugamála hans voru hestamennska og kórsöngur." Haukur kvæntist 24.5. 1947 Svövu Jensen Brand, þau eignuðust þrjú börn.

Helga Júlíana Guðmundsdóttir (1892-1988)

 • S03034
 • Person
 • 28. jan. 1892 - 1. júní 1988

Foreldrar: Guðmundur Gíslason verkamaður á Sauðárkróki, áður bóndi á Hryggjum í Gönguskörðum og k.h. Ólöf Jónsdóttir frá Steinavöllum í Flókadal. Árið 1901 fluttist Helga með foreldrum sínum til Sauðárkróks og fór ung að stunda fiskvinnu og fleiri tilfallandi störf. Um fjórtán ára aldur fór hún til Hartmanns og Kristínar í Kolkuósi og dvaldi þar í tíu ár. Eftir veruna í Kolkuósi var hún eitt ár vinnukona á Hólum, síðar verkakona með búsetu á Sauðárkróki, var í síld á Siglufirði í nokkur sumur en starfaði á saumaverkstæði á Sauðárkróki að vetrinum. Eftir að hún kvæntist vann hún m.a. við síldarsöltun og saumaskap samhliða húsmóðurstörfum. Maki: Stefán Jóhannesson bifreiðastjóri og verkstjóri á Sauðárkróki, þau eignuðust tvær dætur og ólu auk þess upp tvo fóstursyni.

Hildur Björnsdóttir (1881-1965)

 • S01499
 • Person
 • 2. júlí 1881 - 19. nóv. 1965

Dóttir Björns Pálmasonar b. í Ásgeirsbrekku og Þuríðar Kristjánsdóttur frá Viðvík (þau voru ekki kvænt, hún fór til Vesturheims). Hildur kvæntist Jósefi Jóni Björnssyni skólastjóra á Hólum og alþm. á Vatnsleysu, þau eignuðust fimm börn saman. Fyrir hafði Jósef verið tvíkvæntur og eignast börn með fyrri konum sínum, sex þeirra höfðu komist á legg, þau átti hann með Hólmfríði Björnsdóttur, systur Hildar. Hildur og Jósef bjuggu á Hólum, á Vatnsleysu og síðast í Reykjavík.

Hjalti Pálsson (1922-2002)

 • S01183
 • Person
 • 1. nóvember 1922 - 24. október 2002

Hjalti Pálsson fæddist á Hólum í Hjaltadal 1. nóvember 1922. Foreldrar hans voru hjónin Páll Zópóníasson skólastjóri á Hólum, síðar alþm. og búnaðarmálastjóri, og Guðrún Hannesdóttir. Þau bjuggu á Hvanneyri, Kletti í Reykholtsdal, Hólum í Hjaltadal og í Reykjavík. ,,Hjalti varð gagnfræðingur í Reykjavík 1938, búfræðingur frá Hólum 1941, stundaði nám í landbúnaðarverkfræði við háskóla í Fargo í Norður-Dakota í Bandaríkjunum árin 1943-1945 og eftir það við háskóla í Ames í Iowa 1945-1947 og lauk þaðan BSc.-prófi. Hjalti hóf störf í véladeild SÍS árið 1948 og varð framkvæmdastjóri Dráttarvéla hf. frá 1949 til 1960. Frá 1952 var hann framkvæmdastjóri véladeidar SÍS og innflutningsdeildar SÍS frá 1967 þar til hann lét af störfum árið 1987 fyrir aldurs sakir. Hjalti sat í framkvæmdastjórn SÍS í nærri fjóra áratugi, var varaformaður stjórnar frá 1977 og um nokkurt skeið stjórnarformaður Dráttarvéla. Hann sat einnig í stjórn Osta- og smjörsölunnar um árabil og var þar endurskoðandi. Hjalti stofnaði fyrir hönd SÍS með öðrum innflytjendum sameignarfélagið Desa til innflutnings á skipum frá A-Þýskalandi, m.a. fyrir ríkisstjórnina. Hann sat í stjórn þess fyrirtækis þar til því var slitið 1975. Hann vann að stofnun Kornhlöðunnar til innflutnings á lausu korni til fóðurblöndunar, var fyrsti stjórnarformaður hennar og sat í stjórn hennar um árabil. Þá var hann um langt skeið í stjórn Jötuns, var formaður byggingarnefndar Holtagarða, í samninganefnd um viðskipti milli Þýskalands og Íslands árið 1954, í samninganefnd milli Íslands og A-Þýskalands 1958-1960 og var skipaður í fleiri nefndir á vegum hins opinbera, m.a. Hólanefnd sem gerði tillögur um uppbyggingu Hólastaðar. Eftir að Hjalti lét af störfum hjá SÍS vann hann ýmis verkefni fyrir Landssamband hestamanna og var gerður að heiðursfélaga. Sat hann um árabil í stjórn landssambandsins og var ævifélagi í Hestamannafélaginu Fáki. Hann var einnig heiðursfélagi Samtaka sykursjúkra sem hann tók þátt í að stofna árið 1971."
Hinn 21. febrúar 1951 kvæntist Hjalti Ingigerði Karlsdóttur flugfreyju, þau eignuðust þrjú börn.

Hólafélagið (1964-

 • S03232
 • Organization
 • 1964

Hólafélagið var stofnað að Hólum í Hjaltadal, þann 16. ágúst 1964. Höfðu áhugamenn um endurreisn Hólastaðar áður komið saman og undirbúið stofnun félagsins. Í grein Húnavöku segir um félagið: "Allt frá upphafi hefir megináhersla verið lögð á, að félagið næði til allra landsmanna. I 2. gr. að lögum félagsins, er komist svo að orði: „Hlutverk félagsins er, að beita sér fyrir samtökum meðal þjóðarinnar um eflingu Hólastaðar á sem víðtækustu sviði. Skal höfuðáhersla lögð á endurreisn biskupsstólsins á Hólum og eflingu Hóla, sem skólaseturs og vill félagið vinna."
að því að við hlið bændaskólans rísi upp nýjar menntastofnanir, sem hæfa þessu forna menningarsetri. Að því skal stefnt, að Hólar verði í framtíðinni andleg aflstöð og kirkjuleg miðstöð í Hólastifti."

Hólmfríður Björnsdóttir (1860-1894)

 • S00711
 • Person
 • 02.02.1860-22.05.1894

Fædd á Brimnesi, dóttir Björns Pálmasonar og Sigríðar Eldjárnsdóttur. Hún var önnur eiginkona Jósefs Björnssonar skólastjóra á Hólum, þau eignuðust sex börn sem komust á legg, Hólmfríður lést þegar yngsta barnið var aðeins tæpra tveggja ára gamalt. Hún var mikil hannyrðakona og skörungur í allri gerð.

Hólmfríður Jónsdóttir (1892-1973)

 • S02049
 • Person
 • 9. nóv. 1892 - 13. jan. 1973

Foreldrar: Jón Jónsson b. á Fornastöðum og k.h. Kristín Sigurðardóttir. Fór að Hólum í Hjaltadal í kringum árið 1903 til Þóru móðursystur sinnar og Sigurðar Sigurðssonar skólastjóra. Kvæntist Jóni Ferdinandssyni frá Þorleifsstöðum í Svarfaðardal árið 1914. Þau bjuggu í Smiðsgerði í Kolbeinsdal 1916-1919, síðan á bæjum í Þingeyjarsýslu. Hólmfríður var síðast búsett í Akureyri.

Hólmjárn Jósefsson (1891-1972)

 • S00797
 • Person
 • 01.02.1891-05.04.1972

Sonur Jósefs Björnssonar skólastjóra á Hólum og Hólmfríðar Björnsdóttur frá Brimnesi. Var um tíma kennari Hólum í Hjaltadal einnig framkvæmdastjóri í Reykjavík.

Ingibjörg Jósefsdóttir (1889-1979)

 • S00715
 • Person
 • 17.05.1889-09.11.1979

Dóttir Jósefs Björnssonar skólastjóra á Hólum og Hólmfríðar Björnsdóttur frá Brimnesi. Móðir Ingibjargar lést þegar hún var fimm ára gömul og þá fór hún ásamt Kristrúnu systur sinni í fóstur til Margrétar Símonardóttur og Einars Jónssonar á Brimnesi. 13 ára gömul flutti hún í Kolkuós með Kristínu Símonardóttur. 18 ára gömul sigldi hún til Danmerkur þar sem hún stundaði nám og störf næstu tvö árin, m.a. í húsmæðraskóla í Kaupmannahöfn, í Lýðháskóla í Uberup og í hjúkrunarskóla í Vallekilde. Árið 1914 kvæntist Kristín Halldóri Gunnlaugssyni frá Stafshóli, þau bjuggu í Garðakoti 1916-1931 en þá fluttust þau norður að Kristnesi. Þau skildu í kringum 1933. Ingibjörg starfaði sem hjúkrunarkona á Kristnesi frá 1931-1948 en flutti þá suður og starfaði á dvalarheimilinu Grund í 18 ár, síðustu starfsár sín vann hún á sjúkrahúsinu Sólheimum. Ingibjörg og Halldór eignuðust sex börn.

Ingólfur Kristjánsson (1940-2001)

 • S01911
 • Person
 • 13. mars 1940 - 28. nóv. 2001

Ingólfur Kristjánsson fæddist á Hólum í Hjaltadal 13. mars 1940. Foreldrar hans voru hjónin Kristján Karlsson, skólastjóri Bændaskólans á Hólum, síðar erindreki hjá Stéttarsambandi bænda, og Sigrún Ingólfsdóttir, vefnaðarkennari. ,,Ingólfur lauk landsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1957 og stundaði nám við Bændaskólann á Hólum 1958-1959. Hann útskrifaðist sem búfræðingur þaðan vorið 1959 og hélt það sama haust til Bandaríkjanna. Þar var hann til 1963 við nám í landbúnaðarvélaverkfræði við háskólann í Fargo í Norður-Dakota. Að námi loknu vann Ingólfur hjá Flugmálastjórn Íslands 1963-1964, var verslunarstjóri í varahlutaverslun Heklu hf. 1964-1979 og hjá Blossa hf. 1980-1982. Frá 1982 rak Ingólfur eigið innflutningsfyrirtæki, Spyrnuna sf., og starfaði við það til dauðadags." Ingólfur kvæntist 20. apríl 1968 Hildi Eyjólfsdóttur frá Krossnesi í Norðurfirði í Strandasýslu, þau eignuðust tvö börn.

Jakob Hansson Líndal (1880-1951)

 • S02858
 • Person
 • 18. maí 1880 - 13. mars 1951

Foreldrar: Anna Pétursdóttir og Hans Baldvinsson á Hrólfsstöðum í Blönduhlíð. Jakob ólst upp hjá foreldrum sínum á Hrólfsstöðum. Maki: Jónína Steinvör Líndal. Lauk prófi frá Möðruvallaskóla 1903 og búfræðiprófi frá Hólaskóla 1904. Árin 1906-1907 nam hann við Lýðskólann í Askov í Danmörku. Veturinn eftir var hann í Ási í Noregi. Var framkvæmdastjóri Ræktunarfélags Norðurlands 1910-1917. Það ár hóf hann búskap á Lækjamóti í Víðidal. Jakob gegndi margvíslegum trúnaðarstörfum í sveit sinni og stundaði mikilvægar jarðvegsrannsóknir.

Jakobína Ingibjörg Flóventsdóttir (1903-1977)

 • S01602
 • Person
 • 3. sept. 1903 - 4. feb. 1977

Dóttir Flóvents Jóhannssonar bústjóra á Hólum og b. á Sjávarborg og k.h. Margrétar Jósefsdóttur. Kvæntist Steinþóri Hallgrímssyni. Þau skildu. Húsfreyja á Siglufirði og í Reykjavík.

Jófríður Björnsdóttir (1927-2000)

 • S01327
 • Person
 • 27. september 1927 - 20. desember 2000

Jófríður Björnsdóttir fæddist að Bæ á Höfðaströnd 27. september 1927. Hún var dóttir hjónanna Kristínar Ingibjargar Kristinsdóttur og Björns Jónssonar hreppstjóra frá Bæ á Höfðaströnd. ,,Jófríður stundaði nám við Húsmæðraskólann að Laugalandi í Eyjafirði veturinn 1945-1946. Áður en hún stofnaði heimili starfaði hún sem hótelstýra á Hofsósi, ráðskona á hótelinu Blönduósi og í Fornahvammi en sem ráðskona fyrir vegavinnuflokk og á Hólum í Hjaltadal fyrstu sumur eftir giftingu. Síðari hluta vetrar 1964 dvaldist hún í Reykjavík og lærði sniðagerð og saumaskap. Eftir það stundaði hún saumaskap á heimili sínu allt til þess er hún gerðist verkstjóri í verksmiðjunni Ylrúnu á Sauðárkróki um miðjan áttunda áratuginn þar sem hún starfaði allt til ársins 1992. Jófríður tók virkan þátt í félagsmálum, var m.a. formaður Kvenfélags Sauðárkróks, söng með Kirkjukór Sauðárkróks um árabil og í kór eldri borgara í Skagafirði síðustu árin. Jófríður giftist hinn 31. ágúst 1950 Gunnari Þórðarsyni bifreiðastjóra, síðar yfirlögregluþjóni og bifreiðaeftirlitsmanni, frá Lóni, Viðvíkursveit, þau eignuðust tvær dætur."

Jón Ferdinandsson (1892-1952)

 • S02055
 • Person
 • 9. ágúst 1892 - 9. des. 1952

Foreldrar: Ferdinand Halldórsson b. á Þorleifsstöðum í Svarfaðardal og k.h. Sólveig Jónsdóttir. Síðar kvæntist móðir hans Guðmundi Péturssyni b. í Smiðsgerði. Haustið 1911 fór Jón í Hólaskóla og lauk þaðan búfræðiprófi vorið 1913 með fyrst einkunn. Árið 1914 kvæntist hann Hólmfríði Jónsdóttur frá Fornastöðum í Fnjóskadal, þau eignuðust sex börn og tóku eina fósturdóttur. Bóndi í Smiðsgerði í Kolbeinsdal 1916-1919, síðan í Þingeyjarsýslu.

Jón Hjaltdal Jóhannsson (1911-1999)

 • S02766
 • Person
 • 24. júní 1911 - 18. mars 1999

Jón Hjaltdal Jónsson, f. 24.06.1911 á Hofi í Hjaltadal. Foreldrar: Jóhann Guðmundsson, d. 1876 og Birgitta Guðmundsdóttir, f. 1881 bændur í Brekkukoti (nú Laufskálum). Jón fluttist með foreldrum sínum í Brekkukot í Hjaltadal tveggja ára gamall. Hann lauk búfræðinámi frá Hólaskóla árið 1932. Árið 1934 flutti hann úr föðurhúsum og stundaði að mestu sjálfstæðan atvinnurekstur sem bifreiðarstjóri eftir það. Jón var umboðsmaður Tryggingar hf á Sauðárkróki í 35 ár. Sat í sóknarnefnd Sauðárkrókskirkju og var safnaðarfulltrúi um tíma og meðhjálpari frá 1977-1992. Maki: Sigríður Árnadóttir frá Atlastöðum í Svarfaðardal. Þau eignuðust fjögur börn.

Jón Kristinn Björnsson (1928-2000)

 • S02603
 • Person
 • 22. des. 1928 - 12. des. 2000

Foreldrar: Björn Jónsson bóndi og hreppstjóri í Bæ á Höfðaströnd og Kristín Ingibjörg Kristinsdóttir. ,,Jón lauk búfræðinámi frá Bændaskólanum á Hólum í Hjaltadal ungur að árum, aðeins 17 ára gamall. Að loknu námi fór hann suður á vertíð eins og svo margir á þeim tíma. Fyrst í Reykjavík og Ytri-Njarðvíkum og síðan í Vestmannaeyjum. Á vertíð var hann flesta vetur til 1957. Hann hóf búskap að Hellulandi á móti tengdaforeldrum sínum, fyrst að hálfu en síðan tóku þau við búinu að fullu árið 1961. Jón var snemma kosinn í ábyrgðarstörf innan sveitarinnar, einnig stundaði hann frá árunum eftir 1970 störf utan heimilis. Sláturhússtjóri hjá Slátursamlagi Skagfirðinga og verkstjóri við landanir við Sauðárkrókshöfn."
Barnsmóðir: Guðrún Svavarsdóttir á Sauðárkróki, þau eignuðust einn son. Kvæntist árið 1951, Perlu Björnsdóttur frá Vestmannaeyjum og átti með henni þrjá syni. Þau skildu árið 1954. Árið 1956 kvæntist hann Þórunni Ólafsdóttir frá Hellulandi í Hegranesi, þau eignuðust sex börn.

Jón Norðmann Jónasson (1898-1976)

 • S02493
 • Person
 • 7. ágúst 1898 - 24. sept. 1976

Foreldrar Jóns voru Jónas Jónsson bóndi í Hróarsdal í Hegranesi í Skagafirði og seinni eiginkona hans Lilja Jónsdóttir. Jón var búfræðingur frá Hólum í Hjaltadal 1923 og tók kennarapróf árið 1929. Hann kenndi við Austurbæjarskóla og í forföllum við Barnaskóla Reykjavíkur. Jón fór í námsferð til Danmerkur og Svíþjóðar árið 1935 og og dvaldi við nám á Norðurlöndum 1955-1956. Einnig var honum boðið að halda fyrirlestra í Harvardháskóla þar sem hann fjallaði um galdur, seið, skýringar á Hávamálum og þjóðleg íslensk fræði, en Jón var fræðimaður að eðlisfari og var vel að sér þar. Einnig var hann fróður um jurtir og og grös. Jón var bóndi á Selnesi á Skaga frá 1957 og var í stjórn Ungmennafélagsins Hegra um skeið. Jón skrifaði fjölda greina í blöð, m.a. um ræktun á sykurrófum, en hann var fyrstur manna á Íslandi til að rækta sykurrófur. Önnur ritverk Jóns eru: Vegamót, barnasögur 1935 , í Framsókn 1957 og um rjúpuna í Dýraverndaranum 1950. Hann þýddi bókina Foreldrar og uppeldi e. Th. Bögelund, 1938. Jón var einkar barngóður, sem kom vel fram á kennaraárum hans, einnig reyndist hann sumardrengjum sínum vel.
Hann var ókvæntur og barnlaus.

Jónas Jónsson (1930-2007)

 • S02343
 • Person
 • 9. mars 1930 - 24. júlí 2007

Jónas var fæddur að Ystafelli í Köldukinn, sonur hjónanna Jóns Sigurðssonar bónda og rithöfundar og Sigríðar Helgu Friðgeirsdóttur húsfreyju. Hann lauk stúdentsprófi frá M.A. árið 1952 og búfræðinámi frá Hólum 1953. Jónas lauk meistaranámi frá landbúnaðarháskólanum að Ási í Noregi1957 og stundaði framhaldsnám í jurtakynbótum og frærækt í Wales á árunum 1961 - 1962. Hann kenndi við Bændaskólann á Hvanneyri 1957-1963 og starfaði sem sérfræðingur við Rannsóknarstofnun landbúnaðarins í Reykjavík 1963-1966 og var jarðræktarráðunautur Búnaðarfélags Íslands 1974 - 1980 og aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra 1971-1974. Jónas var búnaðarmálastjóri 1980-1995. Eftir það vann hann að sérverkefnum fyrir Bændasamtök Íslands og stundaði einnig ritstörf. Umhverfismál og náttúruvernd voru Jónasi ætíð hugleikin og m.a. var hann formaður Skógræktarfélags Íslands 1972-1981. Hann sat á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn 1973-1974 og var varaþingmaður frá 1969. Jónas kvæntist Sigurveigu Erlingsdóttur, þau eignuðust fjögur börn.

Jósef Jón Björnsson (1858-1946)

 • S00710
 • Person
 • 26.11.1858-07.10.1946

Fæddur að Torfastöðum í Núpsdal. ,,Eftir glæsilegan námferil við Búnaðarskólann á Stend í Noregi 1877-1879, ársdvöl í verklegu búnaðarnámi í Danmörku og leiðbeiningastörf við búnaðarframkvæmdir í Skagafirði, réðst hann skólastjóri og bústjóri að Hólum í Hjaltadal 1882 og hélt svo til 1887. Stundaði hann á því tímabili (1885-1886) nám við Landbúnaðarháskólann í K.höfn og lauk þar prófi með miklu lofi. Árið 1887 keypti hann Bjarnastaði í Kolbeinsdal og gerði þar bú. 1892 fluttist hann í Ásgeirsbrekku. Varð aftur skólastj. og bústj. á Hólum 1896-1902. Þá lét hann af skólastjórn, en var samtímis skipaður fyrsti kennari skólans og gegndi því embætti til 1934. Eftir það reisti hann bú að Vatnsleysu 1934 og bjó þar til 1940. Brá hann þá búi og fluttist til Reykjavíkur 1941. Alþingismaður Skagfirðinga á árunum 1908-1916."
Jósef var þríkvæntur;

 1. Kristrún Friðbjarnardóttir, þau áttu einn son, sem lést um svipað leyti og móðir hans (1882).
 2. Hólmfríður Björnsdóttir frá Brimnesi, þau eignuðust sex börn sem komust á legg, Hólmfríður lést eftir aðeins tíu ár í hjónabandi, yngsta barnið þá tæpra tveggja ára gamalt (1894).
 3. Hildur Björnsdóttir, hálfsystir Hólmfríðar, þau Jósef eignuðust fimm börn.

Kristín Jónsdóttir (1915-2010)

 • S02050
 • Person
 • 3. jan. 1915 - 21. ágúst 2010

Kristín Jónsdóttir fæddist 3. janúar 1915 á Hólum í Hjaltadal. Foreldrar hennar voru Hólmfríður Jónsdóttir og Jón Ferdinandsson sem bjuggu um tíma í Smiðsgerði. ,,Kristín hlaut hefðbundna barnafræðslu og var við nám í Húsmæðraskólanum á Laugum. Hinn 26. október 1936 giftist Kristín Sigurði Karlssyni frá Draflastöðum. Kristín og Sigurður tóku við búi á Draflastöðum árið 1937 og bjuggu þar með blandaðan búskap til ársins 1987. Kristín var glaðsinna og félagslynd kona og tók þátt í margskonar félagsstarfi. Kristín var um tíma formaður Kvenfélagsins Bjarkar í Norður-Fnjóskadal, síðar var hún heiðursfélagi í Kvenfélagi Fnjóskdæla. Kristín vann um árabil að söfnun þjóðhátta fyrir Þjóðminjasafn Ísland. Hún tók virkan þátt í safnaðarstörfum, var sóknarnefndarformaður, söng í kirkjukór Draflastaðakirkju og var fulltrúi sóknarinnar á héraðsfundum. Kristín starfaði með kvennakórnum Lissý. Hún var orðhög og flutti eigin frásögn í Ríkisútvarpinu. Hún var meðal fyrstu einstaklinga til að prjóna peysur og annan fatnað úr lopa til að selja erlendum ferðamönnum. Kristín og Sigurður tóku inn á heimili sitt á Draflastöðum fjölda barna til sumardvalar." Kristín og Sigurður eignuðust tvö börn.

Kristján Jóhann Karlsson (1908-1968)

 • S01132
 • Person
 • 27. maí 1908 - 26. nóv. 1968

Foreldrar: Karl Kristján Arngrímsson b. í Veisu í Fnjóskadal og k.h. Karítas Sigurðardóttir frá Draflastöðum. Kristján ólst upp hjá foreldrum sínum á Landamóti og síðar í Veisu í Fnjóskadal. Ungur hóf hann nám við héraðsskólann á Laugum og síðan á Hvanneyri og lauk þaðan búffræðipróf vorið 1928. Stundaði verklegt búnaðarnám í Danmörku 1929-1931 og nam við landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn og útskrifaðist þaðan vorið 1933. Það sama vor réðst hann sem ráðunautur til Búnaðarsambands Suðurlands. Vorið 1935 tók hann við starfi skólastjóra og bústjóra á Hólum í Hjaltadal og hélt þeirri stöðu til 1961. Eftir það gerðist hann erindreki hjá Stéttarsambandi bænda og gegndi því starfi til dauðadags. Kristján var kosinn í stjórn Búnaðarsambands Skagfirðinga árið 1936 og átti þar sæti síðan, formaður frá 1948. Sat í Nýbýlanefnd Skagafjarðarsýslu 1947-1961, í Framleiðsluráði landbúnaðarins 1947-1951. Kristján kvæntist Sigrúnu Ingólfsdóttur frá Fjósatungu í Fnjóskadal, þau eignuðust fjögur börn og áttu eina fósturdóttur.

Kristján Jónsson (1905-1994)

 • S01970
 • Person
 • 27. des. 1905 - 8. sept. 1994

Foreldrar: Jón Sigurðsson smiður og bóndi í Stóragerði og k.h. Níelsína Kristjánsdóttir. Fimm ára fluttist hann með foreldrum sínum að Hólum í Hjaltadal, en þá gerðist faðir hans smíðakennari við bændaskólann. Kristján lauk barnaskólanámi í Hólahreppi. Síðan fór hann í Hólaskóla og tók þar búfræðipróf vorið 1923. Árið 1929 fór hann til Danmerkur og vann þar á búgarði um veturinn. Þaðan fór hann til Noregs vorið 1930 og tók þriggja mánaða námskeið við landbúnaðarháskólann að Ási. Mun hann hafa haft hug á frekara námi sem ekki varð af og kom hann heim haustið 1930. Árið 1922 fluttu foreldrar Kristjáns að Stóragerði og árið 1932 hóf hann búskap í félagi við foreldra sína en árið 1932. Það sama ár kvæntist hann Ingibjörgu Kristínu Jónsdóttur frá Marbæli. Í Stóragerði bjuggu þau til ársins 1946 er þau keyptu jörðina Ósland í sömu sveit. Kristján missti konu sína árið 1955 og næstu ár var búskapurinn rekinn með aðstoð Margrétar elstu dótturinnar en árið 1959 byrja búskap með honum Þóra dóttir hans og hennar maður Jón Guðmundsson. Kristján átti heimili á Óslandi til æviloka. Kristjáni voru falin ýmis störf í þágu samfélagsins. Ungur var hann í Umf. Geisla sem starfaði í Óslandshlíð. Sat í hreppsnefnd í 27 ár, þar af oddviti í 4 ár, 1966-1970. Hann var formaður sjúkrasamlags Hofshrepps, í stjórn lestrarfélagsins, sýslunefndarmaður 1967-1972, í stjórn Búnaðarfélags Óslandshlíðar, í stjórn Kaupfélags Austur - Skagfirðinga og í skólanefnd Hofshrepps í mörg ár svo eitthvað sé nefnt. Kristján og Ingibjörg eignuðust fjögur börn.

Kvenfélag Hólahrepps

 • S03720
 • Organization
 • 1950 - 1977

Haustið 1950 fór frk. Rannveig Líndal um í Skagafirði á vegum S.N.K. Hún boðaði fund á Hólum þriðjudaginn 19 september og þar mættu sex konur sem stofnuðu Kvenfélag Hólahrepps. Helga Helgadóttir, Elísabet Júlíusdóttir, Konkordía Rósmundsdóttir ritari, Hólmfríður Jónsdóttir, Una Árnadóttir formaður og Svava Antonsdóttir gjaldkeri. Þrjár konur sem ekki gátu mætt á fundinn létu skrá sig sem félaga, Anna Jónsdóttir, Svanhildur Steinsdóttir og Guðrún Gunnlaugsdóttir. Tilgangur félagssins er að efla samvinnu og félagslund meðal kvenna á félagssvæðinu og styðja að hverskonar mannúð og menningarstarfsemi.

Lestrarfélag Hólahrepps

 • S03738
 • Association
 • 1885 - 1964

Á hreppsfundi að Hólum 30. apríl 1885 var af skólastjóra Jósef J Björnsson ( stendur Bjarnason í bók ) borin upp sú uppástunga að stofna Lestrafélag í Hólahreppi, var því máli vel tekið af mörgum og 10 fundarmenn létu skrá sig sem meðlimi félagsins. Drög að lögum félagsins voru svo borin upp 28. júní af Þorgils Þorgilssyni, búfræðingi á Hólum en þau hafði Jósef Bjarnason samið og voru samþykkt með nokkrum breytingum ein og segir í fundagerðabók þessa tíma. ( A). Í lögum segir 2.gr það skal vera augnamið og tilgangur félagsins að efla menntun og menntunnarfýsn hjá hreppsbúum með því ða gefa þeim kost á að fá íslenskar bækur, blöð og tímarit til að lesa með mjög litlum kostnaði.

Magnús Kristján Gíslason (1897-1977)

 • S02791
 • Person
 • 31. mars 1897 - 25. mars 1977

Magnús Kristján Gíslason, f. 31.03.1897 á Stóru-Ökrum í Blönduhlíð. Foreldrar: Gísli Sigurjón Björnsson og kona hans Þrúður Jónína Árnadóttir. Magnús ólst upp með foreldrum sínum, sem þá bjuggu á hálfum Stóru-Ökrum. Tvo vetrarparta var hann við nám á Frostastöðum hjá Gísla Magnússyni frænda sínum og síðar varð hann búfræðingur frá Hólum vorið 1918. Gísli faðir hans var leiguliði á Ökrum en keypti Vagla í Blönduhlíð 1914 og fluttu þeir feðgar þangað 1918. Magnús tók við búinu 1921 og bjó svo á Vöglum allan sinn búskap eða til 1977, síðast ásamt Gísla syni sínum. Magnús var skáldmæltur og orti m.a. textann alkunna Undir bláhimni. Hann var virkur í félagslífi sveitarinnar og sat í hreppsnefnd um skeið.
Maki: Ingibjörg Stefánsdóttir, f. 14.4.1898 á Svaðastöðum. Þau eignuðust einn son.

Páll Agnar Pálsson (1919-2003)

 • S01182
 • Person
 • 9. maí 1919 - 10. júlí 2003

Páll Agnar Pálsson fæddist að Kletti í Reykholtsdal 9. maí 1919. Foreldrar hans voru hjónin Páll Zóphóníasson skólastjóri á Hólum, síðar alþm. og búnaðarmálastjóri, og Guðrún Hannesdóttir. Þau bjuggu á Hvanneyri, Kletti í Reykholtsdal, Hólum í Hjaltadal og í Reykjavík. ,,Páll Agnar varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1937 og dvaldi eftir það á Austur-Grænlandi árlangt sem aðstoðarmaður í jarðfræðileiðangri Lauge Kock. Páll hélt þaðan til Kaupmannahafnar og lauk kandidatsprófi frá Dýralæknaháskólanum í Kaupmannahöfn 1944.
Hann stundaði dýralæknastörf á Jótlandi 1944-1945 og framhaldsnám í sýkla- og meinafræði húsdýra í Danmörku, Svíþjóð og Bretlandi á árunum 1945-1948. Páll Agnar var sérfræðingur við Tilraunastöð Háskólans í meinafræði á Keldum frá árinu 1948-1998 og var forstöðumaður þeirrar stofnunar á árunum 1959-1967. Á Keldum vann Páll margvísleg rannsóknarstörf, einkum á sviði visnu og mæðiveiki. Páll var yfirdýralæknir frá árinu 1959- 1989 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Páll Agnar gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum, var í stjórn Hafnarstúdenta og Íslendingafélagsins í Kaupmannahöfn í nokkur ár og varaformaður Landssambands hestamannafélaga 1959-63. Þá átti hann sæti í stjórn Tilraunaráðs búfjárræktar 1960-65, í dýraverndarnefnd 1958-78, í stjórn vísindasjóðs 1972-75, formaður fisksjúkdómanefndar 1970-89, í flúormengunarnefnd 1969-84, í lyfjanefnd um árabil og í Dýraverndunarnefnd Evrópuráðsins 1968-94. Páll sat fjölmarga fundi og ráðstefnur um búfjársjúkdóma erlendis og flutti erindi um það efni víða um lönd. Páll var kjörinn félagi í Vísindafélagi Íslendinga árið 1965 og var sæmdur Riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 17. júní 1974. Árið 1976 hlaut hann heiðursverðlaun úr sjóði Ásu Wright. Hann var sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við Konunglega dýralækna- og landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn 1985, við Dýralæknaháskóla Noregs 1985 og við læknadeild Háskóla Íslands 1986. Árið 1992 varð hann heiðursfélagi í Dýralæknasamtökum Finnlands og heiðursfélagi í Íslenska dýralæknafélaginu 1994. Páll Agnar lagði stund á ritstörf og ritaði fjölda greina og ritgerða, einkum um búfjársjúkdóma, sem birst hafa í innlendum og erlendum tímaritum."
Hinn 22. júní 1946 kvæntist Páll Kirsten Henriksen dýralækni, þau eignuðust tvær dætur.

Páll Sigurðsson (1880-1967)

 • S02834
 • Person
 • 4. apríl 1880 - 9. sept. 1967

Páll Sigurðsson f. 04.04.1880 á Þóroddsstöðum í Köldukinn. Foreldrar: Sigurður Pálsson bóndi í Pálsgerði í Dalsmynni og kona hans Hólmfríður Árnadóttir. Páll ólst upp á heimili foreldra sinna en eftir að móðir hans lést fluttist hann ásamt föður sínum og bræðrum að Brenniborg í Lýtingsstaðahreppi árið 1902. Þar bjó þá Margrét systir hans, ásamt eiginmanni sínum Stefáni Sigurðssyni. Ásamt yngri bræðrum sínum sótti hann nám við Bændaskólann á Hólum og útskrifaðist þaðan vorið 1906. Að lokinni skólavist tók við lausamennska á ýmsum stöðum í Skagafirði og Húnaþingi, lenst af með heimili hjá Kristjáni bróður sínum á Brúsastöðum í Vatnsdal. Árið 1907-1910 var hann eftirlitsmaður hjá Nautgriparæktarfélagi Lýtingsstaðahrepps og stundaði jafnframt barnakennslu á vetrum. Maki: Guðrún Elísa Magnúsdóttir, f. 24.04.1899 á Kleifum í Kaldbaksvík í Strandasýslu. Þau eignuðust 7 börn og tóku tvær fósturdætur. Bóndi á Bergsstöðum í Svartárdal A-Hún 1921-1922, í Kolgröf á Efribyggð 1922-1927, í Austurhlíð í Blöndudal A-Hún 1927-1933, í Dæli í Sæmundarhlíð 1933-1935, í Holtskoti í Seyluhreppi 1935-1942 og í Keldudal 1942-1953. Páll söng um hríð í karlakórnum Heimi og var safnaðarfulltrúi í mörg ár. Síðast búsettur á Sauðárkróki.

Páll Sigurjónsson (1917-2004)

 • S02156
 • Person
 • 16. feb. 1917 - 10. maí 2004

Páll Sigurjónsson fæddist á Nautabúi í Hjaltadal 16. febrúar 1917. Foreldrar hans voru Sigurjón Benjamínsson (1878-1956), bóndi á Nautabúi, og kona hans Elínborg Pálsdóttir (1887-1966) húsfreyja á Nautabúi. Páll ólst upp á Nautabúi í Hjaltadal. Haustið 1935 fór Páll í Bændaskólann á Hólum og varð búfræðingur þaðan vorið 1937. Hann var kaupamaður á Hólum sumarið 1937, og var þar viðloðandi til vors 1941, síðast fjármaður frá ársbyrjun 1940. Á þessum árum fékkst Páll við ýmislegt annað, húsbyggingar o.fl. Á árunum 1940–47 var Páll í vegavinnu hjá Kristjáni Hansen vor og haust, en fékkst við bústörf sumar og vetur. Haustið 1945 fluttist hann með foreldrum sínum að Ingveldarstöðum í Hjaltadal og bjó þar til 1964, að hann fluttist til Sauðárkróks. Vann fyrst hjá Vegagerð ríkisins 1963–1971, en síðan hjá byggingavörudeild Kaupfélags Skagfirðinga, þar til hann komst á eftirlaun um 1984.
Páll var ókvæntur og barnlaus.

Páll Þorgrímsson (1895-1969)

 • S002294
 • Person
 • 09.03.1895-28.06.1969

Páll Þorgrímsson, f. 09.03.1895, d. 28.06.1969. Foreldrar: Þorgrímur Ásgrímsson b. í Hofstaðaseli og k.h. María Gísladóttir. Faðir Páls lést þegar Páll var fimm ára gamall og ólst hann upp eftir það með móður sinni, lengst af á Hofstöðum og í Hofstaðaseli. Lauk búfræðiprófi frá Hólum árið 1922. Stundaði síðan vinnumennsku og lausamennsku á ýmsum stöðum næstu árin en vorið 1928 réðst hann í Hóla og vann á búinu. Árið 1930 tók hann svo við ráðsmennsku á Hólabúinu og gegndi því um fjögurra ára skeið. Vorið 1935 kvæntist hann Dagbjörtu Stefánsdóttur frá Hvammi í Hjaltadal og hófu þau búskap þar sama ár og bjuggu óslitið til ársins 1969. Páll sat í hreppsnefnd Hólahrepps 1954-1958, sýslunefndarmaður 1957-1969, gjaldkeri Sjúkrasamlags Hólahrepps um hríð og deildarstjóri Hóladeildar K.S um langt skeið. Páll og Dagbjört eignuðust ekki börn en tóku þrjú fósturbörn.

Ragnar Bernharð Steingrímur Jóhannesson (1905-1974)

 • S02754
 • Person
 • 16. maí 1905 - 25. des. 1974

Ragnar Bernharð Steingrímur Jóhannesson, f. 16.05.1905 á Hólum í Öxnadal. Foreldar: Guðný Jónsdóttir og Jóhannes Sigurðsson bóndi á Engimýri í Öxnadal.
Útskrifaðist sem búfræðingur frá Hólaskóla 1930. Fór í íþróttaskólann í Haukadal 1930-1931 og gerðist íþróttakennari á Hólum veturinn eftir. Maki: Margrét Jósefsdóttir, f. 1911, frá Vatnsleysu. Þau eignuðust eina dóttur. Hófu búskap á Vatnsleysu 1934 ásamt föður Margrétar. Þar bjuggu þau hjónin í átta ár en fluttu þá til Akureyrar og bjuggu þar til 1955. Á Akureyri stundaði Rangar verslunar- og skrifstofustörf. Fluttu á höfuðborgarsvæðið og bjuggu síðast að Móaflöt 21 í Garðahreppi. Þar starfaði Ragnar hjá Sambandi íslenskra Samvinnufélaga. Ragnar var hagmæltur og mikil tónlistarunnandi og tók virkan þátt í kóra- og menningarstarfi.

Rögnvaldur Gíslason (1923-2014)

 • S02920
 • Person
 • 16. des. 1923 - 7. apríl 2014

Foreldrar: Gísli Magnússon og Guðrún Sveinsdóttir í Eyhildarholti. Maki: Sigríður Jónsdóttir frá Djúpadal, þau eignuðust fjögur börn. Rögnvaldur ólst upp í Eyhildarholti og gekk í farskóla í Rípurhreppi en var síðan einn vetur í Gagnfræðaskólanum í Reykjavík, annan í Héraðsskólanum á Laugarvatni og þann þriðja í Bændaskólanum á Hólum. Hann varð búfræðingur 1945. Aðra vetur var hann við bústörf heima í Eyhildarholti, en á sumrin oftast í vega- og brúarvinnu víða um Norður- og Norðausturland. Þegar þau Sigríður giftust hófu þau búskap í Djúpadal og stóð til að þau tækju þar að fullu við búi en snöggur endir var bundinn á þau áform þegar Rögnvaldur fékk lömunarveiki vorið 1956. Hann lamaðist ekki en varð óvinnufær um nokkurra ára skeið og gat ekki unnið erfiðisvinnu eftir það. Um tíma vann Rögnvaldur íhlaupavinnu á skrifstofu Búnaðarsambands Skagafjarðar, en í ársbyrjun 1961 hóf hann störf á sýsluskrifstofunni á Sauðárkróki og vann þar til starfsloka um sjötugt, lengst af sem aðalbókari. Fyrstu árin átti fjölskyldan áfram heimili í Djúpadal ásamt föður og föðurbræðrum Sigríðar, en Rögnvaldur leigði herbergi á Sauðárkróki og kom heim um helgar. Haustið 1967 fluttist fjölskyldan til Sauðárkróks og áttu þau hjón þar heima síðan.

Sigmundur Pálsson (1823-1905)

 • S02301
 • Person
 • 20. ágúst 1823 - 17. nóv. 1905

Sigmundur fæddist 20. ágúst 1823 að Ljótsstöðum á Höfðaströnd, Skagafirði. Faðir: Páll Jónsson, bóndi og hreppstjóri að Viðvík (1791-1836). Móðir: Sigríður Jónsdóttir (1800-1862) frá Ljótsstöðum. Sigríður giftist aldrei. ,,Sigmundur ólst upp á Hólum í Hjaltadal hjá Gísla Jónssyni, fyrrv. konrektor Hólaskóla, síðar prests að Stærra-Árskógi. Lærði undir skóla hjá sr. Gísla, en fór til náms í Bessastaðaskóla 1844 og stundaði síðar framhaldsnám í Reykjavík. Kom frá Reykjavík 1850. Gerðist verslunarmaður í Hofsósi og rak búskap á Ljótsstöðum 1851-58 og aftur á s. st. 1862-93. Var hreppstjóri Hofshrepps 1859-62. Sýslunefndarmaður fyrir Hofshrepp 1875-1877. Oddviti hreppsn. Hofshrepps 1874-80. Þá mun Sigmundur hafa verið við verslunarstörf í Grafarósi. Fyrir og um síðustu aldamót voru þrjár verslanir á Sauðárkróki: Gránufélagsverslun, Poppsverslun og V. Claessenverslun. Höfðu verslanir þessar nokkurs konar selstöðuverslun á Kolkuósi í ullarkauptíðum, tvo til þrjá mánuði ár hvert. Var Sigmundur fyrir slíkri Poppsverslun á Kolkuósi nokkur ár." Sigmundur kvæntist Margréti Þorláksdóttur (1824-1893) frá Vöglum á Þelamörk í Eyjafirði. Saman áttu þau sex börn sem náðu fullorðinsaldri.

Sigríður Jósefsdóttir (1886-1901)

 • S00713
 • Person
 • 26.02.1886-02.09.1901

Dóttir Jósefs Björnssonar skólastjóra á Hólum og Hólmfríðar Björnsdóttur frá Brimnesi. Lést 15 ára gömul.

Sigtryggur Jakobsson (1886-1954)

 • S01548
 • Person
 • 11. jan. 1886 - 5. jan. 1954

Foreldrar: Jakob Jakobsson og k.h. Gróa Þorláksdóttir. Bóndi í Hofstaðaseli 1917-1932. Sigtryggur ólst upp á Hofstöðum því foreldrar hans fóru þangað í vinnumennsku 1889 og voru þar samfellt til 1908. Sigtryggur fór í Hólaskóla og lauk þaðan búfræðiprófi vorið 1905. Hofstaðasel var þá í eigu Hofstaðabræðra og Sigtryggur reisti þar bú á hálflendu jarðarinnar á móti Sigurði Björnssyni frá Hofstöðum. Á Hólum mun hafa kviknað hjá Sigtryggi eðlislægur áhugi á dýralækningum og tók hann að fást við þær af brýnni þörf og mikið var til hans leitað. Hann las sér til og fékkst við burðarhjálp, saumaði og gerði að sárum. Hann flutti með fjölskylduna til Húsavíkur haustið 1931. Mörg ár var hann síðan bæjarpóstur á Húsavík og gekk þá jafnan undir nafninu Tryggvi póstur. Sigtryggur kvæntist Jakobínu Þorbergsdóttur frá Leyningi í Siglufirði, þau eignuðust tvö börn.

Sigurbjörg Sveinsdóttir (1919-2013)

 • S02354
 • Person
 • 26. mars 1919 - 18. nóv. 2013

Sigurbjörg var fædd í Þorsteinsstaðakoti í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði 26. mars 1919, dóttir Sveins Friðrikssonar og Stefönnu Jónatansdóttur. Hóf sambúð með Páli Ögmundsyni 1936 og eignuðust þau fjögur börn, en skildu. Sigurbjörg hóf störf að Hólum í Hjaltadal 1949. Þar vann hún í þjónustunni í Hólaskóla. Flutti síðan til Reykjavíkur og vann um tíma hjá Landspítalanum. Sigurbjörg vann við saumaskap hjá Feldinum þar til hann var lagður niður. Að endingu vann hún hjá Hreini syni sínum í Stimplagerðinni Roða. Eftir að Sigurbjörg hætti að vinna stofnaði hún ásamt fleiri eldri borgurum Leikhópinn Snúð og Snældu árið 2000. Þar lék hún í uppfærslum í nokkur ár en endaði störf sín með breytingum og saumaskap á búningum hjá Snúð og Snældu.

Sigurður Haraldsson (1919-1998)

 • S02629
 • Person
 • 20. apríl 1919 - 28. jan. 1998

Sigurður Haraldsson, b. í Kirkjubæ, Rangárvallahreppi, Rangárvallasýslu, fæddist 20. apríl 1919 á Tjörnum í Vestur-Eyjafjallahreppi, Rangárvallasýslu. Sigurður var þríkvæntur og eignaðist alls níu börn og þrjú stjúpbörn. ,,Sigurður ólst upp undir Eyjafjöllum. Hann var við nám í Búnaðarskólanum á Hólum í Hjaltadal 1937-1939, útskrifaður búfræðingur. Í iðnskólanum í Hafnarfirði 1943-1947. Byggingarmeistari 1950 og hefur auk þess sótt nokkur kennaranámskeið. Sigurður var kennari í Barnaskóla Vestur-Eyjafjalla 1939-1940, Bændaskólanum á Hólum í Hjaltadal 1962- 1967, skólastjóri á Strönd á Rangárvöllum 1967-1972 og kennari við Gagnfræðaskólann á Hellu 1973-1986. Hann var byggingarmeistari í Reykjavík og í Rangárvallasýslu 1950- 1962, bústjóri á Hólum í Hjaltadal 1962-1967 og til skamms tíma bóndi í Kirkjubæ á Rangárvöllum. Sigurður var formaður nemendafélags Hólaskóla 1938-1939, Ungmennafélagsins Trausta undir Vestur-Eyja-fjöllum 1939-1941, Hestamannafélagsins Geysis á Rangárvöllum 1957-1962, Hrossaræktarsambands Norðurlands 1964-1966, Hagsmunafélags hrossabænda frá stofnun 1975- 1978. Hann var ritari Landssambands hestamanna 1979- 1985, hreppsnefndarmaður í Rangárvallahreppi 1970-1978, forseti Rotary-klúbbs Rangæinga 1978-1979 og formaður útgáfustjórnar Eiðfaxa 1977- 1980. Sigurður hlaut gullmerki Landssambands hestamannafélaga árið 1989 og Félags tamningamanna árið 1990. Hann var sæmdur riddarkrossi Hinnar íslenzku fálkaorðu árið 1991. "

Sigurður Jónsson (1882-1965)

 • S02222
 • Person
 • 4. nóv. 1882 - 7. apríl 1965

Sigurður var sonur Jóns Sigurðssonar oddvita og bónda á Skúfsstöðum og konu hans Guðrúnar Önnu Ásgrímsdóttur. Fór til náms á Búnaðarskólann á Hólum og var þar 1904 sem óreglulegur nemandi og lauk þar ekki prófi en kvæntist þá um haustið Önnu Margréti Sigurðardóttur frá Bakka í Viðvíkursveit. Þau hófu búskap á móti foreldrum Sigurðar árið 1906 á hluta Skúfstaða. Keyptu síðan jörðina árið 1915 og bjuggu þar til æviloka. Leigðu ábúendum jarðarhluta 1916-1924, en bjuggu eftir það ein á allri jörðinni. Sigurður tók þátt í ýmsum félagsstörfum í sveit sinni. Sigurður og Anna eignuðust fimm börn.

Sigurður Sigurðsson (1871-1940)

 • S03197
 • Person
 • 05.08.1871-02.07.1940

Sigurður Sigurðsson, f. að Þúfu á Flateyjardalsheiði 05.08.1871, d. 02.07.1940. Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson bóndi þar og Helga Sigurðardóttir. Þau fluttu að Draflastöðum árið 1882 og ólst hann þar upp síðan. Um 25 ára gamall fór Sigurður að Möðruvöllum í Hörgárdal. Hann fóru þó aldrei í skólann þar en nam grasafræði af Stefáni Stefánssyni. Síðar fór hann á Búnaðarskólann í Stend í Noregi og kom þaðan 1898. Eftir það var hann tvö ár heima, gerði rannsóknir á skógunum í Fnjóskadal og ferðaðist um Austurland vegna kláðaskoðunar. Árið 1899 stofnaði hann á vegum Amtmannssjóðs skógræktarstöð sunnan við kirkjuna á Akureyri. Síðan fór hann á búnaðarskólann í Höfn og lauk þaðan námi á tveimur árum og ferðaðist svo um norðanverða Skandinavíu með kennara sínum, sem varð honum nokkurs konar framhaldsnám. Heim kominn árið 1902 tók Sigurður við skólastjórn á Hólum og gegndi því starfi í 16 ár. Þar stóð hann m.a. fyrir bændanámskeiðum. Á sama tíma var hann einn af stofnendum Ræktunarfélags Norðurlands og starfaði með því um árabil. Árið 1919 varð hann búnaðarmálastjóri. Árið 1935 lét hann af því starfi. Hafði hann þá komið sér upp nýbýlinu Fagrahvammi í Hveragerði og dvaldi þar jafnan síðustu æviárin.
Maki: Þóra Sigurðardóttir, ættuð úr Fnjóskaldal (d. 1937). Þau eignuðust fimm börn og ólu auk þess upp fósturdótturina Rögnu Helgu Rögnvaldsdóttur frá tveggja ára aldri.

 1. ágúst 1871 - 2. júlí 1940

Skafti Óskarsson (1912-1994)

 • S02712
 • Person
 • 12. sept. 1912 - 7. ágúst 1994

Foreldrar: Óskar Á. Þorsteinsson og Sigríður Hallgrímsdóttir, búsett í Hamarsgerði og síðar Kjartansstaðakoti. Nemandi á Hólum í Hjaltadal 1930. Bóndi á Kjartansstöðum á Langholti. Síðast búsettur á Sauðárkróki. Maki: Ingibjörg Hallgrímsdóttir, f. 08.02.1915. Þau eignuðust fjórar dætur.

Þórarinn Jónsson (1870-1944)

 • S03253
 • Person
 • 06.02.1970-05.09.1944

Fæddur í Geitagerði í Skagafirði 6. febrúar 1870, dáinn 5. september 1944. Foreldrar: Jón Þórarinsson bóndi þar og kona hans Margrét Jóhannsdóttir húsmóðir. Faðir Hermanns Þórarinssonar varaþingmanns. Lauk Búfræðiprófi frá Hólum 1890. Kennari við Hólaskóla 1893–1896. Bústjóri á Hjaltabakka 1896–1899, síðan bóndi þar til æviloka. Sáttamaður í héraði yfir 30 ár, formaður sáttanefndar frá 1937. Hreppstjóri frá 1906 til æviloka. Oddviti Torfalækjarhrepps frá því um aldamót til 1920. Í fræðslunefnd 1908–1930, lengst af formaður. Í stjórn Kvennaskólans á Blönduósi rúm 30 ár, formaður skólastjórnar frá 1920 til æviloka. Yfirskoðunarmaður landsreikninganna 1926. Skipaður 1927 í yfirfasteignamatsnefnd. Kosinn 1927 í milliþinganefnd í landbúnaðarmálum. Konungkjörinn alþingismaður 1905–1908, alþingismaður Húnvetninga 1911–1913 og 1916–1923, alþingismaður Vestur-Húnvetninga 1923–1927 (Heimastjórnarflokkurinn, Sambandsflokkurinn, Bændaflokkurinn eldri, Heimastjórnarflokkurinn, Utanflokkabandalagið, Sparnaðarbandalagið, Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn). Sagði af sér þingmennsku 1908. Varaforseti sameinaðs þings 1924–1926.

Tómas Ísleiksson (1854-1941)

 • S01143
 • Person
 • 25. júlí 1854 - 17. júlí 1941

Frá Núpakoti undir Eyjafjöllum. Kom sem vinnumaður að Brúarlandi í Deildardal árið 1877 og fluttist tveimur árum síðar að Efra-Ási í Hjaltadal, lærði um þær mundir söðlasmíði. Var á Hólum 1889 og kvæntist það ár Guðrúnu Jóelsdóttur ljósmóður frá Sauðanesi í Svarfaðardal. Þau bjuggu að Miklabæ í Óslandshlíð 1890 og í Kolkuósi 1891-1903 er þau fluttu til Vesturheims og settust að í Winnipeg. Þau tóku fimm af börnum sínum með sér, þrjú yngstu barna þeirra sem fædd voru þá voru skilin eftir á Íslandi. Í Winnipeg lagði Tómas fyrir sig trésmíði, einkum húsabyggingar. Á efri árum var hann búsettur í Gimli. Tómas og Guðrún eignuðust alls tólf börn, fyrir hjónaband hafði Tómas eignast eina dóttur. Eftir að þau komu til Winnipeg tóku þau upp eftirnafnið Thorsteinson.

Tómas Jóhannsson (1894-1929)

 • S02191
 • Person
 • 3. mars 1894 - 4. sept. 1929

Fæddur og uppalinn á Möðruvöllum í Eyjafirði, sonur Jóhanns Jóhannssonar b. og smiðs þar og k.h. Guðrúnar Skúladóttur. Lauk prófi frá bændaskólanum á Hvanneyri vorið 1915 og var áfram á Hvanneyri fjósamaður 1917-1919. Á árunum 1920-1922 dvaldist hann við nám í Danmörku, lauk leikfimiprófi við íþróttaskólann í Ollerup og tók einnig próf í smíðum og járningum frá búnaðarskólanum í Kaupmannahöfn. Eftir það fór hann til Svíþjóðar og kynnti sér þar leikfimikennslu og járnsmíðar. Kom heim að Hólum árið 1922 og tók við leikfimi- og smíðakennslu við bændaskólann. Tómas vann einnig að verkstjórn fyrir búið og byggingum. Árið 1924 kvæntist Tómas Ástríði G. Magnúsdóttur frá Laxnesi í Mosfellsdal, en þau höfðu kynnst á Hvanneyri, þau eignuðust tvær dætur. Á árunum 1924-1927 hafði Tómas á leigu jörðina Hlíð í Hjaltadal en bjó þó ekki þar nema eitt sumar en hafði húsfólk á jörðinni. Þá var hann ráðsmaður á Hólabúinu hjá Steingrími Steinþórssyni 1928-1929. Tómas lést aðeins 35 ára gamall.

Ungmennafélagið Hjalti

 • S03741
 • Association
 • 1933 - 1979

Í þessum gögnum kemur fram að, Fundagerðabók frá 1933 er önnur bók félagsins og kemur því ekkert fram um stofnfundinn í þessum gögnum. Eg félagsstarfsemi er lýst í fundargerðum alveg til ársins 1980. Hver framvinda ungmennafélagsins Hjalta er eftir það er ekki vita nú.
En í lögum félagsins sem er í nokkrum liðum kemur fram m.a, að tilgangur félagsins er að reyna að alefli að vekja löngun hjá æskulýðnum til að starfa fyrir sjálfa sig, land sitt og þjóð. Að glæða áhuga félagsmanna á íþróttum og fögrum listum og stuðla að því að félagsmenn taki þátt í sundi og söng. Að vekja og efla frjálslyndar skoðanir í hvívetna.

Unnur Pálsdóttir (1913-2011)

 • S01186
 • Person
 • 23. maí 1913 - 1. janúar 2011

Unnur Pálsdóttir var fædd á Hvanneyri í Borgarfirði 23. maí 1913. Hún var elst sex barna hjónanna Guðrúnar Hannesdóttur og Páls Zóphóníassonar, skólastjóra Bændaskólans á Hólum, síðar búnaðarráðunauts, alþingismanns og búnaðarmálastjóra. Unnur giftist 16. júlí 1937 Sigtryggi Klemenzsyni, sem lengi var ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu og síðar seðlabankastjóri, þau eignuðust sex dætur.

Vagn Kristjánsson (1921-2011)

 • S02697
 • Person
 • 4. nóv. 1921 - 20. jan. 2011

Foreldrar: Kristján Ragnar Gíslason, f. 1887 og Aðalbjörg Vagnsdóttir, f. 1893, bjuggu á Minni-Ökrum. Maki: Svana H. Björnsdóttir, f. 1923. Þau eignuðust sex syni. Vagn ólst upp á Minni-Ökrum í Blönduhlíð og flutti með foreldrum sínum til Sauðárkróks þegar þau hættu búskap. Hefðbundin skólaganga fór fram á Króknum og síðan var hann tvo vetur á Bændaskólanum á Hólum í Hjaltadal. Vagn vann ungur að árum í verslun Haraldar Júlíussonar, þar til hann tvítugur að aldri flutti til Reykjavíkur. Þar starfaði hann við ýmislegt, en sneri sér fljótlega að akstrinum sem varð hans ævistarf. Vagn var einn af stofnendum Hreyfils og vann þar við leiguakstur svo lengi sem heilsa leyfði. Hann stofnaði og rak flutningafyrirtæki ásamt Brynleifi Sigurjónssyni, sem sá um flutninga til Akureyrar og Ísafjarðar á framleiðsluvörum Ölgerðar Egils Skallagrímssonar, ásamt því að vera með umboðsskrifstofu á Akureyri.

Valdís Salvör Tómasdóttir (1928-2001)

 • S02189
 • Person
 • 13. júní 1928 - 25. maí 2001

Foreldrar: Tómas Jóhannsson kennari á Hólum í Hjaltadal og k.h. Ástríður Magnúsdóttir frá Mosfelli í Mosfellssveit. Faðir Valdísar lést þegar hún var eins árs gömul og fluttist hún þá með móður sinni og systur í Mosfellssveit. Var einn vetur, 1945-1946, í framhaldsskóla í Varmahlíð. Fór árið 1947 til Bandaríkjanna sem barnfóstra hjá Bjarna Guðjónssyni stórkaupmanni í New York. Kvæntist Andrew Caltagirone slökkviliðsmanni í New York, þau eignuðust fjögur börn. Andrew lést árið 1983. Valdís flutti aftur til Íslands árið 1984 og var síðast búsett í Reykjavík. Sambýlismaður hennar seinni árin var Björn Björgvinsson bankastarfsmaður.

Vigdís Pálsdóttir (1924-2016)

 • S01185
 • Person
 • 13. jan. 1924 - 7. sept. 2016

Vigdís Pálsdóttir var fædd á Hólum í Hjaltadal 13. janúar 1924. Hún var yngst sex barna hjónanna Guðrúnar Hannesdóttur og Páls Zóphóníassonar, skólastjóra Bændaskólans á Hólum, síðar búnaðarráðunauts, alþingismanns og búnaðarmálastjóra. Stundaði Vigdís nám í Landakotsskóla, Miðbæjarskóla og lauk þremur bekkjum í Menntaskólanum í Reykjavík en hætti þá námi. Vann hún skrifstofustörf í Reykjavík næstu ár, en fór til hússtjórnarnáms á Laugalandi veturinn 1942-1943, starfaði í Útvegsbankanum í nokkur ár en hóf nám í Handíðaskóla Lúðvíks Guðmundssonar og Kurt Zier og var í fyrsta hópi handavinnukennara, sem útskrifaðist úr skólanum vorið 1949. Eftir það starfaði hún við útsaum og kjólaskreytingar á saumastofu Feldsins um skeið, en vann aftur í Útvegsbanka Íslands þar til 1953. Vigdís hóf störf í handavinnudeild Kennaraskóla Íslands 1964 og kenndi þar næstu áratugi uns hún lét af störfum 1989. Vigdís starfaði um áratugaskeið á vettvangi Heimilisiðnaðarfélags Íslands. Vann þar að stofnun tímaritsins Hugur og hönd og réð miklu um efni þess og útlit í nær tvo áratugi. Vigdís giftist Baldvin Halldórssyni, prentara, leikara og leikstjóra, 25. ágúst 1951, þau eignuðust þrjú börn.

Vigfús Scheving Hansson (1735-1817)

 • S01367
 • Person
 • 15. jan. 1735 - 14. des. 1817

Vigfús var fæddur á Möðruvöllum í Hörgárdal. Faðir: Hans Scheving, klausturhaldari á Möðruvöllum. Móðir: Guðrún Vigfúsdóttir, húsfreyja.
Vigfús var sýslumaður á 18. öld, lengst af í Skagafjarðarsýslu. Hann varð stúdent frá Hólaskóla 1754 og lauk lögfræðiprófi frá Kaupmannahafnarháskóla 1757. Hann var lengi Hólaráðsmaður en þegar Þórarinn Jónsson sýslumaður á Grund dó 1767 var hann settur sýslumaður Eyjafjarðarsýslu og gegndi því embætti þar til Jón Jakobsson tók við árið eftir. Vigfús varð sýslumaður Skagafjarðarsýslu 21. febrúar 1772 og bjó þá á Víðivöllum í Blönduhlíð. Kona Vigfúsar var Anna Stefánsdóttir, dóttir Stefáns Ólafssonar prests á Höskuldsstöðum og systir Ólafs Stephensen stiftamtmanns. Vorið 1800 fékk Vigfús lausn frá embætti og flutti þá suður að Innra-Hólmi til Magnúsar Stephensen, tengdasonar síns, var hjá honum eftir það og dó í Viðey.

Vilhjálmur Hallgrímsson (1917-1980)

 • S01527
 • Person
 • 3. apríl 1917 - 2. sept. 1980

Foreldrar: Hallgrímur Tryggvi Hallgrímsson b. á Hólum og k.h. Sigurbjörg Vilhjálmsdóttir. Vilhjálmur stundaði nám við Héraðsskólann á Laugarvatni 1937-1939, síðan húsasmíði í Vestmannaeyjum árin 1941-1945 og varð meistari í þeirri iðn. Árið 1943 kvæntist hann Heiðbjörtu og bjuggu þau í Vestmanneyjum fyrsta hjúskaparár sitt. Árið 1946 fluttu þau til Sauðárkróks og áttu þar heima síðan. Þar stofnaði Vilhjálmur ásamt fleirum trésmíðaverkstæðið Litlu-Trésmiðjuna, rak og stýrði því fyrirtæki til 1963. Þá var trésmiðjan Borg stofnuð og var Vilhjálmur einn af stofnendum og meðeigandi. Vilhjálmur var einnig prófdómari í iðn sinni á Sauðárkróki og víðar á Norðurlandi. Árið 1974 gerðist hann handavinnukennari við grunnskólann á Sauðárkróki og gegndi því starfi á meðan heilsa leyfði. Vilhjálmur og Heiðbjört eignuðust tvö börn.

Zóphónías Pálsson (1915-2011)

 • S01184
 • Person
 • 17. apríl 1915 - 15. maí 2011

Zóphónías Pálsson fæddist á Hvanneyri í Borgarfirði 17. apríl 1915. ,,Hann var næstelstur sex barna hjónanna Guðrúnar Hannesdóttur frá Deildartungu í Borgarfirði og Páls Zóphóníassonar, alþingismanns og búnaðarmálastjóra. Zóphónías ólst upp á Hólum í Hjaltadal frá fjögurra ára aldri, þar sem faðir hans var skólastjóri Bændaskólans, en 1928 fluttist hann með foreldrum sínum til Reykjavíkur. Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík stundaði Zóphónías nám í mælingaverkfræði við Landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn og lauk þaðan prófi árið 1939. Starfaði hann síðan í Danmörku, aðallega hjá Geodætisk Institut, bæði í Óðinsvéum og í Kaupmannahöfn, fram til ársins 1945 er hann fluttist með fjölskyldu sinni heim til Íslands og hóf starf sem verkfræðingur hjá Skipulagi bæja og kauptúna. Var hann síðan yfirverkfræðingur þar árin 1950 til 1954 en þá var hann skipaður skipulagsstjóri ríkisins og gegndi hann því embætti til ársins 1985 er hann lét af störfum vegna aldurs. Zóphónías vann þar áfram um skeið að tilteknum skipulagsmálum og var einnig nokkur ár starfandi hjá varnarmáladeild utanríkisráðuneytisins. Árin 1945 til 1954 kenndi hann við Iðnskólann í Reykjavík og var prófdómari þar til 1985. Zóphónías var einnig prófdómari við verkfræðideild HÍ frá 1948 til 1985. Hann var félagi í Rótarýklúbbnum Reykjavík Austurbær frá stofnun hans árið 1963."
Hinn 20. desember 1940 kvæntist Zóphónías Lis Nellemann, þau eignuðust fjögur börn.